1 minute read

NÁMSBRAUTIR HAUST 2023

Umsóknarfrestur 15. maí

SÉRNÁM Í HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ - FYRIR SÁLFRÆÐINGA OG GEÐLÆKNA

Advertisement

STAÐNÁM

Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna. Í náminu er megináhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Leitast er við að gera nemendur hæfa til að beita hugrænni atferlismeðferð í starfi. Námið samsvarar 64 ECTS einingum.

Verkefnastj Rnun Og Lei Toga J Lfun

STAÐNÁM

Námið byggir á að efla fjóra megin færniþætti meðal þátttakenda: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem skiptast jafnt á milli tveggja missera. Unnið er með færniþættina yfir allan námstímann og áhersla lögð á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra. Nemendur fást við fjölbreytt verkefni, í kennslustofunni og utan hennar, í hópavinnu með öðrum nemendum.

NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA- OG SKIPASALA

STAÐ- OG FJARNÁM

Réttindanám í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands sem byggir á lögum um sölu fasteigna og skipasölu nr. 70/2015. Markmið námsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að standast próf til löggildingar um sölu fasteigna- og skipa og að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og faglega kunnáttu og hæfni til að takast á við alla þætti innan fasteigna- og skipasölu. Námið samsvarar 90 ECTS einingum.

Lei S Gun M

- ÁFANGASTAÐURINN ÍSLAND

STAÐ- OG FJARNÁM

Yfirgripsmikið nám fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Að námi loknu eiga nemendur að geta átt fagleg samskipti við ferðamenn og aðra aðila í ferðaþjónustu, útskýrt helstu þætti náttúrufars, sögu og menningar Íslands, aflað sér gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna og dregið fram hvað þarf til að stofna og reka lítið ferðaþjónustufyrirtæki.

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI – DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI

STAÐNÁM

Í náminu er hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði og velsældarvísinda kynnt þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi. Námið veitir víðtæka þekkingu á jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og kynnir fyrir nemendum þau tækifæri sem felast í því að skoða styrkleika umfram veikleika og byggja á því sem vel er gert í stað þess sem fer úrskeiðis.

Kukennaran M Til Almennra R Ttinda

STAÐNÁM

Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Nemendur eiga að geta ekið af öryggi og framsýni og vita hvernig best sé staðið að færniþjálfun. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði umferðarfræða og færni í að beita og miðla henni til annarra. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og færni á sviði kennslufræða og þjálfunar verður því ætíð að fara saman.

This article is from: