Ávarp
Kæri viðskiptavinur.
Dagskrá afmælismánaðar Johan Rönning er vegleg og höfðar vonandi til þín.
Þróun rafbúnaðar hefur verið mikil undanfarin ár og útlit fyrir að svo haldi áfram. Það er því af nægu að taka og spennandi fyrir okkur að kynna það markverðasta. Fulltrúar birgja okkar munu bjóða upp á áhugaverða fyrirlestra þar sem kynntar verða fjölmargar nýjungar. Efnistök fyrirlestranna miða að því að horfa til framtíðar og sýna rafbúnað og kynna lausnir sem veita innsýn í fjölbreytt vöruúrval og þjónustu Johan Rönning.
Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um að efla miðlun upplýsinga til viðskiptavina og er dagskrá afmælishátíðarinnar liður í þeirri viðleitni. Allir fyrirlestrarnir verða aðgengilegir á heimasíðu okkar, www. ronning.is
Johan Rönning rekur nú verslanir á sjö stöðum, hringinn í kringum landið. Fljótlega verður svo opnuð ný verslun á höfuðborgarsvæðinu. Henni er ætlað að auka enn þjónustu okkar við fagfólk á sviði rafiðnaðar með fjölbreyttari þjónustumöguleikum en áður og í takt við nýja tíma. Það er von okkar að viðskiptavinir Johan Rönning kunni vel að meta þær nýjungar sem þar verður boðið upp á.
Starfsfólk félagsins leggur sig fram um að vera til staðar fyrir þig. Við viljum eiga við ykkur traust og góð samskipti sem hjálpa okkur að þróa og efla þjónustu okkar.
Við fögnum öllum heimsóknum þínum til okkar – og núna sérstaklega í afmælismánuðinum í Klettagarða 25.
Óskar Gústavsson, framkvæmdastjóri
Kæri viðskiptavinur.
Við fögnum 90 ára afmæli Johan Rönning. Við teljum aldurinn okkur til tekna, félagið hefur eflst og dafnað og við höfum aldrei verið spenntari fyrir framtíðinni.
Það eru 20 ár síðan nýir eigendur tóku við og tæpu ári síðar hóf Haraldur störf hjá félaginu. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími og ætíð nóg af verkefnum. Starfsmannafjöldinn hefur margfaldast, umfang vöru- og þjónustuframboðs aukist verulega og félagið hefur byggt upp öflugt net útibúa um landið.
Fagmennska, þekking, umgjörð og tæknistig greinarinnar hefur tekið stakkaskiptum á ótrúlega skömmum tíma og það eru sannarlega spennandi tímar framundan sem við hlökkum til að taka þátt í með ykkur, ágætu viðskiptavinir. Það hafa verið forréttindi að fylgjast með uppbyggingunni í greininni og við höfum séð fjölda öflugra fyrirtækja á rafbúnaðarsviði styrkjast og eflast – og önnur verða til frá grunni.
Þótt vaxtaumhverfið sé óvinveitt almenningi og atvinnulífi sem stendur þá er það mat okkar að þjóðin í heild hafi aldrei staðið sterkari og að ekki sé ástæða til annars en bjartsýni til fyrirsjáanlegrar framtíðar.
Við þökkum ykkur gott samstarf og það traust sem þið hafið sýnt okkur. Við ætlum okkur að halda áfram að styrkja og efla þjónustuna við ykkur – og viljum hjálpa ykkur að vinna enn stærri og sætari sigra. Starfsfólki okkar þökkum við fyrir farsælt og óeigingjarnt framlag sitt.
Bogi Þór Siguroddsson
Linda Björk Ólafsdóttir
Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri
Dagskrá
Í tilefni af 90 ára afmæli Johan Rönning bjóðum við viðskiptavinum okkar og velunnurum upp á veglega afmælisdagskrá í Klettagörðum 25 með fræðandi fyrirlestrum um áhugaverðar nýjungar og framfarir í tæknimálum, þar sem fulltrúar margra okkar mikilvægustu birgja sækja okkur heim .
Mánudagur 4. september
10:00 Iðnstýrivélar frá ABB
ABB er aðalframleiðandi iðnstýrivéla á heimsvísu. Kynntar verða iðnstýrivélar frá ABB, með áherslu á AC500 og AC500-eCo. Iðnstýrivélarnar frá ABB henta bæði fyrir minni lausnir og alveg upp í stóriðnað. Þær er einfalt að tengja og er hugbúnaðurinn einstaklega notendavænn. AC500-eCo er hagstæð lausn sem er auðveld í uppsetningu og fyrirferðarlítil.
