Hjólhesturinn 3. árg. 2. tbl. mars 1994

Page 1


Reykjavík; fyrir fölk eða bíla? Að undanförnu hafa fjölmiðlar keppst um að kynna kostnaðarsamar framkvæmdir varðandi stofnbrautir í borginni. Þar er um að rasða breikkun Vesturlandsvegar og Miklubrautar, einnig mislæg gatnamót víð Höfðabakka og Kringlumýri. Sífellt er verið að gera umhverfi okkar ónáttúrulegra með meira malbiki og steinsteypu. Þessar framkvæmdir eru einungis til þess fallnar að auka hraða, slysáhættu, hávaða og bar með fyrringu. Þessi umfjöllun í fjölmiðlum hefur verið afskaplega einhliða og virðist sem svo að ekki sé það spurning hvort af þessum mannvirkjahryllingi verður, heldur, hvenær af honum verður. Það er löngu komið að því að borgaryfirvöld komist niður úr fílabeinsturninum og átti sig á því að Reykjavík þarf ekki að líta út eins og milljónaborg. Vissulega er umferð í borginni mikil miðað við stærð hennar þvi sagt er að umferð þar sé svípuð og í 300 þúsund manna borg. En spurningin er sú hvort ÞAD sé ekki einmitt vandamálið. Það er nefnilega fjöldi fólks sem gjarnan víldi komast ferða sinna á öruggan hátt hjólandi eða gangandi, en þorir því einfaldlega ekki vegna þess að þeim er ekki búin jafn góð aðstaða og þeim sem nota einkabílinn. Þessar kostnaðarsömu stórframkvæmdir varðandi akvegi virðast best bjóna pizza sendlum því ekki drollar um þessar götur og gatnamót neinn fjöldi farartækja sem gæti skípt sköpum er varðar bjóðarhag. Vissulega er ekki hægt að halda fullum hraða í borginni á álagstímum á morgnana og seinni part dags þegar göturnar fyllast af bílum. Hve stór hluti þeirra eru nemendur á leið í og úr skóla sem auðveldlega gætu notað almenningssamgöngurnar? Einn strætisvagn getur rúmað 60 manns, sem þýðir, að einn stætísvagn gæti komið í stað u.þ.b. 50 einkabíla. Nú er svo komið að mengun í Reykjavík er mikil og sá gráguli sjóndeildahringur sem þótti fréttnæmur fyrir fáeinum árum er orðinn hluti af fjallasýn Reykjavíkur. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld átti sig á því að beina þurfi fólki frá notkun einkabílsins með því að bjóða upp á raunhæfa valkosti, þ.e. nothæfa hjólreiða- og göngustíga. Seinustu misseri virðist sem stjórnvöld séu farin að sýna þessum málum áhuga ef litið er á skipun nefndarinnar sem sagt var frá í seinasta fréttabréfl. Hún hefur þegar fengið í hendur þær tillögur sem ÍFHK hafði upp á að bjóða svo og tillögur frá samstafshóps sem heitir "Hjólreiðar í öndvegi". Nú er aðeins að vona að eitthvað verði úr verki svo að sú vinna sýni einhvern árangur. Ef einhversstaðar væri hægt að bjóða upp á atvinnuskapandi verkefni þá væri það í lagningu stofnbrautakerfis fyrir hjólandi umferð um höfuðborgarsvæðið sem um leið gæti nýst fólki í hjólastóium. Brautirnar verða að vera lagðar í því sjónarmiði að þær nýtist til samgangna, en ekki sem föndurverkefni arkitekta. Þetta kallar á breytingu umferðaljósa við fjölmörg gatnamót, enda ekki vanþörf á. Núverandi Ijósakerfi býður hreinlega upp á hærri slysatíðni og 2


