FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS 2. TÖLUBLAÐ 7. ÁRGANGUR. JÚNÍ 1998
HJÓLAREIN LONDON HJÓLAÐ Á VIT ÍÆVINTÝRANNA
NÝTT
NAFINU
Kvennafundur 3. júní Alda Jóns stendur fyrir enn einum af hinum vinsælu kvennafundum klúbbsins miðvikudaginn 3. júní kl 20 í klúbbhúsinu. Konur bera saman sínar bækur og brækur og ræða um heima og geima - ekkert er heilagt. Kaffi á könnunni. Mætið allar en skiljið karlana eftir heima - PG. Heimur batnandi fer. Í 3. tölublaði, 6. árgangi af Hjólhestinum, eða eintakinu sem kom út í október 1997, var grein eftir Magnús Bergsson þar sem hann fjallaði um nokkra vankanta á reiðhjólaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Tók hann sem dæmi lélega þjónustu, dauflegt umhverfi og ýmislegt fleira. Því miður held ég að margir hjólandi menn og konur hafi verið sammála flestu sem fram kom í þeirri grein. En það eru bjartari tímar framundan, kannski að grein Magnúsar hafi haft einhver áhrif. Sem dæmi má nefna: Í reiðhjólaversluninni Erninum má núna heyra ljúfa tónlist meðan beðið er eftir afgreiðslu, og reyndar er sú bið sjaldan löng. Yfirleitt birtist afgreiðslumaður nokkuð fljótlega eftir að komið er inn í versluninna, ef afgreiðslumaður er upptekinn, þá kallar hann á fleiri sér til aðstoðar sem eru við vinnu baka til. Oftast geta þeir greiðlega svarað öllum þeim spurningum sem spurt er um vegna þjónustu eða kaupa á varningi. Einnig finnst mér vöruúrval í versluninni hafa aukist til muna. Þetta eru svo sannarlega breytingar til batnaðar, sé miðað við grein Magnúsar. Og verslun G.Á.P. flutti nýlega í stærra, Hjólhesturinn
2
bjartara og rúmbetra húsnæði. Þar er hjólum og hjólreiðaútbúnaði haganlega fyrir komið. Og sífellt fjölgar vöruflokkum. Auðvelt er að skoða flesta hluti, prófa þá og snerta, auk þess kannaðist greinarhöfundur við nokkra virka hjólreiðamenn meðal afgreiðslufólks. Batnandi búð sem vel er þess virði að skoða. Þetta eru aðeins tvö dæmi um umbætur í þjónustu við okkur hjólreiðafólk, aðrar verslanir eru eflaust engu síðri, þessar tvær voru bara nefndar vegna þess að undirrituðum finnst vert að geta þess sem vel er gert. Vonandi fáum við að sjá sem flest starfsfólk reiðhjólaverslana á hjóli í sumar. Þeir reiðhjólaverslunarmenn sem hjóla reglulega öðlast meiri reynslu og persónulegri þekkingu af eigin vöru, en ef einungis er hlustað á orð og reynslu annara. Að hitta annað reiðhjólafólk, í byrjendaferðum, á klúbbfundum eða ferðalögum, jafnvel reiðhjólakeppnum, er besta leiðin fyrir söluaðila til að kynnast mismunandi áhugasviði hjólafólks, afla upplýsinga um tilvonandi markað og kynna vöru sína. Heimir H. Karlsson. Stórborgarmengun. Nokkur umræða hefur verið um mengun vegna bílaumferðar í miðborg Osló undanfarin ár, þar er þéttbýlt og ekki eins mikið um vinda sem blása burt menguninni eins og í Reykjavík. Mengun í Osló er sögð vera fimmfalt meiri en eðlilegt getur talist. Í textavarpi Ríksissjónvarpsins 15. desember á síðasta ári var birt niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var meðal íbúa í
miðborg Osló. Átta af tíu sem spurðir voru vildu minnka bílaumferð í miðborginni. Rúmlega fimmtíu prósent vildu banna bílaumferð alfarið í miðborg Oslóar. Svipað hlutfall vildi leggja 10 þúsund króna nagladekkjaskatt á þá bifreiðaeigendur sem notuðu þann búnað. Það merkilegasta í könnuninni var þó, að bifreiðaeigendur voru ekki síður sammála þessum niðurstöðum. 29. apríl á þessu ári sögðu yfirvöld í Osló mengun af völdum bifreiða stríð á hendur. Meðal annars voru eftirfarandi tillögur lagðar fram. Að leyfa aðeins bílum með númer sem enda á oddatölu að aka um miðborgina annan daginn, en bílum með númer sem enda á sléttri tölu, hinn daginn. Banna skyldi notkun nagladekkja í miðborginni, minnka hámarkshraða á tveggja akreina götum úr 80 km/klst. í 60 km/klst. Og síðast en ekki síst átti að finna leiðir til að hvetja íbúana til að nota reiðhjól sem farartæki í stað bíla. Til samanburðar má nefna frétt frá 16. desember þar sem erlendur fulltrúi ráðgjafafyrirtækis, sem fenginn var til að gera úttekt á skipulagi miðborgar Reykjavíkur, sagði það slæmt. Hann gagnrýndi meðal annars að ekki væri haft samráð við hagsmunasamtök verslunar og almennings. Undirritaður vill minna hjólreiðafólk á að sniðganga alla verslun á Laugaveginum, einkum vegna þess að tekin var einhliða ákvörðun um að banna allar hjólreiðar á
gangstéttum þar, í stað þess að gera ráð fyrir umferð hjólandi fólks um eina helstu verslunargötu Reykjavíkur. Þá var ekki rætt við hagsmunasamtök hjóreiðafólks. Þó að ýmsar breytingar hafi verið gerðar á Laugaveginum, þá verður seint gert ráð fyrir hjólandi umferð þar. Ástæða þess er víst sú að það þarf að fórna of mörgum bílastæðum ef leggja ætti hjólreiðarein eftir Laugaveginum. Svo standa bílageymsluhúsin í nágrenni Laugavegarins hálftóm. Ég var að velta því fyrir mér hvort fólk gerði mikil innkaup sitjandi í bílunum sínum? Kannski eigum við hjólreiðafólk bara að vera fegið, það er ekkert grín að vera á reiðhjóli í ólyktinni á Laugaveginum. Og ekki mun þetta batna ef einhvern tíma verður byggt þak yfir Laugaveginn, eins og af og til er rætt um. Því loftmengun er vandamál í Reykjavík, ef eitthvað er að marka viðtal við framkvæmdastjóra veitustofnanna í Reykjavík á Stöð 2, þann 10. mars síðastliðinn. Hann vildi finna vistvænni farartæki fyrir miðborgina, rafknúna sporvagna, og litla rafmagnsbíla. Í fréttum núna í maí var svo að lokum sagt frá væntanlegum strætisvögnum sem ganga eiga fyrir vetni eða metangasi. Það er hið besta mál að nota faratæki sem nýta orkugjafa sem eru vistvænni en þeir sem notaðir eru í dag, en skyldu menninrnir aldrei hafa heyrt minnst á reiðhjól ? Unnið upp úr fréttum RÚV og fréttum Stöðvar 2. Heimir H. Karlsson.
Útgefandi:
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Klúbbhúsið, Austurbugt 3, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Heimasíða: www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandia.is - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Magnús Bergsson, Gísli J Guðmundsson, Lára Sturludóttir, Jónas Guðmundsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 3
2. tölublað. 7. árgangur
Fjallahjólamót Helgina 23.-24. maí var farin einstaklega vel heppnuð fjölskylduferð á Nesjavelli. Þarna fór hjólreiðafólk á öllum aldri nærri 50 km og gistu á lúxushótelinu Nesbúð. Það var samdóma álit þeirra tæplega 40 einstaklinga sem tóku þátt í ferðinni að sú ferð yrði árviss og rúmlega það. En fyrir skælbrosandi Nesjavallafara og annað hjólreiðafólk skal minnst á hið árvissa Skorradalsmót sem nú verður haldið dagana 19.-21. júní. Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur haldið mótið í samvinnu Skátafélag Akraness undanfarin ár með ágætum árangri. Þetta er samkoma fyrir alla fjölskylduna eins og Nesjavallaferðin og ætti því engin að verða vonsvikin. Stefnt er að því að taka Akraborgina föstudaginn 19. júní kl. 18:30 og hjóla að Skátafelli í Skorradal, skála Skátafélags Akraness. Trússbíll klúbbsins verður með í för svo engin þarf að óttast að verða skilinn eftir. Hægt verður að gista í skála eða tjaldi. Á laugardeginum verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs t.d. læra hjólafræðin af sér reyndari konum og körlum. Hjóla umhverfis vatnið í frábæru umhverfi, nú eða skreppa í Hreppslaugina. Um kvöldið verður grillveisla. Á sunnudag verður svo stefnan tekin á Akranes þar sem okkar ástkæra Akraborg verður tekin til Reykjavíkur. Mótsgjald verður í lágmarki og á það skal minnst að ef við fjölmennum í Akraborgina fæst töluverður afsláttur þar. Þeir sem ekki sjá sér fært að taka ferjuna föstudagskvöldið eru hvattir til að mæta á laugardeginum. Ekki þarf svo að taka það fram að það fjölskyldufólk sem ekki hefur tengihjól eða vagna fyrir börnin ætti bara að drífa sig á mótið á bílnum. Þar sem við erum að missa Akraborgina verður þetta að öllum líkindum seinasta fjallahjólamótið sem haldið verður í Skorradal, að öllu óbreyttu, og því hver að verða síðastur að njóta þess. Vertu því ekki á röngum stað á Hjólhesturinn
4
réttum tíma. Þú gætir séð eftir því. Mætum öll á Skorradalsmótið 19.-21 júní. Magnús Bergsson Ökufantar lélegir elskhugar Ný rannsókn breskra sálfræðinga bendir til þess að ökufantar séu líklegir til að vera slæmir elskhugar. Sálfræðingarnir segja að ökumenn sem brjóta umferðarlögin af ásettu ráði, aka t.d. of hratt og fara yfir á rauðu, séu oft jafn sjálfselskir í rúminu og í bílnum. Þeir séu einnig líklegir til að vera með skapgerðargalla sem geri þá að slæmum mökum. Rannsóknin stóð í tvö ár og náði til 115 ökuþóra sem höfðu margoft brotið umferðarlögin. Rúmur helmingur þeirra kvaðst kæra sig kollóttan um viðurlögin og allir litu þeir á aðra bíla sem hindrun. Niðurstaðan "sýnir að fái þeir ekki það sem þeir vilja missa þeir áhugann og leggja ekkert á sig," sagði Cris Burgess, sálfræðingur við Exeter-háskóla. „Þetta þýðir að kynlífi þeirra er ábótavant, vegna þess að þeir eiga í erfiðleikum með að vera í nánu sambandi. Þeir vilja ekki gefa - aðeins þiggja." Burgess sagði að markmiðið með rannsókninni væri að hanna skapgerðarpróf fyrir ökunema til að komast að því hverjir væru líklegir til að verða hættulegir í umferðinni. Þeir sem kæmu verst út úr prófinu gætu þurft að fara á sérstök námskeið um hættuna sem stafar af ökuníðingum. Töff saga af fréttavef Morgunblaðsins 10/ 5´98 eða hvað? Heimir V Í.F.H.K. á Rás 1. Í seinasta Hjólhesti var minnst á nokkra góða þætti á Rás 1 í RÚV, þætti sem höfða til allra sem áhuga hafa á útivist, hollri hreyfingu og umhverfismálum. Einn þáttur sem ekki var getið er þátturinn Útrás, í umsjón Péturs Halldórssonar. Hann er sendur út frá Ríkisútvarpinu á
Akureyri á Rás 1. Útrás er á dagskrá eftir fréttir og veðurfregnir klukkan tíu á hverjum mánudagsmorgni. Í sumar mun Íslenski Fjallahjólaklúbburinn verða með fasta pistla um málefni hjólreiðafólks í þættinum. Pistlahöfundar verða Alda Jónsdóttir og Heimir H. Karlsson. Fjóra fyrstu pistlana má lesa annarstaðar í blaðinu, örlítið stytta. Útrás er hinn fróðlegasti þáttur, og hefur sem aðalumfjöllunarefni ýmislegt sem snertir útivist og holla hreyfingu. Hvetjum við allt hjólreiðafólk til þess að hlusta á þáttinn og koma með athugasemdir eða efnistillögur vegna pistlaflutnings klúbbfélaga okkar, slíku er hægt að koma til skila á klúbbfundum á fimmtudagskvöldum, í talhólf tengdu við síma Íslenska Fjallahjólaklúbbsins, og gegnum email klúbbsins. Heimir H. Karlsson. Fleygar setningar úr tjónaskýrslum “Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni” “Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf” “Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann” “Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu” “Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann” “Ég var á leiðinni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér” “Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði þarna á símastaurinn” “Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera” “Maðurinn var allsstaðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann” “Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út á veginn hinum megin” Gamanefni af vef VÍS -www.vis.is- PG
