Hjólhesturinn 21. árg. 1. tbl. mars 2012

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Hjólhesturinn, 1. tölublað 21. árg. mars 2012 - Frítt

Hjólabakterían Hjólað til framtíðar Ferðasögur og pistlar Að hjóla með ung börn Hjólað með stæl - Cycle Chic í Reykjavík Er stefna stjórnvalda um hjólreiðar marktæk?


Kemur ekki vor að liðnum vetri? Brynjar Kristinsson, formaður ÍHFK Það er engum blöðum um það að flétta að hjólreiðar eru í stórsókn um allan heim og er Ísland þar engin undantekning á þótt þróunin þyki ef til vill hægari hér á fróni. Þó fjölgar hjólreiðafólki hér stöðugt og sífellt fleiri velja sér reiðhjólið sem samgöngumáta, ferðamáta eða líkamsræktartæki. Án þess að telja mig vera að finna upp hjólið verð ég að viðurkenna að vera þeirrar skoðunar að í reiðhjólinu felist tækifæri til langrar framtíðar. Þessi einfalda uppfinning gæti verið ein af lausnunum við margþættum vanda sem steðjar að í nútíma samfélögum. Þar hef ég aðallega í huga þá lífsstílssjúkdóma sem hrjá sífellt fleiri og þá auknu mengun sem er afleiðing af vali flestra á samgöngumáta. Það er einlæg ósk mín að stjórnvöld kveiki á perunni og átti sig á þeim tækifærum sem felast í auknum fjárfestingum í innviðum tengdum hjólreiðum, þá er ég ekki einvörðungu að tala um malbik og steypu, heldur mætti sem dæmi byrja á því að fella niður tolla og gjöld af reiðhjólum og tengdum búnaði, hvetja fyrirtæki til að fjárfesta í aðstöðu fyrir hjólandi starfsmenn og viðskiptavini með skatta­ívilnunum, veita auknu fjármagni í hvetjandi markaðsátök að erlendri fyrir­mynd, svo fátt eitt sé nefnt. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að hver króna sem fjárfest er í þennan samgöngumáta skilar sér um síðir og gefur yfirleitt af sér. Sá vetur sem er nú að líða undir lok hefur verið okkur hjólreiðafólki erfiður. Veður hafa

gert okkur erfitt fyrir og ekki bætir úr skák að á stundum var illa staðið að ruðningi stíga. Ég tel þó að yfirvöld hafi reynt sitt besta og fannst eins og ástandið skánaði eftir því sem á veturinn leið, eins og þau hafi tekið mark á kvörtunum og dregið lærdóm af þeim. Það er vel. Þegar þú lest þessar línur, lesandi góður, verðum við farin að hlakka til þess að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Og það er mín staðfasta trú að vor hjólreiðanna er á næsta leyti. Starfsemi fjallahjólaklúbbsins Íslenski fjallahjólaklúbburinn er opinn öllum. Hvort sem þið veljið hjólið sem samgöngutæki, til ferðalaga, til að koma ykkur í form og jafnvel til keppni, hvort sem þið farið hratt eða hægt yfir, klæðið ykkur sérstaklega upp eða ekki, í þröngar teygjubuxur, tweed-jakkaföt eða pils og háa hæla, og hvort sem þið veljið að hjóla með hjálm eða ekki, við tökum ykkur öllum fagnandi. Við reynum að höfða til sem flestra í starfsemi klúbbsins; á vikulegum, opnum húsum er fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, og ferðanefnd býður upp á ferðir í ýmsum erfiðleikastigum, allt frá auðhjóluðum þriðjudags kvöldferðum um borgina upp í lengri ferðir um íslenska náttúru. Ég hvet því alla til að kynna sér starfsemi Íslenska fjalla­­hjólaklúbbsins og taka þátt í henni með okkur. 2


Klúbbhúsið Brekkustíg 2 Opið hús öll fimmtudagskvöld frá kl. 20, alltaf eitthvað í gangi. Viðgerðaraðstaða á neðri hæðinni, kaffi og spjall uppi. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.

Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 1. tölublað 21. árgangur, mars 2012 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is FB: facebook.com/fjallahjolaklubburinn Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Próförk: Áslaug Ólafsdóttir Myndir flestar frá greinahöfundum. Forsíða, miðopna og fl.: Páll Guðjónsson Athugið: Skoðanir greina­höf­unda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins

Afslættir til félagsmanna Allar helstu hjólaverslanir veita félags­mönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn fram­v ísun félagsskírteinis og einnig tugir annarra aðila með útivistarvörur, ljósmynda­vörur, rafvörur, tónlist, málningu og m.fl. Skoðið listann á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Markmið félagsins er að auka reiðhjóla­ notkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiða­ fólks til samgangna þó við störfum undir þessu gamalgróna nafni. Náin samvinna er við Landssamtök hjólreiðamanna en allir félagar ÍFHK, Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hjólamönnum eru jafnframt í LHM.

© 2012 Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.

Félagsgjaldið er aðeins 2000 kr. 3000 kr. fyrir fjölskyldur og 1000 kr. fyrir yngri en 18 ára. Það er auðvelt að ganga í klúbbinn. Kíkið á vefinn okkar, fyllið út formið og sendið okkur staðfestingu á borgun úr heimabankanum. 3


Ferðir Fjallahjólaklúbbsins 2012

Ferðanefnd - Myndir: Hrönn Harðardóttir og Kolbrún Jónsdóttir Nánari upplýsingar um þessar og aðrar ferðir eru á vef klúbbsins fjallahjola­klubburinn.‌is. Við mælum einnig með að þið skráið ykkur á póstlista klúbbsins til að fá fréttir af öðrum ferðum og viðburðum sem oft eru ákveðnir með skömmum fyrirvara. Einnig má fylgjast með starfsemi klúbbsins á Facebook.

við magnað niðurbrun norður og niður á Ólafsvíkurveg. Síðan liggur leiðin austur á Fróðárheiði og er frábær skemmtun að bruna niður á Snæfellsnesveg uns tekin er stefna vestur á Arnarstapa í gistingu

14. maí: Úlfarsfell Þetta er mánudagsferð eftir vinnu og kvöldmatur í boði klúbbsins. Við hittumst kl. 17:15 við Sprengisand á mótum Bústaða­vegar og Sæbrautar. Neðri-Fákur kallaðist þetta einnig fyrr á öldum. Við hjólum inn Grafar­ voginn á einbreiðum hjólastíg í skógarþykkni og leggjum á Úlfarsfell eftir jeppaveginum. Nokkuð bratt og grýtt og þarf að teyma hjólin svolítinn spöl. Hjólað verður niður af fjallinu að austanverðu og endað á Sprengisandi í kvöldmáltíð um níuleitið.

Sunnudaginn hjólum við gömlu Vatna­leiðina, yfir Snæfellsnesið í frábæru umhverfi. Því næst er hjólað í gegnum hið margfræga Berserkjahraun áður en haldið er til baka um nýju Vatnaleiðina. Enginn verður svikinn af því að bruna niður af henni suður að Hjarðarfelli, í bílana.

23.-24. júní: Snæfellsnes Fjallahjólaferð fyrir fólk sem vill upplifa ein­ staka náttúru og finna hjólakröftum sínum verðuga viðspyrnu. Brattar brekkur og grófir vegir og óviðjafnanleg fjallasýn einkenna þessa ferð. Lagt er á Hálsleið, utan í Snæfellsjökli og hjólað upp í 700 metra hæð. Þaðan tekur

8. júlí: Stíflisdalur - dagsferð Frábær fjallahjólaleið í léttari kantinum og hentar byrjendum.

4


21.-22. júlí: Vestfirðir - helgarferð Hjólaðar verða tvær leiðir úr bókinni Hjólaleiðir – Vestfirðir eftir Ómar Smára Kristinsson. Lagt af stað frá Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Hjólað réttsælis hringinn í kringum Reykjanesið, farið yfir Eyrarfjall, sæmilega góður vegur en gæti þurft að teyma hjólin 5 km spotta upp á fjall. Þessum fjallvegi er ekki haldið við lengur, svo það má búast við að hann máist út í tímans rás. Hinir 50 km. eru á jafnsléttu eða niður í móti og við allra hæfi. Að loknum hjólatúr má láta sig líða ofan í stærsta heita pott landsins, sundlaugina í Reykjanesi. Á sunnudeginum er fínt að hjóla Gilsfjörð í rólegheitum, 30 km. í góðum félagsskap.

um Rangárbotna á Hellu, mest­megnis undan halla og þar af leiðandi þægilegt og stoppað reglulega á leiðinni til að njóta náttúru­fegurðar og félagsskapar hvers annars. 15. - 16. september: Haustlitaferð Ár viss ferð að hausti. Hist verður við Árbæjar­­­­safn 15. september kl. 11 og hjóluð Nesja­­valla­leið yfir Hengilinn, áleiðis að Álfta­ vatni við Selvík. Náttúrufegurðin er einstök við bæjardyr höfuðborgarsvæðisins og fallegt að sjá haustlitina með þessum vist­v æna ferða­­­máta. Gist verður í góðum bústað með uppábúnum rúmum, grillað og farið í pottinn. Hjóluð sama leið til baka.

12. ágúst: Uxahryggir - dagsferð Hjól og knapar verða trússaðir upp á Kaldadal og þaðan er hjóluð Uxahryggjaleið niður að Þingvöllum og áfram til Reykjavíkur. Leiðin er 85 km. að mestu á jafnsléttu eða niður í móti og þess vegna við allra hæfi sem treysta sér til að hanga á hnakk meirihluta dagsins. 25.-26. ágúst: Landmannalaugar - Hella Þessi ferð er kjölfestan í ferðabrölti Fjallahjóla­ klúbbsins og alltaf er feykigóð mæting. Laugardags­morgun verður ekið upp í Land­ manna­laugar. Þaðan verður hjólað í Dalakofann. Vegalengd um 40 km. á malarvegi. Hjólað frá Dalakofanum sunnudags­morgun

Myndir úr ferðum 2011: Örlygur vísar Guðbjörgu og Hrönn leiðina að fótabaði á Snæfellsnesi. Sif í Stíflisdalsferðinni. Hrönn og Stefanía velta fyrir sér hvort slangan hafi gleypt mús í Landmannalaugum. Haustlitir.

5


Hjólað með lítil börn Ursula Zuehlke og Jens Kristinn Gíslason

Hjólið er eins manns/einnar konu faratæki – eða hvað? Þó hjólakona uppgötvi að hún eigi von á barni, er engin ástæða til að hætta að hjóla. Margar skoðanir eru á því hversu lengi óléttar konur megi hjóla, en einnig að það sé í fínu lagi að hjóla alla meðgönguna. Algengt ráð er að konur breyti lífsmynstri ekki mikið að óþörfu á meðgöngu, þ.e. vanar hjólakonur ættu að halda áfram að hjóla, en óvanar ættu að bíða fram yfir fæðingu með að byrja. Það fer ekki bara eftir viðhorfi, heldur einnig eftir gerð og stillingum hjólsins; ágætt er að hækka stýrið og á síðustum vikum meðgöngu gæti verið þægilegt að hjólið sé með dömusniði svo að líkamsstaðan sé upprétt og maginn komist vel fyrir. Besti mælikvarðinn er hvernig tilvonandi mömmu líður á hjólinu sínu. Ávinningurinn af hollri hreyfingu er mikill, bæði fyrir móður og barn, og hættan á að detta er einnig til staðar á leiðinni út á bílastæði. Þegar krílið er komið í heiminn bætast ný hjól­a­vandamál við. Með nægum peningum er samt létt að leysa það: til eru dempaðir hjóla­­vagnar með stuðningi fyrir ungabörn og

nýfædda undrið á sér samastað á hjólinu um leið og foreldrar treysta sér til. Auk peninga þarf geymslupláss heima við fyrir dýrindis hjólavagn. Við nánari skoðun finnst aðeins einn framleiðandi sem býður upp á hjólavagna fyrir nýfædda, og á kanadískri heimasíðu segir jafnframt að vagninn eigi að nota sem barnavagn og ekki byrja að hjóla með barnið fyrr en það er eins árs. Á þýskri heimasíðu segir hins vegar að það megi „ganga, hlaupa og hjóla frá 0-12 mán.- eftir stærð barnsins“ með sama búnaði. Flestir framleiðendur tengivagna tilgreina einnig eins árs lágmarksaldur. Sumir festa barnabílstól í hjólavagn. Til eru bæði eins og tveggja barna vagnar, og ekki þarf að velja stóran vagn fyrir fyrsta barnið, því hann tekur þá bara meiri farangur á meðan fjölskyldan stækkar ekki meira. Fyrir hin sem treysta sér ekki í tengivagn eru engin ráð önnur en að arka með barna­ vagninn í strætó og koma í veg fyrir að blautur, kaldur og úrvinda hjólreiðamaður komist upp í hann líka eða – ég þori varla að skrifa þetta – nota bíl. Einnig er hægt að koma litla 6


barninu fyrir í burðarpoka á maganum, þá sleppur hjólreiðamaðurinn inn, en hér er ekki mælt með því að hjóla með barn í burðapoka. Kannski er svokallaður „babybiker“ lausn, en það er eins konar ungbarnastóll á hjólið, ekki ósvipaður þeim sem er að finna á innkaupa­ kerrum í matvöruverslunum. En þetta „leiðinda“ tímabil á meðan barnið er mjög litið er stutt og brátt getur „júníorinn“ setið og fengið sitt pláss í venju­ legum barnastól aftan á hjólinu eins og allir þekkja. Þessar græjur eru ódýrar, margir stólar eru í umferð og alltaf hægt að finna notaðan fyrir slikk. Aðrir kostir hefð­bundinna barna­stóla eru: barnið situr á bak við mömmu (pabba/ ömmu/afa..) í skjóli fyrir veðri og vindum og stóllinn hentar alveg upp í 6 ára aldur. Venjulegur barnastóll hefur líka ókosti. Fyrir þá sem hjóla með bakpoka þá á hann það til að nuddast í lítinn nebba, en yfirleitt er barnið fljótt að venjast þessu og notar bakpokann sem kodda á meðan aðrir veg­ farendur hneykslast. Því miður er erfitt að koma samtímis fyrir hjólatöskum og barna­ stól. En þá er hægt að setja körfu eða kassa framan á hjólið, fá sér bögglabera og hjóla­ töskur fyrir framgaffal, vagn fyrir dótið og/eða barnið, eða fyrir mæður sem hjóla út meðgönguna – hafa bakpokann maga­ megin eða velja barnastól sem hægt er að koma fyrir fyrir framan sig. Barnið er þá í fanginu á þér allan tímann, hægt að spjalla við það og það hefur mjög gott útsýni. Á

meðan getur allur farangur heimsins verið í hjólatöskunum að aftan. Ókostir: það er erfitt að koma framsætum sem algengust eru í búðum hérlendis fyrir á fjallahjólum og barnið fær él og mótvind í andlitið en það má leysa með „framrúðu“ sem fæst á suma frambarna­­­stóla. Ekki er heldur mikið pláss fyrir maga hjólreiðamanns. Rifrildi um hver fær að stýra hjólinu koma einnig upp. Þannig að ef næsta barn er á leiðinni þarf eldra systkinið að flytja sig aftur aftan á hjólið og nudda nefinu í bakpokann. Kannski hefðir þú átt að fjarfesta í hjóla­­vagni? Sumt fólk kaupir sér nýjan bíl eða jafnvel íbúð þegar fjölskyldan stækkar. Umræðan um nýtt hjóladót í sama tilgangi ætti að fá meiri og jákvæðari hljómgrunn. Við þriðja barn er alveg óumflýjanlegt að eiga hjólavagn (nema elsta barnið sé farið að hjóla sjálft). Tvö börn í vagninum og eitt í barnastól. Ef tengivagn kemur ekki til greina

Þessi íslenska dama hefur ferðast í hjólavagni frá 3ja mán. aldri

fahrradzukunft.de/8/baby-biker 7


þá tekur bara strætó og barnavagnaskeið við. Eldra barnið stendur til dæmis á systkinapalli eða hjólar sjálft. Eftir það er um að gera að koma báðum krökkunum fyrir á hjólinu – í stólum framan og aftan. Það er auðveldara að hjóla með tvö börn (og einhvern farangur) á hjólinu heldur en að draga hjólavagn. Gleðin getur haldið áfram þangað til annaðhvort barnið er of stórt fyrir sitt sæti. Framsætið er til 15 kg/3 ára og það getur verið þungt að hjóla, því tvö börn t.d. 2ja og 4 eða 5 ára geta hæglega verið 40 kg samanlagt. Til viðbótar má nefna allar tegundir sérhjóla í Amsterdam („bakfiets“) og Kaupmannahöfn sem enn fást ekki hér á landi. Nú er kominn tími til að stóra barnið flytji sig yfir á tengihjól eða eigið hjól með tengi­stöng. Tengihjólið er sagt vera stöðugra, en tengistöngina er hægt að taka af þegar aðstæður leyfa. Mín reynsla er að það telst til undantekninga að fá aðstoð frá farþega á tengihjóli nema með mútum af einhverju tagi. Litla barnið verður að vera í barnastól fyrir framan, því barnastóll fyrir aftan og tengi­hjól passa ekki saman. Á móti kemur að hjólatöskur geta aftur komið við sögu. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Stóra barnið er að sjálfsögðu farið að hjóla sjálft og öðlast úthald og 7 ára getur það alveg farið í þokkalega langar ferðir, sérstaklega ef það hefur hjólandi foreldra með. Litla barnið

getur að sjálfsögðu ekki beðið eftir að komast út úr barnastólnum. Þeir sem hjóla allt árið velta kannski fyrir sér vetrarhjólreiðum með börn. Á góðum nagla­ dekkjum og með góð ljós er vel hægt að mæla með því að hjóla með barnastól (og jafnvel tvo) allan ársins hring, jafnvel í töluverðum snjó og hálku en erfiðara getur verið að draga hjólavagn í vetrar­færð. Hingað til hafa 20 tommu nagladekk ekki sést hér í búðum, en þau eru víða til á netinu. Ef snjórinn verður of mikill bindur maður bara sleða við hjólið... Tekur meiri tíma að skutla börnunum á hjóli en á bíl? Það tekur að vísu meiri tíma að klæða þau betur þegar kalt er, en reynsla höfunda er að börnum finnst gaman að hjóla, og vonandi öðlast þau samgöngusjálfstæði fyrr en aðrir sem eru vanir að láta skutla sér á bíl. Stundirnar með börnunum á hjólinu eru sannkallaðar gæðastundir. Athygli sem maður fær með tvö börn á hjóli er yfirleitt jákvæð, og kurteisi og tillitsemi bílstjóra eykst í réttu hlutfalli við fjölda barnastóla á hjólinu – líka þegar ekkert barn er í þeim. Fordæmið sem hjólandi foreldrar setja börnum sínum er ótvírætt verðmætt og mikilvægt. Börnin læra að til eru fleiri valkostir en bíllinn, og að eyða peningum ekki að óþörfu í eldsneyti og óholla lífshætti. Afsökunin „ég get ekki hjólað, því ég þarf að skutla krökkunum“ stenst bara ekki.

Farangurshjól eru vinsæl meðal fjölskyldufólks þar sem hjólamenningin fær að blómstra með góðum aðbúnaði 8


Ursula ferðaðist svona með móður sinni en í dag fengi þessi bún­aður ekki samþykki enda miklar framfarir orðið í öryggis­kröfum. Heimildir: Haddad, S. Cycling while pregnant keeps you fit and prepares your body for the uphill struggle of childbirth, The Guardian, 21.5.2010. Tenglar á ýmsar vörur og fróðleik fylgja grein­inni á vef klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is Myndir: Páll Guðjónsson og fl.

Ingólfur Ólafsson hjólar með börnin Mynd: Ásbjörn Ólafsson

9


Hjólum til framtíðar - Páll Guðjónsson Myndir: Páll Guðjónsson, Magnús Bergs, Troels Andersen og Kerstin Goroncy 16. sept. 2011 var haldin glæsileg hjóla­ ráðstefna í stútfullri Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“, verkefni LHM og Hjólafærni á Íslandi í samvinnu við Reykja­ víkur­borg í tilefni af Samgönguviku 2011, styrkt m.a. af Fjallahjólaklúbbnum. Fjöldi fyrirlesara fluttu erindi, inn­lendir jafnt sem erlendir. Það má hlusta á alla fyrirlestrana og skoða glærurnar á vef Landssamtaka hjól­reiðamanna LHM‌.‌is svo allir geta kynnt sér þann fróðleik sem þarna var miðlað og umræðurnar í pallborðinu. Meðal erlendra gesta má nefna Marc van Woudenberg, frá The Dutch Cycling Embassy og eiganda Amsterdamize.com sem fjallaði um það hvernig hollendingum ofbauð fórnar­ kostnaður umferðarinnar 1973 þegar 357 börn létu lífið. „Stöðvum barnamorðin“ var yfirskrift mótmæla sem ýttu af stað viðhorfs­ breytingum í skipulagsmálum þar sem hugað var að mismunandi samgöngumátum en einkabíllinn ekki sjálfkrafa settur framar öllu öðru. Þetta hefur skilaði sér í því hversu almennar, öruggar og hagkvæmar hjólreiðar eru í Amsterdam. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér því þessi hjólamenning var skipulega byggð upp á sama tíma og íslendingar byggðu upp einkabílamenningu. Enda var yfirskrift fyrirlesturs Marc: „Bicycle Cultures Are ManMade“ og bar hann meðal annars saman aðstæður í Reykjavík og Amsterdam og gaf

góð ráð um hvernig breyta megi þróuninni hér til að ná svipuðum árangri og Hollendingar í sínum borgum, enda allar aðstæður til staðar. Einnig fengum við gesti frá Þýskalandi og Danmörku sem starfa að því að auka hjólreiðar í sínum borgum og kynntu þeir ýmsar leiðir sem margar hverjar eru ódýrar en áhrifaríkar. Kerstin Goroncy frá Oldenburg fjallaði um mikilvægi þess að hafa hjólreiðaáætlun og staðla til að vinna eftir og má hrósa Reykjavíkurborg fyrir að vera komin með hvoru tveggja núna, en við­­miðunar­reglur um hönnun fyrir reiðhjól voru einmitt kynntar um svipað leiti. Hún nefndi þrjá meginþætti sem unnið er eftir í Oldenburg; að bæta ímynd hjólreiða, að auka hlutdeild reiðhjóla með bættu umferðaröryggi og að gefa hjólreiðum jafnt vægi á við aðra fararmáta í umferðarskipulagi. Sem dæmi um hvataverkefni nefndi hún að hjólafærni grunnskólanema eru prófuð og gert átak í að fjölga hjólastæðum þar sem þörf var á. Á myndunum fyrir neðan má sjá skilti sem sýna að þó umferð einkabíla sé takmörkuð með einstefnu eða blindgötu er tekið tillit til annars eðlis hjólandi umferðar og hún undan­ skilin þessum bönnum. Einnig upplýsingaskilti sem telur hjólreiðamenn dag hvern og gerir þá þannig sýnilegri og opna viðgerðaraðstöðu fyrir smá lagfæringar - jafnvel að vetri til. Erlendu gestirnir furðuðu sig á grindunum

