Hjólhesturinn 6. árg. 3. tbl. okt. 1997

Page 1

HMHESriJRIMI 1FHK)\

FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS 3 - TÖLUBLAÐ 6. ÁRGANGUR. OKTÓBER 1997


NYTT Aftalfundur Fimmtudaginnó. nóvember kl. 20:00 Allir meðlimir eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á starfið og viðra skoðanir sínar á því sem gert hefur verið síðastliðið ár. Fólk sem áhuga hefur á nefndar- eða stjómarsetu er hvatt til að bjóða sig fram. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf. Kosið verður til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. í nefhdir verður kosið til ferðanefndar, umhverfisnefndar, ritnefndar og húsnefndar. A fundinum munu ársreikningar liggja frammi. Hafið með ykkur félagskírteini. Aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjöldin fá að bjóða sig fram og taka þátt í kosningum. Boðið verður upp á veitingar. Stjórnin Uppskeruhátið 15. Nóvember. Á Aðalfundinum 6. nóvember kemur í Ijós hvar Uppskeruhátiðin verður haldin en hugmyndir eru uppi um að hafa hlaðborð í salnum í klúbbhúsinu okkar. Byrjað verður að skrá með örlitlu staðfestingargjaldi á hana en hún verður haldin 15. Nóvember. Þessi matarsvallveisla er eitthvað sem enginn ætti að missa af. Mætum öll bæði konur og karlar og takið með ykkur gesti. Stjórnin Kvennastarf. Það ber allt of lítið á kvenfólki í starfi klúbbsins. Ekki er vitað hvort það stafar af almennu áhugaleysi á hjókeiðum, áhugaleysi á félagslífi almennt eða hvort núverandi starf ÍFHK höfði ekki til kvenna. Stjómklúbbsins gerk sér fulla grein íyrir því að þarfir karla og kvenna liggja ekki alltaf saman í Hjólhesturinn

NAFINU hjólreiðum því hafa verið haldnir sérstakir kvennafundir. Stærsta vandamálið hefur þó verið að engin hefur boðið sig fram til að halda gangandi einhverju smá starfi. Það er einlæg von stjómar að einhver bjóði sig fram þó ekki væri annað en að hafa opið hús öðru hverju. í boði er aðgangur að klúbbhúsinu hvenær sem er, hvaða daga vikunnar sem er, allt árið um kring (nema fimmtudaga ef, viljinn er að vera út af fyrir sig). Þar geta konur nýtt sér aðstöðuna til fundahalda eða annars sem hugurinn girnist. Ef áhugi er fyrir því að stofna sérstakan kvennaklúbb eins og "Womens Mountain Bike and Tea Society (WOMBAT)" þá er öll aðstaða í boði. Ekki þarf að vera um stjórnarsetu í ÍFHK að ræða nema því aðeins að einhver sjái sér fært að vera í húsnefnd svo einhver hafi lyklavöld og skipulag sé með nýtingu aðstöðunnar. Þetta tilboð er því dæmigert "Allt fyrir ekkert" og það með bros á vör. Hafið samband við einhverja stjónarmeðlimi á fimmtudagsfundi eða hringið/faxið í 5620099 eða sendið póst til mberg(g),islandia.is. Lykilorðið er "Ég hef áhuga á því að komast í húsnefud" Fyrir hönd stjórnarinnar, MB. Næsti Hjólhestur? Þessi Hjólhestur er líklega sá síðasti sem kemur út á árinu. Það væri varla í frásögur færandi ef aðal hönnuður blaðsins Páll Guðjónsson væri ekki að segja stafí sínu lausu, en hann hefur meir en nóg að gera við vefsíðugerð íyrir klúbbinn. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að hjálpa til við útgáfu Hjólhestsins hafðu endilega samband og


skráðu þig í ritnefhd. Stjórn klúbbsins er farin að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því er það von okkar að einhverjir bjóði sig fram í ritnefnd á aðalfundinum ó.nóvember n.k. Magnús Bergsson -Það þarf ekki endilega að eiga allar græjur til alls og vera þrautþjálfaður í blaðamennsku til að bjóða sig fram í ritnefhd því á þessu sviði eins og flestum öðrum er góður kjarni af fólki í klúbbnum tilbúið að rétta hjálparhendi, við prófarkalestur, uppsetningu og slíkt, og eitthvað er klúbburinn farinn að fjárfesta í nauð synlegum aukabúnaði fyrir tölvuvinnsluna. PG. ÍFHK myndband/margmiðlun Sú hugmynd hefur komið fram að klúbburinn geri myndband eða margmiðlunardisk um viðgerðir á reiðhjólum, eða hvað annað sem tengist reiðhjólum. Þar sem Ijóst er að rnynd og hljóð segja meira en mörg orð, þá er mjög æskilegt að nýta vetrarmánuðina til að skapa eitthvað spennandi með þessum heillandi miðlum. Þetta er spennandi verkefni fyrir alla þá sem hafa einhverntíma brúkað þessa miðla í skóla eða annarstaðar því hafa má frjálsar hendur með sköpunarverkinu svo framarlega sem boðskapurinn kemst til skila. Við vitum allt um hjólin og flest um tölvur en þurfum á áhugasömum aðila að halda til að sjá um og halda utan um verkefnið, semja handrit, stýra upptökum og

svo framvegis. Það eru nokkrir sem eru tilbúnir að hjálpa til við tæknilegu útfærsluna. Hafið endilega samband ef þið lumið á upptökuvél og/eða tölvu með viðeigandi búnaði eða því sem er mikilvægast áhuga á að framkvæma þetta. Því fleiri sem koma að þessari vinnu þeim mun betra. Ef einhver tekur þetta að sér mun viðkomandi komast í dýrlingatölu samstundis. Hafið samband í klúbbsíma 562 0099 eða mberg@islandia.is Stjómin Hjálmaskylda Það fór líklega ekki fram hjá neinum að frá og með 1. október er búið að lögleiða hjálma á börn fram að 15 ára aldri. í fjölmiðlum voru deildar meiningar um þetta mál og mörgum þótti það undarlegt að lögin skyldu ekki ganga yfir alla aldurshópa. í stuttu máli sagt var einstaklega illa staðið að þessum málum enda var aldrei haft samband við hagsmunaaðila hjólreiðafólks. Svo virðist vera að alskyns óskyldir hópar séu að kássast í okkar málum og fá eflaust borgað fyrir það. Sú skoðun er líka til að það hafi verið fáránlegt að lögleiða hjálma almennt. Lítið á heimasíðu Dansk Cyklist Forbund, textinn er á ensku og slóðin er http:// webhotel.umi-c.dk/dck. Það er skoðun margra að hjálmaskylda fæli fólk frá því að stíga fyrsta skrefið og prófa smá hjólatúr, finnist þetta of llókið og mikið vesen og haldi sig bara við einkabílinn og letilífið. MB. Breyttur afsláttur Skírteinishafar hafa fengið 15% staðgreiðsluafslátt í versluninni Cortina Sport á Skólavörðustíg en nú hefur orðið verðlækkun á flestum vörum verslunarínnar þannig að eftirleiðis verður veittur 10% staðgreiðsluafsláttur. MB.

3. tölublað. 6. árgangur


Breytt aðsetur? Ert þú að flytja eða með nýtt símanúmer? Hafðu þá samband við klúbbinn í síma/fax 562 0099 eða mberg@islandia.is. Það má lika fylla út sérstakt eyðublað á pósthúsum og senda það til ÍFHK, pósthólf 5193, 125 Reykjavík svo þú missir ekki af neinu því sem er að gerast hjá klúbbnum. Ef þú ert að flytja til útlanda þarft þú ekki að segja þig úr klúbbnum því Hjólhesturinn er sendur til hvaða lands sem er. Þessi litli greiði sparar tíma, peninga, fyrirhöfn og eykur þolinmæði þess sem sér um félagatalið. MB Dauðadóm við ölvunarakstri? 7. maí 1997 var í fréttum MSNBC sagt frá því að í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna hefði ökumaður verið lögsóttur fyrir morð af ásetningi (1. degree murder ), glæp sem þyngsta refsing við er dauðadómur í viðkomandi fylki. Ökumaðurinn var dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann haföi bæði notað áfengi og pillur þegar hann settist undir stýri. Ökuferðin endaði með því að hann ók á aðra bifreið með þeim afleiðingum að tvær ungar konur létust og 4 aðrir slösuðust alvarlega. 21. maí var frétt í DV frá Reuter um 18 ára stúlku sem var dæmd í Texas til að borga tæpan hálfan miljarð króna til foreldra þriggja ára drengs sem lést er hún ók á bíl fjölskyldu hans. Stúlkan missti stjórn á bílnum er hún teygði sig til að svara í farsíma. Yngri systir stráksins hálsbrotnaði við áreksturinn og faðir barnanna skaddaðist alvarlega á heila. Að mínu mati eru þessir dómar jakvæð þróun og vildi ég gjarnan sjá þróun í þessa átt hér á landi (án þess að taka upp dauðadóm að sjálfsögðu). Það látast að meðaltali 2 í umferðinni á mánuði hér á íslandi, stór hluti þeirra eru fórnarlömb ölvunaraksturs eða fólks sem er að einbeita Hjólhesturinn

sér að einhverju öðru en akstrinum. Ölvunarakstur á ekki að flokka sem slys heldur morð af ásetningi og gerendurnir ættu ekki bara að fá áfallahjálp heldur þunga fangelsisdóma líka. Það er ábyrgðarhluti að sitjaundirstýri. 26. maí 97 koma svo fréttir af enn einum dóm í svipuðu máli. Ölvaður ökumaður sem tvisvar hefur verið tekinn áður við ölvunarakstur ekur á tvö ungmenni og verður 19 ára stúlku að bana. Hann lét ekki svo lítið að stoppa, heldur skildi ungmennin eftir í blóði sínu meðan hann ók heim til sín eins og ekkert hefði í skorist. Hann var dæmdur í 3ja mánaða fangelsi fyrir manndráp af "gáleysi" og 5 skilorðsbundna til viðbótar og að borga 130þ.kr í lögfræðikostnað. Þessi dómur féll á íslandi þar sem hámarksrefsing við "manndrápi af gáleysi" er 6 ár. Samkvæmt þessu þarf að drepa 24 í einu eða endurtaka brotið all oft til að ná hámarkinu. Er ekki eitthvað að hér? Páll Guðjónsson Þú getur eignast BOB! Viltu endanlega kvaða í kútinn allar afsakanir um að þú þurfir að eiga bíl? Sumarið 1996 birtist í Hjólhestinum grein um tengivagna. Þar kom það fram að BOB vagninn reyndist einstaklega vel, tæki á sig lítinn vind og færi vel með farangur. Það varð hinsvegar áfall að verslunin Örninn virtist ekki hafa áhuga á því að bjóða oftar vagninn til sölu í verslun sinni. Þeir einir geta gefið ástæðuna fyrir því! En vegna þess að reglulega hefur verið spurt um hann og margir hafa viljað eignast hann hefur verið ákveðið að klúbburinn leiti að hagstæðum verðum og flytji hann inn fyrir þá sem það vilja. Ef af því á að verða þá þurfa allir þeir sem sýnt hafa þessu áhuga að hafa samband við mig í síma/fax 562 0099 eða mberg(5)islandia.is. Magnús Bergsson.


