Hjólhesturinn 19. árg. 1. tbl. mars 2010

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN

Hjólhesturinn, 1. tölublað 19. árgangur, mars 2010

Hjólamenning Grænar samgöngur París á evru í sólarhring Pabbi minn getur lánað þér fyrir bíl Sprungið dekk lagfært á 15 mínútum Landmannalaugar - Þórsmörk á fjallahjóli Hjólaferðir á Vestfjörðum, Costa Blanca og víðar


Formannspistillinn Fjölnir Björgvinsson

Þó að 20. afmælisár Fjallahjólaklúbbsins hafi verið í fyrra og dagskrá klúbbsins verið fjölbreyttari en nokkru sinni að því tilefni, er samt útlit fyrir að það herrans ár 2010 verði enn stærra og fjölbreyttara. Þar má nefna nokkrar ferskar nýjungar eins og matreiðslunámskeið fyrir ferðalanga á fjöllum (fyrir göngu- og hjólreiðafólk), fyrirlestur um næringu og nesti, ratleiki, gpsnámskeið og ýmiss konar kynningar frá fyrirtækjum eins og ferðaskrifstofum og útivistar- og hjólabúðum. Fastir liðir í dagskránni verða eins og fyrri ár: viðgerðanámskeiðin eftirsóttu í þremur þrepum, teiningarnámskeið, myndakvöld, bíókvöld, ferðaundirbúningsnámskeið o.m.fl. Árið 2009 var eins og áður sagði mjög gott. Það sýndi sig líka að félögum klúbbsins fjölgaði mikið og hafa þeir aldrei verið fleiri. Ný stjórn tók við í október 2009 og nefndir mótaðar. Endurkjörin voru Fjölnir Björgvinsson formaður, Sesselja Traustadóttir varaformaður, Ásgerður Bergsdóttir gjaldkeri og Magnús Bergsson varamaður. Nýir í stjórninni eru: Örlygur Sigurjónsson ritari og Arnaldur Gylfason meðstjórnandi. Það er sérstaklega ánægjulegt hvað húsnefndin er öflug og starfar af miklum krafti en hana skipa um 20 félagsmenn. Helstu afrek hennar í vetur er að endurinnrétta efri hæð klúbbhússins og gera allsherjartiltekt í húsnæðinu. Framundan er spennandi ár með ótal tækifærum á skemmtilegum dögum í klúbb­ húsinu og á hjólinu í ferðum. Ferðanefndin hefur skipulagt margar ferðir og verða Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

þær auglýstar síðar á vefnum okkar og á póstlistanum með frekar stuttum fyrirvara með tilliti til veðurs og tæknilegra þátta. Fylgist því vel með vefnum okkar þar sem ferðir og fróðlegt efni verður kynnt og skráið ykkur á póstlistann. Svo er alltaf eitthvað merkilegt á spjallinu. Líkt og fyrri ár bendir allt til að þetta ár verði mikil auking hjólreiðamanna í umferðinni og á stígunum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Sumir ganga meira að segja svo langt að segjast búast við tvöfaldri aukningu frá í fyrra – sem var þó töluverð. Reykjavíkurborg hefur kynnt nýja hjólreiðaáætlun og með svolítilli bjartsýni er auðvelt að sjá að borgin okkar stefni að því að verða orðin ákjósanleg hjólaborg áður en langt um líður. Það er með öðr um orðum allt að gerast í hjólreiðaheiminum, litlir óformlegir hjólaklúbbar og félög skjóta upp kollinum og grasrótar menningin blómstrar. Það virðist líka vera almenn vitundarvakning í þjóðfélaginu á því hversu mikilvæg regluleg hreyfing er og sjálfsagður þáttur í heilbrigðum lífsstíl. Því liggur beint við að tvinna saman líkamsræktina, peninga- og tímasparnað með því að hjóla milli staða. Svo er það líka vænt fyrir umhverfið og sálartetrið. Hjólum heil og til fyrirmyndar. Fjölnir Björgvinsson, formaður Fjallahjólaklúbbsins. 2


Tilkynning vegna félagsgjalda 2010 Á vef klúbbsnins eru leiðbeiningar um hvernig einfaldast er að ganga í klúbbinn. Félagsgjald 2010 er 2000 kr. eða 3000 kr fyrir fjölskyldu og allir fá skírteini. Fyrir yngri en 18 ára eru það aðeins 1000 kr. Þau undarlegu mistök áttu sér stundum stað í fyrra að félagsmenn voru búnir að greiða greiðsluseðilinn en nafn þeirra kom ekki fram á greiðsluyfirlitinu frá bankanum þannig að félagsskírteinin skiluðu sér ekki til viðkomandi. Vitum við ekki hvers vegna þetta átti sér stað en EF félagsmenn hafa ekki fengið skírteinin 10. dögum eftir greiðslu er viðkomandi beðin um að senda póst á aldpet@centrum.is og ég skoða málið. (Fyrstu skírteinin send út 31. mars) Hjólakveðjur Alda Jóns, umsjónamaður félagatals ÍFHK

Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 19. árgangur. mars 2010 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Prófarkalestur: Ásgerður Bergsdóttir. Athugið: Skoðanir greina­höf­unda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, ritnefndar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins

Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús alla fimmtudaga, alltaf eitthvað í gangi og viðgerðaraðstaða niðri. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Gestir og gangandi velkomnir. PG ÍHLUTIR ehf Skipholt 7 105 Reykjavík Sími 511 2840 Fax 511 2845 Rafpóstur: ihlutir@ihlutir.is

Myndir © Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir (forsíða), Magnús Bergsson og fl. ásamt greinahöfundum. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið. efni.


Ársþing Landssamtaka hjólreiðamanna 2010

og starfsnefndir LHM - Árni Davíðsson Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Fundargerð verður sett á vef LHM. Meðal annars kynnti Morten Lange formaður ársskýrslu stjórnar og lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir LHM og verkefnið Hjólafærni. Gerðar voru nokkrar lagabreytingar. Breytingarnar eru kynntar á vef LHM ásamt nýjum lögum. Ný stjórn var kjörin. Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Hana skipa Árni Davíðsson formaður (ÍFHK), Ásbjörn Ólafsson varaformaður (ÍFHK), Guðný Katrín Einarsdóttir ritari (ÍFHK), Haukur Eggertsson gjaldkeri (Hjólamenn) og Arnaldur Hilmisson meðstjórnandi (HFR). Varamen voru kjörnir Morten Lange frá­ farandi formaður og Magnús Bergsson. Stjórnin og verkefnisstjórar eru kynntir á vef LHM. Páll Guðjónsson kynnti endurskoðað stefnumótunarskjal. Það var rætt nokkuð og gerðar smávægilegar athugasemdir og efnisatrið skjalsins samþykkt. Samþykkt var

sérstök ályktun ársþingsins. Allt er þetta birt á vef samtakanna. Árni Davíðsson kynnti hugmyndir að nokkrum starfsnefndum og gátu menn skrifað sig á blað til þáttöku í þeim. Starfsnefndir LHM Á Ársþingi LHM skráðu menn sig til starfa í starfsnefndir. Með starfsnefndum er reynt að virkja fleiri til starfa innan LHM og dreifa ábyrgð og störfum á fleiri. Þetta er lýðræðislegt fyrirkomulag. Oft hefur viljað brenna við að mál koma upp skyndilega og hefur stjórn LHM þá þurft að bregðast við og láta önnur mál bíða og frestast. Starfsnefndirnar eiga að vinna í haginn fyrir samtökin og ná frumkvæðinu í sínum verkefnum. Vonandi eiga mál síður eftir að daga uppi með þessu fyrirkomulagi og betri tími að gefast fyrir stefnumótun og að stefnufesta samtakanna að verða meiri. Starfsnefndirnar eiga ýmist að vinna að tímabundnum verkefnum eða hafa umsjón með langtímaverkefnum. Þótt allar starfsnefndirnar séu ekki virkjaðar eru þær gagnlegt yfirlit yfir þau verkefni sem stjórnin hefur verið að fást við. Á fyrsta fundi stjórnar

Fundur í klúbbhúsinu

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

4


var ákveðið að virkja eftirfarandi starfsnefndir.

Afslættir til félagsmanna

1. Tímabundin starfsnefnd um gerð lausna eða staðla fyrir reiðhjól. Á að útbúa samantekt um mögulegar lausnir fyrir reiðhjól til samgangna í íslensku umhverfi í þéttbýli og dreifbýli. Einnig að gera verklagsreglur um val á lausnum og útbúa samantekt um annan aðbúnað, s.s. hjólastæði. Vegagerðin vinnur nú að gerð staðla/ leiðbeininga um lausnir fyrir hjól og mun hlutverk nefndarinnar því hugsanlega vera að koma sjónarmiðum LHM að og tryggja að mikilvæg atriði gleymist ekki. 2. Tímabundinn starfsnefnd um legu hjólaleiða á höfuðborgarsvæðinu. Á að útbúa leiðakerfi fyrir reiðhjól sem nær yfir allt höfuðborgarsvæðið með stofnbrautum fyrir hjól auk tengibrauta. 3. Föst starfsnefnd um einstakar framkvæmdir og skipulagstillögur. Á að halda utan um og annast afgreiðslu á umsögnum og tillögum LHM við einstakar framkvæmdir og skipulagstillögur. Gert er ráð fyrir að margir verði í þessari nefnd og að menn vinni í teymum. 4. Ferðaþróunarnefnd. Á að vinna að framgangi hjólreiða í ferðaþjónustu.

gegn framvísun skírteinis 2010:

Beðið var með ákvörðun um fræðslu­ nefnd, alþjóðanefnd, ritnefnd og slysanefnd enda voru ekki nægilega margir skráðir til að setja þær í gang. Verkefnin eru þó ekki gleymd og unnið að mörgum þeirra. Ákveðið var að stefnumótunarnefnd yrði ekki sett á laggirnar enda yrði það verkefni stjórnar að móta framtíðarstefnu LHM. Starfsnefndirnar verða betur kynntar á vef LHM: lhm.is. Enn vantar fólk í þær svo þeir sem hafa áhuga geta skráð sig í nefnd að eigin vali.

