FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 25. árg. mars 2016 - Frítt
Spennandi dagskrá og ferðir með klúbbnum Ísland öruggasta hjólaland í heimi 17 ár í röð Aldrei of seint að byrja að hjóla Úr myndaalbúmi fararstjórans Fréttapunktar úr hagsmunabaráttunni Skipulagning hjólaleiðanetsins - upp með metnaðinn!
Er Ísland öruggasta hjólaland í heimi? 17 ár í röð var svarið já! // Páll Guðjónsson Hjólreiðar eru öruggur fararmáti þó margir virðist gefa sér annað. Í raun eru þær öruggasti fararmátinn á Íslandi. Það er hægt að notast við ýmsa mælikvarða til að mæla slíkt en einn sem er oft notaður í samanburði á milli landa er fjöldi banaslysa. Þau eru blessunarlega fá hér meðal hjólandi, það fyrsta síðan 1997 varð í desember síðastliðnum. Á sama tíma hafa 336 einstaklingar látið lífið í umferðar slysum, flestir ökumenn eða farþegar bifreiða en einnig bifhjóla og gangandi vegfarendur. Evrópusamtök hjólreiðamanna, ECF, birta tölur um fjölda hjólandi sem láta lífið í umferðinni í aðildarlöndum Evrópu sambandsins í skýrslu sem kallast The ECF Cycling Barometer og það er fróðlegt að bera þær saman við íslenskar tölur. Því miður er tölfræði um hjólandi umferð af skornum skammti hérlendis en ef horft er til samgöngukönnunar Reykjavíkurborgar má þó finna tölur sem hægt er að miða við*. Malta fær bestu einkunnina fyrir umferðar öryggi en líklega ekki vegna öruggrar aðstöðu heldur vegna þess að lítið sem ekkert er hjólað þar eins og sést á vöntuninni á síðustu súlunni á fyrra grafinu sem sýnir hlutdeild ferða á reiðhjóli í samanburði við aðra fararmáta. Ísland væri þarna líklega fyrir miðju með 5,5%*. Hitt grafið sýnir hversu margir hjólandi láta lífið í umferðinni í hlutfalli við hversu mikið er hjólað. Öruggast virðist samkvæmt
þessu að hjóla í Lúxemborg og á Möltu. Svíþjóð, Holland, Danmörk og Finnland koma á eftir sem þau öruggustu í heimi. Með ekkert banaslys frá 1997 – 2014 var Ísland það öruggasta með núll á stöplaritinu fyrir neðan. En slysið 2015 breytti stöðunni, ef tekið er meðaltal þessa tímabils til að jafna út skammtímasveiflur þá reiknast mér til að Ísland sé nálægt nágrannalöndum okkar og þar með samt enn eitt það öruggasta í heimi (0,00003). Ísland á annað sameiginlegt með Möltu, hér er enginn launaður starfsmaður hjá hags munasamtökum hjólandi né innan kerfisins. Meðan ríkið kostaði tugmilljarða upp byggingu mislægra gatnamóta síðustu áratuga setti það ekkert í uppbyggingu fyrir hjólandi. Leiða má líkur að því að þetta fyrsta hjólandi fórnarlamb í umferðinni í 18 ár hafi að hluta til verið fórnarlamb þess skipulagsslyss sem aðstaðan á slysstað er með tilliti til gangandi og hjólandi. Aðstöðu sem versnar eða hverfur alveg þegar snjóar eins og þennan dapra morgun í desember síðastliðnum. Þarna og víðar er úrbóta þörf á leiðum milli hverfa og borgarhluta á höfuðborgarsvæðinu og víða um landið. Þó fyrir nokkrum árum hafi verið opnað á fjárveitingar til hjólastíga af hálfu ríkisins eru þær í engu samhengi við hlutdeild hjólandi, stefnu stjórnvalda um að auka hjólreiðar eða áratuga uppsafnaðan vanda þegar kemur að fjárveitingum. *Sjá umfjöllun í Hjólhestinum 1. tbl. 2014.
2
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús flest fimmtudagskvöld frá kl. 20, alltaf eitthvað í gangi. Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 25. árgangur, mars 2016 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjóri og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíðumynd: Magnús Bergsson Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins.
Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félagsmönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félags skírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmyndavörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka notkun reiðhjóla og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðaf ólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Landssamtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hjóla mönnum og Hjólreiðafélagi Akureyrar eru jafnframt í LHM.
© 2016 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.
Félagsgjaldið er aðeins 2500 kr. 3500 kr. fyrir fjölskyldur, 1500 kr. fyrir yngri en 18 ára. Einfaldar leiðbeiningar á heimasíðu fjallahjolaklubburinn.is > klúbburinn > Gangið í klúbbinn 33
Úr dagskrá Fjallahjólaklúbbsins 2016 Ferðanefnd og Hrönn Harðardóttir
Ferðirnar í ár eru af ýmsu tagi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þetta er ekki tæmandi listi og við erum ætíð til í að skipuleggja fleiri ferðir. Til dæmis var ákveðið að fara til Vestmannaeyja og á Vesturland í fyrra með stuttum fyrirvara. Gott er að fylgjast með pósti, heimasíðu eða fésbókinni til að missa ekki af skemmtilegum ferðalögum.
er grýttur og það þarf að vaða nokkrar ár. Erfiðleikastig: 6 af 10. Fararstjórar: Þórður Ingþórsson og Hrönn Harðardóttir 11.-12. júní. Snæfellsnes Ár viss ferð Fjallahjólaklúbbsins á Snæfellsnes. Gist á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi og farið út að borða um kvöldið. Dagleiðir 25-30 km. Það verður sameinast í bíla og má gera ráð fyrir 3000 kr. fargjaldi. Erfiðleikastig: 5 af 10. Fararstjóri: Örlygur Sigurjónsson
4.-5. júní. Þórsmörk Þetta árið förum við í Þórsmörk í byrjun sumars. Það verður sameinast í bíla og ekið að Seljalandsfossi. Þaðan er hjólað inn í Bása og gist í skála Útivistar, 30 km leið, vegurinn
25.-26. júní. Suðurnes Ekki þarf að ferðast um langan veg til að
4
komast á framandi slóðir. Það verður gist í tjaldi í Grindavík og hjólaðar skemmtilegar dagleiðir á Reykjanesskaga. Förum út að borða á laugardagskvöldinu Erfiðleikastig: 4 af 10. Fararstjórar: Auður Jóhannsdóttir og Björn Bjarnason.
sama leið til baka, 30 km leið. Farið út að borða um kvöldið og gist á tjaldsvæðinu í Vík. Næsta dag pökkum við saman og keyrum upp á Litlu- Heiði. Hjólum þar um fáfarinn sveitaveg, þar sem býlin eru í eyði en túnin ennþá heyjuð. Síðan munum við hjóla niður í Reynisfjöru og niður að Dyrhólaey. Hjólaleið dagsins er u.þ.b. 40 km. Erfiðleikastig: 6 af 10.
14.-17. júlí. Strandir Fjögurra daga krefjandi ferð með allan útbúnað um Strandir á Vestfjörðum. Gist í tjaldi. Ætlað vönum ferðalöngum í þrusugóðu reiðhjólaformi. Tæpir 200 km. Erfiðleikastig: 10 af 10. Fararstjóri: Friðjón Guðmundur Snorrason.
13.-14. ágúst. Skorradalur Ekki alveg víst hvar við gistum, annað hvort í bústað eða tjaldi. Hringurinn í kring um Skorradal er ríflega 40 km og að mestu á góðum malarvegi. Eitthvað er um malbik og eitthvað um grýttar vegleysur. Erfiðleikastig: 5 af 10. Fararstjóri: Alfreð Alfreðsson
22.-24. júlí. Vík í Mýrdal Þakgil er bakgarður Þórsmerkur og náttúran þar í sínu fegursta pússi. Á laugardegi er hjólað upp í Þakgil, snætt nesti og hjóluð
5
En hvað svo? Það má vel vera að það verði fleiri ferðir, ef þú ert með hugmynd, hafðu þá samband, netföng og símanúmer stjórnar er að finna á heimasíðunni okkar, www.f jallahjolaklubburi nn.is. Við erum með kerru sem getur tekið 18 reiðhjól og erum alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Aukaferðir verða auglýstar með góðum fyrir vara á póstlista ÍFHK og facebook síðunni. Helgarf erðirnar eru opnar öllum félags mönnum ÍFHK.
Þriðjudagskvöldferðir Brottför er öll þriðjudagskvöld frá maí byrjun til ágústloka frá Fjölskyldu og hús dýragarðinum, kl. 19:30. Fyrsta ferðin verður 3. maí, þá verður hjólað út í Klúbbhúsið í vesturbæ og bakaðar vöfflur. Stígakerfið vex og dafnar og það er ákaflega gaman að finna nýja silkimjúka malbiksræmu til að þjóta eftir. Komdu með okkur eitthvert þriðjudags kvöldið í sumar, jafnvel öll, þá áttu möguleika á að hljóta mætingabikarinn, blóm og konfekt. Það þarf ekki að vera félagi í ÍFHK til að taka þátt í þriðjudagskvöldferðunum.
Spjall á facebook Við erum með spjallhóp á facebook, hann heitir Fjallahjólaklúbburinn og þar er hægt að finna ferðafélaga og fá ráðleggingar um hvaðeina sem fólki dettur í hug þegar klúbburinn, reiðhjól og ferðalög eru annars vegar.
6
Klúbbhúsið okkar Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar, kaffihúsakvöld, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppákomur. Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félagsmenn. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.
7
Það er aldrei of seint að byrja að hjóla Arndís Þorvaldsdóttir
Ég vakna upp á gjörgæslunni á Fjórðungs sjúkrahúsinu á Akureyri. Það tekur svolitla stund að síast inn í vitund mína hvar ég er stödd og hvers vegna. Svo átta ég mig á því að ég er að vakna eftir aðgerð á hné.
1. Sú g ráa sem fjárfest var í á Spáni. Karfan kemur sér vel í vatnsflutningunum sem fylgja heimilishaldi þar. 2. Hjólað á „grænu merinni” út í vorið Myndirnar tók Sæbjörn Eggertsson.