Dagskráin 1997-1998 Lítið ber á ferðum í þessari dagskrá því nú fara veður að verða válynd og tæplega hægt að ákveða slíkt með löngum fyrirvara. Það er samt ekki útilokað að af þeim verði. Fólk er því hvatt til að mæta á fundi þar sem ákveðið verður hvort næsta helgi hafi upp á farsælt ferðaveður að bjóða. Síðustu þrjú ár hafa til dæmis verið farnar vel heppnaðar helgarferðir í janúar, bæði í Skorradal og á þessu ári voru skoðuð verksummerkin á Skeiðársandi. 30. okt. Opið hús frákl. 20:00. Allir sem áhuga hafa geta fengið að sníða drullusokk á frambrettið sér að kostnaðarlausu. Ef þú vilt sleppa við að blotna í fætuma í framtíðinni þá er um að gera að mæta 6. nóv. Aðalfundur frá kl. 20:00. Nú mæta allir og hafa áhríf á framvindu mála.Vilt þú ekki bjóða þig fram í ferðanefnd, ritnefnd, umhverfisnefhd eða jafhvel stjóm? Gleymið ekki skírteininu. Aðeins meðlimir hafa atkvæðisrétt. 13. nóv. Kynning á vetrarhjólreiðum kl. 20. 15. nóv. Uppskeruhátíð. Fögnum liðimi hjólavertíð og förum út að borða saman. Skráning og staðfesting fer fram á aðalfundi. Verði þér að góðu og góða skemmtun. 20. nóv. Fundur frá kl. 20:00. Myndasýning af litskyggnum 27. nóv. Headshok kynning. Allir Cannondale eigendur eru hvattir til að mæta og yfirfara demparann. Þeir demparar sem farið verður í eru MC50, MC60, DD50, DD60, Fatty 50 og Fatty 70 4. des. Fundurkl. 20:00. Myndasýning af litskyggnum. 11. des. Demparakynning. Farið verður yfir alla dempara eftir því sem kvöldið leyfir. Eigendur RockShox, Manitou og Marzocchi eru hvattir til að mæta.

18. des. Fundurfrákl. 20:00. 21. des. Vetrarsólstöður með köku og brauðtertuáti í klúbbhúsi. Legðu fram þitt eigið bakkelsi og þú færð að smakka af ótrúlegu hlaðborði þar sem allir leggja sitt af mörkum. 25. des. Þó hér eigi að vera fundur þá skulum við vera heima og liggja á meltunni. 1998. Nema annað verði ákveðið verða svo áfram vikulegir fiindir og opið hús í klúbbhúsinu okkar að Austurbugt 3 eftir áramót með myndasýningum, kynningum og almennu spjalli. Þar eru alltaf allir velkomnir svo þið þurfið ekki að vera feimin við að kíkja inn eitthvert kvöldið. Þar er alltaf heitt á könnuni. Stjórnin Heilsutólið - Hjólið Ef þér er tamur frelsis fótur fmna mátt' hann stíga á sveif. Heilsubót og heilla nótur hamra og fríska fyrrum kveif, ella visinn verði og Ijótur, vesæl, gömul bensín sleif. Hjarta styrkist, stælist kroppur sterk er hugsun fersk og ný. Verndar höfuð valinn toppur, vinda fælir úlpa hlý. Strittil gleði, stigsveif snúin sterkleg keðja hjólið knýr. Síðar verður sæll og lúinn sérlega í höfði skýr. Varla styrkist við það trúin við að eignast vélakýr. Farartækið fannst þú vinur fótaknúið heilsutól. Útgjöld þínvið akstur, hrynur er þú eignast fjallahjól. Björn Finnson. 3. tölublað. 6. árgangur


STELLIÐ

STILLT

Vetrarhj ólreiðar Þá er veturinn að skella á og reiðhjólið sem líkamsþjálfunartæki íyrst að sýna sýnar bestu hliðar. Það er alveg ástæðulaust að koma því fyrir í geymslu. Það eru aðeins gamlar kreddur að hjólið sé ónothæft þó að sé hálka, snjór og kuldi. Til eru nagladekk og skjólgóð fot og yfir stóra skafla er alltaf hægt að teyma hjólið. Helsta vandamál vetrarhjólreiða eru meira og rninna stjómlausir bílar sem innihalda bílstjóra með afskaplega takmarkað útsýni. Það ætti því fyrst og fremst að leggja bílnum þar sem þeir geta valdið ómældum skaða. En hvað um það, það er ekki skynsemin sem knýr fólkið út I bílana heldur slæmur ávani. Hér á eftir kemur uppskrift af því hvernig best er að takast á við vetur konung án þess að þurfa að leggja sig í mikla hættu gagnvart bílaumferð, sóðaskap sem henni fylgir, kulda, vosbúð og láta hjólið koma sem best undan vetri. Fatnaður. Margir gera þau reginmistök að kappklæða sig þegar hjólað er að vetrarlagi. Það á ekki að vera markmiðið að klæða sig svo vel að ekki finnist fyrir kuldanum þegar fyrst er lagt af stað, það mun aðeins framkalla mikinn svita. Mikilvægast er að verameð góða húfu undir hjálminum. Hún þarf ekki að vera þykk heldur ná niður fyrir eyrun og geta andað svita. Hægt er að mæla með þunnu þéttu fleece efni. í klúbbhúsi hafa verið til heimagerðar eyrnahlífar sem festar eru við böndin á hjálminum. Henta þær vel fyrir hitastig niður undir frostmark sem er mjög algengt hitastig á Hjólhesturinn

suðvesturhominu. Nú er úrval ýmissa hjólreiðavettlinga af ýmsum tegundum og gerðum fáanlegir í verslunum sem virka vel í meðalhita vetrarmánuðanna. Hinsvegar eru til stýrishanskar sem reynst hafa einstaklega vel og ekki spillir að þeir eru íslensk framleiðsla. Þessir hanskar eru fóðraðir með fleece og vatnsheldu efiii að tramanverðu. Þeir halda betur hita en nokkrir fmgravettlingar svo að í verstu veðrum getur þú verið í grifflum undir þeim. Það gefur þér möguleika á því að vera ekki með nein vettíingatök við stjórn á gírum og bremsum. Hanskar þessir munu vonandi fást í flestum hjókeiðaverslunum og í klúbbhúsi nú þegar blaðið er komið út. Auðvitað er það einstaklingsbundið hversu mikið þarf að klæða sig en allir ættu að reyna að komast af með sem minnst. Innst fata er hægt að mæla með efhum sem draga ekki í sig raka, en hleypa honum vel í gegn. Næst á eftir mætti vera þunn fleeceeða ullarpeysa og þar yfir flík úr öndunarefnum, eins og GoreTex. Þar skiptir hönnunin miklu máli. Ekki má flíkin blakta eins og flagg í \dndi og ekki er nóg að hún sé gerð aðeins úr öndunarefnum, heldur þurfa að vera stillanleg öndunarop á ermum, undir handakrikum og aftan á baki svo fínstilla megi loftstreymi. Þetta er jafnsjálfsagt og það þykir að hafa stillanlega miðstöð í bílum. Oft nægir að vind- og vatnsheld efni séu aðeins að framanverðu. Mikilvægt er að flíkin sé þakin endurskini eða í áberandi lit, því bílstjórar hafa mjög takmarkað útsýni og því verður að leita allra leiða til að vera vel sýnilegur.


Ef hjólreiðarnar eru teknar virkilega alvarlega þá er hiklaust hægt að mæla með því að vera í hjólastuttbuxum með klofbót innst fata. Næst fata er mjög erfitt að mæla með öðru en buxum frá Mt. Equipment CoOp. Þær eru gerðar úr teygjanlegu Lycra efni en með GoreTex að framanverðu sem vind og regnhlíf. Einhverra hluta vegna eru fáir sem framleiða buxur með þessu sniði og því hefur klúbburinn boðið skírteinishöfum þær til kaups í klúbbhúsinu okkar. Sjaldnast gerast veður svo válynd að það þurfi að vera í "heilum" buxum, þ.e. allar úr GoreTex. Þær hafa flestar þann galla að anda ekki nógu vel, vera of víðar og taka því á sig of mikirm vind. í Reykjavík nota bílar nagladekk og götur eru saltaðar, því getur sóðaskapurinn verið alveg með eindæmum mikill. Þar sem við búum við þetta sóðalega fyrirkomulag þá þurfum við líka að verjast því. Það er gert með skó- og legghlífum. Þær eru fáanlegar í ýmsum gerðum í jafnmörgum hjólreiðaverslunum, en að staðaldri hafa þær verið fáanlegar í Erninum frá Agu-sport. Þær geta komið fyllilega í stað stígvéla í flestum tilfellum. Hægt er að fá þær í tveimur stærðum, önnur lág sem hlífir skóm og önnur há sem hlífir skóm og upp eftir fótleggjum. Eini galli þessara skóhlífa eru að þær anda ekki svo að undir þeim getur myndast raki frá svita. Hikið ekki við að fara milli verslana og leita að besta fatnaðinum. Allar hjólreiða og útilífsverslanimar eru meira og minna með hjólreiðafatnað eða hafa verið með hann. Gleymið svo ekki félagsskírteininu því afsláttur er umtalsverður en breytilegur milli verslana.

Vetrarhjólið. Eitt það besta sem hægt er að gera bæði hjóli og eiganda er að vera með góð bretti framan og aftan og ALVÖRU aurhlíf (drullusokk) á frambretti. Brettin geta verið ærið misjöfn en hiklaust er hægt að mæla með brettum frá ESGE eða sambærilegri gerð. Kostur þeirra er að auðvelt er að útbúa aurhlíf á frambrettið auk þess sem festingar eru úr ryðfríu stáli og brettin þola frost án þess að brotna. Aurhlífar sem seldar eru með brettum eru gagnslausar því þarf að sníða þær sjálf(ur). 30. október n.k. geta klúbbmeðlimir fengið að sru'ða aurhlíf á hjólin sín þeim að kostnaðarlausu. Aurhlíf er gerð úr hæfilega þykku PVC efni sem fæst í Seglagerðinni Ægi og heftað við frambrettið. Bretti ein og sér ná því aldrei að hlífa drifbúnaði og skófatnaði því gera aurhlífar í raun útslagið um það hvort hjólreiðamaður sé ekki alltaf holdvotur og hjólið endist betur. Nagladekk eru fáanleg í þremur gerðum frá Nokia. Dekkið sem reynst hefur best í Reykjavík er 1,9 tommu breitt. Breiðara dekkið er 2,2 tommur en það hentar best til vetrarferðalaga eða á þungum tveggjamanna hjólum. Hvorug þessara dekkja henta vel í miklum snjó því er bundin von við nýtt dekk frá Nokia sem er með betra munstri og er að koma á markaðinn fyrir þennan vetur. Það gæti reynst vel þó sérstaklega á framhjólið sem ætti aldrei að renna til, því þar sem framhjólið fer, fylgir afturhjólið ávalt í kjölfarið. Nokia dekkin eru dýr eða frá 35 þús. kr. framhald í næstu opnu

3. tölublað. 6. árgangur


FRAMTIÐAR

HUGSAÐ TIL

í sokkabuxum með einangrunarplast á hausnum Ágæti lesandi, Hvað er svona frábært við það að þeysast út um allt í sokkabuxum og með einangrunarplast á hausnum ? Þessa spurningu fékk ég á mig þar sem ég sat fyrir utan Hótel Selfoss og hámaði í mig orkubita, þetta var nú bara ansi góð spurning, ég "fullorðinn" maðurinn á reiðhjóli útí sveit klæddur einsog maðurinn sagði, en svarið er jú bara að þetta er einsog einhverstaðar stendur, alveg einstök tilfinning. Reyndar ætlaði ég í upphaíí að kaupa mér ódýrt hjól til þess að hjóla í vinnuna sem er aðeins í 3 km. fjarlægð frá heimili minu og mér fannst það taka of langan tíma að ganga þangað en vera of stutt til að vera að biðja konuna að taka á sig krók og skutla mér á bílnum og sækja mig síðan aftur eftir vinnu, því að þó vegalengdin sé stutt í km þá getur á miklum annatíma í umferðinni tekið langan tíma að komast þó ekki lengri vegalengd en þetta. Ég hóf því leitina að ódýru hjóli en endaði með þrisvar sinnum dýrara hjól en ég ætlaði mér að kaupa og sé ekki eftir því í dag því ég heföi sjálfsagt hætt hjólreiðum ef hjólhesturinn hefði reynst gallagripur sem alltaf hefði verið að bila, samanber félaga minn sem keypti sér hjól í ónefndum stórmarkaði. Núna tæpum 6 áram síðar eru hjólin orðin tvö, því ég fór að ráðum reyndari hjólara og útbjó annað sem slydduhjól en hitt er bara eins og Trek * skapaði það. Það er alveg frábært þegar maður er búinn að vera vikum saman að böðlast í slabbi, hálku og Hjólhesturinn

