FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík 3. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR. Okt 1999
Í FJALL AFERÐ MEÐ FJÖL SKYLDUNNI FJALLAFERÐ FJÖLSKYLDUNNI
NÝTT
NAFINU
Aðalfundarboð Fimmtudaginn 4. nóvember, kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur Íslenska Fjallahjólaklúbbsins í Þróttheimum, við Holtaveg, þar sem klúbburinn hafði aðsetur fyrstu árin. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn og nefndir fara yfir störf sín síðastliðið ár, reikningar verða lagðir fram og samþykktir, kosin verður ný stjórn (eða sú gamla endurkjörin) og opnað fyrir almennar umræður um starfið. Fólk skráir sig síðan í nefndir eða tekur að sér ákveðin verk eftir áhuga. Mætum öll og höfum skírteinin með. Stjórnin
sameiginlega kvöldmáltíðin okkar á þessari öld og munið, ekki koma með hjólin upp stigann. Jói
Leggðu hönd á plóg Með nýju starfsári vonumst við líka eftir nýju fólki í nefndir, fólk með nýjar hugmyndir og nýjan kraft. Því fleiri sem leggja hönd á plóg, þeim mun meiru fáum við áorkað. Það er nóg fyrir alla að gera; húsanefndin sér um klúbbhúsið okkar og opna húsið þar, ferðanefndin skipuleggur ferðir sumarsins á vorin áður en dagskrárbæklingurinn er útbúin og sér um Uppskeruhátíð ÍFHK framkvæmd þeirra. Laugardaginn 13 nóv kl. Það er allra í klúbbnum 20,00 að Austurbugt 3, að útvega efni í fréttabréfið verður haldin uppskeruhátið okkar og á heimasíðuna en ÍFHK, við munum fá mat ritnefndin sér um sendan á staðinn en fólk er Nú er loks búið að gera uppsetninguna og útgáfuna. beðið um að koma sjálft með átak í að fjarlægja kannta Þar er tækifæri fyrir drykkjarföng. Verð á mat er eftir Miklubraut og því áhugasama að taka við ca. 1500 kr. þarf ekki að fara í gegnum útgáfunni af Páli Guðjóns Þeir sem hafa áhuga á því þetta forarsvað lengur. sem hefur séð um hana að mæta vinsamlegast Til hamingu! undanfarin ár. staðfestið það sem fyrst eða Kynningar og í síðasta lagi á aðalfundinum 4 nóv. fjáröflunarnefnd er hópur sem sér um að Staðfestingu má senda til kynna klúbbinn útávið, dreifa bæklingum joile@kraftur.is eða í síma 5677100 og og síðast en ekki síst að afla klúbbnum fjár 5888071 á kvöldin, með uppákomum eða auglýsingum í Einnig verður skráningarblað í Hjólhestinn. klúbbhúsinu, æskilegt væri að fá 500 kr. til Í vetur viljum við setja saman öflugan staðfestingar á þátttöku. vinnuhóp til að setja niður á blað hvað við Athugið að þetta er síðasta viljum frá yfirvöldum, t.d. í skipulagsmálum, Hjólhesturinn
2
frágangi stíga, merkingum vegna framkvæmda, hjáleiðir framhjá framkvæmdum og annað sem brennur á okkur. Við viljum koma á góðri samvinnu við yfirvöld og framkvæmdaaðila, því þannig áorkast mest. Það má spara vinnuna með því að nefndin kynnti sér hvaða staðlar eru í gangi í nágrannalöndunum og EB og byggja á þeirri vinnu. En það er margt annað á döfinni, t.d. að auka unglingastarfið, prófa að hafa opið hús á laugardögum og fl. eftir því hvað fólk er tilbúið til að gera. PG Það vantar efni frá þér í Hjólhestinn Allt efni er velkomið, ferðasögur, pistlar, reynslusögur, hugleiðingar, teikningar, skemmtileg slagorð, þýðingar á athyglisverðu efni. Ekki væri ónýtt að heyra af batnandi ástandi og aðstæðum
BREKKUSTÍGUR
-
hjólreiðamanna einhversstaðar, Reykjavíkurborg hefur nefnilega verið nokkuð dugleg við úrbætur víðsvegar um borgina í sumar þó margt mætti betur fara við þær stórframkvæmdir sem í gangi hafa verið síðasta árið. Gaman væri að heyra af framkvæmdum og framförum í ykkar hverfi eða heimabyggð. Einnig væri skemmtilegt að fá nýjar ferðamyndir til að skella í myndagallerí á heimasíðuna. Við getum skannað inn af pappír, filmu eða slides og jafnvel náð myndum af video. Hver veit nema þú eigir næstu forsíðumynd? PG. Reykjavíkurmaraþon 22. ágúst 1999 Eins og oft áður var Íslenski fjallahjólaklúbburinn beðinn um að aðstoða hlaupara og var orðið við þeirri beiðni. Fengu þessar 10 hjólakempur mikið hrós
NÝJA KLÚBBHÚSIÐ
-
FRAMNESVEGUR
Útgefandi:
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, er opið fimmtudagskvöld frá 20:00 Heimasíða: www.mmedia.is/ifhk - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Páll Guðjónsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson, Elvar Ástráðsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Jón Örn Bergsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annarra félaga Íslenska Fjallahjólaklúbbsins 3
3. tölublað. 8. árgangur
fyrir frammistöðu sína og er því hér með komið á framfæri til allra sem hjálpuðu til við hlaupið. Við lærðum ýmislegt sem við viljum að fari betur næsta ár og var það helst að við hefðum mátt vera fleiri. Sérstaklega í Borgartúninu þar sem mikið var kvartað yfir umferð og tillitsleysi. Eins stefnum við að því að koma okkur upp vestum eða jökkum sem eru allir eins, í skærum litum með merki okkar til að það sjáist að við erum ekki bara þarna upp á punt og þá fáum við smá auglýsingu í leiðinni, því að hópur fólks sem er eins klæddur vekur frekar athygli en mislitur hópur einstaklinga. Reyndar þyrftum við að fá styrktaraðila til að fjármagna þetta. Einnig var verið með smá kynningu á klúbbnum en það hefði líka mátt vera betur að henni staðið. Ég held að ef við hefðum verið betur merkt þá hefðum við fengið fleiri spurningar og meiri umræðu. Við vinnum í þessu fyrir næsta ár því að það fólk sem við töluðum við var mjög jákvætt í okkar garð en oftast hélt fólk að við værum bara á hjólum upp um öll fjöll og að ÞAÐ hefði ekkert að gera í þannig klúbb. Skipulagskveðjur Alda Jóns Dagskrá Hér eru helstu dagskrárliðir á næstunni en að sjálfsögðu er opna húsið aðalatriðið eins og vanalega. Það er opið hús öll fimmtudagskvöld eftir kl. 20 í klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2. Þar er lífleg umræða, besta úrvalið af hjólablöðum og góð aðstaða til að dytta að hjólunum. 4 nóv. Aðalfundur í Þróttheimum við Holtaveg kl 20:00. 12 nóv. Uppskeruhátíð í Austurbugt 3, kl. 20:00 18 nóv. Vetrarnámskeið. Farið yfir helstu þætti vetrarhjólreiða og fjallað um vetrarfatnað og búnað. Hjólhesturinn
4
21 des. Kökuveisla að okkar sið í lúbbhúsinu. Hver og einn mætir (helst) með heimabakað. Jan 2000 Stefnt að helgarferð í Húsafell, stuttur fyrirvari með tilliti til veðurs. Skráning í klúbbhúsinu. Tímasett síðar og tilkynning á tölvupósti og heimasíðu. Feb 2000 Myndasýning úr sumarferð MB. Tími og staður sent á tölvupósti síðar til félagsmanna og á heimasíðuna. Myrkrið og göngustígarnir Hvers vegna þurfum við að vera með ljós á hjólinu? Við sjáum nú yfirleitt hvert við erum að fara, allar götur og flestir stígar eru upplýstir eða njóta birtu frá nálægri lýsingu. En það er ekki nóg að sjá, við verðum líka að sjást. Við erum ekki ein á ferð, það eru fleiri, akandi, gangandi og hjólandi. Jafnvel þó að við hjólum aðeins eftir fáförnum stígum eða eftir gangstétt, þá þurfum við að vera sýnileg. Það er jafn mikilvægt og að sjá hvert við erum að fara. Þess vegna er mikilvægt að við notum viðeigandi ljós á reiðhjólið. Aðrir þurfa einnig að vera sýnilegir í rökkrinu, til dæmis gangandi vegfarendur sem oft deila göngustígum og gangstéttum með hjólandi fólki. Og einn er sá hópur vegfarenda sem alltaf gleymist í rökkrinu, það er fólkið sem fer út að ganga með hundinn sinn. Ég veit dæmi þess, að hjólað var á band sem í hélt gangandi vegfarandi með hund á hinum endanum. Fyrir utan það að slíkur árekstur veldur hjólreiðamanninum slæmri byltu, þá verður hundurinn einna verst úti. Það er illa farið með þennan besta vin mannsins að meiða hann eða slasa til ólífis, aðeins vegna þess að eigandinn hirti ekki um að hundurinn sæist í myrkrinu. Lausn á þessum vanda er til dæmis að setja endurskinsmerki á hálsband hundsins þegar farið er út með hann í göngutúr. Enn betri hugmynd sá ég þó á Akureyri, þar var
eigandinn búinn að setja rautt bikkandi ljós á paradís var þarna í Kjósinni. Við hjóluðum 83 hálsól hundsins, svona svipað ljós og notað km fyrri daginn inn Hvalfjörðinn, framhjá er aftan á reiðhjól eða trimmarar nota. Slíku Meðalfellsvatni og inn á veginn sem liggur inn ljósi má auðveldlega smella á ól hundsins á Þingvallaveginn, á Mosfellsheiðinni um áður en farið er út í kvöldlabbitúrinn. Og Kjósarskarð. Þar slógum við upp tjaldi og hentugt er að geyma það hjá göngubandinu, slökuðum á eftir erfiða umferð í Hvalfirðinum svo það gleymist ekki. og mótvind frá Ekki ætti kostnaðurinn Meðalfellsvatninu inn við slíkan búnað að Kjósaskarðið. vera nein hindrun, Morguninn eftir þannig ljós kosta var hjólað af stað og rúmlega tvöhundruð kom Jói vinur okkar krónur. og fjölskylda á móti Og ekki má geyma okkur með bakarísendurskinsmerkjum á brauð og var slegið hinn mannlega gangupp “bröns” hlaðandi vegfarenda. Það borði úti í móum. Jói er fáanlegt mikið úrval var með hjólið meðaf allskyns lugtum og ferðis og naut sín vel ljósum á reiðhjól í dag. Alda Jóns og Heimir H. Karlsson að á tómu hjólinu meðan Verðið er frá nokkur snæða nestið sitt á Nesjavöllum í sumar. við vorum frekar hundruð krónum og rasssíð með klifjarnar. þau dýrustu kosta vel á fjórða tug þúsunda. Jói er úr Mosfellsbænum og var oft á Já, um þrjátíu og fimm þúsund krónur, en þá er faraldsfæti á sínum sokkabandsárum þegar maður líka að tala um ljós sem gefa frá sér birtu hann var að krækja í Rögnu sína í sem minnir á myndkafla úr X-files skátaútilegunum svo að hann þekkti hverja sjónvarpsþáttunum, þennan þegar þúfu á þessari leið og stakk upp á að við geimverurnar birtast. færum hjá Selholti og niður Varmadal. Það er með ljós á hjólið eins og annað sem Við norðlendingarnir urðum alveg orðlaus hjólreiðarnar snertir, þar verður hver að finna yfir þessari hjólaparadís hér rétt við hvað honum hentar. Þó er það samt oftast borgarmörkin og hvet ég fólk sem hyggur á þannig að verð og gæði fylgjast að. Ekki ætla dagsferð með fjölskyldu eða vinum að hafa ég að fjalla um kosti og galla mismunandi þennan dal í huga og fyrir þá sem að hafa tegunda hjólaljósa, það er gert annarsstaðar í gaman af að fara misgóða vegi. Einnig er hægt blaðinu. að fara í dal þarna inn af sem heitir Heimir H. Karlsson. Skammidalur og hefur mér verið sagt að það sé fínt að fara þar ef maður vill reyna aðeins Meðalfellsvatn-Mosfellsheiði meira á sig. Við komum á þjóðveginn rétt við Varmidalur Leirvogsá og létum okkur svo hverfa inn á Við hjúin vorum barnlaus eina helgi í júlí stígana niður við sjó og í bæinn. Þessi pistill er og ákváðum að fara í hjólatúr. Varð nú engin ferðasaga heldur frekar ábending til Meðalfellsvatn fyrir valinu þar sem að ég fólks sem vill skreppa í stuttan hjólatúr á ekki hafði farið með leikskólunum í heimsókn að rennisléttum vegum og vera laust við Grjóteyri í vor og kom mér á óvart þvílík umferðina. Alda Jóns 5
3. tölublað. 8. árgangur
Þriðjudagsferðir Á þriðjudögum þenjum hjól um stíga þar til sólin fer í sjó að hníga, margar höfum mannsins gjörðir litið meðan gúmmídekkjum götum höfum slitið Veðrið hefur valið okkur veginn vindur blásið alltaf réttu megin. Að sumri loknu sælir ferðalangar svífa inn í vetur er þá fangar Björn Finns
Nagladekkin Búum hjólum betri dekk brýndum nagla stautum, ella gerir hrímið hrekk hrindir oss á brautum Björn Finns
Sagnalista sæmt að njóta, söngvagáfu margir hljóta. Efni í ljóðin lipurt tvinna, lífsins straumar fagurt fljóta fegurðina í vísur móta. Sannleikur í orðum ofin lín orka á huga minn sem göfugt vín. Móta úr orðum, mikil sálar vinna mögnuð lífsins ljóða sýn lipurt yrki ljóðin min. Enn minn tími ekki nær öll þau undur okkur kær. Aflið þarf til óðs að sinna, við máttug skálda fjöllin fjær finnst orðagnótta sær.
