FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík 2. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR. 1999
HJÓLAREINAR Í REYKJAVÍK?
NÝTT
NAFINU
Kærar þakkir Viljum við þakka góð skil á félagsgjöldum um leið og við hvetjum þá sem enn eiga eftir að borga að drífa það af fyrir sumarfrí. Á næstunni verður send ítrekun á þá sem sem hafa ekki enn borgað ef seðillinn hefur eitthvað lent á þvæling. Ef leiðrétta þarf heimilisfang eða aðrar upplýsingar látið okkur þá endilega vita með skilaboðum á símsvarann 562 0099 eða í tölvupósti á mberg@islandia.is eða ifhk@mmedia.is Stjórnin Flutt í nýtt klúbbhús Nú er komið að því að Íslenski fjallahjólaklúbburinn flytji í nýja klúbbhúsið að Brekkustíg 2 og verður það gert með formlegum hætti fimmtudaginn 3. júní þegar við höldum grillveisluu í nýja klúbbhúsinu okkar. Klúbburinn kaupir sitthvora fötuna af kartöflusalati og hrásalati svo mætið þið sjálf með kjöt á grillið Athugið að heitt verður í kolunum frá kl 19. Við fengum húsið afhent 25. mars og var það ekki í góðu ástandi, vægt til orða tekið, rétt fokhelt. Þar sem allar breytingar verða að fást samþykktar í Bygginganefnd Reykjavíkur hefur Gunnlaugur Jónasson arkitekt séð um öll mál sem viðkemur þeirri nefnd og teikningum sem við þurfum að leggja fram. Gísli Haraldsson, einn af stofnendum klúbbsins, hefur haft yfirumsjón með allri smíðavinnu og reyndar unnið hana að stórum hluta sjálfur. Hann hefur sett dyr á stóru bílskúrshurðina sem var, sett upp Hjólhesturinn
2
salernisaðstöðu, smíðað stiga upp á loftið og er enn að. Halldór Garðarsson vann alla pípulagningavinnu og gaf okkur þar að auki pípulagningaefni fyrir 70.000kr og gerðu klúbbmeðlimir honum smá greiða í staðinn og yfirfóru og þrifu hjól sem hann notar í hjólaferðirnar sem hann býður upp á. En hann sér reyndar um flestar stærri hjólaferðir erlendra ferðahópa hérlendis. Einnig hefur fólk verið duglegt að mæta í smíðavinnu, taka til, mála, brjóta upp gólfið fyrir frárennslisrörin og steypa aftur yfir, slétta gólfið uppi, brjóta upp fláa í gólfinu, leggja rafmagn og koma með græjur til að háþrýstiþvo, keyra burtu drasli, ryksuga og yfirleitt græjur til að vinna með. Öllu þessu vaska liði viljum við þakka kærlega fyrir frábært framlag í þágu klúbbsins og láta það um leið vita að allar þær stundir sem í þetta hafa farið eru fyrir gott málefni og klúbb sem verður öflugri með hverju árinu. Það voru uppi miklar efasemdir um staðsetningu þessa húss og verður að segjast eins og er að staðsetningin gæti verið betri en mikið var búið að leita og þetta er það besta sem var í boði, enda virðist þetta geta orðið framtíðarhúsnæði en ekki bráðabirgðalausn. Það er nefnilega mikið rask og umstang við að þurfa að standa í stöðugum flutningum. Svo er bara spurning hvort við ættum að reyna að opna útibú og hverfadeildir víðar um höfuðborgarsvæðið, Breiðholt, Hafnarfirði, Mosfellsbæ...? Þegar húsið verður komið í topp stand eru
uppi hugmyndir um öflugra unglingastarf innan klúbbsins t.d. með opnu húsi á laugardagseftirmiðdögum þegar fólk er ekki að hugsa um heimavinnu og uppáhalds sjónvarpsþættina sína en það náðist ekki að skipuleggja það fyrir þetta sumar. Það er að koma sumar og fólk verður þá á faraldsfæti eða -hjóli. Mestur kraftur klúbbsins hefur farið í klúbbhúsið og Hjólaþingið í vor, sem tókst mjög vel. Fjáröflunar- og kynningarnefndin sem hefur staðist væntingar, safnað augýsingum og kynnt klúbbinn víðsvegar, t.d. á fjölskyldudögum í Perlunni, tveimur ráðstefnum í Ráðhúsinu, baráttufundi Hálendishópsins í Háskólabíó og víðar. Ritnefndin hefur komið Hjólhestinum til ykkar og Páll Guðjóns hefur verið mjög duglegur að koma öllum nýjustu fréttum klúbbsins á heimasíðuna okkar. Einnig vann hann bækling sem dreift var á Hjólaþinginu
BREKKUSTÍGUR
-
og sýnir ástand stígakerfis höfuðborgarinnar og ákveðinnar neikvæðrar þróunar sem hefur orðið þar í sambandi við stórframkvæmdir. Þetta efni má skoða á heimasíðunni ásamt myndum af nokkrum lagfæringum sem komu strax í kjölfar ráðstefnunnar. T.d. er nú búið að merkja framkvæmdasvæðið við mislægu gatnamótin sem er verið að smíða við Miklubraut og opna leiðirnar undir Gullinbrú. Svo vonum við að Ferðanefndin hafi komið með einhverjar ferðir sem henta ykkur félagar góðir. Það má segja að þessi grein hafi verið smá dagbók klúbbsins þó að allt sé þetta á heimasíðunni okkar. Þið vitið þá hvað búið er að gera, þið sem ekki hafið séð framkvæmdir og það er alveg orðið óhætt að heimsækja nýja klúbbhúsið að Brekkustíg 2 Fyrir hönd stjórnar ÍFHK Alda Jóns
NÝJA KLÚBBHÚSIÐ
-
FRAMNESVEGUR
Útgefandi:
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Heimasíða: www.mmedia.is/ifhk - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Páll Guðjónsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Jón Örn Bergsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 3
2. tölublað. 8. árgangur
Konur konur Mætum á kvennafund í nýja klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, þriðjudaginn 8. júní kl 20. Spjöllum um ferðir sumarsins og hægt verður að komast í viðgerðaraðstöðu. Einnig eruð þið beðnar um að koma endilega með nýjar og ferskar hugmyndir í klúbbstarfið. Alda Jóns Ýmislegt óskast Fyrst bráðvantar okkur verkfræðing sem getur séð af smá tíma til að teikna upp milliloftið með burðarþolsútreikningum svo að við getum sent teikningar til Byggingarnefndar og haldið áfram með klúbbhúsið að Brekkustíg 2 og stækkað félagsaðstöðuna um 31m2. Ódýrt eða gefins. Okkur vantar lítinn vask til að hafa á klósettinu og stálvask með tveimur hólfum og helst í stálborði til að hafa í viðgerðaraðstöðunni okkar . Okkur vantar flísar á 1½m2 og fúgu. Okkur vantar parket á 33m2 og helst á 31m2 í viðbót eða teppi á þann hluta. Okkur vantar nett þægilegt sófasett eða stóla. Einhvern vanan sprunguviðgerðum til að betrumbæta útlit hússins Einhvern sem getur tekið að sér að taka gluggann í gegn bæði gler og tré. Ef einhver getur hjálpað okkur með eitthvað af ofangreindu vinsamlegast hafið samband við Öldu í síma 568 3436 / 861 3436 eða aldpet@centrum.is Afslættir félagsmanna Nokkuð hefur borið á því að fólk hafi komið í reiðhjólaverslanir og sagst vera í klúbbnum til að fá afslátt en ekki fengið, þar sem viðkomandi gat ekki framvísað gildu félagsskírteini. Það hafa orðið einhver leiðindi út af þessu og viljum við því minna á að afslátturinn sem félagsmönnum býðst er eingöngu gegn Hjólhesturinn
4
framvísun nýja skírteinisins og höfum við beðið verslanirnar að gefa ekki öðrum afslátt en þeim sem geta framvísað skírteininu. Skírteinin 1998 voru gild þar til við sendum út nýju gulu skírteinin fyrir 1999. Skírteinið er með reit fyrir nafn sem þið eigið að fylla út um leið og þið fáið það og þá ætti viðkomandi félagsmaður að fá afslátt af þeim vörum og þjónustu sem hann kaupir fyrir eigin not, en ekki má misnota þetta fyrir vini og kunningja. Þessi afsláttur er fljótur að borga upp félagsaðildina og kunnum við verslunum og þjónustuaðilum bestu þakkir fyrir að veita okkur þetta og biðjum félagsmenn að forðast alla misnotkun á þessu. Nú eru komnir inn nýir afslættir og fríðindi sem talað er um annars staðar í þessu blaði. Stjórnin Afsláttur hjá Fálkanum Fálkinn ætlar nú að gefa félagsmönnum 10% afslátt við kaup á nýjum reiðhjólum gegn framvísun félagsskírteinis ÍFHK. Eins og annarsstaðar gildir það að afslátturinn er aðeins fyrir félagsmanninn og aðeins á einu hjóli. Auk þess gefur Fálkinn afslátt á öðrum reiðhjólahlutum upp á 20% staðgreitt og 15% ef greitt er með korti. Í síðasta Hjólhesti og líka í fyrra sumar var sagt að korta afslátturinn væri aðeins 10% og er það hér með leiðrétt. PG. Ekkert aukagjald hjá sérleifishöfum Austurleið, Sérleyfisbílar Selfoss, Þingvallaleið og Norðurleið, bjóða meðlimum Íslenska fjallahjólaklúbbsins frítt fyrir hjól með áætlunarbíum sínum sumarið 1999, nema yfir Kjalveg með Norðurleið. Tilboð þetta miðast við að ekki sé óeðlilega mikill farangur með viðkomandi farþega. Ef þrír eða fleiri ferðast saman á hjólum verður að láta viðkomandi skrifstofu sérleifishafa vita með þriggja daga fyrirvara. Alltaf þarf að sýna félagsskírteini. Björgvin Hilmarsson
Ferðalangar athugið. Það væri mjög gott ef þið sem eruð ákveðin að fara einstaka ferðir skráið ykkur hið fyrsta í NAFIÐ í klúbbhúsinu þar sem það auðveldar alla skipulagningu og í sumum tilfellum er takmarkaður fjöldi sem kemst með svo að fyrstir koma fyrstir fá. Vegna ferðar í Húsafell helgina 10. – 12. sept. eruð þið beðin um að skrá ykkur tímanlega vegna þess að staðarhaldari vill vita fjölda klúbbfélaga til að geta tekið frá hús fyrir okkur og þó að sú ferð sé vinnuferð er um að gera að hafa fjölskylduna með og hafa þetta skemmtilega vinnuferð þar sem allir hjálpast að. Ferðumst fersk í sumar. Alda Jóns
og á vef Upplýsingamið-stöðvarinnar www.hafnarfjordur.is/tourist-info. Sjáumst í Hafnarfirði á hjólum.