allskonar veðrum á sínu gamla þunga hjóli sem maður er alltof lélegur við að þrífa þegar síðan kemur þurr bjartur dagur og "fína" hjólið er dregið út og þeyst af stað eins og belja að vori. Hjólreiðafólki fer ört fjölgandi í borginni enda er þetta bráð smitandi. Sem dæmi um það er að á mínum vinnustað eru 17 starfsmenn og fyrir 6 árum hjólaði enginn, en í dag hjóla 8 yfir sumartímann og 4 hjóla allan ársins hring. Til að byrja með fékk maður á sig ýmis skot frá samstarfsfélögunum en í dag þykir þetta orðið nokkuð eðlilegt og hef ég heyrt af fleiri vinnustöðum þar sem þetta hefur gerst og eru nú matar og kaffitímar undirlagðir af tali um hjólreiðar, mótvindinn í morgunn sem verður örugglega líka á leiðinni heim og meðalhraðann sem sífellt hækkar, ofl. Við hjólreiðarfólk eigum vist að nota gangstéttirnar í sátt og samlyndi með gangandi fólki og fór ég einu sinni í leiðangur og ætlaði að hjóla um bæinn aðeins á gangstéttunum. í stuttu máli þá gekk þessi ferð mín ekki mjög vel því gangbrautar og stígakerfi borgarinnar er eins og hjólafólk veit, mjög götótt og það vantar að búa til gott net stíga sem tengir saman hverfi borgarinnar. Einnig væri gott að hafa kort af stígum borgarinnar á stígamótum, á þessum kortum væru gefnar upp helstu vegalengdir á milli staða eftir t.d Ægissíða MjóddeðaMjódd-Rauðavatn. Þettamyndi hvetja fólk til dáða því mörgum finnst óhemju langt frá Breiðholti og vestur í bæ þó að það séu ekki svo margir kílómetrar. í þessari ferð tók ég líka eftir því að 8


víða er búið að laga fláa á stígum við gatnamót en það er kannski bara öðru megin og þó fláinn sé kominn þá er kannski enginn stígur í framhaldi af honum. Það eru líka til gangstéttir sem enda bara eins og botngötur og síðan tekur við moldartroðningur sem fólk hefur troðið til að komast leiðar sinnar

og þegar rignir verður troðningurinn eitt forarsvað. Svo eru aðrar gangstéttir sem eru svo sprungnar að ég treysti mér ekki til að sitja hjólið þar því ég hafði nú hugsað mér að fjölga mannkyninu eitthvað í framtíðinni. Undanfarið hefur þónokkuð verið unnið í lagningu stíga og göngubrýr reistar og er það hið besta mál en ég vona þó að gatnamálastjóri gleymi því ekki að ekki er nóg að leggja stígana heldur þarf líka að halda þeim opnum yfir y'etrartímann. Hjólum heil. Jóhann -eóson * skýring fyrir Cannondale klúbbinn, Trek er hjólategund.

Vetrarhjólreiðar framhald en þau geta enst í marga vetur. Þau eru þung og hafa mikla mótstöðu en öryggið sem þau veita er margfalt þýðingarmeira. Sjaldnast er hægt að tala um að hjólreiðadekk eigi að hafa flot á snjó þar sem þau em of mjó. Þarf að ganga út frá því að dekkið skeri sig í gegn um snjó og krap, niður á fastan klaka þar sem naglarnir taka við og halda hjólinu stöðugu. Því henta mjó dekk og gjarðir mjög vel íslenskum aðstæðum, allavega í krapið í henni Reykjavík. Því fylgir líka sá kostur að hjólin ausa minna upp drullu, gefa betra pláss undir bretti og hlífa betur gjörðum og bremsupúðum. Ljósið er mikilvægasti öryggisbúnaður reiðhjólsins. Síðastliðinn vetur birtist í Hjólhestinum prófun slíkra Ijósa og er hægt að sjá þá prófun nú á heimasíðu klúbbsins www.mmedia.is/ifhk eða á fundum í klúbbhúsinu. Því miður virðist það vera plága hvað margir reyna að spara sér aurana þegar kemur að Ijósabúnaði. En það er erfitt að mæla með öðrum Ijósum en Cateye HL-

NC200 eða Cateye HL 500/2 með BA500 rafhlöðupakka sem fæst í Erninum, eða Smart Twin Halogen sem fæst í Hvelli. Látið ykkur ekki detta í hug að nota græn blikkljós sem framljós. Þau eru aðeins til að hafa með venjulegum framljósum og til að bjarga málum um stund ef pera springur í framljósi. Xenon framljósin með blikkandi flass peru eru líka ágæt í að ná athygli bílstjóra Eitt af bestu afturljósunum er Zéfal XF supervision og fæst það í Markinu. Er það með góðan hliðargeisla sem er mjög mikilvægur. Galli blikkljósa almennt er sá að rafhlöðurnar mega ekki fara niður fyrir 1,4 volt hver um sig svo að Ijósstyrkurinn minnki ekki umtalsvert. Því er ráðlegast að skipta reglulega um rafhlöður t.d. á tveggja mánaða fresti. Gömlu rafhlöðunum þarf ekki að henda því þær má nota í vasaútvarpið þar til þær klárast endanlega. Viðbót og endurnýjun á seinustu Ijósaprófun verður fljótlega birt á netinu og vonandi í næsta tölublaði Hjólhestsins. Magnús Bergsson. 3. tölublað. 6. árgangur


KJARNA

KONUR Svona ferðast ég.

Sumir eiga bíla og aka þeim, eins og þeim þóknast um landið. En við getum ekki öll átt bíla. Það er heldur ekki nauðsynlegt. Áætlunarbílar ganga um alla helztu vegi. En auðvitað fer áætlunarbíll aðeins þá leið, sem honum er ætlað að fara. Og ekki er hann að stanza, til að lofa okkur að skoða Dettifoss, Ásbyrgi, Dimmuborgir eða hellana við Ægissíðu. Og enn síður fer hann heim í hlað til allra kunningja, sem okkur langar til að sjá. Hann bíður heldur ekki þar til þokunni léttir, svo við getum séð Herðubreið eða Tindastól. M ö rg um þykir líka kvöl að ferðast með þessum bílum, vegna þess að þar eru alltaf einhverjir farþegar, sem púa yfir okkur eitraðri tóbakssvælu, og skeyta því engu, þó að einhverjum sé óglatt. Reykingamenn hafa oft eyðilagt ánægjuna af langþráðri skemmtiferð. Ég er þeim örsjaldan samferða, þvi að ég á skemmtilegri farkost en bílinn. Það er Skjóna mín. Skjóna mín er reiðhjól, og heitir eftir hertni Skjónu litlu, sem ég eignaði mér, þegar ég var heima. Ég hef farið nær alla akvegi landsins á Skjónu minni, og aðalvegina oft. Stundum hef ég verið að fara í kaupavinnu og átt ferðina, hvort eð var. Flestir halda, að þetta séu erfið Hjólhesturinn

ferðalög. En það er misskilningur. Auðvitað hef ég ekki alla búslóð mína í eftirdragi. Ferðalangar verða að venja sig á að hafa lítinn farangur. Og aldrei skal ég setja mótor í hjólið. Marga fallega staði hef ég séð, og margar minningar á ég um gestrisið fólk. Ég hef líka stundum hitt ágætis börn: Einu sinni kom ég yfir heiði, svo illfæra, að ég varð að teyma hjólið alla leið. Síðan hélt ég niður dal. Á rann eftir dalnum. Þá komu tvö börn ríðandi og fóru sama veg. Þau spurðu, hvaðan ég kæmi og hvert ég ætlaði. Ég vissi ekki, hve langt ég kæmist. "Komdu heim til okkar," sögðu þau. "Við eigum heima á þessum bæ." Þau bentu út dalinn og yfir ána. Ég élt að áin væri djúp. Auk þess ætlaði ég að komast sem lengst. Þau kvöddu og hurfu bak við leiti. Handan við leitið biðu þau. Þar féll þverá í stóru ána, straumhörð, vel í hné. Börnin spurðu, hvort þau gætu ekkert hjálpað mér, svo að ég þyrfti ekki að vaða. Var ekki hægt að reiða hjólið? Ég þakkaði þeim fyrir, en ekkert var hægt að liðsinna mér. Ég sagðist líka oft þurfa að vaða og hefði bara gaman af því. Fyrir tveimur árum var ég á ferð norður á Ströndum. Ég bjóst ekki við frosti um miðjan september og var allt of lítið 10


klædd. Éghjólaðiaföllumkröftum, enhélt ekki á mér hita í storminum. Dráttarvél og heytæki fór á undan mér á veginum, og steig ég af baki. Dráttarvélin hægði á sér. Tveir drengir ávörpuðu mig. "Viltu ekki gjöra svo vel og koma heim? Við eigum héma heima," sögðu þeir. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, og fegin varð ég kaffi þá. Nú er ég orðin farkennari í Strandasýslu. Og ekki gleymdi ég því, þegar ég áði í brekku ofan við túngarð hjá gömlum bæ á Vesturlandi. Lítill stúfiir, þriggja-fjögra ára gamall, labbaði með hendur í vösum úti á hlaði. "Komdu heim að Múla!" kallaði hann. Ég svaraði engu, en hann kom tifandi upp túnið. "Komdu heim að Múla! Komdu heim að Múla!" kallaði hann.

getið þið reynt, hvað þið komist langt á klukkutíma. í fyrra birtist samtal við tvær ungar stúlkur, sem komu á reiðhjólum frá Akureyri til Reykjavíkur. Þetta þótti svona merkilegt. Telpurnar eiga líka heiður skilið fyrir að skemmta sér á svona heilbrigðan og ódýran hátt. En þetta ættu fleiri að geta. Fátt er eins gaman og að ferðast. Ferðalög veita líka menntun, sem ekki er hægt að fá af bókum. Marga unglinga heyri égsegja: "Éghefekkiefiiiáað ferðast." En aldrei á ævi minni hef ég heyrt nokkra manneskju segja: "Ég hef ekki efni á að reykja." Er það ekki skrítið?

Mig langaði að tala við þennan gestrisna mann. En mér þótti hann helzt til of ungur, til að bjóða heim gestum. Ég veifaði til hans um leið og ég fór. Ég hygg að unglingar hafi íyrir 20-30 árum ferðast talsvert á reiðhjólum, og voru vegir þá vondir. Nú hefur þetta lagzt niður. Og er það slæmt. Á götum Reykjavíkur eru reiðhjólin plága og hættuspil, bæði eigendunum sjálfum og vegfarendum. Það er hefhdargjöf að gefa Reykjavíkurbarni reiðhjól. Sumir drengir hjóla eftir gangstéttunum, hjóla í ótal hringum kringum fólkið, sem bíður eftir vögnunum. Þeir eru ákaflega hróðugir og halda, að þeir séu miklir garpar að geta gert fólkinu bilt við. Og við skulum ekki minnast á "skellinöðrurnar". Farið þið heldur, drengir mínir, út fyrir bæinn, í góðu veðri, og reynið þið, hvað þið eruð þolnir að hjóla upp brekkur. Og, ef þið eruð stórir og sterkir,

Þessi grein birtist áður í barnablaðinu Æskunni, sem nú heldur upp á 100 ára afmœli sitt, í apríl 1957. Það er eins ogþeíta hqfi verið skrifað í dag en ekki fyrir 40 árum síðan. Látið okkur í ritnefnd endilega vita efþið rekist á svona gamlar skemmtilegar __^ V g r e i n a r. sef Kortið sýnir leiðir ^ j j n Oddný U hafðihjólaðl957. PG.

Oddný Guðmundsdóttir.

11

3. tölublað. 6. árgangur


STELLIÐ

STILLT

Nokkrar nýjungar 1998 1998 ber töluvert mikið á nýjungum í drif- og gírbúnaði. Hér á eftir segir frá nokkrum þeirra.

Shift Pro, með ál og títanhlutum, verður hinsvegar ekki fáanleg fyrr en í vor. Snúningshandfbngin eiga að vera álíka þung og Rapidfire skiptir frá Shimano.