Fyrirlesari: Tøger Rasmussen frá ABB í Danmörku
Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Halldórsson í gunnarp@ronning.is eða 5200 800
13:30 Hleðslulausnir fyrir rafknúna flutningabíla
Með aukinni loftmengun í borgum og sterkari vitund almennings um hreinni samgöngur fá rafbílar og sendibílaflotar stöðugt meira vægi. Þungaflutningar eru ein helsta áskorunin, jafnvel þótt þeir séu aðeins 1% af heildarflota ökutækja. Kynning á lausn ABB til að rafvæða sorpbíla Kaupmannahafnar og á öðrum lausnum sem ABB getur boðið til að hlaða flutningabíla.
Fyrirlesari: Rasmus Eksten frá ABB í Danmörku
Skráning og nánari upplýsingar veitir Andri Árnason í andri@ronning.is eða 5200 800
Þriðjudagur 5. september
13:30 Tíðnibreytar frá ABB fyrir öll verkefni
ABB framleiðir tíðnibreyta sem henta í öll verkefni í stærðum frá 0,37 kW upp í nokkur megavött. Á fyrirlestrinum er fjallað um hvernig velja eigi búnað þar sem hætta er á harmonískum yfirtónum og hvaða lausnir eru í boði til að koma í veg fyrir truflanir.
Fyrirlesari: Jørn Schulz frá ABB Danmörku Skráning og nánari upplýsingar veitir Andri Árnason í andri@ronning.is eða 5200 800
Miðvikudagur 13. september
10:00 Kynning á varaaflskerfum, orkugeymslum og orkumælingum frá Socomec
Almenn kynning á UPS-kerfum frá Socomec. Socomec þróar og framleiðir flestan þann búnað sem snýr að UPS varaaflskerfum, svo sem orkugæðamælingum og rofabúnaði. Kynntar verða lausnir sem Socomec býður upp á varðandi orkugeymslu, allt frá 100 kVA upp í nokkur MVA. Áhugaverður búnaður fyrir staði sem þurfa mikla orku í stuttan tíma á svæðum með takmarkaðan orkuflutning.
Fyrirlesarar: Jean-Philippe Spinner og Sebastien Le Rolland frá Socomec í Frakklandi Skráning og nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Júlíusson í sveinnr@ronning.is eða 5200 800
Miðvikudagur 20. september
10:00 Kynning á tveggja víra ethernet-búnaði og lausnum fyrir fjarskipti í iðnaði
Kynntar verða nýjar lausnir fyrir allt sem þarf til gagnaflutninga í iðnaði. Ethernet-strengir með einu pari, ljósleiðarabúnaður og netskiptar sem eru fyrirferðarlitlir og veita lengri drægni á gagnaflutningi. Einnig verður kynntur búnaður fyrir skynjarasamskipti, svo sem skynjarabox fyrir ólík skynjaramerki á I/O Link með M8- og M12-tengi.
Fyrirlesarar: Radek Kasparik and Ilse Krespach de Valdivia
frá Lapp Kabel í Þýskalandi
Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Halldórsson í gunnarp@ronning.is eða 5200 800
Afmæliskaffihús!
Láttu fara vel um þig í kaffihúsi okkar að Klettagörðum, dagana 11.–15. september. Við verðum með gæðakaffi, kakó, gos, kökur, tertur, smurbrauð og samlokur á boðstólum alla dagana, þér að kostnaðarlausu. Opið kl. 8–17. Hlökkum til að sjá þig!
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á morgunmat, kaffi og kökur í útibúum okkar um land allt 11.–15. september. Velkomin í heimsókn!
Radek Kasparik Jean-Philippe Spinner Jørn SchulzAndri Árnason Rasmus EkstenAndri Árnason Tøger Rasmussen Gunnar Páll Halldórsson Ilse Krespach de Valdivia Gunnar Páll Halldórsson Sebastien Le Rolland Sveinn Rúnar JúlíussonÚt árið fáum við til okkar fjölda fyrirlesara sem halda áhugaverða fyrirlestra og verða þeir auglýstir síðar. Skráning á alla fyrirlestra er aðgengileg á ronning.is
Mánudagur 25. september
9:00 Kynning á Eco iðntölvum frá Phoenix
Farið verður yfir helstu kosti iðnstýrivéla frá Phoenix. Þar er fremst í flokki PLCnext-tækni sem býður upp á opinn hugbúnað svo hægt er að ná í hluta af kóða frá öðrum og bæta við núverandi kóða eða nýta sér alfarið lausnir sem hefur verið deilt í gegnum þennan vettvang.