Viðhald á reiðskjótanum Þeir sem hafa verið duglegir að hjóla í sumar og jafnvel byrjað að hjóla snemma í vor, þurfa ef til vill að fara að huga að nauðsynlegu viðhaldi á reiðskjótanum. Það þarf að stilla gíra og bremsur, jafnvel skipta um bremsupúða, og ekki má gleyma að hreinsa og smyrja keðjuna. Ryk á sólríkum dögum og bleyta rigningadaganna, gera keðjuna stífa og stirða og þá er erfiðara að hjóla. Annað sem miklu máli skiptir er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum. Með tímanum vill loft síga úr Hjóladagur í Hafnarfirði dekkjunum, og gott getur verið Laugardaginn 12. júní að athuga loftmagn aðra hverja verður Hjóladagur í Örvarnar sýna hvar viku. Hörð og mjó dekk veita Hafnarfirði. Það eru á að smyrja minna viðnám og er því léttara Upplýsingamiðstöð að hjóla á þeim, en þau leiða hristing og högg Ferðamanna og Æskulýðs- og tómstundaráð betur í hendur og afturenda hjólreiðamannsins sem standa fyrir deginum. Allir bæjarbúar og heldur en breiðari og linari dekk sem veita aðrir áhugamenn um hjólreiðar og holla meiri þægindi en líka meira viðnám og því hreyfingu eru hvattir til að fara hjólandi um verður þyngra að hjóla. Í þessum málum bæinn þennan dag. Í tilefni dagsins verða verður hver og einn að prufa sig áfram og farnar þrjár skipulagðar hjólaferðir frá finna hvað hentar. Ekki ætti að vera flókið að Riddaranum (Upplýsingamiðstöðinni sjá um viðhald reiðhjólsins, það þarf samt Vesturgötu 8, við hliðina á Sjóminjasafninu) kl einhverja kennslu eða kunnáttu. Þá er gott að 13:00 undir leiðsögn félaga úr ÍFHK. Leiðirnar leita til hjólreiðaklúbba og einnig er hægt að verða við allra hæfi, þ.e. fjölskylduferð um fá einfaldar leiðbeiningar varðandi þessi atriði bæinn, ferð fyrir þá sem eru komnir aðeins á í betri reiðhjólaverslunum. stað og síðan ein fyrir vana hjólreiðamenn. Heimir H. Karlsson. Leppin drykkir verða á ákveðnum stöðum í þessum ferðum svo enginn þarf að hafa Afsláttur á viðgerðum í Hafnarfirði áhyggjur af þorsta eða orkuleysi. Reiðhjólaverkstæði Ása, Bæjarhrauni Íþróttafulltrúinn býður síðan öllum sem taka 22, Hafnarfirði, S: 565 2295 veitir þátt í ferðunum í sund í Sundlaug Suðurbæjar sem félagsmönnum 10% staðgreiðsluafslátt er ein allra besta laug á landinu. Við segjum oft að gegn framvísun félagsskírteinis ÍFHK og Hafnarfjörður og næsta nágrenni sé bætist þar með á lista yfir fyrirtæki sem veita ævintýraland hjólreiðarmannsins. félagsmönnum aflsætti sem lesa má um Allar nánari upplýsingar gefur Óli Litli, annars staðar í blaðinu. PG vinnusími 555 0404 og netfang oli_litli@ice.is 5
2. tölublað. 8. árgangur
Virðing fyrir umferðarlögum Öryggi og tillitssemi Núna þegar sumarið og góða veðrið er Hjólandi á ferð um íslenskan þjóðveg, þar upp á sitt besta, þá er fjölmennastur sá sem vegaröxlin er 30-40cm breið og því ekki hópur sem hjólar reglulega. Hvort sem við hjólafær, hrekkur í kút þegar bifreið brunar notum reiðhjólið til að fara allra okkar ferða, framhjá. Þar sem vindurinn hvín í eyrum hefur eða bara skreppa í góðviðrishjóltúr með hann ekki orðið bílsins var í tíma enda í engan fjölskyldunni, þá eru nokkrir mikilvægir stað að flýja nema niður 1-2 metra háan þættir sem ekki mega gleymast. Það er vegarkantinn. Bílsjóranum datt ekki í hug að almenn tillitsemi og virðing fyrir vara hjólandann við með kurteisu flauti í umferðarlögum. hæfilegri fjarlægð. Hjólandinn tekur snöggt Reiðhjólið er ekki bara leiktæki heldur viðbragð, beygir og lendir útaf í hækkuninni, líka farartæki, og oftast þátttakandi í endasteypist út í móa og farangurinn tvístrast. almennri umferð ásamt öðrum Heppni hjólandans var fólgin í vegfarendum. Næstum hvert mýrinni og hjálmi á höfði. Ekki sem við hjólum, þá mætum hvarlaði að bílstjóranum að við öðrum vegfarendum, og stöðva og kanna ástand þeir eru af ýmsum stærðum vígvallarins. og gerðum. Gangandi, Síðar á heimaslóðum og á skokkandi, hjólandi og á þeim fræga stíg Seltjarnarnes vélknúnum ökutækjum. Heiðmörk, geysist hjólandi Reiðhjólafólk er sá hópur áfram á mikilli ferð. Framundan vegfarenda sem þarf að er hópur hlaupara með tónlist í kunna hvað flóknustu eyrum sér. Hjólandinn rennir reglurnar í umferðinni. Við sér á milli þeirra og tvístrar erum á ferðinni meðal allra hópnum. Að þessu sinni hópa vegfarenda, í slasaðist enginn en Með hæl á pedala á að bílaumferðinni og líka meðal réttast úr fætinum þegar hjartsláttur ör svo mjög að gangandi vegfarenda, og hæð hnakksins er rétt stillt. hlaup gat ekki keppt við það. þessvegna þarf reiðhjólaHvað ef hjartveikur hefði verið maðurinn að kunna góð skil á grunnreglum á brautinni? Með bjölluhljómi í góðri fjarlægð umferðarlaga, að ekki sé minnst á rétta hefði mátt komast hjá þessu. umgengni við náttúruna á ferðalögum. Þetta eru tvö dæmi af mörgum möguNokkuð hefur verið rætt um öryggi í legum, um tillitsleysi í umgengni við aðra. Ef umferðinni. Ýmsir vilja kenna um lélegum við gætum varúðar og erum tillitssöm verðum umferðarmannvirkjum eða fáránlegum við vel liðin og menn fylgja frekar okkar umferðarlögum, og satt er það að ekki þarf málum. að leita lengi til að finna hvort tveggja. Ég Eitt er það mál sem skal taka sérstaklega, held samt að meginorsök umferðaróhappa en það eru samskipti hjólenda og hestamanna sé að leita í mannlega þættinum, þess að við (ríðanda), þar sem ríðendur sitja á lifandi veru högum okkur ekki eftir aðstæðum. Í sem getur hvenær sem vill, tekið ákvarðanir umferðinni gilda ákveðnar og skýrar reglur, um hvað gera skuli, auk þess eru sumir hestar en mikilvægast er þó að haga sér eftir afar hræddir við hið ókunna svo sem hjól. aðstæðum og taka tillit til annara. Við hjólendur stjórnum hinsvegar fákum Heimir H. Karlsson. vorum að öllu leiti, því ber okkur að víkja eða Hjólhesturinn
6
stöðva er við mætum hesti. Gott er líka að heilsa knapa því hesturinn skynjar þá eitthvað sem hann þekkir, frá hjólandanum. Góðir hjólendur, KURTEISI og TILLITSSEMI eru verk sem við ættum öll að temja okkur svo við verðum marktæk og skoðanir okkar virtar. Björn Finnsson Hjólalöggan Það hefur heyrst að hjólalöggan sé aftur komin á ról. Fyrir þá sem ekki vita hvað hjólalöggan er, þá eru það lögreglumenn á reiðhjólum. Þeir gegna sömu eða svipuðum störfum og venjulegir lögreglumenn á eftirlitsferð. Kostir þess að hafa lögreglumenn á reiðhjóli eru þeir að þannig komast þeir yfir stærra svæði en væru þeir gangandi, og oft á tíðum hraðar yfir en væru þeir í lögreglubíl, og á það einkum við í miðborg Reykjavíkur. Á hjólinu má fara eftir göngustígum og ýmsar krókaleiðir sem ekki eru færar á bíl. Slíkt hentar vel við stærri mannfagnaði, þegar loka þarf ákveðnu svæði fyrir bílaumferð, og þeir sem eru á bíl sitja hvort sem er fastir í óralangri biðröð, þar með taldir lögreglubílarnir. Auk þess hefur hjólandi maður mun betri yfirsýn yfir það svæði sem hann fer um en væri hann í bíl, og samband við hinn almenna borgara verður nánara. Auðvitað er þetta svarið við því loforði sem bæði borgarstjórinn okkar og nýi lögreglustjórinn gáfu í fyrra sumar, að gera lögregluna hreyfanlegri og efla samvinnu lögæslunnar við hinn almenna borgara. Svo er stofn- og rekstarkostnaður við tvo hjólandi lögreglumenn mun minni en ef þeir væru lokaðir inni í bíl. Heimir H. Karlsson. 3” Gozzaloddi fyrir niðurfjallafrík Ef þú tilheyrir þeim hópi fólks sem nýtur sín best við að bruna niður brekkur á hjólkosti þínum og finna vindinn gæla við andlit þitt,
hoppa og skoppa á grjótvölum og í skriðum, þá hefur reiðhjólaverslunin Fálkinn til handa þér Gazzalodda og Gazzalodda junior. Gazzaloddi er dekk niðurfjallafríka 3” breitt og júnior 2,6” breitt. Þú þarft þó að eiga rétta hjólið, þá mun Gazzaloddi sjá þér fyrir mjúkri niðurferð. Eftir slíkt brun geislar hvert andlit af gleði og ánægju hafir þú notað Gazzalodda. Gazzaloddi er ein afurð hins heimsþekkta hjólbelgjaframleiðanda Nokia. Verð þessara undursamlegu belgja er aðeins 4.900kr mínus afslátt klúbbfélaga, þannig að flestum ætti að vera fært að eignast þá. Ef ekki til annars þá til skrauts eða sem ramma. Fálkinn er einnig að fá fyrstu sendingar af töskum og hjólafatnaði frá Halti og alveg á næstunni bætist við hin fjölbreitta fatalína frá Big Pack, hinu þekkta þýska útivistarfyrirtæki. Vagnar aftan í hjól fyrir börn og farangur munu innan skamms birtast á sölugólfi verslunarinnar. GT hjólin munu birtast inna tíðar og munu margir bíða þeirra á ofvæni því meðal þeirra eru tveir almýklar á kr. 160.000 og 216.000 Semsagt ýmislegt áhugavert framundan. Björn Finns (Fálkanum) Til sölu Blár Iboc Comp racer frá Mongoose, stærð 55cm. Notað eitt sumar, búið að hjóla ca. 1900km. Með hjólinu fylgja Loock pedalar og skór geta fylgt með, stærð 45. Verð aðeins 35.000kr. Mjög vel með farið. Hafið samband við Gísla rakara, síma 563-0071 eða 562-0071. Til sölu Cannondale M týpa 5 ára XT og LX grúbbur. ATH hjólið er XL og hentar manni yfir 1.90 á hæð. Verð 40.000kr Upplýsingar aldpet@centrum.is eða Alda eða Pétur í síma 568 3436 / 861 3436 7
2. tölublað. 8. árgangur
ÍSLENSKI FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN 10 ÁRA Aðdragandi og upphaf. Með tilkomu fjallahjóla á almennan markað í byrjun níunda áratugsins, varð mikil þróun í hönnun og búnaði reiðhjóla. Fjallahjólið gerði mönnum kleyft að fara á þægilegum hraða um hrjóstrug landsvæði án þess að eiga við ýmis vandamál sem fylgdu hjólum með mjóum dekkjum. Fjallahjólin þóttu góð til ferðalaga og því urðu þau mjög vinsæl víða erlendis. Það var svo um 1985 að bera fór á erlendu ferðafólki á fjallahjólum hér á landi og árið 1988 komu fyrstu fjallahjólin í verslanir. Strax í upphafi nutu þau töluverðra vinsælda. Hinsvegar var þekking almennings á reiðhjólum og reiðhjólanotkun vægast sagt lítil og almennt var erfitt að komast yfir efni um þessi mál hvort sem um var að ræða í bókabúðum, bókasöfnum eða hjólreiðaverslunum og hvað þá í íþróttaumfjöllun fjölmiðla. Frá árinu 1986 höfðu Magnús Bergsson og Gísli Haraldsson hjólað um landið og aflað sér reynslu sem áttu við íslenskar aðstæður. Með ferðalögunum hafði þeim opnast ný sýn á náttúruna, bæði gagnvart veðurfari og landslagi. Því þótti nauðsynlegt að koma þeim upplýsingum til sem flestra, svo fólk gæti með sanni sagt að það gæti komist í kynni við móður náttúru. Á sama tíma gafst þeim kostur á að hitta erlenda ferðamenn sem hingað komu misjafnlega vel búnir, en þeir gátu oft gefið upplýsingar um hjólreiðar í öðrum löndum og sambönd við erlenda klúbba. Svo fór að Magnús og Gísli sáu þann möguleika að með stofnun klúbbs mætti miðla enn frekar upplýsingum og sameina krafta þeirra sem á annað borð höfðu áhuga á því að koma málefnum hjólreiðamanna á framfæri. Því fór svo að Íslenski Fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) var stofnaður í þjóðgarðinum í Skaftafelli 5. júlí 1989. Hjólhesturinn
8
Saga ÍFHK Til að byrja með heyrðist ekki mikið frá klúbbnum og má segja að aðallega hafi borið á honum í gestabókum þeirra svæða sem Magnús og Gísli fóru um. Var merki klúbbsins nú komið á stimpla og notað af þeirra hálfu líkt og þegar hundur merkir sér stað, “Hér kom ég”. Þetta varð til þess að ýmsir fóru að taka eftir stimplinum, og sýna því áhuga að ganga í klúbbinn. Ekki var það algengt að Íslendingar hjóluðu um landið á þessum tíma, og lentu þeir fáu sem það gerðu oft í spaugilegum uppákomum, eins og þegar menn voru afgreiddir á erlendu tungumáli á tjaldsvæðum eða í verslunum. Að auki fengu þeir oft athyglisverðar athugasemdir við hin ólíklegustu tækifæri. Stórt vandamál klúbbsins við að koma málefnum sínum á framfæri á þessum tíma, var að almenningur stóð í bullandi einkabílavæðingu, eftir mistök stjórnvalda með lækkun tolla á bifreiðum árið 1986. Allt í einu urðu til ný hugtök, svo sem; “Bíll er nauðsyn”, sem gekk þvert á skoðun margra þáverandi klúbbmeðlima. Allar framkvæmdir í gatna og skipulagsmálum snérust um að auka svigrúm bílaflotans svo margir einstaklingar lögðu hreinlega ekki í það að glíma við tryllta bílaumferð á reiðhjóli. 27. april 1991 var svo boðað til almenns fundar, þar sem línur voru lagðar í starfsemi klúbbsins. Fólk var kosið í nefndir og klúbbnum skipt í ferðadeild, sem sér um ferðamál, keppnisdeild sem sá um keppnishald og umhverfisdeild sem sér um umhverfis- og skipulagsmál. Þegar hér var komið við sögu voru félagar rétt tæplega 100. Síðan þá hefur þeim fjölgað hægt og sígandi, eftir því sem starfsemin hefur aukist. Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR), sem endurvakið var vorið 1993, sér nú um starfsemi
keppnisdeildarinnar. HFR fékk aðild að ÍBR 1996 og vinnur nú að því að efla hjólreiðar sem íþrótt, bæði innan götu- og fjallahjólagreinarinnar. Núverandi starfsemi ÍFHK Tímamót urðu í starfseminni þegar klúbburinn flutti, vorið 1997, í húsnæði sem hann leigði af siglingafélaginu Brokey, Austurbugt 3. Þar gafst loksins tækifæri á að hafa opið hús vikulega og gefa hjólafólki vettfang til að ræða sín mál í ró og næði í setustofunni eða vinna í sínum hjólum í viðgerðaraðstöðunni með hjálp reyndra manna. Þarna fékk hjólreiðamenningin að blómstra og fólkið sem áður hafði hist í dimmum sal Þróttheima á mánaðarlegum myndasýningunum, fékk loks tækifæri til að kynnast almennilega, án þess að fara í helgarferð með klúbbnum. Stór hluti félagsmanna er nefnilega fólk sem velur reiðhjólið sem samgöngutæki innan borgarinnar og hefur sjaldan eða aldrei farið í langferðir út úr bænum. Upp frá þessu hefur eflst stórlega sá hluti starfseminnar að hvetja almenning til að hvíla sína bíla og nota þennan holla og umhverfisvæna valkost í samgöngukerfinu sem reiðhjólið er. Sem og baráttan fyrir því að samgöngukerfið verði öruggt fyrir hina “mjúku umferð” þannig að hver sem er geti litið á reiðhjólið sem raunhæfan valkost. Björn Finnsson hefur líka innleitt mikilvæga nýjung í félagsstarfið sem eru vikulegar kvöldferðir sniðnar að nýliðum í hjólreiðum. Hann byrjaði með þessar ferðir sumarið 1995 og hefur haft yfirumsjón með þeim síðan. Önnur tímamót voru þegar klúbburinn opnaði heimasíðu á internetinu um páskana 1997. Einn stærsti útgjaldaliður klúbbsins er útgáfustarfsemi. Það er gefið út veglegt fréttabréf nokkrum sinnum á ári og dagskrár- og kynningarbæklingum er dreift víða. Með tilkomu heimasíðunnar var hægt að safna saman fjölbreyttu fræðsluefni og upplýsingum um flest er tengist hjólreiðum og gera það aðgengilegt öllum með lágmarks tilkostnaði. Einnig sparar
það vinnu við að útbúa svipaðar grunnupplýsingar ár eftir ár í fréttabréfið, heldur er þeim haldið við á heimasíðunni og má segja að hún virki sem nokkurskonar upplýsingabanki. Stærsti hluti heimasíðunnar er á íslensku en skýrasta dæmið um hagnýti vefsins er kannski sá hluti sem er á ensku. Áður fyrr átti erlent hjólafólk erfitt með að fá upplýsingar um Ísland og aðstæður hér. Þó var ótrúlegur fjöldi sem tókst að grafa upp heimilisfang klúbbsins eða faxnúmer og óskaði eftir upplýsingum. Við þurftum síðan að svara þessu bréflega eða á faxi til útlanda. Í dag fáum við mörg skeyti frá fólki í viku hverri sem þakkar innilega fyrir þær upplýsingar sem það fann á vef klúbbsins, enda höfum við reynt að svara þar öllum algengustu spurningum. Síðan spyr það oftast nokkurra aukaspurninga sem við reynum að svara, því vel undirbúið ferðafólk lendir lendir yfirleitt ekki í vandræðum á ferð sinni hjólandi um landið og snýr heim ánægt eftir velheppnaða ferð, og það er einmitt tilgangurinn með fræðslustarfseminni. Á sumrin lifnar yfir ferðanefndinni sem skipuleggur fjölda helgarferða yfir sumartímann og nokkur undanfarin ár hefur einnig verið farin ein ferð í janúarmánuði. Helstu tímamótin í ferðum klúbbsins var þegar Freyr Frankson tók að sjá um flutninga með ferðahópana til og frá þeim svæðum sem hjólað er um, en fram að þeim tíma höfðum við þurft að hjóla alla leið eða leigja rútu og þá oftast í samvinnu við aðra ferðahópa t.d. Ferðafélag Íslands. Haustið 1998 urðu enn tímamót í starfseminni þegar Magnús Bergsson, sem hafði verið formaður klúbbsins frá upphafi, lét af embætti og Alda Jónsdóttir tók við. Það getur verið gott að fá nýtt fólk í stjórn og virðist Alda ætla að lyfta starfseminni í nýjar hæðir t.d. , með Hjólaþinginu sem lesa má um annars staðar í þessu blaði. Núna, um það bil mánuði fyrir 10 ára afmæli klúbbsins verða síðan enn ein tímamótin þegar við flytjum í framtíðarhúsnæðið að Brekkustíg 2 með þeim nýju möguleikum sem það gefur. Magnús Bergsson og Páll Guðjónsson 9
2. tölublað. 8. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Fyrsta ferðalagið Þar sem nú er komið sumar, þá er ekki seinna vænna fyrir þá sem ætla sér að skreppa í ferðalag á hjólinu að fara að hugsa sér til hreyfings. Reyndar er besti tíminn til ferðalaga á hjóli hérlendis, kannski í kringum júlímánuð. Þá eru hálendisvegir að opnast, og veðráttan er oftast upp á sitt besta. Reyndari ferðalangar á reiðhjólum eru á ferðinni allt frá maílokum og fram í miðjan september. Svo eru það þeir sem ætla að halda af stað í sitt fyrsta ferðalag á hjóli nú í sumar. Ekki er ráðlegt að leggja í lengri ferðalög hjólandi, nema að hafa öðlast eitthvert líkamlegt þrek og þol, hafa vanist reiðhjólinu sem farið er á, og geta gert við það helsta sem gæti bilað. Þeir sem hafa hjólað nokkuð reglulega frá í vor, ættu þó að geta skroppið í styttri ferðir. Slíkar styttri ferðir eru undirstaða þess að geta farið í lengri og erfiðari ferðir seinna í sumar eða jafnvel næsta sumar. Maður lærir af reynslunni, og æfingin skapar meistarann. Í styttri ferðum finnur einstaklingurinn hvað honum hentar. Hve langt má ætla sér að hjóla á hverjum degi, hvaða búnaður er við hæfi og hvað þarf nauðsynlega að bæta. Þá höfum við líka fundið kosti og galla þess reiðhjóls sem við erum á og vitum hvað því er bjóðandi. Einnig er gott að fá upplýsingar hjá þeim sem reyndari eru, bæði hvað búnað og ferðatilhögun snertir. Góður fatnaður er mikilvægur í hjólreiðaferðum, og þar er af mörgu að taka og úrvalið fer sívaxandi. Hjólatöskur undir farangur þurfa einnig að vera vandaðar, þar er Hjólhesturinn
10
líka mikið úrval á boðstólum. Tjald, svefnpoki, dýna og eldunartæki þurfa sömuleiðis að vera við hæfi. Miklu skiptir að það sem haft er með í hjólaferðalög sé létt og fyrirferðalítið, en samt traust og nothæft til síns brúks. Eitt er það atriði sem er ekki síður mikilvægt svo hjólreiðaferðalagið verði vel heppnað og skemmtilegt, en það er að afla sér upplýsinga. Og þá er ég ekki að tala um upplýsingar um ástand og lengd vega eða tilvonandi mögulegt veðurfar. Víst er mikilvægt að vita um vegalengdir á milli staða þannig að með hjálp kílómetramælis á hjólinu geti maður séð hvernig miðar, en veðurspáin virðist stundum ekki vera svo fjarskyld getraunum í enska boltanum, þar fer saman blanda af þekkingu og heppni. En það er ekki svona upplýsingar sem geta gert ferðalagið skemmtilegt, þó að vissulega séu þær nauðsynlegar líka. Ég er að tala um að afla sér staðfræðiþekkingar, það er að segja, að vita og kunna eitthvað um þær slóðir sem ferðast er um. Einfaldasta ráðið til að afla sér slíkrar þekkingar er að hjóla um nýjar slóðir með einhverjum sem vel þekkir til. Samferðamaðurinn verður þá að nokkurskonar einkaleiðsögumanni. Sé ferðast einn með sjálfum sér, eða með lítt staðkunnugum einstaklingum, þá má samt auðveldlega nálgast upplýsingar um tilvonandi ferðaslóðir. Á upplýsingamiðstöðum á hverjum stað má fá allskonar bæklinga, kort og tilvísanir á aðra aðila sem gætu gefið ítarlegri upplýsingar.
Þó að við reynum að hafa ekkert væri henst framhjá í bíl. Að sjá tófu skokka eftir ónauðsynlegt með á hjólaferðalögum þá er veginum í lítilli fjarlægð, finna lifandi lóuunga á gott að hafa einhverja handhæga milli hjólfaranna eða horfa á móbrúna rjúpuunga upplýsingabók með, nema eigin þekking sé skjótast úr þurru vegræsi. Slíkt hefði ég ekki því meiri. Má þar nefna “Ísland, landið þitt” upplifað ef þeyst hefði verið hjá í bíl. sem eru tvær bækur sem eru nokkurskonar Ekki þarf þó að fara um ókunnar eða nýjar úrdráttur úr bókaflokknum “Landið þitt, slóðir á hjólinu til að sjá umhverfið í nýju ljósi. Ísland”, og ekki má gleyma Að hjóla einhverjar þær leiðir sem öllu venju “Vegahandbókinni”. Bækur um plöntur og er þeyst framhjá í bíl, getur verið skemmtileg fugla eða jarðfræði fyrir þá sem hafa áhuga á tilbreyting. Á reiðhjólinu gefst betri tími til að slíku, eru fáanlegar í nokkrum mismunandi skoða, maður tekur eftir fleiri og nýjum útgáfum. Fánlegar eru ýmsar fleiri góðar smáatriðum í umhverfinu sem ekki sáust út um upplýsingabækur fyrir þá bílgluggann. Og á hjólinu sem ferðast um Ísland sem skynjar maður umhverfið sjálfsagt væri að hafa ekki bara með augunum, líkt meðferðis, hvaða ferðamáta og í bílnum. Það eru fleiri sem menn kjósa. skilningarvit virk á hjólinu. Kort af því svæði sem Það er allt í einu kominn farið er um er gott að hafa Mikilvægt er að klæða sig rétt ilmur af blómum og meðferðis. Ekki endilega til og dreifa þyngd farangurs. nýslegnu túni, fjöruangan að rata, því oftast erum við og lykt af nýföllnum að hjóla eftir vegum eða stígum, heldur til að regnskúr. Vindur, mismunandi veðurfar, kynnast staðháttum, örnefnum og fleiru. Best breytilegir vegir og slóðar, undirlag af ýmsu er að hafa kort plöstuð og geyma bækur í tagi og landslagið mismunandi flatt. Allt þetta vatnsþolnum pakkningum, því regn og bleyta örvar skilningarvitin, þannig að ferðalagið er smýgur inn á ólíklegustu staði. Það rignir meira lifandi. nefnilega ekki bara niður á Íslandi, það vita Ekki má þó skilja sem svo að það sé af hinu fáir betur en þeir sem hjóla reglulega. Plöstuð illa að ferðast á eigin bíl eða með rútu. Víst kort er líka hægt að teikna á með veitir það mikið frelsi að vera á eigin bíl og töflutússpenna, og þurrka svo af aftur. Þannig hægt er að komast yfir miklar vegalengdir eða má merkja inn slóða sem ekki eru á kortinu, milli fjarlægra staða á skömmum tíma. Auk eða merkja inn áætlaðar ferðaleiðir. þess sem það er mun þægilegra að vera á Afar góðar leiðbeiningar um hvað sé ferðinni í bíl í vondu veðri, en á reiðhjóli, þó að nauðsynlegt að hafa með í hjólaferðalag má bíllinn sé þannig orðin ansi dýr regnkápa. En einnig finna á heimasíðu Íslenska það má blanda þessu tvennu saman, svo þeir Fjallahjólaklúbbsins www.mmedia.is/ifhk. sem ekki treysta sér í ferðalag á hjóli, geta Það er misjafnt sem vekur áhuga manna á gripið reiðhjólið með þegar þeir fara í ferðalögum. Margir hafa áhuga á sögu eða sumarferðalagið á bílnum. ættfræði, aðrir kjósa að skoða jarðfræði og Heimir H. Karlsson. náttúrumyndanir, gróður, fugla og dýralíf vekur áhuga annarra. Flest af þessu er Æskulýðs- og tómstundaráð hægt að kynnast á nánari og Hafnarfjarðar styrkti útgáfuna nýjan hátt á reiðhjóli, en ef bara 11
2. tölublað. 8. árgangur
LANDSSAMTÖK HJÓLREIÐAMANNA HJÓLREI¹AMANNA
Hjólaþing í Ráðhúsi Reykjavíkur Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landsamtök hjólreiðamanna stóðu fyrir ráðstefnu í Ráðhúsinu þann 25. mars 1999 undir yfirskriftinni “Reiðhjól eru samgöngutæki”, um hönnun mannvirkja fyrir hjólhestinn, aðstæður og öryggismál hjólreiðafólks og tengingar milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ráðstefnan var vel sótt og tókst í alla staði mjög vel. Margt var rætt og mikill vilji kom fram hjá ræðumönnum til að bæta enn betur aðstæður hjólreiðamanna og vinna að því að gera hjólreiðar að vænlegum valkosti í umferðinni fyrir allan almenning. Ekki er hægt að birta hér öll þau erindi sem þar voru flutt en þetta var allt tekið upp og hægt er að kíkja á þær upptökur hjá okkur í nýja klúbbhúsinu okkar. Við látum þó erindi Helga Hjörvar, borgarstjórn Reykjavíkur, fylgja. Þar ræðir hann um framtíðarsýn Reykjavíkur í málefnum hjólreiðafólks og ekki annað að heyra en hann vilji auka á valfrelsi borgarbúa í samgöngumálum, enda sé það heilsubót hin besta. Það eigi ekki bara að tala um það heldur leggja fé í það sem fjasað er um og gera reiðhjólið að raunhæfum valkosti í samgöngumálum Reykjavíkurbúa. Þorsteinn G. Gunnarsson setti þingið og stjórnaði því sem þingforseti. Fyrst stigu í pontu Alda Jónsdóttir formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Gunnlaugur Jónasson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna sem kynntu lauslega klúbbinn og samtökin. Næst kom Helgi Hjörvar frá Reykjavíkurborg og má lesa erindi hans hér í næstu opnu. Óskar Hjólhesturinn
12
Dýrmundur Ólafsson kom síðan með stutt ágrip af sögu hjólreiða á Íslandi. Hann skrifaði á sínum tíma BA ritgerð um þá sögu og hægt er að lesa hana í heild sinni á heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Óli H. Þórðarson, Umferðarráði ræddi síðan stöðu hjólreiðafólks í umferðinni og þær hættur sem þeir mæta þar. Þar kom meðal annars fram að undanfarin ár hafi orðið fækkun á alvarlegum slysum hjólreiðafólks og taldi hann það helst að þakka aukinni hjálmanotkun. Ólafur Stefánsson, frá embætti Gatnamálastjóra, nefndi meðal annars að á ári hverju væri varið um 15 milljónum króna í lagfæringar á fláum í borginni og að um 7080 milljónum hafi verið varið í þetta átaksverkefni. Aðalstígakerfið væri um 120km og þar af væri búið að fara yfir 80km og hraðinn væri um 7km á ári í uppbyggingunni. Ef horft væri á stofnstígakerfið í heild sinni út að Suðurlandsveg og Vesturlandsveg mætti reikna með að það tæki 10-12 ár að klára það allt saman. Hann svaraði einnig fyrirspurn um hvort ekki væri hætta á að bleyta frá umferðinni yfir Gullinbrú myndi slettast niður á göngu og hjólabrúna þar undir. Hönnuðirnir telja að þetta verði ekki vandamál en luma á lausn á því ef það kæmi í ljós. Anna Guðrún Gylfadóttir, líka frá embætti Gatnamálastjóra, ræddi skipulag snjóruðnings á stígakerfinu og hversu mikið verkefni það væri þar sem stígakerfið allt væri um 620km langt, 585km með bundnu slitlagi, 35km malarstígar og að auki mikið af
