FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN
Hjólhesturinn, 3. tbl. 19. árg., nóv. 2010 - Frítt eintak
Hjólað með alla fjölskylduna og hundana líka Ferðasögur: Vestfirðir, Lakasvæðið og hringvegurinn Stefna hjólreiðamanna í umferðaröryggismálum Hjólreiðavangur í heimsklassa í Skálafelli Árið hjá Hjólafærni á Íslandi Skattmat hlunninda Kertavax í keðjuna
Stjórnarpistillinn Frá stjórn Fjallahjólaklúbbsins
Örlygur Örlygur Steinn Sigurjónsson
Fjallahjólaklúbburinn stígur nú á bak hinum þæga en viljuga Hjólhesti í þriðja sinn í ár og kennir ýmissa grasa nú sem fyrr. Ferðasögur í blaðinu eru í algleymingi og tæknimálin fá sinn sess að ógleymdum greinum um samgöngur á reiðhjólum. Allt þetta stuðlar vonandi að auknum hjólreiðum, en það er einmitt markmið klúbbsins samkvæmt lögum félagsins. Nóg um það. Á liðnu starfsári klúbbsins var líf í tuskunum, far nar vor u ferðir út á land, yfir Heljardalsheiði og um Veiðivötn auk þriðjudagsferðanna innan höfuðborgarsvæðisins. Í klúbbhúsinu við Brekkustíg sló hjarta klúbbsins hvern einasta fimmtudag þar sem voru haldin námskeið, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Að öðrum ólöstuðum hljótum við sérstaklega að geta fyrirlesturs Jóns Björnssonar um hjólaævintýri sín erlendis. Húsfyllir var á baðstofuloftinu og nýja kaffivélin sem keypt var í vetur fékk að vinna fyrir tilverurétti sínum. Á milli formlegra dagskrárliða á fimmtudögum var opið hús með viðgerðaraðstöðunni og til viðbótar var opið hvern dag í maí, er átakið Hjólað í vinnuna fór fram og leituðu margir aðstoðar klúbbsins vikuna þá. Þess skal og getið með sérstaklega mikilli ánægju að útgáfustarfsemi klúbbsins var með óvenjumiklum blóma á liðnu starfsári því að gefinn var út Hjólhestur ásamt fræðslubæklingnum Hjólreiðar - frábær ferðamáti, í samstarfi við Landssamtök hjólreiðamanna. Bæklingurinn var gefinn út til þess að hvetja fólk til hjólreiða og fræða Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
það um hvernig öruggast og þægilegast væri að stunda hjólreiðar. Var blaðinu dreift í hvorki fleiri né færri en 8 þúsund eintökum um land allt og sent til allra sem hafa skráð sig í klúbbinn frá upphafi. Af öðrum vettvangi hjólreiðamenningar i n n a r m á n e f n a a ð kö n nu n á ve g u m Reykjavíkurb orgar leiddi nýverið í ljós að 2,2% borgarbúa fara sinnar leiðar á hjóli og þykir okkur ljóst að þetta hlutfall mætti vera mun hærra. Áfram þarf því að hvetja fólk til að nýta sér hjólin og standa áfram að öflugri fræðslu þar sem hindurvitnum er eytt en staðreyndum haldið til haga. Nokkur áhugaverð útspil komu frá Reykjavíkurborg s.s. Hjólreiðaáætlun og framkvæmdaáætlun um að leggja 10 km af hjólaleiðum á ári næstu 3 ár. Tilraunaverkefnið með grænu hjólareinina upp Hverfisgötu var hluti af undirbúningi þeirrar framkvæmdar og fyrsta varanlega hjólareinin er komin eftir hluta Suðurgötu þar sem er einstefna fyrir önnur ökutæki. Einnig leit fjallahjólavangurinn í Skálafelli dagsins ljós og vill ÍFHK nota tækifærið hér til að óska hjólafólki og aðstandendum verkefnisins til hamingju með árangurinn. Umfjöllun um Skálafellið er í blaðinu. Nú er vetur nýgenginn í garð og um leið og við óskum ykkur ánægjulegs lestrar, hvetjum við alla til að nota hjólin í vetur. Sífellt fjölgar þeim sem uppgötva óviðjafnanlega gagnsemi nagladekkja og að viðbættu jákvæðu hugarfari og góðum hjólaljósum eru okkur allir vegir færir. 2
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús alla fimmtudaga, alltaf eitthvað í gangi og viðgerðaraðstaða niðri. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Gestir og gangandi velkomnir. Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félags mönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félagsskír teinis og einnig tugir annarra aðila með útivistar vörur, ljósmyndavörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka reiðhjóla notkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Allir félagar í ÍFHK, HFR og Hjólamönnum eru jafnframt í Landssamtökum hjólreiðamanna.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 3. tölublað 19. árgangur. okt. 2010 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Forsíðumynd: Geir Ragnarsson Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, ritnefndar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins © 2010 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.
Skálafell, hjólreiðavangur á heimsmælikvarða Samantekt: Páll Guðjónsson
Skálafell, hjólreiðavangur á heims mælikvarða var yfirskrift metnaðarfullrar greinargerðar sem Ormur Arnarson, Árni Guðmundur Guðmundsson og David Robertson tóku saman. Þar kynntu þeir tillögur að nýjum útivistar- og afþreyingarvangi fyrir fjallahjólreiðamenn í Skálafelli, í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ásamt aðbúnaði í skíðabrekkum og stígum/slóðum sem liggja frá því. Þessar leiðir tengjast stígakerfi höfuðborgarsvæðisins, útivistarsvæðinu í Heiðmörk, niður í Kjós og til Hvalfjarðar, um Mosfellsheiði og síðast en ekki síst til Þingvalla. Markmið höfundanna var að benda á nýjan spennandi og hagkvæman valkost í íþróttaiðkun landsmanna og hvetja til þess að þegar í stað yrði hafist handa við að koma þessu í framkvæmd. Þeir töldu þörf á nýju útivistarsvæði sem hannað væri og lagað að þörfum nýrra kynslóða sem gera nýjar kröfur, almennings sem þarfnast meira rýmis og nýjungaþyrstra erlendra ferðamanna sem í stórum stíl leita uppi sérbúnar alþjóðlegar aðstæður. Verkefnið er ódýrt í framkvæmd en engu að síður atvinnuskapandi og á eftir að vera mjög þörf viðbót í flóru ferðamennsku á Íslandi. Tillagan fékk jákvæðan hljómgrunn hjá ÍTR og fleirum og hófst mikil vinna við gerð
brauta með Magne Kvam fremstan í flokki. Þann 8. ágúst var síðan opnaður í Skálafelli fyrsti hjólreiðavangur á Íslandi. Um var að ræða 3 km langa fjallahjólabraut, Dirt-Jump braut og BMX stökkpall. Lyftur í Skálafelli voru opnar um helgar til að ferja hjólreiðamenn upp á topp en öllum var frjálst að nýta sér lyfturnar til að komast upp á topp til að ganga eða njóta útsýnis. CrossCountry, All Mountain, Freeride, Downhill og DirtJump eru nokkur dæmi um mismunandi stefnur og notkun fjallahjóla sem njóta vaxandi vinsælda um allan heim og Íslendingar hafa tekið þessum breyttu hjólum opnum örmum. Nýir möguleikar: Down-hill Auðvelt er að gera Skálafell að Bike-Park að erlendri fyrirmynd þar sem höfuðáhersla er lögð á svokallaðar “down-hill” fjallahjólreiðar. Hér er hægt að nýta skíðalyftur nar á svæðinu til að flytja hjólafólk upp hlíðina. Brautir yrðu svo lagðar eftir mismunandi leiðum niður brekkurnar og væri hægt að hafa þær misbrattar til að koma til móts við mismundandi hæfni hjólreiðamanna á svipaðan hátt og tíðkast á skíðasvæðunum
Mynd Finnbjörn Már Þorsteinsson Hjólari: Sindri Hauksson Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
4
aðra útivist myndu vafalaust vilja nýta sér stólalyftuna á topp Skálafells til að hefja þaðan göngu um svæðið eða bara til að njóta útsýnisins en fá fjöll í um 15 mín fjarlægð frá miðju höfuðborgarsvæðisins hafa annað eins útsýni og Skálafell. Lyfturnar gætu því nýst fleirum en bara fjallahjólafólki.
Dirt-Jump Eins og nafnið gefur til kynna snýst þessi tegund hjólreiða að mestu um stökk. Cross-Country/All Mountain Líkt og meðal skíðafólks sækjast ekki allir fjallahjólamenn eftir bruni eða stökkpöllum. Skálafellssvæðið hentar vel til skíðagöngu á veturna en einnig er svæðið kjörið til hjólreiða á sumrin. Mikill fjöldi vega og jeppaslóða liggja um svæðið og tengja það þannig við Hvalfjörð og Kjós í norðri yfir Svínaskarð; Hólmsheiði, Rauðavatn og Heiðmörk í suðri eftir gamla Kóngsvegi; Þingvöllum í austri og Esju, Mosfellsbæ og Hafravatni í vestri. Allt er þetta einungis í u.þ.b. 12 km radíusi frá Skálafelli.
Framtíðin Þetta svæði vakti mikla lukku meðan það var opið í sumar og óskandi að svæðið opni aftur á næsta ári og starfsemin útvíkkuð því það getur enginn nýtt sér það sem ekki er boðið uppá. Hver hefði trúað því fyrir tíu árum að innan fárra ára yrði frumkvæði nokkurra eldhuga orðið að öflugum atvinnurekstri sem aflaði mikils gjaldeyris fyrir þjóðarbúið og skapaði fjölda manns atvinnu. Í þessu sambandi kemur upp í hugann hvalaskoðun á Húsavík, sjóstangaveiði á Vestfjörðum og hálendisferðir á sérbúnum jeppum í rysjóttu veðri að vetrarlagi. Vannýttir möguleikar eru glatað fé.