lögbrot um leið og troðið er á rétti annara sem ekki eru úti að aka, t.d. þegar bílstjórar virða ekki stöðvunarlínur. Með því að breyta Ijósunum og gera þau skilvikari væri hægt að fækka umferðasíysum og spara byggingu mislægra gatnamóta. Ekki má gleyma því að gatnamót eins og við Miklubraut og Kringlumýrabraut eru í íbúðahverfl og þar er mikil umferð gangandi fóiks m.a. vegna Kringlunnar. Aukinn hraði bílaumferðar á svona stöðum gerir litíð annað en að auka slysahættu. Hjólreiða- og göngubrautir eiga ekki að vera með óþarfa kanta og beygjur, t.d. við gatnamót, en undantekningarlaust er þar fyrst og fremst hugsað um hag bílsins, fyrir aðra eru gatnamót best til þess fallin að hossa hjólreiðamönnum yí'ir sem flesta gangstéttakanta og útiloka umferð fatlaðra í hjólastólum. Um leið eykur þessi frágangur slysahættu. Ómögulegt er að r>'ðja snjó af bessum gangstéttum vegna kantanna og vínekrutraktorar borgarinnar ráða einfaldlega ekki við þessar ófærur. Því þarf að hanna brautirnar með það í huga að venjulegir traktorar geti rutt sem flestar brautir án bess að sleppa ruðningi við gatnamót. Samhliða þessu ætti að gera stórátak í því að gróðursetja tré til að bæta veðurfar í borginni, um leið mundi sú aðgerð dempa umferðahávaða og fegra borgina. Strælisvagnakerfið þarf að bæta til muna og kynna miklu betur. Ef kostir strætisvagna væru jafn vel auglýstir dömubindi og einkabílar, þá væri eflaust hægt að stórbæta ásýnd Reykjavíkur! Einnig væri hægt að nýta Græna kortið sem happdrættismiða til að hvetja almenning til að nota vagnana rneira en nú er. Strætlsvagnar gætu boðið upp á fjölbreyttari þjónustu, t.d. haft hjólagrindur á þeim vögnum sem fara út í ystu hverfi borgarinnar. Samfara minnkandi einkabílanotkun myndi draga úr álagi á gatnakerfið, milljarðar sparast sem annars færu í viðhald og útþenslu þess. Það væri auðvelt og skynsamlegt að nota eitthvað af þeim peningum i úrbætur á almenningssamgöngukerfinu og lagningu hjólreiða- og göngustíga. Mér eru minnisstæð orð fyrrverandi borgarstjóra, Markúsar Arnars Antonssonar, að Reykjavík ætti að verða útivistarborg. Ef af því ætti að verða þá ættu borgaryfirvöld að snúa sér umsvifalaust að fyrrnefnum úrbótum því af nógu er að taka. Magnús Bergsson

Félagsskírteini

1994

í miðopnu blaðsins er umsóknareyðublað fyrir nýju skírteini. Nú hafa ÍFHK og HFR endanlega skipst í tvö félög og eiga þau fátt sameginlegt annað en að á stefnuskrá beirra eru hjóireiðar. Afslættir gegn framvísun skíiteinis eru á sömu stöðum og áður, og er verið að vinna að því að fieiri staðir bjóði upp á góða afslætti. Sjá nánar um afslætti á blaðsíðu 6.


NORÐUR KJÖL SEINNI HLUTI VESTURFARAR. Eins og glöggir lesendur muna eftir var fyrri hluti vesturfarar birtur í 1. tbl. 2. árg. Hjólhestsins. Þar sagði frá för okkar Þórðar Höskuldssonar um Bröttubrekku yfir á Vesturland og Strandir. Þaðan var farið um Norðurland, þar sem við lentum í miklum vetrarhremmingum, bó um hásumar hafi verið. Víkur nú sögunni til þess dags þegar seinni hluti ferðarinnar var undirbúinn. Núna átti að fara norður Kjöl, um Norðurland, að Brekkulæk í Miðfirði og baðan í bætnn. Undirbúningur hófst stuttu fyrir brottför. Keyptur var matur og varahlutir fyrir ferðina auk þess sem hjólin voru gerð upp eftir volk fyrri ferða. Lagt var af stað 2. júlí 1992 í blíðskaparveðri. Fyrsti áfangi ferðarinnar gekk stórslysalaust fyrir sig. Þótt komið sé fram í júlí var fátt um ferðamanninn við Gullfoss og á leið okkar að Hvítárnesi mætum við einungis þremur bílum (sem betur fer), en engum hjólreiðarmönnum. Kjalvegur er á þessum tíma tiltölulega nýopnaður íyrir umferð (opnar uppúr miðjum júní), sem þýddi að hann var lítt árennilegur, grófur og harður þvottabrettísrembingur langleiðina norður eftir. Annars var færðin ekki alslæm, bramboltið gleymdist fljótt í fegurðinni og kyrrðinni á Kili. Ekki var veðrið að atast í okkur þá stundina, glampandi sól, hiö og heiðríkja svo fjallasýnin skartaði sínu fegursta. Jarlhetturnar teigðu sig upp og földu Langjökul bakvið sig, en Bláfellið mjakaðist nær og nær. Mesta ]puðið í allri ferðínni er eflaust að dragast upp Bláfellshálsinn. Snarbrattur vegurinn hlykkjast endalaust upp í móti og þegar upp er komíð má allt eins búast við rignlngardembu, því Bláfellið virðist draga að sér ský úr margra mílna fjarlægð. Upp við fjallið er að fínna eina stærstu "vörðu" á landinu, margra metra háa steinhrúgu sem Kjalfarar bæta sífellt á í von um farsæla ferð. Ofari af hálsinum er víðsýnt til flestra átta, allt frá láglendí Suðurlands, til Hlöðufeils, Langjökuls, Hvítárvatns og norður á Hrútfell, Kjalfell og Kjalhraun. Eftir rigningardembuna héldum við áfram förokkar. Fyrsti náttstaður okkar var Hvítárnes, sem er elsti skáli Ferðafélags ísiands. Skálinn sjálfur og umhverfi hans eru ein af náttúruperlum landsins