8
Ég reyni að hreyfa fótinn en finn ekki fyrir honum. Mín fyrsta hugsun er: „Ég skal upp á lappirnar aftur.“ Ég hafði farið úr liði á hné. Við það skaddaðist æð sem nauðsynlega þurfti að loka. Liðbönd voru ónýt eða eydd og heim fór ég með þau skilaboð að ég þyrfti að mæta fljótlega í æðaaðgerð. Úr því varð þó ekki því í fyrri meiðslum á hnénu hafði ég myndað það sem Haraldur Haukss on, skurðlæknir kallaði fjallalæki. Hann hristi höfðið yfir þessu, kvaðst ekki hafa séð þetta áður og aldrei fengið sjúkling á mínum aldri með svipaðan áverka. Við tók sjúkraþjálfun í heimabæ mínum Egilsstöðum. Ég var fljót að átta mig á því að þó ég væri ekki góð til gangs þá átti ég auðvelt með að hjóla. Því ákvað ég fljótlega að fá mér þríhjól vegna þess að ég hafði ekki lært að hjóla sem barn. Nú hófst leit á netinu og á endanum rakst ég á þríhjól hjá Stoð, sem er þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði í Hafnarfirði. Það vildi svo til að ferma átti barnabarn mitt sem búsett er þar og notaði ég tækifærið og leit á gripinn í leiðinni. Ég kolféll strax fyrir „Viktoriu“ sjö gíra dökkg rænum sérsmíðuðum gæðingi úr smiðju Jørn Iversen í Rødekro í Danmörku, en í mínum huga er það land Mekka hjól reiðamanna. Einnig var til sams konar hjól með rafmagnsmótor sem ég var hvött til að kaupa , bæði af sjúkraþ jálfaranum og að standendum. En það tók ég ekki í mál. Ég var ákveðin í að fram að sjötugu skyldi ég ferðast fyrir eigin afli. Því má svo við bæta að þegar sjötugsafmælinu var náð framlengdi ég það markmið fram að 75 ára afmælinu. Til að gera langa sögu stutta þá gengu kaupin eftir. Í fallegu veðri um miðjan maí árið 2009 kom hjólið með flutningabíl í Egilsstaði og ég hjólaði út í umferðina þá 64 ára að aldri. Þess má geta að sjúkraþjálfarinn minn, sem er ástríðufullur hjólreiðamaður, fylgdi mér úr hlaði og gaf mér góðar ráðleggingar.
Viktoría er hönnuð fyrir fatlað fólk og það er stutt upp á pedalana. Það kom sér vel fyrir mig, því framan af var ég með svo kallaðan „dropfót“ sem ég þurfti að toga upp á pedalann. Ég gleymi seint þessum fyrsta hjólreiðatúr. Eftir að hafa haltrað um í marga mánuði var ég allt í einu komin á það sem mér fannst vera blússandi ferð. Upplifunin minnti mig helst á útreiðartúra sem ég stundaði á unglingsárum. Ég man að það flaug í gegnum hugann. „Ég verð að skrifa um þetta, fólk í sömu aðstæðum og ég verður að frétta af þessum möguleika.“ Af því hefur þó ekki orðið fyrr en nú að ég er sest við lyklaborðið. Í vor verða sjö ár liðin frá því ég eignaðist „Grænu merina“ eins og ég kalla hjólið mitt. Saman höfum við átt ótal ánægjustundir og segja má að ég fari allra minna ferða hjólandi á meðan veður og færð leyfir. Egilsstaðabær er byggður á ásum og því töluvert um brekkur. Fyrir sprækari hjólreiðamenn skipta þær litlu máli, en fyrir mig og mína Grænu meri, sem báðar erum í þyngri kantinum, eru þær töluverð áskorun. Við látum líka eftir okkur lengri ferðir út í nágrannasveitirnar.. Ég held að það að eignast þetta hjól hafi skipt miklu máli fyrir heilsu mína. Í dag get ég farið í styttri göngutúra og ég finn að fjallalækirnir mínir eru enn að eflast og dafna, fyrir utan hvað þessi hreyfing er holl fyrir hjartakornið og upplífgandi fyrir sálina. Sem stendur njótum við hjónin lífsins á Spáni. Græna merin stendur við stallinn heima en hér hef ég tekið til kostanna gráan gæðing, gamalt sendisveinshjól, sem kunningi okkar keypti fyrir mig á markaði. Auðvitað kalla ég það Rosinante eftir hinu frægu hrossi Don Kíkóti. Hér hentar landið vel til hjólreiða og á hverjum morgni hjólar maðurinn minn ásamt félögum sínum langa túra. Við Rosinante tökum það hins vegar frekar rólega og höldum okkur við nágrennið. 9
Umferðaryfirlýsing SÞ hvetur til hjólreiða Ásbjörn Ólafsson og Morten Lange
Síðastliðinn október hittust ráðherrar samg öngum ála Evrópusambandsríkja í Lúxemborg og sömdu yfirlýsingu um hjólreiðar sem loftslagsvænan samgöngumáta, „Cycling as a climate friendly Transport Mode“. Efni þessarar greinar byggist á því sem þar kom fram auk efnis frá heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umferðaröryggi og Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Við vitum að samfélagið græðir á hjólreiðum. Börn sem hjóla í skóla einbeita sér betur en þau sem er skutlað. Starfsmenn sem hjóla í vinnuna eru sjaldnar veikir. Því fleiri hjólreiðamenn þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Samkvæmt Alþjóðah eilbrigðismálastofnuninni WHO myndi ótímabærum dauðsföllum fækka um meira en 100.000 á ári í Evrópusambandinu ef allir myndu hjóla eða ganga í 15 mínútur aukalega á dag. Þeir sem ekki hjóla sjálfir græða á hjólreiðum með færri umferðarhnútum, minni mengun og hávaða og sparnaði í umferðarmannvirkjum og heilbrigðiskerfinu.
sem samgöngumáti sparar samfélaginu og einstaklingunum sjálfum aur. Ráðherrarnir settu saman aðgerðaáætlun í sjö liðum sem allar miða að því að efla hjólreiðar sem loftslagsvænan og skilvirkan samgöngumáta. Hjólreiðar þurfa að vera hluti af samgöngu stefnu yfirvalda, efla þarf innviði og hvetja almenning til breyttrar hegðunar. Evrópu sambandið skyldi þróa heildarstefnumótun á þessu sviði til að auka hlut hjólreiða. Stefnu mótun í hjólreiðum ætti að tengja inn í verkefni svo sem CIVITAS og „Smart Cities and Communities“ . Samgönguráðherra ESB, Violetta Vulc sagðist reiðubúin til að aðstoða löndin með að koma upp góðu samskiptaneti og leiðum til að skiptast á reynslu í því að efla hjólreiðar. Umferðaröryggisyfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hvetur til eflingar hjólreiða. Jákvæð áhrif hjólreiða komu víðar við sögu á alþjóðafundum haustið 2015. Borgin Brasilía var gestgjafi fyrir alheimsfund SÞ í nóvember um umferðaröryggi. Í yfir lýsingunni „Brasilia Declaration on Road Safety“ voru settar fram leiðir til að stemma stigu við vaxandi fjölda látinna í umferðinni í heiminum. Brýnt er að bregðast við, meðal annars vegna þess að aukin bílaeign í löndum með vaxandi efnahag þýðir að óbreyttu fjölgun dauðsfalla í umferðinni. Með yfirlýsingunni er stefnt að aukningu í virkum samgöngumátum, þ.e.a.s. í hjólreiðum,
Samgönguráðherrar ESB vilja efla hjólreiðar Ráðherrarnir sem hittust í Lúxemborg eru ekki í nokkrum vafa um mikilvægi hjól reiða. Ráðherrar samgöngumála sjá einnig að frumkvöðlastarf tengt hjólreiðum og hjólreiðaþ jónustu muni fjölga störfum og efla rétta tegund af vexti í álfunni. Þeir telja hjólið nauðsynlegt til að létta á umferðar hnútum á mörgum þéttbýlissvæðum. Hjólið 10
göngu og sambærilegu. Aðgengi skal bæta og öryggi auka meðal annars með byggingu og viðhaldi gangstétta og hjólreiðabrauta og með því að fjölga hraðamyndavélum til að lækka umferðarhraða. Þá eru hin sterku jákvæðu áhrif virkra samgöngumáta á heilsu, umhverfisismál og sjálfbæra þróun nefnt í sömu andrá.
Hjólreiðar hefðu mátt vera enn sýnilegri á sviði heimsmála, en síðustu misserin hafa Evrópusamtök hjólreiðamanna, European Cyclists‘ Federation (ECF) fengið byr í seglin og að undirlagi SÞ höfðu þau frumkvæði að stofnun Heimssamtaka um hjólreiðar til samgangna og ferðalaga, World Cycling Alliance, til að eiga lögformlega rödd á vettvangi þeirra.
Loftslagssamningurinn samþykktur í París 12. desember Laugardaginn 12. desember var sam þykktur tímamótasamningur nær 200 ríkja um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ljóst er að til að ná þeim markmiðum sem sett eru fram þurfi að grípa til margvíslegra aðgerða. Hjólreiðar og nokkrar aðrar lausnir í loftslagsmálum hafa þá sérstöðu að vera hluti af lausninni við margskonar vanda sem alþjóðsamfélagið vill bregðast við, eins og þegar hefur komið fram. Í Brynhildar skýrslunni, sem unnin var fyrir Umhverfis ráðuneytið árið 2009, er niðurstaðan sú að aðgerðir til að auka hlutdeild hjólreiða í samgöngum í þéttbýli skili hreinum hagnaði í stað þess að auka útgjöld. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna sem reiknivél WHO, HEAT for cycling byggir á. Hjólreiðar sem lausn munu án vafa skipa verðskuldaðan sess á heimsráðstefnunni HABITAT um betri borgir næstkomandi haust, en senn mun mikill meirihluti manna búa í borgum.
Koma svo, Ísland Eftir lagabreytingu 2007, varð loks heimilt að íslenska ríkið taki þátt í að fjármagna lagningu stíga, næstum til jafns við reiðstíga. Stígar hafa svo verið lagðir, en uppfæra þarf lagaumhverfið til að hamla ekki aukningu hjól reiða. Heildstæða áætlun um eflingu hjólreiða vantar. Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að til verði Hjólreiðaáætlun Íslands. Innanríkis ráðuneytið og Samgönguráð geta líka átt frumkvæði að málinu. Vonandi ber íslenskum stjórnvöldum gæfa til að efla hjólreiðar ekki siður en samgöngu ráðherrar á meginlandi Evrópu hafa nú heitið og öll rök um heimsins gagn og nauðsynjar hníga að. Reykjavík, mars 2016 Ásbjörn Ólafsson, formaður Lands samtaka hjólreiðamanna (LHM) Morten Lange fyrrverandi formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
Alexander Schepsky og félagar standa fyrir fimmta Tweed Ride Reykjavík 4. júní næstkomandi. Tweed Ride Akureyri verður á Akureyrarvöku 27. ágúst. Forsíðumyndin og þessi voru teknar í TRR 2015 af Magnúsi Bergs. 11
Dónárdraumur
Grétar William Guðbergsson Hún er um 11 cm há og að sjálfsögðu voru teknar myndir af dömunum í ferðinni við nokkuð stærri eftirlíkingu af henni. Upp úr hálf tólf sáum við mikil bólstraský myndast í norðri. Það leit út fyrir að það myndi rigna á okkur seinna, líklega með látum, þrumum og eldingum en það lagðist ekkert sérstaklega illa í okkur þó það myndi rigna aðeins. Við komum einnig við hjá kirkju í St. Michael sem að grunni til er frá árinu 800. Það var svolítið skondið að fylgjast með skipunum fara þarna upp ána því hún er svo þröng og straumhörð þarna að skipin rétt siluðust áfram. Þar sem við vorum í Wachaudalnum sem er mikið og þekkt vínræktarsvæði, var stoppað öllum að óvörum á stað þar sem boðið var upp á vínsmökkun og smá snarl. En það var aðeins meira en smá. Við fengum að smakka á þremur víntegundum. Tveimur hvítum og einni rauðri. Að áti og vínsmökkun lokinni var orðið frekar þung yfir norðan við okkur þó sólin skini ennþá á okkur en svo hvarf hún
Dagana 8. – 15. júní 2015 fór ég í sex daga hjólaferð niður með Dóná með Útivist í samstarfi með ferðaskrifstofunna Íslandsvinir. Hér kemur lýsing á næst síðasta hjóladeginum. 13. júní, fimmti hjóladagur. Hitastigið var 22°C kl. níu þegar við lögðum af stað. Enn var sól og hlýtt. Við fórum í gegnum Melk og héldum okkur sunnan megin árinnar. Ekki leið á löngu þar til við fórum yfir enn eina brúna. Það var svolítð brött brekka sem við þurftum að fara til að komast upp á hana, líklega sú brattasta í ferðinni. Nú vorum við, eins og gefur að skilja, enn einu sinni komin norðan megin við ána. Við fórum í gegnum nokkur þorp, eins og venjulega. Í einum bænum, Willendorf in der Wachau, stoppuðum við þó. Þar fannst litla fræga Venusarstyttan, Venus of Willendorf, við uppgröft 1908 þegar verið var að leggja járnbrautarteina í gengum svæðið. Talið er að styttan sé frá 24.000 – 22.000 árum fyrir Krist.