Viðbót við gönguleiðir Margir áhug amenn um g öngu eða
5
www.fjallahjolaklubburinn.is
Hjólaferð frá Ísafirði til Skálavíkur - Stefán Sverrisson Ferð: Frá Ísafiði til Skálavíkur Dagsetning: 18.7.2009 Vegalengd: 70 km Mesta hæð: Rúmir 600m (Bolafjall) Hjól: Mongoose-fjallahjól með framdempara leigt á Ísafirði Ég var staddur á Ísafirði annað sumarið í röð að hitta fjölskyldumeðlimi. Það var tilhlökkun í hjarta mínu því að ég hafði ákveðið að fara í aðra hjólaferð á svæðinu eftir skemmtilega og eftirminnilega hjólaferð milli Ísafjarðar og Flateyrar sumarið áður. Eins og fyrr var óákveðið hvaða leið skyldi fara en samt var það farið að heilla mig að fara nú í norðurátt frá Ísafirði í átt að Hnífsdal og Bolungavík. Ég skoðaði kortið og sá að það væri tilvalið að taka stefnuna á Skálavík þangaðsem fjallvegur var merktur og fjarlægðin frá Ísafirði var mátuleg. Ég hafði leigt mér hjól á Ísafirði, sem var líklega sama hjólið og ég leigði sumarið áður, Mongoose-fjallahjól með framdempara. Ég lagði af stað klukkan 5 um morguninn í blíðskaparveðri og tók stefnuna á Hnífsdal og var fljótlega kominn þangað. Þar voru miklar framkvæmdir vegna Óshlíðarganganna sem og vegaframkvæmdir þar sem átti að koma nýr vegur meðfram ströndinni í Hnífsdal sem leit út eins og hraðbraut beint inn í Óshlíðargöngin. Ég stoppaði stutt í Hnífsdal og fór út í Óshlíðina sem er eins hrikaleg og ég hafði gert mér í hugarlund. Há grindverk eru alls staðar meðfram veginum til að hindra
Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
grjóthrun og hamrabeltin hangandi yfir manni eins og þau væru tilbúin að ráðast á mann. Frá Óshliðinni var gott útsýni út á Ísafjarðardjúpið. Minnisvarðar vor u á leiðinni um þá sem höfðu látist í hrakningum á þessum vegarkafla sem gerði hann enn hrikalegri. Brátt var Bolungavík í augsýn. Ég hafði heyrt Bolvíkinga kvarta undan því í fréttum að þeir gætu takmarkað notið útivistar á svæðinu vegna árása frá kríum. Þetta olli mér áhyggjum því að mér er hreint ekki vel við kríur í árásarham. Þegar ég hjólaði niður á eyrina að Bolungavík frá Óshlíðinni heyrði ég fyrst í kríunum og það voru ekki vingjarnleg hljóð. Þær sveimuðu fyrir ofan mig og ég hugsaði með mér að þetta væri nú í góðu lagi ef þetta væri allt of sumt. Þetta væri líka ástæðulaus ótti hjá mér því að ég var með ágætan hjálm og mundi komast út úr þessu án teljandi meiðsla þó að þær færu að höggva í höfuðið á mér. Ég hjólaði nú samt eins hratt og ég komst til að koma mér út úr þessum aðstæðum sem fyrst. Allt í einu flaug ský af kríum upp frá vegkantinum og þá hugsaði ég með mér að þær væru líklega með ungana sína þarna í kantinum og myndu gera allt til að koma mér í burtu. Það passaði, ég sá þær
6
útundan mér steypa sér niður og hefja árás og hávaðinn var svo mikill og svo nálægur að það var líkt og það væri kría inni í sitt hvorri hlustinni á mér. Nú missti ég þá yfirvegun sem ég hafði haft til þessa og tók að veifa hendinni yfir höfðinu á mér og bætti verulega í ferðina þó að ég hafi áður talið að ég kæmist ekki hraðar. Von bráðar komst ég inn í Bolungavík og kríulætin fjarlægðust. Það voru ekki margir á ferli í Bolungavík enda var klukkan ekki nema rúmlega sjö. Ég fann brátt leiðina sem leiddi mig til Skálavíkur og ég sá brattan veginn framundan alla leiðina upp Hlíðardal í átt til Skálavíkur. Ég byrjaði að príla upp með reglulegum hléum og virti fyrir mér landslag og náttúrufegurð. Þegar upp á heiðina var komið var hægt að horfa til baka til Bolungavíkur sem og niður Breiðabólsdal í átt til Skálavíkur. En það var líka vegur framundan upp á Bolafjall. Þetta kom mér á óvart því að ég hafði ekki séð á korti neinn veg upp á Bolafjall. Fjallshlíðin
var brött og vegurinn lá í hlykkjum upp fjallið. Mér fannst þetta allt of spennandi til sleppa því að fara þarna upp svo ég byrjaði að príla. Ég komst að því þegar upp var komið að þarna er radarstöð sem var rekin af Kananum. Hugsanlega hefur hann bannað að sýna veginn þarna upp á korti, ég veit það ekki. Útsýnið var a.m.k. gríðarlegt og fallegt inn Ísafjarðardjúpið, Jökulfirði og víðar. Þarna uppi var pallbíll sem út úr skriðu ferðalangar frá Austurríki, par líklega á sextugsaldri. Þau höfðu gist þarna uppi um nóttina til að njóta sólarlags og sólarupprisu. Þau sögðu að þetta væri níunda sumarið sem þau væru á Íslandi í fríi og væru yfirleitt um 3 mánuði í senn. Við töluðum um íslenskt efnahagslíf í líklega nærri klukkutíma og hvers vegna það væri í þeim sporum sem það er í nú. Meðan við spjölluðum kom svo full rúta af útlendingum upp á fjallið og ég naut útsýnisins með þeim. Ég var fljótur að bruna niður fjallið og niður í Skálavík. Í Skálavík er gott landrými,
7
www.fjallahjolaklubburinn.is
Nýtt skattmat hlunninda Árni Davíðsson
Fyrir nokkr u tók verkfræðistofan Mannvit(1) og Fjölbraut í Ármúla(2) upp svo kallaða samgöngustyrki. Tilefnið var að það vantaði bílastæði fyrir þessa vinnustaði og stóðu þeir frammi fyrir því að útvega þau með ærnum tilkostnaði eða að ná tökum á eftirspurninni eftir bílastæðum. Þau völdu seinni leiðina, gerðu samgöngusamning við þá starfsmenn sem það vildu og fengu þeir þá samgöngustyrk sem nam u.þ.b. einu árskorti í strætó (40.000 kr.) ef þeir komu ekki á bíl í vinnuna. Þessar greiðslur voru metin sem hlunnindi og skattlögð(3) samkvæmt því eins og venjulegar launatekjur þótt tilefni greiðslanna væri að fyrirtækin voru með þeim að spara sér kostnað við að útvega bílastæði fyrir starfsmenn sína. Bílastæði eru hins vegar ekki metin sem hlunnindi og eru því ekki skattlögð þótt andvirði þeirra sé hærra en þessir samgöngustyrkir. Til dæmis fær starfsmaður á ónefndum vinnustað greitt um 68.000 kr. á ári fyrir bílastæði í grennd við vinnustað sinn en er ekki skattlagður fyrir það(4). Bílastæði eru eðli sínu hlunnindi því ekki hafa allir starfsmenn aðgang að bílastæði og þau eru líka misjöfn að gæðum og verði. LHM hefur á fundum og í umsögnum undanfarið bent á þetta misræmi í mati á hvað eru hlunnindi. Skattmatinu var síðan breytt (5) fyrir tekjuárið 2010 með reglum nr. 1088/2009. Nú getur launþegi fengið um 3.000 kr. á mánuði fyrir strætó eða reiðhjól „enda sé til þess ætlast af launagreiðanda að þessi ferðamáti sé nýttur vegna ferða í hans þágu“. Þ.e. launþegi Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
getur fengið um 36.000 kr. á ári fyrir strætó eða reiðhjól sem nýtt eru vegna ferða í þágu launagreiðanda. Samgöngustyrkur hefur því sömu stöðu og ökustyrkur fyrir bíl. Glöggir lesendur átta sig á því að það var ekki þetta sem þurfti. Samgöngustyrkir voru til að bregðast við skorti á bílastæðum og komu því í stað bílastæða. Ökustyrki á að nota til að greiða fyrir akstur í þágu launagreiðanda. Að miklu leyti hafa ökustyrkir þó verið misnotaðir til að greiða launþega „ódýr“ laun sem ekki eru skattlögð og ekki er greitt af í lífeyrissjóð eða launatengd gjöld. Þessi misnotkun virðist hafa verið með vitund og vilja ríkisvaldsins því ríkið og opinberir aðilar hafa verið stórtækir við að greiða sínu starfsfólki ökustyrki fyrir akstur sem ekki hefur verið inntur af hendi. Betur má ef duga skal. Ef hægt er að gefa sumum starfsmönnum bílastæði, sem kosta frá 30.000-200.000 kr á ári, og greiða þeim ökustyrk upp á 2.500 km á ári fyrir óekinn akstur sem jafngildir um 250.000 kr á ári, skattlaust, hlýtur að vera hægt að greiða mönnum andvirði eins strætókorts á ári, um 40.000 kr., án þess að heimta að því sé skrökvað að það sé í þágu launagreiðanda. Bílastæði eru hluti af kostnaði við þann lífstíl að koma á vinnustað á bíl. Hvergi er sagt að það sé skylda að útvega starfsmönnum ókeypis bílastæði. Ákvörðun um hvað sé hlunnindi er tekinn af framkvæmdavaldinu með reglum um skattmat (3,5) þótt sú sú ákvörðun snerti milljarða króna. Ef vilji löggjafans stendur til þess, er eðlilegt að Alþingi taki þá ákvörðun með lögum að 8
ekki eigi að skattleggja þau hlunnindi í formi bílastæða sem vinnuveitendur veita þeim launþegum sem velja sér þann lífsstíl að koma til vinnu á bíl. Krafa LHM stendur óhög guð að samgöngustyrkir sem eru til að bregðast við of fáum bilastæðum á vinnustað séu skattlögð á sama hátt og bílastæðin, sem styrkirnir leysa af hólmi.
www.mannvit.is www.fa.is (3) h t t p : / / s t j o r n a r t i d i n d i . i s / A d ve r t . aspx?ID=e5764e5b-ba38-4ae8-82d48647ad23c3b3 (4) munnleg heimild (5) h t t p : / / s t j o r n a r t i d i n d i . i s / A d ve r t . aspx ?ID=44e1e003-41f3-4a30-8cd35854fb4649e6 (1) (2)
framhald af bls 7 allnokkur hús en engin föst búseta, öll húsin eru sumarbústaðir. Í skálavík var búseta í hámarki um 1910 en þá féll mannskætt snjóflóð þar og byggð lagðist nánast af eftir það. Náttúrufegurðin og kyrrðin er samt ennþá til staðar fyrir ferðalanga eins og mig sem þyrstir í slíkt. Ég fékk mér vel að borða í Skálavíkinni áður en ég lagði aftur af stað til Ísafjarðar. Ferðin sóttist vel og var ég komin til Ísafjarðar um hálf tvö leytið. Umferð frá Bolungavík til Ísafjarðar var töluverð og var því ekki eins gaman að fara til baka en veðrið var með eindæmum gott, um 15 stiga hiti og sól. Ég fór einn í þessa ferð sem og í ferðina
til Flateyrar sumarið áður. Yfirleitt fer ég í mínar hjólaferðir einn því að því fylgir mikið frelsi. Ég þarf ekki að ráðfæra mig við neinn um hvert á að fara, maður getur leyft sér að taka ýmsa hliðarrúnta sem ekki eru fyrirfram ákveðnir og ég ákveð minn ferðahraða sjálfur. Ég fer að vísu aldrei í lengri ferðir en dagsferðir þegar ég er einn því ég verð fljótt þreyttur á einverunni. Sumarið 2009 fór ég samt eina tveggja daga ferð með systur minni og eina dagsferð á Nesjavelli með fjallahjólaklúbbnum. Samtals fór ég í átta ferðir og þær verða örugglega ekki færri næsta sumar. Öll fjölskyldan gírar sig nú upp í að fara saman. Ég er farinn að hlakka til.