Hávaðamengun! Þó að bylgju boða föll berji manna huga fylgja hljómar fram á fjöll finnst þar engin smuga.
Fauk í loftið fjöðurstafur, fyllti bleki skálda hafur, orðin vildi af afli ginna. Glataði ljóðin gullin nafur geislar loga lýstu vafur. Björn Finns
Hátt er spilað huga á hamrað lengi eyra. Ungir hlusta, ungir dá eldri vilja ei heyra. Björn Finns
Álfaþjóð Álfaþjóð við yndi ann úr sjóðum gleði njóta kann. Við ljóða sönginn lífið fann lífsins glóð í æðum rann. Þeir bjóða upp í álfadans æra fljóð af kyni manns, ærslast rjóð í ástar fans endar slóð við kirkju krans. Björn Finns Hjólhesturinn
Ljóð Ljóð að gera líst mér eigi, er ljómi jafnt á nótt sem degi. Því skáldamjöðinn mátti ei finna magni þrunginn vís á vegi, vandamálin skáldið beygi.
Bylgjur Bylgjur óma, bæra róm bjóða ljóma sálar. Beri sóma blessað blóm bæti tómar skálar. Björn Finns
6
Skagfirska 8an Þolreið á hjólum var haldin helgina eftir Verslunarmannahelgina 7 – 8 ágúst. Þetta er 2ja daga fjallahjólareiðkeppni um Skagafjörð alls um 150 km. Fyrri daginn var hjólað frá Sauðárkrók hring um Hegranesið, fram Blönduhlíðina og yfir að Vindheimamelum og þaðan að Steinsstöðum, alls 67 km. Seinni dagurinn byrjaði við Steinsstaði og var hjólað inn sveitir að Merkigili þar sem að hjólin eru “borin” yfir og hjólað út Blönduhlíðina í Varmahlíð 83 km. Það voru 17 keppendur þetta árið og mikil stemning í hópnum þar
sem allir höfðu einhvern til að keppa við og heyrist mér að margir ætli aftur næsta ár og gera enn betur þá og viljum við endilega fá fleiri. Keppendur voru á öllum aldri 14 – 47 ára og af báðum kynjum. Keppnin var stytt þetta árið, venjulega hefur verið farið alla leið út á Sauðárkrók seinni daginn, en það voru allir ánægðir með þessa styttingu þ.a.s. að þurfa ekki að berjast á móti hafgolunni þessa 25 km. Keppnin var skemmtileg og vel að henni staðið og nú tökum við frá helgina eftir Verslunarmannahelgi 2000 og mætum galvösk í Skagafjörðinn. Alda Jóns - Myndir © Alda Jóns
NOKKRIR ÞÁTTAKENDUR 8UNNAR FYRIR OG EFTIR KEPPNI Einn þeirra sem skar sig úr hópnum var hollendingurinn Gijs sem dvaldi á íslandi í sumar og hefur vakið mikla athygli á sínu sérstæða sethjóli. Þar situr hann í hægindastól eins og sést á myndinni hér fyrir neðan og hjólar með pedulunum sem eru fremst á hjólinu. Hann ætlaði
ekki að þora að koma með hjólið til landsins vegna þess að svona hjól, sem eru frábær við góðar aðstæður, eru ekki talin heppileg utan malbiksins. Ég hvatti hann til að láta reyna á hvernig hjólið stæði sig hér og það kom skemmtilega á óvart hversu vel það hefur reynst, jafnvel í 8unni. PG.
7
3. tölublað. 8. árgangur
Það helsta í starfsemi ÍFHK 1999 á 10 ára afmæli klúbbsins Þá er komið að því að gera upp gæti verið laust og hentugt. Þetta hafðist starfsárið og það verður að segjast eins og að lokum þegar að við fengum leigt gamalt er að mikið hefur verið gert. Fyrst verður slökkvitólahús að Brekkustíg 2 af þó að nefna þá gríðalegu fjölgun sem orðið Reykjavíkurborg. Þar þurfti heldur betur að hefur á félagsmönnum en taka til hendinni því að það eru rétt innan við 100 húsið var í vægast sagt nýjir félagsmenn sem að við slæmu ástandi. Ganga bjóðum velkomna til okkar og framkvæmdir vel og er einn vonum að með nýju fólki af stofnendum klúbbsins, komi nýjar hugmyndir og Gísli Haraldsson, búinn að röggsamt fólk í framkvæmdir vera yfirsmiður og hefur á starfseminni. Því betur má hann unnið alveg gríðalega ef duga skal í því að bæta mikið verk og þökkum við aðstöðu hjólafólks, þeirra honum og fjölskyldu hans sem að kjósa að nota hjólið alveg kærlega fyrir frábært sem sitt samgöngutæki, part verk sem allt hefur verið úr ári eða allt árið. GÍSLI HARALDS © AJ unnið í sjálfboðavinnu. Það Það má nú segja að hefur einnig góður kjarni fyrstu mánuðir starfsársins hafi einkennst fólks unnið við steypuvinnu, málingarvinnu að háum símareikningum því að heilu úti og inni, flutninga, leggja rafmagn, leggja dagarnir fóru í að leita eftir húsnæði fyrir flísar, setja upp hillur, taka til og fara með rusl starfsemina og var hringt og kannað allt og örugglega margt fleira. Og ekki má sem við heyrðum um og fólki datt í hug að gleyma verkfræðingnum og arkitektinum
Hjólhesturinn
8
okkar sem skila teikningum til helst gladdi okkur HJÓLAÞING Byggingarnefndar svo að allt hjólreiðafólk var að okkur var sé nú löglegt. En við viljum boðið að koma með okkar bara segja TAKK KÆRLEGA. hugmyndir að skipulagsNæst er að nefna málum og úrlausnir á því sem Hjólaþing í Ráðhúsinu 25 að okkur finnst betur meiga mars þar sem Íslenski fara. Nú vantar okkur fólk í fjallahjólaklúbburinn og vinnuhóp til að vinna áfram í Landssamtök hjólreiðamanna þessum málum og koma á stóðu fyrir ráðstefnu um góðri samvinnu við hönnun mannvirkja fyrir skipulagsyfirvöld og hjólhestinn, öryggismál framkvæmdaraðila. hjólreiðafólks og samÍFHK var boðið að vera tengingar sveitarfélaganna. með í sýningunni Barnið 99 í Þar var stefnt saman hjólafólki Perlunni í bás með hjólreiðaog þeim sem fara með versluninni Hvelli og tókum skipulags og framkvæmdamál við að okkur að hugsa um hjólafólks og var betur fjallað hjólreiðahring eða þraut sem um ráðstefnuna í síðasta Hjólhest. Páll lítið varð af vegna veðurs en í staðinn Guðjónsson gerði bækling með myndum úr mættum við með nokkra barnavagna aftan á reynsluheim hjólreiðafólks hérlendis sem hjólum og gerði það mikla lukku hjá erlendis, og stóðust íslendingar þar alls börnunum sem prófuðu að sitja í vagninum ekki samanburð. Fór þessi bæklingur smá hring. mismikið fyrir brjóstið á ráðamönnum Einnig hjálpuðu félagsmenn til og fannst sumum við vera heldur við Hjóladaginn í Hafnarfirði 12. heimtufrek en það er öruggt að þessi júní, Reykjavíkurmaraþonið bæklingur kom mörgum til að sjá 22. ágúst og farið hefur verið ástandið í nýju ljósi, með augum á umhverfisráðstefnur, hjólreiðamannsins, en það var ferðaráðstefnur og fundi um einmitt ætlunin. Flestum merkingar göngu og ábendingunum var þó vel tekið og hjólaleiða á hálendinu. Þá eru margt verið lagfært. Var ráðstefnan ónefnd þau bréf sem skrifuð mjög gagnleg og bætti skilning hafa verið til ráðamanna og fólks á vandamálum hvors hóps en það sem þeir fundir sem hafa verið setnir hjá ýmsum
BARNIÐ 99 PERLUNNI 9
3. tölublað. 8. árgangur