Staðg. 12 Tónar * 10% 66°Norður 10% Afreksvörur * 10-15 Borgarhjól * 10% Cintamani búðin 10% Everest 10% Fat Face 10% Fjallahjólabúðin GÁP 15% Hamborgarabúlla Tómasar* 20% Hjólasprettur efh 10% Hjólið ehf verkstæði * 10% Hvellur * 15% Íhlutir 10% Ísól * 15% Íslensku Alparnir 10% Ljósmyndavörur * 10% Markið 10% Merking * 15% Miðbæjarradíó 10-20 Norðlensku Alparnir 10% Rafgrein sf 10% Skíðaþjónustan 10% Slippfélagið - Litaland * 15-30 Sportver 10% Stilling 12% Sölutraust, Gilsbúð 10% Toner.is 15% Útilíf * 10% Örninn * 10%

Kredit 10% 10% 10-15 10% 10% Nei 10% 15% 20% 5% Nei 10% 10% 15% 5% Nei 5% 15% 10-20 5% 10% 7% 15-30 10% Nei 10% 15% 10% 10%

Eftirtaldir sérleyfishafar hópferðabíla bjóða félagsmönnum ÍFHK frítt fyrir hjólið * Þingvallaleið, Hópferðamiðstöðin TREX, SBA-Norðurleið og Reykjavík Excursion.

*

Skoðið nánari upplýsingar um afslætti og sérkjör á fjallahjolaklubburinn.is því sumar verslandir gefa aðeins afslátt af ákveðnum vöruflokkum.


Hjólaferð frá Ísafirði til Flateyrar og til baka Stefan Sverrisson

Ferðamenn: Stefán Birnir Sverrisson Dagsetning 29.7.2008 Vegalengd: 50 km Mesta hæð: 621 m Hjól: Mongoose-fjallahjól með framdempara, leigt á Ísafirði

Ég og fjölskyldan vor um í vikufríi á Ísafirði hjá skyldfólki. Þessa fimm daga sem við höfðum verið á Ísafirði hafði verið fádæma veðurblíða og hiti yfirleitt farið um og yfir 20 gráður að degi til. Svæðið í kringum Ísafjörð fannst mér virkilega spennandi til útiveru. Daginn áður hafði ég hlaupið um 20 kílómetra hring upp á skíðasvæði Ísfirðinga og þaðan lengra upp á heiði í átt að Suðureyri. Þar sá ég í fjarska veg á Breiðadalsheiðinni og langaði strax til að fara þangað. Það væri líklega of langt fyrir skokkandi mann nema að taka í það heilan dag. Mig langaði heldur ekkert að hlaupa meira í bili eftir hlaupin um skíðasvæðið. Ég hafði komið auga á hjólaleigu á Ísafirði þar sem fengust fjallahjól leigð fyrir lítinn pening. Ég tók því ákvörðun um að hjóla þetta.

Ég lagði af stað frá Ísafirði frá hjólaleigunni klukkan 15:00 í mjög góðu veðri. Það var um 20 stiga hiti, sól og heiðríkja. Ég var í stuttbuxum og bol en hafði með mér flíspeysu í bakpokanum. Var einnig með í bakpokanum lítra af vatni, GPStæki, myndavél, sjónauka og síma. Ég hafði nýlokið við að borða svo nestið var ekkert. Ég var einnig með hjálm á höfðinu sem fylgdi með leigunni á hjólinu. Ég gat mér til um að leiðin væru u.þ.b. 15 km aðra leið og hélt að heiðin væri í u.þ.b. 400 m hæð. Ég hafði greininlega ekki lagt á mig mikla rannsóknarvinnu fyrir þessa ferð enda nóg annað skemmtilegt að gera í veðurblíðunni. Ég tilkynnti heimilisfólkinu að ég áætlaði að vera kominn heim klukkan 7 en sagði að það gæti auðveldlega dregist til kl. 8. Ég var svo spenntur að komast á heiðina að ég hjólaði í einum rykk frá Ísafirði og vel upp í heiðarbrekkuna. Þar stillti ég GPSinn og hvíldi mig í leiðinni. Hjólaði svo stuttan spöl og komst að því fljótlega að brekkan væri of brött til að hjóla hana. Hugsanlega hefði ég getað hjólað í lægsta gír en þá var ég ekkert fljótari en að ganga með hjólið og það var líka töluvert erfiðara. Fljótlega fór geitungur að sveima í kringum mig og þar var hann í a.m.k. hálftíma. Hann fór mjög í taugarnar á mér til að byrja með en þegar ég sá að hann sýndi ekki á sér farasnið sá ég að eins gott væri að sætta sig við þetta. Ég komst upp á skotsvæði Ísfirðinga í 400 metra hæð og hélt þá að ég væri kominn upp á heiðina. Það hefði verið rétt ef að ég hefði


verið á leið til Suðureyrar. Uppi á heiðinni eru nefnilega gatnamót þar sem hægt er að fara til Suðureyrar eða til Flateyrar. Til Suðureyrar lá vegurinn niður í móti frá 450 metra hæð en til Flateyrar var enn þá eftir 150 metra hækkun. Mér var ekki til setunnar boðið og byrjaði að reiða hjólið upp hækkunina á Flateyrarafleggjaranum. Ekki var hægt að hjóla því að grjótið á veginum var svo gróft að ómögulegt var að halda jafnvægi á hjólinu á litlum hraða. Veginum hafði líklega ekki verið viðhaldið síðan jarðgöngin voru tekin í notkun árið 1996. Fína mölin hafði greinilega veðrast úr veginum í áranna rás. Það kom greinilega í ljós á þessum seinasta kafla upp á heiðina hve gremjuleg örlög náttúran getur hlotið fyrir framkvæmdagleði mannana. Þarna var búið að ryðja úr efri hluta fjallshlíðarinnar niður í neðri hluta hlíðarinnar til að búa til veg í miðri hlíðinni sem sást varla inni í gríðarstóru sári fjallsins. Fyrir neðan hlíðina var svo eldri vegur sem var ennþá hlykkjóttari og brattari. Því var greinilegt hvernig framgöngu í vegaframkvæmdum á þessu svæði hefur verið háttað. Göngin í gegnum fjallið skildu þennan veg eftir ónotaðan og einskis nýtan en ummerkin verða til um ókomna tíð. Ég komst svo upp á topp og þar var svolítil gola og ég klæddi mig í bolinn aftur sem ég hafði farið úr fljótlega eftir að ég hóf að príla upp heiðina. Ég horfði niður í Önundarfjörðinn og horfði á veginn hlykkjast

niður eftir og hugsaði með mér að þetta væri miklu erfiðari vegur fram undan en sá sem að baki var. Ég íhugaði að snúa við þar sem ég miklaði fyrir mér að komast upp þessa brekku aftur á leiðinni til baka. Klukkan var orðin 5 og ætlunin að vera kominn heim klukkan 7 í kvöldmat. Það var þægileg tilfinning að hugsa um kvöldmatinn á þessari stundu eftir allt þetta príl og bara auðveld brekka niður í mót fram undan alla leið niður til Ísafjarðar. Ég ákvað samt að fara a.m.k. aðeins niður eftir (niður í Breiðadalinn) því ef ég færi til baka núna yrði ég örugglega kominn heim fyrir klukkan 6. Ég var ekki kominn langt þegar það mætti mér brattur snjóskafl sem náði næstum því yfir veginn. Það voru u.þ.b. 2 metrar frá skaflinum og að vegbrúninni og fyrir neðan vegbrúnina var 100 metra snarbrött skriða. Hefði ég verið á ferð tíu dögum fyrr hefði skaflinn örugglega náð yfir veginn og þá hefði verið ófært fyrir aðra en fótgangandi menn. Í beinu framhaldi af skaflinum var mikið af grjóti á veginum eftir grjóthrun úr hlíðinni. Það var greiðfært fyrir reiðhjólið en hefði verið ófært fyrir jeppa nema að eyða dágóðri stund í að færa til grjót. Fyrir neðan skaflinn var vegurinn mjög blautur eins og gefur að skilja svo öll för sáust geinilega sem höfðu farið um veginn það sumarið. Það voru för eftir tvo hesta og annað ekki. Þegar ég var kominn fram hjá grjótinu á veginum varð ég var við mótorhjólaför. Mótorhjólið hefur örugglega keyrt upp frá Önundarfirði en snúið við þegar það kom að grjóthrunskaflanum. Nú ríkti ævintýraþráin hjá mér og engin löngun til að snúa við í bráð. Ég hjólaði niður hlykkjóttan veginn. Stoppaði oft til að virða fyrir mér útsýni og landslag. Tók meðal annars myndir af ljósgrænni mosabreiðu sem var algjörlega ósnortin sem er sjaldgæf sjón. Ég tók mikið af nærmyndum en passaði mig á að stíga ekki í mosann því ég var meðvitaður um að fótsporin myndu sjást í áraraðir á eftir.


Vestfjarðargöngin komu út úr fjallinu við neðsta hluta heiðar vegsins og þar var allt í einu nóg um mannaferðir. Ég stoppaði við Flateyrar­a fleggjarann til að virða fyrir mér undurfagurt útsýnið inn og út Önundarfjörðinn. Það rétt glitti í Flateyrina í 7 kílómetra fjarlægð en yfir henni gnæfði snjóflóðagarðurinn sem var gerður eftir hamfarirnar miklu á Flateyri þar sem 20 manns létust í snjóflóði í október 1995. Kaldhæðnislegt til þess að hugsa að Vestfjarðagöngin voru opnuð 1996 sem hefur örugglega verið mikið tilhlökkunarefni fyrir Flateyringa á þessum tíma en svo dundu þessar hörmungar yfir sem varð til þess að margir fluttu í burtu af svæðinu. Það var auðvelt að hjóla Flateyrar­ afleggjarann til Flateyrar. Svolítið upp og niður en ég fékk örlítinn meðvind svo ég gat hjólað í hæsta gír mestalla leiðina. Ég stoppaði fyrir utan sjoppuna á Flateyri og athugaði símann minn í fyrsta sinn í ferðinni. Inga, konan mín, hafði sent mér SMS nærri tveimur klukkustundum fyrr og sagði að einkasonur minn, Eyþór, væri orðinn veikur með 38,6 gráðu hita. Eyþór var aðeins sjö mánaða gamall og þetta var í fyrsta sinn sem hann fékk hita. Á þessari stundu braust fram gríðarlegt föður- og umhyggjueðli í mér og allt sem mig langaði að gera var að komast heim sem fyrst til að hjúkra honum. Ég hafði hugsað mér að fara lengra niður á Flateyrina og fá betra sjónarhorn á snjóflóðagarðana en missti allan