9
www.fjallahjolaklubburinn.is
Hjólað með alla fjölskylduna
Örlygur Steinn Sigurjónsson
Sífellt bætast áhugaverð og falleg reiðhjól í hóp þeirra fararskjóta sem renna eftir götum borgarinnar, eigendum sínum til gagns og gamans. Nýjasta hjólið í þessum flokki kom frá Hollandi í sumar sem leið og tekur hvorki fleiri né færri en fjóra í sæti. Þetta er gæðagripur í eigu Olgu Hrafnsdóttur, sem undanfarin 9 ár hefur búið í Haag með fjölskyldu sinni, eiginmanni og þrem dætrum, Sölku, Emblu og Mirru. Elsta dóttirin, Salka sem er 6 ára hjólar óhikað á hjólinu með móðurinni og systur hennar láta fara vel um sig á meðan. Þegar Olga fluttist til Hollands á sínum
tíma átti hún fjallahjól að íslenskum sið en var fljót að losa sig við það í skiptum fyrir klassískt hjól sem hentaði aðstæðum betur. Enda eru fjallahjól vart sjáanleg á götunum þar ytra. “Og enginn hjólar með hjálm, nema kannski útlendingar,” bendir hún á. Hér njóta hjólreiðamenn forgangs og ökumenn eiga lögum samkvæmt að taka fullt tillit til þeirra. Þetta er sannkölluð Mekka hjólreiðanna því lífið er sannarlega gott og hollt fyrir hina hjólandi. Við notuðum hjólin í allar okkar ferðir, hvort sem var að fara í og úr vinnu, kaupa í matinn, skutla börnunum í skólann, nú eða fara niður að strönd. Þau hjónin
keyptu sér að auki hjól með körfu sem rúmaði fjölskylduhundana tvo og það var því fríður flokkur sem reið úr hlaði þegar stefnan var tekin niður á strönd. Fjölskylduhjólið hennar Olgu er smíðað í Hollandi og kostar slíkt hjól um 1700 evrur, en hægt er að fá þau helmingi ódýrari notuð. Þetta eru þó hreinir smáaurar miðað við notagildið og ekki síst miðað við að kaupa og reka bíl í Hollandi. Skilaboðin eru enda skýr frá hinu opinbera; notum hjólin. “Hjólreiðasmíði í Hollandi tekur líka mið af mjög breiðum notendahópi,” bendir Olga á. “Þarna gefur að líta sniðug þríhjól fyrir hreyfihamlaða sem eru útbúin með sérstöku hengi fyrir stafi svo nokkuð sé nefnt. Einnig eru til barnaútgáfur af körfuhjólum að ógleymdum hjólum sem menn hjóla á liggjandi. Það geta því allir hjólað og til marks um hversu Hollendingar eru áhugasamir um að rækta hjólamenningu sína, er börnum strax kennd undirstöðuatriðin þegar þau byrja í skóla 4 ára gömul.” Þótt Hollendingar mættu vera mjög ánægðir með hjólahefðina í landinu, segir Olga að aldrei hafi borið á neinu monti eða sýndarmennsku til að ganga í augun á túristum og auglýsa sérkenni landsins. Hjólreiðar eru þvert á móti eðlilegur hluti samfélagsins. Athyglisverð er lýsing Olgu á því að jafnvel þótt flestir noti hjólin, þá er bílnum ekki alveg
úthýst í Hollandi. “Margir foreldrar sem ég kynntist í leikskóla dóttur minnar hafa þann háttinn á að fara flestra sinna ferða á hjólinu en þegar lengri ferðir standa fyrir dyrum, þá er hægt að kaupa aðgang að litlum rauðum bílum fyrir hóflegt verð undir merkjum Green Wheel.” Það hafa því verið töluverð viðbrigði fyrir Olgu og fjölskylduna að flytja aftur til Íslands. Og þó. “Þegar ég flutti til Hollands, þá voru hjólreiðar á Íslandi frekar flokkuaðar sem sport en ég greini breytingu þar á með því að þær eru farnar að ryðja sér til rúms sem samgöngumáti. Okkur er ekkert að vanbúnaði með að þróa íslensku hjólreiðamenninguna áfram af krafti. Nú er veðrið orðið svo gott hér, auk þess sem nóg er af plássi fyrir hjólabrautir. Það þarf í rauninni ekki mikið til að skapa gott hjólreiðasamfélag hér. Að lokum bendir hún á að oft hafi veðrið í Hollandi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Hjólreiðafólki mætir oft leiðindaveður. “En fólk klæðir það bara af sér og heldur sínu striki,” segir hún að lokum. Áhugaverðir reiðhjólahlekkir: beertransportfietsen.nl og tmannetje.nl Myndir: Geir Ragnarsson forsíða og mynd til vinstri, tvær myndir fyrir neðan Sesselja Traustadóttir.
Okkar leið Allra málefni
ferðasaga og myndir Alissa Rannveig Vilmundardóttir Fyrir ári síðan þegar ég sagði fólki að ég ætlaði að hjóla í kringum Ísland til styrktar krabbameinsrannsóknum fékk ég misjöfn viðbrögð. Sumir voru spenntir, aðrir voru efins, enn aðrir vissu hreinlega ekki hvernig ætti að bregðast við svona fréttum. Hins vegar voru flestir sammála um að ég væri klikkuð. Ég hafði aldrei tekið þátt í, hvað þá skipulagt eins míns liðs, svona stórt átak. Ég vissi ekki einu sinni hvar ég átti að byrja! Margt hefur gerst síðan ég tilkynnti áform mín. Ég tók mér ársfrí frá skóla til að ferðast og læra tungumál, og bjó fyrir áramót í Vín og eftir áramót í París. Þegar ég sá að ég kæmi ekki heim frá París fyrr en um mitt sumar og yrði því ekki í vinnu seinni hluta sumarsins, varð mér strax ljóst að þetta væri fullkominn tími fyrir ferðina. Mig hafði dreymt um hana svo lengi en aldrei haft tækifæri til að sjá hana verða að raunveruleika. Þar sem ég var erlendis alveg fram til júlí fór meirihluti undirbúningsins fram í gegnum netið. Það var alveg ótrúlegt hversu viljugt fólk var til að hjálpa mér og ég fékk góð ráð úr öllum áttum. Ég hafði aldrei farið í kringum Ísland áður og reyndar aldrei verið mikil hjólareiðakona, þótt mér fyndistmjög gaman að hjóla. Eftir jól tóku við stífar æfingar. Ég keypti þrekhjól og fékk að koma því fyrir í æfingasal í kjallara húsnæðis míns í París. Eftir Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
að ég kom heim til Íslands tók við frágangur ferðarinnar og svo var bara að hjóla af stað. Ég lagði af stað þann 9. ágúst frá Læknagarði þar sem Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum er til húsa. Þar kom saman hópur af fólki til að kveðja mig. Foreldrar mínir fylgdu mér á bíl með tjaldvagn í kringum landið svo ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af gistingu eða farangri. Pabbi minn hjólaði suma daga með mér hluta af leiðinni þannig að ég hafði stundum félagsskap. Annars var það bara ég, iPodinn og vegurinn framundan. Ég fékk mjög gott veður fyrstu dagana og stoppaði fyrsta daginn á Skógum eftir 155 km, í Skaftafelli annan daginn eftir 170 km og komst svo til Hafnar í Hornafirði á þriðja deginum eftir að hafa næstum því verið keyrð út af. Ég hafði mætt mjög óþolinmóðum bílstjóra á einbreiðri brú og fór dálítið illa í hnénu. En skömmu seinna þá stoppaði mig bíll og konan rétti mér peningaseðil til styrktar krabbameinsrannsóknum. Það var mjög upp lyftandi! Ég var fegin að hafa náð að halda áætlun fyrstu þrjá dagana, það munaði svo miklu að fá góða byrjun. Það sem kom mest á óvart var hvað ég fékk frábærar móttökur í umferðinni, fólk flautaði og veifaði og ég fékk mjög gott svigrúm á veginum. Ég var mjög þakklát fyrir það. Landslagið hingað til í ferðinni hafði 12
verið mjög flatt en á fjórða degi kom ég af undirlendinu og fór á firðina. Það þýddi að í staðinn fyrir að hjóla í marga tíma samfleytt án þess að nokkur breyting sæist á landslaginu hjólaði ég endalaust upp og niður, inn og út. Brekkurnar upp voru ekki svo slæmar þegar maður gat rennt sér niður hinum megin! Í Berufirði, á fimmta degi fékk ég mikla rigningu en þrátt fyrir að vera blaut í gegn sló það ekki á góða skapið. Alltaf þegar mér fannst ég vera þreytt eða að missa móðinn minnti ég sjálfa mig á til hvers ég væri að gera þetta, og þá varð yfirferðin auðveldari. Eftir miklar vangaveltur ákváð ég að fara um Austfirðina, þó svo að Þjóðvegur 1 liggi um Breiðdalsheiði. Ég hafði aldrei komið á Austfirðina áður og vildi ekki missa af bæjum á leiðinni eins og Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, og þessir auka 10 km voru vel þess virði til að kynna átakið víðar. Var komin til Egilsstaða um kvöldmatarleytið og hlustaði á tónleikana á Ormsteiti. Næsta morgun sprakk dekk hjá mér og hægði það dálítið á ferðinni, en þetta er allt hluti af upplifuninni. Vandræðalegasti hluti ferðarinnar átti sér stað þegar ég hjólaði á vegastiku í Jökuldal! Ég var rosalega heppin með veðrið á þessum kafla ferðarinnar, þar sem ég fékk góðan meðvind yfir öræfin, meðfram Mývatni og alla leið til Akureyrar. Aðra sögu má segja um ferð mína milli Akureyrar og Blönduóss, en þá fékk ég sterkan mótvind næstum því alla leið. Ég þurfti meira að segja að stíga hjólið niður í móti niður Öxnadalsheiðina! Þegar ég var komin að Varmhlíð með 90 km að baki var ég jafn þreytt og venjulega eftir heilan dag, og sá þá fram á aðra 55 km í viðbót. Næstsíðasti dagur ferðarinnar var góður þrátt fyrir að hafa týnt símanum mínum út í móa og lent í mikilli þoku á Holtavörðuheiðinni. Ég stoppaði í Hreðavatnsskála með ekki nema 100 km eftir til Reykjavíkur. Frændi minn hjólaði með mér síðasta daginn og við fengum góðan meðvind þannig að við eiginlega bara fukum í bæinn.
