FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS 3. TÖLUBLAÐ 7. ÁRGANGUR. 1998
Fjölskyldan ferðast um hálendið
NÝTT
NAFINU
Aðalfundarboð Fimmtudaginn 5. nóvember, kl. 20:00, verður haldinn aðalfundur Íslenska Fjallahjólaklúbbsins að Austurbugt 3. Fyrst tökum við á móti ykkur með pizzum og gosi og síðan taka við venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn og nefndir fara yfir störf sín síðastliðið ár, reikningar verða lagðir fram og samþykktir, kosin verður ný stjórn og opnað fyrir almennar umræður um starfið næsta ár. Fólk skráir sig síðan í nefndir eða tekur að sér ákveðin verk eftir áhuga. Mætum öll og höfum skírteinin með. Stjórnin Nýtt fólk óskast Blásum nýju lífi í klúbbstarfið Nú líður að aðalfundi, þar sem fólk bíður sig (vonandi) fram til ýmissa starfa í þágu klúbbsins og félagsmanna hans. Starfsemin hefur blómstrað og dafnað undanfarin ár, sérstaklega eftir að við komumst úr fataskáp í félagsmiðstöð í Klúbbhúsið okkar að Austurbugt 3. Reyndar erum við að missa það húsnæði nú um áramótin svo það er mikil vinna framundan tengd flutningum og því að tryggja okkur framtíðarhúsnæði. Eins og gengur og gerist hafa mörg störf endað á herðum fárra manna. Ekki af því að enginn annar megi vinna þau heldur kannski af því að flestir séu svo ánægðir með hversu vel þau voru unnin að þeir hafa ekki viljað breita neinu. En það kallar bara á stöðnun að alltaf vinni sömu menn sömu störf og því eru öll störf á vegum klúbbsins nú auglýst laus til umsóknar. Sérstaklega viljum við fá nýtt fólk inn í stjórn og nefndir sem er tilbúið að blása nýju lífi í klúbbstarfið. Að sjálfsögðu fær nýtt fólk hjálp við að setja sig inn í þau störf sem Hjólhesturinn
2
það bíður sig fram í. Nú er tækifærið að láta til sín taka. Störf sem sárvantar nýtt fólk í eru t.d.: Stjórnin - þar vantar drífandi framtakssamt fólk. Félagatalið - vantar einhvern til að taka að sér félagatalið og senda skírteini þegar gíróseðlar eru greiddir. Fréttabréfið - útgáfan gengur vel en er mjög dýr og bráðvantar fólk til að safna auglýsingum til að fjármagna útgáfuna. Kvöldferðir - Björn Finnsson hefur séð um þær yfir sumartíman en þyrfti að fá fleiri með sér í það. Ferðalög - það vantar fararstjóra sem eru tilbúnir að sjá um stakar ferðir frá A-Ö. Sjálfboðaliða vantar alltaf til að taka þátt í og skipuleggja uppákomur, svo sem í tengslum við 17 júní, bíllausa daga, hjóladaga, verðlaunaveitingar, mótmæli, hlaupa í fjölmiðlana í viðtöl eða flytja pistla, sitja fundi og ráðstefnur og láta rödd hjólreiðamanna heyrast, og svo framvegis. Klúbbstarf er hópverkefni sem gengur betur eftir því sem fleiri leggja hönd á plóg. Stjórnin Konur Konur Hittumst í húsakynnum klúbbsins til skrafs og ráðagerða FYRSTA þriðjudag hvers mánaðar kl 20:00. Það er 3. nóvember og 1. desember 1998 og 5. jan 1999 o.s frv. Hittumst yfir kaffibolla eða tekrús og tökum vinkonurnar með ef þær hafa áhuga á að kynnast starfseminni hjá okkur, HRESSUM og misduglegum hjólakonum. Sjáumst Alda Námskeið fram að áramótum Námskeið í viðgerðum verður haldið laugardaginn 7. nóvember í klúbbhúsinu. Allir þeir sem áhuga hafa og þeir sem áður hafa
skráð sig eru hvattir til að mæta. Námskeiðið hefst kl 16:00. Enginn þarf að vera feiminn við að spyrja einföldustu spurninga. Farið verður í bremsupúðaskipti, slöngu og dekkjaskipti. Einnig verður farið í stillingar á bremsum og gírum og ef tími vinnst til verður farið í uppherslu á gjörðum og legum. Ef þér finnst eitthvað af þessu vera flókið þá er nú tækifærið til að fylla viskubrunninn. Hægt verður að halda framhaldsnámskeið ef áhugi er fyrir hendi. Demparanámskeið verður haldið laugardaginn 21. nóvember kl. 16:00. Þá verður farið í Cannondale Headshok, Manitou og Rockshox. Ef tími vinnst til verður hægt að líta á ýmsar gerðir afturdempara. Þeir sem ætla að nota tækifærið og skipta um olíu í dempurum sínum þurfa að koma með sína eigin olíu. Munið að hugsa fyrir þykkleikanum. Þegar nær dregur verður netfangshöfum send frekari útlistun á námskeiðunum. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0099 eða mberg@islandia.is Húsnæðismál Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem mætt hefur á fundi að undanförnu að klúbburinn er að missa húsnæðið frá og með næstu áramótum. Stjórn klúbbsins hefur verið að leita leiða til að bjarga þessum málum en gengið hálf brösulega. Við höfum leitað til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og er von til þess að eitthvað komi úr þeim viðræðum svo klúbburinn þurfi ekki að draga saman seglin. Af tilviljun hittu nokkrir meðlimir klúbbsins forsvarsmenn Brettafélags Reykjavíkur sem
höfðu í farteskinu hugmynd að 1200 fm. fjölnotahúsi sem hugsanlega mætti reisa nálægt Öskjuhlíðinni. Þessi hugmynd er nokkuð góð því þarna mætti reisa húsnæði fyrir bæði hjólreiðafélögin ÍFHK, HFR og Brettafélagið en þessi félög eru öll á hrakhólum með húsnæði. Landsamtök hjólreiðamanna gætu svo hæglega komið þarna inn líka. Bréf var sent til borgarráðs sem vísaði því til ÍTR til frekari meðferðar. Þar sem þetta mál bar mjög brátt að er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort þessi hugmynd hljóti jákvæða og fljóta meðferð í kerfinu. En í helgarútgáfu Dags 10. október var birt frétt um þetta mál undir fyrirsögninni “Við byggjum ekki yfir alla sem leita eftir húsnæði hjá okkur”. Ætli þetta hefði verið sagt ef við hefðum verið boltafélag. Það er kannski komið að því að stofna þau, ekki veitir af! Eftir stendur þó að húsið verður ekki reist fyrir áramót og því er staðan í dag sú að um næstu áramót erum við á götunni. Ef einhver lumar húsnæði, þó ekki sé annað en geymslu undir eigur klúbbsins, þá er allt vel þegið. Best væri að það væri miðsvæðis í Reykjavík. Klúbburinn lofar að vera þægur leigjandi, stunda ekki svæsnar svallveislur né heldur hafa gæludýr. Hafið endilega samband við klúbbinn í síma 562 0099 eða mberg@islandia.is. Dynamónöf - sérpöntun Þeir sem ætla að taka þátt í næstu pöntun á Smith dynamo nöfum þurfa að hafa samband við Magnús Bergsson í síma 5620099 eða mberg@islandia.is Verðið er aðeins um 15.500
Útgefandi:
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Klúbbhúsið, Austurbugt 3, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Heimasíða: www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandia.is - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Magnús Bergsson, Lára Sturludóttir, Jónas Guðmundsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 3
3. tölublað. 7. árgangur
kr. Þetta er ein besta fjárfesting sem völ er á fyrir reiðhjólið Allar upplýsingar um nafið getur þú fundið á heimasíðu klúbbsins mmedia.is/ifhk Að loknu sumri. Haustar að og húmið seyðir horfa menn á fleiri leiðir. Nám og skólar, nautnir fanga nú fá hjól í skjóli að hanga. Með þessum línum vel ég þakka öllum þeim sem glatt hafa sjálfa sig og mig, við hjólreiðar hvert þriðjudagskvöld í 5 mánuði, fyrir ánægjustundir í góðu veðri og fjölbreyttu umhverfi. Við höfum víða farið en trúlega er þó minnisstæðust hjólaferðin í Viðey. Ystu mörk ferðasumarssins voru að öðru leiti Álftanes - Heiðmörk - Hafravatn Geldinganes. Það er notalegt að hjóla með góðu fólki og njóta náttúru og veðurblíðu í og við borgina, það vita þeir einir er komu með. Allir þeir sem ekki komu með og ekki gátu sálu sinni léð sumarstund í hjólagleði. Munu geta magnað sína sál svo borið geti á bál böl og leti. Björn Finnsson Þarftu að spyrja? Hversvegna ískrar í bremsum? Afhverju heyrast oft smellir í álhjólum þegar það er stigið? Hversvegna brotna teinar. Frá hverju koma hávaðasmellir eftir að skipt var um keðju? Hvað er keðjulína? Til hvers eru litlu götin á öllum pípum í hjólagrindinni? Ef þú hefur einhverjar spurningar er varða hjólið þitt þá láttu það flakka. Sendu tölvupóst á mberg@islandia.is og spurðu allra þeirra spurninga sem þér liggur á hjarta er varða reiðhjólið og hjólreiðar. Reynt verður til þrautar að svara ölum spurningum. Spurningar Hjólhesturinn
4