í húsnæðismálum með grillveislum og samsætum að því tagi þó að aðstaðan væri ekki alltaf góð en það bætir félagsandann. Björn Finnsson og félagar hafa farið kvöldferðirnar sínar í allt sumar og eru þær orðnar fjölmennar og ómissandi þáttur í starfseminni. Allavega höfum við heyrt um 1 hjónaband sem hann ber ábyrð á svo að stofnunum til þessar ferðir eru farnar að skila að reyna að fá þjóðfélaginu hagnaði fyrir NESJAVELLIR © BJÖRGVIN bætta aðstöðu utan góðan anda í hópunum. okkar bæði í heild og í einstaka málum. 5. ágúst var stofnuð norðurlandsdeild Ferðir voru farnar nokkrar á árinu og var ÍFHK og er það mest af frumkvæði Ágústar fjölskylduferðin á Nesjavelli fjölmennust en Arnar Pálssonar í Petro ljósmyndum á ný ferð á Látrabjarg tókst mjög vel Akureyri sem vill að fólk fari að þrátt fyrir rigningu. Svo var haldið vera í félagi en ekki hvert í sínu upp á 10 ára afmæli klúbbsins í horni með áhugamálið. Mikill Skorradal með grillveislu 2. – 4. júlí hugur er í norðanfólki að fá og ferð í Jökulheima var líka farin í viðgerðaraðstöðu, fara í styttri og ágúst. Klúbbmeðlimir fjölmenntu í lengri hjólaferðir og að hittast hjólakeppni í Skagafirðinum reglulega og er stefnt á að byrja á Skagfirsku 8una og var það mjög fullum krafti með vorinu. TIL gaman. Persónuleg og eldri met BJÖRN FINNS HAMINGJU NORÐANFÓLK. slegin og ætla flestir að gera betur Páll Guðjóns hefur að venju næsta ár. Við eigum myndbandsupptöku frá séð um tölvuvinnuna bæði á heimasíðunni 8unni í klúbbhúsinu okkar. og Hjólhestinum auk þess að útbúa Klúbburinn stóð fyrir námskeiðum í Hjólaþingsbæklinginn, sem skoða má á ferðamensku og viðgerðum, einnig vorum heimasíðunni, og svarað flestum þeim við dugleg að hittast og halda upp á áfanga bréfum sem berast klúbbnum bæði innlendis
SKORRADALUR © FREYR Hjólhesturinn
10
og erlendis frá. Það hefur verið mjög gaman að sjá þakkláta ferðamenn koma í heimsókn í klúbbhúsið og leita Pál uppi til að þakka honum góðar leiðbeiningar. Held ég að þetta sé orðin góður annáll og ætla að minnast aðeins á það sem að við höfum hug á að gera á næsta ári og vantar fólk í: 1) Við höfum hug á að fara með hugmyndir í alþingismenn og eða HJÓLHESTINUM PAKKAÐ NIÐUR samgöngunefnd um að setja hjólavegi í vegalög svo að ef það er geri það sem þau vilja. einhver lögfræðimenntaður Nú eflum við klúbbinn enþá meir klúbbmeðlimur eða einhver sem og þurfum líklega að fara að leita að passar akkurat í þetta verkefni væri stærra húsnæði eftir nokkur ár ef frábært að viðkomandi hefði fram heldur sem horfir í samband og kæmi okkur af stað. félagafjölgun. 2) Fólk verði duglegt að skrá sig Fyrir hönd stjórnar ÁGÚST í nefndirnar á aðalfundinum og við Alda Jóns © AJ förum að vinna betur að okkar málum, því að það verður ekki bankað upp á og okkur færðar tengingar milli sveitafélaga eða aðstæður sem að henta okkur á silfurfati. Við verðum að vinna í þessum málum og við erum EKKERT AÐ GEFAST UPP. 3) Stefnum á að efla unglingastarfið með vorinu og fara að hafa opið hús á JÓN ÖRN MEÐ laugardögum líka til að fólk geti komist í VIÐGERÐANÁMSKEIÐ viðgerðaraðstöðuna oftar og unglingarnir
ÚR VESTFJARÐAFERÐINNI SEM VERÐUR FJALLAÐ BETUR UM SEINNA © BJÖRGVIN 11
3. tölublað. 8. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Það er gaman að hjóla á veturna. Ekki er nauðsynleg að setja reiðhjólið inn í geymslu þó vetur konungur sé kominn í heimsókn í nokkrar vikur. En það er nauðsynlegt að útbúa fákinn þannig að við komumst sem áhættuminnst og auðveldast allra okkar ferða. Fjallareiðhjól henta afar vel til vertrarhjólreiða, þau eru hönnuð til notkunar þar sem erfiðara er að komast yfir og ógreiðfært. Gerð og lögun grindar eða stells, gírafjöldi og gírhlutföll auk annars staðalbúnaðar gera fjallahjólin að hentugu faratæki fyrir veturinn. Samt eru nokkrar endurbætur nauðsynlegar fyrir veturinn. Nagladekk Fyrst má nefna dekkinn. Hægt er að fá nagladekk fyrir reiðhjól og þau eru alveg bráðnauðsynleg ef maður ætlar sér að nota reiðhjólið reglulega í vetur. Til eru ýmsar gerðir og tegundir, með mismunandi mörgum nöglum í, allt frá sjötíu til hátt í þrjúhundruð. Mestu skiptir þó með vetrar- eða nagladekkinn á reiðhjólinu, að gúmmíblandan í vetrardekkjunum harðnar ekki eins í kulda líkt og ódýru sumardekkin gera. Allt þýðir þetta aukið grip, sem er afar nauðsynleg fyrir hjólreiðamanninn að vetrarlagi. Alþekkt er umræðan um nagladekk eða ekki nagladekk undir bifreiðar að vetrarlagi. Það þarf ekki að ræða vegna reiðhjóla, þar gegna nagladekkin einu meginhlutverki, að hjálpa til við að halda jafnvægi á hjólinu. Slíkt er ekki vandamál við vetrarakstur bifreiða, bíllinn er alltaf á öllum fjórum. Á reiðhjóli er grip framdekksins afar Hjólhesturinn
12
mikilvægt, reiðhjólið eltir alltaf framhjólið og á stjórn framhjólsins veltur stöðugleiki reiðhjólsins. Já stöðugleikinn og jafnvægið veltur á framhjólinu í orðsins fyllstu merkingu. Það er lítið vandamál ef reiðhjólið skrikar til að aftan, þá leggst það bara rólega á hliðina, en ef framhjólið rennur til þá verður fallið verra og alvarlegra. Þessvegna setjum við nagladekk á reiðhjól, helst bæði hjól en undantekningalaust að framan. Nagladekk á reiðhjóli veita nauðsynlegt öryggi og gera hjólreiðarnar yfir veturinn auðveldari. Bretti og aurhlífar Bretti og aurhlíf á frambretti setjum við einnig á hjólið, þá verða föt hjólreiðamannsins og hjólið sjálft, síður útötuð í slabbi, bleytu og saltpækli sem safnast á göngu og hjólastíga að vetrarlagi. Bretti sem eru skrúfuð á stell reiðhjólsins en ekki smellt eru best. Smellubrettin svokölluðu gera lítið gagn, eru meira til vandræða. Langflest ný reiðhjól í dag eru seld með þessum áskrúfuðu brettum sem eru eins og brettin sem voru á reiðhjólum í gamla daga, bara úr plasti í stað járnsins sem ryðgaði. Aurhlíf eða drullusokkur eru áföst á mörgum frambrettum sem seld eru með nýjum hjólum í dag. Þessar aurhlífar gera þó takmarkað gagn því þær eru of litlar. Betra er að útbúa sjálfur sína aurhlíf úr hæfilega stífu plasti, PVC-efni eða gúmmíi. Stærðin er sem næst venjulegu A-4 blaði, og er aurhlífin heftuð með öflugum heftara utan um neðstu festingar frambrettisins. Bestu aurhlífarnar
voru þó gúmmíaurhlífarnar sem fengust í gamla daga og þótti afar sportlegt að vera með á reiðhjólinu. En tímarnir breytast, nú er það léttleikinn sem gildir í reiðhjólahönnun, og gúmmíaurhlífarnar ófáanlegar. Góð aurhlíf neðst á frambretti ræður hvort hjólreiðamaðurinn sé holdvotur til fóta, eða tærnar og skótauið þurrt og hlýtt. Góð ljós að framan og aftan Góð ljós að framan og aftan eru nauðsynleg í vetrarmyrkinu. Rafhlöður hafa stuttan líftíma í kuldanum, og því þarf að muna að endurnýja þær reglulega, eða endurhlaða séu notaðar hleðslurafhlöður. Það er öryggisatriði að vera með tvö ljós að framan, gott ljós til að lýsa upp það sem framundan er, og blikkljós. Ólíklegt er að rafhlöðurnar verði búnar í báðum ljósum samtímis. Hleðslurafhlöður eru fljótar að borga sig upp. Bremsur þarf að stilla vel og athuga oft, bremsugetan minnkar að vetrarlagi, einkum vegna bleytu sem sest á gjarðirnar á dekkjum reiðhjólsins. Í djúpum snjó getur hjólið orðið bremsulaust eða bremsulítið, en í slíku færi er hraðin líka orðinn mjög lítill. Notkun gíra við vetrarhjólreiðar skiptir sköpum, við notum alltaf mun léttari gíra en þegar hjólað er að sumarlagi. Mótstaðan er í heild meiri, aukin vindur, undirlagið óslétt og meiri mótstaða í vetrardekkjunum. Hæfileg áreynsla fæst því með réttri noktun á gírum reiðhjólsins. Meðalhraði hjólreiðamannsins minnkar nokkuð að vetrarlagi, svo stundum þarf að leggja aðeins fyrr af stað. Þegar við hjólum á veturnar, þá reynum við að hjóla eingöngu á göngu- og hjólastígum, en ekki á götunni. Það er stórhættulegt að vera á reiðhjóli á umferðargötum þegar snjór og hálka er. Hjólför sem myndast við akstur bifreiða eru hættuleg fyrir reiðhjólafólk, og þá duga bestu reiðhjóla nagladekk skammt. Að ekki sé minnst á hættuna sem stafar af bílunum.