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

áhuga á því. Ég vissi að ég ætti krefjandi ferð fyrir höndum til baka yfir heiðina þannig að ég fór í sjoppuna til að kaupa mér skyndibita. Ég spurði hvaða skyndibita þeir ættu og þeir áttu pulsur í brauði og ekkert annað. Kom það sér vel fyrir mig þar sem ég var að flýta mér og vildi ekki eyða tíma í að velja á milli hluta. Ég fékk mér því tvær með öllu og hálfan lítra af malti. Skóflaði þessu í mig og lagði svo af stað passlega saddur fyrir átökin. Ég spurði hvort að þetta væri eini mat­ sölustaðurinn á Flateyri og afgreiðslu­stúlkan hvað svo vera ef ekki væri talinn með veitinga­staðurinn sem væri neðar á Eyrinni. Líklega lítill markaður fyrir staðarverslun eftir að göngin komu og alltaf greiðfært í Bónus á Ísafirði. Ég hjólaði í einum rykk allan Flateyrar­ afleggjarann og stóran hluta vegaspottans frá afleggjaranum upp að gangamunnanum til Ísafjarðar, alveg þangað til brekkan varð svo brött að ég þurfti að reiða hjólið. Þá var tæpur hálftími liðinn frá því að ég var á Flateyri og strax búnir tæpir 10 kílómetrar af þeim 25 sem voru til Ísafjarðar. Þægileg tilhugsun en ég vissi samt að næstu 7 kílómetrar upp á heiðina yrðu ekki eins fljótfarnir. Ég lagði af stað tíu mínútur yfir 7 frá Flateyri og var búinn að setja mér takmark að ég yrði kominn upp á topp heiðarinnar klukkan 9. Ég var samt ekki mjög vongóður um að það næðist en var staðráðinn í að leggja mig allan fram. Þegar ég fór niður heiðina frá Ísafirði var ég

8


að komast upp eftir á tilsettum tíma að líklega hvíldi ég mig aðeins í 10 mínútur alls. Ég var kominn upp á topp eina mínútu yfir 9 og tók mér þar nokkurra mínútna pásu. Svo brunaði ég niður eftir eins hratt og ég þorði á grófgrýttum veginum. Ég gat að vísu ekki brunað nema örfáar mínútur í einu eða þangað til lærvöðvarnir á mér loguðu af áreynslu af því að bruna niður holóttan og grýttan veginn. Það tók mig tuttugu mínútur að fara frá 621 metra hæð og niður að sjávarmáli og um klukkan 21:30 skilaði ég hjólinu á hjólaleiguna á Ísafirði. Ég var farinn að hugsa um það á leiðinni niður af heiðinni hvað það mundi kosta mig mikið að kaupa bremsupúða og nýjar gjarðir á hjólið eftir þessa misnotkun. Það kom hins vega í ljós að hjólið var í góðu standi eftir þetta allt saman og hækkaði Mongoose um allnokkur virðuleikastig hjá mér í kjölfarið. Ég tek það fram að ég er ekki með auglýsingasamning hjá GÁP en ég keypti mér samt nýtt Mongoose-hjól í kjölfarið.

búinn að spá í hvernig ég gæti flýtt förinni til baka. Það fólst aðallega í því að hjóla alla leið upp að að gangamunnanum í stað þess að fara heiðarveginn sem byrjaði hjá Flateyjarafleggjaranum. Frá gangamunnanum mundi ég svo fara upp eldri heiðarveginn sem var mun brattari en sá nýrri og komast að lokum upp á nýja heiðarveginn sem lá kannski 150 metrum fyrir ofan gangamunnan. Ef ég mundi fara nýja heiðarveginn alla leið var hann hvort eð er of brattur til að hjóla þannig að ætlunin hjóla eins langt á malbikinu og hægt væri. Nýi heiðarvegurinn (ef nýjan skyldi kalla) var lagður yfir gamla heiðarveginn og þar sem þeir mættust þurfti ég að fara upp á nýja veginn. Kanturinn var mjög brattur og laus svo það var mjög erfitt að koma hjólinu þar upp en það tókst að lokum í þriðju tilraun. Allt varð miklu auðveldara þegar ég komst upp á nýja veginn. Ég var búinn að komast að því að ég gat hækkað mig um 100 metra á hverjum 15 mínútum. Ég var svo ákveðinn

9

www.fjallahjolaklubburinn.is


París á evru í sólarhring

Sesselja Traustadóttir

líklegt að þau hafi verið fljótlega fjarlægð af starfsmönnum JCDecaux og einkennandi var hversu heilleg flest hjólin voru.

8788492 og losa! Búin að kaupa sólarhringsleigukort að Velib’ hjóli og París er mín. Svona einfalt er að ferðast um París fyrir 1 evru á dag. Við sannreyndum það mæðgur á ferð okkar um borgina á dögunum. Fyrir þessa einu evru vorum við með afnot af Velib’ hjóli í sólarhring og komumst á einkar ánægjulegan hátt um alla borgina. Stöðvarnar liggja þétt og við höfðum hvert hjól í 30 mín. í senn. Utan við húsið okkar í hverfi 9 voru 28 m í næstu hjólastöð. Þar biðu þau eftir okkur; u.þ.b. 20 hjól í röð sem við gátum valið á milli. Ég valdi alltaf hjól sem var með heilleg handföng og virtist í góðu standi. Einstaka sinnum mátti sjá hjól með slitna keðju eða laskað að öðru leyti. Hins vegar er

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

Frábær ferðamáti! Á fyrstu leigustöðinni sem við komum á byrjuðum við á því að gera rafrænan samning með því að setja krítarkort í leigustaurinn. Samningurinn var á ensku og ég gat notað sama krítarkortið til þess að leigja fleiri en eitt hjól. Á hverjum leigustaur gat ég auðveldlega séð hvar næsta stöð var staðsett og fullyrða þeir sem að Velib’ standa, að aldrei sé meira en 300 m á milli stöðva. Fyrir leigu á hjóli í sólarhring greiddi ég 1 evru. Vikuleigan er á 5 evrur. Við þeyttumst um borgina; Sigurbogin; La Défense (þar er engin skiptistöð), Boulognegarðurinn, Trocadero, Effelturninn, Champs Elysées – hjólinu lagt, gengið á milli verslana og endað á nýrri hjólastöð – hjólað heim. Næsta dag fórum við fram hjá Louvre; að Lúxemborgargarðinum – skildum hjólin eftir og gengum í gegnum garðinn. Tókum svo

10


Pompidou-safnið. Þá var allt fullt á öllum leigustöðvum allt í kringum safnið. Í slíkum vanda er hægt að framlengja sama hjól í 15 mín. með því að slá inn leigukóðann á leigustaurnum.Við hjóluðum framhjá 5 stöðvum áður en við fundum tvö laus stæði. Þá vorum við komnar 300 m frá safninu og notuðum tímann á meðan við gengum til baka til að fá okkur Nutella fyllta pönnuköku – sem bragðaðist einkar ljúflega í janúar­kuldanum. Eins komumst við að því að stöðvarnar eru ekki utan við hringveginn sem umlykur París. T.d. er engin stöð í La Défense og því vorum við meira en 30 mín. á hjólinu. Þá þurftum við að borga auka evru. Gæðahjól Upplifunin á því að vera á Velib’ hjóli í París var stórskemmtileg. Þetta eru sterk hjól, maður situr þægilega á þeim, þau eru þriggja gíra og með dýnamó ljósi að framan og aftan. Hjólin eru með stýriskörfu og auðvelt að aðlaga þau stærð fullorðinna. Eins eru bretti á hjólunum, fram og aftur og lás, svo hægt er að skilja þau eftir án þess að skila þeim á leigustöð. Miðað er við að notendur séu orðnir 14 ára. Sjá nánar á www.velib.paris.fr

ný hjól á næsta viðkomustað og eftir góðan hammara var ákveðið að taka metróið að Sacre-Caur Basilikunni. Þannig fengum við með Velib’ splunkunýja mynd af borginni; vorum þátttakendur í umferðinni og vorum ofanjarðar á þægilegum ferðum um borgina. Úps! Auðvitað lentum við stundum í vandræðum, t.d. þeg ar átti að skoða

11

www.fjallahjolaklubburinn.is


Pabbi minn getur lánað þér

+svipmyndir úr hjólaferðum - Úrsúla Jünemann

því mikilvægt að skipuleggja sig vel – eða hjóla í bæinn sem við kusum alltaf þegar veðrið var hagstætt. Úr Mosfellssveitinni lá á þeim tíma engin hjólreiðaleið til Reykjavíkur, brúin yfir Úlfarsána var ekki komin. Hins vegar gekk vel að hjóla Vesturlandsveginn – miklu betur en í dag. Þá voru engin hringtorg og

Þegar ég flutti til Íslands frá Þýskalandi árið 1981 var hér á landi ekkert „góðæri“. Ég varð að taka hvaða láglaunastarf sem var í boði enda mállaus á íslensku. Maðurinn minn var að reyna að ljúka námi og vann íhlaupastörf eins og ég. Ég man eftir því þegar við fengum útborgað í fyrsta skipti og við

1997 dvöldum við í Þýskalandi og tókum þátt í uppákomu í Rínardalnum sem heitir “Tal total”. Þá er allur dalurinn lokaður fyrir bílaumferð báðum megin í heilan dag og hjólreiðarmenn fá að njóta sín ágætis malbikuð rönd við hliðina á akveginum. Þannig hjóluðum við í mörg ár, einnig með börnin tvö á barnasætunum aftan á hjólinu. Okkur þótti þetta ágætis ferðamáti og börnunum varð ekki meint af þessu. Auk þess vorum við í frekar góðu líkamlegu formi. Það sem var skondið við þetta var að við vorum þekkt um allan Mosfellsbæinn. Við vorum „hjónin sem áttu ekki bíl“. Eitt

vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera við afgangs peningana. Við tókum ákvörðun að kaupa okkur reiðhjól. Það voru gleðistundir þegar við gátum hjólað allra okkar ferðir í staðinn fyrir að ganga eða taka strætó, algjört frelsi. En þegar við fluttum frá Reykjavík í Mosfellssveit urðu samgöngumálin erfiðari. Rútan fór á þeim tíma á tveggja tíma fresti og

Þingvallaferð, dagsferð sem við hjóluðum 1994. Strákarnir voru þá 8 og 11 ára gamlir. Ferðin var frá Mosfellsbæ um Grafning, Nesjavelli, Hafravatn og heim.