10


sem gangandi þurfa að þræða við gatnamót meðfram Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Í stað þess að sóa peningum í þessa útfærslu sem ekki einu sinni snjómoksturstæki komast í gegnum, hefði verið nær að nota svipaða lausn og sést á mynd frá Oldenburg þar sem hjólreiðamenn hjóla beint yfir stór gatnamót þó gangandi þurfi að stoppa á miðeyju. Troels Andersen, frá Fredericiaborg, fjallaði um hvernig mætti gera borgir hjóla­ vænar. Það þarf að markaðssetja hjól­reiðar með fjölbreyttum hætti, s.s. fréttabréfum, auglýsinga­skiltum, smágjöfum, hjóla­kortum og fl. Hjólateljarar sem sýna hversu margir hafa hjólað framhjá þann daginn hafa vakið mikla lukku og tölurnar má sýna á hjólavef ásamt öðrum upplýsingum s.s. hjólavefsjá sem velur leið fyrir þig. Einnig hafa þau sett upp smá pumpustöðvar þar sem fólk getur sett réttan þrýsting í dekkin og viðgerðastöðvar þar sem hægt er að dytta aðeins að hjólinu. Hann nefndi einnig tölur frá Odense þar sem hjólaumferð jókst á þriggja ára tímabili um 20%, hjólaferðum fjölgaði um 35 milljónir eða 25 þúsund á dag og hjólaslysum fækkaði um 20%. Helmingur hjólreiða­mannanna höfðu notað einkabíl áður. Fjár­f estingin kostaði aðeins helminginn af því sem sparaðist í heilbrigðiskerfinu og bætt lýðheilsa bætti 2.131 lífárum við ævi borgarbúa sem annars hefðu glatast.

Þorsteinn R. Hermannsson verkfræðingur frá Mannvit kynnti ýmsar tölur í tengslum við Samgönguáætlun, s.s.: • Ef Íslendingar gengju og hjóluðu allt árið til/frá vinnu eins og í átakinu Hjólað í vinnuna 2008 þá næmi heildarsparnaður í heilbrigðiskerfinu og vegna vinnutaps um 1100 milljónum kr. á ári. • Samfélagskostnaður samgangna í Kaup­ manna­höfn: Hver km ekinn á einkabíl kostar sam­f élagið um 15 kr. Hver km farinn á reiðhjóli skilar samfélaginu um 26 kr. Dagur B. Eggertsson, formaður borgar­ ráðs, kynnti næstu skref Reykjavíkurborgar í tengslum við hjólreiðaáætlun borgarinnar sem hefur það meginmarkmið „að stórauka hlutdeild hjólreiða í borginni með því að leggja fleiri og betri hjólastíga og bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk“. Fjöldi annara fluttu erindi sem ekki er pláss til að fjalla um hér en nefna má að frá LHM töluðu t.d. Árni Davíðsson formaður sem setti ráðstefnuna. Fram kom m.a. að hjólreiðar hafa aukist úr 2% í 4,5% milli 2008 og 2010 samkvæmt árlegum talningum í október mánuði svo viðbúið er að hlutdeild hjólandi sé talsvert meiri yfir sumarmánuðina. Morten Lange fjallaði um samstarf á alþjóða­vettvangi s.s. Velo-City hjóla­r áð­ stefnurnar og Presto verkefnið sem býður nám­skeið um góðar leiðir í hjólaeflingu og m.fl.

11


Fréttapunktar Framkvæmdir 2012 LHM hefur reynt að miðla fréttum af á­formum um framkvæmdir fyrir hjólafólk á vef sínum lhm.is og hefur undanfarið frést af nýjum göngubrúm og stígum allt frá Mosfellsbæ að Grindavík og í kringum Mývatn. Stærstu áformin eru líklega hjá Reykja­víkurborg sem ætlar að leggja hjóla­stíg frá Hlemmi meðfram Lauga­vegi og Suður­­landsbraut og með nýjum brúm allt inn í Bryggjuhverfi. Framan af verður um­ferð gangandi og hjólandi aðskilin, göng verða undir Reykjaveg svo það verður einni hæðinni færra á þeirri leið. Sérstök um­ferðar­­ljós á hjól verða á nokkrum gatnamótum og leiðin yfir gatnamót gerð greiðari en þó ekki alltaf bein eins og þykir sjálfsagt fyrir önnur ökutæki. Til hliðar er vinnuteikning að hug­mynd um lag­­færingar á leiðinni meðfram Miklubraut.‌PG

HÁALEITISBRAUT

Hjólreiðaáætlun og góð hönnun Reykjavíkurborg hefur stigið nokkur mikil­ væg skref í átt að því að bæta aðstæður þeirra sem kjósa að nota reiðhjólið til samgangna. Bæði hefur borgin útbúið og samþykkt Hjólreiða­ áætlun og Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjól sem vonandi tryggja að farið verði í að leggja a.m.k. 10 km af hjólastígum árlega og að þær hjólaleiðir uppfylli þarfir hjól­reiðafólks, en oft hefur verið misbrestur á því. Nágrannasveitafélögin eru líka í start­holunum með svipaða vinnu og er það vel. Páll Guðjónsson

...framhald af bls. 11: Ögmundur Jónasson innan­r íkisráðherra ávarpaði ráð­stefnuna. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heim­speki fjallaði um afstæði veðursins. Sigurður Helgason frá Umferðarstofu fjallaði um öryggismál og vanskráningu slysa á hjól­reiðmönnum. Hann lagði áherslu á að gagn­­kvæmur skilningur og tillitssemi verði að ríkja í umferðinni og að fylgja þarf umferðarlögum. Gígja Gunnarsdóttir frá Land­læknis­ embættinu fjallaði m.a. um tækifærin til að ná nauðsynlegri hreyfingu sem liggja í farar­ mátum fólks. Sesselja Traustadóttir kynnti starfsemi Hjólafærni á Íslandi og varpaði m.a. fram hugmynd um embætti hjóla­sendi­kennara sem kenndi tækni samgöngu­hjólreiða, fjár­ festing sem borgar sig jafnóðum. Bergþór Pálsson kom og söng íslensku hjólalögin og í lok málþingsins afhenti Jón Gnarr borgarstjóri fulltrúum ÍSÍ viður­ kenningu fyrir átakið Hjólað í vinnuna.

Önnur sveitarfélög Kópavogur og Hafnarfjörður Grafarvogur og Kjalarnes Árbær og Grafarholt Breiðholt Laugardalur og Háaleiti Miðborg og Hlíðar Vesturbær

0

2

4

6

8

10

12

14

• Skólavörðustíg 12 • 101 Reykjavík • arkverk@ark verk.is • sími 5514060

HJÓLREINAR & LEIÐIR MEÐFRAM HÁALEI TISBRAUT OG MIKLUBRAUT

Hlutfall svarenda sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla á morgnanna á haustmánuðum (október, nóvember) 2011.

HÁALEITISBRAUT

12

Vinnustofan Þverá ehf

Hjólreiðar aukast Skoðanakannanir sem eru gerðar í október ár hvert sýna mikla aukningu hjólreiða í Reykja­ vík frá 2008 en fjöldi hjólandi virðist hafa verið stöðugur frá um 2000. Hlutfall svarenda sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla á morgnana eykst frá um 2% 2008 upp í rúmlega 5% 2011. Árlegar talningar á hjól­reiðamönnum á sniðum í Reykjavík sýna svipaða þróun. Fjöldi hjólandi eykst milli 2009 og 2010 um 66% og um 50% milli 2010 og 2011. Samtals eykst fjöldi hjólandi sem er talinn milli 2009 og 2011 um 150%. Að sama brunni bera niðurstöður úr lands­könnuninni Heilsa og líðan sem Gígja

16. janúar 2012 1:500

vinnuskjal

Breytingar á gönguleið og umferðarljósum við Háaleitisbraut. Breytt umferðarljós og kantar sýndir með rauðum lit.

MIKLABRAUT


Gunnarsdóttir greindi frá á ráðstefnunni Hjólað til framtíðar. Þar jókst hlutfall þeirra sem hjólaði mikið milli áranna 2007 og 2009. Hlutfall svarenda sem hjólar að Árni Davíðsson jafnaði í vinnu eða skóla á morgnana

Hjólhesturin

BURINN FJALLAHJÓLAKLÚBB

n, 2. tölubla ð 18. árgang ur.

URINN

Hjólhest

urinn, 1. tölublað

okt. 2009

19. árga ngur, mar s 2010

Hjólamen Grænar ning ERU FJÖLBR samgöngu EYTILE París á FERÐAST r evru INNAN BÆJARG OG FYRIR ALLAR Pabbi minn í sólarhring ÞARFIR MARKA OG REIÐHJÓLIÐ UPP Á HÁLEN getur lánað RAUNH Spru þér fyrir HJÓLAFÆRNI ÆFASTI FERÐAMÁTIN DI Landngið dekk lagfæ bíl Á ÍSLAND N mannalau rt á 15 I - FRÆÐA mínútum HJÓLAMENNI gar SETUR Hjólaferði NG BLÓMS r á Vest - Þórsmörk á TAR fjalla fjörðum, VETRARHJÓL Costa Blanhjóli REIÐAR ca og víðar

REIÐHJÓL

Hlutfall svarenda sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla á morgnana

6

FJALLAHJÓLAKLÚB

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN

18. árgangur. mars 2009 Hjólhesturinn, 1. tölublað

N 20 ÁRA ! FJALLAHJÓLAKLÚBBURIN N YFIR SPRENGISAND 1933 FYRSTA HJÓLAFERÐI - FRÁBÆR LAUSN HJÓLAVÍSAR Á GÖTUM Á ÍSLANDI HJÓLAFÆRNI KENND ÆKI HJÓLIÐ SEM SAMGÖNGUT FERÐAST UM Á REIÐHJÓLI

5 6 4 5 3 4 2 3 1 2 0 1 0

2000 2000

2003

2003 2005

Önnur sveitarfélög

2005 2006

2006 2008

2008 2009

Kópavogur og Hafnarfjörður

2009

2010

2010

2011

2011

Reykjavík

61% hjóla Kópavogur og Hafnarfjörður og þar af 12,4 %Reykjavík allt árið Nýjustu tölur má finna í könnuninni Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sýna enn meiri hjólreiðar. Af þeim 4.853 sem svöruðu hjóluðu 61% og þar af 12,4 % allt árið. Á sumum svæðum var hlutfall þeirra sem hjóla allt árið mun hærra; Miðbær og Tún 20%, Hagar, Melar og Nes 17%, Múlar og Sund 16%. Fæstir hjóluðu allt árið um kring í Breiðholti 7% og í Kópavogi 9%. Öll önnur hverfi voru með 10% eða meiri hlutdeild. Af þeim sem tóku þátt í könnuninni frá 26. október til 6. desember 2011 höfðu 3,8% hjólað til vinnu eða skóla þann daginn. PG Önnur sveitarfélög

Er áróðurinn og fræðslan að skila sér? Fróðlegt er að skoða stór­a uknar hjól­ reiðar frá 2008 í ljósi mjög öflugs áróðurs- og fræðslustarfs okkar frá sama tíma. Í Hjól­ hestinum 2008 kynntum við fyrst tækni samgöngu­­­hjólreiða og hversu öruggar þær eru og áfram síðan þá með útgáfu blaða í samtals 42.000 eintökum með þessu. Einnig rekum við öflugar vefsíður og nýtum sam­ félags­­miðla. Frá 2010 höfum við svo dreift sérstökum hjólreiða­bæklingum sem er ætlað að bæta ímynd hjól­reiða, berjast gegn mýtum, fræða um kosti hjólreiða og auka öryggi með kennslu í tækni samgönguhjólreiða. PG URINN

ÓLAKLÚBB

FJALLAHJ

ak Frítt eint 19. árg. a, 2. tbl.

sérútgáf urinn -

Hjólhest

lífið!

r lengja

Hjólreiða

LÚBBURINN

FJALLAHJÓLAK

- Frítt eintak nóv. 2010 tbl. 19. árg., sturinn, 3.