Börn eiga ekkert erindi í vetrarhjólreiðar, ekki nema í tengivagni eða tengihjóli aftan í hjóli foreldrana. Það krefst leikni og einbeitingar að hjóla að vetrarlagi. Börn líta á reiðhjólið meira sem leiktæki en farartæki. Reiðhjól barnanna eru því best geymd niðri í geymslu þar til vorar. Unglingar geta alveg notað hjólið yfir veturinn, og haft gaman af. Að reyna að komast yfir eða gegnum erfiðar hindranir reynir á og er skemmtilegt. Útbúa þarf hjólið svo það hæfi vetrarnotkun, það er mikilvægast. Þeir sem eiga svokölluð BMXhjól, þessi litlu og nettu, ættu að prufa þau einhvern góðviðrisdaginn þegar snjórinn er orðinn nógu mikill og búið að ýta honum upp í skafla. Bara að muna það að allur leikur á að eiga sér stað fjarri akandi umferð. Mokstur á göngu og hjólastígum er efni í annan pistil. Best er að hafa samband við þá aðila sem eiga að sjá um slíkt ef illa er staðið að snjómokstri. Gangandi og hjólandi vegfarendur eiga að fá sína þjónustu alveg eins og akandi umferð. Ekki gleyma að lofa það sem vel er gert, munið að láta einnig vita af því þegar vel er mokað og sandborið. Svo er bara að leggja varlega af stað, það er gaman að hjóla á veturna. Fatnaðurinn Hinn hjólandi maður þarf að vera viðbúinn hinu fjölbreytta íslenska veðurfari að vetrarlagi. Þá skiptast á rigning og slagveður, snjór og fjúk, eða sólskinsdagar og froststillur. Helsta vandamál hjólreiðamannsins að vetrarlagi eru kuldinn og fjölbreyttar tegundir af úrkomu. Þó að ekki sé mjög kalt í veðri, þá getur vindkæling verið öllu útivistarfólki varasöm. Dálítil gola þegar lofthiti er rétt undir frostmarki, getur aukið raunverulega kælingu á bert hold, til dæmis í andliti, umtalsvert. Og þar sem hjólandi fólk er auk þess á hreyfingu, þá gætir vindkælingar enn frekar. Annað atriði sem miklu málir skiptir, er að 13
3. tölublað. 8. árgangur
hindra eða draga sem mest úr rakamyndun Þannig klæðnaður dugar líka ágætlega að innan ysta skjólfatnaðar. Slík rakamyndun, vetrarlagi. Kostir hans eru til dæmis þeir, að hvort sem hún er vegna úrkomu eða vegna umframhiti og raki leita út um bakhluta rakamyndunar frá líkamanum, dregur úr klæðnaðarins. Þannig verður þeim sem hjólar, einagrunargildi fatnaðar. Hitaeinangrun aldrei of heitt og rakamyndun vegna svita er lítil. fatnaðar felst í því að halda heitu lofti við Undir ystu skjólflíkunum er gott að vera í líkamann, og ef raki kemst í fatnaðinn, þá hæfilegra þykkri peysu úr fleece efni eða missir hann oftast einangrunargildi sitt. einhverju gerviefni sem hefur svipaða Þó að nauðsynlegt sé að klæða sig rétt, til eiginleika. Ullarpeysur má líka nota, en þær að verjast kuldanum og bleytunni, þá má samt hafa þann ókost að vera þungar og má ekki klæða sig of vel þegar lagt er af stað á fyrirferðamiklar, stundum of heitar, og afar reiðhjólinu að vetrarlagi. Við hjólreiðarnar lengi að þorna ef þær blotna. hitnar líkaminn, og sá hiti og raki sem myndast Innst fata er best að vera í þunnum bol úr þarf að komast út úr skjólflíkunum, án þess að efni sem hleypir vel í gegnum sig raka. hleypa of miklu af köldu vetrarlofti að Bómullarbolir eru óhentugir, þar sem líkamanum. Þess vegna er ekki gott að vera bómullarefni safnar í sig rakanum og eru lengi kappklæddur þegar lagt er af stað á reiðhjólinu að þorna. Sumum finnst best að vera bara í á köldum vetrarmorgni. Betra er að hafa peysu úr góðu fleece- eða gerviefni, og engu aukafatnað með og geyma hann í vatnsþéttri þar innanundir. tösku eða í plastpoka í hjólatöskunni. Ekki Neðan mittis er best að vera í stuttum þarf að fara mikið fyrir slíkum aukafatnaði. hjólabuxum, þannig helst hæfilegur hiti á Regnjakki og buxur, aukavettlingar, þykkari lærvöðvum og ýmsum viðkvæmum stöðum eða þynnri peysa. Allt eftir því hverju við líkamans. Yst fata er gott að vera í síðum klæðumst þegar lagt er af stað. Klæðnaður buxum úr efni sem situr vel að líkamanum, hjólreiðamannsins þarf alltaf að miðast við heldur vel hita og er ekki mjög rakadrægt. veðurútlit dagsins, og aldrei er meiri fjölbreytni Ýmsar íþróttabuxur eða útivistarfatnaður í íslensku veðurfari en einmitt á veturnar. kemur til greina, en langbest er að eiga síðar En hverju eigum við að klæðast, eða hjólabuxur með vind- og vatnsþéttu efni að hvaða fatnað er gott að hafa meðferðis í framan. Þannig buxur hafa fengist í betri hjólatöskunni að vetrarlagi? Fatnaður úr hjólreiða- og útilífsverslunum, úr mismunandi svokölluðum öndunarefnum, það er efni sem efni og í ýmsum verðflokkum. á ytra yfirborði hrindir frá sér vætu og er Bestu síðu hjólabuxurnar eru án efa frá vindþétt, en hleypir þó gegnum sig raka sem berst frá líkamanum, er afar hentugur sem ystu skjólflíkur. Margir hjólreiðamenn klæðast sem ystu skjólflíkum, fötum sem aðeins eru vatns- og vindheld að framanverðu, en úr ENDURSKYN ER MIKILVÆGT EN fleece eða öðrum KEMUR EKKI Í STAÐ GÓÐRA LJÓSA gerviefnum á baki. Hjólhesturinn
14
kanadíska fyrirtækinu Mountain Equipment Co-op. Þær eru úr teygjanlegu Lycra efni og klæddar með Gore Tex- vind og regnheldu efni að framan. Þessar buxur henta ekki síður á köldum haust eða vordögum, og margir hjólreiðamenn nota þær allt árið. Því miður eru þær ekki fáanlegar í verslunum hérlendis um þessar mundir, en hægt er að panta þær gegnum póstverslun og hefur Íslenski fjallahjólaklúbburinn aðstoðað félagsmenn við að útvega þær, sem og annað sem vöntun er á en ekki á boðstólum hérlendis. Skóhlífar og hjólavettlingar Til fóta getum við verið í sömu skóm og þegar við hjóluðum í sumar. Notast má við venjulega íþróttaskó, góða gönguskó eða kuldaskó í svipuðum stíl. Best er þó að eiga sérstaka hjólaskó. En sama hvernig skóm við klæðumst, þá er afar gott að kaupa sérstakar skóhlífar fyrir reiðhjólafólk. Þær eru úr þunnu vatnsheldu nælonefni, og er á afar auðveldan og fljótlegan hátt smeygt upp á skóna. Skóhlífarnar ná mismunandi langt upp á fótlegginn, eftir því hvaða tegund við kaupum. Fyrir þá sem nota hjólið mest innanbæjar er nóg að kaupa þá gerð af skóhlífum sem ná rétt upp fyrir ökkla. Skóhlífarnar verja okkur fyrir
bleytu og slabbi sem fylgir vetrinum, en það er einmitt nauðsynlegt í borgum og bæjum þar sem fólk kýs að nota salt á göturnar en ekki í grautinn. Reyndar eru hjólaskóhlífar mikið þarfaþing allan ársins hring, í þeim þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að blotna í fæturnar eða skemma skótauið okkar. Þá þarf ekki lengur að sveigja hjá pollum eða búa við blauta fætur í haustrigningunni. Ekki má gleyma efri útlimum hjólreiðafólks, höndunum. Í hjólaverslunum er mikið úrval af hjólavettlingum fyrir veturinn. Þar verður hver og einn að finna hvað hentar. Einnig eru fáanlegir svokallaðir stýrishanskar, nokkurskonar hólkar sem smeygt er upp á stýrisenda reiðhjólsins. Stýrishanskarnir eru afar hlýir, vind og vatnsþéttir. Innanundir þeim má vera berhentur eða bara í hjólagrifflum, engin vettlingatök lengur hjá þeim sem nota þá. Og svo eru þeir fáanlegir frá íslenkum framleiðanda. Fatnaður fyrir vetrarhjólreiðar þarf ekki að vera dýr, það má kaupa þetta smá saman eftir því sem áhuginn eykst. Svo hentar hjólafatnaður einnig vel sem skíðagöngufatnaður þegar allt er komið á kaf í hvíta mjöll. Heimir H. Karlsson
15
3. tölublað. 8. árgangur
Hugleiðing um norðurlandsdeild ÍFHK Rétt eftir Verslunnarmannahelgina nánar tiltekið fimmtudaginn 5. ágúst var haldinn stofnfundur norðurlandsdeildar ÍFHK í Kompaníinu og mætti þar fólk af báðum kynum og á öllum aldri. Var þetta ekki heðbundinn fundur heldur frekar umræðufundur og reyndi ég að miðla af reynslu okkar sunnanfólks og segja aðeins frá starfseminni í Reykjavík og einnig frá félaginu sem er 10 ára á þessu ári. Norðanfólk hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og komu upp margar hugmyndir bæði varðandi félagsstarfið og ferðir sem hægt væri að fara. Var mikill hugur í fólki að hafa reglulega fundi og jafnvel að leita fyrir sér með að komast í skúr eða aðra aðstöðu til viðgerða og lofaði ég því að þau félagsgjöld sem berast GÚSTI af svæðinu fari alfarið í að byggja upp þessa aðstöðu og kaupa blöð og verkfæri sem reyndar eru mjög dýr. Ég sá auglýsinguna frá Gústa þar sem að hann var að huga að stofnun deildar á Akureyri og tók eftir því að hann hvatti fólk til að ganga í ÍFHK eða bara í norðurlandsdeildina og það væri ókeypis í hana en það er svo með alla starfsemi sérstaklega hjá litlum félögum að félögin þurfa peninga og hvet ég því alla til að skrá sig í klúbbinn því að þið njótið góðs af þeim Hjólhesturinn
16
peningum í formi blaðakaupa og verkfæra. Við höfum haft viðgerðaraðstöðuna eingöngu fyrir klúbbmeðlimi en það eru allir velkomnir í ferðir með okkur. Það var líka vilji fyrir því að fá einhvern til að halda viðgerðarnámskeið fyrir norðanfólk og er það ekkert mál en spurning hvort að það bíður aðeins eftir að starfseminn komist af stað og einhver viðgerðaraðstaða finnist á Akureyri. Aðal driffjöðrin á Akureyri er Ágúst Örn Pálsson í Petro ljósmyndum sem hefur látið verða af því sem margir hafa verið að hugsa um, sameining hjólafólks á Akureyri og er það frábært framtak hjá Gústa eins og hann er kallaður. Gústi hefur hugsað sér að finna einhver til að halda utan um starfsemina fyrir norðan og er bara vonandi að einhver drífandi persóna fáist í það verk og að allir hjálpist að við að gera norðurlandsdeildina eins og þið viljið hafa hana. Ég sagði frá skemmtilegum þætti í starfseminni hér fyrir sunnan sem eru kvöldferðir Bjössa Finns og félaga og er þá mætt við SVR í mjódd kl 20 á þriðjudagskvöldum og hjólaður einhver hringur sem hann hefur ákveðið. Getur fólk bæði komið inn í hringinn og farið úr honum að vild þar sem að því hentar. Þetta leist
norðanfólki mjög vel á og vantar bara einhvern til að sjá um slíkar ferðir og auglýsa einhvern tíma og stað til að fara frá. Eitthvað heyrðist að Mullertsmenn gerðu þetta og væri þá reynandi að fá að fjölga í hópnum hjá þeim? Ég reyndi að fá Guðmund frá Akureyrarbæ til að mæta en því miður var hann að fara annað en ég hafði mikinn áhuga á að heyra hvað bæjaryfirvöld vildu gera fyrir hjólreiðafólk og einnig að hann heyrði óskir ykkar Akureyringa en þið verðið að koma þeim á framfæri við bæjaryfirvöld og um að gera að hafa góð samskipti á milli yfirvalda og hjólreiðafólks. Það er ekki vitlaus hugmynd að byggja upp það gott hjólasamgöngukerfi að fólk geti skilið bílinn eftir heima og hjólað sinna erinda ef það vill og margir geta bætt
NOKKRIR FUNDARGESTA heilsuna og sparað peninga í leiðinni. Á Akureyri eru vegalengdirnar stuttar en slatti af brekkum og þar sem að margir vilja ekki mæta með svitalykt í vinnuna eða skólann er um að gera fyrir þá sem að búa í efri hluta bæjarins að láta fríhjóla í vinnuna og taka svo á því á heimleiðinni og svitna svolítið og finna hvernig þið eflist með hverjum deginum og verðið farin að taka æfingatúr svona í heimleiðinni áður en þið vitið af.
