Hjólhesturinn 6. árg. 1. tbl. feb. 1997

Page 1

FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS 1. tölublað 6. árgangur. Febrúar 1997


NYTT Geturðu hjálpað til? Með aukinni starfsemi klúbbsins koma ný verkefni íyrir virka félagsmenn. Til að gera það kleyft að auka starfsemina eins og lýst er í næstu opnu þurfum við að fá fleiri sjálfboðaliða til að hjálpa til. Okkur vantar nýja penna í Hjólhestinn og til að útbúa gögn fyrir útlendinga og íslendinga sem hyggja á ferðalög um ísland. Fólk til að manna opið hús vikulega. Reynda menn til að sjá um ferðir og fararstjórn og minna reynda til að sjá um byrjendaferðir. Jafhvel einhvern til að sjá um pöntunarþjónustu á sérhæfðum vörum. Ef þú vilt sjá klúbbinn blömstra og dafna, þá þurfa fleiri að leggja hönd á plóg og nú er tækifærið þitt. Hafið sarnband við Pál í síma 561 1112á daginn eða í tölvupósti pallig@mmedia.is varðandi ritstörf og Magnús Bergsson varðandi annað í síma klúbbsins 562 0099 eða talið við okkur á fundum. PG. Hvíla má bíla Eins og alþjóð er kunnugt þá hleypti Reykjavíkurborg af stað árlegum hvíldardegi bílsins 22. ágúst síðastliðinn. Dagurinn var fjármagnaður að hluta til með styrk frá evrópsku samtökunum "Car free cities" (bíllausar borgir) og á móti lagði Reykjavíkurborg það til sem uppá vantaði. Fyrirtæki og stofnanir tóku svo þátt í að kynna daginn með kostun á auglýsingum. Markmiðið með hvíldardeginum var íyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um áhrif umferðar á umhverfíð, heilsu fólks og efhahag þjóðfélagsins og einstaklingsins. Síðan var gerð viðhofskönnun hjá Hjólhesturinn

NAFINU borgarbúum dagana á eftir. Hringt var í 600 íbúa á aldrinum 15 - 70 ára, 97% svarenda töldu jákvætt að halda hvíldardag bílsins. Raunveruleg þáttaka var samkvæmt svarendum 33% þó að sumir haldi því fram að mun minni þáttaka hafí verið. Greinilegt er af könnuninni að mikill meirihluti svarenda vill draga úr einkabílanotkun. Ástæðurnar íyrir því eru nokkrar: 50.8% vegna umhverfísins, 39.9% vegna heilsunnar, 38.2% vegna kostnaðar við rekstur bílsins og svo 29.9% vegna kostnaðar sem þjóðfélagið ber af bílum. Athyglisvert er að fólk setur umhverfíð og heilsuna í fyrstu sæti og svo pyngjuna í annað sæti. í könnuninni kom fram að til þess að fleiri hvíli bílinn þá þurfí að bæta aðstöðu íyrir hjólandi og gangandi (65.4%), fargjöld strætisvagna lækki (41.9%) og að ferðir strætisvagna verði tíðari (50.4%). Framkvæmd dagsins fór fram í samvinnu við ýmis áhugafélög. íþróttir fyrir alla, Náttúruverndarfélag suðvesturlands, Landsamtök hjólreiðamanna og íslenski fjallahjólaklúbburinn fengu að koma að því hvernig dagurinn fór fram og tóku virkan þátt í honum. Eftir á að hyggja þá var ekki nægilegt samráð haft við áðurgreinda aðila sem kynntu valkosti við bílinn. Gagnrýni á daginn beindist að því að litlu púðri var eytt í að virkja áhugamenn við kynninguna og framkvæmdina. Fjármuni hefði frekar mátt setja í áhugafélögin og styrkja þau í að fá "græna" bílnotendur út undir bert loft og stíga á sveif með okkur hinum. Greinilegt er að vilji borgarbúa stefnir í rétta átt. Það vantar einungis framkvæmdina. Með bættri hjólaaðstöðu, bættri þjónustu strætisvagna


og breyttu hugarfari þá eru raunhæfar líkur á því að Reykjavíkurborg verði mannvænleg til búsetu. Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Tekið úr skýrslunni "Hvíldardagur bílsins 22. ágúst 1996, viðhorf og þáttaka" sem unnin var af Félagsvísindastofnun í september 1996. Framkvæmdir í Reykjavík Nú er borgarstjórinn í Reykjavík að hefja fundaferð um hverfí borgarinnar. í síðustu fundaferð sótti ég nokkra íiindi og það sem brann á fólki helst virtist vera umferð, of mikil umferð, of mikill umferðarhávaði, of mikil slysatíðni og ekki nógu mikið pláss fyrir fólk. Þarna verða kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum borgarinnar í einstökum hverfum og skipulag þeirra. Þér gefst þarna gullið tækifæri til að kynna þér þessi mál og tjá þig um þau við æðstu ráðamenn beint. Borgarstjórn er kosin af okkur og vinnur fyrir okkur og nú er undir þér komið að láta þau vita hvað þú vilt og hvað ekki. Oftast er of seint að kvarta eftir að hlutirnir hafa verið framkvæmdir. Mætum öll og reynum að gera Reykjavík mannvænlegri. PG. Snjómokstur og slysagildrur Þátt fyrir að gatnamálastjórinn í Reykjavík hafí síðasta vetur gefið okkur munnlegt vilyrði fyrir því að gangstéttir við Miklubraut yrðu ruddar fyrir kl. 8 á morgnana og síðan stígurinn og Suðurlandsbraut, áður en farið yrði í aðrar leiðir, virðist það gleymt í ár. Tæpri viku eftir snjókomuna 4. og 5. feb. var enn ekki búið að ryðja gangstéttir við Miklubraut, hins vegar var búið að ryðja hér og þar, að því er virtist af handahófi. Svona vinnubrögð duga ekki fólki sem gengur eða hjólar til vinnu eða skóla. Það er mjög

mikilvægt að fólk láti heyra í sér ef það vill sjá breytingar. Þess vegna hvet ég fólk til að hringja og kvarta ef ílla er rutt eða ef lagfæra þarf stíga og gangstéttir. í Reykjavík er það gatnamálastjóri sem sér um þessi mál og hans fólk í hverfastöðvunum. Fyrst átt þú að hringja í hverfastöðina í viðkomandi hverfí og ef það dugar ekki, gatnamálastjóra sjálfann. Við Kefðum gaman af því að heyra hvaða viðbrögð þið fáið, við vitum að oft er brugðist við hratt og vel. PG. BréffráNoregi. Klúbbnum barst bréf frá Guðnýu K. Einarsdóttur í Noregi þar sem hún sagði frá árlegri hjólreiðaferð frá Þrándheimi til Oslóar "Den store styrkepröven". Þessi leið, sem er í heild 540 km löng, verður farin 27. - 28. júní. Síðast liðið ár var þessi uppákoma haldin í þrítugasta skiptið og tóku 4000 hjólreiðamenn þátt í henni. í ár er einnig boðið upp á styttri vegalengd eða "den lille" 220 km. Guðnýu þætti gaman að fá einhverja áhugasama, og þá sérstaklega konur, með sér í styttri hlutann sem tekur tvo daga. Þama gefst gott tækifæri til að taka þátt í þessum viðburði. Það er hiklaust hægt að mæla með Noregi sem skemmtilegu hjólreiðalandi þar sem landslag er mjög fjölbreytt og sumstaðar ævintýri líkast. Ekki hika, nú er tækifærið og tilefnið til að fara til Noregs, taka þátt í skemmtilegri uppákomu og auk þess að fræðast um land og þjóð. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá: Oslo Cyklekrets, Idrettens hus, Ekebergveien 101, N-l 178 Oslo, Norge, Sími: 00 49 22671009, Fax: 00 49 22689405 Þaðmá líkahafasambandbréflegaeða símleiðis við: Guðný K. Einarsdóttir, Sognsveien 102 D-23, 0857 Oslo, NORGE, Sími: 00 49 22238976 Klúbburinn hefur líka frekari upplýsingar (á norsku) og umsóknareyðublöð. Lítið því endilega inn á næsta fund og kynnið ykkur málið. MB. 1. tölublað. 6. árgangur


Aðalfundurinn og aðrir dagskrárliðir Aðalfundurinn var haldinn 7. nóvember. Ekki er hægt að segja að þetta hafí verið stormasamur aðalfundur en hann var þó vel sóttur. Töluverðar umræður spunnust út frá beiðni gjaldkera að færa skírteinisárið aftur í fyrra horf eða frá áramótum fram til 1. apríl ár hvert, sem var samþykkt. Félagsgjöld sem hafa verið óbreytt frá upphafí eða 1000 kr. á ári fengu töluverða umræðu. Voru flestir sammála um að með tilkomu nýrrar félagsaðstöðu og aukinnar þjónustu mætti félagsgjaldið hækka. Komu fram hugmyndir um félagsgjald milli 1500 og 2000 kr. Þótti flestum 1500 kr. besti kosturinn og munu því meðlimir sjá hækkun með nýju skírtéinsári en fá á móti aðgang að blöðum, bókum og viðgerðaraðstöðu. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins munu einnig fá bætta þjónustu því við erum að undirbúa vef klúbbsins á Internetinu þar sem verða meðal annars myndasýningar, ferðasögur og fróðleikur. Þeir sem ekki hafa aðgang að internet tengdri tölvu geta oftast komist í þær á næsta bókasaíhi. Einhverjar breytingar urðu á stjórn og nefndum. í stjórn klúbbsins voru kosnir eftirtaldir: Magnús Bergsson formaður, Haraldur Tryggvason varaformaður, Páll Guðjónsson gjaldkeri. Freyr Franksson ritari og Jón Örn Bergsson meðstjórnandi. í ferðaneíhd buðu sig fram 8 manns, 5 manns Hjólhesturinn

í umhverfisnefhd, 6 manns í ritnefhd og 3 í húsnæðisnefnd. A aðalfundinum var ákveðið að skrá í Uppskeruhátíðina sem ákveðið var að halda tveimur vikum síðar. Var hún haldin á sama stað og í fyrra, á Sjanghæ við Laugaveg. Var hátíðin vel sótt og fylltum við efri hæð staðarins þar sem allir átu yfír sig af frábærum mat. Síðar um kvöldið var farið niður í félagsheimili þar sem "kontorinn" (vantar gott nafn) var vígður í íyrsta sinn yfír kafíi, gosi og bjór. Sunnudaginn 22. desember var haldin hin árvissa Sólstöðuhátíð, og nú í fyrsta sinn í félagsheimilinu. Þar var fagnað rísandi sól, þar sem hver dagur myndi færa okkur meiri birtu næstu 6 mánuði. Þar komu klúbbmeðlimir með sitt eigið eða aðkeypt bakkelsi á hlaðborðið. Það fór því svo að sumir tútnuðu út af miklu köku- og brauðtertuáti. Með tilkomu nýju félagsaðstöðunnar opnast möguleikar á miklu fjölbreyttara félagsstarfí en áður. Því hvetjum við meðlimi sem ekki hafa komið í félagsheimilið að Austurbugt 3 að líta þar við og athuga hvort ekki sé þar eitthvað við hæfí. Þegar þetta er skrifað er "kontorinn" næstum tilbúinn, en þar mun verða komið fyrir í heimilislegu umhverfí t.d. bóka- og blaðasafhi sem þegar er orðið nokkuð stórt. Til stendur að klúbburinn gerist áskrifandi að nokkrum vel völdum og sjaldséðum tímaritum s.s. Womens Cycling, hjólamermingartímaritinu Bike Culture og


þýska fagtímaritinu Bike. Það getur verið dýrt að kaupa þessi blöð í verslunum hérlendis, þar sem þau eru 160% dýrari en í nágrannalöndunum, og því væntanlega gott að geta sest niður og lesið nýjustu hjólablöðin í rólegheitum í sófanum hjá okkur. Við ætlum einnig að reyna að bjóða upp á nokkrar vel valdar bækur um hjólamenningu, -sögu, -viðgerðir og tæknimál. Allar gjafir í safiiið eru vel begnar og ef einhver getur gefið myndbandstæki eða sjónvarp (mega þurfa smá viðgerð), tölvu og prentara fyrir ritvinnslu eða skápa og bókahillur kæmi það sér vel (hringið í síma 562 0099). Aðstaða til hjólreiðaviðgerða er í burðarliðnum og getur þá fólk sem hefur áhuga komist í viðgerðastanda og fengið afhot af góðum verkfærum og gert við hjól sín, með aðstoð reyndra manna sé þess óskað. Dagskráin næstu 2-3 mánuði er fremur óráðin en sú regla hefur skapast að hafa eitthvað verklegt eða námskeið fyrsta fimmtudag hvern mánaðar. Þarna er kjörið tækifæri til að gera við hjólið eða taka það í fyrirbyggjandi viðhald. Það eru oftast einhverjir á staðnum sem geta aðstoðað við nánast allt sem viðvíkur viðhaldi reiðhjóla. Það eru því miklar líkur á því að hjólið fái betri og sneggri viðgerð heldur en á yfirfylltum verkstæðum (sem sumar verslanir virðast loka yfir vetrartímann). Myndasýningar verða oftast haldnar briðja fimmtudag hvers mánaðar. Eins og vanalega er þar tilvalið að hafa með sér gesti. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að hafa vikulega opið hús á kontornum, jafiivel á öðrum dögum en fimmtudögum og eða færa fundina yfir á aðra daga til að auka þátttöku. Það verður hinsvegar alfarið í höndum nefnda og svörum ykkar í skoðanakönnuninni hvort af því verði. Látið því þarfír og óskir ykkar í Ijós sem allra fyrst. Látum grasrótina dafiia!