stígum sem eru á einkalóðum. Björn Axelsson, hjá Borgarskipulagi, ræddi heildarskipulagið og tengingar milli sveitafélaga. Og nefndi síðan meðal annars að rætt hefði verið óformlega um að setja samræmda vegvísa á stígakerfið á höfuðborgarsvæðinu sem væri sjálfsagt mál en það ”þætti ekki tímabært því að götin eru of mörg. Það þýðir ekkert að setja upp vegvísi og benda fólki á að fara Reykjavík - ? einhverja kílómetra og svo endar það bara ofan í skurði”. Þráinn Hauksson arkitekt ræddi síðan forsendur hönnunar “Græna trefilsins” sem er heildarskipulag stígakerfis sem tengir borgina og útivistarsvæðin umhverfis hana. Næst voru almennar umræður og kaffihlé, þar sem gestum gafst kostur á að skoða myndir af skemmtilegum útfærslum á hjólastígum og slíku erlendis frá og kort af merktum hjólaleiðum um nokkrar borgir Evrópu, t.d. London og Köln. Einnig hvernig Svisslend-ingar hafa skipulagt og merkt nokkrar hjólaleiðir um þvert og endilangt landið og fylgt því eftir með útgáfu k o r t a , leiðsögubóka og það er jafnvel hægt að láta panta fyrir sig gistingu á hjólavænum hótelum á leiðunum. Eftir hlé flutti Gunnlaugur Ó. Johnson erindi um ímynd nútímahjólreiðamannsins og Magnús Már Halldórsson erindi um daglegt líf í umferðinni. Svavar Gestson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið dyggur talsmaður hjólafólks á Alþingi og flutt nokkrum sinnum tillögu um að koma hjólavegum inn á
vegalög. Hann sagði það mál nú komið í nefnd og aldrei að vita nema það verði samþykkt ef málinu væri fylgt nógu fast eftir. Fulltrúi SVR forfallaðist á síðustu stundu. Krístín Brandsdóttir kom frá Lögregluembættinu og fjallaði um lögbrotin í umferðinni. Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður, hefur verið dyggur talsmaður útivistarfólks á Alþingi og sjálfur þekktur sem slíkur. Hann kynnti fyrir okkur ný lög sem gefa ferðalöngum skýrari rétt en áður til að ferðast um landið og tjalda til einnar nætur hvar sem er á landinu nema á afgirtum einkajörðum og í friðuðum þjóðgörðum. Þá var komið að myndasýningu, sem Magnús Bergsson sá um fyrir Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Þar sýndi hann myndir af því hvernig hjólreiðum var gert hátt undir höfði víða í Evrópu, hvernig haganlega hafði verið komið fyrir merktum hjólareinum og vönduðum hjólastæðum í gömlum þröngum stórborgum. Hvernig víða er hægt að ferðast langleiðir milli sveitafélaga á sérstökum hjólastígum með öruggum hætti og hvernig gengið var frá þverunum við gatnamót án þess að það skapaði hættu eða væri hindrun í veginum. Einnig sýndi hann nokkrar myndir frá Íslandi af hlutum sem betur mættu fara. Eftir sýninguna v a r þinginu s í ð a n slitið með verðlaunaafhendingu. Flugumferðarstjórn var veitt sérstök viðurkenning fyrir sérlega góða aðstöðu fyrir starfsfólk sem hjólar til vinnu, þar sem þeir hafa aðgang að sérbyggðu lokuðu og læstu hjólaskýli. Kópavogsbær 13
2. tölublað. 8. árgangur
fékk síðan hvatningarverðlaun, sem vonandi hvetja þá til að bæta úr stígamálum hjá sér. Hálfnað verk þá hafið er. Páll Guðjónsson hafði útbúið bækling með svipuðu efni en meiri áherslu á aðstæðurnar á Íslandi og var honum dreift, litprentuðum á þinginu. Það efni og meira til er hægt að skoða á heimasíðu kúbbsins. Við getum ekki birt það hér vegna umfangs. Myndirnar eru úr stóru safni klúbbsins þar sem við geymum dagsettar myndir af ýmsu sem fyrir augu ber og hefur aðeins lítill hluti þeirra verið notaður enn, en það er fróðlegt að sjá myndir af því hvernig framkvæmdir loka aðalsamgönguæðum borgarinnar heilu og hálfu árin án þess að upp séu sett aðvörunarskilti. Eða þá að leiðunum er bara lokað og ekkert hugsað fyrir að fólk þurfi að komast þar um öðruvísi en á einkabíl, eins og það gat áður en leiðinni var lokað. Það var ekki annað að sjá en að þessum ábendingum væri vel tekið því innan viku var til dæmis búið að merkja stórframkvæmdirnar þar sem verið er að byggja mislægu gatnamótin við Miklubraut og Skeiðarvog. Fljótlega voru síðan opnaðar leiðirnar undir Gullinbrú, beggja vegna. Við erum enn á ferð um borgina og kippum oft með okkur stafrænni myndavél. Þegar við sjáum eitthvað nýtt sem vel er gert tökum við mynd. Þegar við sjáum eitthvað nýtt sem ekki er vel gert tökum við mynd. Eitthvað af þessum myndum ratar síðan á heimasíðu klúbbsins. Þar getið þið vonandi fylgst með þróun höfuðborgarsvæðisins í það að teljast “hjólavænt”. Við sem stóðum að þessu þingi erum einstaklega ánægð með hvernig til tókst, góða þátttöku og allan þann velvilja sem við fundum frá embættismönnum. Það er margt sem hefur áunnist á undanförnum árum og margt sem er óunnið enn. En ef allir leggjast á Hjólhesturinn
14
eitt þá næst góður árangur. Helstu styrktaraðilar þingsins voru Reykjavíkurborg, sem lánaði okkur salinn, Umferðarráð og VÍS og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir stuðninginn. Páll Guðjónsson. Erindi Helga Hjörvar, borgarfulltrúa Háttvirti þingforseti, ágætu þingmenn og konur. Mér varð hugsað til þess á leiðinni hingað að ég var einhverju sinni í menntaskóla að taka próf í mannkynssögu hjá ágætum kennara. Það var klukkustundar langt próf og fyrsta spurningin gilti 10% og okkur voru ætlaðar 6 mínútur til að svara henni. Og hún hljóðaði svona; “orsakir og afleiðingar fyrri og seinni heims-tyrjaldarinnar. Ræðið” Ég sé á dagskránni að mér er ætlað að ræða hér framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á tímabilinu frá 13:15 til 13:20 og kannski þess vegna sem þessi gamla minning rifjaðist upp en ég mun vitaskuld, eins og þingforseti lagði mér fyrir reyna að takmarka það við þá þætti í framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og pólitískri stefnumörkun og hugmyndafræði sem að snýr að hjólreiðum og varðar hjólreiðar. Þar er um sumt og í flestu kannski að ræða almenn þverpólitísk sjónarmið og framtíðarsýn, en ég hygg að þar séu líka þættir sem að um eru í stjórnmálum skiptar skoðanir og hugmyndafræðilegur ágreiningur beinlínis. Hjólreiðar eru raunar, þegar menn hyggja að því, ákaflega gott dæmi um pólitík, samfélagsleg verkefni og forgangsröðun í stjórnmálum. Ég held það að það megi í rauninni byrja á því að líta til grundvallar sjónarmiðs í stjórnmálum almennt. Það einfalda grundvallar sjónarmið er að meira val sé betra en minna. Að við sköpum frelsi og fjölbreytni í samfélaginu með því að auka
valfrelsi almennings, þannig að menn eigi kosta völ á sem flestum sviðum samfélagsins. Það er grundvallar sjónarmið í stjórnmálum sem heilu heimspekikerfin hafa verið reist á. Og verkefni okkar stjórnmálamanna er auðvitað fyrst og fremst að höndla með innviðina í samfélaginu. Til er hugmyndafræði sem vill halda því fram að frelsi okkar sé þeim meira sem innviðirnir eru rýrari. Ég held hinsvegar að við hér stöndum fremur fyrir hugmyndafræði sem segir eitthvað á þá leið að við eigum að nýta innviðina, við eigum að styrkja og efla innviðina, til þess að auka valfrelsi, skapa raunverulega valkosti og auka þannig á frelsi manna og fjölbreytni í mannlífinu almennt. Um þessháttar verkefni eru hjólreiðar ágætis dæmi. Hjólreiðar eru ekki valkostur í samgöngumálum. Þær geta hinsvegar verið valkostur eftir því hvernig á því er haldið. Þeir sem efla vilja og auka valfrelsi í samfélaginu, þeir verða þá að vinna að því verkefni að gera þennan möguleika í samgöngum að raunverulegum valkosti. Og til að gera hjólreiðar að raunverulegum valkosti, þurfum við einmitt að styrkja og efla innviðina, þær aðstæður og þau almennu skilyrði sem
hjólreiðum eru búnar í samfélaginu eða í þessu tilfelli, hér í borginni. Þetta hygg ég að við höfum leytast við að gera, hér á undanförnum árum með ýmislegum aðgerðum. Þær þekkið þið auðvitað mörg betur heldur en ég, en ég nefni sem dæmi hluti sem kosta í sjálfu sér ekki neitt nema viljann, eins og það að opna almenningsfarartæki borgarinnar fyrir reiðhjólum. Ég nefni gerð göngustíga. Ég nefni göngubrýrnar, sem ríkið hefur að vísu kostað en við höfum þó lánað fyrir einni. Ég nefni Aðalskipulagsáform og vinnu í þróunaráætlun miðborgarinnar, sem að öll miðar að því einmitt að styrkja og efla aðstæður hjólreiðafólks í borginni og vinna að því markmiði að hjólreiðar verði og séu raunverulegur valkostur í samgöngum. En hjólreiðar tengjast ekki bara þessu grundvallarsjónarmiði. Þær tengjast líka kannski stærstu samfélagslegu verkefnunum sem menn eru að takast á við og munu sér í lagi takast á við á komandi árum í stjórnmálum. Hjólreiðar tengjast auðvitað stærsta verkefni okkar sem eru umhverfismál. Og umhverfismálin eru sannarlega á dagskrá í Reykjavíkurborg, og í öllum stofnunum
15
2. tölublað. 8. árgangur
borgarinnar er ötullega unnið að stefnumörkun, að markmiðasetningu og áætlanagerð hvað varðar stefnu í umhverfismálum og hvernig við viljum bæta og efla þann þátt í borginni. Því að við höfum litið svo á að einmitt umhverfismálin geti verið sérstakur styrkur Reykjavíkurborgar. Við höfum í því sambandi meðal annars litið til þess að við njótum hér umhverfisvænnar orku, nálægðar við náttúruna og margvíslegra þeirra gæða í umhverfismálum sem eru eftirsóknarverð. Og þessa þætti eigum við að rækta og efla og styrkja. Hjólreiðar tengjast líka öðru stórpólitísku verkefni, því að þær tengjast heilbrigðismálum. Heilbrigðismál eru að verða, eða eru auðvitað löngu orðin, stærsti samfélagslegi málaflokkurinn, fjárfrekasti málflokkurinn og í stjórnmálum hljótum við að leggja áherslu á að skapa almenn skilyrði fyrir fólk til að lifa heilsusamlegu lífi. Og ég held að engum blandist hugur um það að hjólreiðar eru þáttur í því og að við eigum þess vegna af samfélagslegum ástæðum að rækta þær. Við getum nefnt marga aðra þætti í pólitískri hugmyndafræði og í markmiðasetningu Reykjavíkurborgar sem lúta að hjólreiðum. Við getum nefnt fláana hér á gangstéttunum sem hafa verið að koma hér á síðustu árum. Þeir eru ágætt dæmi um það samfélag sem að við viljum skapa. Við viljum skapa samfélag fyrir alla og ég held að þeir sem að komu að hönnun þeirra fláa og þeirri vinnu sem þar var unnin af sérstakri alúð, hafi skynjað einmitt þá hugmyndafræði. Því þar var mikil alúð lögð í að skapa aðstæður og hanna, þessa fláa í því tilfelli, sem að hentuðu öllum. Sem að tækju tillit til þarfa allra. Sem að tækju tillit til hjólreiðamanna, til gangandi vegfarenda, til fólks sem bundið er við hjólastól og þó um leið til fólks sem fara þarf á milli húsa með hvítum staf og þreifa sig eftir því hvar gatan er. Og auðvitað tengist þetta verkefni líka markmiðum á sviði umferðaröryggis. Við Hjólhesturinn
16
höfum sett okkur markmið um árangur í umferðaröryggi . Að fækka umferðarslysum í borginni. Og með því að bæta og styrkja aðstæður hjólreiðafólks hér erum við að draga úr líkum á umferðaróhöppum og slysum og ná með því þeim markmiðum. Meðal þess sem að við sjáum fyrir okkur á næstu árum má nefna áframhaldandi vinnu við stígakerfið og eflingu þess. En kannski eitt af því sem að er sérlega spennandi og tengist nú þessum stað, því við erum stödd hér í miðborg Reykjavíkur. Það er að í athugun er, í tengslum við þróunaráætlun miðborgarinnar, að koma fyrir hér í gamla bænum stígakerfi, reinum fyrir hjól, á götunum, hér í gamla bænum. Þannig að við eignumst ekki bara stígakerfi sem tengir saman grænu svæðin í höfuðborginni heldur líka stígakerfi hér í hjarta borgarinnar, í miðborg Reykjavíkur. Allt eru þetta í sjálfu sér ekki annað en orð. Og það er stundum sagt um stjórnmálamenn að orð séu ódýr. Ameríkaninn á ágætis máltæki, hann segir “put your money where your mouth is”, láttu féð í það sem þú fjasar um, gætum við kannski útlagt það og ég held að hvað þessi verkefni varðar, getum við hinsvegar alveg afdráttarlaust sagt að einmitt þetta hefur verið gert. Hér á síðustu árum hafa sérstakar fjárveitingar verið settar í verkefni eins og fláana og framlög aukin til þess að efla hér stígakerfið og ég vona og ég býst við því að þannig munum við halda áfram að vinna. En hér eru á dagskránni í dag embættismenn Reykjavíkurborgar sem munu fara yfir stöðu þessara mála og það sem að framundan er, og hafa eins og góðir embættismenn það umfram stjórnmála-manninn sem hér stendur að hafa þekkingu á því sem þeir ætla að ræða og ég hygg að ég láti hér staðar numið en þakka kærlega fyrir þetta boð og þetta ágæta framtak að halda þetta þing en mun ræða ástæður og afleiðingar seinni heimstyrjaldarinnar við annað tækifæri. HH.