Akureyringar og nærsveitamenn athugið Við ætlum að hvetja Akureyringa til að hafa augu og eyru opin fyrir húsnæði sem gæti hentað starfseminni á Akureyri og þá er ég að tala um smá viðgerðaraðstöðu því að fundaraðstöðu er hægt að hafa í Kompaníinu. Þessi viðgerðaraðstaða þarf ekki að vera plássfrek svo að endilega ef þið fréttið af einhverju sem að hægt er að lagfæra eða koma í stand eða þá ef einhver hefur smá skot fyrir þessa starfsemi þá endilega látið Gústa í Petro vita, svo að næsta vor verði klúbburinn kominn með þá aðstöðu sem flestum fannst nauðsynlega vanta og hægt verði að snúa sér að skemmtilegum ferðum og öðru sem að uppá kann að koma. Einnig vantar hugmyndir að fjölskylduferð sem hægt væri að fara í vor Tillaga: a) fólk fer frá Akureyri b) hjólar 40 – 60 km að gististað, grillar, gistir og hjólar til baka daginn eftir c) hringur eða fram og til baka d) trússbíll með í för fyrir dót og þá sem ekki treysta sér alla leið Þetta er sama hugmynd og er að fjölskylduferðinni á Nesjavelli sem hefur notið vaxandi vinsælda en ef þið hafið aðrar hugmyndir eða hugmyndir varðandi ferðatilhögun þá látið okkur vita og þá er hægt að auglýsa í vorblaði Hjólhestsins endanlega niðurstöðu. Hjólið heil Alda Jóns - aldpet@centrum.is Gústi - ghettoblaster@isholf.is S. 461 4534 Myndir © Alda 17
3. tölublað. 8. árgangur
STIGIÐ
SVEIF
Áfangafell á Kili niður Mælifellsdal í Skagafirði Í fyrra fékk ég þá hugmynd að fara þessa ferð sem fjölskylduferð því að vegalengdir voru stuttar og ekkert mál að hætta við og fara með rútu niður til byggða ef veðurspáin rættist ekki. Það sem við vissum ekki var hvernig vegaspottinn frá Blöndustíflunni og upp á veginn á Eyvindarstaðarheiðinni væri og var mjög erfitt að hitta á einhvern sem að hafði farið þessa leið. Fólk bjóst við að þetta væri stuttur kafli og illfær. Vorum við hjónaleysin búin að rökræða þetta ansi lengi og sitt sýndist hverjum því að Pétri fjölskylduföðurnum fannst þetta ekki ferð fyrir börn ef eitthvað kæmi upp á en mér fannst leiðir stuttar og lítið mál að koma sér til byggða. Var þetta orðið smá fjölskyldugrín því að Sandra dóttir okkar var farin að spyrja hvort að við værum búin að
rífast um hjólaferðina upp á Kili. Það var svo í sumar að skriður komst á málin þegar að ég hringdi í Bryndísi skálavörð á Áfanga. Hafði hún oft farið þennan slóða bæði á hestum og eins á jeppa og var nú ákveðið að drífa sig þessa ferð. Pétur sá að það var best að láta þetta eftir kerlingunni eins og annað fáránlegt sem henni dettur í hug. Þegar fjölskyldan fór í sumarfrí í Skagafjörðinn og giftingu um Verslunarmannahelgina var öllu útilegudótinu pakkað líka og hjólakerrunni komið á bíl norður. Það var þoka um helgina en á mánudaginn var frábær spá fyrir vikuna og því var ákveðið að skella sér af stað. Við fengum lánaðan stól til að hafa aftan á hjólinu hjá Pétri til að Arnar fjögra ára þyrfti ekki að hossast í kerrunni á heiðavegunum þar sem kerran er breiðari en hjólfarið.
PÉTUR, ARNAR, ALDA OG SANDRA Hjólhesturinn
18
Sandra níu ára (nærri 10 ára) hjólaði á sínu stífluafleggjaranum sem við runnum létt, hjóli og ég hafði farangurinn í kerrunni það voru svo 3 km að stíflunni sjálfri og þá okkar. tók slóðinn við og vorum við orðin Ég hringdi í Veðurstofuna og í Áfanga verulega spennt að sjá hvernig þetta væri. og eftir það keyrðu foreldrar mínir okkur í Við sáum hlið og slóða niður með Blöndu mjög mikilli þoku á mánudagskvöldið í og svo slóðann upp hæðina í þá átt sem að Áfanga og var verið að gera grín að því að við vorum að fara og fannst okkur þetta það mætti batna mikið skyggnið áður en að ekki líta sem verst út. Pétur sagði að best við leggðum af stað en við trúðum á væri að fara beint yfir rafmagnsgirðinguna Veðurstofuna sem sagði að það myndi létta því að þetta hlið á girðingunni væri bara til til daginn eftir. Þegar við komum í Áfanga að komast niður með Blöndu. Hann sem er klukkutímaakstur frá Varmahlíð var hlustaði ekkert á neitt tuð um að hestar og þar hópur hestamanna sem höfðu villst í jeppar færu líklega ekki yfir þokunni og farið 2 hringi í kringum einhvert rafmagnsgirðingu á leið sinni og felldi fellið á Kili svo að þokan var mjög þétt. Við girðinguna og skutlaði öllu draslinu yfir. spjölluðum fram eftir kvöldi, þegar börnin Það var svo þessi fíni slóði sem lá niður voru sofnuð, við skálaverði og gesti þar á að hliðinu sem að blasti við okkur þegar að meðal Gijs frá Hollandi sem hafði komið í klúbbhúsið í vetur og var að ferðast á sethjóli um hálendið. Hann var mjög feginn að ég benti honum á að fara frekar inn á hálendið en að fara hringveginn ef hann hefði áhuga á að njóta kyrrðar og náttúrutöfra sem eru engu líkir. Hann hafði reyndar ekkert séð ennþá en það átti svo sannarlega eftir að breytast og sælubrosið á honum að breikka. Við vöknuðum um kl. 9 morguninn eftir og þá var óðum að létta til svo að það sást til fjalla. Við borðuðum í rólegheitunum enda aðstaðan fín í skálanum og spjölluðum við fólkið. Það var svo kl. 12 sem fjölskyldan lagði af stað og byrjaði ferðin á að hjólað HOLLENDINGURINN GIJS Á TALI VIÐ var upp Áfangafellið. Það VEL ÚTBÚNA FERÐALANGA voru 10 km að 19
3. tölublað. 8. árgangur
við komum aðeins lengra upp í hlíðina. Slóðinn var þannig að það var búið að slétta úr mestu þúfunum og slóðin orðin greinilegur og sumstaðar aðeins niðurgrafinn þar sem að jarðvegurinn var mýkstur. Arnar var mjög feginn að þurfa ekki að hossast í kerrunni og Sandra skemmti sér við að horfa á kerruna í öllum sínum tangó hliðarsporum þar sem að hún
hjólaði á eftir mér hvern kílómetrann á eftir öðrum. Það var nú orðið verulega heitt og bjart yfir svo að við stoppuðum þarna út í kyrrðinni og fengum okkur kakó og brauð. Sandra kvartaði ekkert yfir ferðalaginu og bar sig mjög vel. Arnar var sæll og ánægður að hlusta á Gunna og Felix í Hjólhesturinn
20
vasadiskóinu sem fjárfest hafði verið í til að sleppa við að hlusta á kvart og kvein því að það verður að segjast eins og er, að hann hefur ekki þolað hossinginn vel ef miðað er við systur hans sem var aldrei eins ánægð og þegar farið var yfir stokka og steina þegar að hún var á kerrualdrinum. Þess vegna var ákveðið að hafa hann frekar í stól aftan á hjólinu með vasadiskóið í eyrunum. Slóðinn var 7,5 km og ágætur yfirferðar síðasta spottann. Fer maður meðfram heiðarveginum og kemur svo upp á veginn við afleggjarann að Bugum. Við höfðum nú smá fjölskylduþing og athuguðum þreytuskalann á mannskapnum því að við vorum búin að plana að fara í Buga en hafa Galtarárskálann til vara ef mannskapurinn væri þreyttur því að það er mjög stutt þangað. Það var ákveðið að fara í Buga því að þar var hægt að veiða og við þurftum að vaða yfir læk sem var spennandi kostur. Við hjóluðum af stað þennan Bugaafleggjara sem er 8 km langur og þegar við komum að læknum var orðið mjög hlýtt og svalandi að vaða. Fannst krökkunum þetta rosalega spennandi, þau fóru svo í fótabað meðan að við hjúin lágum á bakkanum í sólbaði. Við héldum svo áfram upp og niður ásana og auðvitað mættum við hestahóp í erfiðustu brekkunni en það gekk allt áfallalaust þó að hestarnir væru hálf hræddir við þessa fjölskyldu á skrýtnu hjólhestum og ekki síst fannst þeim gula kerran framandi í heiðalandslaginu.
