Virkjum eigin orku
Jákvæð orka með jákvæð áhrif á heilsuna, línurnar, skapið, pyngjuna og umhverfið
HJÓLREIÐAR FRÁBÆR FARARMÁTI
betri valkostur Á vorin taka margir sig til og prófa hjólið sem samgöngutæki og skilja bílinn eftir heima. Það þarf hvorki sérstakan útbúnað né sérstakan fatnað. Þetta er ekki flókið og allir ættu að prófa. Það mælir allt með hjólreiðum. Þær eru ekki einungis einn öruggasti og ódýrasti ferðamátinn, heldur bæta regluleg ar hjólreiðar heilsu, hreysti, lund og línur. Með reglulegum hjólreiðum bæta hjólreiðamenn heilbrigðum árum við líf sitt og njóta hreysti á við fólk sem er 10 árum yngra. Það er því ekki skrítið hversu margir komast að því að þessi ferðamáti leysir úr ýmsu sem áður var vandamál s.s. að finna tíma fyrir líkamsrækt og peninga fyrir bensíni. Við höfum mörg þá sýn að í framtíðinni velji fólk sér sjálft fararmáta sem gerir þeim gott og hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Þetta þarf alls ekki að vera fjarlæg framtíðarsýn því nú þegar stefna yfirvöld í Kaupmannahöfn á að 50% hjóli til vinnu árið 2015. Aðstæður eru ekki svo frábrugðnar á Íslandi, það snjóar líka í Danmörku. Nýleg dæmi sýna að með djörfung og dug geta stjórnvöld margfaldað notkun reiðhjóla í borgum og má þar nefna sexföldun í Sevilla á Spáni sem dæmi en einnig London, París, Bogota og fl. Auknar hjólreiðar eru allra hagur, hjólreiðamenn setja svip sinn á hverja borg og eru tákn um heilbrigðan lífsstíl borgarbúa. Þessi bæklingur er gefinn út til þess að hvetja fólk til hjólreiða og til að fræða um hvernig öruggast og þægilegast er að stunda hjólreiðar. Hann kemur út samhliða vinnustaðakeppninni „Hjólað í vinnuna“, þegar þúsundir manna flykkjast út á göturnar og hjóla til og frá
vinnu. Þetta er annar Hjólreiðabæklingurinn frá okkur og er efni þeirra aðgengilegt á hjolreidar.is ásamt meiri fróðleik. Sú tækni sem kennd er í kaflanum um samgönguhjólreiðar er ekki ný af nálinni heldur er hún viðurkennd og kennd víða um heim, þótt aðrir en LHM og ÍFHK hafi ekki sinnt þeirri fræðslu með skipulögðum hætti á Íslandi hingað til. ÍFHK og LHM hafa kynnt þessa tækni markvisst síðan 2007 með fyrirlestrum, útgáfu á fréttablaði, á heimasíðum sínum og einnig þjálfað upp Hjólafærnikennara sem hafa haldið námskeið í Hjólafærni, þar sem þessi sama tækni er kennd. Hjólafærni.is býður upp á kennslu í samgönguhjólreiðum. Það er von okkar, að þessi bæklingur hjálpi sem flestum að tileinka sér reiðhjólið sem öruggt samgöngutæki og njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem sú hreyfing hefur á heilsuna, umhverfið og budduna. Kostir hjólreiða eru margfalt meiri en áhættan; miðað við íslenskar slysatölur eru hjólreiðar einn öruggasti fararmátinn. Samkvæmt WHO deyr ein milljón evrópubúa árlega vegna hreyfingarleysis. Áætlað er að kostnaður bresks þjóðfélags af hreyfingarleysi hvers einstaklings sé 150-300 € (24-48.000 kr.) árlega. Ekki gera ekki neitt. Stígum á sveif með lífinu og skiljum kyrrsetulífernið eftir heima. Páll Guðjónsson, ritstjóri. Árni Davíðsson, formaður Landsamtaka hjólreiðamanna. Örlygur Steinn Sigurjónsson , formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins
hjólreiðar.is 2
Styrktaraðilar Útgáfa þessa bæklings er fjár mögnuð með styrkjum frá Umhverfisráðuneytinu og Samfélagssjóð Landsvirkjunar ásamt auglýsingum frá ÍSÍ og GÁP. Öll vinna við blaðið og vefinn er unnin kauplaust af sjálfboðaliðum. Bæði þetta blað og blaðið 2010 er u aðgengileg á nýjum vef sem var opnaður í tengslum við þessa útgáfu. Þar hefur efnið verið útvíkkað og bætt við svo endilega kíkið á hjolreidar.is. Einnig lhm.is og fjallahjolaklubburinn.is því þeir vefir eru báðir fullir af fróðleik og skemmtilegu efni.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 2. tölublað 20. árgangur. maí. 2011 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn, ljósmyndari og umbrot: Páll Guðjónsson. Aðrar myndir Geir Ragnarsson og Magnús Bergsson auk vörumynda frá framleiðendum.
hjólreiðar.is
© Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið efni. Þessi bæklingur er samstarfsverkefni Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Landssamtaka hjólreiðamanna.
3
Jákvæð áhrif hjólreiða Því ætti ég að hjóla? Með því að velja reiðhjólið sitt til að komast á milli staða hafa þúsundir manna komist að því að hjólreiðar hjálpa til í baráttunni við aukakílóin án megrunar, með þeim sparast peningar og hjólreiðamenn njóta lengra og heilbrigðara lífs. Að auki gætir þú hjálpað til að gera Ísland að betri stað til að búa á.
Betra útlit Þú brennir fitu við rólegar hjólreiðar. Ef þú ferð þinna ferða hjólandi, til dæmis til vinnu, getur það hjálpað þér að léttast og laga línurnar. Það eru auðvelt að hafa stjórn á því hversu mikið þú leggur á þig og því eru hjólreiðar átakalaus og ákjósanleg hreyfing þó þú sért komin úr formi.
4
Betri líðan Ef þú ferðast um í bíl verður þú fyrir u.þ.b. 25% meiri mengun en ef þú ferðaðist um á reiðhjóli eða gangandi. Þetta getur valdið höfuðverk, augnþreytu, astma og óþægindum í öndunarfærum. Í hvert skipti sem þú reynir á þig, sérstaklega utandyra, styrkir þú ónæmiskerfið sem ver þig fyrir sjúkdómum. Auk jákvæðra áhrifa á líkamann eru hjólreiðar líka vörn gegn og hjálp við að komast yfir þunglyndi. Peningasparnaður Að göngu frátaldri eru hjólreiðar ódýrasti fararmátinn. Þær eru margfalt ódýrari en almenningssamgöngur eða akstur. Þó þær henti ekki til allra ferða þá eru það stuttu ferðirnar sem henta best hjólreiðum og þær eru jafnframt þær sem verst henta bílnum þínum, fjárhagnum og umhverfinu. Með því að hjóla á áfangastað þarftu heldur ekki að hafa áhyggjur af bílastæðagjöldum. Lengra líf Þú dregur úr hættunni á hjarta sjúkdómum, krabbameini, offitu, öndunarfærasjúkdómum og sykursýki um leið og þú stundar hóflega hreyfingu. Og ef þú hreyfir þig reglulega, t.d. með því að hjóla til vinnu, nýtur þú hreysti á við þá sem eru tíu árum yngri.
Sparaðu þér tíma Um 60% af öllum ferðum innan höfuð borgarsvæðisins eru styttri en 3 km. Fjórð ungur allra ekinna ferða eru styttri en 1 km. og yfir helmingur styttri en 2 km. Hjólreiðamaður í meðalformi getur farið allt að 5-6 km vegalengd á 15-20 mínútum. Þetta er því talsvert stórt svæði, en hringur með 5 km. radíus dekkar mest allt svæði Reykjavíkur innan Elliðaáa, Seltjarnarness og eldri hluta Kópavogs. Sjá korterskort Reykjavíkurborgar. Styrktu heilann Regluleg hreyfing styrkir fleira en líkamann. Fólk sem byrjar daginn með því að hjóla til vinnu eða í skóla er meira vakandi, hefur meira sjálfsöryggi og á auðveldara með að vinna úr upplýsingum og leysa verkefni. Með reglulegum hjólreiðum er auðveldara að takast á við streitu og kvíða og efla sjálfsöryggið. Gerðu það vegna krakkanna Kannanir í Bretlandi benda til þess að á næstu 10 árum muni verða fjórðungs aukning tilfella þar sem foreldrar lifa börn sín. Af hverju? Jafnvel þeir foreldrar sem stunda ekki hreyfinu lengur en eru líklegir til að hafa gengið í skólann, reynt á sig við leiki og þannig byggt upp ónæmiskerfi sitt og styrkt hjartað. Því miður fara börn á mis við þessa mikilvægu þætti ef hreyfingu vantar í lífstílinn á heimilinu. Hjálpaðu fjölskyldunni og þér sjálfri/ sjálfum: Finndu tíma fyrir leiki eða frístundir sem reyna á líkamann. Hvettu til virks ferðamáta þó það sé aðeins að ganga í skólann eða í búðina. Leitaðu tækifæra til hreyfingar í daglegum störfum eins og að nota tröppurnar í stað lyftunnar. Lýðheilsustöð og fleiri aðilar bjóða upp á góð ráð þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl. Upplifðu Ísland Víðsvegar um landið eru falleg svæði sem hægt er að njóta enn betur á reiðhjóli. Þó ekki
sé hjólað af meiri áreynslu en þegar maður röltir um má fara yfir miklu stærra svæði og upplifunin er miklu meiri en þegar horft er á landslagið líða framhjá bílrúðunni. Það þarf ekki endilega að taka hjólin með sér því víða má leigja sér hjól . Sumstaðar er jafnvel boðið upp á ferðir með leiðsögn eftir vandfundnum slóðum sem bjóða upp á náttúruupplifun og eftirminnileg ævintýri. Tvær mjög góðar ástæður fyrir þig til að hjóla til vinnu Í danskri rannsókn þar sem fylgst var með 30,000 manns í 14 ár kom í ljós að dánartíðni þeirra sem hjóluðu milli staða a.m.k. hálftíma á dag var 28% lægri en hjá hinum. Þeir lifðu lengur og við betri heilsu. Finnsk rannsókn sýndi á sama hátt 40% lægri tíðni sykursýki meðal þeirra sem hjóluðu reglulega miðað við hina. Ótal fræðigreinar fjalla um fjölmarga kosti hjólreiða og jafnvel British Medical Association telur kosti hjólreiða tuttugufalda á við áhættuna. Þýtt og staðfært: PG www.cyclingscotland.org/get-cycling
5
Brennum kaloríur
matur er betri en bensín Allt að 60.000 kr. skattfrjálsar Nú geta vinnustaðir gert samgöngusamninga við sína starfsmenn og greitt allt að 60.000 kr. á ári í samgöngustyrki. Samkvæmt reglum um skattmat tekjuárið 2011 (nr. 1057/2010) mega launagreiðendur greiða launþegum allt að 5.000 kr. á mánuði fyrir almenningssamgöngur eða notkun reiðhjóla enda sé ferðamátinn nýttur vegna ferða í þágu launagreiðanda og telst slík greiðsla ekki til skattskyldra tekna starfsmanna. Árlegur kostnaður við gerð og viðhald á malbikuðu bílastæði er á bilinu 30-200.000 kr. Landverð er þá ekki meðtalið. Meðalhraði á bíl í Reykjavík hefur verið mældur af Samgöngusviði borgarinnar frá úthverfum til vinnustaða. Árið 2010 var hann 31,6 km/klst á morgnanna og 37,6 km/klst síðdegis. Meðalhraði á reiðhjóli í Reykjavík er á bilinu 10-25 km/klst. Meðalhraði með strætó frá heimili á vinnustað getur verið um 20-25 km/klst. Spörum bensín - Brennum kaloríur Á vef Orkuseturs er hægt að reikna eyðslu bíla og kaloríubrennslu við hjólreiðar. Miðað við forsendur um 75 kg líkamsþyngd, meðalfólksbíl, bensínverð 205 kr/L og 4.100 km hjólreiðar á ári voru niðurstöðurnar eftirfarandi: Sparnaður á bíl, koltvísýringur: 816 kg • bensín: 340 ltr • bensínkostnaður: 70.000 kr. Kaloríubrennsla hjólreiðamanns: 130.000 kcal. Þessar 130.000 kcal jafngilda um 14,5 kg af hreinni fitu. Það má því segja að þetta hjól eyði um 353 g af fitu/100 km. Nýr fólksbíl með 1,4 L vél getur skv. framleiðanda eytt allt að 0,7 L/km af bensíni (70L/100km) í köldu starti fyrsta kílómetrann 6
eftir ræsingu. Fyrsti kílómetrinn gæti því kostað tæpar 160 kr á vetrarmorgni. Að aka stuttar vegalengdir í vinnu eyðir og mengar mest og er dýrast. Hjólað á tímakaupi Setjum upp samanburðarhæft dæmi til að bera saman hjól og bíl. Bíll er notaður eingöngu til að fara til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu og vegalengdin er 10 kílómetrar aðra leið. Það gerir um 5000 kílómetra á ári. Samkvæmt viðmiðunartölum frá FÍB gæti árlegur rekstur á bíl sem kostar nýr 3.000.000 verið um 900 þúsund miðað við þessa keyrslu. Rekstur á reiðhjóli sem kostar nýtt 100.000 krónur gæti verið 50 þúsund á ári. Ferðadagar eru 250. Gefum okkur einnig eftirfarandi forsendur: Bíll Reiðhjól Árleg vegalengd (km) 5000 5000 Innkaup nýtt (milljónir kr.) 3 0,1 Árlegur rekstrarkostn. (kr.) 900.000 50.000 Daglegur ferðatími 40 mín 70 mín Árlegur ferðatími 167 klst 292 klst Árlegur sparnaður við rekstur á hjóli í stað bíls 900.000 – 50.000 = 850.000 kr. Tímakaup við að hjóla (skattfrjálst) 850.000 / 292 = 2911 kr Niðurstaðan er að einstaklingur sem ferðast 10 kílómetra til vinnu þénar um 2900 skattfrjálsar krónur á tímann þegar hann hjólar til vinnu í stað þess að keyra. Þetta samsvarar tímakaupi hjá einstaklingi sem er með um 800.000 krónur í mánaðarlaun, miðað við núverandi skattþrepakerfi. Ef hjólað er styttri vegalengd til vinnu þá er tímakaupið ennþá hærra. Árni Davíðsson og Stefán Sverrisson
hjólaði heilsuna í lag Fyrir tveim árum vó Gary Brennan 249 kg. Hann var aðeins 27 ára, tveggja barna faðir og hafði greinst með sykursýki 2, of háan blóðþrýsting og kæfisvefn. Heilsan var orðin svo slæm að eini valkosturinn var að senda hann í magahjáveituaðgerð. Hann ákvað að hann þyrfti að gera eitthvað í sínum málum meðan hann biði efir að komast í aðgerðina. Hann vildi styrkja sig og fór að hjóla í vinnuna. Fyrst aðeins hluta leiðarinnar og afganginn með lestinni. Innan 6 mánaða hafði hann lést svo mikið að hann uppfyllti ekki lengur skilyrðin fyrir maga hjáveituaðgerðinni. „Í dag er ég kominn niður í 94 kg og búinn að léttast um 155 kg með hjólreiðum, hollum mat og miklum sjálfsaga. Þó telst ég enn í yfirvigt.“
„Það eru reglulega greinar í blöðum um leiðir til að léttast, og það er fjöldi fólks sem er allt of feitt og þarfnast greinilega aðstoðar og ráðgjafar og kannski smá innblásturs. Ég þurfti sannarlega á því að halda þegar ég byrjaði.“ „Í dag hjóla ég 40-50 km daglega. Sl. ár hef ég tekið þátt í fjórum góðgerðarviðburðum þar sem ég hjólaði 100 km og ég mun taka þátt í fleirum slíkum á næstu árum. Ég hef trú á að með því að miðla minni reynslu sé ég að leggja mitt af mörkum til að bæta lýðheilsu hér og sýna fólki hverju er hægt að áorka með viljastyrk, þrautseigju og afar litlum útgjöldum.“ Hann lýsir reynslu sinni í máli og myndum á bloggsíðu sinni: theamazing39stonecyclist.wordpress.com
Gary 249 kg. 2007 og 94 kg. nóv. 2010 7