EGS samskipting Aldrei aftur að skipta vitlaust - það tryggir nýja Syncro Shift samskiptingin frá franskaframleiðandanumEGS. Sérstakter: Á stýrinu er aðeins einn handfangsskiptir sem þjónar bæði fram- og afturskipti. Báðum gírbörkum er komið fyrir innan í handfanginu á tveimur mismunandi fræstum

EGS FLASHUP nafið Aldrei aftur skítugar hendur þegar afturgjörðin er tekin af og sett á - Flashup nafið gerir það mögulegt. Með einskonar bajonettlæsingu er hægt að aðskilja nafið frá kassettunni. Einn stuttur snúningur á "quick

spindlum. Búnaðurinn er útfærður þannig að skiptingin sér sjálf um að velja hentugasta gírinn þ.e. samsetning af tannhjólum að framan og aftan. Þetta tryggir ávallt besta mögulega gírhlutfall. Andstætt Grip Shift snúningsskiptunum skiptir Syncro Shift með öllu handfanginu. Til að koma í veg fyrir að óvart sé skipt í miklum torfærum er átaksherslan stillanleg. Stórr vísir sýnir innstilltan gír hverju sinni. Syncro Shift er fáanlegt í þremur útfærslum úr plasti, sem þegar er hægt að fá í gegnum Sport Import í Þýskalandi. Flottasta útfærslan Syncro Hjólhesturinn

release" hraðtengi og maður togar einfaldlega afturgjörðina niður. Heildardrifbúnaður með afturskípti og kassettu verður eftir á stellinu. I bílaflutningum og þegar springur losnar maður þannig við þetta skítuga föndur sem allir kannast við sem einhvern tímann hafa tekið afturgjörð afhjóli. Fjöldaframleiðslan á að hefjast næsta vor.

EGS UPCAGE afturskiptir Færri bilanir, betri keðjulínu og

12


þyngdarsparnað tryggir EGS með þessum nýja afturskipti. Hús skiptisins liggur samhliða keðjunni og er nokkuð innar en á

tannhjólum. Viðþaðaðhafaþrjútannhjólí staðinn fyrir tvö í afturskiptinum og breyta lögun hans, sparast einn þriðji hluti af lengd

keðjunnar og þar með sama hlutfall í þyngd. hefðbundnum afturskipti. Við þetta vinnst meira bil frá jörðu. Keðjan verður ávallt jafnstrekkt og á síður að hoppa af

Þýtt úr Bike okt 97: Erwin H. K. Brynjarsson

Neyðarkall! Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum manni að það er búið að auglýsa framtíðarskipulag á miðhálendinu. I þessu skipulagi er of lítið tillit tekið til náttúruvemdarsjónarmiða. Þarna á að skera miðhálendið enn meira í sundur en nú er, í smáskika með háspennulínum, uppistöðulónum og hraðbrautum. Skilafrestur til að koma með athugasemdir átti að vera 10. október en vegna mjög skiptra skoðana um þetta hraðsoðna mál var skilafrestur framlengdur um tvo mánuði. Vegna anna hjá stjórn klúbbsins þá hefur enginn getað sett sig nógu vel inn í þetta mál. Hin óspilltu víðemi miðhálendisins hafa nú þegar orðið íyrir ómældnm hryðjuverkum svo það er fátt annað en ísöld sem bjargar því. En það sem eftir er ber okkur skylda til að vernda, þó ekki sé annað en fyrir afkomendur okkar. Það þarf því að stofna nefnd eða hóp fólks svo að skila megi af sér

athugasemdum sem allra fyrst. Við skulum ekki hafa það á samviskunni í framtíðinni að hafa ekkert gert. Sá eða sú sem vill gera framtíðinni stóran greiða ætti sem fyrst að hafa samband við mig og fá í hendur þau gögn sem eru til staðar. En upplýsingar um framtíðarskipulagið liggja frammi í Þjóðarbókhlöðunni. Magnús Bergsson.

13

3. tölublað. 6. árgangur


SMURNING

DAGSINS

Lögreglumaður á reiðhjóli hvað er nú það? Grein eftir Guðmund Bogason flokkstjóra. Ur Lögreglublaðinu desember 1996.

búningur hentaði afar illa á reiðhjóli við mikla áreynslu, þar sem hann heldur inni miklum hita, er þungur og óþjáll þegar hjóla þarf við hinar ýmsu aðstæður. Því var brugðið á það ráð að kaupa reiðhjólabuxur af bestu gerð ásamt reiðhjólahönskum og þá notaður jakki tvö með eða þegar veður leyfði verið á skyrtunni. Reiðhjólin sem notuð eru eru Mongoose Alta og Gary Fisher og sýnist sitt hverjum um kosti og galla þessara reiðhjóla. Þessi reiðhjól eru á viðráðanlegu verði og henta sem götuhjól, en þegar í ófæru er komið eru til betri kostir en mun dýrari og sérhæfðari. Tvö af þessum reiðhjólum sem nefnd eru hér að framan voru keypt vorið 1995 og eru nú staðsett á lögreglustöðinni í Grafarvogshverfi. Þau eru af gerðinni Mongoose Alta, og eru með hinum hefðbundna búnaði reiðhjóla samkvæmt reglugerð auk hliðartösku eins og nefnt var hér að framan. Þessi reiðhjól eru ætluð öllum úthverfastöðvum til notkunar í viðkomandi hverfi sem viðbót við annan eftirlitsmáta. Við kaup á þessum reiðhjólum var stuðst við reiðhjól sömu tegundar og embættið á og hafa reynst vel sem götuhjól. Þegar fyrst var byrjað að nota þessi reiðhjól í Grafarvogshverfi voru reiðhjólalögreglumennirnir klæddir hefðbundnum lögreglubúningi, en vegna ástæðna sem minnst var á hér að framan var strax reynt að finna hentugri klæðnað fyrir

Lögreglumaður á reiðhjóli hvað er nú það? Margir ráku upp stór augu hérna um árið þegar tveir lögreglumenn Júlíus Óli og Björn Gíslason birtust einn sumardaginn 1994 á reiðhjólum í miðborg Reykjavíkur í lögreglubúning, með hvíta reiðhjólahjálma og hliðartöskur á hjólunum sem í voru nauðsynlegur búnaður til starfans. Litu margir á þennan nýja eftirlitsmáta sem skrautsýningu lögregu í tilefni góðviðrisins fremur en nauðsynlega viðbót við hefðbundna löggæslu. Héldu margir um tíma að þarna væru þeir félagar að grínast frekar en að þama lægi einhver alvara að baki, en eitt er víst að þeim félögum var fúlasta alvara og kynntu þeir þarna til sögunnar þátt löggæslunnar sem er og á eftir að verða sjálfsagður hluti af eftirlitsmáta lögreglunnar. Nú þegar að þetta er ritað á lögreglan í Reykjavík sjö reiðhjól sem notuð eru við löggæslu þegar veður leyfir. Notkun reiðhjólanna hefur hingað til verið á ýmsa vegu og það á einnig við um búnað þann og fatnað sem lögreglumenn klæðast við notkun þeirra. I byrjun var að öllu jöfnu stuðst við hinn almenna lögreglubúning ásamt reiðhjólahjálmi og tösku undir búnað sem fest var á hjólið. En þeir sem mest notuðu hjólin komust fljótt að því að hinn venjulegi Hjólhesturinn

14


þá. Embættið haföi gefið leyfi fyrir notkun á reiðhjólabuxum og átti því bara eftir að frnna hentugan jakka til starfans því jakki tvö reyndist alltof þungur og og óþjáll við þesssar aðstæður. Fengnir voru að láni frá G. Á. Péturssyni svartir vind- og vatnsþéttir jakkar úr Aditex-öndunarefni og hafa þeir reynst mjög vel. Vasar eru á jakkanum fyrir talstöðvar og annan persónulegan búnað lögreglumannsins, en tækjabeltið ber hann undir jakkanum. Annar búnaður sem lögreglumaðurinn þarf er í hliðartösku reiðhjólsins og má nefiia þar A-4 skrif- og teikniblokk, sjúkragögn, búnað til að opna bifreiðar og fleira sem lögreglumaðurinn getur ekki án verið. Auk reiðhjólabuxna var ákveðið að vera í svörtum gönguskóm og kom þessi búnaður mjög vel út í alla staði. Þarna er lögreglumaðurinn orðinn léttklæddur og lipur í snúningum auk þess sem hiti og sviti háir honum ekki lengur þar sem Aditexjakkinn sér um að lögreglumaðurinn er vel loftræstur við áreynsluna. V e r k e f n i reihjólalögreglumannsins er fyrst og fremst viðbót við hefðbundið eftirlit í hverfmu eða á afrnörkuðum svæðum þar sem hans er þörf á öllum tímum sólarhrings. Reiðhjólalögreglumaður í Grafarvogi hefur tekið að sér fjölda verkefha sem talið er að lögreglumaður geti eins síns lið geti ráðið við, t.d. bílaopnanir, aðstoð vegna smá umferðaóhappa, innbrot, bifreiðastöðumál, nágrannaerjur, eftirlit með nýbyggingarsvæðum, eftirlit með léttum bifhjólum og margt fleira. Lögreglumaður á

reiðhjóli fer um svæði hverfisins eftir göngustígum og slóðum sem lögreglumenn almennt koma ekki á eðli málsins samkvæmt. Lögreglumaðurinn hittir íbúa svæðisins og gefur sig á tal við þá. Er það góð uppspretta upplýsinga, t.d. um málefni hverfísins, þau mál sem eru efst á baugi hjá íbúunum, þá menn sem stunda vafasama iðju í hverfinu og ýmislegt annað sem varðar löggæslu á svæðinu. Lögreglumaðurinn lærir einnig að þekkja hverfið sitt og sjá það frá sama sjónarhorni og íbúar þess. Eðli málsins samkvæmt þarf reiðhjólalögreglumaður að vera í þokkalegri líkamlegri þjálfun, þar sem hann þarf að geta komist yfir varðsvæði sitt án þess að bíða varanlegan skaða af. Því meira sem lögreglumaðurinn hjólar því betur venst hann reiðhjólinu og lærir að nýta sér gírskiptingar til að létta sér yfirferðina en á flestum v a r ð s v æ ð u m Reykjavíkurlögreglunnar er töluvert um brekkur sem margar hverjar geta verið erfiðar. Við mjög erfiðar eða illfærara aðstæður má svo setja reiðhjólið á öxlina og hlaupa með það þar til í betri aðstæður er komið. Reiðhjólalögreglumaður þarf einnig að kunna vel á hjól sitt, þeir þurfa að vita af hverju hjólið fer áfram þegar stigið er á fótstigin. Þeir þurfa að geta gert við smábilanir og stillt gíra og bremsukerfi. Þegar litið er til erlendra lögregluliða sem hafa sérstakar reiðhjóladeildir er krafa um að lögreglumenn sem þar starfa séu í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi. Bandaríkjamenn eru hvað lengst komnir í að þróa sínar reiðhjóladeildir og t.d. hjá 15

3. tölublað. 6. árgangur


reiðhjóladeild lögreglunnar í New York fara lögreglumenn í gegnum mánaðar námskeið áður en þeir hefja störf. Þar fara þeir í gegnum líkamlega þjálfun, læra að nota reiðhjólið sér til varnar og á sérhæfðan hátt eins og t.d. við handtökur, við að fella menn o.s.&v. Þar læra þeir einnig almennt viðhald reiðhjólsins og umgengni. Þar eins og annarsstaðar er ætlast til að reiðhjólalögreglumenn séu við störf á afmörkuðum svæðum og á svæðum þar sem hefðbundin lögreglutæki komast ekki að. í viðræðum við lögreglumenn eru þeir almennt mjög jákvæðir gagnvart þessum nýja eftirlitsmáta og vildu margir þeiira fá að taka þatt í starfinu sem reiðhjólalögreglumenn ef færi gæfist. Lögreglumenn hafa þó nefht það í gegnum tíðina að klæðnaður lögreglumannsins væri óhentugur. En með nýjum klæðnaði má búast við að lögreglumenn vilji margir vinna á þennan hátt. Draumur þeirra okkar sem reynt hafa þennan hluta löggæslunnar er sá að þetta verði fastur þáttur í starfinu hjá almennu deild lögreglunnar, bæði gert út frá

aðalstöð á öllum vöktum og frá öllum úthverfastöðvum. Þessi eftirlitsmáti kostar ekki mikla peninga, hann kallar ekki á aukinn mannskap og bíður upp á mjög góða líkamsrækt á meðan starfað er að mjög fjölbreyttu og skemmtílegu starfi. Að lokum ætla ég mér að leyfa mér að koma með tillögu um námsskeiðshald fyrir verðandi reiðhjólalögreglumenn. Því að ég er fullviss um að í framtíðinni verði stofnuð hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík sérstök lögreglureiðhjóladeild og mun aðsókn í hana verða meiri en marga grunar. Þessi framtíðarspá, ef svo má kalla, er ekki svo fjarlæg því staðreyndin er sú að bæði Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn og Jónas Hallgrímsson stöðvarstjóri hafa staðið vel við bakið á þeim sem starfað hafa að tilraunum á þessu nýja sviði löggæslu og hvatt menn til að halda úti þessum eftirlitsmáta og verið mönnum innanhandar varðandi val á búnaði og tilraunir með hann. Guðmundur Bogason flokkstjóri. (Birt með góðfúslegu leyfi Þórðar Jónassonar, ritstjóra Lögreglublaðsins.)

