FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 24. árg. mars 2015 - Frítt
Hjólað í Tweed Ride Reykjavík Hjólað á Íslandi í 125 ár Hjólað um borg og bí Hjólað yfir Kjöl, í Malaví og í Ástralíu Hjólaráðstefnur, hjólaaðbúnaður og ný lög Hollusta hjólreiða og gróskan á Íslandi
Reiðhjól á Íslandi í 125 ár Páll Guðjónsson
Nú horfum við á uppgang í hjólreiðum út um allan heim með þeim þunga að líklega verður ekki aftur snúið. Íbúar stórborga hafa fengið nóg af heilsuspillandi mengun sem fylgir umferðinni. Yngri kynslóðir sækja í að búa í þéttri byggð þar sem ekki er sama þörf á einkabíl og hægt er að velja milli fjölbreyttra fararmáta eftir tilefni og vegalengd. Stórborgir um víða veröld hafa snúið við blaðinu og í stað þess að ryðja öllu úr vegi til að svala óseðjandi kröfum um meira rými fyrir fleiri bíla er farið að haga skipulaginu þannig að það bjóði upp á fleiri og minna mengandi valkosti. Eins og sjá má á efni þessa blaðs er unnið gríðarmikið starf innan Fjallahjólaklúbbsins og Landssamtaka hjólreiðamanna og er þó ekkert fjallað hér um gríðaröflugt og gott starf í hjólasportfélögunum. Samstarfið út í heim fer vaxandi í kjölfar heimsókna á hjólaráðstefnur á vegum ECF og komu erlendra gesta á hjólaráðstefnur LHM og Hjólafærni í Samgönguviku. Samvinna og samráð hefur líka batnað mikið hérlendis og hefur Reykjavíkurborg t.d. veitt báðum þessum aðilum Samgönguviðurkenningu fyrir starf sitt í þágu aukinna og bættra hjólreiða á Íslandi. LHM árið 2012 og framkvæmdastýru Hjólafærni á Íslandi 2014.
„Fyrstu fregnir af notkun reiðhjóla á Íslandi birtust í tímaritinu Fjallkonunni árið 1887. Greinin fjallaði um hæfileika kvenna og að þær gætu jafnvel skarað fram úr karlmönnum. Þar var orðið hjólhestur notað í fyrsta sinn. Fyrstu reiðhjólin sem vitað er að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890“. „Reiðhjól voru fyrst í fárra eigu og þóttu nýstárleg mitt í hestaumferðinni.“ Í tilefni þess að 125 ár eru frá komu fyrsta reiðhjólsins til Íslands gaf pósturinn út þetta skemmtilega frímerki sem Hany Hadaya hannaði og eins og sést á kynningartextanum fyrir ofan kom reiðhjólið á undan fyrstu bifreiðinni. Alla sögu reiðhjólsins má lesa á heimasíðu klúbbsins ásamt 25 ára sögu ÍFHK. Með til komu reiðhjólsins breyttist margt og innan um annan fróðleik í greinasafninu á heima síðunni er fjallað um mikilvæg áhrif hjólreiða á kvenfrelsisbaráttuna, því ekki gekk að hjóla í korseletti og stífum pilsum Viktoríutímabilsins.
2
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús flest fimmtudagskvöld frá kl. 20, alltaf eitthvað í gangi. Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 24. árgangur, mars 2015 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíða og Tweed myndir: Páll Guðjónsson Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins
Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félagsmönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félags skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmyndavörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðaf ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Landssamtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hjóla mönnum eru jafnframt í LHM.
© 2015 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.
Félagsgjaldið er aðeins 2000 kr. 3000 kr. fyrir fjölskyldur og 1000 kr. fyrir yngri en 18 ára. Það er auðvelt að ganga í klúbbinn. Kíkið á vefinn okkar, fyllið út formið og sendið okkur staðfestingu á borgun úr heimabankanum. 33
Úr dagskrá Fjallahjólaklúbbsins 2015 Ferðanefnd og Hrönn Harðardóttir
Helgarferðir Æ, ég þekki engan... Svona hugsa án efa margir, langar með en hafa áhyggjur af því að vera utangátta og þekkja engan. Engar áhyggjur, fólk með sameiginleg áhugamál finnur alltaf eitthvað til að tala um.
Nesjavallaferð í maí Við ætlum að fara nokkrar helgarferðir í ár. Árviss Eurovision ferð á Nesjavelli verður á sínum stað, helgina 23.-24. maí. Gist verður í bústöðum, grillað og heimsmálin rædd í heita pottinum og þeir sem vilja geta horft á Eurovision. Leiðin er að mestu á malbiki, ca. 10 km á malarvegi. Það eru ágætis brekkur til að reyna sig í, bæði upp og niður. Fín 50 km leið fyrir fólk til að vega og meta getu sína og sama leið hjóluð til baka. Trússbíll fylgir hópnum og ef einhver sér ekki fram á að komast upp bröttustu brekkuna, þá er minnsta málið að hoppa inn í bíl og fá far upp á topp.
Komdu með og sjáðu til hvort þú smitist ekki af óbyggðagleðinni. Hraða er stillt í hóf, við leggjum áherslu á að njóta náttúrunnar. Fólk þarf ekki að vera í neinu ofurformi, en samt vant hjólreiðum.
4
Snæfellsnes og Þjórsárdalur í júní 12.-14. júní verður Snæfellsnesið heimsótt. Gist verður á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi og hjólaðar léttar dagleiðir í nágrenninu á laugardag og sunnudag. Ferðaryk laugar dagsins skolað af í sundlauginni og farið út að borða um kvöldið. Kvöldvaka á tjaldsvæðinu; sungin ættjarðarlög og sagðar hreystisögur.
En hvað svo? Það má vel vera að það verði fleiri ferðir, ef þú ert með hugmynd, hafðu þ á s a m b a n d , n e tf ö n g o g s í m a n ú m er stjórnar er að finna á heimasíðunni okkar, www.fjallahjolaklubburinn.is. Við erum með kerru sem getur tekið 18 reiðhjól og erum alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Aukaferðir verða auglýstar með góðum fyrirvara á póstlista ÍFHK og facebook síðunni. Helgarferðirnar eru opnar öllum félagsmönnum ÍFHK.
Það voru svo margir svekktir yfir því að komast ekki með í Þjórsárdalinn í fyrra, að við ætlum að hafa aðra ferð 27.-28. júní í sumar. Það verður eldað saman í Hólaskógi á laugardagskvöldið og gist þar eina nótt. Náttúrup erlur, svo sem Gjáin, Stöng og þjóðveldisbærinn skoðaðar, Búrfellsvirkjun heimsótt, hjólað eftir línuvegi í gegnum skóginn og hjólhýsabyggðina.
Nýtt spjall á facebook Við erum með spjallhóp á facebook, hann heitir Fjallahjólaklúbburinn og þar er hægt að finna ferðafélaga og fá ráðleggingar um hvaðeina sem fólki dettur í hug þegar klúbburinn, reiðhjól og ferðalög eru annars vegar.
Hress hópur í haustlitaferð í Þórsmörk Mynd: Guðný Arngrímsdóttir
5
Þriðjudagskvöldferðir Brottför er öll þriðjudagskvöld frá maí byrjun til ágústloka frá Fjölskyldu og hús dýragarðinum, kl. 19:30. Fyrsta ferðin verður 5. maí, þá verður hjólað út í Klúbbhúsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Við fengum styrk í fyrra frá Reykjavíkur borg til að kynna kvöldferðirnar okkar. Við völdum að auglýsa á Facebook og það kom ljómandi vel út. Það varð aldrei messufall, að vísu urðum við að fella niður Viðeyjarferðina vegna óveðurs, en það mættu samt fimm manns og hjóluðu eða réttara sagt fuku um höfuðborgarsvæðið. Lengsta hjólaferðin var upp í Heiðmörk, þá mættu 20 og sumir skiluðu sér ekki heim fyrr en um og upp úr miðnætti. Við villtumst aðeins og enduðum úti í Garðabæ. Hver hefur ekki lent í því? 17. júní hjóluðum við í hátíðakaffi upp í Mosfellsbæ og hrepptum sögulegt fárviðri á bakaleiðinni. Vindstyrkurinn ku hafa náð fellibylshraða. Enginn er verri þótt hann vökni, og verður jafnvel bara hressari og kátari ef eitthvað er. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðjudags kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætingabikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudagskvöldferðunum.
6
Hrönn og Guðný léttklæddar og léttar í lund ásamt fleirum í ferð um Snæfellsnes
Klúbbhúsið okkar Við erum með aðstöðu að Brekkustíg 2. Miklar endurbætur voru gerðar á síðasta ári; gólfefni endur nýjuð, uppsöfnuðu drasli fleygt, ný húsgögn keypt og hitamál lagfærð. Nú er ágætis aðstaða fyrir 2030 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar, kaffihúsakvöld, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppákomur. Við fórum líka í tiltekt og endurbætur á neðri hæðinni; gólfið málað og aðstaðan gerð rúmbetri og aðgengilegri. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar fyrir félagsmenn, en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.
Myndbönd Fjallahjólaklúbbsins Hrönn Harðar hefur ekki aðeins verið sérlega dugleg að taka myndir í ferðum klúbbsins, bæði innanbæjar og úti á landi og jafnframt safna myndum frá öðrum í myndasafn klúbbsins. Nú hefur hún líka opnað YouTube rás Fjallahjólaklúbbins með nýju og gömlu efni ásamt spilunarlistum þar sem við söfnum saman á einn stað ýmsu áhugaverðu sem tengist klúbbnum eða hjólreiðum á Íslandi. Í tiltekt í klúbbhúsinu komu í ljós nokkrar gamlar VHS spólur með ýmsu athyglisverðu efni og er eitthvað af því komið á YouTube rásina okkar nú þegar. Það er merkilegt hversu margt hefur breyst frá tíma VHS spólunnar en líka hversu framsýnir einstaklingar innan okkar raða voru leiðandi í þeirri þróun. -PG
Úr Nesjavallaferðinni 2014 7
Hjólaleikfélagið Arnaldur Gylfason
Hjólaleikfélagið varð til vorið 2013 í tengslum við styrk sem Íslenski Fjallahjóla klúbburinn fékk úr sjóðnum Ódýrari Frí stundir sem notaður var til að efla hjólreiðar barna í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjólaleikfélagið leggur áherslu á leik og skemmtun á hjóli og á möguleika hjólsins sem leiktækis. Hjólaleikfélagið þróaði og hélt námskeið fyrir þrjá 4. bekki í Vesturbæjarskóla vorið 2013. Námskeiðið var fyrir einn bekk í einu og var byrjað á að hitta krakkana í bekkjarstofu, spjalla við þau og sýna stutt myndbönd af hjólalistum svo þau sæju hvað hægt er að gera á hjóli. Eftir þetta héldu allir út á skólalóð þangað sem börnin voru mætt með sín eigin hjól. Farið var yfir notkun bremsa, jafnvægi og stjórnun hjóls. Börnin leystu þrautir eins og að hjóla eftir línu, færa glas á milli borða og hjólasvig. Loks spreyttu börnin sig á þrautabraut þar sem fyrri þrautir voru tvinnaðar saman auk þess sem hjóla átti yfir vegasalt og eftir spýtu. Að lokum sýndi kennari nokkrar erfiðari þrautir á hjóli og börnin voru leyst út með viðurkenningarskjölum. Byrjað var á að setja saman handrit að námskeiðinu sem var svo þróað áfram á meðan námskeiðin voru haldin. Það lærðist margt á fyrstu tveimur námskeiðunum sem notað var til aðlögunar og gekk námskeiðið fyrir þriðja og síðasta bekkinn sérstaklega vel. Hjólaleikfélagið hélt einnig fjallahjóla námskeið fyrir börn og unglinga í Öskjuhlíð. Krakkarnir fengu kennslu í að bremsa, beygja í möl/mold og að fara yfir minni steina og rætur. Einnig var rætt hvernig best er að detta og kennari sýndi eina góða dettu. 8
Styrkurinn var notaður til kaupa á þremur Trials-hjólum til að nota við áframhaldandi námskeið og voru þau til sýnis og prófunar á Hjóladegi Vesturbæjar vorið 2014 sem Hjólaleikfélagið sá um. Þar var í boði að yfirfara reiðhjól og svo gátu ungir sem aldnir spreytt sig á ýmsum þrautum í þrautabraut sem lögð var. Gaman var að sjá alla prófa þrautirnar. Trials-hjól er sérstök tegund reiðhjóla sem henta til að komast yfir erfiðar þrautir eins og til dæmis uppá og á milli steina. Það sem vekur yfirleitt mesta athygli er að hjólin eru mörg hver sætislaus. Hjólaleikfélagið ætlar að halda áfram á sömu braut og halda námskeið fyrir börn og unglinga þar sem farið verður í erfiðari þrautir eins og að prjóna og stökkva á hjóli og fleira skemmtilegt. Hjólaleikfélagið hefur hlotið styrk frá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar sem verður notaður til kaupa á sérstöku stökkhjóli til að nota á námskeiðunum. Auk nám skeiðanna mun Hjólaleikfélagið halda sýningar í nokkrum skólum til að kynna námskeiðin og þessa tegund hjólreiða. Hjólaleikfélagið mun aftur sjá um Hjóladag Vesturbæjar þar sem boðið verður upp á þrautabraut og hjólin höfð til sýnis og prófunar. Hjólaleikfélagið samanstendur af Arnaldi Gylfasyni, Óskari Jónassyni og Hlyni Þorsteinssyni. Að auki á það ýmsa velunnara sem eru því til halds og trausts.
9
Óvarðar konur á hjóli Morten Lange
Flestir kannast nú orðið við Druslu gönguna þar sem boðskapurinn er sá að konur eiga ekki að þurfa að klæða sig með það í huga að minnka hættuna á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða jafnvel nauðgun. Á ensku er talað um „victim blaming“. Dómarar, lögreglumenn og blaðamenn hafa stundum látið að því liggja að kona sem var nauðgað eigi að einhverju leiti sök á því sjálf hvernig fór, vegna „ögrandi klæðaburðar“ eða hegðunar og ábyrgðinni þannig varpað á þolandann. Víða eru fórnarlömb ásökuð. Erlendis hefur hugtakið verið þó nokkuð notað í tengslum við umfjöllun um árekstra þar sem ekið hefur verið á gangandi eða hjólandi vegfarendur. Vissulega og sem betur fer er sjaldan hægt að tengja umferðarslys við ásetning, ólíkt í tilfelli nauðgunar. Ásökunin á fórnarlömbin liggur oft í því hverngi fjallað er um atvikin. Þegar ekið hefur verið á gangandi eða hjólandi vegfaranda sjást t.d. oft dæmi í umfjöllun fjölmiðla þar sem annað hvort
er fjallað af tillitssemi eða alls ekki um bílstjórann en af ónærgætni um hinn slasaða. Oft er t.d. fullyrt eitthvað í þá veru að sá sem „varð fyrir bíl“ hafi birst skyndilega, hafi ekki gætt að sér og svo framvegis. Sjaldnast er fjallað um þátt ökumanns, t.d. hvort hraði hafi verið eðlilegur miðað við aðstæður, hvort hann hafi sýnt árvekni við aksturinn eða hvort farsími eða aðrir í bílnum hafi átt athygli bílstjórans. Ef hjólreiðamaður á í hlut beinist athyglin að því hvort hún eða hann hafi notað reiðhjólahjálm, óháð því hvort höfuðið eða hjálmurinn hafi orðið fyrir höggi. Afbrigðileg í umferðinni Vissulega finnst undirrituðum að um fjöllunin sé eitthvað að batna, og er það vel. En það er tilhneiging í okkar samfélagi að líta einhvern veginn öðruvísi á gangandi eða hjólandi vegfarendur og þegar árekstur á sér stað er iðulega fjallað um atburðinn út frá sjónarhorni bílstjórans. Svo inngróið er þetta sjónarhorn að það hefur læðst inn í hugtakanotkun umferðarlaga og opinberan 10
málflutning um flokkun vegfarenda. Þeir sem ferðast um gangandi, hjólandi, skokkandi, í hjólastól , með göngugrind og svo framvegis, já, allir sem ekki ferðast um á bíl, eru nefndir „óvarðir vegfarendur“. Orðalagið „óvarinn vegfarandi“ segir nokkuð skýrt hvað sé talið almennt og eðlilegt, það er að ferðast um í stórri stál grind eða álíka varnarbúnaði. Þeir er u eðlilegir en hinir afbrigðilegir. Það er orðið eitthvað „hinsegin“ að ferðast um með þeim eina hætti sem þekktist alla tíð þar til fyrir hundrað árum. Gangandi og hjólandi virðast með þessu orðalagi vera einhverskonar villingar í umferðinni (líkt og samkynhneigðir voru kallaðir kynvillingar meðan slíkt þótti afbrigðilegt).
bifhjólum og á hestbaki einnig sem „óvarðir vegfarendur“. Í tölfræði leiðir það til ýmissa vandamála að flokka notendur bifhjóla og hesta með virkum samgöngumátum. Umferð bifhjóla og hestamanna er á margan hátt mjög frábrugðin, og að blanda þeim saman við virkar samgöngur með óljósum hætti getur leitt til misskilnings og rangtúlkana. Óvarinn er óheppilegt hugtak Með þessum obbolitla formála komum við loks að hvata þessara skrifa. Á heimasíðu Samgöngustofu var nýlega kynnt dagskrá Umferðar- og samgönguþings sem haldið verður 19. febrúar næstkomandi. Í kynningu segir: „fjallað verður um slys á hjólandi vegfarendum (óvörðum vegfarendum)”. Þar er þetta hugtak notað aftur. En eiginlega er það ekki notað samkvæmt venju, heldur virkaði þetta á mig líkt og sagt hefði verið: „fjallað verður um nauðganir kvenna (hið léttklædda kyn)”. Líklega var það ekki meiningin hjá þeim sem þetta skrifaði og kannski er þetta allt eitt „Freudian slip“: Eru mögulega undirliggjandi einhver ómeðvituð neikvæð viðhorf gagnvart gangandi og hjólandi sem birtast í vali á þessu orðfæri ? Þegar sjálf dagsskráin er skoðuð, er eftir tektarvert að ekki er minnst á hjólreiðar. Titillinn er: „Rannsókn (skýrsla) um banaslys og alvarleg slys í umferðinni með áherslu á óvarða vegfarendur“. Hvernig stendur á því að einhverjum, sem ætlaði að draga saman efni ráðstefnunnar, fannst knýjandi í þessu samhengi að bæta inn orðinu hjólandi með þessum skringilega hætti? Nú er ekki meiningin að gera þessi fáu orð á vefsíðu stofnunarinnar að stórmáli. Höfundur vildi vel. Þetta er bara nýlegt dæmi um hversu óheppilegt hugtakið er. Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Reykjavík, febrúar 2015 Myndir: PG
Virkar samgöngur Erlendis er í auknum mæli fjallað um „active transportation“, oft þýtt sem virkar samgöngur eða virkir samgöngumátar. Þessi hugtök eru notuð um samgöngur fólks sem ferðast fyrir eigin vöðvaafli. Þannig er verið að skilgreina þessa ferðamáta með jákvæðum hætti út frá því sem þeir eru en ekki út frá því sem þeir eru ekki. Einnig hafa verið notuð hugtök s.s. heilbrigðar samgöngur, vistvænar samgöngur, vöðvaknúnar samgöngur og fleira. Einhverjir gætu rangtúlkað þessi hugtök en það er aðallega vegna þess að við höfum ekki vanist þeim ennþá. Landssamtök hjólreiðamanna hafa bent á að ekki sé ákjósanlegt að löggjafinn noti hugtakið „óvarinn vegfarandi“ um þá sem stunda virka samgöngumáta. Það er heldur ekki eðlilegt að nota þessa orðræðu í opinberri umfjöllun um tölfræði og þess háttar því þetta er á margan hátt gildishlaðið hugtak með neikvæða merkingu sem hefur áhrif á hvernig við hugsum um umferðaröryggi, skipulag og daglegar ferðir. Auk þeirra sem stunda virkar samgöngur, knúnar eigin vöðvaafli, þá telst fólk á 11
Hjólreiðar bjarga mannslífum Það er gott að fjölmiðlar, fræðimenn, embættismenn og opinberar stofnanir sýni hjólreiðum áhuga. Mikið hefur verið fjallað um aukna tíðni slysa meðal hjólandi en því miður ekki minnst á samhengi hlutanna, sem er að hjólreiðar hafa aukist meira en slysin og þeim hefur því hlutfallslega fækkað. Átak sem gert hefur verið í að skrá og flokka stærra hlutfall slysa sem hjólreiðaslys er einnig hluti af ástæðu fjölgunarinnar. Þá hefur ekki verið minnst á að stóran hluta slysanna megi rekja til hönnunar á stígum og öðrum umferðarmannvirkjum sem er klárlega ábótavant, eins og kemur fram í skýrslunni sem verður kynnt á umferðarþingi í febrúar. Það þykir fréttnæmt að slysum fjölgi meðal hjólreiðafólks, við samgönguhjólreiðar, í ferðalögum, við íþróttaiðkun eða þar sem hjól eru notuð sem leiktæki. Það sem er nýtt eða breytt þykir fréttnæmt. En alls konar met eru líka fréttnæm. Samt sést aldrei fyrirsögn í blöðum eða skýrslum sem væri á þessa leið: „Heimsmet í öryggi hjólreiða“. Undirfyrir sögnin gæti verið: „Engin hefur látist á reið
hjóli í umferðinni síðan 1997“. Það þykir meira spennandi að fjalla um breytingar á milli stakra ára í fjölda látinna, og miklar ályktanir dregnir af því, þrátt fyrir að flestir fagmenn og allir tölfræðingar sjái hvað það er hæpið. En samfelld röð af núllum í meira en áratug, þykir ekki áhugavert, þrátt fyrir vinsældir núll sýnarinnar í umferðaröryggismálum. Ekki er heldur slegið upp niðurstöðunni sem samgönguverkfræðingurinn Þorsteinn Hermannss on kemst að varðandi fjölda dauðsfalla sem hjólreiðar sem samgöngumáti hafa komið í veg fyrir en þar styðst hann við líkan Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, til eflingar lýðheilsu. Nákvæma talan er svolítið á reiki háð forsendum, og WHO leggur upp með að ofmeta ekki ávinninginn, en hann er fimm mannslíf á ári. Til saman burðar hafa látist tíu manns árlega í bílum og á bifhjólum í umferðinni undanfarin ár. Tölur frá Hagstofu sýna að á árunum 2000 2009 létust 30 manns á aldrinum 21 - 66 ára vegna falls. Morten Lange
Evrópusamtök hjólreiðamanna, ECF, sem við erum aðili að í gegnum LHM, tóku saman skýrslu um hagrænan ávinning hjólreiða í Evrópusambandinu 2010. Þá völdu 7,4% íbúa Evrópusambandsins reiðhjólið sem sitt aðal farartæki. Hjólreiðar reyndust vera mikið meira en minna mengandi fararmáti því þær eru hagkvæmasti valkosturinn fyrir samfélagið. Auk minni mengunar, minni CO2 útblásturs, minni hljóðmengunar og minni eldsneytisnotkunar þá minnkuðu umferðar teppurnar þegar bílum á götunum fækkaði.
Ávinningurinn var 205 milljarðar evra eða 30.586 milljarðar íslenskra króna. Það má gera margt betra við þann pening en að sóa honum í dýrasta valkostinn í samgöngumálum, einkabílinn. Stærsti ávinningurinn sem nam 80% af þessari upphæð var samt kannski mikilvægari en allur peningurinn því það var heilsuþátturinn. Reglulegar hjólreiðar bæta heilsu og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll; þær bókstaflega lengja lífið. Sjá nánari umfjöllun á hjólreiðar.is.og lhm.is Páll Guðjónsson 12
Smá klassískur kveðskapur Freyr Ólafsson rekstrarstjóri hjá Handpoint er einn af þeim fjölmörgu sem hjólar daglega til og frá vinnu. Leið hans er úr Laugardalnum í Reykjavík í Hamraborg í Kópavogi. Á leiðinni vill Freyr helst annað hvort hlusta á hljóðbækur eða að setja saman kveðskap á ýmsu formi. Freyr leyfði Hjólhestinum að birta kveðskap eftir nokkrar ferðir.
8. janúar limra Seint gekk mér sækló á krossi, áfram siluðust teinar á hrossi, Eftir hnoð og hark, ég hlýju við mark, fagna sem heims mesta hnossi. 9. janúar Á leiðinni heim ég lagðist á stýrið og stundi. ,,Stíf er brekkan, leiðinda klaki og grjót”. Á ásnum hæst þá aftur kættist, mundi, að eftir raun er léttara niður í mót.
Ein frá fyrra ári Í brjósti ég kenni um bílstjóra þá, er í biðröðum hnussandi dóla. Síðar þeir vonandi vitkast smá og venja sig á það að hjóla.
13. janúar Í borginni er hobbý að bíða í röð, belginn að strjúka á ljósum. En við hjólarar framhjá glettin og glöð, gangstíga renna kjósum.
7. janúar Er steig á hjólið stirt var geð, stirður var og loppinn. Á skýi nú svíf vil syngja með, með sælu hlaðinn kroppinn. 13
Hvaða farartæki er þetta?
⃝ Reiðhjól ⃝ Reiðhjól
⃝ Reiðhjól ⃝ Rafmagnsmeð hjálparmótor hlaupahjól ⃝ Reiðhjól ⃝ Reiðhjól
Reiðhjól komu til landsins fyrir 125 árum og menn vita hvað er átt við þegar reiðhjól ber á góma. Nema á Alþingi því í umferðarlögum er u öll tækin hér fyrir ofan sett undir skilgreininguna reiðhjól. Landssamtök hjólreiðamanna hafa ítrekað lagt til að farartækin fái að heita sínum réttu nöfnum
l ki / rtæ a r Fa Venjulegt reiðhjól Reiðhjól með hjálparmótor Vélknúið hlaupahjól Tvíhjóla ökutæki á einum öxli Hjólastóll max 15 km á klst. Létt bifhjól í flokki I Létt bifhjól í flokki II Bifhjól
⃝ Rafmagns- hjólastóll ⃝ Reiðhjól
í skilgreiningum laganna og að ákvæði um notkun reiðhjóla eigi jafnframt við um þessi tilteknu tæki. Það er rökrétt og gerir mönnum kleift að styðjast við þessa eina skilgreininu á reiðhjólum í öðrum lögum og reglum. Eins og staðan er núna er ekki visst að ákvæði þeirra eigi við um reiðhjól samkvæmt málvenju eða samkvæmt skilgreiningu í umferðarlögum. Núna er t.d. verið að endurskoða ákvæði reglug erðar um gerð og búnað reiðhjóla. Hvaða reiðhjól er átt við þar? Fyrir neðan er reynt að þýða stofnanamálið yfir á mannamál og skýringamyndir eru hér efst. Ekki veit ég hver rökin eru fyrir þessu orðalagi því allan rökstuðning skortir. -Páll Guðjónsson og ÁD
Hvaða farartæki er þetta? m lögu í g ýsin
⃝ Segway skutla ⃝ Reiðhjól
aði ta x hr á no Ma M - Já - Já 25 Bannað 25 Bannað 15 Bannað 25 Já 45 Já - Já
tíga / -s t t é t llað ngs iti t ka a galegt he n t n o e n a Má Lag Alm Já Reiðhjól Reiðhjól Já Reiðhjól Rafmagnshjól / Pedelec Já Reiðhjól Rafmagns hlaupahjól Já Reiðhjól Segway skutla Já Reiðhjól Rafmagnshjólastóll / Rafskutla Létt bifhjól í flokki Rafmagnsvespa I Já Skellinaðra II / Vespa Nei Létt bifhjól í flokki Nei Bifhjól Mótorhjól
t rau a kb
14
Breytingar á umferðarlögum Árni Davíðsson
Teljarinn við Suðurlandsbraut taldi yfir 100.000 hjólandi vegfarendur 2014 Frumvarp til breytinga á umferðarlögum var lagt fram á Alþingi í haust. Í því voru m.a. lagðar til breytingar á skilgreiningum og reglum um svo kallaðar rafvespur eða rafskutlur, sem heita samkvæmt frumvarpinu „létt bifhjól í flokki 1”, það eru tæki sem ekki komast hraðar en 25 km/klst. (hér eftir kallaðar skutlur). Ýmislegt var þar til bóta, eins og að skutlur skuli nú flokkast sem bifhjól en ekki sem reiðhjól eins og áður var túlkað í umferðarlögum og einnig að skýrt er nú kveðið á um hvað séu rafknúin reiðhjól og hvað ekki, en rafknúin reiðhjól falla undir sömu ákvæði og reiðhjól. Rafknúið reiðhjól er tæki með sveifarbúnaði, sem ekki gefur hjálparafl nema fótstig sé knúið og hættir að gefa hjálparafl þegar 25 km/klst. hraða er náð. Í frumvarpinu var líka lagt til bann við akstri skutla á akbraut með 50 km hámarkshraða eða yfir, en lagt til að akstur skutla yrði leyfður á öllum gangstéttum og stígum. Landssamtök hjólreiðamanna gerðu ýmsar athugas emdir við frumvarpið. LHM telur það óráð að banna akstur skutla á akbrautum enda er umferð allra annarra farartækja leyfð á akbrautum, þar á meðal reiðhjóla, og ef slíkt víðtækt bann væri samþykkt við einni gerð ökutækja án rökstuðnings, væri það hættulegt fordæmi fyrir notkun reiðhjóla. LHM lagði líka til að akstur skutla yrði almennt bannaður á stígum og gangstéttum en að sveitarfélög gætu leyft akstur þeirra á stígum með boð merkjum enda væri þá tekið mið af því hvort
stígurinn væri öruggur fyrir skutlur og aðra notendur stíga. Einnig gerði LHM athuga semd við skilgreiningu á reiðhjólum og við sérstakar þverunarreglur fyrir skutlur og að notendur skutla skuli skyldaðir til að nota hjólastig ef hann er samsíða gangstétt eða göngustíg. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis gerði síðan talsvert veigamiklar breytingar á frumvarpinu hvað varðar skutlurnar. Það sem breyttist í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu var að akstur skutla verður ekki bannaður á akbrautum og einnig voru felldar niður kröfur frumvarpsins um að þessi öku tæki væru tryggð með ábyrgðart ryggingu og að til aksturs þeirra þyrfti þar til gert ökuskírteini. Nefndin setti þó inn ákvæði um aldurstakmark og má engin yngri en 13 ára stjórna skutlum. Nefndarálitið var samþykkt og lögin því í samræmi við það. Frá sjónarmiði LHM er það til bóta að raf reiðhjól séu nú skýrt afmörkuð, að skutlur séu ekki lengur reiðhjól og að aka megi skutlum á akbrautum. Neikvætt er að leyfilegt verður að aka skutlum á öllum gangstéttum og stígum án gæðaeftirlits sveitarfélaga með hvort þær henti til þessarar umferðar og að ennþá séu tæki sem ekki eru reiðhjól skilgreind sem reiðhjól í umferðarlögunum og að sérstakar reglur um umferð skutla hafi verið settar án þess að gera heildarendurskoðun á þessum reglum fyrir öll ökutæki. 15
Til vinstri sjást stígarnir sem voru skoðaðir og atriði sem voru skráð, hver punktur táknar eitt atriði. Hægri mynd sýnir staði sem voru metnir hættulegir, fengu matið „Mikil hætta“. Samtals fengu 48 atriði þetta mat eða um 16% af skráðum atriðum.
Öryggisskoðun hjólastíga Á síðasta ári fékk undirritaður styrk frá Rannsóknarsjóði vegagerðarinnar í samvinnu við Hörð Bjarnason á verkfræðistofunni Mannvit til að gera skýrslu um öryggisskoðun hjólastíga. Hörður hafði veg og vanda að ritun skýrslunnar en ég gerði öryggisúttektir á nokkrum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er nú komin út og er hún aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar og frá heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna ásamt með skýrslum yfir öryggisúttektir. Samtals vor u skoðaðir 28,5 km af hjólastígum í fjórtán úttektum. Atriði sem gerð var athugasemd við voru skráð ásamt staðsetningu og tekin mynd ef þurfti. Skráð var athugasemd við atriðið, athuga semdirnar voru flokkaðar í flokka (t.d. skert stígsýn, hætta við stíg, yfirborð, vegvísar, umferðarmerki o.fl.), mat var lagt á áhættu í þremur flokkum (mikil hætta, lítil hætta, þægindi) og tegund úrbóta í þremur flokkum (viðhald, minniháttar framkvæmd, meiriháttar framkvæmd) og tillaga síðan gerð að úrbótum. Niðurstöðurnar verða kynntar sveitar félögunum ásamt skýrslunni um öryggis úttekt hjólastíga. Óskað er eftir því að þau taki niðurstöður úttektanna til skoðunar og láti lagfæra þau atriði sem bent er á. Jafnframt verða þau hvött til að láta fara fram öryggisúttektir á öðrum hjólastígum hjá sér. Árni Davíðsson
Hætta við stíg, grindverk án merkingar alveg við stíg.