12
bak við skýin sem var svo sem ágætt því þá var ekki eins heitt. Svo hvessti svolítið og við sáum regnið nálgast. Við stoppuðum á stað þar sem sást til rústa Dürnstein-kastala. Þar var Ríkarði Ljónshjarta konungi af Englandi haldið föngnum. En nú fór allt að gerast. Flóðgáttir himinsins opnuðust. Við erum ekki aðeins að tala um rigningu. Nei, heldur kom þetta svaka haglél, ekki svona smá högl eins og við fáum hérna heima. Nei, þessi voru á stærð við stór bláber. Við fundum okkur skjól, sem var eiginlega ekkert skjól, við hús sem var líklega slökkvi stöð. Eins gott að það kom ekki útkall því við vor um fyrir framan útkeyrsludyrnar á húsinu. Inni var einhver slökkvuliðshátíð í gangi þannig að allir á stöðinni voru þar. Ég færði mig yfir bílaplanið undir vegginn á móti. Enda var meira skjól þar og fleiri fylgdu í kjölfarið. Það stytti upp um síðir og við gátum haldið ferð okkar áfram til Melk þar sem við fengum okkur ís, kaffi og kökur. Ég þurfti að skipta um buxur, var í bómullar stuttbuxum sem ætluðu aldrei að þorna. Ég var með aðrar þurrar buxur með mér, sem betur fer. Á leið okkar frá Melk til Traismauer var stoppað til að veita þeim sem tóku þátt í Kvennahlaupinu með því að hjóla viðurkenningarpeninga fyrir þátttökuna. Brandur fararstjóri sá um það með miklum sóma. Svo var brunað til
Traismauer. Þar var brasshátíð í gangi sem við höfðum engan tíma til að spá í. Þegar við komum á hótelið tók eigandinn á móti okkur með svaladrykk sem var mjög góður. Það var gert ráð fyrir að við myndum borða úti, búið að leggja á borð og allt, en það fór að hvessa og leit út fyrir rigningu þannig að það var hætt við það og við borðuðum inni. Eftir matinn fóru nokkur okkar í bæinn, sem var nú ekki nema nokkuð hundruð metrar, til að kíkja á Brasshátíðina. Þegar við komum var hljómsveitin Feders piel að fara á svið. Miðað við auglýsingaplaggötin fyrir hátíðina var þetta aðal hljóms veitin á hátíðinni. Hún er skipuð sjö hressum strákum öllum mjög færum á sín hljóðfæri. Auk þess gátu einhverjir þeirra jóðlað og það var mjög skemmtilegt að hlusta á þá. Eftir skemmtilega stund á tónleikunum fórum við aftur upp á hótel og lögðumst til hvílu. Þetta var skemmtilegur dagur og demban og haglélin gerðu hann ekki síður skemmti legan. Líklegast með eftir m innilegustu stundum ferðarinnar. Það hlýnaði aftur eftir úrhellið, en það var ekki eins slæmt og verið hafði dagana á undan. Við hjóluðum 62,0 km. þennan dag. Ferðasöguna alla ásamt fjölda ljósmynda má lesa og skoða á vef Fjallahjólaklúbbsins.
13
Úr myndaalbúmi fararstjórans Brandur Jón Guðjónsson Í ferðum mínum sem fararstjóri í hjól reiðaferðum erlendis er auðvitað ýmislegt sem fyrir augu hefur borið. Eins og þau vita sem hafa ferðast með mér þá er ég yfirleitt með myndavélina hangandi í bandi um hálsinn og tek myndir í allar áttir í tíma og ótíma. Þær myndir sem hér fylgja með eru oftar en ekki teknar þannig og því æði misjafnar að gæðum, en fanga í sumum tilfellum augnablik einungis af því að vélin var til staðar. Ekki er það þó algilt og er aukaatriði í þessu sambandi, en myndirnar og textarnir tala sínu máli Gjörið svo vel! Flestar myndirnar eru teknar í ferðum mínum við Gardavatnið á ítalíu og meðfram Dóná, en einnig úr öðrum ferðum.
#1. Þessi gat ekki gengið óstuddur eftir heilablóðfall, hálf lamaður hægra megin fór hann samt í nokkur hundruð km hjólaferð með mági sínum sem var aðstoðarmaður hans. Það þurfti m.a. að óla hægri hönd og hægri fót hans við nýja sérsmíðaða rafhjólið sem eigandinn sýndi okkur stoltur. Þeir hittu eiginkonurnar svo á kvöldin því þær ferðuðust saman í bíl til að taka hjólin þeirra aftur með heim í lok ferðar. #2. Þetta heitir að deyja ekki ráðalaus! Þessi stúlka var úti að hjóla með föður sínum og bróður þó hún væri bundin við hjólastól, en af hverju hún er ekki með hjálm eins og þeir get ég ekki sagt ykkur.
#3 14
#1
#2
#4
#3. Svona gat þessi fjölfatlaða stúlka tekið þátt í hjólaferð fjölskyldunnar; þau voru fimm saman á ferð, feðginin fremst, svo kom mamman með kerru aftan í sínu hjóli þar sem ungur sonur þeirra sat, og síðastur kom svo afi á sínu hjóli.
#5
#4. 5. 6. – Það þarf ekki endilega að skilja Snata, Snúllu eða Trygg eftir heima þó farið sé út að hjóla. # 23. Ég læt mynd af ítölskum mæðginum fylgja með, hún með hund í tösku (á hjólum) og hann með páfagauk á öxlinni.
# 23
#6 15
#9
# 10
#9. 10. Á þessum g atnamótum í miðborg Ljubljana í Slóveniu hafa hjólin forgang: Sér stöðusvæði er fyrir þau framan við bílana á meðan beðið er á rauðu, og svo kemur grænt ljós fyrir hjólin nokkrum andartökum á undan bílunum þannig að hjólafólkið er komið á ferð áður en þeir leggja af stað. Einnig er hjólastígur til hliðar ef þú vilt ekki vera innan um bílana eða ef þú ert að fara í hina áttina því þetta er einstefnugata.
#13. Sams konar útgáfa af hjóli er hérna nýtt til fólksflutninga. Hvort sú sem hjólar á öll fjögur sem í hólfinu eru eða hvort hún er dagmamma er aukaatriði. #25. Það má ekki á milli sjá hvort er skrautlegra, hjólið eða eigandinn sem a stendur við það. #18. Hjólafólk er líka neytendur, þessi sjálfsmynd er tekin þar sem auglýstar eru mismunandi gerðir af speglagleri við hjólaleiðina meðfram Dóná þar sem að fleiri þúsundir fara um árlega.
#12. Svona hjól geta tekið mikinn farangur, þessi virtist vera að ferðast með nánast alla sína búslóð og takið eftir varadekkinu.
# 13
# 12
# 25 16
# 18
# 26
# 14
#26. Sjaldséðari útfærsla af barnakerrum.
#14. Umferðarljós fyrir bæði hjólastíginn og gangbrautina.
#11. Slöngusjálfsali við fjölfarna hjólaleið. #17. Ekki láta smá sólbruna á höndunum eyðileggja fyrir þér ferðalagið, reddaðu þér! #19. 20. Og hjólafólk þarf líka að borða, því reyna eigendur veitingastaða, með mis frumlegum hætti, að vekja athygli á sínum stað.
#7
#24. Þetta hjól er notað til að vekja athygli á verslun sem selur eingöngu lavender vörur af ýmsum toga.
#7. Þýski pósturinn er með öflug rafhjól í sinni þjónustu.
# 20
# 11
# 24 # 19
# 17 17
Hjólað í Vín // Árni Davíðsson Sumarið 2013 hjólaði ég í Vínarborg í tengslum við ráðstefnuna Velo-City. Allir þátt takendur fengu lánað reiðhjól hjá tveimur borgarhjólaleigum þá viku sem ráðstefnan stóð og tók ég hjól hjá Citybike Wien [1]. Hjólin hjá báðum leigunum voru vel úr garði gerð og í góðu ástandi. Hjólin voru auðstillanleg, með nafgírum og með sjálfvirk fram- og afturljós knúin með rafali í nafinu. Auðvelt er að skrá sig á heimasíðu Citybike og er fyrsta klst. ókeypis, næsta klst. kostar eina evru en fer síðan síhækkandi og kostar fjórar evrur/klst eftir fjóra tíma. Það borgar sig því að skila hjólinu fljótt og taka nýtt enda nóg af stöðvum í kringum miðborgina til að skila og taka nýtt hjól. Á heimasíðunni má finna öpp sem hjálpa manni að finna stöð fyrir leiguhjólið. Vínarborg er þægileg til hjólreiða og borgary firvöld hafa unnið skipulega að aukningu þeirra og meiri notkun almennings samgangna undanfarin ár og orðið vel ágengt. Hlutdeild hjólreiða hefur farið úr 3% í 7% frá
1993-2014 og hlutdeild almenningssamgangna úr 29% í 39% á sama tíma og hlutdeild bíla og vélhjóla hefur minnkað úr 40% niður í 27%. Upplýsingar um hjólreiðar í Vín má finna hér [2,3], m.a. fá ókeypis kort. Taka má hjól með í neðanjarðarlestir utan annatíma en ekki í sporvagna eða strætó. Ég hjólaði mikið um borgina þessa viku en mest í grennd við miðborgina. Borgin er frekar flatlend a.m.k. næst ánni. Hún stendur sem kunnugt er við Dóná og eru margar brýr yfir ána. Í miðborginni er plássið mjög lítið en þó er víðast hvar búið að koma fyrir sérstökum hjólastígum eða hjólareinum á akbrautum. Þarna eru sumstaðar leiðir sem eru frekar erfiðar fyrir óvana vegna plássleysis og víða eru þær sameiginlegar með sporvögnum. Þar borgaði sig greinilega að vera á breiðum dekkjum vegna sporvagnaspora í götunum en 50 mm dekk leiguhjólanna dugðu vel fyrir það. Í miðborginni er mjög víða leyfilegt að hjóla gegn einstefnu, ýmist á afmarkaðri rein eða ekki og hvorutveggja gekk mjög vel.