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN Virkju m eigin ork u

Hjólhesturinn, 1. tölublað

20. árgangur, mars.

2011 Frítt

Jákvæð orka með jákvæð línurnar, skapið , pyngjunaáhrif á heilsuna, og umhverfið

Hjólhe

ar

uhjólreið

Samgöng Mýtur

kveðnar

Einfalt

niður

viðhald

Hjólum

fyrir alla

í vinnuna

hjól Hvernig fá mér?

á ég að

di á Íslan nning in Hjólame tu hjólafélög Vinsælus ðir vinnusta Grænir ar gar stutt Skemmtiler hjólaleiði

EIÐAR HJÓÆLRRFERÐAMÁTI FRÁB

Vissir þú að... Á stígum innan um gangandi fólk á að hjóla fremur hægt, ekki miklu hraðar en á göngu­­hraða þegar taka á fram úr eða mæta. Rafmagnsreiðhjól munu einungis teljast reið­hjól ef þarf að snúa pedala til að fá aðstoð, krafturinn er að hámarki 250 W og dregur úr honum upp að 25 km/klst (Miðað við að Ísland taki upp tilskipun 2002/24 frá ESB) Til er sjónarmið í umferðaröryggis­málum sem tekur sérstakt tillit til jákvæðra áhrifa göngu og hjólreiða á lýðheilsu og umhverfi, og leggur áherslu á ábyrgð ökumanna þungra ökutækja. (Road Danger Reduction) Morten Lange

líka hundana egurinn lduna og alla fjölsky æðið og hringvum Hjólað með Vestfirðir, Lakasv aröryggismál Ferðasögur: ðamanna í umferð í Skálafelli Stefna hjólreigur í heimsklassa Hjólreiðavan ærni á Íslandi Árið hjá Hjólaf nda hlunni Skattmat í keðjuna ax Kertav

Rafmagnshjól hjólið Að skipuleggja fyrir stefnur Velo-City hjólreiðaráð án hjálma? Þarf að banna hjólreiðar umhverfis og gæði Hjólreiðasamgöngur eiði - Ævintýri á reiðhjóli Ferðasögur - Heljardalsh fyrir 30 árum lan endaði í skúffu Enn beðið - hjólastígap

HJÓLREIÐ

FRÁBÆR

AR

FARARMÁTI

Ný umferðarlög enn í vinnslu Sumt horfir til bóta í þeim lagadrögum sem við sáum síðast. Sum óþarfa bönn eru tekin út, s.s. að aldrei megi skilja við hjól ólæst og að ekki megi flytja farþega yfir 7 ára aldri. Klúðurs­legt orðalag í núverandi lögum er lagfært, s.s. textinn um að vinstri beygju megi taka í tveim áföngum og tilgang gangbrauta. Sumar nýjar greinar gengu verulega á rétt hjól­reiðafólks og sum atriði höfum við fengið tekin út aftur en ekki ákvæðið sem bannar ung­mennum að hjóla án reiðhjólahjálms. Því banni er LHM á móti, eins og flest evrópsk hjólasamtök, þau vilja að fólk hafi frjálst val. PG 13


Cycle Chic á Hjólreiðar.is Páll Guðjónsson

Meðal helstu markmiða bæði Fjalla­ hjólaklúbbsins og LHM er að auka reiðhjólanotkun og standa fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi og hefur það verið gert með stæl. Tvö síðustu ár gáfum við út hjólreiðabæklinga í samtals 24.000 eintökum sem dreift var samhliða Hjólað í vinnuna keppninni og verður restinni dreift á þessu ári. Þar var áherslan á að ná til þeirra sem voru að prófa í fyrsta skipti að hjóla reglulega til vinnu, auka öryggi þeirra með fræðslu um tækni samgönguhjólreiða og kveða niður sumar af þeim mýtum sem tengdar eru hjólreiðum og fæla suma frá þeim, einnig var fjallað um ótal kosti hjólreiða. Undirritaður ritstýrði báðum bæklingunum og

bögglaberanum stoppa við gangbraut. Ekkert óvanaleg sjón í Kaupmannahöfn en þeim mun óvenjulegri í augum þeirra sem búa í löndum þar sem hjólreiðar eru jaðarsport en ekki venjulegur samgöngumáti, þar sem hefur gleymst að það er ekkert flókið að hjóla, það þarf ekki að klæðast sérstökum búningi, og það má hjóla á allskonar hjólum. Fólk í Kaupmannahöfn skilgreinir sig ekki sem hjóla­f ólk þó það hjóli flestra sinna ferða. Það er bara venjulegt fólk í sínum venjulega fatnaði að sinna sínum venjulegu ferðum með því farartæki sem best hentar. 1997 byrjaði hann með myndablogg á vefnum copenhagencyclechic.com sem fljótlega vakti heimsathygli. Þar sýnir hann hvernig danir koma á hjólinu eins og þeir eru

setti einnig efnið á vefinn hjólreiðar.is. Sá vefur hefur nú fengið andlits­lyftingu og verður heimili cycle chic á Íslandi með tilheyrandi myndabloggi og umfjöllun um ýmislegt sem gerir lífið skemmtilegt. Cycle chic (sækúl shjík) byrjaði með einni mynd Mikael Colville-Andersen sem vakti mikla athygli honum að óvörum. Myndin var ósköp venjuleg í hans augum, hún sýndi konu í pilsi og kápu, með handtöskuna sína á

klæddir, hvort sem þeir eru á leið í vinnuna eða dressaðir upp á leið á ball. Í dag eru á sjötta tug myndabloggsíðna um allan heim sem kenna sig við cycle chic og ótal aðrar í sama anda. Á hjólreiðar.is er ætlunin að reyna að sýna að íslendingar hjóla líka með stíl. Myndirnar hér tók ég í Reykjavík frá júlí til október 2011. 14


15


Landmannalaugaferð Hrönn Harðardóttir

Langþráður draumur varð að veruleika þegar Fjallahjólaklúbburinn fjárfesti í kerru, sem var breytt til að hægt væri að ferðast með allt að 18 reiðhjól. Jómfrúarferðin var í Land­mannalaugar og hjólað þaðan á tveimur dögum niður á Hellu. Fákarnir voru leystir úr læðingi í Land­ manna­laugum , og 14 knapar þeystu af stað áleiðis í Dalakofann. Þrír jeppakallar og kellingar komu svo í humátt á eftir, okkur til halds og trausts. Ekki veitti af, sumir voru

æstari en aðrir og einn gleymdi að beygja á einum gatnamótunum svo jeppi var sendur í leit að honum. Fyrir vikið hjólaði sá 15 km aukalega, en fékk líka meira að sjá en við hin. Farin var svokölluð Dómadalsleið, mikið um brekkur, bæði upp og skiljanlega líka niður. Stundum er gott að hafa meðvind þegar maður er að hjóla, en hann hefur náttúrulega líka galla. Það var svolítið mikið um sandrok og erfitt að koma auga á holur sem leyndust í veginum. Stundum er talað um að leggja

16


stein í götu fólks, en það var meira um að það höfðu verið grafnar holur í okkar götu.

Við ákváðum að grilla lambalæri, snæða saman og hafa huggulega kvöldvöku i Dala­ kofanum. Kvöldið leið við spjall, sögur, söng, glaum og gleði. Eftir góðan nætursvefn var farangri staflað aftur á hjólin og hjólað áleiðis niður að Hellu. Aftur var vindur í bakið og sóttist ferðin hratt og vel. Við vorum komin það snemma niður á Hellu, að eftir ísát var ákveðið að skella sér í sund og skola af sér ferðarykið fyrir heimferðina. Þetta er í styttri kantinum, þar eð meiri hluti sögunnar á blog ginu hjá mér var hrakfalla­tengdur. Dramatíkin alltaf að drepa mig... En myndir segja meira en mörg orð :)

Þó að sól hafi sést á köflum á laugar­ deginum, þá var ekki hangið í sólbaði, til þess var aðeins of mikil vindkæling. Við fengum hins vegar þessa líka fínu húðslípun af öllum sandblæstrinum, húðin verður slétt eins og á nýfæddum barnsrassi. Enginn veit hvað það er góð skemmtun að láta vindinn feykja sér áfram á 40 km hraða eftir sléttum og góðum malarvegi, nema prófa það sjálfur. En þegar fólk ferðast um óbyggðir Íslands má alltaf gera ráð fyrir óhappi. Þannig datt ein hjólakonan á hliðina í vindhviðu og handleggs­brotnaði. Þökk sé þyrlu Landhelgisgæslunnar að hún komst undir læknishendur innan örfárra klukkutíma.

Fylgist með bloggi Hrannar: hrannsa.blog.is Á vef klúbbsins er fjöldi mynda úr þessari og öðrum ferðum klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is

17


Meðfram fjallahlíðum Haukur Eggertsson

Hálendið opnaðist óvenju seint sumarið 2011, og þurfti því að leita sér fanga víðar, skyldi stigið á sveif. Snemma júnímánaðar lögðum við frúin því af stað í fjögurra daga ferð um uppsveitir Mýrasýslu, Hnappadal, Heydali, Skógarströnd og Bröttubrekku. Margar þessara leiða sem við fórum finnast ekki á kortum og verandi ekki fjarri Reykjavík, gæti ýmsum þótt ferðasagan og leiðarlýsingin áhugaverð.

