Hjolreidar 2013

Page 1

Engin óhreinindi

Of margir gírar?

Bretti halda óhreinindunum frá. Keðjuhlíf passar að buxur festist ekki í keðjunni eða fái á sig olíuna. Einnig er hægt að fá pilshlíf yfir afturdekkið til að fatnaður lendi ekki í teinunum.

Gírar auðvelda hjólreiðar og eru einfaldir í notkun. Að framan er „lágt drif“ fyrir brekkur og „hátt drif“ fyrir hraða siglingu en miðstilingin er mest notuð, Einbeittu þér að því að venjast gírunum að aftan fyrst.

Hannað fyrir konur

Taktu dótið með

Konur hafa styttri búk og lengri fótleggi en karlar en fá stundum karlahjól. Það má þó aðlaga þau: Breidd stýris má minnka og setja það á styttri og/eða hærri stýrisarm (stamma) ef stellingin á hjólinu er ekki nógu þægileg.

Það má geyma ýmislegt í körfunni og jafnvel koma við í búð og versla smá. Kaupmaðurinn á horninu er nær en stórmarkaðurinn.

Létt viðhald

Hafðu loftþrýstinginn eins og stendur á dekkjunum, þá rennur hjólið betur og springur síður. Flestar bensínstöðvar eru með loftpumpur sem auðvelt er að nota. Keðjuna þarf að smyrja reglulega með keðjuolíu.

Flottur afturendi

Það tekur nokkra daga að venjast því að sitja á hnakk en það kemur fljótt og best að ofgera sér ekki í byrjun. Skiptu karlahnakkinum út með breiðari kvennahnakk ef hann hentar betur þínum afturenda.

Bögglaberi og taska Láttu hjólið um burðinn.

Hægt er að fá alls kyns flottar töskur sem smella fastar á bögglaberann.

HJÓLREIÐAR Ring Ring Hafðu bjölluna í lagi og láttu vita af þér. Ekki koma öðrum á óvart.

Virkjum eigin orku Hjólreiðar.is


Hjólavænir vinnustaðir

Sérhönnuð hjólaföt?

Það er ýmislegt smátt sem gerir vinnustað hjólavænan. Í raun þarf bara tvennt sem ætti að vera sjálfsagt á öllum vinnustöðum og í skólum: Hjólastæði: Hjólabogar fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Hjólabogi er gott hjólastæði því það styður vel við hjólið og auðvelt er að læsa stellinu við hann með traustum U-lás. Grindur sem aðeins halda um framhjól eða hnakk uppfylla ekki þessi skilyrði og teljast ekki góð. Aðstaða fyrir föt: Þeir sem koma öðruvísi en á einkabílnum þurfa að geta hengt upp blaut föt til þerris, skó, reiðhjólahjálminn og bakpoka. Einnig er gott að geta geymt vinnuföt og vinnuskó til skiptanna. Síðan má auðvitað gera enn betur með sturtuaðstöðu, hjólageymslu og fl.

Það þarf ekki að klæða sig eins og geimvera til að hjóla milli staða. Notaðu það sem þú átt í skápunum þegar veður og aðstæður leyfa. Bolur og vindheldur jakki duga í flestum veðrum og gott ef loftar aðeins um líkamann.

Reiðhjólahjálmurinn þarf að passa vel ef hann á að gagnast, sitja þétt á höfðinu, liggja beint og ekki renna til. Hann þarf að ná niður á enni u.þ.b. tvær fingurbreiddir frá augabrún. Ólarnar skal stilla þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu og að pláss sé fyrir einn fingur undir ólina svo hún sé nógu strekkt en ekki of. Ekki skal nota hjálm sem ekki passar. Þegar kalt er má nota buff eða eitthvað þunnt undir reiðhjólahjálminn.

Brekkur eru ekkert mál, skiptu bara í léttari gír og farðu rólega upp, eða labbaðu – það er gott líka. Eða taktu hana með tillhlaupi. Á reiðhjóli opnast margar nýjar leiðir, kannski er leið í kringum brekkuna?

Við þekkjum það öll að vera föst í viðjum vanans og finna okkur ýmsar ástæður til að viðhalda þeim en flestar eru þær byggðar á mýtum. Þessar myndir eru teknar í Reykjavík og eins og sjá má er þetta ekkert mál.

Sviti?

Samgöngusamningar eru nýjung sem nýtast báðum aðilum, færri bílastæði, færri veikindadagar, bætt heilsa, bætt umhverfi og m.fl. Greiðslur geta numið 7.000 kr. mánaðarlega skattfrjálst og má líka nýta í kaup á hjóli fyrir starfsmanninn og auðvelda þannig breyttar ferðavenjur. Nánari umfjöllun: lhm.is - hjólreiðar.is - fjallahjolaklubburinn.is

Reiðhjólahjálmar

Engin flatneskja

Kveðum niður mýtur

Hjólaðu rólega í vinnuna svo að þú svitnir síður. Farðu á þínum hraða og taktu þér góðan tíma. Formið kemur fljótt og þú ferð að hjóla lenga án þess finnast það neitt mál.

Er veðrið svo slæmt þegar þú ert komin(n) út? Reiknaðu með aðeins meiri tíma ef það er mótvindur og hjólaðu í léttum gír. Áttu ekki vatnshelda flík í fataskápnum? Ef ekki er kominn tími til að eignast hana?

Hjólið?

Vinnufötin

Þarftu nýtt hjól? Það borgar sig fljótt upp í öðrum sparnaði. Læstu stelli hjólsins við eitthvað með traustum lás. Vertu viss um að hjólið sé í góðu lagi áður en þú ferð af stað, þó sérstaklega bremsurnar.

Fáðu þér körfu eða bögglabera og töskur undir föt eða góðan bakpoka. Hafðu nokkur sett af fötum og aukapar af skóm í vinnunni. Gott er að rúlla upp dröktum, skyrtum og jakkafötum í stað þess að brjóta saman.

Léttklædd á hjólinu Ungmennum er skylt að nota reiðhjólahjálma að 15 ára aldri en aðrir hafa frjálst val. Hafa ber í huga að reiðhjólahjálmar eru einungis hannaðir til að milda höfuðhögg að vissu marki við fall eða sem nemur allt að 20 km/klst. Þeir eru alls ekki sambærilegir bifhjólahjálmum sem hannaðir eru fyrir harkalegri aðstæður. Mikilvægast er að forða slysum með kunnáttu, hæfni, varkárni og aðgæslu.

Blessuð blíðan

Þeir sem eru vanir að hjóla styttri leiðir ættu alls ekki að þurfa sturtu frekar en eftir létta gönguferð. Skoðaðu hvort þú sért hugsanlega of mikið klædd/ur á hjólinu, það þarf lítinn fatnað meðan hjólað er.

Hreint loft

Ökumenn anda að sér meiri mengun en hjólreiðamenn sem sitja ofar og lungu þeirra hreinsa sig vegna hreyfingarinnar öfugt við lungu bílstjóranna.


Two Wheels Twoor Wheels Two Feet: or Two Feet: Saman áWay stígunum Sharing the Sharing the Way

á tveimur jafnfljótum

Arlington’s trails and Arlington’s sidewalkstrails are some and sidewalks of the bestare in the some of the best in the region and are getting region more and popular are getting all themore time.popular all the time. Learning how toog share Learning our trails howand to share sidewalks our trails will help and sidewalks will help Tillitssemi aðgát gagnvart öðrum vegfarendum auðvelda everyone use them everyone safely. use them safely.

ferðina hvort sem fæturnir bera þig áfram eða knýja hjól.

Gangandi: ForHjólandi: Cyclists: For Cyclists: For Pedestrians: For Pedestrians:

Bílstjórar athugið: • Sýnum öðrum tillitsemi og aðgát – fylgjum umferðarlögum. • Högum hraða miðað við aðstæður og sýn fram á veg – haldið jöfnum hraða. • Reiðhjólið er ökutæki og á sem slíkt heima á götunum – en heimilt er að hjóla á stígum. • Hjólandi staðsetur sig í ríkjandi stöðu á miðri akbraut til að hindra framúrakstur þar sem hann er ekki öruggur. • Ökum varlega framúr hjóli – höfum. a.m.k. 1,5 m. bil á milli til hliðar – förum yfir miðlínu til að hafa öruggt bil. • Við framúrakstur er best að slá af hraða og færa sig tímanlega út til hliðar til að gefa bílstjórum fyrir aftan tækifæri að sjá hjól­ reiðamanninn. • Hjólavísar leiðbeina hjólandi um staðsetningu á akbraut og minna bílstjóra á að þeir deila götunni með öðrum. • Þegar beygt er til hægri skal gæta að umferð hjólandi og gangandi hægra megin við sig á götu og á gangstétt – virðum rétt þeirra. • Þegar beygt er til vinstri skal gæta að umferð hjólandi og gangandi á götu og gangstétt þar sem beygt er yfir – virðum rétt þeirra. • Opnum bílhurðina með varúð – hjól gæti komið á götunni. • Gefum gangandi og hjólandi gaum þar sem gangstéttir og stígar þvera götu – virðum rétt þeirra. • Hugum að börnum – ökum varlega þar sem von er á þeim. • Gætum að umferð á gangstétt þegar farið er yfir hana – úr innkeyrslum og af bílastæðum. • Leggjum löglega – bílar á gangstétt skapa hættu og hindra för. • Höfum hugann við aksturinn – ekki nota síma meðan verið er að keyra.

Reiðhjól fara hraðar yfir ento gangandi þeir verða oft ekkithe varir.way How Reiðhjól fara hraðar yfirway en flest vilja þau framúr þér. How shareogHow the way to þín share to share How the togangandi shareogthe way • Sýnum öðrum ávalltwith tillitsemi og aðgát. • Sýnum öðrum ávallt tillitsemi og aðgát. pedestrians with pedestrians with cyclists with cyclists • Gangandi vegfarendur hafa forgang. • Reiðhjól hafa fullan rétt til að ferðast eftir gangstéttum og stígum. • Stillum hraðanum í hóf á stígunum því þeir eru oftast hannaðir fyrir • Höfum almennt í huga hægri regluna og höldum okkur til hægri. Cyclists move fastertilthan Cyclists you do. move Most faster cyclists than do. Most cyclists Bikes roll faster með than people Bikes walk. roll faster Pedestrians people walk. Pedestrians hæga gangandi umferð blindhornum og than kröppum beygjum. • Víkjum hægri fyrir þeim sem vilja you komast framúr. will want to pass you on will the want trails. to pass Listen you for on the trails. Listen for may not even hear you may coming. not Some even hear things you coming. Some things • Höfum almennt í huga hægri regluna - höldum okkur til hægri og förum • Hlustum eftir hljóðmerkjum reiðhjólabjöllu their warnings and know their what warnings to do: and know what to do: you can do to share the you way: can do to share the way: framúr vinstra megin. • Fylgjumst með umferð eftir stígnum bæði úr gagnstæðri átt og hraðari • Förum varlega framúr öðrum og gefum tímanlega kurteisislegt íside sömu átt ogIf þú. n Stay to the umferð right. Ifaftanfrá walking n Stay to thebyright. side, walking side by side, n Warn pedestrians at n least Warn 2-3pedestrians seconds before at least 2-3 seconds before hljóðmerkipassing með bjöllu. • Ef hundur eða barn er með í för að öryggi þeirra með t.d. að be prepared to walk single be prepared file. to walkgætið singleþá file. them. Bells are passing best. Use them. verbal Bells are best. Use verbal • Víkjum til hægri fyrir þeim sem vilja komast framúr. hafa hundaólina stutta. warnings only when necessary. warnings only when necessary. n Don’t stop suddenly n or Don’t step to stop thesuddenly leftaðgátorþegar step to the left • Veitum ökutækjum sérstaka aðgát þegar stígur liggur yfir götu. • Veitum ökutækjum sérstaka stígur liggur yfir götu. without checking without behind you. first Ifchecking you og gætum behind you. you Slow downrökkvar and give ngætum Slow down atand least give an sýnileg. pedestrians at least an • first • Notum góðnljós þegar ogpedestrians þess að vera Notum endurskin þegar rökkvar þessIfað vera sýnileg. wantThis to stepávallt off the want trail. to stop, step off the trail. length of clear space arm’swhen length passing. of clear This space when passing. • Fylgjum ávalltarm’s umferðarlögum. • stop, Fylgjum umferðarlögum. will help avoid collisionswill andhelp near avoid misses. collisions and near misses. n Riding on the sidewalk n Riding is permitted on thealmost sidewalk is permitted almost everywhere in Arlington. everywhere If a cyclistinneeds Arlington. If a cyclist needs n Use bike lanes when n available. Use bikeRemember, lanes whenonavailable. Remember, on get by, try to make room. to get by, try to make room. sidewalks, pedestrians always sidewalks, havepedestrians the right- always have thetorightof-way. Ride cautiously of-way. and respectfully. Ride cautiously and respectfully.

Skoðum hjólið reglulega

Góð regla: Smyrja það sem hreyfist - halda hinu hreinu Stýri Hnakkur Bremsur p Vel fest? p Rétt hæð? p Bremsa báðar bremsur hnökralaust? p Ekkert hlaup? (fótur beinn með Bögglaberi p Virkar bjallan? hæl á pedala p Vel festur? n Obey traffic rules andnsigns. Obey traffic rules and signs. Hvítt framljós og glit p Situr fast? p Heldur tösku vel? p users. Lýsir það beint fram? n Be considerate n Be users. considerate of other How to share How the way to share the wayof other p Eru batterí í lagi? Rautt afturljós og glit n Stay alert, especially n when Stay wearing alert, especially earphones. when wearing earphones. p Lýsir það beint aftur? Bretti / aurhlíf p Eru batterí í lagi? Whether on two wheels Whether or two on feet, two wheels courtesy or will two feet, help courtesy get you there. will help get there. p you Vel fest? Gírar p Nuddast dekkin við? p Skipta lipurt? p Notarðu þá rétt? Dekk p Réttur þrýstingur? Endurskins glit (sjá PSI tölu á dekkjum) p Hreint og fast? p Mynstur of slitið? Lás p Þjófheldur?

For Everyone: For Everyone:

Gjörð og teinar www.BikeArlington.com Keðja www.BikeArlington.com www.arlingtonva.us p Sveiflast ekki til hliðanna? p p Teinar strekktir og vantar engann? p

Pedalar www.arlingtonva.us www.WalkArlington.com www.WalkArlington.com

Of slök? Hrein og vel smurð?

p p

Hreyfast hnökralaust? Endurskins glit?


Styrktu heilann

Regluleg hreyfing styrkir fleira en líkamann. Fólk sem byrjar daginn með því að hjóla til vinnu eða í skóla er meira vakandi, hefur meira sjálfsöryggi og á auðveldara með að vinna úr upplýsingum og leysa verkefni. Með reglulegum hjólreiðum er auðveldara að takast á við streitu og kvíða og efla sjálfsöryggið.

Betra útlit

Þú brennir fitu við rólegar hjólreiðar. Hjólreiðar eru átakalaus og ákjósanleg hreyfing þó þú sért komin úr formi því með því að stilla hraðanum í hóf er auðvelt að stýra hversu mikið þú leggur á þig. Ef þú ferð þinna ferða hjólandi, til dæmis til vinnu, getur það hjálpað þér að léttast og laga línurnar og mun efla hreysti þína.

Betri líðan

Í hvert skipti sem þú reynir á þig, sérstaklega utandyra, styrkir þú ónæmis­kerfið sem ver þig fyrir sjúkdómum. Hjólreiðar hafa jákvæð áhrif bæði á líkama og sál því þær veita líka vörn gegn þunglyndi og hjálp við að komast yfir hana.