AFSLÆTTIR TIL
FÉLAGSMANNA
Eftirfarandi verslanir og þjónustuaðilar veita meðlimum Íslenska Fjallahjólaklúbbsins afslætti gegn framvísun félagsskírteinisins: Stgr. Kort Fálkinn, Suðurlandsbraut 8: af reiðhjólavarahlutum (af reiðhjólum 10%) 20% 15% G.Á.P., Faxafeni 7: af reiðhjólum og -hlutum nema Cannondale 15% 15% Örninn, Skeifunni 11: af reiðhjólahlutum (af reiðhjólum 10%) 15% Hvellur, Smiðjuveg 4c, Kópavog: af reiðhjólum og -hlutum 10% 5% Markið, Ármúla 40: af öllu 10% 5% Skátabúðin, Snorrabraut 60: af öllu. 10% 5% Frísport, (Nike búðin) Laugarvegi 6. 15% 10% Everest, Skeifunni 10% 5% Hjólið, Eiðistorgi: af vörum 5%, af þjónustu 10%, 5-10% Reiðhjólaverkstæði Ása, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, 10% Hljómalind, Laugavegi 39 10% 10% Sportver, Dalsbraut 1, Akureyri 10% 10% Týndi Hlekkurinn, Hafnarstræti 16: af öllu 10% 7% Bílaleigan Bónus, Kleppsvegi 150 10% 10% Gullmótun, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði 15% 15% Ljósmyndavörur, Skipholt 31: af vöru og framköllun, (Fuji filmur 15%) 10% Skyggna myndverk, Laugarveg 178: af öllu 7% 7% Íslandsflug, frítt fyrir hjól í flugi, nema föstudaga og sunnudaga Félagar Fjallahjólafélagsins geta flutt sín hjól endurgjaldslaust þegar þeir kaupa farseðil með flugvélum Íslandsflugs í innanlandsflugi félagsins alla daga nema föstudaga og sunnudaga. Eftirfarandi skilmálar gilda: Félagar kaupa flugmiða skv. almennri farmiðagjaldskrá Íslandsflugs. Ef flogið er með hjólin á föstudögum og/eða sunnudögum þá þarf að borga fyrir hjólin sérstaklega. Sýna þarf félagsskírteini. Ef um hópflutning er að ræða þá þarf að láta vita sérstaklega, svo hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir. t.d. Senda einhver hjól á undan sér. Þetta samkomulag gildir frá febrúar til endan á október 1999. Ekkert aukagjald hjá sérleifishöfum Austurleið, Sérleyfisbílar Selfoss, Þingvallaleið og Norðurleið, bjóða meðlimum Íslenska fjallahjólaklúbbsins frítt fyrir hjól með áætlunarbíum sínum sumarið 1999, nema yfir Kjalveg með Norðurleið. Tilboð þetta miðast við að ekki sé óeðlilega mikill farangur með viðkomandi farþega. Ef þrír eða fleiri ferðast saman á hjólum verður að láta viðkomandi skrifstofu sérleifishafa vita með þriggja daga fyrirvara. Alltaf þarf að sýna félagsskírteini.
17
2. tölublað. 8. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Hjálmanotkun Einn er sá hlutur sem ekki hefur verið fjallað mikið um í þessu blaði, en það er notkun reiðhjólahjálma. Ég vona að flestir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að nota hjálm þegar hjólað er. Samt sér maður á hverjum degi einhvern hjólandi einstakling sem ekki notar hjálm. Langflestir þeirra sem ekki nota hjálm eru fullorðnir og svo einstaka unglingar. Samkvæmt lögum eiga allir sem eru 14 ára og yngri og eru hjólandi að nota reiðhjólahjálm. Ástæða þess að miðað er við þennan aldur er sá, að í þessum hópi verða flest þau slys þar sem reiðhjólahjálmur getur komið að gagni. Reynsla erlendis frá sýnir einnig að reiðhjólafólki á fullorðinsaldri fækkar ef hjálmanotkun er lögleidd jafnt á alla aldurshópa. Við látum börnin okkar nota reiðhjólahjálm vegna þess að okkur þykir vænt um þau og viljum búa þeim sem mest öryggi, hafa vit fyrir þeim meðan þau eru ung og geta ekki alltaf metið sjálf hvað þeim er fyrir bestu. Til eru þeir sem ekki vilja nota hjálm. Segja sem svo: “Ég verð aldrei fyrir bíl, ég hjóla bara á göngustígum og fáförnum leiðum.” Satt er það, að flestar frásagnir í fjölmiðlum segja frá því hvernig hjólreiðamaður sleppur lifandi úr árekstri við annað ökutæki vegna þess að hann var með hjálm. Ástæða þess að slíkar frásagnir fljúga hátt í fjölmiðlum og vekja athygli er einmitt að þær sanna gildi reiðhjólahjálmsins. Að einstaklingar sleppa lifandi úr slysi, sem áður fyrr hefði verið banaslys, þykir svo merkilegt að slíkt kemst á forsíður dagblaða. En það þarf ekki árekstur við bíl til að Hjólhesturinn
18
sanna gildi hjálmanotkunar. Fall af reiðhjóli getur valdið miklum skaða, en draga má verulega úr hættu á alvarlegum meiðslum með því að nota hjálm. Að detta af hjóli er svipað og að láta sig falla úr rúmlega eins og hálfs metra hæð og lenda með höfuðið á undan, því við fall af reiðhjóli á ferð lendir hjólreiðamaðurinn í mörgum tilfellum á höfðinu. Og höggið verður meira eftir því sem hraðinn eykst. Þess vegna erum við alltaf með hjálm þegar við hjólum. Og allir sem á reiðhjólinu eru nota hjálm. Líka yngsti fjölskyldumeðlimurinn sem er í sæti á reiðhjólinu. Þeir sem nota tengivagn aftan í hjólið, svona barnavagn reiðhjólamannsins fyrir allra yngstu börnin, setja einnig hjálm á farþegana sem í vagninum eru. En hvernig á að bera sig að þegar maður ætlar að kaupa reiðhjólahjálm? Fyrst er að velja rétta gerð af hjálm? Ytra byrði verður að vera plastskel sem hylur frauðplastið sem hjálmurinn er gerður úr. Ytra byrði má ekki vera eingöngu frauðplast. Ástæða þess er sú, að frauðplastið er afar stamt, það rennur ekki þegar það lendir á malbiki eða á bifreið heldur stoppar snögglega. Þannig kemur hnykkur á hálsliði þess sem er með slíkan hjálm ef viðkomandi fellur í götuna. Af því geta hlotist alvarleg hálsmeiðsl. Plastið yst á hjálminum dregur úr hættu á slíkum hálshnykk, auk þess sem það gefur hjálminum aukinn styrk. Rispur í plastið, að krota á það með tússpenna eða setja á það límmiða, allt þetta skemmir ytra byrði hjálmsins og dregur úr styrk hans. Límmiðar á hjálminum geta einnig breytt viðnámi hjálmsins við fall þannig að það verði svipað og engin væri plasthlífin.
Líftími hjálma er takmarkaður. Eftir mikið högg á hjálminn þarf að endurnýja hann. Þó að litlar skemmdir sjáist utan á honum þá getur innri grind hjálmsins hafa skemmst. Eftir fimm ára notkun þarf að endurnýja hjálminn, plastið harðnar og rýrnar, við það minnkar styrkur hjálmsins. Þess vegna eru framleiðsludagsetningar innan í öllum vönduðum reiðhjólahjálmum. Þegar hjálmur er keyptur þá þarf að velja rétta stærð. Tölur á miða inni í hjálminum, sem gefa upp stærð hans, skulu vera sem næst ummáli höfðus notenda hjálmsins. Ummál höfuðs er mælt í hring, rétt ofan við augnabrúnir og eyru. Mismunandi þykkir svampar fylgja með hverjum hjálmi sem á að líma á hjálminn að innanverðu þannig að hann passi sem best. Hjálmurinn þarf að sitja þannig á höfðinu þegar hann er spenntur að með báðum höndum sé hægt að hreyfa hann til um nokkra millimetra. Nú erum við nokkru nær um kaup og meðferð reiðhjólahjálma, en það þarf líka að kunna að setja hann rétt á sig. Það er ekki sama hvernig hjálmurinn er settur á höfuðið. Hjálmur sem situr rangt á höfðinu gerir lítið sem ekkert gagn. Algengast er að hjálmurinn sé of laus og sitji of aftarlega á höfðinu. Þá hlífir hann ekki fremri hluta höfuðsins. Hjálmurinn á að sitja beinn ofan á höfðinu, og böndin sem halda honum eiga að mynda eins og V sem kemur saman rétt neðan við eyrað. Sé ýtt beint framan á hjálminn á hann að færast svolítið upp á við, en ekki renna alveg aftur. Hjálmar fyrir börn á aldrinum sex til átta ára
ættu að vera með öryggisspennu. Slík spenna er oftast græn á litinn, og er þannig gerð að ef hjálmurinn festist einhversstaðar, þá losnar spennan við átak sem nemur 12 kílóum. Græna spennan er mikilvægt öryggistæki á alla hjálma hjá yngri börnum, því börn eiga til að fara af hjólinu og gleyma að taka af sér hjálminn. Þá er hætta er á að hjálmurinn festist í leiktæki eða trjágrein. Þannig gæti barnið hreinlega hengt sig í reiðhjólahjálmi með venjulegri svartri spennu. Venjuleg spenna opnast ekki fyrr en við fimmtíu kílóa átak eða meira. Mikilvægt er að græna spennan sé höfð á hlið bandanna sem halda hjálminum en ekki undir hökunni, annars virkar hún ekki. Að lokum langar mig að minnast á algeng mistök sem foreldrar gera varðandi hjálmanotkun barna sinna þegar kalt er í veðri. Það er að troða þykkri ullarhúfu eða eyrnaskjólum undir reiðhjólahjálminn. Það er alveg bannað því þá passar hjálmurinn ekki lengur á höfuð barnsins. Betra er að nota húfur eða lambhúshettur úr þunnu flís-efni eða öðrum gerviefnum. Svo eru einnig fáanlegir þríhyrndir efnisbútar, kallaðir eyrnasneplar, sem smeygt er upp á böndin á hjálminum og virka þá sem eyrnaskjól. Langbest hitatemprun næst með því að nota saman slíka eyrnasnepla og hálskraga úr flísefni. Kragann má hafa um hálsinn eða alveg upp undir augu, allt eftir hitastigi og veðurfari. Þannig verður hjólreiðamönnum á öllum aldri hvorki of heitt né kalt og hjálmurinn heldur áfram að gegna sínu hlutverki. Heimir H. Karlsson. 19
2. tölublað. 8. árgangur
ENDUR
UNNIÐ
Maður dagsins er kjörinn daglega í DV. Einn daginn í fyrra var það íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanessbæjar. Stefán Bjarkason heitir maðurinn og fékk hann áðurnefndan titil fyrir framtak sem kallast: “Á réttu róli á gulu hjóli.” Gula hjólið er vel þekkt fyrirbæri víða erlendis. Um er að ræða einföld ódýr hjól af gömlu góðu gíralausu tegundinni sem eru eign bæjarfélags á hverjum stað, líkt og strætó eða bekkir í almenningsgörðum. Hjólin eru staðsett við strætisvagnabiðstöðvar eða lestarstöðvar og við þjónustukjarna eða verslunargötur. Síðan má hver sem vill taka eitt þessara gulu hjóla og hjóla á milli þeirra staða sem þau eru geymd á. Oftast þarf að borga eitthvert gjald til að losa slíkt hjól úr sérstakri lásfestingu, en stundum er notkun þeirra ókeypis. Með hjálp gula hjólsins er maður fljótari en ef farið væri gangandi og ekki þarf að leita að bílastæði eins og þegar maður er á einkabíl. Áhyggjurnar af því að leggja ólöglega eru engar, það er alltaf pláss fyrir gula hjólið. Ekki hentar öllum að kaupa reiðhjól og fara allra sinna ferða á þann máta, en hinir sömu gætu samt hugsað sér að nýta ýmsa kosti reiðhjólsins. Í Reykjanesbæ var ellefu hjólum komið fyrir í fyrrasumar hjá níu strætóskýlum og það mátti hjóla á milli strætóskýla, með viðkomu í verslun eða þangað sem maður átti erindi, en alltaf átti að skilja við hjólið við strætóskýli að lokinni notkun. Ekkert þurfti að greiða fyrir notkun, og einn starfsmaður bæjarins sá um að koma hjólum aftur á sinn stað ef þurfti. Stofnkostnaður fyrir bæjarfélagið af gulu hjólunum var lítill, þau Hjólhesturinn
20
fengust gefins frá bæjarbúum eftir að auglýst var eftir gömlum gíralausum reiðhjólum. Þá var bara að mála þau strætógul, kannski smáviðgerð hér og þar og fararskjótarnir voru tilbúnir. Reiðhjól af svona einfaldri gerð þurfa heldur ekki mikið eða flókið viðhald, líkt og nýtískuleg fjallahjól. Tilraunaverkefnið: “Á gulu hjóli”, er afbragðs hugmynd, sameinar kosti akandi farartækis og reiðhjóls, dregur úr helsta galla þess að ferðast með strætó, sem er sá að vagninn stoppar oft óralangt frá þeim stað sem maður á erindi á. Notendur spara tíma og peninga, og bæjarfélagið græðir, því fleiri sjá sér hag í að ferðast með strætó. Allir sem einhverntíma hafa lært að hjóla geta notað gula hjólið. Engar flóknar gírskiptingar eða bremsur, og það kostar ekkert. Hvernig væri nú að Reykjavíkurborg gerði tilraun með svipað verkefni? Það mætti hafa gulu hjólin við helstu biðstöðvar SVR og í bílastæðahúsum í miðbænum. Þá mætti fækka bílastæðum við Laugaveg og aðrar götur í miðbænum, leyfa íbúum miðbæjarins að hafa forgang í bílastæðin sem þar eru. Hinir sem þurfa að versla, gætu lagt bílum sínum í bílastæðahús borgarinnar sem oft standa hálftóm, tekið eitt af gulu hjólunum og farið á milli verslana. Engin bílastæðavandræði, minna stress og loftmengun, og minni hávaði frá bílum í miðbænum, því fólk kæmi út úr bílunum og inn í verslanirnar. Slík gæti gert Laugaveginn mun meira aðlaðandi og líflegri heldur en opnunartilboð eða breytingar á steinsteypu og malbiki fyrir tugmilljónir. Heimir H. Karlsson.