18
Yfirleitt má hjóla gegn einstefnu ef gata er merkt sem vistgata. Í kringum miðborgina liggur hringvegur eða breiðstræti, fyrst innri hringur sem heitir Ring og annar ytri hringur sem heitir Gürtel og eru hjólastígar meðfram þeim. Ytri hringurinn er með sporvagnaspori sem tengir saman lestarstöðvarnar í Vín og er líklegt að gestir til borgarinnar komi á einhverja þeirra. Annað sem einkennir Vínarborg er að blandaðir hjóla- og göngustígar eru lagðir meðfram Dóná og Dónárkanal sem liggur samsíða Dóná og Wienfluss að vestanverðu í gegnum miðborgina þar til áin hverfur undir borgina í stokki. Leiðin eftir Wienfluss liggur m.a. framhjá Schönbrunn höllinni og síðan lengra í vestur útúr borginni og upp í hæðirnar. Þetta eru frekar greiðar leiðir og þægilegt að fara eftir þeim. Í íbúðahverfum í jaðri miðborgarinnar eru hjólastígarnir almennt vel gerðir í fullri breidd og hjólareinar á akbraut sjaldgæfari. Íbúðahverfin eru vel skipulögð og víða liggja breiðir hjólastígar
meðfram akbrautum en sumstaðar liggja þeir í gegnum garða í hverfunum.. Það er ævintýralegt að hjóla um stórborg og sjá allt það sem fyrir augu ber. Það er alveg ný leið til að kynnast nýrri borg og maður getur bæði farið á milli fyrirfram ákveðinna túristastaða eða látið kylfu ráða kasti og haldið út í buskann. Maður villist ekki með nútíma tækni eins og GPS í farsímanum og ef það klikkar er bara að spyrja til vegar. [1] http://www.citybikewien.at/ [2] http://www.wien.gv.at/english/ transportation-urbanplanning/cycling/ [3] http://www.wien.info/en/vienna-for/ sports/cycling/discover-by-bicycle Fleiri og stærri myndir á fjallahjolaklubburinn.is
19
Hamingja: Þeir sem hjóla reglulega erinda sinna eru ánægðari á ferðum sínum en þeir sem notast við aðra
Félagsmenn ÍFHK fá sent með Hjólhestinum Hjólabingó leikinn en hann er líka hér á baksíðunni í smækkaðri mynd. Honum er ætlað að hvetja þá sem ekki hjóla til að prófa það, fræðast um kosti reglulegra hjólreiða og vonandi komast upp á lagið með að nýta sér þennan góða valkost.
fararmáta. Hreyfingin hefur líka áhrif á hamingjuna, þeir sem hana stunda eru líklegri til að finna hamingjuna. Einnig hættir þeim sem hjóla reglulega síður við þunglyndi og fleiri geðsjúkdómum.
Prófaðu að leysa hvert atriði á bingó spjaldinu og merktu við jafnóðum. Í hverri upplifun eru jafnframt fólgin verðlaun, njóttu þeirra vel. Þegar þú hefur klárað allt spjaldið ættir þú að sjá hversu auðvelt það er að tileinka sér reglulegar hjólreiðar. Ef þú nærð að flétta hjólreiðum inn í daglegt líf þitt vinnur þú þér inn stærstu vinningana. Það þarf ekki að hjóla nema samtals í um 30 mínútur á dag og þó það sé minna hefur það strax drjúg áhrif á heilsuna.
Langlífi: Þeir sem hjóla reglulega lifa lengur og eru hraustari í ellinni. Rannsóknir sýna að reglulegar hjólreiðar eru árangursríkasta leiðin til að lengja lífið, og það á líka við um fólk sem stundar aðra hreyfingu. Þetta var t.d. niðurstaða einnar stærstu og vönduðustu rannsóknar á samgöngu hjólreiðum hingað til þegar Copenhagen Center for Prospective Population Studies* fylgdist með um 30.000 körlum og konum á aldrinum 21 - 90 ára í 14 ár.
Æska: Þeir sem hjóla reglulega hafa þrek á við þá sem eru 10 árum yngri. Í rannsókn Tuxworth W, Nevill AM, White C, Jenkins C, 1986 segir meðal annars: Áhrifaþáttur hjólreiða á líkamshreysti reyndist stærri en allar aðrar breytur tengdar lífsstíl sem kannaðar voru í rannsókninni. Líkamshreysti þeirra sem hjóluðu stundum mældist sambærileg þeirra sem voru fimm árum yngri en hjá þeim sem hjóluðu reglulega mældist líkamshreystin á við þá sem voru tíu árum yngri.
Það hefur jafnvel verið reiknað að fyrir hverja stund sem hjólað er lengist lífið sem því nemur. Það voru niðurstöður vísindamanna sem skoðuðu ferðavenjur 50.000 einstaklinga í Hollandi*. Þar í landi hjólar almenningur um 75 mínútur vikulega og er það fjórðungur allra ferða. Þeir nýttu sér m.a. HEAT reiknivél Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnarinnar. 2013 voru á málþingi Innanríkisráðu neytisins um samgöngumál og almennings samgöngur kynntir útreikningar með þessari sömu reiknivél sem sýndu fram á að hjólreiðar á Íslandi kæmu í veg fyrir fimm ótímabær dauðsföll árlega og að heilsufarsávinningurinn næmi um einum milljarði á ári.
Hreysti: Þeir sem hjóla reglulega eru hraustari en hinir og áhrifin eru víðtæk. Ekki aðeins veikjast þeir sjaldnar heldur hefur hreyfingin fyrirbyggjandi áhrif á lífsstílssjúkdóma nútímans s.s. ákveðnum krabbameinum, hjartasjúkdómum, ofþyngd og fl.þ.h. 20
Hreysti á efri árunum Í nýlegri könnun vísindamanna við King’s College London og The University of Birmingham, Englandi var hópur fólks á aldrinum 55 til 79 ára sem æfðu hjólreiðar reglulega valinn og mælt ýmislegt svo sem þol, þrek, vöðvamassi, efnaskipti, jafnvægi, minni, viðbragð, beinþynning og fl. Enginn þessara mælikvaðra gáfu skýr merki um aldur viðkomandi og flestir mældust á við fólk sem var mikið yngra. Bara korter til hálftími á dag Almennt er ráðlagt að hreyfa sig sem nemur 30 mínútum daglega eða 150 mínútur í hverri viku en samkvæmt nýrri viðamikilli rannsókn frá Taiwan kom í ljós að þó hreyfingin sé aðeins 15 mínútur daglega hafi það veruleg áhrif á heilsuna og geti aukið lífslíkurnar um þrjú ár. Fararmátinn hefur áhrif á vellíðan og heilsufar. Þeir sem hjóla eða ganga til vinnu líður betur en þeim sem keyra milli staða og sýndi það sig líka hjá þeim sem skiptu um fararmáta. Þetta voru niðurstöður Adam Martin hjá University of East Anglia sem rannsakaði gögn um 18.000 breta yfir 10 ára tímabil. Rannsóknin staðfesti jafnframt niðurstöður annara rannsókna um heilsufars ávinning hjólreiða og göngu. * Allt eru þetta niðurstöður vandaðra rannsókna sem má lesa nánar um á vefnum hjólreiðar.is Páll Guðjónsson 21
Teljið og þið munuð finna Árni Davíðsson
Á Velo-City ráðstefnunni 2015 hafði ég tækifæri til að skoða hvernig borgaryfirvöld í Nantes telja hjólandi og gangandi vegfarendur, í kynningarferð á vegum fyrirtækisins EcoCounter, sem framleiðir tæki og hugbúnað til að telja hjólandi og gangandi umferð. Teljurum er komið fyrir á helstu leiðum inn í miðborgina og í miðborginni sjálfri. Talningin er sjálfvirk og aðgengileg borgaryfirvöldum í rauntíma því teljararnir eru nettengdir. Örfáir þeirra eru tengdir skjá sem sýnir talninguna í rauntíma á talningarstaðnum. Teljarar sem telja hjólandi vegfarendur nota skynjara sem eru spólur sem eru fræstar ofan í malbik eða lagðar undir hellur og nema breytingar í segulsviði þegar reiðhjól fer framhjá (induction loop). Talningin fer fram með upphaflegri skynjun og síðan greiningu með hugbúnaði í teljurunum. Greiningin er það nákvæm að bara reiðhjólin eru talin þótt skynjari sé staðsettur í götum eða á stígum við götur með bílaumferð. Við sáum meðal annars hvernig mælirinn taldi þegar hjól fór
yfir en taldi ekki strætó sem fór fram hjá. Það er líka vel þekkt vandamál að teljarar eiga erfitt með að telja rétt mörg hjól sem fara yfir á sama tíma. Við sáum hvernig greininginn réði við það. Talningin breyttist við greininguna þegar nokkur hjól fóru saman yfir og var lokatalningin undantekningarlaust sú sama og fjöldi hjólanna. Annar kostur við þessa aðferð er að hún getur talið hvernig sem viðrar og sama þótt klaki eða snjór sé yfir stíg. Fótgangandi voru taldir með teljurum sem hafa passíva skynjara sem nema innrauða geislun frá líkamshita. Sérstakur hugbúnaður er notaður til að stýra talningunni sem telur bæði hjólandi og gangandi og skynjar mun á notendum ef hratt er hjólað. Drægni er um 30 m. Kosturinn við þessa aðferð er að hægt er að telja í flestum veðrum og að gangandi þurfa ekki að stíga á ákveðna staði til að vera taldir en þeir dreifast mun meir en önnur umferð. Þessum teljurum er bæði hægt að koma fyrir til langframa eða tímabundið. 22
Borgaryfirvöld í Nantes hafa greinilega tekið gangandi og hjólandi umferð með í reikninginn og virðist vel staðið að talningu þessarar umferðar í borginni. Þessar aðferðir við talningu hjólaumferðar eru auðvitað ekki nýjar af nálinni. Þær hafa verið notaðar áratugum saman, líka á Íslandi, en auðvitað bara til að telja bílaumferð. Með því eru menn ómeðvitað að leggja mat á hvað sé mikilvægt eða merkilegt og í hvað eigi að eyða peningunum. Nú er kominn tími til að sveitarfélög landsins og stofnanir ríkisins leggi eitthvað af mörkum til að mæla og telja aðra umferð en umferð einkabíla. Til dæmis með því að gera myndarlegar ferðavenjukannanir á réttum árstíma í september/október og með því að telja hjólandi og gangandi umferð með þeim aðferðum sem nútímatækni býður upp á. Reykjavík hefur vissulega staðið sig best allra hér á landi með sniðtalningum fjórum sinnum ári og með hjólateljaranum við Suðurlandsbraut. Hjólateljarinn er hinsvegar með þeim annmarka að hann telur ekki þegar
ís er yfir og hann skynjar ekki reiðhjól á gönguhluta stígsins og vanmetur því umferð reiðhjóla. http://www.eco-compteur.com/en/
Árni Davíðsson við hjólateljarann Suðurlandsbraut 23
tone 287
Hjólabætum Ísland Gerum góða hluti enn betur Sesselja Traustadóttir Umferðin er okkar allra og þannig er það allt lífið. Þegar maður fylgist með fugla björgum eða horfir á síldartorfur, er alveg magnað að sjá hvernig allir komist um án þess að lenda nokkurn tíma saman. Best væri að það sama ætti við í mannheimum. Öll dýrin í skóginum væru vinir; full virðing og tillitssemi. Oftast er það líka þannig þegar við hreyfum okkur fyrir eigin orku en svo er eitthvað sem gerist hjá mörgum okkar, ef einhver verkfæri bætast við sem koma okkur hraðar áfram. Fjölbreyttni í umferðinni kallar á samvinnu og ef hún er góð sköpum við í leiðinni aukið umferðaröryggi fyrir alla. Á þorranum 2015 buðu Landsbankinn og Hjólafærni völdum fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum að koma á vinnusmiðju um hjólamenninguna á höfuðborgarsvæðinu og hvort við gætum einhent okkur í úrbætur og uppbyggilega samtalsvinnu, okkur öllum til góða. Vinnusmiðjuna sóttu fulltrúar frá Vegagerðinni, Landlæknisembættinu,