Lengra og heilsusamara líf

Ef þú hreyfir þig reglulega, t.d. með því að hjóla til vinnu, nýtur þú hreysti á við þá sem eru tíu árum yngri. Þú dregur úr hættunni á hjarta sjúkdómum, krabbameini, offitu, öndunar­færasjúkdómum og sykursýki um leið og þú stundar hóflega hreyfingu. Í danskri rannsókn þar sem fylgst var með 30,000 manns í 14 ár kom í ljós að dánartíðni þeirra sem hjóluðu milli staða a.m.k. hálftíma á dag var 28% lægri en hjá hinum. Þeir lifðu lengur og við betri heilsu. Finnsk rannsókn sýndi á sama hátt 40% lægri tíðni sykursýki meðal þeirra sem hjóluðu reglulega miðað við hina. Áhrifin á heilsuna eru ótvíræð.

Betri lífsstíll fyrir alla fjölskylduna

Kannanir í Bretlandi benda til þess að á næstu 10 árum muni verða fjórðungs aukning tilfella þar sem foreldrar lifa börn sín. Af hverju? Jafnvel þeir foreldrar sem stunda ekki hreyfingu lengur eru líklegir til að hafa gengið í skólann, reynt á sig við leiki og þannig byggt upp ónæmiskerfi sitt og styrkt hjartað. Því miður fara börn í dag á mis við þessa mikilvægu þætti ef hreyfingu vantar í lífstílinn á heimilinu. Hjálpaðu fjölskyldunni og þér sjálfri/ sjálfum: Hvettu til virks ferðamáta þó það sé aðeins að ganga eða hjóla á milli staða; í skólann, í vinnuna eða í búðina.

Ódýrasti valkosturinn

Reiðhjólið er ódýrasta farartækið. Hjólreiðar eru margfalt ódýrari en rekstur einkabíls eða almennings­samgöngur. Þó það henti ekki til allra ferða þá eru það stuttu ferðirnar sem eru svo algengar sem henta best til hjólreiða en verst bílnum þínum, fjárhagnum og umhverfinu. Þú þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af því að finna og borga fyrir bílastæði ef þú hjólar á áfangastað

Höldum öruggri fjarlægð frá hjólandi.

Um 60% af öllum ferðum innan höfuð­borgar­svæðisins eru styttri en 3 km Fjórð­ungur allra ekinna ferða eru styttri en 1 km og yfir helmingur styttri en 2 km. Hjólreiðamaður í meðalformi getur farið allt að 5-6 km vegalengd á 15-20 mínútum. Þetta er því talsvert stórt svæði, en hringur með 5 km. radíus dekkar mest allt svæði Reykjavíkur innan Elliðaáa, Seltjarnarness og eldri hluta Kópavogs. Sjáið svæðið á korti:

Smá skammtur nær langt.

Þægilegt og fljótlegt

Það er nægt pláss fyrir alla.

Virkar betur en nokkur pilla


Samgönguhjólreiðar

Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiðamaðurinn er stjórnandi ökutækis. Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga sér líkt og aðrir ökumenn í umferðinni og þegar komið er fram við þá sem ökumenn. Hjólreiðamenn geta auðveldlega hjólað á götunum og það er oftast fljótlegasta, greiðasta og öruggasta leiðin. Rólegar götur eru þægilegar til hjólreiða fyrir alla sem hafa lært umferðarreglur og kunna að haga sér í umferðinni. Stígar og gangstéttir henta víða, sérstaklega meðfram stofnbrautum og tengibrautum með þungri og hraðri umferð þar sem óþægilegt er að hjóla á götunni og þegar þeir stytta leið. Á umferðarþungum stofnbrautum með að- og fráreinum og miklum umferðarhraða gilda að hluta aðrar reglur. Um hjólreiðar á stofnbrautum er ekki fjallað hér.

Staða reiðhjóls á akbraut

Veldu þér öruggustu staðsetninguna eftir aðstæðum hverju sinni. Víkjandi staða. Þegar aðstæður leyfa bifreiðum að fara framúr án þess að setja þig í hættu. Haltu hæfilegri fjarlægð frá kanti eða kyrrstæðum bifreiðum til að forðast niðurföll og aðrar óvæntar hindranir. Bílstjórinn gæti þurft að fara yfir miðlínu og gæti því þurft að bíða aðeins ef umferð er á móti. Reiðhjólið hefur réttinn þarna.

Lykilatriði samgönguhjólreiða

Í umferðinni eru margsskonar ökutæki og öll eru þau jafn rétthá. Hjólandi umferð er partur af umferðinni og til að tryggja öryggi sitt þarf hún sitt rými. Ef hjólreiðamaður leyfir bílstjórum að ganga á það rými getur hætta steðjað að. Hjólreiðamaður þarf að hafa sjálfstraust og standa á rétti sínum en ekki á ósveigjanlegan hátt því ef bílstjóri virðir ekki umferðarlög og setur hann í hættu þarf hann að geta gefið eftir. Þegar tækni samgönguhjólreiða er fylgt verður hegðun hjólreiðamanns skiljanleg og fyrirsjáanleg öðrum ökumönnum og hann öðlast sjálfkrafa sömu stöðu og önnur ökutæki í umferðinni. Hjólandi vilja eins og aðrir ökumenn komast greiðlega leiðar sinnar í

á öruggan og þægilegan hátt. Það gerist með samvinnu og 5m umferðinni 1,0m

samskiptum við aðra ökumenn sem eru eftir þeim lögmálum sem gilda í umferðinni.