og svör mætti síðan kannski birta í Hjólhestinum öðrum til fróðleiks. Magnús Bergsson. Frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur Þann 7. október var haldinn aðalfundur HFR og voru eftirtaldir kjörnir í stjórn: Gunnlaugur Jónasson, formaður, sími h:552 9696 / v:562 1669, Guðmundur Guðmundsson, Remi Spilliaert, Einar Jóhannsson, S t e i n a r Þorbjörnsson. Á fundinum voru afhent verðlaun til Íslandsog bikarmeistara í öllum flokkum og starfið rætt. Samþykkt var leggja kr. 100.- við félagsgjaldið er skyldu renna til Landsamtaka hjólreiðamanna. Hjólreiðafélag Reykjavíkur telur nú tæpa 180 meðlimi og hefur starfið verið með miklum blóma í ár. Haldnar voru 19 keppnir á vegum félagsins og var þátttaka góð, hátt í hundrað manns kepptu í greininni í ár. Yfir tuttugu manns komu að mótahaldi á einn eða annan hátt og vill stjórn færa þeim, og öðrum sem stuðlað hafa að framgangi íþróttarinnar, bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Hjólabúðirnar styrktu starfið með kr. 30.000.hver auk þess sem Hvellur h.f., Helly-Hansen verslunin Kringlunni og Hjólasport hafa gefið verðlaun sem dregið var um meðal keppenda. Færir stjórn þessum aðilum bestu þakkir fyrir og hvetur félagsmenn til að beina viðskiptum sínum til þeirra. Síðla sumars fluttist formaðurinn okkar, Jens V. Kristjánsson, úr landi til að gerast atvinnumaður í Danmörku. Þökkum við honum vel unnin störf sem verða lengi í minnum höfð. Að lokum viljum við minna á þrekæfingarnar sem verða í þreksal í kjallara Laugardalslaugar þrisvar í viku í vetur, eða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 og laugardögum kl. 10.00. Aðgangur að salnum og lauginni er ókeypis á þessum tíma gegn framvísun félagsskírteinis HFR og eru allir hjólreiðaáhugamenn hvattir til að mætta og leggja grunn að enn betri heilsu. Gunnlaugur Jónasson
Hjólabyltingin. Sjá! í hæðunum glampar og glitrar, ganga? þar bardaga menn. Sjá! þetta eru verur vitrar vasklegir hjólreiðamenn. Það glampar á hjálma og glitrar króm gallharðir vöðvar við keðjuhljóm, litríkust klæði, líflegt bros, létt er lund við regn og vos. Fylkingar streyma til fórna, við mál fast skal berjast, fram skal sál. Lífsmáta nýjan skal leiða á, þjóð líkna þeim örmu á hjólreiða þingi, setja þá aumu aftast í ljóð umvafða í gjarðahringi, keðjuhlekki til kvalræðis þeim kolryðgaða með ískurhreim. Læra skulu á lipur hjól, Líflegt verður sálarrjól. Björn Finnsson
Það vantar aðstoð Hver myndi vilja ferðast um landið og geta fengið svefnpokapláss fyrir 800 kr í stað 1500? Eða tjaldstæði fyrir 200 kr í stað 450 kr? Örugglega allir. Uppi eru hugmyndir um að þeir sem eru skírteinishafar Fjallahjólaklúbbins fái gistingu á sérkjörum að því tilskyldu að þeir séu á ferðalagi á reiðhjóli. Framundan er vinna sem gæti gert þessa hugmynd að veruleika. Hafðu endilega samband ef þú vilt sýna þessu skemmtilega viðfangsefni áhuga. Það er mál til komið að Fjallahjólaklúbburinn standi undir nafni sem ferðaklúbbur. Klúbbnum bráðvantar aðstoð við að skrá og skipulagja tímarita- og bókasafn svo og myndbanda- og úrklippusafn. Best væri ef einhver með þekkingu á þessu sviði gæti gefið sig fram s.s. bókasafnsfræðingur. Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um
vinnulag bókasafnsfræðinga sem fyrst því safnið fer óðum stækkandi. Hafið samband við klúbbinn í síma 562 0099 eða mberg@islandia.is Græningjar í meirihluta Þeir sem á annað borð fylgjst með utanríkispóitík vita það að Græningjar hafa nú verulega möguleika á því að komast í meirihluta á þýska þinginu. Gallin er hinsvegar sá að þeir verða líklega þvingaðir til að gefa eftir af mörgum sínum bestu baráttumálum ef þeir ætla að komast í þá stöðu. Sigurvegari kostninganna voru jafnaðarmenn, afskaplega dæmigerður stjórnmálaflokkur með staðlað gildismat þar sem er komið til móts við móður náttúru í orði en ekki á borði. Þess heldur vill hann spila á skammsýni og stundargræðgi almennings og halda með því völdum með góðu eða illu. Græningjar hafa verið það stjórnmálaafl sem hefur barist fyrir því að skipulag stjórnkerfisins miði að því að almenningur breyti sínum lifnaðarháttum til betra lífs, bæði fyrir náttúru og samfélag en láti ekki stjórnast af hégóma peningavaldsins. Það hefur því verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál því þeir hafa látið líta svo út að Græningjar séu viðundur. Þeir hafa hinsvegar ekki haft rænu á því að kynna þá frábæru stefnu sem Græninjar hafa barist fyrir, nema þá hneykslast á þeirri sjálfsögðu kröfu að setja mengunarskatt á eldsneyti. Hugsanlega getur það stafað af því að fjölmiðlar hreinlega þrífast á bílaauglýsingum og öðru neyslusukki og því lítið um það gefið að fjalla um eitthvað sem gæti breytt þeirri stöðu. Hvað sem því líður skulum við vona að Græningjar nái sem flestu fram af sinni stefnuskrá því það gæti verið fyrsta skrefið í þá átt að vestrænt sóunarsamfélag taki rétta stefnu í sínum lífsháttum. MBerg 5
3. tölublað. 7. árgangur
SMURNING
DAGSINS Alda á Útrás
Eftirfarandi eru pistlar sem Alda Jónsdóttir flutti í þáttunum Útrás á Rás 1 í sumar. Sá síðasti nokkuð styttur. Óvissuferð á Esjuna Góðir áheyrendur Þá er nú sumarið endanlega komið og þið komin á fullt við að æfa ykkur fyrir hjólatúra eða göngutúra sumarsins. Reyndar bíð ég spennt eftir að sópurinn sleppi út hjá bæjaryfirvöldum og láti greipar sópa á glerbrotin á gangstéttum og götum borgarinnar. Mér hefur reyndar fundist óvenju frjósamt vorið, allavega hefur glerbrotunum fjölgað verulega og vinur minn sem hjólar vestan úr bæ og upp á Höfða í vinnu daglega er orðin langþreyttur á að bæta. Frétti ég síðast af honum á miðri Fossvogsbrúnni með hjólið á hvolfi og allt sundur rifið að draga þetta fína
græna glerbrot út úr dekkinu hjá sér og sagðist hann vera í góðri æfingu því það hefði sprungið 5 sinnum í síðustu viku hjá honum. Er aldrei að vita hvort sópurin sleppur út svo að við útivistar fólk getum glaðst svo ekki sé nú talað um börnin sem detta oft og þá ekki endilega á heppilegum grasbala. Mér datt í hug að segja ykkur frá smá óvissuferð frá því í fyrra þegar við hjónaleysin ætluðum að ganga á Esjuna. Þar sem veðrið var alveg frábært ákváðum við að hjóla upp að Esju svona rétt á meðan “Svikni hérinn“ var í ofninum. Þetta var, eins og oft vill verða hjá okkur, ákveðið í skyndi klukkan hálf sjö, hringt var í tengdó, hún beðin að passa og svo drifum við okkur af stað. Við hjóluðum eftir gangstéttunun inn að Elliðaá, þar komumst við á stíga með ýmsum hindrunum meðal annars við Björgun en þar
Síðasta vetur var gengið frá þessum fína stíg í Grafarvog sem hefði getað gagnast til að létta á bílaumferðinni úr Grafarvogi. Hann hvarf hinsvegar snögglega á vormánuðum, nokkrum dögum eftir að ég myndaði nýja stíginn, þegar gríðarmiklum
jarðveg var sturtað yfir allt. Síðan hefur verið miklum vandkvæðum bundið að komast þessa leið hjólandi. Að sjálfsögðu voru þessar framkvæmdir ekki merktar á neinn hátt og ekki útbúin eða merkt leið framhjá framkvæmdunum.
Hjólhesturinn
6
endaði stígurinn allt í einu. Var þar mikil hola og átti eftir að koma í ljós að upp úr forinni reis dælustöð mikil. Vorum við eitthvað að undrast þessar framkvæmdir þar sem mjög stutt var síðan stígurinn var lagður og erum við þá að tala um nokkrar vikur. Hjóluðum við nú að þessari margumtöluðu Gullinbrú þar sem aðkoman öðru megin var vægast sagt nokkuð gróf en ekkert þýðir að væla yfir því við vorum nú einu sinni á fjallahjólum. Tóku nú við alveg frábærar leiðir um stíga sem voru okkur ókunnugir og því gaman að skoða. Við vorum farin að nálgast Korpúlstaði og langaði satt að segja ekkert í umferðina svo að við ákváðum að fara veg sem var verið að undirbúa undir malbik, síðan tók við malarvegur að golfskála og endaði vegurinn allt í einu við einhvern kofa. Ekki samt Kofa Tómasar frænda en við þennan kofa var á sem við komumst yfir með því að stikla á steinum. Tók nú við jeppaslóði að einum hesti í gerð sem tók okkur nokkuð vinalega og hefur líklega ekki fundist þetta gáfulegt ferðalag með þessa reiðskjóta sem við höfðum. Við létum klárinn ekkert aftra okkur, snöruðum hjólhestunum á bakið, skunduðum yfir móa
mikla sem á vegi okkar voru og niður í fjöru. Þar vorum við komin að öðrum golfvelli og mikið var freistandi að fara og hjóla í jaðrinum á honum, en við höfðum heyrt golfara vera að tala um par en það er líklega ekki hjólreiðapar svo við teymdum því smáspöl eftir fjörunni og lentum því næst í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ. Eftir að hafa villst smávegis þar, þegar við vorum að fara yfir sprænur sem virtist vera hægt að fara víða yfir, komum við á íþróttasvæði og fína stíga sem náðu langleiðina að Leirvogsá sem við fórum svo upp með og upp á þjóðveg. Hafði þetta tekið lengri tíma en ætlað var í upphafi en verið mjög gaman svo að við ákváðum að treysta á að tengdó tæki steikina úr ofninum og stigum því á sveif og þeystum upp að Esju. Þar var mikið af bílum og margir að labba á Esjuna, við vorum orðin vel heit og vorum sporlétt á uppleiðinni enda veðrið alveg dásamlegt og útsýnið var ótrúlegt fyrir utan mengunarský sem kúrði yfir borginni. Gekk bæði upp og niður ferðin alveg áfallalaust og smauluðum við á súkkulaði svona í forrétt fyrir HÉRANN. Þegar að heimferðinni kom var lítil umferð, svo að við fórum ekki í neinar
Bifreiðaeigendum hefði aldrei verið boðið upp á svona vinnubrögð enda ekki við því að búast að þeir ypptu bara öxlum og bæru sín farartæki yfir farartálmana. Á meðan var hundruðum milljóna varið í að greiða aðgang einkabíla að Grafarvog.