Dagskráin 1997 fratn til vors. 9. janúar. Fundur og viðgerðarkvöld 17.-19. janúar. Helgarferð á Skeiðarársand 23. janúar. Fundur. Myndasýning frá Noregsferð 6. febrúar. Fundur. Viðgerðarkvöld 20. febrúar. Fundur. Myndasýning frá Skeiðarársandsferðinni og spáð í hugsanlega Tindfjallaferð á næstunni - skráning hjá MB 6. mars. Fundur. Viðgerðarkvöld. 20. mars. Myndasýning á vorjafhdægri. Skráning í páskaferð hjá MB. 28.-31. mars. Páskaferð, gist í orlofshúsi langt frá skarkala borgarinnar. 3. apríl. Viðgerðarnámskeið fyrir byrjendur. Upphersla og almennar viðgerðir fyrir vorið. 17. apríl. Myndasýning. 24. apríl. Glens og gaman í kontor sumardaginn fyrsta. Tilefiii til að gefa besta vini sínum bremsupúða í sumargjöf. 1. maí. Skyndihjálparnámskeið. 15. maí. Myndasýning og undirbúningur fyrir hvítasunnuferð 16-19. maí. Reykjanesferð á Hvítasunnu 29. maí. Kvennafundur, aðeins fyrir kvenfólk. 5. júní. Ferðanámskeið, farið yfir undirbúning, útbúnað, fatnað og rætt hvað hentar til ferða og hvað ekki. Allir fundir eru haldnir í félagsheimilinu okkar að Austurbugt 3 kl.20:00 fyrsta og þriðja fímmtudag hvers mánaðar og eru allir velkomnir. Frekari upplýsingar um allt er varðar klúbbstarfið er hægt að fá í síma klúbbsins 562 0099. Hægt er að skrá sig í klúbbinn á fundum eða í klúbbsímanum. Ef enginn er við er hægt að skilja eftir skilaboð og Magnús hefur samband við fyrsta tækifærí. Stjórnin. 1. tölublað. 6. árgangur


HUGSAÐTIL

FRAMTÍÐAR

Sjálfbærar samgöngur. Eins og áður hefur komið fram í Hjólhestinum er nú verið að byggja upp net hjólreiða- og göngustíga um Bretland sem mun innan 8 ára spanna 10000 km og liggja innan 3. km frá heimilum 20. milljóna Breta. Eftirfarandi er að mestu bein þýðing á kynningarefhi Sustrans (Sustainable Transport) sem stendur að uppbyggingu hjólanetsins (National Cycle Network) með stuðningi Millenium (árþúsund) nefndarinnar, lottópeninga, samtaka bifreiðaeigenda auk fjölda annarra. Það væri vonandi að íslenskir stjórnmálamenn hefðu jafn ábyrga framtíðarsýn en stæðu ekki í endalausri uppbyggingu vegakerfisins sem aftur kallar á aukna umferð eins og margsannað er. í könnun eftir hvíldardag bílsins í haust kom í Ijós að mikill meirihluti Reykvíkinga vill draga úr einkabílanotkun en fínnst vanta betri aðstöðu íyrir göngur og hjólreiðar og aukna þjónustu almenningsvagna.

1994 lýsti Konunglega umhverfismengunarnefiidin sífellt aukinni umferð sem "trúlega mestu umhverfísvá sem Bretland stendur frammi fyrir." Hjólanetið gefur okkur tækifæri til að takast á við þessi og önnur mál fyrir upphaf nýs árþúsunds. Það mun verða táknrænt upphaf framtíðar með sjálfbærum valkostum fyrir einstaklinga og samfélög. 10000 km hjólanetið verður hins vegar ekki bara táknrænt. Það mun skapa grunnbyggingu um allt land að óslitnum, hágæða, öruggum og fallegum leiðum um allt Bretland. 4000 km verða kenndir við nýtt árþúsund (Millenium routes) og eiga að verða tilbúnir fyrir árið 2000 og hinir 6000 km verða tilbúnir fyrir 2005. Meðan á uppbyggingu hjólanetsins stendur og á eftir verður ýtt undir uppbyggingu annarra leiða og tengingu þeirra við hjólanetið samhliða auknum vinsældum hjólreiða og skilningi á gildi öruggra leiða. Hjólanetið verður varanlegt og sístækkandi tákn nýs árbúsunds, sem varðar alla. Það verður byggt upp af leiðum án vélknúinna farartækja sem hjólafólk, göngufólk og fólk í hjólastólum deila með sér og leiðum með rólegri umferð. Það mun skapa að minnsta kosti eina hágæðaleið gegnum flestar stærri borgir Bretlands og ýta undir frekari uppbyggingu göngu- og hjólastíga. Það mun ná til úthverfa og út fyrir byggð og þar með auka aðgengi að sveitum, náttúru og ferðamannastöðum. Hjólanetið mun takast á við sjálfbæra þróun með raunhæfum hætti. Það mun ýta undir öruggan samgöngumáta sem mengar ekki og eykur hreysti. Það mun höfða til

Hjólanetið Samgöngur hafa mótað sögu mannkyns frá upphafi. Á seinni helmingi þessarar aldar hafa margir vanist því að það sé sjálfsagt að geta farið hvert sem er, hvenær sem er. Nú er það hins vegar viðurkennt víða að þetta mikla frelsi er dýrkeypt. Aukið frelsi fyrir suma getur þýtt minna frelsi fyrir aðra, svo sem þá sem ekki hafa aðgang að bílum. Sumir ókostir snerta okkur öll, börnin okkar geta ekki leikið sér úti vegna umferðarinnar, og frelsi okkar til að anda að okkur hreinu lofti og njóta kyrrðar er takmarkað. Hjólhesturinn

6


barna og aldraðra, til einstaklinga og fjölskyldna, til hraustra og fatlaðra, til fólks óháð bakgrunni, stöðu og tekjum. Hjólreiðar og göngur er nokkuð sem næstum allir geta stundað, notið og haft hag af. Um 20 milljónir manna munu búa innan 3 km frá hjólanetinu eða 10 mínútna hjólreiðaferðar. Þörfín fyrir öruggar aðstæður Samgönguráðuneytið spáir að miðað við núverandi þróun tnuni bílaumferðin tvöfaldast fyrir árið 2025, og dreifbýlisnefndin spáir þreföldun í dreifbýlisumferð. Það er almennt viðurkennt að þessi þróun er ekki sjálfbær með tilliti til heilsu, umhverfis, kostnaðar samfélagsins og

byggðar og fleiri þátta spáum við að á hjólanetinu verði yfír 100 milljónir ferða árlega, með mestri notkun í byggð. Um 60% verða ferðir til vinnu, skóla og verslana, en um 40% afþreying. Göngufólk 55% og hjólafólk 45%. Hátt hlutfall hjólaferða verða ferðir sem áður voru ekki farnar á hjóli.

Kostirnir: Loftmengun og náttúran Loftmengun fer oft yfír viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðismálastofhunarinnar (World Health Organization) í mörgum breskum borgum. Sjötta hvert barn þjáist af astma. Skipti yfir í hjólreiðar myndu minnka eitraðan útblástur bíla sem eiga sinn þátt í loftmengun þannig að öll bjóðin bæri hag af. Mikilvægt er líka að breytingin myndi hjálpa til við að koma jafnvægi á gróðurhúsalofttegundina CO2, sem stjórnvöld og margar sveitastjórnir hafa beitt sér fyrir.

NATIONAL áhrifa á efhahagslífið. Það kann að koma á óvart að í Bretlandi eru fleiri hjól en bílar, eða meira en 21 milljón hjóla, en fæst þeirra eru notuð reglulega. Breskur hjólreiðamaður er tífalt líklegri til að íáta lífið eða slasast, miðað við hvern hjólaðan kílómeter en danskur kollegi hans. Breskum göngumönnum farnast næstum jafn illa. Dauðshlutfall breskra barna sem ganga í umferðinni er 31% yfír meðaltali Evrópusambandsins. Áætluð notkun Alls staðar þar sem Sustrans hefur skapað öruggar aðlaðandi leiðir hafa þær verið mjög vinsælar. Á 30 km leið tnilli Bristol og Bath eru ferðir nú yfir 1 milljón á ári. Hjólanetið verður notað til ferða til vinnu, skóla, verslana og ferðalaga. Miðað við núverandi notkun, þéttleika

Sveitin og dýralífið Víða eru fagrar sveitir okkar, ströndin og þjóðgarðar í hættu vegna umferðar vélknúinna ökutækja. Hjólanetið mun gera þessi svæði aðgengileg óvélknúinni umferð, og hægja á utanbæjarumferðinni . Hjólanetið mun opna leiðir gróðurog dýralífs að hjarta borganna og þannig færa sveitasæluna að dyrum skóla og heimila, og gefa fólki kost á að kynnast náttúrunni. Hagur úthverfanna Hjólanetið mun ýta undir manneskjulegri hönnun, þar sem fólk skipar fremri sess en bílar og meira verður um 1. tölublað. 6. árgangur


Arður af ferðamennsku hjölafólks dreifist mjög jafht um efhahagslífið á hverju svæði fyrir sig, svo sem í verslunum, krám, gistihúsum, hótelum, hjólaleigum og víðar. Ferðamennska á hjólum fer vaxandi í Evrópu með tilkomu hjólaneta í Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Sviss og víðar. Rannsóknir í Evrópu gefa til kynna að ferðamenn á hjólum eyði meira en ferðamenn á bílum og krefjist betri þjónustu. Tengingar hjólanetsins við hafnir munu draga til sín ferðamenn frá bessum löndum, þar sem hjólreiðar eru þegar orðnar vinsælar, til breskra ferðamannaslóða og borga.

umferðarlaus svæði eða með rólegri umferð. Það mun hleypa nýju lífí í niðurnídd eldri borgarhverfí með endurnýjun vatna- og járnbrautaleiða. Skúlptúrar, list og saga viðkomandi svæða verður samofm netinu. Aukning hjólreiða og gangandi fólks mun gera göturnar öruggari fyrir alla. Heilsa og hreysti Víðtæk könnun árið 1992 leiddi í Ijós að yfír 80% þjóðarinnar, í öllum aldursflokkum, hreyfír sig ekki nóg. Fagmenn eru sammála um það að hjólreiðar og ganga er ákjósanleg þjálfun. Hvorutveggja draga úr hættu á hjartasjúkdómum, háum blóðþrýstingi, streitu, offitu og vinna gegn mörgum öðrum sjúkdómum. Ólíkt mörgum öðrum íþróttum er slysahættan lítil, nema í tengslum við bílaumferð. Þeir sem hjóla til vinnu eru jafii hraustir og menn 10 árum yngri sem ekki hjólatil vinnu. The British Medical Association mælir eindregið með hjólreiðum af heilsufarsástæðum. Árin sem bætast við ævina í formi betri heilsu vegna hjólreiða eru tuttugufalt fleiri en þau sem tapast vegna umferðarslysa, þrátt fyrir háa slysatíðni í umferðinni. Hjólreiðar og göngur hafa annan stóran kost, þær falla vel inn í daglegt líf fólks. Hjólanetið mun því verða stór þáttur í bættri heilsu almennings.

Bættur efnahagur Hjólanetið mun skapa þúsundir starfa, þar af mörg sem ekki krefjast sérstakrar menntunar eða langrar þjálfiinar og henta því vel ungu fólki. Við áætlum 600 verkamannastörf árlega öll tíu árin og yfir 50 ný störf fyrir verkfræðinga og sérfræðinga í samgöngumálum. Við spáum einnig 5000 nýjum störfum að jafnaði við ferðaþjónustu, smásölu, skemmtanaiðnað og 100 störfum til viðbótar við eftirlit og viðhald. Önnur jákvæð áhrif á efnahagslífið eru meðal annars: færri umferðarteppur, þegar fólk skiptir frá bílnum í hjólreiðar og göngur; betri heilsa - þeir sem hjóla til vinnu taka færri veikindadaga og nota má eitthvað af þeim 2,5 milljörðum punda (250 milljarðar í.kr.), sem árlega fara í umferðarmannvirki, til annarra hluta í samfélaginu.