Fastur í umferðinni eitt og hálft ár Meðalbretinn situr fastur í umferðinni eitt og hálft ár, á honum vaxa 28 metrar af nöglum, 710 km af hári, hann gengur 22.000 km og borðar 160 kg af súkkulaði Staðreyndir lífs meðaltalsbretans eru birtar í nýjum heimildarþætti breska sjónvarpsins, BBC, Mannslíkaminn, sem er í sjö þáttum. Þar kemur fram að meðaljóninn stundar kynlíf 2.580 sinnum á 79 ára langri ævinni, snæðir mat sem svarar óslitið í þrjú og hálft ár og situr sex mánuði á salernisskálinni. Jafnframt kyssir hann sem svarar tveimur vikum sleitulaust, talar í síma óslitið í hálft þriðja ár og er límdur við sjónvarpið í 12 ár. Sami maður borðar 7.300 egg um ævina og 160 kíló af súkkulaði. Skilur við sig 40.000 lítra af þvagi og 20 kíló af dauðu skinni. Þá stundar hann vinnu sem nemur átta árum allan sólarhringinn. Hann framleiðir 200 milljarða nýrra blóðkorna á hverjum degi og á honum vaxa 720 kílómetrar af hári, eða sem svarar þjóðveginum frá Hafnarfirði til Raufarhafnar. Aukinheldur vaxa á honum 28 metrar af nöglum, hann leggur að baki 21.877 kílómetra gangandi, getur nafngreint 2.000 manns og kallar 150 þeirra vini sína. Grætur samtals 65 milljónum lítra af tárum og eyðir sem svarar einu og hálfu ári fastur í umferðarhnút. Hjartaslögin ná 368 milljónum fyrir 10 ára afmælið og hann andar að sér nægu súrefni fyrir 21 árs aldurinn til að blása upp 3,5 milljónir blöðrur. Þættirnir enda með raunverulegu andláti manns Allar þessar niðurstöður byggjast á nýlegri lífernisrannsókn og verða birtar í þáttaröð, sem nefnist Mannslíkaminn og hefur göngu sína 20. maí. Þættirnir hafa sætt gagnrýni þó ekki hafi þeir verið sýndir, sakir þess að í þeim síðasta, um dauðann, er fylgst með raunverulegu andláti manns. Tekið af fréttavef Morgunblaðsins 11/5´98 - PG 5
2. tölublað. 7. árgangur
Þann 17 maí stóð Össur hf. fyrir hjóladegi sem var kallaður Hjólafjör 98 í samvinnu við Íþróttir fyrir alla og fl. Það var veglega staðið að þessum degi og gaman að sjá þegar stutt er við hollar almenningsíþróttir með þessum hætti og ýtt undir heilbrigðan lífstíl. Um morguninn var keppt í götuhjólreiðum og fjallabruni og eftir hádegi var “Free-style sýning” þar sem þáttakendur léku sér að því að hjóla og hoppa yfir bifreið í skemmtilegri þrautakeppni. Síðan hélt Íslenski fjallahjólaklúbburinn tískusýningu með hjólreiðafatnaði sem Alda Jóns skipulagði og kynnti. Eftir tískusýninguna tóku við almenningshjólreiðar þar sem hjólaðir vour 5, 15 og 30km leiðir. Myndir og texti - Páll Guðjónsson.
Eins og vera bar voru þáttakendur á öllum aldri, enda höfða hjólreiðar til allrar fjölskyldunnar.
Klúbbmeðlimir smálagfæringar
Spáð í hvernig leiðin liggur Hjólhesturinn
hjálpuðu
til
með
Góður hópur hjólreiðafólks við Össur hf. 6
Alda kynnir tískusýninguna í hjólafatnaði. Jói sýnir hvað hjólreiðamenn nota næst sér. Lycra stuttbuxur með púða í klofinu sem minnkar núning við hnakkinn og þægilegur hjólabolur sem dregur svitann frá húðinni, þornar hratt og heldur hjólreiðamanninum nokkuð þurrum ef ytri klæðnaður andar vel. Róbert í “skúraþolnum” vindjakka og lycrabuxum með goretex vind- og vatnsvarinni framhlið, fatnaður sem er vinsæll þegar aðeins fer að kólna eða hvessa. Freyr í þægilegum flísjakka með vindhlíf að framan og lycra buxum, vinsæll fatnaður yfir sumarmánuðina Þegar talað er um að vatnsheldur fatnaður “andi” er átt við að efnið sé óþétt og hleypi lofti í gegn, án þess að vatn leki inn. Ekki er síður mikilvægt að fatnaðurinn sé rétt sniðinn og er t.d. vinsælasta sniðið á jakka meðal klúbbmeðlima með opnum ermum og rennilásum undir handarkrika, þannig að hægt er að láta lofta um sig en vera þó þurr og renna fyrir ef kalt er í veðri. P.G.
7
2. tölublað. 7. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Hjólað í Skotlandi Undirbúningur Síðastliðið vor fór Elín, eiginkona mín og stýrimaður á Orminum langa, að skoða skóla í Newcastle á Norðimbralandi. Fannst okkur hjónum þá tilvalið að nota tækifærið til þess að hjóla um Skotland og kynnast því hvernig þar væri umhorfs. Að sið góðra manna hófum við undirbúning ferðarinnar strax í febrúar. Ég sendi út fyrirspurn á Alnetinu um það hvernig væri hægt að fá leigt tveggja manna hjól í Bretlandi. Þá bað ég einnig um
upplýsingar um hjólreiðaleiðir. Ekki stóð á svörum fólks. Var okkur bent á hjólreiðakort frá samtökunum Sustrans, en þau hafa lagt um 500 km af hjólreiðastígum vítt og breitt um Bretland. Var því aflað frá þeim korta og auk þess náðist samband við Hjólhesturinn
8
verslun í Glasgow sem var tilbúinn að leigja okkur tveggja manna hjól. Heitir verslunarstjórinn Peter Burt (framborið Búrt) og var hann hinn áhugasamasti. Tókum við á leigu hjá honum tveggja manna hjól af Dawes-gerð, svo kallað ferðahjól og hlökkuðum til ferðarinnar. Af greiðvikni Skota Ég hélt til móts við Elínu í Skotlandi fimmtudaginn 5. júní síðastliðið sumar. Úti var norðan garri og blómin, sem hlaðfreyjan, fylginautur minn út í vél, hafði sett niður daginn áður, voru öll önduð. Tók ég þátt í harmi hennar og vottaði henni einlæga samúð. Ekki er að orðlengja um flugið til Glasgow. Það var allt eins og yfirleitt er. Daginn eftir fórum við að hitta Peter Burt og leist honum ekki á blikuna þegar hann sá þessa þéttvöxnu Íslendinga sem ætluðu að taka nýja hjólið hans á leigu. Verðið var 20 Pund á dag og leigutíminn 6 dagar. Þetta hjól var heldur minna en Ormurinn langi. Það hentaði því Elínu vel en þröngt var um mig að aftan. Við létum okkur nú samt hafa það og hjóluðum heim á hótel. Daginn eftir reyndum við hjólið og gafst það allvel. Hjóluðum við í áttina út úr
borginni í austur. Ekki var hjólið alls kostar í lagi en við létum samt kyrrt liggja eftir að eigandinn hafði fullvissað okkur um að hann myndi hirða okkur upp hvar sem væri ef eitthvað bæri útaf. Þennan sama dag skoðuðum við samgöngusafnið í Glasgow sem allir hjólreiðamenn ættu að líta á. Þar er saga reiðhjólsins rakin og sýnd nokkur forn hjól sem unun er að skoða. Allt er safnið hið myndarlegasta og vel að því staðið. Sunnudaginn 8. júní var lagt af stað í suðvestur meðfram Clyde-firði í áttina að Irving sem er um 50 km fjarlægð frá Glasgow. Okkur var tjáð að þangað lægi hjólreiðastígur sem við skyldum fylgja. Kortið var hins vegar ekki nákvæmara en svo eða merkingarnar öllu heldur að við fundum ekki stíg sem átti að liggja til nágrannabæjar Glasgow. Efitr að einn hafði vísað í austur, annar í vestur, sá þriðji sagt að stígurinn fyrirfyndist hvergi og sá fjórði að vissulega væri stígurinn til en hann vissi ekki hvar hann væri, ákváðum við að fylgja akbrautinni til þessa úthverfis. Gekk það snurðulaust og þar rákumst við á hinn margrómaða stíg. Sustrans-stígarnir Samtökin Sustrans, sem áður var getið, hafa lagt net göngu- og hjólreiðastíga um allar Bretlandseyjar og stöðugt bætast fleiri stígar við. Víða eru stígarnir á aflögðum
brautarsporum og er því halli sáralítill og auðvelt að hjóla eftir þeim. Sums staðar er sá galli á gjöf Njarðar að hlið loka stígunum. Eru þau svo þröng að með engu móti verður komist um þau með tveggja manna hjól. Ekki er hægt að opna þau og er sagt að þetta sé gert til þess að hindra umferð bifhjóla. Hins vegar er ekkert hugsað um fólk í hjólastólum eða með barnavagna. Sums staðar urðum við því að lyfta fullhlöðnu hjólinu yfir hliðgrindurnar sem voru allt að hálfum öðrum metra á hæð. Olli þetta okkur nokkrum pirringi og tafði ferðina nokkuð. Sustrans-stígurinn til Irving liggur víða um grösug engi og búsældarleg héruð. Farið er framhjá nokkrum þorpum á leiðinni. Margt gleður augu, eyru og nasir. Þar sem skógur birgir ekki sýn er víðsýnt; fuglar kvaka, kýr baula og að vitum berst ilmur gróðurs og mykju. Nokkur suðvestanvindur var og því andbyr. Vindurinn var svo hlýr að það kom ekki að sök og þótti okkur það nokkur tilbreyting frá því sem vant er hér á landi. Þennan dag gekk hann á með skúrum og var það eins og á Íslandi að rigningin var 9
2. tölublað. 7. árgangur
lárétt. Við vorum ekkert að flýta okkur og komum til Irving um kl. 18 síðdegis eftir að hafa áð á ýmsum stöðum. Víða þurftum við að spyrja til vegar því að merkingar voru óljósar. Voru allir reiðubúnir að hjálpa okkur og leysa úr vanda okkar í hvívetna. Skotar eru hjálpsamt fólk og kurteist. Þeir segja frekar ósatt en viðurkenna að þeir viti ekki hvert leiðin liggur. Svæðið umhverfis Irving Í þessum hluta Skotlands var mikil velsæld sem hófst um miðja síðustu öld og stóð fram yfir seinna stríð. Iðnaður var mikill, alls kyns vélsmíði og skipasmíðar. Notuðum við tækifærið á mánudeginum og hjóluðum vítt og breitt um borgina og nágrenni til þess að líta á minjar hins liðna. Ferðamennska skiptir nú æ meira máli fyirr þetta landsvæði og gera heimamenn sitthvað til þess að laða að ferðafólk. Golfvöllur er þar víðfrægur, alls konar söfn og fagrir garðar sem gott er að dvelja í. Gistihús eru mörg og ýmsir heimamenn hýsa gesti fyrir hóflega borgun. Í Irving sjálfri er ekki mikið um Hjólhesturinn
10
hjólreiðastíga, en hægt er að hjóla á milli borga og bæja eftir fáförnum leiðum. Notfæra sér þetta margir og var talsverð umferð eftir þeim stígum sem við fórum eftir. Yfirleitt voru hjólreiðamenn glaðir í bragði, buðu góðan dag og tækju menn tal saman urðu þeir glaðir að hitta Íslendinga sem virtust vel séðir á þessu svæði. Eitt vissu allir: Íslendingar væru hinar mestu eyðsluklær og lífsgæði á landinu mikil. Aftur til Glasgow Þriðjudaginn 10. júní var breyskju hiti. Við lögðum af stað frá Irving klukkan rúmlega 9 um morgun og héldum sem leið lá eftir stígunum til Glasgow. Miðaði okkur
heldur hægt í fyrstu enda var hjólið þungt, heitt í veðri og við ekki að flýta okkur. Þegar nálgaðist hádegi áðum við og keyptum okkur vatn að drekka, en það er álíka dýrt í Skotlandi og gosdrykkir. Til útborgar Glasgow komum við um eitt-leytið og sáum þá hvar göngustígurinn lá inn í borgina. Hugðum við nú gott til glóðarinnar. Eftir að hafa setið góða stund fyrir utan krá nokkra og sötrað ávaxtasafa var lagt í lokaáfangann. Stígur þessi liggur um ýmsa skemmtigarða og er hann víða rofinn af umferðargötum. Þar sem stígurinn liggur um friðsæl íbúðahverfi er umferð afar lítil. Hitt var verra að flestir þessir garðar voru lokaðir með þessum þröngu hliðum og töldum við ein 8 slík hlið sem við þurftum að rogast með hjólið yfir. Merkingarnar voru ekki betri en svo að í einum garðinum villtumst við og þóttumst góð þegar við sluppum út úr honum aftur. Komumst við þá að því að okkur hafði lítið miðað áleiðis inn í borgina og tókum þann kost að hjóla eftir umferðaræðinni. Nú var farið að nálgast síðdegi og umferð og mengun því mikil.