Hér sést hvernig stígurinn hverfur undir framkvæmdirnar. Hann er þarna undir enn held ég og kannski að forleifafræðingar grafi hann einhverntíma upp og finni skýringu á þessum vinnubrögðum. Páll Guðjónsson. 7
3. tölublað. 7. árgangur
ævintýraferðir heldur þeystm eftir aðalveginum fyrir hjólið því hún treysti sér ekki að hjóla í að Grafarvoginum þar sem stígarnir voru umferðinni, fannst bílstjórarnir keyra alltof skoðaðir aðeins betur. Fórum við eftir stígnum nálægt sér. Samt hafði hún hjólað þvert yfir sem er vestast í Grafarvoginum og var það Kanada og til Alaska alveg ólýsanlega fallegt að horfa yfir Reykjavík Ekki þarf að segja mér að það séu færri og út á sjóinn í kvöldkyrrðinni. Var nú bara að bílar í Kanada, heldur eru aðstæður trúlega drífa sig heim í kvöldmatinn en eitthvað var betri og tekið tillit til hjólreiðamanna, lyktin öðruvísi en til var ætlast þegar heim bílstjórarnir líklega tillitsamari. Allavega er það kom, Svikni hérinn orðinn að Sviðnum Héra ekki ánæguleg hugsun að vita til þess að það held ég, allavega hafði hann skipt um lit. hafa slasast alvarlega 1-2 hjólreiðamenn á ári Veit ég nú að þessi leið sem við fórum með síðustu ár úti á þjóðvegunum og eru það oftast miklu brambolti er orðin stíguð núna að fjörunni, góð við hestinn og er það aðallega vegna listaverkasýningar á vegum listahátíðar en líka veit ég að sá stígur endar allt í einu enda engin þörf á stíg þegar ekki eru fleiri listaverk að sýna, EÐA HVAÐ? Ég mundi vilja að fólk sem gengur mikið ætti að snúast á sveif með okkur Glaður hópur á leið til Nesjavalla hjólreiðafólki og láta heyra í sér varðandi hjólreiðavegi sem eru alveg nauðsynlegir meðfram helstu erlendir ferðamenn. leiðum svo að hjólreiðafólk geti farið burt af Ég hef nú verið að velta því fyrir mér hvort gangstéttunum. mannslífið sé ekki virði eins og smá Vil ég endilega að núna þegar malbiksrandar meðfram þjóðveginum. Mættu gangstéttirnar við Miklubraut verða teknar í forráðamenn hafa það í huga þegar verið er að gegn verði sér hjólabraut því að hjólreiðafólk malbika upp á nýtt svo ekki sé nú talað um þá nennir ekki að hossast upp á gangstéttum sem vegi sem eftir er að malbika, að splæsa í smá eru ekki í neinum takti við umferðina og segja rönd utan við hvítu línuna svo að við séum ekki flestir sem eitthvað hjóla að ráði að þeir nenni að þvælast í umferðinni. Svo er það mjög ekki að hjóla á gangstéttunum og séu því alltaf algengt að bílstjórar drífi sig fram úr okkur á í umferðinni, enda er það í flestum tilfellum fólk götunum og beygi síðan til hægri, sem sagt sem hefur verið á bíl í umferðinni. þvert í veg fyrir okkur hjólreiðafólkið. Var gott dæmi af kanadískri stelpu sem Eru þetta að verða ansi mörg málefni sem kom hingað til lands í lok maí og ætlaði að hjólreiðamenn þurfa að berjast fyrir og fer því hjóla hér í 3 vikur. Hún fékk fylgd út úr að verða spurning hvort við þurfum ekki að bænum af greiðviknum hjólamanni sem trúði stofna okkar eiginn stjórnmálaflokk, varla sínum eigin augum tveim dögum seinna HJÓLAFLOKKINN. þegar hún var mætt á tröppunum hjá honum HJÓLIÐ HEIL og með hjálm. og bað hann að hjálpa sér að finna geymslustað Alda Jóns. Hjólhesturinn
8
Fjölskylduferð til Nesjavalla Góðir áheyrendur Ætla ég að segja ykkur aðeins frá fjölskylduferð sem Íslenski Fjallahjólaklúbburinn stóð fyrir á Nesjavelli í vor og tókst í alla staði frábærlega þrátt fyrir mjög mikla rigningu fyrri daginn og mótvind seinni daginn. Það var um 25 manna hópur sem mætti við Árbæjarsafn upp úr hádeginu á laugardeginum. Fólkið á aldrinum 13 – 55 ára og einnig voru með 4 börn frá 16 mánaða til 5 ára í aftaníkerrum og eitt á tengihjóli. Var mjög gaman að sjá þennan fjölbreytta hóp og einnig voru hjólin mjög misjöfn en fólk komst ferða sinna þó að hjólin væru bara venjuleg fjallahjól en ekkert 200 þúsund króna dæmi. Við ákváðum að hafa trússbíl með til öryggis því margir voru að fara sína fyrstu ferð og ekki áttu allir töskur og bögglabera þó að það væru nú flestir með allt sitt á hjólinu. Það var mígandi rigning svo að flestir voru orðnir blautir sem ekki voru með ekta regnfatnað en allir voru með jákvæða ferðaskapið og okkur því ekkert að vanbúnaði. Við höfðum haft samband við lögregluna sem
Brynjólfur og sonur veitti okkur fylgd frá Árbæjarsafni austur Rofabæinn og eftir Suðurlandavegi að Nesjavalla afleggjaranum þar sem stendur “Hafravatn”. Var mikið öryggi í því þar sem þetta var á kosningadaginn og fólk að skreppa til Hveragerði í ískaupin í Eden. Haldið þið
ekki að það væri munur ef það væri hjólavegur meðfram suðurlandavegi og fólk gæti hjólað í ískaupin í Hveragerði og fengið smá hreyfingu í leiðinni því að þetta er skemmtileg leið og ekki rosa erfið. En nóg um draumaleiðir. Það getur verið að fólk segi nú hvað er hún að kvarta, gátu þau ekki farið gamla veginn og hesta veginn þessa leið en svo gott var það nú ekki því ég athugaði þann möguleika og voru báðir þessir vegir mjög grófir og uppsparkaðir og því ekki leggjandi á börnin að hossast það í upphafi ferðar þó að við fullorðna fólkið hefðum kannski haft það af. En höldum nú áfram með ferðina. Eftir að við komumst úr umferðinni sem er mjög þreytandi að hjóla í gekk ferðin greiðlega og þar sem alltaf ringdi var fólk ekkert að stoppa nema rétt til að fá sér vatnssopa og hvíla rassinn. Því má segja að við höfum verið örfljót upp að Henglinum þar sem langþráð kaffipása var tekin og fjögurra ára snáðinn á tengihjólinu, sem var farinn að hallast ískyggilega, var settur í bílinn þar sem hann steinsofnaði. Hin börnin sváfu bara í kerrunum sínum. Það nýttu sér líka margir að henda dótinu í bílinn upp Hengilinn því að nóg tóku nú brekkurnar í samt. Eftir 2½ tíma frá Árbæjarsafni komu allir passlega þreyttir og vel blautir á Nesjavelli, því að það jók hressilega á rigninguna í Henglinum og ekki laust við að fólkið væri farið að hugsa hlýlega til heita pottsins sem svo reyndist vera tómur loksins þegar við komum á leiðarenda. Það var einkennileg tilviljun að einmitt á þessum tíma fór eitthvað rör í sundur og við sem vorum stödd á stað sem sér Reykvíkingum fyrir heita vatninu.V i ð komum okkur því fyrir og smauluðum eitthvað þarna í svitafílunni dágóða stund, þar til fór að renna í pottinn og við fórum bara út í og var hann þá fljótur að fyllast og mikið var það notaleg stund. 9
3. tölublað. 7. árgangur
Við komum með tunnugrill með okkur á bílnum og hver var með sitt kjöt til að grilla. Við fengum sal til afnota og hafði bæst við hópinn því að nokkrir höfðu þurft að vinna og lögðu af stað seinna og einnig komu nokkrar eiginkonur með smábörn keyrandi að líta á karla sina og vera með hópnum. Tók nú við át mikið og svo var farið að líta á kosninga tölur. Einhverjir fóru í pottmaraþon og sumir höfðu ekki fengið nóg af hjólreiðum og tóku stuttar ferðir, voru þar á meðal annara fullorðin hjón sem voru að æfa sig fyrir Finnlandaferð á hjólum og fannst þetta ekki nógu erfið ferð svo að þau hjóluðu aðeins meira. Börnin fengu víðáttubrjálæði á göngunum svo að þið heyrið að allt var eins og það átti að vera. Held ég að það hafi verið sællega þreyttur hópur sem lagðist til hvílu þettað kvöld en það voru allir í góðu ásigkomulagi morguninn eftir og fólk var að undrast að það voru engir strengir með í ferðinni að ráði, og er nú líklegt að heiti potturinn hafi haft sitt að segja í þeim efnum. Á sunnudag var komið fínt veður en þónokkur mótvindur og eftir morgunverðinn var farið að teyma upp Hengilinn, nema þeir sem gátu hjólað alla leið. Finnlandsfararnir voru farnir því að þau áttu að sýna dans kl 2 á Ingólfstorgi og tóku því smá hjólatúr frá Nesjavöllum sem góða upphitun. Enn bættist í hópinn því að 3 garpar ákváðu að koma á móti okkur og fylgja okkur í bæinn. Var fólk í misjafnlega góðu ásigkomulagi að fást við mótvindinn svo að það teygðist þónokkuð á hópnum en þeir bestu stoppuðu bara oft og biðu eftir okkur hinum svo að stoppin urðu talsvert fleiri en daginn áður, það gerði auðvitað ekkert til því að það var engin rigning. Var allt fólkið í hóp svo að við fengum lögreglufylgd og ekki veitti af því að umferðin var gífuleg. Endaði ferðin formlega við Hjólhesturinn
10
Árbæjarsundlaug þar sem trússbíllinn var og bílstjórinn hafði brugðið sér í pottinn. Held ég að ég megi segja að ferðin hafi verið mjög skemmtileg í alla staði og ekkert kom uppá og engar bilanir urðu. Get ég því hiklaust mælt með að fólk taki sig saman á vinnustöðum, vinahópar, saumaklúbbar eða fjölskyldan og hjóli á Nesjaavelli, þar var aðstaðan mjög góð og herbergin nýuppgerð. Er hægt að kaupa mat á staðnum svo að ekki er nauðsynlegt fyrir fólk að burðast með mat. Má segja að eina vandamálið sé að fara eftir Suðurlandsveginum en þá er bara að fara varlega og vera í fötum sem sjást vel. Við förum svo í það að biðja um almennilegan hjólaveg þessa leið að Hafravatnsveginum Hafið gott ferðasumar og munið eftir hjálminum. Alda Jóns
Skemmtileg hjólastæði í verslunarhverfi í Þýskalandi sem uppfylla kröfur hjólafólks um að hægt sé að læsa hjólinu tryggilega. Allar myndir ©Páll Guðjónsson
Aðstæður hjólreiðafólks og fl. Heilir og sælir áheyrendur góðir Í þessum pistli langar mig aðeins að tala um aðstæður fólks sem drífur sig hjólandi í vinnuna en þar er oft engin aðstaða til að geyma hjólin. Dettur mér í hug frétt sem kom í sjónvarpinu í fyrra um bílastæðisvandamálið við Landsspítalann og virtist það vera heilmikið vandamál, en þeir starfsmenn sem komu hjólandi þurftu að láta hjólin liggja eins og hráviður út um allt, til hliðar við aðalinnganginn, þar sem ekki var hægt að læsa þeim við neitt hvað þá verja þau fyrir rigningu og snjó. Mættu fjölmennari fyrirtæki og reyndar öll fyrirtæki, sem hafa fólk í vinnu sem vill hjóla til vinnu sinnar, taka þetta til athugunar ekki síst þar sem bílastæðavandamálin eru. Getur það þá orðið eins og hjá vini mínum sem fór að hjóla í vinnuna fyrir nokkrum árum og mátti þola háðsglósur og aðfinnslur frá félögunum
ásamt þessari mikið notuðu setningu; ERTU Á HJÓLINU NÚNA. En í hans vinnufélagahópi eru 5 farnir að hjóla í vinnuna og er það mikið í prósentum talið því fyrirtækið er ekki svo mannmargt. Ég minntist áðan á að víða vantaði eitthvað til að læsa hjólunum við, en sumstaðar eru grindur sem maður stingur dekkjunun ofan í og köllum við það GJARÐABANA því að lítið má út af bera svo að gjarðirnar skekkist ekki, sérstaklega þegar mörg hjól eru og fólk þarf að troða sér til að ná sínu hjóli eða bara að hjólið dettur. Erlendis sér maður sverar bogapípur sem fólk læsir hjólunum við og margir hafa örugglega séð yfirbyggðu skýlin með miklum fjölda hjóla sem eru við lestar og sporvagnasvöðvar þó að fólk erlendis eigi venjulega drusluhjól sem það notar eingöngu í að hjóla milli heimilis og sporvagns þá eru þau geymd á öruggum og þurrum stað. Hjólið heil og gleymið ekki hjálminum. Alda Jóns
Falleg hjólastæði í Hollandi - mynd ©Elvar Hjólastæði við lestarstöð í Austurríki og annað við strætisvagnastöð í Sviss.