þar sem Hvítárvatn er í næsta nágrenni, umgirt móum og mýrlendi og Langjökull gnæfir yfir öllu saman. í skálanum voru þar fyrir íjórir erlendir hjólreiðamenn sem höfðu verið að þvælast um hálendið í tvær vikur. Létu þeir vel af dvöl sinni hér, sem vonlegt var og vonuðust eftir að koma hingað aftur. Upp frá þessu fór að bera meira á hjólreiðafólki, flest frá Þýskalandi eða þýskumælandi löndum, en einnig frá Frakklandi, ítalíu og Bretlandi. Frá Hvítárnesi lá leið okkar til Hveravalla um auðnulegt landslag hálendisins.Vaðið yfir Svartána norðanraegin er meðalstórt en auðfarið. Við stöldrum rétt aðeins hjá Eyvavörðu og virðum íyrir okkur landslagið; Kerlingafjöll, Hofsjökul og allt petta víðfeðma tungl landslag hvert sem augum er litið. Á leiðinni má einnig sjá minnisvarða um Geir Zoega, stofnanda F.Í., og mikinn ferðamálafrömuð. Heitt haföi verið þennan dag og því var lauginni á Hveravöllum gerð góð skil um kvöldið. Þessi náttúruperla Islands skartaði sínu fegursta þann tíma sem við vorum þarna, Fátt var um manninn er við komum og ekki var búið að setja upp girðingar og höft hverskonar kringum hverina sem spilltu umhverfinu á allan hátt. Svo vel vildi til að Þórður þekkti veðurathugunarfólkið á Hveravöllum og nutum við góðs af nærveru þeirra í veitingum hvers konar. Tíminn var notaður til að skoða hitasvæðið og nánasta umhverfi. Við vorum jú staddir á söguslóðurn; Eyvindarhola og Eyvindarrétt, já og Reynisstaðabræðurnir biðu okkar í einhverri gjótunni. Eftir þessa sæluvist héldum við svo för okkar áíram. Fljótlega var komið að .Seyðisánni, einu verulegu hindruninni á Kili. Sú á er ;nokkuð stór en alls ekki —^--^"^íhættulegvönum. Nokkuðvar af ferðamönnum sem voru að leggja á vaðið og svo voru þarna hráblautir garpar sem I voru að þurrka bæði föt og farangur eftir að hafa lent . öfugir í ánni. Ótrúlega oft sér maður það að hjólreiðafólk teymi fáka sína yfir djúpar (jökul)ár og passi ekki upp á legur og annan viðkvæman búnað á hjólunum. Þama við Seyðisána hittum við fyrir þýskt par sem var í sinni fyrstu Islandsreisu. Þau voru að sjáífsögðu bæði á hjólum en það sem kom okkur mest á óvart var að konan var komin nokkra mánuði á leið. Létu þau vel af reisunni á hálendinu og einu áhyggjumar voru