1,5m

1m

1,0m

1m

Ríkjandi staða. Veldu ríkjandi stöðu á miðri akrein þegar það er öruggasti valkosturinn t.d. þegar aðstæður eru þannig að ekki er öruggt fyrir bifreið að taka fram úr þér eða þú þarft betra útsýni. Þannig gefur þú skýr skilaboð til þeirra sem á eftir fara að reyna ekki framúrakstur. Líttu ávallt aftur fyrir þig áður en þú færir þig úr víkjandi stöðu og gefðu skýrt merki með vinstri hönd.

Dómgreind

Hjólreiðamaður þarf að lesa í umferðina og skilja hvernig hún virkar og sjá fram í tímann hvaða hættur geta steðjað að á leið hans. Hvernig hugsar 1m bílstjóri, hvers vegna minnkar hann hraðann við biðskyldu, hvert beinist athygli bílstjóra í akstri, hvers vegna gleymist hjólreiðamaður sem andartaki áður var framan við bílstjóra þegar hann kemur að hlið hans? Hvaða merki má sjá áður en bíll fer af stað úr innkeyrslu eða bílastæði? Hvaða merki er um að bílhurð geti opnast? Langflestir íslenskir hjólreiðamenn eru jafnframt bílstjórar. Ef menn hugsa um eigin hegðun í bíl og síðan á hjóli geta menn orðið bæði betri bílstjórar og betri hjólreiðamenn. Áfengisneysla og hjólreiðar eiga enga samleið. Það er margföld slysahætta hjá drukknum á hjóli.

Jákvætt hugarfar

Að beygja til vinstri - tvær góðar leiðir

Þegar beygt er til vinstri á götu með tveimur akreinum færir hjólreiðamaður sig úr víkjandi stöðu í ríkjandi stöðu í umferðar­straumnum. Best er að gera það tímanlega áður en komið er að gatnamótunum. Ef hann þarf að bíða vegna umferðar á móti ætti hann ekki að stoppa of nærri miðlínunni og ekki að vera feiminn við að stöðva umferð fyrir aftan sig ef hún kemst ekki með öruggum hætti framhjá. Þegar leiðin er greið er beygt inn í hliðargötuna en gæta þarf að umferð út úr hliðargötunni. Hjólreiðamenn hafa val um að taka venjulega vinstri beygju eða skipta henni í tvo áfanga.

Mikilvægt er að temja sér jákvætt hugarfar og láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Langflestir bílstjórar reyna ekki að gera á hlut hjólreiðamanna af illum hug. Oftast vita þeir ekki betur. Betra er að veifa og brosa en að öskra og steyta hnefann.

4: Gefa merki aftur 3: Gæta aftur að umferð og færa sig í ríkjandi stöðu 2: Gefa merki 1: Gæta að umferð

3: Hjóla áfram þegar það er óhætt 2: Hjóla yfir gatnamótin og taka sér stöðu 1: Gæta að umferð sem gæti beygt til hægri

Gefum stefnumerki

Hjólreiðamenn eiga að gefa stefnumerki í umferðinni eins og aðrir. Mikilvægt er að líta aftur fyrir sig og gæta að umferð áður en beygt er hvort heldur er til vinstri eða hægri, skipt er um akrein eða stöðu á akrein breytt. Þetta þarf að gera tímanlega áður en breytt er um stefnu eða stöðu og síðan aftur örskömmu áður en það er framkvæmt til að tryggja að aðstæður hafi ekki breyst. Hafið báðar hendur á stýri meðan hjólað er í beygjunni. Hjólreiðamaður þarf að æfa sig vel í að halda beinni stefnu meðan litið er aftur. Þegar hjólreiðamaður færir sig úr víkjandi stöðu í ríkjandi stöðu á akrein þarf hann að gæta að því að hann hafi pláss í umferðar­straumnum. Ef plássið er ekki nægjanlegt þarf hann að ná augnsambandi við bílstjóra fyrir aftan til að sýna honum að hann þurfi að gefa sér pláss. Hann getur líka gefið stefnumerki til að fá bílstjórann til að gefa pláss.


Að hjóla framúr

Ef hjólreiðamaður er að fara framúr röð af bílum í stæði ætti hann að fara inn í umferðarstrauminn tímanlega og hjóla síðan í öruggri fjarlægð frá bíldyrum sem gætu verið opnaðar.

Ef þarf að taka fram úr nokkrum ökutækjum sem með stuttu millibili skal halda stöðunni þar til komið er fram úr þeim öllum.

Að beygja til hægri

Að beygja til hægri virðist einfalt en það þarf að gæta sín á óþolinmóðum ökumönnum fyrir aftan, sem gætu reynt að taka fram úr og beygja síðan til hægri í veg fyrir hjólreiðamann, eins ökumönnum sem koma á móti og beygja til vinstri í veg fyrir hjólreiðamann. Áður en beygt er til hægri lítur hjól­reiða­maður aftur og færir sig inn í umferðar­strauminn og tekur ríkjandi stöðu á akbraut. Síðan er beygjan tekin til hægri í ríkjandi stöðu. Gott er að líta aftur yfir hægri öxl til að fullvissa sig um að bíll sé ekki að beygja til hægri inn í beygjuradíus hjólreiðamanns skömmu áður en beygt er. Síðan er ríkjandi stöðu haldið á hliðargötunni þar til öruggt er að færa sig í víkjandi stöðu.

