1 minute read
HEIMILI OG UMHVERFI
A Koman Og Tisv I
- HRESSUM UPP Á AÐKOMU HÚSSINS OG
Advertisement
PALLINN/SVALIRNAR
STAÐNÁMSKEIÐ
Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira.
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður
Heimili Og H Nnun
FJARNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja á upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?
Kennsla: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður
Hrif Umhverfis Innandyra L An Og Heilsu F Lks
STAÐNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu verður rætt vítt og breitt um áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks og verða fjölbreyttar gerðir umhverfis skoðaðar. Velt verður vöngum yfir því hvernig bæta megi gæði umhverfis og þannig stuðla að vellíðan og bættri heilsu.
Kennsla: Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði
Gr Ur Og Grafir H Lavallagar I
STAÐNÁMSKEIÐ
Hólavallagarður er þjóðargersemi en hann er einstakur staður á alþjóðavísu með ótvírætt menningarsögulegt gildi. Á námskeiðinu verður leitast við að varpa ljósi á uppruna garðsins, rætur hans, bakgrunn og ásýnd. Hluti af námskeiðinu er gönguferð um garðinn, með leiðsögn.
Kennsla: Heimir Björn Janusarson, garðyrkjumaður og umsjónarmaður Hólavallagarðs
SKOÐA
Fr Slustyrkur
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám? Fjölmörg stéttarfélög veita styrki til fræðslu og náms. Vinnumálastofnun veitir einnig styrki.
Hagfr I Fasteignamarka Ar
FJARNÁMSKEIÐ
Á þessu stutta námskeiði er fjallað á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um stóru myndina á fasteignamarkaði. Hvað ræður því hvort fasteignaverð hækkar eða lækkar? Hvað skiptir máli þegar við tökum fasteignalán? Hver eru tengsl hagfræði og sálfræði þegar kemur að því hvernig við hegðum okkur í fasteignaviðskiptum? Hvaða upplýsingar eru í boði til að fá betri mynd af stöðunni á fasteignamarkaði?
Kennsla: Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur
SKOÐA
ERT ÞÚ MEÐ HUGMYND AÐ NÁMSKEIÐI?
Starfsfólk Endurmenntunar er stöðugt á höttunum eftir nýjum kennurum og hugmyndum að spennandi námskeiðum. Við hvetjum alla sem telja sig hafa góðar hugmyndir að hafa samband við Jóhönnu Rútsdóttur, náms- og þróunastjóra: hannaru@hi.is