Við vinnustað í Þýskalandi - þar voru fleiri hjól en bílar fyrir utan. 11
3. tölublað. 7. árgangur
Búðu þig undir veturinn þáttur þess að gera vetrarhjólreiðar Eins og svo oft áður er vetur mögulegar. Klúbburinn hefur konungur í þann veginn að ganga aftur í haft milligöngu um að útvega skirteinishöfum garð. Í huga margra er veturinn sá tími sem leggja kanadíska fatnaðinn frá Mountain Equipment ber hjólinu. Sú skoðun er sprottin af fáfræði því í CoOp á mjög góðum verðum. Hann hentar mjög boði er ýmis búnaður á hjólið svo og fatnaður sem vel við íslenskar aðstæður og merkilegt að hann sé auðvelda “baráttu” við vetur konung. Ef þú ekki á boðstólum í verslunum hér. Þar eru í boði lesandi góður hefur einhverntíma notað skíði, þá GoreTex regnjakkar með stillanlegum skal á það minnst að vetrarhjólreiðar eru ekki verri öndunaropum. Léttar lycrabuxur með kostur til útiveru hvað þá til GoreTex skel að framanverðu. ferðalaga í dagsins önn. Heilsársjakki úr Polartec 100 með Fyrst og fremst þarf hjólið að Super Microft vind- og vera búið sterkum aurhlífum með regnskel að framanverðu. Þar góðum drullusokk að framan. Því er líka hægt að finna fisléttan, þann sama dag og farið verður að salta skúrheldan vindjakka ofl. ofl. breytast þær götur í forarvilpur Þessi fatnaður hefur það fram Ljósum má ekki gleyma og þegar yfir flestan fatnað að hægt er talað er um ljós þá er ekki verið að að velja hann í ýmsum litum tala um grænt blikkljós. Þessháttar og það sem best er, engin fatnaður hefur jafn mikið ljós á aðeins að nota með öðrum ljósum eða þegar og gott endurskin, þó víða væri leitað. hvíta framljósið tekur upp á því að bila um stund. Fjallahjólabúðin GÁP hefur aukið fataúrval í Notið þess í stað t.d. aðeins ljós sem klúbburinn verslun sinni. Ber þar mest á fatnaði frá hefur prófað og gefið góða eða bestu einkun (yfir Cannondale sem ekki er þekkt 5 í einkunn). Um slíkt má fræðast fyrir annað en topp gæði. Þar má t.d. í þessu fréttabréfi eða á nefna nýjungar á þeim bæ, vefsíðum klúbbsins sannkallaðar vetrarflíkur, jakka og www.mmedia.is/ifhk buxur úr því sem kallað er Icetec Á seinasta vetri setti Nokia sem er mjög þettofið fleecefni nýtt dekkjamunstur á markað í sem andar, heldur vatni og stærðini 26x1.9. Þessi vindum. Þá má nefna regnjakka dekkjastærð hentar mjög vel við úr Ultrex í bæði neongulu og aðstæður þar sem salti er ausið á fagurbláum lit með stillanlegun götur. Mjó dekk skera sig betur í Vandaður ljósabúnaður loftopum og lausri hettu. gegnum sóðalegt krapið niður á og góður drullusokkur Skúrheldir vindjakkar úr fast þar sem naglarnir taka við og Versattech K22 eru á útsölu svo og annað halda hjólinu stöðugu. Auk þess ausa mjó dekk nytsamlegt. Mikið úrval af peysum úr polartec 100 upp minni bleytu svo að vatnsgangurinn verður og vatnsheldir sokkar hanga þar á vegg. Mikið minni. Ef þú ert á Hybrid hjóli með götuhjóladekk, úrval lycra stutt og síðbuxna með eða án bóta þá getur þú fengið dekk við þitt hæfi í Fálkanum. sérhönnuð fyrir bæði kynin. Skór frá Cannondale Annars fást nagladekk í öllum betri eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Það má svo hjólreiðaverslunum. ekki gleyma því, að þar má finna íslenskar Góður fatnaður er líklega einn míkilvægasti Hjólhesturinn
12
Þá skulum við skreppa yfir í Fálkann. Þar eru ný andlit og svo virðist sem þar séu líka nýjar vörur en til stendur að stokka gersamlega upp í þessari verslun. Þú getur fengið íslenskar eyrnahlífar og hálskraga úr fleece frá Saumastofu mæðginanna og húfu með eyrnahlíf frá Etto sérstaklega hannaða fyrir hjólreiðafólk. Bigpack er fremur nýtt merki á íslenskum markaði en bíður Hjólagarpar í upp á breiða línu alskyns fatnaðar og búnaðar til vetrarfatnaði útivistar og útiveru. Þarna gæti verið á ferðinni vörumerki sem á eftir að ná fótfestu á íslenskum eyrnahlífar á hjálmólar frá Saumastofu markaði því það sem undirritaður hefur prófað og mæðginanna og stýrishanskana frá Karga. séð lofar góðu. Bigpack framleiðir líka Eitthvað sem engin ætti að missa af á meðan það hjólreiðafatnað. Undirfötin frá þeim er eitthvað er fáanlegt. sem við hjólreiðafólk ættum að Örninn er með fatnað frá gefa gaum. Það er því eiginlega Trek og Agu. Frá Agu er mikið nauðsynlegt að líta við í úrval af nælon vindjökkum sem Fálkanum ef fólk telji sig þurfa á henta ekki allir til hjólreiða en nýjum græjum fyrir veturinn. þess í stað ágætlega utan yfir Skátabúðin er að vanda full lopapeysuna þegar beðið er af spennandi nýjum flíkum og er eftir stræto. Stór hluti þessa óþarfi að tíunda það. Þó ber fatnaðar hefur verið á 30-50% sérstaklega að nefna breiða línu afslætti svo að þar má því gera undirfatnaðar og nýjan ágætis kaup t.d. flík úr pólíester heilsársjakka frá Karrimor sem Kuldanum mætt með nælon vindhlíf að er sá sami og allir þekkja sem með bros á vör framanverðu. Frá Trek má bláa og svarta fleece jakkan. Nú nefna gráan skúrheldan vindjakka sem þeir kalla er hægt að fá hann með rauðu fleece og dökkgráu illuminite Jacket. Þó ekki séu neinar endurskins efni að framanverðu (svipuðu og frá endurskinslínum á flíkini þá endurkastar efnið í Trek) og fleiri litir eru á leiðinni. Karrimor jakkanum ljósinu hann virkar því sem gríðarstórt framleiðir líka vindjakka úr þessu endurskinsefni. endurskin. Þá ber að nefna aðra jakka úr Poray Fram til mánaðarmóta október-nóvenmber býður 5000 sem á að anda og halda vatni. Hann er Skátabúðin skirteinishöfum 50% afslátt af eldri fáanlegur í svörtu, bláu, rauðu og gulu. Hann ber hjólafötum og af hinum frábæru Karrimor alla bestu kosti alvöru hjólaflíkur s.s. stillanlega hjólatöskum. Nú er tækifærið að græja sig ódýrt öndun og lausa hettu. Mikið úrval er af allskyns fyrir næsta sumar. fleece peysum og bolum og léttum buxum. Þar Cortina Sport á Skólavörðustíg lumar á mjög má svo finna skó- og legghlífar úr neopren og nyvönduðum vörum frá LoweAlpine. Ber að nefna lon. undirfatnaðinn sem er mjög góður og hefur reynst Fyrst við erum stödd í Erninum þá ber að hjólreiðafólki mjög vel. Þessi verslun er ekki með nefna Ortlieb töskurnar sem virka vel við íslenskar slæm verð og ef þú á annað borð ert á flakki milli aðstæður. Þar er séð fyrir þörfum allra. Meira að útilífsverslana þá skaltu ekki gleyma Cortina segja nýfrjálshyggju guttarnir geta fengið sér Sport. vatnshelda skjalatösku með bögglaberafestingum. MBerg 13
3. tölublað. 7. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Fjölskylduferð í Veiðivötn
Veiðivötn eru staðsett úti í miðri svartri eyðimörk, nálægt Landmannalaugum og án efa ein af sérstæðustu og fallegustu náttúruperlum landsins. Einhverra hluta vegna eru það aðallega veiðimenn sem fjölmenna þangað til að veiða í vötnunum meðan ferðamennirnir flykkjast í Landmannalaugar og þramma Laugarveginn fram og til baka. 1996 hjólaði ég til Veiðivatna til að
Hjólhesturinn
14
athuga hvort svæðið væri enn eins og í bernskuminningum mínum þegar fjölskyldan fór oft þangað í veiðferðir. Þar hafði ekkert breyst nema hvað aðstaðan hafði verið bætt og aukin. Það eru þokkalegustu jeppavegir um svæðið sem henta sérlega vel fyrir hjólreiðar og á svæðinu eru tvær hringleiðir um 22km hvor þar sem í báðum tilfellum þarf að vaða smá á. Klúbburinn skipulagði síðan
fjölskylduferð seinnipart ágúst 97 á svæðið, enda er þetta einstaklega heppilegt svæði fyrir fólk að prófa sig í ferðamennsku á fjallahjóli. Leiðirnar eru stuttar og léttar og fylgdarbíll með í för sem flutti farangurinn og því ekki þörf á að fjárfesta í sérhæfðum ferðabúnaði. Raunin varð enda sú að þó nokkrir í hópnum komu þarna í fyrsta skipti upp á hálendi Íslands og lærðu að mætta flestum þeim hindrunum sem mæta hjólreiðamönnum í langferðum.
Það var lagt af stað úr bænum á föstudagskvöld og tjaldað á tjaldstæðinu þó að þarna sé líka ágætis skáli. Laugardagsmorgun sváfum við út og borðuðum svo í rólegheitum enda nægur tími til hjólreiða. Það slitnaði teinn á einu hjólinu í fyrstu brekkunni og var það eina óhappið í allri ferðinni. Hringferðin var farin á rólegri yfirferð með góðri nestispásu. Þegar við komum á tjaldsvæðið aftur þótti sumum ekki nóg og héldu áfram að hjóla og spreittu sig á skemmtilegum slóðum sem lyggja þvers og kurs þarna eftir
15
3. tölublað. 7. árgangur
djöfulganginn í jeppamönnum um svæðið. Við hin slöppuðum af og röbbuðum. Seinnipartinn voru grillkolin síðan dregin fram, kveikt upp og byrjað að grilla að hætti íslendinga. Við grilluðum, borðuðum og mösuðum langt fram eftir kvöldi, ræddum um heima og geima og óhætt að segja að við áttum góða stund saman. Síðan sváfum við vært í tjöldunum okkar og vöknuðum við fuglasöng á sunnudagsmorgun. Við vorum
Hjólhesturinn
16
samt ekkert að stressa okkur heldur kúrðum bara áfram og hlustuðum. Á endanum varð maður nú samt að fara á fætur og fá sér smávegis að borða áður en hópurinn hjólaði af stað. Eftir morgunmat var tjaldið tekið niður og gengið frá farangrinum og síðan hjólað af stað aftur. Sunnudagshringurinn var ekki síður léttur og fallegur þó að sólin viki fyrir skýjum og seinnihlutann fengum við smá
rigningarúða. Það hæfði landslaginu einstaklega vel, sandurinn varð kolsvartur og landslagið dulúðugt. Freyr kom síðan á bílnum og við héldum í bæinn, með stoppi við Háafoss. Í ár var farið aftur Veiðivötn og Jökulheima en meira um það í næsta Hjólhest. Páll Guðjónsson.
Þessi ágæti hjólastandur vísaði leiðina á flugvöllinn Allar myndir ©PG nema myndin hér fyrir ofan ©Jón St. Kristjánsson og myndin hér fyrir neðan ©Ólafur Rafnar Ólafsson.