Hætta á stíg, vatn frá uppsprettu rennur yfir stíg og frýs að vetrarlagi. 16
Hjólað með Reykjavíkur maraþoni Árni Davíðsson
Félagar í Fjallahjólaklúbbnum hafa í mörg ár hjólað með í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst sem lið í fjáröflun klúbbsins. Á undan hverri hlaupavegalengd fara tveir undanfarar á reiðhjólum og á eftir koma tveir eftirfarar á reiðhjólum. Hlaupavegalengdirnar eru 42, 21, 10 og 3 km. Hlutverk undanfara er að vera á undan fremstu mönnum í hlaup unum, vara fólk við ef það er fyrir og gera viðvart um komu þeirra á gæslu- og drykkjar stöðvum. Þeir sem eru undanfarar þurfa að geta hjólað á 20 km meðalhraða þá vegalengd sem um er að ræða. Eftirfarar láta vita þegar síðasti maður er komin í gegn á gæslu- og drykkjarstöðvum og fara hægar yfir. Bæði
Undanfarar le
ggja af stað
undan- og eftirfarar eru síðan í sambandi við brautarstjórn maraþonsins og láta vita hvar þeirra hlauparar eru staddir í brautinni. Það er þörf á um 16 manns sem undanog eftirfara en þeir geta verið fleiri eða færri eftir atvikum ef menn skipta með sér verkum eða taka að sér fleiri hlutverk. Í ágúst auglýsir Fjallhjólaklúbburinn eftir sjálfboðaliðum úr hópi klúbbmeðlima en ef menn vilja festa sér pláss fyrir þann tíma geta menn verið í sambandi við klúbbinn t.d. í tölvupósti og lýst yfir áhuga. Þetta er mjög eftirminnileg og skemmtileg vinna og menn láta gott af sér leiða og upplifa frábæra stemningu í bænum á hlaupadaginn.
Tveir hressir eftirfarar bíða þess að lagt sé af stað 17
Eftirfarar taka við
Hjólað til framtíðar Hjálmar Sveinsson
Mikið var hjólreiðaráðstefnan, sem haldin var í Iðnó í samgönguvikunni síðasta haust undir heitinu Hjólað til framtíðar, vel heppnuð. Klaus Bondam fyrrum borgarstjóri og núverandi formaður dönsku hjólreiða samtakanna, flutti áhugavert erindi um „dönsku leiðina“. Hann hjólaði um borgina, hitti borgarstjóra, sagði að góður árangur hefði náðst í hjólastígagerð í Reykjavík undanfarin ár en það mætti bæta um betur og gera hjólreiðar að enn sýnilegri samgönguvalkosti. Það varð til þess að borg arstjór n samþykkti í október að skipa starfshóp til að endurskoða hjólreiðaáætlun borgarinnar. Í erindisbréfi segir að Hjólreiðaáætlun Reykja víkurborgar sem samþykkt var árið 2010 hafi skilað markverðum árangri. Hlutverk hópsins sé að fara yfir fyrirliggjandi framkvæmd og gera aðgerðaáætlun til að gera hjólreiðum enn hærra undir höfði í Reykjavík. Helstu verkefnin eru: • að skoða hvernig hægt er að fá fleiri til að hjóla í og úr skóla • fjölga hjólastæðum, hjólamerkingum og skiltum • kynna hjólreiðar betur sem samgöngu valkost • skoða leiðir til að fá atvinnulífið og stóra vinnustaði í lið með borginni með því að fá starfsmenn og stjórnendur til að hjóla í og úr vinnu.
• leggja mat á stöðu hjólreiða sem sam göngumáta og skilgreina mælanleg markmið (hjólreiðabókhald borgarinnar) sem fylgt verði eftir. Starfshópinn skipa fulltrúar borgar stjórnarflokkanna. Til ráðgjafar eru sérfræð ingar á umhverfis- og skipulagssviði. Verk fræðistofan Mannvit hefur verið ráðin til að setja upp drög og koma fram með lausnir og verkfræðilega útfærslu við framkvæmd nýrrar hjólreiðaáætlunar. Drögin eiga að vera tilbúin 1. apríl þegar þau verða lögð fyrir borgarráð. Þau fara síðan í víðtækt samráðsferli en stefnt er að því að fullbúinni Hjólreiðaáætlun verði formlega ýtt af stað í samgönguvikunni haust 2015. Nýja hjólreiðaáætlunin mun auðvitað byggja á þeirri gömlu. Hún var tímamótaplagg árið 2010. Þar voru settar fram á einfaldan og áhrifaríkan hátt upplýsingar um kosti hjólreiða fyrir hvern og einn og fyrir samfélagið í heild sinni. Þar voru líka kynnt metnaðarfull markmið í hjólastígagerð. Tíu kílómetrar á ári til ársins 2020, alls 100 kílómetra af hjóla stígum á tíu árum. Þessi markmið munu verða áfram í gildi og ljóst að borgaryfirvöld munu þurfa að spýta í lófana til að ná þessu marki. Í lok þessa árs verða hjólastígar 35 km í Reykjavík. Í ár setur borgin um 350 milljónir í hjólastíga. Megin áherslan er í Bústaða- og 18
Háaleitishverfi. Til stendur að leggja hjólastíg meðfram Bústaðavegi frá Háaleitisbraut að Stjörnugróf. Á næsta ári verður lagður stígur frá Háaleitisbraut að Kringlumýrarbraut. Á þessu ári verður lagður tvístefnustígur meðfram Háaleitisbraut frá Miklubraut að Listabraut og ætlunin er að leggja einstefnu hjólastíga við Grensásveg frá Miklubraut að Bústaðavegi, eins og frægt er. Á næstu þremur árum verða lagðir hjólastígar í Elliðaárdal, meðfram endilangri Miklubraut, meðfram Sundlaugarvegi, Rauðarárstíg, Snorrabraut, Suðurgötu og Hofsvallagötu. Einnig verða lagðir stígar í samvinnu við Vegagerðina meðfram stofnbrautum; Kringlu mýrarbraut, Bústaðavegi frá Kringlumýrar braut að Snorrabraut, Geirsgötu og Mýrar götu og Hringbraut milli Snorrabrautar og Sæmundargötu. Sú mikilvæga hjólreiðasamvinna er mögu leg vegna tímamóta samgöngusamnings sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Innan ríkisráðuneytið og Vegagerðin gerðu til tíu
ára árið 2012. Það er mikið fagnaðarefni að Vegagerðin og Innanríkisráðuneytið skuli nú vilja vera þátttakendur í að skapa fjölbreytta, vistvæna samgöngukosti á höfuðb orgar svæðinu, langfjölmennasta íbúasvæði landsins. En í allri þessari upptalningu á verkefnum, kílómetrum og áætlunum er mikilvægt að gleyma aldrei aðalatriðinu, sjálfum forsendum allra þessara framkvæmda. Þær eru ágætlega orðaðar í hjólreiðaáætluninni frá 2010: „Aukin hlutdeild hjólreiðafólks í borginni mun hafa góð áhrif á umhverfi, lýðheilsu og lífið í borginni og skapa betri borg.“ Með öðrum orðum sagt, það að gera Reykjavík að framúrskarandi hjólaborg er liður í því að gera hana vistvænni og mannvænni. Auðvitað verður það líka meginmarkmið nýrrar hjólreiðaáætlunar. ‑Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og formaður stýrihóps um endurskoðun hjólreiðaá ætlunar Reykjavíkurborgar.
Upptökur af hjólaráðstefnum Undanfarin fjögur ár hafa verið haldnar nokkrar afar metnaðarfullar hjólaráðstefnur sem LHM og Hjólafærni á Íslandi hafa staðið fyrir eða komið að. Margir erlendir gestir hafa heimsótt Ísland í tengslum við þessar ráðstefnur auk fjölda íslenskra fyrirlesara. Allt hefur þetta verið tekið upp og er hægt að horfa eða hlusta á þessa fyrirlestra á vef Landssamtaka hjólreiðamanna lhm.is Má þar minnast á Klaus Bondham formann
Landssamtaka hjólreiðamanna í Danmörku sem Íslendingar geta lært margt af. Uppáhalds glæran hans fjallaði um hvernig kannanir sýndu meiri hamingju meðal þeirra sem hjóluðu en þeirra sem notuðu aðra fararmáta. Einnig höfum við fengið fleiri sérfræðinga frá Danmörk, Hollandi, Þýskalandi og víðar að sem allir hafa flutt afar athyglisverð erindi auk hinna íslensku. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara. -Páll Guðjónsson
19
Kjalvegir
Haukur Eggertsson
Að hjóla Kjalveg hefur verið vinsælt meðal bæði innlendra og erlendra hjólreiðamanna. Auðvelt er að skilja af hverju lagt er á þennan veg. Þarna eru engar óbrúaðar ár sem heitið getur, fjöldi skála og gistimöguleika eru á svæðinu, rútur ganga þarna reglulega um, landslagið er stórbrotið á milli jöklanna þegar til þeirra sést og laugin á Hveravöllum nauðsynlegur áfangastaður til þess að slaka á og hreinsa sig eftir afrek ferðarinnar. En þegar hjólreiðamaðurinn hefur eitt sinn hjólað yfir Kjöl, er ólíklegt að hann hafi hug á því að gera það aftur. Nú á hinum síðustu og verstu tímum ferðamannaparadísarinnar Íslands er umferðin of mikil, rykið of mikið, kyrrðin of lítil og þvottabrettin of mörg. Sé ekki lagt í hann fljótlega eftir að vegurinn opnar má búast við nægum þvottabrettum til þess að hrista í sundur allar þær heilasellur sem viðkomandi átti í upphafi ferðar. En hvað er þá til ráða? Svarið er einfalt; að velja hina fáförnu hliðarvegi og götur. Sunnan megin eru nokkrar leiðir eða hálfleiðir. Hægt er að fara upp skógræktina í Haukadal, inn á línuveg á Haukadalsheiði og síðan austur og koma inn á Kjalveg aftur skammt norðan Gullfoss. Önnur leið er að fara af línuvegi nokkru vestar, en þó austan Mosaskarðs, beygja norður meðfram skógræktargirðingu, fara yfir Farið á göngubrú FÍ sunnan undir Einifelli, kíkja á Hagavatn og fara síðan Hagavatnsveg inn á Kjöl skammt norðan Sandár. Þrem til fjórum kílómetrum
norðar er svo hægt að taka illa merktan veg/ reiðgötu til hægri sem liggur inn í Fremstaver. Þaðan má svo fara reiðgötur meðfram Bláfelli að austanverðu í stað Bláfellshálsins (sem ég hef ekki hjólað) og koma aftur inn á Kjalveg við Hvítárbrú, eða taka stytting upp gamla Kjalveg sem mætir þeim nýja uppi á Bláfellshálsi, en sá vegur er illhjólanlegur niður í móti vegna grófleika þannig að ég biði ekki í hann upp í móti. Eftir að yfir Hvítárbrú á Kjalvegi er komið er hægt að taka veginn í Hvítárnes og fara þaðan gömlu reiðleiðina sem gengur oft undir nafninu Kjalvegur hinn forni, um Hvítárnes, Þverbrekknamúla og Þjófadali í Hveravelli, en leggurinn á milli Þverbrekknamúla og Þjófadala er allgrófur í hrauninu, og hætt við að ferðalangurinn þurfi að leiða hjólið á köflum, eða að koma strax aftur inn á veg við Árbúðir. Aðrar leiðir að sunnan eru t.d. um Hrunamannaafrétt með slæðingi af skálum og smærri vöðum og koma inn á Kerlingafjallaafleggjarann miðja vegu milli Kjalvegar og Ásgarðs, sunnan brúarinnar yfir Jökulfallið. Önnur leið og talsvert lengri er upp Gnúpverjaafrétt frá Sultartanga, en sú leið er nokkru erfiðari, stærri ár, nokkrir skálar og langir vatnslausir sandar um Setur og koma inn á Kerlingafjallaveg skammt vestan Ásgarðs. Þá kann að vera hægt að hjóla á köflum miðleiðina um Kjöl, vörðuðu leiðina sem liggur upp með Svartá um Beinhól og Grettishelli en hana hef ég bara gengið að hluta en hún er allgrýtt í Kjalhrauninu miðju. 20
Að norðanverðu eru nokkrar leiðir, sú syðzta er Eyfirðingavegur sem fylgir norðurjaðri Hofsjökuls í Ingólfsskála og áfram í Laugafell, en þá leið varða fjöldi jökuláa sem eru ófærar í vatnavöxtum snemmsumars, á meðan enn er að bráðna vetrarsnjór á Hofsjökli eða eftir rigningar, en þeirra helstar eru meginárnar Blanda og Vestari-Jökulsá. Hægt er að yfirgefa þessa leið til norðurs og sleppa Vestari-Jökulsá með því að fara t.d. Skiptabakkaleið eða Hraung arðaleið ofan í Skagafjörð. Þessar leiðir skyldu engir nema vanir vatnamenn fara og þá vel síðsumars. Önnur leið og norðar, en einnig yfir Blöndu, liggur af Kjalvegi rétt sunnan brúar yfir Seyðisá og er þá komið inn í Guðlaugstungur. Meira um hana síðar. Tveimur kílómetrum norðan slysavarnarskýlisins við Arnarbæli til vesturs er leiðin um Krákshraun sem tengist inn á Arnarvatnsheiðarvegakerfið og er hið áhuga verðasta leiðarval sem bíður upp á marga möguleika, en er nokkuð seinfarin. Öruggt vatnsból og tjaldstaður er við Ströngukvísl ca. miðja vegu inn á Stórasand. Þá eru næst tvær leiðir til vesturs rétt sunnan við útfallið úr Blöndulóni. Sú syðri leiðir ferðalanginn þegar norðar dregur um óskýrar en sæmilega greiðfærar reiðgötur vestan Mjóavatns vestur fyrir Friðmundarvötn þaðan sem leiðir eru til vesturs ofan í Vatnsdal eða til norðurs í Svínadal. Sú nyrðri fylgir vegi vestan Þrístiklu, á milli Friðmundarvatna og kvíslast síðan í leið til vesturs niður í Svínadal eða til austurs
niður í Blöndudal. Norðan Blöndulóns er bílvegur eftir stíflugörðum Blöndulóns austur Eyvindarstaðaheiði, en þaðan liggja leiðir norður Blöndudal að austanverðu, ofan í Svartárdal í Húnavatnssýslu, eða áfram austur og að Aðalmannsvatni og þaðan eru leiðir norður í Mælifellsdal eða áfram austur í Gilhagadal. Ýmsar óglöggar reiðleiðir eru á þessum slóðum. Af þessu öllu má vera ljóst að óþarfi er að þola ryk, þvottabretti og umferð þó Kjalvegur sé hjólaður. Fylgir hér með ferðasaga eins af sex styttri hjólreiðatúrum liðins sumars sem farin var í byrjun júlí 2014. Ég hafði dvalið um helgi með fólki í sumarbústað í Úthlíð en sunnanátt næstu daga beindi mér í norðurátt. Þurrt hafði verið síðustu daga og mig langaði til þess að prufa nýjar Kjalleiðir. Samferðafólk mitt ferjaði mig góðfúslega norður á Bláfellsháls, og var ég ferðbúinn nokkru upp úr hádegi. Fékk ég rútubílstjóra til þess að ferja eitthvað af mat og klæðum fyrir mig í Hveravelli áður en ég stakk mér norður af hálsinum. Vegurinn var ekki eins slæmur og ég óttaðist, enda stutt síðan hann opnaði, og sóttist ferðin hratt niður í meðvindinum. Þegar yfir Hvítá var komið hélt ég áfram norður, framhjá Árbúðum og Fremri Skúta og u.þ.b. miðja vegu á milli Skútanna er ógreinilegur slóði til vesturs (vinstri) í átt að Þverbrekknamúla. Tók ég hann. Meðvindurinn hafði verið svo mikill, og umferðin þó það strjál, að enginn bíll hafði
Kort í meiri upplausn og fleiri myndir úr ferðinni á fjallahjolaklubburinn.is
21