Islenskir lögreglumenn að störfum 19.júní 1994. Myndir í þessari opnu: PG Hjólhesturinn

jg


DAGSINS

SMURNING

Hvað varð um hjólalögguna? Hvað varð um hjólalöggunna? Þessi spurning vaknaði eftir að ég hafði lesið greinina um lögreglumann á reiðhjóli í Lögreglublaðinu eitt kvöldið í klúbbhúsi íslenska Fjallahjólaklúbbsins. Ég hafði aldrei orðið var við hjólalögguna þessi tæpu þrjú ár sem ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu. Mundi að vísu eftir að hafa séð henni bregða fyrir í fréttum fyrir löngu síðan, í frásögn af því þegar hjólalögreglumaður gómaði sinubrennuvarg. Svo ég hélt að þessi frábæra hugmynd hefði bara dagað uppi og hjólin kannski verið seld á árlegu uppboði óskiladeildar lögreglunnar. Forvitni mín og áeggjan hjólaklúbbfélaga minna varð til þess að ég fór að athuga malið. Og eftir nokkrar símhringingar tókst

mér að finna mann í lögreglunni sem gæti gefið mér upplýsingar um hjólalögguna. Þannig að ég hjólaði upp í Grafarvog og ræddi við Árna Þór Sigmundsson lögreglumann á Lögreglustöð Grafarvogs. Árni gat gefíð mér allar upplýsingar um hjólalögguna og sýnt mér útbúnað hennar, þar sem tvö reiðhjól og fylgibúnaður þeirra er einmitt staðsettur á Lögreglustöðinni í Grafarvogi. Saga reiðhjólalögreglunnar á íslandi er í stuttu máli þannig að árið 1994 keypti Lögreglan í Reykjavík 4 reiðhjól í tilraunaskyni og voru tvö staðsett á lögregluvarðstofunni við Hverfisgötu og tvö á lögreglustöðinni í Grafarvogi. Um reynsluna af þessum reiðhjólum og notkun

17

3. tölublað. 6. árgangur


varla neinar þéttbyggðar stórborgir ennþá eða ógnarlegar umferðarteppur hérlendis ennþá, a.m.k. ekki miðað við hvernig ástandið er víða erlendis, því er reiðhjólalöggan kannski ekki eins stór plús við löggæslu og annars væri. Reiðhjólalöggan hentar líka frekar illa í almenn útköll, þegar bregðast þarf við í skyndi og um einhverja vegalengd er að fara. Þá hentar bifreið oft betur svo framarlega sem leiðin sé greið. Þá er einnig nokkuð erfitt að flytja handtekna menn á reiðhjóli, En þó að reiðhjólalöggann háfi vissar takmarkanir, þá á hún fyllilega rétt á sér og með réttu skipulagi, réttri þjálfun og góðum búnaði þá verður hún áfram en mætti bara vera enn virkari og sýnilegri. Að lokum má nefna að í stórborgum erlendis er reiðhjólalöggan í sókn ef eitthvað er. Hluti af þeim lögreglumönnum í París sem áður ferðuðust um á léttum bifhjólum, hafa nú skipt yfir í fjallahjól. Þaimig komast þeir betur áfram í umferðinni og eru í betra sambandi við almenning. Og í New York og Washington DC hafa nokkrir sjúkraliðar (paramedics) verið gerðir út með tilheyrandi búnað á fjallahjólum ákveðna daga á sumrin, tvek og tyeir saman, þegar mannmergðin er hvað mest á vissum stöðum. í þættinum911 á Stöð 2 mátti í fyrra sjá hvernig slíkt teymi bjargaði mannslífi á meðan beðið var eftk að sjúkrabíllinn kæmist í gegnum umferðarteppu og mannmergð. Líklegast er þess langt að bíða að við sjáum eitthvað slíkt hérlendis. Og þó, mikil breyting þótti þegar lögð var fjögurra greina akbraut um Ártúnsbrekku í Reykjavík og allt að Kringlumýrarbraut. Þá hættu menn að aka Suðurlandsbraut inn í Reykjavík. Eitthvað dugði það skammt, nú vilja menn helst malbika yfir Elliðaárdalinn. Kannski verður reiðhjólalöggann dagleg sjón í öllum hverfum áður en langt um líður. HeimirH. Karlsson

þeirra má lesa nánar í greininni um hjólalögguna á öðrum stað í þessu eintaki Hjólhestsins. En í stuttu máli má segja að þau hafi gefist vel eftir að ákveðnir byrjunarerfiðleikar varðandi útbúnað, sérstaklega klæðnað, lögreglumannsins voru leystir. Sem helstu kostir reiðhjólalöggunar í þéttbýli hér á íslandi má nefha að hún hentar vel við ákveðnar aðstæður þar sem ertítt eða illmögulegt er að komast að á öðrum farartækjum lögreglunnar og of seinlegt er að vera fótgangandi. Þetta á til dæmis við í mikilli og þungri bílaumferð á afmörkuðum svæðum. Við stærri útisfcemmtanir og uppákomur, þegar þörf er á afar hreyfanlegri löggæslu, eins og til dæmis á 17. júní, og aðrar stærri samkomur og mannfagnaði eða fjölskylduskemmtanir, íþróttaviðburði og þess háttar, þar hentar hjólalöggan vel. Einnig á svæðum þar sem vélknúnum farartækjum er óheimil eða erfið umferð, t.d. í stærri almenningsgörðum og eftir göngustígum Aðrir kostir reiðhjólalöggunar eru td. að lögreglumaðurinn er í mun nánari sambandi við hinn almenna boigara en ef hann sæti innilokaður í bíl. Stofn- og rekstrarkostnaður við útbúnað reiðhjólalögreglumanns er líka mun lægri en við þá sem sinna löggæslu á lögreglubíl. Hjólandi lögreglumaður fer hraðar yfir en gangandi og kemst yfir mun stærra svæði á skemmri tíma auk þess sem hann hefur betri yfirsýn yfir það svæði sem hann fer um en ef farið væri í bíl. Eins og flest annað þá hefur notkun reiðhjóls við löggæslu líka ákveðna ókosti. Þar má helst nefna að veðurfar á íslandi getur af og til verið afar óhagstætt til hjólreiða, en það eru nú ekki margir dagar á ári á stór-Reykjavíkursvæðinu sem það er óhjólandi ef maður hefur réttan útbúnað. Það hve byggð er dreifð, það finnast Hjólhesturinn

18


xD

xR

Framboðsslagur í Reykjavík framundan Nú er í gangi val á fólki á framboðslista R og D listanna fyrir næstu kostningar. Ekki ætlum við að blanda okkur í þá baráttu en óneitanlega hefur vakið athygli að sumum hefur þótt vel við hæfi að skjóta niður framsýna stefnu borgarinnar sem kemur fram í Aðalskipulagi Reykjavikur og samþykkt var í góðu samkomulagi beggja lista. Þeir telja líklegt til vinsælda að lofa minni töfum í umferðinni með því að auka umferðarrýmd gatna kerfisins t.d. með breikkun gatna og mislægum gatnamótum. Nú er það okkar að spyrja þessa frambjóðendur hvað þetta kostar og hvaða pláss fer undir þetta. Mislæg gatnamót kosta 1-2 miljarða og plássið er tekið af

fólkinu og börnunum, sem virðist gleymast í framtíðarsýninni. Það er fleira sem skiptir máli í lífinu en að þurfa ekki að stoppa á rauðu Ijósi. Með einföldum skipulagsaðgerðum er hægt að stórminnka umferðartoppana þegar allir mæta til vinnu á sama tíma, með viðkomu á dagheimili í öðru hverfi, skutla krökkunum í skóla í þriðja hverfmu o.s.frv. Auk þess mætti bjóða fólki hvata til að minnka umferðina. Samkvæmt fimm fréttum RÚV 13/6/97 er t.d. íbúum Belgíu veittur skattafsláttur upp á 1 Okr fyrir hvem km sem hjólaður er til vinnu meðan íslendingar fá 2kr í afslátt fyrir hvem lítra af bensíni á bílinn ef þeir stíga út og dæla sjálfir. Páll Guðjónsson.

19

3. tölublað. 6. árgangur


STIGIÐ

SVEIF

Heljarreið hreystimanna Ár hvert brýst Gakona áin fram úr rauðbrúnum Delta fjöllunum í Alaska. Jökulleysingin flæmist yfir átta kílómetra breiðan farveg úr muldu graníti og ýtir á undan sér seti og möl eins og jarðýta. í nærri klukkutíma tróðum við Carl Tobin og Paul Atkins á pedölunum og þokuðum okkur yfir hnefastóra steina á meðan við leitum að vaði yfir ískalt brúnt jökulvatnið, sem leynir sandbleytum, trjábolum og straumstrengjum. Við erum á ellefta degi sjö vikna langrar ferðar eftir e n d i l ö n g u m Alaskafjallgarðinum, ferð, sem aldrei hefur verið farin áður. Yfir 1100 kílómetrar frá Ykon

,

gullgrafararnir um á þessum slóðum norður og margir þeirra á reiðhjólum. Þeir fóru þá eftir slóðum hundasleðanna á vetrum og dvöldu í sæluhúsum. Þessir draumóramenn voru áhjólum sem kölluðust „safeties", með sömu hjólastærð framan og aftan, handbremsum og loftþrýstum dekkjum. Stundum máttu þeir troða grasi í sprungin dekk, en margir þeirra yfirgáfu hjólin eftir nokkrar mílur. Ólíkt þessum einföldu en klunnalegu

> ",','•., /í y,

' ^ ^v ' * vV1* x*' * Sí" ^» '„ l^Á.'''

hjólum eru hjólin okkar með olíufyllta framdempara, 16 gíra, títaníum grindur fisléttar en sterkari en stál. í stað skóflu og gullpanna er hver okkar með minna en 9 kg af matvælum, fatnað og útbúnaði. Markmiðið er að ferðast létt, skjálfa um nætur, léttast og svelta. Ferðamáti, sem Carl kallar í gríni "helreiðar". í sannleika sagt getum við ekki leyft okkur neitt auka ef við ætlum okkur að eiga von um að komast yfir bratta fjallgarðana framundan; Delta, Hayes, Kichatna, Denali, Teocalli, Terra Cotta,

landamærunum í austri til róta Aleutan fjallgarðsins í vestri. Fjöllin spanna kletta, runna, djúpar mýrar, sem gera leiðina nánast ófæra ef ekki væru veiðidýrastígar, malarhryggir og jöklar, sem þverskera landslagið. Með þvi að fylgja þessum leiðum er áníðsla okkar á landinu í lágmarki. Kringum aldamótin síðustu flæddu Hjólhesturinn

20


Revelation og Neacola. Við höldum okkur frá hinum fáu bílvegum, sem finnast þarna og liggjum yfir kortum til að finna bestu leiðirnar en vitum þó aldrei hvað verður á vegi okkar. Paul,

sem er leiðsðgumaður í fjallahjólreiðum í VVirginiu, er fundvísastur á bestu dýrastígana. Ef heppnin er með okkur rúllum við eftir rennisléttum stíg, skornum í túndruna af klaufum villidýra, eftir dalbotni sem sameinast síðan bjarnarstíg þar sem við erfiðum á hjólunum eftir slípuðum granítklöppum upp fjallshrygg . Verra er þegar við lendum í runnaþykkni með þykkum greinum, sem krækjast í s t ý r i n u , farangrinum, pedulunum og ef fyllsta aðgát er ekki viðhöfö gætu þær stungið út eitt ogeittauga. Fyrir utan það að mæta óvart mannvígum grábirni eru hættulegustu hlutar ferðarinnar þegar við þurfum að vaða ár.