17
3. tölublað. 7. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Á leið um línuveg. Það var með skömmum fyrirvara sem ég og félagi Pétur ákváðum að hjóla eftir Búrfellslínu 1, í stað þess að fara eitthvert vestur á bóginn. Þessi línuvegur liggur frá Búrfellsvirkjun, upp fyrir Háafoss og Granna, um Fossölduver, norðan við Heljarkinn og sem leið liggur um Hrunamannaafrétt niður að Hvítá. Línan sjálf fer yfir Hvítá norðan við Gullfoss, en vegurinn sjálfur beygir niður að Brúarhlöðum. Síðan má halda áfram frá Kjalvegi um Lambahraun og norður fyrir Hlöðufell og Skjaldbreið. Þá er komið að vegamótum Kaldadals, þaðan er haldið áfram niður Uxahryggina og niður í Lundareykjadal. Eftir það fer að verða heldur þung umferð til notalegra hjólreiða. En við byrjuðum sumsagt á öfugum enda, í Borgarnesi í fyrstu viku
Hjólhesturinn
18
ágústmánaðar 1998. DAGUR 1 Það var strekkings norðanátt þennan fyrsta dag ferðarinnar. Pétur hafði farið upp í Borgarnes kvöldið áður og þar vakti ég hann upp á tjaldsvæðinu. Eftir nokkuð brambolt í bakaríi staðarins og kaupfélaginu, paufuðumst við af stað á vegi nr.1 og stefndum á nr.52 inn í Lundareykjadal. En ekki byrjaði ferðin vel hjá vorum mönnum. Auðvitað punkteraði að aftan rétt utan bæjarmarkanna og þar sem dekkið var orðið æði slitið, setti ég varaskeifuna undir. Fljótlega kom reyndar í ljós að skeifan sú arna var greinilega steypt á slæmum mánudegi í Taiwan því dekkið gekk allt til og frá. Núnú, ekki þýddi að súta það,
heldur bíta á jaxl, njóta nuddsins og halda áfram förinni. Þegar inn í Lundareykjadalinn var komið tók við okkur annað og betra veðurfar, umhverfi sem og minni umferð. Brúin við Ferjukot er gömul og lúin og eftir því merkileg, falleg og fúin. (Vá, þetta rímar). Við vorum ekkert að flýta okkur og áðum því af og til, enda veðrið að skána og margt að sjá. Í miðjum dalnum gerðum við matarpásu, drógum fram prímusinn og kexpakkann og hituðum okkur kaffi. Þarna á bænum, sem við áðum við, var heljarinsmikið og merkilegt safn dráttarvéla frá ýmsum tímum vélaaldar. Það var að sjá sem þarna hefði allur búvélafloti bænda á Íslandi safnast saman á einum stað í tímanna rás. Nokkurskonar “Dvalarheimili Aflagðra Traktora” (DAT). Eftir áfyllingu og endurhleðslu var haldið áfram sem leið lá inn Lundareykjadalinn og upp á Uxahryggi. Þar sem við lögðum heldur seint af stað og fórum fetið, var komið fram á kvöld þegar við vorum komnir upp í Kaldadal. Ákváðum við því að nátta í slysavarnarskýlinu við afleggjarann inn á sjálfann línuveginn. DAGUR 2 Dagurinn sá næsti rann upp heiður og tær. Að venju var enginn asi á genginu og öllu tekið með stóískri ró. Þegar við lox gaufuðumst af stað, var stefnan sett á línuveginn góða (hann var það allavega á síðasta ári) og næsti náttstaður áætlaður einhverstaðar í námunda við Geysi. Nú tók baslið við, í formi sands, hraungrýtis, skurða, rofa og lausagrjóts á vegi sem einusinni var. Það kom semsagt í ljós að línuvegur þessi var orðinn ansi illa farinn af rigningum, foki og umferð (fyrir þá sem komust hann). Brekkan niður á Haukadalsheiðina var til að mynda alveg horfin og fór maður því niður eftir minni, eða svo gott sem. En alltaf er nú fallegt á fjöllum. Útsýni til Skjaldbreiðar og Hlöðufells, Þórisjökuls, Langjökuls og Hofsjökuls og margra annara kennileyta. Verst með bölvaða háspennulínuna
sem er allstaðar fyrir manni, en væri hún ekki, væri þessi vegakafli vart á þessum slóðum. því er þetta allt fórnarinnar virði. Dagurinn leið og við hjóluðun, ýttum og bárum hjólin áleiðis til næsta náttstaðar. það var ákveðið að skella sér niður Haukadalinn til Geysis og fá sér þar nokkrar kollur (ekki fuglinn þó) áður en við fyndum okkur eitthvert athvarf. Eftir litla leit fundum við ákjósanlegan stað í skógræktinni í Haukadal. Eflaust vorum við ekki með öllu á löglegu tjaldstæði, en við gættum þess þó að ryðja eins lítinn skóg og hægt var miðað við þarfir okkar það kvöldið (hahahahaa!!). Reyndar ætluðum við að sofa undir berum himni. Pétur spáði áframhaldandi blíðu og stóð fast á því að svefnpokinn einn ætti að nægja að svo stöddu og með það sofnuðum við milli þúfna. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Um klukkan fimm um morguninn vöknuðum við upp við vætu mikla sem buldi á okkur. þar var komin einhver aukaskúr sem ekki átti að vera og var því gripið til örþrifaráða. Risum við úr votum rekkjum og rúlluðum út tjaldi í einu snarhasti. Er skemmst frá því að segja að tjöldun sú var í alla staði hin hræðilegasta og hefði betur sómt sér á mánudegi á Þjóðhátíð. DAGUR 3 Næsta morgunn, eða svona tveimur tímum síðar, hrukkum við upp með látum við hávaða mikinn. Við héldum að Vélsagarmorðinginn frá Texas væri mættur á staðinn, en þetta reyndist þá bara vera starfsmenn skógræktarinnar að brytja niður kjarrið í kring um okkur. Við svo búið mátti ekki sitja, né heldur lúra og því var öllu pakkað saman í snatri. Á Geysi byrgðum við okkur upp af því sem gleymst hafði að kaupa í bænum og svo átti að leggja af stað. En þá mætti Maggi formaður og frú á svæðið, höfðu farið nánast sömu leið degi á eftir okkur. Þau voru á leið í bæinn og því skyldust því leiðir eftir stutt spjall og kveðjur. Þá var ekkert annað eftir en að 19
3. tölublað. 7. árgangur
drífa sig niðr´á Brúarhlöð og halda þaðan inn á veg 349, Leppistungu afleggjarann. Farið er í gegnum bæjarstæðið á Tungufelli og haldið áfram mót bratta og (í þessu tilviki) norðan garra. Á leiðinni má stoppa við og líta á Gullfoss að austanverðu, sem er nýbreytni á sjónarhorni á þeim fræga fossi. En áfram héldum við og nú var byrjað að rigna. Þetta var svo sem engin stórskúr, bara svona smáhret sem nægði þó til að kæla okkur verulega niður. Annar ökklinn á Pétri hafði eitthvað verið að angra hann síðustu tvo daganna, og ekki bætti kuldinn úr skák. Því var reynt að haska sér á næsta áfangastað sem var Helgaskáli á Holtamanna afrétt. Leiðin uppeftir er vægast sagt strembin. Allur ofaníburður var farinn og eftir stóð stórgrýti og lausamöl sem gerðu allar brekkur erfiðar til “uppgöngu” og vegurinn var svo harður og hastur að nýrnabelti hefð vart bjargað miklu. Við vorum því ansi fegni þegar skálinn byrtist allt í einu á grösugum bala á bökkum StóruLaxár. Þegar við renndum í hlað kom í ljós að skálinn var mannlaus og sáum við framá rólega nótt í friðsömum fjallasal. En Adam var ekki lengi í Paradís og því síður átti hann einverudaga í Helgaskála. Við höfðum varla náð að kynda upp og ylja tærnar, þegar hófadynur mikill barst okkur til eyrna. Þarna var þá komin fjölskylda ein á hestum og klifjuðum burðarklárum, sem átti víst pantaðan kofann. Fljótlega kom í ljós að Pétur þekkti fólkið frá fyrri tíð. Okkur var því boðið að vera auk þess að vera boðið upp á nýtt brauð og meðlæti. Að lokum var laxt til hvílu og Óli Lokbrá mokaði skóflufylli af sandi og möl í andlit okkar. DAGUR 4 Að venju var liðið fram að hádegi þegar við lox náðum að rífa okkur undan sandhrúgunni hanns Óla og var strax byrjað á því að hita vatn í kaffi og þurrkaða fóðurbætinn. Hitt fólkið var sumthvert komið á lappir og spókaði sig í Hjólhesturinn
20
ágústsólinni. Við rifum í okkur nestið með óhljóðum og ofsa og pökkuðum niður, því nýr dagur beið með nýum barning og vegaleysu. En fyrst var farið í smá sokka- og naríuþvott, því óþefurinn ætlaði allt lifandi að drepa. Meira að segja flugurnar þoldu ekki við, þegar við týndum til plöggin og rákum þau í bað. Í leiðinn var svo tekinn smá “melluþvottur” þar sem vatnið í krananum var rétt mátulega volgt til þesskonar þvotta. Við köstuðum nú kveðju og báðum að heilsa, en rétt í þann mund sem við vorum að leggja af stað heyrðust drunur miklar og óhljóð barst okkur til eyrna. Var þar komið ríðimannafélag Rangæinga, -eða eitthvað þannig, og renndi í hlað með tilheyrandi “hobbhobb!” og “yrrdann!” og “hvar er flaskan ?” sem að lokum endaði í kakófónískum “söng”. Við yfirgáfum samkvæmið á þeim orðum að við værum víst Íslendingar, hvað sem þeir sögðu, og við værum ekki ruglaðir að vera á hjólum, við lékum okkur þó ekki með matinn,eins og sumir... Stóra-Laxá liggur sem fyrr segir framhjá skálanum og vegurinn krossar ána á þremur stöðum. Því tókum við á okkur smá krók og gengum meðfram ánni svona 500 metra og losnuðum þarmeð við öll vöð, í bili að minnsta kosti. Greinilegt var að vegurinn hafði ekkert skánað um nóttina, enda ekki við því að búast. Við lulluðum þetta því í góða veðrinu og nutum útiverunnar, friðsældarinnar og fjallanna. Reyndar fór það nú svo að vegurinn fór smám saman batnandi. Það fór líka að halla undan fæti og áður en við vissum af vorum við komnir að Fossá. Vaðið yfir ána virðist í fyrstu vera mikið og torsótt, en þegar komið er út í, þá er það hvorki fugl né fiskur (bara vatn). Neðan við vaðið er komið að hæsta fossi á Íslandi, hinum 122 metra Háafossi, og félaga hans Granna. Þarna steypast þeir niður í Þjórsárdal sem hefur að geyma margar fallegustu náttúruperlur landsins. Gjáin í Þjórsárdal er hreint ótrúlegur staður og einn af
mínum uppáhalds griðarstöðum þar sem Rauðá steypir stömpum fram af klettum og rennur í mörgum hvíslum um gróðurvinina. Þarna slógum við upp tjaldbúðum í kvöldkyrrðinni og hituðum okkur hefðbundinn útilegumat; þurrmat með núðlum og grjúpáni, flatkökur með hnetusmjöri og kaffisopa til að skola öllu niður. Til samsætis buðum við svo hagamýslu einni sem bjó þarna undir litlum kletti og var hin gæfasta. Eitt af því þægilegasta og besta sem borgarfyrrtur einstaklingur getur gert sjálfum sér er að fara á stað eins og Gjána (ekki barinn sem var til margra ára á Selfossi), og hlusta á náttúruna, finna ylminn og horfa á umhverfið, njóta alls þess sem landið býður upp á. Með þetta að leiðarljósi lögðumst við til svefns og dreymdum víðáttur. DAGUR 5 Á stað sem þessum má maður ekki búast við því að eyða löngum stundum einn með sjálfum sér. Við vöknuðum snemma við skvaldur í túristum sem voru komnir til að