að ná ekki nógu fljótt til byggða ef að eitthvað kæmi upp á með frumburðinn. Hörku par það, Nokkru norðan við vöðln hittum við íyrir ítali sem við höfðum íyrst hitt við ána. Núna voru beir komnir í vandræði með sveifarlegur á einu hjólanna. Vatn hafði komist í leguhúsið og þurrkað allt upp svo nú brakaði og brast í öllu. Nú voru góð ráð dýr en verkfærakista okkar Þórðar kom nú að góðum notum. Ekki ætla ég að fara núna út í einstök atriði útbúnaðar okkar en oft sýndi sig að næg verkfæri og varahlutir koma ekki bara okkur að notum heldur og öðrum ferðalöngum sem verða á vegi okkar. Framundan var lengsta dagleið okkar, um 110 km, frá Hveravöllum til Reykja í Ásum. Þessi hluti ferðarinnar var fremur viðburðalítíll. Brekkan við Áfangafell tók nokkuð á en þar uppi er útsýnisskífa. Margt hefur breyst í ásýnd á norðanverðum Kili með tilkomu Blönduvirkjunarinnar og má þar fyrst nefna hið geysimikla Blöndulón. Síðla dags brunuðum við niður í Blöndudalinn, sem er einn sá fallegasti og vinalegasti sem ég hef séð, með mörgu stórbýlinu og gróðursælum jörðum. Til Reykja var komið seint um kvöld og vorum við orðnir æði slæptir og framlágir eftir mikinn barning á móti vindi seinni hluta áfangans. Við Reyki er starfrækt sundlaug og sumarhótel ásamt fleiru, en vegna almennrar leti og tímaleysis var sundlauginni ekki gerð nægilega góð skil en matseðillinn var étinn upp til agna. Eftir að tjaldið var sett upp á fótboltavelli staðarins, var stokkið í poka og breytan látin líða úr skrokknum. Næsta morgun hafði lítt lægt en við létum það sem vind um eym þjóta, tróðum draslinu í töskurnar, birgðum okkur upp af blóðsykursfæði og héldum af stað. Fljótlega tók við þjóðvegabrun með öllum beim hættum sem því fylgdi; bílatraffík og steinkasti, hornaflokkur bifreiðasinna þeytti lúðra sína í eyru vor mestalla leiðina og pústið fyllti loftið annarlegum þef. Okkur langaði mest til að snúa við þá stundina. En áfram var haldið, í gegnum Víðidalinn og inn í Miðfjörð í Hrútafirði. Þegar að Brekkulæk var komið var lagst í leti, rjóminn sleiktur af tertunum og hunangið úr krukkunum. Þarna var að venju margt um manninn og er ótrúlegt hvað hægt er að kynnast fólki á skömmum tíma þegar kringumstæðurnar eru þannig. Þar sem öllum skylduverkefnum okkar var lokið sigum við af slað á öðrum degi. Að venju fórum við um Hrútaflarðarháls, yfir í Hrútafjörð og þaðan í bæinn. Til Reykjavíkur var komið 9. júlí. Stuttri en skemtilegri ferð um hálendi íslands var lokið. Jón Örn

Afsláttur í verslunum gegn framvísun skírteinis: Fálkinn af reiðhjólahlutum (ekki hjólum) G.Á. Pétursson af reiðhjóium og reiðhjólahlutum Hreysti af reiðhjólum og reiðhjólahlutum Hvellur af reiðhjólum og reiðhjólahlutum Markið aföllu Seglagerðia Ægir aföllu Örninn af reiðhjólahlutum (af reiðhjólum 10%) Veitingahúsið Jarlinn, v. Bústaðaveg: Almennt 30%,

stgr. kort 20% 15% 15% 15% 10% 10% 10% 5% 10% 5% 15% 10% 15% 0% 10% af tilboðum.


DAGSKRÁ ÍFHK FYRIR ÁRIÐ

1994

4. janúar 8-9 janúar 29. janúar

Dagskrárkynning 1994 og myndasýning frá Bretlandi. Vetrarferð fyrir áhugasama. Vetrarjaxl ' 94, fjallahjólakeppni framhaldsskóla í Öskjuhlíð.

1. febrúar

Myndasýning frá Bretlandi.

1. mars

Myndasýning frá írlandi og kynning á útivistarfatnaði. Að auki umræður um hjólreiðastíga og skipulagsmál.