Sums staðar var hrópað á eftir okkur á götuhornum “Lifi Frakkland” og eitthvað því um líkt. Létum við okkur það vel líka og brostum á móti. Hjólinu skiluðum við síðan daginn eftir og vona ég að það hafi ekki beðið skaða af þessari þungu, íslensku áhöfn. Óhætt er að mæla með því að hjólreiðamenn reyni sig við stíga Skotlands. Að vísu fara menn ekki eins víða og á vélknúmum ökutækjum. Þeir skoða þeim mun betur það sem fyirr augu ber og kynnast um leið náttúru þessa fagra lands. Arnþór Helgason háseti á Orminum langa. Myndir Elín Árnadóttir stýrimaður á Orminum langa.
11
2. tölublað. 7. árgangur
SMURNING
DAGSINS
Pistlar Öldu og Heimis í Útrás. Hvers vegna hjólar þú? Góðir áheyrendur! Í sumar ætlum við í Íslenska Fjallahjólaklúbbnum að vera með pistla í Útrás um hjólreiðar og málefni hjólreiðafólks. Pistlahöfundar verða ég, Heimir H. Karlsson og Alda Jónsdóttir og munum við vera hér til skiptis, þannig að næsta mánudag mun Alda vera hér, en í mér heyrið þið svo aftur að hálfum mánuði liðnum. Fjöldi hjólandi fólks fer sívaxandi hér á landi. Sumir nota reiðhjól eingöngu til að skreppa í hjólatúr með fjölskyldunni í góða veðrinu, aðrir nota það til styttri sendiferða, út í búð eða á videoleiguna. Þeim fer einnig fjölgandi sem fara í styttri og lengri hjólatúra eða ferðalög á sumrin. Svo notar þó nokkur hópur fólks reiðhjólið sem sitt aðalfarartæki, og er ég einn af þeim. Ég er oft spurður þeirrar Heimir spurningar hvers vegna ég hjóla? Og þá á fólk við hvers vegna ég kýs að fara sem flestra minna ferða á reiðhjóli, af hverju ertu ekki á bíl eins og allir hinir ? Við þessari spurningu er ekkert einhlítt eða endanlegt svar. Ástæður þess að sumt fólk velur reiðhjól sem sitt aðalfarartæki, eru eflaust jafnmargar og fjöldi reiðhjólafólks. Hver og einn hefur sína ástæðu, og þær eru jafnvel breytilegar frá einum tíma til annars. Sem kosti þess að nota reiðhjól umfram bíl má nefna hve miklu ódýrara það er að eignast reiðhjól og hve rekstarkostnaður er miklu Hjólhesturinn
12
lægri. Það þarf að borga ýmsa skatta og gjöld auk trygginga af bílnum, og viðgerðir og bensínkostnaður taka líka sinn toll. Það má segja að ég telji þúsundkallana í hvert skipti sem ég vel hjólið umfram bílinn. En ertu ekki óratíma að komast á milli staða er oft spurt? Það þarf nefnilega alls ekki að vera. Í minni bæjarfélögum er maður oft jafnvel fljótari að komast á milli staða. Vegalengdir eru svo stuttar að varla tekur því að setjast inn í bíl og aka af stað. Það er auðveldara að setjast bara á hjólið og hjóla af stað. Og í Reykjavík eru vandamál þeirra sem ferðast á bíl alkunn. Umferðin gengur oft hægt, stundum er bara allt stopp, það eru svo margir bílar á ferðinni á sama tíma, og ekki er það betra þegar finna þarf stæði fyrir bílinn. Fréttir af umferðateppum og óánægju bifreiðaeigenda heyrast með reglulegu millibili í fjölmiðlum. Og alltaf vantar fleiri bílastæði og fleiri akgreinar. Þetta er ekki vandamál fyrir okkur sem hjólum. Það er oftast nóg pláss fyrir þá sem eru hjólandi og hjólinu má leggja næstum hvar sem er. Það er minna um sig og auðfæranlegra en bíllinn. En hvernig er veturinn? Getur maður nokkuð hjólað á veturnar? Jú, víst er það hægt, þó ekki sé það eins auðvelt og á sumrin. Réttur búnaður og góð þjálfun skipta þar máli, alveg eins og í vetrarakstri bifreiða. Hér til hliðar má sjá hvernig Félagi íslenskra bifreiðaeigenda reiknast til að rekstur einkabílsins kosti í eitt ár.
EKKI MEÐ REKSTRARKOSTNAÐUR BIFREIÐA 1997 Útreikningar FÍB miðast við nýja bifreið, árgerð 1997 Verðflokkur (þ.kr) 1.050 1.050 1.350 Þyngd (kg) 850 850 1050 Eyðsla (l/100 km) 8 8 9 Tryggingaflokkur 1 1 2 Eignarár 5 3 5 Akstur á ári (km) 15000 30000 15000 A: Kostnaður vegna notkunar Bensín (78 kr/l) 93.600 Viðhald og viðgerðir 53.400 Hjólbarðar 21.600 Kostnaður á ári 168.600 Kostnaður á km 11,24
1.350 1050 9 2 3 30000
2.000 1300 11 3 5 15000
2.000 1300 11 3 3 30000
187.200 75.400 31.200 293.800 9,79
105.300 61.500 22.100 188.900 12,59
210.600 89.900 32.200 332.700 11,09
B: Tryggingar, skattar og skoðun Tryggingar 59.500 59.500 Skattar og skoðun 11.100 10.900 Kostnaður á ári 70.600 70.400 Kostnaður á km 4,71 2,35 A+B á km 15,95 12,14
71.200 13.500 84.700 5,65 18,24
71.200 13.300 84.500 2,82 13,91
78.100 18.700 96.800 6,45 22,17
78.100 18.500 96.600 3,22 15,76
C: Bílastæði og þrif Bílastæðakostnaður Þrif, FÍB o.fl. Kostnaður á ári Kostnaður á km A+B+C á km
5.700 12.700 18.400 1,23 23,40
5.700 13.800 19.500 0,65 16,41
5.700 12.700 18.400 1,23 17,17
5.700 13.800 19.500 0,65 12,79
5.700 12.700 18.400 1,23 19,47
5.700 13.800 19.500 0,65 14,56
9,6 100.800 6,72 23,89
12,2 128.100 4,27 17,06
9,6 129.600 8,64 28,11
12,6 170.100 5,67 20,23
E: Fjármagnskostnaður Vaxtakostnaður 6% 47.880 Kostnaður á km 3,19
51.471 1,72
61.560 4,10
65.691 2,19
D: Verðrýrnun Verðrýrnun/ári (%) Verðrýrnun/ári (kr) Kostnaður á km A+B+C+D á km
128.700 257.400 79.500 109.600 27.600 41.600 235.800 376.300 15,72 12,54
9,6 11,8 192.000 236.000 12,80 7,87 36,20 24,28
91.200 6,08
98.760 3,29
Samtals heildarkostnaður - 1 ár Heildarkostn. á ári 406.280 563.271 483.160 672.490 634.200 827.160 Heildarkostn. á km 27,09 18,78 32,21 22,42 42,28 27,57 Jon A Gretarsson - Tekið af vef Félags Íslenskra Bifreiðaeiganda. - www.fib.is 13
2. tölublað. 7. árgangur
Einn er sá kostur ónefndur, sem allir þeir sem hjóla reglulega finna fyrir. Það eru áhrif hjólreiða á heilsuna. Hjólreiðar sameina holla hreyfingu og útivist. Það þykir enginn maður með mönnum í dag, nema hann hugsi vel um líkamann og sálina. Mikill fjöldi fólks borgar dágóða upphæð mánaðarlega til þess að fá að hreyfa sig, mætir í hinar ýmsu líkamsræktarstöðvar og hamast þar í hinum ýmsu tækjum og tólum, þar á meðal á hjólum, sér til hressingar og heilsubótar. Víst er það gott að stæla og styrkja líkamann undir leiðsögn fagfólks, en það er jafnvel enn betra ef regluleg hreyfing og útivera er hluti af daglegu lífi fólks. Slíkt er til dæmis mögulegt með því að nota reiðhjólið meira. Hvernig væri nú að skilja bílinn eftir heima og hjóla í sund eða í ræktina í sumar ? Það sama gildir með ferðamátann á reiðhjóli og líkamsræktina, þar ræður hver sínum hraða. Og best er að byrja rólega. Svo þarf ekki að borga fyrir þá líkamsrækt og útivist sem reiðhjólið veitir. En eru það ekki bara einhverjir sérvitringar sem hjóla? Og kosta reiðhjól í dag ekki voða mikla peninga? Þarf svo ekki að kaupa viðeigandi hjólaföt og allskonar útbúnað? Það er með hjólreiðarnar eins og allt annað, þar finnur hver hvað honum hentar. Sumum nægir að eiga hjól af gömlu góðu gíralausu tegundinni, með fótbremsu og stelli úr pottjárni. Aðrir kjósa svolítið veigameiri gripi, og til eru þeir sem sætta sig aðeins við það dýrasta og nýjasta. Aðalatriðið er að reiðhjólið passi þeim sem það á að nota og henti til þeirrar notkunar sem að er stefnt. Á Íslandi eru starfandi hin ýmsu félög áhugafólks um hjólreiðar. Má þar nefna: Hjólreiðafélag Reykjavíkur sem einkum er félag þeirra sem áhuga hafa á keppnisþátttöku og keppnishaldi ýmisskonar fyrir hjólafólk. Landssamtök Hjólreiðamanna sem vinna að hagsmunum hins almenna notanda reiðhjólsins, til dæmis með ýmisskonar fræðlsu og baráttu Hjólhesturinn
14
fyrir betra skipulagi, bættum umferðarmannvirkjum og að meira tillit sé tekið til hins hjólandi vegfaranda. Íslenski Fjallahjólaklúbburinn sem upprunalega var stofnaður af áhugamönnum um ferðalög á fjallareiðhjólum innanlands sem erlendis. Starfsemi Íslenska Fjallahjólaklúbbsins nær þó yfir fleiri svið í dag, má nefna sem dæmi umhverfis- og skipulagsmál, jafnt í borgum og bæjum sem á hálendinu. Viðgerðar-, fræðsluog kennslunámskeið hefur klúbburinn verið með á reglulegum klúbbkvöldum sínum á veturnar. Á sumrin ber mest á ferðum og ferðalögum fyrir hjólafólk, allt frá stuttum kvöldferðum fyrir byrjendur um hverfi Reykjavíkur, helgarferðir þar sem gist er eina eða tvær nætur og upp í margra daga reiðhjólaferðalög um landið fyrir þá sem reyndari eru. Heimir H. Karlsson. Hvílum bílinn og hjólum af stað Gleðilegt hjólasumar góðir áheyrendur Þegar sól hækkar á lofti,sprettur fram hjólreiðafólk af öllum stærðum og gerðum og bætist við þann hóp fólks sem hjólar allan ársins hring. Finnst mér þetta mjög ánægjuleg sjón og eins hvað aðgengi hjólafólks hefur batnað með tilkomu stíganna hér í borg. Reyndar er mín draumsýn að fólki sem notar hjólið sem samgöngutæki verði gefinn betri valkostur en lítill partur af göngustígunum til að komast leiðar sinnar, eins og til dæmis hjólarein eða hjólavegi eins og það heitir í Aðalskipulagi borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir samgönguneti um alla borgina sem ætti að nýtast hjólreiðafólki til samgangna en víða er þó gert ráð fyrir að fólk sé að hossast á gangstéttum og stígum þar sem oft er erfitt að komast ferða sinna óhindrað vegna hlykkja, kanta og gangandi vegfarenda. Á gangstéttum erum við hjólreiðamenn gestir en gangandi eiga réttinn. Ef við hefðum sérstakar reinar eða hjólavegi fyrir okkur væri