Þar sem við höfum nú stoppað við Gakona ána ákveðum við að vaða ána þar sem hún greinist í þrjár kvíslar. Tvær fyrri greinamar ná aðeins í mið læri en sú þriðja sýnist vera dýpri og straummeiri með hnútum og hiingiðum. Drukknun er alltof algeng meðal útivistarfólks í Alaska því margir verða ofkólnun eða ótta að bráð útí miðri á. Ég sveifla hjólinu láréttu uppá axlimar og ofaná bakpokann og er tilbúinn að sleppa því ef straumurinn skyldi fella mig og ég yrði að synda yfir flúðimar fyrir neðan. Carl og Paul horfa kvíðafullir á og ég læt mig vaða. Vatnsstraumurinn lemur á brjósti mér og hendir mér til eins og hrekkjusvín á leikvelli. Ég gref skóna í botninn og sný mér þannig að straumurinn vinnur með mér, stika yfir löngum skrefum og kemst yfir á hálfri mínútu. Carl er næstur með kvíðasvip. Hann er prófessor í vísindum við háskólann í Anchorage. Við höfum klifið fjöll saman í nærri tvo áratugi. Fyrir 12 árum, á lítt þekktu fjalli hér vestur af, lenti hann í snjóflóði og barst með þvi 450 metra niður hlíðina. Hann braut báða fætur og snéri uppá hægra hnéð, sem læsist stundum. Því er hvert vað

21

3. tölublað. 6. árgangur


óttafull áskorun. Tvisvar hef ég séð hann blóðugan í framan eftir fall í stórrri jökulá þar sem hann barðist við að halda í hjólið og lífið. "Ég er alltaf hársbreidd frá því að synda," sagði hann mér einu sinni. En ekki núna, Carl veður auðveldlega yfir og Paul rétt á eftir. Við drögum af okkur vatnsþéttan ytri gallann og hefjum hjólreiðina í átt að Delta fjöllunum, þar sem nafnlausir tindar eru þaktir nýsnævi eftir storm nú um miðjan júlí. Þar sem við eigum 950 km eftir eyðum við ekki tíma í að fagna því að vera enn á lífi eftir þennan áfanga.

Fótarmein hrjáði Paul það mikið að höfundurinn varð að bera hann á langabaki yfir Chilikadrotna ána í þjóðgarðinum. Sex sprungin dekk, um það bil jafnmörg föll, aumir fætur, tognaðir úlnliðir, og bakverkir voru hluti þessa landsvæðis. En það eru líka minningar um upphafnar óbyggðir. Nafnlaus fjöll með hengijöklum. Þoku kennda dali með hreindýrahjörðum. Margskiftar jökulár eins og Svift kvíslin í Kuskokwim ánni í Denali garðinum. "Þú nærð sérstakri upplifun þegar þú hjólar þarna," segir Paul. "Þú brosir, horfir í kringum þig og segir 'Þetta er lífið!'" Kaldur sviti: Nýjar reglur tóku gildi þegar hjólreiðamennirnir komu út á ísflötinn. Regla nr 1. Farðu varlega. Eitt skiftið uppi á Svartflúðajökli hvarf Ijósmyndarinn sem fylgdi okkur næstum ofan í sprungu, aðeins hjólið stoppaði hann. Eftir það höfðu

Á góðum slóðum: Fjarstýrð myndavél myndar landslagið eins og hjólreiðamaðurinn sér það renna hjá í Lake Clark þjóðgarðinum. Tveim dögum fyrir ferðalok fengum við bestu reiðleiðir leiðangursins eftir vel troðnum hreindýraslóðum. "Ég var reyndar orðinn svo þreyttur bama," sagði Carl, "að aðeins mamvígt bjamdýr heföi getað náð upp hraðanum hjá mér." Hjólhesturinn

leiðangursmenn bönd á milli sín, þó betra væri að sleppa stærstu sprungunum. Regla 2. Vertu veðurhræddur. Þegar hjólreiðamennirnir komu niður jökulinn sáu þeir himininn dökkna af óveðursskýjum. Án útbúnaðar til þola veðurhörkur urðum þeir, þó þreyttir væru, að hraða sér eins og hægt var þessa 10 km upp í Jökulskarð. Hulið í mistri fundu þeir það með áttavita og rétt 22


sluppu við aðra sprungu. Á snarbrattri niðurleiðinni notaði Paul hjólið eins og ísexi. Loksins eftir 25 tíma ferð gatum við tjaldað og festum tjaldið niður með hjólunum. Morguninn eftir bundum við okkur saman aftur og fórum eftir þriðju reglu, sem segir farðu neðar. Tekið saman og þýtt úr National Geographic, maí 1997, Elvar Astráðsson.

Leiðangursmenn urðu að fara yfir Nabesna ána á uppblásnum bátum eftir að hafa náð í nýjar byrgðir i byrgðastöð á annari viku leiðangurssins.

Hópurinn varð að ganga um lOOkm leið yfir svœði þar sem öll umferð nema gangandi er bönnuð. Hjólin voru ferjuð yfir með þyrlu. 23

3. tölublað. 6. árgangur


AÐGENGI

FYRIRALLA

Borgaryfirvöldum veitt viðurkenning. 29. ágúst var nýja brúin yfir Miklubraut við Rauðagerði vígð að viðstöddu fjölmenni. Við þessi tímamót notuðu fimm félög tækifærið til að veita borgaryfirvöldum sérstaka viðurkenningu fyrir það sem áunnist hefur á síðustu árum í að gera borgina aðgengilega öllum. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu var einn aðal drifkrafturinn í þessu og hér er grein eftir Sigurrósu Sigurjónsdóttir, formann Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Ástu M. Eggertsdóttir, Sjálfsbjargarfélaga sem útskýrir hvað liggur að baki og önnur eftir Magnús Bergson en þær birtust báðar í Morgunblaðinu. PG. Myndir þessari opnu VERÐUGU FRAMTAKI VEITT VIÐURKENNING. Framtaki Reykjavíkurborgar í gerð göngustíga og bættu aðgengi verður veitt viðurkenning í dag (29. ágúst). Með því vilja fimm félagasamtök lýsa yfir ánægju sinni með ákvarðanir borgaryfirvalda í því að gera göngustíga í Reykjavík aðgengilega fyrir alla. Við borgarbúar höfum drifið okkur í vaxandi mæli í gönguferðir og bjóðum hvert öðru glaðlega góðan dag á göngu okkar um nýja göngustíga þvers og kruss um borgina. Göngubrýr yfir stærstu umferðaræðar borgarinnar opna nýjar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og Hjólhesturinn

24

malbikið eða olíumölin á gangstígum borgarinnar auðvelda fbr. Víða hafa verið gerðar niðurtektir við gangstéttarbrúnir svo að allir komast auðveldlega leiðar sinnar, jafnt blindir, fólk í hjólastólum, hjólreiðamenn, fólk með barnavagna, sem og fullfrískir hlaupagarpar. Upphafið að þessu verðuga framtaki borgarinnar er athyglisvert. Þannig var að árið 1994 sótti Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, um styrk til Atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar til að láta gera úttekt á a ð g en g i sm á1 um fatlaðra í borginni. Styrkur til að gera úttektina var veittur Omar Bragason. og voru ráðnir þrír starfsmenn, þar af einn verkfræðingur til að vinna verkið. Úttektin leiddi í Ijós að yfir 2000 staðir í gangstígakerfinu voru óaðgengilegir hverskonar hjólum. Niðurstaðan var kynnt gatnamálastjóra, en hann sýndi málinu strax mikinn áhuga. Upplýsingarnar sem aflað var eru nú til í tölvutæku formi hjá embættinu og verður unnið áfram að úrbótum á aðgengi á næstu árum. Borgaryfirvöld skipuðu ferlinefnd í ársbyrjun 1995, en hún gegnir þýðingarmiklu hlutverki í ákvarðanatöku og allri framvindu í aðgengismálum. Árið 1996 voru veittar 15 milljónir króna til að gera úrbætur á gangstígakerfinu.


Falleg gönguleið er t.d. komin frá Skerjafirði lengst inn í Elliðaárdal og ekki má gleyma að nefna göngustíg við Sæbrautina þar sem útsýnið gleður hjartað. Gott mál er einnig að sérstök áhersla hefur verið lögð á að gera úrbætur á gönguleiðum nálægt búsetu hreyfihamlaðra. Ferlinefiidin hefur beitt sér fyrir því að gera úttekt á aðgengi að borgarstofnunum með góðum árangri. Veittar voru 30 milljónir króna árið 1997 til að vinna áfratn að úrbótum á gangstígum og jafnframt að lagfæringum á aðgengi að borgarstofhunum eftir abendingum frá ferlinefndinni. Með

fjárveitingum og ákvörðunum um aðgerðir í aðgengismálum hafa borgaryfirvðld sýnt vilja sinn í verki. Að sjálfsögðu njóta allir vegfarendur góðs af því sem áunnist heflir í gerð og lagfæringu göngustíga í borginni. Fimm hópar vilja sérstaklega þakka borgaryfirvöldum fyrir þetta verðuga framtak en það eru Blindrafélagið, íslenski fjallahjólaklúbburinn, íþróttafélag fatlaðra, íþróttir fyrir alla og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsva?ðinu. Þessir aðilar munu veita Reykjavíkurborg viðurkenningar fyrir bætt aðgengi fyrir alla í borginni. Athöfnin fer fram við formlega opnun

brúarinnar í dag, föstudaginn 29. ágúst kl. 16.30, við suðurenda nýju göngubrúarinnar yfir Miklubraut. Við hvetjum borgarbúa til að mæta og sýna borgaryfirvöldum með því velþóknun með framkvæmdir sem stefna í rétta átt - AÐGENGI FYRIR ALLA hvort sem þeir eru gangandi eða á hjólum! Sigurrós Sigurjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvceðinu og Ásta M. Eggertsdóttir, Sjálfsbjargarfélagi. Bætt aðgengi fyrir alla. Það er óhætt að segja að aðgengi fyrir óvélvædda umferð í Reykjavík hafi batnað ótrúlega mikið undanfarin misseri. Byggðar hafa verið brýr yfir miklar umferðaræðar, gangstéttafláar lækkaðir og sumar leiðir strætisvagna taka nú við reiðhjólum. Það er því óhætt að fagna því að með þessu hefur verið tekið fyrsta skrefið í annars langri göngu til að veita öllum jafnt aðgengi í samfélaginu. Þessar endurbætur fækka slysum, auka möguleika fatlaðra á að fara um Reykjavík án aðstoðar og gefiir öllum tækifæri til þess að ferðast um með öðrum hætti en í einkabílum. Það er ánægjulegt að sjá fjölgun framsækinna borgarbúa þeysast um borgina á reiðhjólum í ýmsum erindagjörðum. Með þeim hætti getur hinn almenni borgarbúi gefið sjálfiim sér bestu kjarabót sem völ er á um leið og hann minnkar helstu aðfinnsluefhi borgarbúa sem eru; hættuleg bílaumferð og mengun sem henni fylgir. Þó að pólitískur vilji virðist vera iman borgarinnar til að bæta aðgengi allra og margt hafi breyst til batnaðar þá nýtast

25

3. tölublað. 6. árgangur


eru oft öfugu megin við gangbrautir í hægribeygjum við gatnamót svo að þegar bíll stöðvast á réttum stað stendur hann á miðri gangbraut. Það hefur yfirleitt þótt nægja að benda gangandi vegfarendum á að víkja fyrir bifreiðum og hjólreiðafólki á að víkja fyrir allri umferð. Ef litið er á forgangsröðina í umferðinni í nágrannalöndunum, þá ganga gangandi vegfarendur fyrir. Á eftir þeim kemur hjólreiðafólk og vélknúin ökutæki reka lestina. Á íslandi er forgangsröðin óljós og hafa gárungamir sagt að hér á landi sé fólk í einkabílum í fyrsta og öðru sæti, gangandi vegfarendur í því þriðja og hjólreiðafólk í því fjórða, þ.e.a.s. ef það hefur góðan lögfræðing. Eins og sjá má þá eru verkefnin mörg og margvísleg og þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka sér tak í samgöngumálum og fara að samræma aðgengi allra. Það er því virkilegt fagnaðarefni þegar stórt sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg hefur tekið fyrsta skrefið í rétta átt. Hver veit nema þingmenn verði nógu framsæknir og komi málefnum hjólreiðamanna í vegalög fyrir 21. öldina. Með því áframhaldi mun borgin geta tryggt gott aðgengi fyrir alla eftir aðeins nokkur kjörtímabil. í tilefni þessa ágæta byrjunarskrefs Reykjavíkurborgar þá ætla Blindrafélagið, íslenski Fjallahjólaklúbburinn, íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu að afhenda Reykjavíkurborg viðurkenningu föstudaginn 29. ágúst, við nýju göngu brúna yfir Miklubraut. Almenningur er hvattur til að sýna hug sinn til þess sem vel hefur verið gert og fjölmenna á staðinn.

endurbæturnar lítið þeim sem tekið hafa reiðhjólið fram yíír einkabílinn. Ekki hefur enn sést nein raunveruleg hjólabraut í Reykjavík sem nýtist sem samgönguæð. í öllum framkvæmdum er litið á reiðhjól sem afþreyingartæki sem athugasemdalaust á að taka sveig og beygjur framhjá bílamannvirkjum sem sífellt stækka í hrópandi mótsögn við vistvænt umhverfi. Má þar t.d. netha að Grafarvogsbúar þurfa nú að taka á sig stóran og torfæran krók til að komast framhjá því risavaxna umferðamannvirki sem reist hefur verið á mótum Sæbrautar og Miklubrautar. Þar var rokið í framkvæmdir án tillits til annarar umferðar en bílaumferðar. Þar má að hluta til leita skýringa í áhugaleysi þingmanna. Þeir hafa ekki komið hjólastígum inn í vegalög sem leiðir svo til þess að sveitarfélög halda að sér höndum og klúðra ýmsum framkvæmdum þar sem ekki virðist vera til nein heildaryfirsýn eða þekking á fyrirkomulagi hjólastíga. Enn vantar allar merkingar sem afmarka hjólaumferð frá bílaumferð annars vegar og gangandi vegfarendum hins vegar. Einnig er ansi hart að ekki hafa enn sést neinir stígar sem tengja Reykjavík við nágrannasveitarfélögin þó að í allar áttir liggi stórhættulegar akbrautir. Því leynast víða margar slysagildrur. Réttur gangandi vegfarenda og hjólreiðalblks er yfirleitt óljós eða villandi og oftast bílnum í hag. Þó stígar beggja vegna Miklubrautar séu mikið notaðir, bæði af gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum, hefur aldrei þótt ástæða til að lagfæra slitlag þeirra. Þá hefur heldur ekki þótt ástæða til að aðgreina hjólabrautir og gangstíga. Ekki hefur heldur þótt ástæða til að merkja gangbrautir t.d. á akreinum að og frá Kringlunni né heldur vara bílstjóra við hjólreiðamönnum eða gangandi vegfarendum með skiltum. Biðskyldulínur Hjólhesturinn

Magnús Bergsson. mberg@islandia.is Formaður hlenska Fjallahjólaklúbbsins

26


VIÐSKIPTI

VERSLUN

Af áhuga- og stjórnleysi. Oft heyrast kvartanir hjólreiðafólks vegna viðmóts og þekkingarleysis sölumanna í hjólreiðaverslunum. Það skal tekið strax ftam að ekki er verið að dæma alla sölumenn og að hér er ég ekki aðeins að lýsa minni persónulegu skoðun, heldur skoðun fjölda fólks sem hefur rætt þessi mál við mig. Helstu umkvörtunarefni viðskiptavina eru: Vanþekking sölumanna á öllum sviðum, enda nota FÆSTIR þeirra reiðhjól. Kuldalegt viðmót sem greinilega sprettur upp af áhugaog sinnuleysi. Vöntun á nauðsynlegustu varahlutum s.s. tannhjólum og gjarðahringjum. Rangar tímasetningar á afhendingu hjóla, hjólahluta, viðgerðum og rangar upplýsingar svo að viðskiptavinurinn fer hvað eftir annað tómhentur út. Löng bið eftir afgreiðslu og þegar hún loks verður að veruleika, þá mætir viðskiptavininum fyrrgreint fálæti. Bendamá áað áverkstæðunumer helst að finna þá sem hafa mestu þekkinguna, því þeir eru þeir einu sem geta gert við reiðhjól, auk þess sem þar er helst að fmna starfsmennina sem hjóla að staðaldri. í verslunum virðist ekki fara fram nein gæðastjómun og sölumenn virðast oftast nær vera ráðnir án nokkurs undirbúnings eða þekkingar. Verslunin Óminn hefur þó haldið lítilsháttar viðgerðarnámskeið fyrir þjónustuaðila utan atlandi og vel má vera að aðrar verslanir hafi gert hið sama. Uppsetning og upplýsingar í verslunum eru þannig að viðskiptavinurinn getur ekki afgreitt sig sjálfur hvað varðar upplýsingar, t.d. verð, úrval, þyngd. Ekki er hægt að snerta og prófa hluti eins og nöf, sveifarlegur, mæla og Ijós nema hafa samband við sölumann. Sumar verslanir

sem hafa á að skipa þessum sölumönnum eru svo eins og grafhvelfingar, því þegar komið er inn í þær rikir þar grafarþögn, hvorki heyrist í upplífgandi tónlist eða í útvarpi sem gæti stytt viðskiptavini stundir á meðan hann bíður afgreiðslu. Á flakki mínu um hjólreiðaverslanir í öðrum löndum er ástandið líka afar misjafnt. Þar er hinsvegar úrvalið, fjöldi verslana og fjölbreytileikinn margfalt meiri. Ef þú færð slaema þjónustu við kaup á einhverju sérstöku hjóli á einum stað ferð þú bara til þess næsta þar til þú ert ánægð(ur). Þetta lýtur öðrum lögmálum hér á landi. Hér er smásöluaðilinn líka innflytjandinn þannig að ef ein verslun leggur upp laupana þá gæti svo farið að vörumerkin sem henni tengdust hverfi af markaðnum. TölmmsemdasmiaðefÓrninn færi á hausinn (sem er óliklegt) þá sæjust ekki oftar merki frá Trek, Fisher og Klein þar sem fastlega má búast við því að næsta umboðsaðila yrði gert skylt að yfirtaka skuldahala Arnarins. Það væri því afar bagalegt ef hjólreiðaverslarur færu að hverfa af markaðnum nú, aðeins vegna áhugaleysis verslanaeigenda og sölumanna. Hvað er til ráða? Sölufólk þarf að afla sér þekkingar á reiðhjólum og hjólreiðum. Sem dæmi má nefna að enginn starfsmaður hefur störf í Skátabúðinni nema að undangengnu námskeiði. Hjá Mountain Equipment CoOp í Canada, sem margir klúbbmeðlimir hafa pantað fatnað frá, er aðdragandi þess að fá vinnu margfalt lengri. Fyrstferfólkíviðtölhjá sálfræðingi og í inntökupróf. Eftiraðþaðhefur

27

3. tölublað. 6. árgangur


þessa íyrirkomulags er bókakaflfið í Mál og menningu við Laugaveg). Á öðrum stað gæti svo gengið fræðslu- eða sölumyndband frá þeim framleiðendum sem verslunin er að selja vörur frá. Þekja þarf veggi og loft með grindum, gjörðum og aukahlutum s.s. nöfiim, tannhjólum, pedulum og sveifarlegum af ýmsum gerðum svo að viðskiptavinurinn fái að sjá úrvalið og finna áferð hluta og rennsli lega svo eitthvað sé nefnt. Við marga slíka hluti mætti svo hafa skrifaðan texta með málum, þyngd o. sfrv. Ef ekki finnst veggpláss mætti hafa þetta á færanlegum léttum milliveggjum svo að verslunin gæti jafnvel átt það til að breyta uppstillingu og sýna nýtt andlit öðru hverju. í versluninni mætti hafa plöntur eftir því sem plássið leyfir bæði til að tengja hjólreiðarnar hreinni náttúru og létta yfir versluninni sem er fall af dauðum hlutum. Ekki þurfa núverandi verslunareigendur að kvarta yfir plássleysi því að margar verslanir bæði austan og vestan hafs eru oft helmingi minni með helmingi meira úrval. Þetta er oft spurning um að hafa skapandi ímyndunarafl og að starfsmaðurinn sé einnig tilbúinn til að vinna þegar "ekkert" er að gera í versluninni. Að sjálfsögðu er hér gerð sú krafa til eigandans sem að öllum líkindum hefur takmarkaðan áhuga á öðru en að græða peninga, að hann hafi þó það innsæi að ráða til sín fólk sem er jafn annt um að halda fyrirtækinu gangandi og hann sjálíur og að það fái sanngjanit kaup íyrir það. Sölufólk þarfað fá skýrar starfsreglur strax í upphafi en eigandinn má þó ekki mynda þvingað andrúmsloft á vinnustaðnum með óraunhæfiim kröfum. Lágmarkskrafan sem hver verslunareigandi ætti að setja sölufólki sínu er að það hjóli að minnsta kosti úr og í vinnu svo það geti talað af REYNSLU. Það verði skapandi við vinnu, sýni hjólreiðum einhvem áhuga utan virrnu t.d. taki þátt í ferðum og keppnum eða mæti á fundi Fjallahjólaklúbbsins

verið ráðið fer það á námskeið sem varða bæði framkomu starísfólks og þann búnað sem selja á. Hvað er það sem prýðir góða hjókeiðaverslun? Viðskiptavininum þarf alltaf að fínnast hann velkominn í notalega verslun, sérverslun, þar sem starfsfólkið gerir vöruna spennandi og áhugaverða á fagmannlegan hátt. Það að koma í hjólreiðaverslun á að vera skemmtileg upplifun og afþreying, ekki eitthvað kuldalegt líkhús með vörur úr öllum áttum, t.d. reiðhjól í graut með byggingavörum, leikföngum eða sláttuvélum. Viðskiptavininum á að íínnast að hann hafi tengið hafsjó af fróðleik eða gert tvimælalaust bestu kaupin, þegar hann gengur þaðan út. Hlutverk sölufólks er að gera hjólreiðar spennandi íyrir alla notendahópa. Skiptir þá einu hvort um sé að ræða t.d. tæknifíkla, sportidjóta, ferðamenn eða hinn almenna borgara. Sölufólk þarf að vera jákvætt án tilgerðar. Það þarf að vera af BÁÐUM KYNJUM og geta talað af reynslu og þá meina ég REYNSLU. Starfsmenn þurfa að hafa næmt auga og eyra fyrir þörfum viðskiptavinarins, án þess að vera uppáþrengjandi. Geta gert allar minniháttar viðgerðir á staðnum, án þess að vísa fólki á biðlista verkstæðanna aðeins vegna þess t. d. að stilla þurfti gíra. Samsetning nýrra hjóla þarf að vera í versluninni, þar sem viðskiptavinurinn verður var við snögga og fagmannlega vinnu. Á sama tíma og hjólið smellur saman gæti viðskiptavinurinn fengið svör við ýmsum spumingum t.d. hvers vegna er öfugur skrúfgangur á sveifarlegunni og hversvegna bremsuhöldur íyrir afturbremsu eru hægra megin. í versluninni þarf að hlj óma viðeigandi tónlist sem væri breytileg eftir dögum eða veðri. Við sólríkan gluggann eða jafiivel utan við verslunina þurfa að vera borð þar sem viðskiptavinurinn getur sest niður, fengið sér kaffi, gluggað í bæklinga, blöð eða bækur um hjólreiðamáleím, (til vitnis um ágæti Hjólhesturinn

28


(það hefur gerst þrisvar sinnum frá því klúbburinn var stofnaður!) og honum verði umbunað fyrir það t.d. með betra kaupi og meiri ábyrgð sem gerir vinnustaðinn að einskonar afkvæmi sölumannsins, þar sem honum er treyst til að hrinda í framkvæmd sínum hugmyndum um bætta verslun. Sölufólk þarf að sýna áhuga á að mennta sig, t.d. íviðgerðum. (Meðalstarfsmannaþarfað vera félagslíf og eigandinn þarf að koma á óvart, t.d. að bjóða stafsfólki út að borða eða í leikhús). Eigandi og annað starfsfólk verða að funda reglulega, ræða um skipulagsmál og vandamál sem upp koma í versluninni og bæta úr því strax. (Til reiðu þarf að vera afgreiðslufólk með grundvallarþekkingu, sem hlaupið getur í skarðið á vorin eða þegar einhver er frá vegna veikinda).

með því að auglýsa í honum. Það er líklega ein ódýrasta auglýsingin sem þessar verslanir fá, því auglýsingar eiga aðeins að standa undir prent- og sendingarkostnaði sem í heild er minni en örlítil auglýsing í dagblaði. Hjólhesturinn er líka víða lesinn, ekki aðeins meðal klúbbmeðlima heldur er honum dreift til allra bókasafna í landinu og til margra opinberra stofnana. Það hefur verið hægt að merkja að hann er víða lesinn því klúbbmeðlimir fá oft símtöl frá ófélagsbundnu fólki. Það er von allra hjólreiðamanna að verslunarfólk eigi eftir að bæta sig og hressi nú upp á söíumennskuna og fari að sýna meiri fagmertnsku. Ég hvet því verslunarfólk til að mæta á fundi Fjallahjólaklúbbsins og taka þátt í skoðanaskiptum. Magnús Bergsson

Hjáltna^kyldc^ eftír

Jákvæðar hliðar Eins og iyrr segir er ósanngjarnt að setja allar verslamr undir einn hatt. Sumir sölumenn hafa töluverða þekkingu og eiga það til að vera hreinskilrur og hafa einfaldlega viðurkennt það þegar þekkingu þrýtur í stað þess að láta út úr sér hreina steypu sem enginn skilur. Það þykk líka kostur að sölumenn geti vísað viðskiptavini til keppinauta þegar þek hafa ekki átt tiltekinn hlut til en vitað að hann er að finna annars staðar. Einstaka sölumenn hafa líka átt það til að taka þátt í hjólreiðakeppnum eða staðið að undirbúningi þeirra. Fjallahjólaklúbburinn er í raun að gera það sem verslanir ættu að gera, vera með áhugamannaklúbba og vekja áhuga meðal almennings um hjólreiðar. En í huga margra verslunareigenda virðist Fjallahjólaklúbburinn vera til óþurftar þar sem það verður til þess að vinnan í verslunum verður flóknari því kröfurnar verða meiri. Það verður þó að viðurkennast að hjólreiðaverslanir eiga stærstan þátt í því að Hjólhesturinn kemur út,

29

3. tölublað. 6. árgangur


HANNAÐ

HJOLIÐ

Rafalar fyrir reiðhjól. Fyrir ári síðan var lesendmn Hjólhestsins lofað grein um rafala á reiðhjól (dínamo). Heyrst hefur, að þeir væru tíl óþurftar og skemmdu grindur og dekk. í því er töluverður sannleikur, þar til komið er að nafrafölum. Helstu kostir þeirra er að þeir tapa aldrei gæðum sínum við mismunandi skilyrði, t.d. í snjó og rigningu, eins og hefðbunu raíalamir. Það er auðvelt að kveikja og slökkva á framljósinu. Einstakega lítð tap vegna núnings. Ekkert slit í rafal eða á dekki. Gersamlega hlj óðlaus. Langlífur án viðhalds. Snemma í sumar hitti ég þýskt hjólreiðafólk þar sem ég rak augun í ansi bústið og verklegt naf undir hjólum þeirra, hannað fyrir diskabremsur! Var það engin ofskynjun að þarna var á ferðinni "Schmidts Orginal Nabendinamo" sérsmíðað fyrir diskabremsu. Ég haíði áður rekið augun í góða dóma um þessa rafala en hafði þó takmarkaða trú á framleiðslunni þar sem ég hélt að þama væri á ferðinni enn eitt "dínamodraslíð" sem þó að sögn tímarita haíði betri nýtni en áður þekktist. Það var því kærkomið að fá að berja það augum og gera sér Ijóst að þama var á ferðinni þýsk hágæða-framleiðsla. Þetta varð ást við fyrstu sýn og eftir að hafa fengið hjá Þjóðverjunum ýmsar handhægar upplýsingar s.s. sima og fax númer hjá Schmidts og hvers vegna Schmidts nafið væri betra en eftirlíkingin frá Union (MARWI) ákvað ég að verða mér úti um eitt. Schmidts Qrginal Nabendinamo fékk ég í hendur um mitt sumar. Með því íylgdi Ijós frá Lumotec sem lítur ekki beinlínis út iyrir að vera merkilegt en átti eftir að koma verulega á óvart. I fyrstu var mér brugðið því ég gat ekki Hjólhesturinn

séð armað en að ekki væri hægt að komast að legunum til að smyrja þær. Ég reyndi því að sprauta óblönduðu Militec olíubæti undir gúmmifóðringuna meðfram öxlinum en allt kom fyrir ekki, olían virtist ekki rema í nafið. Á því var sú skýring að þetta naf á að vera viðhaldsfrítt enda með tveimur lokuðum iðnaðarlegum 629 2RS1 og pakkdósir fyrir utan þær. Ef svo ótrúlega vildí til að legumar færu þá er ætlast til að nafið verði sent til framleiðanda. Flangsarnir sem teinamir eru þræddir í eru úr póleruðu 6082 áli. Seglamir eru samarium-kobalt og eru 26 talsins. Öxullinn er lOmm gegnboraður úr hertu ryðfríu stáli og þyngdin er 610 gr. fyrir utan hraðtengi. Þá kom að því að nafinu var skellt undir hjólið. I þetta skiptið varð ferðahjólið íyrirvalinu. Þar sem ég haíði verið að leita að sólarrafhlöðum til að hlaða rafhlöður fyrir íerðaútvarpið datt mér íhugaðnýtaraíalimtilþessarna, Þarsonég \dldi ekki heldur missa möguleika á því að hafa Ijós á hjólinu þegar það stöðvaðist eða þegar komið væriítjaldiðþurftilikaóvoltaraihlöður. Rafallim þurfti því bæði að hlaða inn á 6 og 3 volta rafhlöður. Þannig gat ég sloppið við að burðast með hleðslutæki og þungar 4 Ah raflilöður sem ég hafði áður haft meðferðis. Þurfti ég því að mæla nafiðháttoglágtsvohannamættiréttanbúnað. í Ijós kom að hann getur gefið út ótrúlega háa spennu eða allt að 130 volt (peak to peak). Það var þó ekkert að óttast því þesá toppur var alveg afllaus. HámarksafköstreyndustverataíplegaS wött eða 700mA á 7 voltum RMS. Afköst rafalsins á 15 km hraða er 65% af fullum afköstum. Samrýmsist það þýskri reglugerð StVZO. Margir sem hafa notað 6 og 10 Watta 30


rafhlöðuljós myndu segja að þetta væri fremur daufijrljósabúnaður. Ensvoerekki,þósvoljósið hafi ekki ofurbjartan brennipunkt þá dreifir Lumotec Ijósið Ijósinu á hæfflega stóran og jafhan flöt fiaman við hj ólið. Það er reyndar svo góður ökugeisli að deila má um það hvort það sé betra enfyngreindó-lOWiafhlöðuljós. Tilhliðannaeru ekki áberandi línur, sem þvi miður eru allt of sýnilegarámöigumreiðhjólaljósum. Línurþessar leiða oft til svima og þreytu þegar hjólað er í þoku eða langar vegalengdir á óupplýstu landsvæði. Ljósið sést vel fráhlið og umhveifis Ijósspegilinn er endurskinshringur sem virkar mjög vel þegar bíllekurámóti. Ljósiðerþvífiábaatöryggistæki, jafiivel þegar peran tekur upp á því að springa En gekk það upp að láta rafalinn hlaða rafhlöðurumleiðogljóáðvarígangi? Svariðer já, en auðvitað var var lítil afgangsoika til að hlaða þegar kveikt var á Ijósinu. Því var rafallinn látinn hlaða á daginn þegar ekki þurfti að nota Ijósið. Rafhlöðumar voru Ni-Cad., annarsvegar 3 volt 0.6 mAh og hinsvegar 6 volt 1,8 Ah. Þar sem prófunin fór að mestu fram á vegslóðum á Sprengisandi og Kjöl komst hraðinn sjaldan yfir 20km/klst Því reyndisteifittaðnáfullrihleðslu á rafhlöðurnar fyrir útvarpið eftir að hafa drollað á hálendinu í tæplega viku tíma. Um leið og komið var til byggða var hasgt að auka hraðann og hleðsluna. Töluvert tap var í búnaðinum eða "deiliboxinu" því að það var ekki búið til úr heppilegustu Mutunum, en í megin dráttum er það afiiðill og viðnám til að skammta hleðslustrauminn í 3 volta rafhlöðuna. Ljósadíóður sem sögðu til um hvort spenna kæmi frá rafal, sýndu hleðslustraum á 3 volta rafhlöðu, hvort spema kaará M raflilöðu og hvort spenna vaai að Ijósi. Varistoramk voru til að taka háspennupúlsa og hlifabúnaði. Skiptirofistjómaðiþvíhvoitégvildi láta Ijósið lýsa aðeins með rafal eða rafal og raihlöðu eða aðeins hlaða raflilöður, auk þess að geta minnkað hleðslustrauminn á 3 volta rafhlöðu ef ég fceri mikið yfir 40km hraða. Sá möguleiki reyndist þó óþarfur auk möguleikans á að keyra Ijósið aðeins á rafhlöðum sem ég hélt að nýttist

þegar klífa þyrfti brattar brekkur því í raun finnur maður ekkert fyrir því begar rafallinn vinnur á fullum afköstum. Skiptirofinn heföi hinsvegar mátt bjóða upp á þann möguleika að tengja Ijósið beint inn á riðstraumin frá rafalnum svo Ijósið nýttist án tengsla við rafhlöðu þegar hjólið vasri teymtágönguhraðaogsparaþyrftiraíhlöðu. Þar semrafallimerbasði afllitill ogvinnurámjög lágri tíðni á fiillu álagi er ekki hægt að nota margteldið 1,4 til að fá raunspennu eftir afiiðun eins og við útreikninga á spennugjöfum, heldur féll spennan u.þ.b. 1,4 volt við að fara í gegn um þerman búnað. Þessufylgirkostursemersáaðperantær þá ekki meira en uppgeíha 6 volta spennu sem gefurhennilengralíf. Ókostuiinnerhiasvegarsá að hjóla þaif hraðar til að fa. sambaailega birtu án afiiðunar. I huga margra er þessi einfaldi búnaður flókinn og margir skilja liklega ekkert í því sem sagt hefur verið. Þessi búnaður á heldur ekkert heima á venjulegu reiðhjóli enda er allt það san flækir málið aðeins til þess fallið að mynda veika hlekki og það er ekki það sem hörmun reiðhj óls á að ganga út á. Því var alltaf sá möguleiki fyrir hendi að aftengja búnaðinn og tengja Ijósið beint inn á rafalinn án milliliða. En hvar er hægt að fá þessa rafala? Því miður em þeir ekki seldir hér á landi þar sem þeir eiu töluvert dýrari en heföbundnir tlöskuratalar. Miðaðvið nísku almennings við kaup á nothæfum Ijósum, þá va?ri líklegt að að þeir seldust aldrei. Úti í þýskalandikostar Schmidtrafallin 330 DM eða rúmlega 13.000 kr með Ijósi en þá á eftir að teina hann í gjörð. Union, Marwi rafallinn er á samaverði. Shimanoframleiðiródýranafrafalaí Nexus línunni og ættu beir að kosta hér á landi u.þ.b. 5-6 þús kr. Þar sem verslanir sýna þessu ekki áhuga er sú hugmynd í gangi að klúbburinn bjóði meðlimum Schmidt rafala til kaups á góðu verði. En ef af því á að verða þá verða áhugasamir að hafa samband við klúbbinn í síma/fax 562 0099 eða mberg@islandia.is Magnús Bergsson.

31

3. tölublað. 6. árgangur


Snorrabraut 60-105 Reykjavík • Sími S61 2045

Útgefandi: íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandiais - ifhk@mmedia.is Klúbbhúsið, Austurbugt 3, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Heimir H. Karlsson og Gísli Jónsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjómar-, ritnemdar- eða annarra félaga ÍFHK


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.