Við lögðum af stað eftir vinnu föstudaginn 10. júní, í frekar köldu en stilltu veðri, keyrðum sem leið lá hringveginn upp í Borgarfjörð uns komið var að afleggjara til vinstri merktum Stóra-Fjalli. Inn þann veg keyrðum við nokkur hundruð metra til að koma bílnum í hvarf frá hringvegarumferðinni. Hjólin tekin fram og hlaðin, enda eingöngu gert ráð fyrir að finna vott á leiðinni þrátt fyrir að vera „í byggð“. Fljótlega var komið að vegamótum og þá valin leiðin til vinstri að Valbjarnarvöllum. Vegurinn er nokkuð hefðbundinn malarvegur, en þegar komið er framhjá Valbjarnarvöllum (6 km) og sumarbústaðahverfi verður vegurinn allur grófari. Haldið var austur og svo norður fyrir sumarbústaðahverfið um hæðótt landslag uns komið var að Langá (10 km). Þar er vað yfir ána en þar sem náttstaður var ætlaður í Hraundal héldum við upp með ánni inn Grenjadalinn og yfir betra vað 3 km ofar. Áin náði ekki nema upp í hné en var köld, enda hafði þetta verið 18


kalt vor. Áfram var haldið skamma stund uns hjólunum var lagt, nesti snætt, skotist á fæti upp á Hrossahyrnu í Grímsstaðamúla (sem var eitt af óklifnu fjöllunum í 151 tinda bók ATG og PÞ). Geysifagurt útsýni er af toppnum, og hjólatúrnum svo haldið áfram eftir þennan hálfs annars tíma útúrdúr. Leiðin gerðist nú allhæðótt uns halla fór á ný ofan í Hraundalinn. Gerðum við stuttan stans til að kíkja ofan í Hraundalshellana sem eru djúpir strompar, en sérhæfðan sigbúnað þarf til að komast niður (og ekki síður upp) þannig að látið var nægja að horfa ofan í svört gímöldin. Upp úr miðnætti, eftir um 18 km hjólatúr, með áðurnefndum útúrdúrum á fæti komum, við í gangnamannaskálann undir Lambafelli sem er hið vistlegasta og snyrtilegasta hús, með vatnssalerni og alles. Fengum okkur lítinn kvöldskatt og síðan í háttinn. Morguninn eftir snæddum við morgun­ verð í sól og skjóli við suðurvegg skálans og héldum síðan tæpan km til baka leiðina sem við komum, og tókum þar afleggjara til hægri handan gígs nokkurs. Leiðin, sjálf nokkuð ógreinileg á köflum, liggur um grösugar og fagrar eyrar og mýrarfláka uns komið er að tjörn nokkurri, farið var norður fyrir tjörnina og hjólin síðan leidd upp brattan háls handan hennar og svo niður af hálsinum ofan í Hraundalinn. Slóðin verður nú aftur greinileg en nokkuð gróf á köflum, fjölmargir lækir sem

Við einn Hraundalshella alla er hægt að hjóla eða stikla. Vorum við með meðvind, sól skein og kynjamyndir hraunsins og fegurð dalsins glöddu augað. Eftir um 10 km er komið að girðingu og handan hennar að sumarbústöðum og eyðibýlinu Ytri Hraundal. Þegar komið var upp á heimreiðina, fylgdum við henni yfir brú á Melá en beygðum svo þar strax aftur til hægri eftir vegarslóða sem liggur inn í Hítardal. Þurftum við von bráðar að fara yfir sömu á á (hjólanlegu) vaði sem við höfðum skömmu áður farið yfir á brú,

Brúin yfir Haffjarðará

19


og þegar yfir var komið, vorum við komin steinsnar frá bæjarhúsunum í Ytri Hraundal á ný og sáum meira að segja slóð liggja aftur að húsunum. Þarna hefðum við því geta sparað okkur krók, brú og vað. En strax var komið að næsta vaði (Borgardalsá?) en áin var það straumhörð að með herkjum tókst að stikla hana með hjólin. Vegurinn þarna er þokkalegur undir Svarfhólsmúlanum, en frekar laus í sér. Eftir um 14 km greinist leiðin og völdum við leiðina til hægri að Svarfhóli og komum þangað eftir tæpan km. Frá Svarfhóli heldur vegaslóð áfram til norðausturs inn Grjótár­dal, en við fylgdum henni bara út fyrir bæjargarðinn, því þaðan liggur reiðgata til vinstri (norðvestur) og fylgdum við henni. Markað hafði fyrir henni á loftmyndum, en ég var óviss hvort hægt væri að hjóla hana. Eftir hálfan hjólanlegan km var komið í hraunið og reyndist þar oft þurfa að leiða hjólið næsta kílómetrann. Eftir það skánaði gatan og fljótlega var komið á Hítardalsveginn við brúna yfir Grjótá. Beygðum við til vinstri suður dalinn, en ekki lengra en um 100 m því að þá beygðum við aftur til hægri í VNV þráðbeinan og heldur leiðinlegan 2 km vegarspotta í átt að Tálma. Tálminn var upp á mitt læri í dýpsta ál, en straumlítill. Tók nú við hraungata, að mestu óhjólanleg yfir Haga­hraunið rúmlega 1 km leið uns komið var að Hítará undir bröttum bakka. Enn fengum við að sulla í ánni, hún var breiðari en Tálminn, en grynnri og á betri botni. Var nú haldið beint áfram en einnig er vegarslóði upp með Hítaránni. Eftir nokkur hundruð metra greinist slóðin til suður en tæpari slóð heldur áfram í vesturátt meðfram múlunum. Hér lögðum við hjólunum og gengum upp í Grettisbæli sem blasir við á hægri hönd. Gengið er upp í skarðið þar sem Grettir hafðist við í skjóli Björns Hítdælakappa, og rændi ferðamenn sem leið áttu eftir þjóðgötunni sem við nú fylgdum. Ekki sat Grettir fyrir okkur í þetta sinn og engar

mannvistarleyfar fundum við uppi í bælinu, en bæði er útsýnið frítt og klettamyndanir stórkostlegar. Var nú misglöggvum götum fylgt í um 5 km undir hlíðum Fagraskógarfjalls uns komið var í Kaldárdal. Var Kaldá nú fylgt til byggða. Skv. loftmyndum mátti sjá móta fyrir reiðgötu þvert yfir dalinn og meðfram Kolbeinsstaðafjalli og áfram að Kolbeinsstöðum, en við létum þarna gott heita. Fyrirfram hafði ég verið óviss hvað væri hjólanlegt af þessari leið, en það reyndist meira og minna allt. Komum á veg við bæinn Hraunsmúla og honum fylgt niður á malbik. Héldum við þaðan í norðurátt í hvínandi mótvindi ca. 6 km leið uns komið var að afleggjara til hægri, merktum Stóra-Hrauni (ef ég man rétt). Honum var svo fylgt tæpa 2 km og um 150 m eftir að komið er framhjá eyðibýlinu Landbroti var ógreinileg slóð til vinstri tekin. Henni fylgdum við til suðurs nokkur hundruð metra uns komið var að lítilli og grunnri tjörn. Þarna voru vaðskórnir enn teknir fram, vaðið yfir tjörnina (á steinum) og handan hennar er sú ágæta Landbrotslaug. Þar mega e.t.v. 3-4 mjög sáttir sitja í heitu vatninu, þannig að sæmilega rúmt var um okkur skötuhjúin. Kalt var hins vegar og hvasst af norðri, þannig að lítið langaði okkur upp úr lauginni. Eftir dágott bað létum við okkur þó hafa það, fundum tjaldstæði nokkra tugi metra til suðurs í góðu skjóli í lægð á bak við hraunvegg en án góðs vatnsbóls. Snæddum kvöldverð og fórum í háttinn eftir nokkuð strembinn dag, mikið vatnasull en bara tæpa 40 km á hjólinu. Aðeins hafði ýrað á okkur öðru hverju, en þó aldrei þannig að þegar skjólfatnaðurinn hafði verið tekinn upp, þá var úrkomunni sjálfhætt. Sunnudagurinn tók á móti okkur bjartur og fagur en hávaðarok af norðri, og var það miður þar sem fyrri hluti dags skyldi vera í hánorður. Fórum við til baka upp á StóraHraunsveginn en beygðum þá í vesturátt og fylgdum honum skamma stund uns á 20


hægri hönd var komið að gamalli brú yfir Haffjarðará, sem vart telst bílhæf, en hjólin komust yfir og var þá örskammt upp á þjóð­ veg. Haldið var beint yfir þjóðveginn eftir afleggjara með strengdri keðju (sem stöðvar seint reiðhjól) og liggur meðfram vesturbakka Haf­fjarðarár. Þarna er feyki fagurt og í hraun­ gerði nokkru við sveig í ánni snæddum við dagverð og lögðum okkur. Eftir góða hvíld beið okkar þó mótvindurinn enn handan gerðisins og fylgdum við slóðanum uns komið var að eyðibýlinu Höfða, handan ár nokkurrar. Var grunn áin vaðin skammt áður en hún fellur út í Höfðaá og verður að Haffjarðará. Var nú farið upp hjá eyðibýlinu og slóða fylgt til hægri í norðvestur. Hér var grófur bílslóði fyrst í stað, sem eftir að komið var upp á hæðirnar greindist í reiðgötu til vinstri (N) á

meðan slóðinn hélt áfram til vesturs. Var nú reiðgötunni fylgt. Var hún all óglögg á köflum, og máttum við á stundum leita að hennar. Mest mátti hjóla þó þyrfti að leiða hjólin um stöku brekkur og drullupytti. Eftir um 5 km leið frá Höfða máttum við vaða Arná og var þá örskammt yfir á þjóðveg skammt norður af Oddastaðavatni þar sem vegurinn sveigir aftur til norðurs. Var nú mestu vegleysum lokið en kaldur mótvindurinn tók við. Börðumst við nú norður á bóginn í hávaðaroki og kulda og fötum bætt á uns fátt var eftir fatakyns í töskunum. Ástandið skánaði ögn eftir að komið var á Skógarstrandarveginn, en samt var eins og vindurinn kæmi enn á móti. Það er ósköp lýjandi að hjóla svona á móti vindi. En eftir um 24 km á Skógarströndinni beygðum við til hægri í átt að Snóksdal og fljótlega