berja þ e t t a náttúruundur augum. Þeir komu bæði veltandi niður brekkuna fyrir ofan okkur og einnig frá sögualdarústunum Stöng, sem er nokkru neðar. Við fórum í gegnum hina venjubundnu hefð í öllum (okkar) ferðum; fara í leppana, tappa af, gá til veðurs, hita kaffi, malla mat, éta, tappa aftur af, drekka soldið meira, ganga frá og láta sig hverfa ( ekki endilega gert í þessari röð og stundum með ýmsum “varíósjónum”). Ekki vorum við komnir langt (vorum reyndar í miðri veðurathugun) þegar kunnulegan jakka bar þar að. Jakkinn innihélt Kalla nokkurn, kenndan við Scott eða skott og félaga hanns frá Hveragerði. Voru þeir þar í stuttu ferðalagi um Þjórsárdal og nágrenni og voru á heimleð, áttu aðeins eftir að skreppa upp að Háafossi. Við Pétur kláruðum okkur af og paufuðumst með hjólin upp úr Gjánni. Slóðinn sem liggur frá Gjánni og upp á þjóðveg er æði skemmtilegur, hlykkjast þarna milli sandhólanna, og gaman væri að bruna hann, ef ekki væri fyrir hinn forni fjandi hjólreiðamannsins, þvottabrettisrembingur sem allt ætlar að hrista í sundur. Varla vorum við komnir inn á veg 32, þegar Kalli og félagi hanns birtust á þeysireið, 21
3. tölublað. 7. árgangur
enda meðvindur mikill. Var ákveðið í snarhasti að þeir skyldu verða okkur samferða í átt til byggða. Þar með hafði tvöfaldast í hópnum er við fórum yfir ís-stífluna á Þjórsá. Er komið var á Landveg, var kúrsinn settur á Leirubakka, til að afla auka orku. Nokkrum augnablikum síðar vorum við mættir á staðinn, en misstum engu að síður að velþegnu hlaðborði. Þá var bara sjoppan eftir og þegar búið var að skoða hana að innan, var enn og aftur stigið á bak fákanna og rennt af stað. Ökklinn á Pétri var enn að stríða honum og því var meðvindurinn vel þeginn, já og fyrir okkur hina líka. Nú var stefnan tekin á afleggjarann að Næfurholti, því Hekluslóði var okkar næsta takmark. Hekluslóðinn er einn af þeim vegaköflum sem enginn hjólari ætti að láta fram hjá sér fara. Hann byrjar við bæinn Selsund suður undir Heklu, og hlykkjast svo þaðan í 20 km. að Gunnarsholti. Vegurinn er stundum svo niðurgrafinn að vart sést til landslagsins nema
Hjólhesturinn
22
það sem framundan er. Hann er nánast allur moldarborinn og gæti því orðið skemtilegt drullumall í stórrigningum. Nokkuð er um sumarbústaði á þessum slóðum enda fallegt umhverfi og ákjósanlegur staður til að fylgjast með næsta Heklugosi, en vera þá með annan fótinn í flóttabílnum. Við fjórmenningarnir nutum þess að renna skeiðið á hjólfákum vorum og skimuðum eftir náttstað. Tjaldbúðum var lox slegið upp við rústirnar af Koti og allur hefðbundinn undirbúningur fyrir kvöldið framkvæmdur. Eftir frumsamin skemmtiatriði og annað grín í kvöldkyrrðinni var skriðið í sekki og sofnað. DAGUR 6 Hitamollan rak mig út úr tjaldinu og út í góða veðrið. Hekla brosti í norðri og sólin á móti. Kalli og félagi hanns ákváðu að fara á undan okkur, enda fríið búið fyrir þeim. Eftir brottför þeirra héldum við Pétur áfram að malla og masa í blíðunni dágóða stund, en
hjóluðum svo lox af stað. Þessi 20 km. vegakafli er hreint út sagt frábær, eins og bobbsleðabraut í Pálsteinshrauni undir Heklurótum. Þetta er ein af þeim leiðum sem manni langar að fara aftur og aftur og með þennan meðvind... Þegar við nálguðumst Gunnarsholt varð á vegi okkar útilistaverk eftir nokkrar konur, sem gaman var að skoða og setti óneytanlega svip á umhverfið. Efti að Gunnarsholti sleppti beygðum við í átt að Keldum og settum strikið á Hvolsvöll um einhvern landgræðsluveg. Á Hvolsvelli fengum við okkur nauðsynlegan fóðurbæti; 18" pizza supreme og nokkrar kollur af bjór. Síðan var brugðið sér í apótekið til að kaupa teijubindi og annað þessháttar fyrir ökklann á Pétri. Eftir það var farið á barinn og sagðar sögur...ég man ekki um hvað...en svo var okkur hent út...eða eitthvað... (Neineinei. Þetta fór allt friðsamlega fram og við áttum bara ágæta nótt á Hvolsvelli). DAGUR 7-9 Að morgni hins sjöunda dags var risið úr rekkju, teygt úr sér og tannburstað. Núna var stefnan sett á Þórsmörk, en fyrst átti að líta við í litlum lundi í Fljótshlíðinni, til að hitta fólk og fá kaffi og pönsur. Þarna hafði hugvit og hönd
skapað lítinn unaðsreit með trjám og blómum og meira að segja bæjarlækurinn var virkjaður með pínulítilli rafstöð. Upprunalega hugmyndin var að fara úr Fljótshlíðinni og inn í Þórsmörk á vaði, en okkur var ráðlagt frá því sem óðs manns æði. Við létum svo gott heita, renndum okkur til baka og framhjá Stóra-Dímon og inn með Markafljóti sunnanverðu. Nú var kominn tími á vaðskóna góðu, sem Pétur hafði reyndar gleymt. Því voru nú reyndar ýmsar aðferðir við að krossa árnar. Það sem ekki var hægt að hjóla var togað, ýtt og borið langleiðina inn í Mörkina. Reyndar eru komnar göngubrýr á flestallar þverárnar sem eitthvað kveður að, þannig að nokkuð auðvelt er fyrir göngufólk að komast þetta. Við óðum þetta þó messt allt og var Krossáin þeirra dýpst, þegar við fórum síðasta spölinn að skálanum í Langadal. Reyndar var fremur lítið í öllum ám þegar við áttum þarna leið um, en skemmtilegt var það engu að síður að vaða þetta alltsaman inn í Þórsmörk. Við eyddum svo tveimur dögum í Mörkinni áður en haldið var til baka í bæinn. Að venju var gengið á fjöll og inn dali, umhverfið skoðað og spáð í stelpur...ég meina náttúruna...eee... hérna...ég meina auðvitað dýralífið...eða þannig. Ég tel það raunar litlu skipta að lýsa staðháttum og lífinu í Mörkinni enda saga þessi orðin nógu löng. Köttur út í mýri...og svo framvegis. Samið og skrásett í Reykjavík í September 1998 Jón Örn Endir. 23
3. tölublað. 7. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Ljósabúnaður á reiðhjól Eldhnötturinn Það var hægur andvari að norðan með þurrviðri og ekki snjókorn á jörðu, þegar ég geystist seint um kvöld eftir stígnum í Fossvogsdalnum. Ég var í góðu skapi. Bílarnir voru víðs fjarri minni leið og í gegnum ljósmengun höfuðborgarinnar hafði ég orðið vitni að stjörnuhrapi úr Elliðaárdalnum. Skyndilega kvað við mikið hundgá og hróp einhvers manns í myrkrinu. Ég snarhemlaði og losaði bandspotta úr frambremsunni. Í sömu andrá kom til mín svartklædd vera sem sótbölvaði mér í sífellu og spurði “hvort ég ætlaði að drepa hundinn?” Ég stundi við. Þessi svartklædda manneskja og þetta hundspott höfðu í einni svipan komið mér í virkilega fúlt skap. Um leið og ég settist á hjólið minnti ég manninn á að þessi metersmjóa ræma á stígnum tilheyrði hjólreiðafólki. Hann ætti að gæta að því hvar hundurinn ráfaði og ljósið á hjólinu hefði ekki verið þess megnugt að flóðlýsa svartan felubúning þeirra. Ég rauk af stað. Allt fór nú í taugarnar á mér. Alveg með eindæmum að nískast með lýsinguna á þessum stíg. Það eru u.þ.b. 70 metrar á milli ljósastaura svo að sjáöldrin gerðu ekkert annað en að stækka og minnka, stækka og minnka. Þessi lýsing var að gera mig óðan og hvað með þennan eina metra sem við áttum að skænast á. Stundum vinstra megin, stundum hægra megin! “Andsk. hálfvitar hjá borginni”, öskraði ég. Úps, ég hafði víst orðið mér til skammar. Tvær eldri manneskjur skýldu sér bakvið næsta ljósastaur og góndu einkennilega á þennan öskrandi dýróða hjólreiðamann. Ég notaði því hraðann og myrkrið til að láta mig hverfa úr hugarfylgsnum Hjólhesturinn
24
þeirra sem allra fyrst. En hvað var nú, ljós framundan? Átti ég eftir að mæta bíl á þessum stíg, og það eineygðum? Átti ég nú eftir að kljást við aðra manneskju og hans vélvæddu morðdós, og það á þessum stað? Ég hægði á mér ……en þetta var skrítið bílljós. Það var einkennilega bláleitt. VÁ, er ég að verða vitni að vígahnetti? Ljósið var enn í töluverðri fjarlægð en samt var allt að lýsast upp umhverfis mig. Ljósið mjakaðist nær og ég vék til hliðar við sýnilega stefnu. Það hljóta aðrir að sjá þetta……var þetta í tengslum við stjörnuhrapið áðan?…… Nei fjárinn…..getur það verið? “Gott kvöld” sagði ljósið um leið og það silaðist framhjá mér og myrkrið þyrmdi yfir mig að nýju. Ég held að það sé komið að því að athuga hvaða reiðhjólaljós verslanir hafi upp á að bjóða þetta misserið. Ljósin prófuð Athugið að hér verða bara tekin fyrir þau ljós sem eru ný á markaðinum og vísum á fyrri greinar um ljós sem birtar hafa verið hér og eru aðgengilegar öllum á heimasíðu klúbbsins ásamt flestum öðrum greinum tæknilegs eðlis sem birst hafa í Hjólhestinum. Þar á meðal teikning af einfaldri rás til að láta framljós blikka og draga þannig frekar að sér athygli ökumanna. Cat Eye Stadium Light. HL-NC300 Hér er komið öflugasta reiðhjólaljósið á markaðnum með 21 watta Metal Halide peru sem gefur u.þ.b. þrisvar sinnum meira ljósmagn en sambærileg halogen pera. Slíkar perur er helst að finna í ljóskösturum yfir
íþróttaleikvöngum og fólk ætti að kannast við úr Laugardalnum þar sem þau skapa mikla og sérkennilega birtu. Hér er komin dvergútgáfan. Þetta ljós, sem kemur í flottri fóðraðri plasttösku, hefur ekki hefðbundinn rafbúnað. 12 volta rafhlaðan samanstendur af 10 stk. 2.2 Ah. NiCad sellum. Við rafhlöðuhólkinn er fest háspennukefli sem gefur 15.000 volt til að kveikja á gasinu í perunni og tekur u.þ.b. 30 sek að fá fullt ljós á peruna. Á hólknum sem geymir háspennukeflið er höfuðrofi og 3 stöðuljós. Grænt ljós segir að það sé meira en 1/3 eftir af hleðslu, gult ljós segir að það sé minna en 1/3 eftir af hleðslu og rautt ljós sem segir að hleðslan sé búin, slökkva eigi á ljósinu og setja rafhlöðu í hleðslu þar sem þá fari ljósið að detta út á hverri stundu. Hleðslan dugar í allt að 90 mínútur. Það er fremur stuttur tími en það er í flestum tilfellum nóg til að komast úr og í vinnu. Það tekur 8 tíma að hlaða rafhlöðurnar með 12 volta, 0,9 ampera hleðslutæki. Framleiðandi tekur það fram að hleðslan megi ekki taka meira en 24 tíma sem bendir til þess að hleðslubúnaðurinn sé ekki sérlega fullkominn. Ending rafhlöðu miðast við 50% rýmdartap eftir að hafa fengið hleðslu í 500 skipti. Peran er 21 watt sem svipar til 55 watta bílljósa og er því á þeim styrkleika að geta ekki blindað umferð. Líklega er þar átt við að það blindi ekki aðvífandi bílstjóra. Ljósið er einstaklega sterkt miðað við að það er fremur bláleitt því gula litrófið sýnist alltaf bjartara fyrir mannsaugað. Á móti kemur að þessi bláleita birta sker sig út frá hefðbundnum næturljósum.