tekið fram úr mér þessa 25 kílómetra eða svo. Vegurinn var þægilegur en ögn sendinn til að byrja með. Eftir þrjá kílómetra var komið að vaði yfir Svartá. Vaðið var þokkalegt og ekki djúpt og þornaði ég hratt í sól og sunnanþey. Nú var komið í Kjalhraun þannig að leiðin varð nokkuð grýttari og krókóttari en þó hin fínasta skemmtun. Nokkrum kílómetrum norðar fer vegurinn yfir reiðg ötuna á „Kjalvegi hinum forna”, heldur svo áfram norður með bökkum Fúlukvíslar uns leiðirnar mætast aftur við göngubrúna yfir í Þverbrekknamúla. Snæddi ég þar nesti við litla lind, minnugur vatnshallæris í hrauninu norðan Þverbrekknamúla í fyrri ferð. Leiðin norður gerðist nú all torsótt. Götur voru þröngar og mikið af lausum hraunmolum í þeim sem erfitt var að sneiða hjá. Oft þurfti að stíga af hjólinu og leiða það yfir mestu hindranirnar. Sóttist ferðin því seint. Áð var við göngubrúna við Hlaupin yfir Fúlukvísl. Við hana á ég eina af mínum gleðilegri minningum frá einni af mínum fyrstu göngu ferðum, sem leiddi okkur einmitt norður þennan forna Kjalveg fyrir hartnær 20 árum. Við félagarnir vorum komnir í skálann undir Þverbrekknamúla til gistingar, þegar við lásum í ferðafélagsbók, sem þar var, að óþarfi væri að snúa aftur í vestur yfir göngubrúna, hægt væri að stytta sér leið beint í norður um Þverbrekkurnar og Múlana og stökkva yfir gilið þar sem heitir Hlaupin, og það sem meira var, fólk gat í alvörunni stokkið þarna yfir, öfugt við ýmis önnur „hlaup” sem finna má um landið, svo lengi sem menn væru hraustir fullhugar (sem við töldum okkur að sjálfsögðu vera). Mátti með þessu spara sér vel á fjórða kílómeter. Héldum við því morguninn eftir norður á bóginn. En það rigndi og seinna hellirigndi. Upplitið varð heldur minna, pokarnir þyngri og grjótið varð hálla í bleytunni. Lítt hlökkuðum við til stökksins yfir gljúfrið, þar sem bráður bani beið hvers þess sem rataði ekki yfir í fyrstu
atrennu. En áfram héldum við og viðruðum ekki áhyggjur okkar hver við annan. Allt í einu sáum við brúna þarna fyrir neðan okkar og urðum harla glaðir og ekki eins tregt tungu að hræra. En þarna var ég nú kominn (í þriðja sinn) aftur 20 árum síðar. Áfram var nú haldið, yfir erfiða kafla, en þegar nálgast tók Þjófafell komst ég út úr hrauninu og greikkaði því færið. Farið var að kvölda og því sló ég upp tjaldi suðvestan fellsins í syðra minni Þjófadala. Var nóttin tíðindalaus. Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur. Ég fylgdi reiðgötum austan ár, en skrapp þó vestur yfir á, án hjólsins, í erindagjörðum í afhýsi Þjófadalaskála. Eftir stutt stopp þar hélt ég aftur yfir Þjófadalakvíslina og var nýbyrjaður að leiða hjólið upp Þröskuldana þegar ég mætti hópi hestafólks á leið suður. Það ávarpaði mig auðvitað á útlensku, þó að íslensk væru. Þegar upp á Þröskuldana var komið settist ég aftur á fákinn og renndi mér norður á bóginn ofan í Sóleyjardal, yfir nokkra snjóskafla í lægðum mót norðri. Þegar niður í dalinn kom varð á hægri hönd fyrir nýstikuð gönguleið yfir í Hveravelli, yfir hraunið, og þarf þá ekki að fara yfir Stélbratt. Ákvað ég að láta reyna á þá leið enda bæði hjólað og gengið veginn áður. Ekki var leiðin greiðfær en þó að mestu þokkalega hjólanleg. Hlýtt var og lítill meðvindur og mátti ég fækka klæðum. Kom nú í ljós að ég hafði gleymt sólarvörninni og fannhvítt bak mitt hafði ekki litið sól síðan síðasta sumar, og óttaðist ég að ég myndi frekar uppskera rautt en brúnt. Áði ég í lítilli gjótu í skjóli fyrir vindum. Komu þá að tvær þýzkar göngukonur úr suðri, en ég hafði hjólað framhjá þeim án þess að taka eftir þeim þegar þær höfðu sjálfar áð í hrauninu skammt fyrir sunnan. Áttu þær sólarvörn og gáfu mér meira að segja það sem eftir var í lítilli túpu, og höfðu þökk fyrir og leiðbeiningar um hvernig þær gætu komið við í Strýtunum sem er gígurinn þaðan sem Kjalhraunið rann; 22
magnaður staður. Var nú áfram haldið, og komið að Hveravöllum úr suðri. Fékk ég pakkann, sem ég hafði fengið rútubílstjóranum daginn áður, og fékk mér gott bað í lauginni áður en ég hélt af stað. Þegar komið var upp brekkuna ofan Hveravalla beygði ég til vesturs að Veðurstofuhúsinu og þaðan til norðurs að hesthúsi sem þar er. Tók ég síðan reiðgötur sem liggja í norður og síðar NNA og koma inn á Kjalveg rétt sunnan brúarinnar yfir Seyðisá. Þessar reiðgötur voru misgreiðfærar, en að mestu leyti hjólanlegar, engan var að sjá, og kyrrðin alltumliggjandi utan blíðs fuglasöngs. Vaða þurfti tvisvar yfir Þegjanda. Nú var komið að ögurstundu í ferðinni. Átti ég að reyna við Blönduvaðið eins og ég hafði oft hugsað um, eða halda áfram norður þjóðveginn? Auðvitað að reyna við Blöndu, enda hafði ferðin verið farin til þess. Hjólaði ég nú upp með Seyðisá að sunnanverðu, fram hjá gömlu fjárhaldi, og áfram rúma fjóra kílómetra uns komið var að Blönduvaði. Þarna hafði ég hugsað mér að tjalda og reyna svo við ána um sex leytið um morgunninn þegar hvað minnst ætti að vera í henni. En klukkan var bara rúmlega sjö að kvöldi , og vaðið virtist ekkert mjög ógnvænlegt, þó heldur styttra en ég hafði búist við (stutt þýðir jú dýpra og/eða straumharðara). Mig langaði
því til að reyna hvernig mér gengi, til þess að eiga samanburðinn um morguninn. Ég hringdi því í föður minn, sagði honum frá fyrirætlan minni, og ef að hann heyrði ekki í mér innan 20 mínútna, hefði illa farið. Fór ég nú úr öllu að neðan nema vaðskóm og fikraði mig út í ána. Hún var nánast volg, ekkert mjög straumhörð og dýpkaði lítið. Áfram hélt ég, og var nú kominn yfir miðja á og þó var dýpið ekki nema rúmlega hnéhæð. Við austurbakkann minnkaði straumurinn en dýpið hélst þar til skömmu áður en ég kom upp úr. Þetta hafði ekki verið neitt mál og óþarfi að bíða morguns. Skellti ég mér nú aftur yfir, hringdi í pabba og setti nýjan áhyggjutíma eftir 30 mínútur, óð aftur yfir með farangur, sótti svo hjólið, aflétti áhyggjutíma, lestaði hjólið á ný og lagði af stað hjólandi norður á bóginn. Þessar slóðir eru mjög fáfarnar af öðrum en hestamönnum, enda árnar sem þarna eru farartálmi fyrir bæði bíla og fótgangandi. Eftir um þriggja kílómetra reið var komi að Svörtu kvísl. Hún er á strangara og grýttara vaði en Blanda, en reyndist mun vatnsminni. Fór ég hana í tveimur ferðum, með farangur annars vegar og hjól hins vegar. Enn var hjólað, en nú varð vart við „vegabætur”, og í stað mjúkra en þéttra moldagatna var búið að moka of miklu af leiðinda möl í veginn, sem dró
23
ná strætó í Varmahlíð eða vestan Blönduóss. Það sem ég hafði hjólað bæði Mælifellsdal og Blöndudal áður, ákvað ég að fara ofan í Svartárdal og ákveða þar hvort ég myndi reyna við Kiðaskarð yfir í Skagafjörð. Hélt ég því norður og seinna austur þegar leiðin kvíslaðist, fór brekkuna ofan í Svartárdal, en ákvað þar að tíminn væri óþarflega naumur fyrir Varmahlíð og hjólað því út Svartárdalinn. Dalurinn er þröngur og fallegur og því skemmtilegri til hjólunar en ég hafði átt von á. Vindurinn blés enn duglega á eftir mér. Kom ég upp á hringveginn við Húnaver, beygði til vesturs, uns komið var í Blöndudal, fór síðan suður yfir Blöndu á brú og Svínvetningabraut (nyrðri). Var nú leiðin í vestur og vindur hættur að blása í bak heldur var nú orðinn mun vestlægari og því allmótstæður. Sóttist ferðin því seint, auk þess sem vegurinn var eitt drullusvað. Þegar upp á malbik var komið við Húnavelli var ég svo drullugur að ég taldi fyrir víst að mér yrði aldrei hleypt inn í nokkra rútu svo útlítandi. Fór ég því að hótelinu og spurði hvort vatnslanga væri á svæðinu svo ég gæti spúlað mig. Það reyndist víst ekki vera. (Þau voru ekkert mjög lausnarmiðuð þessi útlensku grey sem voru þarna í afgreiðslunni). Þá hélt ég áfram og náði inn á hringveg 20 mínútum áður en von var á strætó. Brá mér að Stóru-Giljá þar sem ég átti að eiga fjarskylda ættingja, bar upp erindið, og fékk ungling til þess að sprauta mig hátt og lágt með garðslöngunni, en sjálfur sprautaði ég á hjólið Mér varð ögn kalt við þessar aðfarir þannig að ég hjólaði af stað og náði strætó í mynni Vatnsdals. Þá kom í ljós að afgreiðslukerfi strætisvagnsins var bilað, svo það var ókeypis þennan daginn, þannig að ekki hafði ég sparað mér mikið fé á því að taka vagninn svona vestarlega. Í Staðarskála skipti ég yfir í þurr föt. Úr Mjóddinni hjólaði ég svo aftur heim í Hlíðarnar eftir þennan þriggja daga hjólreiðatúr norður Kjöl þar sem eingöngu fyrstu 25 kílómetrarnir voru á bílvegi.
heldur úr gleðinni. Fimm kílómetrum eftir Svartá fór Herjólfslækurinn að renna samhliða veginum, tveim kílómetrum seinna rann hann í Ströngukvísl en þaðan renna þær saman undir brú og út í Blöndu. Yfir brúna var hjólað og skömmu síðar kvíslaðist vegurinn norður á bóginn og suðaustur að Ströngu kvíslarskála. Þar sem ég er mikill áhugamaður um hálendisskála, gat ég ómögulega látið tækifærið að kanna skálann framhjá mér fara, en tæplega kílómetra spotti liggur að honum. Hann var læstur, en símanúmer í glugga gaf mér samband við skálaverði við Galtará, sem gáfu mér upp númer á lásaboxi. Þetta reyndist allstórt og veglegt hús og fór vel um mig um nóttina. Þriðjudagsmorgunn var þyngri en fyrri dagarnir og strekkingur að sunnan. Húsið var kvatt og síðan fokið norður á bóginn. Skömmu eftir að ég var kominn aftur á aðalveginn ætlaði ég að vera vakandi fyrir reiðgötu til austurs sem myndi leiða mig að Aðalsmannsvatni, en missti af henni á þeysingnum norðureftir. Miðaði ferðinni nú allhratt, nema hvað ég varð þess fljótlega var að ég hafði misst vatnsbrúsann og mátti ég berjast til baka nokkur hundruð metra að sækja hann. Skömmu seinna sprakk afturdekkið og mátti ég gera við það. Fór nú að rigna og átti eftir að súlda á mig öðru hverju það sem eftir leið dags. Galtará var því miður komin í ræsi, þannig að rómantíkin við að greiða lokka mína þar, var minni en í þau tvö skipti sem ég hafði komið áður að norðurbakka hennar. Í skálanum var mér boðið upp á kaffi og eftir að hafa gert upp skálagjaldið hélt ég áfram norður á bóginn uns ég kom að gatnarmótum norðan Galtarár. Til vestur var leiðin yfir Blöndustíflur inn á Kjalveg, til austurs voru leiðirnar ofan í Skagafjörð en til norðurs ofan í Blöndudal eða Svartárdal. Ég hafði hug á því að ná strætó í bæinn um kvöldið og borga sem minnst fyrir hann skv. því þyrfti ég annað hvort að 24
25
Hvað er hjólreiðar.is? Páll Guðjónsson
Þegar fólk er farið að ferðast um landið á reiðhjóli eða keppa þá er það komið svolítið lengra en þeir sem eru á upphafsreit að velta fyrir sér hvort það sé þorandi að láta sjá sig á reiðhjóli. Það fólk er yfirleitt bara að spá í hvort þetta sé kannski hentug leið til að koma sér á milli staða, eins og alltaf er verið að tala um. Það er hvorki að spá í sportið né ferða mennskuna, bara að koma sér í vinnuna eða skólann. Fyrir þennan hóp var verkefninu hjólreiðar.is hrundið af stað. Hjólreiðar.is leitast við að „normalisera“ hjólreiðar og koma ímynd samgönguhjólreiða aftur í eðlilegt horf hjá þeim sem telja þetta hættulegt jaðarsport. Markmiðið er að kynna hjólreiðar fyrir almenningi og útskýra hversu einfalt og þægilegt er að hjóla. Mottóið er að það þurfi bara að setjast á hjólið og hjóla af stað. Ef hjólið er með bremsur og annað í
lagi þarf ekkert meir. Hjólið má vera gamalt og snjáð, það þarf ekki endilega fullt af gírum eða vera hannað fyrir torfærur með dempurum og hvað þetta heitir allt. Þú þarft ekkert að kunna á þessi tæknimál. Ef hjólið bilar ferðu bara með það á verkstæði. Það þarf heldur ekki sérstakan fatnað til að hjóla. Þeir einu sem þurfa að kaupa sér nýjar yfirhafnir eru þeir sem eru ekki vanir að ganga lengra undir beru lofti en til og frá næsta bílastæði. Þá er líka tímabært að þeir breyti aðeins um lífsstíl. Kannski tekur bara nokkrar mínútur að hjóla í vinnuna og maður sleppur við umferðarteppur og bílastæðavesen. Á korteri er hægt að hjóla hálfa Reykjavík, án þess að svitna. Það er líka oft hægt að velja sér fallegar leiðir sem ekki er hægt að upplifa í bifreiðum og má þar nefna yndislega leið sem nær frá 26
Ægissíðu, meðfram ströndinni inn í Fossvog og áfram meðfram Elliðaám alla leið upp í Heiðmörk. Á vefnum er farið yfir kosti hjólreiða ótölulegur fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að hjólreiðar lengja líf fólks og bæta heilsufar, efla líkama og sál. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir sem hjóla eru ánægðustu vegfarendurnir en ökumenn bifreiða minnst ánægðir. En það er ýmislegt sem er gott að vita þegar maður byrjar að nota reiðhjól sem samgöngutæki og á hjólreiðar.is er fjallað ítarlega um þau atriði sem vert er að hafa í huga til að hámarka öryggi sitt, svo sem hvernig best er að staðsetja sig á akrein. Stundum þarf að taka ríkjandi stöðu svo hjólandi sé ekki settur í hættulegar aðstæður þegar bíll reynir framúrakstur þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það. Þetta og fleira er fjallað um í ítarlegu kennsluefni um tækni samgönguhjólreiða. Þetta efni var það fyrsta á íslensku þegar við byrjuðum að kynna það 2007-2008 bæði á prenti og á vefsíðum Fjallahjólaklúbbsins, Landssamtaka hjólreiðamanna og síðar hjólreiðar.is sem er samstarfsverkefni þessara félaga. Hjóla
færni á Íslandi kennir þessa sömu tækni á námskeiðum og með fyrirlestrum ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum. Við reynum að kveða niður ýmsar mýtur tengdar hjólreiðum og þar er stærsta mýtan sú að hjólreiðar séu hættulegar. Hættulegt athæfi lengir ekki lífið, en það gera reglulegar hjólreiðar hinsvegar. Þær eru þó ekki hættulausar frekar en annað í lífinu en þegar t.d. banaslys eru skoðuð eru hjól-reiðar tvímælalaust öruggasti fararmátinn á Íslandi því enginn hefur látið lífið síðan 1997 en á sama tímabili hafa 321 látið lífið í umferðinni. (Samtals hafa 1502 látið lífið í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi). Þeg ar tölum um fjölda hjólaferða á höfuðborg arsvæðinu er slegið inn í heilbrigðisr eiknivél WHO, World Health Organisation, er niðurstaða sú að áætla má að þessar hjólreiðar komi í veg fyrir a.m.k. fimm ótímabær dauðsföll á ári og spari samfélaginu yfir milljarð kr. árlega. Já hjólreiðar virka betur en nokkur pilla og nú eru læknar byrjaðir að benda þeim sem til þeirra leita með ýmsa kvilla á þessa kosti hreyfingar frekar en að skrifa upp á pillur. Það verður ekki allt læknað með pillum eftirá.