Pantone 287
CMYK CMYK
Samgöngustofu, FÍB, Ökukennarafélags Íslands, Landssamtökum hjólreiðamanna, Reykjavíkurborg, Vínbúðinni, Verði, Lands virkjun, Rio Tinto Alcan á Íslandi og reið hjólaversluninni TRI. Í framhaldinu var skipaður stýrihópur með fulltrúum þeirra sem lögðu fé í verkefnið ásamt Hjólafærni á Íslandi. Stefnt var að framkvæmd fjögurra verkefna sem gætu bætt samvinnu og hjóla menningu landsins. Í fyrsta lagi var farið í táknmál og merki sem hjólandi vegfarendur
Pantone 287
CMYK
Pantone 287
CMYK
24
geta sýnt og til þess voru útbúin spjöld í alla strætisvagna borgarinnar í maí á síðasta ári. Einnig voru búin til stór spjöld í nokkra borgarstanda með sömu skilaboðum. Annað verkefnið sem komst til fram kvæmda var gerð myndbanda þar sem áhersla var lögð á jafnan rétt allra í umferðinni. Þessi myndbönd eru á youtube undir leitarorðinu „deilum veginum“ og hvetjum við alla til að skoða þau og deila á samskiptamiðlum á netinu. Eins styrktum við myndband sem FÍB lét gera sem heitir Hjól í huga og er líka á YouTube. Þriðja verkefnið unnið af Hjólabætum Ísland er Hjólavæn vottun vinnustaða. Það er rétt að verða tilbúið og ætti að koma til kynningar í Hjólað í vinnuna vorið 2016. Hjólafærni á Íslandi mun halda utan um þá vottun, sem gengur út á að hvetja vinnustaði til að huga að hjólavæni á sínum starfsstöðvum. Hægt er að fá gull, silfur og brons vottun. Áhersla er lögð á geymslur fyrir hjól, aðbúnað fyrir viðskiptavini, samgöngugreiðslur og aðstöðu fyrir starfsmenn til að skipta um fatnað, svo eitthvað sé nefnt. Fjórða verkefnið sem stefnt var að, er
komið í bið en þar ætluðum við að vinna með sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að einhvers konar appi þar sem tilkynna mætti um slæma staði á stígum sem þarfnast úrbóta. Stýrihópur verkefnisins samanstendur af fulltrúum Vínbúðarinnar, Varðar, Rio Tinto Alcan á Íslandi, Landsvirkjunar, Reykjavíkurborgar, Landsbankans, TRI og Hjólafærni á Íslandi. Hann kemur enn saman til að vinna að þessum verkefnum. Það er líka áhugi fyrir því að verkefnið lifi áfram og þá gjarna með þátttöku fleiri aðila, bæði fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Umferðin er mál okkar allra. Það er ekki nóg að horfa eingöngu til yfirvalda og bíða eftir aðgerðum þaðan. Það er hagur okkar allra að horfa inn á við og skoða hvað við sjálf getum gert betur. Við heyrum æ oftar af pirringi vegna ónærgætni á stígum – getur þú sýnt samferðafólki þínu meiri tillitssemi? Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Gerum þetta saman, gerum góða hluti enn betur. Notum táknmál og höldum okkur hægra megin á stígum og g ötum #hjolamal Mynd-VR
25
Hjólað frá Hlemmi Árni Davíðsson
Þessi vetur er sjötti veturinn sem Lands samtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi hafa farið í vikulegar hjólaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum en fyrstu ferðirnar voru farnar haustið 2010. Byrjað er í samgönguviku í september og hjólað vikulega til loka nóvember, hlé gert í desember og byrjað aftur í janúar og síðasta ferðin er síðasta laugardag í apríl. Mæting er við Hlemm kl. 10 en lagt af stað um kl. 10:15.
Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borgina og höfuðborgarsvæðið eftir rólegum götum og stígum í 1-2 klst. Vikulegar upplýsingar um ferðirnar birtast á Facebook síðu LHM. Þær eru ókeypis og allir velkomnir. Allir sem kunna að hjóla eiga að geta tekið þátt. Meðalhraði fer eftir hægasta manni og er oftast á bilinu 10-15 km/klst. Hjólaðir er um 10-20 km í flestum ferðunum, sem er ekki erfitt. Þegar vetrar og dimmir þarf að gera
26
ráð fyrir hlýjum og skjólgóðum fatnaði og að hafa ljós að framan og aftan. Í hálku er öryggi í nagladekkjum á hjólinu.
Reynslan hefur verið góð. Á þessum sex vetrum hefur aðeins ein ferð fallið niður vegna veðurofsa. Veðrið spilar auðvitað stóra rullu í aðsókninni. Fleiri koma í góðu veðri og þegar er frostlaust og gott færi. Seglum er líka hagað eftir vindi í fararstjórn. Ef það er slæm færð er hjólað í miðborginni þar sem er betur rutt og minni snjór en þegar gefur er farið lengra, í úthverfin og nágrannasveitarfélögin. Flestir sem koma nota orðið nagladekk þannig að öryggi í hálku er eins og best verður á kosið.
Þessar ferðir voru hugsaðar sem mótvægi við þriðjudagsferðir Fjallahjólaklúbbsins, sem byrja í maí og enda í byrjun september. Þessi tími á laugardagsmorgnum var valinn til að sem flest fullorðið fólk gæti mætt og verið búið um hádegi og eftir það átt daginn fyrir sig við aðra iðju. Þannig ætti t.d. fjölskyldufólk að geta komið en samt haft tíma fyrir sund með börnunum eftir hádegi. Þá var einnig hugsað til birtunnar en það er jú bjartara að morgni heldur en að kvöldi að vetrarlagi. Hlemmur var valinn þar sem hann er miðpunktur almenningssamgangna og því auðvelt að koma með hjólið í Strætó fyrir þá sem koma lengra að.
Í lok ferðar er hápunktinum náð að margra mati því þá er farið í kaffi, oftast í bakarí eða kaffihús en stundum í heimahús. Stundum er ákveðið þema í ferð eða gestum boðið með. Í ferðirnar hafa m.a. komið lögreglustjórinn í Reykjavík, forstjóri Samgöngustofu, ýmsir sveitarstjórnarmenn og erlendir gestir á ráðstefnum og fundum. Nýjir stígar hafa verið skoðaðir, misgreiðfærar leiðir milli sveitarfélaga kannaðar og meira að segja kafað í bílastæðahúsin í borginni og í Kópavogi.
Markmiðið með ferðunum er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Áherslan er á samgönguhjólreiðar og mikið lagt upp úr spjalli og að fara rólega yfir. Í upphafi ferðar er farið yfir með nýju fólki hvernig öruggast er að hjóla í hóp, hvar við staðsetjum okkur á götum og stígum, gefum merki o.s.frv. Fyrirvari er um að menn hjóla á eigin ábyrgð og fari eftir umferðareglum en fylgi ekki öðrum í blindni t.d. þegar ljós skiptir úr grænu í rautt.
Menn verða aldrei of gamlir til að leika sér og kanna ótroðna stígu. Endilega komið með frá Hlemmi. www.facebook.com/ LandssamtokHjolreidamanna/
27
Hjólafærni á Íslandi – Cykling uden alder
Hjólað óháð aldri - fáum vind í vangann Sesselja Traustadóttir
Við mamma gengum saman á fjöll og fórum á skíði við hvert tækifæri. En eftir að hnéð sveik hana og hún þurfti að hætta sjálfstæðri búsetu, hefur dregið mjög úr sameiginlegri útivist okkar mæðgna. Hún elskar að komast í bíltúr, sem er auðvelt að bjóða og ég var hálft í hvoru búin að gleyma því hvað vindur í vanga og roði í kinnar væru henni líka mikilvæg upplifun. Eftir að pabbi dó varð oft þyngra hjá mömmu. Einu sinni þegar hljóðið hafði verið dekkra lengur en oft áður og lítið gaman að vera til, þá bauð ég henni móður minni að tylla sér í kassann á frakthjólinu mínu og fékk leyfi til að hjóla með hana þannig um bæinn í stað þess að fara á bílnum. Ferðin tók 25 mínútur. Við mamma hlógum allan tímann. Það var vor í lofti og hún fékk vind í vanga og roða í kinnar og svaf
eins og engill næstu nótt. Vaknaði flissandi og hringdi í mig til að fara yfir það hversu skemmtilegt hafði verið hjá okkur. Því miður bilaði hjólið skömmu síðar og hefur ekki verið til friðs síðan svo ferðir okkar mömmu urðu ekki fleiri á því um bæinn. Þegar ég heyrði Ole Kassow segja frá því á TedEx myndbandi hvernig hann og Torkild urðu hjólavinir og til varð Cykling uden alder, fann ég um leið að þarna var nýtt tækifæri sem Hjólafærni ætti að setja krafta sína í. Cykling uden alder skyldi líka koma til Íslands og við mamma og ótal fleiri í hennar sporum, skyldu komast aftur út að hjóla. Hjólafærni á Íslandi (HFÍ) gekk til formlegrar samvinnu við Cykling uden alder (CUA) um að innleiða verkefnið á Íslandi og heitir það á íslensku Hjólað óháð aldri (HÓA). HÓA hefur frá því það varð til í 28
Kaupmannahöfn árið 2012, notið fádæma hylli um alla Danmörku og starfsemi hreyfingarinnar breiðist hratt út um allan heim. Í dag er HÓA til í yfir 20 löndum á fleiri hundruð hjúkrunarheimilum. Markmið HÓA er að rjúfa einangrun og efla lífsgæði vistmanna á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla, fá vind í vangann og roða í kinnarnar. Síðastliðið haust komu fyrstu þrjú hjólin til landsins. Það er létt að hjóla á þeim þar sem þau eru með rafknúinn hjálparmótor og lögð er áhersla á rólegar hjólreiðar, fara hægt um og njóta útivistarinnar saman. Hjúkrunarheimilin Sóltún, Mörk og Sunnuhlíð eru heimili þessara hjóla, sem fengu satt að segja frábærar móttökur í samfélaginu og prýddu fimmtu sekúndu í inngangi kvöldfrétta RÚV lengi vel í vetur. Í samvinnu við starfsmenn heimilanna, þær Kristínu, Bryndísi, Þórdísi, Hildi og Þórdísi, höfum við verið að fikra okkur áfram með reglur varðandi hjólin. Við höfum velt upp alls konar áhyggjum og leitað lausna,
skoðað tr yg gingamál, spáð í kuldann, innkomu á heimilin fyrir utanaðkomandi og umsjón og aðstöðu fyrir hjólin. Kjarkurinn til að nota þau yfir kaldasta tímann, hefur ekki verið mikill en við hlökkum til hækkandi sólar og vorsins – þá verður sannarlega farið út að hjóla helst með öllum þeim 30 sjálfboðaliðum úr nágrenni hjúkrunarheimilanna sem hafa gefið sig fram og óskað eftir þátttöku í verkefninu sem Hjólarar. Svo er líka að virkja aðstandendur vistmanna og starfsmenn. Hvert hjól þarf sinn Hjólastjóra, sem sér um þjálfun nýrra Hjólara og hefur yfirumsjón með hjólinu. Á Höfn, í Garðabæ og á Sauðárkróki var um miðjan vetur búið að safna fyrir hjólum til að gefa hjúkrunarheimilum staðanna. Fjölmargir aðrir hafa sett sig í samband við Hjólafærni og lýst yfir áhuga á að vera með í verkefninu, bæði að fá til sín hjól og vera virkir Hjólarar. Ég hvet eindregið alla betri hjólreiðamenn landsins til að koma og vera með okkur sem Hjólarar um allt land. Fjallahjólaklúbburinn
Útivist og hreyfing var móður minni ævinlega mikils virði. Áður en að hnéið gaf sig, gátum við líka leikið okkur á tandemi.