föt og Fylgihlutir Bjalla Bjalla er skyldubúnaður á hjólum og vinalegt ring ring hljóðið segir öðrum að hjól nálgist. Bögglaberar Láttu hjólhestinn sjá um burðinn. Hjólatöskur læsast við bögglabera. Þú getur valið þér hjól sem kemur tilbúið með bögglabera eða keypt þá sér og fest á hjólið sjálf/ur. Ef þú vilt hafa allt innan sjónmáls eða hefur mikinn farangur er hægt að fá frambögglabera, þeir eru frábærir í hjólaferðalögum. Hjólatöskur Það eru ótrúlega flottar hjólatöskur í boði en aðallega í gegnum vefverslanir. Smásöluaðilar eru þó óðum að átta sig á því að margir vilja meiri stíl yfir töskunum sínum svo úrvalið gæti farið að aukast. Á fastrider.nl og basil.nl má sjá frábært úrval af töskum sem eru allt frá hefðbundnu hönnuninni í flottar handtöskur sem virðast ekki hjólatöskur en læsast samt á bögglaberann, að framan eins og karfa eða ofan á bögglaberann. Körfur Körfur eru ekki bara flottar heldur afar gagnlegar því þær geyma hlutina þína innan sjónmáls. Svo má skreyta þær og aðlaga þínum stíl. Vagnar Tengivagnar gera þér kleift að ferðast um með innkaupin, börnin og hvað sem er. Það gæti komið á óvart hversu mikið hægt er að flytja á hjóli. Ljós Þegar hjólað er í rökkri eða myrkri er skylt að hafa ljós á hjólinu, hvítt að framan og rautt að aftan. Flestum er hægt að kippa með sér eftir að hjólinu hefur verið læst. Einnig eru fáanleg ljós sem ekki þurfa batterí og eru föst á hjólinu. Bretti Vönduð bretti að framan og aftan eru nauðsynleg ef þú vilt ekki fá bleytu og óhreinindi yfir þig. Ekki láta hræðslu við veðrið stoppa þig. 8
Lásar Fjárfestu í vönduðum lás óháð verðmæti hjólsins. Þeir kosta aðeins meira en það er þess virði að vita af hjólinu vel læstu. Lásinn á að þræða í gegnum stellið og helst annað dekkið og utan um eitthvað traust. Ef aðallega er hjólað milli tveggja staða er gott að eiga þungan traustan lás á sitt hvorum staðnum en hafa léttari meðferðis í snattið. Keðjuhlíf - pilshlíf - skálmaklemma Síðum víðum buxum má halda frá keðjunni með ýmsum ráðum en keðjuhlíf er einfaldasta lausnin. Ef hjólið er ekki með keðjuhlíf má nota skálmaklemmu, teygju, ökklaband með velcro eða jafnvel legghlífar. Gamla trikkið að toga sokkinn yfir virkar líka ljómandi. Pils sem eru síð og víð má halda í skorðum með þvottaklemmu. Sum hjól eru útbúin með pilshlíf að aftan til að ekkert flækist í teinunum. Klæðnaður Það er engin þörf á sérstökum hjólafatnaði í stuttum ferðum innanbæjar. Það ekkert mál að hjóla um í pilsi eða kjól meðan klæðnaðurinn er ekki of þröngur. Gullna reglan er að klæðast því sem þú vilt og þér liður vel í. Vatnsheldur jakki sem andar er góður í rigningu. Góður hjólajakki er gjarnan hannaður með opum til að auðvelda loftflæði. Vatnsheldar buxur eru ekki sexy en halda þér þurrum. Farðu í þær yfir venjulega fatnað og kipptu þeim af á áfangastað og fötin undir eru þurr og fín. Þær pakkast vel og fer lítið fyrir þeim. Ef svalt er í veðri er betra að vera í nokkrum lögum af léttum fatnaði fekar en einni þykkri flík en við hjólreiðar þarf ekki mikinn hlýjan klæðnað. Hanskar og trefill gagnast vel en passið að hann festist ekki í hjólinu. Eyrnaskjól eru líka flott. Það er ekkert sem segir að þú getir ekki hjólað á hælum en ef það hentar ekki skiptir þú bara þegar þú ert komin á leiðarenda. Ekkert stress - enginn sviti Munum að það er oft fljótlegra að hjóla stuttar ferðir en keyra og það gefur þér tíma til að fara rólega yfir og mæta frísk.
9
Hjólum í tweed hönnun fyrir fólk með eigin stíl
Smart veski sem breytist í hnakktösku. cyclodelic.com Flottar töskur með krækjum sem læsa þær tryggilega við bögglaberann þó það sjáist ekki á þeim. Efri er frá basil.nl og kventaskan ofan á böggla beranum er frá pocampo.com Sérhönnuð hjólaregnkápa. cambridgeraincoats.co.uk Sokkaband á pilsið passar að það fjúki ekki upp þegar síst skyldi. Langar grifflur. Endur skinsborði. Rauð hjólaslá með endurskini. Þetta og fleira fyrir hjólandi fegurðardísir fæst í cyclestyle.com.au og víðar. Gleymum samt ekki að á Íslandi eru ótrúlega góðar hjólabúðir sem eiga meira en margan grunar. Byrjum á því að kíkja í þær.
10
Klæðskerasaumuð tweed jakkaföt frá virtum klæðskerum á Savile Row í London hafa vakið mikla eftirtekt. Dashing Tweeds hannar efnin sem eru ofin með 3M endurskinsþræði í mynstrinu. Þú getur því verið flottur í hjóla jakka fötunum þínum á daginn og vakið athygli með endurskininu á hjólinu þegar fer að rökkva. Það mun líka geisla af þér á öllum ljósmyndum sem teknar eru með flassi. Takið eftir buxunum þar sem hneppa má skálmunum upp. Slá með endurskini, legghlífar og jafnvel skóhlífar fyrir strákana. 11
Félagslífið blómstrar Langar þig til að hjóla í hóp en veist ekki hvert þú ættir helst að leita? Ekki örvænta því aldrei áður hafa verið eins margir hjólahópar sem skipuleggja hjólaferðir og æfingar sem standa öllum opnar. Þú ert líka velkomin/n ! Allir ættu að finna ferð við sitt hæfi því ferðirnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Hvort heldur sem þú vilt fara rólega með börnunum, spjalla og skoða umhverfið eða taka hraustlega á því með Íslandsmeisturunum, þá er til hópur sem hentar þér. Hér verða taldir upp þeir helstu sem ég veit um og eru opnir. Birt með fyrirvara, rétt er að lesa sér betur til á heimasíðum félaganna. Íslenski Fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) er með fjölbreytta ferðadagskrá yfir sumarið sem vert er að skoða. Þar á meðal eru þriðjudags kvöldferðirnar, vikulegar fjölskylduv ænar ferðir um höfuðborgarsvæðið fram á haust. Þessar ferðir eru farnar frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 19:30 og eru um 2 klst langar. Fyrstu ferðirnar eru stystar en smá lengjast eftir því sem líður á sumarið. Farið er að mestu eftir útivistarstígum eftir fyrirfram ákveðnum leiðum en hraðinn ræðst af hópnum hvert skipti. Markmið ferðanna er að kynna og skoða hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu svo reið hjólið nýtist okkur betur sem samgöngutæki og afþreying. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna. Nafnið er gamalgróið en klúbbur inn er fyrir allt hjólreiðafólk.: www.fjallahjolaklubburinn.is 12
Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) stendur fyrir hjólaæfingum tvisvar í viku allt árið um kring. Upphafsstaður er við Nauthól í Nauthólsvík fimmtudaga kl 18:15 og sunnudaga kl 09:30. Æfingarnar byr ja allar á sömu leiðinni frá Nauthólsvík, um Fossvogsdal og upp Elliðaárdal að litlu steinbrúnni fyrir ofan stífluna. Þar er framhaldið ákveðið svo sem leiðarval og skipt upp í hópa eftir hraða ef svo ber undir. Félagið býður líka uppá námskeið fyrir unglinga í hjólatækni. Þessar ferðir henta þeim sem eru í sæmilegu formi og vilja bæta styrk og úthald. www.hfr.is Hjólamenn eru með æfingar þrisvar í viku frá Sprengisandi (núna Grillhúsið) við enda Bústaðavegar við Reykjanesbraut. Þær hefjast á þriðjudögum og miðvikudögum kl 17:30 og á sunnudögum kl 09:30. Leiðarval og vegalengdir eru ákveðnar í upphafi hverrar æfingar. Þessar ferðir henta þeim sem eru í sæmilegu formi og vilja bæta styrk og úthald. www.hjolamenn.is Útivist er með deild sem þau kalla Hjólar æktina. Hjólaræktin sem hefur starfað í 5 ár er með nokkrar lengri hjólaferðir yfir sumarið. Hjólaræktin er líka með reglulegar hjólaferðir allt árið um kring, annan laugardag hvers mánaðar frá toppstöðinni í Elliðaárdal kl. 10:00. Þessar ferðir eru mjög fjölbreyttar og gjarnan komið við á kaffihúsi á leiðinni. Hér sameinast bæði byrjendur og reyndir reiðhjólamenn í leit að skemmtilegum hjólaleiðum. Þessar ferðir henta öllum sjálfstæðum hjólreiðamönnum sem hafa gaman