Það er mikið af svipmyndum af hjóla menningunni á Íslandi á hjólreiðar.is. Forsíðumyndin, þessar og fleiri í blaðinu voru teknar á Tweed Ride Reykjavík sem verður endurtekið 6. júní í Reykjavík og 29. ágúst á Akureyri 27
Hjólafærni á Íslandi hefur undanfarin ár boðið upp á ýmis konar hjólatengda þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og almenning. Meðal annars er boðið upp á hjólatengda fyrirlestra, hjólaviðgerðarnámskeið, kennslu í hjólafærni og síðast en ekki síst, hjólaskoðun Dr. BÆK. Markmið félagsins er að efla hjólreiðar á landinu og bæta hjólreiðamenningu í víðum skilningi. Heimasíðan er hjólafærni.is. Hjólaskoðun Dr. BÆK á vinnustöðum hefur verið vinsæll viðburður á vorin í skólum, á vorhátíðum og á vinnustöðum. Þá kemur doktorinn í vitjun og skoðar reiðhjól, lagfærir það sem er smálegt, pumpar, smyr og stillir og gefur út heilbrigðisvottorð eða tilvísun eftir atvikum til sérfræðings, ef eitthvað er að hjólinu. Starfsmenn í fyrirtækjum eða nemendur í skólum eru hvattir til að vera viðstaddir skoðunina til að læra einföld trix í viðhaldi á sínum hjólum. Á hverju vori skoða doktorar Hjólafærni þúsundir hjóla og þar sem þeir koma endurtekið vor eftir vor er greinilegt að ástand hjólanna hefur tekið framförum. Fyrirlestrar í boði eru t.d. um samgöngu
hjólreiðar, hjólaferðalög, heilsuáhrif hjólreiða og reiðhjólið sjálft. Þeir eru gjarnan haldnir á vinnustöðum og fjöldi áheyrenda takmarkast við salastærð. Viðgerðarnámskeið hafa verið haldinn á mörgum vinnustöðum, í skólum, hjá sí menntunarmiðstöðvum og hjá Fjallahjóla klúbbnum. Kennt er g r unnviðhald og viðgerðir eins og að gera við sprungið dekk, skipta um bremsupúða og stilla gíra. Einnig eru kenndar flóknari viðgerðir. Fólk kemur gjarnan með eigin reiðhjól og vinnur með þau en Hjólafærni útvegar verkfæri og áhöld. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður til að allir hafi tök á að gera við sjálfir. Kennsla í hjólafærni fer fram á vettvangi. Kennt er hvernig þægilegast er að hjóla til samgangna á stígum og götum og hvaða leiðir er gott að velja hjá hverjum og einum. Farið er yfir hjól þátttakenda áður en farið er af stað, pumpað, smurt og stilltir gírar og bremsur. Hjólafærni hefur verið kennd í skólum, á sumarnámskeiðum, á vinnustöðum og víðar. Hjólafærni hefur líka kennt bæði börnum og fullorðnum að hjóla frá grunni.
Dr. BÆK og starfsemi Hjólafærni Árni Davíðsson 28
Dr. BÆK að störfum
Viðgerðarnámskeið
Kennsla í hjólafærni 29
Langaholt Torfhvalaskáli
Eldborg
Grábrók
Snorrastaðir
528
BIFRÖST
Fjallakofi
Glanni
553
Faxaflói
Varmaland
50 535
1
Hví
Hjólað um Ísland BORGARNES
Hreppslaug
ður
rfjall
f jör
Hafna
520
1
Akrafjall
H va
r
s Litla kaffistofan
llsheið
Krókamýri
427 24
36
GRINDAVÍK
i
Þi n
42
avegur Bláfjall 26 417
Bláfjöll
Seltún, Krýsuvík
Suð
darve urstran
Krýsuvíkurberg
30
38
Ljósifo
Úlfljótsvatn
Hellisheiðarvirkjun
Reykjadalur
14
26 350
36
HVERAGERÐI
Hellisheið
39
Þras
i 35
12 38
SELFOS
Ölfusá 38
Selvogur
Lyn
atn
360
380
gur
365
llav
Nesjavellir
16
Grindarskörð
g va
23
li
25 VOGAR t 21 brau s e n ja Lambafellsgjá Reyk Keilir Sog 428
13
36
So g
Heiðmörk 42
Leirur Vatnskot
Nesjavallavegur
ngs
43
Blue Lagoon 425 Bridge Between Continents
Mosfe
Þre
HAFNIR
Þingvellir
arð
ne
41
Glymur
48
REYKJAVÍK
41
ir
Brunnar
Mosskógar
REYKJANESBÆR
rygg
52
arsk
Esja
435
(KEFLAVÍK / NJARÐVÍK)
45
Hjalli
36
45
Uxah
47
460
lar
429
Fitjar
48
1
Keflavík 21 International Airport
n
461
ng 1
Brautartunga
s va t
Kjós
r
rð u
47
51
gö ðar
lf j ö
GARÐUR
SANDGERÐI
Reykjanes
47
51
rada l
Þórirsstaðir Ferstikla Bjarteyjarsandur
Hlaðir
MELAHVERFI
52
Sko r
gi
504
Kja
Garðskagi
Hraunfo
Kleppjárnsreykir
gadra
ga r
Selskógur
Skarðsheiði
505
50
519
Geldin
Bor
508
502
Recommended route to / from Reykjavík EuroVelo Distance in km between points
518
515
Sesselja Traustadóttir
H
523
HVANNEYRI
– nú eða farið í rútu!50 533
fja val
51
510
54
Camping site Accommodation Mountain hut or shelter AKRANES Shop with provisions Swimming pool Nature bath, geothermal spa
Reykholt
Deildartunguhver
Baulan
tá
537 540
EuroVelo
Flj
522
427
ÞORLÁKSHÖFN
34
10
14
34
TJARNARBYGGÐ
EYRARBAKKI STOKKSEYRI
33
33
G
Ferðamenn sem fara á reiðhjólum um landið hafa tekið fagnandi á móti kortinu Cycling Iceland. Það kom fyrst út árið 2013, þar sem reynt var að draga saman alla hjólaþjónustu landsins og síðan kom út virkilega skemmtilegt kort 2014, þar sem unnið var mun ítarlegra og sérhæfðara landskort með nauðsynlegum upplýsingum fyrir hjólandi ferðamann.
Yfir vetrarmánuðina hefur Hjólafærni sinnt því að senda kortið eftir pöntunum út fyrir landsteinana. Áætluð útgáfa á Cycling Iceland 2015 kortinu er 1. júní. Fjölmargir aðrir hafa og lagt lóð sitt á vogarskálarnar og er öllu þessu góða fólki þakkað þeirra framlag. Allar ábendingar um það sem betur má fara í útgáfunni eru ævinlega vel þegnar. Fram til þessa hafa þær komið víðsvegar að og hafa reynst mikill styrkur við gerð kortanna.
Á hjólakortinu frá 2014 má sjá undirlag allra helstu vega á Íslandi og umferðarþunga sem má vænta á þeim vegum. Þar er einnig merkt inn gisting og tjaldstæði sem eru utan við 20 km radíus við þéttbýli, helstu vöð á vegum á hálendinu og upplýsingar um hjólaþjónustu sem er í boði hringinn í kringum landið.
Sesselja Traustadóttir til hægri á mynd, er ritstjóri Cycling Iceland kortanna og framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi er útgefandi þeirra. Ómar Smári Kristinsson og Nina Ivanova, til vinstri á mynd, eru höfundar 2014 og 2015 kor tanna. Ingi Gunnar Jóhannsson hjá Hugarflugi, til hægri á mynd, er höfundur Public transport kortanna.
Samhliða hjólakortinu var unnið línulegt kort yfir allar almenningssamgöngur í landinu og hefur samgöngukortið sýnt sig vera í sérlegu dálæti þeirra sem starfa við að upplýsa ferðamenn um slíka þjónustu. Við gerð almenningssamgangnakortsins var leitað eftir að kynna alla þá þjónustuaðila sem bjóða áætlunarferðir um allt land, á landi, sjó og með flugi. Hjólakort um Ísland er eingöngu gefið út á ensku en kortamyndin stendur fyrir sínu. Markmiðið með útgáfu þess er að hvetja til hægfara ferðamennsku og betri nýtingar almenningssamgangna um allt land. Þeir sem slá inn www.cyclingiceland.is fara inn á enskan hluta heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins, en þar eru líklega bestu upplýsingarnar að finna á innlendum vef, til leiðbeiningar um hjólaferðalög um Ísland. Þar er einnig linkur á pdf útgáfu af kortinu. Kortið hefur verið prentað árlega í 30.000 eintökum og það hefur farið mjög hratt í dreifingu. 31
Sektir á meðal svartra svana
Klaus Bondam og greinarhöfundur hittust fyrst í Adelaide.
- með Sesselju Traustadóttur á VeloCity Global í Ástralíu 2014 Í landi andfættlinganna kann löggan að díla við hjólandi vegfarendur. Hún bara sektar þá sem eru hjálmlausir. Þó aðeins örbrot af íbúunum sé á hjólum hefur löggan alvarlegar áhyggjur af þeim sem ekki eru með hjálm á höfðinu. Enda hvað getur hún skipt sér af offitufaraldri bílaþjóðarinnar sem byggir álfuna því þar eins og allt um kring í hinum vestræna heimi, er hreyfingarleysi beinlínis að drepa fólk. Ástralir leggja mikla áherslu á öryggis vitund. Eða svo er sagt. Ég tók þátt í VeloCity ráðstefnunni í Adeilaide í maí 2014 með erindið „Did God ride a bike to Iceland? Remarkable social changes since 2008“. Smádótið sem okkur var afhent við upphaf ráðstefnunnar, endurspeglaði áherslur þar lendra í samkeppninni við aðra ferðamáta. Ég fékk lítinn heila. Bara svona mjúkan sem Snata finnst gaman að hlaupa á eftir og sækja! Svo fékk ég allskonar meira dót, gult og glansandi, og æðisleg hjólagleraugu. Líka aulahroll. Hversu aðlaðandi er að skella sér á hjólið og hugsa um heila? Í auglýsingatímanum á RÚV í gærkvöldi var mér sagt að hækka tónlistina í botn og fíla mig dansandi á bílnum í gegnum smástræti borgarinnar. Enginn heili þar – ó, nei
Í Adelaide búa milljón manns. Hún er stór borg á ástralskan mælikvarða. Hún er renni slétt í grunninn, engar brekkur fyrr en komið er í hlíðarnar umhverfis borgina, þar sem vínviðurinn vex og skógareldar geysa nánast árlega. Það er komið haust. Ekki nema 18 stiga hiti. Kjörhiti til hjólreiða. Um alla borg eru skemmtilegar hjólaleiðir og hjólareinar á götunum. En það eru bókstaflega allir á bíl! Aðstæður allar hinar bestu til að hjóla - en samt svona fáir. Borgaryfir völd í Adelaide virðast á svipuðu róli og meirihlutinn í Reykjavík. Það er einlægur vilji til þess að greiða fyrir umferð hjólandi. VeloCity ráðstefnan var eitt skref í áttina. Þar komu saman gestir mestmegnis frá Eyjaálfu, Asíu og Evrópu. Í Adelaide var World Cycling Alliance hleypt formlega af stokkunum að frumkvæði European Cyclist Federation, en það er net fyrir hjólahvetjendur um allan heim. Hvatningin er nauðsynleg. Til þess er þessi grein, þetta blað, starf okkar í LHM og víðar. Við erum í gríðarlegri samkeppni við fjársterkan iðnað; olíuvelda og bílaframleiðenda. 32
Vegir liggja til allra átta – en hvaða leið er best að hjóla?
Þegar bíllinn er skilinn eftir heima og hjólað af stað opnast nýr heimur undir berum himni með nýjum valkostum og það getur verið mikið ævintýri að uppgötva nýjar leiðir um borgina. Má þar nefna leiðina meðfram suðurströnd Reykjavíkur inn í Fossvog og alla leið upp í Heiðmörk þar sem hægt er að forðast samneyti við bílaumferð að mestu alla leið. Einnig er hægt að hjóla á móti umferð í einstefnugötum uppi á gangstétt eða þar til gerðum hjólastígum. Skemmtilegast getur verið að uppgötva þessar leiðir í góðum félagsskap t.d. í rólegu þriðjudagskvöldferðunum okkar í Fjalla hjólak lúbbnum á sumrin eða ferðunum á
laugardagsmorgnum sem Landssamtök hjól reiðamanna og Hjólafærni á Íslandi standa fyrir. Á myndinni sést Strava heatmap sem sýnir hvar notendur forritsins hjóla mest og hvaða leið þeir velja milli hverfa, sveitafélaga o.s.frv. Það hafa jafnvel verið uppi hugmyndir um að yfirvöld nýttu sér svona kort til að forgangsraða framkvæmdum þegar kemur að úrbótum hjólaleiða. Reyndar eru notendur Strava meira keppnisfólk að æfa sig heldur en almenningur að dóla sér í vinnuna en þetta er góð viðmiðun ef þú ratar ekki úr Grafarvog í Hafnarfjörð. labs.strava.com/heatmap Páll Guðjónsson
Sektir... framhald: Mikael Colville Andersen, Manfred Neun, Klaus Bondam, borgarstjórinn, Janette Sadik-Khan – stjörnum prýtt sviðið. Heilsa, heilbrigði, öryggi, upplifun, leikir – ekkert jafnast á við hjólið. Hvatning, merkingar, hönnun, aðgerðaplön – allt dregið fram. Viðburðir, skemmtun og tengslamyndun! Það er meðal þeirra þátta sem hafa gert okkur ómetanlegt gagn í að koma verkefnum af stað hér á Íslandi; ræðumenn á ráðstefnur, hvatning og hugmyndir. Í Ástralíu er allt öfugt. Við flugum héðan um vor og lentum þar um haust. Gripum andköf þegar við sáum svarta svani - en það eru engir hvítir svanir í álfunni! Og þessir svörtu eru ótrúlega fallegir.
Á sama tíma og hjálmaskylda varð staðreynd í Ástralíu, dró úr notkun reiðhjóla. Hvort það var afleiðing hjálmaskyldunnar eða almennt rýmri heimilishags, vitum við ekki eða hvort það var eitthvað allt annað. Kannski ímyndin um litla heilann? Óttinn kannski? Skortur á heildarsýn? Hver veit. Þjóðin virðist vera að vakna upp af sínum Þyrnirósarsvefni, mikilvægi heilbrigðis er sett í forgang, mengun og umferðaröngþveiti er staðreynd og þessi litla þjóð í þessu stóra landi, hún virðist hafa áhuga á því að komast aftur út að hjóla. Næsta VeloCity ráðstefna verður í Nantes í Frakklandi, 2. – 6. júní 2015. www.velo-city2015.com Heimasíða VeloCity ráðstefnunnar í Adelaide er www.velo-city2014.com 33
EuroVelo teygir sig til Íslands: 1
EuroVelo
Atlantshafsleiðin um Suðurland
Atlantshafsleið
Sesselja Traustadóttir og Morten Lange yfirlitskort og upplýsingar um einstakar leiðir í löndunum sem þær liggja um.