Við mættum í Mosfellsbæ rétt fyrir kl. 17 og þangað söfnuðust allmargir sem hjóluðu með okkur að Læknagarði. Þar afhenti Vigdís Finnbogadóttir, verndari ferðarinnar, forstöðukonum Rannsóknastofunnar skjal til marks um upphæðina sem safnast hafði í nafni málstaðarins og við fögnuðum öll saman ferðalokum. Að sjá hversu margir hjóluðu með síðasta spölinn og hversu margir tóku á móti okkur við Læknagarð gerði mér ljóst að markmiði mínu að kynna og styrkja Rannsóknastofuna hafi verið náð og öll vinnan þess virði. Það sem kom mest á óvart var hvernig ferðin virtist líða á ofurhraða. Miðað við hvað mig dreymdi um þessa ferð lengi og sérstaklega hve ég eyddi miklum tíma í að undirbúa hana síðustu 8 mánuði, þá eiginlega þaut ferðin hjá á engri stundu. Ekki hefur enn komið í ljós hversu miklu var safnað í heild. Ég bíð ennþá eftir að áheitin skili sér inn í safnaðarreikninginn en ef allt kemur inn sem hefur verið lofað þá erum við komin með miklu hærri upphæð en ég hafði þorað að vona. Enn er hægt að leggja málefninu lið með því að leggja inn á reikninginn 0115-15630829, kt. 020887-2069. Myndir frá ferðinni og dagbókarfærslur má finna á heimasíðu átaksins: www.facebook.com/Okkar.leid Ég vil nýta þetta tækifæri til að þakka öllum sem sýndu átakinu stuðning, ég hefði ekki getað gert þetta án ykkar! Takk fyrir ævintýralega ferð :)
Fjallahjólaferð um Laka og Síðumannaafrétt
Jón Hjartarson
Fjallahjól er u skemmtileg tæki til ferðamennsku. Undirritaður hefur stundað ferðalög á fjallahjólum sl. 12 ár og hjólað velflesta hálendisvegi landsins auk annarra leiða. Í sumar, 2010, var farin þriggja daga ferð á Síðumannafrétti og er sú ferð ein sú alskemmtilegasta sem ég hef farið á hjóli fyrir ýmsa hluta sakir. Í fyrsta lagi er leiðin krefjandi, hækkun á fyrsta degi samtals milli 600 og 800 m, vegir fjölbreytilegir, frá venjulegum fjallavegum til vegaslóða gegnum hraun þar sem menn verða að vanda sig. Í öðru lagi er landslagið fjölbreytilegt og margt að skoða og í þriðja lagi býður leiðin upp á hvorutveggja að hjóla með allan búnað eða láta trússa og hjóla aðeins með til dagsins. Gist er í skálum.
á fjöllum síðast liðin 10 ár, heitir „Feðgar og feðgin á ferð og fleiri samferða“ samanstendur af undirrituðum sem er aldursforseti hópsins 66 ára, þrem börnum hans og þrem öðrum góðum vinum. Í þessari ferð vantaði Sigríði Droplaugu og því vorum við sex á hjólum í þetta sinn 2. júlí – 30 -35 km. Lagt var af stað frá Hunkubökkum um hádegisbil. Vegur var greiðfær aðeins bratti upp undir Heiðaborgina og síðan nokkuð bratt niður að Heiðarseli þar sem áð var og fyrrum ábúenda minnst. Vegurinn upp frá Heiðarseli er býsna brattur og ósléttur þannig að töluvert reyndi á þrekið. Næsti áfangastaður var Eintúnaháls, þar sem menn nestuðu sig og byggðasaga jarðarinnar var rakin í stórum dráttum.
Stutt ferðalýsing: Hjólahópurinn, sem hefur hjólað saman
Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
14
Frá Eintúnahálsi var g reiðfær t að Hurðarbökum, menn ýmist hjóluðu eða stikluðu Stjórnina, sem er falleg bergvatnsá á milli myndríkra hamraveggja. Hurðarbökin eru brött og verulega krefjandi, enda tóku sumir það ráð að ganga bröttustu brekkuna. Næsti farartálmi var Geirlandsá sem var vaðin. Fagrifoss í Geirlandsá skoðaður og síðan ferðinni framhaldið upp brattar brekkur Mörtunguskerjanna og svo áfram aftur niður og yfir Geirlandsá. Enn var á brattann að sækja upp frá ánni, en þegar upp var komið lá leiðin um ása og hæðir inn að Hellisá sem er mest áa á leiðinni en gott að vaða. Upp frá Hellisá er bratt en síðan mis hæðóttir ásar og sker inn að skálanum í Blágili þar sem áð var næturlangt. Dagleiðin þennan fyrsta dag er um 30 -35 km en hækkunin veruleg um 600 – 800 m. Í skálanum í Blágili voru hefðir haldnar að venju og borið fram hangikjöt með kartöflumús og grænum baunum og öllu þessu skolað niður með tyrkneskum bjór. Í eftirrétt var borin fram heimalöguð frönsk
súkkulaðikaka og heimalöguð dönsk eplakaka með rjóma. 3. júlí – 40 km. Klukkan tíu daginn eftir var lagt af stað áleiðis inn í Laka. Galtinn er brattur og tók verulega á, en varð engum ofviða. Eftir tveggja tíma hjólun var komið í Laka. Þar tóku menn upp nesti og nærðu sig. Að því loknu gekk hópurinn á Lakann í fallegu veðri og björtu. Þegar upp var komið tóku menn ofan höfuðföt og sungu „Hver á sér fegra föðurland“ öll erindin. Útsýnin eins og alltaf í góðu veðri, stórkostleg yfir þetta mikla hamfarasvæði. Síðan var hjólað vestur með gígaröðinni að Tjar nargíg. Leiðin er g reiðfær og þægileg fáeinar brekkur upp og niður yfir sandöldur. Gengið var í Tjarnargíg og áleiðis hrauntröðina frá honum, sem er merkileg náttúrusmíð. Að skoðun lokinni var haldið vestur Úlfarsdalssker og eins og leið liggur í skálann í Hrossatungum. Þessi dagleið er hreint út sagt ólýsanleg,
ekki síst fyrir þær sakir að ganga á Laka og í Tjarnargíg brýtur dagleiðina upp í áfanga með stórbrotnum hætti. Skálinn í Hrossatungum er ágætur en þar vantaði allan borðbúnað og vatn. Kunnugir sögðu að þar væri að vísu vatnsbrunnur, sem gangnamenn sæktu sér vatn í, en láðst hafði að merkja hann svo ókunnugum væri gagn af, hér þarf að bæta úr. Þarna var gist og kvöldsins notið í vorblíðunni. Franskur gönguhópur gisti einnig í skálanum þessa nótt og mátti greinilega sjá að þeir nutu ferðarinnar.
Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
4. júlí – 45 - 50 km. Enn var lagt af stað til suðurs um tíuleytið. Smávegis súldaði fyrsta klukkutíman en síðan birti upp með sólskini og blíðu. Trússbíllinn sneri við og fór til baka gegnum Blágil. Fyrst var hjólað eftir ruddum slóða yfir hraun. Þessi fyrsti hluti ferðarinnar, kannski 5 km, var mjög krefjandi, en síðan tók við grófur malarslóði. Í suðri blasti Leiðólfsfellið við, þar sem landnámsmaðurinn Leiðólfur frá Á á Síðu reisti eitt af sínum búum. Þar er nú
16
gangnamannaskáli og áningarstaður. Leiðin frá Hrossatungum í Leiðólfsfell er um 20 25 km. Ægifagurt útsýni til fjallahringsins blasti við alla leiðina, þannig að maður tók vart eftir því hversu leiður vegurinn var á köflum. Áð var undir Leiðólfsfelli. Þar er gamall og snyrtilegur skáli að mestu hlaðinn úr torfi og grjóti. Ágætar kojur eru í skálanum og gas og rennandi vatn úr slöngu skammt frá. Því er ekkert til fyrirstöðu að gista þar ef nauðsyn krefur. Áfram var haldið að Hellisá, sem
allir óðu nema Hjörtur sem hjólaði hana án vandkvæða. Þegar yfir Hellisá var komið tók við grófur línuvegur býsna brattur á köflum. Seinasta brekkan upp frá Selánni bæði löng og brött tekur í þreyttum mönnum. Komið var að Hunkubökkum milli klukkan fjögur og fimm og þar með lauk stórbrotinni hjólaferð um einstakt landslag, sem helst í hendur við sögu þjóðarinnar á miklum þrengingartímum. Gott var að vita af heitu baði á Klaustri og veislu í Básum í sumarhúsi Jóns og Áslaugar, undir hraunbrún á Brunasandi að ferð lokinni.
17
www.fjallahjolaklubburinn.is
Stefna ECF og hjólreiðamanna í evrópu í umferðaröryggismálum Páll Guðjónsson tók saman og þýddi Eftirfarandi er samantekt úr umsögn ECF vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar ESB 2011-2020 „(4th RSAP)“. Þar kemur stefna ECF skýrt fram og jafnframt hjólreiðamanna víðsvegar um Evrópu. Það er brýnt að kynna þetta hér á landi þar sem íslensk stjórnvöld geta lært margt af því að hlusta á hjólreiðamenn vilji þau að ná yfirlýstum markmiðum um að efla hjólreiðar, auka umferðaröryggi, draga úr mengun og auka lýðheilsu. Á þessu ári var t.d. lagt fram frumvarp til umferðarlaga sem unnið var án samráðs við hjólreiðamenn. Jú, þeir fengu að skila inn umsögnum en engin samræða átti sér stað og inni eru atriði sem er vitað að vinna gegn þessum markmiðum. Veigamestu athugasemdirnar voru hunsaðar án röksemda og borið við tímaskorti. Í útgáfustarfi okkar voru styrkir til útgáfu dregnir til baka þegar kom í ljós að við notuðum myndir af fullorðnu fólki að hjóla án reiðhjólahjálms, það var andstætt stefnu íslenskra stjórnvalda að sýna slíkt athæfi var sagt en fjármagni varið í hræðsluáróður fyrir reiðhjólahjálmum. Þó víða sé aukinn skilningur á því hvernig auknar hjólreiðar og ganga styðja þessi stefnumál og eru öllum til hagsbóta eru því miður einstakar stofnanir og svið að vinna eftir öðrum sjónarmiðum af vanþekkingu á öryggismálum hjólreiðamanna og sýna ekki vilja til rökræðu sem byggir á vísindagögnum. Þýðingin er óstytt á vef LHM: lhm.is og frumskjalið á vef ECF: ecf.com. Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
Helmingsfækkun slysa og dauðs falla hjólreiðamanna fyrir árið 2020. Samtök evrópskra hjólreiðamanna (ECF) voru stofnuð 1983 sem regnhlífarsamtök landssamtaka hjólreiðamanna í evrópulöndum. Nú eru 65 samtök í 39 löndum aðilar að ECF, þar á meðal Landssamtök hjólreiðamanna á Íslandi (LHM) sem tók þátt í mótun þessarar samgöngustefnu. Þau starfa í umboði 500.000 félagsmanna aðildarsamtakanna, að því markmiði að kostir hjólreiða verði nýttir til fulls til að koma á sjálfbærum samgöngum og auka þannig velferð almennings. Skráðir félagsmenn aðildarsamtaka LHM eru vel á annað þúsund. Til að ná þessu markmiði leitast ECF við að breyta viðhorfum, s t e f nu o g f j á r ve i t i n g u m á ve t t va n g i Evrópu. ECF styður við og skipuleggur miðlun upplýsinga og sérþekkingar á sviði samgöngustefnu og áætlanagerðar tengdri hjólreiðum auk upplýsinga um starfsemi hjólreiðahreyfinganna.