Græn ferðaþjónusta Hjólanetið verður helsta uppspretta grænnar ferðaþjónustu. Við áætlum að innlent hjóla- og göngufólk muni eyða um 200 milljónum punda (20 milljarðar í.kr.) árlega í beinum tengslum við Hjólanetið og erlendir ferðamenn 150 milljónum í viðbót (15 milljarðar í.kr.). Nigel Adams hjá ferðamálaráði Wales taldi þetta verkefni koma betur út úr arðsemisútreikningum en nokkurt annað sem hann hefði séð. Hjólhesturinn

Tækifæri fyrir sjálfboðaliða Þau verða mörg bæði meðan á uppbyggingunni stendur og á eftir. Sjálfboðaliðar munu hjálpa til við að hreinsa rusl, viðhalda heimkynnum dýra og stunda gróðuryrkjustörf. Það verða verkefni fyrir 8


atvinnulausa, fanga, fólk á reynslulausn, hópa frá skólum og fleiri. Við höfum langa og góða reynslu af slíkum verkefiium. Kostirnir fyrir born Það bitnar verst á börnum þegar umferðin er hættuleg. Hjólreiðar og göngur barna hafa stórminnkað síðustu 20 ár og nú hjóla aðeins 3% barna í skóla, samanborið við 60% í Hollandi. Hættulegar umferðargötur loka börn hvert frá öðru og frá félagslífi og stuðla þannig að lífsstíl hreyfmgarleysis og sjónvarpsgláps þar sem foreldrarnir taka sess einkabílstjóra. Allt hjólanetið er hannað til að vera öruggt skynsömum 12 ára börnum án eftirlits. Og sá hluti sem er án bílaumferðar, um helmingur netsins, ætti að vera öruggur yngri börnum. Kostirnir fyrir aldraða Göngur og hjólreiðar eru mikilvægar samgönguaðferðir fyrir aldraða sem hafa síður efni á að reka einkabíl. Hjólanetið, með aflíðandi brekkum, öruggum þverunum, sætum og annarri aðstöðu mun skapa aðlaðandi og öruggt umhverfi, aðgengilegt öldruðum. Kostirnir fyrir fatlaða Meirihluti hjólanetsins verður aðgengilegur fólki í hjólastólum; með aflíðandi brekkum, halla í staðinn fyrir tröppur, aflíðandi kanta og sléttu hörðu yfírborði. Bíllausu hlutarnir munu einnig koma sjónskertum, heyrnardaufum og viðkvæmu fólki til góða. Hlið til að halda mótorhjólum frá munu hleypa flestum gerðum hjólastóla í gegn. Við vinnum með Fieldfare Trust til að tryggja sem best aðgengi fatlaðra. Gangandi vegfarendur Næstum allt hjólanetið mun nýtast gangandi fólki. Bíllausu hlutarnir verða

yfirleitt 2. til 3. metra breiðir, hannaðir með öryggi bæði gangandi og hjólandi fólks í huga með upphækkuðum merkingum til að skilja að umferðina þar sem hún er mest. Hjólanetið mun opna alveg nýjar gönguleiðir fyrir gangandi eins og til dæmis gegnum London. Það hefur þegar sýnt sig hve bíllausu leiðirnar eru vinsælar meðal göngufólks. Sérstakt átak verður við kynninguna til að ýta undir góða umferðarhegðun hjólreiðamanna gagnvart gangandi vegfarendum. í löndum þar sem hjólreiðar eru algengari, blandast umferð gangandi og hjólandi vegfarenda vandræðalaust og göngufólk á afskekktari stígum óttast síður um öryggi sitt. Sjá internet vef Sustrans http:// www.sustrans.org.uk/ Inngangur og þýðíng Páll Guðjónsson.

Smáauglýsingar Til sölu gersamlega ónotuð Nuke Proof Bombshell fram og aftur nöf. Þessi vönduðu nöf eru úr kolefhatrefjum og 7075 T-6 áli og rúlla á iðnaðarlegum, gerð fyrir 32 teina, 7 gíra krans og 135mm afturgaffal. Nöfm seljast á aðeins 15 þ.kr. en raunverð er rétt tæplega 30 þ.kr. Meðfylgjandi í kaupunum er frí uppteining á gjarðir allt eftir óskum kaupanda. Ekki nóg með það, á sama stað er til ónotað gjarðasett. Shimano Deore XT fram og afturnaf með smurkoppum. Araya RM 400 gjarðir með ryðfríum "doublebutted" teinum og svörtum álnipplum. Verð aðeins 18.000.Tilboð óskast í tvö reiðhjól Mongoose IBOC team og Cannondale M800 Frekari upplýsingar hjá Magnúsi í síma 552 5706 1. tölublað. 6. árgangur


SVEIF

STIGIÐ

Á orminum langa austur á land Formáli: Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir keyptu tveggja manna hjól af tegundinni TREK T-100 árið 1993. Þau hafa lagt land undir fót, hjólað nokkrum sinnum austur í Grímsnes, til Akureyrar og vítt og breitt um Reykjavík og nágrannabyggðir. Þá tóku þau Orminn langa, eins og hjólið er kallað, eitt sinn með sér austur á fírði og síðastliðið sumar fóru þau á Orminum vestan af Seltjarnarnesi austur á Stöðvarfjörð, um 670 km leið. Þau Arnþór og Elín eru á fímmtugs aldri og telja að fólki sem er á ömmu og afaaldrinum leyfist að gista hjá bændum þegar farnar eru langferðir á hjólum. Því njóta þau lúxus-hjólreiða að sumarlagi.

áfram upp heiðina og gengum upp brðttustu brekkurnar. í Kömbunum reyndust skálabremsurnar vel til að draga úr hraðanum, en niður fórum við á 30 - 50 km hraða. Við Hveragerði stigum við aðeins af hjólinu til að hvíla okkur. Þegar við ætluðum aftur af stað fór pedalakeðjan af Orminum og töfðumst við dálítið við að koma henni á aftur. Skömmu síðar hjóluðum við fram á Sigrúnu (systur Elínar), Eirík og Helgu sem voru á heimleið úr útilegu. Það var yndislegt að hitta þau, faðma og fá hjá þeim hvatningu og hrós. Á Selfossi vorum við boðin í hádegismat hjá Bjarna Þórarinssyni og Svanhildi Sigurjónsdóttur. Þau eru aldavinir Arnþórs úr Kím. Upphaflega ætluðum við að gista á Selfossi og fara daginn eftir austur að Skógum. Féllust þau Bjarni og Svanhildur á að hýsa Orminn þá nótt og buðu okkur til kvöldverðar. Veðurhorfurnar voru hins vegar þannig að búist var við suðaustan rigningu og hvassviðri á sunnudagskvöldið og vildum við því ná eins langt austur á bóginn og unnt var. Afþöntuðum við því gistingu á Selfossi en ákváðum þess í stað að gista á hótelinu á Hvolsvelli. Þar pöntuðum við tveggja nátta gistingu en ákváðum að aíþanta ekki á Skógum ef vera skyldi að hægt yrði að halda ferðinni áfram á mánudeginum. Þau Bjarni og Svanhildur tóku hins vegar ekki í mál að við færum hjá garði án þess að þiggja veitingar hjá þeim. Þau áttu von á okkur milli kl. 12 og 1 en nú var klukkan að verða eitt. Arnþór fékk að hringja til þeirra úr farsíma Eiríks til að láta vita af okkur.

Dagbókarbrot Elínar og Arnþórs Sunnudagur 23. júní 1996. Við lögðum af stað um sjöleytið. Það var Örlítill súldarvottur og hægur suðvestan vindur. Það kom okkur á óvart hversu þungt farangurshlassið var á vagninum nýkeypta, sem við kölluðum halann á orminum, en samt gekk okkur fiirðu vel að hjóla með það. Fljótlega stytti upp og birti til og við léttum á fatnaði. Það tók okkur rúman klukkutíma að komast upp úr Reykjavík. Veðrið batnaði eftir því sem á leið morguninn og við lofuðum Skaparann fyrir mildi hans í okkar garð. Við vorum allsátt við hvað okkur sóttist ferðin þótt farangurinn drægi úr hraðanum. Að Litlu kaffistofunni vorum við komin um níuleytið og áðum þar í hálftíma, gæddum okkur á köldu vatni og heitu súkkulaði með rjóma. Síðan héldum við Hjólhesturinn

10


Bjarni kom svo á móti okkur að bæjarmörkum. Kl. 3 héldum við svo áfram austurför okkar og miðaði sæmilega. Við þurftum nú oftar að netna staðar til að hvíla hendur og sitjanda. Þegar við áttum ófarna 10 -12 km að Hellu var vindurinn farinn að snúa sér í austur og við farin að lýjast verulega. Við stöðvuðum þá bíl og báðum fyrir stóru töskuna okkar að Hótel Hvolsvelli og var það fuslega veitt. Vindurinn fór nú stöðugt vaxandi. Skömmu síðar komum við að söluskála þar sem við námum staðar, fengum okkur drykk og sinntum þörfum líkamans. í Grillskálanum á Hellu var næst numið staðar, keyptum við okkur hamborgara og franskar, hvíldum okkur og

teygðum í rúma klukkustund. Þvílíkt ómeti! Að því búnu var bitið á jaxlinn og tekist á við þessa 13 km sem eftir voru að Hvolsvelli. Mótvindurinn var nú orðinn svo hvass að við urðum að stíga hjólið niður allar brekkur og gengum upp þær sem fyrir urðu. Það tók okkur hálfan annan tíma að mjakast þennan spöl. Þreytt og vindblásin komum við að Hvolsvelli kl. 21:40 og höfðum þá hjólað 117 km um daginn. Meðalhraðinn var kominn niður í 12,3 km en hraðast þennan dag fórum við á 49,4 km. Við höfðum þá verið á hreyfmgu í 9 og hálfan tíma. Á hótelinu beið taskan okkar og var

hlýlega tekið á móti okkur. Ormurinn fékk sess í anddyri hótelsins þar sem hann vakti mikla athygli. Við fórum í gufubað, teygðum og toguðum og háttuðum sæl og þreytt ofan í notaleg rúm. Þessi vísa varð til í svefhrofunum: A Orminum langa austur á land ætlum við saman að halda. Vegurinn liggur víða um sand. Vont er í suðaustan kalda. Mánudagur 24. júní 1996. Þegar við vöknuðum var veðrið vitlaust suðaustan hvassviðri og úrhellisrigning. Við fengum okkur morgunverð laust eftir kl. 9 og skriðum síðan aftur upp í til að hvíla lúin bein. Við vorum eiginlega fegin að hafa ástæðu til að safna kröftum. Seinna um daginn sinntum við ýmsum erindum og fórum í sund. Þar fréttum við að bílstjórar hefðu lent í erfiðleikum undir Eyjafjöllum vegna hvassviðris. Það var notalegt að liðka sig og teygja á vöðvum í sundlauginni og volga pottinum. Á botni laugarinnar er órímað Ijóð um ástina og vatnið eftir Þorstein J. Vilhjálmsson sem Elín las í áföngum. Eftir sundið fengum við okkur kvöldverð, skrifuðum á póstkort, gengum snemma til náða, skrifuðum dagbók, hlustuðum á útvarp og héldum síðan á vit svefhsins. Þriðjudagur 25. júní 1996. Við vöknuðum laust fyrir kl. 7 og hlustuðum á veðrið. Spáð var rigningu og sunnanátt. Við fengum okkur dögurð eftir að hafa gengið frá farangrinum á hjólinu, smurt það og klæðst viðeigandi búningi. Á meðan á máltíðinni stóð gerði slíka þeysidögg að okkur leist ekki á blikuna. Ákváðum við að freista þess að komast með 11

1. tölublað. 6. árgangur


Orminn í áætlunarbíl til Víkur. Það tókst og vorum við komin austur í Vík um hádegisbil. Við ókum reyndar einungis gegnum tvo rigningarskúri á leiðinni. Við hjólum bara um Landeyjarnar seinna. Við Höfðabrekku fórum við úr bílnum ásamt ungum hollenskum hjónum sem reyndust okkur hjálpleg. Á Höfðabrekku skildum við farangurinn eftir og fórum lausklifjuð til Víkur, um 5 km leið. Þar slæptumst við og skoðuðum staðhætti. Eftirminnilegt var að koma í fjöruna þar og undir grösug hamrabelti Reynisfjalls. Við ætluðum að fara með hjólabátnum út að Reynisdröngum og að Dyrhólaey, en það var ekki farið vegna sjólags. Þar sem við höfðum ekki reynt neitt á okkur að ráði ákváðum við að takast á við brekkurnar upp úr Vík. Þar hittum við Hermann Sveinbjörnsson sem var á leið til Hafiiar með vatnslitamyndir á sýningu. Það urðu fagnaðarfundir. Hermann tók síðan af okkur heimildarmyndir er við brunuðum aftur í áttina að þorpinu. Að Höfðabrekku hjóluðum við aftur á 30 - 35 km hraða undan vindi. Það var gaman. Þar fengum við góðan kvöldverð, steiktan silung, sveppasúpu og ís. Síðan gengum við í átt til sjávar og sáum bæði kjóa og skúm. Sjónaukinn frá Maríu og Hrafhi hefur veitt Elínu ómælda gleði það sem af er ferðarinnar. Þennan dag hjóluðum viðsamtals 18km.

