FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 23. árg. mars 2014 - Frítt
Klúbburinn í 25 ár Skrúðreið um Reykjavík og skrautlegt fólk Alþjóðlegt samstarf - EuroVelo - VeloCity Pistlar og ferðasögur: Hörmungartúrismi / Vestfirðir Berlín - Mílanó / Bláalónskeppnin / Sveitir Taílands Reiðhjólið sem samgöngutæki - reynslusögur
Ekki bara fjallahjól Páll Guðjónsson
Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) var stofnaður í þjóðgarðinum í Skaftafelli 5. júlí 1989 og hefur því starfað í aldarfjórðung á þessu ári. Stofnendur og félagsmenn ÍFHK voru um margt frumkvöðlar í ferðamennsku á reiðhjólum við íslenskar aðstæður. Fjallahjólin voru ný á þessum tíma og auðvelduðu bæði ferðir um fjöll og firnindi en líka ferðir í borgum því á þessum tíma voru flágar sjaldséðir á gangstéttum. Það var því kannski eðlilegt að kenna hinn nýstofnaða klúbb við það farartæki enda varð fjallahjólið fljótlega allsráðandi á markaðinum hérlendis. Af og til hefur komið til tals að breyta nafninu en ávallt verið ákveðið að halda í þetta gamalgróna og þekkta nafn. Sögu klúbbsins má lesa á vef klúbbsins og raunar líka sögu hjólreiða á Íslandi frá upphafi. En það eru ekki bara fjöllin sem kalla. Klúbburinn samanstendur af breiðum hópi fólks sem hefur hjólreiðamenningu að áhugam áli, vill auka veg reiðhjólsins sem samgöngutækis og vinnur að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. Markmiðið er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móður náttúru, takast á við hana, skilja hana og virða. Heimasíða klúbbsins opnaði um páskana 1997 og hefur elfst með hverju árinu og má þar lesa alls kyns fróðleik, ferðasögur og tæknigreinar. Erlendir ferðamenn víðsvegar að sem hyggjast ferðast um Ísland undir eigin afli sækja sér fróðleik þangað. Í árdaga klúbbsins fengum við fyrirspurnir erlendis frá ýmist bréflega eða í gegnum faxtæki klúbbsins og sparaði heimasíðan okkur ómældan tíma við bréfaskriftir og faxsendingar.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK, telur nú 23 árganga og hefur ávallt verið mikilvægur miðill til að kynna starfsemina, baráttumálin og fræða. Fyrstu árin var eina aðstaða ÍFHK lítill fataskápur í Þróttheimum þar sem við hittumst mánaðarlega. Mikil bylting varð í starfsemi klúbbsins þegar við fengum inni í leiguhúsnæði að Austurbugt 2 þar sem við gátum hist vikulega, komið upp smá viðgerðaraðstöðu og lagt grunn að bóka- og blaðasafni. Það húsnæði þurfti svo að víkja fyrir Hörpunni og upphófst þá löng og ströng leit að nýju húsnæði. Núverandi klúbbhús að Brekkustíg 2 fengum við afhent rétt svo fokhelt 25. mars 1999. Það þurfti töluvert átak til að koma húsinu í stand og lögðu margir til hjálparhönd. Fram að aldamótunum síðustu var Fjallahjólaklúbburinn ötull málsvari hjólandi fólks gagnvart stjórnvöldum með umsögnum, ráðstefnuhaldi og ýmisskonar fræðslustarfi. Með tilkomu Landssamtaka hjólreiðamanna sem ÍFHK er aðili að færðist mikið af þeirri starfsemi undir þann hatt og eru fulltrúar ÍFHK mjög virkir í starfsemi LHM. Frá 1994 höfum við verið með byrjenda vænar hjólaferðir um borgina á sumrin og undanfarna vetur hefur LHM starfrækt svipað verkefni. 2010 störtuðum við svo byrjendavænu samstarfsverkefni ÍFHK og LHM sem kallast hjólreiðar.is og er ætlað að vinna að megintilgangi beggja samtakanna; að auka hjólreiðar. Auk vefsins höfum við gefið út og dreift hátt í 30 þúsund bæklingum með fræðslu og hvatningarefni. Starfsemin hefur því sjaldan verið öflugri en nú. 2
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús flest fimmtudagskvöld frá kl. 20, alltaf eitthvað í gangi. Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 23. árgangur, mars 2014 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíða:: Páll Guðjónsson Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins
Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félagsmönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félags skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmyndavörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðaf ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Landssamtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hjóla mönnum eru jafnframt í LHM.
© 2014 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.
Félagsgjaldið er aðeins 2000 kr. 3000 kr. fyrir fjölskyldur og 1000 kr. fyrir yngri en 18 ára. Það er auðvelt að ganga í klúbbinn. Kíkið á vefinn okkar, fyllið út formið og sendið okkur staðfestingu á borgun úr heimabankanum. 33
Skemmtileg skrúðreið Páll Guðjónsson
Ef þú labbar rólega milli staða ættir þú ekki að koma á áfangastað í svitakófi líkt og þú hefðir hlaupið alla leiðina. Það sama á við þegar farið er á milli staða á reiðhjóli, það þarf enginn að koma kófsveittur á áfangastað. Þeir sem ekki eru vanir að nota reiðhjólið sem venjulegt farartæki mikla það mikið fyrir sér og halda að eitthvað sé athugavert við að hjóla öðruvísi klæddur en keppnisfólk. Vissulega þarf sérbúnað þegar æft er og keppt, eða ferðast enda er þá er setið á hjólinu tímunum saman. En venjulegur fatnaður nýtist fyllilega hvort sem gengið er eða hjólað á milli staða. Þetta eru æ fleiri að uppgvötva, eins merkilega og það kann að hljóma. Þegar öllu er á botninn hvolft er nefnilega ekkert merkilegt við það að hjóla. Það er ósköp hversdagslegt athæfi sem þó sparar okkur mikinn pening, hressir okkur og kætir og kemur okkur hraðast yfir á styttri leiðum.
Tweed Ride Reykjavík heitir skrúðreið hjólandi sem fer fram árlega í sumarbyrjun og er skipulögð af félögunum í Reiðhjóla verzluninni Berlin. Þar er þessum einfalda sannleik fagnað með glæsilegri skrúðr eið prúðbúins fólks sem hjólar í léttum gír um miðbæinn og tekur góða pásu með lautar ferðarstemningu. Að lokum eru svo veittar viðurkenningar en ekki fyrir að hjóla hraðast heldur fyrir glæsileika fólks og farartækja. Eins og sjá má á forsíðumyndinni og myndinni hér fyrir ofan, sem tekin er á Snorrabraut, erum við langt komin í því að ná hjólamenningunni upp á sambærilegt stig og gerist í hjólavænum borgum Evrópu. Næsta Tweed Ride er áætlað laugardaginn 7. júní. Skráið ykkur endilega á póstlistann okkar á forsíðu heimasíðu klúbbsins til að fá tilkynningar um hvað er á döfinni því oft eru viðburðir skipulagðir með stuttum fyrirvara.
4
Ferðalög Fjallahjólaklúbbsins 2014 Ferðanefnd
10-11 maí - Eurovision - Nesjavellir Þessi rótgróna ferð verður endurtekin, nema nú er hjólað niður að Úlfljótsvatni á laugardegi, 50 km leið frá Reykjavík, Nesjavallaleið, upp að Henglinum, niður að Þingvallavatni og að Úlfljótsvatni, þar sem gist verður í bústöðum með heitum potti. Hjóluð sama leið til baka á sunnudeginum.
26-27 júlí Hólaskógur - Þjórsárdalur Lagt af stað á laugardagsmorgni og hjólaður 30 km hringur í Þjórsárdalnum, á grófum línuvegum og í gegn um skóginn. Keyrt í Hólaskóg þar sem gist verður í skála. Á sunnudeginum verður hjólað í Gjána og svo í kringum Skeljafell aftur að Hólaskógi. Fremur léttar dagsferðir um malarvegi og skógarstíga.
13-15 júní - Snæfellsnes Hjólaðar verða tvær dagleiðir, Vatnaleiðin annan daginn og léttari dagleið hinn. Gist á tjaldsvæðinu við Stykkishólm eða innivið ef fólki lýst betur á það. Farið í sund eftir átökin á laugardegi.
22-24 ágúst - Afmælisóvissuferð Fjallahjólaklúbburinn verður 25 ára á þessu ári. Til að fagna því verður hjólað eitthvert um hálendið, gist í skála, dót trússað og knapar og hjól ferjuð áleiðis en að öðru leiti er ferðin óráðin.
21 júní Reykjadalur - dagsferð Ekið áleiðis upp á heiði, þaðan hjólað niður að Hveragerði með viðkomu í heitum læk. Komið við á kaffihúsi í Hveragerði áður en ökutækin verða sótt. Erfiðleikastig 6, ferðatími 6 klst.
20-21 sept. Þórsmörk Haustlitaferð Vegna mikilla vinsælda verður farið aftur í Merkurtúr. Hjólað inn að Þórsmörk og gist í Básum í skála Útivistar. Grófur malarvegur og nokkrar ár sem þarf að vaða. Farangur verður trússaður inn í Bása.
Mynd úr haustlitaferð 2013 Ólafur Rafnar Ólafsson
5
Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins Ég ætlaði varla að þora að mæta í mína fyrstu þriðjudagskvöldferð. Ég hélt að allir í Fjallahjólaklúbbnum hlytu að vera í þrusufor mi, á eðalhjólum og spandexklæddir frá toppi til táar. Verandi miðaldra, gigtveik, allt of þung kona, á ódýru byggingavöruverslunarhjóli hafði ég áhyggjur af því að ég ætti ekkert erindi í þennan félagsskap. Ég byrjaði að hjóla af því ég var ekki göngufær lengur sökum ofþyngdar. Framundan var utanlandsferð með gönguklúbbnum mínum og ég var ekki í neinu formi til að taka þátt. Ég setti mér það markmið um vorið að koma mér í betra form með því að synda daglega og hjóla til vinnu svo ég þyrfti ekki að hanga ein á barnum á meðan göngufélagar mínir spændu sprækir upp um fjöll og firnindi. Þetta heppnaðist ljómandi vel, ég var allt önnur manneskja um haustið og plumaði mig vel í gönguferðinni, svo ég ákvað að taka dæmið lengra og hjóla um veturinn og komast í enn betra form. Ég rakst á Fjallahjólaklúbbinn á netinu og heillaðist af starfseminni, sérstaklega því að allt starf er þar unnið í sjálfboðavinnu.
Kíktu með í ferð með okkur Hrönn Harðardóttir Eftir tvö ár var ég búin að missa fullt af kílóum og heilsan orðin allt önnur og betri. Sunnudagskvöldum hafði ég eytt í að flokka lyf fyrir vikuna; sykursýki, of hátt kólesterol, of hár blóðþrýstingur, gigtar og taugaverkir, en nú hef ég náð að losa mig við nánast öll lyf og er í langtum betra formi í dag, 49 ára gömul, heldur en þegar ég var 39 ára. Sunnudagskvöldunum get ég nú eytt við hjólreiðar eða aðra skemmtilegri iðju en flokka og raða töflum ofan í pillubox. Víkjum aftur að þriðjudagskvöldferðunum. Ég var búin að skoða myndir á heimasíðu klúbbsins og sjá að fólkið sem var að hjóla var af öllum stærðum og gerðum og klæðnaðurinn með ýmsu móti. Sumir í gallabuxum, aðrir í pilsi, og svo vissulega einhverjir sem mæta í spandex. Það gerði ég. Var sú sem var í þrengsta spandexinu það kvöldið. Hjóluðum í gegnum Foss vogsdalinn, vestur í bæ í vöfflukaffi í Klúbb húsinu. Sérlega ánægjuleg kvöldstund í góðum félagsskap. Ég þekkti engan, en fólk með sameiginleg áhugamál er fljótt að kynnast og í dag er ég einn af fararstjórum
6
þriðjudagskvöldferðanna. Þó ég hafi búið á höfuðborgarsvæðinu í tæp 30 ár, þá voru margar perlur sem ég hafði aldrei skoðað. Hefur þú komið í Kópavogsdalinn? Hjólað í gegnum hraunið á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar? Farið í fótabað á Seltjarnarnesi? Veist þú hvar Norðlingaholt er eða hvernig eigi að komast aftur út úr því? Hver hefur ekki komið í Elliðaárdalinn eða hjólað upp Öskuhlíð að Perlunni? Hvernig kemst ég upp í Heiðmörk á hjóli? Hvar er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn? Jú, þar hittumst við við aðalinnganginn kl.19:30 á hverjum þriðjudegi frá byrjun maí og hjólum saman, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með öruggum hætti. Skipulagið er með þeim hætti að veður, vindátt, færni og óskir þátttakenda ráða því hvert er hjólað hverju sinni. Þriðja fimmtudag í mánuði er lengri ferð, þá má búast við að allt kvöldið fari í túrinn; í Hafnarfjörð, upp í Heiðmörk, út í Viðey, kannski kíkt í kaffi á
2007 - 2013 Bessastöðum eða óvænt óvissuferð. Stundum er farið á kaffihús, við höfum farið í sjósund, endað í ísbúð eða á hamborgarabúllu. Bara allt eftir því hvernig stemmingin er hverju sinni. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna. Þá hafa yngri börn komið með á tengihjólum eða þar til gerðum barnastólum. Er ekki tími til kominn að dusta rykið af reiðhjólinu sem er búið að standa allt of lengi úti í bílskúr og koma með okkur eitthvert kvöldið?
7
Velo-City ráðstefnan Árni Davíðsson
Velo-city ráðstefnurnar eru haldnar af Hjólreiðasamtökum Evrópu, ECF, sem Landssamtök hjólreiðamanna eru aðili að. Þetta eru stærstu hjólaráðstefnur sem haldnar eru í heiminum árlega til skiptis í Evrópu eða í annarri heimsálfu. Þegar hún er utan Evrópu er hún kölluð Velo-city global. Þær borgir sem vilja standa framarlega í hjólreiðum og vera hip og kúl keppast um að fá ráðstefnuna til sín. Að jafnaði hafa fáir íslendingar sótt þessar ráðstefnur í gegnum tíðina, oftast einn eða engin. Árið 2013 var ráðstefnan haldin í Vínar borg og brá svo við að ekki færri en fjórir íslendingar sóttu hana og er það sennilega til merkis um vaxandi gengi hjólreiða í landinu. Þeir sem fóru voru undirritaður, formaður Landss amtaka hjólreiðamanna, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá EFLU verkfræðistofu, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í Reykjavík og Rúnar Pálmason blaðamaður á Morgunblaðinu. Gísli flutti erindi á
ráðstefnunni fyrir fullum sal af fólki um vöxt hjólreiða á Íslandi. Rúnar skrifaði margar greinar um ráð stefnuna og Vín af ýmsum toga. Mjög áhuga vert var að lesa viðtal hans við Lenore Skenazy “verstu mömmu Bandaríkjanna” sem varaði við ofverndun barna en hún flutti erindi á ráðstefnunni. http://goo.gl/Y13Mh2 Ráðstefnan var haldinn í gömlu ráðhúsi Vínarborgar og var sem fyrr segir mjög stór, dagskráin margþætt og útilokað að sitja alla fyrirlestra og málstofur enda dagskráin um fjórföld á hverjum tíma og náði frá morgni fram á kvöld í fjóra daga. Ég reyndi að sigta úr og lagði mesta áherslu á að sjá og heyra um hjólreiðakennslu og gerð innviða fyrir reiðhjól en ýmislegt fleira slæddist með. Mikið af glærum úr erindum má skoða á netinu undir “Presentations”. http://velo-city2013.com/?page_id=6241
Gísli Marteinn og Guðbjörg Lilja
Hjólandi viðskiptavinir velkomnir 8
Einstefnugata sem má hjóla í báðar áttir
Hjólað yfir Dóná
Þá hjólaði ég víða um borgina og skoðaði og myndaði mikið af þeim hjólastígum sem hafa verið lagðir af krafti í borginni undanfarin ár. Hjólastígarnir voru misjafnir að gæðum. Greiðustu leiðirnar liggja eftir skurðum og árfarvegum en einnig voru sum hverfi byggð með breiðum og góðum stígum. Annarstaðar og þá víða í miðborginni var plássið lítið og hjólastígarnir ekki eins öruggir fyrir vikið. Hjólreiðarnar um borgina eru þó almennt mjög þægilegar og henta öllum sem hjóla nema helst óþægilegar leiðir á götum miðborgarinnar. Athyglisvert var að á mörgum götum voru hjólreiðar leyfðar gegn einstefnu. Félagslífið á svona ráðstefnu er kapítuli útaf fyrir sig. Í öllum kaffi og matartímum hitti maður hjólavini frá öllum heimsálfum og spjallaði ég við þá um hjólreiðar og aðstæður til hjólreiða í þeim löndum sem þeir komu frá og sagði frá íslenskum aðstæðum. Þýskumælandi fólk var fjölmennt á
ráðstefnunni í þetta sinn en fólk kom allstaðar að. Ástralir voru nokkuð fjölmennir enda verður ráðstefnan 2014 haldinn í Adelaide í Ástralíu 27.-30. maí. http://www.velo-city2014.com/ Hápunktur ráðstefnunnar var kannski hópferð um götur borgarinnar og yfir Dóná þar sem mörg þúsund manns hjóluðu saman í blíðskaparveðri og endaði í garði þar sem voru tónleikar í kvöldsól og 20 stiga hita. Ráðstefnunni lauk hjá mér á föstudags eftirmiðdegi með hjólaferð um borgina þar sem kynntir voru hjólastígar og lausnir í vesturhluta borgarinnar. Þar var meðal annars hjólastígur í þurrum árfarvegi en hann lokast þegar flóð eru í ánni en nýtist vel sem bein og greið leið mestan hluta ársins. Einnig var skoðuð læst hjólageymsla við brautarstöð sem Dönum í hópnum leist vel á og svo var farið með hjólið í neðanjarðarlest til baka. Auðvelt var að taka reiðhjól í járnbrautarlestir og neðanjarðarlestir.
Hjólareinar vel merktar 9
Fréttapunktar
Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson og fl. hjóla einhvern tímann yfir árið og hafa því haft aðgang að eða átt reiðhjól. Leiða má líkum að því að reiðhjólaeign sé mjög almenn á Íslandi og líklega eiga um 60-70% landsmanna reiðhjól sem er hátt hlutfall i alþjóðlegu samhengi. Starfsmenn hjólreiðaverslana segja líka að mun meira sé að gera í viðgerðum á hjólum og mun meira seljist af varahlutum sem skipta þarf um við slit og notkun. Ákveðinn óvissa er um innflutning á mismunandi tegundum af hjólum knúnum rafmagni vegna ónákvæmni í tollskrá. Út frá meðalverði tækjanna (hægra graf) má þó leiða líkum að því að á árunum 2004-2007 hafi langmest verið um að ræða rafknúin hjólabretti og hlaupahjól, sem voru vinsæl þá. Á þeim árum voru líklega flutt inn samtals um 10.000 rafknúin hlaupahjól og hjólabretti. Lítið sést af þessum tækjum í dag. Út frá meðalverði á árunum 2010 til 2013 má ætla að flest rafknúin hjól sem voru flutt inn hafi verið svo kallaðar rafskutlur (vespur) en líklega einnig eitthvað af reiðhjólum með hjálparrafmótor. Innflutningur þessi ár nam samtals um 3.000 stk. Hér eru ótalin þau reiðhjól sem var breytt innanlands með því að setja í þau hjálparmótor. Nánar: goo.gl/G0IMeh -ÁD
Innflutningur reiðhjóla LHM hefur tekið saman tölur yfir inn flutning á reiðhjólum og bílum samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Einnig var skoðaður innflutningur á ýmiskonar rafmagnsfarartækjum eins og hægt var miðað við upplýsingar í tollskrá. Í flokknum reiðhjól eru líklega einnig hlaupahjól. Í tollskrá yfir ýmiskonar rafhjól eru sennilega hjólabretti, hlaupahjól, reiðhjól, skutlur og vélhjól knúin rafmagni. Á 15 ára tímabili voru flutt inn 283.067 reiðhjól og 172.306 fólksbílar þar af voru á síðustu 10 árum flutt inn 203.218 reiðhjól og 114.074 fólksbílar (vinstra graf). Eftir hrun árið 2009 hrynur innflutningur fólksbíla niður í um 2.500 bíla á ári en innflutningur á reiðhjólum minnkar um tæplega helming í um 15.000 stk. á ári. Íbúafjöldi Íslands 1. desember 2013 var um 325.000 manns og hafa því á sl. 10 árum verið flutt inn reiðhjól fyrir um 62% af íbúum landsins árið 2013. Vitað er að hjólreiðar hafa tvö- til þre faldast frá 2008 til 2011 og því gæti það komið á óvart að sala á reiðhjólum hefur staðið í stað frá hruni. Sennilega má skýra það með því að flestir sem tóku upp reglubundnar hjólreiðar eftir hrun áttu hjól fyrir og hjóluðu endrum og sinnum. Í ferðavenjukönnun 2011 sögðust enda um 61% íbúa höfuðborgarsvæðisins
Til vinstri: Innflutningur frá 1999 til 2013 á ■ reiðhjólum og ■ fólksbílum auk rafknúinna farartækja af ýmsu tagi eins og ■ hjólabretta/hlaupahjóla og ■ rafskutlna / rafreiðhjóla. Til hægri: Meðalverð árin 1999 til 2013 (Cif. meðalverð á tæki á hafnarbakka komið til landsins kr.) á ■ reiðhjólum og ■ rafknúnum hjólabrettum/hlaupahjólum og ■ rafskutlum/ rafreiðhjólum.
Innflutningur frá 1999 til 2013 30.000
Reiðhjól stk. Fólksbílar stk.
25.000
Vélknúin hlaupahjól/hjólabretti stk. 20.000
Rafskutlur (rafmagnsvespur) stk. 15.000
10.000
5.000
3442
3138
1861
1578
345
0
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
687
2011
999
2012
1184
2013
10
Nýtt 2013
Áætlað í Reykjavík 2014
Nýir stígar á höfuðborgarsvæðinu Undanfarin misseri hafa verið góð fyrir þá sem vilja hjóla á stígum í kyrrlátu umhverfi fjær umferð og í raun fyrir alla sem vilja komast á milli staða á höfuðborgarsvæðinu gangandi og hjólandi. Lokið hefur verið við marga stíga og fleiri eru á teikniborðinu. Á myndinni fyrir ofan eru nýir stígar rauðmerktir á uppdrátt af höfuðb orgar svæðinu. Eldri stígar, sem þeir nýju tengja saman, eru ekki sýndir. Flestir stíganna er u blandaðir stígar fyrir gangandi og hjólandi en sérstakir hjólastígar eru nú tveir. Annar frá Ægisíðu eftir Fossvogi inn í Elliðaárdal. Hinn nær meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut frá Katrínartúni og að nýju brúnum yfir Elliðaárnar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virk en Vegagerðin hefur greitt helming af kostnaði við gerð flestra þessara stíga. Fyllt hefur verið í áberandi eyður í stígakerfinu t.d. meðfram
Vesturlandsvegi og meðfram Reykjanesbraut. Kort af stígum á höfuðborgarsvæðinu má annars finna á netsíðum sveitarfélaganna eða útprentað á bæjarskrifstofum eða hjá umhverfissviðum sveitarfélaganna, nú eða í klúbbhúsinu. -ÁD Í febrúar var svo samþykkt áætlun um að leggja nýja hjólastíga í Reykjavík 2014 og endurbæta eldri fyrir um hálfan milljarð. -PG Samgöngusamningar gera öllum gott Um helmingur starfsmanna ÁTVR hefur skrifað undir samgöngusamninga sem skila sér margfalt tilbaka, ekki bara í bættu heilsufari og betri líðan starfsmanna, heldur fylgir þeim líka fjárhagslegur ávinningur fyrir alla. Starfsmenn fá 7000 kr. skattfrjálst mánaðarlega og heilsu þeirra hefur farið svo fram að fækkun veikindadaga jafngildir sex starfsmannagildum fyrir fyrirtækið. Einnig hefur dregið úr reykingum og offitu starfsfólks, kólesteról hefur lækkað og starfsmönnum með of háan blóðþrýsting hefur fækkað um rúmlega 60 prósent. Þetta og fleira kom fram í frétt RÚV um áhrif samgöngusamninga. Á vef LHM má lesa samantekt um slíka samgöngusamninga og nálgast uppkast að einum slíkum til að auðvelda fólki vinnuna ef það vill innleiða slíka samninga á sínum vinnustað. Nánar: goo.gl/kwGi0W -PG
Meðalverð innfluttra reiðhjóla og rafskutlna frá 1999 til 2013 90,0 80,0
Reiðhjól Cif verð þús kr.
70,0
Vélknúin hlaupahjól/hjólabretti Cif. verð þús. kr. Rafskutlur Cif. verð þús. kr.
60,0 50,0 40,0 30,0 20,0 10,0 0,0
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
11
14,0
Hlutfall sem hjólar %
Hlutdeild hjólreiða Hjólreiðar hafa aukist mikið undanfarin ár eins og menn hafa orðið varir við en mikilvægt er að upplýsingar séu til um breytingar á vali fólks á ferðamátum og að hægt sé að bera saman upplýsingar milli tímabila. Ýmiskonar gögnum hefur verið safnað um ferðamáta fólks svo sem skoðanakannanir, ferðavenju kannanir og talningar. Allar þessar upplýsingar staðfesta breytingar á ferðavenjum á höfuð borgarsvæðinu þó þær séu gerðar með ýmsum hætti og gefi mismunandi upplýsingar. Það sem gefur besta mynd af aukningu hjólreiða eru skoðanakannanir sem Reykjavíkurborg hefur látið gera í um 10 ár í okt. - des. Hér eru niðurstöður úr þeim teknar saman. Í skoðanakönnunum hefur verið spurt: „Með hvaða hætti ferðast þú að jafnaði til vinnu eða skóla á morgnana?“ Fram til ársins 2010 voru 17 ára og eldri spurðir en frá og með 2011 eru 18 ára og eldri spurðir. Vikmörk fyrir hjólreiðasvar hafa verið á bilinu +/- 1,1 til 1,7. Spurt er síðla hausts svo veður á könnunartímabilinu getur sennilega haft einhver áhrif á svör milli ára þó það sé ekki í sama mæli og áhrifin á hjólreiðar barna, sem leggjast nánast af yfir vetrartímann ef veðurlag er óhagstætt. Niðurstöður eru sýndar á grafinu fyrir neðan sem sýnir hlutfall fullorðinna Reyk Hlutfall að fullorðinna Reykvikinga að víkinga sem hjóla jafnaði í vinnusem eðahjólar skóla.
2009 nóv.
10,0
2010 okt.-nóv.
8,0
2011 okt.-nóv.
6,0 4,0
0,0
Hjólreiðar héldust í um 2% frá 2003 til 2008. Árin 2009-2011 jókst hlutur hjólreiða en þá hjólaði að jafnaði yfir 5% Reykvíkinga í vinnu eða skóla. Árin 2012 og 2013 hefur þetta hlutfall verið svipað. Segja má með nokkurri vissu að um 5-6% Reykvíkinga hafi að jafnaði hjólað í vinnu eða skóla þessa mánuði undanfarin ár. Mikill breytileiki er í hjólreiðum eftir búsetu. Á grafinu fyrir ofan er sýnt hlutfall fullorðinna Reykv íkinga sem hjólaði eftir búsetu í hverfum borgarinnar og breytingar sem urðu yfir árin 2008 til 2011. Hjólreiðar jukust allstaðar í borginni nema í Breiðholti og Grafarvogi/Kjalarnesi samkvæmt þessum niðurstöðum. Í öðrum hverfum er aukning nokkur eða mikil. Athyglisverð er aukningin í Vesturbæ þar sem hlutfallið fór úr 2% í um 13% á þessum fjórum árum. Mest er hjólað vestan Elliðaánna en einnig talsvert í Árbæ og Grafarholti. Árið 2013 var búið að slá saman hverfum og voru sambærilegar hlutfallstölur fyrir hjólandi: Mið-/Vesturbær 8%, Hlíðar/ Laugard./Háaleiti 7%, Árbær/Grafarholt 3%, Breiðholt 2-3% og Grafarvogur/Kjalarnes 2-3%. Reykjavíkurborg setti sér það markmið árið 2006 að hlutfall hjólandi yrði um 6% af ferðum árið 2026 og má því segja að borgin sé nánast búin að ná því markmiði núna. Í nýsamþykktu aðalskipulagi borgarinar var sett fram nýtt markmið um að hlutdeild hjólreiða í
10 9 8 Hlutfall sem hjólar %
2008 nóv.-des.
12,0
2,0
jafnaði í vinnu eða skóla
7 6 5 4 3 2 1 0
Ár
Hlutfall fullorðinna Reykvíkinga sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla eftir búsetu.
12
öllum ferðum yrði a.m.k. 8% árið 2030. Spennandi verður að fylgjast með breyt ingum í hlutdeild hjólandi á næstu árum. Stjórn LHM hefur rætt drög að markmiðum sam takanna og þar hefur verið rætt um sem raunhæft markmið að innan 15 ára verði hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum yfir 10% í þéttbýli og yfir 20% á miðsvæðum í þéttbýli. -ÁD
EuroVelo leið um Ísland?
Árlega forða hjólreiðar fimm dauðsföllum og spara milljarð Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin héldu málþing 20. mars 2013 um samgöngumál og almenningssamgöngur. Þar velti m.a. Þorsteinn R. Hermannsson, samg önguverkfræðingur hjá Mannviti upp í sínu erindi spurningunni „Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún?“. Varðandi hjólreiðar kynnti hann afar athyglisverða útreikninga: Áætlað er að hjólreiðar skili sparnaði í heilbrigðiskerfi og vinnutapi. Auk þess að fækka fjarvistardögum frá vinnu þá lengist ævi íbúa og tíðni langvarandi sjúkdóma minnkar [Kaupmannahöfn, 2007]. Hollensk rannsókn sýndi að „regular cyclists“ tóku 7,4 veikindadaga á ári en „noncyclists“ tóku 8,7 [Hendriksen et al, 2010]. Einfalt dæmi fyrir höfuðborgarsvæðið úr reiknivél WHO: (10% starfandi einstaklinga hjóla til vinnu 6 mánuði á ári) -Lífslíkur þeirra sem hjóla aukast verulega. Á hverju ári koma heilsufarsáhrifin í veg fyrir 5,24 dauðsföll á höfuðborgarsvæðinu. -Á 10 ár um er áætlaður heilsuf ars ávinningur alls um 10,3 ma. kr á núvirði, að meðaltali um 1 ma. kr. á ári.* (*Standard value of statistical life 1,5 millj. EUR and 5% discount rate for future benefits). -PG
EuroVelo Um Evrópu þvera og endilanga liggur skipulagt net hjólaleiða fyrir ferðamenn sem ýmist hjóla stutta búta eða heilu leiðirnar eftir þessu viðfeðma neti. (Margir þekkja t.d. Pílagrímaleiðina til Santiago de Compostela sem er leið 3) Undanfarið hefur verið unnið að því að koma Íslandi inn á þetta kort. Eva Dís Þórðardóttir og Gísli Rafn Guðmundsson námsmenn og starfsmenn EFLU hafa skilgreint um 900 km hjólaleið milli Keflavíkur og Seyðisfjarðar og hlaut verkefni þeirra Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands. Verkefnið fólst í því að vega og meta hjólaleiðir á Íslandi út frá kröfum EuroVelo verkefnisins. Ferðamálastofa og LHM í samstarfi við Vegagerðina sótttu síðan í janúar um að þessi leið verði hluti af EuroVelo leið 1, Norður-Atlantshafs strandleiðinni. Framundan er þriggja ára umsóknarferli sem vonandi leiðir til þess að Ísland eignist sína fyrstu EuroVelo leið árið 2017. Nánar: www.eurovelo.com -ÁD Týnt hjól? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í ársbyrjun Pinterest síðu með myndum af reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem rata í geymslur hennar. Þetta auðveldar fólki verulega að svipast um eftir hjólum og öðru sem glatast og gæti hafa ratað í óskila munageymslu lögreglunnar. Takið niður raðnúmer hjólsins. Nánar: goo.gl/6t2rPU -PG 13
Hjólaferð um sveitir Taílands Skúli Pálmason
í sveitum Taílands var óbærilegur þennan daginn. Hópurinn vildi helst ekkert stoppa þar sem vindkælingin þegar hjólað var hélt mesta svitanum í skefjum. Sem betur fer dældu Woody og Bottle í okkur ávöxtum og drykkjum við hvert stopp því annars hefði einhver sennilega látið lífið sökum ofhitnunar. Allt í allt eiga að hafa verið hjólaðir 30 kílómetrar þann daginn en undirritaðan grunar að í reynd hafi verið hjólað lengra en það. Vegalengdir og tími eru frekar afstæð í þessum hluta heimsins og þýddi lítið að taka mark á svörum leiðsögumanna okkar við spurningum eins og hvað hafi verið hjólað langt og hvað væri mikið eftir. Á fyrsta deginum hjóluðum við í fjöl breyttu umhverfi þar sem grænir og fallegir hrísg rjónaakrar léku stærsta hlutverkið. Woody og Bottle voru duglegir að benda á hina ýmsu ávexti sem virtust vaxa eins og illgresi í öllum skúmaskotum. Eitt sinn sló ég hendinni annars hugar í stóran ávöxt sem hékk fyrir ofan veginn, svo ávöxturinn losnaði. Skömmu síðar brunaði brjálaður
Besta leiðin til að jafna sig eftir flugferð yfir hálfan heiminn er að hjóla. Það var nákvæmlega það sem ég og bekkjarfélagar mínir gerðum í útskriftarferð okkar til Taí lands vorið 2013. Fimmtán manna hópurinn lagði af stað snemma morguns eftir heimsókn á einn af fljótandi mörkuðum Taílands. Hjólin voru af sterkari gerðinni; Trek fjallahjól sem má þjösnast á og bara ganga sama hvað. Í svona ferð skiptir höfuðmáli að hafa skemmtilega leiðsögumenn og ekki skemmir fyrir ef þeir heita skemmtilegum nöfnum. Woody og Bottle voru stórkostlegir. Þeir vissu kannski ekki nákvæmlega hvað við myndum hjóla langt eða hvenær við myndum koma á áfangastað en þeir bættu fyrir það með brosi út að eyrum, óvæntum söngatriðum og stórkostlegum húmor. Við buðumst til að ættleiða þá og hafa með okkur út ferðina en þeir hafa svo gaman af vinnunni sinni að þeir vildu ekkert fara. Fyrsti dagurinn var frekar auðveldur hjóla lega séð, sem var mjög jákvætt þar sem hitinn 14
bóndi fram úr hópnum með ávöxtinn í för og öskraði á Woody sem tók við ferlíkinu og lét mig síðan fá. Bóndinn brjálaði þaut í burtu og ég burðaðist skömmustulegur með ávöxtinn það sem eftir lifði ferðar, þar sem hann var víst óþroskaður og ekki tilbúinn til átu. Við reyndum að stoppa sem minnst en stukkum af hjólunum endrum og sinnum til að skoða lítil þorp, markaði, búddahof og styttur á leiðinni. Svona rétt nógu lengi til að smella af nokkrum myndum en ekki það lengi að svitinn byrjaði að streyma af líkamanum. Eftir fyrsta daginn var fólk ánægt að komast á risastórt en mannlaust golfhótel og geta þar kælt sig aðeins niður í risastórri sundlauginni. Flestir voru frekar uppgefnir eftir hitann og ferðalagið og því var farið snemma að sofa þar sem næsta dag beið okkar annar hjóladagur. Verandi nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar var hópurinn í þokkalega góðu líkamlegu ástandi og áttuðu þeir félagar Woody og Bottle sig á því að fyrsti dagurinn hafði verið frekar léttur fyrir okkur. Woody leiddi hjólreiðakappana á mun meiri hraða seinni daginn sem var ekki leiðinlegt þar sem hópurinn hefur ákaflega gaman af að taka vel á því. Leiðin sem var hjóluð í Kaeng Krachan þjóðgarðinum var líka aðeins strembnari en fyrri daginn: meira utanvegar og meira af brekkum. Náttúran var ennþá jafn falleg og sem fyrr urðu fullt af framandi ávöxtum á vegi okkar.
Ein bóndakonan var með chillirunna alveg við veginn með gullfallegum rauðum chilli. Sumir tóku smá bita en ég gat ekki verið minni maður og stakk því heilum chilli upp í mig og tuggði. Ég held ég hafi nú náð að halda andliti en grét eins og lítið barn inni í mér. Hann var nú samt mjög bragðgóður áður en heljareldurinn byrjaði að loga í kjaftinum á mér. Við heimsóttum líka lítinn skóla þar sem krakkar á öllum aldri voru að læra og leika sér. Eldri krakkarnir voru í enskutíma og gátu aðeins heilsað okkur og spjallað við okkur á ensku. Þau yngri voru mjög feimin og tókst mér að koma einum litlum dreng til að hágráta bara með því að reyna að nálgast hann og heilsa honum. Skúli skelfir var ekki lengi að forða sér þegar sá litli byrjaði að öskra. Þegar lítið var eftir af hjólreiðum þennan daginn stoppuðum við hjá árbakka einum þar sem við fengum dýrindismáltíð. Klárlega besti maturinn í allri ferðinni þó svo að sumir hafi undir lokin verið orðnir þreyttir á taílenska matnum og helst viljað fá hamborgara. Eftir matinn kældum við okkur niður með því að sveifla okkur af rólu út í ána með mismiklum tilþrifum. Eftir sundsprettinn var svolítið erfitt að stíga aftur á pedalana þar sem fólk var orðið svolítið þreytt en síðasti spölurinn var eftir og komu allir til baka á hótelið himinlifandi með hjólreiðatúrinn. Stórkostleg byrjun á því sem átti eftir að verða eftirminnileg ævintýraferð.