Hafnarfjörður Þegar þú vilt kanna nýjar slóðir!
Hjóladagur í Hafnarfirði 12. júní Upplýsingamiðstöðin í Hafnarfirði Vesturgata 8, 220 Hafnarfirði Sími 5650661 fax 5652914 netfang: tourist-info@hafnarfjordur.is www.hafnarfjordur.is/tourist-info 21
2. tölublað. 8. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Nesjavellir og Sprengisandur Nesjavallaferð 1999 Það var rúmlega 30 manna hópur sem var búinn að fylgjast grannt með veðurspánni síðustu daga og mætti svo galvaskur við Árbæjarsafn á laugardeginum í Hvítasunnu uppúr kl 13. Svo ólíklega vildi til að það ringdi ekki þá stundina og miða ég þá fyrst og fremst við veðrið vikuna á undan. Áttin var norðvestan, sem þýddi að við mundum fara létt með ferðina á Nesjavelli þetta árið. Hópurinn við Árbæjarsafn mjög mismunandi að aldri, getu og klyfjum. Kusu sumir að setja klyfjarnar í trússbílinn hjá Frey meðan aðrir vildu nota klyfjarnar sem segl og þeysast áfram. Þrír byssuglaðir peyjar 4 , 5 og 6 ára voru með, einn í kerru og tveir á tengihjólum. Nokkrir klúbbmeðlimir voru að vígja BOB farangusvagnana sína, einnig var með okkur Max nokkur frá Hollandi á hjóli sem er mjög sérstakt því þegar setið er á því hallar hjólreiðamaðurinn sér aftur og fannst okkur hinum þetta mikil jafnvægislist. Sá yngsti sem hjólaði var 7 ára í fylgd með foreldrum og eldri bróður, þetta var því hinn myndarlegasti hópur sem hélt af stað í lögreglufylgd út úr bænum. Byrjaði ferðin á að það sprakk í Rofabænum hjá einum hjólagarpnum en það var ekki lengi gert að redda því. Fengum við fylgd að Hafravatnsafleggjaranum og eftir það hjóluðu allir á sínum hraða og var tekin kaffipása nokkru áður en að Henglinum kom. Í Nesbúð tók Hörður kokkur á móti okkur og var mjör hissa að sjá svo stóran hóp, hélt auðvitað að allir hefðu hætt við. Dreif hann í að láta renna í pottana til að ná úr fólki hrollinum sem kom í kroppinn niður Hengilinn Hjólhesturinn
22
þar sem sumir slógu gömul hraðamet. Eftir sturtu og pottaferð var grillað og farið aftur í pottinn. Þar með voru allar harðsperrur roknar út í veður og vind og allt fólkið hæst ánægt með afrek sitt í fyrstu klúbbferð sumarsins. Um kvöldið fór að rigna og síðan að snjóa og voru nokkrar vangaveltur um morgundaginn og hvort við þyrftum framdrif. Nokkrir gátu ekki verið með okkur allan tíman en höfðu engu að síður gaman af spreita sig á að hjóla annarstaðar en í borginni. Sumir makar og börn komu keyrandi og voru með okkur og fólk hafði þessa ferð alveg eins og það vildi sjálft enda vegalengdin ekkert óviðráðanleg, aðeins 41km og meðvindur. Þegar klúbbmeðlimir vöknuðu á sunnudagsmorgun var snjórinn óðum að hverfa og viti menn, vindurinn líka kominn í bakið. Fólk fór af stað í smá hópum upp úr hádeginu og eitthvað af fólkinu fór Grafninginn. Við fukum í átt til borgarinnar úr kyrrðinni á Nesjavöllum og gekk þessi ferð mjög vel. Þakka ég sérstaklega fyrir frábærar móttökur í Nesbúð og ferðafélögunum fyrir frábæra ferð Alda Jóns Hjólað yfir Sprengisand Mig langar að segja ykkur frá hjólreiðaferð sem ég fór sumarið 1997. Þetta var svo sem ekkert merkileg ferð, nema að af henni má læra margt varðandi undirbúning og skipulag hjólreiðaferða. Um miðjan ágúst lagði ég af stað í hjólatúr yfir Sprengisand. Ég hafði aldrei farið á hjóli yfir Sprengisand áður, svo ég fékk upplýsingar um leiðina hjá kunningja mínum í Íslenska
Fjallahjólaklúbbnum. Hvernig vegurinn væri, bestu leiðir, vegalengdir milli mögulegra gististaða og ýmislegt fleira. Og auðvitað hafði ég lesið þjóðsögur og um náttúrufar leiðarinnar veturinn áður. Áætlað var að hjóla frá Hrauneyjarfossvirkjun til Akureyrar á 4-6 dögum. Lagt var af stað á mánudegi 19. ágúst, og ætlaði ég að taka Norðurleiðarútunna frá Reykjavík upp í efstu búðir við Hrauneyjarfossvirkjun, þar er gististaður sem er kallaður Hrauneyjar. Með því að taka rútuna myndi ég spara mér nokkurra daga ferðalag um slóðir sem ég gæti hjólað næsta sumar. Þá gæfist líka rýmri tími í ferðalagið yfir Sprengisand. Þegar ég mætti á BSÍ, sem er brottfarastaður Norðurleiðar í Reykjavík, þá blasti við mér stórt auglýsingaskilti. “Norðurleið, daglegar ferðir yfir Sprengisand, til 15. ágúst.” Hjálp, það var kominn 19. ágúst, seinasta ferð var semsagt síðastliðinn föstudag. Og ég sem hafði hringt fyrir viku síðan og spurt um áætlun Norðurleiðar yfir Sprengisand á þeim degi sem lagt skyldi af stað. Útskýringuna á þessum misskilningi fann ég í afgreiðslunni, það hafði einhver stelpa í sumarafleysingum svarað í símann þegar ég hringdi. Af þessu má læra, alltaf fara á staðinn í eigin persónu ef mögulegt er og fá skriflegar upplýsingar eða bæklinga, jafnvel kaupa farmiða með góðum fyrirvara. En hausthjólatúrinn minn var ekki ónýtur, rúta með starfsfólk á vegum Landsvirkjunar var á leið upp í Hrauneyjarfossvirkjun eftir nokkrar mínútur. Og þó þeir mættu ekki taka óviðkomandi farþega, þá fékk ég, hjólið mitt og farangur að fljóta með. Það ringdi þegar ég lagði af stað frá Hrauneyjum, þó var veðurspáin ekki svo slæm. En eftir um tvegga tíma hjólatúr var komið rok og rigning. Þegar kílómetramælirinn á hjólinu sýndi að ég var hálfnaður að næsta gististað, Versölum, þá mætti ég hjólandi pari. Stutt stopp og spjall um hvaðan þau væru og hvernig vegurinn framundan væri. Undarlegt
spjall, því vegna veðursins urðum við að kallast á, enda hafði bætt í regnið og vindur aukist. Þau voru holdvot, þó að klæðnaður þeirra væri nokkuð góður og reyndar var ég orðinn vel blautur líka. Sá klæðnaður sem dugar vel í bænum, til að skreppa á hjóli í búðina eða sem regnfatnaður í sunnudagshjólatúrnum, dugar greinilega ekki á hálendi Íslands. Þar gildir það að vera með besta fáanlegan útbúnað. Áfram var haldið og loks þegar veðrið tók að lægja, þá náði ég í Versali. Versalir eru gistiog þjónustustaður langt inni á Sprengisandi, opinn yfir sumartímann. Þar raðaði ég í mig vöfflum með rjóma og sultu og drakk dísætt te með. Hringdi síðan heim og lét vita af ferðum mínum. Hengdi blaut föt til þerris, því næst kvöldmatur, svo heit sturta og svefn. Á hjólaferðum þar sem allra veðra er von, er stundum nauðsynlegt að komast í húsaskjól til að þurrka blautan búnað, eða bara hreinlega að komast í skjól þegar veður gerast válynd. Þannig að þó að hjólaferðalagið sé stundum skipulagt sem gisting í göngutjaldi að mestu, þá er gott að vita um mögulega gististaði eða skýli á leiðinni, áður en lagt er af stað. Auk þess sem nauðsynlegt er að láta vita af ferðum sínum, og ef breytingar verða á ferðaáætlun. Næsta dag var komið ágætisveður, sólskin og gola í bakið frá Versölum að næsta gististað, sem var skálinn í Nýjadal. Eftir góðan morgunverð var lagt af stað. Umferð var meiri en daginn áður, 5 - 6 jeppar og fjallabílar, og vörubíll með vegavinnuefni og skála á tengivagni. Nokkrar sakleysislegar ársprænur sem skáru sundur veginn þurfti ég að vaða á leið minni og á nákvæmlega miðjum Sprengisandi hjólaði ég fram á gangandi mann. Lestur þjóðsagna og dulrænna frásagna veturinn áður ýtti nú hressilega undir ímyndunaraflið. Var þetta huldumaður eða einn af þessum varasömu útilegumönnum? Áræddi samt að taka mannin tali, enda 23
2. tölublað. 8. árgangur
útbúnaður hans ekkert líkur huldumönnum í gömlum þjóðsögum. Nema huldufólkið sé farið að versla í Skátabúðinni eða Útilífi. Svo talaði maðurinn ensku, það gerir íslenskt huldufólk ekki ef marka má þjóðsögurnar. Þessi ferðalangur var á leið gangandi til Skagafjarðar. Áfram hélt ég með smá nestisstoppum og náttúruskoðun. Það er afar fallegt á hálendi Íslands, allir þessir litir í auðninni, fjalla- og jöklasýn, og kyrrðin er engu lík. Félagi minn í Íslenska Fjallahjólaklúbbnum orðaði það þannig, að verðmæti hálendisins yrði aldrei metið í gígawattstundum Landsvirkjunar, miklu frekar í ánægjustundum ferðalangsins. Um kvöldmatarleytið kom ég að skálanum í Nýjadal, í glampandi sól og smá golu. Þar ræddi ég við skálavörð um leiðina framundan, veðurhorfur og fleira. Eftir að hafa fengið mér smávegis í gogginn, var haldið áfram. Við Nýjadal þarf að fara yfir litla óbrúaða jökulá, sem að öllu jöfnu er frekar sakleysisleg. En þetta sumar var hún óvenju vatnsmikil og straumhörð. Mér hafði verið kennt að vaða aldrei yfir á þar sem akandi umferð færi yfir, þar væri oft styst yfir, en jafnan dýpra, vegna þess hve bílaumferðin dýpkaði vaðið. Svo ég hélt spölkorn niður með ánni þar sem hún var breiðari og rann lygnar. Þetta var frumraun mín í því að vaða jökulá og mikið voðalega var vatnið kalt. Fyrst fór ég yfir með töskur og búnað af hjólinu, óð svo aftur yfir til að ná í hjólið. Þá var kallað til mín frá vaðinu, þar voru útlendingar á jeppa á leið yfir og buðu mér far yfir ánna. Það var vel þegið. Mig langaði ekkert til að vaða straumhart vatnið upp á mið læri aftur. En ég var ekki sloppinn, nokkurn spöl frá Nýjadal er Tómasarhagi. Þar eru grasi grónir vellir mitt í þessari stærstu eyðimörk Evrópu, því Sprengisandur er ekkert annað en eyðimörk á norðurhjara. Við Tómasarhaga er önnur jökulsá, sýnu meiri en sú í Nýjadal. Ég varð að hjóla alllangt niður með ánni áður en ég fann stað þar sem hægt væri að vaða yfir. Yfir komst ég, þó að vatnið næði mér upp í klof Hjólhesturinn
24
og ég þyrfti að vaða tvisvar yfir, fyrst með töskur og síðan með hjólið. Þegar vaðið er yfir ár, þá er mikilvægt að fá upplýsingar frá staðkunnugum, hvort og hvar sé hægt að fara yfir. Við vöðum aldrei yfir á, ef við vitum ekki með vissu, hvort einhver hafi vaðið þar yfir nýlega. Upplýsingar fengnar frá staðkunnugum eru alltaf gagnlegar. Nauðsynlegt er að hafa með sér aðra skó sem farið er í áður en lagt er út í ána, því ekki er gott að bleyta þá skó sem gengið eða hjólað er í. Slíkt leiðir bara til fótmeiðsla og bindur snöggan endi á ferðalagið. Flestir notast við gamla gönguskó eða strigaskó, en einnig er gott að nota neopren-skó svipaða þeim sem kafarar og seglbrettamenn nota. Best er að vaða yfir á, þar sem hún er breiðust og lygnust, því þar er hún oftast grynnst. Gott er að horfa ekki alltaf í vatnsflauminn, og alveg sérstaklega ekki þegar farið er yfir grugguga jökulá. Sé horft í strauminn, þá er hætta á að mann sundli og maður missi jafnvægið, betra er að horfa á bakkann hinumegin. Við sjáum hvort sem er ekki í árbotninn og verðum því að þreifa okkur áfram. Mér hlýnaði fljótt eftir að ég klæddi mig í síðu hjólabuxurnar aftur. Og áfram var haldið, smá matar og salernisstopp við Fjórðungsvatn (stærsta klósett sem ég hef.... jamm) og síðan haldið inn á slóðann sem liggur til Laugafells, en þar var ætlunin að hafa næturgistingu. Laugafell er nokkurskonar vegamót skömmu eftir að komið er upp á hálendið frá Akureyri. Þaðan liggja leiðir inn á hálendið, til Skagafjarðar og Bárðardals í Þingeyjarsýslu. Ástæða þess að þar eru vegamót er eflaust að þarna er grasi gróið svæði, og hefur því verið tilvalið til áningar fyrir hestamenn áður fyrr, en ekki síður heppilegur gististaður vegna þess að þarna eru heitar uppsprettur þar sem þreyttir ferðalangar geta skolað af sér rykið og slakað á þreyttum vöðvum. Og svo er örskammt í gott neysluvatn í bergvatnsá sem rennur rétt hjá.