Um alla Evrópu er unnið að gerð hjóla leiðan etsins EuroVelo. Viljir þú hjóla í gegnum Loire dalinn í Frakklandi eða fara eftir ströndum Eystrasaltslandanna, ættirðu að fletta upp á EuroVelo. Það er hjólaleiðanet sem er í mótun um alla Evrópu, unnið undir hatti Evrópusamtaka hjólreiðamanna, ECF - European Cyclist Federation. Hjólaleiðir EuroVelo liggja frá suðri til norðurs, austri til vesturs, um strendur og sveitir, fjöll og dali og tengja borgir og bæi. Með EuroVelo er unnið að því að skapa heilsteypt leiðanet hjólaleiða um alla álfuna; með viðmiðum og skilyrðum sem unnið er eftir og eiga um leið að tryggja ákveðin gæði á hjólaleiðunum sem hjólandi ferðamenn geta notið. Á meðal viðmiða er gert ráð fyrir ákveðnu aðgengi að þjónustu, takmörkunum á halla vega og umferðarmagni. Aðgreindir stígar þykja bestir en víða liggja leiðirnar um vegi þar sem umferð er undir viðmiðunarmörkum. Í maí árið 2013 voru 45.000 km af hjóla leiðum komnar á kortið en stefnt er að því að kílómetrarnir verði orðnir 70.000 árið 2020, þegar verkefninu á að vera lokið. Á heima síðu EuroVelo, www.eurovelo.com, er ágætt
EuroVelo 1 á Íslandi - Atlantshafsleiðin Það er nokkuð um liðið síðan stjórnar menn úr röðum Landssamtaka hjólr eiða manna fengu áhuga á því að vinna að merkingu hjólaleiða um Ísland og að stefna að því að tengja Ísland EuroVelo hjólaleiðanetinu. Einnig leitaði EuroVelo til LHM, til að kanna möguleika á að framlengja leiðanetið til Íslands Eftir nokkra fundi, jamm og já og yfirlegu, var ákveðið að blása til ráðstefnu um tækifæri í hjólaferðamennsku. Hún var haldin í húsnæði verkfræðistofunnar Eflu í febrúar árið 2012. Þar var margt skemmtilegt rætt og kynnt enda margir sem lögðu hönd á plóginn. Öll innlegg og upptökur af erindum ráðstefnunnar eru aðgengileg á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is Upp úr þessari ráðstefnu urðu til nokkrar merkilegar afurðir. Ein þeirra var að sett var saman IPA umsókn til ESB; Cycling Iceland – Eco Innovation in Tourism. Þar var í raun unnin ákveðin þarfagreining á því sem þyrfti að gera til að vinna landsnet hjólaleiða um 34
Ísland. Í ljósi þess hvernig IPA styrkjunum reiddi af á Íslandi þegar hætt var við aðildar viðræðurnar við Evrópusambandið, voru aðstandendur nokkuð þakklátir fyrir að hafa ekki fengið umræddan styrk. En vinnan var komin á blað. Hún hefur nýst áfram við innleiðingu EuroVelo leiðarinnar um Ísland. Námsmennirnir Eva Dís Þórðardóttir og Gísli Rafn Guðmundsson fengu síðan styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að vinna skýrsluna Hjólaleiðir á Íslandi. Þau voru dugleg að kynna skýrsluna á opinberum vettvangi og á meðal ráðamanna og uppskáru að launum Forsetaverðlaunin fyrir verkið. Fyrir áramótin 2013/2014 var auglýst á vegum ECF eftir áhugasömum til að vera með í næsta áfanga EuroVelo verkefnisins. Nú þurfti að hafa snör handtök því stuttur tíma var til stefnu og þrjú ár í næsta tækifæri. Ferðamálastofa, Vegagerðin, Landssamtök hjólr eiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fylktu sér á bak við umsókn um þátttöku og samkvæmt ferlinu sem tók nokkra mánuði, var landið samþykkt inn í verkefnið.
nýtast heimamönnum vel enda ekki nema 14 km á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða. Haustið 2014 hlaut íslenski hlutinn af EuroVelo Route 1 formlega stöðu sem „Candidate Route Extension“. Í apríl 2015 er stefnt að kynningu á EuroVelo og hjólaleiðinni á svæðunum sem hún liggur um. Leiðin verður einnig kynnt á hjólakortinu Cycling Iceland 2015. Í júni er von á úttektarmanni frá EuroVelo til Íslands. Með því að innleiða Atlantshafsleiðina um Ísland er um við um leið að hvetja hjólreiðamenn til að hjóla um Ísland. Það er ekki hægt að hugsa sér umhverfisvænni ferðamenn. Auk þess eru þeir víst sísvangir og þurfa oft að borða. Hjólandi ferðlangar taka sér einnig mun lengri tíma til að ferðast stuttar vegalengdir heldur en þeir sem fara á Yaris rúntinn um landið. Áætlað er að leiðin verði formlega vígð árið 2016. Skýrslan Hjólaleiðir á Íslandi er aðgengileg í pdf formi á heimasíðu Ferðamálastofu. Cycling Iceland kortið er aðgengilegt í pdf formi á heimasíðunni www.cyclingiceland.is
Næstu skref Nú hefur verið unnið markvisst að fram lengingu Atlantshafsleiðarinnar, EuroVelo 1, til Íslands. Hún er lögð með þeim hætti að upphafs og endapunktar eru Keflavík og Seyðisfjörður. Í stórum dráttum fer leiðin um suðurströnd landsins. Vegagerðin hefur hannað skilti sem auðkenna og vísa leiðina. Í raun er aðeins lítill bútur af þjóðvegi númer 1 sem ekki stenst umferða- og rýmisviðmið EuroVelo. Það á við um vegbútinn frá Hellu á Hvolsvöll. Þar er mjór þjóðvegur og mikil umferð. Það væri óskandi að þar kæmi góður hjólastígur sem allra fyrst og viðbúið að hann myndi líka
35
Í ferðamannaflóðinu á hjóli Ómar Smári Kristinsson
Þetta árið eru mér hjólreiðar í bland við bílaumferð hugleiknar. Ástæðan er sú að við öflun gagna í næstu Hjólabók var ég á svæði sem margir hjóla um og enn fleiri keyra um. Næsta bók fjallar sem sagt um Árnessýslu. Til að fá smá forsmekk af bókinni, þá er hér birtur kafli um sýsluna og helsta vandamál hennar, útfrá sjónarhóli hjólreiðamannsins: „Árnessýsla er mesta ferðamannasýsla landsins. Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Skálholt, Kerið og fjöldi annarra ferðamannastaða laða daglega að sér þúsundir fólks frá öllum heimshornum. Stór hluti íslensku þjóðarinnar á sér orlofshús í sýslunni og enn stærri hluti leggur þangað leið sína til að njóta fegurðar náttúrunnar og sögufrægra staða. Landsins fjölförnustu hálendisleiðir tengjast Árnessýslu. Að sjálfsögðu fýsir hjólreiðafólk að upplifa dýrðir sýslunnar. Því miður er ekki gert ráð fyrir þesskonar ferðafólki á vegunum. Þeir eru næstum allir án vegaxla og sérstakir hjólreiðastígar eru hvergi til. Annaðhvort verða stórslys eða það verða fundnar lausnir. Árnessýsla er staður öfga. Þar er hægt að vera í mannþröng sem jafnast á við fjöldann á torgum stórborga en færi maður sig aðeins um set, mætti halda að maður væri einn í
heiminum. Upp til heiða og fjalla er hægt að skrölta á fjallahjóli eða rölta sér tímunum, eða jafnvel dögunum saman án þess að hitta annað fólk. Líka má finna fáfarna malarvegi sem liggja um þetta frjósama landbúnaðarhérað. Friðsældina og fegurðina má víða finna í Árnessýslu.“ Hvað er til ráða fyrir hjólreiðafólk sem vill skoða ferðamannastaðina? Það er hægt að hjóla í bjartri sumarnóttinni og skoða m.a. galtómar bílastæðavíðátturnar við Gullfoss og Geysi. Það er líka hægt að fara með hjólið í almenningsvagni eða einkabíl að ferðamannastöðunum og svo þangað sem hægt er að komast inn á fáfarnari vegi. Það er hægt að hjóla eftir nær ófærum reiðstígum og eiga það á hættu að trylla hrossin undan knöpunum. Það er hægt að gera það sama og flestir aðrir, að hleypa í sig kjarki og deila akvegunum með bílunum. Allt þetta er hægt en ekkert af því gott (nema næturhjólreiðarnar, en þær henta ekki öllum). Auðvitað er til lausn og hún liggur í augum uppi. Það er sama lausnin og fundin er í öðrum löndum með hjólreiðaferðamennsku: Leggja hjólastíga. Þar með ætti þessum pistli að vera lokið, en það er kurteisi að minna 36
á að veruleikinn hindrar lausnir. Þetta kostar peninga. Lítið er til af þeim á Íslandi. Það þarf að kunna að reikna út að þetta borgi sig. Svoleiðis er ekki gert á Íslandi. Þetta krefst skipulagningar og út sjónarsemi. Það eru ekki vinsæl hugtök á Íslandi. Sátt og samvinna fram kvæmdaaðila og land eig enda er nauðsyn, en svoleiðis er eitur í beinum Íslendinga. En allt er breytingum háð og Íslendingum er ekki alls varnað. Sjálf höfuðborgin er g ott dæmi um það. Hvern hefði órað fyrir því fyrir fáum áratugum að þessi hraðbrautaborg yrði að jafn hjólavænum stað og hún er í dag? Kannski verður óhætt að fara í hjólaferðir með fjölskyldunni um ferðamannaslóðir Árnes sýslu eftir fáeina áratugi.
Á milli Laugarvatns og Geysis. Venju fremur slæmt ástand, því það var verslunarmannahelgi 37
Hugsað upphátt Páll Guðjónsson
tómum misskilningi því þetta á sér enga stoð í íslensku máli og er þetta nú þegar farið að rugla tölfræði í umfjöllun um slys á hjólandi því sum þessara tækja eru langt frá því að vera jafn örugg og reiðhjól og notendur þeirra fara á mis við allan heilsuávinning hjólreiða.
Umferðarlögin endurskoðuð? Landssamtök hjólreiðamanna hafa nú ár eftir ár skrifað langar, ítarlegar og vel rök studdar umsagnir við frumvörp til nýrra umferðarlaga eða drög að slíkum. Ekki hefur gengið hjá stjórnvöldum að koma þessum breytingum í gegn, og kannski sem betur fer því þrátt fyrir fullyrðingar um vandaðan undirbúning og samráð hefur raunin verið allt önnur að mati undirritaðs. Í fyrstu atrennu voru ekki skrifuð ný lög heldur hnoðað til þeim bifreiðamiðaða texta sem fyrir var og kannski ekki að furða því nefndin sem það frumvarp skrifaði var aðallega skipuð fulltrúum tengdum bílageiranum og tryggingafélögunum auk lögfræðinga. Gangandi og hjólandi áttu þar engan fulltrúa en við máttum skila inn umsögn sem LHM og gerði. Ár eftir ár báðum við um skýringar, rök stuðning og samtal. Það skilaði engu haldbæru. Ágreiningsatriðin eru þekkt og vel rökstudd af okkar hálfu, með vísan í fjölda rannsókna og erindi frá Evrópusamtökum hjólreiða manna en ráðuneytið svarar engu og þar er við ofurefli að eiga fyrir sjálfboðaliðasamtök án starfmanns og fastra tekna. Á núverandi þingi var svo loks skotið inn nokkrum breytingartillögum og enn og aftur var sem engin forvinna hefði átt sér stað og ekkert gert með fyrri umsagnir. Að auki var ákveðið að taka ekkert tillit til íslenskrar málhefðar og útkoman var að kalla rafmagnsvespur, Segwayskutlur, rafmagnsskutlur og jafnvel rafdrifna hjólastóla „reiðhjól“. Auðvitað veldur þetta
Gildishlaðið orðfæri Einnig er orðfæri laganna orðið afar ómanneskjulegt sbr. þegar kemur að hugtaka notkun eins og „óvarðir vegfarendur“ og fjallað er um annarsstaðar í blaðinu. Fólk er ekki lengur gangandi eða hjólandi heldur hlutgert í þessu ógeðfellda hugtaki. Á Umferðarþingi 2015 var í einu erindi fjallað um að gögn væru greind út frá fjórum ferða mátum: bifreiðar, bifhjól, óvarðir vegfarendur og annar ferðamáti. Þegar fólk gengur eða hjólar á milli staða er það sem sagt að nýta sér ferðamátann „óvarinn vegfarandi“. Hljómar það ekki sem eitthvað óvenjulegt og jafnvel hættulegt athæfi? Og aftur er þessi öruggi fararmáti kominn í flokk með mun hættulegri ökutækjum eins og bifhjólum. Jafnrétti ferðamáta? Verra var þó í frumvarpinu að þvert á lög og reglur var einni tegund þessara svokölluðu reiðhjóla bannað að ferðast um vegi landsins. Enginn var rökstuðningurinn en sem betur fer var þessu ákvæði kippt úr lögunum í Samgöngunefnd. Í umsögn LHM höfðum við bent á bæði þessi og fleiri atriði en þingmenn Samgöngun efndar ákváðu að hunsa allt 38
nema þetta atriði. Öll árin síðan þetta byrjaði hafa frumvörpin aldrei náð svo langt að fara í gegnum Samgöngunefnd fyrir utan 2013 þegar nefndin hunsaði allar athugasemdir LHM, enn og aftur án nokkurs rökstuðnings.
og að segja farðu í skothelda vestið því það er skothríð þarna úti“ sagði Boardman. „Og þegar þú sérð að aðrir eru klæddir skotheldum vestum hugsar fólk: ‘Jesús, ég er ekki að fara þangað ef maður þarf að vera í skotheldum vestum’, þetta hræðir fólk .“ Boardman sagði hjálmaumræðuna draga athyglina frá því sem mikilvægara er og vera gefið vægi í umræðunni langt umfram tilefni. „Þessi einsleita umræða lætur hjólreiðar líta út fyrir að vera mikið hættulegri en þær í raun eru. Það er fáránlegt að ekkert samhengi sé á milli staðreynda og athafna.“ Þegar fram kom frumvarp á Spáni sem átti að banna ungmennum undir 18 ára aldri að hjóla án reiðhjólahjálma mætti það mikilli andspyrnu og var m.a. útbúið þetta veggspjald þar sem minnt er á að árlega látist 20 börn í umferðinni þar og spurt hvort barnið þitt væri öruggt ef það bara notaði reiðhjólahjálm? Það er bílaumferðin sem er hættuleg ekki hjólreiðar, stóð svo fyrir neðan myndina. Er ekki kominn tími til að viðurkenna að öryggismál hjólandi eru flóknari en svo að þau verði öll leyst með reiðhjólahjálmum?
Skaðsemi hjálmaskyldunnar Eitt atriði hefur undirritaður sérstakan áhuga á og það er að koma úr lögum öllu sem skerðir aðgengi að hjólreiðum að óþörfu. Og þá komum við að hitamálinu mikla sem stjórnvöld neita að ræða; hjálmaskyldunni. Og athugið að ég er ekki að tala gegn notkun reiðhjólahjálma heldur gegn banni við hjól reiðum án þeirra. Eins ágætir og þeir eru, eru reiðhjólahjálmar ekki upphaf og endir öryggism ála hjólandi fólks. Fælingaráhrif hjálmaskyldu eru marg sönnuð en nauðsyn og gagnsemi hennar ósönnuð. Frægt varð þegar helsti ráðgjafi Breskra stjórnvalda, British Cycling policy advisor Chris Boardman, sagði reiðhjólahjálma ekki einu sinni komast á topp tíu lista yfir þau atriði sem geta gert hjólreiðar öruggar. Bara umræður um hjálmaskyldu gerði fólk afar fráhverft hjólreiðum og líkti síðan hjálmakúltúr hörðustu talsmanna þeirra við fólk sem gengi að jafnaði í skotheldum vestum því það væri svo vant skotárásum. „Það er eins
Ljósið í myrkrinu Það er árangursríkara að hvetja en skipa fyrir og með það að leiðarljósi stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir jákvæðu átaki síðasta desember til að hvetja fólk til að huga að ljósabúnaði reiðhjólsins. Fylgst var með ljósabúnaði þeirra sem leið áttu framhjá og ef vantaði ljós að framan eða aftan var því kippt í liðinn á staðnum af vösku liði sjálfboðaliða sem
20 börn deyja árlega í umferðinni Væri barnið þitt öruggt með hjálm á höfðinu?
Það er bílaumferðin sem er hættuleg, ekki hjólreiðar
Veggspjald frá hjólafélagi á Spáni, þýtt á ísl.
Allir kvöddu þennan hóp vel upplýstir 39
settu ljós á hjólin. Það tók þó dágóða stund að koma öllum ljósunum út því flestir voru alveg til fyrirmyndar í umferðinni. Reiðhjóla verslunin Örninn gaf fimmtán sett af fram- og afturljósum í átakið. -PG
Stöðvum einelti Víðast hvar í Evrópu þykir sjálfsagt og gott að fólk noti reiðhjól sem samgöngutæki og þar sem hjólreiðar eru hlutfallslega algengastar eru þær líka öruggastar. Fólk kemur á hjólinu eins og það er klætt en klæðir sig ekki fyrir farartækið. Allur almenningur hjólar, ekki bara svokallaðir hjólreiðamenn. Það þykir eðlilegt að hjóla og ekkert merkilegt. En hérlendis er lenska meðal ákveðins hóps að gagnrýna sama athæfi ef einhver uppfyllir ekki ítrustu kröfur sem gerðar eru til hins fullkomna hjólreiðamanns. Fólk er t.d. skammað fyrir að vera ekki góð fyrirmynd ef viðkomandi er ekki með reiðhjólahjálm. Sjálfsagt er þetta vel meint og endurspeglar þá upplifun viðkomandi að hjólreiðar séu beinlínis hættulegar og þá sérlega ef ekki er notaður allur tiltækur varnarbúnaður.