Fræðslustarf LHM og ÍFHK

Landssamtök hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbburinn standa að baki þessari útgáfu. Markmiðið með útgáfunni er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi hjólandi við aðra vegfarendur. FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN

Hjólhesturinn - sérútgáfa, 2. tbl. 19. árg. Frítt eintak Hjólreiðar lengja lífið! Samgönguhjólreiðar Mýtur kveðnar niður Einfalt viðhald fyrir alla Hjólum í vinnuna Hvernig hjól á ég að fá mér? Hjólamenning á Íslandi Vinsælustu hjólafélögin Grænir vinnustaðir Skemmtilegar stuttar hjólaleiðir

HJÓLREIÐAR FRÁBÆR FERÐAMÁTI

Hjólreiðamenn ættu almennt að fara framúr öðrum ökutækjum vinstra megin við þau. Þó leyfilegt sé að hjóla framúr hægra megin er ekki mælt með því enda skapar það hættu gagnvart bílum sem gætu beygt til hægri.

Ljósastýrð gatnamót

Á gatnamótum með mörgum akreinum ætti hjólreiðamaður sem ætlar að halda beint áfram að vera á akrein lengst til hægri. Oftast er þá þægilegast að fara yfir gatnamótin í víkjandi stöðu því óhætt er að hleypa umferð fram úr auk þess sem bílstjórar geta verið óþolinmóðir. Oft er hægri beygjurein fram hjá sjálfum gatnamótunum og eftir að komið er fram hjá henni þarf ekki að hafa áhyggjur af bílum sem beygja til hægri. Ef hjólreiðamaður ætlar að beygja til vinstri tekur hann sér stöðu á viðkomandi akrein í ríkjandi stöðu, tekur beygjuna í henni og færir sig yfir í víkjandi stöðu þegar hann metur það óhætt.

HJÓLREIÐAR FRÁBÆR FARARMÁTI

Þetta er fjórða útgáfa þessa kennsluefnis sem við gáfum fyrst út 2008. Fyrstu þrem útgáfunum var dreift í 26.500 eintökum auk þess sem það er aðgengilegt á heimasíðum okkar. Páll Guðjónsson þýddi og aðlagaði fyrstu útgáfuna en Árni Davíðsson vann textann betur í síðari útgáfum og ýmsir aðrir hafa lagt til punkta og gert þessar útgáfur mögulegar. Öll vinna við hönnun, útgáfu og dreifingu er unnin af sjálfboðaliðum. Þessi tækni samgönguhjólreiða er kennd um allan heim og oft með skipulögðum hætti af yfirvöldum. Hjólafærni á Íslandi bíður upp á kennslu í samgönguhjólreiðum ásamt margs­konar þjónustu, fyrirlestrum, ástandsskoðun reiðhjóla með Dr. Bæk og fl.

Oftast eru raðir bíla í íslenskri umferð það litlar að sjaldan borgar sig að reyna að troðast framfyrir í röð á ljósum.

Auðvelt er að hjóla um ljósastýrð gatnamót. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu á þeirri akrein sem er sú rétta fyrir þá leið sem hann er á. Hann leggur síðan af stað með umferðarstraumnum þegar græna ljósið kemur. Þegar hann metur það óhætt færir hann sig í víkjandi stöðu og hleypir umferð framúr. Ef bílum er lagt í götu sem hann er að fara í heldur hann ríkjandi stöðu áfram.

Virkjum eigin orku

Jákvæð orka með jákvæð áhrif á heilsuna, línurnar, skapið, pyngjuna og umhverfið

Bremsum jafnt á báðum

Ef aðeins er bremsað með afturbremsu er stöðvunarvegalengdin of löng

Ef tekið er of fast í frambremsuna er hætta á að missa jafnvægi og kastast fram af hjólinu

Báðar bremsur samtímis gefa bestan árangur og styðstu stöðvunarvegalengd þegar þarf að nauðhemla.

Til marks um hversu alþjóðleg skilaboðin eru má nefna að veggspjöldin þrjú hér aftaná eru úr umferðaröryggisherferð sem er nú í gangi í Singapore og fengum við hönnuðinn til að útbúa þau á íslensku fyrir okkur. Umferð hjólandi hefur ríflega 2-3 faldast á fáum árum og fjöldi gangandi vegfarenda hefur einnig aukist. Það eru jákvæðar fréttir en aukinni umferð hefur fylgt meiri núningur milli þessarra hópa vegfarenda sem notar að mestu leyti sama stígakerfi. Öryggi er ekki bara fólgið í aðbúnaði heldur einnig atferli. Allir þátt­ takendur í umferðinni þurfa að sýna tillitsemi til að umferðin á stígum og götum gangi slysalaust og greiðlega fyrir sig. Hlutur hjólamenningar í öryggi hjólandi er vanmetinn. Þau lönd þar sem öryggi hjólandi er mest einkennast ekki bara af góðum aðbúnaði hjólandi heldur líka af jöfnum hraða og ríkri hjólamenningu. Við sem hjólum ættum að reyna að tileinka okkar góða hjólamenningu. Vera tillitsöm, hjóla á jöfnum hraða, hægja á þar sem sýn fram á veginn er takmörkuð, nota bjölluna, bjóða góðan daginn og fara varlega fram hjá gangandi vegfarendum. Árni Davíðsson og Páll Guðjónsson


Hringtorg

Þegar bílstjórar koma að hringtorgi beina þeir athygli sinni fram á veginn til vinstri þar sem þeir eiga von á umferð. Mikilvægasta regla hjólreiðamanna í hringtorgum er að hjóla ekki við ystu brún hringtorgsins heldur halda sig þar sem bílstjórar búast við umferð.