af útivist og að skoða umhverfið á ekki of miklum hraða. www.utivist.is Hjólreiðafélagið Bjartur er með hjólaæfingar frá Ásvallalaug kl. 20:00 á miðvikudögum (1 til 1,5 klst) og sunnudögum kl 09:00 (2 til 3 klst). Leiðarval og hraði ákveðinn í hvert skipti. (Bjartur er líka með brennandi áhuga á þríþraut.) Þessar ferðir henta þeim sem eru í sæmilegu formi og vilja bæta styrk og úthald. bjartur.c.is Hjólafærni á Íslandi býður upp á ýmiss konar hjólatengda fræðslu miðlun, m.a. er boðið upp á kennslu í samgönguhjólreiðum auk fyrirlestra og að koma með hjólatengda viðburði á vinnustaði eða skóla. Samgönguhjólreiðar. Hádegisfyrirlestur um allt sem þarf að vita um hjólreiðar. Dr. Bæk mætir með tæki og tól, leiðbeinir með létt viðhald á hjólinu meðan hann fer yfir það og gefur út hjólavottorð. Hjólakennsla fyrir 2. – 4. manna hópa sem hljóta leiðsögn frá hjólafærnikennara. Viðburðir. Dr. Bæk kemur á vorhátíðina eða aðstoðar við hjóladaga í skólanum eða fyrirtækinu. www.hjólafærni.is
Sameiginleg baráttumál. Allir félagar í ÍFHK, HFR og Hjólamönnum eru jafnframt í Landssamtökum hjólreiðamanna (LHM). Markmið ÍFHK er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna og mikið af þeirri vinnu fer fram innan LHM í góðri samvinnu við fólk í hinum félögunum. Á vef LHM blómstrar líka hjólamenningin með fjölbreyttum fréttum víðs vegar að ásamt fræði leg ri umfjöllun í pistlum safn tengla um staðla og rannsóknir. www.lhm.is Hittumst í opnu húsi. Á Brekkustíg 2 er opið hús öll fimmtud agskvöld eftir kl. 20. Á efri hæðinni er spjallað og gluggað í blöð og bækur á bókasafninu okkar og viðgerðaraðstaðan á neðri hæðinni er kjörin til að græja hjólið og læra handtökin af sér reyndari. Fylgist með dagskránni á fjallahjolaklubburinn.is, það er alltaf eitthvað í gangi. Skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði sem oft eru skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Einnig fljóta ýmsar hjólafréttir og fróðleiksmolar með á póstlistann. Verið ófeimin við að kíkja í heimsókn því opið hús er fyrir allt hjólafólk og vini þeirra. Afslættir til félagsmanna. Allar helstu hjólaverslanir og einnig tugir annarra aðila veita félagsmönnum ÍFHK veglegan afslátt gegn framvísun félagsskírteinis. Styðjið við starfsemina, takið þátt. Félagsgjald 2011 er aðeins 2000 kr., 3000 kr. fyrir fjölskyldur og 1000 kr. fyrir yngri en 18 ára. Á vef klúbbsins eru upplýsingar um hvernig best er að hafa samband við okkur og ganga í klúbbinn og þá afslætti sem félagsmönnum bjóðast. -Fjölnir B., PG, og fl. 13
Fyrsta hjólið kom um fermingu og upp frá því snerust hjólin, snerust og snerust. Hjólað var um lönd og strönd, keppt í götuhjólreiðum með HFR og aldrei spáð í bílpróf. Framtíðin var björt: listaháskólinn opinn í Osló, námið gekk vel, svo kom norska jentan, litli Óðinn fæddist og hamingjan rík. Það var málað og spáð, ölkollan ljúf; sopinn var góður og stóllinn valtur og hnakkahöggið slæmt. Það var heill mánuður á gjörgæslu þar sem ekki var vitað hvoru megin lífið lenti. Það lifði áfram. En lífið var breytt; á stólnum voru fjögur hjól. Um sinn. Með endurhæfingu og hægum bata náðist styrkur til að stíga upp úr stólnum. En allskonar var orðið. Ingþór flutti aftur til Íslands. Hann sá Lilju; þau fóru saman á kaffihús og bíó, svo aftur í bíó og aftur á kaffihús. Hún keyrði, hann gekk eða tók strætó. Hann keyrði ekki og hjólið var fortíðin. Þegar 8 ár voru liðin frá högginu örlagaríka
Hjólað á fullum snúning
14
fóru félagarnir að þrýsta á; það er allt hægt á hjóli. Allir geta hjólað. Nei, hvað – þetta gengur ekki; ég nenni þessu ekki.... og þó... Fékk að prófa hjólið hjá Mag ga Bergs. Spastiski fóturinn flæktist í keðjuna, slóst inn á við; betri spelkur og hjólaskór. Hann sló til. Með hjólaþenkjandi lækni og hjólandi sjúkraþjálfara var mælt með öktækinu fyrir Ingþór hjá Sjúkratryggingum. Hann fékk 65% styrk til kaupa á farartækinu. Og það kom til landsins. Mberg færði bremsur og gíra á hjólið þeim megin sem mátturinn er í lagi hjá Ingþóri og gatan var greið. Í hverri viku eykst kraftur og þrek. Á átta vikum hefur hjólatíminn aukist úr hálftíma í tvo tíma. Ánægjan er best. Annað - eins og svefn, þróttur, þrek og kraftur hefur batnað og eflst. Sjúkraþjálfarinn er kátur; Ingþór er kátur; Lilja og Svana litla njóta með. Svona er lífið. Sesselja Traustadóttir (okt. 2010) Mynd MB.
Hjólað í vinnuna Um allt land Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir heilsu- og hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna frá árinu 2003. Með átakinu hefur ÍSÍ staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum og hefur þátttakan í átakinu aukist mikið milli ára. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfis vænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð. Til þess að taka þátt í Hjólað í vinnuna þurfa fyrirtæki að skrá sig til leiks inni á heimasíðu átaksins, www.hjoladivinnuna.is. Þar sjá liðstjórar um að skrá inn þá vegalengd sem farin er í og úr vinnu fyrir sig og liðsfélaga
sína. Keppt er í sjö fyrirtækjaflokkum um annars vegar flesta daga og hins vegar flesta kílómetra hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki. Að þessu sinni fer Hjólað í vinnuna fram dagana 4. – 24. maí 2011. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur öll fyrirtæki til að taka þátt og hvetja sitt starfsfólk til heilsusamlegri, umhverfisvænni og hag kvæmari samgöngumáta. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
15
Stelpur með stíl og hjólið aðeins fylgihlutur
Stefnuskrá Copenhagen Cycle Chic Ég kýs að hjóla um með stíl og vel alltaf stíl umfram hraða. Ég fagna hlutverki mínu við að gefa borginni fegurra yfirbragð. Vera mín í borgarumhverfinu mun hvetja aðra áfram án þess að ég sé stimpluð aðgerðasinni. Ég hjóla um með reisn, glæsileika og virðingu. É g ve l m é r h j ó l s e m e n d u r s p e g l a r persónuleika minn og stíl. Ég lít samt aðeins á reiðhjólið sem farartæki og viðbót við minn persónulega stíl. Hjólið má aldrei vera flottara en ég. Ég mun leitast við að hafa fötin mín ávallt verðmeiri en hjólið. Ég aðlaga mig hjólamenningunni með fylgihlutum á hjólið svo sem keðjuhlíf, standara, pilshlíf, bretti, bjöllu og körfu. Ég fylgi ávallt umferðarlögunum. Ég mun forðast að klæðast eða eignast hverskyns hjólafatnað. Eina undantekningin er ef ég kýs að nota reiðhjólahjálm og þá leitast ég við að kynna mér vísindin um kosti þeirra og takmarkanir. Skoðið www.copenhagencyclechic.com og aðrar cycle chic síður, sem eru listaðar þar, sem sýna skemmtilega hjólamenningu víðsvegar um heiminn. Reglurnar er u auðvitað bara léttur húmor og ber ekki að taka of alvarlega.. Myndir © Páll Guðjónsson. Finnið myndina sem brýtur reglurnar
16
17
samgöngu hjólreiðar hvernig er öruggast að hjóla?
Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiðamaðurinn er stjórnandi ökutækis. Þegar hjólað er af stað er rétt að hafa í huga að fyrir reiðhjól gilda um margt sömu lögmál í umferðinni og fyrir bíla. Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga sér líkt og aðrir ökumenn í umferðinni og þegar komið er fram við þá sem ökumenn. Hjólreiðamenn geta auðveldlega hjólað á götunum og það er oftast fljótlegasta, greiðasta og öruggasta leiðin. Allar húsa götur, safngötur og flestar tengibrautir eru þægilegar til hjólreiða fyrir alla sem hafa lært umferðarreglur og kunna að haga sér í umferðinni. Stígar og gangstéttir henta víða, sérstaklega meðfram stofnbrautum og tengibrautum með þungri og hraðri umferð þar sem óþægilegt er að hjóla á götunni og þegar þeir stytta leið. Á umferðarþungum stofnbrautum með að- og fráreinum og miklum umferðarhraða gilda að hluta aðrar reglur. Um hjólreiðar á stofnbrautum er ekki fjallað í þessum pistli.
og þægilegan hátt. Það gerist með samvinnu og samskiptum við aðra ökumenn sem eru eftir þeim lögmálum sem gilda í umferðinni. Hjólreiðamaður þarf að hafa sjálfstraust og standa á rétti sínum en ekki á ósveigjanlegan hátt því hann þarf að geta gefið eftir ef bílstjóri virðir ekki umferðarlög og setur hann í hættu. Hjólreiðamaður þarf að taka sér stöðu í umferðinni þar sem hann er sýnilegur og sér vel frá sér. Hann þarf sitt rými í umferðinni. Ef hann leyfir ökumönnum að ganga á það rými, sem hann þarf til að tryggja öryggi sitt, getur hætta steðjað að. Hann þarf alltaf að haga ferð og hraða miðað við aðstæður. Þegar tækni samgönguhjólreiða er fylgt verður hegðun hjólreiðamanns skiljanleg og fyrirsjáanleg öðrum ökumönnum og hann öðlast sjálfkrafa sömu stöðu og önnur ökutæki í umferðinni.
Lykilatriði samgönguhjólreiða Hjólandi ökumenn samlaga sig umferðinni, hræðast hana ekki né forðast. Þeir stjórna hjólinu eins og ökutæki og bregðast með virkum hætti við þeim aðstæðum sem upp koma á þann hátt sem er öruggastur og auðveldastur. Þeir vilja eins og aðrir ökumenn komast greiðlega leiðar sinnar í umferðinni á öruggan
Staða reiðhjóls á akbraut Hjólreiðamaðurinn tekur sér stöðu á akbraut sem hámarkar öryggi hans, líkt og aðrir ökumenn. Hjá hjólreiðamanni eru þessar stöður tvennskonar, ríkjandi staða og víkjandi staða á akbraut eða akrein. Í ríkjandi stöðu er hjólreiðamaður því sem næst á miðri akrein og hindrar þar með framúrakstur bílstjóra á sinni akrein. Ríkjandi staða er oft notuð á gatnamótum til að auka sýnileika hjólreiðamanns og til að hann sjái betur frá sér. Einnig þegar þrengsli leyfa ekki framúrakstur bíla og í beygjum, hvort heldur
Stígar liggja yfir götur
Ríkjandi staða á miðri akbraut
18
öskra og steyta hnefann. Ef tækifæri gefst til er gott að ræða kurteislega við bílstjóra á næstu ljósum ef þeir hafa gert eitthvað óþægilegt.
Víkjandi staða um 1 meter hægra megin við umferðarstraum beygt er til hægri eða vinstri. Í víkjandi stöðu er hjólreiðamaður um 1 m hægra megin við umferðarstraum en ekki nær vegbrún en 0,5 m. Víkjandi staða er notuð þegar hjólreiðamaður metur það óhætt að hleypa umferð fram úr sér. Með því að taka sér þessa stöðu tryggir hjólreiðamaðurinn að hann er áberandi í sjónsviði bílstjóra. Bílstjórar hafa þröngt sjónsvið fram fyrir bílinn sem beinist að því að sjá mögulegar hættur sem framundan eru. Það hefur algjöran forgang og allt annað mætir afgangi í athyglissviði bílstjóra. Eftir því sem hraði bílsins eykst þrengist þetta sjónarhorn.
Röng staða utan sjónsviðs bílstjóra, hér væri rétt að vera í ríkjandi stöðu Jákvætt hugarfar Mikilvægt er að temja sér jákvætt hugarfar og láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Langflestir bílstjórar reyna ekki að gera á hlut hjólreiðamanna af illum hug. Oftast vita þeir ekki betur. Betra er að veifa og brosa en að
Dómgreind Hjólreiðamaður þarf að lesa í umferðina og skilja hvernig hún virkar og sjá fram í tímann hvaða hættur geta steðjað að á leið hans. Hvernig hugsar bílstjóri, hvers vegna minnkar hann hraðann við biðskyldu, hvert beinist athygli bílstjóra í akstri, hvers vegna gleymist hjólreiðamaður sem andartaki áður var framan við bílstjóra þegar hann kemur að hlið hans? Hvaða merki má sjá áður en bíll fer af stað úr innkeyrslu eða bílastæði? Hvaða merki er um að bílhurð geti opnast? Langflestir íslenskir hjólreiðamenn eru jafnframt bílstjórar. Ef menn hugsa um eigin hegðun í bíl og síðan á hjóli geta menn orðið bæði betri bílstjórar og betri hjólreiðamenn. Að líta aftur og gefa merki Mikilvægt er að líta aftur fyrir sig áður en beygt er hvort heldur er til vinstri eða hægri og áður en skipt er um akrein eða stöðu breytt á akrein. Þetta þarf að gera tímanlega áður en breytt er um stefnu eða stöðu og síðan örskömmu áður en það er framkvæmt til að tryggja að aðstæður hafi ekki breyst. Hjólreiðamaður þarf að æfa sig vel í þessu og jafnframt að halda beinni stefnu á hjólinu meðan litið er aftur. Hjólreiðamenn eiga að gefa stefnumerki eins og aðrir í umferðinni. Það á að gefa eftir að litið hefur verið aftur og áður en beygt er.
Rétt Rangt Haldið beinni stefnu í öruggri fjarlægð 19
Staðsetning hjólreiðamanns á alltaf að miðast við flæði umferðarinnar en ekki vegbrúnina. Þegar beygjan sjálf fer fram eiga báðar hendur að vera á stýri. Þegar hjólreiðamaður færir sig úr víkjandi stöðu í ríkjandi stöðu á akrein þarf hann að gæta að því að hann hafi pláss í umferðar straumnum. Ef plássið er ekki nægjanlegt þarf hann að ná augnsambandi við bílstjóra fyrir aftan til að sýna honum að hann þurfi að gefa sér pláss. Hann getur líka gefið stefnumerki til að fá bílstjórann til að gefa pláss. Viðbrögð við aðsteðjandi hættu Ef hætta steðjar að er mikilvægt er að vera viðbúinn því og geta brugðist við á skjótan hátt. Hjólreiðamaður ætti að vera ákveðinn og standa á rétti sínum en vera jafnframt tilbúinn með önnur viðbrögð ef réttur hans er ekki virtur. Bremsur á hjóli eru ekki eins öflugar og á bílum og því er það oft betri kostur að beygja frá hættu. Fyrstu viðbrögð eru þó oft að bremsa og það
Afturbremsan ein bremsar illa
Frambremsan ein getur velt hjólinu
Báðar bremsur samtímis gefa bestan árangur 20
getur dugað ef nægt bil er frá hættunni. Æfa þarf neyðarbremsun þar sem hjólreiðamaður hallar sér aftur á hjólinu og bremsar mátulega án þess að fara framfyrir sig.
Að hjóla framúr Hjólreiðamenn ættu almennt að fara framúr öðrum ökutækjum vinstra megin við þau. Ekki er mælt með að fara fram úr hægra megin. Oftast eru það litlar raðir bíla í íslenskri umferð að það borgar sig sjaldan að reyna að troðast framfyrir í röð á ljósum. Að fara framúr hægra megin skapar hættu ef bílar beygja til hægri á gatnamótum.