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

12


1997 fórum við til útlanda. Í Danmörku leigðum við okkur hjól og fórum meðfram ströndinni á Jótlandi. Á myndinni reyndum við að verja okkur fyrir allt of sterkri sól til að sólbrenna ekki. skipti ávarpaði mig litill strákur og spurði mig hvort það væri virkilega satt að ég ætti ekki bíl. Þegar ég játaði því sagði hann mjög alvörugefinn: „Pabbi minn er mjög ríkur, hann getur örugglega lánað þér fyrir bíl“. En þrátt fyrir þetta glæsilega tilboð kunnum við vel við að vera bíllaus og stákarnir okkar voru vanir að bjarga sér án bíls og gekk bara vel. Við keyptum okkur ekki bíl fyrr en fyrir átta árum síðan. Auðvitað yngist maður ekki og ég sem var vön að stunda langhlaup og boltaíþróttir varð að hætta því öllu vegna slitgigtarinnar sem ágerðist. Þegar maður þarf að fara í liðskiptaaðgerðir og meðfylgjandi endurhæfingu er ógerlegt að vera bíllaus og við fengum okkur loksins bensínbelju. En núna þegar ég má ekki hlaupa og ekki stunda boltaíþróttir lengur er

mér mikilvægara en nokkurn tíma áður að stíga á hjólið og fá líkamlega útrás. Ég finn mig ekki á líkamsræktarstöðvunum, þarf að komast út undir bert loft. Reiðhjólið hefur bjargað mér frá því að vera þunglynd vegna hreyfingarleysis. Enn þá get ég farið allra minna ferða hér innanbæjar á hjólinu og geri það allan ársins hring. Og ég er þakklát og nýt þess í botn!

1996 hjóluðum við til Hveragerði, gistum þar. Hjóluðum svo um Selfoss, Eyrabakka, Þrengslaveg og heim aftur.

13

www.fjallahjolaklubburinn.is


LandmannalaugarÞórsmörk á fjallahjóli Jóhannes Andri Kjartansson

hjólunum í kerru og brunuðum um miðja nótt í Landmannalaugar. Við fengum lánaða litla kerru sem við röðuðum þremur hjólum ofan í og stöguðum vel svo þau stæðu án þess að snerta hvort annað. Enginn hafði aðgang að alvöru hjólafestingum og því reyndum við að vanda eins vel til verks og hægt var miðað við aðstæður. Hver hafði lítinn dagpoka á bakinu með helstu nauðsynjum, vaðskóm og hlífðarfatnaði. Hvað varahluti varðar skiptum við tveimur dekkjum, fjórum slöngum, tveimur stykkjum af gír/bremsuvírum, keðjuhlekkjum, olíu og pumpum ásamt bótum með okkur auk verkfæra til minniháttar

Síðan ég var unglingur og g ekk Laugaveginn svokallaða hefur mig alltaf langað til að hjóla þessa leið en aldrei látið af því verða fyrr en nýlega. Í september 2008 ákvað ég ásamt tveimur vinnufélögum, þeim Ásmundi og Davíð, að hjóla þessa leið áður en veturinn gengi í garð. Ætlunin var að hjóla í einni lotu þessa 55 km með stuttum stoppum í þeim fjórum skálum sem eru á leiðinni og vonandi ekki vera lengur en 12-14 klst niður í Langadal, Þórsmörk. Við urðum að vera mættir fyrir sólarupprás í Landmannalaugar til að geta nýtt okkur þær 9-10 klst. af sólarljósi sem í boði voru. Við skelltum því

Ásmundur Ívarsson, Davíð Friðjónsson og greinarhöfundur með Mýrdalsjökul í baksýn

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

14


viðhalds. GPS- og TETRA-stöð var meðferðis til að hafa samband við ökumanninn okkar sem ætlaði að hitta okkur síðar um kvöldið í Þórsmörk. Ferðin gekk vel framan af, á malbikinu voru hjólin stöðug, allt þangað til við komum á þvottabrettið ofan við Hrauneyjar. Þar losnuðu strappböndin smám saman og hjólin hættu að vera eins vel skorðuð. Eftir þvi sem vegurinn versnaði þurftum við að stoppa oftar til að eiga við hjólin á kerrunni. Þetta vesen kostaði okkur töluverðan tíma og eftir á sáum við eftir að hafa ekki eytt meiri tíma í að vanda hjólafestingarnar betur því töluvert sá á hjólunum eftir skröltið í kerrunni. Í Landmannalaugum var stutt stopp enda farið að birta og því full þörf á því að drífa okkur af stað ef við ættum að eiga möguleika á því að komast í Mörkina fyrir myrkur. Því fylltum við á vatnsbrúsa og kamelbök, gengum úr skugga um að hjólin væru enn nothæf og rúlluðum af stað. Það var töluvert skýjað með svolítilli úrkomu og hægum vindi. Ferðin gekk vel fyrstu kílómetrana enda vel troðin gönguleið og hentar vel fyrir fjallahjól, þangað til við fórum að hækka okkur en þá kom ekkert annað til greina en að reiða hjólin upp brekkurnar. Á köflum gátum við hjólað stutta vegalengd í einu en mikinn hluta leiðinnar upp að fyrsta skálanum í Hrafnstinnuskeri (12 km) urðum við að ganga. Auk þess að takast

á við töluverða hækkun hafði veðrið einnig versnandi, skúrir og mótvindur. Það hjálpaði hins vegar að svo síðla sumars er lítill snjór í skerinu og því leikur einn að hjóla síðustu km upp að skála. Eftir 2½ tíma komum við að Hrafntinnuskeri þar sem við tókum kærkomna pásu og borðuðum. Þessi leið er ansi mikið púl, lítið hægt að hjóla og ekki hjálpaði slæmt veður og lítið skyggni. Fyrir utan vanstillta gíra eftir kerrubröltið stóðu hjólin sig vel og

Skolað af hjólunum í Álftavatni

Viðhald og þrif í Álftavatni.


grip. Eftir brekkuna þarf að vaða á og svo er greið leið niður að Álftavatni. Í skálanum hituðum við okkur heitan þurrmat, skoluðum af hjólunum, yfirfórum bremsur og gírbúnað ásamt því að taka keðjurnar í gegn. Þær voru uppfullar af sandi og aur og því kærkomið að taka þær í gegn og smyrja á ný. Þessi kafli var þrælskemmtilegur sökum hæðarlækkunar, þar sem ófá tækifæri voru til að taka góða spretti í hreint frábæru landslagi. Nú skelltum við okkur í það þurra sem við áttum, endurnærðir eftir heitan pakkamat og á hreinum hjólum. Hér tekur við nánast slétt hjólafæri með einstaka ám til að þvera, sérstaklega eftir Hvanngil en þá fylgdum við vegi langleiðina niður að Emstrum sem er næsti skáli (14 km). Hægt er að elta veginn alla leið að Emstrum eða fara út af honum og elta gönguleiðina yfir sandana. Við tókum þá ákvörðun að fara stystu leið til að nýta daginn en eftir rigninguna var sandurinn

ekkert kom upp á. Við fundum vel hve mikið það tók á að bera hjólin upp í Hrafntinnusker, flestum dugar bakpokinn. Eftir Hrafntinnusker er hægt að hjóla nánast alla leiðina að Álftavatni (14 km) þar sem við tókum út töluverða hæðarlækkun. Inn á milli eru gilskorningar og brattar brekkur sem ekki er hægt að hjóla en yfirleitt er tiltölulega létt að hjóla þessa leið. Um leið og við hófum að lækka okkur aftur fór að draga úr rigningunni og undir Álftavatnsbrekkunni var komið fínasta hjólaveður; þurrt, svalt og logn. Álftavatnsbrekkan er ansi brött og eftir að hafa tekið nokkar góðar byltur var ákveðið að reiða hjólin niður mesta brattann. Hér urðum við varir við bremsuvandamál, sandur og óhreinindi gerðu mekanisku diskabremsunum erfitt fyrir. Í raun kom svo í ljós að stór þáttur í því voru slitnir bremsuborðar og eftir að hafa hert á bremsunum fóru þær aftur að vinna vel. Vökvadiskabremsurnar voru alveg lausar við þetta vandamál og misstu aldrei

Davíð með gott útsýni yfir Emstrur og nágrenni

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

16


Davíð og greinarhöfundur skammt frá Hrafntinnuskeri.

þéttur í sér og áttum við frekar auðvelt með að hjóla í honum með 45-50 psi í 2.35“ kenda nevegeal dekkjunum. Í raun er leiðin eftir Álftavatn kjörin til þess að hjóla því það var nánast undantekning ef við urðum að fara af hjólunum alla leið niður í Þórsmörk fyrir utan einstaka gil og brekkur eða ár sem við urðum að þvera. Við síðustu ána við Þórsmörk var skollið á svartamyrkur svo við drifum upp ennisljósin og fikruðum okkur gegnum skóginn inn að Langadal. Þangað vorum við komnir um kl. 21 eftir 12 klst. ferð þá 55 km sem Laugavegurinn er – um ótrúlega fallegt og fjölbreytt hálendið. Við stoppuðum oft og tókum margar myndir og því vel hægt að fara þetta á skemmri tíma en við gerðum. Ég tel að leiðin frá Landmannalaugum upp að Hrafntinnuskeri er bara fær helstu þrjóskuhundum því aðeins er hægt að

hjóla 4-6 km af þessum 12 sem leiðin er. Sé mikill snjór í skerinu er þetta jafnvel minna. Hins vegar skánar leiðin mikið eftir því sem nálgast Þórsmörkina. Því er mikilvægt að fara síðla sumars þegar snjó hefur tekið upp og jarðvegurinn ekki eins blautur. Þetta nefni ég vegna þess að síðar þegar ég hjólaði Laugaveginn var það um miðjan júní og þá var allt á kafi í snjó miðja leið frá Landmannalaugum og langleiðina inn að Álftavatnsbrekkunni. Við reiknuðum þá út að við hefðum reitt hjólin eina 23 km þegar við loksins gátum hjólað meira en hundrað metra í einu. Ég mun ekki gera þau mistök aftur. Lykilatriði að mínu mati er að fara eins léttur og hægt er, forðast að þyngja hjólið með töskum (þú heldur á/leiðir það mikið að Álftavatni) heldur mæli með léttum bakpoka með góðum burðarólum. Ég ætla


sérstaklega að benda á mikilvægi þess að vera í góðum skóm með grófan og sveigjanlega sóla (t.d vibram) og skilja þess í stað hörðu malbikshjólaskóna eftir heima. Hægt er að fá t.d. í Útilífi háa hjólaskó sem sameina þá kosti sem fjallahjólaskór og gönguskór hafa í einum (Northwave Gran canion GTX 2 komu mjög vel út). Ferðin er yfir hálendi og því mikilvægt að klæða sig í föt ætluð til fjallaferða, ull og öndunarfatnaður er á heimavelli.