Sjónsvið bílstjóra

Bílstjórar beina athygli sinni aðallega fram á veginn og þar sem þeir eiga von á umferð. Ein mikilvægasta regla samgönguhjólreiða er að hjóla innan þess sjónsviðs. Staðsetning hjólreiðamanns á alltaf að miðast við flæði umferðarinnar en ekki vegbrúnina.

Á teikningunni eru hjól­reiða­menn A og B staðsettir þar sem þeir sjást illa og eru því berskjaldaðir. Hjólamaður C er rétt staðsettur. Auðvelt er hjóla í gegnum hringtorg með einni akrein. Þá tekur hjólreiðamaður sér ríkjandi stöðu á miðri akrein áður en hann kemur að hringtorginu, stillir hraðann af til að ná opi milli bíla og fer í ríkjandi stöðu á akrein í gegnum hringtorgið og út. Hringtorg með tveim akreinum eru flóknari og á leiðum þar sem umferðarhraði er mikill eru þau einn af fáum stöðum þar sem best er að hjóla á góðum hraða. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu tímanlega og hjólar í umferðarstraumnum á þeirri akrein sem hann ætlar að fylgja. Virkja þarf ökumenn til samvinnu þar sem því verður viðkomið. Oftast er best að vera í ytri hring ef fara á út í 1. eða 2. útkeyrslu. Venjulega borgar sig ekki að fara í innri hring nema maður ætli út í 3. útkeyrslu.

Löng ökutæki

Blind svæði þar sem ökumenn sjá ekki til eru stærri í löngum ökutækjum en fólksbílum eða litlum sendibílum. Ef hjólað er á blinda svæðinu sér bílstjórinn ekki hjólreiðamanninn og hjólreiðamaðurinn sér ekki fram fyrir sig. Ef hjólreiðamaður sér ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan sig sér ökumaðurinn hann ekki heldur. Hjólreiðamaður ætti að halda sig þar sem hann sést í hliðarspeglinum eða í öruggri fjarlægð fyrir aftan.

Að hjóla eftir stíg eða gangstétt

Nær allir stígar eru með blandaðri umferð gangandi og hjólandi. Almennt ættu allir vegfarendur á stígum og gangstéttum að miða við að í gildi sé hægri umferð, halda sig hægra megin á stígum og að taka fram úr vinstra megin. Á stígum og gangstéttum eru hjólreiðamenn gestir og þurfa að taka fullt tillit til gangandi vegfarenda. Gangandi vegfarendur geta verið óútreiknanlegir. Hægja þarf vel á áður en menn mætast eða farið er framúr. Gott er að hringja bjöllu kurteislega í hæfilegri fjarlægð því ef hringt er of nálægt geta þeir vikið til hliðar og í veg fyrir reiðhjólið. Að heilsa er góð kurteisi og varar menn einnig við. Gæta þarf að hundum í bandi. Flestir stígar eru hannaðir fyrir hæga gangandi umferð með blindhorunum og kröppum beygjum og þarf að miða hraða við aðstæður. Sjónvegalengd er oft skert á stígum vegna þess að gróður, blindhorn og blindbeygjur takmarka sýn. Blindhorn eru við undirgöng og víða eru blindbeygjur á gangstígum þar sem gróður hefur verið settur of nálægt stíg. Ef hjólreiðamaður ferðast eftir gangstétt eru blindhorn við mörg gatnamót. Hjólreiðamaður verður að haga hraða miðað við þessar aðstæður. Hann þarf að staðsetja sig til hægri á stíg og minnka hraðann áður en komið er að blindhorni eða blindbeygju og ávallt að vera viðbúinn því að beygja til hliðar eða bremsa. Hringja má bjöllu til öryggis áður en komið er að blindhorni eða blindbeygju. Í rökkri þarf að sýna sérstaka aðgát því oft er lýsing léleg og vegfarendur án endurskinsmerkja. Þá þarf hjólið að vera með hvítt ljós að framan og rautt að aftan og miða þarf hraðann við lýsinguna.

Löngum ökutækjum fylgir sérstök hætta þegar þeim er beygt til hægri því miðhluti ökutækisins fer lengra til hægri en fram- eða afturhlutinn. Hjólreiðafólki stafar hætta af þessum ökutækjum ef þau þrengja að leið hjólafólks við hægribeygju. Framendi langs ökutækis getur líka farið langt inn á gagnstæða akrein i beygjunni.

Á stígum er oft laus sandur, möl og mold sem minnkar veggrip. Á sumum stígum hafa jarðvegsskipti ekki verið nægilega góð þannig að frostlyfting veldur hólum og holum á stígnum. Að vetrarlagi myndast oft hálka og ísing sem er sérstaklega varasöm í beygjum, við þær aðstæður er mælt með nagladekkjum undir hjólið.

Leiðaval

Ef hjóla á út í þriðju útkeyrslu má forðast bíla­umferð úr innri hring með því að nota hann.

Aldrei á að fara hægra megin fram úr löngu ökutæki nema maður sé alveg viss um að það beygji ekki meðan tekið er fram úr því, ekki einu sinni á hjólarein.