Loftmengun eftir fararmáta Það er áætlað að á Bretlandseyjum látist 29.000 manns um aldur fram vegna loft mengunar og þar af 4.300 í London. Nýlega var fjallaði The Guardian um tilraun sem borgarstjórn Camden, King’s College London og the Healthy Air Campaign framkvæmdu í miðborg Lundúna. Þar var mælt hvort þeir sem nýttu sér mismunandi fararmáta önduðu að sér jafnmikilli mengun og niðurstöðurnar sýndu afgerandi mun. Fjórir ferðuðust sömu leið og lögðu af stað á sama tíma. Tveir til viðbótar nýttu sér það að gangandi og hjólandi hafa meira val um leiðir og völdu þau sér aðra leið með minni umferð. Þau sem ferðuðust undir beru lofti gangandi eða hjólandi önduðu að sér mun minni loftmengun en þeir sem voru inni í einkabíl eða almenningsvagni. Svo virtist sem mengaða loftið færi inn í lokuð farartækin og sæti þar mun lengur en sú mengun sem hinir urðu fyrir undir beru lofti. Og þó sá sem gekk leiðina væri lengur á ferð sýndi mælirinn að uppsöfnuð mengun var helmingi minni en þess sem ferðaðist á einkabílnum. Sá sem hjólaði var fljótastur og slapp því best. Leiðarvalið hafði líka greinileg áhrif hjá þeim sem ferðuðust fjær þyngstu umferðinni, þau urðu fyrir minnstu menguninni eins og sést á neðstu línunum á línuritinu. -PG
En fyrir þann sem upplifir ítrekað þessa tilefnislausu gagnrýni er þetta einelti. Varla má sjást mynd af þekktum einstaklingum hjóla án hjálms í vefmiðlum án þess að einhver finni ekki hjá sér þörf til að vera með einhverjar glórulausar upphrópanir í kommentakerfinu. Það er kominn tími til að við stöðvum þetta einelti og viðurkennum að þau sem kjósa hreyfingu umfram hreyfingarleysi, þau sem kjósa að ferðast um án þess að menga þau eru góðar fyrirmyndir og það sama hvort sem viðkomandi er með reiðhjólahjálm á höfðinu eða ekki. Bæði er gott. -Páll Guðjónsson 40
að hjóla löglega við aðstæður sem þeir upplifa öruggar. Vandamálin sem fylgja því að leyfa að hjólað sé á gangstéttum eru að þrátt fyrir að hjólreiðamenn eigi að taka fullt tillit til þeirra sem eru gangandi þá gera það ekki allir. Vanda málin eru einnig við inn-/útkeyrslur af lóðum þar sem ökumenn þvera gangstéttir og þar sem hjólreiðamenn koma saman við umferð svo sem á gatnamótum og á gangbrautum. En ökumenn eru ekki eins meðvitaðir um hjólreiðamenn á gangstétt sem geta komið úr öfugri átt m.v. það sem ökumenn búast við auk þess sem sýn milli götu og gangstéttar getur verið takmörkuð. Áhrif þessarar reglu eru m.a. að ekki hafa verið gerð sérstök mannvirki fyrir hjólreiðar fyrr en á allra síðustu árum heldur hefur verið gengið út frá því að gangandi og hjólandi deili aðstöðu. * Leyfilegt er að hjóla á gangstéttum en ástæða er til að bregðast við þar sem vandamál eru t.d. með aðskilnaði ferðamátanna. Einnig þarf að leggja áherslu á við hjólreiðamenn að þeir taki fullt tillit til gangandi á gangstéttum og göngustígum.
Öryggi og umferð hjólreiðamanna um gatnamót ...er heiti verkefnis Verkfræðistofunnar Eflu sem styrkt var af rannsóknarsjóði Vega gerðarinnar og er afar athyglisverð samantekt á upplýsingum frá nágrannalöndum okkar um það hvernig hjólandi umferð er meðhöndluð við mismunandi aðstæður á gatnamótum og þar sem stígar þvera götur. Hér eru nokkur atriði beint úr skýrslunni sem vöktu sérstaka athygli og staðfestu enn þau sjónarmið sem við í LHM höfum haldið fram í baráttumálum hjólreiðamanna um árabil, s.s. að gangstéttir og -stígar henti oft illa til hjólreiða, betra sé að bjóða upp á aðskylda hjólastíga líkt og í Dan mörk og Hollandi, lausnir eiga að vera sam ræmdar og leiðir einsleitar og að einstefna ætti oftast aðeins að eiga við um umferð bíla. -PG Hjólað á móti einstefnu Í dönsku handbókinni Trafiksikkerheds principper (Vejdirektoratet. 2011) segir að einstefna ætti venjulega aðeins að gilda um bílaumferð. Þar segir að ókostirnir sem það hefur í för með sér að leyfa að hjóla á móti einstefnu, með viðeigandi merkingum og vörnum, séu venjulega færri en ókostir þess að þvinga hjólreiðamenn til að hjóla lengri leið, jafnvel um umferðarmeiri götur eða að þeir hjóli ólöglega á móti einstefnu. * Örugg aðgerð sem aðrar þjóðir mæla með að leyfa sem víðast þar sem það hefur lítil eða engin áhrif á umferðaröryggi gatnanna en styttir oft leið hjólreiðamanna og kemur í sumum tilfellum í veg fyrir að hjólreiðamenn þurfi að fara um umferðarþyngri og hættulegri götur.
Lokaorð Aðskilnaður hefur góð áhrif á upplifun vegfarenda og öryggistilfinningu en á gatna mótum, þar sem ferðamátarnir mætast óhjá kvæmilega, skiptir miklu að sýn allra vegfarenda sé góð (þannig að þeir sjái og sjáist), hraðinn sé lágur (þannig að bregðast megi við) og skýrt sé á hvaða leið vegfarendur eru og hver eigi að víkja fyrir hverjum (þannig að misskilningur verði ekki). Allt þetta stuðlar að bættu samspili milli vegfarenda. Í einhverjum tilfellum getur blönduð lausn verið heppilegri t.d þar sem ekki er hægt að koma aðskilinni lausn fyrir svo vel sé. Eins og áður segir er ekki nein ein lausn sú eina rétt en á sama tíma er nauðsynlegt að hugsa um stóra samhengið. Ákveðinn skýrleiki fæst með því að hafa samræmi í útfærslum, þannig læra vegfarendur að þekkja þær og bregðast við með fyrirsjáanlegum hætti.
Hjólað á gangstéttum og -stígum Ísland (og Noregur) er eitt af örfáum löndum Evrópu sem leyfa að hjólað sé á gang stéttum og yfir gangbrautir. Þetta hefur í för með sér vandamál þó svo að tilgangurinn með því að leyfa það sé góður; að gera börnum, öldruðum og öðrum sem eru óöruggir í umferðinni kleift 41
lenda ekki í hættu ef hurð yrði opnuð. Stuttu seinna, eftir að stofnunin hafði kynnt sér nokkrar staðreyndir í öryggismálum hjólandi féllst stofnunin á öll rök Cycling Scotland og banninu var aflétt. Merkilegt nokk hef ég fengið svipuð viðbrögð frá opinberum aðilum hérlendis sem máttu heldur ekki sjá hjálmlaust fólk á myndum. Það er skýringin á hauslausa fólkinu framaná fyrsta Hjólreiðabæklingnum 2010. Af tillitss emi við þessa viðkvæmni lét ég eiga sig í það eina skipti að sýna bert höfuð hollensku krakkanna. Það tók lengri tíma hér en í Skotlandi en
Heilsu og öryggi almennings stefnt í hættu - Klæðaftirlit ríkisins Cycling Scotland sem beitir sér fyrir að efla hjólreiðar í Skotlandi gerði skemmtilega sjónvarpsauglýsingu til að minna bílstjóra á að víkja vel þegar ekið er fram úr hjólandi fólki með því að líkja hjólandi vegfarendum við hesta, „sjáirðu hjólandi, hugsaðu hestur“. Eftir létt grín endaði auglýsingin á því að sýna bifreið taka fram úr konu á hjóli og víkja hæfilega vel til að valda henni hvorki hættu né óþægindum. Auglýsingaeftirlitið, (Advertising Standards Authority), bannaði auglýsinguna vegna þess sem sést á myndinni fyrir neðan.
FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN
Hjólhesturinn - sérútgáfa, 2. tbl. 19. árg. Frítt eintak Hjólreiðar lengja lífið! Samgönguhjólreiðar Mýtur kveðnar niður Einfalt viðhald fyrir alla Hjólum í vinnuna Hvernig hjól á ég að fá mér? Hjólamenning á Íslandi Vinsælustu hjólafélögin Grænir vinnustaðir Skemmtilegar stuttar hjólaleiðir
HJÓLREIÐAR FRÁBÆR FERÐAMÁTI
svo virðist sem þau átök hafi fengið einhverja til að láta af þessari rörsýn á hjálmanotkun umfram allt annað og horfa á heildarmyndina; kosti hjólreiða fyrir lýðheilsu, umhverfi og öryggi. Eftir því sem fleiri hjóla eykst líka öryggi heildarinnar. Safety in numbers er það kallað á ensku. Því er það svo að allt sem fælir frá hjólreiðum eða heftir aðgengi að þeim vinnur beint gegn bættu öryggi hjólandi. Bætt öryggi hjólandi hlýtur að vera sú stefna stjórnvalda sem hjálmaáróður átti að ná fram en ekki að vinna gegn. En áróðurinn hamlar einnig árangri í öðrum stefnumálum s.s. lýðheilsu, loftlags- og samgöngumálum. Það var sem sagt þessi ofverndunarstefna stjórnvalda sjálfra sem stefndi heilsu og öryggi Skosks almennings í hættu með því að hræða fólk frá þeim holla og örugga fararmáta; hjólreiðum.
Konan sást hjóla án reiðhjólahjálms. Þau rökstuddu bannið með fullyrðingum um að það væri þjóðfélagslega óábyrgt að sýna manneskju hjóla án reiðhjólahjálms. Stefna stjórnvalda væri að hvetja til notkunar reiðhjólahjálma og því væri auglýsingin þjóðfélagslega óábyrg og líkleg til að ýta undir umburðarlyndi gagnvart því að fólk hjólaði án reiðhjólahjálms og þannig hvetja til hegðunar sem gæti stefnt heilsu og öryggi almennings í hættu. Þá var jafnframt fundið að því að konan á hjólinu væri of langt frá vegbrúninni. Cycling Scotland benti eftirlitsstofnuninni á að ekki væri nein lagaleg skylda að nota reiðhjólahjálm, það væri persónulegt val hvers og eins. Auglýsingin var gerð í samráði við reyndasta hjólreiðakennara þeirra og farið var eftir þeim reglum sem miðað er við í hjólafærni (Bikability) kennslu þarlendra stjórnvalda, enda hjólaði konan í hæfilegri fjarlægð frá kyrrstæðum bifreiðum í vegkantinum til að
-Páll Guðjónsson 42
Hvað er alvarlegt og hvað ekki? Páll Guðjónsson
Þegar horft er á súluritin hér til hliðar er útlitið ekki gott fyrir hjólandi. Fólk í tugavís alvarlega slasað og á því neðra hundruð látnir eða alvarlega slasaðir. Þetta er grafalvarlegt en er þetta kannski eitthvað ýkt gagnvart hjólandi umferð miðað við málvitund okkar? Orðanotkun við skráningu slysa hefur oft verið gagnrýnd. Þar eru lögð að jöfnu minni háttar slys svo sem brotinn putti sem engin varanleg áhrif hafa á heilsu viðkomandi og þau sem hafa veruleg áhrif og valda jafnvel varanlegum örkumlum. „Alvarlegt slys“ er afar gildishlaðið hugtak og þegar þetta er allt flokkað saman gefur það minniháttar slysum allt of mikið vægi, jafnvel sama vægi og dauðs fall í súluritinu hér til hliðar. Kökuritið úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngus lysa um hjólreiðaslys 2005-10 sýnir hinsvegar að samkvæmt áverkastigs aðferðafræðinni (AIS) lenti ekkert þeirra slysa í flokkunum Alvarlegt. Heldur ekki Lífshættulegt eða Leiðir til andláts. 70% þessara „alvarlegu slysa“ voru flokkuð í létt vægasta flokkinn Lítið sem gæti t.d. átt við tognun á ökkla. 29% í Meðal, t.d. brot á úlnlið og 1 % í flokkinn Mikið; t.d. áverkaloftbrjóst. Af fyrirsögnum fjölmiðla sem fjölluðu um skýrsluna mátti ætla að hjólreiðar hefðu aldrei verið hættulegri og að hundruð hjólreiðamanna slösuðust alvarlega hérlendis á ári hverju. Lítið sem ekkert var minnst á hversu einstaklega öruggur þessi fararmáti er í samanburði við aðra hérlendis og eru þó ekki flokkaðir frá alveg allir þeir sem slasast við leik eða í áhættusporti. Fréttirnar tóku ekkert tillit til margföldunar hjólandi umferðar sem sést vel í þessu súluriti úr Samgönguáætlun. Til að bera saman slysahættu fararmátans milli ára þarf að skoða fjölda slysa í hlutfalli við fjölda þeirra sem hjóla sama ár. 43
Það var eitt sinn þegar ég var að kvarta yfir umferðinni á leiðinni í vinnuna á morgnana að yfirmaður minn Óskar Dýrmundur, spurði hvers vegna ég hjólaði ekki bara? Þvílík og önnur eins fásinna hugsaði ég, maðurinn er ekki með öllum mjalla (sorrý Óskar). Hlustaði sem sagt ekki á þetta. Nema hvað, hann hætti ekki og til að sýna honum brjálæðið í þessu öllu saman, þá sló ég til. Hjólaði úr efri byggðum Kópavogs í Vesturbæ Reykjavíkur, samtals 13 km. Niðurstaðan var 45 mínútur og það hlakkaði aldeilis í mér að segja honum að þetta borgaði sig alls ekki, uppá tímann að gera. Hann var hins vegar ekki lengi að benda mér á ýmsar aðrar hjólaleiðir og króka sem ég gæti farið, þannig að úr varð að ég sló til öðru sinni. Tíminn var 37 mínútur og farinn að slaga uppí bílferðina, sem var 25-35 mínútur í morgunöngþveitinu. Eftir ýmiskonar tilraunastarfsemi og fínpússun og snert af keppnisskapi komst ég á 3ja gíra hjólinu mínu undir 30 mínútur (það var að vísu meðvindur, man þennan dag kristaltært. Ég hjólaði talsvert næstu vor og sumur og haust þegar veður var a.m.k. ásættanlegt. Síðan eru liðin fimm ár, ég hef að vísu flust í annað hverfi og hafið vinnu á nýjum vinnustað, en undanfarin tvö ár hef ég hjólað í vinnuna næstum uppá dag og vil helst ekki hafa það öðruvísi. Það er reyndar mun styttra í vinnuna í dag, eða aðeins fimm km og
tíminn er í kringum 15-20 mínútur hvor leið. Það varð svipuð þróun þegar ég byrjaði að hjóla að vetri til. Ég miklaði það fyrir mér, sá fyrir mér allar hindranirnar, öll óveðrin, kuldann, ófærðina, lengri ferðatíma, fata skiptin... Niðurstaðan varð hins vegar: fimm mínútna lengri ferðatími Ég finn almennt ekkert til kulda (klæða sig rétt eins og mamma sagði alltaf), nokkrar auka mínútur að kvöldi til að setja fötin í hjólatöskuna, og nokkrar mínútur til að taka af sér þegar komið er til vinnu. Það hjálpaði mér einnig að setja mér markmið (takk meistaramánuður) og allan októbermánuð hjólaði ég í vinnuna, nema það væri aftakaveður, og þar með var björninn unninn. Ætli boðskapurinn sé ekki þessi: Þetta er að öllum líkindum ekki jafn erfitt og þú hefur gert þér í hugarlund. Veðrið lítur alltaf verr út þegar þú lítur út um gluggann heldur en þegar út er komið. Sláðu til og prófaðu þig áfram. Hugsaðu í lausnum, ekki í vandamálum. Ef þú svitnar mikið, klæddu þig þá léttar eða hjólaðu hægar eða taktu smá krók og losnaðu við brekkuna ef þú getur. Ef það snjóar mikið í augun, notaðu skíðagleraugu. Núna nýt ég ferska loftsins á morgnana og fæ mína hreyfingu yfir daginn. Auðvitað koma dagar sem eru erfiðari en aðrir, en þá reyni ég að líta á það sem góða æfingu. Til hvers að fara í ræktina ef það verða ekki smá átök?