15
Fréttapunktar framhald Slys á hjólandi skoðuð í samhengi Síðasta ár var nokkur umfjöllun í sjón varpinu um niðurstöður rannsóknar á fjölda þeirra sem slasast á hjóli og leita til slysa deildar Landspítalans. Rannsóknin var góð og gild en Landssamtökum hjólreiðamanna fannst umfjöllunin ekki gefa rétta mynd af áhættunni sem fylgir hjólreiðum og vantaði alveg að setja hana í samfélagslegt samhengi. Var af því tilefni skrifaður pistill sem má skoða á heimasíðu samtakanna og hvetjum við lesendur til að gera það. Nánar: goo.gl/rITxR8 -ÁD
Árni Davíðsson við hjólateljarann
Cycling Iceland kortið Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug gáfu út reiðhjólaþjónustukort með aðgengilegum upplýsingum um reiðhjólaþjónustu og allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið var gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland. Nánar: http://goo.gl/H6Cl3x -PG
Hjólateljari telur hjólandi Hjólateljari var settur upp síðasta sumar við nýja hjólastíginn meðfram Suðurlands braut, rétt hjá gatnamótunum við Kringlu mýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið. Talningin er líka birt á heimasíðu framleiðandans og hægt er að kalla fram niðurstöður úr teljaranum í sólarhring eða mánuð aftur í tímann á heimasíðunni. Nánar: http://goo.gl/MZ3vfV -ÁD
Hjólað til framtíðar ráðstefnurnar LHM og Hjólafærni á Íslandi hafa undan farin ár staðið fyrir veglegum ráðstefnum í samgönguviku og fjallaði ráðstefnan síðasta haust um rétt barna til hjólreiða. Á vef LHM má skoða glærur og hlusta á öll erindin af þessum ráðstefnum. Sjá nánar http://goo.gl/QNGeFa -PG
Samgönguhjólreiðar frá Hlemmi Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir ókeypis hjólaferðum frá Hlemmi á hverjum laugardegi vetrar mánuðina október og nóvember og janúar til apríl. Lagt er af stað kl. 10:15 og hjólað um borgina í um 1-2 tíma og gjarnan farið í kaffi á eftir. Hjólað er á rólegum hraða og geta allir tekið þátt og allir eru velkomnir. www.lhm.is -ÁD
Hjólum ar til framtíð 2013 Réttur baiðrnaa til hjólre
ig er best
a og hvern
Hvers vegn
s í skóla-
n reiðhjólsin
notku Reynsla af Innlendir
er að styðja
og erlendir
enna?
barna og ungm
við hjólreiðar
tarfi
og frístundas
r
fyrirlesara
tefna, Iðnó
kl. 9-1 Ráðs ber 2013 20. septem www.lhm.is föstudaginn skráning, Dagskrá og
6
Góður hópur í laugardagsferð 16
kynnir
Hjólaferðir um Asíu 2 VIKUR
Hjólað um Suður-Laos Afskekktar og framandi hjólaleiðir um sveitir Suður-Laos á bökkum og hólmum Mekongfljótsins. Brottför 15. nóvember ´14
2 VIKUR
Tour d´Angkor
2 VIKUR
Adrenalínferð til Taílands
Margreindur og slípaður gullhringur frá Bangkok til Angkor í Kambódíu og áfram um árósa Mekong til Saígon í Víetnam.
Hjólað, kafað, siglt, klifið og gengið. Þéttur adrenalínpakki með endalausu fjöri.
Brottför 18. október ‘14
Brottför 6. september ‘14
17
Nánari upplýsingar á www.oriental.is og oriental@oriental.is
Hörmungatúrismi Ómar Smári Kristinsson
Hör mungatúrismi er útbreiddari en margur kynni að halda. Fjöldi fólks fær mikið út úr því að skoða gamla pyntingaklefa, vígvelli og staði sem hafa orðið illa úti í allskyns hamförum. Íslendingar kynntust þessu eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000 og eitthvað var um að fólk gerði sér ferð í draugahverfin nýju eftir efnahagshrun. Það sem fyrst og fremst verður illa úti á Íslandi er jafnframt það sem flestir kjósa að skoða, þ.e. náttúra landsins. Sá fjöldi fólks sem skoðar Kárahnjúka í dag er margfaldur á við fjöldann sem þangað fór áður en staðnum var rústað. Framkvæmdin var að sjálfsögðu mikil kynning og nýjir vegir gerðu svæðið aðgengilegt almenningi en hörmungatúrismi er það engu að síður. Erindi þessa hörmunga-pistils í blað sem fjallar um málefni hjólreiða er þetta: Meirihluti íbúa landsins býr í það miklu návígi við hörmungasvæði, að hægt er að skreppa þangað
á einum degi á reiðhjóli. Pípulagnir og önnur mikilfengleg mannvirki Hellisheiðarvirkjunar geta gefið smá gæsahúð en áhrifin aukast við að anda að sér eiturgufum, sé maður heppinn með vindátt, og hjólar meðfram þjóðvegi nr. 1, sem er lífshættulegt athæfi. Tilefni í tveggja daga túr eða blöndu af bíltúr og hjólatúr er að skreppa og skoða Svartsengisvirkjun og Reykjanesvirkjun. Hjá annarri þeirra er hægt að fá sér bað í affallsvatninu og hjá hinni er mikil fræðslusýning um orkumál og himingeiminn. Það sem kannski er óhugnanlegast í þessum hörmunga-hjólreiðaferðum, að mati greinarhöfundar, er að skoða staði sem enn eru meira eða minna heilir en verða það ekki lengi, ef að líkum lætur. Eldvörp er staður sem ætti að vera fyrir jarðfræði- og fegurðartúrisma. Þar er komin ein hávær borholuhörmung og þeim á að fjölga á næstunni (skrifað í
18
ársbyrjun 2014). Tilgangurinn með þeim er að gá hvort ekki skuli reisa virkjun þarna. Krýsuvík hefur svo sem ekki sloppið undan mannanna verkum, en þau eru hégómi einn í samanburði við það sem til stendur að gera þar til að afla raforku. Ekki er nóg með að þessum vinsæla ferðamannastað verði gjörbylt, heldur stendur til að leggja flutningslínu orkunnar yfir einstaklega aðlaðandi útivistarsvæði. Meðfylgjandi mynd er tekin rétt hjá væntanlegu línustæði. Vinstra megin á myndinni eru Sog. Þau eru nokkurs konar vasabrotsútgáfa af líparítlandslaginu í kringum Landmannalaugar. Ekki amalegt að hafa svoleiðis í bakgarði höfuðborgarinnar. Samt er komin borhola þar rétt hjá. Hún er örlítill forsmekkur af því sem kannski verður, því uppi eru áform um orkuver á svæðinu, sem kennt er við Trölladyngju. Í rammaáætlun er sú virkjun að vísu í biðflokki, en núverandi valdaöfl samfélagsins virðast ekki virða það plagg mikils. Það er skiljanlegt að landsvæðum í nágrenni höfuðborgarinnar og margra stærstu bæja landsins þurfi að fórna. Þau leggja til pláss, byggingarefni, frjósemi og orku. Hversu langt skal ganga, er svo önnur saga. Það að fá sér hjólatúr og gönguferð um hin fögru svæði sem til stendur að umturna er alveg kjörið. Með því má upplifa hinar ýmsu kenndir, eftir því hvernig hver og einn er innrættur: eftirvænting, forvitni, sorg, reiði,
Í nýjustu Hjólabók greinarhöfundar er meðal annars lýst nokkrum hringleiðum sem bjóða upp á ágætis hörmungatúrisma.
undrun, aðdáun, skömm. Hörmungatúrismi hrærir upp í tilfinningunum. Það að drífa sig á vettvang hörmunganna, áður en þær ríða yfir að fullu eykur enn á upplifunina. Fólk getur náð að upplifa bæði fyrir- og eftir-ferðalög. Fyrir ofan Djúpavatn í Móhálsadal. Rúmlega hálfur sjóndeildarhringur, þannig að Grænavatnseggjar sjást bæði hægra og vinstra megin, fremst á myndinni. Skemmtileg fjallahjólaleið er meðfram Grænavatni en þar er líka væntanlegt stæði raflínu sem flytja skal orku frá Krýsuvík til álversins í Straumsvík.
19
Svipmyndir úr starfsemi Fjallahjólaklúbbsins 2013 Eurovision Nesjavellir Snæfellsnes
Skorradalur
Vorhátíð Þriðjudags kvöldferðirnar Hjólaleikhúsið
20
Landmannalaugar
Björgvin og hjólakerra klúbbsins á leið í Kerlingafjöll
Þórsmörk haust litaferð
Aðventuferð
21
Hjólið varð mitt haldreipi
Filippía Þ. Guðbrandsdóttir Sameiginleg saga mín og reiðhjólsins er ekki ýkja löng. Ég er nýlega skriðin í sextugt og er stolt af því. Fyrsti hjólatúrinn var á reiðhjóli bróður míns þegar ég var 7 ára. Ég stalst til þess og það var í fyrsta og jafnframt síðasta sinn, því á alltof stóru DBS strákahjóli var ég tilneydd að hjóla “undir slá”. Hver veit nú hvað það er í dag .. ! Fyrir sléttum fjórum árum, 18. janúar 2010, ákvað ég að hressa mig við; heldur meira en ég hafði gert undanfarna vetur, með góðri líkamsrækt nokkrum sinnum í viku. Ég ákvað einnig að hina dagana skyldi ég ganga til vinnu sem var um 40 mín. hvora leið. Þennan janúarmorgun var héla yfir öllu og ég arkaði af stað í góðum gönguskóm. Það síðasta sem dóttirin bauð mér var að skutla mér til vinnu. Hún fékk afgerandi neitun því ásetningur inn var ekki af verri endanum. Í form skyldi ég vera komin með vorinu og ganga á Hvannadalshnjúk. Eða það hélt ég....! Rétt fyrir klukkan átta varð ég vör við að mildur regnúði settist á gleraugun. Örfáum skrefum síðar flaug ég á hausinn í orðsins fyllstu merkingu; það sem ég hélt vera
regnblauta gagnbraut reyndist vera gljáandi frosthula yfir svörtu malbikinu. Þar sem ég lá bjargarlaus komu tveir vegfarendur aðvífandi og saman drógu þau mig á fætur og „hengdu“ mig á steinvegg sem umkringdi nærliggjandi garð. Þarna hékk ég og beit á jaxlinn. Ég var staðráðin í að jafna mig og halda áfram til vinnu, en það amaði eitthvað að, eitthvað mikið. Ég hringdi á dótturina sem hafði hálftíma fyrr boðist til að skutla mér. Heim fór ég og síðan upp á slysadeild. Eftir myndatöku var ég send heim með verkjalyf og jú „farðu svo bara í leikfimi”. Það grátbroslega var að ég hafði menntað mig sem geislafræðingur og unnið í kjölfarið í samfellt 35 ár í 100% vinnu og var e.t.v. of ákveðin þegar ég bað um að fá að sjá röntgenmyndirnar af mér. Ég hlýt að hafa verið óþolandi ágeng. Niðurstaðan var neikvæð, ekkert sást, „allt eðlilegt”, allt nema líðanin. Heim fór ég og lá að mestu í sex vikur. Ég hafði ekki legið svona lengi í rúminu síðan ég lá í lömunarveiki sem barn. Þar sem allar niðurstöður voru á þennan 22