Mýrdalssand, oft á um 30 km hraða. Okkur fannst við ósköp smá og lítils megnug í þessari miklu auðn og vegurínn virtist Elínu óendanlegur, þótt hún vissi betur. Við Laufskálavörðu áðum við og snæddum þurrkaða ávexti. Þar sáum við hjólreiðamann á vesturleið, puðandi á móti vindinum. Mikið fundum við til með honum. Síðan brunuðum við áfram um Eldhraunið að Kirkjubæjarklaustri. Þangað vorum við komin kl. 13:15. Þá höföum við hjólað rúmlega 68 km og meðalhraðinn var rúmir 23 km á klukkustund. Veðráttan hafði verið okkur hliðholl fyrir utan tvo til þrjá skúri. Á Hótel Eddu fengum við okkur að borða og teygðum. Síðan versluðum við. Þá var taskan sótt í móttökuna á hótelinu og hjólað að Geirlandi. Á þessum slóðum er undur fagurt. Hjónin Erla og Gísli tóku hlýlega á móti okkur og rifjuðu upp gömul kynni við Arnþór. Miklar byggingaframkvæmdir stóðu yfír á sjálfum bænum, bar sem við áttum pantaða ódýra gistingu með aðgang að sameiginlegu baði. Við nutum góðs af, því okkur var vísað í smáhýsi með eldunaraðstöðu og sér baði. Allt var snyrtilegt og aðlaðandi. Eftir steypibað og teygjur elduðum við okkur núðlusúpu sem við borðuðum ásamt flatkökum og viðbiti. Eftir uppþvott fórum við í stutta kvöldgöngu. Þráðlaus sími heimilisins var á sífelldum þeytingi milli okkar og heimafólks. Það var gott að heyra í Árna og Hring, Finni og Guðrúnu. Við vorum komin í rúmið fyrír kl. 11. Þennan dag hjóluðum við 72,98 km á 3,16 klst. Hraðast fórum við á 48 ktn hraða og meðalhraði 22,2.

Miðvikudagur 26. júní 1996. Við fórum á fætur um hálfátta, tókum saman föggur okkar, snæddum morgunverð og gerðum upp. Jóhannes bóndi lofaði að koma töskunni niður á veg fyrir rútuna. Hollendingarnir lofuðu hins vegar að sjá til þess að hún yrði skilin eftir á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Um kl. 9 lögðum við af stað í strekkings meðbyr og brunuðum áfram yfir Hjólhesturinn

Á Geirlandi var gott að vera, gistum við þar eina nótt. Mikið höfðu menn að gera. Margur hefur þangað sótt.

12


Fimmtudagur 27. júní 1996. Vöknuðum á hefðbundnum tíma rétt fyrir kl. 7, pökkuðum og fórum í morgunmat. Erla spjallaði við okkur af og til og gaf okkur kort til minningar um veruna, loftmynd af staðnum með fróðleiksmolum aftan á. Við fengum að smyrja okkur samlokur í nesti. Að því búnu kvöddum við þessi ágætu hjón og héldum af stað. Fyrst fórum við að Kirkjubæjarklaustri, komum töskunni í rútu og sinntum ýmsum erindum. Klukkan var því orðin 11 þegar við hjóluðum út á þjóðveginn aftur. Okkur gekk vel enda blíðskaparveður og meðbyr framan af. Fyrst

áðum við við Dverghamar á Síðu. Það er undurfallegur staður og útsýn víð og fögur. Fjöllin sem við fórum meðfram voru sérstök með fallegum klettamyndunum og hrikalegum. Næst áðum við á Núpsstað og okkur er spurn hvernig við höfum getað farið þar hjá garði á öllum okkar ferðum án þess að nema staðar. Allt er snyrtilegt og vel við haldið hjá hinum öldnu bræðrum, Eyjólfí og Filipusi Hannessonum. Það er undurskemmtilegt að sjá öll gömlu húsin og heimtröðina, jeppann og bænhúsið frá 1789. Svo er fegurðin þar stórfengleg með Lómagnúp að næsta nágranna. Við borðuðum nestið okkar undir

bænhúsveggnum og varð gott af. Inni í bænhúsinu bað Elín þakkar- og ferðabæn. Jæja, þá var það sandurinn mikli, Skeiðarársandur, endalaus eyðimörk. En það var tilbreyting og gaman að hjóla yfír brýrjökulfljótanna. Við komum í Skaftafell um fimmleytið, fengum okkur brauð og heitt kakó. Þaðan hringdi Elín að Litla-Hofí til þess að forvitnast um vegalengdina þangað. Hún reyndist vera 22 km. Þá kom í Ijós að taskan hafði ekki skilað sér. Hófust nú miklar hringingar til að leita töskunnar og hafði bílstjórinn gleymt að skilja hana eftir. Fyrir vikið var hún á Höfn. Hann lofaði að gera það sem hann gæti til að senda okkur hana. Elín keypti tvo boli og tannbursta í Skaftafelli en nærfót á fullorðið fólk fengust þar ekki. Síðan lögðum við í síðasta áfanga dagsins. Við vorum einn og hálfan tíma á leiðinni og rétt þegar við vorum að renna í hlað kom flutningabíll með töskuna. Mikið vorum við fegin. Klukkan var orðin tæplega 8. Við skelltum okkur í sturtu og settumst síðan að kvöldverðarborðinu. Lostæti! Ofnbakaður fiskur með soðnum kartöflum og salati. Á eftir fengum við skyr og rjómapönnukökur. Mælirinn í dag segir að hjólað hafí verið í 7,13 klst, hraðast á 59,6 km, meðalhraði 12,3 og vegalengdin 89,6. Litla-Hof er Ijúfor bær, líður öllum gestum vel. Þar sótti okkur svefhinn vær. Sérstakt hrós hún Guðbjörg fær. Af tillitssemi taskan var tekin austur í Smyrlabjörg. Því við flytjum þakkirnar. Þverra nú áhyggjurnar. Elín Árnadóttir og Arnþór Helgason. Seinni hluti í næsta Hjólhesti. 13

1. tölublað. 6. árgangur


STELLIÐ

STILLT

Tengivagnar fyrir reiðhjól. Með smá útsjónarsemi og þolinmæði getur þú farið næstum allra þinna ferða á reiðhjóli. íslensku hjólreiðafólki bjóðast nú nýir valmöguleikar til að fækka óþarfa snatti á einkabílum umtalsvert. Um er að ræða tvenns konar tengivagna fyrir reiðhjól. Annarsvegar vagnar eingöngu fyrir farangur, svo sem frá Bob og Kynast. Hinsvegar vagnar frá Schwinn, Cannondale, Winter og Burley sem eru bæði fyrir börn og farangur. Það sem hér fer á eftir er ekki fullkomin próíun nema kannski að því leiti að töluverð reynsla hefur fengist af Cannondale, Burley og Bob. Af þeirri reynslu hefur svo mátt draga ýmsar ályktanir varðandi hinar gerðirnar.

Bob Yakl6 farangursvagninn hefur fengið að þola ýmislegt hér á landi. Þessi hönnun er nýstárleg og írumleg. Aðeins eitt 16" hjól undir 4130 CrMo stálgrind og stór 94 lítra regnheld taska. Bóman er tengd við burðargrindina á liðamótum með Delrin

Kynast 444 er farangursvagn með gamaldags hönnun, 60 lítra plastkassi í stálgrind á tveimur 12" dekkjum. Bóman er fest á hnakkstoðina á kúlu sem komið er þar fyrir. Vagninn á að geta borið 50kg. Hann er fremur valtur og því getur hönnunin aðeins talist góð íyrir hægfara

fóðringu. Við reiðhjólið tengist bóman báðum megin við afturhjólið á sérhannað hraðtengi (quick-release). Vagninn veltur því ekki nema hjólið velti líka og því má segja að þetta sé stöðugasti vagninn á markaðnum. Fyrstu kynni voru þau að vagninn virtist stela svolítið jafnvæginu, en það vandist fljótt. Það er heldur ekki sama hvernig vagninn er hlaðinn. Þessi vagn tekur á sig ótrúlega lítinn vind og satt best að segja veit maður varla af honum þó hann sé vel hlaðinn eða í mótvindi. Hann smýgur vel í gegnum umferðateppur, upp og niður kanta og liggur vel í beygjum. Hann fer vel með farangurinn því bæði myndbandstæki og Mac tölva undirritaðs hafa ekki enn bilað eftir harða þeytinga út um borg og bí. Eini gallinn virðist vera sérhannað hraðtengi sem

hjólreiðafólk sem býr á svæðum þar sem gert er ráð fyrir því í skipulagi, hann hentar því takmarkað fyrir íslenskar aðstæður. Eigin þyngd er 10,5 kg., verð 13 þús. kr. og seljandi er Markið. Hjólhesturinn

14


tengir vagninn við reiðhjólið. Hefur það átt til að brotna og lássplitti, því tengt, týnst. Er því nauðsynlegt að verða sér út um varastykki þegar vagninn er keyptur. Vagninum fylgir öryggisflagg sem mætti vera í skærari litum. Flutningsgeta er 32kg. Eigin þyngd 5.5 kg. Verð 33 þús. Seljandi Örninn. Nú er tækifærið að selja bílinn ! Cannondale Stowaway barna- og farangursvagninn hefur verið í töluverðri notkun hér á landi. Reynslan hefur verið misjöfn en úr því hefur mátt bæta. Upphaflega fylgdi regnhetta ekki vagninum og var það bagalegt vegna þess að hún er jafn mikilvæg veltigrindinni. Cannondale bætti úr því strax ári seinna og er regnhettan nú hluti af blæjunni yfír vagninum. Það verður þó að segjast að þar var vaðið úr öskunni í eldinn því rennilásarnir voru afspyrnu lélegir og eru það enn. Auk þess er regnhettan, setn gerð er úr gagnsæju plasti, saumuð við blæjuna. Mín reynsla af slíkum frágangi segir að plastið á eftir að springa í frosti og rifha frá blæjunni eins og frímerki. Blæjan kallar því á endurhönnun frá eigandans hálfu. Margir hlutir eru þó í góðu lagi. Má þar nefna að botngrindin er heilsteypt polyethylene skel, sem er kostur, styrkt með 6000 seríu T6 álpípum. Bóman kemur lárétt frá vagni og tengist við vinstri keðjugaffal á gúmmíliðamótum. Það hefði verið þægilegt að setja breiðari dekk undir vagninn til að mýkja hann, en það er ekki hægt vegna þess að Polyethylene skelin er mótuð sem aurhlíf yfir hjólin. En á veturna virkar þessi vagn vel því mjó 20x1,5" dekkin skera sig í gegnum skaflana þar til undirvagninn tekur við og rennur eins og sleði. Auk veltigrindar eru sætin þægileg með 4ja punkta öryggisbeltum fyrir tvö börn. Aftan við sætin er farangursrými auk þess sem börnin geta haft sitt hvorn dótapokann sér við hlið. Vagninn er í

skærum gulum og rauðum lit, hefur endurskin og honum fylgir öryggisflagg. Eigin þyngd er 12 kg, burðargeta 36 kg og verðið 40 þús. Seljandi GÁP. Cannondale hefur nú hannað nýjan vagn fyrir árið 1997 sem þeir kalla Caboose. Útlitslega séð er hann nauðalíkur Burley og Schwinn vögnunum (sjá síðar í þessari grein). GÁP hefur hug á því að flytja hann inn og bjóða hann á "góðu" verði.

