
1 minute read
4.6 Rýni stjórnenda
ÍST 85 ÍST 85:2012
b) veita stjórnendum upplýsingar um niðurstöður úttekta.
Fyrirtækið skal skipuleggja, koma upp, innleiða og viðhalda úttektaráætlun, þar sem m.a. tekið er mið af niðurstöðum fyrri úttekta og viðbrögðum við fyrri frá brigðum.
Verklagsreglum um úttektir skal komið á, þær innleidd ar og þeim viðhaldið, sem beinast að: – Ábyrgð og kröfum varðandi skipulagningu og gerð úttekta, svo og skýrslugjöf um niðurstöður og viðeigandi skrár þar um, – skilgreiningu úttektarviðmiða, umfangs, tíðni og aðferða.
Val á úttektaraðilum og gerð úttekta skal tryggja hlutlægni og hlutleysi úttektarferlisins.
4.6 Rýni stjórnenda
Æðstu stjórnendur skulu rýna árangur jafnlaunakerfisins með fyrirfram ákveðnu millibili til að tryggja að það henti áfram, sé fullnægjandi og virkt. Í rýninni skal felast mat á tækifærum til umbóta og þörfinni á því að gera breytingar á jafnlaunakerfinu, þ.m.t. jafnlaunastefnunni. Æðstu stjórnendur bera endanlega ábyrgð á því að frábrigði séu meðhöndluð og tekið sé mið af athuga semdum vottunaraðila og starfsmanna. Niðurstöður úr rýni stjórnenda skal skjalfesta. Viðfangsefni rýninnar skal fela í sér
a) niðurstöður innri úttekta og mat á hlítingu við lagalegar kröfur og aðrar kröfur sem fyrirtækið undirgengst,
b) samskipti við starfsmenn og hagsmunaaðila, þ.m.t. athugasemdir,
c) frammistöðu fyrirtækisins í jafnlaunamálum,
d) það að hvaða marki markmiðum hefur verið náð,
e) stöðu úrbóta og forvarna,
f) aðgerðir til að fylgja eftir fyrri rýni stjórnenda,
g) breytingu á aðstæðum, þ.m.t. lagalegar kröfur, ákvæði kjarasamninga og aðrar kröfur,
h) tillögur um umbætur.
Niðurstöður af rýni stjórnenda skulu fela í sér hvers kyns ákvarðanir og aðgerðir sem tengjast mögulegum breytingum á jafnlaunastefnunni, markmiðum og öðrum þáttum jafnlaunakerfisins í samræmi við skuldbindingu um stöðugar umbætur.