LAUFBLAÐ
4.tbl.4.árg.
ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS
Aðalfundur
Aðalfundur
Aðalfundur
AÐALFUNDUR Aðalfundur
Aðalfundur
verður haldinn þriðjudaginn 7. nóvember
Aðalfundur kl. 20:00 í Þróttheimum.
Á fundinum verður m.a. Lagabreytingar Stjórnarkjör Kosning í ferðanefnd Kosning í ritnefnd Hjólhestsins Kosning í umhverfisnefnd Að lokum verða almennar umræður og myndaannáll
ef tími leyfir.
Allir skírteinishafar hafa kosningarétt og eru þeir eindregið hvattir til að mæta. Þeir sem eiga eftir að greiða félagsgjöld geta gert það á fundinum. Ef þú hefur greitt gíróseðilinn en ekki fengið skírteini ert þú hvattur/hvött til að koma með stimplað afrit af gíróseðlinum til staðfestingar á greiðslunni.
Virðum
umferðareglur.
Undanfarnar vikur hafa spjót beinst að okkur hjólreiðafólki í fjölmiðlum þar sem við erum ásökuð, upp til hópa, um að brjóta umferðalög. Það er okkar hagur að fara eftir umferðareglum þó að reglurnar og umhverfið sé nær að öllu leiti sniðið að þörfum bílstjórans. Ef hjólreiðafólk á í erfiðleikum með að hemja sig við umferðaljós þá er það hvatt til að nota stíginn sem liggur um Fossvog því með tilkomu væntanlegrar brúar yfir Kringlumýrarbraut verður hægt að fara endilanga Reykjavík án þess að kljást við Ijós sem aðeíns eru sniðin að ofsaakstri bíla. Á Fossvogsstíg losna vegfarendur auk þess alfarið við hávaðasama, illaþefjandi ag stjórnlitla bíla. Hjólreiðafólk er líka hvatt til að nota Ijós að framan sem að aftan og þekja föt sín með endurskini. Góð vísa er aldrei of oft kveðin: NOTUM ALLTAF HJÁLM ! Verum ófeimin við að nota hann eins og húfu. Við höfum þurft að sjá eftir of mörgum inn á slysavarðstofu aðeins vegna þess að viðkomandi hugsaði meira um útlit en öryggi. Hjólum ekki eftir hraðbrautum Reykjavíkurborgar. Sumir bílstjórar eru ótrúlega kaldrifjaðir og hika ekki við að sýna okkur hjólreiðafólki í heimana tvo ef þeir vilja hræða okkur upp á gangstéttirnar. Hafið það í huga að í íslenskum umferðalögum hefur hjólreiðamaður ekki sama rétt og í öðrum löndum Evrópu. Notum því þá stíga sem til eru og sérstaklega þá sem lagfærðir hafa verið í sumar. Ef fólk hefur einhverjar hugmyndir um hvað mætti betur fara í þeim endurbótum er það hvatt til að hafa samband við klúbbinn sem fyrst, í seinasta lagi á aðalfundinum, og koma með tillögur.
Átt
þú gömul hjólreiðatímarit?
Klúbbnum barst kassi af tímaritum og bæklingum frá versluninni G.Á.P í Faxafenl. Má segja að þarna sé komið fyrsta innlegg í blaða og bókasafn klúbbsins, þegar hann verður kominn í sitt eigið húsnæði. Þarna má finna rit sem öllu jafna ber ekki fyrir augu almennings. Á verslunin G.Á.P skilið þúsund þakkir fyrir þessa gjöf. Eru aðrar verslanir svo og klúbbmeðlimir hvattir til að fleygja ekki sínum tímaritum (þ.e.a.s. ef þeim hefur áður verið fleygt) heldur deila þeim með öðru hjólreiðafólki. Klúbburinn hefur mikinn áhuga á því að endurvinna þessi tímarit eða bæklinga að fullu. Þau mega vera snjáð og illa farin, svo lengi sem eitthvað er leshæft í þeim. Hafið samband við klúbbinn og þau verða sótt af hjólreiðamanni, öllum að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Félag íslenskra reiðhjólaeigenda. í mótun eru ný samtök hjólreiðamanna á íslandi. Munu þau vinna að og standa vörð um bættan hag hins hjólandi manns. Eru fundir félagsins haldnir annan hvorn þriðjudag í félagsmiðstöðinni Frostaskjól kl. 20:00. Nánari upplýsingar hjá Óskari í síma 562 2120.