En ég var ekki enn komin að Laugafelli, átti eftir að vaða yfir á sem heitir Bergvatnskvísl, og þar hafði mér verið ráðlagt að tjalda, enda fallegur hvammur, skjólgott, gott að gista og ekki amalegt að sofna við ljúfan ár-nið. En ég vildi komast í Laugafell. Svo áfram hélt ég. Svo fór að dimma, þannig að ég kveikti á ljósabúnaðinum sem ég var með á hjólinu. Rafhlöðurnar áttu að endast í átta tíma, þannig að ég sæi vel vegaslóðann það sem eftir var í Laugafell. Eftir tæpan hálftíma dó á ljósinu, líklega vegna bleytu daginn áður og kuldans sem kom nú um leið og tók að dimma. Ekki var hægt að hjóla í myrkrinu, alskýjað og ekkert tungsljós, og ansi dimmt uppi á fjöllum í lok ágúst. Svo ég gekk í rúma tvo tíma og leiddi hjólið þar til ég kom í Laugafell, og tjaldaði þar í niðamyrkri. Um morgunin var komin hvöss norðaustanátt, og þegar ég kom út sá ég að ég
Spurt og svarað - Ný keðja Ég var að skipta um keðju á hjólinu mínu. Ég er með átta hjóla krans að aftan (’94), XTskipta á stýri og afturhjóli og um daginn pantaði ég mér keðju úr Erninum. Ég fékk þó ekki nákvæmlega sömu keðjuna og ég var með en tölurnar virtust passa saman. Gamla keðjan var KMS-keðja, krómlituð, en sú nýja er KMS-keðja, svört. Ég var mjög ánægður með gömlu keðjuna. Vandamálið núna er að nýja keðjan virðist vera miklu slakari en sú gamla. Ég er búinn að stytta hana þannig að hún er tveimur hlekkjum styttri en gamla keðjan. Kveikir þetta á einhverjum perum hjá þér? Ekki er sjáanlegt mikið slit á afturkransinum en miðhjólið að framan er orðið ansi lúið, þó ekki þannig að til vandræða sé. Hvað er til ráða? Getur verið að keðjan sé ekki sú rétta eða þarf ég að endurnýja kransinn? Pétur Ef ég skil þig rétt þá varst þú að setja nýja keðju á gamlan krans. Ef hann er frá árinu 1994 hlýtur hann að vera orðinn nokkuð slitinn þó
hafði tjaldað í myrkrinu örskammt frá skilti sem bannaði tjaldstæði. Eftir notalegt bað í heitri laug við skálann var lagt af stað um hádegisbil. En ferðin breyttist fljótt í gönguferð vegna hvassviðris, og nokkru seinna bættist rigning við. Þannig var gengið og hjólið leitt, þar til halla tók undan fæti niður í Eyjafjörð. Þar var nokkurt skjól en mikil rigning. Ferðin gekk hægt, og rigningin var ógurleg. Heldur stytti þó upp þegar nálgast tók Akureyri, og þangað kom ég eftir rúmlega tólf tíma hjóla- og gönguferð frá Laugafelli, holdvotur en ánægður með að vera kominn í húsaskjól. Ég hafði lært mikið af ferðinni, bæði hvað undirbúning og búnað varðar. Og þó hún væri slarkkennd á köflum, þá var strax farið að áætla næstu ferðir, næsta sumar. Heimir H. Karlsson.
það þurfi ekki að sjást á honum. Ég veit ekki alveg hvað er vandamál hjá þér en mig grunar að keðjan hoppi á tannhjólunum með góðum smelli eða smellum. Ef hjólið hefur verið notað þá má búast við því að tannhjól séu slitin. Það er því nær regla frekar en undantekning að þú þarft að skipta um afturkrans um leið og þú skiptir um keðju. Svona í leiðindi ættir þú að athuga hvort ekki þurfi að skipta um einhver tannhjól á sveifinni. Það er þess virði að endurnýja alla þessa hluti svona í byrjun sumars, sérstaklega ef slit er farið að gera vart við sig. Nýja keðjan sýnist mér að sé ódýr gerð og líklega ódýrari en sú gamla. Það þarf hinsvegar ekki að segja til um gæðin. Í prófunum eru það ekki endilega “fínustu og dýrustu” keðjurnar sem fá bestu dómana. Gallinn við þessar svörtu er sá að þær eiga auðveldara með að ryðga. Notaðu þessa keðju í sumar og skiptu svo aftur í haust. Þá er ólíklegt að þú þurfir að skipta aftur um tannhjól en getur þá fengið þér ryðfría keðju. Kveðja MBerg. 25
2. tölublað. 8. árgangur
KJARNA
KONUR
Með skammbyssu í hnakktöskunni Full Tilt; Dunkirk to Delhi by Bicycle. Höf. Dervla Murphy. Í jólakaffi klúbbsins sl. desember rak ég augun í bók þessa í hillunum og ákvað að fá hana lánaða til vara ef bókajólin í mínum pökkum myndu alveg bregðast. Svo varð reyndar ekki en þessi bók naut hins vegar fyllsta forgangs hjá mér þessi jól, enda frábærlega skrifuð og synd að sjá að hún (a.m.k. þetta eintak) hefur ekki verið lesin af öðrum en mér ennþá. Höfundurinn er írsk kona sem hefur varið fjölda ára í að ferðast um heiminn (aðallega hjólandi) og skrifa ferðasögur. Þessi ferð hennar var hins vegar sú fyrsta. Farin 1963, þegar höfundurinn var 32 ára, að láta 22 ára draum rætast. Ferðin tók alls 6 mánuði en af þeim hjólaði hún 50-60 daga, að meðaltali 110 km. á dag eða alls rúmlega 5000 km. Ferðalagið tók Dervlu í gegnum Frakkland, Ítalíu, fyrrum Júgóslavíu, Búlgaríu, Tyrkland, Íran (þá Persía), Afganistan og Pakistan. Fyrri hluta leiðarinnar hjólaði hún lítið, enda lagði hún af stað í janúar ’63 sem var kaldasti vetur í Evrópu þá í 80 ár og snjór á öllum fjallvegum. (NB. til að fyrirbyggja allan misskilning, þá var hjólið hennar (Roz í kvk.) ekki fjölgíra fjallahjól) þennan hluta leiðarinnar upplifði hún sig því fremur sem flóttamann en ferðamann, ýmist undan snjóbyljum, flóðum eða í einu tilfelli úlfum. Hin eiginlega ferðasaga hefst því ekki fyrr en í austurhluta Tyrklands (Azerbaijan), á leið að landamærum Persíu (Íran), sunnan með fjallinu Ararat. Þessi heimshluti er
byggður Kúrdum og segir sagan að sá þjóðflokkur sé sprottinn út af 400 hreinum meyjum sem létu glepjast af djöflum nokkrum á leið sinni í kvennabúr Salomons konungs, og telur Dervla kynni sín af þeim staðfesta það mjög. Varð hún á þessu landsvæði fyrir öllum þeim þremur árásum sem hún varð fyrir í þessari ferð. Hún var með litla skammbyssu með sér í ferðinni og varð það henni til happs í fyrstu tvö skiptin, þar sem hún náði að skjóta árásarmönnunum skelk í bringu. Annarsvegar þar sem hún vaknaði uppi á lofti í ólæstum geymslukofa lítils þorps þar sem henni hafði verið boðin gisting, með glæsilegan Kúrda í rúminu sínu, en byssuna undir kodda og skaut e-ð uppí loftið og fældi þar með hinn mannasiðalausa aðdáanda á burt. Hinsvegar þar sem 3 eldri bændur ágirntust að því er virtist hjólið hennar þar sem þær lágu saman í pásu við vegarkantinn. Síðasta árásin var af nokkuð öðrum toga, þar sem lögreglumaður þorps eins (vopnaður að sjálfsögðu) kvaddi hana með sér “á stöðina” og komst mín kona undan við illan leik, en ósködduð. Í Teheran dvaldist Dervla í 10 daga, þar sem opinberar stofnanir voru allar lokaðar vegna hátíðarhalda Síka, auk þess sem vegabréfsáritun til Afganistan, var hreint ekki auðfengin, enda landið þá sem oft síðar undirlagt borgarastyrjöldum ásamt andspyrnu innfæddra gegn rússneskum herafla sem um árabil hélt til í landinu. Hvorki Íran (Persía) né Afganistan voru á þessum tíma fallin undir stjórn heittrúaðra
múslima, þannig að formlega voru engar hömlur á ferðum eða hegðun erlendra kvenna, en engu að síður þótti ferðalag þessarar írsku konu vera óðs manns æði, og virtust starfsmenn sendiráða líta svo á að þeir væru að undirrita dauðadóm hennar frekar en vegabréf. Í byrjun apríl lagði Dervla svo af stað frá Teheran í austurátt og eftir um 150 km.fyrsta daginn á andstyggilegum vegum sem hún var þó farin að venjast, í sterkum meðvindi og þægilegum hlýindum skrifaði hún; “þetta land er virkilega fallegt og hver míla frá Teheran hrein sæla, jafnt sæla þagnarinnar og víðáttunnar sem og fegurðarinnar. Þessar óendanlegu sveigðu línur sléttunnar og fjallanna eru eins og vímugjafi fyrir eyjabúa og sambland DERVLA skugganna á gróðurvana hæðunum mikil litasinfónía. Samt er þetta aðeins einn þáttur þessa svæðis, því sem bakgrunnur daglegs lífs er það grimmt og öll ræktun endalaus barátta, þar sem sigurinn skilar ekki háum vinningi. Aðalræktunin er á hveiti og að koma að ferskum grænum ökrunum er kærkomin hvíld fyrir augun eftir 30-50 km af grábrúnni eyðimörk titrandi í miðdegishitaþokunni. Leirþorp svæðisins eru mun betur byggð en í vestur Persíu, þar sem húsin eru mjög frumstæð. Hér eru þau mjög aðlaðandi, með sveigðum þökum og litlum “gotneskum” gluggum og hreint ekki öll eins. Mig langaði ákaflega að taka af þeim myndir, en þar sem múslimar eru svo viðkvæmir í þeim efnum, þótti mér ekki ráðlegt að stofna í hættu vinsamlegu sambandi við heimamenn. (.....) það hljómar kannski kjánalega, en ég held því fram að ég fái andrúmsloft staða á tilfinninguna eftir 5 mínútna samskipti við
íbúana, og í dag hafði ég ekki nokkrar áhyggjur af að skilja Roz og farangurinn eftir í miðju þorpinu, og þó ég fyndi hana síðan varla aftur umkringda a.m.k. 100 skítugum, tötraklæddum börnum, hafði ekkert verið snert. Það er mín reynsla að þetta sé hinn ríkjandi heiðarleika “standard” í Tyrklandi og Persíu, -a.m.k. gagnvart gestum-, og Azerbaijan eina undantekningin.” Leið hennar lá svo áfram og yfir afgönsku landamærin, áður hafði Dervla þó komist að raun um að múslimsk viðgerðarhæfni tók hennar eigin ekki fram, þegar hún (grátandi inn í sér) hafði orðið vitni að því að hjálpsamir Persar negldu skrúfuna sem halda átti bögglaberanum á sínum stað, í með hamri og virtust ekki hafa séð skrúfjárn, né vita hvernig átti að nota það. Reyndist þessi aðferð hafa töluverð eftirköst og bögglaberinn eftir það festur með reipum og teipum og ákvað Dervla þá að annast viðgerðir á sínu farartæki sjálf (en því hafði hún litla reynslu af áður) eða deyja ella. Hin forna borg Herat var annar næturstaður Dervlu í Afganistan, og þar byrjar að þróast vaxandi hrifning hennar á afgönsku samfélagi og fólki. Menn sýndu henni almennt kurteislegt afskiptaleysi, sem hún með tímanum sannfærðist um að stafaði af furðu og feimni, fremur en fjandskap. “Hinn venjulegi Afgani er bæði harðduglegur og afslappaður og hefur mikið af skapgerðareinkennum sem sálfræðingar s.k. þróaðra ríkja eru í óða önn að hvetja fólk til að enduruppgvötva. Hann er skapgóður en ekki málgefinn, elskar tónlist og raular oft með sjálfum sér tímunum