Hægri beygja úr hliðargötu inn í aðalgötu. Takið eftir hvernig hjólreiðamaðurinn undir býr strax að taka fram úr kyrrstæðu bifreiðinni með því að hjóla ekki við vegarbrún. Ef hjólreiðamaður er að fara framúr röð af bílum í stæði ætti hann að fara inn í umferðarstrauminn tímanlega og hjóla síðan í öruggri fjarlægð frá bíldyrum sem gætu verið opnaðar, líkt og á teikningunni efst t.v. Ef það eru nokkur ökutæki sem þarf að taka fram úr með stuttu millibili skal halda stöðunni þar til komið er fram úr þeim öllum. Að beygja til hægri Að beygja til hægri virðist einfalt en það þarf að gæta sín á óþolinmóðum ökumönnum fyrir aftan, sem gætu reynt að taka fram úr og beygja síðan til hægri í veg fyrir hjólreiðamann, eins ökumönnum sem koma á móti og beygja til vinstri í veg fyrir hjólreiðamann. Áður en beygt er til hægri lítur hjólreiða maður aftur og færir sig inn í umferðar strauminn og tekur ríkjandi stöðu á akbraut. Síðan er beygjan tekin til hægri í ríkjandi stöðu. Gott er að líta aftur yfir hægri öxl til að fullvissa sig um að bíll sé ekki að beygja til hægri inn í beygjuradíus hjólreiðamanns skömmu áður en beygt er. Síðan er ríkjandi stöðu haldið á hliðargötunni þar til öruggt er að færa sig í víkjandi stöðu.
Að beygja til vinstri Þegar beygt er til vinstri á götu með tveimur akreinum færir hjólreiðamaður sig úr víkjandi stöðu í ríkjandi stöðu í umferðarstraumnum. Best er að gera það tímanlega áður en komið er að gatnamótunum. Ef hann þarf að bíða vegna umferðar á móti ætti hann ekki að stoppa of nærri miðlínunni og ekki að vera feiminn við að stöðva umferð fyrir aftan sig ef hún kemst ekki með öruggum hætti framhjá. Þegar leiðin er greið er beygt inn í hliðargötuna en gæta þarf að umferð út úr hliðargötunni. Ef akreinar eru fleiri en tvær getur verið erfiðara að beygja til vinstri en það er þó á færi flestra Þá er hagstætt að notfæra sér að umferð á ljósastýrðum gatnamótum kemur í bylgjum. Gott er að færa sig milli akreina þegar umferðin dettur niður milli bylgna. Ljósastýrð gatnamót Auðvelt er að hjóla um ljósastýrð gatnamót. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu á þeirri akrein sem er sú rétta fyrir þá leið sem hann er á. Hann leggur síðan af stað með umferðarstraumnum þegar græna ljósið kemur. Þegar hann metur það óhætt færir hann sig í víkjandi stöðu og hleypir umferð framúr. Ef bílum er lagt í götu sem hann er að fara í heldur hann ríkjandi stöðu áfram. Á gatnamótum með mörgum akreinum
Hjólreiðamenn hafa val um að taka venjulega vinstri beygju eða skipta henni í tvo áfanga. 21
Ef hjóla á út í 3. útkeyrslu má forðast bíla umferð úr innri hring með því að nota hann. ætti hjólreiðamaður sem ætlar að halda beint áfram að vera á akrein lengst til hægri. Oftast er þá þægilegast að fara yfir gatnamótin í víkjandi stöðu því óhætt er að hleypa umferð fram úr auk þess sem bílstjórar geta verið óþolinmóðir. Oft er hægri beygjurein fram hjá sjálfum gatnamótunum og eftir að komið er fram hjá henni þarf ekki að hafa áhyggjur af bílum sem beygja til hægri. Ef hjólreiðamaður ætlar að beygja til vinstri tekur hann sér stöðu á viðkomandi akrein í ríkjandi stöðu, tekur beygjuna í henni og færir sig yfir í víkjandi stöðu þegar hann metur það óhætt. Hringtorg Þegar bílstjórar koma að hringtorgi beina þeir athygli sinni fram á veginn til vinstri þar sem þeir eiga von á umferð. Mikilvægasta regla hjólreiðamanna í hringtorgum er að hjóla ekki við ystu brún hringtorgsins heldur halda sig þar sem bílstjórar búast við umferð. Auðvelt er hjóla í gegnum hringtorg með einni akrein. Þá tekur hjólreiðamaður sér ríkjandi stöðu á miðri akrein áður en hann kemur að hringtorginu, stillir hraðann af til að ná opi milli bíla og fer í ríkjandi stöðu á akrein í gegnum hringtorgið og út. Hringtorg með tveim akreinum eru flóknari og á leiðum þar sem umferðarhraði er mikill eru þau einn af fáum stöðum þar sem best er að hjóla á góðum hraða. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu tímanlega og hjólar í umferðarstraumnum á þeirri akrein sem hann ætlar að fylgja. Virkja þarf ökumenn 22
Á teikningunni eru hjólreiðamenn A og B staðsettir þar sem þeir sjást illa og eru því berskjaldaðir. Hjólamaður C er rétt staðsettur. til samvinnu þar sem því verður viðkomið. Oftast er best að vera í ytri hring ef fara á út í 1. eða 2. útkeyrslu. Venjulega borgar sig ekki að fara í innri hring nema maður ætli út í 3. útkeyrslu. Löng ökutæki Löng ökutæki hafa stærra blint svæði en fólksbílar og litlir sendibílar. Ef hjólað er á blinda svæðinu, sér bílstjórinn ekki hjólreiðamanninn og hjólreiðamaðurinn sér ekki fram fyrir sig. Ef hjólreiðamaður sér ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan sig sér ökumaðurinn hann ekki heldur. Hjólreiðamaður ætti að halda sig þar sem hann sést í hliðarspeglinum. Löngum ökutækjum fylgir sérstök hætta þegar þeim er beygt til hægri því miðhluti ökutækisins fer lengra til hægri en fram- eða afturhlutinn. Hjólreiðafólki stafar hætta af þessum ökutækjum ef þau þrengja að leið hjólafólks við hægribeygju. Framendi langs ökutækis getur líka farið langt inn á gagnstæða akrein i beygjunni. Aldrei á að fara fram úr löngu ökutæki hægra megin, ekki einu sinni
Hjólreiðamaður í blinda svæðinu bak við langt ökutæki sér heldur ekki fram á veginn. á hjólarein, nema maður sé alveg viss um að það færi sig ekki á þeim tíma sem tekur að fara fram úr því. Sól lágt á lofti og móða og frost á rúðum Almennt má gera ráð fyrir því að bílstjórar sjái vel það sem fram undan er á götunni. Við ákveðin skilyrði verða hjólreiðamenn þó að vera meðvitaðir um að útsýni bílstjóra er ekki nógu gott. Þegar sól er lágt á lofti og skín í augu bílstjóra verður hjólreiðamaður að hafa allan vara á og getur ekki gert ráð fyrir að bílstjóri sjái sig undan sól. Einnig getur útsýni bílstjóra verið skert í rigningu og miklum vatnsaustri, í þoku eða í blindbyl. Á morgnanna getur útsýni verið skert hjá bílstjórum sem ekki skafa rúður nægilega vel. Að hjóla á stíg eða gangstétt Nær allir stígar eru blandaðir stígar. Á þeim og á gangstéttum eru hjólreiðamenn gestir og þurfa að taka fullt tillit til gangandi vegfarenda. Almennt ættu allir vegfarendur á stígum og gangstéttum að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Gangandi vegfarendur eru óútreiknanlegir. Hægja þarf vel á áður en menn mætast eða farið er framúr. Gott er að hringja bjöllu í góðri fjarlægð því ef hringt er of nálægt geta þeir vikið til hliðar og í veg fyrir reiðhjólið. Að heilsa er góð kurteisi og varar menn einnig við. Gæta þarf að hundum í bandi. Oft eru