hægur vandinn að skjótast meðfram Miklubrautinni, vestan úr bæ, upp á höfða eða í Grafarvoginn. Ekki síst vantar tengingar við nágrannabæjarfélögin, þær eru í algjöru lamasessi. Það er fínn fjölskyldurúntur að hjóla í kaffi til Fíu frænku í Hafnafirði eða Garðabæ og er þá hægt að hossast vatnsendaveginn en eftir að hafa belgt sig út af kaffi og kökum og fengið smá hrós fyrir framtakið vill maður hafa minni hossing og væri þá gott að geta hjólað eftir stíg til baka en ekki í umferðinni eins og nú er, ekki síst ef börnin eru með í för. Ég tel að svona hjólavegir yrðu til þess að auka öryggi í umferðinni, fólk hjólaði meira og gæti jafnvel fækkað niður í einn bíl á mörgum heimilum því að það er með hjólafólk eins og aðra það þarf í og úr vinnu á sem skemmstum tíma, skreppa í bankann og vera á síðustu stund að ná í börnin á dagheimilið, þetta tilheyrir á Íslandi í dag ásamt söngnum um að fara ekki á hopp-sa-sa eins og sonur minn segir þegar við erum að hjóla upp og niður kantsteina eða eftir slæmum stígum Þó ég hafi hjólað í mörg ár reyndi ég það fyrst í vetur að það er alveg hægt að hjóla allan ársins hring hér í Reykjavík. Þegar eldra barnið óx upp úr barnastólnum fékk ég mér tengivagn aftan í hjólið og þannig kemst öll fjölskyldan um á reiðhjólum. Meira að segja skelltum við okkur til útlanda um árið og hjóluðum um Evópu í nokkrar vikur, og var það mjög vel heppnuð fjölskylduferð, en kannski tala ég meir um það seinna. Vagninn nýtist líka stórvel í stórinnkaupaleiðangra í Bónus og svoleiðis. Á vorin þegar hjólið er tekið fram er ekki nóg að pumpa bara í dekkin og skella sér á
hnakkinn, það er mjög gott að yfirfara hjólið aðeins, athuga bremsurnar og gírana, setja olíu á keðjuna (og aðra staði með pílu á myndinni) og athuga að hækka sætið hjá krökkunum sem líklega hafa stækkað frá síðasta hausthjólatúr. Mjög oft sér maður fólk með sætið vitlaust stillt og ætla ég að reyna að útskýra hvernig hæðin er fengin rétt þó að stillingin á hnakknum sé misjöfn eftir fólki. Þegar þú situr á hjólinu, í þeim skóm sem þú hjólar í, með annan pedalann alveg niðri og með hælinn á pedalanum stillir þú hæðina á hnakknum þannig að fóturinn verði alveg beinn (sjá mynd). Eins og flestir vita eru konur og karlar ekki eins byggð, vilja konurnar breiðari og styttri hnakka sem henta betur breiðari mjaðmagrind kvenna, meðan karlarnir vilja oftast húka á örmjóu priki. Svo er það mín reynsla að ég vil láta hnakknefið vísa frekar niður en upp og hefur oft verið gert grín að því hvort ég renni ekki fram af hnakknum, (svona góðlátlegar ábendingar frá eiginmanninum og félögum). Ég sagði frá þessari áráttu minni varðandi hnakknefið á kvennafundi hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum og komst að því að ég var ekki eitthvað vansköpuð heldur átti þetta við um fullt af konum. Þó að innanbæjar þurfi nú kannski ekki sérstakan hjólafatnað er hann þó þægilegri og jafnvel nauðsynlegur á lengri ferðum og í slæmum veðrum. Núna eru farin að fást hjólaföt sérstaklega hönnuð fyrir konur þar sem t. d sniðið er öðruvísi og bótin sem er í klofinu er ekki með saumum sem særa á viðkvæmum stöðum eins 15
2. tölublað. 7. árgangur
og er á karlabuxunum. Er þetta mikil framför frá því þegar við þurftum að láta okkur lynda hjólaföt hönnuð á karla. Ég hvet fólk til að hvíla bílinn nú aðeins, í sumar að minnsta kosti. Velja hollari og ódýrari valkostinn og fara út að hjóla. Bæði sér til skemmtunar með fjölskyldunni eða bara í vinnuna. Alda Jónsdóttir Börnin í umferðinni, og öryggi þeirra Góðir áheyrendur. Á hverju vori má sjá nýjan hóp ungra vegfarenda í umferðinni. Þetta eru börn og unglingar á reiðhjólum. Meirihluti fólks af þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi í dag, minnist þess að hafa einhverntíma á sínum yngri árum átt reiðhjól. Okkar fyrsta reynsla af reiðhjóli var líka oft okkar fyrsta reynsla af umferðinni. Undir góðri leiðsögn foreldra, kennara og lögreglu lærðum við umferðarreglurnar og almenna góða hegðun í umferðinni. Nú á dögum eignast flest börn hjól nokkuð snemma á lífsleiðinni. Oftast er þríhjólið fyrst, en á aldursbilinu fimm til sjö ára eignast mörg börn reiðhjól. En það er ekki nóg að rétta barninu nýtt reiðhjól og segja: “farðu nú út að hjóla elskan.” Reiðhjólið er í augum barnsins fyrst og fremst leiktæki, þó sannleikurinn sé sá að það er ekki síður farartæki. Á reiðhjóli verður barnið virkur þáttakandi í umferðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að einhver fullorðinn leiðbeini barninu um notkun reiðhjólsins, og ekki bara einu sinni í fyrstu ferð barnsins á hjólinu. Börn læra með því að reyna hlutina og setja þá í samhengi við fyrri reynslu sína. Og börn þarfnast upprifjunar og endurtekningar. Þess vegna er mikilvægt að við hjólum með börnunum okkar. Ung börn hafa oft ekki líkamlega getu til að fara í hjólreiðaferðir með foreldrum sínum. Að hjóla með börnin í barnaöryggisæti festu á reiðhjólið eða í tengivagni fyrir börn sem er festur aftan Hjólhesturinn
16
í reiðhjól foreldra eru oft fyrstu ferðirnar. Einnig er hægt að fá sérstök tengireiðhjól, það eru lítil reiðhjól sem tengd eru aftan í reiðhjól hins fullorðna með sérstökum búnaði. Þessi tengihjól hafa einungis afturhjól, sæti og stýri, og hinn fullorðni ræður alltaf ferðinni. Varað er við því að binda barnareiðhjól við hjól fullorðins, og reyna þannig að draga barnið. Það er stórhættulegt og veldur nær undantekningarlaust slysi. Þegar börnin eldast er hægt að kaupa handa þeim lítið reiðhjól og hjóla með þeim stuttar vegalengdir í fyrstu. Þannig má kenna þeim að nota reiðhjólið sem farartæki. Allir sem nota reiðhjól ættu að nota reiðhjólahjálm, það er mikið öryggisatriði. Samkvæmt lögum er hjálmanotkun skylda hjá öllum yngri en 15 ára. Hjálmurinn ver reiðhjólamanninn ekki bara gegn höfuðhöggi ef hann lendir í árekstri við önnur farartæki, hann verndar líka gegn höfuðmeiðslum sem verða ef hinn hjólandi fellur af reiðhjólinu. En það er ekki nóg að vera með hjálm, hann þarf að vera rétt settur á höfuðið, annars veitir hann falskt öryggi. Og þess vegna engar þykkar húfur undir hjálminn, þá hlífir hann ekki lengur höfðinu. Þunnar húfur sem fást í hjólaverslunum og hálskragar eru mun betri. Einnig eru til sérstök eyrnaskjól sem á afar auðveldan hátt eru fest á böndin sem halda hjálminum. Annar öryggisbúnaður sem gjarnan sést á reiðhjólum barna er skærlit veifa eða fáni á langri stöng sem fest er aftan á hjólið. Þessi veifa er einnig afar mikilvægt öryggistæki. Vegna þess hve börn eru lágvaxin og nota þar af leiðandi einnig lítil reiðhjól, þá sjást þau miklu verr en hinn fullorðni reiðhjólamaður. Ýmsar hindranir í umhverfinu, til dæmis kyrrstæðir bílar, grindverk og fleira skyggja algerlega á börn á reiðhjóli. En skærlita veifan á stönginni aftan á hjólinu stendur upp fyrir þessar hindranir og segir okkur að þarna sé barn á reiðhjóli á ferðinni. Þessi öryggisbúnaður dregur úr slysahættu hins
unga vegfaranda. Á hverju ári verða nokkur slys þegar ekið er á barn sem hjólaði út á götuna í skjóli kyrrstæðrar bifreiðar. Slík slys eru einmitt algeng í íbúðagötum, þar sem við teljum börnin okkar hvað öruggust. Þegar ég hjóla á leið minni til vinnu gegnum vesturbæ Reykjavíkur, þá fer ég framhjá þremur grunnskólum. Helsti slysavaldur barna á leið í skólann er án efa mikil bílaumferð, en hún er einmitt óvenjumikil við skólana. Starfslið skólanna á leið til vinnu, hver á sínum bíl, foreldrar keyra börn sín til skóla, oftast eitt barn í bíl. Allt þetta eykur bílaumferðina í nágrenni skólanna og þar með slysahættuna. Þess vegna var ég ánægður með að sjá nokkra foreldra sem fylgdu börnum sínum á hjóli til og frá skóla. Tvö eða þrjú börn voru að fara sína fyrstu ferð út í umferðina í fylgd fullorðins. Eflaust geta foreldrar farið með börnin til skiptis, og jafnvel geta börn nágrannans fengið að fylgja með. Mikilvægt er að yngstu hjólandi vegfarendurnir fari ferða sinna eingöngu eftir gangstétt eða göngu- og hjólastígum, og best er að fyrstu ferðirnar séu í fylgd fullorðins. Hjólandi börn yngri en tólf ára eiga ekkert erindi út á umferðargötur. Reyndar geta börnin farið ferða sinna sjálf á hjóli strax um tíu ára aldur, en þá einungis eftir sömu leiðum og gangandi vegfarandi. Hvernig væri að breyta til í sumar, fara í hjólreiðatúr með fjölskyldunni í stað sunnudagsbíltúrsins? Þannig kynnumst við umhverfi okkar frá nýju sjónarhorni og fáum holla hreyfingu í heilbrigðri útivist. Slík hjólreiðaferð er kjörið tækifæri til náttúruskoðunar af ýmsu tagi. Og síðast en ekki síst eigum við rólega samverustund með fjölskyldunni. Að lokum vil ég minna á vikulegar byrjendaferðir Íslenska Fjallahjólaklúbbsins í Reykjavík. Byrjendaferðirnar eru léttir hjóltúrar fyrir almenning um hin ýmsu hverfi Reykjavíkur. Hver ferð tekur um einn og Hjólhesturinn
18