Kastarinn er vel hannaður, lítill, vatnsþéttur og úr áli því hitinn frá peruni er svo mikill að flest plastefni mundu bráðna og fólk er varað við því að brenna sig ekki á kastaranum. Spegillinn er einstaklega góður, satt best að segja, að okkar áliti, sá besti sem sést hefur á íslenskum markaði. Ljósflæði er mjög jafnt og krafturinn er slíkur að ekkert fer fram hjá notandanum, þó svo að í órafjarlægð sé. Engar línur til hliðanna og ekkert ljós skín beint frá ljóslinsu í augu hjólreiðamanns. Ekki er hægt að tala um að ljósið gefi frá sér hliðargeisla, til öryggis í umferðinni, en endurkastið frá umhverfinu er slíkt að þess gerist tæplega þörf. Þetta er eina ljósið sem á auðvelt með að lýsa svo sterkt að hjólreiðamaður verður ekki blindaður af ljósum bíla sem koma á móti. Bílstjóri gæti haldið að þar væri á ferð bíll og því meiri líkur að hann lækki bílljósin heldur en ef hann vissi að um reiðhjól væri að ræða. Kastarinn er festur á stýrið á staðlað hraðtengi frá Cat Eye, H-27. Á því getur kastarinn snúist um 20 gráður og ekki þarf heldur nein verkfæri til að losa festinguna af stýrinu. Kapallinn frá kastaranum er frekar óþjáll og leiðinlegur en framleiðandi segir að það sé vegna þess að hann sé gerður fyrir háspennu!! Mjög fljótlegt er að taka ljósið af hjólinu. Rafhlöðuhólkurinn með háspennukeflinu passar í brúsastatíf. Hægt er að opna rafhlöðuhólkinn og aftengja háspennukeflið. Það gerir allt viðhald ódýrara því Cat Eye býður upp á mjög góða varahlutaþjónustu. Seljandi Cat Eye HL-NC300 ljóssins er Örninn. En þá komum við að verðinu sem eru litlar 25
3. tölublað. 7. árgangur
37.176 kr. stgr. eða 39.133 kr. á afborgunum. Vera kann að einhverjum þykir það dýrt. Þetta ljós er álíka dýrt og eitt montdekk undir upphækkaðann jeppa eða ljósasamloku í suma bíla. Ljósið er einstakt öryggistæki fyrir hjólreiðamanninn. Einkunnagjöf af 10 mögulegum: Til notkunar í umferð: 10 Til notkunar í ferðalög: 2 Sigma Sport. Ellipsoid Ég var staddur í Fálkanum síðastliðin vetur þegar að mér var rétt lítið á framljós á 1.390kr. “Úff, ein af þessum ljóstýrum” hugsaði ég, en ákvað að gefa mér smá tíma til að skoða það. Framleiðandinn var Sigma Sport, sem er þekktast fyrir vandaða hraðamæla á reiðhjól, og því gæti verið spennandi að athuga hvað hér væri á ferðinni. Fyrst vakti athygli að straumrofinn var elektrónískur, stýrður af snertirofa, og því ekki þessi hefðbundni mekaníski rofi sem svo ansi oft gefur lélegt samband. Ljósstyrkurinn var ótrúlega mikill og undir ljósinu var innstunga með gúmmíloki fyrir 9 volt. Nú fór þetta að verða spennandi. Ég opnaði því ljósið og fyrir augum bar grind sem hélt 5 rafhlöðum af stærðinni AA. Við enda grindarinnar var prentplata með meiri elektrónik en maður er vanur að sjá í hjólreiðaljósum. Þar var rás sem tengdist snertirofanum og lítilli ljósadíóðu, sem gefur til kynna þegar hleðslan á rafhlöðunum er orðin léleg. Auk þess mátti sjá þar einfalda rás sem átti að fella hleðsluspennuna úr 9 voltum í 6 volt og takmarka strauminn. Peran var Halogen (HS3) 6 volt, 0,4 amper eða 2,4 wött, sparneytin en hæfilega björt til að lýsa fram veginn. Þetta er algengasta halogenperan í stöðluðum 6 volta ljósum fyrir reiðhjól. En sýningarljósið var með 5 alkaline rafhlöðum og því var peran yfirspennt á 7,5 voltum. Þar kom ástæðan fyrir því hvers vegna ljósið var svona Hjólhesturinn
26
bjart. Með 5 NiCad rafhlöðum væri spenna lægri og peran ekki yfirspennt Ég leiddi hugann að því að ljósið gæti orðið hættulegt ef einhver myndi slysast til að tengja 9 volta spennubreyti við ljósið ef það innihelti einnota Alkaline rafhlöður. Það ber þó ekki að skilja svo að ljósið sjálft sé hættulegt, heldur skal minnt á að þetta ljós er hannað fyrir NiCad rafhlöður. Allir ættu að mynnast þess að ekki má stinga einnota rafhlöðum í hleðslutæki fyrir N i C a d h l e ð s l u r a f h l ö ð u r. Fálkinn býður upp á hleðslutæki og rafhlöður, frá Sigma Sport sérstaklega hannað fyrir þetta ljós. Hleðslutækið er 300mA, 9 volt og kostar aðeins 790 kr. Rafhlöðurnar eru 5 í pakka, 800 mAh og kosta einnig aðeins 1.150 kr . Ljósið stenst þýskan gæðastaðal K28. Á upplýsingum sem fylgja ljósinu, er sagt að ljósspegillinn sé hannaður með nýjustu tækni úr bílaiðnaðinum en sú vitneskja heillar mig þó ekki neitt. Staðreyndin er sú að þarna er líklega að finna veikasta punktinn á þessu ljósi. Vera kann, að þessi spegilhönnun henti ágætlega í 150 watta kastara á vörubíl og þá með öðrum ljósum. Og reyndar minnir þetta ljós svolítið á svartan Mercedes Benz. Það á hinsvegar ekkert heima í litlu ljósi á illa lýstum göngustígum í borg eins og Reykjavík. Spegillinn og linsan brjóta upp ljósið í ótal línur svo það getur verið fremur pirrandi þegar hjólað í kolniðamyrkri. Fyrir þá sem hjóla mikið í bílaumferð vantar einnig betri hliðargeisla. Aftur á móti er ljósið með nokkuð góðan brennipunkt og ekkert ljósbrot berst beint frá linsu í auga hjólreiðamanns, því má segja að kostirnir upphefji ókostina. Ljósfestingin, sem ætluð er fyrir stýri, er bráðskemmtileg. Hún er föst við ljósið og með einu handtaki er hægt að smella því á stýrið og
af. Það er því engin festing eftir á hjólinu þegar ljósið er tekið af og ekki þarf að kaupa aukafestingu ef fleiri en eitt hjól eru til á heimilinu. Ljósinu er hægt að snúa til á festingunni í u.þ.b. 20 gráður í hvora átt. Ljósið kostar aðeins 1390kr., rafhlöðurnar 1.150kr. og hleðslutækið 790kr. Samanlagður kostnaður er því 3.330kr. Þegar svo klúbbafsláttur verður dregin frá þessari upphæð er tafarlaust hægt að mæla með þessu ljósi. Það er því engin afsökun að vera ljóslaus í vetur Einkunn: Til notkunar í umferð: 6 Til notkunar í ferðalög: 4 Cat Eye Hyper. HL-1500 Cat Eye er þekkt fyrir gæði og fjölbreytta framleiðslu á hraðamælum, glitaugum og ljósum. Meðal ljósa sem þeir framleiða er Hyper HL 1500 ljósið. Þetta er lítið ljós en “öflugt” með háum og lágum geisla. Gert er ráð fyrir fjórum AA rafhlöðum. Peran er 4,8 volt, 0,5 amper og 2,4 wött og því mjög algeng. Ljósið er staumlínulagað og vel hannað. T.d. er n.k. klemma fyrir varaperu inni í ljósinu. Ekkert ljós berst beint frá ljósi í augu hjólreiðamanns og á hliðum þess eru “linsuaugu” fyrir hliðarlýsingu. Spegillinn er nokkuð góður og því auðvelt að nota ljósið til að lýsa fram veginn í niðamyrkri. Ljósfestingin (H-24) er skrúfuð á stýrið. Festingin býður upp á að hægt sé að stilla ljósið um 10 gráður til beggja hliða 4,8 volta peran gerir ráð fyrir því að notaðar séu NiCad rafhlöður (nema þá að viljandi eigi að yfirspenna peruna með 6 voltum). Það virðist vera nokkuð algengt hjá flestum framleiðendum að hafa peruna svona lágspennta. Á því kann að vera skýring. Svona lítil ljós með svona litlum rafhlöðum gefa sjaldnast frá sér verulega skært ljós. Því er leitað allra leiða til að kreista úr ljósinu allt
það sem “tæknin” leyfir. Rafhlöður eins og AA fella töluvert spennuna þegar þær þufa að draga 0,5 amper. Það er líka vitað að ef 4,8 volta pera fær 6 volta spennu þá verður ljósið mun skærara og því mun auðveldara í sölu. Eins og fyrr segir er HL-1500 ljósið búið háum og lágum geisla. Þegar ljósið er stillt á háa geislann fær peran fulla spennu frá rafhlöðunum. Á lága geislanum er raunspennan felld niður um tæplega 2 volt með púlsregulator á 85 riðum (Hz). Óneitanlega vekur þetta upp spurningu. Hvað hefur maður að gera við lágan geisla á reiðhjólaljósum sem sjaldnast eru nógu björt? Svarið gæti verið “sölubrella”, en þar með er ekki öll sagan sögð. Púlsregulatorinn klippir á heildarspennuna svo að raunspennan við peru lækkar um tæplega 2 volt. Þetta er mjög snjallt því með þessari tækni má spara peruna og ekki síst rafhlöðurnar þar sem sáralítið orkutap verður með þessari hönnun. Þetta gefur möguleika á því að föndra við ljósrofann við ýmis tækifæri ef notaðar eru Alkaline rafhlöður. T d. nota lága geislann á meðan rafhlöðuspennan er há og þegar ljósið dofnar þá stilla yfir á háa geislann. Fyrir 1.986,- kr. er þetta ljós ekki svo galið. Gallarnir eru minniháttar og bæta má það upp með því að nota Pure Energy Alkaline hleðslurafhlöður (ef þær standast álagið). Þá verður HL-1500 eitt af bestu ljósunum í þessum verðflokki. Seljandi er Örninn. Einkunn: Til notkunar í umferð: 6 Til notkunar í ferðalög: 4 Safety headlight frá KnightLite Þetta er fremur einfalt ljós en hefur sína góðu punkta. Fyrst ber að nefna að ekkert ljós skín beint frá ljósi í augu hjólreiðamanns. Á hlið eru lítil augu sem gefa hliðargeisla. Á 27
3. tölublað. 7. árgangur
Lýst með Stadium Light, ljósi með 2.4W peru og svo grænu díóðuljósi ljósinu er góður ljósrofi og rétt fyrir neðan hann er lítill punktur sem halda mætti að væri steypugalli í plastinu en er í raun lítið ljós sem fer að loga þegar rafhlöðuspennan er orðin of lág. Ljósið tekur 4 stk. AA rafhlöður og með í kaupunum fylgja 4 stk. venjulegar einnota rafhlöður. Peran er eitthvað sem framleiðandi kallar “Xenon”. Það heiti er notað yfir flassljós. En þetta er ekkert flassljós. Peran er 4,7 volt, 0,4 amper og því aðeins 1,9 wött. Það er allt of lítið, jafnvel þó peran sé “Xenon”-eitthvað! Maður kemst í vont skap þegar framleiðendur reyna að spila með fávisku viðskiptavina með þessum hætti. Það vantaði ekkert annað en að þeir reyndu að ljúga því að í ljósinu væri halogenpera, því það er mynd af einni slíkri utan á umbúðunum. Þetta ljós er svo sem ekki neitt einsdæmi, því að svona ljós eru seld nær því í öllum hjólreiðaverslunum. Birtan frá þessu ljósi er vart meiri en lági geislinn á Cat Eye HL-1500 ljósinu. En ljósspegillin er ekki slæmur. Var því prófað að setja 6 volta, 2,4 watta halogenperu (HS 3) auk Pure Energy hleðslurafhlaða og viti menn, hér var komið hið skemmtilegasta ljós. Seljandi er GÁP og verðið er 1.343 kr. Ekki sem verst eftir að búið var að skipta um peru sem kostar um 500 kr. Hvort sem það er gert eða ekki, þá eru betri kaup í þessu ljósi en í grænu blikkljósi. Einkunn: óbreytt - (með 2.4w peru) Til notkunar í umferð: 3 - (4) Til notkunar í ferðalög: 3 - (4 ) Knight Strobe frá KnightLite Hjólhesturinn
28
