FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS 1. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR. 1999
NÝTT
NAFINU
Hjólaþing í Ráðhúsinu, Tjarnarsal 25. mars kl 13 – 17 Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir ráðstefnu um hönnun hjólastíga, öryggismál hjólreiðamanna og tengingar milli sveitafélaga í Ráðhúsinu 25.mars kl 13 – 17. Er ætlunin að fá sem flesta sem að þessum málum koma til skrafs og ráðagerða og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Ætlunin er að sýna myndir máli okkar til stuðnings, bæði af því sem okkur finnst miður og eins af því sem vel hefur verið gert. Ekki síst höfum við myndir af því hvernig við viljum hafa hlutina. Jafnvel setjum við upp sýningu á okkar hugmyndum og fleiru sem lítur að hjólreiðum. Höfum við boðið eftirtöldum aðilum að taka þátt: Lögreglunni, Umferðaráði, Umferða og skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, Samgöngunefnd Alþingis, Vegagerðinni og umdæmisstjóra Reykjavíkurumdæmis, Strætisvagnar Reykjavíkur, fulltrúa frá Mosfellsbæ, Hafnafirði, Garðabæ, Kópavogi, Borgarskipulagi, Borgarverkfræðingi, Vegamálastjóra og hönnuð að Græna treflinum (stígunum sem búið er að hanna) og ekki má gleyma sem flestu hjólafólki. Við höfum hugsað okkur að veita verðlaun fyrir gott og slæmt aðgengi, en fyrst og fremst er að fólk hittist og beri saman bækur sínar því orð eru til alls fyrst. SJÁUMST, Alda Jóns Frá ritnefndinni Nú er nokkuð um liðið síðan síðasta blað kom út og biðjumst við afsökunar á töfunum. Þær koma ekki til af góðu. Það er alls ekki svo að skort hafi efni eða áhuga heldur hafa húsnæðismálin verið í lausu lofti síðustu Hjólhesturinn
2
mánuði og enn er ekki alveg búið að ganga frá þeim. Útgáfa Hjólhestsins er mjög dýr fyrir klúbbinn og því var ákveðið að bíða þar til húsnæðismálin kæmust á hreint svo hægt væri að kynna framtíðarhúsnæði klúbbsins í þessu blaði. Okkur var sagt upp leigunni frá og með síðustu áramótum en höfum þó fengið að vera áfram hjá Brokey meðan þetta óvissuástand varir. Mikið er búið að leita og funda um þessi mál og alltaf eitthvað handan við hornið en það var ekki hægt að bíða lengur enda verður mikið hjólaþing í Ráðhúsinu þann 25. mars kl. 13-17 sem við vildum kynna og hvetja alla til að mæta á. Við minnum á heimsíðuna okkar þar sem eru nýjustu fréttir og við höfum sett inn töluvert efni og myndir af uppákomum úr starfi klúbbsins sem ekki er pláss fyrir hér. www.mmedia.is/ifhk Ritnefnd Húsnæðisleitin mikla hefur staðið yfir að undanförnu og hafa símareikningar hjá sumum klúbbstjórnarmönnum orðið ansi háir, en allt útlit er fyrir að sú leit sé á enda. En þar með er ekki öll sagan sögð því að húsnæðið sem við fáum líklega þarfnast mikilla lagfæringa. Húsið sem um ræðir er gamla Sprautuhúsið, Brekkustíg 2 á horni Framnesvegar. Þar er spennistöð í öðrum endanum en hinn endinn og loft yfir spennistöðinni stendur okkur til boða gegn mikilli vinnu við að gera húsið nothæft og flott. Í klúbbnum eru smiðir og fullt af handlagnu fólki svo að við sjáum fram á samstilltan hóp og skemmtilega stemningu við uppbygginguna. Eins og er vantar okkur tilfinnanlega pípara svo ef einhver í klúbbnum er handlaginn við slíkt er sú hjálp vel þegin. Allir þeir klúbbmeðlimir og velunnarar klúbbsins sem geta hjálpað til við
HJÓLAÞING RÁÐHÚSINU 25. MARS KL. 13-17 ALLIR VELKOMNIR - FJÖLMENNUM
REIÐHJÓL ERU SAMGÖNGUTÆKI Útgefandi:
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Klúbbhúsið, Austurbugt 3, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Heimasíða: www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandia.is - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Jón Örn Bergsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 3
1. tölublað. 8. árgangur
uppbyggingu framtíðarklúbbhúss okkar endilega látið okkur í stjórninni vita Alda Jóns
Skráning nýrra meðlima, heimilisfanga og netfanga fer fram hjá mberg@islandia.is.
Félagsgjöld 1999 Þann 1.apríl n.k hefst nýtt skírteinisár og sendum við því nú gíróseðilinn fyrir félagsgjöldunum1999 með Hjólhestinum. Það skiptir klúbbinn miklu máli að félagsgjöldin berist okkur fljótt og örugglega, best er að þið komið með greiðsluna með ykkur niður í klúbbhús og fáið skírteinið um leið, það sparar okkur sendingarkostnað en annars fáið þið félagsskírteinið sent í pósti eftir að gíróseðillinn er greiddur. Það er reyndar svo að um sumarfrístímann erum við á ferð og flugi og getur þá orðið töf á sendingu félagsskírteinanna og biðjum við ykkur því endilega að gera upp sem fyrst. Stjórn ÍFHK
Björgum hálendinu Íslenski fjallahjólaklúbburinn var með í Hálendishópi þeim sem stóð fyrir baráttufundi í Háskólabíó 28. nóvember undir yfirskriftinni “Björgum hálendinu” þar sem ýmsir listamenn gáfu vinnu sína í þágu málefnis sem við berjumst mörg á móti þ.e. gegn stórfelldum virkjunnaráformum á hálendi Íslands. Fundurinn var mjög vel sóttur eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og vil ég þakka klúbbmeðlimum sem hjálpuðu til við undirbúninginn kærlega fyrir skjót viðbrögð og vel unnin störf. Hægt er að skoða myndir frá fundinum á heimasíðunni okkar www.mmedia.is/ifhk og lesa meira um fundinn, erindi sem var flutt þar og ályktun fundarinns. Alda Jóns.
Vertu í sambandi Það skiptir ekki máli hvort þið eruð að flytja á milli húsa, hverfa, landshluta eða landa. Þú getur alltaf verið meðlimur í klúbbnum. Það er líka mikilvægt fyrir klúbbinn að vita um breitt póstfang. Látið okkur vita þegar þið flyjið svo þið fáið Hjólhestinn örugglega sendan heim. Klúbbinn vantar lika netföng meðlima svo koma megi fréttum eða tilkynningum frá klúbbnum með skjótum og ódýrum hætti.
Hvað færð þú fyrir félagsgjaldið? Að vera með í frábærum félagsskap og getur lagt klúbbnum lið eins og þú hefur krafta til, sinnt félagsmálum, umhverfismálum, unnið að bættri aðstöðu hjólafólks. Farið í klúbbferðirnar sem eru af öllum lengdum og gerðum. Sóst eftir ferðafélaga í “Nafinu”, möppu sem liggur frammi í klúbbhúsinu, t.d ef óskað er eftir félaga í ferð sem þér dettur í hug að fara en vantar ferðafélaga.
Trúðarnir Barbara og Úlfar sýna hvernig gróðurinn á Eyjabökkum reynir að halda í sér andanum til að drukkna ekki undir
miðlunarlóninu. Sjálfboðaliðar frá klúbbnum að selja plaggöt til að fjármagna fundinn. Myndir © PG
Hjólhesturinn
4
Sótt viðgerðarnámskeið og myndasýningar. Klúbburinn býður félögum upp á sérpöntunarþjónustu. Skírteinishöfum er veittur góður afsláttur víða í verslunum og er þá 1500 kr fljótar að borga sig (listi yfir verslanir sem veita afslátt á öðrum stað í blaðinu) og svo má ekki gleyma Hjólhestinum. Hjólum heil í ÍFHK. Alda Jóns “Áhersla á bílastæði og malbik” “Gert er ráð fyrir að 80 þúsund manns verði á Þingvöllum 1. og 2. júlí á næsta ári þegar haldið verður upp á 1000 ára afmæli kristni í landinu...Við leggjum ofuráherslu á að svipað ástand myndist ekki aftur og því verður vegakerfið til og frá Þingvöllum stórbætt,” sagði Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. -DV 3. feb. 1999. Það er hálf einkennilegt að menn hafi aðgang að fjármagni til að byggja bílastæði fyrir 80.000 manns við Þingvelli sem aðeins væru nýtt á nokkurra áratuga fresti en engum dettur í hug að spara þennan pening og skipuleggja rútuferðir þessa tvo daga. Trúlega væri það ódýrari kostur fyrir stjórnvöld þó að fólk borgaði ekkert fargjald og með hóflegu gjaldi væri það margfalt ódýrara fyrir alla, að ekki sé nú minnst á hversu umhverfisvænna það væri. Með því að nýta sér kosti almenningssamgangna og hefta mjög aðgang einkabíla að Þingvöllum þessa tvo daga mætti útiloka aðra “þjóðvegahátíð” eins og 1994 þegar þúsundir
íslendinga áttu ömurlegan dag í bifreiðum sínum. Síðan ef áhugi reyndist minni á trúarlegum uppákomum á Þingvöllum en áætlað er, sætum við ekki uppi með risavaxin tóm bílastæði sem minnisvarða um sóunina. Páll Guðjónsson Tökum öll þátt í starfseminni Kæru félagar Nú er komið að því …að þið getið látið ljós ykkar skína því við stefnum á gott og áhrifaríkt nefndarstarf á þessu starfsári. Þau ykkar sem komust á aðalfundinn vitið hvað er í gangi en ykkur hinum ætla ég að segja aðeins af nefndunum: Ritnefnd heldur utan um Hjólhestinn og útgáfu hans. Það er verkefni allra í klúbbnum að skrifa og útvega fjölbreytt efni í fréttabréfið okkar og á heimasíðuna. Páll Guðjónsson ritstýrir og setur upp í samvinnu við nefndina sem sér líka um prófarkalesturinn. Umhverfisnefnd, berst fyrir bættum samgöngum og kemur hagsmunamálum hjólreiðafólks á framfæri. Sækir ráðstefnur, sýningar og aðrar uppákomur þar sem hjólamál ber á góma og tekur gjarnan þátt í þeim. Ferðanefnd, skipuleggur og sér um ferðir klúbbsins. Húsanefnd sér um húsvörslu á fundarkvöldum klúbbsins og skiptir nefndarfólk með sér dögum. Fjáröflunar og kynningarnefnd sér um að safna auglýsingum í Hjólhestinn, fjáröflun fyrir ákveðin verkefni sem eru í gangi eða
ÞJÓÐVEGAHÁTÍÐIN 94©MB 5
1. tölublað. 8. árgangur
tilfallandi hverju sinni. Einnig að kynna klúbbinn og afla nýrra félagsmanna. Unglinga og fjölskyldustarf, skipuleggur fundi og ferðir fyrir unga fólkið sem hentar þeim betur en fimmtudagskvöldin. Bóka og blaðavarsla, ætlar að koma skipulagi á bókasafn klúbbsins þegar við fáum nýtt húsnæði. Það er hægt að sjá hverjir eru í nefndunum á heimasíðu okkar www.mmedia.is/ifhk og ef það er eitthvað sem ykkur dettur í hug sem getur bætt starfið eða ef ykkur dettur eitthvað nýtt í hug þá er bara að hafa samband við viðkomandi nefndarmeðlimi og ljá máls á þeim atriðum. Nefndirnar eru opnar og nýjir sjálfboðaliðar velkomnir. Kveðja Alda Jóns Endurnýjun formanns Klúbburinn á sér nú 10 ára sögu og hefur hann fest rætur í hugum margra. Hann hefur verið vettvangur þeirra sem vilja ferðast um á reiðhjólum, hvort heldur sem er vegna líkamsræktar eða vegna umhverfissjónarmiða. Starfið hefur verið lýðræðislegt og mótast af áhuga meðlima hverju sinni. Grundvallarhugsjón klúbbsins hefur þó alltaf verið sú, að reiðhjólið sé besta farartækið í leik og starfi og að reiðhjólið sé besta farartækið til að bæta samfélag og umhverfi, náttúru til heilla. Klúbburinn hefur haldið starfseminni gangandi með sjálfboðavinnu. Þar hefur verið unnið kraftaverk í samfélagi, sem gerir fátt nema fyrir peninga. Starfið hefur því ekki snúist um auðsöfnun, heldur hefur það fengið að dafna út frá hugmyndaauðgi, hugsjón og áræðni meðlima. Á þessum 10 árum hafa margir komið við sögu og tekið þátt í starfinu í lengri eða skemmri tíma. Sárast hefur þó verið, að sjá á eftir efnilegum unglingum sem hafa tekið bílpróf langt fyrir aldur fram og þar með misst áhuga á reiðhjólinu sem farartæki. Þeir eru líka fjölmargir sem hafa verið með okkur frá Hjólhesturinn
6
upphafi og tekið meira eða minna þátt í félagsstarfinu. Það sama gildir um stjórnina, þar hefur fólk komið og farið, nema einn og það er undirritaður, fráfarandi formaður. Það er alltaf hollt fyrir stofnanir og félög að endurnýja reglulega í efstu stöðum og þar kom að því að ég bauð mig ekki fram til formanns á seinasta aðalfundi. Það er sama hversu mikill áhuginn er, það endar alltaf með því að þreyta fari að segja til sín og þá er hætta á því að það bitni á starfinu. Með nýju fólki koma líka nýjar áherslur og drifkrafturinn verður meiri. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem ég hef unnið með og hafa unnið að uppgangi klúbbsins í sl. tíu ár. Ég mun þó, nú sem áður, starfa að málefnum klúbbsins því áhugi minn MBerg á málefnum hans hefur ekki minnkað í öll þessi ár. Það er svo margt sem hægt er að gera, hjólreiðum til framdráttar. Sé litið til móður náttúru er reiðhjólið besta faratækið sem mannshöndin hefur skapað. Með bestu kveðju, Magnús Bergsson Umhverfisvænni farkostir Ráðstefna undir yfirskriftinni “Umhverfisvænni farkostir” var haldin í ráðhúsinu 20 nóvember og sýning helgina á eftir. Á þessa ráðstefnu mættu 3 meðlimir Fjallahjólaklúbbsins sem voru mjög fínt andsvar við rafmagnsbílana sem voru helsta trompið en við reyndum að sýna fram á að við værum með umhverfisvænasta farkostinn reiðhjólið. Fyrri partur ráðstefnunnar var um tæknileg atriði og útfærslur og var það mis svæfandi eftir áhuga. Seinni hlutinn var um framtíðarsýnina á Íslandi og kom þar margt fram meðal annars að borgarstjórn Reykjavíkurborgar hefur smþykkt að á næstu 2 – 3 árum verði 30 % bílaflota borgarinnar knúinn umhvefisvænni orku. Eru uppi miklar
Gallagripurinn. Hjólhestanna hroðaverk er að hrína ei né skíta, hvorki slá né bíta. Ausa eigi yfir mann útblæstri og sóti með hávaðasta móti.
Bót Brautir mega bæta menn er bæjum stjórna þó bílastæðum þyrfti að fórna. Hjólareinar hressa og kæta hraða ferð bæta líkams gerð. Björn Finnsson
Aldrei skafa af þeim snjó aldrei hrím á rúðum, alltaf vera í dúðum. Engin miðstöð alltaf kalt engin hlýja í sætum alltaf bílum mætum.
Raunveruleikinn. Eiturpest af ökutekjum ausið yfir saklausa, látið er í lagaflækjum ljóma fyrir bíllausa.
Hreysti eykst og þor og þol og þreyta líka því skal ekki flíka. Björn Finnsson _______________________ hugmyndir um að nota vetni eða metan til prufu á bíla þar sem mikið metan myndast í öskuhaugunum og einnig í Áburðarverksmiðjunni en þetta eru innlendir orkugjafar sem eru algjörlega ónýttir í dag Íslenski fjallahjólaklúbburinn var með sýningarbás á sýningu tengdri ráðstefnunni og vakti básinn og hjól sem við vorum með mikla og jákvæða athygli og umfjöllun. Vil ég þakka öllum sem hjálpuðu til við uppsetningu og framkvæmd sýningarinnar kærlega fyrir vaska framgöngu. Hægt er að sjá umfjöllun um sýninguna á heimasíðu okkar og einnig á http://www.iti.is/domino/iti/ vefsidur.nsf/index/4.2.4.31 Alda Jóns Töpuð saga Guðni Þorgeirsson, fyrrverandi varaformaður kaupmannasamtakanna er að leita að tíndu sendlareiðhjóli. Sendlahjól þetta
Æstur ert til ökutækjakaupa alltaf boðin bestu lán bara ef þú ekki ert að raupa um ökutækja smán. Þú í mengun þreytir lífs þíns gnægta hlaupin, boðinn, tekur bestu lána bílakaupin. Björn Finnsson _________________________
var í Sunnbúð og var lánað á hjólasýningu niður í Geysishús árið 1996. Hjólið er merkilegt fyrir þær sakir að helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa stigið það. Grunur leikur á að síðast hafi sést til þess fyrir utan kjötbúr Péturs við Laugaveg. Hjól þetta á sér merkilega sögu og gildir einu hvar rekið er niður í atvinnumálum, verkalýðsmálum eða sögu verslunar. Má hjólið því alls ekki glatast, en til stendur að hafa það á Árbæjarsafni. Ef einhver rekur minni til að hafa séð hjólið á seinustu 4 árum þá væri gott að láta Guðna vita í síma 554 0781 eða Óskar í netfangi oskar@felo.rvk.is nú eða Fjallahjólaklúbbinn í síma 562 0099. 7
1. tölublað. 8. árgangur
Lífstíllinn Er ? lífstíll þinn sem lokuð bók og leiðinlega skrifuð. Ættirðu að hrista af þér mók aðra að fá þér betri bók, búa í líkams haginn.
Umferðarlögum framfylgt Síðastliðið vor var gert átak í að framfylgja umferðarlögunum út í ystu æsar, og var það gott. En um leið var deilt á lögregluna fyrir að fara of nákvæmlega eftir umferðarlögum. Hæst hefur heyrst í ökumönnum bifreiða, þeir fái punkta í ökuferilskrá við minnsta brot, séu sektaðir eða sviptir ökuleyfi fyrir að aka á fimmtíu þar sem leyfilegur hraði er þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Rökin fyrir þessum hertu viðbrögðum gegn því sem áður var kallað smábrot á umferðarreglum, eru þau að með því að koma í veg fyrir þau megi draga úr hinum alvarlegri umferðarlagabrotum eins og hraðakstri og ölvunarakstri. En illa eða ólöglega lagðar bifreiðar skapa ekki síður slysahættu með því að byrgja sýn eða neyða gangandi vegfarenda út á umferðargötu. Og eins og áður sagði, að skamma lögregluna fyrir herta löggæslu er að hengja bakara fyrir smið, þeir eru bara að framfylgja settum lögum. En það eru ekki bara ökumenn bifreiða sem mættu hegða sér betur í umferðinni. Hjólafólk þarf einnig að bæta sig. Rautt ljós á gangbraut er ekki síðra en rautt ljós gagnvart akandi umferð. Og bílstjórar sem taka beygju á gatnamótum mættu einnig athuga að taka ber tillit til gangandi vegfarenda sem ætla sér yfir á grænu ljósi, þeim ber að veita forgang. Reiðhjólafólk á einnig að nota viðeigandi öryggsibúnað, hjálmur, ljós að framan og aftan. Auk þess erum við, hin fullorðnu, fyrirmyndir barnanna, jafnt í umferðinni sem annarstaðar. Hvað ungur nemur, gamall temur, á ekki síst við um hjólafólk, börnin fylgjast með því hvernig við hegðum okkur, líta upp til okkar og vilja verða eins og við hin fullorðnu. Heimir H. Karlsson.
Á reiðhjóli þú réttir fót reisir brjóst og herðar. Hjarta þitt fær heilsubót hreysti kemur undra skjót Og allt mun betra verða. Almenningur að því kemur undraskjótt í hjóla hóp. Hver sitt hjól af tækni temur tilfinningar aðrar hemur unnir sér við frelsis fíkn. Björn Finnsson ________________________ Það er gagnlegt og gaman að hjóla og gefast betri sýn spara sér bæði spor og sóla, sprækur með yfirsýn. Þú hærra í sæti ert settur en sofandi bílstjóra grey sem gerir þér gjarnan glettur og gangandi fólki, vei. En það má virða til vorkunnar slíkum að varla út um bílglugga sést, því ekur hann oft á láni og líkum leiðsögutæki væru honum best. Björn Finnsson ____________________________ Tillit þú þarft að taka til hesta og gangandi manns því tillit þér býðst til baka bjóðir þú kurteisis dans. Björn Finnsson Hjólhesturinn
Saga reiðhjólsins á Íslandi Nú eru liðin nokkur ár frá því að Óskar D. Ólafsson skráði sögu reiðhjólsins á Íslandi. Þar náði hann rétt í skottið á kynslóð sem upplifði 8
reiðhjólið sem faratæki, atvinnutæki og atvinnutækifæri (sjá nánar á heimasíðu klúbbins www.mmedia.is/ifhk). Það má þó ekki taka því sem svo, að þar með hafi heimildasöfnuninni verið lokið. Ef þú, lesandi góður, átt einhvern ættingja eða vini sem sagt geta frá ferðalögum á reiðhjólum, af daglegri notkun reiðhjólsins eða einhverju öðru sem tengist reiðhjólum, þá væri það vel þegið. Við, sem höfum reynt að halda í sögu reiðhjólsins og í þá menningu sem henni fylgir, höfum oftsinnis lent í því að heyra fólk segja; “Það var ekkert merkilegt sem gerðist …” en það kom svo í ljós, að það var stór merkilegt eftir allt saman. Svo eru það allar persónurnar sem fortíðin geymir en heimska okkar gleymir. Hver man eftir Lalla Tíkalli, sem hafði hjólreiðaverkstæði í bílskúr í Mosgerði eða Melgerði? Allar hans viðgerðir kostuðu 10 kr. (nú 10 aura) eða svo var sagt og var hann með þetta verkstæði snemma á áttunda áratugnum. Það er mér minnistætt, að hægt var að fá hjá honum fánastangir með íslenska fánanum sem fest var á naföxlanna. Þar með breyttist tékkneska Velamos hjólið úr skröltandi hjólatík í skínandi fánaborg. Þvílík gæfa að fá að líða um göturnar á slíkum farkosti! Ef þú veist meira um Lalla Tíkall, þá endilega láttu okkur vita. Svo sárvantar okkur myndir og eru allar myndir vel þegnar, hversu „ómerkilegar” sem ykkur kunna að þykja þær. Það getur t.d. verið mynd af barni, manni eða konu á reiðhjóli fyrir 20 árum, fyrir 40 árum, á ferðalagi, í leik eða á leið til vinnu, allt er áhugavert. Klúbburinn hefur nægan tækjakost til að skanna myndir og allar gerðir filma. Takið nú fram gömlu myndaalbúmin og leitið. Finnið þið mynd, skrifið þá endilega með hverjir eru á myndinni, hvenær hún er tekin og hvar. Gerðu þig og þína ógleymanlega á afskaplega einfaldan hátt. Sendið tölvupóst til mberg@islandia.is , annan póst til ÍFHK, pósthólf 5193, 125 Reykjavík eða
síma/myndsendi 562 0099. Ekki hugsa sem svo: „Æi, ég nenni þessu ekki, það hljóta einhverjir aðrir að vinna í þessu”. Gefðu þér tíma til að spyrja systkini, foreldra, afa og ömmu, frænda og frænku. Taktu þér penna í hönd, hafi þau frá einhverju að segja, en best er þó að nota upptökutæki og þú getur svo lánað okkur spóluna. Við getum líka mætt til ykkar. Kveðja, Mberg Flug og hjól Félagar Fjallahjólafélagsins geta flutt sín hjól endurgjaldslaust þegar þeir kaupa farseðil með flugvélum Íslandsflugs í innanlandsflugi félagsins alla daga nema föstudaga og sunnudaga. Eftirfarandi skilmálar gilda: Félagar kaupa flugmiða skv. almennri farmiðagjaldskrá Íslandsflugs. Ef flogið er með hjólin á föstudögum og/eða sunnudögum þá þarf að borga fyrir hjólin sérstaklega. Sýna þarf félagsskírteini. Ef um hópflutning er að ræða þá þarf að láta vita sérstaklega, svo hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir. t.d. Senda einhver hjól á undan sér. Þetta samkomulag gildir frá febrúar til endan á október 1999
“Drukkinn maður á hjóli” “...ölvaðir ökumenn voru ekki eingöngu á bifreiðum þessa helgi því lögreglumenn stöðvuðu mjög ölvaðan einstakling á reiðhjóli á Frakkastíg um miðjan dag á föstudag. Hann hafði hjólað utan í bifreið og hlotið nokkra áverka af. Hann var færður til töku blóðsýnis enda fyrirmæli í umferðarlögum um að óheimilt sé að vera ölvaður á reiðhjóli.” Úr dagbók lögreglunnar. Morgunblaðið 1. des. 1998. 9
1. tölublað. 8. árgangur
Atburðaalmanak 1999 Við setjum hér þá atburði sem nú þegar eru ákveðnir fram á vorið og stórar ferðir svo að fólk geti skipulagt sumarfríið aðeins með tilliti til hjólaferða. Athugið að í næsta fréttabréfi verður endurskoðuð dagskrá. 25.mars. Hjólaþing málþing um málefni hjólreiðamanna í Ráðhúsinu kl 13 – 17. Mætum öll og höfum áhrif á okkar mál. 1–5.apríl. Páskaóvissuferð um suðurland og Vestmannaeyjar.Áhugasamir mæti á fund 25. mars. Nánari ferðatilhögun með tilliti til veðurs ákveðin þegar nær dregur. 26. mars. Kvennafundur í Klúbbhúsinu Austurbugt 3 kl 20. Hjólin yfirfarin og tökum fyrir þá hugmynd að fara saman í sérstaka kvennaferð, fjarri umferð og karlmönnum. 22. apríl. Sumardagurinn fyrsti. Mætum öll með bakkelsi í nýja (eða gamla) Klúbbhúsið. 16. maí. Viðgerðarnámskeið á sunnudegi kl.20. 20.maí. Ferðaundirbúningsnámskeið, farið yfir helstu þætti er varða ferðalög á reiðhjólum. 22 – 23 maí. Hvítasunnufjölskylduferð á Nesjavelli. Lagt af stað frá Árbæjarsafni kl 13.30 á laugardeginum, gist í Nesbúð. Fólk panti gistingu í síma 482 3415. 17 júní. Tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins. 16 – 20 júní. Látrabjargsferð. Keyrt á Stykkishólm, bílarnir skildir eftir og flóabáturinn Baldur tekinn yfir á Brjánslæk, hjólað á Látrabjarg, Bíldudal og Brjánslæk. Nánari upplýsingar hjá Björgvin farastjóra í síma 554 6596. 2 – 4. júlí. Skorradalsmót. Haldið upp á tíu ára afmæli Íslenska fjallahjólaklúbbsins 9. júlí. Kvennaferð yfir Kjöl og til Akureyrar. Sláumst í hóp með hressum konun sem hjóla á vit ævintýranna. 16 - 18.júlí. Slóðahreinsun á gömlu Kjalleið. Hvítárnes – Þjófadalir – Hveravellir. Förum í Hvítárnes á föstudagskvöld. 7 – 8 ágúst. Skagfirska 8an. Hjólakeppni í frábæru umhverfi. Undirbúningur fyrir ferðir er á fmmtudagsfundum fyrir ferð. Fólk er beðið að skrá sig í ferðir tímanlega í klúbbhúsinu. Fleiri ferðir verða auglýstar í vorblaðinu og það sem er eftir af dagskrá ársins. Ferðanefnd Nýjar ferðir Fyrirhugaðar eru nokkrar nýjar ferðir á vegum klúbbsins. 1. Kvennaferð 9. júlí Hjólað úr Reykjavík yfir Kjöl og til Akureyrar. 2. Látrabjargsferð 16. – 20. júní Fararstjóri Björgvin s.554 6596. 3. Vinnuferð, gamla Kjalleið, Hvítárnes, Þverbrekkumúli, Þjófadalir, Hveravellir. Hjólum þessa leið, týnum grjót og gerum leiðina aðgengilegri fyrir hjóla- og göngufólk. Gistum í Hvítárnesi 16. júlí og tökum til hendinni 17. júlí og hreinsum alla leið í Þjófadali þar sem við gistum þá nótt. Endum á Hveravöllum í lauginni og stefnum á að láta sækja okkur þangað. Þeir sem vilja hafa þetta upphaf ferðar taka þá á sprett eftir sínu höfði. 4. Ferð í ágúst þar sem fólk hittist á einhverjum stað þaðan sem hægt verður að hjóla Hjólhesturinn