Farið yfir Emstruána

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

18


Hjólin biluðu ekkert og það sprakk aldrei alla ferðina en hrafntinnan er með hvassar brúnir og því ágætar líkur á því að skera dekk. Við höfðum fyrir því að taka með keðjuolíu og var ekki vanþörf á því ef gírbúnaður á að ganga mjúklega. Ég mæli endregið með því að hjóla Laugaveginn, það er krefjandi og tekur á styrk og þol þar sem þú hjólar um fjölbreytt landslag einstakrar perlu sem íslensk náttúra er.

19

www.fjallahjolaklubburinn.is


Korter með sprungið dekk!

Sesselja Traustadóttir

Með réttu græjunum í töskunni og svolitla reynslu ertu korter að gera við sprungið dekk. Á vorin er algengt að dekkin undir hjólunum springi. Það er í beinum tengslum við fjölgun hjóla í umferðinni og illa sópaða stíga og gangstéttar. Lítið dekkjaviðgerðasett, 2-3 felguþrælar og pumpa, geta bjargað degi hjólreiðamannsins. Nemendur í 6. og 7. bekk í Fossvogsskóla fengu að spreyta sig á dekkjaviðgerðum á hjólaverkstæði skólans í vetur. Þeir sem ekki komust að þar geta fylgt myndunum – lið fyrir lið:

notaður til þess að renna meðfram dekkinu allan hringinn og losa það frá gjörðinni. Þegar búið er að losa dekkið öðru megin er hægt að ná slöngunni út.

3. Nú er að koma örlitlu lofti í slönguna og finna gatið. Oft er hægt að heyra hvar loftið lekur út, eins er efri vörin býsna næm á loftlekann og þriðja ráðið er að komast með slönguna í vatn. Ef lekinn er í ventlinum eða alveg við hann er best að taka upp nýja slöngu, setja hana í og gleymir viðgerðinni.

1. Það er ekki nauðsynlegt að taka hjólið undan. Maður byrjar á að skrúfa ventilinn af – líka litla hringinn sem er alveg upp við felguna. Geymið lausu hlutina á öruggum stað svo þeir týnist ekki. 2. Ef dekkið er tekið undan hjólinu er nóg að nota tvo felguþræla en enn þægilegra er að nota þrjá. Smokraðu einum felguþrælunum undir dekkið, þvingaðu það yfir gjörðina og festu felguþrælinn í gjarðartein. Taktu næsta felguþræl og komdu honum fyrir með sama hætti 15-20 cm lengra frá. Þriðji þrælinn er svo Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

4. Þegar gatið er fundið raspar maður vel allt svæðið í kringum gatið svo límið nái betra gripi. Bótalím á að fara bæði á slönguna og bótina; þekja vel og leyfa líminu að „anda” 20


í tvær mínútur áður en bótinni er þrýst yfir gatið. Áður en að slangan er aftur sett upp á gjörðina og inn í dekkið er mikilvægt að leita eftir sprunguvaldinu. Litla glerbrotið eða stálþráðurinn úr götusópunum eru þekktustu skemmdarvargarnir. Dekkið er strokið að innanverðu og eins er mikilvægt að kanna hvort nokkuð sé í gjörðinni sem sker sundur slönguna. Áður en slanga er sett í dekk á að setja talkum (barnapúður) á slönguna og inn í dekkið (ef það er við hendina). Slangan lagar sig þá betur að dekkinu. Það minnkar hættu á því að brot komi á slönguna og gat komi á hana vegna nuddsára eða vegna þess að dekk snýst í átaki á gjörðinni.

návígi við slönguna og búi til nýtt gat; það er þekkt og mjög spælandi...

6. Góðir vinnuhanskar eru fínir gegn óhreinum dekkjunum og vernda fingurna fyrir óþægilegum klemmum. Gæta þarf vel að því að bremsurnar séu rétt stilltar eftir viðgerðina.

Loftþrýstingurinn er oftast steyptur í dekkið. Á venjuleg fjallahjóladekk er algengast að mælt sé með 40-65 pundum. Flestum finnst 40 pundin nóg loft í dekkin.

5. Ventlinum er stungið aftur á sinn stað og festur vel. Næst er pumpað örlitlu lofti í slönguna þegar hún er komin inn í dekkið – áður en dekkið er þvingað aftur upp á felguna. Mjög gott er að nota felguþrælana til þess að þvinga dekkið aftur til baka upp á felguna. Gætið þess samt að þrælarnir komist ekki í

Unnið upp úr gr ein eftir Jens Rasmussen. Myndirnar eru eftir Rune Pedersen. 21

www.fjallahjolaklubburinn.is


Hjólað á Costa Blanca

Ormur Arnarson hætta baslinu í Hollandi og vinna á Spáni við áhugamálið – hjólreiðar. Ég hafði samband við Jan áður en ég lagði af stað til að athuga með möguleika á að leigja mr fjallahjól og spurði hann einnig hvort hann gæti hjálpað mér að finna einhvern til að hjóla með sem þekkti helstu leiðirnar. Daginn eftir fékk ég tölvupóst þar sem hann sagði mér bara að hringja í sig þegar ég væri kominn til Denia og að hann myndi redda þessu. Ekkert vesen. Ég hringdi svo í Jan þegar komið var á áfangastað og við mæltum okkur mót daginn eftir. Þegar við hittumst var hann með fínan hjólhest tilbúinn handa mér og eftir að hafa gengið frá formsatriðum fékk ég gripinn afhentan í viku leigu. Við ákváðum svo að hittast snemma morguns daginn eftir svo ekki yrði orðið of heitt til að hjóla. Það var enn þá hálfdimmt þegar ég vaknaði um morguninn. Eftir góðan morgunmat og með tvo fulla vatnsbrúsa lagði ég af stað að hitta Jan. Það var orðið fullbjart þegar við lögðum af stað og þótt það hafi verið hálfsvalt um morguninn byrjaði fljótt að hitna.

Costa Blanca strandlengjan hefur löngum verið Íslendingum kunn. Margir hafa farið þangað í sólarlandaferðir til að flatmaga á ströndinni á daginn og djamma á diskótekunum á kvöldin. Flestir fara eflaust á klassíska túristastaði eins og Benidorm en færri hafa e.t.v. kannað baklandið betur. Ég fór með fjölskyldunni til bæjarins Denia í sumar sem liggur u.þ.b. miðja vegu á milli Alicante og Valencia. Þar sem mér leiðist að liggja í sólbaði ákvað ég að skoða hvort ekki væri hægt að leigja reiðhjól á staðnum og fara í hjólatúra um fjöllin. Fyrir þá sem ekki vita hentar Spánn frábærlega til hjólreiða enda hafa ófáir Tour de France sigurvegararnir komið þaðan. Stutt google-leit áður en ég flaug út beindi mér inn á síðuna www.bicitours.nl. Bicitours er rekið af Hollendingnum Jan Evelder sem ákvað að yfirgefa rigninguna í heimalandinu og flutti til Spánar fyrir um sjö árum síðan. Hann hefur verið ötull að kanna svæðið á reiðhjóli og þekkir orðið hvern einasta stíg og vegarslóða á svæðinu. Jan er mikill hjólagarpur og hefur m.a. hjólað þvert yfir Bandaríkin og í SA-Asíu. Eins og fyrr sagi ákvað hann að

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

22


Í upphafi hjóluðum við eftir sléttu malbiki sem hlykkjaðist upp í hæðirnar. Eftir um 10 km benti Jan mér á elta sig, beygði út af veginum og á milli þyrnóttra runna inn á grófan vegslóða sem lá yfir uppþornaðan stórgrýttan árfarveg. Mér leist ekkert á blikuna í fyrstu og ætlaði að teyma hjólið yfir torfæruna en þar sem Hollendingurinn var ekkert að slá af lét ég bara vaða og fylgdi honum eftir. Það sem á eftir kom var misgróft en ákaflega skemmtilegt. Við fylgdum svo árfarveginum meira eða minna meðfram ökrum, geitahjörðum, geltandi hundum og veifandi smölunum sem sátu yfir geitunum þar til við komum að þorpinu Jalón. Þar stoppuðum við ekki, heldur héldum beint áfram í gegnum þorpið og stefndum á hlíðarnar fyrir ofan með ótrúlegu útsýni. Vínberin eru byrjuð að þroskast í ágúst og stoppuðum við til að tína ofan í okkur nokkur ber áður en við héldum áfram. Eftir góðan spotta komum við aftur niður í þorpið þar sem við stoppuðum og fengum okkur kaffibolla og hressingu. Að því loknu héldum við áfram í gegnum vínekrurnar. Þegar við vorum komnir langleiðina aftur á malbikið spurðu Jan mig hvort ég væri þreyttur eða hvort ég vildi taka viðbótarhring en við höfðum þá hjólað um 35-40 km. Að sjálfsögðu sagðist ég ekki finna fyrir þreytu. Úr varð að stuttu seinna yfirgáfum við aftur

umferðargötuna. Leiðin lá því næst milli skuggsælla trjáa upp lúmskt tæknilegan slóða, upp nokkuð bratta brekku að gömlu munkaklaustri. Eftir að hafa varpað aðeins öndinni í skugganum við klaustrið og góðan vatnssopa (en það var orðið ansi heitt) héldum við áfram. Næst tók við bugðóttur og holóttur slóði niður í móti sem greinilega var eitthvað búið að eiga við, því hér og þar höfðu staðkunnugir smíðað stökkpalla og víða voru för eftir reiðhjól. Við brunuðum eftir slóðanum eins hratt og við þorðum á hardtailunum okkar. Slóðinn var lengri en ég átti von á og þegar við vorum komnir á enda voru hnéin á mér orðin ansi mjúk. Leiðin lá síðan aftur eftir vínekrum í gegnum smáþorp með skrautlegum nöfnum eins og Pobre Jesus (Jesús hinn fátæki) þar til við loks komumst aftur á upphafsstað 70 km seinna og allmörgum lítrum af svita léttari. Þar sem þetta átti að heita nettur kynningartúr var ég spenntur að sjá hvað næsta ferð hefði upp á að bjóða. Alls fórum við fjórar ferðir saman um nágrennið og má segja að hver ferð hafi verið annarri betri. Náttúran er stórkostleg og útsýnið af fjallstoppunum eru frábær verðlaun fyrir puðið við að hjóla upp. Menn ættu endilega að athuga með reiðhjólaleigur næst þegar ferðinni er heitið á sólarströnd og kynnast landinu á þann hátt sem eingöngu hjólreiðar bjóða upp á.

