Viðeigandi fatnaður fyrir allar aðstæður

Page 1

VIÐEIGANDI FATNAÐUR FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR

ÞRIÐJA LAGIÐ VÖRN

Ysta lagið veitir vörn gegn kulda, regni og vindi. Mikilvægast er að ysta lagið andi vel, það er að raki fyrir innan komist í gegnum efnið svo hann geti gufað upp að utan. Flíkur úr nútímalegum og tæknilegum efnum, með einhvers konar filmu, veita frábæra vörn gegn náttúruöflunum. Erfiðisvinna utandyra krefst létts og sveigjanlegs fatnaðar með lokuðum saumum og slitsterkri ytri skel.

ANNAÐ LAGIÐ EINANGRUN

Helsti tilgangur millilagsins er að fanga líkamshita og flytja raka lengra frá líkamanum. Þetta lag er notað til að stjórna líkamshitanum. Ef þér heitt og þú svitnar geturðu til dæmis farið í millilag þegar þú tekur þér hlé frá störfum eða stendur kyrr til að halda hita á þér. Svo geturðu farið úr millilaginu þegar þú ferð aftur að hreyfa þig. Föt úr gerviefni eru fullkomin sem einangrandi millilag þegar miklar breytingar eru á hitastigi eða þegar skipt er á milli mikils og lítils erfiðis.

FYRSTA LAGIÐ FLUTNINGUR

Innsta lagið er upp við húðina og ætti að halda líkamanum hlýjum og þurrum. Efnið í innsta laginu ætti því að vera létt efni sem andar og hamlar ekki hreyfingum þínum. Auk þess er mikilvægt að það flytji raka og hita frá líkamanum. Pólýester er til dæmis tilvalið til að flytja svita burt og frábært fyrir alla hreyfingu. Ull er einnig góð sem fyrsta lag. Keratínið í ullinni flytur burt raka og bakteríudrepandi eiginleikar hennar koma í veg fyrir slæma lykt, svo ekki þarf að þvo fötin jafn oft. Ullin heldur líka eiginleikum sínum þótt hún blotni.

3 laga kerfið gerir þér kleift að klæða þig í samræmi við veðrið og það sem þú ert að gera.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.