Blátt flassljós! Hér er eitthvað nýtt. Lítið og nett alvöru Xenon flassljós. Birtan er ekki sérlega mikil, en það sem gerir þessi ljós góð er blikkið. Þetta ljós er jafn öflugt og Vistalite 3000 Xenon ljósið en hefur minni rafhlöður eða aðeins tvær AAA. Því má bjarga með því að fá sér PureEnergy Alkaline hleðslurafhlöður. Þessi ljós eyða nefnilega töluverðu rafmagni miðað við díóðu blikkljósog ef flassið fær ekki fulla spennu hægir það á blikkinu. Xenon ljósin virka eins og myndavélaflöss, nema hvað þau gefa frá sér minna ljós til að spara rafhlöðurnar. Þéttir hleðst upp sem gefur inn á háspennukefli, sem tengt er perunni. Þá skýtur neista, eins og eldingu, á milli póla og “blíng”, það verður ljós. Þessi ljós eru ekki nógu öflug til að lýsa fram á veginn en henta mjög vel í umferðinni því blikkið dregur að sér athygli ökumanna. Á bæði ljósin þarf að líma skyggni því flassið stingur svolítið í augun í myrkri. Verðið er 2.165 kr. og seljandi er GÁP. Einkunn: Til notkunar í umferð: 7 Til notkunar í ferðalög: 1 Díóðuljós frá KnightLite Fyrst ber að nefna afturljós sem ekki blikkar. Það er hannað til að mæta breskum staðli, BS 6102/3 en reglugerðadraugar í Bretlandi hafa átt eitthvað erfitt með að samþykkja blikkljósin. Blikkljós hafa alla tíð veitt hjólreiðafólki besta öryggið (nema þá kannski í Las Vegas þar sem það mundi hverfa í hitt ljósablikkið). Þetta ljós er reyndar ekki
slæmt. Lítið og létt og með undraverðum hætti tekst að framkalla heilmikið ljós með því að nýta og brjóta upp allt ljósið sem kemur frá aðeins einni ljósdíóðu. Á toppi ljóssins er lítið auga fyrir ljós sem gefur til kynna þegar spennan er orðin of lág á rafhlöðunni. Rauð linsa er með glitauga og verðið er 980 kr. Seljandi GÁP Einkunn: Til notkunar í umferð: 4 Til notkunar í ferðalög: 1 KnightLite díóðublikk Þá er komið að seinustu ljósunum í þessari prófun. Það er pakki sem hefur að geyma framljós með grænu blikki og rautt afturljós. Afskaplega typical ljós með 5 ljósadíóðum í hvoru ljósi auk þess að hafa glitauga á linsunni og þrjár ljósastillingar. En þá kemur það óvenjulega. Bak við ljósadíóðurnar er spegill. Það er reyndar afskaplega lítið ljós sem berst aftur fyrir ljósdíóðurnar en þessi hugdetta er þó löngu tímabær því ljósið er örlítið bjartara en sambærilegt ljós frá öðrum framleiðanda. Þá kemur það furðulega. Ljósið hefur háan og lágan geisla! Hvernig í ósköpunum datt KnightLite í hug að bjóða upp á lágan geisla í svona ljósum? Á því er engin þörf nema þá hugsanlega til að spara rafhlöðurnar og fá bílstjóra til að bölva sér. Þetta er enn fáránlegra þegar litið er á græna blikkljósið sem margir nota sem framljós. Græn blikkljós nýtast alls ekki sem aðalljós að framan vegna þess hve dauf og stefnuvirk þau eru. Ljóstýran er svo dauf að hún týnist í borgaljósunum og sést ekki frá hlið en gagnast kannski sem neyðarlýsing ef batteríin tæmast eða peran springur í framljósinu. Það er helst að gangandi vegfarendur sjái það koma á móti sér á dimmum göngustíg en úti á götu er hjólreiðamaður sem aðeins notar grænt
blikkljós að framan samasem ljóslaus og því hættulegur sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Díóðuljósin eru knúin af 2 stk. AAA rafhlöðum sem fylgja með í kaupbæti. Verðið fyrir bæði ljósin er 2.444 kr. Seljandi er GÁP. Einkunn: rauða / græna (Ef ekki er notaður lági geislinn) Til notkunar í umferð: 8 / 2 Til notkunar í ferðalög: 8 / 2 Safety Light Strip frá KnightLite Hér er á ferðinni endurskinsmerki með ljósum. Gulur þunnur fisléttur borði með 4 litlum rauðum blikkandi ljósdíóðum. Með endurskinsborðanum fylgja 2 umgangar af festingum sem eru límborðar með frönskum rennilásum. Samkvæmt bæklingi á að vera hægt að festa borðann á fótleggi, handleggi, fatnað, töskur, hnakk og hjálm. Það verður þó að segjast, að þó límið sé gott á fasta hluti, þá er það ekki sérstaklega gott á fatnað sem flaksast til og frá eða sveitta og fituga húð. Ljósrofinn, sem er þrýstirofi, er fyrir miðjum borða. Rafhlaðan er lítil hnapparafhlaða af gerðinni CR2032 og á að endast í 50 klst. Verðið er 735 kr. Það er því engin spurning þó þú sért bæði með ljós framan og að aftan, þá er gott að bæta þessu við t.d. aftan á hjálminn eða töskuna. Þessi ágæti fylgihlutur kemur þó alls ekki í stað ljósa á hjólinu en samkvæmt reglum um ljósabúnað reiðhjóla eiga ljósin að vera föst á reiðhjólinu. Seljandi er GÁP. Magnús Bergsson
VISSI ÉG EKKI! 29
3. tölublað. 7. árgangur
SNUÐAÐ
OG SKIPT
Til sölu: Til sölu 3 mánaða gamalt “medium” Gary Fisher svart Joshua X1 hjól árgerð 1998, með Rock Shock XC framgaffli. Og Rock Shock deluxe afturdempari. Shimano XTR afrurskipti, XT puttaskiptum og bremsum. STX-RC nöf og IG 90 keðju. Verðhugmynd 125þús. Sími 8933128 eða margeirj@vortex.is EINSTAKUR GRIPUR! Nú er hægt að láta drauminn rætast. Til sölu sem nýtt AMP B-5 með 5" afturfjöðrun Carbon F4BLT dempar 3,2" fjöðrun/Chris King nöf/ Mavic 217 ceramic, XTR gírar og V-bremsur, Sweet wings sveifar. Litespeed, Syncros, Kore Elite, Boone Titec, Air-B, Sella Italia, Specialized kevlar dekk, Shimano M-747 petalar, King Ti, Gorilla - allt það besta valið - uppgefin þyngd 9,77 kg Verð aðeins 270.000 kr. Uppl. hjá Jóni í síma 565-4328 jone@islandia.is. Til sölu Trek Y22 hvítt OCLV carbon hjól, stærð L (21-22”). Með XT og XTR búnaði Manitou X-Vert fram-dempara og Fox Air Vanilla RC aftur-dempara. Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá www. trekbikes. com. Verðhugmynd 150þ.Kr. (230þ.Kr. nýtt). Var keypt í okt. 97 lítið notað og vel með farið. Birkir Már Kristinsson, sími 561-8286, birkirk@hi.is Stolin hjól Stolið var svörtu MBK reiðhjóli með Softride stýrisdempara. XT framnaf á Mavic gjörð. LX afturnaf með Rigida Airo gjörð. Sachs afturskiptir, Sugino sveifar og Flite hnakkur. Á sama stað var stolið fjólubláu freestyle hjóli. Þeir sem telja sig hafa séð þessi hjól eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Helga Berg í síma 5620037. Hjólhesturinn
30
Á of dýru hjóli. Í Morgunblaðinu 6. september s.l. birtist eftirfarandi grein: “Gíneubúi, sem búsettur er í Ósló, segist hættur að nota reiðhjólið sitt eftir að norska lögreglan stöðvaði hann í sautjánda skipti á þremur vikum vegna gruns um þjófnað. “Þetta eru kynþáttafordómar. Svartur maður hefur greinilega ekki rétt á því að eiga dýrt reiðhjól í Ósló,” sagði Mouctar Doumbouya., sem er 26 ára. “Ég á fullt af norskum vinum en enginn þeirra er nokkurn tímann stöðvaður.” Segist Doumbouya hafa keypt sér nýtískulegt reiðhjól í júlí sem kostaði hann hann næstum tuttugu þús. norskra króna, tæplega tvö hundruð þúsund íslenskar krónur, en síðan hafi lögreglan ítrekað stöðvað hann. Lögreglan neitaði að tjá sig um málið en Doumbouya hefur ákveðið að fara hér eftir leiðar sinnar með sporvagninum.” Þessi frétt á að lýsa nasískum tilburðum norsku lögreglunnar og það má með sanni segja að þar á bæ eigi þeir við vandamál að stíða í þessum efnum. Hins vegar er annað, sem ekki er vandamál, norska lögreglan er greinilega vakandi í vinnuni. Svo virðist sem þeir séu stanslaust að leita eftir stolnum reiðhjólum og hafi auga fyrir mismunandi hjólagerðum. Ekki virðist íslenska lögreglan vera jafn vel vakandi. Útsýnið úr íslensku lögreglubílunum er kannski afskaplega takmarkað! MBerg
LANDSSAMTÖK HJÓLREIÐAMANNA LHM - Landsamtök hjólreiðamanna voru stofnuð veturinn 1995 1996. Að samtökunum standa félögin tvö sem starfandi eru um þessar mundir í landinu auk allra hjólreiðaáhugamanna landsins. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum okkar hjólreiðamanna auk þess að vera einskonar pólitískir varðhundar gangvart stjórnvöldum. Samkvæmt lögum samtakanna eru markmiðin þessi: “Efla hjólreiðar á Íslandi. Samtökin skulu útbreiða og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt, fjölskylduvænlega almenningsíþrótt, heilsusamlegan lífsmáta og einnig sem samgöngumáta.” Ákveðin kaflaskil urðu í mars ´97 er samtökin fengu að skipa mann í umferðarráð fyrir hönd hjólreiðarmanna. Þar með viðkenndu stjórnvöld tilvist okkar og það hversu mikilvægt það er að fyrir opinbera aðila að hafa fulltrúa hjólreiðamanna að leita til. Hefur Björn Finnson verið fulltrúi okkar síðan og sótt fundi ráðsins. Síðastliðið ár höfum við átt í samskiptum við Umferðar- og skipulagsnefnd Reykjavíkur varðandi stígamál, nágrannasveitafélögin varðandi samgöngumál, auk samskipta við umferðarráð. Við höfum einnig tryggingamál hjólreiðamanna í athugun og höfðum samband við lögreglu varðandi bifreiðar sem skildar eru eftir á gangstéttum og birtum ályktun þar að lútandi í dagblöðum. Eins og hjólreiðamenn vita hefur enn engin lausn fundist á því vandamáli sem skapaðist fyrir hjólandi þegar Akraborgin hætti siglingum upp á Skipaskaga og engar úrbætur virðist vera í sjónmáli. Samtökin höfðu í sumar samband við Spöl varðandi hjólreiðar um göngin og hafa farið þess á leit að þær verði leyfðar að nóttu til. Auk
þess höfum við haft samband við Sæmund sérleyfishafa varðandi flutning á reiðhjólum undir Hvalfjörð án þess að nein breyting sé fyrirsjáanleg á framkvæmd þeirra. Fjárhagslega standa samtökin mjög veikt, tekjur eru engar, en þó má segja að það sé ein af forsendunum fyrir áframhaldandi starf að tryggja fjárhagslega afkomu. Ýmis kostnaður fylgir rekstri samtaka af þessu tagi. Lög samtakanna gera ráð fyrir að aðalfundur sé auglýstur, það kostar að halda uppi samskiptum við tilsvarandi samtök í nágrannalöndunum og skipulagsgögn sveitarfélaga eru ekki ókeypis svo eitthvað sé nefnt. Í nágrannalöndunum þykir sjálfsagt að hið opinbera styrki tilsvarandi samtök með fjárframlögum þannig að eðlilegt aðhald sé að samfélaginu hvað snertir hjólreiðamál. Þetta ætti að sjálfsögðu að vera með líkum hætti hérlendis, þanng að við hjólreiðamenn eignumst fulltrúa sem vinna að málefnum okkar í fullu starfi og á launum. Þar sem ekki eru enn til staðar íþróttasamtök sem vinna að framgangi hjólreiða sem íþróttar, með tilheyrandi aðild að Íþrótta og ólympíusambandi íslands, er það hlutverk Landsamtakanna að sinna því . Sem stendur er það einungis Hjólreiðafélag Reykjavíkur sem hefur keppnir í hjólreiðum á stefnuskrá sinni. Samtökin stefna að því að stuðla að fjölgun hjólreiðafélaga og að stofnað verði sérsamband hjólreiða með aðild að ÍSÍ. Allt er þetta hluti af því markmiði okkar allra að búa betur í haginn fyrir okkar ástkæra tvíhjóla reiðskjóta og auka veg hans og virðingu meðal landans. Með hjólhestakveðju, Gunnlaugur Jónasson, formaður LHM. 31
3. tölublað. 7. árgangur
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík.
www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandia.is - ifhk@mmedia.is