Á leið yfir Hítará Grettisbæli gnæfir yfir 21


Að svara kalli nútímans Á háannatímum, þegar bílarnir silast áfram á hraða sem hæfir nautum í hnédjúpri mýri, skýst hjólreiðamaður á milli ökutækjanna, frjáls eins og fuglinn, og mætir fyrstur í vinnuna, og meira en sáttur við sig og sína. Ég man enn hvaða lag var í útvarpinu, þegar ég var nautið, og sá hjól­reiða­ manninn renna sitt skeið og hverfa mér sjónum þar sem ég sat fastur á Bústaðaveginum um klukkan fjögur, orðinn of seinn á kvöld­­vakt. Einhver innri rödd sagði mér að þetta væri ekki eðlilegt. Og ennþá bilaðra var að horfa á tóm farþega­ sætin í öllum bílunum þar á meðal mínum. Þessi umferðarteppa hefði ekki þurft að eiga sér stað. Og upp úr því fór ég að hjóla. Nóg um það. Maður hefði haldið, að á tímum vaxandi umhverfis­vitundar og svo framvegis að það væri miðaldra og eldra fólk sem enn sæti fast við sinn keip og (mis)notaði sinn einkabíl án þess að svara kalli nútímans sem krefst nýrrar

hugsunar í þéttbýli og hefur í för með sér minni mengun, minni kostnað, betri heilsu og meiri skemmtun. Og þessi nýjasta hugsun væri að vaxa upp með yngstu kynslóðinni, sem hefði nú alist upp við inn­r ætingu og virðingu fyrir náttúrunni. Við höfum kvatt marga umhverfisósiði sem til­heyrðu gamla tímanum. Því mætti halda að það væri unga fólkið sem kysi hlut­ verk frjálsa fuglsins, vel upplýst og ábyrgt gagnvart umhverfi og náttúru - kysi hjólið fram yfir einkabílinn. En nei, það er u þá hinir eldri sem oftast mæta manni á hjólum, krakkarnir keyra bílana. Aldrei hefur sókn í einkabíl hjá jafnungum einstaklingum verið meiri, þvert gegn betri vitund á alla kanta. Hvað veldur þessari þversögn, veit ég ekki en giska á að bílpróf og bílaeign sé sjálfstæðisyfirlýsing byggð á gildismati sem hefði átt að vera mjög breytt, en er það ekki. Áhugvert. Örlygur Steinn Sigurjónsson

fór vindurinn frekar með okkur en á móti. Héldum við inn með Miðá að vestanverðu og fundum okkur loks tjaldstað skammt sunnan Bæjar í nokkru skjóli. Dagurinn var ekki langur, tæpir 50 km. Á mánudagsmorgni var norðanáttin hins vegar orðin góður vinur okkar. Þungskýjað var og varla þurrkur. Héldum við nú áfram suður, framhjá Hundadal uns komið var á malbik. Þar pumpuðum við í dekkin áður en lagt var af stað suður á bóginn. Áður en lagt var upp á Bröttubrekku var nesti snætt, bíll stöðvaður og hann fenginn til að kippa farangrinum (sem þó var farinn að léttast) upp á heiðartopp. Farangursteygjan var svo tengd í frúarhjólið og rösklega stigið upp brekkuna. Þar var farangurinn settur á hjólin á ný og svo látið gossa ofan í Borgarfjörðinn.

Þegar komið var á Hringveginn var beygt til hægri (SV) í tæpa 5 km uns skammt er eftir í Hreðavatnsskála. Þá var tekinn afleggjari til vinstri yfir á Grjóthálsinn. Eftir að yfir Norðurá var komið var veginum fylgt til hægri að Svartagili. Þar snarversnar vegurinn en áfram héldum við, framhjá útrásarhöll nokkurri, og áfram suður uns komið var að Hóli. Þar greinist vegaslóði til hægri og var honum fylgt að Varmalandi, en þar komumst við á malbiki að þjóðvegasjoppunni Baulu, þar sem hesthúsað var nokkrum pylsum, kóki og ís. Þaðan voru tæpir 5 km eftir í bílinn eftir hringveginum. Þó að dagleiðin væri sú lengsta eða um 55 km, tók hún skamman tíma í meðvindi, og að stærstum hluta á malbiki. Þar sem farinn var hringur, og spáð vaxandi NNV átt þegar leið á ferðatímann, 22


Skipt um gír á stígum Í bílaumferð er hjólreiðafólk minni­ m á t t a r o g k va r t a n i r y f i r t i l l i t s l e y s i bílstjóra er u skiljanlegar. En á stígum snýst dæmið við. Þar er hjólreiða­f ólkið ógnandi í garð gangandi. Það hljómar frekt að hjólreiðafólk skuli kvar ta jafnt yfir bílstjórum sem g a n g a n d i þ v í va n d a m á l i ð á stígum er oftar en ekki að við hjólum óskynsamleg a miðað við aðstæður og gleymum tillitssemi. Stígum deilum við með g a m a l ­­m e n n u m , b a r n a ­f ó l k i , hundafólki og hlaup­u rum með eyrnatappa. Við þurfum að sætta okkur við þennan veruleika, anda rólega og slaka á í návist þeirra. Ég hef g erst sekur um að hjóla án nægil­e grar tillitssemi á stígum. Ég þekkti bara on/off takka og hjólaði alltaf greitt því ég var alltaf að æfa mig eða flýta mér.

En ég leit í eigin barm fyrir skömmu. Setti mig í spor fólks í friðsælum göngutúr á meðan nokkur hjól þutu framhjá á ógnarhraða og vildi ógjarnan vera í þeirra sporum. Nú vel ég sprett­­-svæðin mín betur. Þau eru misjöfn eftir tíma dags og vikunnar. Stundum fáfar nar götur en stundum stígar. En þegar ég mæti eða ek fram úr fólki á stígum hægi ég ferðina niður á vinalegan hraða. Hraða sem ég get boðið góðan daginn og fengið kveðju til baka. Hliðaráhrif aukinnar tillits­ semi er u að pir r ingur allr a minnkar, slysahætta hverfur, ég stuðla að betri ímynd hjólreiðafólks, nýt betur ferðarinnar og er sáttari við sjálfan mig.

varð ekki hjá því komist að lenda í nokkrum mótvindi, þó svo hann hvessti fyrr en vænta mátti. Annars reynir maður auðvitað að haga ferðum þannig að aldrei sé hjólað langar vegalengdir í mótvindi. Sunnudagurinn var því nokkuð lýjandi dagur, en á heildina litið var þetta ágæt ferð.

Vert er að benda á að stytta hefði mátt ferðina með því að fara Sópandaskarð, en þar sem ég hafði hjólað það tveimur sumrum áður, valdi ég aðrar leiðir yfir Snæfellsnesið, þrátt fyrir fegurð Langavatnsdals. Einnig hefði mátt skoða að fara reiðgötur um Svínabjúg upp úr Hítardal, en það bíður betri tíma.

Ebenezer Þ. Böðvarsson, Hjólarómantíker

Leggja þarf í nokkra rannsóknarvinnu áður en farið er af stað í svona ferðir, til þess að átta sig á landslagi og hvort að marki fyrir hinum fornu þjóðleiðum í landinu enn þann dag í dag. Sjá má móta fyrir öllum þessum slóðum t.d. á örnefnasjá Landmælinga: atlas.lmi.is/ornefnasja/ Einnig er gott að nota Fasteignamats­vefinn fyrir loftmyndir. 23


Á Rás fyrir Grensás – Vestfirski hringurinn Hávarður Tryggvason

Fyrir um ári síðan tók ég þá ákvörðun að hjóla á komandi sumri góðan hring um landið til að fagna 50 ára afmæli mínu og um leið láta eitthvað gott af mér leiða. Fyrsta hugmyndin var að hjóla hringveginn en eftir nokkrar vangaveltur og reynslutúra í kringum Reykjavíkursvæðið varð ég því afhuga vegna mikillar umferðar og lélegra vegaxla. Þá datt mér í hug að skoða Vestfirðina og las m.a. tvær ferðasögur í Hjólhestinum sem kveiktu í mér og það varð ekki aftur snúið. Í byrjun var planið að tutla þetta einn með allt á hjólinu, en þegar konan mín Þórunn María Jónsdóttir bauðst til að trússa ferðina ásamt börnunum okkar tveimur, þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Þá hafði ég samband við Hollvini Grensás og bauð þeim að fara þessa ferð til styrktar verkefninu Á Rás fyrir Grensás, sem var þáð með þökkum. Ferðina tileinkaði ég frænda mínum og jafnaldra Kristjáni Ketilssyni, sem hefur verið lamaður eftir bílslys frá 17 ára aldri. Eftir ágæta líkamsrækt yfir veturinn og

ófáar æfingaferðir á Reykjavíkursvæðinu; Reykjavíkurhringir, Hafravatn, Úlfarsfell, Bláfjallahringur, Nesjavellir, Þingvellir o.fl. lagði ég af stað 22. júní í þessa lang­þráðu hjól­reiðaferð. Planið var að hjóla rangsælis hring um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða, alls um 715 km vegalengd með útúrdúrum og rétt tæplega 5000 metra í klifur. Ég flaug á Ísafjörð og hjólaði þaðan vesturfirðina svo­kölluðu og kom við í flestum þorpum á leiðinni. Síðan hélt ég yfir á Barðaströnd og þræddi suðurfirði Vestfjarða allt að Gilsfirði en þar fór ég yfir „hálsinn“ á Vest­ fjarðkjálkanum, Steinadalsheiði, ofan í Kollafjörð við Húnaflóa. Þaðan hélt ég til Hólmavíkur og yfir Steingrímsfjarðarheiði niður í Ísafjarðardjúp og sem leið lá alla leið til Ísafjarðar. Ferðin tók 8 daga. 1. dagur: (Reykjavík) Ísafjörður – Flateyri – Þingeyri: 73 km Ég lenti á Ísafirði um kl. 10 um morguninn eftir smá seinkun á fluginu. Hjólaði inn í bæinn 24


í viðtal hjá Gylfa hjá Rúv til að kynna ferðina og söfnunina fyrir Grensásdeild. Einnig dreifði ég nokkrum plakötum og hitti nokkra Ísfirðinga og fékk góð ráð hjá þeim. Hjólaði af stað í ferðina miklu um kl. 11.30 sem leið lá um gamla veginn upp á Breiðadals­heiði (620 mys). Það var fínt að hjóla upp gamla veginn, enginn snjór á veginum til að tefja för. Mörg myndastopp í frábæru veðri og meira að segja meðbyr. Niður­leiðin hinu megin var mun erfiðari og ævintýra­ legri. Kinnin svo­k allaða var snjó­þ ung og lágu skaflar yfir veginn á nokkrum stöðum. Ég þurfti því að taka mér stein í hönd og höggva spor í klakann undir snjónum til að ég húrraði ekki niður snjóbreiðuna. Það tók því um klukkustund að komast um 100 metra vegalengd. Eftir það var leiðin greið þó gróf væri og töluvert af grjóti sem hrunið hafði á neðri hluta vegarins. Svo tók ég útúrdúr til Flateyrar, hengdi upp plaköt og fékk mér pylsu. Vegurinn yfir Gemlufallsheiði er vel byggður og gott að hjóla hann. Það var mót­ vindur inn Dýrafjörðinn en lens út. Á Þing­eyri hitti ég svo fjölskylduna sem kom á bílnum með ferjunni Baldri með farangur og vistir. Það var gott að komast í sund, borða og í svefnpokann eftir góðan dag.

með, á móti og aftan úr.... Hjólaði upp á Dynjandis­heiði í einni langri törn (500 mys). Vegurinn missir u.þ.b. 150 m hæð og klífur svo aftur upp í 500 mys. Það var yndislegt að koma af hrjóstugri heiðinni niður í fallega Suðurfirðina og taka pásu í sundlauginni í Reykja­firði. Þar hitti ég nokkra Frakka sem voru að leita eftir erfiðum og ævintýralegum hjólaleiðum. Benti þeim á Breiða­­dalsheiðina! Brunaði að lokum inn á Bíldudal, þar sem Bíldudals Grænar voru við það að hefjast. Hristur og hrærður eftir daginn. Hristur af vestfirskum malarvegum og hrærður yfir vestfirskri náttúru­ fegurð, gestrisni og stuðningi við Á rás fyrir Grensás. 3. dagur: Þingeyri – Tálknafjörður – Patreksfjörður – Flókalundur : 98,5 km Þriggja heiða dagur í sól og blíðu. Úr sól og grænum baunum á Bíldudal yfir í kótelettur, logn og kvöldsól í Flókalundi. Á leiðinni upp heiðarnar fækkaði ég fötum en í bruninu niður þurfti ég að dúða mig í lambhúshettu, lúffur og vindjakka því vindkælingin var mikil í lágum lofthitanum. Kom við á Tálknafirði og Patreksfirði og hitti hjólahópinn Brellurnar sem nýverið hjóluðu svipaðan Vestfjarðahring. Fékk hjá þeim góðar veitingar og hvatningu. Heildarhækkun dagsins var 1273 m (Hálfdán 500 mys, Miklidalur 369 mys, Kleifaheiði 404 mys). Drjúgar og góðar brekkur allarsaman en 10 metra brekkan upp að tjaldstæðinu í Flókalundi í lok dags var andlega einna erfiðust ! Þreyttur en sæll eftir góðan dag.