Merki og stjórn ECF
18
vegfarendum er lögð áhersla á að þessi markmið fæli ekki stjórnvöld og sveitafélög frá því að ná markmiðum sínum um að auka hjólreiðar jafnframt því að gera þær öruggari. Niðurstöður athugana á „öryggisáhrifum fjöldans” sýna og sanna að bæði getur þetta og á að fara saman. Því ætti væntanleg aðgerðaáætlun um umferðaröryggi að setja sér markmið í öryggismálum hjólreiðamanna sem taka mið af vegalengd hjólaferða, fjölda ferða eða ferðatíma. Umferðaröryggi er sameiginlegt verkefni ESB og einstakra ríkja innan þess. Öll stig stjórnsýslunnar þurfa að axla sína ábyrgð núna!
Formáli Evrópusamtök hjólreiðamanna og 65 aðildarsamtök þeirra í 39 löndum skora á ESB og allar ríkisstjórnir, héraðsstjórnir og sveitastjórnir að vinna að því að næstu 10 ár verði áratugur aukinna og öruggari hjólreiða. Heilsufarsávinningur þeirra sem stunda hjólreiðar vegur margfalt þyngra en áhættan, að ekki sé minnst á kosti hjólreiða fyrir umhverfið og lífsgæði. Veruleikinn í dag er sá að margir hjóla alls ekki vegna þess að þeir óttast um öryggi sitt. Það þarf að takast á við þennan ótta. Þeir sem minnst mega sín í samfélaginu, börn, aldraðir og fatlaðir eru fórnarlömb samgöngustefnu sem allt of lengi hefur einblínt á einkabílinn. Nú er þörf á nýrri hugsun í borgarskipulagsmálum og samgöngustefnu, hugsun sem tekur mið af grunnrétti allra til öruggra samgangna. Og þá ber að taka tillit til meginreglunnar um „öryggi fjöldans”; og viðurkenna að hjólreiðar verða öruggari eftir því sem fleiri stunda þær. ECF og þær borgir sem undir ritað hafa „Charter of Brussels” sáttmálann óska eftir því að ESB marki sér þá stefnu að hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáta nái 15% hið minnsta í heildarfjölda ferða innan Evrópu fyrir árið 2020. Með fjölgun hjólreiðamanna þurfa yfirvöld að aðlaga innviði samgöngukerfa í þéttbýli að þörfum hjólreiðamanna og tryggja öryggi og samfellu í neti hjólaleiða. Þó markmið ESB um 50% fækkun dauðsfalla í umferðinni fyrir 2010 hafi ekki náðst hefur þó tekist að fækka dauðsföllum um 30% á síðasta áratug. ECF styður því heillshugar endurnýjuð markmið í væntanlegri umferðarör yg gisáætlun „(4th RSAP)”. ECF óskar eftir því að áætlunin innihaldi einnig sértækar ráðstafanir til að fækka slysum og dauðsföllum hjólreiðamanna um helming á tímabilinu 2010 til 2020. Þó ECF styðji heildarmarkmiðið gagnvart öllum
Öryggi fjöldans Það er u skýrar vísbendingar um að hjólreiðar verði öruggari eftir því sem fleiri hjóla. Mörg dæmi í Evrópu sýna að með mikilli aukningu hjólreiða geti fylgt fækkun dauðsfalla. Skýringar „öryggisáhrifa fjöldans” gætu legið í því að: • Bílstjórar verða meira vakandi fyrir nærveru hjólreiðamanna og læra að sjá fyrir um hegðun þeirra.
Fjallahjólaklúbburinn og Lands samtök hjólreiðamanna gáfu út bækling í vor sem kenndi ör ug g ar hjólreiðar og hvatti til þeir ra á jákvæðan hátt. Skoðið bæklinginn: lhm.is/hjolreidar 19
www.fjallahjolaklubburinn.is
• Bílstjórar eru líklegir til að vera hjól reiðamenn sjálfir sem gerir það að verkum að þeir hafa meiri skilning á því hvernig aksturslag þeirra snertir aðra vegfarendur. • Eftir því sem f leiri hjóla verða stjórnmálamenn viljugri til að bæta aðstæður hjólreiðamanna. • Auknum hjólreiðum fylgir oft minni einkabílanotkun, sem dregur úr hættu á árekstrum við vélknúin ökutæki sem bætir öryggi allra vegfarenda. „Öryggisáhrif fjöldans” sýna greinilega að ekki er línulegt samhengi milli þess hversu mikið er hjólað og gengið og þeirrar áhættu sem því fylgir. Þetta táknar að eftir því sem hjólandi og gangandi fjölgar minnkar áhætta hvers og eins. Þetta táknar ekki endilega að fjöldi slysa og dauðsfalla gangandi eða hjólandi vegfarenda lækki. Lykilatriðið er að það verður samt öruggara fyrir einstaklinga að ganga eða hjóla miðað við hvern kílómetra, hverja ferð, og hverja stund sem ferðin tekur. Með þetta í huga mælum við eindregið með því að í væntanlegri umferðaröryggisáætlun verði ekki eingöngu sett heildarmarkmið um lækkun slysatalna heldur verði líka horft til lækkunar í hlutfalli við tíðni hjólreiða. Þess má geta að breska ríkisstjórnin hefur þegar sett fram markmið um að fækka um helming þeim fjölda hjólreiðamanna sem láta lífið eða slasast alvarlega miðað við hjólaða kílómetra á 10 ára tímabili næstu umferðaröryggisáætlunar
Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
sinnar og við hvetjum ESB og ríkistjórnir að setja sér svipuð markmið í aðgerðaáætlunum umferðaröryggisáætlana sinna. A Fólk og samfélag 1) Samvinna milli sérsviða Umferðaröryggi er verkefni sem allir hags munaaðilar þurfa að vinna sameiginlega að. Ótti um eigið öryggi er veruleg hindrun í eflingu hjólreiða og aðkallandi að takast á við þennan ótta ef að markmið um aukningu hjólreiða eiga að nást með öllum þeim jákvæðu áhrifum sem þær hafa á heilsu, vellíðan, félagslega samheldni, skilvirkni, bætt gæði nærumhverfis, vera minna háð jarðefnaeldsneyti og minni útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Samvinna er nauðsynleg á öllum stjórnsýslustigum á vettvangi Evrópusambandsins, ríkisstjórna innan þess og á stigi sveitastjórna og mikilvægt að þeir sem hafa hag af auknu hlutfalli gangandi og hjólandi umferðar vinni saman. Þetta samstarf þarf að ná út fyrir samgöngusamfélagið til allra tengdra greina, þar á meðal heilsugeirans, skipulags rýmis, umhverfismála, efnahagsmála og félagsmála, sem öll hafa hag af auknum og öruggari hjólreiðum. Það er líka þörf á því að stjórnmálaleiðtogar séu góðar fyrirmyndir og sjáist hjóla reglulega. 2) Þáttaka hagsmunaaðila Reynslan af þeim úrræðum sem unnið hefur verið eftir í nokkr um löndum sýnir að betri árangur næst þegar unnið er með hagsmunaaðilum frá upphafi. ECF mælir því með að á öllum stigum stjórnsýslu sé leitað til samtaka hjólreiðamanna þegar kemur að skipulagningu, innleiðingu og mati á umferðar öryggisáætlunum. 20
stigi stendur mismunandi aldurshópum barna til boða en einnig fullorðnum. Reiknað er með að árið 2012 hafi hálf milljón barna hlotið Bikeability þjálfun.
3) Að draga úr umferð einkabíla Notkun einkabíla hefur vaxið stöðugt síðustu áratugi í Evrópu. Hjá mörgum verður bíllinn sjálfkrafa fyrir valinu sem fararmáti hvort sem farið er til vinnu, skóla, að versla eða til tómstunda. Þó öryg gi notenda vélknúinna ökutækja hafi aukist fyrir tilverknað nýs öryggisbúnaðar og reglugerða þá eru þau enn meginvaldar að banaslysum meðal hjólreiðafólks eins og tölur frá Bretlandi 2005-2007 sýna. Að draga úr umferð einkabíla er í sjálfu sér mjög skilvirk aðferð til að auka umferðaröryggi.
5) Tölfræði og rannsóknir Vönduð og sambærileg gögn og tölfræði þarf að leggja til grundvallar ákvarðanatöku fyrir bættu umferðarör yg gi. Tölur um fórnarlömb í hverju landi gagnast eingöngu til að greina þróun. Eins og áður kom fram er betri mælikvarði í þessu samhengi að tengja fjölda fórnarlamba við vegalengd, fjölda ferða eða ferðatíma. Það tengir slys og dauðsföll við hegðun í umferðinni og gerir samanburð milli mismunandi samgöngumáta mögulegan. Með þessu er hægt að fylgjast með og bera saman hversu vel aðildarríkin standa sig í að fullnýta kosti „öryggis fjöldans” til meiri og öruggari hjólreiða. Burtséð frá tölfræðilegum upplýsingum er þörf á sjálfstæðum rannsóknum á orsökum slysa sem hjólreiðamenn verða fyrir, t.d. vegna blindsvæða ökumanna, hraðaaksturs, farsímanotkunar o.s.frv. Sérstök þörf er fyrir rannsóknir á orsökum og gagnsemi mismunandi búnaðar sem tengjast slysum þar sem vöruflutningabifreiðar koma við sögu.