23

www.fjallahjolaklubburinn.is


Hjólamenning - innlend og erlend

Páll Guðjónsson

Markmiðið er að kynna og efla hjóla­ menningu í viðbót við hefðbundna kynningu á starfi LHM. Þarna eru fréttir í ýmsum flokkum og hér eru nokkur sýnishorn. Þetta er til viðbótar við það sem fjallað er um á vefum klúbbanna og víðar og allt er þetta okkar hjólamenning. Á vef ÍFHK er fjallað um starfsemi klúbbsins í víðu samhengi, fjöldi ferðasagna og tæknigreina á íslensku er aðgengilegur þar. Það hefur ýmislegt efni safnast saman þau 21 ár sem liðin eru frá því að klúbburinn var stofnaður og nú má líka lesa eldri Hjólhesta á vefnum. Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólamenn

Hjólamenning er margskonar enda spannar áhugasvið hjólreiðafólks jafn vítt svið og annars fólks. Fjallahjólaklúbburinn er alls ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á fjallahjólum og því að hjóla á slíkum hjólum. Hann rúmar öll svið og hefur verið drifkrafturinn í hagsmunagæslunni sem nú er unnin innan Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem ÍFHK er stærsta aðildarfélagið. Vefur Landssamtaka hjólreiðamanna tók verulegum breytingum fyrir tveim árum þegar hann var nútímavæddur og útfærður betur. Nú er skrefið stigið lengra með nýrri uppfærslu og glæsilegri vef hjá sambærilegum félögum er vandfundinn.

Þessi tvö klæddu sig upp fyrir tweet hópreiðina árlegu í Portland og slíkar uppákomur eru vinsælar, Íslendingar hjóluðu með ber bök síðustu Menningarnótt, önnur hópreið er Sexy hjólalestin þar sem allir klæðast kjólum, sumir strákarnir líka enda mikill húmor meðal hjólafólks

Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

24


Veðurhlíf á hjólið? Það er ýmislegt til!

Bílahjálmar - ættu þeir ekki að fylgja með öllum bifreiðum?

halda utan um hjólasportið á sínum vefum og öll eru félögin með spjallsíður fyrir skoðanaskipti sem gaman er að fylgjast með gott fyrir nýliða og lengra komna að leita sér ráða þar. Kíkið á lhm.is og síður hjólaklúbbanna sem þar er vísað á og taktu svo þátt í því starfi sem höfðar til þín.

Forstjóri Honda sýnir minnsta vélknúna ökutækið frá þeim.

Kynntu þér áform Reykjavíkurborgar um betri hjólamenningu á www.reykjavik.is

25

www.fjallahjolaklubburinn.is


Hjรณlhesturinn 1. tรถlublaรฐ. 19. รกrgangur

26


Skólar hjóla; förum í Bláfjöll!

Sesselja Traustadóttir

malarvegi! Þá liggur leiðin um Tvíbollahraun með áningu við Hvaleyrarvatn. Svo fer það eftir legu skólanna hvort farið er eftir strönd höfuðborgarsvæðisins eða fundin önnur leið heim á skólalóð. Ferðin kostar aðeins 2.500 kr. fyrir hvern nemanda og í fyrstu bókunarviku voru pöntuð 300 af þeim 800 plássum sem í boði eru í 10 ferðum. Breiðablik, hjólaverkstæðið Kría, Waldorfskólinn í Lækjarbotnum og Skógrækt Reykjavíkur eru einnig á meðal þeirra sem standa að skipulagi ferðanna. Allar nánari upplýsingar eru á www.hjolafaerni.is

Vor 2010, skólar á höfuðborgarsvæðinu, hraustir krakkar, fallegt land og skemmtilegar ferðaleiðir. Vegna alls þessa ákváðu Hjólafærni á Íslandi og SEEDS að bjóða öllum unglingadeildum á höfuðborgarsvæðinu að hjóla með í vorferð í Bláfjöll árið 2010. Hjólreiðar hafa verið stundaðar á Íslandi í meira en 100 ár en upp úr miðri síðustu öld lögðu skipulagsyfirvöld ofuráherslu á notkun einkabílsins í landinu og fólkið gleymdi að hjóla. Sem betur fer hefur eitthvað gerst í hugum fólks. Nú fjölgar daglega þeim lífsglöðu Íslendingum sem átta sig á því hversu frábært farartæki hjólið er. Og fyrir heilbrigða og hrausta krakka er fátt meiri áskorun en ánægjuleg hjólaferð, t.d. tveggja daga skálaferð í Bláfjöll þar sem hjólað er um fegurstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins; Elliðaárdal, Heiðmörk, Lækjarbotna, Bláfjöll, Tvíbollahraun og um Hvaleyrarvatn. Tímanlega fyrir ferð verða skólarnir heimsóttir; farið vandlega yfir ástand hjólsins og rætt um atriði eins og að hjóla í hóp, útbúnað, ábyrgð og skyldur hjólreiðamanna. Svo verður lagt í hann árla dags; áð á nokkrum stöðum; heitt súkkulaði í Heiðmörk og hádegissnarl í Lækjarbotnum. Hækkun í landslaginu verður um 200 m og leiðin í Bláfjöll er tæpir 40 km. Heimleiðin er aðeins lengri; lækkun hröð en töluvert hjólað á

Ævintýraklettur á miðri leið; heilt ævintýr sem flestir hafa ekið fram hjá án þess að kanna hversu magnaður hann er.

27

www.fjallahjolaklubburinn.is


Grænar hjólreiðar Morten Lange

Heldur þú að umhverfismál hafi eitthvað með hjólreiðar að gera? Hjólar þú vegna þess að það er svakalega „grænt”? Kannanir hafa sýnt að flestir sem hjóla hafa aðrar ástæður fyrir því að hjóla en einhver gildi. Menn hjóla oft vegna þess að er ágætis leið til að halda sér í þokkalegu formi, vegna þess að það er gaman, veitir frelsi og lætur manni liða vel. Og stundum vegna þess að hjólreiðar eru, miðað við aðstæður, skásti kosturinn til að koma sér á milli staða fyrir einn eða fleiri á heimilinu. Nýlega hefur verið endurvakning í hjólamenningu sem undirstrikar að hjólreiðar eru svalar (Cycle-chic) En óháð því hvers vegna fólk hjólar, þá er u hjólreiðar einn allra vistvænsti samgöngumátinn sem völ er á. Ef tekið er mið af því að orkunotkun fyrir hvern kílómeter er meira að segja lægri en í göngu og að hjólreiðar séu raunhæfari en ganga í meðalstórum bæjum og borgum, koma hjólreiðar enn betur út. Við þetta bætist að heilsuávinningurinn af hjólreiðum til samgangna er að jafnaði meiri en heilsuávinningurinn af göngu. Menn velja sér yfirleitt takt á reiðhjóli sem styrkir hjartað meira en menn gera yfirleitt við göngu. Þessi heilsuávinningur hefur komið fram sem sparnaður í heilbrigðiskerfinu og á vinnustöðum í borgum þar sem hjólreiðar hafa aukist. Sumt af þessu hafa yfirvöld óljósar hugmyndir um en greinilega ekki nógu skýrar fyrst hjólreiðar njóta ekki meiri virðingar en raun ber vitni. Auk alls þessa kemur annars konar sparnaður, borið saman við notkun bíla, í beinum útgjöldum svo sem vegna eldsneytis, bílastæða, viðgerða, trygginga og svo framvegis. Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

Eru Landssamtök hjólreiðamanna að beita sér með eða gegn öðru en hjólreiðum? Nú eru Landssamtök hjólreiðamanna ekki umhverfisverndarsamtök í hefðbundnum skilningi en hlutverk LHM er að benda á kosti hjólreiða og leiðir til að efla hjólreiðar. Þegar kostir hjólreiða til samgangna frá sjónarhóli umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar eru svona miklir, ber LHM sennilega skylda til þess að afla sér þekkingar á þessu sviði og reyna að miðla til samfélagsins. Að sama skapi getur LHM ekki þagað yfir því þegar meintum lausnum við umhverfisvanda í samgöngum er gefinn miklu meiri gaumur en hjólreiðum. Óháð orkugjafa eða mengun úr púströri eru hjólreiðar mun umhverfisvænni en einkabílar og þá sérstaklega í þéttbýli. Hjólreiðar, g ang a og almennings­ samgöngur eru augljóslega vistvænstu og raunhæfustu lausnirnar. LHM þarf einnig að segja frá rökunum sem sýna misréttið milli samgöngumáta á Íslandi sem og í öðrum löndum. Hugsanlega skilja sumir þetta sem svo a LHM sé á móti bílum. Þetta snýst hins vegar ekki um með eða á móti, heldur um sanngirni, jafnræði, heildarsýn, skilvirkni lausna og opinskáa umræðu. Samvinna, fræðsla og skoðanaskipti eru málið, ekki að mála myndina í svörtu og hvítu. Hvorki LHM né aðrir halda því fram að hjólreiðar geti leyst allar samgönguþarfir en LHM heldur því fram að hjólreiðar geti og ættu að leika stærra hlutverk og ef kostirnir eru viðurkenndir mun það gerast. Með því að styrkja hlutverk göngu- og almenningssamgangna munu hjólreiðar 28


jafnframt styrkjast. Bílar sem menga minna og aka hægar eru líka hluti af lausninni. Landssamtök hjólreiðamanna leggja áherslu á samstarf við bílstjóra og samgönguyfirvöldum um samnýtingu vega. Samt er brýn þörf á sérlausnum fyrir hjólreiðar sem valkost við stofnbrautir í þéttbýli og þess háttar. Aðskildar leiðir geta auk þess aukið ánægju og öryggistilfinningu við hjólreiðar. Fjölgun hjólreiðamanna er almannahagur.