10
lengri eða styttri leiðir eftir getu hvers og eins. Nánar auglýst í vorblaðinu. 5. Haustferð (sept. eða okt.) í Bláa Lónið eða að Kleifarvatni. Nánar auglýst í vorblaðinu. Ferðanefnd Kvöldferðir Kvöldferðir fyrir byrjendur á vegum Ísl. Fjallahjólaklúbbsins sumarið 1999. Lagt verður af stað frá skiptistöð SVR í Mjódd kl.20:00 vestanvert við húsið. Þar lýkur einnig ferðinni. Hægt er að notast við strætisvagna til að koma sér þangað og þaðan, ef svo ber undir. Þátttakendur eru á eigin ábyrgð í ferðunum. Ættu því allir að nota hjálma og vera á löglega búnum hjólum. Áætlaður ferðatími miðast við uppgefna vegalengd og að meðalhraðin sé u.þ.b. 12km/klst. Áætlun getur breyst af ýmsum ástæðum s.s. vegna veðurs eða forfalla og mun það ekki skuldbinda klúbbinn eða fararstjóra. Ferðirnar eru sérstaklega ætlaðar fólki sem ekki notar reiðhjól að staðaldri. Þeir sem meira geta og lengra eru komnir geta brugðið á leik eftir þörfum. Öllum er bent á að búa sig eftir veðri hverju sinni. 4. maí. Hringur að og um Öskjuhlíð. 12km. 11. maí. Hringur um Breiðholtshverfin. 11km 18. maí. Hringur um Grafarvogshverfi. 13km 25. maí. Hringur að Laugarnesi 12km 1. júní. Hringur um Kópavog 12km 8. júní. Hringur um Seltjarnarnes. 25km 15. júní. Hringur um Hafravatn. 26km 22. júní. Sólstöðuferð um Viðey. 7km. Brottför kl.19:00 frá Sundahöfn. 29. júní. Ferð að Straumi. 30km. 6. júlí. Elliðavatn – Rauðhólar – Rauðavatn. 18km. 13. júlí. Rauðavatn – Reynisvatn. 17km 20 júlí. Elliðavatn – Vífilsstaðir 21km. BJÖRN FINNS 27. júlí. Hringur um Mosfellsbæ. 26km 2. ágúst. Reynisvatn – Langavatn – Rauðavatn. 26km 10. ágúst. Rauðavatn – Silungapollur – Heiðmörk 25km 17. ágúst. Geldinganes 20km 24. ágúst. Umhverfis Úlfarsfell. 24km 31. ágúst. Stóri Heiðmerkurhringurinn. 26km 7. september. Korpúlfsstaðir – Blikastaðir 20km 14. september. Seljahlíð – Kjóavellir – Sandahlíð – Heiðmörk. 18km 21. september. Stuttur Kópavogshringur. 8km 28. september. Elliðavatnshringur. 13km Ef aðstæður og áhugi leyfa má vel bæta við laugardagsferðum t.d. í Marardal, Bláfjöll, Selvogsgötu og fl. Nokkrir félagar úr Íslenska Fjallahjólaklúbbnum munu sjá um fararstjórn undir yfirumsjón Björns Finnssonar eins og undanfarin ár. Þeir sem tilbúnir eru að hjálpa til með þessar ferðir ættu að hafa samband beint við Björn í síma 587 1186 11
1. tölublað. 8. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Írlandsreisa 1996 Ketill Kolbeinsson og Karin Burger 7. september Linz – Frankfurt - Dublin Ferðin okkar byrjaði með því að við flugum með Lufthansa frá Linz í gegnum Frankfurt til Dublinar, sem er höfuðborg Írlands. Við settum allt okkar dót í tvo stóra pappakassa ásamt hjólunum, þannig að lokum var hver kassi um 30kg. Þetta voru greinilega mistök vegna þess að þegar við komum til Dublinar þá var enginn farangur þar. Kom í ljós að hann hafði verið skilinn eftir eða bara hreinlega gleymst í Frankfurt. Ástæðan er sennilega sú að hann hefur þótt heldur ómeðfærilegur og því hreinlega verið ýtt til hliðar. Við þurftum því að breyta okkar plönum og í stað þess að hjóla frá vellinum þá tókum við vagn að næsta farfuglaheimili og gistun þar eina nótt. Við notuðum tækifærið og skoðuðum okkur um. 8. september Dublin – Roundwood - 43 km Við þurftum að bíða fram á hádegi næsta dag eða þangað til næsta flug frá Lufthansa kæmi – við vonuðum náttúrulega að farangurinn kæmi með. Við þurftum að hringja nokkrum sinnum frá farfuglaheimilinu út á flugvöll og að lokum kom sendiferðabíll með allt okkar dót. Það voru því snör handtök sem höfð voru við að skrúfa saman hjólin og að græja farangurinn. Við gátum fengið að geyma kassana á farfuglaheimilinu með því að brjóta þá saman,en það verður að segjast eins og er að það er alltaf vandamál með geimslustað,en Hjólhesturinn
12
þetta hefur alltaf reddast. Við fórum loksins af stað kl. 16.00. Fyrsti áfangastaður okkar var Roundwood í Wicklow Mountains fyrir sunnan Dublin. Veðrið var mjög gott og það var gaman að hjóla. Það tók dálítinn tíma að komast þessa 43 km til Roundwood vegna þess að merkingar voru ekki mjög góðar, engin götunúmer – við þurftum því að spyrjast fyrir nokkrum sinnum. Leiðin í gegnum Wicklow Mountains er mjög falleg. Við vissum það líka vegna þess að 1993 fórum við þessa leið, en þá fótgangandi. Gönguleiðin er um 130 km löng fyrir þá sem hafa áhuga. Um kvöldið gistum við síðan á tjaldstæði í Roundwood. 9. september Roundwood – Wexford - 115 km Við vöknuðum daginn eftir í góðu veðri. Eftir góðan morgunmat í sólskini lögðum við af stað um kl. 09.30 og hjóluðum í gegnum Laragh til Arklow og áfram meðfram ströndinni. Því miður liggur leiðin ekki alveg við ströndina, en þar hefði verið frábært útsýni. En það bætir það upp að umferðin er mjög lítil. Veðrið var mjög hlýtt allan daginn og gátum við hjólað í stuttum buxum og stutterma bol. Um kvöldið fundum við svo fínt tjaldstæði. 10. september Wexford – Tramore - 75 km Þegar við komum yfir brúna komum við inn í bæinn Wexford og fylgdum við síðan leiðinni R733 til Arthurstown. Héðan fer ferjan (IRL 1,50/á mann m. hjól) yfir fjörðinn
og áfram liggur leiðin um “rolling country” upp og niður. Leiðin er ekki fljótfarin – það er ekki hægt að hjóla hratt. Við komum til Tramore um kl. 15.30 en af þvi að það tjaldstæði sem að við ætluðum að gista á þennan dag var lokað þá ákváðum við að fara ekki lengra. 11. september Tramore – Carrigtohill - 107 km Í dag ætlum við að hjóla til Cork og það eru meira en 100 km svo við leggjum af stað aðeins fyrr – kl. 09.00. Veðrið er breytilegt, sól og svo skýjað. Við fylgjum ströndinni og trúum ekki okkar eigin augum. Nei það eru ekki kýr og ekki heldur kindur sem eru hér á túninu, heldur eru það strútar sem eru þar á beit og út um allt. Við héldum að svona sæi maður ekki nema í Afríku. Í Dungarvann komum við inn á leiðina N25 – umferðin er lítil hér og er sér akrein fyrir þá sem fara hægt. Öll leiðin “rolling country”, það er ekkert mál að hjóla – maður kemst áfram. Í Carrigtohill ákváðum við að gista, frekar, en að leita eftir tjaldstæði í Cork. 12. september Carrigtohill – Killarney - 110 km Náum eftir um það bil 20 km Cork og hjólum í gegnum þann bæ. Fylgjum svo leiðinni R618 meðfram læknum Lee. Þetta er mjög falleg leið og engin umferð, reyndar er gatan slæm. Fylgjum svo N22 sem er ekki mjög þægileg, engin auka akrein og slæmt malbik. Á County-landamærunum Cork-Kerry náum við hæsta punktinum í ferðinni 2291 m. Þarna var vegavinnan á fullu við að lagfæra og breikka. Núna liggur leiðin öll niður í móti, gegnum fjölbreytt landslag og að lokum komum við til Killarney þar sem við gistum. 13. september Killarney – Waterville - 92 km
Það er draumadagur og við hjólum Ring of Kerry í dag – ein af perlum Írlands. Leiðin í gegnum þjóðgarðinn liggur öll í beygjum og bugðum og er rosalega falleg. Við hjólum fram á túristarútur hér og þar, þar sem þær höfðu stoppað í vegkantinum, enda nóg að mynda. Við gerum pásu á einum fallegasta staðnum. Síðan höldum við áfram og beygjum af leið við Mollys inn á minna farna leið R568. Þarna er engin umferð og um einskonar heiðarveg að ræða. Þegar lengra er haldið komum við aftur niður að sjó. Rétt fyrir Waterville þá verðum við að fara upp í 225m. 14. september Waterville – Castlegregory - 103 km Við höldum áfram með hinn hlutann af Ring of Kerry, sem er ekki alveg eins falleg leið og leiðin í gær. Meðfram Killorglin náum við Castlemaine og hjólum á R561 til Aughils. Á þessari leið er dálítil umferð, meira en við höfðum búist við. Við höldum áfram og við tekur leiðin yfir fjöllin yfir á norðurhluta Dingle Peninsula, sem er lika ein af náttúruperlum Írlands. Þessi leið er um 25% uppímóti og hún tók þó nokkuð í stimplana. En að lokum náðum við toppnum og útsýnið var alveg rosalegt. 15. september Castlegregory – Dingle Peninsula - 65 km Förum þennan dag í dagstúr á Dingle Peninsula. Veðrið er ekkert sérstakt, en samt er engin rigning. Við hjólum yfir Condor-Pass sem liggur öll í beygjum upp og niður hinumegin. Dingle er lítið túristaþorp og nóg var af búðunum þar. 16. september Castlegregory – Kilrush - 85 km Í nótt féllu fyrstu regndroparnir, en þegar við fórum á lappir var komið sólskin og 13
1. tölublað. 8. árgangur
Kilrush þá fundum við tjaldstæðið sem var enn opið, en í bæklingnum var sagt að búið væri að loka. Við gistum því þarna næstu nótt.