4) Menntun og fræðsluáróðursherferðir Símenntun á sviði samgangna er mikil vægur þáttur aukins umferðaröryg gis. Bæði hjólreiðamenn og bílstjórar ættu að fá fræðslu um hvernig öruggast er að haga sér í umferðinni. Fræðsluherferðir sem beint er að hjólreiðafólki eiga ekki að „hættuvæða” hjólreiðar heldur kynna þær sem heilbrigðar og ánægjulegar og hvetja til aukinna og jafnframt öruggari hjólreiða. Skilaboð til hjólreiðamanna og bílstjóra eiga að leggja áherslu á gagnkvæman skilning og örugga nýtingu sameiginlegs göturýmis. Kennsla í hjólreiðum ætti helst að vera skyldufag í skólum fyrir börn og einnig standa fullorðnum til boða. Kennsluaðferðir eins og Brevet du cyclist/ Fietsersbrevet og Bikeability í umsjá ProVelo í Belgíu og Cycling England eru góð dæmi um verkefni sem hafa borið árangur og styrkt eru af sveitafélögum og ríkisstjórnum. Í Bikeability fer þjálfun á fyrsta stigi fram utan umferðar en annað og þriðja stig fer fram í umferð. Þjálfun á hverju
B Grunngerð gatnakerfisins Það ætti að vera lykilatriði að skapa tryggar og aðlaðandi aðstæður til hjólreiða í öllum áætlunum sem eiga að auka öryggi hjólreiðamanna. Það er grundvallaratriði að hjólreiðamenn upplifi sig velkomna í gatnakerfinu. Þetta er mikilvægt bæði fyrir raunverulegt öryggi og það öryggi sem hjólreiðamenn og verðandi hjólreiðamenn upplifa. Það sendir bílstjórum einnig þau skilaboð að þeim beri að virða hjólreiðamenn á götunum, sérstaklega við gatnamót. 10% af fjárfestingum Evrópusambandsins í gatna- og vegakerfum ætti að verja til hjólreiða. Hver nig best er að skipuleg gja og
Hræðslu-hjálmaáróður Umferðarstofu 21
www.fjallahjolaklubburinn.is
hanna hjólavænt götuumhverfi er breytilegt milli landa og veltur á atriðum eins og umferðarlögum og menningarlegum atriðum sem hafa áhrif á hegðun bílstjóra. Þó eiga eftirfarandi atriði alltaf við: •Markmið skipulagsvinnu vegna hjólreiða ætti að vera að veita hágæða umhverfi sem þjónar öllum ferðaþörfum hjólreiðamanna. Net hjólaleiða á að vera víðfeðmt, sam hangandi, öruggt, án krókaleiða og aðlaðandi. Þó á gerð vandaðra hjólaleiða ekki að tak markast við sérstakar „hjólaleiðir” því áfangastaðir hjólreiðamanna eru jafn fjöl breyttir og annarra notendahópa og dreifast um allt gatnakerfið. Því þarf markmiðið að vera að tryggja að allir áfangastaðir séu aðgengilegir á reiðhjóli og tekið sé tillit til bæði reyndra hjólreiðamanna sem og nýliða, þeirra sem eru óöruggir innan um bílaumferð og barna. Markmiðið er því að skapa öruggar og aðlaðandi aðstæður til hjólreiða um allar götur. Góðar leiðir fjarri bílaumferð, t.d. í gegnum gróðursvæði, opin rými, meðfram ám eða eftir „hjólabrautum” geta veitt reiðhjólum mikilvægt forskot á vélknúin ökutæki með því að opna þessar leiðir sem eru styttri, öruggari og meira aðlaðandi en bílstjórum standa til boða. Þó ber að líta á þær sem viðbót en ekki valkost við hönnun hjólavæns gatnakerfis. • Hjólreiðamenn hafa mestan hag af því fyrirkomulagi sem dregur úr þunga og hraða umferðar. Slíkar lausnir auka ekki aðeins umferðaröryggi hjólreiðamanna heldur einnig gangandi vegfarenda. Með því að hvetja til göngu og hjólreiða geta slíkar lausnir jafnframt haft víðtæk jákvæð áhrif til bætts heilsufars, minni mengunar, minni tafa í umferðinni og minni útblástur gróðurhúsalofttegunda og einnig jákvæð áhrif í þéttbýli á efnahagslífið, fasteignaverð og verslanarekstur. • Hvetja ætti til að hámarkshraði í þéttbýli verði almennt 30 km/klst. Í borgum sem hafa þennan hámarkshraða að jafnaði á 6585% gatnakerfisins er hærra hlutfall gangandi, Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
hjólandi og þeirra sem nota almenningsvagna auk líflegs hagkerfis og góðs umhverfis sem er bættur hagur allra. • Þegar draga á úr eða halda umferðar hraða niðri ætti að gera það með hjólavænum ráðstöfunum og/eða vandaðri hönnun götu myndar. • Lóðréttar hindranir s.s. hraðahindranir, upphækkaðir fletir og „koddar” ættu að hafa aflíðandi eða sínuslaga þversnið til að valda hjólreiðamönnum ekki óþægindum. • Forðast ber að láréttar hindranir svo sem þrengingar, útskot og miðeyjar valdi samkeppni milli hjólreiðamanna og bílstjóra um hver nái gapinu fyrst. Því ætti notkun þeirra að miðast við aðstæður þar sem þær viðhalda hægum hraða frekar en þar sem hægt er á umferð fyrst, eða þar sem hægt er að útbúa leið framhjá fyrir reiðhjól, sem ekki verður hindruð með kyrrstæðum bifreiðum. • Gatnamót ætti að hanna með þarfir hjólreiðamanna í huga. Á umferðarstýrðum gatnamótum ættu að vera hjólareitir framan við stöðvunarlínu bifreiða (e: advance stop lines) og / eða sér umferðarljós fyrir reiðhjól. Hringtorg ættu að vera með þröngri aðkomu og þröngum akreinum þar sem aðstæður leyfa. Þar sem farið er yfir hraðbrautir og aðrar götur með hraðri eða þungri umferð á fjölda akreina og við gatnamót slíkra gatna skal leitast við að bjóða upp á mislægar leiðir. • Hjólreiðar ættu almennt að vera leyfðar á göngugötum og öðrum svæðum þar sem umferð vélknúinna ökutækja eru settar hömlur. Þetta er þeim mun mikilvægara þar sem hjólreiðamönnum er annars uppálagt að fylgja umferð eftir hlykkjóttum leiðum framhjá miðbæjarsvæðum sem eru lokuð bílaumferð. Rannsóknir sýna að samspil gangandi og hjólandi umferðar við slíkar aðstæður skapar afar litla hættu því þegar margt er um manninn stíga hjólreiðamenn sjálfviljugir af hjólum sínum. • Va n d a s k a l h ö n n u n a ð b ú n a ð a r 22
fyrir reiðhjól. Hann ætti að forða því að valda samkeppni um pláss við gangandi vegfarendur, sér í lagi við strætóstöðvar og gatnamót. Breidd þeirra skal taka mið af fjölda hjólreiðamanna. Umfram allt ætti hann að viðhalda forgangi hjólreiðamanna þar sem það er mögulegt við gatnamót og forðast að auka samkeppni á slíkum stöðum. Umfram allt ætti hann að viðhalda forgangi hjólreiðamanna þar sem það er mögulegt við gatnamót og forðast að auka samkeppni á slíkum stöðum. • Við skipulagningu, rekstur og upp byggingu umferðaræða og annarra umferðar mannvirkja ætti að leitast við að hafa gott aðgengi fyrir reiðhjól og forðast að skapa hættur fyrir hjólreiðamenn eða hindranir á leið þeirra. Umferðaröryggi og aðgengi hjólreiðamanna ætti frá upphafi að vera hluti af hönnunar og skipulagsvinnu stærri vega- og gatnamannvirkja. • Skipulag og stefnumótun á viðhaldi gatna og stíga þarf að taka mið af þörfum hjólreiðamanna. Hjólreiðamenn eru hlut fallslega í meiri hættu ef holur eða aðrar ójöfnur verða á vegi þeirra því þær geta valdið mjög alvarlegum áverkum. Viðhald og tíðni eftirlits með vegum skal taka tillit til þarfa hjólreiðamanna. Meta þarf hversu alvarlegar skemmdir eru, setja tímamök varðandi útbætur, hvernig aðstæður eru skoðaðar og hvernig staðið er að hreinsun stíga utan gatnakerfisins, snjóruðningi, vetrarviðhaldi og verklagi, og einnig þarf að auðvelda almenningi að koma kvörtunum á framfæri.
slík löggjöf kom frá Rúmeníu sem bannaði öllum undir 14 ára aldri að hjóla í almenna gatnakerfinu. ECF er einnig á móti lögum sem banna hjólreiðar án reiðhjólahjálma. 1) Skyldunotkun reiðhjólahjálma á ekki að lögleiða. Stjórnmálamenn og samtök í heilsu geiranum hafa talað fyrir lögum sem skylda hjólreiðamenn til að nota reiðhjólahjálma í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra. En þetta er flóknara mál. Að setja hlífðar hjálm á höfðið skapar þau hugartengsl að hjólreiðar séu óvenju hættulegt athæfi. Þó slíkt geti átt við um keppnisíþróttir þarf það ekki að eiga við um hjólreiðar til almennra samgangna. Þegar tölfræði er skoðuð kemur í ljós að eftir því sem hjólreiðamönnum fjölgar á götum eykst öryggi þeirra jafnframt. Bílstjórar venjast veru hjólreiðamanna á götunum og þeir hafa margir reynslu af hjólreiðum sjálfir. Í ljósi þessa er ECF algjörlega á móti skyldunotkun reiðhjólahjálma og einnig á móti hræðslu og hryllings herferðum sem eiga hvetja til notkunar reiðhjólahjálma. Helstu áhrif laga sem skylda notkun reiðhjólahjálma hafa ekki verið að auka öryggi hjólreiðamanna heldur að minnka hjólreiðar og grafa þannig undan heilsuávinningi þeirra auk annara kosta hjólreiða. Við skorum því á stjórnvöld að: • Notast við hefðbundnar aðferðir til að hvetja til hjólreiða og velferðar hjólreiða manna. • Að viðurkenna að kostir hjólreiða vega margfalt þyngra en áhættan. • Að forðast að hvetja til eða skylda hjólreiðamenn til að nota reiðhjólahjálma án þess að hafa traustar sannanir fyrir því að slíkt sé gagnlegra og hagkvæmara en aðrar leiðir sem aukið geta öryggi vegfarenda. Þýðingin er óstytt á vef LHM: lhm.is og frumskjalið á vef ECF: ecf.com.