Aðaláherslur í tillögum LHM 1. Jöfnun samkeppnistöðu samgöngu­ máta: a) Niðurgreiðslur til eigenda bifreiða lækkaðar. b) Jöfnuð skattaleg staða samgöngu­ styrkja og samgöngumáta. c) Bætt aðgengi, sjá neðar. 2. Lægri hraði umferðar: a) Minni þörf verður á sérlausnum. b) Minni útblástur við lægri hraða/minna akstur. c) Meira öryggi hjólreiðafólks og í raun allra í umferðinni. d) Bætt samkeppnishæfni hjólreiða-, gönguog almenningssamgangna. e) Bætt aðgengi í sálfræðilegum skilningi, vegna meiri öryggistilfinningar. 3. Meiri þekking - Fræðsla: a) Til almennings. b) Til ríkisstarfsmanna. c) Til starfs­manna sveitarfélaga. d) Til starfsmanna einkafyrirtækja. e) Til sérfræðinga um heilbrigðis-, umhverfis- og samgöngumál f) Til skólafólks. 4. Aðgengi – Tengingar : a) Byg gja stofnbrautir fyrir reiðhjól milli sveitarfélaga og hverfa. b) Huga að hjólreiðamönnum við gerð, endurgerð og viðhald vegaxla. c) Bæta við hentugum og öruggum stæðum fyrir reiðhjól, t.d. stálbogum. d) Setja reglur/staðla um mannvirki fyrir reiðhjól. e) Setja reglur um leiðir fyrir reiðhjól. 5. Heildarsýn, margar flugur í einu höggi / jákvæðir hliðarverkanir: a) Ná mörgum markmiðum í einu á ódýran og skilvirkan hátt. b) Efling hjólreiða eitt af bestu dæmin um lausn þar sem allir græða.

Nýlegar athugasemdir LHM til umhverfisráðuneytisins Umhverfisráðuneytið lét kanna hag­­kvæmustu kostina til að drag a úr losun g róðurhúsaloftegunda og vor u niðurstöðurnar birtar á vef ráðuneytisins í svokallaðri Brynhildar-skýrslu sumarið 2009 (Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróður­húsalofttegunda á Íslandi ). Áhugavert var að skýrsluhöfundar höfðu nægilega góðan grunn til að vinna út frá og viðsýni til að geta sýnt fram á að auknar hjólreiðar koma mjög vel út sem lausn til skemmri eða lengri tíma og veita samfélaginu hreinan hagnað ofan á ávinninginn í loftslags- og heilsumálum. Rafmagnsbílar og vetnisbílar koma illa út sem lausn næstu ára og þessar “lausnir” kosta morðfjár. LHM leggur enn fremur áherslu á því að mat á stærri samhengi hlutana, svo sem lífsferilsgreining og sjálfbær þróun, mundi enn veikja raunhæfismatið borið saman við t.d hjólreiðar. Þegar drög að aðgerðaáætlun umhverfisráðuneytis í loftslagsmálum birtist í vetur var efling hjólreiða-, gönguog almenningssamgangna eitt af átta aðgerðasviðum. Annað aðgerðarsviðið var að aðlaga skattaumhverfið samgöngum, í áttina að því að „sá sem mengar borgar”. LHM voru á fundi Umhverfisráðuneytis og gerði athugasemdir við drögin. Hér er stutt yfirlit yfir athugasemdir Landssamtaka hjólreiðamanna en lesið þær endilega í heild á LHM.is.

Auk yfirlitsins fyrir ofan, eru í umsögninni ítarleg svör við tveimur spurningum sem snúa beint að drögunum að aðgerðaráætlun umhverfisráðuneytis í loftslagsmálum og koma nánar inn á aðalatriðin í yfirlitinu. Lestu umsögnina, „Tillögur og athuga­ semdir Landsamtaka hjólreiðamanna við aðgerðaráætlun í loftlagsmálum“ á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; www.LHM.is. Morten Lange, formaður LHM 2005-2009 29

www.fjallahjolaklubburinn.is


Varnarbarátta hjólreiðamanna – skýrum kröfum allt frá 1993 ekki sinnt Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur áratugum saman barist fyrir bættum að­ stæðum til hjólreiða og undanfarin ár hefur sú barátta færst undir hatt Landssamtaka hjólreiðamannanna í samvinnu við hin stóru hjólafélögin. Á þessum vettfang er unnið mikið og gott starf og árangurinn víða sýnilegur, þó oft hafi þetta því miður verið varnarbarátta við að halda í okkar réttindi og að berjast gegn óskynsamlegum aðgerðum yfirvalda. Stærsta baráttumáli okkar frá upphafi hefur þó litt verið sinnt af yfirvöldum en það er krafan um aðgreindar hjólabrautir meðfram mestu umferðargötum og milli sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1993 safnaði ÍFHK þúsundum undirskrifta með þessari kröfu og kom til borgaryfirvalda. Á ársþingi LHM 2010 var ályktað enn og aftur að þetta mál þyrfti að setja í forgang ásamt nýjum hindrunum sem hafa bæst við frá 1993. Þar má nefna úrbætur á gatnamótum því með tilkomu nýrra króka og grinda milli akgreina er leiðin orðin svo ógreiðfær að t.d. snjóruðningstæki komast þar ekki í gegn. Hvað þá með okkur hin? Einnig eru víða um borgina umferðarstýrð umferðarljós sem ekki skynja hjólandi umferð, við megum bara bíða endalaust við rauða ljósið! Þetta er óviðunandi ástand og síst í takt fagurgala stjórnmálamanna á tímabilinu. Kynnið ykkur stefnumálin á vef LHM: lhm.is. Mikil vinna hefur líka farið í að vinna Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

Páll Guðjónsson

í þrígang tillögur og athugasemdir við ný umferðarlög sem eru í undirbúningi. Því miður voru síðustu drög að lögunum með meiri fagurgala um eigið ágæti en raunverulegar úrbætur gagnvart hjólandi eins og lesa má á vef lhm.is. Þó hafa nást inn nokkrir litlir áfangasigrar eins og að lagt er til að afnema bann við því að fólki eldra en 7 ára sé reitt á þannig útbúnum hjólum. Einnig að skilyrðislaust sé skilt að læsa hjóli hvort sem þú ert í litlu þorpi úti á landi eða í miðborginni. Orðalag um vinstri beygju hjólreiðamanna sem oft er misskilið er lagfært. Ekki virðist hafa unnist tími til að fjalla um margar aðrar veigameiri tillögur frá LHM gagnvart ákvæðum sem eru íþyngjandi og standa í vegi fyrir aukningu hjólreiða. Jafnvel hafa komið inn ný hamlandi ákvæði sem skerða frelsi hjólreiðamanna á ýmsan hátt, s.s. skilyrt bann við hólreiðum eftir stígum sem komu inn að tillögu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Í tillögum þeirra kom skýrt fram afar fjandsamleg afstaða til hjólreiðafólks á götum borgarinnar og var m.a. lagt til víðtækt bann við hjólreiðum eftir helstu stofnbrautum borgarinnar, götum eins og Suðurlandsbraut og öðrum þar sem hámarkshraði er yfir 50. Undirrituðum er ekki kunnugt um slíkt bann annarsstaðar en frétti þó að þetta var reynt í Bucharest, Rúmenínu 2005 en þar sáu yfirvöld fljótt að sér. Þetta sama svið ber ábyrgð á ástandi þeirra mála sem á undan er lýst, fyrir utan leiðir milli 30


sveitafélaga. Þær eru stundum á kostnað Vegagerðarinnar en skipulagsvaldið er hjá sveitafélögunum sem ekki hafa sinnt því betur en sést á núverandi ástandi. Ekki vantar að stjórnmálamenn ýti undir væntingar hjá hjólreiðafólki en eitthvað stendur alltaf á framkvæmdinni. Umhverfisog samgönguráð er pólitíska batteríið í þessum málaflokki innan borgarinnar og það hefur verið að vinna marga góða hluti undanfarið og ber þar hæst Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar þar sem háleit markmið eru sett fram og tekið undir mörg af okkar sjónamiðum. Ef unnið verður í takt við þessa ágætu áætlun er von á góðu og gætu önnur sveitafélög kannski nýtt þessa vinnu við að móta sér stefnu. Vegagerðin styrkti gerð bæklings: “Stofn­ brautir hjólreiða - Rýni áætlana” sem leggur grunn að áframhaldandi vinnu við gerð áætlunar um stofnbrautakerfi en ekki er undir­ rituðum kunnugt um framhald þeirrar vinnu.

H va ð s k i l d i m ö r g u m m i l l j ö r ð u m hafa verið varið í “útbætur” á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins síðan 1993 og hvað ætli mikill hluti hafi verið varið í “úrbætur” til hjólreiða? Margar af þessum “úrbótum” eru hreinar og klárar hindranir fyrir hjólandi og jafnvel slysagildrur. Í drögum að nýju umferðarlögunum stendur á einum stað að: “Með bættu vegakerfi og auknum hraða hafi alvar­legum slysum og banaslysum fjölgað í umferðinni.” Er ekki ljóst að “úrbæturnar” eru ekki til bóta og tími kominn á nýja hugsun? Notið tækifærið í komandi kosningum og spyrjið frambjóðendur hvaða hlutfalli af vegafé þeir vilja verja til úrbóta í aðstöðu til hjólreiða og hvort þeir séu tilbúnir að hlusta á óskir þeirra sem nota hjólið sem samgöngutæki þegar kemur að forgangs­ röðun verkefna. Við kæmumst langt á fáum prósentum. Mynd: Bílahaf séð úr þinghúsinu í Bucharest