heiður himinn. Í dag ætlum við til Tralee og í gegnum Listowel til Tabert. Við náum ferjunni akkúrat (IRL 2,—/á mann m. hjól). Karin var svo óheppin að týna speglinum sem hún var með á hjálminum í sjóinn enda nokkuð hvast. Þegar við komum svo til Hjólhesturinn
14
17. september Kilrush – Lahinch - 62 km Dálítill vindur þennan dag en að öðru leiti er veðrið í lagi. Við fylgjum leiðinni N69 til Kilkee – næstum því engin umferð á þessari leið. Stoppum aðeins í Spanish Point og liggjum aðeins í sólbaði við
ströndina. Lahinch er fallegur lítill bær niðri við sjóinn og það má sjá marga á seglbrettum. 18. september Lahinch – Cliffs of Moher - 35 km Karin á afmæli í dag , þess vegna ætlum við að taka lífinu með ró og hjóla bara um nágrennið. Við hjólum að hinni frægu klettaströnd sem ber nafnið Cliffs of Moher. Einnig skoðuðum við safnið á staðnum. 19. september Lahinch – Galway - 102 km Leggjum af stað í góðu veðri og hjólum í gegnum Ennistimon og Kilskenny til Lisdoonvarna. Strandleiðin R477 er draumaleið. Við fáum mjög gott útsýni til Aron Islands og líka yfir Galwaybay flóa. Þegar við komum á leiðina N18 byrjar umferðin að þyngjast svo að við förum yfir á aðra leið meðfram sjónum. Þegar við komum til Galway förum við fyrst í Docks – það var ekki á planinu en merkingar voru dálítið ógreinilegar. Að lokum finnum við með hjálp íbúa staðarins þann stað sem við viljum gista á. 20. september Galway – Dublin Förum með lestinni kl. 07.45 til Dublinar. Lestarnar hér eru mjög góðar og þægilegar. Við njótum ferðarinnar sem við mundum ekki vilja hjóla vegna þess að landslagið á þessari leið er ekkert spes og frekar tilbreytingarlaust. Við hjólum svo að farfuglaheimilinu í Dublin og gistum þar okkar síðustu nótt. Vandamálið var svo
bara að finna nógu stóran leigubíl sem gæti tekið allt okkar dót. En með því að hringja nokkrum sinnum þá hafðist það. Gekk allavega betur en í Skotlandi. 21. september Dublin – Frankfurt - Linz Förum með leigubíl út á flugvöll og fljúgum heim. Ferðin var mjög skemmtileg og vorum við mjög heppin með veður. Við fengum enga rigningu og oftast var sól og blíða.Ég mæli með því að þeir sem ætla að hjóla um Írland, leggi áherslu á vesturströndina. Það var reynsla okkar og einnig annarra að sá hluti leiðarinnar er fallegastur. Við gistum allan tímann á tjaldstæðum nema í Dublin og Galway. Tjaldstæðin á Írlandi eru góð, öll með sturtu og oftast líka með borði til að snæða sinn mat. Best er að fara ekki of seint vegna þess að tjaldstæðin loka öll uppúr miðjum september. Gistingin á tjaldstæði kostar fyrir 2 fullorðna IRL 5,— - IRL 8,— (sturta er stundum sér kostar IRL 0,50), lestin Galway-Dublin kostaði IRL 50,— fyrir 2 fullorðna með 2 hjól, farfuglaheimilin kosta á IRL 7, til IRL 9,— á mann. Ketill Kolbeinsson og Karin Burger, Austurríki, e-mail karin.kalli@netway.at
15
1. tölublað. 8. árgangur
Hvort kemur á undan hænan eða eggið? Mér dettur þessi samlíking oft í hug þegar maður spyr hjólreiðafólk hvers vegna það noti ekki hjólið meira. Þá er svarið iðulega “Ég legg ekki í að hjóla í umferðinni og mér finnst ég vera í stórhættu á hjólinu”. Svo ef maður spyr ráðamenn hvers vegna ekki séu gerðir betri hjólastígar, er svarið “Það hjóla svo fáir að við erum ekkert að byggja upp svoleiðis kerfi fyrir fámennan hóp sérvitringa.” Nú er verið að tala um umhverfisvænni farkosti og var haldin ráðstefna um þau málefni í Ráðhúsinu 20. nóv. s.l. þar sem sagt var frá samþykkt borgarstjórnar um að 30% bílaflota borgarinnar verði eftir 2 –3 ár knúin vistvænni orku en ekkert var talað um vistvænasta kostinn; reiðhjólið. Núna eru seld um 14.000 reiðhjól á ári, sem er gífurlegur fjöldi, en alltof fáir treysta sér til að nota hjólið sem samgöngutæki vegna aðstöðuleysisins. Væri ekki nær að styrkja fólk í að hreyfa sig og hjóla í vinnuna og að yfirvöld eyddu meiri peningum í að bæta aðstöðuna heldur en að bæta við fleiri bílastæðum? Veit ég nú að einhverjum finnst þetta vera vanþakklæti, þar sem við höfum fengið þessa fínu útivistarstíga um alla borg en margt af því fólki sem notar stígana finnst að hjólafólkið eigi ekkert heima með gangandi vegfarendum. Það fólk sem notar stígana er fólk á öllum aldri í göngutúrum, blindir, fatlaðir, skokkarar, fjölskyldur að hjóla saman, fólk að viðra hundana, hjólreiðafólk í daglegum erindagjörðum og svo margir fleiri. Við sem hjólum erum gestir á stígunum og ef við förum út á götu erum við fyrir blessuðum bílunum, sem sagt allstaðar fyrir. Höfum við hjólreiðafólk verið að benda á þá möguleika að þegar aðalgötur eru skipulagðar, t.d ný Miklabraut og Sundabraut, verði gert ráð fyrir sérstökum hjólastíg þar sem hægt er að koma því við. Annars hjólarein þar sem þrengra er, allavega plássi fyrir okkur hjólafólk þar sem við höfum Hjólhesturinn
16
okkar rétt og erum ekki fyrir öllum. Til að byrja með er ég að tala um þessar aðalgötur sem við virðumst þurfa að fara um, eins og fleiri. Við getum svo verið á götum og stígum þess á milli. Nú veit ég að margir ráðamenn bera því við að reynt sé að hafa ekki hjólandi umferð alveg í bílaumferðinni (sem er auðvitað draumakostur) en þá erum við farin að tala um sérstaka hjólastíga sem alls ekki eru til nokkrir peningar í. Milli nágrannasveitafélaganna og úti á landsbyggðinni er auðveldlega hægt að koma fyrir hjólastígum í skemmtilegu umhverfi fjarri umferð, svo fjölskyldan geti skroppið hjólandi í sunnudagskaffi hættulaust. Á meðan ekki eru gerðir sérstakir hjólastígar meðfram þjóðvegunum væri mikil bót í að fá smá malbiksrönd eða sléttan kant meðfram vegunum út á landi svo ekki sé nú minnist á Reykjanesbrautina þar sem fólk er oft í stórhættu og hefur það hent að hjólafólk komi hingað erlendis frá með flugi og fari aftur með næstu vél heim stórslasað eftir óhapp á þessaði fjölförnu tengihraðbraut við höfuðborgarsvæðið. Það er ekki svo mikill aukakostnaður í svona rönd til að byrja með ef þetta er haft í huga strax í upphafi eða við endurnýjun. En best væri að þurfa ekki að vera nærri bílaumferðinni því oft er alveg nóg að þurfa að halda jafnvægi út af roki þó að ekki bætist við bílar á fleygiferð og á þetta ekki síst við um umferð stórra bíla þar sem maður sogast með og hendist til þegar þeir fara framúr manni á hjóli. Vil ég benda á að meðan ekki eru til peningar fyrir sérstökum hjólastígum sættum við okkur alveg við hjólarein sem er rudd á vetrum eins og göturnar og við höfum okkar rétt á. Veit ég vel að Róm var ekki byggð á einum degi, en við viljum aðeins minna á okkur hjólreiðafólk og viljum hvetja til aðgerða til að fólk geti valið hjólið sem raunhæfan kost í samgöngumálum hérlendis Alda Jóns
SNUÐAÐ OG Til sölu Svart 18" Cannondale CAD3 fjallahjól mjög lítið notað og í toppstandi. Allur búnaður er XT og gjarðirnar eru Mavic 121 Ceramic. Verð tilboð. Nánari upplýsingar gefur Trausti í síma 862-3757. Trausti Magnússon. Til sölu Mavic 517 gjörð 36 gata á 2.900kr og Mavik C3 36 gata á 3.000kr Upplýsingar gefur Alda Jóns síma 568 3436 / 861 3436 / aldpet@centrum.is Kanadískur gæðingur Til sölu vel með farið handsmíðað reiðhjól frá Kanada árgerð 1998 af gerðinni Devinci 17,5 tomma. Grindin er úr Easton 6061 T6 áli. Keðju og sætisgaffall eru “S” formuð fyrir betra dekkjabil og betri bremsueiginleika. Allar frekari upplýsingar um grindina má finna á heimsasíðu fyrirtækisins http://www.devinci.com/framemenu.htm. Hjólið er fullbúið XTR 1998 búnaði, sveifar, gírskiptar, nöf og bremsur. Gaffallinn er Rock Shox SL 80mm. Stýrisstoð, sætisstoð og stýri eru af gerðinni Kore d´lite. Hnakkurinn er af gerðinni Wilderness Traile Bikes SST títaníum. Stýrislega Ahead Diatec, stýrishorn af gerðinni Onza, L beygð og gjarðir Syncros Altrax 32 gata með DT 1,8/1,6 teinum. Ef þig vantar gæða hjól á góðu verði skaltu ekki láta þér happ úr hendi sleppa. Það á enginn annar svona hjól hér á landi. Allar frekari upplýsingar í síma 552 5706 Eve eða Magnús. mberg@islandia.is
SKIPT Vagninn hefur alla tíð verið búinn aurhlíf fyrir liðlegu svo legan er óslitin. Þetta er vagn sem gæti í flestum tilvikum leyst heimilisbílinn af hólmi. Kostar nýr 35.000,- selst á 20.000,- Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu BOB http:// www.bobtrailers.com/. Dóma um vagninn má finna http:// www.mtbr.com/reviews/Extras/bob_trailer.html og á heimasíðu klúbbsins http://www.mmedia.is/ ~ifhk/tengiv.htm Vagninn er svo seldur í síma 552 5706 Magnús B. mberg@islandia.is EINSTAKURGRIPUR! Nú er hægt að láta drauminn rætast. Til sölu sem nýtt AMP B-5 með 5" afturfjöðrun Carbon F4BLT dempar 3,2" fjöðrun. Heimasíða http:// amp-research.com/navigate.html . Chris King nöf og stýrislega. Mavic 217 ceramic gjarðir, XTR gírar og V-bremsur, Sweet wings sveifar. Litespeed títaníum stýrisstoð, Syncros títaníum sætisstoð, Kore Elite hraðtengi, Titec 118 títaníum stýri, Titec magnesíum stýrishorn, Sella Italia Flite hnakkur, Specialized kevlar dekk með AirB slöngum, Shimano M-747 pedalar, King Ti, Gorilla - allt það besta valið - uppgefin þyngd 9,77 kg. Verð tilboð. Þeir sem eru að leita að góðu demparahjóli ættu ekki að láta þetta tilboð frá sér fara. Þetta er lífstíðareign burtséð frá allri þróun reiðhjóla. Uppl. hjá Jóni í síma 565-4328 jone@islandia.is. Myndir af aukabúnaði með upplýsingum er hægt að fá sent með tölvuósti.