veg fór ég að ókyrrast og vildi í vinnuna. Þar var hugurinn og samviskusemin að verki en skrokkurinn var ekki jafn hress. Vinnan var þannig að mestallan daginn var ég að lyfta veiku fólki eða þramma um langa ganga spítalans. Það er skemmst frá því að segja að ég var úrvinda eftir hálfan vinnudag og heim skreið ég í rúm og svaf það sem eftir lifði dagsins. Þrjá daga í viku fór ég í þjálfun sem olli mér kvíðakasti í hvert sinn. Ég veit ekki hvort okkar þjáðist meira, ég eða sjúkraþjálfarinn en að lokum gáfumst við bæði upp; árangur: enginn. Það læddist í mig vefjagigt og komin í þrot leitaði ég til gigtarlæknis. Hann greindi mig síðan klíniskt brotna eftir að við heyrðum bæði brestinn sem kom við átakið og sagði að ég færi ekki svona á mig komin í vinnu. Þarna voru liðnir þrír mánuðir upp á dag. Ég hlífi ykkur við öllum mínum læknis heimsóknum á þessum tíma, tilraunum með lyf og meðferðum. Um haustið var ég komin í rúmið, lögst í þunglyndi og kílóin komu óboðin, öll tíu, ófær um að vinna og framtíðin eitt stórt spuringarmerki. Beiðni hafði farið á Reykjalund um vorið og í byrjun desember fékk ég langþráð símtal þaðan. Þar byrjaði ég í sama mánuði og lauk sex vikna meðferð á sál og líkama um miðjan febrúar 2011. Eftir gríðarlega tiltekt í öllum skúffum og skápum sálar og líkama var ég öll önnur. Ég var þar samtíða konu sem var mun yngri en ég. Hún var að jafna sig eftir erfið veikindi og átti í miklum vandræðum með jafnvægið og fóturinn sveik hana nánast í hverju spori. Ég var vitni að því þegar hún ásamt sjúkraþjálfara reyndi að hjóla utanhúss. Það gekk á ýmsu, jafnharðan og hún féll af hjólinu settist hún á það aftur og hélt áfram. Þetta gekk svona fyrir sig að mér fannst í eilífðartíma, dag eftir dag. Ég fór fínt í að
spyrja hana hvort hún væri vön að hjóla; hún sagði svo vera og að hún ÆTLAÐI í hjólaltúr með vorinu- til Spánar. Þó hún hefði sagst ætla til tunglsins hefði ég ekki orðið meira undrandi. Þegar ég kom heim fann ég að göngu túrarnir voru liðin tíð, það reyndist mér erfiðast og að ganga lengur en 10-15 mínútur var ekki í boði. Það var þá sem ég fór að gefa reiðhjóli dótturinnar auga en fram að því hafði ekki hvarflað að mér að nota það. Börn og sérvitringar voru þeir sem hjóluðu en það hlaut að vera í lagi að prófa og það gerði ég og sé ekki eftir því. Nú gerðust hlutirnir hratt. Ég hjólaði áleiðist út í Gróttu og síðar var það Gróttu hringurinn flesta daga og fljótlega lengri leiðir innan borgar; Elliðaárdalurinn, Norð lingah oltið og fleiri lengri túrar, allt úr Vesturbænum. Fyrir mér var þetta ný upplifun, ný áskorun, nýtt líf og betra úthald. Vinkona mín á Akureyri, hlaupagikkur, þríþrautarmeistari og hjólafíkill hringdi í mig í byrjun maí og skoraði á mig að koma með í hjólatúr til Ítalíu! Mér varð orða vant en þegar Ítalía er annars vegar er ekki hægt að segja nei. En að þvera Pódalinn var allt önnur Ella. Það eru engar ýkjur að segja að
23
ég var skelfingu lostin. Í þessu ástandi með skrokkinn hljómaði þetta eins og hnattferð. Ég hringdi í fararstjórann og spurði hana um alla mögulega og ómögulega hluti varðandi væntanlega ferð. Hún sagði að ég yrði nú ekki „skilin eftir“ eða „látin eiga mig“,þau „kæmu mér á áfangastað“ o.s.frv. Ég hugsaði málið og hringdi síðar aftur í fararstjórann. Hún á heiður skilið fyrir þolinmæðina. Hún ákvað enn að stappa í mig stálinu og sagðist ætla að segja mér sögu úr síðustu ferð hjólagarpa sem hún fór með til Spánar og í miðju kafi kom þetta: „hún var nýkomin af Reykjalundi, jafnvægislaus eftir heilablæðingu og auðvitað var túrinn erfiður en hún kláraði hann.....“. Og þá rann upp fyrir mér að þetta var sama konan og ég horfði á úr tækjasalnum á Reykjalundi um veturinn. Ef hún gat þetta þá hefði ég enga afsökun, alls enga.....! Viku síðar flugum við til Bologna og komum undir morgun á áfangastað í bænum Mestre þar sem við byrjuðum túrinn og
það var ósofinn hópur 23ja sem hjólaði út úr borginni áleiðis til Feneyja og yfir á Lido. Þaðan lá leiðin til Chioggia, Rovigo, Ferrara, Ravenna, Faenza og Brisighella en þaðan tókum við lest til Flórens og teygðum þar úr bólgnum og þreyttum tám 300 km síðar. Það var bitin og fótfúin kona sem kom heim til Íslands viku síðar en afskaplega stolt af þessum áfanga. Nú er hjólið minn samg öngumáti, bíllinn er mest inni í skúr og þegar hálkan er allsráðandi dettur mér (enn) ekki í hug að hjóla í ljósi biturrar reynslu en einkabílstjórinn sem sækir mig á 100 milljón króna Benz (gulur og stór) sér um að koma mér milli staða á þessum árstíma. Svo er það hjólið þegar sumrar á ný. Hver veit nema ég fjárfesti í „almennilegu“ hjóli og fari aðrar leiðir innanlands því nýjar áskoranir ber upp á hvern dag. Með góðum kveðjum, Filippía.
24
Fréttapunktar framhald Hjólaleikfélagið Hjólaleikfélagið heitir nýtt verkefni sem Arnaldur Gylfason stýrir með góðum sam starfsm önnum og starfar undir merkjum Fjallah jólaklúbbsins. Það stóð fyrir nám skeiðum sem nefnast Hjólaleikni fyrir börn í þremur bekkjum í Vesturbæjarskóla síðasta vor. Markmið námskeiðsins er að kenna jafnvægi og stjórnun og sýna möguleika hjólsins sem leiktækis. Blandað er saman skemmtilegri sýnikennslu við hjólaþrautir sem börnin leysa með áherslu á athygli og einbeitingu. Verkefnið hefur fengið styrk frá ÍTR í samvinnu við Vesturgarð, þjónustumiðstöð Vesturbæjar, og eru fleiri námskeið fyrirhuguð. Nánar: http://goo.gl/KA05oM -PG -AG
Hjólaleikfélagið Kjósinni á hjóli. Stefnan er svo tekin á 2-3ja daga hjólaferð um miðjan júní. Ekki hefur verið ákveðið hvert skal haldið enda margar skemmtilegar helgarferðir í boði. Í fyrra tóku nokkrir úr hópnum þátt í Bláalónsþrautinni og stefnt er að því að skrá lið frá Almenningsíþróttadeildinni í 2014 þrautina. Það er því nóg um að vera á næstu mánuðum hjá hjólahópnum og eru áhuga samir hjólarar velkomnir með. Það kostar ekkert að prófa æfingu og hitta hresst hjólalið. Umsjón með hjólreiðahópnum hefur Bjarney Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og hjólafærnikennari. Mikil áhersla er lögð á að allir geti tekið þátt í æfingunum og engu máli skiptir úr hvaða hverfi borgarinnar þátttakendur eru. Nánari upplýsingar um hjólreiðahóp Almenningsíþróttadeildar Víkings gefur Bjarney í síma 696-3984 eða á netfangið bjarney@vikingur.is Bjarney Gunnarsdóttir
Allir geta æft hjólreiðar Hjólreiðahópur Almenningsíþróttadeildar Víkings var stofnaður vorið 2013. Síðan í haust hefur hann haldið úti æfingum í öllu veðri, með- og mótvindi, sólskini, snjó og hálku. Hópurinn hittist ávallt á fimmtudögum kl. 18:00 við Víkingsheimilið. Æfingar eru fjölbreyttar og misjafnt er hvort hjólaður er hringur um bæinn eða gerðar hjólaþrekæfingar s.s. brekkuhjólreiðar eða hjólasprettir. Að auki er aðstaða til styrktarþjálfunar í Víkings heimilinu og nýtti hópurinn sér það í vetur þegar veður var sem verst. Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar þannig að hver og einn tekur þátt á sínum forsendum. Engin krafa er gerð um aldur eða útlit hjóls og því geta allir áhugasamir hjólarar verið með. Það eina sem þarf er áhugi á hjólreiðum. Nú er unnið að skipulagningu æfinga fyrir næstu mánuði. Áfram verða hjólaæfingar á fimmtudögum en frá og með 1. mars mun hópurinn einnig hittast um helgar, ýmist laugard ag eða sunnudag, og hjóla lengri ferðir um höfuðborg arsvæðið. Þeg ar líður á vorið mun hópurinn kíkja eitthvað útfyrir höfuðborgina og til dæmis kynnast
Hjólreiðahópur Víkings 25
Vestfirðir sunnanverðir Grétar William Guðbergsson
Sumarleyfisferð Hjólaræktar Útivistar 2013 var farin um Vestfirði sunnanverða 4. – 9. júlí 2013. Hópurinn kom á eigin bílum í Stykkishólm, þar sem ferjan var tekin yfir Breiðafjörð. Reyndar voru nokkur þegar komin vestur á firði og ætluðu að hitta hópinn á Brjánslæk. Við vorum komin tímanlega til að ná ferjunni sem fór frá landi um hálf fjögur. Auk þess þurftum við að finna einhvern til að taka trússkerruna í bátinn, þar sem trússarinn bjó á Patreksfirði og það tókst fljótlega. Siglingin yfir fjörðinn var tíðindalítil og lögðumst við að bryggju á Brjánslæk upp úr hálf sjö. Þar tók hluti hópsins á móti okkur. Þegar við vorum búin að gera okkur klár og setja allt í trússkerruna héldum við af stað og hjóluðum að Krossholti, þar sem við tjölduðum. Þangað komum við á innan við klukkustund eftir tæplega 16 km hjólaferð. Við tjölduðum í bakgarði húss þar sem við höfðum aðgang að eldhúsi, salerni o.þ.h. Það er orðin hefð fyrir því að einhver ve r ð u r s e x t u g u r í f e r ð u m o k k a r u m Vestfirðina. Það hefur gerst í 100% tilfella en þetta var nú reyndar bara í annað sinn sem við hjólum þar. Nú átti Ásta þetta stórafmæli, þannig að það var boðið upp á tertu eftir kvöldmatinn. Næsta dag héldum við af stað upp úr klukkan átta. Brottför var flýtt um klukku stund vegna leiðinlegrar veðurspár þegar liði á daginn. Við stefndum í átt að Kleifaheiði,
sem var fyrsta heiðin sem við þurftum að fara yfir í þessari ferð. Það gekk ágætlega. Sumir stoppuðu á leiðinni upp, en sumir létu sig hafa það að fara upp hana án þess að stoppa. Þegar við vorum komin upp og reyndar aðeins farin að lækka okkur aftur stoppuðum við hjá Kleifabúanum, sem er varða með steyptan haus. Þeir sem lögðu veginn á sínum tíma reistu vörðuna. Þar var hinkrað eftir þeim sem síðar komu. Þegar allir voru búnir að skila sér var mikil tilhlökkun að fara niður tiltölulega brattan veginn, sem zikk-zakkaði niður brekkuna en nei, það var svo sannarlega ekki í boði. Á einum stað kom hvass vindstrengur á móti þannig að það þurfti að gíra vel niður til að geta hjólað niður brekkuna. Döhh! En svo lagaðist þetta þegar við komum niður. Í stað þess að fara beint inn á Patró hjóluðum við inn í mynni Skápadals. Þar í fjörunni er skip sem var siglt upp í fjöruna 1981. Það strandaði ekki, heldur var gerð renna fyrir skipið og því siglt upp af eigandanum til að geyma það þarna. Þetta mun vera elsta stálskip á Íslandi, byggt 1912 í Noregi. Á þessum stað stendur það og ryðgar niður hægt og rólega. Þarna tókum við matarhlé og að því loknu héldum við áfram inn á Patró. Á leiðinni þangað stoppuðum við hjá laxeldi Fjarðarlax. Það var ekki á dagskránni en einn í hópnum þekkti einhvern sem starfar þar. Var okkur sagt frá laxeldinu og sýndar 26