hálfan til tvo klukkutíma, hjólað er rólega og með góðum hvíldum inn á milli. Ekkert þátttökugjald er í þessar ferðir. Ferðirnar eru á hverju þriðjudagskvöldi og lagt er af stað frá biðstöð Strætisvagna Reykjavíkur við Mjódd klukkan 20. Hægt er að taka reiðhjól með strætisvögnum númer 111 og 112 sem aka frá Lækjartorgi að Mjódd án aukakostnaðar. Einnig er Útivist með sambærilegar ferðir klukkan 20 á miðvikudagskvöldum, og lagt er af stað frá gömlu Fákshúsunum við Grillhúsið Sprengisandi. Ég vonast til að sjá sem flesta í þessum ferðum í sumar. Heimir H. Karlsson. Fyrsta ferðalagið á reiðhjóli Heilir og sælir áheyrendur góðir. Eftir spjall Heimirs um öryggismál í síðasta pistli tel ég best að snúa mér aðeins að ferðalögum og flakki því óðum styttist í að landinn bregði undir sig betri fætinum eða hjólinu eftir því hvað hentar best hverjum og einum. Það er nú svo með mig að mest hef ég gaman af að ferðast um á hjólinu og reyndar gangandi með bakpokann líka. Held ég að besta tilfinningin sé að koma þreytt í skála eða slá upp tjaldi eftir vel heppnaða ferð úti í náttúrunni, þar sem andar Eyvindar og Höllu svífa um. Og það verð ég að segja að oft hef ég hugsað að gaman væri að vera sjálfri sér nóg og þurfa ekki að snúa til baka í stressið og mengunina. En um leið fær maður sér Sviss Miss kakó með einum tappa af rommi útí og súkkulaðihúðaðar rúsínur með, þann lúxus höfðu þau Eyvindur og Halla líklega ekki. Það má segja að þessi ferðamáti gönguferðir og hjólreiðar fari vel saman þegar kemur að ferðabúnaðinum því í báðum tilfellum þarf að hugsa vel um að hafa dótið létt og fyrirferðarlítið og að hafa sem minnst rusl að bera til byggða aftur og hjálpar þá lítið að hafa farið á ótal Tupperware kynningar. Er það nú svo að fyrstu ferðirnar eru til að fá reynslu, til að vita hvort maður vill fara í
fleiri hjólaferðir eða bakpokaferðir og vera með allt til alls á hjólinu eða í bakpokanum, en eitt ráðlegg ég fólki og það er að hjóla ekki með bakpoka sem einhver þyngd er í. Ég hef bæði farið í hjólaferðir og gönguferðir og fékk ég útbúnaðinn lánaðan í fyrstu ferðirnar svo að ég væri ekki að fjárfesta í útbúnaði sem ég hefði svo kannski ekki nokkun áhuga á að nota nokkurntíma aftur. Erum við fjölskyldan oft búin að hlæja að okkar fyrstu ferð til Þingvalla þar sem við hjónaleysin fórum með 3ja ára dóttur okkar á hjólum fyrir 6 árum. Eftir að hafa hjólað í Heiðmörk og til Hafnafjarðar í stuttum æfingaferðum var lagt af stað. Var stelpan í sæti á þverstönginni og farangurinn í svörtum ruslapokum bundinn með baggaböndum á bögglaberana, við áttum ekki lítinn prímus og var því ákveðið að hafa með sér grillkol, og kjöt með tilheyrandi kartöflusalati,heilan súrmjólkurlíter og múslí í morgunmat svo var kókómjólk í fernum og kex og súkkulaðirúsínur í pökkum. Þetta var dágóður matarpakki fyrir utan öll fötin sem voru ekkert út flísefnum eða léttum efnum eins og í dag heldur heilu ullarpeysurnar og þykkir utanyfirjakkar, svo vorum við auðvitað í bómullarbolum því að þá var sagt að ekki væri gott að vera í þessum gerfiefnum næst líkamanum. Núna reynslunni ríkari vitum við til dæmis að ekki er gott að hjóla í þykkum jökkum heldur er betra að vera í þunnum peysum og reyta af sér eina og eina spjör eftir því hversu heitt okkur verður og ekki er gott að hafa bómullar efni næst líkamanum því það heldur svitanum í sér og orsakar óþægindi og kuldahroll ef maður stoppar svo ekki sé nú minnst á svitapestina svona ef fleiri eru með í för og núna förum við ekki með mat í pakkavís heldur er hægt að blanda flest út í vatn og eitthvað tekið með sem þarf stuttan suðutíma. Það bjargaði miklu að við fengum lánað lítið og létt tjald annars er líklegt að stóra
súlutjaldið hefði verið fest með baggaböndum eins og allt annað. Komumst við nú loks af stað í Þingvallaferðina og hjóluðum út úr bænum enn þegar við vorum hálfnuð upp í Mosfellsbæ sofnaði sú stutta og var lögð upp á vatnsstokkinn sem er meðfram veginum og leyft að sofa í klukkutíma svo að sjá má að ekki þýðir að skipuleggja allt ferðalagið of nákvæmlega. Engu að síður tókst þessi ferð í alla staði vel og var alveg passleg byrjun að hjóla til Þingvalla, gista yfir nótt og hjóla svo til baka daginn eftir. Vorum við fljót að sjá hvað var nauðsynlegt og hvers við gátum verið án af útbúnaðinum. Höfum við verið að bæta við smátt og smátt í gegnum tíðina því að ekki er hægt að segja að vandaður útbúnaður eða fatnaður sem ætlaður er til útivistar sé ódýr. Á þessu ferðalagi hittum við hjón frá Akureyri sem voru hjólandi með son sinn sem var að mig minnir um 11 ára aldur og voru dagleiðirnar valdar eftir upplagi en ekki kílómetrafjölda og hafði það reynst vel. Höfðu þau tekið Norðurleiðarrútuna yfir Holtavörðuheiðina frá Akureyri og hjólað um Snæfellsnesið og einhverjar fáfarnar leiðir til Þingvalla. Var mjög gaman að hitta íslendinga sem höfðu ferðast á hjólum því þessi Þingvallaferð okkar var undirbúningsferð fyrir Kjalferð sem við fórum síðar þetta sumar og fór dóttir okkar með stóran hluta leiðarinnar. Einnig gerðumst við djarfari, keyptum okkur aftanívagn og drógum stelpuna um Holland og Belgíu í mánaðarhjólatúr ári síðar svo að segja má að við höfum farið hægt af stað en fært okkur upp á skaftið. Vil ég hvetja alla að láta hugmyndir sínar og drauma rætast hvað varðar göngu og hjólaferðir því fátt er hollara fjölskyldunni og heilsunni en samveran og útiloftið. Munið bara að fara stutt fyrst og læra á ykkur sjálf og útbúnaðinn, svo er bara að DRÍFA SIG.. Góða ferð, Alda Jónsóttir 19
2. tölublað. 7. árgangur
STIGIÐ
SVEIF Norðurferð
var lokið og Mummi búinn að skila af sér Það var um miðjan ágúst 1996, að síminn hluta af morgunmatnum: Swiiing! af stað. hringdi eitt kvöldið. Viti menn, tvíburarnir Ólafsfjörður var næsti viðkomustaður, og Halli og Mummi voru staddir á Akureyri og síðan lá leiðin yfir Lágheiðina að Ketilási við sögðust vera í ferð aldarinnar, sem reyndist Miklavatn. Þar hafði eitthvað komið fyrir svo rétt að lokum. afturgjörð Sunnlendingsins síkáta, því hún Ég vaknaði daginn eftir og pakkaði klofnaði er við áttum um tíu kílómetra eftir niður, keypti í matinn og svo af stað. Frá á Hofsós. Ég fékk far með pickup pallbíl Umferðarmiðstöðinni tók ég rútu til sem var að flytja æðardún og fleygði Akureyrar og var það meira bílstjórinn hjólinu með öllu draslinu upp á rasssærisvaldandi en að sitja á grjóthörðu pallinn með öllum dúnpokunum og keyrði trésæti í heila öld. Jæja, þar kom að lokum svo á 200 km hraða niður á Hofsós á meðan að rútan renndi í hlað á Akureyri og hjartað í mér sló 1000 slög á mínútu og í tvíburarnir tóku vel á móti Sunnlendingnum buxunum í þokkabót og skil ég ekki enn síkáta. Fóru þeir nú með kappann á þann dag í dag hvernig þetta hafðist gistiheimili þar sem þeir voru búnir slysalaust. Á Hofsós varð það mitt að panta herbergi og tókum við því fyrsta verk að athuga með far niður rólega þar til næsta dag. á Sauðárkrók og þá sá ég það sem Swiiing! Jæja, Mummi kominn ég hafði aldrei séð áður, en það var á fætur en þennan frasa notaði árekstur bíls og bifhjóls og hafði hann oft í ferðinni og annar frasi bifhjólamaðurinn kastast af hjólinu. átti svo eftir að koma í kjölfarið GÍSLI RAKARI Þarna voru aðeins þessi tvö síðar í ferðinni. Meira um það farartæki og enginn annar bíll síðar. En nú var að dúndra nálægt, en viti menn, kemur ekki löggan einhverju fóðri í sig og drífa sig af stað. Á með sírenur og læti. Jæja, ég hló svo mikið tjaldsvæðinu reyndist Magnús nokkur að látunum í löggunni að ég gleymdi því Bergsson hafa hreiðrað um sig og fórum við næstum að ég væri á ferðalagi. Sem betur fer að hitta kappann. Magnús ætlaði aðra leið hafði enginn slasast. en við, svo við tókum saman nokkra rúnta Ég fékk þær upplýsingar að næsti um Akureyri, leituðum að ísbúð til að kæla áætlunarbíll færi ekki fyrr en fjórum tímum okkur niður og kvöddumst síðan. seinna og var ég alveg miður mín yfir því. Nú lá leiðin norður fyrir, Dalvík var fyrsti En með því að “teipa” gjörðina saman áfangastaður, en viti menn, hafðist þetta niður á Sauðárkrók þó ég þyrfti Sunnlendingurinn síkáti var varla lagður af að bæta þrisvar sinnum á leiðini. Strákarnir stað þegar dekkið að aftan sagði BÚMM! og voru komnir á undan og voru búnir að redda allt var stopp. Jæja, það þýddi ekkert að láta nýrri gjörð handa kappanum og fær hann deigan síga og málunum var reddað með Elías í hjólabúðinni og heilsuræktinni á dyggri hjálp Mumma. Jæja, þegar viðgerð Hjólhesturinn
20
Sauðárkróki bestu þakkir, því hann lánaði mér gjörðina af sínu eigin hjóli. Jæja, Hótel Mælifell var næst á dagskrá og daginn eftir var stefnan tekin á Skagaströnd og Blönduós. Tvíburarnir fóru fyrir Skagaheiði, meðan ég fór Laxár- og Norðurárdalinn og lenti í Kántríbæ, þar sem ég beið þeirra. Kántríbær er einstakur staður, barnaís á 200 kr og Hallbjörn sjálfur við stjórnvölinn í útvarpinu og 75% af lögunum voru eftir hann sjálfan og 70% af myndunum sem héngu uppi á vegg voru af honum, frábær náungi. En á leiðinni niður á Blönduós byrjaði Mummi að syngja “Kondí Kántríbææææ” og var þar kominn hinn frasinn, sem nefndur var í upphafi greinarinnar. En nú var bara að tjalda á Blönduósi og hafa það náðugt fram til næsta dags. Þegar nýr dagur rann upp var ég orðinn efins um að halda áfram, en sem betur fer drifum við okkur af stað, því við náðum á Hveravelli í rosa góðu veðri og meðvind. Á Hveravöllum skoðuðum við okkur fyrst um, en kokkuðum síðan og fórum saddir í háttinn. En viti menn; í tjaldinu við hliðina á okkar voru Þjóðverjar, sem voru syngjandi og drekkandi áfengan vökva og vorum við að verða brjálaðir því við gátum ekkert sofið fyrir söngnum. Það endaði með því að
Sunnlendingurinn síkáti fékk kast og æddi inn í tjaldið hjá þeim og sagði þeim á hraustlegri “sjómannaensku” að halda sér pent saman og lækkuðu þeir þá róminn, en tvíburarnir hlógu sig hins vegar máttlausa. Næsta dag ákvað ég að taka rútu heim til Reykjavíkur, aðallega vegna slappleika, en einnig var Kjölur framundan eins og þvottabretti af verstu gerð. En sáttur kom ég til Reykjavíkur og sá svo sannarlega ekki eftir því að hafa væflast norður til að taka þátt í þessu fjöri. Þetta var ferð aldarinnar! Gísli “rakari” Guðmundsson. Myndir Haraldur Vilhjálmsson og PG.