5. apríl Myndasýning fá Frakklandi og alm. urnræður 18-20. apríl Skyndihjálparnámskeið fyrir sumarferðirnar, 3 kvöld í röð. MAÍ MÁNUÐUR ER MÁNUDUR REIDHJÓLSINS! Tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins og mætum á reiðhjólum Námskeið í ferðamennsku á hjólum, kynning á ferðum sumarsins. HJÓLREÍÐADAGURINN. Hér fara ALLIR í sunnudagshjólreiðatúr. Á deginum verður þrautakeppni, sýningar og kynningar, o. m. fl. 20-23. maí. Óvissuferð um Hvítasunnuhelgi. Fjörug tjaldferð. 1. maí 3. maí 15. maí

7. júní 17. júní 23. júní.

Myndasýning og almennar umræður. Allir íslendingar fara á reiðhjólum til Þingvalla. Að aukí verður farin óvissuferð um helgina. Sólstöðuhátíð / Jónsmessa. Nakið í dögginni mun hjólreiðafólk óska sér þess að eignast" quadro butted Berillium" f^allahjól.

5. júlí 8.-10. júlí

Myndasýning og almennar umræður. Hálendisferð. Hvítárvatn, Hagavatn og áleiðis til Reykjavíkur í samvinnu viðFerðafélag íslands. Skálaferð. 15-17. júlí Fjallahjólamót haldið að Skátafelli við Skorradalsvatn. Hjólreiðaferðir um nágrennið, hjólreiðakappleikir og margt fleira skemmtiiegt fyrir alla fjölskylduna. Dagskiáín er í samvinnu við skáta á Akranesi. Hægt verður að gista í tjaldi eða skála. 28. júlí-1. ág. Ovissuferð, á flótta frá bílaumferð helgarinnar. Tjaldferð. 2. ágúst 13.-14. ág. 27. ágúst.

Myndasýning á þunnum þriðjudegi. Hlöðuvallaferð. Hjólað um hálendi í nágrenni Reykjavíkur. Skálaferð. Hjólað yfir Jökulhálsinn á Snæfellsnesi. Lagt af stað frá Ólafsvík

6. sept. Myndasýning og kynning á vetrarstarfsemi. 16.-18. sept. Fjallahjólaferð að Fjallabaki. Landmannalaugar, Hrafntinnusker og Álftarvatn. Skálaferð í samvinnu við Ferðafélag íslands. 4. október.

Kynning á vetrarhjólreiðum. Myndasýning.

1. nóvember. Aðalfundur. Lagasamþykktir, stjómarkjör og almennar umræður 6. desember. Myndasýning. 22. desember. Sólstöðuhátíð. Fögnum rísandi sól.


Undirbúningur fyrir ferðalög á reiðhjóli. Fyrri hluti í>að var ekki algengt að hitta íslending meðal þeirra sem ferðast um á reiðhjólum á íslandi. Ég minnist þó eins, sem ég hitti á Holtavörðuheiði á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Hann teymdi hjólið niður heiðina vegna rasssæris. Það var ijóst að hann hafði hvorki búið sig nógu vel undir ferðina né í hana, Mig minnir að hann hafi sagt mér, að hann hafi keypt hjól og útbúnað daginn áöur en hann lagði af stað í þessa ferð. Hann bar töíuverðan hluta farangursins á bakinu og afgangurinn var á bögglabera yfir afturhjólinu. Það kom mér því ekki á óvart, þó að honum sæktist illa ferðin. Ef fólk ætlar sér að leggja í langferð á reiðhjóli er gott að vera búinn að gefa sér góðan tíma til að venjast hjóiinu með því að fara í stuttar og langar helgarferðir. Best er að nota hjólið daglega, minnst í einn mánuð. Það eflir líkamann og hvetur fólk til að njóta náttúrunnar á annan og nánari hátt í ferðalagi á reiðhjóli, heldur en væri, ef pað situr í lokuðum bíl milli áfangastaða.