Takið þátt í vetrardagskránni ! Það eru ekki margir auglýstir atburðir eftir á atburðaalmanaki ársigs en fólk er hvatt til að fylgjast með og hika ekki ekki við að taka þátt í þeim. 29. október. Áður óauglýstur kvennafundur. 7. nóvember. Aðalfundur. 11. nóvember. Uppskeruhátíð. ÍFHK og HFR standa fyrir át og drykkjarveislu, nánar auglýst á aðalfundinum 7. nóvember. 6. desember. Farið yfir helstu þætti vetrarhjólreiða. Almennar umræður og myndasýning. 22. desember. Sólstöðuhátíð. Nánar auglýst í næsta Hjólhesti.
Ætlar þú að hjóla í vetur? Þar sem veturinn með sitt risjótta veðurfar er að ganga í garð hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvort setja eigi hjólið i geymslu. Hjólreiðafólk er eindregið hvatt til að gera það ekki. Það er nefnilega svo að nú er hægt að fá ýmiskonar vetrarbúnað á hjólið svo ekki sé minnst á fataúrvalið. Eitt er það þó sem mun gera dagiegar vetrarhjólreiðar mögulegar, það er snjómoksturinn á stígum borgarinnar. Við viljum því hvetja alla klúbbmeðlimi til að tjá sig um það mál við klúbbinn í síma/fax klúbbsins eða á aðalfundinum. Klúbburinn fór þess á leit við Gatnamálastjóra að einhverjar ákveðnar hjólaleiðir yrðu ruddar fyrir kl.8:00 á morgnana svo að fólk gæti gengið að því vísu hvaða leiðir væru færar að morgni til vinnu/skóla. Við viljum heyra frá hjólreiðafólki hvaða leiðir eru mest notaðar svo að hægt sé að bera upp tillögur um hvar skuli rutt á morgnana þar sem flestir geti nýtt sér það. Vert er að geta þess, að hinir frábæru íslensku stýrishanskar frá KarGa eru fáanlegir í eftirtöldum verslunum: Fálkinn í Mjódd og við Suðurlandsbraut, Örninn, G.Á.Pétursson og Hjólið Eiðistorgi.
Konur - Konur! Fundarboð
\*-*/
Það er kominn tími til að funda og ræða málin. Hittast og ræða það sem viðkemur konum og hjólreiðum. Að hverju þarf kona að huga þegar hjól er valið, hvað gerir kvenhnakka svona sérstaka og hvernig eru kvenhjólreiðaföt frábrugðin þeim sem vanalega fást í versiunum??? Nú er tækifærið að fræðast, sjá og skoða. Hægt verður að kíkja í bækur og« tímarit og ekkert er okkur heilagt. Allt frá hjólastærð til þægilegra nærbuxna mun fá skýringu á samkomu hjólreiðakvenna n.k. sunnudag, 29. október kl.14:00 í Höskuldarbúð Eggertsgötu 2, 2.hæð (Hjónagörðum). Allar áhugakonur um hjólreiðar velkomnar. Sjáumst! Guðrún (s:562 0099) og Ragnhildur (s:552 2213)
Útgefandi: íslenski Fjallahjólaklúbburinn, pósthólf 5193, 125 Reykjavík Ábm. Magnús Bergsson Útgáfutími. október 1995 ATH: Laufblað Hjólhestsins er ekki það sama og Fréttabréf Hjólhestsins. Fréttabréfið er í mótun og munu klúbbmeðlimir fá það sent innan tíðar.