Leiðin sem valin er hefur mikil áhrif á hversu ánægjuleg ferðin verður. Hjólreiðamenn hafa oft meira val um leiðir en ökumenn bifreiða. Góðar leiðir eru með léttri umferð eða litlum hraða en umfram allt nægu rými. Umferðarþung gata getur verið ágæt til reglulegra ferða ef akreinarnar eru nægilega breiðar, gatnamótin hefðbundin og hraðinn hóflegur. Stígar sem stytta hjólreiðamanni leið eru ágætir. Skjólsælar leiðir og leiðir sem halda hæð í landslagi eru oftast auðveldari en hinar.


Útsýni bílstjóra

Að þvera götu af gangstétt eða stíg

Almennt má gera ráð fyrir því að bílstjórar sjái vel það sem fram undan er á götunni. Við ákveðin skilyrði verða hjólreiðamenn þó að vera meðvitaðir um að útsýni bílstjóra er ekki nógu gott. Þegar sól er lágt á lofti og skín í augu bílstjóra verður hjólandi að hafa allan vara á og getur ekki gert ráð fyrir að bílstjóri sjái sig undan sól. Einnig getur útsýni bílstjóra verið skert í rigningu og miklum vatnsaustri, í þoku eða í blindbyl. Eftir snjókomu getur útsýni verið skert hjá bílstjórum sem ekki skafa rúður nægilega vel.

Menn álíta oft að þeir séu lausir við bílaumferð á stígum og gangstéttum. Þar þarf samt oft að þvera götur. Á gangstétt gerist það við hver gatnamót og jafnvel við hverja útkeyrslu.

Viðbrögð við aðsteðjandi hættu

Athygli bílstjóra beinist að þeim stað þar sem þeir búast við mestri hættu þ.e. frá öðrum bílum á götunni. Bílstjóri sem ætlar að taka beygju til hægri beinir athyglinni til vinstri og sér því síður hjólandi sem koma frá hægri á gangstétt eða stíg og ætla að þvera götuna. Þar sem framhjáhlaup eru fyrir bíla til að beygja til hægri getur hættan verið meiri því bílstjórar taka þessa beygju á meiri hraða.

Ef hætta steðjar að er mikilvægt er að vera viðbúinn því og geta brugðist við á skjótan hátt. Hjólreiðamaður ætti að vera ákveðinn og standa á rétti sínum en vera jafnframt tilbúinn með önnur viðbrögð ef réttur hans er ekki virtur. Bremsur á hjóli eru ekki eins öflugar og á bílum og því er það oft betri kostur að beygja frá hættu líkt og sést á teikningunum fyrir neðan. Fyrstu viðbrögð eru þó oft að bremsa og það getur dugað ef nægt bil er frá hættunni. Æfa þarf neyðarbremsun þar sem hjólreiðamaður hallar sér aftur á hjólinu og bremsar mátulega án þess að fara framfyrir sig.

Hjólreiðamenn þurfa að hafa varann á og hægja á sér til að þvera götur og vera vissir um að bíll sé ekki að fara fyrir. Þó að bílstjóri hægi á sér er ekki víst að hann hafi séð hjólreiðamann. Bílstjórar hægja venjulega á sér þegar komið er að biðskyldu eða hraðahindrun eða þrengingu. Það þarf ekki að vera vegna þess að þeir hafi séð hjólreiðamann.

Gott er fyrir hjólreiðamann að ná augn­sambandi við bílstjóra og fara jafnframt ákveðið af stað eins og hann ætli óhikað yfir en vera ekki á meiri hraða en svo að hann geti stöðvað ef bílstjóri stöðvar ekki. Jafnvel þótt bílstjóri horfi á hjólreiðamann er ekki víst að hann sjái hann eða merki hann sem hættu sem þarf að taka tillit til.

Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhús ÍFHK, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netföng: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is - LHM@LHM.IS Heimasíður: fjallahjolaklubburinn.is - LHM.IS - hjólreiðar.is Ábyrgðarmaður, ritstjórn, ljósmyndir, grafík og umbrot: Páll Guðjónsson. © 2013 Íslenski fjallahjólaklúbburinn og LHM. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni.

Skipting stíga með línu

Fyrir margt löngu voru málaðar línur sem skiptu þröngum útivistar­stígum í enn þrengri aðskilda hjóla- og göngustíga þar sem hjóla átti í báðar áttir eftir einbreiðum stígræmum. Í stað reglna hægri umferðar var oft hjólað öfugu megin við gangandi og þegar hjólandi fólk mættist voru margir óvissir hvor átti að víkja með tilheyrandi óþarfa slysahættu. Reykjavíkurborg lagði þetta kerfi af fyrir nokkrum árum en ákvað jafnframt að láta merkingarnar veðrast í burtu frekar en að fjarlægja þær. Nú er það hægri reglan sem gildir nema skilti segi til um annað. Undanfarin ár hefur verið stigið mikið framfaraskref með lagningu sér stíga fyrir hjól sem veita raunverulegan aðskilnað, t.d. þessi stígur meðfram Suðurlandsbraut og Laugavegi og annar frá Ægissíðu að Elliðaárdal.

1,5m

1m

1,0m

1m

Hjólreiðamaður sem fer eftir stíg þarf að gæta að öku­tækjum úr fleiri áttum en sá sem fer eftir akrein og er innan athyglissviðs öku­manna. Ökumenn beggja bíla gætu beygt í veg fyrir þann sem fer eftir stígnum en þeir eru líklegri til að taka eftir þeim sem fer eftir akbrautinni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.