C Umferðarlög og reglur Umferðarlög ættu að endurspegla megin regluna um „meiri og öruggari hjólreiðar” sem ECF og aðildarsamtök þeirra hafa sett fram. Við gerð umferðarlaga og reglna ætti því að forðast ákvæði sem við fyrstu sýn virðast auka öryggi hjólreiðamanna en geta fælt fólk frá hjólreiðum þegar upp er staðið. Ein 23
www.fjallahjolaklubburinn.is
Hjólaferð um Vestfirði
í ágúst 2010 - Áslaug Ármannsdóttir Þátttakendur : Hjól: Oddný Eyjólfsdóttir 63ja. Gary Fisher, keypt 2003 Áslaug Ármannsdóttir 62ja Trek Navigator 100 keypt 2002 Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir 42ja Trek 820 keypt 1997 Öll hjólin yfirfarin af Bjössa í Hjólinu í Kópavogi Við vinkonurnar ákváðum síðasta vetur að fara hjólaferð um Vestfirði núna í sumar. Kveikjan að því að við ákváðum að fara yfir Breiðadalsheiði var grein sem birtist í vefriti Fjallahjólaklúbbsins. Þar var lýst hjólatúr sem farin var yfir Breiðadalsheiði sumarið 2009. Þessi vegur var aflagður 1995 þegar göngin milli Ísafjarðar og Flateyrar voru tekin í notkun. Ofangreindar þrjár konur ákváðu því að hafa Breiðadalsheiðina sem fyrstu dagleið á ferð sinni frá Ísafirði suður yfir Snæfellsnes. Mæðgurnar Áslaug og Sigrún bjuggu árum saman á Flateyri og höfðu oft farið þessa leið í bíl og þekktu því leiðina mjög vel úr bílglugga. Rétt er að taka fram að engin bilun varð á leiðinni þótt farið væri um mjög grýtta vegi og gíraskiptingar væru að stríða sumum. Taka skal fram að engin bilun varð á leiðinni þótt farið væri um mjög grýtta vegi. Fyrsti dagur: Bolungarvík - Flateyri Sunnudaginn 8. ágúst 2010 hjóluðum við þrjár af stað, ein frá Bolungarvík, önnur
Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar
frá Neðstakaupstað á Ísafirði og sú þriðja frá flugvellinum á Ísafirði áleiðis að Brjánslæk við Breiðafjörð. Fyrsti áfanginn var yfir Breiðadalsheiði eftir gamla veginum sem eins og áður sagði var aflagður 1995. Þessum vegi hefur því ekkert verið gert til góða í 15 ár . Þar hafa fallið skriður á þessum árum þannig að vegurinn er eiginlega ekkert nema grjót sem gerir þessa leið að góðri áskorun fyrir torfæruhjól. Það er allbratt upp í skarðið og gengum við næstum alla leiðina upp en létum okkur hafa það að sitja á hjólunum mest alla leiðina niður. Veðrið var yndislegt, glampandi sól og hægur andvari. Það tók okkur fjóra klukkutíma að komast yfir heiðina. Síðan hjóluðum við út á Flateyri, sjö km leið og komum á kvöldmatartíma að Sólbakka þar sem okkar beið ljúffengur kvöldverður hjá Sigrúnu Gerðu húsráðanda. Við gistum á Flateyri. Annar dagur: Flateyri - Haukadalur Næsta dag var sólskin og hafgola. Við fengum lens inn Önundarfjörð og vorum snöggar inn í Bjarnardal. Þar tók við brött og löng brekka upp Gemlufallsheiði. Vindur var stífur á móti og þetta var frekar erfitt. En þegar öll vötn féllu til Dýrafjarðar var leiðin létt alveg þar til við vorum komnar yfir Dýrafjörð. En þá blés vindur á móti okkur alveg út í Haukadal. En þar beið okkar velbúinn sumarbústaður.
Þriðji dagur: Haukadalur fyrir Nes - Hrafnseyri Þriðja daginn hjóluðum við svo fyrir Nes eins og sagt er, veginn sem Elís Kjaran lagði í tómstundum sínum frá störfum hjá Vegagerðinni. Fyrsti hluti vegarins var þokkalegur en mest alla leiðina var þetta grýttur tröllavegur. En þessi leið er einstaklega falleg og ekki spillti veðrið, logn og skýjað. Fyrst komum við í Svalvoga, síðan hjóluðum við fyrir ofan Sléttanes og í Lokinhamradal og loks fórum við fyrir Skútabjörg en þar liggur vegurinn í fjörunni undir björgunum. Við fórum fram hjá mörgum eyðibýlum á þessari leið. Og oft létum við freistast af vel þroskuðum berjum á leiðinni. Við lukum þessum degi á Hrafnseyri þar sem við geymdum hjólin til næta dags. Friðfinnur Sigurðsson frá ferðaþjónustunni Við fjörðinn á Þingeyri beið okkar á Hrafnseyri eins og um var samið og hann flutti okkur aftur í Haukadal þar sem við gistum. Fjórði dagur: Hrafnseyri - Brjánslækur Fjórða daginn ók Friðfinnur svo með okkur til baka að Hrafnseyri þar sem við hófum ferð þann daginn. Okkur gekk vel inn Borgarfjörðinn og vorum snöggar inn að Mjólká. En út fjörðinn fór að blása svolítið á móti. Svo tóku við brekkurnar upp á Dynjandisheiði. Þær voru töluvert erfiðar
og við vorum nokkuð montnar þegar við mynduðum hvor aðra vinkonurnar við skiltið þar sem stendur Dynjandisheiði 500 metrar. Þá var farið að vinda og rigna. En næsti kafli var auðveldur og við þutum áfram fram með Geirþjófsfirði en þá tóku við brekkur á ný upp í Helluskarð sem er í 490 m hæð. En eftir það var leiðin létt niður í Flókalund en þar renndum við í hlað um fimm leytið. Þar fengum við að borða og hjóluðum svo þessa sjö kílómetra leið niður að Brjánslæk þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur beið eftir okkur.
Undir Skútabjörgum
og ljúka ferðinni þennan dag og láta sækja okkur. Við hjóluðum áfram áleiðis upp Vatnaleiðina í dimmviðri og rigningu móti okkur og við urðum að ganga upp í vindinn því við komumst lítið áfram á hjólunum. Heldur vorum við svekktar því við vorum búnar að hlakka mikið til að njóta fegurðar umhverfisins og náttúrunnar á þessari leið. En það verður að bíða betri tíma. Við ákváðum að hringja eftir aðstoð en héldum áfram og í fimm klukkustundir börðumst við á móti vindinum og komumst um 20 km þennan daginn. Ég verð að viðurkenna að við vorum frekar fegnar að setjast inn í bílinn þegar bjargvætturinn birtist og komast heim um kvöldið. En núna erum við farnar að fylgjast með veðurhorfum í Helgafellssveit því við ætlum að nota fyrsta tækifæri sem gefst til að ljúka ferðinni.
Fimmti dagur: Stykkishólmur Í Stykkishólmi skildu leiðir og Sigrún fór beint suður en við hinar tvær ætluðum að hjóla á tveimur dögum í Borgarnes og ljúka þar með ferðinni. En kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða. Það var hæg gola og léttskýjað þegar við hjóluðum út úr Stykkishólmi og því virtist eins og hryssingsleg veðurspá fyrir daginn myndi ekki rætast. En Adam var ekki lengi í Paradís. Í staðinn fyrir að renna léttilega í vestur eftir sléttum vegum í Helgafellssveit blésu 14 metrar á sekúndu úr suðri á hlið þannig að við urðum að hjóla með 10° halla upp í vindinn svo við fykjum ekki út af veginum. Með þessum stífa vindi fylgdi rigningarhraglandi. Ferðin sóttist því heldur hægt og það rann upp fyrir okkur að okkar biði stíf sunnanátt með rigningu þessa tvo síðustu daga eins og spáð var. Því var það að við ákváðum að láta gott heita
Fegnar að komast inn í bíl í rokinu. Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
26
Kúfur af samviskubiti hundeigandans...
Sesselja Traustadóttir
Snati minn er voða góður íslenskur fjárhundur. Hann er líka voða glaður þegar hann fær að hreyfa sig nóg. En ég bý í Reykjavík og er oft með samviskubit yfir því að hann fái ekki nóga hreyfingu – eins og margir aðrir hundeigendur.... En Snati hjólar. Og það er stóra gleðin í lífi hundsins; út að hjóla og taka almennilega á því. Þegar Snati var lítill hvolpur setti ég hann í taum og festi í kringum stöngina neðan við sætið. Það eru líka til sérútbúnar hjólastangir sem gegna sama hlutverki, en ég þekki ekki notkun þeirra – sýnist þær samt ansi góðar en kosta slatta. Fyrstu vikurnar og mánuðina fórum við afskaplega rólega yfir og bara stuttar vegalengdir. Ég var með hjólatösku á bögglaberanum og hann fékk að hvíla sig þar eftir stuttar vegalengdir. Snati var eins árs þegar við eignuðumst Bob vagn. Snati og Bob urðu á skömmum tíma fínir félagar. Þegar Snati var orðinn 2ja
ára, átti hann auðvelt með að ferðast 20 – 30 km í taum með hjólinu, lengra ef hann gat hlaupið taumlaus – en það má ekki innan borgarmarkanna. Hann kann því vel að tylla sér á Bob og ef langar brekkur niður í móti eru framundan, getur það einmitt verið góður kostur því þá nýtist hraði reiðhjólsins umfram hlaupahraða hundsins. Snati er alltaf í ól á Bob og á það til að hreyfa sig töluvert. Hjólreiðamaðurinn finnur vel þá hreyfingu og getur hún haft áhrif á jafnvægi ökutækisins. Með því að festa ól hundsins neðan við sætisstöngina, er hjólreiðamaðurinn með báðar hendur á stýrinu og getur þar með stýrt ökutækinu betur. Litlar fótahreyfingar stýra hundinum ef hann lætur kjánalega. Snati virðist algjörlega með það á hreinu, hvoru megin við staura á leið sinni hann á að fara – en það er engu að síður skylda hjólreiðamannsins að bera þá ábyrgð og stýra hjóli sínu í samræmi við það.