myndir úr kerjunum. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Síðan var brunað „non stop“ inn á Patró. Nokkur okkar byrjuðu á að tjalda. Sum, tjah eiginlega flest, voru búin að gera ráðstafanir til að gista í húsum. Síðan hjóluðum við um þorpið, fórum í laugina og í kaffi í Sjóræningjahúsið. Veðrið var aðeins farið að versna þegar hér var komið sögu. Um kvöldið fórum við út að borða í Stúkuhúsið. Þegar við komum út aftur var veðrið orðið frekar slæmt. Himininn hafði losnað af einu tjaldinu og það var kominn pollur í það þannig að eigendurnir flúðu í hús, fengu, að talið er síðasta lausa plássið á staðnum. Reyndar var veðrið svo slæmt að tónlistarhátíð sem átti að vera á Rauðasandi þetta kvöld var blásin af, í orðsins fylgstu merkingu, því allt var að fjúka þar. Fólkinu var komið fyrir í íþróttahúsinu og skólanum á Patró. Svo lægði þegar leið á nóttina. Við hjóluðum um 47 km á tæpum sjö tímum, plús rúmlega sjö km innanbæjar. Næsta morgun hafði lægt mikið, það var aðeins stinningsgola. Við héldum af stað um klukkan níu sem leið lá inn Mikladal. Þar var hækkun, hvað annað? En svo gátum við látið okkur bruna niður í Höfðadal og niður í botn Tálknafjarðar. Það var nú ekki leiðinlegt. Við komum við á Táknafirði, þ.e.a.s. þorpinu og fengum okkur að borða. Eftir stutt stopp héldum við af stað upp Hálfdán, sem er um 500 metra hækkun. Við
tókum þetta frekar rólega og stoppuðum tvisvar, þrisvar á leiðinni. Það teygðist vel úr hópnum á leiðinni upp en tvö fóru þetta í einum rykk. Nú tók við flott brekka niður á Bíldudal. En það var nokkuð hvasst á leiðinni þannig að ekki var farið mjög hratt niður. Reyndar fauk ein af veginum og datt, en sem betur fer var hún ekki á miklum hraða, þannig að hún meiddi sig ekki mikið. Á leið okkar í bænum mættum við stelpu sem hélt á kyndli með friðareldinum. Nokkur okkar skiptust á að halda á kyndlinum. Þegar við komum á tjaldstæðið á Bíldudal reyndum við að finna skjól, sem ekki fannst . Enn og aftur voru nokkrir búnir að gera ráðstafanir fyrirfram til að vera í húsi. En sum voru eiginlega búin að fá nóg af rokinu þannig að þau leituðu einnig að gistingu, bara þessa einu nótt en það var allt upppantað. Þeim var bent á að tala við mann sem á starfsmannaíbúð sem hugsanlega væri hægt að komist í. Það varð líka raunin og fóru þrjú í hana. Af fólkinu sem tjaldaði er það að segja að það átti í smá erfiðleikum með að koma tjöldunum upp. Fólk þurfti að liggja á tjöldunum til að þau fykju ekki á haf út. Við fórum nokkur í Skrímslasetrið til að borða og þegar leið á kvöldið kom allur hópurinn þangað. Einn starfsmaðurinn tók gítar í hönd og hóf að spila og syngja. Síðar kom maður inn og ætlaði að fá sér einn bjór, en hann var líka settur í að spila og syngja og þeir félagar tóku nokkur
27
lög saman. Þetta var hin mesta skemmtun. Við hjóluðum um 40 km á fimm og hálfum tíma þennan dag. Næsta dag lá leiðin inn í Selárdal. Við héldum af stað upp úr klukkan níu á vit ævintýranna. Nú, það var eins og fyrri daginn frekar hvasst á köflum þó ekki alltaf. Það virtust koma strengir innan úr dölunum þegar við hjóluðum fram hjá þeim og það var heldur ekkert sérstaklega hlýtt. Við sem hjóluðum hinu megin við Arnarfjörðinn 2009 horfðum þangað nánast með tárin í augunum, þegar við minntumst þess að hafa hjólað þar í um 18 stiga hita, logni og léttskýjuðu veðri en við héldum áfram og komum að safni Samúels Jónssonar þar sem við skoðuðum okkur um og fengum okkur að borða undir kirkjuveggnum. Þegar átti að leggja af stað til baka var sprungið á afturdekkinu hjá einum. Nú jæja, það varð að gera við það, sem varekki mikið mál. Í upphafi var ætlunin að fari inn í Selárdalinn og skoða hús Gísla á Uppsölum en þar sem það var frekar hvasst og kalt þá fóru aðeins örfáir þangað inn eftir. Hin voru eiginlega búin að fá nóg! Á bakaleiðinni héldu vindarnir áfram að blása á okkur úr dölunum. Þegar við áttum stutt eftir inn í þorpið fór að rigna og enn var frekar hvasst þannig að þau sem voru búin að koma sér fyrir í húsi héldu sig þar. Það er engin
sundlaug á Bíldudal svo flest okkar fóru í heita pottinn. Sum þeirra sem gistu í húsum fóru á tjaldstæðið til að borða kvöldmatinn með félögunum í roki og rigningu. Hvað annað? Síðan fórum við á Veitingastaðinn Sigga Ben, fengum okkur ís og spjölluðum saman áður en við fórum í háttinn. Við hjóluðum rúmlega 50 km á tæpum sjö tímum og fjörtíu og fimm mínútum þennan dag. Síðasti hjóladagurinn rann upp tiltölulega hlýr og það var LOGN! Sjórinn í höfninni og Bíldudalsvoginum var spegilsléttur. Við fórum seinna af stað en venjulega , eða upp úr klukkan tíu. Við fórum um Fossafjörð og Reykjarfjörð, þar sem við áðum. Síðan lá leiðin fyrir Sunnnes og inn Sunndal. Þar stoppuðum við aðeins til að undirbúa okkur andlega fyrir síðustu brekkuna upp í móti í ferðinni. Þar rákumst við á hafmeyju… eða öllu heldur áarkarl. Eða hvað getum við eiginlega kallað þetta. Svo héldum við upp þessa blessuðu brekku, upp Neðrafell í gegnum Litladal og að vegamótunum í Þverdalsskarði, við Isufell. Þar með lauk allri hækkun í ferðinni. Jibííí! Það teygðist aðeins úr hópnum upp þessa leið þannig að það var töluverð bið hjá þeim fyrstu eftir þeim síðustu. Þó fóru sumir fljótlega niður í Flókalund en þeir sem voru að taka mest af myndum biðu eftir því að allir væru komnir og tóku síðan myndir af þeim við
28
var farið að sofa. Við hjóluðum um 47 km á rúmum sex og hálfum tíma. Veður var með besta móti þennan dag. Eiginlega var þetta besti dagurinn í ferðinni hvað það varðar. Þá var komið að heimferðardegi. Nokkur ætluð að ferðast áfram á svæðinu og þar af leiðandi ekki að fara með skipinu til baka. Það var því kveðjustund á tjaldstæðinu í Flókalundi. Við sem ætluðum með ferjunni hjóluðum í Brjánslæk, um 7 km leið. Sólin skein þeg ar við sigldum frá Brjánslæk, en fljótlega lagðist þoka yfir Breiðafjörðinn. Sjórinn var nánast sléttur þannig að siglingin var þægileg. Það er alltaf gaman að fylgjast með dýralífinu á svona siglingum. Það sáust t.d. tveir höfrungar stinga sér upp úr sjónum, allskyns fuglar og meira að segja sást skúmur ráðast á silfurmáv. Þegar við sigldum inn í höfnina í Stykkishólmi var mikið líf í kríunni þar. Auðsjáanlega var mikið æti því þær stungu sér hvað eftir annað í sjóinn til að ná sér í eitthvað í gogginn. Þetta var fín ferð, þó að veðrið hafi sett svolítið strik í reikninginn; fólk var eiginlega með brekku- og rokfælni eftir ferðina og auk þess var ekkert sérlega hlýtt. Hitastigið fór varla yfir 8° C, nema kannski síðasta daginn.
Bíldudalsskiltið. Eftir það var br unað af stað niður brekkuna í Penningsdal og niður í Flókalund, með viðkomu hjá karlinum hjá brúnni yfir Pennu. Það var mun auðveldara og skemmtilegra , að fara niður núna, heldur en þegar við fórum upp þessa brekku í fyrrnefndri ferð 2009. Þegar í Flókalund var komið var drifið í að koma upp tjöldum. Ein daman tók sig til og bakaði pönnukökur og aðrir báru ýmislegt annað góðgæti á borð fyrir síðdegishressingu. Að áti loknu var farið í sundlaugina hjá sumarbústöðunum við Flókalund. Þar slökuðum við vel á. Svo var kvöldverður snæddur og að því loknu fóru nokkur og röltu um svæðið, m.a. að „náttúru” lauginni, en fóru ekki í hana. Það er búið að gera heilmikið á því svæði, betrumbæta stíga og gera búningsaðstöðu, ef hægt er að kalla það því nafni en jú, það er alveg hægt. Svo
En þetta var skemmtileg ferð, alla vega eftir á. Hópurinn var góður, enda fólk orðið nokkuð ferðavant hverju öðru.
29
Bláalónsþrautin
Mynd: Kjartan Þór Kjartansson Með á mynd: Erla Þórdís Traustadóttir
Geir Harðarson
Forsagan Frá því ég keypti CUBE-Fákinn vorið 2012 hefur fólk verið að hvetja mig til að mæta í Bláalónsþrautina. Sumir ætluðust jafnvel til að ég mætti tveimur mánuðum eftir að ég fékk hjólið. Ég var efinst þá en svo viðbeinsbrotnaði ég þannig að ekki þurfti að pæla mikið í því. Ferðirnar með Fjallahjólaklúbbnum frá Reykjavík að Úlfljótsvatni hafa verið ein staklega góður undirbúningur fyrir Bláalóns keppnina þar sem maður verður að passa að sprengja sig ekki. Það var því ekki spurning um að mæta í keppnina 2013.
var bráðnauðsynlegt fyrir keppnina svo sem bögglaberi, bretti, töskufestingar og ljós. Daginn fyrir keppnina voru keðjan og tannhjól hreinsuð enn betur og hálftíma prufurúntur tekinn. Brúsarnir voru settir í gamla sokka og þeir teipaðir á til þess að þeir myndu ekki hendast af og viðgerðarsettið og vara slangan sett í hnakktösku og á sinn stað. Venjulega hefur þessi taska verið í Ortlib töskunni. Ég var með 50 psi í dekkjunum sem var helst til mikið fyrir malarvegina. Undirbúningur líkamans Ég hef fundið það í ferðum með Fjalla hjólaklúbbnum að þær hafa verið erfiðar ef maður hefur ekki haft tækifæri til að hvíla dagana fyrir, þannig að núna tók ég þrjá daga í rólegheitum heima fyrir keppni. Var bara heima að dúlla mér við að setja saman húsgögn, raða dóti og þessháttar sem ekki
Undirbúningur hjólsins Hjólið fór í yfirhalningu í Markinu enda þurftu gírarnir stillingu og demparinn smá pamperingu. Síðan var hjólið þrifið hátt og lágt og allt tekið af því sem ekki 30
krefst átaka. Einnig tróð ég í mig miklu af kolvetnaríkum mat svo sem brauði og pasta. Ekki má gleyma rauðrófusafanum sem ég drakk í flöskuvís.
stoppa og horfa á 100 manns fara framúr manni, og þar lá taskan með viðgerðarsettinu á dekkinu; önnur festingin hafði rifnað út úr töskunni. Ég tók töskuna af og tróð henni í vasann á bakinu og það var ekki gaman að dröslast með þennan hlunk á bakinu alla keppnina. Þegar á malbikið kom á Krísuvíkurleiðinni fann ég mér stóran hjólreiðamann sem hjólaði á svipuðum hraða og mér fannst þægilegur og draftaði alla leiðina að Djúpavatnsleið. Þar tók mölin við. Það hafði verið léttur mótvindur og úðaregn alla leiðina þannig að hún var blaut og sumstaðar pollar og drullusvað. Ég hjólaði upp allar brekkur eins og berserkur. Á Djúpa vatnsleiðinni stoppaði ég aðeins tvisvar til þess að fá mér að drekka, taka in gel og pissa en ég tel stoppið á drykkjarstöðinni ekki með. Ég lét mig gossa niður brekkurnar og það gekk bara vel til að byrja með. Það var full hart í dekkjunum því að barningurinn á hendurnar var stundum svo mikill að mér fannst eins og ég hefði ekki fulla stjórn.