Nú er tækifærið Til sölu er BOB YAK tengivagn, svartur að lit með tösku. Besti farangursvagn sem framleiddur hefur verið fyrir reiðhjól. Hentar hann einstaklega vel fyrir þá sem geta ekki notað bögglabera.
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar styrkti útgáfuna 17
1. tölublað. 8. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Spurt og svarað Viðhald á dempara Mig vantar leiðbeiningar um hvernig ég get tekið Headshok DD60 (P-Bone D) í sundur. Ég á nauðsynleg verkfæri til að ná dempara og gormi úr og hef gert það með ágætum árangri og ég get líka tekið gaffalinn af stellinu, ef á þarf að halda. Ég er sem sagt búinn að taka allt innan úr gafflinum og losa gúmmíhulsuna að ofan en hvað geri ég meira til að ná keflalegunum og meðfylgjandi skinnum úr til hreinsunar? Í framhaldi af því: Hvernig feiti telur þú best að nota á þetta? Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þótt þetta sé dálítið mál, ég er ýmsu vanur. Konráð
vel með léttri koppafeiti. Þegar þú skrúfar demparann aftur saman skaltu smyrja skrúfgangana með koppafeiti eða “koparslikk” (Cannondale vill hinsvegar að notað sé LockTite 222 á neðri skrúfganginn). Ef þú hefur losað botntappann undir gaffalkrónunni, þá skalt þú vera viss um að splitthringurinn sem heldur tappanum sitji rétt þegar þú setur hann aftur á sinn stað (Cannondale vill að skipt sé um splitthringinn, í hvert skipti sem hann er tekinn úr gafflinum). Á heimasíðu Cannondale getur þú fengið nytsamar upplýsingar um viðhald á öllum gerðum Headshok gaffla. Netfangið er: www.cannondale.com
Svar: Ekki losa um keflalegurnar. Þú þarft sérstakt skapalón til að setja saman gaffalinn svo vel fari. Þetta skapalón fæst ekki á almennum markaði því Cannondale ætlast til þess að gaffallinn verði sendur til fyrirtækisins ef keflalegurnar eyðileggjast. Ég ætla ekki að segja þér hvernig á að losa um leguna. Það er því miður allt of einfalt miðað við þau vandræði sem það skapar. Til að smyrja keflalegurnar ætlast Cannondale til, að þú losir gaffalinn frá stellinu og smyrjir með nokkrum dropum af gírolíu í lítil göt sem eru á stýrisleggnum. Við búum við ansi blautar aðstæður og það vill oft fara illa með legurnar ef þær þorna eða blotna. Sú aðferð sem ég hef notað er, að losa “innmatinn” úr gafflinum og sprauta gírolíu niður með öllum fjórum legunum. Á sama tíma strokka ég gaffalinn upp og niður. Þannig skolar maður burt skít og ryð úr keflalegunum. Síðan skalt þú þrífa olíuna sem rennur undan drullusokknum en nauðsynlegt er að hann sé óslitinn. Gorm og púða skaltu maka
Biluð pedalasveif Ég er „stoltur“ eigandi Mongoose Sycamore hjóls, sem hefur átt við krónískan sjúkdóm að etja í nokkurn tíma. Vinstri pedalasveifin losnar með reglulegu millibili frá öxli sínum og hef ég þurft að fara þrisvar sinnum til GÁP og láta festa hana. Í síðasta skiptið sem ég fór sögðu þeir, að þetta gengi ekki lengur og í næsta skipti yrði ég að láta skipta um pedalasveif og öxulinn, því festingin væri orðin það léleg. Nú um áramótin losnaði svo “draslið” einu sinni enn og ég stend því frammi fyrir því að láta gera almennilega við hjólið. Mér var hins vegar bent á það af vini mínum, að komið hefði upp framleiðslugalli í pedalasveifinni í ákveðinni árgerð af Mongoose hjólum og ætla ég að athuga hvort þú kannaðist eitthvað við það og gætir gefið mér upplýsingar þar að lútandi. Friðþjófur
Hjólhesturinn
18
Svar :
Það er erfitt að benda á einhverja eina ástæðu þess, að sveifin er alltaf að losna. Til þess þarf ég að sjá sveifina á hjólinu. Oftast nær er ástæðan sú, að sveifin hefur losnað einhvern tíma í byrjun og það hefur verið hjólað með lausa sveif um tíma. Þar sem sveifaröxullinn er „kónískur“, er mjög auðvelt að eyðileggja öxulgatið á sveifinni sem er úr tiltölulega mjúku áli. Það er svo oftast nær hundaheppni ef það tekst að bjarga sveifinni með því einu að herða á henni. Það endar oftast nær með því að sveifin er „hert í botn“. Ekki er þörf á að skipta um sveifaröxul í svona tilfellum nema að hann sé af gamalli gerð, legurnar ónýtar eða þú fáir nýja sveif með annan „Q stuðul“ og þurfir því aðra öxullengd. Stálið í sveifaröxlinum er það hart, að það hefur engin áhrif þó hnoðast sé með ónýtri sveif á honum. Þú ættir að líta við á klúbbfund og taka hjólið með ef þú getur og leyfa þeim, sem vit hafa á, að meta ástandið. Það getur alveg eins borgað sig að endurnýja þennan búnað ef hann er slitinn af eðlilegum ástæðum. Ef þú ætlar að fara ódýrustu leiðina og skipta aðeins út vinstri sveifinni, þá skalt þú fullvissa þig um, að fá sveif að sömu lengd og fyrir var.
Gölluðu Shimano sveifarnar, sem þú ert að tala um, brotnuðu en losnuðu ekki. Hafir þú hinsvegar sveifar sem heita FC-CT90, FC-M290 eða FC-MC12 á GÁP að útvega þér að kostnaðarlausu sambærilegar sveifar. Þessar upplýsingar eru að innanverðu á sveifunum. Frekari upplýsingar má finna á www.shimano.com/cycling/default.html og www.mtbr.com/hotnews/hotnews_recalls.html. Sendið fyrirspurnir um vandamál ykkar varðandi hjólið, og hjólreiðar almennt, til mberg@islandia.is. Þessum fyrirspurnum verður svo svarað um hæl, eftir bestu getu og vitund, og kannski birt í næsta tölublaði Hjólhestsins eða á heimasíðunni. Kveðja, Mberg
Eftirfarandi verslanir veita meðlimum Íslenska Fjallahjólaklúbbsins afslætti gegn framvísun félagsskírteinisins: Stgr. Fálkinn, Suðurlandsbraut 8: af reiðhjólavarahlutum (ekki hjólum) 20% G.Á.P., Faxafen 7: af reiðhjólum og -hlutum nema Cannondale 15% Örninn, Skeifunni 11: af reiðhjólahlutum (af reiðhjólum 10%) 15% Hvellur, Smiðjuveg 4c, Kópavog: af reiðhjólum og -hlutum 10% Markið, Ármúla 40: af öllu 10% Skátabúðin, Snorrabraut 60: af öllu. 10% Frísport, (Nike búðin) Laugarvegi 6. 15% Everest, Skeifunni 10% Hljómalind, Laugavegi 39 10% Ljósmyndavörur, Skipholt 31: af vöru og framköllun, (Fuji filmur 15%) 10% Sportver, Dalsbraut 1, Akureyri 10% Týndi Hlekkurinn, Hafnarstræti 16: af öllu 10% Hjólið, Eiðistorgi: af vörum 5%, af þjónustu 10%, 5-10% Gullmótun, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði 15% Skyggna myndverk, Laugarveg 178: af öllu 7% 19
Kort 10% 15% 5% 5% 5% 10% 5% 10% 10% 7% 15% 7%
1. tölublað. 8. árgangur
STIGIÐ
SVEIF Nesjavellir
Frá því að ég var 5 ára, og vinkona mín hafði ýtt mér í 1000 skipti af stað út í óvissuna, niður stutta brekku á hjálpardekkjalausu tvíhjóli og ég fann langþráð jafnvægið, hef ég elskað að hjóla og, að undanskildum fyrstu árunum eftir bílpróf, gert mikið af því. Líklega eru 4-5 ár síðan ég sá ÍFHK getið í einhverjum fjölmiðlinum og ég minnist þess að fá einhvern ílöngunarfiðring í magann, sem ég afgreiddi hins vegar fljótlega þegar sambýlismaðurinn minn keypti sér um svipað leyti fjallahjól. Á því hjóli var eins og ég væri sífellt að steypast fram yfir mig og til að beygja þurfti ég að teygja “ytri” handlegginn töluvert lengra en hann náði. Ekki gætti ég þess að hjólið væri mér líklega ekki alveg passandi þar sem eigandinn var 190 cm en ég 166 cm, og reynslan því ekki dæmigerð fyrir hjólreiðar á fjallahjóli. Fyrir 3 árum flutti ég úr miðbænum og í Breiðholtið og fóru þá hjólaleiðir mínar um borgina að lengjast og ég að kynnast þeirri ánægju sem fylgir að hjóla meira en 15 mín í senn og endurnýjuð löngun til að skoða möguleika þessa farskjóta til ferðalaga, fór að láta á sér kræla. Enn var ÍFHK einhversstaðar bakatil í huga mér og þegar ég á næturlífinu einhverju sinni kynntist manni einum sem leit út eins og vera frá öðrum hnetti, hlaðinn smáhlutum og klæðnaði sem ég hafði aldrei heyrt nefndan né séð, með reiðhjól undir arminum, innti ég hann óðara um það fyrirbæri og tengsl þess við kvenfólk. Lét hann vel af, sagði mér nokkra karlrembubrandara, hló stórkarlalega og ákvað ég enn og aftur að fjallahjólreiðar hentuðu víst illa viðkvæmri og tækjafávísri kvenlundinni. Hjólaástríðan fór þó vaxandi og eyddi ég Hjólhesturinn
20
sumrinu ’97 í að rella í misáhugasömum vinkonum að koma nú hjólandi upp í Heiðmörk, á Þingvelli eða bara í bæinn. Þessi viðleitni bar lítinn árangur annan en pirring vinkvennanna, og smám saman sannfærðist ég um að ÍFHK yrði ég að gefa séns. Frétti svo til allrar hamingju af kvennafundi hjá klúbbnum sl. vor og dreif mig. Voru þar samankomnar nokkrar hressar kynsystur mínar, allsendis ógeimverulegar í útliti og ísinn auðveldlega brotinn. Síðar hef ég svo lagt leið mína af og til á almenna klúbbfundi á fimmtudögum, og fengið þar hellings fræðslu, hjálpsemi og ánægju. Stefnan var strax sett á fyrstu klúbbferð vorsins, Nesjavallaferðina. Ég kveið satt að segja töluvert fyrir, hætti m.a. að reykja mánuði fyrir ferðina til að minnka líkurnar á að heimferðin yrði í sjúkrabíl. Nú eins og yfirleitt er reyndist óttinn vita ástæðulaus og fer hér á eftir ferðasagan mín. Nesjavallaferð 20. maí 1998 Þessi jómfrúarferð mín á reiðhjóli kallaði ekki á mikla velvild veðurguðanna og um hádegi var komið skýfall, en brottför var áætluð kl. 2 eh. frá Árbæjarsafni. Ég lét samt ekki bilbug á mér finna, enda búin að grobba mig töluvert fyrirfram af þessari ferð. Síðasta verkið mitt var að kjósa og þar sem töluverð biðröð var í Fellaskóla var ég orðin heldur sein. Stytti mér leið niður í Elliðárdalinn og datt í drullunni á stígnum, enda óvön að hafa töskur á hjólinu. Frábær byrjun. Ég átti von á að sjá örfáar hræður við safnið og jafnvel að hætt yrði við vegna veðurs, en enga uppgjöf var að sjá á mannskapnum og vel mætt. Við hjóluðum síðan í lögreglufylgd út fyrir bæinn og ég var
hin kátasta með mig og það að hjóla í svona stórum hóp. Fannst ég svo sannarlega vera að vinna þrekvirki þá þegar. Alla leiðina hellirigndi, og ég varð rennblaut nánast strax. Hins vegar var hlýtt og vindur í bakið, þannig að ferðin sóttist vel og mér reyndist ekkert erfitt að halda í við hina. Landslagið var heldur óspennandi framanaf og ekki til neins að stoppa. Það gerði hópurinn þó rétt áður en lagt var í Hengilinn og rifin í sig, í rokinu og rigningunni, einhver orka. Helsta áhyggjuefni mitt varðandi þessar brekkur var að ég þyrfti að horfa á eftir öllum hinum hjóla upp án þess að blása úr nös, en ég með aukakílóin mín og langreyktu lungun í bleikum regnstakk myndi ein draga hjólið á leiðarenda í sárri niðurlægingu. Þegar svo fór ekki var útséð að, hvað sem síðan bæri við leiðinlegt, yrði þessi ferð böðuð ljóma í minni minningu. Niðurleiðin var að sjálfsögðu frábær, sérstaklega þar sem ský dró frá sólu og fötin nánast þornuðu í hlýindunum og útsýnið niður af Henglinun frábært. Þarna hef ég að líkindum fengið smjörþefinn af einu af því sem gerir hjólaferðalög svo yndisleg. Þessari sælutilfinningu sem hellist yfir mann þegar lýkur því, sem virtist vera óendanlegur barningur upp brekkur í rigningu og/eða mótvindi og maður líður allt í einu áfram á endorfínskýi. Ég hafði aldrei komið á Nesjavelli áður, en varð eiginlega ekkert kát
þegar ég uppgvötaði að við vorum bara komin á leiðarenda um leið og Henglinum lauk og fannst ég geta hjólað á heimsenda. Eftir að hafa grillað og hesthúsað helling af mat og komið mér fyrir í fínu herbergi, setti ég persónulegt met (2-3 klst) í legum í heitum potti þar sem brandarar flugu og ég gerðist nafnkunnug slatta af fólki. Síðar tók við enn meira át yfir kosningasjónvarpinu sem var reyndar óspennandi en félagsskapurinn bætti það upp. Daginn eftir var lagt af stað undir hádegi og reyndist heimferðin mér öllu erfiðari. Bæði var nú að byrja á að þrælast upp Hengilinn í upphafi ferðar en einnig virtist hnakkurinn minn á einni nóttu hafa breyst í ópússaðan steypuklump, einungis þægilegur í svo framhallandi stöðu að við lá að ég læki fram af. Ég var með gelpúða á hnakknum, en eftir þessa reynslu og meiri síðar mæli ég ekki með slíku hægindi. Þegar við bættist mótvindur og innra ergelsi var heimferðin átak, sem þó hvarf að fullu í skuggann af gífurlegu stolti hinnar fyrrverandi sófakonu yfir framtakinu, og því var sunnudagskvöldinu eitt í ferðadagdraumum með Íslandskortinu. Bára Bryndís Sigmarsdóttir. Bára Bryndís í Jökulheimaferðinni sem sagt er frá annarsstaðar í blaðinu ©PG
21
1. tölublað. 8. árgangur
SMURNING
DAGSINS
Sex reglur hjólreiðamanna Þennan furðulega fyrirlestur fann ég af hreinni tilviljun, er ég var að taka til á baðstofuloftinu heima hjá mér síðastliðið haust. Orðalag og stafsetning virðist nokkuð á reiki og má ætla að fleiri en einn hafi komið að þessu verkefni. Annað sem sannar þá kenningu er að reglur þessar eru ritaðar á allar gerðir af ritpappír, sem og tilfallandi umbúðapappa og skinnpjötlur. Reglurnar eru í allt 38 talsins en ég læt nægja að birta hér einungis 6 þeirra. Jón Örn. “Nú þegar loxins er komið fram á Góuna, er mál til komið að rifja upp nokkur holl húsráð varðandi hjólreiðar að vetrarlagi. Þessi húsráð gagnast fleztum og eiga það sameiginleg að hafa verið prófuð af færustu sjerfræðingum, hver á sínu sviði. Nú telja efalaust margir að ráða c ekki þörf, hvursu góð sem þau kunna nú að vera, og öngvir erlendir fræðimenn geti sagt okkur víkíngonum firir verkum. Við firstu sín gætu húsráð þessi virzt nokkuð einfeldningsleg og einsog dregin uppúr fjóshaug, en trúið mjer, það hefur sínt sig að aldreigi er of varlega farið, þegar út í umferðina er komið. Einnig hafa margar rannsóknir við virtar stofnanir hjerlendis og útí hinum stóra heimi sínt, að með aukinni umferð einkabílsins og koltvísíringseitrunar í loftinu verður æ erfiðara Hjólhesturinn
22
að einbeita sjer að jafnvel einföldustu aðgerðum. Hafið þið til dæmis reint að hoppa á einni löpp í hringi út á miðri Miklubraut, klappa ykkur á kollinum með annari hendinni og strjúka ykkur rangsælis á kviðnum með hinni á sama tíma, blístrandi “Gínn gann gúlí gúlí”. Þeir sem þetta reindu, lentu fljótlega í ólísanlegum erfiðleikum með einbeitinguna, auk annara hluta sem ekki verður farið út í hjer. Blessuð sje minning tilraunardír...eee... mannanna. Þannig að þið sjáið að nærgjætni og firirhiggja, jafnvel í smæstu atriðum er nauðsinleg. En hjer á eptir koma sumc nokkur góð ráð og reglur sem ætti að koma öllum góðum gumum að gagni. Fjelagsins meyjar mættu einnigin taka nokkurt mark á fræðum þessum, og útbreiða meðal kinsistra sinna, ef það irði til að fjölga í stjett þeirri innan hins Íslenska Fjallahjólaklúbbs.”
Hinar löngu týndu og gleymdu en þó nýfundnu reglur hjólreiðamannsins. 1: Áður en lagt er af stað í styttri sem lengri ferðir er nauðsynlegt að skipuleggja
ferðina frá grunni. T.d. er lífsnauðsynlegt að ákveða strax í upphafi hvort eigi að byrja á að draga INN andann eða blása ÚT. Byrjið ávallt á því að draga andann INN, svo ÚT,svo inn, svo út, svo inn, svo út, svo inn...(endurtakist eftir þörfum). Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að hjólreiðamaðurinn geti einbeitt sér að sjálfri ferðinni og hvert hann á að stefna. Ef þessi taktur á andardrættinum gleymist, er lífsnauðsynlegt að stöðva hjólið strax og byrja upp á nýtt. Ef þetta gleymist er hætta á að súrefnisskortur til heilans verði þess valdandi að við missum alla stjórn á hjólinu og við förum að haga okkur eins og bílstjórar í umferðinni. Langvarandi súrefnisskortur leiðir til svokallaðs heiladauða. Það þýðir að baunin sem við höfum milli eyrna okkar (hjá sumum virðist heilastarfsemin að vísu vera mest neðan beltis) hættir alveg að virka. Eftir það verður ómögulegt að hafa stjórn á hreyfingum sínum og hugsunum þannig að allar hjólreiðar og aðrar krefjandi aðgerðir eru út úr myndinni. En örvæntið ekki, því ykkar mun þá bíða stjórnunarstaða innan SUS. Þaðan liggur svo bein leið í eitthvert af þeim störfum innan borgarinnar eða ríkisins sem kemur landinu endanlega á hausinn. Þessu fylgir ekki bara leiðinlegar langtímalegur í leðurstólum, heldur líka endalausar kokteildrykkjur og snittuát.
snúa beint fram með nefið í u.þ.b. 45% uppávið. Hægri skálm flauelsbuxnanna skal stungið niðrí sokk og hatturinn rekinn niður að augum. Góða ferð. Fyrir alla hina besservisserana í klúbbnum: Passið ykkur á hjólreiðafólki sem skjögra um í flauelsbuxum, bísperrt og með hattana niðurfyrir augun. Þau taka ekki eftir neinu og eru vís til að fara í veg fyrir ykkur við framúrakstur. Góða ferð. Það skal tekið fram vegna fjölda fyrirspurna að “söðulsetan” er möguleg fyrir dömur með fornaldarlegt hugarfar, (svokallaðar “fyrri tíðar spenningur”). Á það skal þó bent að ekki er eins mikil reisn yfir þessari stellingu á reiðhjóli og á hrossi, sérstaklega ef ætlunin er að stíga sveifarnar af miklum móð. Hinsvegar hafa verið hönnuð sérstök hjól með þessu sniði og er áhugasömum bent á myndbandasafn klúbbsins sér til glöggvunar. 3: “Fætur á fótstigum og hendur á handföngum” er gamalt og gott máltæki sem vert er að gefa gaum að og taka mark á. Með þessu móti er náð betri stjórnun á hjólinu auk þess sem betra er að komast áfram, ef reglunni er fylgt fast eftir. Að auki má geta þess að flestar gerðir reiðhjóla eru hannaðar með þessa stöðu í huga. Þegar hjólað er, skal stíga niður fótum til skiptis, t.d. byrja á hægri fæti, svo vinstri o.s.frv.
2: Snúið ætíð fram á hjólinu. Þetta eykur öryggi hjólreiðamanna og kemur í veg fyrir að við verðum litnir hornauga af öðrum vegfarendum. Bezt þykir að nota hnakkinn, en einnig má sitja á afturberanum, sem verður þó að teljast óþægilegri kostur. Að sitja á yfirstöng (topptúpu) hjólsins er bæði óþægilegt og að sama skapi afskaplega bjánaleg stelling. Hér kemur ráð til hins almenna hjólara og sunnudagsrúntara: Best er ef setið er í hnakknum, hnarrreistur með beint bak og þaninn brjóstkassa. Andlit skal 23
1. tölublað. 8. árgangur
Þessu er haldið áfram nokkuð taktvisst, eða þar til ákveðið er að stöðva, þá er tekið í handbremsur hjólsins, (sjá leiðbeiningar sem fylgja flestum hjólum) og um leið er hætt að stíga. Við þessa aðgerð hægist á ferðinni og að lokum stöðvast hjólið algerlega. Forðast skal að nota utanaðkomandi hluti til að stöðva sig, til að mynda aðra vegfarendur. Þegar stöðvunarferlinu er lokið, er nauðsynlegt að muna eftir að stíga niður með öðrum hvorum fætinum, til að halda jafnvægi. Það eru að vísu til undantekningar frá þessari reglu og er afar fróðlegt að fylgjast með aðförum þeirra sem stunda allar tilraunir í þá áttina. Aðeins á færi reyndustu manna. Sama máli gegnir um stýri hjólsins. Halda skal um sinnhvorn endann með báðum höndum og svo fer það eftir því hvert á að fara hvort stýrinu er beint til hægri eða vinstri. Á stýrinu má einnig finna flest þau stjórntæki sem þarf til að gera ferðina sem þægilegasta. Gírskiptar, bjöllur og bremsuhöldur er þar að finna, auk ýmiskonar aukabúnaðar, sem ekki verður útlistaður hér. 4: Hjólið ávallt með augun opin. Þetta verður til þess að þið sjáið betur, í björtu sem myrkri, einnig sem þið verðið frekar vör við umferðina í kringum ykkur. Því eins og máltækið segir; betur sjá augu en eyru. Hjólreiðar eru enginn vettvangur til dagdrauma, nema þeir séu um önnur hjól. Ef þið lygnið aftur augunum á örlagastundu í umferðinni, gæti farið svo að þið opnið þau ekki aftur fyrr en Gullna hliðinu er skellt í andlitið á ykkur og hörpunni er hent. Ef erfitt reynist að halda augum opnum vegna mótvinds, ofankomu, hræðslu ellegar drykkju, getur reynst gott að reyða sig á “co rider”, persónu sem situr á bögglabera, þverstöng eða hleypur með (t.d.eiginkonu/ eiginmann). Hún getur þá vísað veginn heim í heiðardalinn, meðan þú lygnir aftur augunum og lætur þig dreyma, (t.d. um viðhaldið). “Maður hjólar þetta bara blindandi, og ég fer þessar leiðir Hjólhesturinn
24
bara eftir minni”, er uppspuni hinn mesti og sagður af vondum mönnum með slæmt innræti og til þess ætlaður að slasa fólk. Stöðugar breytingar á stígakerfi borgarinnar (að vísu tekur hver smábreyting mörg ár í framkvæmd) og sú vissa að einhverjir aðrir gætu verið á ferli kemur alfarið í veg fyrir allar tilraunir í þá áttina. Í mörgum tilfellum geta “hjólagleraugu” komið að góðum notum. Þarna á ég við hver þau hlífðar gleraugu sem til eru og gera gagn; sólgleraugu, skíðagleraugu, jafnvel Squass hlífðargleraugu koma að góðum notum. 5: Hafið ávallt hugann við hjólreiðarnar (Að vísu er það óþarfi ef “co-rider” er með í för. Sjá reglu nr..4). Þetta þýðir að ekki er nóg að leggja af stað, halda jafnvægi og stara fram veginn, heldur verðið þið að hafa hugann (heilann) nokkrum metrum framan við ykkur og hjólið. þá hafið þið tíma til að skipuleggja ferðina sjálfa og forðast allar óvæntar uppákomur. Varast skal að taka þetta of bókstaflega. Hér er verið að tala í myndmáli. Undir engum kringumstæðum skuluð þið fjarlægja heilann úr stæði sínu og hafa hann á stöng fyrir framan ykkur. Þetta er bæði sóðalegt, slæmt fyrir viðkvæmt líffæri og alls ekki til fyrirmyndar. Í þessu tilfelli má nota n.k.agn í staðinn sem þið eltið. Gulrótin hefur verið vinsæl í gegnum aldirnar, (þó ekki alltaf sú sama), sem og eitthvert sælgæti eða sykurmoli. Það má setja nánast hvað sem er í spotta á stöng fyrir framan sig
og elta það svo út um allan bæ og sveitir. Þarna verðum við samt að passa okkur. Ekki megum við vera of upptekin af agninu sem slíku, heldur einungis hafa það sem...agn. Hafa skal augun hjá okkur, helst á sínum stað í höfðinu, og fylgjast vel með umhverfinu. 6: Þá erum við komin að síðustu, en að margra mati mikilvægustu reglunni, nefnilega fóðurgjöfinni. “Matur er mannsins megin” segir máltækið, og á það ekki síst við um matargöt sem hjólreiðamenn eru víst upp til hópa. Alltaf skal vanda til matar, sérstaklega þegar hugað er til langferða. Ekki er nóg að týna til gamlan þurrmat og útrunnin bjúgu, krukku af hnetusmjöri og loðið brauð þegar ein mínúta er í brottför. Þesskonar kostur hefur lagt margan manninn í gröfina, og einungis á færi stökkbreyttra hjólafíkla með Zink maga og Teflon görn að melta annað eins. Nei lömbin mín, það sem þarf er sérvalið hágæða fóður og nýmeti með úrvali af orkuríku stöffi frá viðurkenndum aðilum. Blue band, Mountain house og annar þesskonar frostþurrkaður matur þarf að vera nýr af nálinni, til að bragð og næringarefni haldi sér. Bjúgun mega ekki vera komin yfir síðasta söludag, og best væri ef svona ca. vika væri í hann. Hnetusmjör er ekki nauðsynlegt, þó að umbúðirnar séu það (sbr. Peter Pan). En það er mikil fita í því og það geymist vel (krukkan líka). Lifrarkæfa kemur einnig að sama gagni (geymd í Peter Pan krukku) eða annað fitumikið viðbit. Loðið brauð er nónó nema til að sótthreinsa sár og til að gefa Magga Bergs. (hann tekur líka við Peter Pan dósum og útrunnum kjötvörum). Fitu- og kolvetnaríkur matur, fullur af trefjum og steinefnum er nauðsynlegur fyrir alla þá sem ætla að komast áfram að vetri til. Gleymið öllu því sem heitir “heilsufæði”, eða “diet” hitt og þetta, svo ekki sé talað um grænmetisrétti. Þesskonar glundur er fyrir klaufdýr með fjóra maga, eða fólk með ofnæmi fyrir útiveru, hreyfingu og kransæðum. Ég segi enn og aftur “lifðu hratt og deyðu ungur” og “njóttu þess að lifa lífinu lifandi, allt þar
til þú dettur útaf dauður”. Og fyrst við erum farin að slá um okkur með heimalagaðri vizku, má alltaf halda svolítið áfram. “Af misjöfnu þrífast börnin bezt” segir gamalt og gott máltæki, sem læra skal og virða. Löðrandi fita og spriklandi skepnur er það sem koma skal. Skepnurnar hafa hvort eð er þegar étið grænfóðrið í lifanda lífi, þannig að maður fær þær nokkurn veginn með grænmetisfyllingu. Beljubúðingur, öðru nafni Broddur, er bráðholl afurð undan nýkrýndum beljumæðrum og ættu hjólreiðamenn sem eiga leið um landsbyggðina að nota hvert það tækifæri sem gefst til að nauða þvílíkan kost út úr bændum, en vera þó tilbúnir að borga með vinnu eða öðrum viðurkenndum gjaldmiðli. Annað er það sem hjólreiðamenn ættu að athuga gaumgæfilega á ferðum sínum um landið, nefnilega hlaðborðin. Þau er að finna á mörgum hótelum og öðrum gististöðum um land allt og þykja hinn bezti kostur sem völ er á fyrir svangan ferðalang. Þau eru ódýr og seðjandi ef rétt er á spöðum haldið. Megin uppistaðan í góðu hlaðborði felst í helming á móti helming af kremkökum annarsvegar og majónesbrauðtertum hinsvegar. Þarna er hægt að sitja daglangt og raða í sig, þar til annaðhvort gefur sig, maginn eða matráðskonan. Vona ég að þessar leiðbeiningar um daglega hegðun góðs hjólreiðamanns verði til þess að hann bæti líf sitt og annara og mæti nýjum degi með bros á vör. Lifið heil. Dr.Ph.Cyc. J.Ö.Ber.
25
1. tölublað. 8. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Veðurblíða í Veiðivötnum. -ÍFHK brunar um óbyggðirÞað hefur orðið að venju innan klúbbsins að fara n.k. fjölskylduferðir. Ferðir sem eru léttari yfirferðar en aðrar og henta þannig vel bæði byrjendum og fjölskyldufólki. Ein þannig ferð var farin upp í Veiðivötn dagana 21.-23. ágúst og er óhætt að segja að hún hafi heppnast að öllu leiti vel, nema hvað undir lok ferðarinnar gerðist smá óhapp, sem sagt verður frá síðarmeir. Að venju var lagt af stað á föstudagskvöldi um kl.21:30. Spáin lofaði góðu og á daginn kom að hún stóðst með miklum ágætum; rjómablíða, heiðríkja og hiti. Reyndar lá leiðin ekki í Veiðivötn, svona fyrsta kastið, heldur í skálann í Jökulheimum. Þangað var komið seint um nótt, enda vegurinn með eindæmum leiðinlegur á kafla, auk þess sem myrkrið og ljósleysið tafði nokkuð fyrir. Ljósin voru jú næg á Múkkanum, en vegna fjölda reiðhjóla, farþega og mikils farangurs, (við vorum alls 19 manns og allir á hjólum sem verður að teljast helst til fjölmennur hópur þannig að vel fari um alla) voru nokkur hjól geymd framaná bílnum og komu þau í veg fyrir að hægt var að nota aðal ljóskastarana. Voru menn því náttblindir mjög
Hjólhesturinn
26
meginhluta tímans sem tók að þoka sér uppeftir, eftir að hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum sleppti. Á tíma var svo komið að menn vissu vart hvar vegurinn var, og síst þeir sem sátu frammí. Oftar en ekki var ekið við hlið vegarslóðans, eða bara eitthvað út í buskann, eða þar til við vorum farin að halla heldur mikið út á hlið. Aðstæður voru líka hinar verstu, svartur foksandur í svartamyrkri, þannig að allt rann út í eitt. Vegstikur voru einnig oft fáar, lágu niðri eða voru svo sandblásnar, að vart mátti greina þær. En að lokum var komið á áfangastað og þreyttir og þvældir ferðalangar skjögruðu úr kjötkássunni sem hafði myndast í troðningnum á leiðinni. Daginn eftir skriðu menn úr púpum sínum og fengu sér misútlýtandi dögurð. Að venju fengu sumir sér (gómsætt) bjúga með (gómsætari) útrunnum þurrmat meðan aðrir svældu í sig nýmeti og tilbúnum viðgjörningi. Þegar öllum skyldustörfum var lokið, var svo rennt af stað til Veiðivatna, á bílnum... að lokum fengu hjólin þó frelsið aftur þegar þau, eftir langan barning, voru leyst ofanaf Múkkanum við Litlasjó. Tilfinningin að fá aftur hjólið í hendurnar var fyrir mig eins og