Hjólum óháð aldri – fáum vind í vanga og roða í kinnarnar.
29
Rangárvallasýsla Ómar Smári Kristinsson
Það var í Rangárvallasýslu sem hjólaferill minn hófst með harmkvælum. Eldri bróðir minn píndi mig til að læra á þetta fjárans apparat sem var ákaflega valt þegar ég sat á því. Þetta hafðist að lokum og kom sér vel síðar meir, þegar ég var við nám í marflatri þýskri borg sem státaði af hjólreiðamenningu. Með tímanum fékk ég svo hjólabakteríu sem grasserar mestan hluta ársins á vestfirskum fjallaslóðum og snjósköflum. Stundum, einkum á sumrin, fer ég víðar um landið til að svala ferðafýsn minni og hjólaáráttu. Þá er ég oftast að safna efni í Hjólabækurnar mínar. Í fyrra var ég í Árnes sýslu en nú er ég kominn á mínar fornu slóðir, Rangárvallasýslu. Ó, hve það er gaman að upplifa þetta svæði upp á nýtt. Sami maður og sami staður en hvort tveggja hefur breyst einhver ósköp. Og svo þessi breyting á hraða, sjónarhornum og upplifun sem fylgir því að nota reiðhjól sem farartæki. Ég var ósvikinn túristi í minni gömlu heimabyggð og naut þess. Ég fór á marga staði sem ég hafði aldrei komið á áður af því ég hafði aldrei átt beint erindi þangað. Túristinn þvælist um í unaðslegu erindisleysi.
Það er svo sannarlega hægt að njóta þess að þvælast um á hjóli í þessari sýslu. Ólíkt nágrannasýslunni í vestri, er víðast hvar pláss á vegum Rangárvallasýslu fyrir hjólreiðafólk. Bílaumferðin er hvergi verulega þung nema á þjóðvegi nr. 1, margir fáfarnir sveitavegir, ýmist með malbiki eða möl, og sumstaðar hagar svo til að hægt er að hjóla tímunum saman án þess að lenda í einni einustu brekku. Afréttir sýslunnar eru alger draumur. Þá á ég ekki við að allar leiðir þar séu greiðfarnar. Sumstaðar er laus sandur og víða er yfir ár að fara og á helstu leiðum til Landmannalauga er óþægilega mikil og rykmenguð bílaumferð. En þetta er bara svo óborganlega fallegt, þið afsakið hlutdrægnina. Það má finna slatta af hjólanlegum slóðum í Rangárvallasýslu sem ekki eru bílvegir, eins og til dæmis Laugavegurinn sem er göngustígur Það er mjög mikil hesta mennska iðkuð í sýslunni og sumar reiðleiðir eru ákjósanlegar hjólaleiðir ef ítrustu tillits semi er gætt. Það er vonandi bara tímaspursmál hvenær góður hjólastígur kemur meðfram þjóðvegi nr. 1 og sýslan öll verði þar með orðin góð 30
hjólasýsla. Því trúi ég vegna þess að Ísland vill vera hluti af EuroVelo kerfinu. Búið er að velja leiðina og hún liggur m.a. í gegnum Rangárvallasýslu, eftir nefndum þjóðvegi. Umferðarþunginn á honum er hinsvegar meiri en staðlar leyfa. Sem sagt, hjólastíg í gegnum Rangárvallasýslu eða ekkert EuroVelo. Sveitar stjórinn í Rangárþingi eystra, Ísólfur Gylfi, er forfallinn hjólreiðaáhugamaður (er t.d. aðal hvatamaður að Tour de Hvolsvöllur). Hann
er búinn að æsa aðra sveitarstjóra til að fara að gera eitthvað í málunum. Það má sem sagt mæla með Rangár vallasýslu fyrir fólk sem hefur nautn af því að ferðast um á reiðhjóli og það á trúlega bara eftir að batna. Höfundur ásamt ferðamönnum frá Frakk landi og Póllandi. Fjallaþyrpingin að baki heitir Norðurnámur.
Hjólað óháð aldri - framhald Hjólafærni á Íslandi Hjólafærni á Íslandi var stofnað formlega í apríl 2011 og er fræðasetur um samg öngu hjólreiðar. Félagið var tilnefnt til Samgöngu viðurkenningar Reykjavíkurborgar í Evrópsku samgönguvikunni 2012 í flokki félagasamtaka. Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, hlaut Samg önguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2014 í flokki frumkvöðla fyrir góðan árangur og aðgerðir sem hvetja til hjólreiða sem samgöngumáta. Netfang HFÍ er hjolafaerni@hjolafaerni.is
á þegar einn góðan Hjólastjóra í Sunnuhlíð, Björn Aðalsteinsson og fljótlega verður þörf fyrir fleiri Hjólara og Hjólastjóra. Með HÓA byggjum við samfélagslegar brýr. Brýr þar sem nágrannar mega taka virkan þátt í starfi hjúkrunarheimilanna, brýr þar sem aðstandendur og heimilism enn geta aftur notið þess að líða um á slóðum endur minninganna, brýr þar sem við sjáum og munum eftir að það er fólk á öllum aldri í okkar samfélagi og allir eiga að fá að njóta þess að hjóla óháð aldri – fá vind í vanga og roða í kinnarnar.
Höfundur : Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi
Vertu velkomin/n í lið með okkur!
Dorthe Pedersen frá Cykling uden alder Dorthe Pedersen frá Cykling uden alder kom til landsins og hélt fyrirlestur á hjólaráðstefnu LHM Hjólum til framtíðar 2015 og fjallaði þar um sögu og eðli þessa merka verkefnis. Upptökur af öllum erindum ráðstefnunnar má nálgast á vef Landssamtaka hjólreiðamanna, lhm.is. Dorthe Pedersen ásamt Degi borgarstjóra Reykjavíkur og Sesselju Traustadóttir. 31
Skipulagning hjólaleiðanetsins - upp með metnaðinn! Harpa Stefánsdóttir
Það er kominn tími til þess að skilja að hjólandi lúta ekki sömu lögmálum og akandi eða gangandi í skipulagningu innviða fyrir hjólreiðar. Þarfir hjólandi eru einfaldlega aðrar en gangandi og akandi, ekki síst vegna annars ferðahraða. Við uppbyggingu hjólaleiðanets hefur víða verið lögð áhersla á að koma upp innviðum meðfram helstu umferðaræðum, t.d. eru í Kaupmannahöfn hjólabrautir meðfram öllum helstu götum. Stefnuskrá Landssamtaka hjólreiðarmanna (LHM, sjá http://www.lhm. is/lhm/barattumalin) segir gatnakerfið henta vönu hjólafólki best til samgangna. Það er vissulega mjög mikilvægt, eins og kemur fram í stefnuskrá LHM að leiðir séu «samfelldar, án óþarfa útúrdúra og fari eins stutta leið og hægt er». Oft, þó það sé engin algild regla, uppfylla hjólaleiðir meðfram umferðaræðum upptöld skilyrði um virkni. Það eru hins vegar fleiri mikilvægir þættir sem hafa áhrif á hversu ánægjuleg upplifun það er að ferðast um á hjóli og ég vil fjalla um hér um leið og ég velti upp þeirri spurningu hvort ekki sé rétt að setja markið hærra til þess að Höfuðborgin verði alvöru hjólaborg ! Vegna tiltölulega lítils ferðahraða skynar hjólandi umhverfið af mikilli næmni. Sjón,
lyktarskyn og heyrn vinna saman ásamt hreyfi skynjun sem er sérstaklega mikilvæg þegar hjólað er. Halda þarf jafnvægi á hjólinu, stíga pedalana með jöfnum takti og beina augunum fram á við til að gæta að því sem fram fer í umhverfinu. Talað hefur verið um að kjöraðstæðum sé náð þegar tilfinning fyrir svokölluðu ”flæði” myndast, þannig að sem minnst orka fari í að stíga reiðhjólið áfram. Þó að það sé mikilvægt að leiðir hjólafólks séu í einhverjum skilningi «samkeppnishæfar þeim leiðum sem ökumönnum er boðið upp á » eins og segir í stefnuskrá LHM, þá er ekki endilega samasemmerki á milli þess og að gatnakerfið henti alltaf best til hjólreiða. Niðurstöður rannsóknar sem greinarhöfundur vann og eru hluti doktorsritgerðar leiddu í ljós að hjólaleiðir meðfram þyngri umferðaræðum höfðu oft mikla kosti tengt virkni en ókosti tengt fegurðarskynjun [heimildir 3,4,5]. Leiðarval felur í sér yfirvegað mat á Mynd 1. Nýja Hringbraut þótti hafa ýmsa góða kosti tengt virkni en nálægðin við umferðina dró verulega úr ánægju skv. niðurstöðu úr könnun greinarhöfundar [3]. ©Harpa Stefánsdóttir 2011
32
mörgum þáttum m.a. um ásættanlega virkni og hefur með tilgang ferðar að gera. Einungis er hægt að velja meðal þeirra leiða sem eru færar að áfangastað hverju sinni. Talningar á vinsældum hjólaleiða gefa því aðeins mynd af því hve margir töldu viðkomandi leið skásta af því sem í boði var en gefa ekki til kynna hvað hjólreiðafólk hefði helst óskað sér. Niðurstöður úr ýmsum rannsóknum benda til þess að ferðatilgangur fólks sem hjólar í samgönguskyni sé oftast samofin ósk um aukin lífsgæði en þá hafa aðrir þættir en virkni vægi. Það er því rökrétt að hjólandi fólk velji ekki endilega alltaf stystu leiðina að áfangastað. Stundum er farin sú sem tekur stystan tíma, en í öðrum tilfellum sú sem á heildina litið gefur besta upplifun [4]. Þar er með talið að leiðin gefi góða tilfinningu t.d. sé kyrrlát eða falleg.
með samræmdri hönnun alla leið að helstu áfangastöðum. Fyrirkomulag þverana er því mjög mikilvægt s.s. um gatnamót og yfir eða undir götur fyrir vélknúin ökutæki. Leitast skal við að láta þann hjólandi erfiða sem minnst með t.d. lágmarks hæðamun. Eftir því sem umferðarhraði vélknúinna ökutækja eykst verður æskilegra að aðskilja hjólandi umferð frá til að gæta öryggis. Einnig er mikilvægt að geta valið um hentuga leið í myrkri sem er vel upp lýst. Yfirborð það sem hjólað er eftir þarf að vera sem sléttast, vel við haldið, beygjur aflíðandi og í eins litlum landhalla og kostur er til að stuðla að því að upplifun þess hjólandi verði sem þægilegust. Þannig skal forðast að leggja á hjólreiðarfólk óþarfa áreynslu. Ýmsar lausnir eru til þess að bæta gæði hjólaleiða tengt upptöldum þáttum, en þeir tengjast allir virkni hjólaleiðarinnar (sjá mynd 2). Síðasti þátturinn og sá sem oft hlýtur minnsta athygli en er ekki síst mikilvægur er að hjólaleiðir liggi um aðlaðandi umhverfi til að stuðla að ánægjulegri upplifun þegar hjólað er, ekki bara vegna frístundahjólreiða heldur einnig þegar hjólað er í samgönguskyni.