Við komum í Bugaskálann um kl. 17 og var farið beint niður að vatni með veiðistöngina og að vaða. Fljótlega komu Magga systir mín og fjölskylda frá Sauðárkrók en þau höfðu ákveðið að skreppa í útileguna með okkur. Þetta var því dágóður hópur sem óð og veiddi með úlpurnar yfir hausnum til að verjast flugunum og ekki síður spaugilegur. Við slepptum þessum tittum sem við veiddum því að bæði voru þeir litlir og einnig hefur moldarbragðið viljað loða við fiskinn í Bugavatni. Við fórum og grilluðum pylsur í kvöldmat og nutum alveg einstaks útsýnis. Líklega hefur þetta þó verið eins og í Hellisbúanum að við kerlingarnar möluðum í kvöldkyrrðinni á meðan karlarnir þögðu saman. Var það það eina sem Pétur hafi áhyggjur af að Arnar þyrfti að pissa um nóttina og þeir myndu vekja alla og auðvitað þurfti stráksi að létta á sér. Vaknaði ég allavega bara við formælingarnar í Pétri en ekki við bröltið. Það var hinsvegar svo fallegt veðrið þarna um nóttina að það lá við að Pétur vekti okkur öll til að njóta þess með sér en þar sem við vorum frekar friðsæl á koddanum sleppti hann því í þetta skiptið. Það vöknuðu allir hressir og úthvíldir um morguninn og höfðu ekki orðið varir við neina drauga en stundum hefur verið sagt að þeir séu á ferli í Bugum. Veðrið var mjög gott og vorum við því léttklædd þegar við lögðum af stað eftir velheppnaðan morgunmat og pælingar um hvort að bíllinn kæmist niður
Mælifellsdalinn en þá leið ætluðum við að hjóla. Ákveðið var að við myndum fara að Svartánni og kanna vaðið áður en fjölskyldan brunaði yfir á bílnum en þau ætluðu svo til byggða og hafa það notalegt meðan að við færum þetta fyrir eigin vélarafli. Pétur kannaði vaðið og var þetta ekkert mál svo að þau brunuðu áfram og að næsta
vaði sem var enþá minna, svo að þau fóru til byggða en eitthvað þurfti Magga systir mín að tína steina úr veginum og eru það líklega einu umbæturnar sem hafa verið gerðar á veginum í nokkur ár. Við hinsvegar fórum í rólegheitunum yfir vaðið og fannst krökkunum þetta enn meira ævintýri en 21
3. tölublað. 8. árgangur
daginn áður þar sem að þetta var aðeins dýpra. Tóku nú við ásar að Mælifellsdalnum sjálfum og var ég mest undrandi á hvað Sandra stóð sig vel í brekkunum því að hún hafði alveg við mér með kerruna. Arnar hlustaði á Gunna og Felix í hundraðasta skiptið og hafði alltaf jafn gaman af og söng hástöfum með “Hættum að eyðileggja Ísland, hættum að ganga illa um” eins og segir einhverstaðar í söngtextunum. Við stoppuðum við hliðið að Mælifellsdalnum, hituðum okkur kakó og borðuðum núðlusúpu. Það var fínt að stoppa þarna því að við hittum hestafólk sem var að hafa áhyggjur af því að við myndum fæla hestana ef að við kæmum strax á eftir þeim. Þetta var sama fólkið sem að við hittum daginn áður í brekkunum góðu á leið í Buga. Við stoppuðum það lengi að við vorum viss um að þau hefðu gott forskot og lögðum svo í dalinn sem er svo fallegur að Sandra þurfti að stoppa til að dást að landslaginu og einnig þurftum við að útskýra að við værum nú á bakvið Mælifellshnjúkinn sem að við sjáum svo oft akkúrat úr hinni áttinni. Vegurinn var jú ansi grófur og Sandra var aðeins farin að eymast en hún setti bara peysuna sína á hnakkinn og þá var þetta allt í lagi. Við hittum svo hestafólkið við bæinn Mælifellsá og komumst við fram úr þeim og hjóluðum í Laugarhvamm sem er í Steinstaðabyggðinni og fórum þar í sund hjá afa og ömmu en þar voru Magga og fjölskylda að Hjólhesturinn
22
jafna sig eftir vegaframkvæmdina og búin að ná í bílinn fyrir okkur í Varmahlíð. Hitinn var svo mikill að einhverjir fóru í ánna til að kæla sig og eyddum við góðri stund í leik og afslöppun en við höfðum hjólað 40km frá Bugum í Laugarhvamm. Það er ekki hægt annað en segja að þessi ferð hafi verið MJÖG skemmtileg og var það ekki síst veðrið sem skipti máli og að ekkert vesen var að hafa Arnar á stólnum þar sem að hann undi hag sínum mjög vel en kempan í ferðinni var Sandra sem fór létt með þetta og fannst henni verst að búið var að ná í bílinn því að hún vildi hjóla þessa 10 km í Varmahlíð líka. Fjallahjólakveðjur, Alda Jóns. Myndir © Alda Jóns. Forsíðumyndin var tekin í sömu ferð © Pétur.
SMURNING Haustútsölur og vefurinn Á haustin hefjast haustútsölur í reiðhjólaverslunum og þar má gera góð kaup á reiðhjólum og fylgihlutum þeirra, og hjólafatnaði ýmisskonar. Haustið er nefnilega rétti tíminn til að kaupa sér reiðhjól, þá eru þau ódýrust. Ekki er þó ráðlegt að kaupa hjól handa börnum á haustin, því hjól sem passar barninu í haust getur verið of lítið næsta vor. Og það eru ekki bara verslanir hérlendis sem bjóða haustafslátt á vörum sínum, það er einnig gert erlendis. Nýjasti verslunarmáti hjólreiðafíkla er póstverslun gegnum internetið. Þannig er, að ýmsar þær vörur fyrir hjólreiðafólk sem sjá má í erlendum tímaritum, eru ófáanlegar í reiðhjólaverslunum hérlendis. Oftast reynist ekki markaður fyrir ákveðna vöru, það eru einfaldlega of fáir kaupendur að einhverjum sérvarningi. Stundum er þó hreinu áhugaleysi verslunareigenda um að kenna, þeir vilja selja okkur eitthvað sem við viljum ekki kaupa. Þá er í mörgum tilfellum hægt að fá vöruna erlendis frá, yfirleitt með skömmum fyrirvara, þökk sé nútíma póstþjónustu, og stundum ódýrari en ef hún hefði verið pöntuð gegnum verslun hérlendis. Það eina sem þarf, er aðgangur að tölvu með internettengingu, og ekki sakar að eiga kreditkort. Greiðsla með þeim er fljótari og ekki síður öruggari en póstávísun. Munið bara að reikna toll, vörugjöld og virðisaukaskatt inn í vöruverð áður en pantað er. Dæmi um góða vefslóð fyrir þá sem áhuga hafa á hverskonar útivist og hreyfingu er: www.rei.com R-E-I er skammstöfun fyrir Recreational Equipment International, sem á íslensku mætti þýða sem heimsverslun með útivistarbúnað. Á þessari vefsíðu er hægt að slá inn leitarorð yfir hinn fjölþætta búnað er tengist útivist, og fá upplýsingar um ýmsa framleiðendur, vörumerki og verð. Ég hvet allt
DAGSINS útivistarfólk sem hefur tök á að skoða Vefinn að kíkja endilega á þessa heimasíðu. Foreldraröltið Ein er sú starfsemi sem hefst með skólabyrjun og kallast foreldraröltið eða foreldragæslan, og er oftast skipulagt í samvinnu við félagsmiðstöðvar eða skóla. Foreldraröltið er nokkurskonar eftirlitsgönguferðir lítilla hópa eða hóps foreldra um eigið hverfi eða bæjarhluta. Markmiðið með foreldraröltinu er að hafa auga með útivist barna og þó einkum unglinga, að kvöld og næturlagi. Foreldraröltið hefur marga góða kosti, auk þess að ná góðu sambandi við börnin og unglingana, þá veitir það fólki tækifæri til að kynnast nágranna sínum og er auðvitað kjörið tækifæri til hreyfingar og útivistar. En ég tel að það megi bæta foreldraröltið enn frekar, með því að nota reiðhjól í bland við hesta postulanna. Kostir þess að nota reiðhjól við foreldraröltið, eru þeir sömu og reiðhjólalöggan hefur umfram hina gangandi eða akandi löggæslu. Maður kemst hraðar yfir á reiðhjóli en gangandi, fer því yfir stærra svæði á sama tíma en væri maður gangandi. Og betri yfirsýn næst yfir það svæði sem farið er um, en ef setið væri í bíl. Svona kvöldhjóltúr með foreldraröltinu er líka afar holl hreyfing, við erum að nota aðra vöðva en við göngu og áreynsla er einnig minni á liðamót. Því er rólegur hjóltúr góð hreyfing fyrir þá sem setið hafa á skrifstofunni allan daginn, sem og slökun fyrir hina sem þurfa ganga eða standa við vinnu sína. Heit sturta og kakóbolli fullkomna svo sæluna að loknum kvöldhjóltúrnum. En nú fer vetur að nálgast. Er þá ekki alveg ómögulegt að vera hjólandi? Nei , slíkt þarf ekki að vera. Heimir H. Karlsson. 23
3. tölublað. 8. árgangur
SMURNING
DAGSINS
Hjólum í skólann og vinnuna Með haustinu fara börn og unglingar aftur í skólann, og einhver okkar hinna fullorðnu setjast líka á skólabekk. Áberandi við flesta skóla er bílafjöldinn og þeir ókostir sem þeim fylgja. Af mikilli bílaumferð við grunnskóla skapast slysahætta fyrir nemendur, og þó reynt sé að draga úr þeirri hættu með margvíslegum breytingum á umferðarmannvirkjum, svo sem með hraðahindrunum, hraðatakmörkun og gangbrautarvörslu, þá er eins og engum hafi dottið í hug að draga hreinlega úr bílaumferð við skólanna. Ekki ætla ég að hallmæla einkabílnum, bíll er nauðsyn í nútímaþjóðfélagi. En það er hægt að misnota eða ofnota flest alla hluti, og er þá stundum talað um fíkn. Það eru til fleiri kostir við að koma börnum og unglingum í skólann, og okkur sjálfum til vinnu, en að hver og einn sé að hendast þetta á eigin bíl. Þó að í einstaka tilfelli sé maður fljótastur til skóla eða vinnu á eigin bíl, þá má oft notast við strætó, eða hreinlega ganga. Ókosturinn við strætó er þó að áætlun hans passar sjaldan við þann tíma sem okkur hentar best, auk þess sem hvorki er stoppað við né farið beint á þann stað sem ætlum til. Og að ganga tekur oftast of langan tíma. En hvað með að hjóla? Það er fljótlegra en að ganga, stundum ekki mikið seinna en að fara á eigin bíl, engin bílastæðavandræði eða umferðarteppur. Sama frelsi, já eða jafnvel meira frelsi en á einkabíl, auk þess er reiðhjólið Hjólhesturinn
24
ódýr ferðamáti og veitir holla hreyfingu. En ég var að tala um skólana og umferðina kringum þá. Mörg börn á grunnskólaaldri eiga reiðhjól, og þau má vel nýta til að ferðast á milli skóla og heimilis. Mikilvægt er að yngstu börnunum sé fylgt í skólann fyrstu vikurnar, og þeim kennt að hjóla eftir gangstéttum og göngustígum, en sem minnst á götunni. Mikilvægt er að börnin og reiðhjól þeirra séu rétt útbúin. Hjálmur er höfuðatriði, og ekki má gleyma ljósum og endurskini nú þegar hausta tekur. Eitt atriði sem oft vill gleymast hjá þeim sem láta börn sín fara á hjóli til skóla, er að töskur og föt barnanna henti til hjólreiða. Þá er ég ekki að hugsa um að útbúa börnin eins og einhverja fjallahjólakappa, heldur að þannig sé gengið frá töskum og fötum barnsins, að þau skapi ekki slysahættu. Lausar skóreimar eða leikfimipokar sem geta flækst í keðju eða teinum reiðhjólsins eru afar hættulegir. Ef slíkt gerist, þá missir barnið stjórn á hjólinu og dettur. Fall af reiðhjóli er alltaf hættulegt, ekki síst innan um aðra umferð. Af sömu ástæðu þá er bannað að hengja töskur eða poka á stýri reiðhjólsins, það dregur úr getu hjólreiðamannsins til að stjórna hjólinu og slíkir pinklar geta auðveldlega flækst í framhjólinu. Best er að hjólandi barn noti skólatösku sem bera má bakinu, og geymi allt sitt dót þar í. Þar með talinn leikfimipokann, trefla og yfirhafnir sem barnið fer úr þegar heitt er í veðri. Svo er líka minni hætta á að eitthvað
gleymist eða týnist, ef allir hlutir eru geymdir í einni skólatösku, en ef barnið þarf að muna eftir mörgum töskum eða pokum. Og auðvitað er allt dót í töskuna og fötin fyrir skólann tekin til kvöldið áður. En skólar og fyrirtæki þurfa líka að koma til móts við þá sem nota reiðhjólið. Mér er aðeins kunnugt um einn stað sem tengist uppeldis og skólamálum á öllu landinu, þar sem er sérstakt reiðhjólaskýli eða geymsla. Það er við félagsmistöðina Frostaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Við flesta aðra skóla eru gömlu slæmu hjólagrindurnar, þessar sem framhjóli reiðhjólsins er stungið í og það látið standa þannig. Og ef þær standa ekki úti á berangri þar sem vindur og regn geta leikið reiðhjólin að vild, þá eru þær inni í einhverju porti þar sem illa sér til, og skemmdarvargar geta leikið hjólin enn verr en íslensk veðrátta væri nokkurntíma fær um. Það eru tveir meginókostir við áðurnefnda gerð reiðhjólagrindna. Annar er að lítið þarf til að skemma gjarðir reiðhjólsins þegar það er geymt í slíkri grind. Smá vindhviða, og eigandi reiðhjólsins þarf að greiða nokkur þúsund fyrir nýja gjörð, auk þess sem reiðhjólið er ónothæft á meðan. Hinn ókosturinn er, að ekki
er hægt að læsa reiðhjólinu almennilega við svona hjólagrind. Þó að framhjólinu sé læst við grindina, þá er auðvelt að kippa því af, fara með hjólið og kaupa nýtt framhjól. Eða finna annað hjól þar sem framhjólið er ekki læst við, setja það undir og hjóla af stað. Einföld leið fyrir óprúttna náunga til að eignast heilan flota af reiðhjólum. Við reiðhjólafólk viljum fá jarðfastar grindur eða staura til að læsa farskjótum okkar við. Dæmi um slíka staura eru bogadregnar rúmlega metersháar grindur til að hindra bílaumferð eða ólöglega stöðu bifreiða, en slíkar grindur eru víða steyptar niður þar sem bifreiðum er oft lagt upp á stétt. Þannig grindur eru til dæmis algengar erlendis við margar lestarstöðvar, stórverslanir. Helst vildum við að sjá hér á Íslandi við stærri stofnanir og fyrirtæki, reiðhjólageymslu eða skýli, þar sem hægt væri að geyma hjólin, þannig að þau væru í skjóli fyrir veðrum og vindum. Og auðvitað þyrfti slíkt skýli að vera vaktað eða umferð um það vel sýnileg til að illa innrættir aðilar gætu ekki athafnað sig þar að vild. Því betur sem búið er að reiðhjólafólki, því fleiri nota reiðhjólið. Heimir H. Karlsson.