27
www.fjallahjolaklubburinn.is
Kertavax í keðjuna Fjölnir Björgvinsson
Þegar kemur að viðhaldi reiðhjóla eru ekki mörg atriði sem þarf að skoða. Það helsta eru gírar, bremsur, keðja, dekk og legur (legurnar eru í sveifarásnum, nöfum og í stýrisliðnum). Þessir hlutir slitna mis mikið og líkur eru á að með góðri umhirðu á góðu hjóli lifi legurnar eigandann og rúmlega það. Klossar á diskabremsum endast betur en púðar á gjarðarbremsum og vandaður búnaður endist öllu jafna lengur en ódýr og því skiptir val á réttum eða öllu heldur viðeigandi búnaði miðað við notkun miklu máli. Á fyrsta fjallahjólinu mínu voru nokkuð vandaðar gjarðabremsur en mér fannst ég samt alltaf vera annað hvort að stilla þær eða skipta um púða. Og svo kom að því að ég kláraði afturgjörðina og framgjörðin var líka langt komin. En í stað þess að skipta um gjarðarhringina og halda áfram, skipti ég yfir í
Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
diskabremsusett. Sú breyting varð á að í stað þess að stilla mjög oft og skipta um púða á að minnsta kosti 1000 km fresti eru komir núna um fimm þúsund kílómetrar sem ég hef ekki einu sinni þurft að stilla nýju bremsurnar. Sá hlutur sem slitnar næst mest er drifið; keðjan, skiptarnir og tannhjólin, sérstaklega sé hjólað í mikilli bleytu, drullu og/eða snjó og ekki bætir ef snjórinn er saltaður líkt og venjan er á veturna á höfuðborgarsvæðinu. Slitsterkari búnaður eru svokölluð lokuð drif. En þá eru gírarnir innbyggðir í afturnafið í stað þess að hafa þá utanáliggjandi eins og á sporskiptum sem eru núna algengastir. Til eru keðjuhlífar fyrir lokuð drif enda er keðjan alltaf á sama stað og aðeins tvö tannhjól (eitt að framan og annað að aftan). Ég hef enn ekki séð keðjuhlíf fyrir sporskipti enda yrði hún sennilega mjög stór og klunnaleg þar sem
28
tannhjólin eru mörg og keðjan aldrei á sama stað. Ef við pössum ekki að smyrja keðjuna vel og reglulega fer hún að slíta tannhjólunum óeðlilega. En það orsakast af því að þegar keðjan slitnar, þá slitnar hún innanfrá og hlekkirnir lengjast, þegar það gerist þá passa hlekkirnir ekki lengur á tennur tannhjólanna svo til verður núningur þar á milli. Rétt er að smyrja keðjuna oft með þunnri keðjuolíu. Teflon olía sem freyðir er mjög góð bæði þar sem hún nær vel inn í keðjuna og smyr vel. Rangt er að nota koppafeiti eða þykka olíu vegna þess að slík smurefni safna í sig sandi og óhreinindum sem virka eins og slípiefni á keðju og tannhjól og gera því illt verra, jafnvel þó að keðjuhlíf verji búnaðinn. Samt er allt betra en að hafa keðjuna svo þurra að hún ískri – jafnvel matarolía, lýsi eða smjör er betra en ekki neitt. Fyrir nokkru gerði ég tilraun með að nota kertavax til að verja keðjuna. Það kom á óvart hvað það virist virka vel og lengi en brasið, subbuskapurinn og vinnan við það fær mann til að efast um hvort það borgi sig. En svona fór ég að: ég tók útikerti þar sem mér fannst vaxið í þeim feitara. Það var í hentugri málmdós sem ég setti einfaldlega á eldavélarhellu á lágan hita í smá stund. Þegar allt vaxið var bráðið veiddi ég kveikinn uppúr og setti keðjuna hreina, þurra og upprúllaða varlega ofaní. Í smá stund á eftir komu litlar loftbólur út úr hlekkjunum. Þegar þær hættu
að koma notaði ég vír til að veiða keðjuendann uppúr og lét hanga yfir pottinum til að það mesta gæti lekið af keðjunni. Svo þegar hún kólnaði varð hún stíf eins og prik og ég fór að efast um að þetta væri sniðugt. Með smá brasi og átökum þræddi ég stífa keðjuna upp í gegnum skiptinn og á sinn stað, setti keðjulásinn saman og snéri. Þetta var stíft í kannski 5 hringi og varð þá ljúft og liðugt á ný. Með þetta svona hjólaði ég nokkur hundruð kílómetra í snjó og saltslabbi á eftir án þess að gera nokkuð. Svo smurði ég seint og um síðir með keðjuolíu þegar kom smá ískur. Mér fannst líða lengur á milli þess sem ég smurði fyrst á eftir og er það kenning mín að vaxið haldi olíunni betur inni í keðjunni og óhreinindunum úti. Ég verð þó að vara við að það er varasamt að bræða vax á þennan hátt og auðvelt að brenna sig. Keðjan verður líka að vera þurr og hrein til að minnka líkur á vatns-sprengingu ofaní vaxinu sem getur skvettst yfir mann. Þessi tilraun var ekki vísindaleg og engar mælingar né skráningar gerðar um smurningar eða tegundir olía á eftir enda einungis til gamans gert. Ég veit ekki hvort ég mæli með þessu fyrir hvern sem er, en ég á eftir að gera þetta aftur í vetur til að verja mína keðju. Einfaldast er að smyrja oft og reglulega með þunnri keðjuolíu helst með tefloni í sem freyðir. Prolog SPL100 hefur líka reynst vel.
29
www.fjallahjolaklubburinn.is
Árið í Hjólafærni á Íslandi
Sesselja Traustadóttir
en við vorum búin undir. En mikil reynsla og mikið gaman! Svo fékk HFÍ Foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir framtakið. Það var líka ánægjulegt.
Síðastliðið skólaár tók greinarhöfundur ársleyfi úr hefðbundinni kennslu við grunnskóla til þess að hjólavæða Ísland í nafni Hjólafærni á Íslandi (HFÍ). HFÍ er fræðasetur um hjólreiðar og hefur að markmiði að miðla fræðslu og þekkingu um allt er að reiðhjólum lýtur til þeirra er þess óska.
Hjólaðu hringinn var annað ævintýri sem ýtt var úr vör í samvinnu HFÍ og SEEDS. Unnið er að merkingu hjólaleiða út frá þéttbýliskjörnum á Íslandi og voru nokkrir bæir á Suðurlandi heimsóttir í sumar með það í huga. Til landsins komu nokkrir ungir Evrópubúar sem prófuðu hjólaleiðir og framundan er að efla samvinnu við fleiri aðila Þetta verkefni er stórt og viðamikið og hefst aðeins með góðri samvinnu margra aðila.
Bláfjallaævintýrin – Samstarf við Seeds Eitt það alskemmtilegasta og ótrúleg asta sem g erðist á liðnu starfsári vor u Bláfjallaævintýrin. Með sérlegum stuðningi SEEDS; Mörtu, Kerly og hinum sjálfboðaliðunum auk samstarfs við ótal aðila og með styrkjum frá Orkusjóði, Velferðarsjóði barna og Reykjavík, var öllum grunnskólum á Höfuðborgarsvæðinu boðið að koma með í hjólandi skálaferð í Bláfjöll. Rétt um 40 km leið á blönduðu undirlagi um stíga borgarinnar, Heiðmörkina og síðustu 10 km í óbyggðum Bláfjalla; oftast í brjáluðu veðri! Í allt urðu ferðirnar 4 og var þá komið nóg fyrir flesta er að ferðunum stóðu Þetta reyndist margfalt þyngra fyrir hina ungu æsku
Dr. Bæk hefur haft í nógu að snúast. Um borg og bý eru ótal döpur reiðhjól sem þarfnast aðhlynningar og skoðunar Doktorsins. Hann leiðbeinir eigendum um reglulegt viðhald og gott ástand reiðhjólsins og það eru margir tilbúnir að leggjaeyrun við. Foreldrafélög, grunnskólar, vinnustaðir og sveitarfélög leita eftir skoðunar vottun hans. Öllum stærri viðgerðum vísar hann á starfandi hjólaverkstæði. Í Samgönguvikunni í haust var hann rækilega kynntur í fréttatímum beg gja sjónvarpsstöðvanna eftir hjóla skoðun í miðbænum í boði Umhverfissviðs Reykjavíkur. Fyrirlestrar hafa verið vinsælir um land allt. Í samvinnu við ÍSÍ var HFÍ með fyrirlestra á Akureyri, Ísafjirði og víðar. Fræðsluyfirvöld
Hjólhesturinn 3. tölublað. 19. árgangur
30
umferðamála hafa hlustað á boðskap HFÍ með opnum eyrum, fjölmörg starfsmannafélög fengu fyrirlestur á meðan Hjólað í vinnuna stóð yfir í vor en fyrirlestur ársins var án nokkurs vafa í MK á umhverfisdögum í okt. 2010. Þá gafst loksins tækifæri til þess að hitta hluta týndu kynslóðar hjólreiða á Íslandi. Fullur salur unglinga í menntaskóla tók þátt í samtali um samgönguhjólreiðar. Gríðarlega frjó og skemmtileg umræða; áfram Ísland!
markvissa leiðsögn HFÍ um ökutækið reiðhjól og stöðu þess í samvinnu við gangandi umferð, dekkjaviðgerðir, viðhald bremsu og gíra og enda á því að læra stöðu reiðhjólsins í rólegri umferð á götunni. Einnig er gert ráð fyrir árlegum hjóladegi fyrir alla nemendur skólans á vorin. Í skólanum eru rúmlega 300 nemendur og á góðum degi er yfir 160 reiðhjólum lagt í hjólastæði skólans. Framtíðin er óskrifað blað en nóg eru verkefnin fyrir HFÍ til framtíðar. Ótal samtöl og fundir í ráðuneytum og við sveitarfélög eins og verið hefur á liðnum misserum eru líklegri en ekki að breyta einhverju í viðmóti og viðhorfi til hjólreiða í samfélaginu. Samvinna við LHM og ÍFHK er mikilvæg forsenda framhaldslífs HFÍ. Það er eins og vor hjólreiðanna sé liðið, við erum komin inn í sumarið og hjólreiðamanna er óskað í umferðina. Til hamingju Ísland!
Kennsla Fossvogsskóli er einn grunnskóla á Íslandi sem hefur 4 kennslustundir yfir skólaveturinn í eflingu hjólreiða sem skyldunám fyrir alla nemendur í 6. og 7. bekk.. Nemendur þar fá
31
www.fjallahjolaklubburinn.is
Alltaf ljós Engar rafhlöður
Ekkert viðnám
Reelight eru gríðarlega sniðug reiðhjólaljós sem hafa sjálfbæra orkuframleiðslu. Ljósin blikka alltaf þegar að hjólað er og blikka í 2 mínútur eftir að þú stoppar. Reelight eru umhverfisvæn og nota ekki rafhlöður, þau framleiða sína orku sjálf með seglum sem eru festir á teinana (hrein spanorka). Ljósin eru fest á hjólið og það er alltaf kveikt á þeim sem eykur öruggi þitt í umferðinni í birtu og myrkri.
WWW.GAP.IS