Hjólreiðamaður sem fer eftir stíg þarf að gæta að ökutækjum úr fleiri áttum en sá sem fer eftir akrein og er innan athyglissviðs ökumanna. vegfarendur án endurskinsmerkja og lýsing léleg. Á stígunum er oft laus sandur, möl og mold sem minnkar veggrip. Á mörgum stígum frýs vatn að vetrarlagi og er sérstaklega varasamt í beygjum. Vatnið getur bæði verið úr uppsprettum og úr vatnshönum sveitarfélaga við stígana. Á sumum stígum hafa jarðvegsskipti ekki verið nægilega góð þannig að frostlyfting veldur hólum og holum á stígnum. Allt þetta veldur því að haga þarf hraða miðað við aðstæður á hverjum tíma. Sjónvegalengd, blindhorn og blindbeygjur Sjónvegalengd er oft skert á stígum s.s. vegna myrkurs, úrkomu eða veðurs og vegna þess að gróður, blindhorn og blindbeygjur takmarka sýn. Blindhorn eru við undirgöng
23
og blindbeygjur eru víða á gangstígum þar sem gróður hefur verið settur of nálægt stíg. Blindhorn eru við mörg gatnamót ef hjólreiðamaður ferðast á gangstétt. Hjólreiðamaður verður að haga hraða miðað við þessar aðstæður. Hann þarf að staðsetja sig til hægri á stíg og minnka hraðann áður en komið er að blindhorni eða blindbeygju og ávallt að vera viðbúinn því að beygja til hliðar eða bremsa. Hringja má bjöllu til öryggis áður en komið er að blindhorni eða blindbeygju. Í myrkri þarf ljós að vera að framan og aftan á hjólinu. Miða þarf hraðann við lýsingu frá ljósinu. Að þvera götu af gangstétt/-stíg Menn álíta oft að þeir séu lausir við bílaumferð á stígum og gangstéttum. Þar þarf samt oft að þvera götur. Á gangstétt gerist það við hver gatnamót og jafnvel við hverja útkeyrslu. Hjólreiðamenn þurfa að hafa varann á og hægja á sér til að þvera götur og vera vissir um að bíll sé ekki að fara fyrir. Þó að bílstjóri hægi á sér er ekki víst að hann hafi séð hjólreiðamann. Bílstjórar hægja venjulega á sér þegar komið er að biðskyldu eða hraðahindrun eða þrengingu. Það þarf ekki að vera vegna þess að þeir hafi séð hjólreiðamann. Athygli bílstjóra beinist að þeim stað þar sem þeir búast við mestri hættu þ.e. frá öðrum bílum á götunni. Bílstjóri sem ætlar að taka beygju til hægri beinir athyglinni til vinstri og sér því síður reiðhjólamenn sem koma frá
24
hægri á gangstétt eða stíg og ætla að þvera götuna. Þar sem framhjáhlaup eru fyrir bíla til að beygja til hægri getur hættan verið meiri því bílstjórar taka þessa beygju á meiri hraða. Gott er fyrir hjólreiðamann að ná augn sambandi við bílstjóra og fara jafnframt ákveðið af stað eins og hann ætli óhikað yfir en vera ekki á meiri hraða en svo að hann geti stöðvað ef bílstjóri stöðvar ekki. Jafnvel þótt bílstjóri horfi á hjólreiðamann er ekki víst að hann sjái hann eða merki hann sem hættu sem þarf að taka tillit til. Leiðaval Leiðin sem valin er hefur mikil áhrif á hversu ánægjuleg ferðin verður. Hjólreiðamenn hafa oft meira val um leiðir en ökumenn bifreiða. Góðar leiðir eru með léttri umferð eða litlum hraða en umfram allt nægu rými. Umferðarþung gata getur verið ágæt til reglulegra ferða ef akreinarnar eru nægilega breiðar, gatnamótin hefðbundin og hraðinn hóflegur. Stígar sem stytta hjólreiðamanni leið eru ágætir. Skjólsælar leiðir og leiðir sem halda hæð í landslagi eru oftast auðveldari en hinar. Áfengi og hjólreiðar Áfengisneysla og hjólreiðar eiga enga samleið. Það er margföld slysahætta hjá drukknum hjólreiðamönnum. Árni Davíðsson, hjólafærnikennari.
Reiðhjólahjálmar Hjálmurinn þarf að passa vel ef hann á að gagnast, sitja þétt á höfðinu, liggja beint og ekki renna til. Hann þarf að ná niður á enni u.þ.b. tvær fingurbreiddir frá augabrún. Ólarnar skal stilla þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu og að pláss sé fyrir einn fingur undir ólina svo hún sé nógu strekkt en ekki of. Ekki nota hjálm sem ekki passar.
Börn undir 15 ára aldri eru skyldug til að nota reiðhjólahjálma við hjólreiðar en verða að passa að vera ekki með þá í leiktækjum eða við klifur í trjám því hjálmurinn getur fest í leiktækinu og ólin þrengt hættulega að eins og dæmi eru um. Fullorðnum er frjálst að hjóla með eða án hjálms. Varast ber að treysta um of á vörn reiðhjólahjálma því allt er takmörkunum háð. Reiðhjólahjálmar eru fyrst og fremst hannaðir til að hlífa höfðinu við fall á litlum hraða. Þeir eru alls ekki sambærilegir bifhjólahjálmum sem hannaðir eru fyrir harkalegri aðstæður. Best er að koma í veg fyrir slysin með því að kynna sér þá tækni sem kennd er við samgönguhjólreiðar og fjallað er um hér í bæklingnum. Það sama á við með reiðhjólahjálma og reiðhjólafatnað; best er að lofti hæfilega um líkamann því loftflæðið kemur í veg fyrir svita. Á veturna má nota buff undir hjálminn en ekkert þykkara. Yakkay.com framleiðir hjálma sem líta út eins og hattar og henta vel þegar svalt er í veðri. Það er hægt að skipta um hatt yfir hjálminum og gjörbreyta útlitinu. Ljósmyndari blaðsins sá þessar hressu dömur á ferðinni, flottar með Yakkay hjálmana sína.
Ósýnilegi hjálmurinn Hövding heitir sænskt fyrirtæki sem framleiðir þessa byltingarkenndu hjálm-kraga. Þeir eru hannaðir fyrir þá sem vilja ekki hjóla um með reiðhjólahjálm en samt hafa vörn á höfðinu ef slys ber að. Tölvubúnaður fylgist
með hreyfingum hjólreiðamannsins og blæs út loftpúða-hjálm á sekúndubroti ef hættu ber að og á hann að veita jafngóða vörn og hefðbundinn reiðhjólahjálmur. hovding.se
25
Börnin elska að hjóla Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að hjóla með ung börn og hér eru nokkur ráð til að tryggja að þau njóti ferðarinner til fulls. Munið að barn sem situr kyrrt er ekki að brenna sér til hita líkt og sá sem hjólar og því þarf að klæða börnin vel. Setjið fingur milli klemmu á hjálmi og húð barns áður en smellt er til að tryggja að húð barnsins klemmist ekki, það getur verið sárt. Ef barnið hjólar sjálft passið þá að hjóla í beinni línu með fullorðinn aftast að fylgjast með. Ef tveir fullorðnir eru í för ættu þeir að vera fremst og aftast.
26
Barnastólar henta börnum sem eru farin að halda höfði og upp að 5 ára aldri. Góður stuðningur við fætur gerir stólana þægilegri, mjúkur stóll hlífir barnabossum við hossi. Börn sofna stundum í hjólatúrnum og því er nauðsynlegt að góður stuðningur sé við höfuð. Vagnar henta ungum börnum upp að fimm ára aldri og henta vel þegar ferðast er með tvö börn. Ungabörn geta verið í bílstólnum sínum í hjólavagninum og þau eldri notað öryggisbelti. Vögnum má loka þegar þannig viðrar.