Verður spennandi að sjá hvort Cannondale hafi klórað sér fram úr göllum "Stowaway". Winter Dolphin er limúsína allra vagna. Þessi danski vagn er prýddur öllum bestu kostum Cannondale vagnsins. Hann er gulur og rauður úr næloni, polyethylene og áli. Aðrir kostir eru; engir rennilásar á blæju, polyurethan demparar undir hjólunum svo ekki þarf að hugsa um breiðari dekk. Auka hjólabúnaður og handfang íylgja svo hægt er að nota hann sem trimmvagn, draga hann eðaýta. Vagninn er mjög straumlínulagaður, og er það kostur því hann er tiltölulega stór. Hann tekur því minni vind og síður er hætta á því að skemma vagninn ef hann rekst á staura og steina sem oft eru staðsettir á miðjum stígum hér á landi. Bóman er lárétt "S" beygð, tengd undir miðjan vagn en ekki frá vinstri hlið eins og á öðrum vögnum. 20 tommu dekkin rúlla á hjólastólanöfum með iðnaðarlegum. Auk veltigrindar og öryggisfána er 15

1. tölublað. 6. árgangur


getur borið 36 kg og kostar 40þús. kr. Seljandi er Markið. Alla barnavagnana er hægt að brjóta saman svo að minna fari fyrir þeim í geymslu. Eftir að búið er að brjóta þá saman

farangursrymið stórt og sætin bægileg með 3ja punkta öryggisbelti. Ókostirnir eru beir sömu og á öðrum vögnum, blæjan mætti ná betur niður fyrir botnskelina því sóðaskapurinn á veturna er óskaplegur (tjara og salt af götum). Vagninn vegur 13 kg og getur borið alltaðóOkg.Verðið er 50 þús.kr. Seljandi er Örninn. Schwinn Joy Rider er mjög líkur Burley vagninum sem verslunin Örninn seldi fyrir tveimur árum. Sá vagn hefur verið einn mest seldi vagninn í Bandaríkjunum og líklega einnig í Evrópu. Hann hefur ýmsa góða kosti s.s. hægt að setja undir vagninn breið dekk, gulur á litinn, endurskin, með öryggisfána, 5 punkta öryggisbelti og laus við alla rennilása. Vagninn hefur þó líka galla eins og botninn sem er ekki hörð skel heldur er nælon tau saumað í botngrindina eins og í blæjuna. Þetta er kannski ekkert stórmál en svona botn bykir ekki hlífa barninu eins vel og harður botn, auk þess sem sætin eru ekki eins góð og í öðrum vögnum. Það er líka meiri möguleiki á því að gat myndist í tauið, saumar spretti upp og smáhlutir týnist úr vagninum. Kostirnir eru þeir að vatn getur seitlað gegn um tauið ef það hellist eitthvað niður og endurbætur er hægt að gera með PVC efni frá Seglagerðinni Ægi. Vagninn vegur 12 kg, Hjólhesturinn

fer minnst fyrir Cannondale Caboose og Schwinn síðan Cannondale Stowaway en mest fer fyrir Winter vagninum enda er hann stærstur. Vagnarnireru fyrir börn að 5-6 ára aldri, en það fer eftir stærð vagnanna. Oftast er miðað við tvö börn, og að þau séu ekki meira en rétt rúmlega metri á hæð og þyngd þeirra sé ekki meiri en uppgefm hleðsluþyngd. örnin þurfa að vera með hjálma og með vel stillt öryggisbelti. Það er talið öruggara að tengja vagnana við fjallahjól því að snertiflötur fjallhjóladekkja er meiri en á götuhjóli. Þá er minni hætta talin á því að hjólreiðamaður missi stjórn á hjólinu t.d. þegar þarf að hemla snögglega. 16


Helsti galli barnavagnanna er talinn vera sá að þeir taka á sig mikinn vind. Það á þó ekki að koma að sök því þá er bara að gíra niður og hjóla hægar. Annar galli er sá að margir telja að beir stofni lífí

barnsins í hættu vegna bílaumferðar því bílstjórar séu tillitslausir gagnvart hjólreiðafólki. Það er alltaf hægt að líta dökkum augum á alla skapaða hluti og því má segja að það sé glæpur að aka með bamið í bíl sem fer yfír 40km hraða. Það á að sjálfsögðu ekki að draga þessa vagna með barn innanborðs eftir umferðaþungum götum. Farið þess í stað eftir fáförnum götum eða gangstéttum og stígutn og aukið öryggið með auka endurskini, áberandi flöggum og blikkljósum. Notið ímyndunaraflið! Vagnarnir þykja mun öruggari en barnastólarnir vegna þess að barnið er betur varið gegn veðri og byltum og fær síður hálshnykk á háum köntum og holóttum stígum. Barnið á auk þess auðveldara með að sofiia í vagninum. Þeir sem á annað borð

hafa hug á því að kaupa barnastól ættu að velja hann af kostgæfiii því stólbakið á að styðja við höfuð barnsins. Vera með stillanlegum "ístöðum" fyrir fætur og með góða hlíf svo barnið nái ekki að setja fæturna í teinana. Það er kostur ef stóllinn er festur á stangir sem fjaðra svo barnið þurfí ekki að fmna eins fyrir köntum og öðrum ójöfiium. Þegar börnin stækka upp úr vögnunum, u.þ.b. 5-7 ára, er hægt að fá tengihjól þar sem barnið fær að hjóla en er þó tengt við reiðhjól foreldranna. Þarna getur barnið verið með sinn eigin farangur á sínu hjóli og fengið að taka á með foreldrunum sem hafa alla stjórn á tengihjólinu. Það má því fara greiðar yfír og barnið þreytist seinna í langferðum. Tengihjólin eru til í mismunandi útgáfum og gæðaflokkum. Nefna má merki eins og Adams Trail-A-Bike, P. J. Taylor Tagga og Islabike trailerbike. Helsti galli þessarra hjóla er að þau eru ekki fjöldaframleidd hjá stóru reiðhjólaframleiðendunum og eru því frekar dýr. Á móti kemur að þessi hjól eru þau öruggustu sem völ er á fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Þessi hjól hafa því miður ekki sést hér á landi en vegna fyrirspurna hefur Örninn þó haft hug á því að flytja inn eitt slíkt hjól. Klúbburinn getur veitt frekari upplýsingar um þessi hjól og tengivagnana og bent á mismunandi útfærslur, kosti þeirra og galla. Það er því bara að mæta á fundi og spyrjast fyrir. Magnús Bergsson

17

1. tölublað. 6. árgangur


LÖG OG

i> .<£>- !§-!§! !§>-

REGLUR

tf

Hálendið í hers höndum að þar gisti fjórir. Og sjá menn þá hver Það urðu miklar deilur síðasta sumar vandi er á höndum... Ég er ekki alveg viss um skipulag á Hveravöllum, þar sem til stóð um að það sé rétt að yfirfæra staðla á og stendur kannski enn, að bola Ferðafélagi gistirými, t.d. í bændagistingu, yfir á íslands í burtu með þá gistiaðstöðu sem þeir gistingu í fjallaskálum. Þar hefur það nú hafa komið upp þar og byggja feiknamiklar verið hluti af rómantíkinni jafnvel að tveir byggingar og taka yfir starfsemina. Mitt í sofi í sama fleti, svona upp á gamla mátann, orrahríðinni fannst veikur punktur á FI sem og væri það þá aftekið ef krafan um 5 eða 6 var drykkjarvatnið í Landmannalaugum. Það m3 rými fyrír gest yrði uppíyllt." uppfyllti ekki ströngustu heilbrigðiskröfur "Það liggur líka fyrir, ég hef fengið og var gistiskálanum lokað um tíma, þar til upplýsingar um það írá Ferðafélagi íslands, FÍ mönnum tókst að koma nýjum vatnstanki að kröfurnar eru mjög óskýrar sem á staðinn. Ferðafélaginu berast, hvaða skilyrði þurfa að Því miður er þetta mál ekki útkljáð og vera uppfyllt til þess að þessi staða FÍ um allt land mjög rekstur fái starfsleyfi á hinum ótrygg eins og kom í Ijós í einstöku stöðum. Það mun ekki vetur þegar Hjörleifur vera netna í Þórsmörk þar sem Guttormsson spurði skáli Ferðafélagsins hefur umhverfísráðherra, Guðmund raunverulega starfsleyfi. Annars Bjarnason, hvaða reglur væru í staðar er þetta ekki frágengið". gildi um gistirými í íalendismið'stöð í svari ráðherrans voru fjallaskálum. íframtíðarsýn taldar upp of langar og margar Hann sagðist hafa heyrt Trausta Valssonar lagagreinar til að endurtaka hér að "uppi væru kröfur um það af hálfu stjórnvalda að fylgja ákveðnum nema bessa: "í 69. gr. heilbrigðisreglugerðar, nr. stöðlum varðandi gistirými, þar á meðal 149/1990, eru gerðar kröfur til þess að rúmmetratölu á hvern þann sem gistir í gistiskálar skuli hafa baðaðstöðu fyrir gesti skálum á vegum Ferðafélags íslands. Ég geri svo og salerni fyrir karla sér og konur sér. ráð fyrir að það gildi þá um alla slíka Ekki skuli svefnrými gistiskála tniða við gistiskála eða sæluhús í óbyggðum. Það minna rými 6 m3 á hvern gest en sýndist mjög snúið að uppfylla þessar kröfur. heilbrigðisnefhd er þó heimilt að leyfa 5 m3 Svo dæmi sé tekið hefðu þessar kröfur þær á hvern gest séu notaðar kojur." afleiðingar hvað varðar möguleika á fjölda Hjörleifur svaraði síðan: "Ég tók ekki þeirra sem gista mega í skála Ferðafélagsins eftir að það væri neitt samráð tilskilið þar við við Drekagil við Öskju, en þar gerir þá sem standa að viðkomandi rekstri... Mér Ferðafélagið nú ráð fyrir að rúmist 20 sýnist að þetta sé allt saman í hers höndum manns, að ef fylgt vaeri þeim stöðlum sem miðað við þær reglur sem settar eru að því er fram hafa verið bornir þá væri aðeins heimilt Hjólhesturinn

18


varðar rými þannig að hæstv. ráðherra grípur sennilega til lokunar í stórum stíl ef hann ætlar að framfylgja settum reglum." Ráðherrann sagði "það er afar erfitt að búa til samstarfshóp eða nefnd með öllum þessum aðilum því þeir eru svo fjölmargir. Þetta er gríðarstór hópur." Kannski erutn við svo mörg sem unnum hálendinu að það sé bara ekki hægt að tala við okkur eða óþarfí. Ég hvet alla til að fylgjast vel með aðgerðum stjórnvalda í þessum málum og öðrum. Það fara ekki alltaf saman orð og aðgerðir en ef almenningur fylgist vel með og veitir stjórnvöldum aðhald með því að láta heyra í sér ef gengið er of langt sjá þau oft að sér. Sérstaklega ef brugðist er við nógu snemma, meðan málin eru í umræðunni eða frumvörp óafgreidd. Þetta sýndi sig vel nýlega þegar nokkrum ungum þingmönnum datt í hug að

auka hámarkshraðann á þjóðvegum af því að þeir fóru hvort eð er ekki eftir beim lögum sem væru í gildi. Það er til lítils að hafa lög og fara ekki eftir þeim. Ég vona að stjórnvöld geri ferðafélögum eins og FÍ kleift að starfrækja gistiskála sína á hálendinu með hefðbundnum hætti í samræmi við lög en fari ekki að loka þeim í stórum stíl vegna óviðeigandi reglna. Það er í raun óþolandi að stjórnvöld setji fijáls félagasamtök á grátt svæði þar sem ráðherra eða embættismaður getur kippt fjárhagsgrundvellinum undan þeim á augabragði ef þau standa einhversstaðar í vegi. Kannski þurfum við að fá okkur tjöld næst með 5 m3 á mann og innbyggðri salernisaðstöðu? (Sjá umræður á 29. fundi haustþings 1996 á internet vef Alþingis: www.althingi.is). Páll Guðjónsson