Er hjólið í lagi ? Það er ekki nóg að líkaminn sé í iagi ef hjólið er að niðurlotum komið. 011 hjól þarf að yfirfara, jafnvel bótt þau séu ný. Á óvönduðum hjólum eru rær og skrúfur oft lausar eða ofhertar og hreyfanlegir hlutir illa smurðir. Óvönduð hjól og búnaður tíl beirra eru iðulega úr veikum málmum. Því þarf oft ótrúlega lítið til að forskrúfa rær og skrúfur. Þaö þarf ekki sérfræðinga til að huga að ýmsum hlutum hjólsins. Flestir ættu að geta athugað eftirtalin atriði sjálfln Eru sporskiptar (gírar) rétt stilltir og smurðir ? Athuga vel endastoppskrúfur. Liggja bremsupúðar rétt að gjörðum hjólsins ? Eru bremsu- og gíravírar óslitnir ? Eru allir barkar smurðir ? Er slag í gjarðalegum eða eru þær ofhertar ? Brakar í þeim ? Sömu atriði þarf að athuga í sveifarlegum og stýrislegum. Eru teinar slakir eða ofhertir? Eru brestir og slit í gjarðahringjum eða kast ? Er keðjan slitin ? Ef skipta þarf um keðju þarf einnig oft að skipta um afturkrans. Sú er raunin, ef nýja keðjan hoppar á tannhjólunum við átak. Eru gjarðaöxlar skakkir ? Ef svo er, þarf nær undantekningalaust að rétta gaffalenda. Það er gert á verkstæði. Bognlr öxlar og gaffalendar eru ástæður þess að öxlar brotna. Því er mjög mikilvægt að þelr séu í lagi. Athugið að verkstæði eru yfirhlaðin verkefnum á vorin og sumrin. Því er best að athuga sem flest fyrrnefnd atriði heima hjá sér, enda má mikið læra af því. Láttu aðeins líta á þau atriði sem þú telur þig ekki geta athugað. Þegar hjólið er tilbúið, er skynsamlegt að fara til reynslu í stutta helgarferð með allan búnað.

Nauðsynlegur

ferðabúnaður

Bögglaberar verða að vera sterkir, þá sérstaklega ef ekki er hjólað á malbiki. Þeir sem eru að fara í sína íyrstu ferð eru oft ofhlaðnir farangri og fylgir því sú hætta að eitthvað láti undan. Athuga þarf allar suður þegar bögglaberar eru keyptir. Hafa ber í huga, að því fleiri stög sem halda grindinni saman, því sterkari verður bögglaberinn. Best er að hafa hann úr ál eða stál pípum frekar en úr teinum. Athuga skal sérstaklega vel suður og frágang á stöðum sem mikið mæðir á, Ld. á festingunni, þar sem bögglaberinn er festur 8


við gaffalenda hjólsins. Ef bögglaberinn er úr áli er bezt að styrkja suðurnar betur. Er hægt að gera það hjá íyrirtæki í Kópavogi sem heitir Áitækni. Athugið aö stálbögglaberar þola oft meira álag en álbögglaberar. Fyrir þá sem gera miklar kröfur, eru bestu bögglaberarnir gerðir úr léttum "cromolid" stálpípum. Má þar nefna bögglabera frá Bruce Gordon Cycles, en þeir eru því miður ófáanlegir hér á landi. Skrúfurnar, sem festa bögglaberann við hjólið þurfa að vera úr sérstaklega hertu stáli. Þær er hægt að fá í versluninni G J Fossberg (s\7arTar á litinn). Passið að setja lásró með hverri skrúfu s\'O að hún losni ekki. Á flestum hjólum er ekki unnt að setja ró á skrúfuna, sem er drifmegin að aftan, vegna þess að keðjan rekst í hana. Þar verður að setja gengjulím, (t.d. loc Tite), sem líka fæst hjá G. J. Fossberg. Mikilvægt er að sem flestar skrúfur séu fyrir sömu lyklastærð svo að ekki þurfi að hafa marga lykla með í ferðalög. Sexkantar eru betri en skiptilyklar. í sumum verslunum er unnt að skipta út skrúfunni sem festir sveifina á sveifaröxulinn og fá í hennar stað skrúfu með sexkanthaus. Með henni má bæði festa sveifina og losa frá öxlinum. Góðar töskur skipta miklu máli. Varast ber þunnar næloníöskur. Nú er töskuúrvalið orðið nokkuð gott hér á landi. Töskur, gerðar úr Cordura eða Ks-100 efnum henta vel íslenskum aðstæðum. Þó að hér séu nefnd þessi tvö efni, eru mörg önnur efni sem duga nokkuð vel við venjulegt álag. Töskurnar þurfa að vera með hörðu baki, svo að þær fari ekki í teinana. Athuga þarf, hvort vel sé gengið frá saumum, festingum og krókum, að utan sem innan. Rétt er að athuga, hvort töskurnar passa vel á bögglaberann með því að máta þær þegar þær eru keyptar. Þá má ekkert los vera á töskunum. Ekki mega þær vera reyrðar þannig niður, að reyni á festingarnar eða erfitt verði að losa þær af bögglaberanum. Einnig þarf góð regnhetta að vera yfir opinu og ólar til að herða að farangri. Einn kost hafa Karrimor töskur fram yfir aðrar töskur. Það eru krókarnir. Þeir eru sterkir og er hægt að skipta um bá ef þeir brotna. Þeir eru stillanlegir, og hægt er að fjölga þeim. Það er góður kostur ef menn eru með álbögglabera, því að álagsdreifingin verður jafnari. Því miður eru ekki fáanlegar neinar töskur hér á landi sem eru vatnsheldar. Þvl er gott ráð að pakka öllu í plastpoka. Plastpokar varna því líka að farangur eyðileggist vegna hristings. Þeir sem vilja töskur úr vatnsheldu efni, fá þær í Þýskalandi. Þær heita Ortlib, en fréttst hefur að Karrímor sé farin að framleiða töskur úr líku efni. Þessum töskum fylgir þó sá galli að efnið "andar" ekki og ef vatn á annað borð kemst í þær getur allur farangur farið á flot. Aldrei ætti að bera farangur á bakinu eða á annan hátt utan á sér, nema viðkvæman búnað s.s. myndavél. Það er líka slæmt að hlaða öllum farangri aðeins aftan á hjólið. Þumalfingursregla er að hafa 40% bungans framan á hjólínu en 60% að aftan. Sumir mæla með 60% að framan og 40% að aftan. Láttu þér ekki bregða þegar þú stígur á hjólið, eftir að farangur er kominn á það. Þú venst tilfmningunni. Magnús Bergsson