Hjólhesturinn 19 ára Svona leit fyrsta forsíða Hjólhestsins út 1992. Undanfarið höfum við verið að skanna inn elstu blöðin og gera aðgengileg á vef klúbbsins. Það vekur athygli að þó margt hafi breyst þá er líka svo margt sem ekkert hefur breyst. Greinin hér til hliðar sýnir að baráttumálin eru enn þau sömu og má lesa marga kjarnyrta pistla í elstu árgöngum Hjólhestsins eftir t.d. Magnús Bergs sem enn berst fyrir úrbótum eins og lesa má í næstu opnu. Eins var í þessu fyrsta blaði ferðasaga frá Landmannalaugum rétt eins og í þessu blaði. Í leiðara frá 1994 er fjallað um nýjar áætlanir Reykjavíkurborgar: “En það er ekki nóg til að tillögurnar verði að veruleika. Innan borgarinnar er ótrúlegur fjöldi manna sem engan áhuga hefur á því að

auka veg reiðhjólsins og vinna jafnvel gegn því. Á sama tíma er allur kraftur settur í að auka velferð einkabílsins.” Samkvæmt þeim tillögum sem Umhverfis og samgöngusvið sendi frá sér í september 2009 virðast enn vera innanborðs þar menn sem vinna gegn auknum veg reiðhjólsins. Vonandi er það vegna vel meintrar ofverndunarstefnu sem fær að víkja núna með tilkomu nýju hjólreiðaáætlunarinnar. Nafn blaðsins var síðast neðan­ máls og yfirskrift blaðsins Fjalla­ hjólaklúbburinn. Þetta kemur til að því að blaðinu er dreift langt út fyrir raðir félagsmanna og því ágætt að nota tækifærið og auka sýnileika klúbbsins frekar en að leggja áherslu á nafn fréttablaðsins. Hjólhesturinn er enn fullur af krafti eins og sést á þessu blaði og nú aðgengilegur frá upphafi á vef klúbbsins. 31

www.fjallahjolaklubburinn.is


Arðbærar mannfrekar framkvæmdir - Magnús Bergsson Ve r ke f n i f y r i r s ve i t a r f é l ö g þéttbýlistaða Mikið hefur verið rætt um að stjórnvöld eigi að fara í mannfrekar framkvæmdir. Margar hugmyndir eru fremur galnar og munu oft og tíðum kalla á enn ferkari útgjöld samfélagsins í framtíðinni. Hins vegar eru einnig til mjög arðbærar framkvæmdir. Það sem að samgöngum snýr er að breyta hönnun samgöngukerfisins til samræmis við það sem gerist hjá nágrannalöndunum svo hægt verði að koma á jafnræði milli allra samgönguhátta. Reykjavíkurborg reið á vaðið í vetur með því að birta drög að hjólreiðaáætlun. Ef sú áætlun á ekki að vera orðin tóm þarf að breyta öllum gatnamótum í Reykjavík og í raun hjá öllum sveitarfélögum þar sem finna má ljósastýrð gatnamót. Ökumenn einir hafa notið sérstakra forréttinda til samgangna á Íslandi. Hefur það verið innibyggt í gerð samgöngumannvirkja hér á landi. Því þarf að breyta. Hjólreiðar geta aldrei orðið samkeppnishæfur valkostur í þéttbýli ef akstur vélknúinna ökutækja á að hafa allan forgang. Ef hjólreiðabraut á að vera bein og greið við gatnamót eins og akbraut þarf að setja ljós á allar hægribeygjuakreinar. Fjarlægja

þarf götuvita handan gatnamóta. Götuvitar eiga aðeins að standa við stöðvunarlínur svo ökumenn virði stöðvunarlínu. Allar þessar breytingar kosta talsverða vinnu og því ákaflega hentugar sem mannaflsfrekar framkvæmdir fyrir verktaka og sveitarfélög. Hér er um svo mikið forgangsmál að ræða að öll umræða um hjólreiðaáætlanir verða eintómir loftkastalar ef ekki verður af þessum breytingum. Þetta snýst ekki aðeins um jafnræði allra til samgangna heldur mundi þetta líka verða breyting til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef stjórnvöld standa rétt að þessum framkvæmdum má fullyrða að þessi breyting muni auka umferðaröryggi allra, bæði á meðan á framkvæmdum stendur og á eftir, eins og þegar við fórum úr vinstri yfir í hægri umferð árið 1968. Verkefni fyrir Vegagerð ríkisins Verkefni sem þegar í sumar gæti farið af stað og kallar ekki á undirbúningsvinnu er að malbika hjólavænar vegaxlir meðfram stofnbrautum út frá höfuðborgarsvæðinu. Þær þurfa að vera minnst 1,5 metra breiðar með sléttu malbiki.

Rifflur vekja ökumenn en henta ekki hjólreiðamönnum Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

Hér er enginn kanntur til að hjóla eftir 32


2002 Ástandið við gatnamótin var ekki gott

2003 Eftir breytingu varð ástandið sýnu verra

ganga svo frá hnútum að hægt verði að hjóla á vegöxlum í framtíðinni. Fyrir norðan þarf að laga vegaxlir með sama hætti út frá Akureyri að Dalvik, suður að Hrafnagili og austur að Svalbarðstarndarvegi. Þessar vegaxlaframkvæmdir þola sumar hverjar enga bið, sérstaklega meðfram Vesturlandsvegi.Vegagerðin ætti því að hefjast handa nú þegar og án tafa. Mynd: Hjólað í gegnum grindaþraut

Síðustu tíu ár hefur breytingin orðin þannig að nú ógjörningur að hjóla með öruggum hætti út frá höfuðborginni vegna mikillar bílaumferðar. Því er það skylda yfirvalda að fara í þessa framkvæmd þegar í stað. Hér er ekki aðeins um umferðaröryggi hjólreiðafólks að ræða heldur líka almennt umferðaröryggi allra vegfarenda eins og ökumanna. Vegaxlir ætti svo að merkja með hjólavísum svo ökumenn fái skýr skilaboð um að vegaxlir eru ekki ætlaðar til framúraksturs og að taka þurfi tillit til fleira en aðeins annar bíla. Þær leiðir þar sem mest liggur á að fá hjólavænar vegaxlir eru: Vesturlandsvegur frá Miklubraut út á Kjalarnes að minni Hvalfjarðar; Reykjanesbraut frá Sæbraut að þeim stað þar sem hún hefur verið tvöfölduð við álverið í Straumsvík; laga vegaxlirnar til flugstöðvarinnar í Keflavík og merkja með hjólavísum. Nú í sumar verður ráðist í tvöföldun Suður­landsvegar um Sandskeið. Þar þarf að

Teikning: Rauð lína sýnir krókótta leið hjólreiðamannsins en blá þar sem ætti að liggja bein og greið leið líkt og öðrum ökutækjum er boðið upp á.

33

www.fjallahjolaklubburinn.is


Lært að hjóla upp á nýtt

á „liggjandi“ hjóli í Edinborg Árni Davíðsson

Það hefur lengi verið draumurinn að prófa liggjandi hjól. Ég vissi af manni í Edinborg, David Gardiner, sem rekur fyrirtæki sem býður upp á prufutíma og stuttar ferðir á liggjandi hjólum af ýmsum gerðum. Þegar leiðin lá til Edinborgar um daginn greip ég gæsina og hafði samband við hann. Það var lítið mál að fá tíma þótt ég væri bara einn á ferð, fyrirvarinn stuttur og ég nokkuð tímabundinn vegna strangrar dagskrár í ferðinni. Sama dag og ég kom út mæltum við okkur mót kl. 4 á verkstæðinu sem geymir hjólin fyrir hann. David var vinalegur náungi og ég fann að ég var í góðum höndum. Hjólin sem ég prófaði heita Raptobike og Nazca Fuego og eru bæði hollensk. Raptobike er með drif á framhjólinu en Fuego er með drif á afturhjólinu. David vildi að ég byrjaði á Fuego því það væri auðveldara hjól.Við fórum með þessi hjól út á tún við Edinborgarháskóla, „The meadows“. Þar yfir liggur breið hjólabraut meðfram

göngustíg og er víst fjölfarnasta leið fyrir hjólreiðamenn í borginni. Þar kom á daginn að ég átti að læra að hjóla upp á nýtt. Ég hefði ímyndað mér að það væri dálítið óþægilegt að gera það fyrir framan fullt af fólki, gangandi og hjólandi, en ég gleymdi alveg að vera spéhræddur, jafnvel þótt huggulegar ungar stúlkur úr háskólanum gengu hjá. Þetta var einfaldlega mjög skemmtilegt og David mjög hvetjandi og fær kennari. David útskýrði hvernig hjólið virkaði og hvernig best væri að halda jafnvægi. Helstu leiðbeiningar Davids voru að horfa langt fram á veginn og ímynda sér ósýnilegan spotta sem verið væri að draga inn með pedölunum og lika að halda jafnvægi og stýra með bakinu. Ekki hreyfa stýrið mikið. Ég var satt að segja nokkuð grænn. Þó ég hafi hjólað frá barnsaldri og stundað samgöngu hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu í 23 ár var ég ekki búinn undir það hversu ólíkt þetta er venjulegu reiðhjóli.

Höfundur á hvítu Raptobike á The meadows. Nazca Fuego appelsínugult aftan við. Í baksýn er fjallið Arthur’s Seat. Hjólhesturinn 1. tölublað. 19. árgangur

34


Lagt var af stað í litlum halla niður og hélt Davið við hjólið í fyrstu ferðum. Eftir tvær tilraunir fór þetta að ganga og var hjólað fram og aftur á þessum stíg nokkrar ferðir. Ég var satt að segja nokkuð hissa á hvað þetta gekk vel miðað við tilfinninguna þegar ég fór fyrst á hjólið. Eftir þetta hjóluðum við eftir stígum yfir nokkrar umferðargötur og götur með hellusteinum þar sem allt hristist og skalf. Síðan vorum við komnir á hjólastíg sem liggur neðan við fjall í miðri Edinborg sem heitir Arthur’s Seat. Þar kom upp smávandi því stýrið á Fuego losnaði og þótt það eigi ekki að skipta máli (því það er stamminn sem er hreyfður til þegar maður beygir) setti þetta mig úr jafnvægi svo ég gat ekki hjólað á því. Þá skipti ég yfir á Raptobike og þar voru engin slík vandræði. Þegar ég náði að slaka á fannst mér mjög þægilegt að vera á svona liggjandi hjóli. Hendurnar hvíla létt á stýrinu og hjólið flýgur áfram á jafnsléttu og niður brekkur. Að fara upp brekkur tekur meira í en David segir að það breytist með þjálfun því vöðvarnir í fótunum aðlagast. Það er vandasamara að fara hægt á liggjandi hjóli og stýra framhjá

David Gardiner með Nasca Fuego utan við verkstæðið T he Bicycle Works i Edinborg. Skammt hjá er hjólaverslunin Edinburgh Bicycle Cooperative. Heimasíða Laid Back Bikes, David Gardiner: www.laid-back-bikes.co.uk hindrunum en það batnar auðvitað með þjálfun. Eftir þennan rúma klukkutíma á hjólunum fannst mér ganga nokkuð vel en það þarf greinilega að æfa sig lengur til að ná góðri færni, hraða og öryggi. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær ég splæsi í liggjandi hjól. p.s. Er til betra hugtak á íslensku yfir liggjandi hjól.

35

www.fjallahjolaklubburinn.is


WWW.GAP.IS

Hjรณlhesturinn 1. tรถlublaรฐ. 19. รกrgangur

36


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.