Viðmið fyrir hönnun hjólaleiðanets Þeir sjö megin þættir sem koma til álita þegar meta á gæði hjólaleiða varða 1) vegalengd, 2) krókstuðul og greiðfærni, 3) samfelldni og þveranir, 4) öryggi, 5) þægindi, 6) umhverfi og 7) þjónustu og götugögn [1,2]. Vegalengd þarf að vera sem styst milli helstu áfangastaða. Leitast skal við að hafa hjólaleiðir með sem minnstum útúrdúrum (mælt með krókstuðli) og sem greiðfærastar, byggðar upp með sem lengstum samhangandi leiðarhlutum þannig að hægt sé að ná jöfnum hraða með lágmarks töfum (flæði). Hjólaleiðir ættu að vera auðrataðar með samfelldum gæðum og
Mynd 2. Til vinstri:Stutt og breið undirgöng í Malmö með aflýðandi aðkomu. Hæðabreyting er verulega mikið minni í undirgöngum heldur en þar sem brýr eru, því þarf hinn hjólandi að erfiða minna, auk þess sem undirgöng skýla betur í roki og rigningu. Til hægri: Þverun gatnamóta í Óðinsvéum. ©Harpa Stefánsdóttir 2011
33
Niðurstöður rannsókna sem greinarhöfundur vann á upplifun hjólreiðarfólks í Reykjavík, Þrándheimi og Óðinsvéum árið 2011 sýndu að fegurðuarupplifun gegndi mikilvægu hlutverki tengt hjólreiðum þeirra í samgönsuskyni [3,4,5]. Í öllum borgunum þremur var besti hluti hjólaleiðar til og frá vinnu oftast tengdur því að fara frá akandi umferð inn í rólegra, hljóðlegra og grænna umhverfi. Versti hluti leiða var hins vegar um mjög bílmiðað umhverfi og reyndist nálægð við akandi umferð oft valda óþægindum vegna hávaða og mengunar. Niðurstöðurnar bentu einnig til að fegurðarupplifun væri samofin virkni hjólaleiðarinnar, fegurðarskynjun nær t.d. hámarki þegar góðu flæði er náð. Þeir leiðarhlutar sem voru mest metnir voru því samtímis greiðfærir og fallegir (sjá mynd 3).
hjólreiðarfólk er líka líklegra til að hjóla oftar og lengra. Tilgangur hjólaferðar er í aðal atriðum af tvennum toga, þ.e. til afþreyingar eða í samgönguskyni. Hjólaferð í samgöngu skyni felur í sér ferð til einhvers ákveðins áfangastaðar s.s vinnu, skóla eða verslunar. Þá er ferðatími, ekki síst komutími á vinnustað, mjög mikilvægur. Ferðir til og frá vinnu eiga sér stað á megindráttum á morgnanna og síðdegis þegar umferð almennt er í hámarki. Ferð sem afþreying felur í sér hjólaferð ferðarinnar vegna, s.s skoðunarferð, leik barna eða til heilsueflingar. Tilgangur getur líka verið samsetning fleiri markmiða t.d. foreldri sem ætlar að skila eða sækja barn á barnaheimili á leið til eða frá vinnu eða versla á leiðinni heim. Tilgangur hjólaferðar og hjólafærni hafa áhrif á væntingar gagnvart hjólaleiðinni, þ.e. hvað hinn hjólandi þarf og hvaða þættir vega þyngst þegar velja á hjólaleið. Rannsóknir sýna að aðskildar hjólabrautir eða reinar eru mikilvægari fyrir fólk með lágmarks hjólafærni [6,7]. Vanir hjólreiðarmenn, þ.e. með mikla hjólafærni hafa frekar neikvæðari upplifun af stöðvunarmerkingum, en þá er ferðatími sérlega mikilvægur [8].
Hjólaleiðanet fyrir hverja Þarfir hjólreiðarmanna eru mismunandi eftir tilgangi með hjólaferð og hjólafærni. Að stuðla að ánægju hjólreiðarfólks með því að bjóða upp á hágæða aðstöðu til hjólreiða fyrir sem flesta er grundvallaratriði til að hámarka fjölda þeirra sem hjóla. Ánægðara Mynd 3. Fossvogsdalurinn er gott dæmi um leiðarhluta fjarri umferð sem er bæði greiðfær og í fallegu umhverfi. Hægt er að hjóla fremur langa vegalengd með jöfnu flæði.Vegna þessara kosta var leiðin sérlega mikils metin skv. niðurstöðum rannsóknar greinarhöfundar. ©Harpa Stefansdottir 2011
Mótum hjólaborg af metnaði Ef það er ánægjulegra að hjóla um gróðursæl svæði, hlusta á fuglasöng, lykta af laufi og horfa yfir vatn og gróður, af hverju ættum við þá að sætta okkur við að hjóla í umferðarhávaða, loftmengun og horfa á malbikseyðimerkur? Fyrri atriði eru mikils metnir umhverfiseiginleikar á hjólaleiðum samgönguhjólreiðarfólks skv. rannsóknum greinarhöfundar en þau seinni atriði sem tengdust neikvæðri upplifun. Er ekki rétt að setja markið hærra og móta hjólaleiðir sem eru bæði með góða virkni og í fallegu umhverfi? Séu akreinar teknar frá bílaumferð verður umhverfið strax minna bílmiðað en áður, með styttri vegalengdir til að þvera götur, meira pláss fyrir gróður, minni hávaða og mengun. 34
Nokkrar nýungar hafa sprottið upp í mótun og skipulagningu hjólaleiða í borgum síðustu ár. Sem dæmi má nefna græna hjólaleiðanetið í Kaupmannahöfn en skipulagning þess hófst 2006. Grænu leiðirnar mynda samhangandi leiðanet hjólaog göngustíga gegnum opin útivistarsvæði, græn svæði, meðfram strandlengjum og vatnasvæðum. Oft eru hjáleiðir notaðar til að tengja saman leiðahluta. Leitast er við að velja bíllaust umhverfi eftir því sem kostur er við skipulagningu og forðast götur með þungri umferð. Lögð er áherslu á öruggar og þægilegar þveranir, t.d. um brýr eða með aðstoð sértækra umferðarmerkinga. Áhugi fyrir því að skipuleggja og byggja upp svokallaðar hraðleiðir er víða að aukast um þessar mundir (e. Express routes, Bicycle superh ighway). Markmiðið með þessum leiðakerfum er að hvetja fólk til að ferðast lengri vegalengdir til og frá vinnu. Um er að ræða hágæða samhangandi og mjög greiðfærar hjólaleiðir fyrir háan hraða á hjóli (allt að 40 km/klst) í rólegu umhverfi ætlaða samgöngu hjólreiðarfólki til að komast lengri vegalengdir (5-20 km) milli mikilvægra áfangastaða. Við hönnun þessa leiðakerfis er lögð áhersla á að hjólreiðafólk geti haldið jöfnum hraða og því er leitast við að finna lausnir á gatnamótum til þess að sem minnst verði um stöðvanir eða þörf til þess að hægja á sér.
Það má ljóst vera af framansögðu að mikilvægt er að bjóða upp á gott hjólaleiðakerfi sem uppfyllir sem best viðmiðunarþættina um hönnun, ekki bara hvað varðar virkni heldur líka fallegt umhverfi. Sams konar leiðakerfi henta ekki alltaf fyrir akandi, gangandi og hjólandi og það er alls ekki hentugt að hanna leiðakerfi fyrir reiðhjól á forsendum einkabílsins. Það er mikil áskorun falin í því að tengja saman falleg svæði með flýtileiðum sem heimila aðgengi hjólandi umfram akandi og þar sem möguleikar á «flæði» eru sem bestir. Til þess þarf að fara að skoða kort og prófa nýja hluti. Maður kynnist ekki möguleikum borgarinnar út um bílgluggann. Hvernig væri t.d. að halda hönnunarsamkeppni um grænt leiðakerfi innan Elliðaáa? Hvernig skyldi skemmtilegasta, greiðfærusta, stysta og mest samhangandi leiðin frá Kringlumýrarbraut að Suðurgötu líta út? Hvar er hentugast að staðsetja hraðleiðarkerfi þar sem væri alltaf skafið og aldrei þyrfti að stoppa á leiðinni? Leyfum okkur að hugsa lengra og hvetjum til aukins metnaðar svo Höfuðborgin verði nú alvöru hjólaborg! Heimildir: 1. Cycle network and route planning guide. (2004). Retrieved from New Zealand: www.ltsa.govt.nz 2. Harpa Stefánsdóttir. (2013). Skipulag og vistvænar samgöngur: samantektarskýrsla.. https://issuu.com/betri_borgarbragur/docs/ vistvaenar-samgongur_samantektarsky 3. Harpa Stefansdottir (2014a). Features of urban spaces and commuting bicyclists’ aesthetic experience. Nordisk arkitekturforskning, 26(1). 4. Harpa Stefansdottir (2014b). Pleasureable cycling to work - Urban spaces and the aesthetic experience of commuting cyclists. (PhD), Norwegian University of Life Sciences, Ås. (2014:55) Framhald í næstu opnu
Mynd 4. Græna hjólaleiðanetið í Kaupmanna höfn. ©Harpa Stefansdottir 2011
35
Fréttapunktar úr hagsmunabaráttunni Árni Davíðsson
Endurskoðun reglugerðar um gerð og búnað reiðhjóla Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla hefur verið í vinnslu undanfarið ár og voru drög að endurskoðaðri reglugerð til umsagnar hjá Innanríkisráðuneytinu í ágúst s.l. Markmið yfirvalda var að uppfæra reglugerðina og var meðal annars höfð hliðsjón af reglugerðum nágrannalandanna. Landssamtök hjólreiða manna gerðu athugasemdir við drögin á fyrri stigum og einnig á umsagnarstigi og viljum við meina að margt hafi verið fært til betri vegar. Reglugerðin hefur ekki verið gefin út í endanlegri mynd en síðustu drög eru vel viðunandi fyrir okkur sem hjólum. https://www.innanrikisraduneyti.is/ frettir/nr/29359
niðurfellingu tolla á varahlutum. Hann fékk góðar viðtökur í ráðuneytinu. Frá 1. mars 2013 hafa reiðhjól verið tollfrjáls. Rafmagnsreiðhjól undanþegin gerðarviðurkenningu fyrir ökutæki eru einnig tollfrjáls en það eru rafmagnshjól sem þarf að stíga til að fá afl úr rafmótor en sem hætta að gefa afl við 25 km hraða. Ljós fyrir reiðhjól hafa verið tollfrjáls í nokkurn tíma. Það er ljóst að niðurfelling tolla skiptir talsverðu máli fyrir þá sem setja saman sín hjól sjálfir og fyrir þá sem nota reiðhjól mikið. Þrátt fyrir fjölgun þeirra sem nota reiðhjól til samgangna og æfinga hefur fjöldi seldra reiðhjóla ekki aukist undanfarin ár. Sala á varahlutum, íhlutum og allskonar fatnaði hefur stóraukist á sama tíma. Ljóst er að margir þeirra sem hjóla búa sig betur á allan hátt og halda hjólum sínum vel við. Þetta getur verið umtalsverður kostnaður hjá sumum.