Fatnaður Það var alltaf verið að skammast í mér fyrir að vera of mikið klæddur. Ég tók þessum ábendingum vel og var bara í einum buxum og einum ullarbol innan undir hjólajakkanum. Ég var að spá í að vera bara með þunnu hanskana en þegar ég sá rigninguna þá ákvað ég að fara einnig í utanyfirhanskana (sem betur fer). Keppnisdagur Ég vaknaði um níu leitið, fékk mér venjulegan morgunmat, AB-mjólk, banana og kaffi. Síðan drakk ég rauðrófusafa og tvö bréf af orkudrykk, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Hafragrautur í hádegismat, hnetur og enn meiri rauðrófusafi. Svo byrjaði hasarinn. Lagði tímanlega af stað úr Mosó til þess að sækja liðsfélaga inn í Reykjavík. Var að bíða í rólegheitum þegar annar liðsfélagi hringdi sem var kominn inn að Ásvallalaug en hafði gleymt númerinu og tímatökuflögunni og var ekki á bíl. Hann vildi fá bílinn minn lánaðan til þess að skutlast eftir þessu. Ég hafði samband við þann sem ég var að ná í og var hann þá staddur úti í bæ. Hann skutlaðist af stað og var mættur á slaginu tvö eins og um var talað. Síðan var brennt af stað inn í Hafnarfjörð, allt dótið tekið úr bílnum, félaginn skutlaðist til Reykjavíkur og var kominn til baka þremur mínútum áður en keppendur lögðu af stað frá Ásvallalaug að tímatökulínunni. Það þarf alltaf eitthvað að koma upp á á síðustu stundu. Ég var í miðjum hóp þegar kom að tímatökulínunni og bara rólegur enda ætlaði ég ekki að vera í miklum hasar í byrjun. Svo lagði hópurinn af stað og allt gekk vel. Eftir ca 2 km var eitthvað farið að strjúkast við afturdekkið. Ég stoppaði, ferlega fúlt að
Fyrsta fall Á fljúgandi ferð niður eina brekkuna sá ég að við enda hennar var vegurinn mjög grafinn, mikið drullusvað og endaði í beygju. Ég var á of mikilli ferð í hægri hjólförum og sá mig tilneyddan að fara yfir hrygginn enda stórt og djúpt drullusvað framundan hægra megin. Ekki tókst betur til en svo að þegar framhjólið var að fara niður í vinstra hjólfarið lenti ég á hálflausum steini sem skoppaði undan dekkinu, ég missti jafnvægið og fyrsta fallið í Bláalóns varð að veruleika. Ég stóð strax upp, fann að ég var ekki meiddur og sá að hjólið var ekki í klessu (eða mér sýndist svo). Aðvífandi hjólreiðamenn spurðu hvort i allt væri í lagi og ég svaraði að ég væri bara góður en þeir bentu mér á að hjólajakkinn væri blóðrauður á hægri öxlinni. Ég sagði að þetta væri bara rauðrófusafi. 31
hvað gaf sig og ég komst ekki áfram. Ég sá að afturskiptirinn sem venjulega liggur fallega þráðbeinn niður með tannhjóla kassettunni að aftan stóð bísperrtur út í loftið út frá gjörðinni. Ég hugsaði með mér að nú væri öllu lokið, rétt um 40 km búnir og ég með bilað hjól. Þegar upp á Suðurstrandarveg kom hitti ég Kára sem var búinn að sprengja dekk tvisvar sinnum og hann byrjaði strax að hjálpa mér. Hann sagði að við gætum tekið afturskiptirinn af, stytt keðjuna og ég gæti hjólað á einum gír til að klára keppnina. Hann reddaði þessu öllu saman á nokkrum mínútum og ég handstýrði keðjunni upp á miðhjólið að framan og á fjórða stærsta að aftan. Þar læstist keðjan og ég gat hjólað. Afturskiptirinn ásamt keðjustubb fór í vasann góða með viðgerðartöskunni . Ísólfsskálabrekkan var tekin með trompi; á einum gír tók ég þessa löngu og aflíðandi brekku með glans. Ég puðaði þetta áfram og hugsaði „Tja, þetta er ekki verra en að taka Hengilinn í lægsta gír“ og kæti mín jókst enn frekar þegar ég tók fram úr nokkrum í brekkunni. Niður brekkuna fór ég á húrrandi ferð ca. 60 km á klst.
Annað fall Á fljúgandi ferð niður aðra brekku skömmu seinna lenti ég í lausamöl úti í kanti hægra megin og stefndi á stóran stein sem hefði tekið framgjörðina í nefið. Ég bremsaði, sveigði til vinstri og missti jafnvægið og datt í mölina áður en að steininum var komið. Aftur af stað án teljandi meiðsla nema að það kom eitthvað hljóð frá afturgjörðinni sem svo hvarf eftir smá spotta (afturskiptirinn / dropout-ið beyglað). Rásnúmerið hafði losnað við fyrsta fall en datt af við seinna fallið. Það verður að plasthúða númerin næst ef þau eiga að haldast á. Ég sá að minnsta kosti 30 til 40 númer í götunni á leiðinni. Spenningurinn jókst. Ég stoppaði á drykkjars töðinni, borðaði orkustykki og banana og kláraði flösku af orkudrykk í nánast einum teyg. Þar voru komnir 38 km og ekki liðinn nema 1 klst. og 45 mín. frá því að tímataka hófst. Ég fylltist mikilli kæti, nú gæti ég náð að klára keppnina á innan við þremur klukkutímum. Afturskiptir brotnaði af – Kári reddar málum Ég ætlaði að hjóla brekkuna sem tengir leiðina af malarveginum við Suðurstrandaveg og var rétt byrjaður að taka á því þegar eitt
Á einum gír á jafnsléttu Nú fór ég að tapa tíma þar sem ég komst ekki hraðar en 20 km á klst. á malbikinu framhjá Grindavik, ég var ýmist að fara fram úr eða fólk að taka fram úr mér.
Hjólamót.is Vefurinn Hjólamót.is var hannaður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefurinn samhæfir keppnisdagskrá allra félaga sem eru aðilar í ÍSÍ, og heldur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra tölfræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnishald, óháð hjólreiðafélögum eða einstaklingum. Ert þú hjólreiðamaður sem hefur áhuga á að keppa? Endilega skráðu þig á vefnum til að einfalda skráningu í keppnir.
Miskunnsami samherjinn Malarvegurinn meðfram Þorbirni var ekki svo slæmur upp á gírinn góða þannig að ferðin sóttist nokkuð vel en ég sá að ég myndi ekki ná að ljúka keppni undir þremur klukku stundum. Við Þorbjörn var maður stopp að skipa um slöngu. Ég kallaði til hans „vantar eitthvað?“ og hann svaraði „Já, ertu með pumpu?“. Ég lánaði honum pumpuna mína og beið á meðan hann var að pumpa og koma dekkinu í lag. Hann var að vonum þakklátur. 32
Svo komst ég á malbikið og vissi að Bláa lónið var ekki langt undan. Hraðamælirinn var hættur að virka svo ég vissi í raun ekki hversu langt var eftir. Ég náði ungri konu á CUBE sem var að dúlla sér. Ég spurði hana hvort hún væri búin á því sem hún jánkaði. Við hjóluðum saman í mark, hún úrvinda og ég á einum gír. Hún tók í hendina á mér og óskaði mér til hamingju með þrautseigjuna að klára á einum gír. Ljósmyndari náði af okkur þessari ljómandi góðu mynd í markinu. Ég náði tímanum 3:15 og endaði í 405. sæti en um 536 keppendur voru skráðir. Miðað við úrslitin sem liggja fyrir á þessari stundu þá náðu 483 að fá skráðan tíma. Ég er sannfærður um að hefði ég ekki brotið afturskiptirinn þá hefði ég náð rétt um 3 klst. Ég var pínulítið svekktur þegar ég kom í mark því að ég átti nóg eftir af orku og úthaldi sem ég hafði sparað til að geta tekið lokasprettinn og klárað.
Bakgrunnurinn Mér finnst einstaklega gaman að hjóla á malarstígum, niður brekkur í röffinu og hamast áfram. Ég held að Hlíðarvegurinn og göturnar á Ísafirði í gamla daga hafi þjálfað mann vel upp í að hjóla svo ekki sé minnst á hinar frábæru ferðir með Fjallahjólaklúbbnum og þá sérstaklega um Skorradalsvatnið. Drulla upp fyrir haus Ég hef ekki orðið svona drullugur síðan ég var 4 ára. Það var allt atað í drullu og sandi. Ég var enn að plokka sand úr tönnunum á leiðinni í bæinn. Ég þvoði hjólið og setti fötin í þvottavélina strax við heimkomu. Hvað má betur fara Ég hefði betur haft lægri loftþrýsting í dekkjunum, sérstaklega þar sem ég ætlaði á fullri ferð niður malarbrekkurnar. Það hefði verið betra að fara hægar og detta ekki því að dropout-ið brotnaði í einni byltunni. Ekki nota óreyndan búnað eða lélegt drasl úr Europris í keppni.
Slappað af í lóninu Liðið okkar „KomaSo“ kom þar saman og ræddi málin. Það var mál manna að leiðin í ár hefði verið erfiðari en í fyrra vegna bleytunnar.
33
Berlín – Mílanó
9. – 25. júní 2013 Haukur Snær Hauksson rigning á Þingvöllum) og hins vegar um hinn nýja Suðurstrandarveg. Í seinni ferðinni var Hjörleifur Gíslason einnig með í för. Auk þess fórum við klassískan Nesjavallahring sem endaði í hamborgaraveislu heima hjá mér. Þá hjóluðum við Gústi saman á Laugarvatn og heim til baka daginn eftir. Þessi fimm manna hópur náði vel saman. Aldursbilið er nokkuð stórt, frá Óla sem var nýorðinn þrítugur og upp í Júlla og Svavar sem eru skriðnir yfir fimmtugt. Hvað varðar hjólreiðarnar vorum við hins vegar nokkuð líkir. Við áttum það allir sameiginlegt að hafa meiri áhuga á að hjóla en á hjólunum sem slíkum. Það er mjög algengur misskilningur að halda að ég viti mikið um hjól og hjólabúnað. Svo er alls ekki. Það var í byrjun nóvember 2012 sem ég fékk þá hugmynd að kýla á hjólaferð sumarið 2013. Ég var staddur á þannig stað persónulega að ég þurfti á því að halda að fá eitthvað til að hlakka til - eitthvað sem ég hef ástríðu fyrir - eitthvað spennandi. Áskorun.
Inngangur Ég fór í mína fyrstu hjólaferð erlendis árið 2011. Þá fórum við Gústi bróðir saman til Frakklands og hjóluðum um 1100 km á 10 dögum. Sú ferð var ákaflega skemmtileg, krefjandi og lærdómsrík. Fyrir og eftir þá ferð höfum við farið saman í ýmsar styttri og lengri ferðir innan lands, allt saman dagsferðir frá fimmtíu og upp í hundrað kílómetra. Við höfum oft rætt um að fara í aðra hjólaferð til útlanda, án þess að hafa neglt niður neinn sérstakan áfangastað. Sumarið 2012 fór um við í nokkuð margar ferðir og í mörgum þeirra höfðu fleiri bæst í hópinn. Ólafur Þórisson (hér eftir Óli), Andrés Júlíus (hér eftir Júlli) og Svavar Svavarsson (hér eftir Svavar) fóru m.a. með okkur í tvær eftirminnilegar ferðir þar sem við hjóluðum á Selfoss; annars vegar um Þingvelli í veðri sem var ekki í takti við veðurspá (átti að vera andvari og úrkomulaust, en það var hávaðarok á Mosfellsheiðinni og 34
Ég viðraði hugmyndina við Gústa og svo hina strákana. Þeir voru spenntir. Næsta mál á dagskrá var að ákveða lengd ferðarinnar, tímasetningu og hvert ætti að fljúga. Svo þurfti auðvitað að fá frí í vinnunni. Ýmsir möguleikar komu til skoðunar. Við Gústi vorum aðallega við teikniborðið á þessum tímapunkti. Við lærðum það í Frakklandsferðinni okkar að það er skemmtilegra og meira gefandi að hjóla í fjöllum og/eða hæðóttu landslagi en að hjóla mikið á jafnsléttu. Alparnir heilluðu okkur. Þann 12. nóvember árið 2012 pöntuðum við flug til Berlínar og heim frá Mílanó. Við ákváðum að fljúga út sunnudaginn 9. júní og aftur heim þriðjudaginn 25. júní. Það voru 209 dagar í brottför!
fyrir trjálínu. Brattinn jókst eftir því sem leið, síðustu 5 km voru með tæplega 8% halla að meðaltali. Þá var kominn slatti af snjó og hafði kólnað nokkuð, hitinn kannski um 10°C. Við komum allir upp á topp á svipuðum tíma, tylltum okkur aðeins niður, tókum myndir, fengum okkur smá að borða og héldum svo áfram. Lækkunin hinu megin var 957 m á 13 km. Við byrjuðum í 2383 m og fórum niður í 1426 m en þá komum við í bæinn Susch. Meðalhallinn í lækkuninni var 7,4%. Það er ekki einfalt að hjóla niður svona bratta brekku og varla hægt að tala um að maður sé að hjóla því í rauninni er maður bara að renna, bremsa og passa að fara ekki of hratt en um leið er maður líka að reyna að njóta útsýnisins sem er stórkostlegt. Því var stoppað 2-3 sinnum til að taka myndir. Frá Susch til Zernez voru síðan rúmir 6 km sem við hjóluðum saman. Það var þægilegur kafli, sléttur og rólegur. Þriðja Burning Mountain Festival raftónlistarhátíðin var í fullum gangi skammt fyrir utan Zernez, en þó voru flestir líklega þunnir, og það var straumur fólks til bæjarins. Við stoppuðum í Zernez og ætluðum að fá okkur heita máltíð á veitingastað. En þá föttuðum við að við vorum ennþá í Sviss. Því var farið í súpermarkaðinn, sem var troðfullur af þunnum raftónlistarkrökkum. Þar fengum við okkur hádegismat og leiðir skildu. Ég, Gústi og Óli fórum saman í austurátt, en Svavar og Júlli fóru í suðvestur. Svo ætluðum við að hittast í bænum Grosio um kvöldið.