margann mörlandann, að fá hvalrengið Keikó heim í innsiglinguna til Vestmannaeyja. Munurinn er kannski helst sá að ég færi aldrei að éta hjólið með kartöflum og uppstúf. Eftir að allir voru komnir með fákana milli fóta sér, var að lokum rúllað af stað. Veiðivötn eru í allt um 50 talsins, frá Snjóölduvatni í s.v. til Hraunvatna í n.a. Þau liggja í um 560-600 m.y.s. og eru hluti af gossprungu sem myndaðist um 1480. Þetta hefur verið heilmikið gos á sínum tíma, því gjóskumagnið á svæðinu hefur mælst allt að 10m á þykkt. Heildarlengd gossprungunnar, sem er t.d. afar áberandi við Fossvötnin, er um 67 km. Áður gaus á þessu svæði á landnámsöld. Það væri í rauninni ónauðsynlegt að segja frá því hvar Veiðivötn lægju, allir ættu að vita það, og þeir sem ekki hafa komið þangað og vita ekki hvar þau liggja nákvæmlega... þá verða þeir hinir sömu að eiga það með sjálfum sér, en leita á korti (1:250.000) á svæðinu milli Mýrdalsjökuls, Vatnajökuls og Þórisvatns, eða svona rétt norðan Tungnaár. Með í þessari för voru tveir kanar, og gátu þeir vart vatni haldið yfir náttúrufegurð þeirri sem við okkur blasti í síðsumarsólinni. Höfðu bara aldrei séð annað eins. Og vissulega eru Veiðivötn fallegur staður og margt að skoða á skömmum tíma. Ætlunin var að hjóla stóran hring í hæðóttu og grösugu landslagi milli blárra og spegilsléttra vatna. (Tja, þau hefðu verið spegilslétt, ef það hefði ekki verið þessi
norðangjóstur). En fyrst var komið að Litlasjó sem fyrr segir. Það var greinilega margt um manninn við vötnin, því veiðitímabilið var senn á enda. Þarna voru heilu fjölskyldurnar samankomnar með veiðistangir og háfa í leit sinni að þeim stóra. Á hæstu hólum mátti sjá til Hrafntinnuskers, og einhverstaðar í hvarfi lágu heittelskaðar Landmannalaugar, enda ekki nema örskotsspölur í Laugarnar, ef ekki væri fyrir Tungnaá. Það má til sannsvegar færa að þetta svæði og það sem kallað er “friðland að fjallabaki” sé einstaklega gott til útivistar og hjólreiða. Mikið er um slóða (þarna á ég við um torfarna vegi og götur) sem liggja um hrjóstrugt og hrikalegt landslag sem er tiltölulega stutt frá Reykjavíkinni. Að vísu er einnig margt um annarslags slóða, nefnilega jeppaslóða, sem sumirhverjir skilja eftir sig ómetanleg landsspjöll og ruslahauga til fjalla. Auðvitað eru þessir slóðar í miklum minnihluta, en því miður má sjá merki þeirra æði víða. Gróðurfar er afskaplega viðkvæmt á þessum slóðum, svona þar sem eitthvað nær að festa rót á annað borð fyrir sandfoki og jarðvegseyðingu. Gróðurþekjan er þunn og má alls ekki við átroðningi farartækja og manna. Verðum við hjólreiðamenn að passa okkur vandlega að fá ekki sama orð á okkur og sumir kollegar okkar í t.d. Bretlandi, þar sem ógætilegur “akstur” utan merktra leiða hefur valdið ýmsum leiðindum. Við erum fámennur hópur og verðum að sýna okkar bestu hliðar,
JÖKULHEIMAR©PG 27
1. tölublað. 8. árgangur
ekki síst í náttúruverndarmálum. Nú myndu margir benda á að við vorum einmitt að villast utanvegar, á leið okkar upp í Jökulheima. En sem betur fer var þarna örfoka land og enginn gróður. Ekki var þetta heldur gert að gamni okkar, þó svo að við hefðum að ósekju mátt vera á ferð í birtu. En hættum nú að “besservisserast” og þvaðra um náttúruverndarsjónarmið og snúum okkur aftur að ferðinni góðu. Eins og áður sagði liggur leiðin um hæðótt og grösugt landslag en sem er um leið afskaplega viðkvæmt; þunnur jarðvegurinn berst við að “halda sér á mottunni” og allstaðar mátti sjá mold- og sandfok í kringum okkur. Það teygðist nokkuð úr liðinu eins og vill oft gerast með þetta stóran hóp, enda enginn að flýta sér. Menn renndu skeiðið hver á sínum hraða, en svo mættust allir við skálana við Tjaldvatn, og rifu í sig nestið. Aðstaða ýmiskonar er öll hin besta þarna. Eiginlega of góð fyrir þá sem eru að leita eftir friðsælli náttúru og hreinni víðáttu, en alltaf er maður nú samt blessuðu postulíninu feginn. (Og eins og dæmin sanna er hægt að gleyma sér gersamlega á kassanum). Að lokinni orkuinntöku og vatnsáfyllingu var svo búist til áframhaldandi ferðar umhverfis vötnin sunnan skála. Hin furðulegustu nöfn eru á sumum vatnanna, sem sum hver eru þó vart annað en pollar og pyttir; Ónefndavatn, Ampapollur, Ónýtavatn, Nýrað, Skeifupyttla og annað í þeim dúr. En þetta er svosem ekkert einsdæmi. Íslendingar hafa í gegnum árþúsundið nefnt umhverfi sitt stundum þannig nöfnum að ætla mætti að það hafi verið gert í einhverju ölæði eða bara hreinum kvikindisskap. Þarna var semsagt hjólað í dágóða stund, skoðað og teknar myndir eða bara látið sig gossa milli hóla og vatna. Allt gékk að óskum fyrir flesta, nema hvað sumir slitu teina í átökum sínum við veginn, og aðrir risu tignarlega úr hnökkum og svifu Hjólhesturinn
28
óaðfinnanlega um loftin blá, áður en aðdráttarafl jarðar dró þá til sín og tók sinn toll af yfirhúðinni. Sama leið var farin til baka, þ.e.a.s. að Litlasjó og upp með Hraunvötnum. Öllum var í sjálfvald sett hversu langt var hjólað, því Múkkinn lullaði á eftir hópnum og gleypti þá sem höfðu stoppað. Þannig tóku sumir bílinn strax eftir að hringnum var lokið, en aðrir skiluðu sér langleiðina upp í Jökulheima. Þegar allir höfðu troðið sér í bílinn var brunað upp í skála þar sem kvöldvakan og ýmiskonar góðgæti beið grillunar. Kvöldvökur klúbbsins eru alltaf hin mesta skemmtun. (Þetta fer reyndar eftir því hvaða skilning maður setur á orðið “skemmtun”. Að öllu jöfnu má hafa gaman af öllum innanbúðar bröndurunum, svo lengi sem maður er innanbúðar. Fyrir utanaðkomandi gætum við allt eins litið út sem breiður hópur hálfgeggjaðra fjallahjólafurðufugla sem þvaðra tóma þvælu, og hlæja og skríkja eins og smástelpur (afsakið allar smástelpur innan ÍFHK) af einhverri fyndni sem er með öllu óskiljanleg). En við höldum sumsagt kvöldvökur þegar þess er kostur. Þær samanstanda aðallega af fyrrnefndu gríni, einhverslags grillmat (eða hverju því sem gæti mögulega eldast við opinn eld og glóð) og hverjum þeim görótta drykk sem menn nenna að burðast með. Það var komið fram á myrkur þegar ilmurinn af hinum ýmsu dauðu og misbrenndu dýrum barst með gjólunni um svarta sandana. Sem fyrr voru menn misjafnlega nestaðir og verður ekki farið út í þann matseðil hér. Um nóttina var farið í stjörnu- og gervihnattaskoðun, auk þess sem aðeins týrði á norðurljósunum. (Fundum enga FFH, ET eða BSRB, bara IFHK). Þrír jarðfræðingar í næsta skála sögðu okkur upp og ofan af nýjustu breytingum á landinu (þær voru þónokkrar), og sýndu okkur nokkur ný jarðfræðikort sem þau voru að gera af svæðinu. Eftir að síðasti sauðurinn var
sviðinn og étinn, og búið að gera skyldugrín dagsins, var búist til hvílu. Á morgun skyldi rennt til byggða. “Sunnudagur svefndrukkinn...” kváðu menn hér áður fyrr, og sumir voru víst hressari en aðrir þegar brottfarardagurinn rann upp með sól í heiði og golu í rass. Eftir morgunmat og Müllers-æfingar var ákveðið að fara fyrst upp að jökli. Tungnaárjökull er skriðjökull vestast undir Vatnajökli og hefur að sögn jarðfræðinganna breytt sér mikið undanfarin ár, sem er jú siður skriðjökla. Miklar jökulurðir og gróðursnauðir kambar þekja svæðið og Tungnaáin veltur fram í boðaföllum, úfin og grá. Fjarlægar drunur vísuðu til mikilla fossa sem áin hafði nýverið myndað í miklum giljum og gljúfrum undir Jökulgrindum. Mikið og gott útsýni er af hæstu ásum ofan skálanna yfir svartann eyðimerkursandinn (þeim stærsta í heiminum að sögn nágranna okkar jarðfræðinganna) og fjarlæg fjöll. Eftir stuttan stans, myndatökur og gláp, var snúið við og allur hópurinn renndi sér í suðvesturátt.
Það verður að segjast eins og er að landið virðist liggja þannig að mótvindur er ríkjandi áttin, en þegar maður fær meðvind langar mann helst að snúa við og fara leiðina aftur, svo gaman getur það orðið. Þessa tilfinningu fékk ég þar sem ég rann í blíðskaparveðri þessa 35 km. frá skálanum að vegamótum Veiðivatna. Allt landið breytir um svip og vegurinn sem var í gær svart strik í svartri eyðimörk í svartnætti, verður að svörtu striki í svartri eyðimörk í glaða sólskini. Fjallasýnin birtist manni í allri sinni dýrð og fjölbreytileika, golan kyssir vanga og sólin stækkar húðkrabbann. Að lokum var svo komið að maður hjólaði nakinn að mestu (ég var auðvitað með hjálminn og í skóm) og vindþurrkaði gumpinn í góðviðrinu. En rétt áður en Freyr bílstjóri náði niður að vegamótum, þar sem flestir biðu bílsins, gerðist hið óvænta; það kviknaði í Múkkanum. Ekki varð ég vitni að því þegar Benzinn breyttist í “brunabíl” en svo herma sagnir að það hafi gerst allsnöggt. Með eldsnöggum viðbrögðum nærstaddra tókst að kæfa eldinn
VEIÐIVÖTN©JÓN ÖRN 29
1. tölublað. 8. árgangur
og voru notaðar til þess allar vatns- og orkudrykkjabyrgðir sem í bílnum fundust auk sands, sem var víst nóg af á þessum slóðum. Við atgang þennann brenndist Freyr á fingri, en aðrir sluppu með skrekkinn. Kom í ljós að það hafði kviknað í út frá rafmagni og bensínleiðsla farið í sundur. Til allrar lukku voru öll nauðsynleg verkfæri með í för, sem og auka hosuklemmur, vírar, leiðslur, barkar, og plástrar. Upphófst nú mikill darraðadans undir bílnum þar sem við reyndum að átta okkur á því hvað væri að. Heldur gekk það brösulega, því enginn okkar var sérfróður um rafkerfi fertugra hertrukka. Gekk nú svona lengi vel. Forustusauðir hjólamanna snéru til baka frá stöðvum sínum við vegamótin, sem eftir alltsaman reyndust vera rétt handan við hæðina. Þar hafði meginhópurinn dvalið um hríð, en farið að eymast biðin. Nú voru góð ráð dýr; allt bilað undir bílnum, og enginn vissi neitt, annað en að eitthvað meiriháttar klandur var á kerfinu. Nokkrir okkar ákváðu að renna til Veiðivatna og fá einhvern á bíl með startkapla meðferðis
til að hjálpa okkur með að starta trukknum. Það gekk greiðlega fyrir sig og eftir stutta stund voru komin hjón frá Akureyri okkur til aðstoðar. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir alla aðstoðina og allan matinn sem frúin færði okkur úr gnægtarbúri sínu. En það fór nú reyndar svo að það var bara lítil þúfa sem velti þessu þunga hlassi. Í ljós kom einn lítill aðalrofi hafði brunnið yfir og korslúttað öllu klabbinu. Þegar okkur loxins skyldist hvernig rafmagn virkar, svona almennt séð, og við föttuðum að tengja framhjá, var bara allt í stakasta lagi, svona þannig séð. Eftir smá brambolt með nýjar bensínleiðslur og þess háttar, og agnarsmáa byrjunarörðugleika brenndum við lox í bæinn, eftir fjögurra tíma töf. Í bæinn var komið um klukkan þrjú að nóttu og það voru þreyttir en ánægðir félagar sem skiluðu sér heim, hver í sína átt. Stuttri en ánægju- og viðburðarríkri ferð var lokið. Skráð í Reykjavík 10.-15. sept. 1998 Jón Örn ENDIR (Forsíðumyndin Jökulheimar ©PG)
FREYR OG HÁKON ©PG Hjólhesturinn
30
31
1. tรถlublaรฐ. 8. รกrgangur
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík.
www.mmedia.is/ifhk - mberg@islandia.is - ifhk@mmedia.is