21
2. tölublað. 7. árgangur
HREYFING
OG HREYSTI
Holl hreyfing í góðum félagsskap Kvöldferðir Íslenska Fjallahjólaklúbbs Björn Finnsson stendur fyrir vikulegum kvöldferðum eins og kom fram í síðasta fréttablaði. Ferðirnar eru hvert þriðjudagskvöld út september. Brottför er frá vesturenda skiptistöðvar S.V.R. í Mjódd. Þangað og þaðan má komast með strætisvögnum ef aðstæður krefjast. Brottafarartími er kl. 20:00 og að venju verður hjólað um hin ýmsu borgarhverfi, nágrenni borgarinnar og í nærliggjandi bæjarfélög eftir aðstæðum. Vilji einhverjir aðstoða hann og hjóla fyrir einni og einni ferð eða koma upp hjólahópum í sínu bæjarfélagi eða hverfi mun Björn fúslega veita þá aðstoð sem hann getur. Þátttökugjöld eru engin enda hver þátttakandi á eigin ábyrgð. Björn Finnsson (S:587 1186)
Björn Finnsson á hjólafjöriÖssurar Hjólhesturinn
22
Hjólahópur Útivistar Hjólahópur Útivistar hóf starfsemi sína fyrir nokkrum árum en lagðist af og var endurvakinn síðasta sumar og nú í sumar verður starfsemin rekin af miklum krafti. Kvöldferðir verða vikulega frá 20. maí, en þá hittumst við við Grillhúsið Sprengisandi á miðvikudagskvöldum kl. 20:00 á og hjólum saman í eina til tvær klukkustundir. Kvöldferðirnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Dagsferðir eru tvisvar til þrisvar í mánuði en þá hittumst við á sunnudögum kl. 13:00 við Skalla við Vesturlandsveg og hjólum saman í nokkrar klukkustundir um eða í nágrenni Reykjavíkur. Aðeins kostar kr. 100 i dagsferðir nema þar sem rúta er. Helgarferðir eru a.m.k. tvisvar á áætlun hjá okkur í sumar, en þá leggjum við land undir fót og eyðum skemmtilegum dögum saman. Hjólahópur Útivistar er fyrir þá sem hafa gaman af því að njóta ferðalaga og hreyfingar hjólandi. Hópurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á ofangreindu og eina skilyrðið má segja að sé að viðkomandi kunni að hjóla – eða eigi hjálpardekk. Ekki er hér um að ræða neina “atvinnnuhjólamenn” heldur einungis venjulegt fólk á venjulegum hjólum. Þetta er upplagt tækifæri til að nýta heimilishjólið til hollrar og skemmtilegrar útivistar í góðum félagsskap. Hér að neðan má sjá nánar dagskrá sumarsins: 07. júní, kl. 13:00 Heiðmörk – klassísk leið
17. júní, kl. 10:30 Leggjarbrjótur Athugið að hér erum við í samfloti með gönguhóp og þvi er lagt af stað kl. 10:30 með rútu frá BSÍ. 28. júní, kl. 13:00 Kaldársel – Helgafell. Hjólað að Kaldárseli og um línuvegi þar í kring. Leið sem kemur á óvart. 12. júlí, kl. 09:00 Djúpavatnsleið í Bláa Lónið Frábær ferð, hjólað er frá Rvk. um Vigdísarvelli og Djúpavatn til Grindavíkur og þaðan í Bláa Lónið þar sem við skellum okkur í bað og tökum svo rútu í bæinn. Ferð fyrir alla sem enginn ætti að missa af. Hér bætist við gjald fyrir rútu og í Bláa Lónið. 24-26 júlí, kl. 20:00 Hveravellir – Hvítárnes – Gullfoss. Ekið á föstudagskvöldi á Hveravelli og gist þar í skála. Upplagt að mýkja sig fyrir
Fyrrverandi forseti Íslands tekur sig vel út á reiðhjólinu sínu og sýnir að hjólreiðar eru fyrir alla.
hjólreiðarnar daginn eftir með baði í pottinum. Á laugardeginum hjólum við eftir góðum gönguslóðum Kjalveg Hinn Forna um Þjófadali, framhjá Fúlukvísl í Hvítárnes þar sem við gistum í skála. Á sunnudeginum hjólum við svo eftir Kjalvegi niður að Gullfossi þar sem rútan bíður okkar. Athugið að möguleiki er að ekki þurfi að hjóla með farangur. 09. ágúst, kl. 13:00. Mosfellsbær – Tröllafoss – Esjuhlíðar – Mosfellsbær. Hjólum í gegnum Mosfellsbæ um Mosfellsdal að Tröllafossi og þar eltum við svo gamalkunna rallíleið niður í Kollafjörð og þræðum svo sjávarleiðina í gegnum Mosfellsbæinn til Reykjavíkur aftur. 21-23. ágúst. Fjallabaksleiðir – Gullmoli sumarsins. Leggjum upp á föstudagsmorgni og eigum samleið með göngugörpum í Landmannalaugar, þaðan hjólum við Krakatindsleið í Hvannagil þar sem við gistum fyrstu nóttina. Þátttakendur geta valið um tjald eða skálagistingu. Á laugardeginum hjólum við svo Mælifellssand að Hólmsá en þar förum við eftir gömlum slóðum inn að Álftavatnskrók og yfir SyðriÓfæru í Hólaskjól þar sem við gistum í tjaldi eða skála. Síðasta daginn förum við svo í rólegheitum niður í Skaftárdal þar sem rútan mætir okkur. Þetta er ferð sem enginn ætti að missa af – stórfenglegt landslag eftir leiðum sem að hluta eru lokaðar bílaumferð. 30. ágúst, kl. 13:00. Uppskeruhátíð Hjólahóps Útivistar. Við hjólum saman á einhvern skemmtilega stað þar sem við grillum saman og fögnum sumarlokum hjá Hjólahópnum. Við hvetjum alla, hvort sem um er að ræða fjallahjólaklúbbsfélaga eða aðra til þess að nýta sér dagskrá hjólahóps Útivistar. Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Útivistar eða hjá Jónasi Guðmundssyni s.897-1757, e-mail: jonas@elko.is
23
2. tölublað. 7. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Undirbúningur fyrir ferðalög á reiðhjóli. Fátt er skemmtilegra en að eiga stefnumót við móður náttúru á reiðhjóli, hljóðlaust og án þess að menga sitt nánasta umhverfi. Því miður eru það allt of fáir sem hafa treyst sér til að nota reiðhjólið til ferðalaga. Getur það stafað af vanþekkingu og vanmáttarkennd gagnvart náttúrunni t.d. vegna mikillar víðáttu og hræðslu við að takast á við hana í allri sinni mynd? Jákvæður hugur ber mann langa leið en ekki er verra að kunna að búa sig rétt. Ef fólk ætlar sér að leggja í langferð á reiðhjóli er gott að vera búin/n að gefa sér góðan tíma til að venjast hjólinu með því að fara í stuttar og langar helgarferðir. Best er að nota hjólið daglega, minnst í einn mánuð. Það eflir líkamann og hvetur fólk til að njóta náttúrunnar á annan og nánari hátt. Er hjólið í lagi Það er ekki nóg að líkaminn sé í lagi ef hjólið er að niðurlotum komið. Öll hjól þarf að yfirfara, jafnvel þótt þau séu ný. Á óvönduðum hjólum eru rær og skrúfur oft lausar eða ofhertar og hreyfanlegir hlutir illa smurðir. Óvönduð hjól og búnaður þeirra eru iðulega úr veikum málmum. Því þarf oft ótrúlega lítið til að forskrúfa rær og skrúfur. Það þarf ekki sérfræðinga til að huga að ýmsum hlutum hjólsins. Flestir ættu að geta athugað eftirtalin atriði sjálfir: Eru sporskiptar (gírar) rétt stilltir og smurðir? Athuga vel endastoppskrúfur. Liggja bremsupúðar rétt að gjörðum hjólsins? Eru bremsu- og gíravírar óslitnir? Eru allir barkar smurðir? Er slag í hjólnöfum eða eru þau ofhert? Hjólhesturinn
24
Brakar í þeim? Sömu atriði þarf að athuga í sveifarlegum og stýrislegum. Eru teinar slakir eða ofhertir? Eru brestir, slit eða kast í gjarðahringjunum? Er keðjan slitin? Ef skipta þarf um keðju þarf einnig oft að skipta um afturdrifkrans. Sú er raunin, ef nýja keðjan hoppar á tannhjólunum við átak. Eru gjarðaöxlar skakkir? Ef svo er, þarf nær undantekningalaust að rétta gaffalenda. Það er gert á verkstæði eða í klúbbhúsi ÍFHK. Bognir öxlar og gaffalendar eru ástæður þess að öxlar brotna. Því er mjög mikilvægt að þeir séu í lagi. Athugið að verkstæði eru yfirhlaðin verkefnum á vorin og sumrin. Því er best að athuga sem flest fyrrnefnd atriði heima hjá sér, enda má mikið læra af því. Láttu aðeins líta á þau atriði sem þú telur þig ekki geta athugað. Þegar hjólið er tilbúið, er skynsamlegt að fara til reynslu í stutta helgarferð með allan búnað. Ferðabúnaður Bögglaberar verða að vera sterkir, sérstaklega ef ekki er hjólað á malbiki. Þeir sem eru að fara í sína fyrstu ferð eru oft ofhlaðnir farangri og fylgir því sú hætta að eitthvað láti undan. Athuga þarf allar suður þegar bögglaberar eru keyptir. Hafa ber í huga, að því fleiri stög sem halda grindinni saman, því sterkari verður bögglaberinn. Betra er að hafa hann úr ál- eða stál pípum frekar en úr teinum. Athuga skal sérstaklega vel suður og frágang á stöðum sem mikið mæðir á, t.d. á festingunni, þar sem bögglaberinn er festur við gaffalenda hjólsins. Athugið að stálbögglaberar þola oft meira álag en álbögglaberar. Íslenskir
bögglaberar úr stálpípum sem hægt er að mæla með eru nú fáanlegir í flestum hjólreiðaverslunum. Skrúfurnar sem festa bögglaberann við hjólið þurfa að vera úr sérstaklega hertu stáli. Þær er hægt að fá í versluninni G J Fossberg (svartar á litinn) eða í klúbbhúsinu okkar. Passið að setja lásró með hverri skrúfu svo að hún losni ekki. Á flestum hjólum er ekki unnt að setja ró á skrúfuna, sem er drifmegin að aftan, vegna þess að keðjan rekst í hana. Þar verður að setja gengjulím, (t.d. Loc Tite 222), sem líka fæst hjá G. J. Fossberg.