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að í upphafí þessa árs hefur umræða um umhverfismál verið áberandi í fjölmiðlum. í huga undirritaðs hafa íslendingar verið einstakir drullusokkar í flestu því sem tengist málefnum umhverfís og náttúru, eins og margar vestrænar þjóðir. Við höfum hingað til haft aðgang að óspilltri .náttúru vegna fámennis og því ekki metið hana að verðleikum. Ríkisvaldið hefiir gersamlega brugðist, vinnubrögðin hafa oftar en ekki tekið mið af úreltum eða gölluðum lagakrókum um náttúruvernd. í alþjóðastarfi reyna stjórnvöld að leita allra leiða til að komast hjá því að taka ábyrgð. Þar ríkir enn sú hugsun að næsta kynslóð eigi að leysa vandann eða þá einhverjar aðrar þjóðir. Almenningur hefur oft orðið vitni að því þegar svokallaður umhverfísráðherra hefur

talað í kross og má því vart á milli sjá hvort hann sé iðnaðarráðherra eða eitthvað annað. Af íyrrnefndu má sjá að ekki veitir af að almenningur taki við sér og láti í sér heyra. Nú hafa verið stofnuð samtök almennings um náttúruvernd og umhverfismál. Samtökin eru enn nafhlaus en starfskraftur þeirra hefur mest farið í undirbúning fyrir náttúruverndarþing sem haldið var 31. jan. til 1. feb. Ætlunin er sú að almenningur geti tekið virkan þátt í umhverfís- og náttúruvernd. Stefht er að því að tengjast samskonar samtökum út í heimi, t.d. "Friends of the Earth". Fátt er þessum samtökum óviðkomandi, allt frá sorphirðu og daglegri sóun, til stóriðju og virkjana á hálendinu. Fundir samtakanna verða auglýstir í fjölmiðlum og vonandi að flestir láti sjá sig svo að starfið megi dafna sem best. Magnús Bergsson. 19

1. tölublað. 6. árgangur


STIGIÐ Austfirðir 1995. Þá var loksins komið að því að láta einn af fjölmörgum draumum rætast. Tilhugsunin að setjast á hjólið fullhlaðið, tilbúin að takast á við næstum hvaða ævintýri sem á vegi manns yrði var hreint ótrúleg. Ég, María Dögg Hjörleifsdóttir og dyggur ferðafélagi minn Karl G. Gíslason höfðum verið að skipuleggja ferð austur á bóginn. Þar ætluðum við að dúlla okkur í rúmlega hálfan mánuð. Við lögðum af stað 10. júní 1995 frá Reykjavík kl. 14.00 með rútu á Hvolsvöll. Veðrið var þungbúið í Reykjavík en á Hvolsvelli var rjómablíða, ekki slæm byrjun það. Fyrsti áfangastaður okkar var Vík í Mýrdal. Góður meðvindur var og skoðuðum við Seljalandsfoss og Skógarfoss á leiðinni. Ætlunin var að koma við í Dyrhólaey en þar var öll umferð bönnuð vegna varptíma fuglanna. Hálfsvekkt komum við til Víkur þar sem við fengum ókeypis tjaldstæði. Áfram héldum við næsta dag upp úr hádegi. Stefnan var tekin á Kirkjubæjarklaustur en við stoppuðum á Mýrdalssandi í sælureit klæddum grámosa. Þar spændum við í okkur bráðnu Snickers og sleiktum sólargeisla. Við lentum þó í leiðinlegum mótvind seinna um daginn og allt í kringum okkur var moldrok sem aldrei náði okkur. Seinnipartinn runnum við inn á Klaustur sem leit alls ekkert illa út í sólarglampanum. Við tjölduðum við foss innarlega á Klaustri og þegar við litum í kringum okkur reyndust vera mýs valhoppandi allt í kringum okkur. Þær fengu Hjólhesturinn

sér síðan vænan bita af einni Ortlieb töskunni minni. Næsta dag byrjuðum við á að versla í Kaupfélaginu á Klaustri þar sem fremur óliðlegt fólk var við afgreiðslu og neituðu m.a. Kalla um klósettferð. Veðurfarslega séð var þetta geggjaður dagur, blússandi meðvindur og steikjandi hiti með tilheyrandi sól. Við bókstaflega fukum yfír Skeiðarársand og ég glímdi við sólbruna á fótum og höndutn sem ég kunni ekkert á því ég brenn nær aldrei. Við bremsuðum okkur af er við nálguðumst Skaftafell þar sem blasti við okkur hæsti tindur landsins Hvannadalshnjúkur 2119.metrar, í hreint ótrúlega heiðskíru veðri. Við vorum um leið tekin sem útlendingar í Skaftafelli og sagt var við okkur " One moment, please". Þar bráðnaði maður endanlega í 20 gráðu hita, og skellti sér í bikini og Kalli í "Rip it" bolinn. Við röltum upp að Svartafossi og ég buslaði í fossvatninu. Tjaldstæðið var fokdýrt en það var og er alltaf ánægjulegt að dvelja þarna. Á fjórða degi "fukum" við af stað í átt að Fagurhólsmýri þar sem við keyptum útrunnið kex og rándýrt Snickers í sparnaðarumbúðum. Á leiðinni sáum við Vatnajökul í allri sinni dýrð og þar á eftir tók við glimrandi fegurð Breiðárlóns og Jökulsárlóns. Ennþá var alveg rjómablíða og við hittum hina ýmsu flóru fólks. Þar bar hæst öldruð þýsk hjón sem héldu að við værum gift og spurðu hvað við ættum mörg börn. Enn settumst við á hnakk eftir mikið úff, vá, æði, og ég fullvissaði Kalla á leiðinni að stelpur þurfa líka að ropa og leysa vind. 20


Veðrið dreif okkur áfram og áður en við vissum vorum við komin í Nesjahverfí við Höfn í Hornafírði. Þar fengum við okkur feitan hammara og við það fylltumst við fídonskrafti sem dreif okkur yfir 16% Almannaskarðið. Eftir 150 km dagleið komum við svo um kl. 20.00 inn í dal þar sem við hreiðruðum um okkur við lítinn foss. Næsta morgun byrjaði ég á því að skríða út úr tjaldinu vegna hita, og svaf áfram úti á grasinu. Síðan fór dágóður tími

í myndatökur og fossasvaml þar til um hádegi þegar Austfjarðaþokan læddist upp á land með sínar köldu krumlur og neyddi okkur af stað. Ferðinni var heitið upp Lónsheiðina. Heiðin var ekki fjölfarin og því grýtt og torfær og ég náði mér í eitt stykki byltu á niðurferðinni. Það var ánægjulegt að renna í hlaðið til Hrafnhildar og fjölskyldu á Starmýri við Álftafjörð. Þar dvöldum við í 3 nætur við gott yfirlæti og umtalsverða stjönun. Bröltum við um fjöll og gil í steinatínslu. Þann 17. júní lögðum við af stað aftur í týpísku 17. júní veðri sem var að sjálfsögðu aftakaveður. Tölurnar á hraðamælunum

voru til að mynda 4 km. hraði á jafnsléttu móti vindi. Þannig var það út Álftafjörð og Hamarsfjörð. Þar á eftir tók við hinn ægilangi Berufjörður. Að lokum komum við á áfangastað sem var Núpur í Berufirði. Þar gistum við hjá Bóa og fjölskyldu, vinafólki Kalla. Daginn eftir skutlaði Bói okkur upp á Breiðdalsheiði. Þaðan lá leiðin í Hallormstaðaskóg. Allt var á floti eftir 17. júní rigninguna en við komum seinni partinn á leiðarenda þar sem Róbert kokkur vinur Kalla, beið okkar með gistingu á hótelinu og dýrindis máltíð. Eftir það var sundlaug staðarins prófuð og reyndist ísköld. Ég hafði aldrei komið í Hallormstað áður og þvílíka fegurð hef ég sjaldan upplifað. Þótti mér það leitt að geta ekki dvalið þar lengur. A 10. degi lögðum við af stað í hífandi mótvindi til Egilsstaða. Sökum veðurs ákváðum við að taka rútu yfír Möðrudalsheiði. Ferðin tók fljótt enda og við runnum inn að Mývatni. Hjólin voru nær óbekkjanleg eftir útreiðina en eftir talsvert bað þekktum við hjólin okkar aftur. Við fundum ágæta gistingu í svokölluðum kytrum. Kyrrðin var yfírþyrmandi og ég var hálfslöpp og því virkaði ástandið hálfmóðukennt. Næsta dag dvöldum við við Mývatn og skoðuðum Námaskarð sem er háhitasvæði nálægt Mývatni. Tólfta daginn í ferðinni kölluðum við „framhjá daginn". Hann byrjaði vel með skoðun á Dimmuborgum í sjúklegu veðri, sól, sæla, fjör, stuð, gleði ásamt hvimleiðum

21

1. tölublað. 6. árgangur


sitt svo hún var á leið í bæinn. Við fórum fjórir saman í þessa ferð en ég og Snorri ákváðum að fara aðeins aðra leiðina. Það átti að fara út í Fjörður en því var breytt og ákveðið að faratil Ólafsfjarðar. Lagt var af stað um tvöleytið og sóttist okkur ferðin ágætlega. Veðrið var mjög gott og vorum við ekkert að flýta okkur þar sem við vorum ekki á hraðferð. Ég hafði aldrei áður komið þarna þannig að ég var að upplifa nýtt umhverfi með mörgum fallegum fjöllum og öðru sem gladdi augað. Eins og ég sagði áðan fórum við fjórir af stað ég Kalli Scott, Snorri, Maggi Bergs og Benedikt Akureyringur sem var ekki nema rétt 15 vetra þegar þessi ferð var farin. Þetta var hans fyrsta ferð og lét hann vel af henni. Þegar komið var til Dalvíkur tróðum við okkur út af mat og síðan var dólað til Ólafsfjarðar. Mér fannst æðislegt að hjóla í gegnum göngin. Ég ímyndaði mér að ég væri rafögn á leið eftir kapli og þyti ég í gegnum göngin í rafstuði. Þegar við vorum komnir til Ólafsfjarðar ætluðum við að fmna okkur gistingu. Það virtist þó ekki vera boðið upp á slíkt þar nema á hótelinu sem okkur fannst fremur dýr kostur. Á endanum ákváðum við að gista á tjaldstæðinu sem okkur fannst þó ekki álitlegt þar sem útlit var fyrir rigningu og farið að hvessa. Tjaldstæðið var ókeypis og alveg þokkalegt auk þess sem sundlaugin var við tjaldskörina. Er hægt að hugsa sér það betra? Við nýttum okkur þó ekki þessi fríðindi þar sem búið var að loka henni þegar við komum. Morguninn eftir var ákveðið að fá sér að borða á næstu Skeljungsstöð. Þegar ég ætlaði að losa mig við ónýtar rafhlöður kom babb í bátinn. Við fengum upplýsingar um það að sá sem sæi um þau mál henti alltaf rafhlöðunum í næstu ruslatunnu þegar rafhlöðuílátið væri fullt. Ákvað ég því að hjóla áfram með mínar

flugum í mýflugnamynd. En svo var eins og við tæki gífurlegt "Duuuuh" kæruleysis skap hjá okkur, góða veðrið og hið undurfagra landslag kitlaði letitaugarnar. Við höfðum ætlað okkur að skoða ýmislegt á leiðinni að Dettifossi en við virtumst alltaf rétt fara fram hjá því, og minnstu munaði að við tækjum ekki eftir Dettifossi reyndar í mikilli rigningu og þoku en þar gistum við á farfuglaheimilinu og elduðum alveg heilan hellling af pasta og öðru kjamsinammsi. Næsta dag skoðuðum við Dettifoss ásamt sirka 200 túristum í frökkum og háhæluðum Chanel skóm. Sérkennileg samkoma það. Eftir ítarlega myndatöku skunduðum við af stað í átt að Akureyri. Upp fórum við Víkurskarðið og niður í mótvindi. Það var skrítin upplifim að korna til Akureyrar því mér fannst það vera eins og að koma heim. Við slógum upp tjöldum okkar á tjaldstæðinu við sundlaugina en uppgötvuðum svo morguninn eftir, snemma, að það var sundmót í gangi með tilheyrandi látum og fyrirgangi. Á Akureyri átti að vera hjólamót um þessa helgi í Kjarnaskógi. Brautin var farin og þátttaka þó nokkur en alla skipulagningu vantaði þar sem að sá sem átti að sjá um hana flúði í bæinn. En það þýddi ekkert að gráta slíkt, helgin var vel brúkuð í að hjóla alla Akureyri og nágrenni þvers og kruss í fylgd ýmissa hjólagarpa og heimamanna eins og Eiríki Kjartanssyni. Þarna var óneitanlega gott að vera og þótti mér þetta frábær endir á annars yndislegri og skemmtilegri hálfhringsferð. Líkur hér með frásögn Maríu Daggar og hefst Karls hluti Gíslasonar. Það hafði verið skipulögð ferð á vegum Í.F.H.K. og ákvað ég að fara frá Akureyri í þá ferð. María var búin með fríið Hjólhesturinn