Staksteinar í dagskrá ÍFHK Vonandi er dagskrá ÍFHK við allra hæfi. Fyrst skal nefna félagsfundina sem hafa verið og verða haídnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Þróttheimum kl. 20:00, eru félagsmenn eindregið hvattir til að mæla því þar má skiptast á skoðunum við annað hjólreiðafólk yfir kaffi eða lebolla. Auk þess eru oft sýndar litskyggnur úr ferðalögum og uppákomum viðsvegar að. Dagana 18. til 20. apríl verður haldið skyndihjálparnámskeið svo að fiestir hjólreiðamenn geti bjargað sjálfum sér og öðrum þegar mest á reynir, t.d. í hjólreiðaferðalögum. Námskeiðið gefur engin réttindi en áhersla verður lögð á hvernig bregðast eigi við öllum hugsanlegum meiðsium hjólreiðafólks. Skráning og frekari upplýsíngar eru hjá klúbbnum í síma 91620099. í maí mánuði eiga allir fullþroskaðir íslendingar að nota reiðhjólið og leita allra leida til að nota eínkabílinn sem minnst. Þriðjudagskvöldið 3. maí verður félagsfundurinn tileinkaður námskeiði í ferðamennsku á hjólum. Ef einhver hefur í huga að kynna sér þessi mál þá er þetta tækifærið, kl.20:00 í Þróttheimum. Hjólreiðadagurinn verður haldinn IS.maí. Er þá skylda hvers og eins að menga ekki borgina með vélarhávaða og loftmengun. Á deginum verður heljarinnar dagskrá og er búist við því að mikið verði um að vera. Nánar auglýst í fjölmiðlum. 17. júní ættu sem flestir að hjóla til Þingvalla og taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Þar verður reiðhjólið tvímælalaust bezta farartæklð því að ef ca. 20 búsund einkabílum verður ekið austur bennan dag þá má búast við því að helmingur þeirra eyði deginum uppi á Mosfellsheiði! Munið bara eftir gasgrímunni!! í beinu framhaldi af bessum degi verður farin óvissuferð. Óvissuferð eru ferðir sem ákveðnar eru með skömmum fyrirvara í samræmi við áhuga, getu og f]ölda þeirra sem í hana vilja fara. Eru þar teknir með aðrir þættír s.s. veðurfar og bílaumferð. Dagana 15. tíl 17. júlí verður haldið fjallahjólamót í Skorradal. Það verður hiklaust hægt að mæla með beirri hátíð fyrir alla í)ölskylduna því allir geta fundið þar einhverja afþreyingu við sitt hæfi, í keppnum, leikjum, stuttum ferðum og mörgu fleira. Það getur takmarkaður fjöldi gist á þessurn yndislega stað, því er bezt að skrá sig og fá upplýsingar sem fyrst því umsókn verður að hafa borist fyrir 1. Júlí. Hafið því samband við ÍFHK í síma 620099. Þrjár helgarferðir eru farnar í samvinnu við Ferðafélag íslands. Skráning í þessar ferðir fara fram hjá hjá Ferðafélaginu í síma 91-682533 en upplýsingar um ferðirnar fást hjá klúbbnum.