2. dagur: Þingeyri – Hrafnseyri – Bíldudalur: tæpir 100 km Lagði af stað 10:30 frá Þingeyri eftir morgun­ verk í tjaldbúðum. Mjatlaði hægt en örugglega yfir Hrafnseyrarheiði (552 mys) og kom svo við á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, samafmælungs míns, á Hrafnseyri. Hér um slóðir virðast vindar koma úr öllum áttum;

4. dagur: Flókalundur – Djúpidalur: 100 km Vindskafinn dagur. Stífur norð­austan­vindur var 25


ríkjandi þennan dag. Vindurinn tók vel í inn firðina og uppá hálsana en ágætis lens var út firðina. Maður fær á tilfinninguna að firðirnir séu mun styttri í aðra áttina. Klettshálsinn (332 mys) og Ódrjúgshálsinn (160 mys) voru ansi drjúgir með vindinn í fangið. Gott að komast í heita og góða laug í Djúpadal. Það var nánast ógerlegt að koma upp tjaldi í rokinu þannig að við skelltum okkur í svefnpokagistingu og fékk ég góða hvíld. Þetta var fyrsti dagurinn sem fór yfir 100km!

á Kirkjubóli (við Hólmavík). Svo renndu í hlað Jónas bróðir og Alex frændi, tilvonandi hjólakappi- stuðnings­lið að sunnan. Garmin g ps tækið gaf upp 88 km eftir daginn. Næst tek ég líka vindmæli með mér og ekki má gleyma vetrarlúffum, vind­b uxum og lambhúshettu. Staðalbúnaður fyrir sumarferðir á Íslandi. 6. dagur: Kirkjuból – Hólmavík – Stein­­ gríms­fjarðarheiði – Reykjanes: 102 km Eftir góða gistingu á Kirkjubóli á Ströndum hélt ég af stað yfir Steingrímsfjarðarheiði (439 mys) með viðkomu á Hólmavík. Lítið skyg gni var á heiðinni vegna þokusúldar og norðanskíts og ég var hundblautur og kaldur er yfir í Djúpið kom. Gott lens var inn hinn langa Ísafjörð (innst í Ísafjarðardjúpi) en hann reyndist ennþá lengri í mótvindinum á leiðinni út. Það tók töluvert á taugarnar að tutla á móti vindinum á rúmlega gönguhraða. Það var mjög gott að komast í Reykjanes í sund og svefnpokapláss. Í matnum hittum við franska hjólreiðakonu sem var að koma út Djúpið, með allt á hjólinu! Gps tækið bilaði á miðri leið en ég áætla 102 km dag.

5. dagur: Djúpidalur – Bjarkalundur – Króksfjarðarnes – Steinadalsheiði – Kirkjuból: 88 km Másandi – blásandi. Ég másandi allan daginn, vindurinn blásandi, aðallega á móti mér. Hávaðarok og á köflum „Hávarðarrok“ sem er tveimur r-stigum meira en hitt. Svona verður maður sjálfhverfur af því að hjóla heilu dagana einn. Kröpp byrjun á deginum með Hjallahálsi (336 mys). Kom við á Króksfjarðarnesi í handverkshúsi og þar voru mér færðar nýbakaðar vöfflur og kaffi. Yndisþakkir. Þar hitti ég líka hóp frækinna hjólreiðakappa sem vor u nýkomnir úr Gilsfjarðarhringsferð í rokinu. Einhver þeirra réð mér frá því að halda á Steinadalsheiðina (330 mys) en ég lét það sem vind um eyru þjóta. Mjög hvasst var inn Gilsfjörðinn og átti ég í erfiðleikum með að halda mér á veginum. Framan af Steinadalsheiðinni var meira teymt en hjólað, enda vegurinn brattur og laus í sér og vindurinn á móti. Á leiðinni niður eru tvær stór­g rýttar ár sem ég þurfti að vaða. Þetta varð 11 tíma dagur, þeir gerast ekki mikið lengri og engar stéttarfélagspásur. En dagurinn endaði frábærlega í gistingu hjá Ester og Jóni

7. dagur: Reykjanes – Djúpið – Súðavík: 110 km Hélt af stað eftir fína dvöl í Reykjanesi. Nú var ég alveg að fá mig fullsaddan af þessu roki! Þó stóðst ég ekki freystinguna og gerði smá útúrdúr á slóðum Hávarðar sögu Ísfirðings. Fór afleggjarann inn Laugardal til móts við Blámýri hvar Hávarður Ísfirðingur og kona hans Bjargey bjuggu. Þar fór nú einn þrjóskur - sem ekki beygði sig fyrir ofríki of­stopa­manna. Ég mæli eindregið með þessari lítt kunnu íslendingasögu.

26


www.sagadb.org/havardar_saga_isfirdings. En þrjóska þarf ekki endilega að vera löstur, a.m.k. kom hún mér til Súðavíkur í rokinu. Á leiðinni staldraði ég við í Litlabæ yst í Skötufirði, huggu­legu kaffi­húsi í nýlega uppgerðum gömlum bæ. Þar skammt frá var fullt af selum að leik í sjónum.

renndi ég inn á Silfurtorg þar sem ferðin hófst. Þar tók á móti mér mín trausta trússfjölskylda (Þórunn María, Hildur og Tryggvi) ásamt nokkrum vinum og RÚV mönnum sem tóku stutt viðtal. Síðan var farið í Gamla Bakaríið og sund og loks í grill til vinafólks í Tungudal. Það er svo sannarlega hægt að mæla með Vestfjörðunum fyrir hjólreiðafólk. Náttúru­ fegurðin er stórkostleg, vegirnir ágætir og fjöl­ breyttir, frekar lítil umferð og fullt af góðum brekkum í bónus. Veðrið á Íslandi er eins og það er og verður bara að klæða það af sér. Að mínu mati eru miklir framtíðarmöguleikar fyrir hjólreiða­ferðamennsku á Vestfjörðum og gaman ef settar væru á fót fleiri hjólreiða­ keppnir á svæðinu, t.d. Vestfirski – hringurinn eða „Tour des Fjords“ Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem studdu við ferðina og þeim sem hafa lagt inn á söfnunina. Þó Vestfjarðahringnum sé lokið, heldur söfnunin áfram. Vil ég því minna á reiknings­númer söfnunarinnar Á Rás fyrir Grensás: 311-26-3110 kt. 670406-1210.

8. dagur: Súðavík – Ísafjörður – Bolungavík – Ísafjörður: 43,5 km Þá var komið að lokadeginum í þessum frábæra hring. Lagði af stað frá Súðavík og hélt sem leið lá í gegnum Ísafjörð og fór inn á Óshlíðarveginn sem nú er aflagður. Þetta er ofsalega falleg leið en um leið hrikaleg og maður skilur vel að fólkið á svæðinu sé fegið að hafa fengið göng. Þarna varð fyrsta bilunin í ferðinni, þegar keðjan slitnaði. Það var lítið mál að redda því með nýjum keðjulás, sem var með í viðgerðarsettinu. Þegar ég kom til Bolungarvíkur fór að birta til og brast á með sólskini og blíðu sem var mjög kærkomið. Fór í Einarshús til Rögnu og Jóns Bjarna og fékk þar súpu dagsins og kaffi í boði hússins. Frábært að sjá hvað þau hjón hafa gert þetta sögufræga hús smekklega upp og gert það að staðarprýði og vinsælum viðkomustað (bar, veitingastaður og gistiheimili). Þá var komið að því að taka lokasprettinn í þessari ferð, til baka á Ísafjörð. RÚV var mætt á staðinn og fylgdi mér Óshlíðina. Á fullri ferð í meðbyr í fylgd myndatökumanna átti ég mitt eigið „Tour de France“ moment :) . Að lokum

Stuðningsaðilar ferðarinnar voru: Örninn hjólreiðaverslun, Flugfélag Íslands, Sæferðir, Háskólaprent, Rögg. Tjaldstæðin: Þingeyri, Bíldudal, Flókalundi. Gistiheimilin: Kirkjuból (við Hólmavík),Reykjanes, Bjarna­ búð (orlofshús FÍH á Súðavík). Höfundur starfar sem kontrabassaleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands

27


Er stefna stjórnvalda markleysa? Páll Guðjónsson

Hjólreiðar eru eitt árangursríkasta og hag­kvæmasta tæki sem völ er á til að bæta lýðheilsu, draga úr offitu, hjarta­sjúkdómum, streitu, þung­lyndi og mengun. Því ætti að efla og hlúa að hjólreiðum. En getur verið að stjórnvöld séu að kæfa þær með óþarfa boðum og bönnum og fjársvelti til málaflokksins? Sérfræðingar sem allir starfa að eflingu hjólreiða komu frá Danmörku, Hollandi og Þýskalandi á hjólaráðstefnu Landssamtaka hjólreiða­manna (LHM) á Samgönguviku 2011 og bar þeim saman um að með markvissri, sam­stilltri vinnu væri ekkert því til fyrirstöðu að hjólreiðar gætu orðið jafn algengar hér og í þeim borgum sem þeir starfa í. Þar kom einnig fram að ef Íslendingar gengu og hjóluðu allt árið til/frá vinnu eins og í átakinu Hjólað í vinnuna 2008 þá næmi heildarsparnaður í heil­ brigðis­kerfinu og vegna vinnutaps um 1100 milljónum kr. á ári samkvæmt útreikningum Þorsteins Hermannssonar hjá Mannviti. Í dag er hjólreiðum að óþörfu settar ýmsar hömlur í umferðarlögum og í frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru settar enn frekari óþarfa hömlur sem eru líklegar til að aftra auknum hjólreiðum og draga úr öryggi þeirra sem hjóla. Óþarfar, því t.d. ákvæðið sem bannar venju­legar hjólreiðar ungmenna, þ.e. án sérstaks öryggis­búnaðar gefur þau skilaboð að hjól­reiðar séu alltaf hættulegt athæfi, þvert á þá staðreynd að þær eru einn öruggasti fararmátinn. Óþarfar, því áratugareynsla t.d. í Ástralíu hefur fyrir löngu sannað að hjálmaskylda skilar ekki þeim árangri í slysavörnum sem væntingar stóðu til. Hjálmaskyldan hamlar því hinsvegar að hjólreiðar verði almennar og virkji öryggis­áhrif fjöldans, e: safety in numbers, sem er árangurs­ ríkasta leiðin til að auka öryggi hjólreiða­manna eins og dæmin frá Hollandi og Danmörku sanna.

