1 minute read

TEXTAGERÐ OG MIÐLUN EFNIS

SKRIF...ANDI

STAÐNÁMSKEIÐ

Advertisement

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að skrifa sér til gamans og opna fyrir flæði og hugmyndir. Notaðar eru fjölbreytilegar kveikjur og æfingar sem örva ímyndunarafl og sköpunargleði.

Kennsla: Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og ritlistarkona

SKOÐA

Sk Ldsagnaskrif

FJARNÁMSKEIÐ

Á þessu námskeiði er farið yfir ferlið við það að skrifa skáldsögu – skref fyrir skref. Hvernig er best að bera sig að? Hvernig er hægt að finna „réttu“ leiðina? Hver eru hin nauðsynlegu atriði sem hafa ber í huga? Námskeiðið er í tveimur hlutum og á milli þeirra fá þátttakendur tækifæri til að vinna að eigin ritsmíð.

Kennsla: Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur

Hla Varpsger

STAÐNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

RITLIST – Í SAMSTARFI VIÐ SVIKASKÁLD

Námskeiðið Ritlist er í samstarfi við Svikaskáld, sex kvenna skáldakollektív. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur og síðast skáldsöguna Olíu (2021) sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þær hafa haldið fjölmargar ritsmiðjur fyrir ungt fólk og staðið fyrir mánaðarlegum ljóðakvöldum í Gröndalshúsi. Þátttakendur munu kynnast fjölbreyttum hliðum skapandi skrifa og læra að nýta hin ýmsu tól úr verkfærakistu rithöfundarins. Námið skiptist í vinnustofur, heimaverkefni, þátttöku í rithringjum og tilsögn í upplestri. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku, en þar fyrir utan vinna þátttakendur í textum sínum heima og skila reglulega verkefnum til ritvina og kennara. Á þann hátt fæst þjálfun í að veita og taka á móti gagnlegri endurgjöf og mynda samfélag skrifandi fólks. Námskeiðinu lýkur á upplestrarkvöldi og viðtalstíma með kennara þar sem þátttakendur fá ítarlega endurgjöf á skilaverkefni.

SKOÐA SKOÐA SKOÐA

Þátttakendur munu að námskeiði loknu hafa í handraðanum úrval af ólíkum textum sem gætu nýst fólki sem hefur hug á að sækja um frekara ritlistarnám á háskólastigi - eða sem efniviður í áframhaldandi skrif.

This article is from: