FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS 1. TÖLUBLAÐ 7. ÁRGANGUR. MARS 1998
HJÓLAREIN Í LONDON
NÝTT
NAFINU
Nýir afslættir fyrir skírteinishafa. Langar þig í skartgripi úr íslenskri flóru og það úr skíra gulli eða silfri? Þarft þú að gylla eða silfra einhvern hlut eða þarft þú bara að fá þér giftingarhring (enn og aftur)? Ef svo er þá býður Jón Tryggvi Þórsson gullsmiður skírteinsihöfum 15% afslátt, hvort heldur af kortaviðskiptum eða gegn staðgreiðslu. Jón rekur skartgripaverslunina Gullmótun að Reykjavíkurvegi 62, 220 Hafnarfirði. Sími 565 2650. Hver var að tala um að gylla afturskiptinn? Verslunin Frísport veitir klúbbmeðlimum nú einnig afslætti, 15% við staðgreiðslu og 10% með korti. Verslunin Frísport hefur stundum gengið undir nafninu Nike búðin enda ekki að ástæðulausu því þarna er að finna ýmsar spennandi vörur frá Nike og öðrum. Þar má finna fatnað úr efnum sem henta mjög vel til hjólreiða og hiklaust er hægt að mæla með. Nike framleiðir líka mikið úrval af hjólreiðaskóm fyrir fjallahjólreiðar jafnt sem götuhjólreiðar. Það ættu því allir að líta á úrvalið þó svo að samtök verslunareiganda við Laugaveg hafi sett bann við hjólreiðum um gangstéttir Laugavegs fyrir neðan Hlemm. Verslunin Frísport er á Laugavegi 6, Reykjavík. Sími 562 3811 - MB Kvöldferðir Íslenska Fjallahjólaklúbbs Ég sem þetta rita, hef hjólað fyrir kvöldferðum hins almenna hjólknýanda, í viku hverri sumarlangt. Á liðnu sumri var Heimir Karlsson, vaskur norðanmaður, með aðra hverja ferð á móti mér. Heimi og öllum þátttakendum vil ég þakka þessar samverustundir og vonast til að samfylgdin Hjólhesturinn
2
komandi sumar verði enn meiri. Nú hef ég boðist til að hjóla fyrir ferðum á komandi sumri frá og með þriðjudeginum 5. maí og hvern þriðjudag út september. Brottför í ferðir mínar verður frá vesturenda skiptistöðvar S.V.R. í Mjódd. Þangað og þaðan má komast með strætisvögnum ef aðstæður krefjast. Brottafarartími er kl. 20:00 og að venju verður hjólað um hin ýmsu borgarhverfi, nágrenni borgarinnar og í nærliggjandi bæjarfélög eftir aðstæðum. Vilji einhverjir aðstoða mig og hjóla fyrir einni og einni ferð eða koma upp hjólahópum í sínu bæjarfélagi eða hverfi mun ég fúslega veita þá aðstoð sem ég get. Þátttökugjöld eru engin enda hver þátttakandi á eigin ábyrgð. Þátttakendur eru hvattir til að ganga í Íslenska Fjallahjólaklúbbinn og nýta sér þau fríðindi sem því fylgja og njóta þeirrar fræðslu sem hann veitir. Með þessum orðum vil ég óska ykkur góðs ferða- og heilsubótarsumars. Björn Finnsson (S:587 1186) Félagsgjöld 1998 Þann 1. apríl n.k. hefst nýtt skírteinisár og því fylgir gíróseðill þessu fréttabréfi. Það er klúbbnum afar mikils virði að sem flestir sjái sér fært að greiða félagsgjöldin sem allra fyrst. Þó allt klúbbstarfið sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ýmis kostnaður sem fylgir því að halda úti svona starfsemi t.d. fréttabréfið Hjólhesturinn og hagsmunabarátta hjólreiðafólks. Margir hafa meiri áhuga á því að vita hvað þeir í “raun og veru” fái fyrir 1500 krónurnar. Þeir fá auðvitað mest sem taka þátt í starfseminni en hiklaust er hægt að
segja að um leið og verslað er í einhverri verslun sem býður skírteinishöfum afslátt þá er félagsaðild farin að borga sig. Auk þess kemur klúbburinn til móts við skírteinishafa þegar farnar eru lengri ferðir og minnkar kostnað sem þeim fylgir. Einnig er vert að athuga að klúbburinn býður aðeins skírteinishöfum upp á sérpöntunarþjónustu. Þar er hægt að verða sér úti um ýmsar nauðsynjar sem verslanir bjóða ekki upp á, á mjög lágum verðum. Í sumar verða menn á ferð og flugi og viðbúið að ekki verði send út skírteini í nokkrar vikur meðan við skreppum í sumarfrí. Látum því ekki dragast að greiða félagsgjöldin. MB KONUR KONUR Nú er komið að því að skrafa og skeggræða. Hittumst í húsakynnum klúbbsins Austurbugt 3, mánudaginn 30. mars kl. 20. Ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja eða átt eitthvað sem reynst hefur vel (töskur, föt eða annan útbúnað ) og getur sýnt okkur hinum, þá er það vel þegið. En endilega láttu sjá þig. Te og kaffi á staðnum. Alda Jóns (sími 568 3436) Framkvæmdir í Reykjavík 1998 Undanfarið hefur borgarstjóri Reykjavíkur haldið hverfafundi í öllum hverfum borgarinnar til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir og hlusta eftir hvað borgarbúar hafa að segja. Þessir fundir hafa gefið borgarbúum
kærkomið tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við borgarstjórnvöld með þægilegum óformlegum hætti og er það óskandi að þessum fundum verði haldið áfram hvernig sem fer í kosningunum í vor. Eins og venjulega eru það umferðarmálin sem mest er kvartað yfir, of mikil umferð, of mikill hávaði, ekki næg stæði fyrir alla bílana og börnum ekki hægt að hleypa úr húsi vegna hættunnar sem af bílunum stafar. Undanfarin ár hefur töluverð hugarfarsbreyting átt sér stað í skipulagsmálum sem best kemur fram í Aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var af öllum flokkum. Þar er gert ráð fyrir að bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi um borgina og hefur töluvert starf verið unnið nú þegar. Í ár verður haldið áfram á sömu braut og er fyrirhugað að lagfæra stíga meðfram Miklubraut, ganga frá leiðinni við flugvöllinn í Skerjafirði, áfram unnið í stígnum við Sæbraut og ný stígatenging kemur milli Bústaðavegar og Sæbrautar. Áætlað er að setja göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Sóltún til að tengja íbúðarhverfin sitthvoru megin ásamt því að vinna áfram að lagfæringum víðsvegar um borgina. 1999 er síðan áætlað að setja göngubrú yfir Miklubraut við Breiðagerði um leið og opnuð verða mislg gatnamót yfir í Skeiðarvog. Einnig er áætluð brú yfir Kringlumýrarbraut við Hamrahlíð og verið er að reyna að koma samtals 13 göngu- og hjólabrúm inn á fjögurra ára vegaáætlun
Útgefandi:
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Klúbbhúsið, Austurbugt 3, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Heimasíða: www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandia.is - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Magnús Bergsson, Gísli J Guðmundsson, Lára Sturludóttir, Jónas Guðmundsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 3
1. tölublað. 7. árgangur
ríkisins sem verið er að vinna á Alþingi en það er ríkissjóður sem borgar þessar brýr yfir þjóðvegina í borginni og framkvæmdir háðar fjárveitingu og samþykki Alþingis. Páll Guðjónsson.
upplýsingar veitir Markaðsdeild Löggildingarstofu í síma 568 1122 og vefsíður www.shimano.com/cycling/ default.html og www.mtbr.com/hotnews/ hotnews_recalls.html MB.
Ertu með netfang? Klúbburinn þarf að leita allra leiða til að ná til félaga sinna á sem ódýrastan hátt. Þar sem sífellt fleiri hafa aðgang að tölvupósti þá stendur til að skrá öll netföng klúbbmeðlima svo að hægt verði að ná til sem flestra á sem skemmstum tíma. Þetta mun spara órtúlegan tíma fyrir þá sem þurfa að koma skilaboðum eða fréttum til meðlima. Það mun líka spara símakostnað sem sífellt fer hækkandi og það er síður hætta á að einhverjir missi af því sem er á döfinni aðeins vegna þess að hann eða hún var ekki heima þegar hringt var út. Klúbburinn hvetur því alla sem hafa aðgang að tölvupósti að senda klúbbnum, mberg@islandia.is sitt netfang, fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Það verður þá líka notað til að leiðrétta félagatalið sem sífellt þarfnast endurskoðunar. MB
Athyglisverð vefsíða og útvarpsþættir. Upplýsingar um skaðsemi bílsins gagnvart umhverfi, náttúru og mannfólki geta ekki talist aðgengilegar fyrir almenning enda gæti það truflað starfsemi fjársterkra aðila. Því er öðruvísi háttað þegar maður kemst inn á stjórnlaust Internetið þar sem efnaðir, sem minna efnaðir, hafa jafna möguleika á að tjá skoðanir sínar. Þar sér maður loks það sem maður hélt að væri kannski ekki til, eftir að hafa fylgst með íslenskum fjölmiðlum sem flestir virðast vera fjármagnaðar með endalausum bílaauglýsingum. Þar má til dæmis nefna “Friends of the earth”, náttúruverndarsamtök sem hafa ekki enn látið bílamafíuna eða olíufélögin múta sér. Á heimasíðu þeirra er hægt að fá athyglisverðar staðreyndir í myndum, hljóði og texta. Þarna er allt það sem fjölmiðlar tala sem minnst um vegna auglýsingahagsmuna. Slóðin er http:// www.foe.co.uk/ Ríkisútvarpið Rás 1 er af mörgum misskilin rás vegna gamalla fordóma. Þar er að finna mjög góða útvarpsþætti s.s.; Samfélagið í nærmynd, sem er alla virka daga nema þriðjudaga og Út um græna grundu, á laugardagsmorgnum og miðvikudagskvöldum. Þessir þættir fjalla mikið um náttúru og umhverfismál, sem sjaldnast er að finna á öðrum útvarpsstöðvum. MB
Gölluð vara Shimano hefur þuft að innkalla meira en eina miljón gallaðra sveifa í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækinu hafa borist 630 skýrslur um brotnar sveifar sem leitt hafa til 22 slysa. Um er að ræða ALTUS, ACERA-X og ALIVIO sveifar með framleiðslunúmerunum FC-CT90, FC-M290 og FC-MC12. Þessi númer er að finna að innanverðu við hægri sveifararminn. Þessar sveifar er að finna á ódýrari hjólum frá flestum reiðhjólaframleiðendum frá og með árinu 1994. Hjólreiðafólk er eindregið hvatt til að athuga hvort undir hjólinu leynist sveifar með einhverju þessara framleiðslunúmera. Ef svo er þá ætti fólk að hafa samband við söluaðila hjólsins og fá nýjar sambærilegar sveifar því að kostnaðarlausu. Nánari Hjólhesturinn
4
Århus: “Bike-Bus-´ters” eru að koma! Jörgen Bunde, umferðafulltrúi í Århus, sem er 268.000 íbúa dönsk borg ætlar að gera hjólreiðar ánægjulegar. Honum finnst
ótækt að þegar fólk ákveður farartæki dagsins þá skuli bíllinn alltaf hafa vinninginn. Þetta hefur breyst í Århus, að minnsta kosti fyrir þá 200 manns sem taka þátt í BikeBus´ters Project. Umferðavísindamenn háskólans völdu þetta fólk úr 1700 manna úrtaki. Skráður var blóðþrýstingur, þyngd, kólesteról og einbeitni bílstjóra, sem kom illa út. Borgaryfirvöld gerðu þessu fólki góð tilboð, í samvinnu við umferðaráðuneyti og umhverfisskrifstofur. Allir þátttakendur fengu fullbúin vönduð ný hjól, regnföt, barnastól, ókeypis viðgerðaþjónustu og árskort í strætó. Þessir Bike-Bus´ters æfa núna daglega með því að hjóla til vinnu, versla eða heimsækja vini og kunninga. Fólkinu líður orðið miklu betur. Á tveggja mánaða fresti kemur út blað um nýja lifnaðarhætti hjá Bike-Bus´ters. Áhugi blaðafólks á þessu er mikill. Sumir blaðamanna fylgjast jafnvel með þátttakendum skref fyrir skref. Þessi tilraun kostaði um 10 milljónir kr. og styrktaraðilar voru dönsku umhverfisverndarsamtökin, umferðar-ráðaneytið og Århus. Einnig styrktu dönsku hjartaverndarsamtökin, hjólasamtök, samtök hjólreiðaverslana og lögreglan þessa tilraun. Hjólreiðaverslanir hafa grætt 8 mill. kr. með aukinni sölu. Borgarstjórinn hefur fleiri hugmyndir eins og þær að láta þátttakendur hafa hanska þegar kólnar í veðri. Núna er hann að hugsa um að senda þeim handklæði með Bike-Bus´ters áletrun á þannig að þegar fólk þurrkar sér eftir sturtu og hugsar það “hjól eða bíll?”. Þessi áletrun gæti skorið úr um það hvort þeir verði alvöru Bike-Bus´ters eða ekki? Þýtt úr austurríska hjólasamtakablaðinu “Drahtesel” 2/96. Kalli “Cannondale” og Karen í Austurríki Verðlækkun Í febrúarhefti MBR (Mountain Bike Rider) er sagt frá því að verð á reiðhjólum muni falla
umtalsvert á árinu 1998. Sýnd eru dæmi um verðlækkanir frá 3% í allt að 20 %. Breytt gengi gjaldmiðla, aukin samkeppni og ekki síður verðlækkanir frá framleiðendum eins og Shimano eru ástæður þessara verðlækkana. Þessar verðlækkanir hafa haft áhrif á verðlag á notuðum hjólum í Bretlandi, svo nú er hægt að gera verulega góð kaup ef fólk á heima þar. Eftir samtal við sölufólk verslana hér á landi kom það í ljós að einnig megi búast við allt að 20% verðlækkanir á hjólum hér á landi en eins og í Bretlandi getur það orðið misjafnt milli hjólategunda og almennt mun verðið fremur standa í stað heldur en hitt. Hjólreiðafólk ætti að fylgjst vel með því allar verðlækkanir auka möguleikann á því að eignast sér hjól fyrir bleytuna og slappið, annað vel græjað fyrir ferðalögin, eitt fislétt fyrir góða veðrið og enn annað fyrir… MB Til sölu Stelpnahjól fyrir 5- 6 ára mjög vel með farið, keypt í Fálkanum , gíralaust og er það stórt að ekki er hægt að nota hjálpardekk. Verð 6.000kr. Uppýsingar í síma 568 3436, Alda Jóns. Athugasemd við miðhálendisskipulagið. Í seinasta Hjólhesti var auglýst eftir fólki sem vildi taka það að sér að gera athugasemd við miðhálendisskipulagið. Af nógu er að taka. Á aðalfundi klúbbsins 6. nóvember, gáfu sig fram þrjár konur; Alda Jónsdóttir, Dagný Indriðadóttir og Helga Jónsdóttir. Það mátti ekki tæpara standa því lestur bókmenntanna sem fjölluðu um þetta mál var mikill að vexti og ekki beinlínis snögglesinn. Á fundi 27. nóvember var fjallað um þetta mál og gátu klúbbmeðlimir þar viðrað skoðanir sínar. Eins og búast mátti við voru skiptar skoðanir. Var m.a. fjallað um mengun frá virkjunum og ferðamönnum, nýtingu hálendisins og skipulagningu og hugmyndina að þjóðgarði. Þó voru nær allir sammála um að vernda ætti þau ósnortnu landsvæði sem eftir eru, því ekki 5
1. tölublað. 7. árgangur
væri af miklu að taka. Þó öllum aðilum, nema þá hugsanlega þeim sem hlynntir eru virkjanaframkvæmdum, þætti skilafrestur á athugasemdum vera naumur, þá var á seinasta degi skilað inn athugasemd við skipalag miðhálendissins sem hægt er að skoða á heimasíðu klúbbsins. MB. Nesjavallaferð : Ferð fyrir alla Hjólum á Nesjavelli hver með sínu nefi eða í hópum. Við getum raðað okkur saman í hópa eftir getu eða félagsskap. Höfum með okkur grillmat og “grillolíu”, snæðum saman og munum eftir baðgræjunum. A hópur: Spítt Öryggið er allt: Hemla í lagi, hjálm og ljós hljómandi bjöllu og tannhjólarós, keðju og fótstig, þú ferð af stað finnur að bætir heilsuna það. Varúðartækin þín vernda og bæta vegfarendanna munu þau gæta, tillitssemin er trúnaðar virði en taumleysi ekki um aðra hirði. Hjólreiðamaðurinn hjálpar og bætir hjólvana sálum sem að hann mætir kynnir þeim lífið í kolsýru mekki kennir að gera svo andrúmsloft, ekki en hreinlega njóta ferska og fríska, því framundan blasir við hjólalífstíska. Björn Finnsson
Ýmis heiti hjóla og búnaðar, með skýringum stinningur mýkilaust hjól stýrmýkill stýri á mýkifestingu harðrassi hjól með mýkikvísl hálfmýkill hjól með mýkikvísl eða bakmýkli rassmýkill sætisstöng með mýkli mýkikvísl gaffall með mýkli/mýklum almýkill hjól með bakmýkli og mýkikvísl bakmýkill mýkill á afturhluta hjóls mýkill dempari Á stinningi stíga flestir en stýrmýkill léttir hald, harðrassar haldnir brestir, hálfmýkill veitir vald.
Mannöflin: Í mannöflum máttur er falinn mikill sem virkja má ef lífsmáti lifandi er valinn og linkunni vísað frá. Hjólhestur herðir og stælir hamingjan flæðir um æð, leiða og leti það bælir en lyftir frelsisins hæð. Björn Finnsson
Hjólhesturinn
ferð með einhverjum krókum. B hópur: Hæfileg fjölskylduferð. Þeir sem ekki treysta sér báðar leiðir geta látið skutla sér á Nesjavelli, teymt upp Hengilinn og hjólað í bæinn með góðri kaffipásu á sunnudeginum. Gisting í Nesbúð. Svefnpokapláss eða uppábúin rúm. Pottur - Sturtur – Gasgrill – Veitingasala – Morgunverður 600 kr – Áhöld v/grillmatar 250 kr Pantið tímanlega gistingu og látið vita að þið eruð með Fjallahjólaklúbbnum. Alda Jóns.
Bakmýkill - rassmýkli betri beri hann mýkikvísl. Almýkill eflist að vetri við alskonar hjóla sýsl. Björn Finnsson
6
Landsamtök Hjólreiðamanna Landsamtök Hjólreiðamanna héldu aðalfund þann 26/2/98 og var þar kosin ný stjórn: Gunnlaugur Jónasson (S:552 9696 fax: 5621695) - formaður, Þorsteinn G. Gunnarsson - varaformaður, Guðrún Valtýsdóttir - gjaldkeri, Björn Finnsson ritari og Arnór Helgason, varamenn eru: Óskar Dýrmundur Ólafsson og Páll Guðjónsson Skýrsla formanns LHM 26. feb. ´98 Frá því að að Landssamtök hjólreiðamanna voru stofnuð þá hefur framgangur félagsins að mestu leyti takmarkast við það að koma á þeim tengingum sem þörf er á gagnvart opinberum aðilum. Til að samfagna okkur við stofnun Landssamtakanna þá var formanni ECF (European cyclist federation), Thomas Kraag, boðið til landsins. Hr. Kraag, sem er jafnframt framkvæmdastjóri danska hjólreiðasambandsins, lýsti starfi samtaka á meginlandinu og heimsótti flestar þær opinberu stofnanir sem sinna atriðum sem snerta hagsmuni hjólreiðamanna. Heimsóttum við meðal annars Svavar Gestsson þingmann. Hafði Svavar kynnt sér málefni hjólreiðamanna hérlendis og erlendis. Magnús Bergsson, formaður íslenska fjallahjólaklúbbsins, fór svo með hann í rammíslenska vetrarferð í 10 stiga frosti upp í Bláfjöll. Eftir bréfaskriftir við dómsmálaráðuneytið þá fengu landssamtökin skipaðan aðal- og varafulltrúa í Umferðarráð. Björn Finnsson sem aðalfulltrúa og Guðrúnu Valtýsdóttur sem varafulltrúa. Formaður landssamtakanna hefur svo verið kallaður til ráðgjafar í málefnum hjólreiðamanna. Sem dæmi var nýlega haldinn fundur með fulltrúum allra
nágrannasveitarfélaganna þar sem vandræði ferðamanna á leiðinni frá Keflavík inn til Reykjavíkur voru rædd. Á fundinum var í kjölfarið send bókun til skipulags- og umferðarnefndar sem styður sjónarmið þeirra sem vilja hjóla. Þegar lög um hjálmaskyldu voru sett á mættu fulltrúar LHM á athöfn í Laugardalnum þar sem dómsmálaráðherra sýndi gott fordæmi og hjólaði stuttan hring, með hjálm. Er ný stjórn boðin velkomin til starfa. Með kveðju Óskar Dýrmundur Ólafsson Formaður LHM feb. 1996 – feb. 1998 Aðalfundur HFR Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) hélt sinn aðalfund 4. mars síðastliðin. Fyrir þá sem það ekki vita, er HFR íþróttafélag sem sér um hjólreiðakeppnir af ýmsum toga. Sögu félagsins má rekja aftur til ársins 1924. Hefur það starfað með hléum en félagið eins og við þekkjum það í dag var endurvakið upp úr keppnisdeild Íslenska Fjallahjólaklúbbsins vorið 1993. Síðastliðið sumar var starfsemin í lágmarki vegna dræmrar þátttöku en vonandi mun nýrri stjórn takast að vekja áhuga landsmanna á hjólreiðakeppnum. Í sumar á að stokka upp í starfinu og einbeita kröftum félagsins að þeim keppnum sem hafa notið einhverrar líðhylli auk þess sem félagið mun standa fyrir æfingum við allra hæfi. Í nýja stjórn voru kosnir Remy Spiller, Guðmundur Guðmundsson, Steingrímur Ólafsson, Gunnlaugur Jónason og Jens V. Kristjánsson tók sæti formanns. Varamenn eru Martial Nardeau og Kristin R. Kristinsson.
7
1. tölublað. 7. árgangur
Dagskrá Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 1998 Nýjungar í dagskrá Ferðanefndin hefur fundað nokkuð oft undanfarna mánuði og tekið ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi dagskrár með því að hafa færri skipulagða dagskrárliði þar en ákveða fleiri dagskrárliði með skömmum fyrirvara og þá helst á fundunum sem haldnir eru alla fimmtudaga í klúbbhúsinu okkar að Austurbugt 3, þar sem við höfum opið hús frá kl. 20 og frameftir. Í klúbbhúsinu er mappa sem fengið hefur nafnið “NAFIД. Í henni eru upplýsingar um einstakar ferðir og uppákomur s.s. fyrirkomulag, leiðalýsingar og fararstjóra. Hægt er að skrá sig í “Nafið” í einstakar ferðir með góðum fyrirvara til að tryggja sér örugga þátttöku og auðvelda okkur undirbúninginn. Þar er hægt að skrá sig í símahring og á þann hátt fá tækifæri til þess að fara í allar ferðir sem ákveðnar eru með skömmum fyrirvara. Einnig verður hægt að skrá sig og óska eftir ýmsum námskeiðum um hvaðeina sem tengist reiðhjólum og ferðalögum. Mörgum hefur þótt erfitt að finna ferðafélaga en nú verður hægt að skrá sig á lista og óska eftir ferðafélögum eða leita ferðafélaga í sumarleyfisferðina jafnt innansem utanlands. Þeir sem eru á annað borð að fara í ferðalög til útlanda geta fengið upplýsingar um ýmsar uppákomur tengdar hjólreiðum í nágrannalöndunum. Það er því bara að mæta á fundi og fylgjast með. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að láta fólk greiða staðfestingargjald í ferðir, 1.000 krónur, í síðastalagi á fimmtudagsfundi þegar fara á í lengri ferðir þar sem greiða þarf þátttökugjald vegna kostnaðar. Afganginn Hjólhesturinn
8
verður svo að greiða við brottför. Félagsmenn fá 500 kr. afslátt af slíkum ferðum og því þurfa þeir að muna eftir félagsskírteininu. Mynnt skal á að eins og áður er skylda að nota hjálma í ferðum klúbbsins og æskilegt að fólk komi á fund fyrir ferð og kynni sér nánar ferðatilhögun, hvaða útbúnað þarf að hafa með og leyfi okkur að líta yfir hjólið ef einhverra lagfæringa skyldi vera þörf, sérstaklega ef viðkomandi hefur ekki farið áður í ferð með klúbbnum. Góður undirbúningur er lykill að vel heppnaðri ferð. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum klúbbsins. Reiknað er með að fólk sé í þokkalegu formi í ferðum klúbbsins og er þá gott að prófa fyrst að fara stóran Heiðmerkurhring og næst Bláfjallahring. Þeir sem ráða við Bláfjallahringinn ættu að vera klárir í allar ferðir klúbbsins. Kvöldferðir klúbbsins úr Mjóddinni halda áfram í sumar með svipuðu sniði og síðastliðið sumar eins og kemur fram á bls. 2 og mynna má á þrjár auðveldar ferðir sem henta vel nýliðum; Nesjavallaferðin, Skorradalsmótið og Veiðivatnaferðin. Námskeið og kynningar verða ákveðin eftir áhuga fólks. Klúbburinn getur með skömmum fyrirvara haldið viðgerðarnámskeið allt frá því að þvo hjólið yfir í það að endurnýja dempara. Hið árvissa ferðanámskeið er það eina sem getið er um í dagskránni. Fólk skráir sig í önnur námskeið og kemur með sérstakar óskir um námskeiðahald í hina fyrrgreindu möppu, NAFIÐ. Námskeiðin eru ekki endilega bundin við fimmtudagskvöld og því ættu þeir sem ekki geta mætt á fimmtudagsfundi að hafa samband við klúbbinn sem fyrst. Magnús Bergsson.
Atburðaalmanak 1998 1. febrúar. 30. mars. 9-13. apríl. 23. apríl. 27. apríl. 1-3. maí. 17. maí. 23-24. maí.
Okkar árlega janúarferð velheppnuð í veðurblíðu að venju. Kvennafundur. Aðeins ætlaður konum. Spáð og spekúlerað í ró og næði. Óvissuferð um páskana. Trússferð þar sem gist verður í skála. Sumardagurinn fyrsti. Mætum öll með köku í klúbbhúsið og borðum yfir okkur. Kvennafundur. Aðeins ætlaður konum. Hjólin yfirfarin, spáð og spekúlerað. Óvissuferð. Skipulögð eftir veðri, vindum og færð á fundinum 30. apríl. Hjóldagurinn í samvinnu við Íþróttir Fyrir Alla. Eitthvað fyrir alla. Fjölskylduferð til Nesjavalla. Gist í Nesbúð eða tjaldi. Í ferðinni verður fylgdarbíll til aðstoðar. Undirbúningur á fundi 21. maí. Sjá bls. 6 30. maí -1. júní. Hvítasunnuferð á Reykjanes. Fyrirkomulag ferðar verður ákveðið á fundi 28. maí. 11. júní. Ferðanámskeið. Farið verður yfir alla helstu þætti er varða ferðalög á reiðhjólum. Hvað virkar, hvað virkar ekki - lærið af reynslu annarra. 17. júní. Hópferð úr Elliðaárdal niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem tekið verður þátt í hátíðarhöldum dagsins. Ferðin er í samvinnu við Íþróttir fyrir alla. 19-21. júní. Skorradalsmót. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna í frábæru umhverfi. Þar sem hjólreiðafólk er að missa Akraborgina gæti þetta verið síðasta Skorradalsmótið og því má engin missa af þessu! Mótsgestir ráða því hvort þeir gista í skálanum eða tjaldi. Mótið er haldið í samvinnu við Skátfélag Akraness. Undirbúningur verður á fundi 18. júní. 8.-13 júlí. 6 daga fjallahjólaferð um suðurland í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Skráning og nánari upplýsingar hjá Ferðafélagi Íslands í síma 568 2533. 15. júlí. Akraborgin kvödd með trega. Hjólreiðafólk mætir niður á höfn í síðustu viðkomu Akraborgar í Reykjavíkurhöfn og kveður hana með sæmd. Á fimmtudagsfundi fyrir þennan dag verður ákveðið hvort í framhaldi verði farin ferð um Vesturland. 21-23. ág. Veiðivatnaferð. Á föstudagskvöldi verður ekið með hópinn upp í Veiðivötn þar sem gist verður í skála. Á laugardegi getur fólk hjólað um stórfenglegt umhverfi. Á sunnudegi verður svo hjólað áleiðis heim þangað til bíllinn nær hópnum. Takmarkaður fjöldi kemst í þessa ferð svo það borgar sig að skrá sig í tíma. Undirbúningur verður á fundi 20. ágúst. 11-13. sept. Fjallabaksferð. Ferðin sem fæstir vilja missa af. Farið verður um nýja slóða að fjallabaki. Gist í skálum. Nánari ferðatilhögun ákveðin á fundi 10. september. 5. nóv. Aðalfundur. Fólk hvatt til að mæta og hafa áhrif á félagsstarfið. 14. nóv. Uppskeruhátíð. Fögnum liðnu starfsári. 21. des. Vetrarsólstöður. Að vanda verður heljarinnar kökuveisla í klúbbhúsinu. Nánari upplýsingar um einstaka dagskrárliði verða settar á heimasíðu klúbbsins þegar nær dregur og einnig um breytingar á dagskrá eða nýja dagskrárliði eftir því sem við á. 9
1. tölublað. 7. árgangur
FERLIMÁL
Í FORGANG
Útivist fyrir alla Þó lítið hafi sést til sérhannaðra reiðhjóla fyrir fatlaða hérlendis ennþá, er nú búið að laga nokkrar leiðir í Reykjavíkurborg það mikið að það ætti að vera orðið raunhæft að taka svona hjól í notkun hér. Það eru ekki allir sem geta notið útivistar með eigin afli og notið þess að finna vindinn leika um sig meðan geyst er um skemmtilegar útsýnisleiðir. Nokkur sérsmíðuð hjól eru þó til fyrirhérlendis, t.d. er einn höfn og góður Hvergerðingur fatlaðir fá sem þeysist um allt aukin tækifæri til að Suðurland á sínu komast um umhverfi sitt handknúna þríhjóli. og taka þátt í daglegu lífi Sérhönnuð hjól eru ýmiskonar, fjölskyldunnar utan heimilisis. hér eru myndir af Rollfiets hjólinu sem Margir sem bundnir eru við er í raun sterkbyggður hjólastóll sem nota má hjólastól eru þó það hraustir að þeir einan og sér eins og aðra geta nýtt sér handknúin þríhjól eins hjólastóla en líka tengja aftan á og t.d. það sem sést hér á myndinni. Einnig eru margir sem eiga erfitt um gang sem gætu nýtt sér þríhjól eins og t.d. þetta á myndinni, þar sem ekki þarf að halda jafnvægi og hægt er
að fara e i n s rólega yfir eins og hverjum hentar. Víða erlendis eiga félagasamtök ýmis svona sérhönnuð hjól og
hann reiðhjól sem aðstoðarmaður drífur áfram. Þannig getur fjölskyldan skroppið í hjólaferð með lítilli Hjólhesturinn
10
sjálfboðaliðar sjá um að hjálpa fötluðum til að njóta þeirrar frelsistilfinningar sem útivist gefur og frelsi er nokkuð sem allir ættu að fá að njóta. Ekki má heldur gleyma tveggjamanna tandem hjólum sem henta sérlega vel fyrir blinda eins og ferðasaga Arnórs og Elínar bar gott vitni um hér í Hjólhestinum í fyrra. Það skemmtilega við öll þessi hjól er að þau eru fjöldaframleidd og hægt að kaupa tilbúin eða aðlöguð að þörfum hvers og eins. Á heimasíðu klúbbsins www.mmedia.is/ifhk er hægt að skoða fleiri myndir af þessum skemmtilegu farartækjum og þar eru einnig tengingar á heimasíður þessarra og fleiri framleiðenda. Einnig eigum við frekari upplýsingar um þessi mál í bókasafninu okkar en það verður að viðurkennast að leiguhúsnæðið okkar býður ekki upp á aðgengi fyrir hjólastóla. Gaman væri að fá reynslusögur þeirra sem reynslu hafa af svona óvenjulegum hjólum. Páll Guðjónsson.