Reiðhjólaskráning öryggisþjónustu VARA hf. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Fjallahjólaklúbburinn er skráningaraðill VARA og bíður því upp á skráningu á reiðhjólum á fundunum í Þróttheimum. Skráð er niður númer hjólagrindar, litur o.fl. Á grindina er síðan límdur límmiði með símanúmeri VARA. Ef hjólinu verður stolið getur skráning sem þessi aukið til muna líkur á því að þú fáir hjólið þitt aftur. Ansi oft finnast hjól úti á víðavangi, og ef límmiðin er á hjólinu þá getur fmnandinn hringt í VARA. 10


Hámarks gæði á lámarks verði. WHEELER

hjólin eru komin í verslunina.

WHEELER E1 3AL/2.5 V Títanium grind, með Shimano XTR búnaði og nýja Marzocchi XC 500 dempara gafflinum. WHEELER 8000 Tange DB OS grínd með nýja 24 gíra Shimano XT ogLX búnaðinum. WHEELER 5080 Optima DB OS grind með Shimano STX búnaði ogTange StrutsSG demparagaffll WHEELER 5600 Alcoa 7005 álgrind með Shimano AIivio búnaði. WHEELER 5200 Götuhjól með Tange Infmity DB grind, Shimano RX 100 búnaði og 16 gíra STI skiptingum. Við bjóðum líka upp á landsins stærsta úrval af Shimano aukahlutum. Fálkinn hf.

Suðurlandsbraut 8,

S: 814671 og Mjódd, S: 670100

'Kanntu. Brauð að Baí^a? Huðve&C uppsfinft og margprófuð í tiirau.naeldh.usi ísknsfy. fjattfíjóta.Qúbbsins. Miðgómsftta:

ISanana- og fmetuBrauð 1/3 Botli fiu.na.ng 1/2 botti oCía 3 6a.na.nar - marðir Z egg - vefpeytt 1 ts^yaniffuáropar 11/2 bolíi Aeiífiveiti 1/2 Botíi hveitilgíð 2 tsfjyftidu.ft 1/2 tsKjah 1/2 tsíjtaniíí 1/2 Bofíi Aa/fáaJa-r hnetur 1/2 Botti rúsíitur

"Btjindið sanwn odu. og hunangí. Oírctnð saman við: Bönöntan, vaníífuáropum og tggjum. iH.fya.ngu.rinn út í og nmrt Víl. 'Baí^íd í cii 70 mínútur vií 325 c. (1e^idÚT"C^defooá.-^. Qttiáe toSatisfyuy yburInnerTuBe" eftir Latiren tíeffmn). 11


Fyrsta sinn á Islandi getur þú séð San Andreas demparahjól með diskabremsum frá 3 IWJ^MOUNfAINCVClE • SANANDREAS Rlí~g£

IVIOUIl Lctlll

V^yLlC.

I sumar býður Hvellur hf upp á ný vörumerki í fyígi- eða aukahlutum fyrir hjól sem ekki hafa fengist á íslandi áður. Manitou FS 1994 demparastell og Manitou 3 demparagaffal. Stillanlegur "elestomer" demparier sem er talin ein sá besti á markaðnum. Answer vörur s.s. stýri, stýrisstoðir og síýrishorn og m. fl. Ferðasett frá ESGE sem er aftur- og frambögglaberi með lággrind. Shimano XTR, 8 gíra XT, LX og Alivio grúppur ásamt vara og fylgihlutum. Önnur merki eru:. ZOOM, Tranz X, Echowell, RST, YST, TAYA, MAXXIS, Modolo, MAZUMA, Dia Compe, Mountain Peak, Troy Lee Desígn o.fl. Lítið við, því vörurnar streyma inn. HVELLUR. Smiðjuveg 4c. Kopavogur. S: 689699

HVELLUR

Útgefandl: íslenski Fiallahjólaklúbburinn, Pósthólf 5193, 125 Reykjavík Sími / Fax: 91-620099. Ábm. Magnús Bergsson Ritnefnd: Guðrún Ólafsdóttir og Jón Örn Bergsson. Útgáfutími: mars 1994


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.