22


ónýtu rafhiöður og koma þeim annarsstaðar til skila. Þegar ítroðslunni var lokið snéru Maggi og Benedikt við en ég og Snorri héldum áfram í átt að Lágheiðinni. Hún var lokuð fyrir bílaumferð og ákváðum við að halda áfram þrátt fyrir það og lyftum hjólunum yfír keðjuna sem lokaði veginum. Áfram var haldið í strekkings mótvindi og sóttist ferðin verulega seint. Það var ekki skrýtið að Lágheiðin væri lokuð fyrir umferð. Stórt stykki var horfið úr veginum

við eitt ræsið og við gapti 6-7 metra djúp gjá. Við áttum mjög auðvelt með að fara framhjá því. Það tók okkur eina fjóra tíma að komast yfir Lágheiðina eða um það bil 25 km. En eftir það sóttist okkur ferðin vel og stoppuðum við í Ketilási og fengum okkur kaffi. Síðan skelltum við okkur í sund, það var virkilega notalegt eftir púl dagsins. En dagsverkinu var ekki lokið og enduðum við í Lónkoti þar sem var tekið virkilega vel á móti okkur af fallegri stúlku. Okkur var sýndur staðurinn og sögð saga hans og uppbygging. Við elduðum okkur tnat rétt um miðnættið og fórum síðan beint í háttinn. Daginn eftir var mjög gott veður og fórum við frekar snemma á stað og skilaði

okkurnokkuðfljóttniðuraðVaimahlíð. Við tróðum okkur út af mat og héldum síðan ótrauðir áfram. Mér þótti þessi kafli frekar fábreytilegur að hjóla eða þangað til að við vorum komnir að brekkunni við Húnaver. Það var eins og það væri rekin vítamínsprauta í rassinn á okkur og áður en við vissum af vorum við komnir niður á Blönduós þar sem við ákváðum að gista á tjaldstæðinu. Mig minnir að okkur hafí þótt tjaldstæðið frekar dýrt en innifalið í því var frímiði í sund. Við höfðum ekki tíma til að nýta okkur frímiðann í þetta skiptið en erum báðir staðráðnir í að nýta hann seinna. Það kom í Ijós að sú sem sá um tjaldstæðið hafði áhuga á hjólreiðum þannig að ég sendi henni bæklinga þegar ég kom í bæinn. Við vorum ekkert sérstaklega duglegir af stað daginn eftir. Samt hófst ítroðsla að hætti fjallahjólista þannig að tankurinn væri vel fullur áður en lagt yrði í hann. Það átti að ná niður að Staðarskála í veg fyrir rútuna. Þessi dagur er mér í minningunni ekkert annað en enn einn íslenskur grámyglulegur dagur. Þessi síðasti dagur ferðarinnar var nokkuð litlaus en þó ekki laus við allt púl þar sem Kári tók sumstaðar hraustlega á móti okkur. Það var þó ekki meira en það að við náðum rútunni. Síðan var siglt á vit streitunnar í bænum og því sem henni fylgir. Ferðin tókst í alla staði vel og ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga. Lýkur hér með hluta Karls G. Gíslasonar. 23

1. tölublað. 6. árgangur


BfLAÁST

BÍLAHATUR

Eftirfarandi eru glefsur úr framlagi Súsönnu Svavarsdóttur til íslenskrar kvennabaráttu sem byrtist í því annars ágæta blaði: Vera"blað kvennabaráttu", mars 1996 sem gefið er út af Samtökum um kvennalista. ..."ómetanlegur kostur er hæð hans. Það er hreint ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að troðast, beygja sig og bogra við að koma krökkunum fyrir í sætunum og spenna á þau beltin. Bara standa í réttstöðu og framkvæma alla þessa hluti án þess að skekkjast, reka sig í, lemstrast eða eyða dýrmætri orku í fremur óeðlilegar hreyfingar. Ég get ekki að því gert að velta því fyrir mér hvað hægt er að spara mikil ríkisútgjöld við það að konur, almennt, ækju um á Grand Cherokee Limited. Allur sá kostnaður sem er vegna vöðvabólgu og tognunar... og almenns slits á líkamanum. Það er eiginlega skammarlegt að það skuli vera 75% tollur á bíl sem er svo öruggur og lætur svo vel að stjórn þ.e.a.s. er svo stöðugur og hefur svo gott viðbragð - að líklega myndi umferðaróhöppum fækka til verulegra muna. Þar mætti nú aldeilis spara líka." "Ekki lítið atriði er rafmagn í rúðum og rafstýrðir, upphitaðir hliðarspeglar. Það þarf ekki að mausast við það í alllanga hríð að skafa burtu snjó og frost. Það þýðir minni hætta á að ofkælast - sem hefur nú verið allstórt vandamál í heilsufari landsmanna þetta misseri. í heildina má segja að það væri stór sparnaður af því að fella alla tolla niður Hjólhesturinn

af þessum bíl til að spara í heilbrigðis- og tryggingarmálum... þó er ég ekki farin að tala um þá sem örkumlast vegna þess að beir keyra á vegum og götum í alls konar dósum sem ekki ætti að fást leyfí fyrir við íslenskar aðstæður." [Bíllinn er útbúinn með] "áttavita (sem er nauðsynlegt því auðvitað er maður töluvert mikið úti að aka í svona bíl), aksturstölvu og lesljósum (góður vinnustaður). Ef þeir setja míkróofh í næstu árgerð, gæti maður búið í bílnum allan ársins hring. Fá rúm eða sófasett eru eins þægileg og sætin (rafmagnshituð, svo ekki er hætta á að vöðvabólgan plagi mann og maður fær enga reikninga frá Hitaveitunni), sem eru leðurklædd." "Halló! Þið stjórnvöld þaraa úti í þokunni! Væri ekki ráð að fella niður tolla af þessum bíl sem er eina vitið í þessu landi. Þetta er ekki forstjórabíll til að glenna sig og monta á... heldur konubíll og mömmubíll og barnabíll." "Og Grand Cherokee misbýður fegurðarskyni manns hvergi." Einni konu í ÍFHK var hins vegar misboðið við lestur þessarar vitleysu í "blaði kvennabaráttu", hringdi og kvartaði. Henni var tjáð að þessi grein væri í raun auglýsing. Hún sagði síðan upp áskriftinni þegar korn í Ijós að þetta ætti að verða reglulegur dálkur íVeru. Mér kom þetta ekki jafii mikið á óvart því íyrir síðustu kostningar til Alþingis sat ég 24


fund FÍB tneð fulltrúum allra stjórnmálaflokka þar sem rædd var stefna þeirra í skattlagningu bíla. Meðan allir aðrír voru á því að draga bæri úr umferð og tilheyrandi mengun og slysakostnaði, stóð fulltrúi Kvennalistans í pontu og hneykslaðist á ofsköttun stórra bíla. Með mísháum sköttum væri fólk neytt til að aka um í "yfirbyggðum skóhlífum". Hún ætlaði að beita sér fyrir því að allir hefðu efni á "almennilegum jeppum" ef hún yrði kosin á þing, -sem hún var ekki.

Hér eru tvær tölur sem Súsanna virðist ekki þekkja: Kostnaður vegna slysa í umferðinni er áætlaður um IS.OOO.OOOkr. Kostnaður vegna ofkælingar við að skafa snjó af rúðum Okr. Halló! Þú Súsanna þarna úti í þokunni! Stöðvaðu nú jeppann snöggvast, kveiktu á lesljósinu og lestu stefnuskrá Kvennalistanns í umhverfismálum: "Maðurinn er órjúfanlegur hluti náttúrunnar. Um aldir hafa menn þó afiieitað þeirri staðreynd en reynt að upphefja sjálfa sig á kostnað jarðar, reynt að sigrast á nátlúrunni og undiroka hana. Ríkjandi viðhorf tækniþjóðfélagsins fela ekki í sér viðurkenningu þess hvað menn eru háðir náttúrunni..." "Of margir trúa á þá blekkingu að hægt sé að ráða yfir náttúrunni og stjórna henni. Þeir horfa á land, loft og haf mengast, fuglasöng hljóðna og umhverfí eyðileggjast

og neita að sjá þetta sem fyrirboða eigin háska. Gróðurhúsaáhrif og óskynsamleg orkustefiia mannkynsins eru gott dætni um þetta. En umhverfisvandinn stafar ekki af því að við kunnum ekki að stjórna náttúrum ; heldur af því að við kunnum ekki að stjórna okkur sjálfum. Lausn vandans er fyrst og fremst sú að við ræktum á ný tengsl okkar við náttúruna og viðurkennum manninn sem hluta hennar. Við verðum að læra að virða og beygja okkur undir lögmál náttúrunnar og láta þá virðingu koma fram í öllum okkar verkum og athöfhum." "Umhverfismál á íslandi eru í miklum ólestri... Skynsamleg nýting auðlinda í anda sjálfbærrar þróunar, endurheimt landgæða, flokkun og endurvinnsla sorps, hreinsun frárennslis og gætileg umgengni um viðkvæma náttúru landsins eru brýnustu verkefhin." "Umhverfisspjöll, mengun, stríðsátök og ójöfnuður ógna öllu lífí á jörðinni. Kvennalistinn vill snúa við blaðínu og stefiia í sjálfbært þjóðfélag þar sem þegnarnir virða móður jörð og rétt komandi kynslóða til lífs og velfaraaðar." Sjá nánar á internet vef Kvennalistanns http://www.centrum.is/ kvennalistínn/ Páll Guðjónsson. Smáauglýsingar Til sölu '96 árgerð af XT gírabúnaði síðan í október í mjög góðu standi, sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 565 7661 eftir kl. 15 30. Trausti 25

1. tölublað. 6. árgangur


TANNHJÓL

TÍMANS

Hjólreiðar á íslandi í 100 ár var á allri umferð frá Austur og VesturSkaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu til Reykjavíkur árið 1913 að talsverður fjöldi manna hafi farið þessa leið fyrir eigin afli. Talið var í nákvæmlega eitt ár við Þingvallaveginn og Hellisheiðarveginn hve margir voru ríðandi, akandi og svo hjólandi og gangandi. 15008 voru á hestum, 4052 voru akandi og 2691 voru ýmist gangandi eða hjólandi, nánari útlistun vantar á milli hjólandi og gangandi umferðar í skýrslunni.

Innflutningur eykst Samkvæmt innflutningsskýrslum þá voru flutt inn 427 reiðhjól átímabilinu 19031910 og flest þeirra fóru til Reykjavíkur. Fyrir þann tíma virðist innflutningur reiðhjóla ekki hafa verið skráður sérstaklega þó að hér hafí verið talsvert um hjólreiðar fyrir aldamótin. Þessi fjölgun á reiðhjólum hlýtur því að hafa breytt talsverðu í samgöngum, a.m.k. í béttbýli. Á sama tíma og reiðhjólið verður hluti af bæjarlífmu í Reykjavík, þá fara fregnir að berast af því víðs vegar um landið. í aldamótalýsingu sinni á Seyðisfirði gefur skáldið Þorsteinn Erlingsson okkur eftirfarandi lýsingu á hjólhestareið nokkurra bæjarbúa. "Hjólhestar sjást hér á götunum og ríður Stefán Th. Jónsson mest, en Eyjólfur bróðir hans og Friðrik Gíslason ríða mikið og vel." Fyrir norðan eru til heimildir frá reiðhjólanotkun Jóhannesar Norðfjörð úrsmiðs frá síðustu aldamótum sem flutti til Sauðárkróks með reiðhjól í farteskinu. "Hann kom fyrstur manna með nýtízkulegt farartæki til Sauðárkróks, reiðhjól, sem hann hafði keypt erlendis. Þótti það merkisgripur". Á ísafirði fregnast um hjólreiðakeppni á Þjóðminningahátíðinni 1905. Samkvæmt innflutningsskýrslum voru 10 reiðhjól flutttil ísafjarðar árið 1905 og 1 árið eftir sem getur passað því á hátíðinni 1906 kepptu 9 hjólreiðamenn. Ef litið er til þess hvort algengt hafí verið að hjólað væri utan þéttbýlis þá eru margar vísbendingar um það að fram undir fjórða áratuginn hafí það tíðkast talsvert. T.d. kemur fram í talningu sem framkvæmd Hjólhesturinn