Töskur Góðar töskur skipta miklu máli. Varast ber þunnar nælontöskur. Nú er töskuúrvalið orðið nokkuð gott hér á landi. Töskurnar þurfa að vera með hörðu baki svo að þær fari ekki í teinana. Athuga þarf hvort vel sé gengið frá saumum, festingum og krókum, að utan sem innan. Rétt er að athuga, hvort töskurnar passa vel á bögglaberann með því að máta þær á hjólið þegar þær eru keyptar. Það má ekkert los vera á töskunum og hægt að staðsetja þær þannig að hælarnir rekast ekki í þær. Ekki mega þær vera reyrðar þannig niður að reyni á festingarnar eða erfitt verði að losa þær af bögglaberanum. Einnig þarf góð regnhetta að vera yfir opinu og ólar til að herða að farangri.
Hægt er að fá mjög góðar vatnsheldar töskur frá Ortlieb sem framleiðir eingöngu töskur úr vatnsheldu PVC efni og Karrimor sem einnig framleiðir mjög góðar vatnsheldar töskur undir nafninu Aquashield. Efnin eru alveg vatnsheld og allir saumar soðnir. Hafa þessar töskur reynst einkar vel hér á landi auk þess sem lítið mál er að þrífa þær. Þessum töskum fylgir þó sá galli að efnið “andar” ekki og ef vatn á annað borð kemst í þær getur allur farangur farið á flot. Krókarnir á töskum þessara framleiðanda eru sterkir, með læsingum sem festa þær tryggilega við bögglaberana og hægt er að skipta um þá ef þeir brotna. Þeir eru stillanlegir og hægt er að fjölga þeim. Það er góður kostur ef menn eru með álbögglabera því að álagsdreifingin verður jafnari. Í verslunum hefur verið hægt að fá ódýrar Ortlieb eftirlíkingar sem nefnast Vaude og Connix frá Tævan og hafa reynst nokkuð vel nema hvað krókarnir eru misjafnlega góðir eftir töskugerðum. Þó að til séu vatnsheldar töskur er samt sem áður gott ráð að pakka öllu í plastpoka. Plastpokarnir verja farangurinn, sérstaklega ef einhver krukka eða brúsi opnast óvart vegna hristings. Aldrei ætti að bera farangur á bakinu eða á annan hátt utan á sér, nema léttan viðkvæman búnað s.s. myndavél. Það er líka slæmt að hlaða öllum farangri aftan á hjólið því þá er hætta á að missa stjórn á hjólinu í lausamöl og einnig þegar klífa á brattar brekkur. Þumalputtaregla er að hafa u.þ.b. sömu þyngd að framan og að aftan. Láttu þér svo ekki bregða þegar þú stígur á hjólið eftir að farangur er kominn á það. Þú venst tilfinningunni eftir tvo daga eða svo. Ef þú ert á stífu reiðhjóli þá er líklegt að allur
25
2. tölublað. 7. árgangur
farangurinn mýki upp hjólið svo að í sumum tilfellum getur verið þægilegra að hjóla á því fullhlöðnu. Klæðnaður Réttur klæðnaður hjólreiðamanna er mikilvægur. Hjólreiðaföt fást í nær öllum reiðhjólaverslunum og einnig í mörgum útilífsverslunum eins og t.d. Skátabúðinni, Cortina Sport og Seglagerðinni Ægi. Nauðsynlegt er að hafa með sér ullarnærföt á ferðalögum og klæðast alltaf ullarsokkum. Ef klæðast á “Lycra” hjólreiðabuxum með sætisbót er best að hafa þær næst sér og sleppa nærbuxum. Forðast skal bómullarfatnað vegna þess að hann þornar seint og getur því valdið ofkælingu. Notið þess í stað fatnað úr t.d. “Polarsystem”, “fleece” “lycra”, “Transtex”, “Tryflo” eða ull. Fötin þurfa að anda vel en vera þó vind- og vatnsþétt eins og “GoreTex” og önnur skyld efni. Rétt hönnun fatnaðarins skiptir miklu máli. Vel þarf að lofta í gegnum yfirhafnir svo að líkaminn fái kælingu. Yfirleitt nægir að fatnaðurinn sé aðeins vind- og vatnsheldur að framan. Gott er að hafa húfu og vettlinga og hjálm eiga menn alltaf að bera. Hjólreiðaskór fást í flestum fyrrgreindum verslunum. Þó geta léttir gönguskór hæglega gert sama gagn og sérstakir hjólreiðaskór því oft er mikið gengið þótt fólk ferðist á hjólum. Kostir hjólreiðaskóa eru að þeir eru með stífum sóla, hafa rauf fyrir hásinina, eru mjög léttir og anda oft betur en gönguskór. Kostir gönguskóa eru hins vegar að þeir eru hlýrri, sumir vatnsþéttir og endast oft betur. Óþarfi er að hafa meðferðis stígvél því að þau eru þung og fyrirferðamikil. Í þeirra stað nægja legghlífar, sem skýla fótleggjum og skóm að Hjólhesturinn
26
framanverðu. Þær hafa fengist hér í hjólreiðaverslunum þó úrvalið geti varla talist mikið. Hlífarnar má einnig sníða úr þunnu PVC efni sem fæst í Seglagerðinni Ægi. Þær þurfa að ná undir og yfir tærnar og þaðan upp legginn. Legghlífar nægja fullkomlega flesta rigningadaga. Vatnsheldar skóhlífar fást einnig í sumum verslunum. Hægt er að nota seglbrettaskó úr “Neopren”-efni til að vaða yfir ár án þess að finna fyrir kulda og grýttum botni. “Neopren”-efnið er það sama og notað er í blautbúninga kafara og því ekki alveg vatnsþétt. Gamlir strigaskór geta einnig gagnast til að vaða ár. Viðhald Þó að reiðhjól séu ekki margbrotin hafa þau þó þann galla að geta bilað. Samt er oft hægt að komast býsna langt án þess að þurfa að gera við. Ef hjólið er gott er minna um viðgerðir og allt viðhald auðveldara. Ef hlutirnir eru athugaðir daglega eða um leið og eitthvað óeðlilegt finnst, þarf ekkert óvænt að koma upp á. Það sem helst bilar á hjólreiðaferðalögum er eftirfarandi: stýrislegur losna, dekk rifna, slöngur springa, bögglaberar brotna og teinar slitna, einnig keðjur, gír- og bremsubarkar. Oft má koma í veg fyrir svona bilanir með því að athuga hjólið daglega. Það finnst bæði og heyrist þegar legur losna og þá þarf að stilla þær strax! Algengt vandamál er að bremsupúði nuddist við dekkið og það rifni. Hjólið ekki yfir djúpar ár, heldur berið hjólið yfir. Ef ferðast á um torfæra slóða er nauðsynlegt að vera á breiðum gjörðum sem eru yfir 25mm breiðar að utanmáli. Breiðar gjarðir minnka líkur á því að
gjarðabrúnir skeri á strigann í hliðum dekkjana. Gott er að vera með 2ja mm. ryðfría teina frá þekktum framleiðendum s.s. Wheelsmith, DT, Hoshi eða Union. Hafið ný dekk undir hjólinu þegar lagt er af stað. Notið dekk sem hafa gróft munstur með breiðum slitflötum. Verkfæri eiga alltaf að vera með í ferðalögum. Nefnd skulu: Pumpa, svissneskur Vicotorinox vasahnífur með skærum og stjörnuskrúfjárni, dekkjaspennur, keðjulykill, 8 og 10 mm fasta lykla og stundum 9mm fyrir ódýrustu hjólin, sexkantar á allar skrúfur og passandi teinalykill. Smáverkfærasett eins og CoolTool og Topeak innihalda ekki sérlega meðfærileg verkfæri og henta því best í neyðartilfellum. Keðjuolía fyrir reiðhjól t.d. Finish Line og lítið eitt af tvisti til að þrífa keðjuna. Ekki má svo gleyma nál og sterkum tvinna. Varahlutir þurfa að vera með því lítið fæst af þeim úti á landi eða til fjalla. Bætur, auka slanga, gíra- og bremsuvír, keðjuhlekkir, 2-4 bremsupúðar og 4 teinar með nipplum. Það fer svo eftir eðli og lengd ferðalagsins hvort meðferðis þarf að hafa varadekk. Þá er gott ráð að vera með “Kevlar” dekk sem hægt er að brjóta saman og kemst fyrir í tösku. Bretti geta verið nauðsynlegur búnaður ef ferðast er á malbiki en ef ferðast á um torfæra slóða borgar sig að taka þau af því ef grjót festist í dekkinu þá er hætta á því að brettið brotni. Það er líka afar leiðinlegt að hlusta á steinvölur hringla í brettinu klukkustundum saman auk þess sem þau taka á sig vind. Ekkert mál fyrir fjölskyldufólk Ef fjölskyldufólk hefur hug á því að ferðast um á reiðhjóli er um ýmsa kosti að ræða. Þar þarf aðeins viljastyrk og áræðni
svo losna megi úr viðjum vanans. Hægt er að fá tengivagna fyrir reiðhjól. Þeir eru í flestum tilfellum hannaðir með sæti fyrir tvö börn og eru með farangursrými. Þessir vagnar hafa verið til sölu í flestum nágrannalöndum um áratuga skeið og hafa sífellt orðið vinsælli vegna öryggis og ýmissa möguleika. Þeir vagnar sem þegar eru til í verslunum hér á landi eru frá Trek, Cannondale, Schwinn og Winther. Þeir hafa veltigrind, öryggisbelti og eru í skærum litum til að tryggja öryggi barnanna. Ítarlegar úttektir á vögnum hafa verið birtar hér áður og er hægt að lesa á internet vef klúbbsins, ásamt öðrum fróðleik. Þegar barnið hefur vaxið upp úr vagninum eru fáanleg tengihjól sem festast aftan í hjól foreldra. Barnið getur því byrjað að hjóla með foreldrinu þar til það er nógu gamalt til að hjóla sjálft um í umferðinni. Til eru dæmi þess, og það hér á landi, að fjölskylda hafi selt bílinn sinn eftir að hafa eignast tengivagn. Því fylgir mikill kostur og má þar sérstaklega nefna aukin fjárráð og heilbrigðara líferni, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur líka börnin. Ekki dýrt Það er engin ástæða til að örvænta þó að efnahagur leyfi ekki kaup á góðu hjóli eða búnaði. Flestir byrja aðeins á því ódýrasta og komast langt á því. Góður búnaður til hjólreiða kostar aðeins brot af því sem árlegur rekstur bíls kostar. Best er að athuga fyrst hvort ekki sé hægt að nota þann viðlegubúnað sem þegar er til á heimilinu. Einnig er tilvalið að ferðast með öðrum til að samnýta tjald og annan viðlegubúnað. Að lokum, munið að hjólin mega vera nokkuð ódýr ef ekki stendur til að fara út af malbikinu í miklar fjallaferðir. Magnús Bergsson
27
2. tölublað. 7. árgangur
FERÐA
LEIÐIR
Hjólaleiðir Hér í þessari grein ætla ég að reyna að bæta úr því sem mér hefur alltaf þótt vanta í Hjólhestinn en það eru hugmyndir að hjólaleiðum. Í og í nágrenni Reykjavíkur er mjög mikið af fallegum leiðum sem hægt er að hjóla á degi eða hluta úr degi. Ég hafði hugsað mér að reyna að koma með einhverjar hugmyndir að skemmtilegum hjólaleiðum í þessum og vonandi næstu Hjólhestum og vona að þær hugmyndir auðveldi einhverjum að njóta hjólreiðanna. Leiðin sem ég ætla að benda á núna hefst á BSÍ með rútu til Selfoss en fyrir þá sem vilja má að sjálfsögðu hjóla á Selfoss. Frá Selfossi er hjólað til baka yfir Ölfusána og inn veg nr. 36 meðfram Ingólfsfjalli. Rétt áður en farið er yfir brúna við Þrastarlund er beygt til vinstri inn Torfastaðaafleggjarann (vegur nr. 350) og hann hjólaður að Úlfljótsvatni, en einnig er hægt að beygja af honum við Bíldsfell og fara meðfram Soginu í gegnum Klifskóg og koma að Úlfljótsvatni við Írafossvirkjun, þessum útúrdúr mæli ég frekar með. Frá Úlfljótsvatni er vegur nr. 360 hjólaður meðfram Úlfljótsvatni og svo Þingvallavatni að Nesjavöllum, frá Nesjavöllum er farið yfir Dyrfjöllin og þaðan liggur beinn og breiður vegur að Suðurlandsvegi rétt ofan við Rauðavatn. Tími: 4 - 7 klst. Heildarvegalengd: Milli 60 og 70 km. Hækkanir/Lækkkanir:; litlar, eingöngu má segja yfir Dyrfjöllin Kort: Sérkort, Suðvesturland 1:100.000 Þessi leið er mjög fjölbreytt og að mínu Hjólhesturinn