Ath.: Hér er aðeins birt stutt brot úr ferða sögunni en hún er öll ásamt myndum á vef klúbbsins:.fjallahjolaklubburinn.is Dagur 13. 21. júní 2013. Davos - Grosio. 136,22 km Venju samkvæmt hófst dagurinn á morgunmat og svo búðarferð. Við vorum staddir í 1560 m hæð yfir sjávarmáli í Davos, það var frekar kalt í morgunsárið í þessari hæð og við sáum fram á erfiðan hjóladag, sem varð raunin. Dagurinn skiptist í rauninni í fimm hluta: Fyrsti hluti: Flüela Pass. Fyrsta fjallaskarðið hófst í 1554 m hæð yfir sjávarmáli og endaði í 2383 m. Vegaengdin upp á topp var 13 km, meðalhallinn 6,4% og heildarhækkunin 829 m. Þetta var erfitt, en samt ekkert viðbjóðs lega erfitt. Svavar og Júlli fóru aðeins á undan okkur, en við hinir fórum ca. 10 mínútum seinna af stað. Hjólið var sett í fyrsta gír og svo voru þetta bara þokkaleg átök í ca. 90 mínútur, og engin löng stopp á leiðinni. Það leið ekki á löngu þar til tré fóru að lækka og líklega um miðja brekku fórum við upp
Annar hluti: Passo del Fuorn/Ofenpass. Annað fjallaskarðið hófst í 1473 m hæð yfir sjávarmáli og endaði í 2149 m. Vega lengdin upp á topp var 21,6 km, meðalhallinn 3,1% og heildarhækkunin 829 m en heildar klifrið er 968 m. Heildarklifrið er meira þar sem það kom rúmlega 100 metra lækkun um miðja leið. 35
Þetta var aðeins auðveldara en fyrsta skarðið á heildina litið. Vissulega er þetta töluvert lengra, en á móti kemur að hallinn er minni heilt yfir og við fengum ágæta 5 km hvíld eftir um 7 km. Strax eftir 1 km varð brekkan mjög brött og kílómetrar 1-4 voru með 8,1% halla að meðaltali. Síðan var þetta bara nokkuð þægilegt alveg þangað til rétt í lokin, en síðustu 2 km voru með 9,1% og 8,2% halla. Þarna vorum við samtals búnir að hjóla ca. 55 km og heildarhækkun dagsins komin í 1818 m. Eitt af markmiðum ferðarinnar var að fara í meiri hæð en Hvannadalshnjúkur (2110 m) og þarna vorum við búnir að ná því tvisvar, og það á sama deginum. Frá toppi að næsta stoppi (þetta rímaði) voru tæpir 14 km og það allt niður í móti. Fyrstu fimm kílómetrana var mjög brött lækkun, allt að 12% halli, en síðan kom um 5 km frekar sléttur kafli áður en við tókum aðra 7-9% lækkun síðustu 4 km. Þá vorum við komnir í Santa Maria Val Mustair, sem er í 1375 m hæð. Í Santa Maria Val Muster var ca. 20°C hiti og skýjað og við vorum svangir. Við vildum eina heita, góða, kolvetnaríka og dýra máltíð áður en við tækjum lokakaflann útúr Sviss. En nei. Á þessum tíma í þessum bæ var heitur matur ekki í boði sem er kannski ekki skrítið þar sem íbúar bæjarins eru rétt tæplega 400 og
það var ekki matmálstími. Hins vegar fundum við bar og fengum dýrindis hveitibjór. Á meðan við sötr uðum bjórinn og reyndum að koma niður enn einum banana num og súkkulaðinu ræddum við um það sem var framundan, en það var Umbrail Pass, okkar langerfiðasta þolraun fram að þessu. Klukkan var ca. 16:00 og við vorum allir sammála um að það meikaði ekkert sens að ætla að hjóla upp þessa brekku; frekar þreyttir, illa nærðir og pínulítið óttaslegnir yfir því sem framundan var. En það stoppaði okkur ekki. Þriðji hluti: Umbrail Pass. Umbrail Pass hófst í 1375 m hæð yfir sjávarmáli og endaði í 2501 m. Vegalengdin upp á topp var 13,2 km, meðalhallinn 8,5% og heildarhækkunin 1126 m. Þetta byrjaði af krafti í 9,5% halla og það var sæmilega þéttur skógur fyrst 3-4 km og þar vorum við að hjóla fram og til baka. Við reyndum að taka beygjurnar sem víðastar til að fá smá breik. Við fengum þá hugmynd að kalla alltaf eftir hvern hjólaðan kílómeter en drifum aðeins upp í „EINN” en þá vildi Gústi ekki meira af því. Um miðja brekku kom smá malarkafli þar sem við tókum matar- og drykkjarstopp. Áður höfðum við stoppað nokkrum sinnum rétt til að ná andanum, en ekki of lengi svo við
36
Fjórði hluti: Stelvio Pass. Vandinn var sá að klukkan var orðinn 19:00, við vorum svangir, kaldir og þreyttir og það var virkilega freistandi að taka aflíðandi hægri beygju og renna í rólegheitunum á hótelið í heita sturtu. Það varð hins vegar ekki ofaná. Þess í stað opnuðum við bjór sem við deildum, tókum töskurnar af hjólunum og sögðum „fuck it”. Við sögðum það ekki beint, en þið skiljið. Þetta var einfaldlega dauða færi á því að hjóla eina flottustu og frægustu hjólaleið í heimi. Frá húsinu við vegamótin og upp á topp eru 3 km. Við byrjuðum í 2490 m hæð og enduðum í 2758 m. Meðalhallinn var rúmlega 10% og fór hæst í 12%. Heildarhækkun upp á 268 m. Heildarhækkun dagsins var þá komin í 3211 m. Einhvern veginn fórum við upp. Bjór, kuldi, og viljinn til að komast svona hátt keyrði okkur áfram, því við áttum kost á því að sleppa þessu. Búið var að skrifa á veginn með reglulegu millibili hversu langt væri eftir og það var ákveðin hvatning, og einnig var búið að skrifa skilaboð til einstakra hjólreiðamanna. Stundum er sagt að það sé kalt á toppnum. Á toppi Stelvio var um 5°C og mikill snjór. Við tókum myndir, skoðuðum útsýnið og fengum okkur svo að borða. Tíminn var hins vegar naumur. Klukkan var orðin 20:00 og
myndm ekki stífna upp. Það er nefnilega helvíti erfitt að taka aftur af stað í brekku og tekur mann 2-3 mínútur að ná aftur sama tempói. Á malarkaflanum var aðeins lengra stopp og Gústi dró upp stóran bjór sem við deildum. Vatnið og djúsinn var svo sem ágætt en bjórinn gerði meira fyrir mann. Lét mann mögulega slaka aðeins á vöðvunum en gaf manni líka kraft. Erfitt að lýsa því en við erum að tala um semi-bugaða menn af þreytu og við notuðum bara það sem virkaði. Áfram héldum við svo á þrjóskunni einni saman. Trjágróðurinn var horfinn og lítið um annan gróður, aðallega möl og grjót meðfram veginum. Hitinn lækkaði stöðugt og þegar voru svona 3 km eftir, í 2200 metra hæð, var ég eiginlega kominn í öll fötin mín, vettlingana og lambhúshettuna. Við höfðum haldið hópinn fram að þessu en Gústi fór að dragast aftur úr - var að verða orkulaus - og ákvað að skella í sig einhverju geli sem hann var með. Það fór ekki betur en svo að hann var næstum búinn að æla. Þegar þarna var komið vorum við farnir að sjá Stelvio, aðal markmið þessarar dagleiðar en við erum að tala um að Stelvio var ÞARNA uppi og maður fór að efast hvort við myndum hreinlega komast þetta. Við kláruðum Umbrail Pass, vorum komnir í 2501 m og inn í síðasta landið í ferðinni, Ítalíu.
37
það var slatti langt eftir að hótelinu og ekkert voðalega langt í myrkur. Við pöntuðum tvær pizzur og kók. Ítalska verðlagið hafði kikkað inn. Þetta var einhver sú besta máltíð sem ég hafði borðað lengi, bæði vegna svengdar og svo eru alvöru ítalskar pizzur bara drullugóðar.
Magnaður dagur að baki. Erfiður og eftirminnilegur og maður fór bæði stoltur og þreyttur að sofa. Tölulegar upplýsingar Við hjóluðum alls 1488,27 km í ferðinni á 14 dögum eða 106,3 km að meðaltali á dag. Heildarferðatími á hjóli var 79 klst. og 16 mín. Meðalhraðinn var 18,77 km/klst. Þetta var ekki dýr ferð miðað við hversu löng hún var. Flugið kostaði okkur ca. 30.000 kr. Inni í því var gjald vegna hjólanna sjálfra. Gistingin kostaði 350.000 kr. í heildina, eða 70.000 kr. per mann. Það gerir 4.386 kr. per nótt per mann að meðaltali. Að meðaltali kostaði gistingin okkur 21.930 kr. per nótt fyrir hópinn. Kostnaður vegna uppihalds var misjafn milli landa. Langódýrast var í Tékklandi en dýrast í Sviss. Ég myndi skjóta á að matur og drykkir hafi verið svona 5.000 kr. að meðaltali á dag. Heildarkostnaðurinn er því um 180.000 kr.
Fimmti hluti: Stelvio til Grosio brunið. Klukkan var ca. 20:30 þegar Stelvio brunið hófst. Áfangastaðurinn var Grosio í rúmlega 40 km fjarlægð og við áætluðum að það væri kannski klukkutími í myrkur. Frá Stelvio til Bormio er 21 km með lækkun úr 2758 m í 1225 m. Það er 7% meðal halli. Fyrstu kílómetrarnir á leiðinni niður voru hrikalega kaldir. Maður hjólaði ekki, var bara á bremsunni og það var mikil vindkæling. Frá Bormio að Grosio voru svo rúmir 20 km með nokkuð jafnri og stöðugri lækkun. Grosio er í 656 m yfir sjávarmáli. Það var komið myrkur þegar við komum til Bormio og góð ráð dýr. Við vorum svo vitlausir að vera illa ljósaðir. Ég var með gult ljós að framan, Óli með rautt ljós að aftan en Gústi var ljóslaus. Ég hjólaði því fyrstur, Gústi í miðjunni og Óli aftastur og við reyndum að hjóla mjög þétt saman, en þó ekki of þétt. Ljósið mitt er þannig að það blikkar en lýsir ekki mikið. Götulýsingin á vegunum var eiginlega engin og því ákveðin hætta á að hjóla í holu eða á stein með tilheyrandi veseni. Á móti kom að við vorum að drífa okkur svakalega. Einhvern veginn hafðist þetta samt og við komum á hótelið í Grosio um kl. 22:00. Svavar og Júlli voru mættir en hótelstarfsmaðurinn hafði verið áhyggjufullur, vitandi hvaðan við vorum að koma. Hann talaði ekki stakt orð í ensku en var samt hinn hressasti og bauð okkur upp á drykk við komuna. Við drifum okkur svo í sturtu og fórum þrír saman og fengum okkur pítsu og bjór. Algjörlega frábær pítsa en bjórinn aðeins síðri en þeir bjórar sem við vorum orðnir vanir.
Samantekt Þessi ferð stóð undir væntingum og rúmlega það. Aðalatriðið er auðvitað að ferðafélagarnir voru skemmtilegir. Andinn í hópnum var góður svo til allan tímann, menn voru á sömu bylgjulengd heilt yfir og ekkert stress. Við vorum hrikalega heppnir með veðrið. Eiginlega of heppnir, hitinn hefði mátt vera aðeins lægri. Ég náði að heimsækja þrjú ný lönd: Austurríki, Lichtenstein og Sviss. Hjólin stóðu sig líka vel og óhöppin fá. Hápunktarnir eru margir: Gönguferðin í Meißen, bjórinn í Regensburg, bæjarhátíðin, Dachau, bekkurinn í Langenbruck, að sjá Alpana, allir góðu bjórarnir, félagsskapurinn, hjólið hans Svavars og svo mætti lengi telja. Samt stendur Stelvio uppúr og í rauninni dauðadagurinn allur. Takk fyrir ferðina strákar. 38
BIG.SEVEN CARBON TEAM
NÝJUNG 27,5“ DEKK! ÞAÐ BESTA ÚR BÁÐUM HEIMUM. SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Á WWW.ELLINGSEN.IS
ellingsen.is
SKANNAÐU QR KÓÐANN TIL AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ Á ELLINGSEN.IS
39
SHOPIT
H J Ó L AT Ö S K U R
TOPIT
TOPIT bögglaberi sem festist framan á hjólið, með SHOPIT tösku, saman á tilboði:
18.900,-
RACKTIME TOPIT
BÖGGLABERI 10.300,-
BACKROLLER CLASSIC 23.900,vatnsþéttar
FLIGHT 22 BAKPOKI vatnþéttur 26.100,- TILBOÐ (34.800,- FULLT VERÐ)
ULTIMATE 6 STÝRISTASKA vatnsþétt 15.900,RACKTIME FOLDIT
BÖGGLABERI 7.900,WORKIT TASKA 24.800,GOTT PLÁSS FYRIR FARTÖLVU, BÆKUR OG RITFÖNG!
BACK ROLLER CITY 17.900,- vatnsþéttar
Netverslun með útivistarbúnað
Smiðsbúð 6 Garðabæ sími 564 5040