íslenskar konur hjóla líka Þegar komið er fram á annan áratuginn verður sífellt algengara að konur hjóli í laugarnar og voru dæmi um að konur hjóluðu óléttar þrátt fyrir allar kreddur. Reiðhjólið í daglegu lífi Á millistríðsárunum fór innflutningur á reiðhjólum hratt vaxandi. Þetta er samhliða aukinni velmegun að öðru leiti í samfélaginu. Framleiðsla í landbúnaði og fískiveiðar höfðu stóraukist þegar hér var komið við sögu og neysluvörur tóku að berast í síauknum mæli til landsins þrátt fyrir að ríkið hefði veitt sér rétt til að takmarka eða banna alveg innflutning ýmiss varnings og voru reiðhjól þar á meðal. En hvernig var staðan í samgöngumálum á þriðja og fjórða áratugnutn? Það var álit Thorvalds Krabbe fyrrum landverkfræðings að bíllinn hefði fengið sérstöðu í samgöngutnálum á íslandi. En hann greindi líka fleiri þætti sem væruhlutiafsamgöngumhérálandi. Þará 26


meðal væru tvíhjóla samgöngutæki sem um veturinn 1935-36 og ef dæma má af hann er þó hissa á að skuli blómstra jafii vel þeim myndum sem til eru frá þessu tímabili og þau gera við erfíðar aðstæður: Fyrir utan virðast reiðhjól vera mjög algengur fararmáti bílana hafa tvíhjólin, bæði reiðhjólin og a.m.k. innan Reykjavíkur. mótorhjólin, orðið mjög þýðingarmikil nýjung á Hjólabyltingin íslandi, aðallega í Frá því að seinni bæjunum, og einnig út á heimsstyrjöldin var farin landi, og kemur á óvart að fjarlægjast virðist sem hve notkun er mikil. Bæði áhuginn á hjólreiðum hafí valda vegir og lega dvínað að sama skapi. landslagsins víða erfíðHeimildamönnum virðist leikum, og svo óþægilegt bera saman um að sjötti veður, en það virðist ekki áratugurinn hafl verið hræða menn frá! fremur dauflegur og Reyndin var sú að ekkert hafí farið að gerast í sala reiðhjóla stórjókst á raun fyrr en uppúr 1965. þriðja áratugnum þrátt Þá virðist fólk vera farið fyrir að bíllinn hefði að líta aftur hægt og rólega "numið land". Reiðhjólið til reiðhjólsins eftir að hafði áunnið sér sess sem bílaeign landsmanna hafði hagnýtt farartæki, þó margfaldast og öll sérstaklega í þéttbýli. Rétt samgöngutækni hafði eins og Guðmundur " Undarlegasta sjónin undanfarið tekið risastökk fram á við. Björnsson læknir hafði hefur verið Eiffel-turn-hjólið. Það Greina má merki um að farið sinna erinda á fyrsta er smíðað eins og önnur reiðhjól hjólreiðar séu að færast áratug 20 aldar þá notaði nema hjólreiða-maðurinn er 3 aftur inní sviðsljósið um Ólafur Þorsteinsson læknir metra yfir jörðu. Ævintýra- 1970 þó að nýstárlegar hjólið sitt í sjúkravitjanir manninum sem ríður þessu þættu ef marka má viðtai um allan bæ fram til 1930 ótrúlega hjólifylgja oftast nokkrir sem tekið var þá við Ómar en eftir það tók bíllinn við félagar sem passa að önnur Ragnarsson íþróttahlutverki reiðhjólsins. farartæki og gangandi fréttamann. í viðtali við Talsvert var um það á vegfarendur teppi ekki leiðina. " íþróttablaðið var hann þessum árum annars að Tekið úr Scientific American, spurður; "Þú ert gamall læknar notfærðu sér hjól desember 1894. -PG íþróttamaður Ómar?" til sjúkravitjana. Má því "Öllu má nú nafn segja að þeir ásamt sendisveinunum og svo gefa! Ég get ekki neitað því, að ég hef rukkurum síðar meir, hafi verið þeir einu sem spriklað talsvert um ævina og hef allatíð haft beinlínis notuðu hjól í atvinnuskyni. Sama ár áhuga á íþróttum...Sannleikurinn er sá að og læknirinn fékk sér bíl þá fékk ungur mér líður illa, ef ég hreyfí mig ekki eitthvað. verkamaður að nafni Ragnar Jónsson sér Nú eru íþróttaæfingar mínar aðallega fólgnar nýtt reiðhjól sem hann notaði m.a. til að í því að hjóla í og úr vinnunni. Ég á lítið komast sinna leiða í daglegu lífi. Hann reiðhjól, sem má brjóta saman. Það er mjög notaði t.d. hjólið til að leita sér að atvinnu þægilegt að hafa það meðferðis á

27

1. tölublað. 6. árgangur


að sýna hvað hægt væri þegar margir fætur sameinuðust um góðan málstað, eins og að efla innlendan iðnað. Það sem einkennir þessa fersku vinda sem léku um hjólreiðamenningu hérlendis var fyrst og fremst sú alþjóðlega áhersla sem lögð var á heilsurækt og má rekja til skokkbylgjunnar ("The jogging boom") sem skolaði á fjörur vestrænnar velmegunar. En hvers vegna kom þessi mikla lægð í hjólreiðar sem sjá má af innflutningi hjóla áárunum 1983 og 1984? Sverrir Agnarsson heldur því fram að hér hafí vantað alla fræðslu og þekkingu á meðal almennings þannig að skilning hafí vantað á meðferð reiðhjólanna. Einnig hafi verðmætamatið ekki réttlætt þessi dýru hjól setn gáfu svo mun betri endingu á móti. Margir hjólreiðamenn hafa einnig þá skýringu að sumarið 1983 hafí verið kalt og mjög rigningasamt og því ekki fysilegt hjólasumar.

ferðalögum. Það er hægt að geyma það í bílnum eða flugvélinni. Ekki fer hjá því, að hjólreiðamaður veki eftirtekt. Ég man, að Austfírðingar ráku upp stór augu, þegar ég kom hjólandi, er ég átti að fara að skemmta á Hallormsstað, var ekki laust við, að þeim íyndist maðurinn skrítinn. Annars er það mín skoðun að fátt sé eins hressandi og hjólreiðar. Með reiðhjól, úlpu og stígvél eru þér flestar leiðir færar." Ekki verður vart mikilla hræringa á áttunda áratugnum þó að innflutningstölur gefa til kynna aukinn áhuga. Ef það má tala um einhverskonar vakningu á notkun reiðhjólsins á milli 1890-1910 þá hefur tíminn frá 1980 verið byltingakenndur hvað varðar reiðhjólaeign. Meira hefur verið flutt inn til íslands af reiðhjólum á milli 1980 og 1990 en samanlagt á milli 1890-1980. T.d. voru árið 1980 18 aðilar sem fluttu reiðhjól til landsins. Eins og allar almennilegar byltingar þá eiga þær sér allar einhverjar orsakir. Ein þeirra var að felldir voru niður tollar af reiðhjólum sem flutt voru til landsins eftir 1 júlí 1979. Einnig bárust erlendir straumar frá Danmörku meðal annars þar sem megininntakið var aukin áhersla á heilsuna og svo rétt hjólandi fólks í umferðinni. Ofan á bættist olíuskortur og hækkandi olíuverð á heimsmarkaðnum. Sérstakir hjólreiðadagar fóru að verða árlegt fyrirbæri en þeir hófu göngu sína árið 1980. Árið 1983 var þetta orðið svo vinsælt að milli 5-6 þúsund hjólreiðamenn hittust á Lækjartorgi þann 29 maí. Reiðhjólið fór að verða vinsælt til ýmiskonar söfnunarátaka. Ungmannafélag íslands efndi til hjólreiðaferðar ysta hringinn í kringum landið undir kjörorðunum "Eflum íslenskt". Var lagt af stað 25 júní 1982 og var svo aftur komið 16 dögum síðar aftur til Reykjavíkur. Hjóluðu 3200 manns á þremur hjólum þessa 3181 ktn sem voru farnir svona rétt til Hjólhesturinn

Ný vakning Hin síðari ár hefur aftur verið að lifha yflr hjólreiðamönnum. Jafnframt hefur innflutningur hjóla aukist og nokkuð stöðugur innflutningur gefur til kynna að viðhorf til reiðhjóla sé aftur að taka við sér. Ástæður þess eru eins og 1980 misjafnar. Helstu atriði sem eru áberandi má greina frá stóraukinni áherslu á umhverfismál og hafa umhverfíssinnar lagt mikla áherslu á notkun reiðhjólsins í baráttunni gegn hinum mengandi og sóandi einkabíl.. Einnig hefur heilsubylgjan sem skolaði á fjörur íslendinga fest sig í sessi og orðið að einhverskonar lífsstíl og svo hefur tilkoma fjallahjólsins gert notkun auðveldari og mögulegri allan ársins hring hér á landi. Úrdráttur úr BA ritgerð Óskars Dýrmundar Ólafssonar "Hjólreiðar á íslandi í 100 ár" sem liggurframmi í Þjóðarbókhlöðunni. 28


HJÓLIÐ

HANNAÐ

Furðufuglar á furðulegum hjólum Á íslandi þykir ennþá sumutn furðulegt þetta lið sem hjólar út um allt, sumir jafiivel í sérhönnuðum fatnaði og með hjálm á hausnum að ekki sé minnst á þá sem ganga svo langt að setja nagladekk undir og hjóla líka á vetuma. Það þarf þó ekki að leita lengi á internetinu til að íynna raunverulega furðufugla eins og hjólagengið C.H.U.N.K. 666. Á heimasíðu sinni segjast þau vera chopper-hjóla-klíka sem brallar ýmislegt misjafnt. Þau segjast trúa á notkun * farartækja knúnum áfram af vöðvaafli sem gefi riddaranum nýja hæfileika. Eftir yfírvofandi (bíla)ragnarök verður skortur á bensíni og byssukúlum. Þær klíkur sem nota reiðhjól í dag, nota baunabyssur og teygubyssur munu þá stjórna ráðalausum lýðnum. Eðlilsfræðilögmálin munu einnig breytast. Hjól sem virka vel í dag verði þá ónothæf en fiirðusmíðar þeirra munu tryggja þeim heimsyfirráð. í dag eru ekki nógu góð tengsl milli manns og vélar. Sjálfrennireiðar virðast vekja M upp leiða hjá fólki sem notar ' þau. Að keyra bíl er eins og að íta á takka á örbylguofni, og bensíngjöfm á mótorhjóli hindrar ekki risavaxna bjórvömb. C h u n k kemst íframhjá

þessu með því að smíða hjól sem vekja upp vímu hjá riddaranum. Lausnin er chopperinn. Við hverja lOsm sem framgafíallinn lengist fyllist riddarinn vímu sem jafiiast á við eina bjórdós sem þömbuð er á hálfri mínútu. Aðrir vímugjafar eru að reisa riddarann til himna eða að hafa hann sem næst jörðinni. X\ Hjálpartækin eru x ' risavaxin stýri, "banana"hnakkar, stýrishjól o

ymisar sjonrænar og hljóðrænar brellur. Þegar þessi hersing ríður saman myndast "breiðbands-chunk-orkusvið" sem magnar upp styrk hvers og eins. Ef þetta orkusvið er nógu sterkt geta þeir sem detta í götuna endurkastast upp aftur og haldið áfram án þess að fynna neitt, fyrr en daginn eftir (þegar það skiptir ekki máli lengur). Af hverju chopperar? "Við hjólum þessum hjólum af því það er ekki um neitt annað að ræða. Lífíð er stutt og á að vera sársaukaíullt líka. Samantekt PG. Skoðið sjálf: http:/ /www.reed.edu/ ~karl/chunk/ index.html

29

1. tölublað. 6. árgangur


Afslættir til skírteinishafa Islenska Fjallahjólaklúbbsins í síðasta Hjólhesti bar nokkuð á villum í einni opnu, sem rekja má til þvælings texta á milli forrita og ólíkra stýrikerfa. Sögupistillinn skildist ágætlega en leiðinlegra var með afslættina sem snarminnkuðu. Fálkinn sem gefur okkur mestan og bestan staðgreiðsluafslátt af varahlutum, 20%, er beðinn afsökunar á þeirri villu að hann væri 0%. Heimilisfang sportvöruverslunarinnar Cortina Sport við Skólavörðustíg 20 misritaðist einnig en verslunin býður upp á vandaðar vörur s.s. frá FILA og Lowine Alpine. Afsláttur miðað við staðreiðslu og greiðslukort gegn framvísun skírteinis ÍFHK: Cortina Sport: af öllu, aðeins ef staðgreitt 14-15%, 10% Fálkinn: af reiðhjólavarahlutum (ekki hjólum) 20%, 10% G.Á.Pétursson: af reiðhjólum og reiðhjólahlutum nema Cannondale 10%, Hjólið: af vöru 5%, af þjónustu 10%, 5% Hvellur: af reiðhjólum og reiðhjólahlutum 10%, Ljósmyndavörur: af vöru og framköllun 10%, af Fuji fílmutn 15% Markið: af öllu 10%, Myndás: af framkölhm og vöru. 12%, Rómeó & Júlía: af öllum vörum nema myndböndum. 10%, Seglagerðin Ægir: af öllu 15%, Skátabúðin: af öllu. 10%, Skyggnamyndverkraföllu 7%, Týndi Hlekkurinn: af öllu 10%, Örninn: af reiðhjólahlutum (af reiðhjólum 10%) 15%, Hjólhesturinn

30



Útgefandi: íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf5193.125 Reykjavík. Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Gísli Jónsson og Heimir H. Karlsson. Athugið: Skoðanir greinahöíunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga ÍFHK


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.