Af hverju ég byrjaði að hjóla í vinnuna Gunnar Páll Leifsson 44
Töfralækningin blasir við Páll Guðjónsson
Hjólreiðar, dans og jafnvel meira kynlíf getur verið áhrifaríkara en lyf þegar kemur að því að bæta heilsuna samkvæmt nýrri skýrslu frá the Academy of Medical Royal Colleges. Skýrsluhöfundar skora á lækna að benda á mikilvægi reglulegrar hreyfingar. Scarlett McNally, sérfræðingur í bæklunar skurðlækningum, sem er aðalhöfundur skýrslunnar, varði tveimur árum í að fara yfir 200 rannsóknir til að greina hversu mikil áhrif regluleg hreyfing gæti haft á lýðheilsu þeirra sem búa á Bretlandseyjum. „Þetta snýst um að minna lækna og sjúklinga á að regluleg hreyfing getur haft gríðarleg jákvæð áhrif á heilsuna þó í litlum skömmtum sé. Það getur verið jafn einfalt og að velja tröppur í stað lyftu, að fara í boltaleik með börnum eða barnabörnum. Við þurfum að breyta því hvað við teljum vera normalt því við sjáum það á skurðstofum og spítölum um land allt að ónóg hreyfing er orðin normal. Of margir af sjúklingum mínum gjalda þess með beinbrotum eða langvinnu heilsuleysi sem hefði mátt koma í veg fyrir með aukinni hreyfinu.“ Aðeins 30 mínútur af hóflegri hreyfingu fimm daga vikunnar getur hjálpað þung lyndissjúklingum, haldið sykursýki í skefjum og snarminnkað líkurnar á að ristilkrabbamein dreifi sér um líkamann. McNally sagði einnig í viðtali við The Times að hún hefði komist að raun um að með meiri hreyfingu hefðu margir af eldri sjúklingum hennar getað komið í veg fyrir mjaðmarbrot. „Hreyfing er jafn gagnleg og mörg lyf en hún hefur ekki verið markaðsett sem slík áður“ sagði hún og bætti við að hreyfing í stuttan tíma en oft hentaði líklega flestum. „Ef
þú nærð að setja hreyfingu inn í daglega rútínu og gera það að venju, verður þú hraustari og heilbrigðari án sérstakrar fyrirhafnar.“ Prófessor Dame Sue Bailey, formaður the Academy of Medical Royal Colleges sem kostaði skýrsluna sagði: „Þetta snýst um að almenningur og læknar þeirra hafi trú á því að það sé þess virði að leggja þetta lítilræði á sig. Í raun blasir töfralækning við okkur, nokkuð sem allt of margir sjúklingar og læknar hafa einfaldlega gleymt.“
Í janúar síðastliðnum sýndi rannsókn sem the University of Cambridge stóð fyrir meðal 334.161 einstaklinga að hreyfingarleysi orsakaði árlega 676.000 dauðsföll meðan offita ætti þátt í um 337.000 dauðföllum. Einnig hefur verið sýnt fram á að hófleg hreyfing dregur úr líkunum á því að þú fáir flensu. Þýtt úr frétt í road.cc 13. feb. 2015 Þessi frétt staðfestir enn og aftur niður stöður annarra kannana sem við höfum kynnt í gegnum árin en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Ekki skemmir heldur fyrir að læknirinn mælir með svona ánægulegu athæfi frekar en að banna hitt og þetta. 45
Hjólað í Malaví
Vilhjálmur Wiium
Frá 2011 hef ég búið við störf og leik í Lílongve, höfuðborg Malaví. Malaví, sem er í sunnanverðri Afríku, er eitt af fátækustu ríkjum heims og lífið því á margan hátt frábrugðið tilverunni heima á Fróni. Hér verður ekki þverfótað fyrir fólki, en 16 milljónir manna búa í þessu landi á svipuðu flatarmáli og við Íslendingar. Algengustu farartækin eru tveir jafnfljótir og reiðhjól. Þykir vegsemd að eiga reiðhjól og eru þau notuð til allra mögulegra og ómögulegra flutninga. Hér getur maður séð á böggla beranum eldiviðarhleðslur sem ná upp yfir og fram fyrir höfuð hjólreiðamannsins. Er mér ómögulegt að skilja hvernig hægt er að halda jafnvægi með þvílíka byrði á hjólinu. En menn mjakast áfram í rólegheitum og virðast yfirleitt komast stóráfallalaust á áfangastað. Ef þarf að ferðast stutta leið þá eru helstu almenningssamgöngutækin hjólataxar. Ofan á bögglaberanum á þeim er svampkubbur, oft klæddur einhvers konar leðurlíki, og situr farþeginn þar á. Stundum eru litlar stangir soðnar á stellið fyrir farþegann til að hvíla
fætur á og jafnvel eru stundum handföng fyrir farþegann til að halda sér í. Svona taxar eru mikið notaðir af, ja, eiginlega öllum. Fínar frúr sitja hnarreistar eins og í söðli og stundum sér maður athafnamenn með skjalatöskuna í fanginu. Hjólin eru ekki upp á marga fiska. Minna mörg á bresk lögguhjól úr gömlum bíó myndum. Svartir, gíralausir járnhlunkar. Nýtt svoleiðis reiðhjól kostar í kringum tíu þúsund krónur, er níðþungt og öll mekaník eins einföld og hægt er. Handbremsu „barkarnir“ eru undarlegir á mörgum þessara hjóla, því þeir eru ekki barkar heldur málmstangir. Ekki kann ég að stilla bremsur af þessu tagi, og reyndar sýnist mér margir ekki kunna þá list, því stundum sér maður hjólreiðamenn renna sér fram úr hnakknum og reyna af öllum mætti að nota fætur á malbiki til að stöðva sig áður en komið er að gatnamótum. Reiðhjól þessi eru reyndar níðsterk og virðist hægt að hjóla á þeim þótt allt sé beyglað og í ólagi. Ýmis konar útgáfur af fjallahjólum eru líka til, en lélegar eftirlíkingar og mikið af 46
mekaníkinni, t.d. gírskiptar, er úr plasti sem gefur sig yfirleitt fljótlega. Á ýmsum stöðum í borginni, iðulega undir stóru tré sem veitir góðan skugga, staðsetja hjólaviðgerðarmenn sig. Þeir eiga bætur og pumpu, skiptilykil eða tvo, skrúfjárn og kannski hamar. Svo eru þeir yfirleitt með nokkra múrsteina sem nýttir eru til ýmissa hluta. Þessir menn eru reddarar, sem virðast geta lagað allt sem bilað getur á malavískum hjólhestum. En ekki er hægt að segja að hjólin verði sem ný eftir viðgerðir þessara manna. Nei, en þau eru yfirleitt nothæf. Þegar ég hafði búið hér í einhverja mánuði keypti ég mér hjól. Hér eru hins vegar engar verslanir sem selja „alvöru“ fjallahjól. Annað hvort þarf maður að koma með sitt eigið hjól erlendis frá eða kaupa af einhverjum sem hefur gert svoleiðis, iðulega einhverjum útlendingi sem er að flytja í burtu. Ég hafði upp á konu einni sem var að flytja og keypti af henni Giant Iguana hjól, aðeins komið til ára sinna. Hef reyndar síðan keypt annað mun nýrra hjól, Merida Matts, því „giantinn“ var fulllítill fyrir mig, en framboð á almennilegum hjólum er það lítið að maður grípur gæsina þegar hún gefst. Ekki er séns að finna hér varahluti fyrir annað en „lögguhjólin.“ Maður kemur sér því smátt og smátt upp sínum eigin varahluta- og verkfæralager. Ég fer ekki svo úr landi að ég kaupi mér ekki eitthvað fyrir hjólið. Núna á ég sveifar og sveifarlegusett, aukakeðju, aukahnakka og hnakkpípur, ýmis konar víra og barka. Ekki má svo gleyma öllum litlu skrúfunum sem ég er búinn að sanka að mér. Í síðustu utanlandsferð fjárfesti ég í tveimur settum af diskabremsupúðum. Maður veit jú aldrei. Ég hjóla iðulega til og frá vinnu. Mark miðið er að hjóla ekki sjaldnar en þrisvar í viku. Tekst oft en ekki alltaf. Stysta leið í aðra átt er 8 km, en ég fer yfirleitt 10 km leið og lengi stundum í 12-15 km ef þannig
Eldiviðarkaup liggur á mér. Helstu fyrirstöður eru gangandi vegfarendur og aðrir á reiðhjólum. Margt angrar mann í umferðinni hér, en þó verður að segjast að bílstjórar eru frekar vakandi fyrir reiðhjólum. Eiginlega er ekki annað hægt, því svo mikið af hjólum er á götum borgarinnar. Leiðin sem ég hjóla er annars vegar á frekar holóttu malbiki og hins vegar á moldarstígum sem liggja þvers og kruss um borgina. Á þeim tímum dags sem ég hjóla er umferðin venjulega þung, þá er oft gaman að vera á hjólinu og bruna fram úr löngum bílaröðum. Svo skellir maður sér á moldarstígana og fær fjallahjólafíling við að þjösnast yfir trjárætur og endalausa skorninga og mishæðir. Hér er veðrið oftast mjög gott og duga yfirleitt stuttbuxur og stuttermabolur á hjólinu. Núna er reyndar regntími og þá skvettir ’ann oft allhressilega úr sér og maður verður gegnblautur á örskotsstundu. Og drullan, maður minn! Ég var reyndar svo heppinn að fá fínan reiðhjóla regnjakka á síðasta afmæli og reynist hann vel, en, það verður að segjast að ég sker mig svolítið úr á hjólinu. Í fyrsta lagi er húðliturinn undarlegur 47
fyrir hjólreiðamann í Malaví, síðan er ég klæddur reiðhjólafatnaði; púði í stuttbuxunum, vasar aftan á skærlitum bol, hanskar, sólgleraugu og hjálmur,og ekki má gleyma Ortlieb töskunni rauðu sem hangir á bögglaberanum. Maður er eins og risastórt endurskinsmerki, en eins og annað, þá venst þetta. Suma sunnudaga fer ég í hópi kunningja lengri hjólaferðir um nágrenni höfuðborgar innar. Þær ferðir eru skemmtilegar, en þá hjólum við 40 til 80 km að mestu leyti á malar vegum og moldarstígum. Fyrirliðinn okkar er Fransmaður sem lifir fyrir hjólreiðar. Sá liggur yfir Google Earth og leitar uppi ótrúlegustu stíga og troðninga, býr svo til leið á GPS tækið sitt, brunar af stað og við hin eltum. Ég man rétt fyrir maísuppskerutímann í fyrra þá lentum við stundum á troðningum þar sem maísplöntur mynduðu þak yfir okkur og báðir olnbogar snertu stundum plöntur samtímis. Svo á regntímanum þarf maður stundum að hoppa af baki og vaða yfir ár og polla með hjólið á öxlinni. Þetta geta verið ótrúlega skemmtilegar ferðir. Alls staðar er fólk. Í sunnudagstúrunum br unum við í gegnum endalaus þorp. Krökkum þykir einstaklega skemmtilegt að sjá okkur hvíta fólkið í okkar skrýtnu fötum á reiðhjólum. Glymur þá stundum í
eyrunum margradda „mzungu, mzungu,“ en mzungu þýðir hvítur maður. Stundum mætum við hópum kvenna, sem kannski eru á leið til kirkju, eða að vatnsbólinu. Yfirleitt reka þær konur upp skellihlátur þegar við komum og fara að tala ógnarhratt um eitthvað greinilega mjög skemmtilegt. Við hljótum að vera umræðuefnið, en ekki veit ég hvað er svona skemmtilegt. Þótt þeim finnist broslegt að sjá hvítan karlmann á hjóli virðist þeim finnast enn sérkennilegra að sjá hvíta konu á hjóli, klædda stuttbuxum og bol. Hér eiga konur nefnilega að vera í síðum pilsum en alls ekki stuttbuxum. Stundum skella innfæddu konurnar sér á lær - eitthvað er svo ægilega skemmtilegt. Stundum er kallað til okkar: „Hvert eruð þið að fara?“ Við svörum þá „Til borgarinnar.“ Þá kemur: „Hvaðan eruð þið að koma?“ og svarið er: „Frá borginni.“ Fólk rekur í rogastans við svona svör. Maður sér í augum fólksins næstu spurningu sem það langar til að spyrja: „Af hverju eruð þið að hjóla ef þið eruð að fara þangað sem þið eruð að koma frá?“ Í þeirra augum er reiðhjól nefnilega vinnuþjarkur, ekki líkamsræktar- eða skemmtitæki. Vonandi hefur þessi stutti pistill um hjólreiðar í Malaví skemmt ykkur örlítið. Bestu kveðjur.
48
Hjólamenningin í Afríku
Svipmyndir frá austurstöndinni - Páll Guðjónsson
49
Samgöngustyrkur – hvað er það ? Ásbjörn Ólafsson
Greinarhöfundur ásamt Kjartani og Sessý í hlutverki Dr. BÆK á hverfahátíð Laugardalshverfis.
Í reglum í skattmati er launagreiðendum gert kleift að borga launþegum að hámarki kr. 7.000.- á mánuði vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar að því gefnu að undirritaður sé formlegur samningur um að launþegi nýti almenningssamgöngur eða vistvænan ferðam áta. Launþegum/stéttarfélögum er einnig heimilt að greiða allt að kr. 55.000.fyrir heilsurækt skv. ákveðnum skilyrðum þar um. Þetta eru þær upphæðir sem eru undanþegnar skatti en upphæðir umfram það teljast skattskyldar. Á heimasíðu LHM og Wikipedia er hægt að finna dæmi um samgöngusamninga, best er að gúgla samgöngusamningur. Í dag eru tæplega 50 vinnustaðir svo vitað sé með sam göngusamninga. Í óformlegri google-docs könnun sem ég gerði í gegnum fésbókar síðurnar: Samgönguhjólreiðar, Samtök um bíllausan lífsstíl og Hollvinasamtök strætós, var ég að leita eftir fólki sem hefur skrifað undir slíka samninga og náði nokkrum nöfnum og smá tölfræði. Meðalupphæð samninga var kr. 55.000. Ferðamáti 78% þeirra sem tók þátt var hjól en 17% notuðu strætó. Meðalfjarlægð (í loftlínu) þeirra sem ferðuðust hjólandi var 4,4 km en 4 km hjá þeim sem notuðu strætó. 58% þátttakanda voru karlmenn og 36% konur. 31% þátttakenda voru yngri en 36 ára, 37% frá 35-45 ára, 23% frá 45-55 ára og 9% var eldri. Það væri gaman að safna fleiri nöfnum. Ef þinn vinnustaður er ekki með sam göngustefnu ættir þú að láta til þín taka. Á
fyrirlestri Hanne Scheller, verkefnastjóra hjá dönsku krabbameinssamtökunum, á Hjólum til framtíðar síðastliðið haust, sjá upptöku á lhm.is, kom fram að það væri hægt að koma í veg fyrir 5.000 tilvik af krabbameini hjá Dönum ef þeir fylgdu ráðleggingum um hreyfingu og mataræði. Í Danmörk mætti kom í veg fyrir 4.500 dauðsföll, 100.000 sjúkrahúsmeðferðir og 3,1 miljón fjarvistardaga með hjólreiðum. Það er til fólk sem tuldrar yfir því að hjólreiðamenn greiða enga skatta en stað reyndin er sú að hver hjólaður kílómetri sparar þjóðfélaginu pening. Hluti af þeim sparnaði felst m.a.s. í því að biðraðir á ljósum minnka og bensín og tími þeirra sem kjósa að nota bíl áfram sparast. Það græða allir. Samgöngustyrkur einn og sér er ekki nóg. Fyrirtæki þurfa líka að taka upp sam göngustefnu, útbúa geymslustaði fyrir hjól og jafnvel sturtur. Það þarf að hvetja til hjólreiða. Mörg fyrirtæki bjóða upp á árlega yfirferð á hjólum og fræðsluerindi um hjólreiðar. Í dag er hvatinn til að taka upp samgöngustyrki einkum hjá fyrirtækjum þar sem skortur er á bílastæðum en lýðheilsuáhrif og umhverfissjónarmið ættu ekki síður að vera nægur hvati. Ein hugmynd væri að fyrirtæki keyptu hjól fyrir starfsmenn sem þeir síðan eignuðust með því að nota þau. Einnig væri hugmynd að stéttarfélög stæðu fyrir hjólakaupastyrkjum. Það er skemmtilegra að hjóla á góðu hjóli. Höldum baráttunni áfram. 50
51
52