Kóða má sækja að hluta til að kostnaðarlausu. Iðnstýrivélarnar verða kynnar og hvernig best er að notfæra sér þær í iðnaði.
Fyrirlesari: Fahd Aboutajeddine frá Phoenix Contact í Þýskalandi
Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Halldórsson
í gunnarp@ronning.is eða 5200 800
11:00 Kynning á hleðslulausnum fyrir rafbíla
Phoenix Contact býður upp á allan búnað sem þarf til þess að setja saman hleðslustöð fyrir rafbíl. Lærðu að búa til þína eigin hleðslustöð þar sem þú getur púslað saman íhlutum sem þú vilt hafa. Þannig getur hleðslustöðin verið í töfluskáp og hleðslutengill innbyggður í vegg sem þykir snyrtileg lausn.
Fyrirlesari: Fahd Aboutajeddine frá Phoenix Contact í Þýskalandi Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Halldórsson í gunnarp@ronning.is eða 5200 800
13:30 Samskiptalausnir fyrir iðnað og netöryggi
Phoenix Contact býður upp á búnað sem þarf fyrir iðnaðarsamskipti og öryggislausnir. Kynntar verða lausnir á borð við eins para ethernet sem er mun plássminna og fyrir gagnaflutning á 10 Mbit/s. Einnig verða kynntar öryggislausnir svo sem mGuard-netbeinirinn sem getur vaktað gagnaflutning, getur skráð IP-tölur sem mega nota kerfið og er kleift að nota göng fyrir sýndareinkanet (VPN), aðgreint netkerfi frá hvert öðru og fleira.
Fyrirlesari: Fahd Aboutajeddine frá Phoenix Contact í Þýskalandi
Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Halldórsson
í gunnarp@ronning.is eða 5200 800
15:00 Aukið rekstraröryggi tækjabúnaðar
Fyrirlesturinn er ætlaður þeim sem vilja koma í veg fyrir óþarfa stöðvanir á vinnslu vegna rafmagnstruflana. Sá búnaður sem verður farið yfir eru eldingavarar, EMC-síur, spennugjafar og sjálfvör (elektrónísk og yfirhita), UPS-varaaflgjafar og þær einingar sem hægt er að nýta með þeim.
Fyrirlesari: Fahd Aboutajeddine frá Phoenix Contact í Þýskalandi Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Halldórsson í gunnarp@ronning.is eða 5200 800
Þriðjudagur 26. september
10:00 Almenn kynning á litlum vindmyllum og sólarsellum.
Almenn kynning á litlum vindmyllum og sólarsellum. Ryse Energy framleiðir 3-60 kW vindmyllur sem eru gerðar fyrir mjög krefjandi aðstæður. Þá hefur fyrirtækið framleitt samsett kerfi með bæði vindmyllum, sólarsellum og díselrafala fyrir mismunandi afnot. Má þar nefna gámalausn fyrir hernað þar sem tími á uppsetningu og frágangi er mjög mikilvægur.
Fyrirlesarar: Juan Antonio Vila og Salvatore D‘amato frá Ryse Energy Skráning og nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Júlíusson í sveinnr@ronning.is eða 5200 800
Miðvikudagur 27. september
10:00
Snjalllausnir
Fyrirlestur um tæknina sem snjallkerfi byggja á og hafa nú þegar rutt sér til rúms svo sem Bluetooth, Zigbee og Z-Wave. Kynnt verður hvaða atriði þarf að hafa í huga við uppbyggingu slíkra kerfa og veitt innsýn í framtíðarlausnir „Matter“ og „Thread“ tækninnar.
Fyrirlesarar: Tor Erik Malmstein og Jørgen Stokkan frá TLG
Skráning og nánari upplýsingar veitir Gunnar Viggósson í gunnar@ronning.is eða 5200 800
Fahd Aboutajeddine Gunnar Páll Halldórsson
Fahd Aboutajeddine Gunnar Páll Halldórsson
Fahd Aboutajeddine Gunnar Páll Halldórsson
Fahd Aboutajeddine Gunnar Páll Halldórsson
Juan Antonio Vila
Salvatore D‘amato Sveinn Rúnar Júlíusson
Tor Erik Malmstein
Jørgen Stokkan Gunnar Viggósson
Okkur er sönn ánægja að bjóða þér á afmælishátíð að Klettagörðum 25, fimmtudaginn 28. september kl. 17:15–19:15.
Þar fögnum við árunum 90 með lifandi tónlist og ljúffengum veitingum í frábærum félagsskap.
Við vonum svo sannarlega að þú sjáir þér fært að mæta og gleðjast með okkur þetta kvöld.