28
mati ein allra skemmtilegasta dagleið sem hægt er að fara hér í nágrenninu. Eitt er það sem ekki má gleymast í góðri hjólaferð og það er gott kort, mér finnst alveg nauðsynlegt að skoða leiðina á korti áður en farið er og svo að sjálfsögðu á meðan á ferðinni stendur. Að lokum er vert að minna á ferðanámskeið klúbbsins núna 11 júní n.k. kl. 20:00 í félagsheimilinu við Austurbugt. Jónas Guðmundsson
Flæmsku hjólreiðasamtökin Í apríl var ég í Antverpen og rakst þar inná aðalskrifstofu flæmsku hjólasamtakanna og spjallaði dálítið við þá og fékk upplýsingar og blöð. Ársaðild kostar 600kr fyrir einstakling og 1000kr fyrir fjölskyldu og fyrir það fá menn byrjenda pakka með upplýsingum, 4 blöð á ári yfirleitt 8síður í A4 broti og einhverja afslætti. Þeir skipuleggja allnokkuð af aðgerðum og virðast vera talsvert vakandi yfir réttindum hjólamanna. Þrátt fyrir að hjólanotkun og hjólaleiðir séu mikið þróaðri í Belgíu en hér eru þeir að fást við mörg sömu vandamál og við. 17 maí var t.d uppákoma sem þeir kalla hjól og hátíð í Antverpen með stórum bíllausum leiðum. Á hverju ári er haldin vika hinnar mjúku umferðar. Belgar eru einnig alltaf með smákeppnir í minni bæjum. Ratog þrautakeppnir eru algengar. Á krá hef ég komið sem er fræg fyrir að þar er hjólað í gegnum barinn í einni keppninni. Ef maður vaknar fyrir hádegi á sunnudögum og kemur sér út eru yfirleitt fleiri hjól á götum smábæjanna en bílar því þá fara margir hjólaklúbbar í sína vikulegu æfingarferð. Eftir hádegið eru síðan fjölskyldur á ferðinni og koma þá gjarnan við hjá kunningjum eða krám. 12 og 13 september heldur Fietserbond hjólamaraþon á flæmskum héraðsvegum. Þarna verður hjóluð um 420km vegalengd sem liggur um alla helztu bæi og borgir, og tekur um 24tíma Elvar Ástráðsson
Grunnmarkmið Fietserbond: Heildaráætlun hvað varðar hjól allstaðar í samfélaginu. Þátttaka í umferðaráætlunum og öllum umferðarstofnunum. Að fá fjárfestingu til hjólastarfsins svo samfélagið geti notið þess sparnaðar sem aukin hjólanotkun veldur. 30km svæði í öllum miðbæjum. Lögum verði breytt til hagsbóta fyrir hjólamenningu hvað varðar umferð, skatta, félags- og vinnuumhverfi. Hjólanet sem tengja úthverfi og miðbæi á þægilegan hátt. Breyta tíunda hverju bílastæði í hjólastæði, landsskráning á reiðhjólum. Almenningsfarartæki og hjól séu í bandalagi. Á öllum lestarstöðvum skal vera hægt að leigja hjól og auðvelt sé að taka hjólin með í lestunum. Uppfræðsla um hjól og ímynd þess. Færri bíla og fleiri hjól, með sköttum og reglugerðarbreytingum má gera hjólanotkun að betri kosti. Lauslega þýtt úr flæmsku og stytt nokkuð. Elvar Ástráðsson
Kortið til vinstri sýnir hjólaleiðir í Belgíu og kortið til hægri sýnir hjólaleiðir þvert yfir Evrópu, frá Amsterdam til Barselóna og Rómar. 29
2. tölublað. 7. árgangur
SMURNING
DAGSINS
Aðgengi hjólreiðamanna Í upphafi kjörtímabils R-listans sem nú er að líða, batt hjólreiðafólk vonir um að eitthvað nýtt myndi gerast í málefnum hjólreiðamanna. Mörg undanfarin ár hafði lítið sem ekkert verið gert í þessum efnum og leit svo út að í huga embættismanna væri fyrirbærið “reiðhjól” vart af þessum heimi eða þá helst bara leiktæki fyrir börn. Rétt fyrir kosningar 1994 afhenti klúbburinn borginni undirskriftalista með um 3000 undirskriftum um að borgin þyrfti að bæta aðgengi hjólreiðafólks. Á svipuðum tíma gerðist borgin aðili að samtökunum “Car free city club” sem kom þægilega á óvart því hugsanagangurinn þar á bæ er mun jákvæðari í umferðar- og skipulagsmálum en stefna borgarinnar hafði verið fram til þess. Með tilkomu R-listans komst einn maður að í umferðanefnd borgarinnar, sem líklega í fyrsta skipti í sögu borgarinnar gerði sér fulla grein fyrir vanda hjólreiðamanna. Það er Óskar Dýrmundur Ólafsson sem á ekki bíl heldur notar reiðhjól og almenningsvagna til samgangna - líklega í fyrsta skipti í sögu embættismanna borgarinnar. Fljótlega stóð borgin að átaksverkefni fyrir atvinnulausa og var þar á meðal fengið fólk til að gera úttekt á aðgengi fatlaðra á gangstéttum. Ekki var vanþörf á, því fatlaðir áttu varla kost á því að fara lengra en að anddyri heimila sinna vegna slæmrar hönnunar gangstétta. Við þetta bættust svo slæm vinnubrögð á frágangi og nánast ekkert viðhald gangstétta. Þar sem bætt aðgengi fatlaðra og hjólreiðamanna áttu samleið þótti öllu hjólreiðafólki þær endurbætur sem nú fóru í hönd til mikilla bóta. Réttara sagt höfðu aðrar Hjólhesturinn
30
eins úrbætur ekki sést frá því borgaryfirvöldum hugkvæmdist í fyrsta sinn að leggja gangstéttir. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum að aðalskipulag borgarinnar leit dagsins ljós. Þar er að finna margar setningar sem hljóma eins og gullkorn í eyrum þeirra sem vilja í raun og veru leggja eitthvað á sig í að bæta umhverfið og breyta áherslum í umferðamálum til batnaðar. Aðalskipulagið er afar framsækið. Í fyrsta skipti í sögu aðalskipulags er hægt að sjá orðinu “reiðhjól” bregða fyrir, ekki aðeins einu sinni heldur mörgum sinnum. Það kallar á verulegar áherslubreytingar í borginni og reyndar samfélaginu öllu. Til að sýna dæmi um þetta skal vitnað hér í skipulagið: “Nú er svo komið, að áhrif umferðar á umhverfið er orðið óviðunandi vandamál í heiminum og til óþæginda fyrir marga borgarbúa. Þörf á að auka umferðarrýmd reynist ómettanleg. Að auki mun aukin umferðarrýmd á götum þar sem loft- og hljóðmengun er þegar of mikil laða að sér meiri umferð og gera ástandið enn verra. Stór umferðarmannvirki og hröð umferð er hindrun fyrir aðra en akandi vegfarendur og öryggi þeirra stefnt í hættu. Það er því orðin almenn skoðun skipulagsfólks í hinum vestræna heimi, að samgöngur framtíðarinnar verði ekki leystar með því að greiða fyrir umferð einkabíla á sama hátt og hingað til. Samkvæmt nýjum áherslum eru aðstæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur bættar og vægi þeirra í umferðinni aukið til móts við vægi bifreiða. Unnið er að því að bæta göngu- og hjólreiðaleiðir til þess að hjólreiðar og
ganga geti orðið öruggur og raunhæfur ferðamáti á styttri leiðum. Hlutverk stígakerfisins er að tryggja öruggar og greiðfærar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli heimila, vinnustaða og þjónustusvæða og að tengja saman opin svæði til útivistar Hjólreiðareinarnar verða sérstaklega afmarkaðar brautir á götum þar sem ekki er hægt að koma fyrir sér stígum og á þetta sérstaklega við um miðbæinn.” Nú eiga margir mun auðveldara með að hjóla um gangstéttir enda fer þeim fjölgandi sem nota reiðhjólið til samgangna. Ef við rifjum það upp hvernig ástandið var í samgöngumálum hjólreiðafólks fyrir tíð Rlistans þá var það vægast sagt ótrúlegt. Hjólreiðafólk þurfti að fljúga yfir kanta, flága og steinsteypta hóla sem kallaðir voru umferðaeyjur. Fyrir marga gangandi voru þessar gangstéttir hreinasta torfæra. Sum borgarhverfi voru ekki í neinu stígasambandi og svona mætti lengi telja. Í dag höfum við fengið óslitinn stíg frá Ægissíðu upp í
Víðidal. Grafarvogurinn er kominn í stígasamband við Vogahverfið og hjólreiðafólk getur notað strætisvagna á lengstu leiðum til og frá úthverfunum. Komnar eru brýr yfir verstu umferðaæðarnar og þeim á eftir að fjölga. Miklabrautin liggur miðsvæðis í gegnum Reykjavík. Hún hefur því verið ein helsta samgönguæð hjólreiðafólks þrátt fyrir versnandi ástand vegna nær algjörs viðhaldsleysis áratugum saman. En viti menn! Í sumar er loksins fyrirhugað að ráðist verði í endurbætur á stígunum meðfram Miklubraut. Auk þess verður unnið við stíginn meðfram Sæbrautinni. Ef unnið verður með auknum krafti í stígamálum á næsta kjörtímabili eins og aðalskipulagið segir til um, þá gæti hjólreiðafólk hugsanlega búist við að sjá óaðfinnanlega hjólreiðastíga, aðgreinda frá annarri umferð á næsta kjörtímabili. Borgin myndi þá skjótast áratugi fram á við í umferðar- og skipulagsmálum. Magnús Bergsson
Akraborgin kvödd. Það er búið að lýsa því yfir að Akraborgin hætti að sigla 15. júlí n.k. Fyrir marga sem notið hafa ferjuna til að komast bestu og öruggustu leið úr Reykjavík þá verður þetta ömurlegur atburður. Þegar þetta er skrifað þá er ekkert sem kemur í stað hennar sem gæti verið viðunandi eða sambærilegt við ferjuna. Það er nefnilega alveg makalaust hvað “hugsuðir” samgöngumála hér á landi eru ótrúlega lélegir fagmenn. Það er nefnilega fyrir löngu farið að taka reiðhjólið með í reikningin við hönnun samgöngumannvirkja í þróaðri löndum. Hér virðist hvaða kjáni sem er geta tekið að sér að klambra upp slíkum mannvirjum án þess að taka tillit til annars en nákvæmlega þess sem þröngsýnn hönnuðurinn hefur áhuga á. Eins og staðan er nú þá getum
við “húkkað” okkur bíl við ganganmunnan og jafnvel þannig farið ókeypis í gegnum göngin. Það sagði allavega einhver stjórnarmaður Spalar í símaþætti útvarpsstöðvar. Annars eigum við bara að hjóla Hvalfjörðinn. Hvernig ætli bílafólki finnist að fara um suðurland og austurland til Akureyrar bara vegan þess að vegurinn um Holtavörðuheiði væri aflagður. Mig grunar að það mundi heyrast hljóð í horni. Öll vitum við hvernig það fer með hjólin að taka rútu, hvað þá í hópferðum. Þær ferðir verða víst aflagðar um leið og Akraborgin. Í ljósi þessa þá er hjólreiðafólk hvatt til að fjölmenna niður við Reykjavíkurhöfn þann 15. júlí og kveðja Akraborgina með sæmd. Missum ekki af þessum einstæða atburði, það gæti verið eftirsjá í því. Magnús Bergsson 31
2. tölublað. 7. árgangur