saman. Einnig ann hann fuglasöng og blómum og er mjög næmur fyrir fegurð náttúrunnar og yfirleitt góður við dýr. Ekki aðeins hina frábæru reiðhesta heldur líka múldýrin, sem hann oftar ýtir mildilega í rétta átt, fremur en að nota svipuna, kameldýrin sem að vísu sýna lítil merki um að endugjalda ástúðina og geita og kindahjarðirnar, hvar af ein er oft höfð fyrir sérstakt gæludýr. Mest alls elskar hann börnin sín, sem geta auðveldlega orðið 30 alls, ef hann hefur efni á þeim 4 konum sem talið er best. Hann er, auðvitað skapbráður og laus höndin ef hann reiðist, en um leið og deila hefur verið leyst þannig að hvorugur aðili glati virðingu sinni, faðmar hann andstæðing sinn og þeir bresta óðara í hástemmdan dúett. (Ekki er hægt annað en að dást að skynsemi Muhammeds að banna áfengi meðal fólks síns, því ef þeir stoppuðu jafn oft á pöbbum og í tehúsunum, myndi hinn islamski heimur fyrir löngu hafa útrýmt sjálfum sér). Hann virðist ónæmur fyrir harðræði og þolir mikinn líkamlegan sársauka án nokkurs volæðis og er alls óttalaus í bardaga. Í stuttu máli, maður að mínu skapi.” Fremur afgerandi nágrannaerjur fóru ekki fram hjá Dervlu, en ollu ekki öðrum óþægindum en þeim að rifbeinsbrotna, þegar riffilskaft rakst óvart í hana í ástríðufullum deilum um fargjald í yfirfullri rútu sem hún neyddist til að taka vegna vegatálmana. Rútuferðin minnti einnig á síðri hlið menningar múslima, þ.e. meðal farþega voru tvær konur á leið á sjúkrhús vegna veikinda. Engu að síður máttu þær dúsa um 1000 km leið eftir fóstureyðingarvegum í steikjandi sólarhita að deginum en að frostmarki yfir nóttina, ásamt hinum húsdýrunum og Roz, reyrðar uppi á þaki rútunnar. Dervla fór eftir suðurhéruðunum til höfuðborgarinnar Kabúl og þaðan upp Gorband dalinn í átt til Bamían, þar sem Hjólhesturinn
28
hinir víðfrægu, risastóru Buddhar eru höggnir í klettaveggi milli hella þar sem buddamunkar dvöldu við íhugun, en þau trúarbrögð liðu undir lok á svæðinu eftir innrás Genghis Khan 1222. Þessu svæði lýsir hún sem sýnishorni af Paradís, bæði vegna fegurðarinnar og samspils manns og náttúru í fullkomnu jafnvægi. Þegar mín kona fékk sig loks til að yfirgefa hina ástkæru afgönsku þjóð og halda austur til Pakistan, sló hana hinn mikli efnahagslegi munur milli nágrannaþjóðanna, sem og hitinn sem í byrjun júní var óvenju hár, allt að 45,5 C. Þann dag komst hún rétt tæpa 45 km frá 5.30-16.30 með 1. klst. lúr í eina skugganum sem hún fann á leiðinni, við eina lækinn. Stærsti hluti leiðarinnar var í djúpum sandi og ringluð af hitanum hélt hún ekki jafnvægi á hjólinu, auk þess að vera dauðhrædd um að rekast í einhvern sjóðheitan málmhluta þess. “það versta fyrir utan bylgjandi hitann, ógnvekjandi lyktina af brennandi eyðimerkursandi, þurrkinn í munni, nösum og augum, þannig að ýskraði í augnlokum ef ég reyndi að depla þeim, brunasárstilfinninguna í lungunum, yfirþyrmandi vímugefandi uppgufunina af sólsteiktu timiani og salvíu, var að heyra allan daginn í ánni stutt frá, djúpt ofan í ókleifum farvegi sínum.” Sá kafli af bókinni sem mér fannst lang skemmtilegastur er lýsing af ferðinni niður frá Gilgit (fyrrum miðpunktur vöruskipta eftir “Silkiveginum” sem var samgönguæð til Kína, Indlands og mið-Asíu um aldir) í norður Pakistan yfir Babusar skarð og niður í Kagan dalinn, og þykir með afbrigðum erfitt yfirferðar. Nú hefur verið malbikaður og brúaður vegur um þessar slóðir (Karakorum Highway) og hugleiðingar Dervlu um þær fyrirætlanir við komuna til Gilgit í flugvel eru athyglisverðar, en eins og flestir vita hefur þessi, þá einangraði
fjalladalur, orðið þó nokkur túristamiðstöð (sérstaklega fyrir vestræna fjallaklifrara), og lýsingar hennar á lífsháttunum, furðu þorpsbúa yfir verkfræði reiðhjólsins, hinum algera skorti á þrifum og læsi og þ.m. áhyggjum af öðru en næstu máltíð, því líklega orðin úrelt á aðeins 36 árum. “Þegar við flugum hjá hinu 26.000 feta Nanga Parbat, hvers þrefaldi tindur ríkir ofar þúsundum snæviþakktra fjalla sem þekja sjóndeildarhringinn, varð ég skyndilega afar meðvituð um hversu röng aðferð þetta var til að nálgast svo stórfenglegt landssvæði. Maður á að ávinna sér þann rétt að fá að augum líta slíka fegurð og mér fannst ég vera svindlari og móðgun við hin stoltu fjöll, í þessarri andstyggilegu, hávaðasömu vél sem innihélt mig. Þú munt líklega ásaka mig um ólíðanlega rómantík, en ég er ekki viss um að það sé rétt. Því meira sem ég sé af óvélvæddum stöðum og fólki því sannfærðari verð ég um að vélar hafa gert ómældan skaða og stuðlað að því ójafnvægi sem nú er í samskiptum manns og náttúru. Sú staðreynd ein að við hugsum og tölum um náttúruna, sem eitthvað fyrirbæri til að dást að, forðast, fræðast um eða mála, lýsir best fjarlægð okkar frá henni.” Þegar Dervla var á sínu ferðalagi var einungis fært þessa leið þrjá mánuði á sumrin, þegar jöklar voru bráðnaðir og yfir óljósa vegaslóða að fara. Þegar hún lagði í hann var leiðin rétt að verða fær, jöklar að bráðna og færast úr stað, brýr að gefa sig fyrir vatnselg og einungis slóð eftir frumkvöðla sumarsins, 3 menn og 4 smáhesta, að styðjast við. Hún var einnig vannærð til nokkurra daga, þar sem þorpin á leiðinni frá Gilgit (Juglote, Goner og Chilas með dagleið á milli) voru nánast matarlaus eftir veturlanga einangrun. Þurrkaðar apríkósur gjarnan eina fæðan. Og þennan dag sem frá greinir var ekki um neinn mat að ræða utan nokkrar maískökur í morgunmat.
“Þegar hér var komið virtust skýin afar dökk og nálæg og ágengur vindurinn þeytti litlum snjókornum allt í kringum mig á stundum. Ég naut þessa veðurs og ferskleika loftsins berhöfðuð. Háir tindar umkringdu mig og byrgðu sýn til dalsins fyrir neðan og einstaklega ánægjulegt að dveljast ein meðal þeirra með kaótískt hljómfall bergmálandi þruma í bakgrunninum. Ég var nú hærra uppi en nokkurn tíma á ævi minni og þegar ég stoppaði á 6 mínútna fresti til að ná andanum, hljómaði hjartsláttur minn af sama krafti og þrumurnar í kring. Þetta hræddi mig í fyrstu þar til ég áttaði mig á að þessi tilfinning um að vera síendurtekið við dauðans dyr var aðeins aðferð fjallanna til að stríða ókunnum. Þegar ég var hálfnuð upp virtist viska smáhestanna hafa brugðist og slóðin rakst aftur og aftur á útstæðar klettanibbur og í hvert skipti sem ég bar Roz yfir eina virtist sem ég myndi hníga örmagna niður. Sumstaðar var snjórin svo mjúkur að ég sökk að hnjám, en stundum svo freðinn að slóðin hvarf með öllu og ég hélt mér fastri með því að höggva niður negldum skónum. Eftir um 11/2 tíma af þessum barningi var ég kominn á það furðulega stig þegar maður trúir því eiginlega ekki að maður muni nokkurn tíma ná á áfangastað og eina skynjanlega hugarstarfsemin er gleðin (óskiljanlegt, ef ekki hreinlega ónáttúrulegt fyrir sumt fólk) af að pína líkama sinn til hins ýtrasta. Þá eftir að hafa dregið Roz upp enn einn snarbrattann og yfir enn eina jökultunguna, var ég skyndilega stödd á sléttlendi, með opnu útsýni til austurs og suðurs, sem ég gerði mér fljótlega grein fyrir að væri hinn langþráði Babusar toppur. Ég var nátturulega ofurspennt að ljósmynda Roz á þessum sögulega stað, sem vegna geðveilu eiganda síns var fyrsta reiðhjól sögunnar til að fara yfir þennan fjallgarð (........). Þrumunum hafði nú létt og storminn lægt og þögn fjallanna minnti mig 29
2. tölublað. 8. árgangur
á þögn stórra miðaldakirkna um miðaftan. Samt sem áður gat ég ekki leyft mér að halda lengi kyrru fyrir, þar eð ég átti enn ófarna tæpa 25km að botni Kagan dalsins. Í ákafanum að komast upp, hafði ég ekki íhugað vel hvernig ég ætlaði að bera mig að á niðurleiðinni; hugsanlega var heilinn á mér farinn að bregðast við vítamínleysinu, því ég hélt að þegar ég væri komin suður yfir skarðið yrðu allir erfiðleikar fyrir bí. (.......) Hálftíma síðar varð ég að endurskoða þá firru. Fyrsti ágalli slóðarinnar kom í ljós þegar ég kom að brúarlausum brúarstólpum í fyrsta dalnum á niðurleiðinni. Smáhestarnir höfðu augljóslega ekki snúið við, en jarðvegurinn var of harður á árbakkanum til að gefa nokkra vísbendingu um vað. Hvar ég stóð í öngum mínum, birtist mér svört kú ein á ferð nokkru ofar við ánna og stefndi bent á hana. Ekki var um annað lífsmark að ræða og eftirá held ég að kúin sú hljóti að hafa verið verndarengill minn dulbúinn. En þá og þegar gafst mér ekki tóm til að velta ætterni hennar og uppruna náið fyrir mér heldur hjólaði sem mest ég mátti að þeim punkti árbakkans sem hún stefndi á. Þar losaði ég hnakktöskuna í flýti og festi á höfuð mér, tók Roz undir vinstri handlegginn og lagði þann hægri svo auðmjúklega um háls kýrinnar, sem ekki tjáði nein mótmæli og lögðum við svo í mesta samlyndi í ánna. Ekki kom til þess að ég þyrfti að hanga alfarið á vinkonu minni, en elgurinn var slíkur að ef hún hefði ekki brotið hann fyrir mig hefði ég án efa misst fótanna. Hún virtist hins vegar alvön þessu hlutskipti og við komumst yfir án erfiðleika, nema ef kalla skyldi það erfiðleika að þvælast um með 2/3 líkamans í nýbráðnuðum jökli.” Stuttu síðar þurfti Dervla að koma sér yfir nýupp-sprottna Kagan ána óbrúaða að öðru en með bráðnandi jökultungu sem hún lét Rox renna fríhendis niður og fór sjálf á Hjólhesturinn
30
rassinum niður. Síðasta hlutann fór hún samferða smáhestaleiðangrinum sem vísað hafði henni vegin þennan dag, og var leiðtogi hans á þeim aldri að í Evrópu myndu verndandi afkomendur ekki hleypa honum úr húsi á rigningardegi. Treysti hún reynslu þeirra í að klífa snjóbrýr og þakkaði Guði (Allah) að ekki fyrr en síðar heyrði hún af drukknun 6 innfæddra á sömu slóðum við sömu iðju. Eftir þetta lá leið Dervlu niður eftir Kagan dalnum og svo aftur til höfuðborgarinnar, Rawalpindi (nú Islamabad) og síðan til Lahore á landamærum Pakistan og Indlands og svo sem leið lá yfir Punjab hérað norðvestur Indlands og til Delhi. Þessum hluta leiðarinnar lýsir hún sem niðurtúr eftir einhæfu landslagi, meðal lítt aðlaðandi Shíka og saknar mjög hinna stoltu og hreinskiptnu Afgana og norður-Pakistana, og stórbrotnu landslagi. Við lestur þessarar bókar hvarflaði að mér hve gaman hefði verið ef þessi einstaka kona hefði einhverntíma lagt til atlögu við íslenska náttúru og menningu og skrifað um þau átök af því einstaka innsæi og rithæfni sem glöggva gests augun hennar öðrum fremur. Ennfremur var ég í sama mund að lesa bók Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, sem lýsir vel tilgerðarlegri og tilgangslausri tilveru fjölmiðlaofmettaðs ungs samlanda okkar og studdi sá samlestur mjög þá skoðun Dervlu Murphy, að við værum á villigötum í skiptingu okkar á ríkjum í “þróuð” og “vanþróuð” en nær væri að tala um siðmenntuð, ósiðmenntuð og ofþróuð eða úrkynjuð ríki. Bára Bryndís Sigmarsdóttir.
31
2. tรถlublaรฐ. 8. รกrgangur
SIGTAÐ Á