Tollar á varahlutum falla niður Um áramótin voru felldir niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis féllu niður tollar á fatnaði og skóm, þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjóla menn. Tollar á varahlutum í reiðhjól hefðu þó ekki fallið niður núna um áramótin nema vegna þess að fulltrúi í nafni Landssamtaka hjólreiðamanna, Arnaldur Gylfason félagi í Fjallahjólaklúbbnum fór á fund í fjármála ráðun eytinu haustið 2014 og óskaði eftir
Tollnúmer í ólagi Landssamtök hjólreiðamanna hafa vakið athygli Fjármálaráðuneytisins á því að toll númer virðast ekki greina nægilega vel á milli mismunandi tegunda vistvænna farar tækja. Óskað var eftir því að tollnúmer verði lagfærð, þannig að þau greini með skýrum hætti á milli mismunandi farartækja eins og
1. Undirmerkið sýnir að merking á við fyrir reiðhjól. 2. Á yfirborð vega til að sýna stíg eða rein fyrir reiðhjól. 3. Á yfirborð vega
til að sýna stíg fyrir gangandi. 4. Botngata: Upplýsingamerki til að sýna hjólsstíg úr botni götu. 5. Hjólarein: Hugmynd að upplýsinga
36
Stenslar
reiðhjóla, rafreiðhjóla með fótstigum, raf knúinna bifhjóla, rafknúinna hlaupahjóla og rafknúinna hlaupabretta. Það er mikilvægt að þetta verði lagað því gera má ráð fyrir að vistvæn farartæki verði meira áberandi í samgöngumynstri okkar Íslendinga. Rafreiðhjól eru reiðhjól en rafbifhjól eru bifhjól í skilningi laga og gilda ólíkar reglur um þessi farartæki t.d. hvað varðar skattlagningu, skráningu o.s.frv. Það skiptir því verulegu máli að hægt sé að greina á milli þeirra í innflutningi. Eins og sakir standa lenda bæði rafreiðhjól, sem flokkast undir reiðhjól, og rafbifhjól (létt bifhjól í flokki I) í sama tollflokki: 8711.9021. Vorið 2015 var með breytingu á umferðar lögum kveðið á um að rafbifhjól yrðu skráningarskyld ökutæki hjá Samgöngustofu. Samg öngustofa hefur ekki hafist handa við skráningu þeirra og vandséð hvernig það er hægt ef þau eru ekki aðgreind frá rafreið hjólum í innflutningi.
Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum. Til dæmis má nefna línur sem afmarka hjólareinar og hjólastíga, örvar sem sýna hjólastefnu, hjólamerki, göngumerki, hjólavísamerki o.fl. Þá vantar ýmis umferðarmerki á skiltum. Til dæmis má nefna skilti sem sýna hjólarein, leið út úr botngötu, stefnuörvar fyrir hjólastíg, nýja vegvísa fyrir reiðhjól og myndræn undirmerki fyrir reiðhjól og önnur ökutæki. Velta má fyrir sér hvort heppilegt sé að skilgreina sérstaka hjólabraut yfir akbraut þar sem umferð hjólandi hefur forgang eins og á gangbraut. Til þess þarf þó einnig lagabreytingu. http://www.reglugerd.is/reglugerdir/ allar/nr/289-1995
Endurskoða þarf reglugerð um umferðarmerki Lítil vinna virðist í gangi við breytingar á reglugerð um umferðarmerki þrátt fyrir að kallandi þörf á að bæta þau og vegmerkingar vegna aukinna hjólreiða. Verkefnið var áður á verksviði Vegagerðarinnar en virðist hafa færst yfir á verksvið Samgöngustofu þegar lögum um þessar stofnanir var breytt 2012. Margs konar nýjar merkingar á yfirborði vega (og stíga) vantar en sumar eru þegar í notkun hjá
Framhald frá síðustu opnu: Heimildir: 5. Harpa Stefansdottir (2014c). Urban routes and commuting bicyclist’s aesthetic experience. FORMakademisk, 7(2). https:// journals.hioa.no/index.php/formakademisk/ article/view/777 6. Hunt, J. D., & Abraham, J. E. (2007). Influences on bicycle use. Transportation, 34(4), 453-470. 7. Pucher, J., & Buehler, R. (2009). Cycling for a few or for everyone: The importance of social justice in cycling policy. World Transport Policy and Practice, 15(1), 57-64. 8. Stinson, M. A., & Bhat, C. R. (2003). Commuter bicyclist´s route choice: Analysis using a stated preference survey Transportation research record, 1823, 107115. doi:10.3141/1828-13
merki til að sýna hjólarein. 6. Hjólastígur: Hugmynd að upplýsingamerki til að sýna hjólastíg (ekki boðmerki). 7. Hjólaþverun:
Hugmynd að merki til að merkja hjólaþverun. 8. Hjólarein: Hugmynd að akreinamerki til að sýna hjólarein.
37
Hjólað í Stokkhólmi // Árni Davíðsson Undanfarin ár hef ég heimsótt Stokk hólm nokkr um sinnum og hjólað um borgina. Stokkhólmur er höfuðborg Sví þjóðar og stendur á þurrlendi og eyjum milli stöðuvatnsins Mälaren og Eystrarsalts. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna náins sambýlis við vatn og eru leiðir úr norðri og suðri á fáum brúm sem takmarka leiðaval. Hún er falleg og mjög gaman að skoða hana hjólandi. Þar er margt að sjá t.d. byggingar, söfn, skemmtigarðar, baðstrendur og verslanir. Umhverfis borgina eru mörg úthverfasveitar félög sem einkennast af nokkuð dreifðri íbúðabyggð með þéttbyggðum kjarna þar sem er járnbrautarstöð ásamt verslun og þjónustu. Það var í einu slíku sveitarfélagi sem ég gisti hjá systur minni sumrið 2013 og hjólaði inn til miðborgarinnar eins og ég hef gert margoft. Í þetta sinn hjólaði ég í gegnum borgina og
í heimsókn til annars úthverfasveitarfélags. Hjólið sem ég notaði var gamalt 21 gíra fjallahjól, sem ég fékk lánað. Leiðin lá frá Sollentuna um 20 km norður af Stokkhólmi og til Haninge um 20 km suður af borginni. Leiðin lá eftir skipulagðri leið í gegnum miðborgina að heita má óslitið þessa 40 km, að mestu á blönduðum gönguog hjólastígum, annað slagið á götum með lítilli umferð utan þéttbýlis en þó nokkuð á hjólareinum í miðborginni. Svíar leyfa ekki hjólreiðar á gangstéttum en þó er stór hluti stígakerfisins merktur með boðmerki fyrir reiðhjól ásamt göngumerki og því er útkoman ekki ósvipuð og hér heima, að umferð gangandi og hjólandi er blandað saman. Umferð gangandi var ekki mikil og ekki til trafala enda ganga menn síður langar leiðir milli sveitarfélaga. Þetta var þó á miðjum
38
virkum degi og kannski er meiri umferð á annatíma. Bygging og viðhald stíganna var víðast hvar í lagi. Nokkuð var um skerta sýn fram á stíginn og var ég næstum því lentur framan á öðrum hjólreiðamanni á einum stað. Hjólareinarnar í miðborginni eru frekar mjóar og á nokkrum stöðum taka þær erfiðar beygjur í vegsniðinu þvert fyrir akandi umferð til að skáka hjólandi yfir veginn. Ekki þægilegt fyrir óvana en þessum leiðum má sleppa og nota frekar stíga sem víðast liggja umhverfis eyjarnar i borginni. Norðan og sunnan við Stokkhólm stóðu yfir framkvæmdir við stofnvegi og rataði ég sæmilega greiðlega í gegnum þær enda leiðin merkt. Leiðarvísamerkingar voru til staðar víðast hvar en gætu þó verið betri, a.m.k. tókst mér að villast sunnan við borgina á milli Huddinge og Haninge. Með GPS-app í símanum villist maður þó aldrei en þarf að stoppa og skoða kortið.
Á heimleið seint um kvöldið tók ég pendeltåget eða úthverfalestina en það má taka reiðhjól með í hana utan annatíma en reiðhjól eru þó óvelkomin á Centralen - aðalbrautar stöðinni. Samgöngur eru nokkuð tímafrekar í Stokkhólmi, sem kemur ekki að sök í sumarfríi en það tók mig rúma tvo tíma að hjóla þessa 40 km milli húsa í þessum úthverfum. Lestar ferðin tekur lítið styttri tíma. Fyrst þarf að koma sér á brautarstöðvarnar sem tekur um 30 mín. samtals, gangandi eða með strætó og lestarferðin tekur ríflega 60 mín. með bið og einum lestarskiptum. Fleiri og stærri myndir á fjallahjolaklubburinn.is
39
Hjóla ði
Hjólaði le
Kom he im
ð rjóðar k in me
inu ól
hj
un riföt um pa
Söng á
s Hjólaði í
Hvatti v in
Prófaði ö
i
Skrapp á
Fór að h itt
Uppgöt va
að Reyndi Skrifað iu
fr
Athu ga
Hjóla ði Hjólaði m
Hjóla ði
s Stoppað i
Hjólaði í
Heilsað iö
út Hjólaði
Hjólaði
Tók mé rp
u lífin nn
m
ir eft
Hjólaði
áður
út
ðá
Hjólaði
tum nú
40
f
Nánar á hjólreiðar.is
r na
Gæti breytt lífi þínu!
bekk og
ra en nokku ng r
ma áður n tí
að koma út til
uá ás
ga áfan stað
aferðin hjól a
in og hjólað av
iá
m
hjóla að
itt
si hjól en uví m ðr
ila lag með h sp
dist með ma ylg
nni kti
s
nu á kaffih óli ú hj
una/ skó inn la ív
nn
sem é stíg gh ði
lu abjöl nni jól
hlustaði á fu og
hjá líkamsræ am
rsu lan hve gt ði
i ekki tekið afð
hóp eð
élagsm iðl amf ás
ir þéttbýlið fyr
d un
söng gla
krökkum eð
em tað s ég h ás
færi á 15 mí ég
un
atvöruvers ím l
ingunni ign ír
i aldrei kom i afð
i
á reiðh um jól ðr