Dæmi um tvö vonlaus “hjólastæði” hérlendis þar sem ekkert heldur hjólinu og enganvegin er hægt að læsa því tryggilega og þriðja sem uppfyllir þessar
lágmarkskröfur. Þegar hjólastæði eru vel gerð eru menn ekki feimnir við að merkja þau eins og sést á skiltinu. PG 25
3. tölublað. 8. árgangur
HREYFING
OG HREYSTI
Á handaflinu einu saman Síðasta sumar kom Darren Swift til íslands til að hjóla um landið. Það sem gerði ferðina sérstæða er að Swifty, eins og hann er kallaður, hjólar með höndunum, þar sem hann hefur ekki lappirnar til að hjóla með eins og flestir. Hann segist reyndar gera meira af því að róa í kanó en að hjóla. Þetta er annað þríhjólið sem hann á frá þessum framleiðanda og líkar það vel. Með einu handfangi getur hann kippt framhlutanum af og þá verður eftir hjólastóll sem nota má á hefðbundinn hátt. Hjólin er hægt að setja á þrjá mismunandi staði eftir því hvort nota á stólinn sem hjólastól eða reiðhjól. Þetta er ekki framleitt í miklu magni og er því nokkuð dýr útbúnaður Hann hafði hugsað sér að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og hjóla
Hjólhesturinn
26
yfir Sprengisand fyrst þegar ég heyrði frá honum, í gegnum heimasíðuna okkar. Ég réði honum frá því og mælti með að hann héldi sig við hringveginn, byrjaði á því að fara austur og sjá svo til, en hann var ákveðinn í að fara yfir hálendið og ákvað að reyna við Kjalveg. Ég hitti hann síðan á tjaldsvæðinu í Laugardal þegar hann kom til landssins og tók þessar myndir. Hann byrjaði á því að hjóla frá Reykjavík framhjá Gullfoss og Geysi. Eftir það fór leiðin að vera erfiðari svo hann tók þá góðu ákvörðun að breyta áætlunum, frekar en að ráðast á hálendið. Hann tók næstu rútu og fór til Akureyrar og síðan aðra til Hellu á flatara landsvæði. Fyrir utan hvað er erfiðara að hjóla með höndunum heldur en sterkum lærvöðvunum þá eru sethjól líkt og hans
SWIFT Y VIÐ TTJALDIÐ JALDIÐ SITT © PG SWIFTY yfirleitt ekki mjög hentug í bröttum brekkum og á erfiðum vegum sem nóg er af á Íslandi. Hann hjólaði að mestu þaðan til Selfoss, nokkur hundruð kílómetra og er alveg heillaður af landinu og landanum. Allsstaðar fékk hann góðar móttökur, bílstjórar voru tillitssamir og fólk vinkaði gjarnan og heilsaði. Ekki skemmdi að ferð hans fékk góða kynningu í Morgunblaðinu laugardaginn eftir að hann lagði af stað. Tvisvar gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikils vinds meðan hann var að ferðast hér
og fór Swifty ekki varhluta af íslensku veðurfari. Hann talaði um það þegar hann var að nálgast Reykjavík aftur að aðgengi fyrir fatlaða vantaði víða og hlakkaði hann mikið til að komast í gott bað. Hann bað mig að koma sérstaklega á framfæri þakklæti fyrir góðar móttökur, hjálpsemi og gestrisni íslendinga. Páll Guðjónsson Myndir © Páll Guðjóns - skoðið fleiri myndir á heimasíðunni
27
3. tölublað. 8. árgangur
STELLIÐ
STILLT
Lýsum fram veginn Eins og fyrri haust er komið að því að athuga ljósabúnað hjólsins. Flestir eiga ljós frá fyrri árum og þurfa því litið annað að gera en að stinga rafhlöðum í hleðslu, það eru vonandi flestir hættir að nota einnota rafhlöður. Í fyrri Hjólhestum hafa verið birtir dómar um ný ljós þar sem bæði gæði og verð eru afskaplega misjöfn. Þá dóma má finna á heimsíðu klúbbsins www.mmedia.is/ifhk undir “stellið stillt”
Ótrúlegur fjöldi hjólreiðamanna hjólar um ljóslaus eða þá með slíkar týrur að viðkomandi er svo gott sem ljóslaus. Oftast er það níska sem hindra kaup á ljósum og rafhlöðum og er því löngu tími til kominn að breyta því. Fyrir utan það að ljósanotkun er skylda þá hlýtur að vera þægilegra að glíma við villta bílaumferð vel upp lýstur. Flest ykkar eru bílstjórar og ættu því lika að skylja hvernig það er að mæta óupplýstum hjólreiðamanni. Auk þess hafa stígar afskaplega misjafna lýsingu. Þróun ljósabúnaðar hefur verið ör undanfain Hjólhesturinn
28
ár. Í dag er hægt að fá ljós sem stýrð eru af RISC örgjörfa en hann sér um að gefa perunni “mjúkt start” sem gefur peruni mun lengri endingartíma www.niterider.com/homeset.htm. Hann sér lika um að halda spennu stöðugri á perunni svo að ljósið verði alltaf jafn sterkt á meðan einhver spenna er á rafhlöðunum. Örgjörfinn sér svo líka um að fylgjast með hleðslu og afhleðslu rafhlaðna og gefa hjólreiðamanni upplýsingar um ástandið hverju sinni. Þetta ljós er ekki til sölu hér á landi en að öðru leiti er hægt að fá ljós sem eru engu síðri þegar á reynir enda með sömu perunni Cateye Solo halogen Cateye www.cateye.com/ er fyrirtæki sem ætti að vera okkur hjólreiðafólki nokkuð kunnugt. Allavega eru orðin 20 ár síðan hægt var að fá hér á landi rafhlöðuljós og hraðamæla frá þessu fyrirtæki. Nú í ár er Örninn með hér um bil allar vörur frá þessu fyrirtæki. Það var því forvitnin sem dró mann að veggnum þar sem ljósin héngu í versluninni. Þar voru komin ný ljós og voru tvö sem dró að athygli mína fremur öðru. Annað þeirra hét Twin Halogen HL-NC250. Tvöfalt 12 volta ljós með 12 og 20 watta perum og Solo Halogen HL-NC260 með einu 12 watta ljósi. Hér í þessari grein ætlum við að skoða síðarnefnda ljósið. Var það með 12 volta NiCad rafhlöðu og 12 watta halogen peru (samloku) sem var í sama ljóskúpli og Stradium ljósið sem prófað var fyrir ári síðan hér í Hjólhestinum. Öll hönnun er mjög góð. 2,4 Ah NiCad rafhlaðan eru í vatnsþéttum plasthólki sem passar í brúsastatíf. Hægt er að skrúfa hólkinn í sundur og skipta um bæði rafhlöður og 5 ampera öryggi ef svo ber undir. Frá hólknum liggur fremur óþjál gormasnúra í
vatnsþétt tengi sem skiptist í aðgreindan rofa sem hægt er að festa á hentugan stað við stýrið og hinsvegar í ljósið sem er í sterkbyggðum ljóskúpli úr áli. Rofinn og ljósið eru fest á hraðtengi svo að fljótlegt er að taka búnaðin af hjólinu. Með í kaupunum fylgir svo vandað hleðslutæki 12 volt, 900mA DC En hvernig virkar svo ljósið? Satt best að segja er það frábært. Jöfn og þægileg flóðlýsing fram veginn og ekkert ljós skín í augu beint frá peru. Cateye segir að ljósið lýsi allt að 1,5 km. Það nýtist þó ekki nema þá til að ná athygli ökumanna og hugsanlega fá þá til að lækka bílljósin. Í fljótu bragði þá gæti manni dottið í hug að það vanti hliðargeisla en það væri óréttlátt að kvarta yfir því, því ljósið er öflugt. Ljósgeislinn spannar allt að 170° sem ekki er slæmt. En nýtanleg ljósdreifing er u.þ.b. 75°. 12 watta pera á 12 volta rafhlöðu þýðir að ljósið dregur1 amper. Rafhlaðan er 2,4 amperstundir (Ah) sem þýðir að rafhlaðan ætti að endast í 140 mínútur. Ljósið hentar því einstaklega vel í stuttar vegalengdir eins og í þéttbýliskjörnum þar sem ferðalagið stendur ekki lengur yfir en rétt rúma 2 tíma. Það er hreinlega frábært til að upphefja önnur ljós í umhverfinu sem trufla eða blinda hjólreiðamann. Ljósið er það gott að það gefur möguleika á því að fara nokkuð geyst um kræklótta stíga án þess að eiga á hættu að brytja niður mann og annan eða verða sjálfum sér til tjóns. Ef finna á galla þá eru þeir ekki auðfundnir. En svo við séum á neikvæðum nótum þá mætti kvarta yfir verðinu sem er 29.624kr. án afsláttar. Nú veit ég að einhver grípur andann á lofti. En þetta er ekki dýrt ef litið er til gæðanna og ég er sannfærður um að flestir væru því sammmála ef þeir sæu muninn á þessu ljósi og þeim ljóstýrum sem allt of margir kaupa sér. Ef þú ert svo Grafarvogsbúi þá er þetta tilvalið ljós í safariferðir um torfæra slóða til Reykjavíkur. Af þessari lýingu að dæma þá getur þú lesandi góður ímyndað þér hvernig Twin Halogen stæði sig í samanburði við litla bróður þegar
við bætast 20 wött. Við höfum ekki mörg orð um það, en Twin Halogen kostar aðeins 39.699kr án afsláttar. Halogen samlokurnar eru ekki til, en aðspurðir sögðu starfsmenn Arnarins geta pantað perur með skömmum fyrirvara.