The windcheetah 11
1. tölublað. 7. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Fjölskylduferð um Kjöl Undirbúningsferð til Þingvalla Veturinn 1993 fórum við að tala um að gaman gæti verið að hjóla Kjöl og þá öll fjölskyldan (Pétur, ég og Sandra 3 ára). Eftir því sem nær dró leist Pétri verr á hugmyndina þar sem hann hafði hjólað þetta áður og fannst þetta ekki vera ferð fyrir börn eða konur í engu hjólaformi. En þar sem hugmyndin var komin varð “kerlingunni” ekki snúið. Við vorum í fríi allan júlí, þökk sé dagheimilinu, svo að nú var bara að fá gott veður. 10. júlí var spáin góð og ákváðum við að hjóla til Þingvalla daginn eftir til að prófa hvernig barninu reiddi af og farangurinn kæmi út. Við áttum ekki töskur og bundum allt í pokum á hjólin með snæri. Er mjög gaman að skoða myndir af útbúnaðinum núna þegar við eigum betri græjur og kaupum okkur alltaf það sem fer lítið fyrir og er létt. En þetta var í þá gömlu daga. Við hjóluðum af stað upp úr hádegi og miðaði vel í átt að Mosfellsbæ en þá fór heimasætan að dotta og lítið annað að gera en að leggja hana upp á vatnsstokkinn sem liggur meðfram veginum og leyfa henni að sofa. Við vorum með hana á sæti á þverstönginni en ekki í stól aftan á eins og oftast er. Var þetta bæði gott og slæmt því við urðum að stoppa ef hún sofnaði en hún var í góðu spjallsambandi við okkur og sá vel. Eftir þetta svefnstopp gekk ferðin vel með stuttum pásum og kexáti. Við komum til Þingvalla um kl. 1830 og tjölduðum. Svo voru auðvitað settar Hjólhesturinn
12
lambasneiðar á grillið með kartöflusalati og öllu tilheyrandi og notið vel. Það birtist gestur í afgangana, var það Kalli, bróðir Péturs, sem var að koma úr “smá” hjólaferð með FORINGJANUM Magga Bergs. Eitthvað hafði ferðin orðið lengri en til stóð og hann orðinn svangur. Það var gengið snemma til náða enda allir passlega þreyttir og ánægðir.
ÚR UNDIRBÚNINGSFERÐINNI Heimferðin gekk í alla staði vel. Mættum við glaðbeittu pari á tvímenningshjóli sem veifaði mikið, maðurinn þóttist ekkert hjóla og sat á hjólinu eins og greifi, á meðan konan puðaði og áttum við ekki von á að þau væru að fara langt en við hinsvegar ákváðum við að leggja í Kjalferðina. Planið var Reykjavík Þingvellir. Þingvellir - Laugarvatn. Laugarvatn - c.a.Bláfell. Bláfell Hveravellir (þar sem Sandra yrði sótt). Hveravellir - Bólstaðarhlíð. Bólstaðarhlíð Sauðárkrókur.
Kjalferð Fimmtudaginn 15. júlí var fín spá hér fyrir sunnan en kalt fyrir norðan og allir búnir að jafna sig eftir Þingvalla ferðina. Við fengum lánaðar töskur og vorum vel útbúin, með hlý föt og úthugsaðan mat. Kalli bauðst til að skutla Söndru og dótinu okkar eftir vinnu (kl. 17) á eftir okkur. Þá yrðum við líklega komin yfir Lyngdalsheiðina sem gott væri fyrir Söndru að sleppa við. Var tekinn til grillmatur og settur með í bílinn svo að Kalli fengi allavega gott að borða fyrir snúninginn.
VATNSPÁSA Við lögðum af stað um kl. 11 og hjóluðum upp í Mosfellsdal í mótvindi. Þar vildi “kerlingin” fá góða vatnspásu en ekki leist Pétri vel á það ef þetta væri það sem koma skyldi. Þ.e. vatnspása strax við bæjardyrnar og benti á að við værum frekar að flýta okkur til að komast til Laugarvatns áður en Sandra og Kalli kæmu. Þegar ég stoppaði til að drekka fannst Pétri nóg um og hefur kallað mig “Svelginn”eða “Niðurfallið” æ síðan í okkar hjólaferðum, þar sem ég drekk alltaf vatnið mitt og hans líka meðan hann fær sér 2-3 sopa. Við hjóluðum til Þingvalla og yfir Lyngdalsheiðina þar sem við mættum stórum hrossarekstri og lentum í miklu mýskýi. Við náðum á Laugarvatn kl. 17 og meira
að segja Pétur var nokkuð ánægður. Við ákváðum að hjóla lengra þar sem veðrið var frábært, formið gott og Kalli rétt að hætta í vinnu, og því bið á að þau kæmu. Við hjóluðum að Geysi og vorum þar kl. 19, þá voru að baki 104 km. sem ekki höfðu reynst erfiðir. Þó ég hafi aldrei hjólað svona langt áður höfðu veðrið, vegurinn og lítil umferð sitt að segja. Eftir langa bið í svitalyktinni, hrollinum og hugsuninni um grillmatinn komu þau loks kl. 20.15. Það var slegið upp tjaldi í hvelli og farið í sund en þá var gamla laugin ennþá til staðar, rétt botnfylli í henni og vel heit. Söndru líkaði þetta vel og hvað þá okkur hinum sem vorum orðin aðeins stirð. Eftir sundið var grillveisla og tóku allir vel til matar síns. Síðan var Strokkurinn skoðaður og reynt að taka myndir af Söndru þegar gaus, en hún var á harðahlaupum út úr öllum myndum af hræðslu við gosið. Sandra var nú sett í háttinn og við hin spjölluðum aðeins þar til Kalli fór og við hjúin fórum að sofa. Föstudagur 16.júlí. Allir sváfu vel og eftir morgunmatinn var lagt af stað (c.a. kl.10) að Gullfossi. Fossinn var skoðaður og spjallað við þýska ferðalanga sem ætluðu að taka rútuna því þau treystu sér ekki á bílnum sínum yfir Kjöl og yfir Seyðisána sem þá var óbrúuð. Þau smelltu af okkur mynd svo að við ættum eina mynd af okkur öllum. Síðan var lagt í´ann. Vegurinn var ÖMURLEGUR, eintóm þvottabretti, en veðrið gott. Við stoppuðum í bragganum við Sandá og Pétur eldaði pakkakjötsúpu með pylsubitum út í meðan ég lá í sólbaði, eða eigum við að segja flugnabaði. Eftir kjötsúpuátið var lagt af stað aftur og einmitt þar sem auðnin var mest og hvergi stingandi strá að sjá þar sofnaði heimasætan fram á stýrið og varð því að gera hlé á ferðalaginu á meðan hún tæki sér smá blund, en það var í góðu lagi, þar sem veðrið 13
1. tölublað. 7. árgangur
var frábært og útsýnið fagurt. Eftir lúrinn og stoppuðum við bónda sem var að keyra var haldið áfram og fljótlega tók við fé sitt á heiði og spurðum hann hvort þetta Bláfellshálsinn með öllum sínum löngu og væri hús eða hvort við sæum hyllingar af bröttu brekkum, sem engan enda virtust taka þeytu? Tjáði hann okkur að þetta væri og urðum við ýmist að teyma eða ýta splunkunýr skáli, sem héti Árbúðir og við hjólunum á undan okkur, þar sem brattinn gætum gist þar. Ákváðum við að þrauka var hvað mestur. En allt hafðist þetta að þangað og þegar við komum að skálanum lokum og eftir spól og pústra var toppnum var bóndinn þar kominn og búin að taka féð náð, sem er við hina risavöxnu vörðu, sem af og á heimleið aftur. Hann stoppaði okkur hlaðist hefur upp í áranna rás af völdum og sagðist vorkenna barninu að vera á ferðamanna og annara sem lagt hafa leið sína ferðalagi á þessum vegi og gaf henni kex og yfir Kjöl, en reglan er sú að hver og einn nammi sem vakti mikla lukku. verði að leggja stein í vörðuna, til að eiga farsæla ferð yfir Kjöl. Hvaðan þetta er komið veit ég ekki, en enginn sjens var tekinn og steinn settur í vörðuna, sem við Sandra klifruðum upp á, á meðan kakóið var að hitna. Meðan við vorum að borða bar þar að jeppafólk og var að gjóa á okkur augum þarna upp við vörðuna, héldu að þetta væru útlendingar því engir óvitlausir íslendingar væru hjólandi með VARÐAN barn upp á Kili. Þetta var nú allt leiðrétt og leist þeim bara vel á útbúnaðinn eftir smá skoðun og Árbúðaskálinn var alveg æðislegur og bollaleggingar. ekki var verra að við höfðum hann alveg út Hélt nú ferðin áfram og vorum við farin af fyrir okkur. Sandra þeyttist um allt, að þreytast og þó vegurinn hefði skánað klifraði í öllum kojum og sýndi listir sínar. aðeins þá hafði þvottabrettahossingurinn Frúin bauð upp á “gryte” að hætti hússins tekið sinn toll og vorum við farin að leita sem hægt var að elda á gasi og “Swiss Miss” eftir heppilegum tjaldstað á gróðurtæjunum á eftir. Við hituðum vatn og þrifum okkur, meðfram Svartá, en það var lítið um góða breiddum svo úr okkur í þessum líka fínu staði og rofabörðin ótrúlega há, eða yfir 1 rúmum. Dagleiðin var 56 km og mjög meter. Það var skrítið til þess að hugsa að slæmur vegur. Gistingin kostaði 850kr fyrir allur sá jarðvegur sem þarna hafði verið, fullorðna og var öll aðstaðan góð. væri fokinn burt og líka hvernig Kjölur liti út ef hann hefði ekki fokið. Laugardagurinn 17. júlí. Við sáum hús í fjarska, (sem hafði ekki Eftir morgunmat og rólegheit var lagt af verið þarna árið áður þegar Pétur hjólaði stað og vorum við ekkert að flýta okkur því Kjöl) sem vakti með okkur von um náttstað dagleiðin var stutt á sífellt skánandi vegi, Hjólhesturinn
14
veðrið var frábært og gola í bakið. Pétur skellti sér úr að ofan og hjólaði þannig mestan hluta leiðarinnar þrátt fyrir aðvaranir. Kindur sem á vegi okkar urðu, hálfblinduðust af endurskininu af honum og hlupu trylltar út í auðnina. Þegar við hjóluðum í hlíðum Innri-Skúta fórum við fram úr fólki á tvímenningshjóli og var þar komið parið sem við mættum á Mosfellsheiðinni forðum, alveg að niðurlotum komið. Ekki vorum við hissa, því maður var alltaf að sneiða framhjá steinum og þurfti oft skjót viðbrögð þegar
Skagafjörðinn. Við tjölduðum og Sandra vildi ólm komast í laugina svo ég spurði fólk sem þar var hvort það gæti haft auga með henni, sem var auðsótt mál, rétt á meðan við komum dótinu fyrir. Ég fór svo ofan í og spjallaði við fólkið sem var að ganga gömlu Kjalleið, kom úr Þjófadölum þennan dag og var á heimleið með rútu daginn eftir. Þau dáðust mikið að Söndru enda engin þreytumerki að sjá á henni. Pétur gat hins vegar ekki farið ofan í heita laugina fyrir sólbruna, en kona í gönguhópnum vorkenndi honum mikið og sendi mig með sólarvörn handa honum “greyinu”. Magga og Kári slógu upp grillveislu og tóku allir vel til matar síns, þau fóru svo til byggða með Söndru og part af dótinu. Við sáum stikur og skilti sem á stóð Eyvindarhellir/Strýtur og ákváðum að fara í BLINDANDI göngutúr og skoða ENDURSKIN hellinn. Við gengum í rúman klukkutíma eitthvað óvænt birtist á veginum og veitti því fram hjá Eyvindarrétt og fylgdum alltaf ekki af einbeitninni. Við vorum að tala um stikunum en engan sáum við hellinn og að þau væru ekki öfundsverð á þessum vegi vorum við næstum komin að Strýtum þegar og mættu vera ansi samtaka og virtist það við snérum við og gengum til baka, hissa á vera raunin ef marka mátti svipbrigði þeirra. að sjá engann helli. Þegar við áttum eftir Ekki vitum við hvort þau eru par enn í dag nokkrar mínútur að Hveravöllum hittum við eða hvort þessi einstaka tilfinning að vera ein göngufólkið með vasaljós við einhverja holu út í auðninni hefur bætt upp grófan veginn. og var þar kominn hellirinn sem auðvitað var Við komum á Hveravelli um kl. 16 eftir skoðaður…. en sumir leita langt yfir 50 km létta leið og endaði ég daginn á að skammt. Svona eftir á að hyggja sáum við hlunkast á hliðina í beygjunni niður að að Eyvindur hefði líklega ekki getað falið sig tjaldsvæðinu en það var nú allt í lagi því mikið betur. Sandra var hjá Pétri og ferðin ekkert gífurleg Þegar á tjaldstæðið var komið um kl. 23 á mér en Pétur hafði þá eitthvað til að var komið hjól og kúlutjald rétt við okkar skemmta sér yfir. Magga systir mín og Kári tjald og var þar Kalli kominn, en hann hafði voru mætt á staðinn til að taka Söndru í látið skutla sér á Bláfellshálsinn og hjólað 15
1. tölublað. 7. árgangur
þaðan í einni lotu. Fannst honum ekki annað hægt en drífa sig líka eftir að hafa kvatt okkur á Geysi. Okkur þótti verst að allur grillmaturinn var búinn því hann hafði auðvitað ekki haft tíma til að borða á leiðinni Eftir smá spjall og hjólasnurfuss var farið að sofa.
höfðum beðist gistingar hjá Sollu og Kolbeini í Bólstaðarhlíð og hjóluðum þangað, var þá dagleiðin 95 km. á hörðum vegi mestan hluta leiðarinnar. Vorum við sein fyrir í Bólstaðarhlíð en allir voru á fótum og tóku vel á móti okkur. Svona til að hafa það enn betra fórum við í bað og
Sunnudagurinn 18 júlí. Þegar við vöknuðum var aðeins kaldara en síðustu daga, sérlega gott fyrir sólbrunan hans Péturs, og þá var líka lítið í Seyðisánni sem enn var óbrúuð. Við tókum upp gamla íþróttasokka og skiptum, svo bárum við hjólin yfir kvíslarnar tvær og fengum hressandi fótabað í leiðinni. Tók nú við ágætisvegur að Áfangafelli en þar komum við á uppbyggðan Landsvirkjunarveg en það SANDRA, PÉTUR OG ALDA voru slæm skipti því hann var svo harður og holóttur. Þurftum við því oft að stoppa aðeins og lifta eftir notalega stund meðan ég hesthúsaði rassinum frá hnakknum, sérstaklega ég, því hálfri gráfíkjutertu (þær gerast ekki betri) og minn hossaðist mest og réðu nokkuð margar kaffiáhellingarnar, þá var stærðarhlutföllin þar einhverju. Það var því slæmri tíð bölvað og margt spjallað, síðan kærkomið að fá malbik síðasta spottann og var gengið til náða. láta sig renna niður hjá Blöndubúðum í þokusudda. Við nálguðumst bæinn SyðriMánudagurinn 19. júlí. Löngumýri með gát og höfðum tilbúna Þegar við vöknuðum var þoka niður í vatnsbrúsana því við vissum að hundarnir miðjar hlíðar og kalt, en svona var sumarið þar hafa glefsað gat á margar hjólatöskurnar, búið að vera fyrir norðan, það var nú bara enda kom allt hundastóðið á móti okkur en formsatriði að ljúka ferðinni og enginn asi á fékk óblíðar móttökur. Við stoppuðum á okkur. Stóð morgunverðurinn fram undir Löngumýri hjá Inga og Birgittu og fengum hádegi og mál til komið að takast á við frábærar móttökur eins og ávallt. Kalli varð Bólstaðarhlíðarbrekkuna. Kvöddum við þar eftir og tók Kjalrútuna í bæinn daginn húsráðendur og þökkuðum frábærar eftir þrátt fyrir miklar vangaveltur um móttökur. Ég fór í enn einn jakkann og fyllti hvernig hjólinu reyddi af í rútunni. Við Pétur á vatnsbrúsana, síðan var lagt af stað. Hjólhesturinn
16
Brekkan var auðveldari en ég hélt því ég rétt komst upp án þess að teyma hjólið og var það persónulegur sigur þar sem mig hefur alltaf skort TURBO í brekkum. Þokan var það mikil að mér leið ekki vel að hjóla í umferðinni enda ekki með neitt afturljós (það tilheyrði ekki hjólaútbúnaðinum í þá
daga) og hárið og fötin urðu rök. Við þessu var bara eitt að gera og það var að stíga sveifarnar fastar milli þess að ég tók vatnspásur og skolaði niður vatnsbirgðunum okkar. Líklega hefur brekkan reynt á þótt ég
SEYÐISÁ ENNÞÁ ÓBRÚUÐ
yrði þess ekki vör. Þegar við komum á Arnarstapann slepptum við alveg að syngja “Skín við sólu Skagafjörður”, bæði vegna þess að þokan var enn mikil og svo er ég laglaus og líklegt að Pétur hefði orðið undir bíl við að koma sér sem lengst í burtu. Þess í stað létum við renna í Varmahlíð, fylltum á brúsana og hjóluðum svo lokasprettinn í Skagfirsku Áttunni þ.e. út á Sauðárkrók. Dagleiðin var 50 km, frekar létt leið enda rassinn alveg að jafna sig eftir gærdaginn. Sandra tók vel á móti okkur, hafði henni ekki orðið meint af þessari ferð og Pétur var óðum að verða útitekinn. Tóku nú við maraþon heimsóknir til ættmenna minna og Pétur vann fyrir mat við að klambra upp einu grindverki sem er það öflugt að ekkert hefur hvesst á króknum síðan. Lík ég hér þessari ferðasögu sem er skemmtilegasta ferð sem fjölskyldan hefur farið en við vorum heppin að fá gott veður og ekkert bilaði á leiðinni. Við sáum eftir á að hægt var að fara þessa ferð með Söndru alla leið og við hefðum getað gist í skálum því dagleiðirnar milli skála eru það stuttar. Ef einhver sem þetta les er að hugsa um að skella sér með fjölskylduna í hjólaferð en vantar upplýsingar má fletta upp í okkur eins og hægt er í síma 568 3436 og e mail aldpet@centrum.is Hjólakveðjur, Alda Jóns 17
1. tölublað. 7. árgangur
HUGSAÐ TIL
FRAMTÍÐAR
London Cycle Network Þegar undirritaður stoppaði við í London síðastliðið haust tók ég með mér myndavélina og ákvað að líta eftir hvernig aðstaðan er fyrir hjólreiðafólk í þessari gömlu stórborg. Einhverjir hafa greinilega horft til framtíðar og ákveðið að rýma aðeins til fyrir neti leiða um borgina þar sem greitt er fyrir umferð þeirra sem velja þann holla og mengurnarlausa valkost sem reiðhjólið er. Hér eru nokkrar myndir af skemmtilegum lausnum sem gaman væri að sjá hér á landi, en í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er einmitt gert ráð fyrir neti hjólreiðastíga og -vega um borgina með u.þ.b. 1000m möskvastærð. Vonandi er að kraftur verði settur í uppbyggingu þess á næsta kjörtímabili því ekki veitir af að draga úr ofnotkun einkabílsins. Einnig þurfa nágrannasveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka hressilega á sínum málum því sorglegt er að horfa á stofnstíga úr Reykjavíkurborg enda við bæjarmörkin og
ekkert taka við nema torfænir kantar og ofvaxin, stórhættuleg fljót einkabíla sem aðeins djörfustu hjólreiðamenn þora að takast á við. Þetta er lítið brot úr myndasafni okkar af skemmtilegum praktískum lausnum í skipulagsmálum og viljum við endilega að þið hjálpið okkur að stækka þetta safn okkar og draga upp myndavélina þegar þið sjáið góðar útfærslur sem mættu vera hönnuðum hérlendis til fyrirmyndar. Sendið okkur síðan myndinar með upplýsingum um hvenær og í hvaða borg myndin var tekin.
Hjólastæði snyrtilega komið fyrir, nálægt Tower of London.
Breiður góður göngustígur í miðri London með vel afmarkaðri rein fyrir reiðhjól þar sem notuð er öðruvísi klæðning og merkt vel. Hjólhesturinn
18
Hér hefur verið sett einstefna á akstur bifreiða í þröngri götu en afmörkuð leið fyrir reiðhjól sem leyft er að hjóla til beggja átta. Einnig hefur verið komið fyrir góðu reiðhjólastæði með sterkum grindum sem auðvelt er að festa hjólin við með traustum lásum
Hér að ofan má sjá nokkuð sem komið er í Aðalskipulag Reykjavíkurborgar og fer vonandi að sjást sem víðast um borgina sem fyrst. Þetta er afmörkuð hjólreiðarein í götustæði þar sem gert er ráð fyrir að á rauðu ljósi fái þeir sem skilja einkabílinn eftir heima að hjóla framhjá bílaröðinni alla leið að gatnamótunum og raða sér þar þvert yfir akgreinina fyrir framan bílana svo leið þeirra er fær til beggja átta þegar græna ljósið kemur. Til vinstri sést svo einn af nokkur hundruð hjólasendlum sem starfa í London. Þessi sagðist ekki hræddur um að verða fyrir bíl, gatnakerfið væri svo mettað að umferðin væri tiltölulega hæg. Nýleg könnun “Department of Transport”sýndi að meðalferð úr miðborginni tæki 64 mínútur í strætó, 45 mínútur í einkabíl eða lest en aðeins 34 mínútur á reiðhjóli og miðað við könnun frá 1993 er forskot reiðhjólsins að aukast.
19
1. tölublað. 7. árgangur
Í stórborg eins og London eru vegalengdir miklar en á móti koma öflugar, skilvirkar almenningssamgöngur. Á korti yfir lestarstöðvar er merkt að á um helming þeirra sé aðstaða til að geyma reiðhjól eins og t.d. sést á myndunum hér. Þær sem ég sá voru undir þaki og útbúin öflugum grindum sem auðvelt er að læsa hjólum tryggilega við með þjófheldum U-lásum. Neðri myndin er tekin á Waterloo stöðinni, en þar fyrir utan er stórgóð reiðhjólaverslun “Evans” sem gaman er að skoða. Víða sá maður að akgreinar hafa verið teknar frá fyrir almenningsvagna og reiðhjól til að greiða þeim leið um ofmettað gatnakerfið eins og sést neðst til vinstri. Síðasta myndin er tekin á Tower Bridge þar sem nóg pláss er fyrir bíla, hjólandi og gangandi og það þó brúin sé töluvert eldri en bifreiðin sem sýnir að ef hugsað er til framtíðar má byggja mannvirki sem nýtast komandi kynslóðum. Manni verður hugsað til brúarinnar yfir í Grafarvog sem mikið er í umræðunni þessa dagana þar sem aðeins er ein smáræma fyrir gangandi og hjólandi öðrumegin, svo þröng að erfitt er að mæta öðrum. PG
Hjólhesturinn
20
STELLIÐ
STILLT Val á nýju hjóli
Fjöldi fólks telur að reiðhjól megi ekki kosta meira en strigaskór. Það telur öll reiðhjól vera eins og þess vegna séu kaup á dýrara hjóli aðeins sóun á fjármunum. Oft gleymist að það sama gildir um reiðhjólið og gönguskó að því meiri sem gæðin eru því minni hætta á því að skórinn eða hjólið eyðileggi ánægjuna af því að ferðast á milli staða. Það dytti engum í hug að klífa fjöll eða ganga Laugaveginn að Fjallabaki á inniskóm, aðeins vegna þess að þeir væru svo ódýrir. Reiðhjólið er knúið áfram með afli þess sem á því situr. Mikilvægt er því að sem minnst tap verði á því afli. Mörg hjól geta verið þess eðlis að reyndu hjólreiðafólki þykir erfitt að hjóla á þeim. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður svo sem röng hlutföll á hjólagrindinni, röng samsetning á grindarpípum eða röng meðferð við smíði hjólsins. Síðast en ekki síst vill oft brenna við að hráefnið í reiðhjólið sé haft eins ódýrt og komist verður af með til að ná niður verðinu. Það bitnar að sjálfsögðu á gæðunum. Ýmis konar hráefni eru notuð við smíði reiðhjóla í dag. Við lok kalda stríðsins streymdu á markaðinn ýmis efni og málmar sem áður höfðu verið talin hernaðarlega mikilvæg. Ber þá helst að nefna Títaníum. Reiðhjól eru þó enn í flestum tilfellum úr stáli eða áli. Þessi tvö efni eru til í mjög mörgum og mismunandi blöndum. Framleiðendur grindarpípa, sem sjaldnast eru hjólaframleiðendur sjálfir, hafa þróað hver og einn sínar eigin pípur sem allar hafa
sína mismunandi eiginleika s.s. styrkleika, þykkt, gildleika og þyngd. Þarna kemur líka til annar en mjög mikilvægur þáttur þ.e.a.s. hvaða eiginleika efnið hefur. Dautt, lifandi eða fjaðrandi. Góð hjól eiga að hafa þann eiginleika að færa allan kraft frá fótstigi út í hjól með sem minnstu tapi. Sá sem hjólar á góðu hjóli á að finna að hann komist auðveldlega á móti vindi, miðað við það erfiði sem hann leggur af mörkum. Meðalhraði hækkar einfaldlega vegna þess að aðveldara er að stíga hjólið og brekkur verða skemmtileg þraut í háum gírum. Það er því ekki nema á færi færustu hjólreiðasmiða að púsla saman réttu pípunum á mismunandi staði svo úr verði gott reiðhjól. Það getur verið mjög viðkvæmt mál að benda á einhverja sérstaka tegund hjóla eða lágmarksverð til að auðvelda leit á góðu hjóli. Þó verður að segjast að ef reiðhjól kostar undir 40 þús. kr. þá eru miklar líkur á að væntanlegur eigandi missi af tækifæri til þess að njóta þess sem dýrari og betri hjól hafa upp á að bjóða. Þá er hugsanlegt að grind og búnaður sé lélegur en einnig að búnaður sé rangur t.d. of stuttar sveifar miðað við stærð hjólsins. Flest hjól sem kosta yfir 100 þús. kr. ættu að hafa þá eiginleika sem fylgja góðum hjólum. Fjaðurmögnuð, létt og með þokkalega traustum búnaði. Örvæntið samt ekki því þeir peningar ávaxta sig fljótt þegar bíllinn verður oftar skilinn eftir heima. Magnús Bergsson. 21
1. tölublað. 7. árgangur
SMURNING
DAGSINS Umferðarofbeldi
Reynslusaga úr umferðinni. Ekki tekst betur til en svo að stýrisendinn Ég má til með að segja frá atburði sem rekst í hægra afturljós og það brotnar átti sér stað í lífi mínu nú um daginn. Þannig lítillega. var að ég var á leiðinni heim seint að kveldi. Nú var svo komið að nokkur bílalest var Var ég staddur á Kleppsveginum á móts við farin að myndast fyrir aftan okkur og Laugarásbíó. Þar sem ég hjóla þarna með leituðust bílstjórar við að skjótast framúr. full ljós að framan og aftan og með hjálminn Við eina þannig tilraun svínaði ökuþórinn á höfðinu er flautað fyrir aftan mig. Þar sem okkar fyrir aðvífandi sendibíl og hefði þar ég er staddur á hægri akrein (á milli hjólfara með orðið valdur að stórtjóni. Allt endaði því bleyta var og ég brettalaus) og öll sú þetta svo (í bili) með því að hann ekur við vinstri auð til framúraksturs sinni ég þessum hlið mér og gasprar heil ósköp um flautuleikara ekki frekar. Upphefst þá mikill gangstéttir og annað þesslags. Skildust svo konsert fyrir bílhorn fyrir aftan mig þannig leiðir að sinni. að ég sé minn kost Þegar ég er vænstan að láta kominn heim í skoðun mína á “heiðardalinn”, sé laginu í ljós með ég þar sem því að rétta upp m a rg u m t a l a ð u r löngutöng. Skiptir bílstjóri ekur hjá. þá engum togum Hafði hann þá ellt að flautuleikarinn mig heim í kemst framúr og hæfilegri fjarlægð. skellir sér í veg Stuttu seinna er JÓN ÖRN OG GARY FISHER fyrir mig. bjöllum hringt og Upphefst nú húsum riðið. Er mikill darraðadans þar sem móðgaður hann þar mættur með mömmu gömlu, sem maestró reynir ítrekað að keyra niður hinn átti víst árásarvopnið. Eftir nokkurt tuð í dómharða gagnrýnanda, keyrir í sífellu í veg dyrasímanum hleypi ég þeim upp, enda hafði fyrir mig og hemlar niður. Þannig gengur ég ekkert að fela og vildi koma mínum þetta fyrir sig í nokkra stund, hann rennir sér málum á hreint. Í þetta sinn var mamman milli hægri og vinstri akreinar, allt eftir því talsmaður litla drengsins, en hann faldi sig hvar ég ætla að fara framúr þessum (g)óða bak við pilsfaldinn. Kærastan og strákling. Það þarf vart að taka fram að ekki “aðalvitnið” var á bak og burt en í staðinn gaf hann stefnuljós við þessar æfingar sínar. var mamman semsagt komin í heimsókn til Í einni af þessum stórsvigsæfingum hemlar að krefjast bóta fyrir afturljósið. hann snögglega fyrir framan mig og til þess Hefst nú annar kafli í þessum farsa. að forða árekstri nauðbeygi ég til hægri. Kemur fljótt í ljós að mömmustrákurinn var Hjólhesturinn
22
í einhverjum annarlegum hugleiðingum þarna á Kleppsveginum, og sagan sem mamma gamla hefur fengið að heyra hjá þessum væna syni sínum hefur verið nokkuð breytt frá raunveruleikanum. Kom það í ljós þegar rimman hófst okkar á milli, því útgáfa mín að þessum málum kom henni greinilega á óvart. Hann játaði til dæmis að hafa verið á 80 km. hraða og ætlaði að taka hægri beygju á næstu ljósum. Gatnamótin voru ca. 20 m. fyrir framan mig þegar ballið byrjaði sem þýðir að hann hefði svínað svívirðilega á mig. Að hans sögn átti ég að víkja alveg út í kant og hægja á mér (ég var á 18-20 km. hraða) svo hann gæti tekið beygjuna nokkrum metrum framar. Beitti hann því flautunni í gríð og erg með áðurgreindum afleiðingum. Óþarfi er að taka fram að bílflautuna á ekki að nota til að stjórna umferðinni í kringum sig. Ekki kom til greina að hægja á sér og bíða eftir að ég væri kominn framfyrir gatnamótin því hann var
víst að flýta sér. Um tíma var mamman og afkvæmið komin í hár saman yfir því hvað ætti að gera í málinu, átti að hringja á löggu eður ei. (...“Þú ræður, þú átt bílinn.”...”þú ákveður þetta, þú ókst. Ég vil bara fá ljósið borgað”...). Eftir mikið japl, jamm og fuður ákváðu þau að kalla til yfirvaldið. Þessu var ég afar hlynntur enda krakkinn í margföldum órétti. Ég sagði að ég myndi glaður kæra hann fyrir margítrekaða morðtilraun og ofbeldi í umferðinni. Hann hefði einfaldlega brotið allar helstu reglur í umferðinni og lagt líf mitt og annara í stórhættu. Með þetta í farteskinu hurfu þau á braut. Er skemmst frá því að segja að ég hef ekkert heyrt í þeim eftir þetta. Því miður virðist þetta ekki vera neitt einsdæmi um ofbeldi í umferðinni. Fjölmörg dæmi má heyra þar sem hjólreiðamenn verða fyrir barðinu á stressuðum og óðum bílstjórum sem beita bílnum fyrir sig til að trana sér áfram. Jón Örn Bergsson
Eftirfarandi verslanir veita meðlimum Íslenska Fjallahjólaklúbbsins afslætti gegn framvísun félagsskírteinisins: Stgr. Kort Fálkinn, Suðurlandsbraut 8: af reiðhjólavarahlutum (ekki hjólum) 20% 10% G.Á.P., Faxafen 7: af reiðhjólum og -hlutum nema Cannondale 15% 15% Gullmótun, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði 15% 15% Örninn, Skeifunni 11: af reiðhjólahlutum (af reiðhjólum 10%) 15% Seglagerðin Ægir, Eyjarslóð 7: af öllu 15% 10% Cortina Sport, Skólavörðustíg 20: af öllu 10% Frísport (Nike búðin) Laugarvegi 6. 15% 10% Hvellur, Smiðjuveg 4c, Kópavog: af reiðhjólum og -hlutum 10% 5% Markið, Ármúla 40: af öllu 10% 5% Ljósmyndavörur, Skipholt 31: af vöru og framköllun, (Fuji filmur 15%) 10% Skátabúðin, Snorrabraut 60: af öllu. 10% 5% Sportver, Dalsbraut 1, Akureyri 10% 10% Rómeó & Júlía, Fákafen 9: af öllum vörum nema myndböndum. 10% 10% Týndi Hlekkurinn, Hafnarstræti 16: af öllu 10% 7% Hjólið, Eiðistorgi: af vörum 5%, af þjónustu 10%, 5-10% Skyggna myndverk, Laugarveg 178: af öllu 7% 7% 23
1. tölublað. 7. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Tengivagnar fyrir reiðhjól Sá misskilningur er afar útbreiddur hér á landi að tengivagnar fyrir börn séu hættulegir. Það mjög slæmt því þessir vagnar eru síst hættulegri en bílar. Við búum í samfélagi sem tekur lítið sem ekkert tillit til hjólreiðamanna en öðru máli gegnir þegar bílstjórar mæta furðufarkostum eins og reiðhjóli með skærgulum tengivagni, þá virðast þeir taka meira tillit til hjólreiðafólksins. Það er að öllu leyti undir foreldrum komið hvort barnið er í einhverri hættu í vögnunum. Auðvitað á ekki að storka örlögunum með því að hjóla með slíka vagna á umferðaþungum götum og auðvitað á vagninn að vera vel sýnilegur með endurskini, skærum litum, merkjum og ljósum. Ekkert foreldri færi heldur jafn hratt með vagninn eins og ef hjólað væri án vagns. Það hlýtur því að vera öruggara að hjóla á u.þ.b. 20 km. hraða á gangstétt með barnið heldur en að þeytast með það í trylltri umferð í bíl eftir íslenskri hraðbraut. Það ættu því allir foreldrar að gera barni sínu þann greiða að eitra ekki framtíð þess, umhverfi og náttúru með því að þvælast með það í bílum um borg og bý. Umhyggjuna má sýna með því að verða sér úti um góðan tengivagn og nota bílinn sem minnst. GÁP var fyrst verslana hér á landi til að flytja inn tengivagna fyrir reiðhjól sem hannaðir voru með það í huga að flytja börn. Þessir vagnar voru frá Cannondale og hétu Stowaway. Þeir höfðu bæði sína kosti og galla. Stærsti kosturinn var plastbotninn sem veitti barninu aukið öryggi og myndaði einskonar bretti yfir vagnhjólin. Stærsti ókosturinn var vind og regnhlífin sem virtist Hjólhesturinn
24
ekki þola notkun! Cannondale Caboose Maður rak því upp stór augu þegar Cannondale fór að framleiða nýjan vagn að nafni Caboose. Vagninn er eftirmynd eins vinsælasta vagns fyrr og síðar frá fyrirtækinu Burley. Burðar- og veltigrind er úr áli og hlífar úr plasti og sterku taui. Vagninn er hægt að brjóta saman í nánast ekki neitt miðað við eldri gerðina og því fer lítið fyrir honum í geymslu. Tenging milli reiðhjóls og vagns er þeirrar gerðar sem reynst hefur mjög vel og því mjög örugg. Klemma er skrúfuð á hjólið við vinstri afturgaffalendann. Samfastur klemmunni tengist svo vagnbóman með þykkum gúmmíborða. Til öryggis er svo borði þræddur frá vagni í reiðhjólið. Vagninn getur tekið eitt eða tvö börn og eru þau bundin í 5 punkta öryggisbelti. Vagninn kemur með regnhlíf úr gegnsæju plasti sem er framför frá fyrri vagni því hana þurfti áður að panta sérstaklega. Engir rennilásar eru á vagninum heldur eru allar hlífar með teygjum sem krækjast upp á króka og er það góður kostur. Því er fljótlegt að komast í vagninn og loka honum. Rúmgott farangurshólf er aftan við sætin sem gefur fjölskyldunni færi á að fara í verslunarferðir án vandræða. Vagninn rennur á Sovos nöfum og álgjörðum með 20x1,75 tommu dekkjum. Þessi vagn hefur þann kost að hægt er að setja undir hann breiðari dekk. Það er mikill kostur því það gerir hann mikið mýkri ef hjóla á um malarvegi.
Cannondale framleiðir búnað til að breyta vagninum í skokkvagn. Þann búnað er hægt að panta hjá GÁP og er það haldfang sem fest er aftan á vagninn og aukahjól sem fest er á bómuna. Framleiðandi vagnsins gerir ekki grein fyrir burðargetu. Hins vegar má gera ráð fyrir að hann geti borið u.þ.b. 45 kg þar sem hann líkist svo mjög Burley vagninum fyrrnefnd. Erfitt er að gera grein fyrir göllum þessa vagns, aðallega vegna þess að hann hefur lítið verið notaður hér á landi. Því verður að horfa til reynslunnar af Burley vagninum sem sem reynst hefur mjög vel. Gallarnir ættu því ekki að vera margir. Nauðsynlega vantar aurhlífar á vagnhjólin og þó vagninn sé gulur með endurskinsmerkjum þá er nauðsynlegt að bæta við rauðum díóðublikkljósum. Alltaf má deila um það
hvort taubotninn sé slæmur eða góður kostur en í sannleika sagt þá þykir yfirleitt gott að vera með undirvagninn úr einhverju stífu og sterkara efni eins og var á gamla vagninum frá Cannondale. Á heimasíðu klúbbsins www.mmedia.is/ifhk má lesa fyrri úttektir okkar um tengivagna og annað. Magnús Bergsson. Baby Jogger hjólavagninn. Í hjólhestinum í febrúar 1997 (1. tölublað 6. árgangur) var birt ljómandi úttekt á þeim aftanívögnum eða tengivögnum fyrir reiðhjól sem völ hefur verið á hér á landi. Ætti að vera góð hjálp í því og tímasparnaður fyrir
þá sem hafa áhuga á slíkum gripum og vilja kynna sér valkostina. Undirritaður vill hins vegar gjarnan bæta við einum vagni sem hann hefur sjálfur átt í rúmt ár við mikinn fögnuð en var ekki með í þeirri úttekt enda ekki verið á sölulista neinna verslana hér. Vagn þessi er amerísk gæðavara frá The Baby Jogger Company sem framleiðir fyrst og fremst mjög sterkar þriggja hjóla kerrur fyrir börn, s.k. skokk-kerrur sem hægt er að fá á mjög stórum hjólum sem rúlla mun léttar en venjulegar barnakerrur og eru mjög sterkbyggðar. Fyrir þessar kerrur býður fyrirtækið einnig uppá breytingasett sem gerir kleift að breyta kerrunni í mjög álitlegan aftanívagn fyrir reiðhjól. Í breytingasettinu eru auka stífur sem um leið og þær breikka hjólhaf vagnsinns, og gera hann þannig stöðugri, bera þær uppi yfirsegl sem skýlir fyrir veðri og vindum. Vagninn tengist svo hjólinu á sætisstammanum (framhjólið tekið undan.) Þarna er sem sagt komin göngu eða hlaupakerra og hjólavagn í sama tækinu þó að örlitlar tilfæringar þurfi til að breyta honum á hvorn veginn sem er. Mér hefur líkað ljómandi vel að hjóla með vagninn það sem ég hef prufað hingaðtil en það hefur m.a. verið á hinum mestu óvegum og jafnvel kindaslóðum. Hann virðist ráða mjög vel við ófærur enda er hann á stórum hjólum (20 tommur) og hátt undir hann og nánast ómögulegt virðist að velta honum. Sætið er mótað í dúk og barnið situr vel skorðað og stöðugt (fjögurra punkta belti fylgir.) Ég hef lítið verið með vagninn í rigningu eða hvassviðri þannig að ég get lítið sagt um þá hlið málsins. 25
1. tölublað. 7. árgangur
Þessi vagn hefur bara sæti fyrir eitt barn og sáralítið pláss er fyrir leikföng og annan búnað samanborið við tvíbreiðu vagnana á markaðnum en það sem hann hefur framyfir a.m.k. flesta aðra vagna er að hann getur nýst fölskyldu sem tiltölulega lipur barnakerra. Vegna stærðar hjólanna og styrks í byggingu má síðan fara með þá kerru um ýmsar ófærur sem maður byði venjulegum barnakerrum ekki uppá. Hún er óstöðvandi í íslensku fannfergi og fjallaslóðum og leggst síðan vel saman og kemst í skott á flestum bílum (auðvelt að taka hjólin undan.) Á heildina litið er þetta fjölhæfur gripur sem ætti að geta nýst vel útivistarfjölskyldu sem stundar bæði gönguferðir og hjólreiðar.
Hjólhesturinn
26
María Ellingsen leikkona hefur flutt þessar kerrur inn og þær hafa verið til sölu hjá sjónvarpsmarkaðnum (og kannski á fleiri stöðum) og hún getur útvegað viðbótar settið til að gera kerruna að hjólavagni. Athuga þarf að kaupa kerru á 20 tommu hjólum en þær eru líka til á 16 og 12 tommu hjólum (reyndar minnir mig að breytingarsettið gangi bara á kerru með 20 tommu hjólunum) Fyrir ári kostaði svona hjólavagn (kerra + breytingasett) um 50 þús. Kr. Síminn hjá Maríu Ellingsen er 5629589 Heimasíða The Baby Jogger Company: babyjogger.com/index.html. Helgi Erlendsson
Opið hús fyrir alla fimmtudagskvöld milli kl. 20 - 23 í klúbbhúsinu okkar
SKÚLAGATA
KLÚBBHÚSIÐ
Í klúbbhúsinu okkar, Austurbugt 3, blómstrar hjólreiðamenningin...
Það er mikið spjallað hjá okkur um flest milli himins og jarðar og alltaf er heitt á könnunni. Í bókasafni okkar er að finna bækur, tímarit og myndbönd sem fjalla um flest það er tengist málefnum hjólreiðamanna, umhverfismála, skipulagsmála og fl. Myndasýningar og ýmsar kynningar eru í salnum fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar.
Félagar komast í viðgerðaraðstöðu hjá okkur og geta fengið tilsögn hjá sér reyndara fólki í viðgerðum og varðandi búnað. 27
1. tölublað. 7. árgangur
SMURNING
DAGSINS Bæjarferðin
Miðvikudaginn 18.febrúar fór ég í útréttingabæjarferð eftir hádegið. Fyrir hádegið var ég á lesstofu Árnagarðs að lesa „Okkur“ eftir Zamyatin. Þeirri bók er skipt í fjörutíu kafla sem söguhöfundurinn kallar skýrslur eða færslur. Það er vegna áhrifa frá henni sem ég skipti þessum pistli í færslur. Þá byrja ég. Ég hefði gert það fyrr, en það er víst svo ægilega flott að byrja á að krota inngang. Það er m.a.s. kennt í ritgerðarsmíð í íslenzku, með svokölluðu skráargatsljósriti, á fyrsta ári í mennta- og fjölbrautarskólum Jæja, en nú byrja ég: Fyrsta færsla Ferðin hófst um klukkan 13:57 og lá leiðin í Miðbæinn, hvaðan ég hjólaði eftir Skúlagötu og fór yfir Snorrabrautina gegnum „löggubílagatið“. Ég sá bíl sem beið eftir að komast inn á Skúlagötu af Rauðarárstíg. Það var að koma annar bíll niður Skúlagötu, svo hann beið eftir að hann færi hjá. Þá æddi hann af stað, þó hjólari, ég, væri við Rauðarárstíginn (ég sá umferðarljósin við Hlemm). Hann sá mig, það er engin spurning [rosalega er nú íþróttamannslegt að segja: það er engin spurning: Jæja Svenni, farið þið í þennan leik til að sigra? -Já, það er engin spurning, liðið er búið að æfa vel og blabla. -En nú er hefðin þeirra megin, hefur það engin áhrif? -Já, það er engin spurning, hún er þeim í vil en við erum hungraðir í sigur…(úr viðtali íþróttafréttamanns við íþróttamann, engu skiptir hvers við hvern eða af hvaða tilefni, þau er öll svona)]. Semsagt: ég veit hann sá mig, vegna þess við horfðumst í augu allan tímann sem svínunin stóð yfir. Ég stoppaði og krotaði Hjólhesturinn 28
niður númerið: Þetta var eldgömul station-Tercel -minnir mig - á gulu númeri MS 067. Eftir þennan afar geðþekka atburð var bæjarferðin mín hálf tíðindalaus, þangað til: Önnur færsla Ég kom að ljósunum við Reykjaveg og Suðurlandsbraut. Einsog flestir vita er „frjáls“ hægri beygja þar. Ég var kominn út á gangbrautina - bara doldið - þegar silfurgrár Isuzu kom á fleygiferð. Lífræni massinn sem ók sá ekki baun fram fyrir sig, hann horfði til vinstri, á umferðina úr suðri á Suðurlandsbraut. Hún var nokkur svo hann stoppaði (ég nenni ekki að segja hvar, vegna þess að allir ættu að geta sagt sér sjálfir að hann stoppaði á gangbrautinni miðri). Ég færði mig örlítið framar, bara rétt til að keyra ofurlétt á hægri hurðina svo glumdi í. Eftir smá stund skrúfaði stelpan í farþegasætinu niður rúðuna og mælti: -„Hæ!“ Hvurn andskotann var hún að meina? Hæ? -„Magga biður að heilsa þér“. Magga, jújú, ég á vinkonu að nafni Margrét, hún vinnur í Húsdýra- eða Fjölskyldugarðinum. Þetta var sumsé ríkisjeppi úr Laugardalsgörðunum. Það væri nú hálfkaldhæðnislegt ef ríkisjeppi, sem maður sjálfur fjármagnar, keyrði mann niður á gangbraut, sem maður fjármagnar líka. Ég vona bara að stelpan, sem bar kveðju Möggu til mín, lifi vel og sæl. Ég get því miður ekkert sagt um massann sem keyrði; ég veit ekkert um hann og hann veit ekkert um mig. Hann horfði allan tímann til vinstri, í þeirri von að geta skotist inn í umferðartóm sem kynni að myndast á Suðurlandsbraut.
Þriðja færsla Mörkin 1, öðru nafni Gullsól. Síðasti viðkomustaður þessarar ferðar. Ég lagði hjólinu upp við vegg, uppi á gangstétt, beint fyrir framan bíl í lausagangi. Í honum var kall, sennilega að bíða eftir kellingunni sinni. Þó mér hafi fundist það hið versta mál (að bíllinn væri í gangi, sko. Ekki að hann beið eftir konunni, það var hið bezta mál) gerði ég ekkert, fyrr en; ég kom út aftur, eftir u.þ.b. kortér, og gaurinn beið enn. Og bíllinn enn í gangi. Þá settist ég niður, krotaði númerið (TU 985) og orkti vísu, undir einhverju fornyrðislagslíki, um dumbunginn í veðrinu þann daginn, sólina og drulluna sem hún reyndi að skína niður til - en það var svo lélegt að ég henti því í sígarettustampinn við inngang Gullsólar. Um kvöldið fór ég í mat til mömmu og pabba út á Seltjarnarnes. Þar horfði ég á þátt fyrrum dýrafræðikennara míns í sjónvarpinu, Nýjustu tækni og vísindi: Í síðustu mynd þess kvölds sáum við (ég hef reyndar aldrei vitað hver þessi „við“ erum, bara sætt mig við að þau séu hann og áhorfandinn) framtíðaráætlanir Japana í sambandi við fólksfjölgun í stórborgum. Þeir ætla að grafa miklar hvelfingar og hreinlega jarða fólkið, og líka að byggja nokkurra kílómetra háar blokkir, smala fólki þar inn og senda þær svo eitthvert á haf út. Ef það dugar ekki þá ætla Japanirnir bara að moka liðinu í nýlendur sem þeir munu stofna á Mars. Hver veit nema það verði vel raunhæfur kostur (eftirsóknarverður kannski?) þegar við verðum búin að draga koldíoxíðstjöld fyrir sólu, rífa upp þessar fáu hríslur sem eftir eru og föndra okkur tvö ný úthöf úr skautunum.
Fjórða færsla Síðasti kafli, þessi sem byrjaði á „ Um kvöldið fór ég í mat …“ og endaði á „…úthöf úr skautunum.“ var ekki sérstök færsla. Hann á í raun meira skylt við spássíukrotin í Konungsbók, það er bara svo erfitt að skrifa hugleiðingar á spássíur í þessum miðli. Þess vegna tróð ég þessu hér inn. Fimmta færsla Um klukkan átta fórum við (í þessu tilfelli veit ég hver þessi „við“ eru; þau eru ég, mamma og fjögurra ára systurdóttir mín) nið’rí vinnu til mömmu. Ég þurfti að ljósrita nokkur kort, þó það komi þessari frásögu ekkert við. Mamma mín vinnur á Landsspítalanum það kemur þessari frásögu hins vegar við, því þar gerðust þeir atburðir sem nú skal sagt frá: Að ljósrituninni lokinni fórum við. Á leiðinni út mættum við strák (ætli hann hafi ekki verið svona 25ára). Hann hefur sennilega verið nýpabbi, af því að mamma vinnur á kvennadeildinni og klukkan var sirkabát pabbatími. Eigi var drengur þessi ýkja ógáfulegur í útliti, en ekki verður hið sama sagt um hætti hans. Hann lagði bíl sínum, rauðri Toyotu Corolla XL, númer R37910 (gamalt númer), uppi á gangstétt, í gangi - kannski kallinn við Gullsól sé afi hans (hvað ungur nemur… og allt það). Ætli mig hafi bara verið að dreyma í öll þau skipti sem ég hef talið mig sjá „Bíll í lausagangi mengar“-merki? En svo ég hlýti nú ráðum Sverris Stormskers og horfi á björtu hliðarnar, þá lagði hann ekki fyrir sjúkrabílamóttökuna. Sjötta færsla Við þessa sjón, sem ég sagði frá í fimmtu 29
1. tölublað. 7. árgangur
færslu, rifjaðist upp frétt í sjónvarpinu, frá 21.október 1997, um bílastæðisvandann við Landsspítalann. Bílastæðin fyllast alltaf í öllum heimsóknartímum, sem er að sjölfsögðu ögn leiðinlegt fyrir veika fólkið innandyra - það gefur auga leið að það er ekki hægt að ætlast til af ættingjum og vinum þeirra að þeir gangi utandyra til að komast til þeirra. Jæja; fréttamaðurinn spurði lífrænan massa, konu í þessu tilviki, hvað væri til ráða? -Bara að leggja á óbrotinni línu, var svarið. Það er hughreystandi að vita, þegar maður leggst til svefns, að þarna úti er fólk með lausnir á öllum vandamálum og lætur þau ekki stöðva sig við að gera hvað það ætlar sér. Sjöunda færsla Í þessari sjöundu, og jafnframt síðustu, færslu er ég á leið heim til mín. Leiðin liggur gegnum Kolbeinsmýrina og eftir Frostaskjóli. Fyrir um ári var lögð stétt úr Mýrinni. Áður var ögn spennandi að fara þessa leið; hvort maður kæmist þarna á milli eða færi á hausinn í drullunni. Þessi stétt sló svo í gegn að bílar notfærðu sér þá leið sem hún opnaði. En því var kippt í liðinn tiltölulega fljótt, með járngrindum, ekta íslenzkum, sem verða torsýnilegar þegar skyggja tekur. Jæja, sumsé; ég kom þarna eftir stéttinni, upp í Frostaskjólið. Á planinu við hús númer 36 - minnir mig, húsunum við Frostaskjólið er svo sveppalega raðað upp, en húsið bar, og ber enn, hæstu jöfnu töluna í Frostaskjóli (þess má til gamans geta að húsið beint á móti, sem ber hæstu oddatöluna, er númer hundrað og eitthvað) var VW-Golf að hleypa tveim stelpum út. Þær voru með íþróttatöskur og því, vegna feykilegs innsæis míns, ætla ég að þær hafi verið að koma af íþróttaæfingu. Vegna þess er líklegt að þær hafi verið orðnar þreyttar (klukkan að Hjólhesturinn
30
ganga ellefu, þær búnar að sinna daglegum verkum sínum auk þess að hafa verið á æfingu), og sú þriðja, sem ók bílnum, án efa líka. Hún hefur vafalaust séð rúmið sitt í hillingum, a.m.k. sá hún ekki umhverfi sitt, dúndrar í bakkgír og þrumar út á götu. Ég veit ekki fyrr en ég er kominn með afturbretti og stuðara á framberann hjá mér. Stelpan horfir á mig, úr tómi höfuðkúpuhvolfs síns, sér mig færa mig að bílstjórahlera hennar og lyfta hönd til að banka á rúðuna. Ég hitti samt aldrei á rúðuna því þetta fagra fljóð var horfið („sem kólfi skotið“ eða „einsog byssubrandur“ eru alltof silalegar lýsingar svo ég segi ekkert nánar frá hvernig það hvarf). Ég náði númerinu en ekki að skrifa það niður svo ég man ekki hvort það var PH 696 eða PH 969. Þess vegna ætla ég ekkert að minnast á númerið í þessu tilviki, þar sem annað þeirra hlýtur að vera rangt. Fólk sem vill láta taka sig alvarlega hefur einfaldlega ekki efni á að vera með órökstuddar getgátur í skrifum sínum Áttunda færsla Í sjöundu færslu sagði ég að sú yrði síðasta færslan. Ég ætla samt að bæta einni við, bara af því ég get það og enginn getur bannað mér það. Hún er númer níu. Níunda færsla Fyrir nokkrum árum beitti Árni Johnsen, háttvirtur 1.þingmaður Stórhöfðakjördæmis, sér fyrir einkanúmerum á bíla. Það var þarft verk sem seint verður fullþakkað; það er nefnilega miklu auðveldara að muna númer sem eru heil orð, ekki bara handahófskenndar tölur og bókstafir, bíla sem svína eða á annan hátt haga sér einsog leikskólakrakkar í umferðinni. Læt ég þessu þá lokið. Cyke’ heil Heimir Vaff
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík SfmlSII 2030 • Fax5112031 www,tot.isltkatabudln
31
1. tölublað. 7. árgangur
FJALLAHJÓLABÚÐIN - FAXAFENI 7. Sími 5200 200