Skyldunotkun reiðhjólahjálma vinnur þannig gegn markmiðum stjórnvalda í loft­ lagsmálum, lýðheilsumálum, umhverfis­málum og markmiðum sveitarfélaga um mannvænt um­ hverfi í borgum og bæjum. Umhverfi, þar sem hægt er að skreppa á hjólinu eins og maður er klæddur og frjálst er að setja upp hjálm eða ekki. Í nafni öryggis hefur verið byggð upp neikvæð ímynd af hjólreiðum á Íslandi, þvert á raun­­­veru­leikann því reiðhjólið er eitt öruggasta farartæki sem völ er á. Það er því til mikils að vinna að hætta þessari neikvæðu umræðu, horfa á heildarmyndina og viðurkenna að kostir hjól­reiða eru margfaldir allri áhættu, 77 faldir samkvæmt nýjustu rannsóknum frá Spáni. Öll ráðuneyti, stofnanir og stjórnsýslustig verða að vera samstíga í því starfi og láta sig hag hjólreiðamanna varða. Það á við hér sem segir í nýrri skýrslu um Grænt hagkerfi: „Jákvæð ímynd verður ekki til af sjálfu sér, og þaðan af síður verður henni við­haldið án markvissrar eftirfylgni. Yfirlýsing þjóðar, atvinnugreinar, stofnunar eða fyrirtækis um eigið ágæti verður marklaus um leið og í ljós koma dæmi sem benda til að yfirlýsingin sé ekki í sam­­ræmi við raunveruleikann. Auk heild­­­stæðrar stefnu­mótunar er því þörf á óháðri vottun þriðja aðila sem staðfestir að rétt sé frá greint“. LHM geta bent á fjöldamörg dæmi þar sem raun­veruleikinn er ekki í samræmi við yfirlýst markmið. Nokkur eru talin í stefnumálum LHM og önnur má lesa í umsögnum LHM um frum­ varp til nýrra umferðar­laga. Ég ráðlegg öllum að lesa um þessi mál og fl. á vef LHM; LHM.is. Við gerð nýrra umferðarlaga er mikilvægt að horfa til nýjustu vísindagagna og leyfa skynseminni að ráða, en ekki tregðulögmálinu, ef yfirlýst stefna íslenskra stjórnvalda og annarra um að virkja kosti aukinna hjólreiða á ekki að teljast markleysa ein. 28


Fjölbreytt dagskrá Hér er fjölbreytt dagskrá húsnefndar í klúbbhúsinu okkar, Brekkustíg 2, fram á vor og verður ýmislegt nýtt í boði í bland við sígilda dag­s krár­liði. Forláta kaffivélin er á sínum stað og á kaffihúsakvöldum verður kaffihúsakaffi á boðstólnum. Við vonumst til að sjá sem flesta á baðstofuloftinu okkar. Allir velkomnir. Á dagatalinu á fjallahjolaklubburinn.is er síðan öll dagskrá klúbbsins, við­burðir í klúbbhúsi, ferðir innan­ bæjar, ferða­lög og fl. Við setjum einnig inn viðburði annarra s.s. hjólakeppnir, ferðir, viðburði ásamt ýmsu öðru sem gæti höfðað til hjólreiðafólks. Nánari lýsing dagskrárliða er send út í tölvupósti og sett á vefsíðuna stuttu fyrir hvern atburð. Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og facebook og skráið ykkur á póstlistan til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara.

1. mars 8. mars 15. mars 22. mars 29. mars 5. apríl 12. apríl 19. apríl 26. apríl 3. maí

Kaffihúsakvöld Ferðanefnd Myndakvöld, Hrönn Óvissukvöld Ferðanefnd Viðgerðanámskeið 1 Viðgerðanámskeið 2 Viðgerðanámskeið 3 Myndakvöld Kaffihúsakvöld + Hjólað í vinnuna 10. maí Hjólamarkaður 17. maí Bíókvöld 24. maí Vorhátíð ÍFHK

Bókaumfjöllun - Hjólabókin Þessi bók er eins og skrifuð með mig í huga. Ég ferðast iðulega þannig að ég finn mér 20-80 km hringleið, kem mér á áfangastað á bíl með hjólið aftan á, og hjóla svo í hring, aftur að bílnum eða í náttstað, tek jafnvel annan hring ef stutt er liðið á daginn. Í Hjólabókinni er margs konar fróðleikur. Þar er 14 dagleiðum lýst í máli og myndum, gps hnit, erfiðleikastigsflokkun og sýnt hversu mikil hækkun og lækkun er á leiðunum. Þetta er alveg upplagt fyrir hjólafólk, sem veit ekkert þegar það leggur af stað í hringinn, t.d. hvort það verði tvo eða tíu tíma á leiðinni. Varðandi Vestfirði, þá hef ég lítið hjólað þar, nema tvær leiðir í bókinni, hringinn í kringum Reykjanes og yfir Steinadalsheiði. Ég var á leiðinni að setjast niður og skipuleggja hjólaferð næsta sumars, en þarf þess ekki, þessi bók mun sjá mér fyrir skemmtilegum hjólaleiðum a.m.k. tvö sumarfrí. Það ættu allir að hafa gaman af þessari bók, hvort sem þeir eru nýbyrjaðir að hjóla, sem og reyndir hjólanaglar sem hafa nú þegar hjólað þetta, því alltaf er gaman að rifja upp hvað maður er búinn að afreka. 29

Ómar Smári, til hamingju með þessa líka fínu bók. Hrönn Harðardóttir


Hjólabakterían

Ómar Smári Kristinsson sig að gera loksins eitthvað fyrir heilsuna. Það að fá hólabakteríu er alveg kjörið. Ég til dæmis skipti á henni og tíðum höfuðverkjum. Ég hef engan áhuga á að losna við hjóla­ bakteríuna mína og nokkur atriði benda til þess að muni ekki gerast. Í fyrsta lagi er það sem að framan er greint, að hún stuðlar að heil­brigðu lífi. Það er skemmtilegra að vera til þegar maður er í lagi. Í öðru lagi þá eru hjól­reiðarnar nátengdar annarri ástríðu. Það eru ferðalög. Loksins, loksins hef ég fengið langþráð tækifæri til að ferðast um landið mitt. Og þegar það loksins gerist, er ég búinn að komast að því að minn uppáhalds ferðahraði er hraði hjólreiðamannsins. Í þriðja lagi er það svo Hjólabókin. Hvað gera karlmenn þegar þeir fá áhuga á einhverju? Þeir gera eitthvað mikið úr því. Prjóna­uppskrifta­bækur, mat­reiðslu­­sjónvarps­ þættir, meistara-þetta og prófessora-hitt. Nú er ég búinn að skrifa Hjólabók, þá fyrstu af átta. Nú má mér hreinlega ekki batna af hjóla­ bakteríunni, því hún er hvatinn að þessu verki. Í þessari bók sameina ég það sem ég hef lært í gegnum tíðina og það sem ég hef ánægju af. Þess vegna er ég ánægður með útkomuna og ég veit að margir eru það líka. Ég hef engan áhuga á að bregðast þeim sem bíða eftir næstu bókum. Megi sem flestir smitast af hjóla­bakterí­ unni. Ef hún verður að heims­faraldri, þá er engin ástæða til að finna móteitur og koma af stað bólusetningarátaki.

Hvað eiga veikindi og áhugamál sam­ eiginlegt? Bakteríur. Hér er saga af hjóla­ bakteríu. Hún helltist yfir undirritaðan þegar hann var orðinn rúmlega fertugur. All­flestir kannast við að fá kvef af og til um ævina. Svo kemur skaðræðis lungnabólga einhvern tímann. Þannig er minni hjóla­bakteríu háttað. Auðvitað andskotaðist ég þvers og kruss um sveitina, sem krakki, loksins þegar mér tókst að læra að hjóla. Seinna meir, sem námsmaður í flatri þýskri borg með reiðhjólamenningu, gaus upp áhugi á reiðhjólinu og kostum þess. Hann varð eftir í Þýskalandi. Nú loksins er „lungnabólgan“ komin. Það er eitthvað við þennan fertugsaldur. Gráa fiðringinn þekkja margir. Klofið á mér fær að finna fyrir þessum aldri, þó ekki tengist það kynlífi eða komplexum meira en verið hefur. Oft var gaman að lifa, en aldrei sem nú. Á þessum aldri uppgötva margir að þeir eru ekki eilífir. Sitthvað minnir á að einhvern tímann verði maður gamall. Það gæti borgað Nýjar erlendar fréttir daglega Nú má lesa ógrynni spennandi og fróðlegra erlendra frétta á vef okkar sem flestar tengjast hjólamenningu eða snerta hjólreiðamenn enda safnað saman af hjólreiðafólki um víðan heim. 30


NÝ OG GLÆSILEG SPORTVÖRUVERSLUN

Reiðhjólin frá CUBE eru vönduð þýsk gæðasmíði sem framleidd hafa verið í nærri 20 ár, og hafa meðal annars verið notuð meðal keppenda í Tour de France.

CUBE AIM DISC Verð 109.990 kr.

CUBE LTD CLS Verð 113.990 kr.

CUBE ANALOG DISC Verð 129.990 kr.

CUBE ATTENTION Verð 169.990 kr.

CUBE NATURE PRO Verð 199.990 kr.

CUBE LTD Verð 225.990 kr.

Verð gilda í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar Verslunin er opin:

Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík

www.tri.is

Þjálfun í samgönguhjólreiðum Nú á vormánuðum 2012 verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi. Flesta laugardaga leiðir Árni Davíðsson, hjólafærnikennari og formaður LHM, hópinn. Vikulegar upplýsingar birtast á Facebook undir hópnum Samgönguhjólreiðar. Mæting er milli 10:00 og 10:15 og er hjólað af stað kl. 10:15. Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borgina og höfuð­borgar­svæðið eftir rólegum götum í 1-2 tíma. Þeir sem vilja geta endað ferðina á kaffihúsi. Þessar ferðir eru ekki ósvipaðar þriðju­ dags­k völdferðum Fjallahjóla­k lúbbsins á sumrin en áherslan er hér á samgöngu­ hjólreiðar í borginni og mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.

Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00

Þriðjudagskvöldferðir ÍFHK Fyrsta ferðin verður farin 1. maí og síðan vikulega í allt sumar. Ferðirnar eru fjölskylduvænar, henta öllum og allir eru velkomnir. Hjóluð verður hæfilega löng kvöldferð um borgina og nágrenni. 31


Back Roller Backclassic: Roller classic: 3.900,-23.900,(parið) (parið)

Front Roller Frontclassic: Roller classic: 19.900,-19.900,(parið) (parið)

Back Roller Backcity: Roller city: 17.900,-17.900,(parið) (parið)

ke Shopper: Bike Shopper: UltimateUltimate 5 5 Down Town: Down24.900,Town: 24.900,- Messenger Messenger Bag: Bag: .900,-14.900,- stýristaska: stýristaska: 15.900,-15.900,20.900,-20.900,-

ölustaðir: Sölustaðir: ía Hólmaslóð Kría Hólmaslóð 4 Reykjavík 4 Reykjavík ilíf Holtagörðum Útilíf Holtagörðum Reykjavík Reykjavík

ramleitt Framleitt í Þýskalandi í Þýskalandi

Smiðsbúð Smiðsbúð 6 Garðabæ 6 Garðabæ sími 564sími 5040 564 5040

www.hirzlan.com www.hirzlan.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.