Cateye Micro halogen Þá er komið að öðru ljósi frá Cateye, Micro Halogen HL500/2. Þetta ljós er ekki nýtt og mörgum kunnugt. Var það prófað í Hjólhestinum fyrir tveimur árum. En hér koma smá endurbætur Nú bíður Cateye fyrirtækið ljósið með 6 volta, 6W halogen peru, 6 volta 4Ah blý rafhlöðu og 6 volta 450mA hleðslutæki og það á aðeins 10.392kr. án afsláttar. Ekki sem verst. Ef þér finnst Solo Halogen eitthvað dýrt þá ættir þú að skoða þetta. Ljós þetta er eitt það besta sem völ er á í borgarumferðinni vegna mjög góðra hliðargeisla. Munurinn á þessu ljósi og Solo Halogen er samt þó nokkur. Fyrir utan mikils munar á styrk þá er ljósdreifingin ekki eins góð. Brennipunkturinn er þrengri og því ekki eins auðvelt að hjóla eftir þessu ljós eins og með Solo Halogen. Rafhlaðan er í góðri nælontösku sem festa á undir slánna fram við stýrispípu. 4 Ah þýðir að hleðslan ætti að duga í 4 tíma. En svo er ekki með þessa. Þegar amperstundir eru uppgefnar þá er það sá tími sem tekur að klára rafhlöðuna. En það má ekki klára út af blý rafhlöðum eins og þessum, því þessar rafhlöður eru eins og bílrafgeymir og eins og margir vita þá eyðileggur það rafgeyminn að klára algerlega út af honum. Er þetta sami rafhlöðupakkinn og fylgdi Day Lites HL- NC200 29
3. tölublað. 8. árgangur
ljósinu og var prófað fyrir 2 árum. Það sama gildir um hleðslutækið. Því er freistandi að vísa til fyrri prófana á heimasíðu klúbbsins. Munurinn frá fyrri prófunum er aðallega að finna í ljósstyrknum sem nú er meiri. Það er nauðsynlegt að benda á það að Cateye bíður upp á mjög góða varahlutaþjónustu og er hægt að panta nánast alla aukahluti. Það væri því sniðugt að panta varaperur um leið og ljósin eru keypt því perusamlokur í Twin og Solo Halogen fást hvergi annars staðar. Smart halogen Þá er komið að keppinauti Cateye allavega hér á landi. Það er Smart, www.smart-listo.com/english. Megin uppistaða framleiðslu Smart eru ljóstýrur sem ganga fyrir 2 rafhlöðum og ættu vart að sjást á nokkru hjóli. Það verður samt að segjast að sum ljósa þeirra eru orðin nokkuð “smart” ef litið er á heimasíðu þeirra í Tævan. Fyrir tveimur árum prófuðum við ljós, Smart Twin Halogen og var þá aðallega hægt að setja út á hönnun hlutana fremur en ljósgæði. Nú virðast þeir hafa tekið sig á, en þeir virðast vera farnir að framleiða ljóskúpla sem bandaríska fyrirtækið (sáluga) Brite Lite framleiddi fyrir nokkrum árum og kostaði þá offjár, enda dagaði fyrirtækið uppi í samkeppni við önnur sem síðar börðust á markaðnum. Bæði Hvellur og Markið hafa selt og eru að selja Smart ljós í dag. Hvellur er að selja Smart Twin Halogen en Versluninn Markið lumar á nýju ljósi frá þeim sem heitir því stjarnfræðilega nafni BL 912H . Samanstendur það af rafhlöðuhólki fyrir 4 rafhlöður (Alkaline eða NiCad af D stærð) sem passar í brúsastatif, gormasnúru Hjólhesturinn
30
með vatnsheldum rofa svo og fyrrnefndum ljóskúpli sem er úr sterku plasti. Peran er 10 watta Halogen samloka en stundum er hún sögð 4,8 volt og 1,5 amper sem þýðir 7,2 wött, allt eftir því hvaða pappíra maður les. Í ljós kom svo að peran er 4,8 volt og því má segja að kreista megi út úr peruni 10W þegar peran er yfirspennt á 6 voltum. Þetta er náttúrulega fáránlegt. En og aftur horfir maður á fúskið hjá Tævananum. Þeir eru þarna með frábært ljós en með óskýrar upplýsingar. Manni væri svo sem sama ef þessar perur fengjust í öllum verslunum en svo er ekki. Ég tel mig nokkuð víðlesinn í perubæklingum og hef hvergi séð þessar perur nema þá 6 volt og jafnvel þær eru vandfundnar. Hér á landi er aðeins hægt að fá 12 volt, 35 watta perur af þessari gerð. Það verður því að stóla á verslunina Markið sem ætti að eiga réttar perur, en sem stendur eru þær ekki til. Aðspurðir ætluðu þeir að útvega perur svo það verður liklega ekki vandamál í framtíðinni. Rafhlöðuhólkurinn er hálfgert ólán. Það þarf skrúfjárn til að taka hann í sundur. Í honum er lítil ljósdíóða sem gefur til kynna hvort hleðslan sé búin af rafhlöðunum. Það gæti virkað vel á þá sem átta sig ekki á því að dauft ljós er sama og lítil hleðsla. Þegar búið var að setja rafhlöðurnar í hólkinn þá hafði hann gengið svo mikið til að í fyrstu atrennu var erfitt að loka honum. Í brúsastatífi er hann frekar laus, en það er breytilegt eftir tegund brúsastatífa. Það mætti því binda hann í statífið með frönskum rennilás, en slíkar ólar fylgdu sem dæmi með Cateye Solo Halogen ljósinu. Snúran frá hólknum í ljósið er fremur óþjál eins og hjá
Cateye auk þess sem hefði mátt vera einhver festing fyrir rofann sem annars dinglaði laus fyrir neðan stýrið. Þar væri lika sniðugt að nota franska rennilása. Þá kom að því að prófa ljósið. Notaðar voru 4 st af 4Ah NiCad hleðslurafhlöðum sem gáfu perunni kjörspennu 4,8 volt. Þetta er frábært ljós og ekki síðra en Cateye Solo Halogen. Samt töluvert daufara, en ljósflæðið var jafnt og þægilegt og ekkert ljós sem skein beint í augun. Það undarlega átti sér stað á meðan prófunini stóð, að raki þéttist í perusamlokuni svo að í henni myndaðist mikil móða en eftir að hafa logað í 15 mínútur hvarf rakin. Burtséð frá göllum þá verður maður bálskotinn í þessum litla, netta og fislétta ljóskúpli sem skilur ekki eftir sig hraðtengi þegar það er tekið af stýrinu. Fyrir þá sem eiga fislétt hjól þar sem grömmin skipta máli og aukabúnaður er bannvara þá er þetta mjög skemmtilegt ljós. Þó þetta tiltekna ljós sé með 4,8 volta peru þá hefur maður ávallt möguleika á því að setja í aðrar perur eins og frá Cateye. Handlagnir einstaklingar geta því útbúið sér frábært 6 eða 12 volta ljós. Fyrir 6.900 krónur er þetta ljós svolitið dýrt sérstaklega ef menn eru aðeins að eltast við ljóskúpulinn. Það er ekki hægt að mæla með því að kaupa minni hleðslurafhlöður en 4Ah því spennan er lág og það veitir ekki af öllu því afli sem í boði er. Það gætu því bæst við 5000kr í kaup á rafhlöðum og hleðslutæki. Munið að einnota rafhlöður gera þetta ljós á skömmum tíma mun dýrara. Kaupið heldur ekki Alkaline hleðslurafhlöður því þær þola ekki þennan straum. Verslanir ættu að sýna Smart svolitla athygli því þeir framleiða líka ljós tilbúin með hleðslutækjum og rafhlöðum sem vonandi eru óaðfinnanleg. Á góðu verði með staðlaðar perur og spennu (6 eða 12 volt).
Spectro nafrafall Þá er komið að öðrum möguleika en það er líklega sá besti og vistvænasti sem völ er á. Það eru nafrafalar. Þú kaupir þá einu sinni og eini kostnaðurinn og fyrirhöfnin sem þú leggur á þig eru peruskipti þá sjaldan þegar þær brenna. Fyrir u.þ.b. 2 árum yfirtók SRAM, www.sram.com, rekstur fyrirtækisins SACHS og þar með var sett á markaðin framleiðslulina sem kölluð er “Spectro”. Er þar á ferðinni flest það sem SACHS framleiddi nema gírskiptarnir enda hefur SRAM séð um það með ágætum hingað til. Eitt af því sem leynist í Spectro linunni er nafrafall sem þeir kalla Spectrolux V6. Það er alþekkt að gömlu flöskurafalarnir (Dynamo) þyngja hjólið undir fæti. Þeir eru hinsvegar stórkostleg uppfinning þar sem hjólreiðamaðurinn er sjálfum sér nægur með ljós um leið og hann ferðast á milli staða. Nafrafalar hafa þróast talsvert undanfarin ár og er nú svo komið að vart er hægt að finna nokkra mótstöðu þegar þeir eru í fullri vinnslu. Annar kostur er að þó snjór, bleyta eða drulla sé á dekkjum þá spólar rafallinn ekki á því auk þess sem þeir slíta ekki dekkjum. Örninn hefur umboðið fyrir Spectrolux rafalinn og hefur komið til tals að flytja þá inn. Verðið mun verða um 4-5000 kr. Þetta er ein besta fjárfesting sem völ er á. Kynnið ykkur málið á heimsíðu klúbbsins www.mmedia.is/~ifhk/ dynamo.htm. Þar er verið að lýsa möguleika Schmidts nafrafals sem er inn í frammnafinu. Möguleikar Spectro rafalsins eru þeir sömu en hann hefur það framyfir Schmidts rafalinn að hægt er að taka hann af hjólinu án þess að þurfa eiga auka gjörð. Ef þú villt framtíðarlausn á hjólreiðaljósinu þá ættir þú að kaupa þér nafrafal. Þeir eru framtíðin. Magnús Bergsson - mberg@islandia.is www.islandia.is/~nature/ 31
3. tölublað. 8. árgangur
FÁANLEG MEÐ HLEÐSLURAFHLÖÐUM OG HLEÐSLUTÆKI
FFYRIR YRIR VEL VEL UPPLÝST UPPLÝST HJÓLAFÓLK HJÓLAFÓLK MEÐ MEÐTRAUST TRAUST GRIP GRIPÍÍ HÁLKUNNI HÁLKUNNI
LJÓSIN FRÁ SIGMA SPORT OG VÖNDUÐU NAGLADEKKIN FRÁ FINNLANDI
Nokian Mount & Ground 54-559 (26x2,125) 288 Nagla og 47-507 (24x1,75/2) 144 Nagla dekk
Nokian Hakkapeliitta 47-559 (26x1,75 / 1,95) 106 Nagla
Einnig eru væntanleg Nokian Extreme 296 nagla