Tengihjól henta 4-9 ára. Þau eru skemmtileg því barnið getur hjólað með eða bara fríhjólað og notið ferðarinnar. Dráttartengi eru þannig að þau lyfta fram dekki barnahjólsins, barnið getur hjólað með en ekki stýrt. Síðan má aftengja hjólin með lítilli fyrirhöfn og hjóla sitt í hvoru lagi á öruggu svæði. (followme-tandem.com)
27
Hvernig hjól á ég að fá mér? Hvernig hjól á ég að fá mér? Einföld spurning en svarið er langt frá því að vera einfalt. Mjög fjölbreytt úrval er til af hjólum en hvað af þeim hentar mér? Forsendurnar sem við sjálf verðum að setja eru: verð, notkunarsvið, stærð og áætluð notkun. Ver ð i ð s etu r m a n n i ó h j á k v æ m i l eg a takmörk. Ég hef hins vegar lengi haldið því fram að það sé ekki dýrt að kaupa reiðhjól. Setji maður verðið í samhengi við önnur farartæki og rekstur þeirra kostar reiðhjól smápeninga. Yfirleitt er mikill gæðamunur á ódýrari týpunum á meðan gæðamunurinn er minni á milli dýrustu hjólanna. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður í fr umskógi hjólabúðanna en verðmunur er oftast nær fljótur að borga sig í ánægju og endingu. Notkunarsvið er mjög fjöl breytt og það auðveldar leitina í búðunum verulega ef maður hefur aðeins leitt hugann að því hvernig á að nota hjólið. Malbik eða malarslóðar, í vinnuna eða ferðalagið, torfær ur eða vegir o.s.frv. Fjallahjól er hentugasti kosturinn því það má nota í allt mögulegt. Hins vegar er það ekki besti kosturinn t.d. til vinnu eða í innanbæjarsnatt sem er væntanlega allt á malbiki. Þá væri götu- eða blendingshjól (e. hybrid) miklu betri kostur þar sem stærri gjörð og mjórri dekk renna betur og gefa þar af leiðandi meiri nýtni og hraða. Líkamsstaðan á götu-, blendings- og svokölluðum keppnishjólum (þessi með hrútastýri) er mjög mismunandi. Götuhjólið gefur manni þægilega upprétta setu, keppnis 28
hjólið frambeygða stöðu til að minnka loftmótsstöðu og blendingshjólið er mitt á milli, ekki ósvipað fjallahjólinu. Áætli maður að hafa einhvern farangur með sér er vert að gera ráð fyrir honum á hjólinu í körfu eða í tösku á bögglabera. Bakpoki er ekki góður kostur vegna álags á mjóbak nema ef hann er léttur eða leiðin stutt. Þegar talað er um stærð á hjóli er átt við stærðina á stellinu sjálfu en ekki dekkjastærð (stellstærð er mæld frá miðju sveifarhúsi upp eftir hnakkpípu að þverpípu milli hnakkpípu og stýrispípu). Dekkjastærð er oftast 26” á fjallahjólum og 28” á götuhjólum fyrir fullorðna. Það er mjög persónubundið hvaða stærð verður fyrir valinu en þumalputtareglan er að hafa rúmlega hnefa-bil frá stelli og upp í klof sé staðið yfir hjólinu, sé miðað við fjallahjól. Þetta bil má vera minna á götuhjólum. Ef áætluð notkun hjólsins er mikil er rétt að skoða þann búnað sem endist lengst og þarfnast lítils viðhalds. Góðar diskabremsur endast a.m.k. fjórum sinnum lengur en púðabremsur eða V-bremsur. Það er vandasamara að stilla diskabremsurnar en þarf að gera mun sjaldnar. Diskabremsurnar eru dýrari búnaður en ódýrari til lengri tíma litið. Nöf með innbyggðum gírum eru mun endingarbetri en opnir gírar þar sem keðjan fer á milli misstórra tannhjóla. Þessi drif eru þyngri og dýrari en allt að því bilana- og viðhaldsfrí. Kevlar-dekk eru dýrari en hverrar krónu virði. Þessi dekk eru léttari og hafa meira þol gegn glerbrotum og oddhvössum hlutum.
Ljós eru nauðsynleg, bæði aftan og framan. Til eru margar tegundir af ljósum knúin af rafal (dynamo) en fáar þeirra eru til hér á landi enn þá. Slík ljósasett eru aðeins dýrari en hleðsluljós en kostirnir eru peningasparnaður því að þau þurfa engar rafhlöður og svo verða þau aldrei rafmagnslaus nema svo ólíklega vilji til að þau bili. Aukabúnaður er til af ýmsum toga og mis- nauðsynlegur. Bretti, bög glaberi og lás er algengastur og sjálfsagður. Svo er hægt að tína allskonar aukahluti á hjólið eins og hentar hverju notkunarsviði. Þar má nefna; standara, stýrise nda, pumpu, hraðamæli, drykkjar brúsa, brúsastatíf, körfu, keðju hlíf, keðjupúða, hnakktösku með bótum og verkfærasetti og svona mætti lengi telja. Það er ágæt regla að byrja á fáum aukahlutum. Auðvelt er að fjárfesta í óþarfa og ónauðsynlegum aukahlutum í upphafi. Réttara er að byrja
með lámarksbúnað og bæta svo við hægt og rólega og láta þörfina ráða för. Með því móti má spara nokkrar krónur og óþarfa þyngd á hjólinu. Þegar leitað er að rétta hjólinu er ágæt regla að skoða sem flestar verslanirnar og bera saman helstu þætti þeirra hjóla sem koma til greina og endilega að fá að prófa sem mest til að fá raunverulegan samanburð. Ábyrgð og þjónusta vegur líka þungt því allt getur bilað – meira að segja reiðhjól. Að lokum þegar hringurinn fer að þrengjast og valið stendur ef til vill á milli tveggja eða þriggja hjóla á svipuðu verðbili og í sambærilegum gæðaflokki vandast valið. Þá er um að gera að láta tilfinninguna ráða og leyfa sérviskunni að ráða för varðandi lit, stíl og velja það hjól sem uppfyllir flestar (eða allar) væntingar manns óháð nokkrum krónum til eða frá. Fjölnir Björgvinsson
29
Bílar og hjól - í sátt og samlyndi
Reiðhjól eru ökutæki með sama rétt og bílar Þau hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar. Þótt þau megi nota á gangstéttum njóta þau ekki sömu réttinda þar. Varúð við framúrakstur Þegar ekið er framúr hjólreiðamanni á að vera minnst 1 m. bil frá spegli á bíl að stýrisenda á reiðhjóli. Á venjulegri íslenskri 3,5 m. breiðri akbraut þarf bíll að fara yfir akbrautarlínu/miðlínu til að hafa nægjanlegt bil við framúrakstur. Best er að slá af hraða og færa sig tímanlega út til hliðar til að gefa bílstjórum fyrir aftan tækifæri til að sjá hjólreiðamanninn. Ekki á að flauta við framúrakstur. Víkjandi staða – framúrakstur mögulegur Hjólreiðafólk tekur sér víkjandi stöðu um 1 m hægra megin við umferðarstraum á akrein og ekki nær vegbrún en 0,5 m til að tryggja öryggi sitt á akbrautinni. Bílar geta farið framúr en hjólreiðamaður getur forðast fyrirstöður, sem oft eru við vegbrúnina, til dæmis glerbrot, niðurföll, holur og steina. Ríkjandi staða – framúrakstur ómögulegur Hjólreiðafólk tekur sér ríkjandi stöðu á miðri akrein til að tryggja öryggi sitt þegar aðstæður leyfa ekki framúrakstur, til dæmis vegna þrengsla. Einnig er ríkjandi staða til að tryggja sýnileika hjólreiðamanns við gatnamót og til að hann hafi betri yfirsýn. Gefið hjólreiðafólki pláss Hjólreiðafólk þarf sitt pláss á götunni líkt og aðrir ökumenn. Ef farið er of nálægt aftan frá eða frá hlið er það óþægilegt og skapar hættu ef eitthvað kemur upp á. Hjólreiðafólk getur þurft að víkja skyndilega frá fyrirstöðu sem er á götunni og þarf þá að beygja eða bremsa. Hjólavísar Hjólavísar leiðbeina hjólreiðafólki um staðsetningu og minna bílstjóra á að þeir deila götunni með öðrum. Þeir veita ekki forgang í umferðinni. 30
Rétt - Rangt
Víkjandi staða
Ríkjandi staða
Algjört lágmark 1m. milli stýris og spegils
Hjólavísir
Takmarkið hraða Í borgarumferð er meðalhraði reiðhjóla um 10-25 km/klst en meðalhraði bíla um 15-35 km/klst. Hjólreiðafólki stafar ógn af miklum hraða bíla og skyndilegri hraðaaukningu. Takmarkið hraða og akið á jöfnum hraða. Varúð við gatnamót Bílstjórar sjá hjólreiðamenn og vélhjólamenn síður en bíla við gatnamót. Venjið ykkur á að líta eftir öllum ökutækjum við gatnamót. Lítið einnig á gangstéttina beggja vegna áður en beygt er, þar gæti verið barn á hjóli. Flýtið ykkur hægt um gatnamót. Athugið blinda blettinn Þegar horft er í baksýnispegil er oftast blindur blettur þar sem hlutir sjást ekki. Gætið að hjólreiðamönnum á akbraut eða gangstétt hægra megin við ykkur þegar þið takið hægri beygju með því að líta yfir öxlina til hægri. Varúð þegar bílhurð er opnuð Þegar bíl er lagt í stæði í götu og hurðin er opnuð þarf að líta í baksýnisspegilinn og yfir öxlina og gæta að því að enginn sé að koma. Varúð við innkeyrslur Þegar ekið er úr innkeyrslu þarf að gæta að umferð á gangstétt og götu áður en farið er út. Stöðva þarf við brún innkeyrslu, líta til beggja hliða, fara varlega yfir gangstéttina og stöðva við gangstéttarbrún, líta eftir umferð og fara svo út á götu. Hugið að börnum Börn hjóla oft eftir gangstéttum og gæta ekki að hraða hjólsins við innkeyrslur. Þau geta þegar minnst varir sveigt yfir götu. Lærið að þekkja hvar búast má við börnum úti á götu og gætið sérstaklega að þar sem stígar þvera götu. Akið gætilega. Leggið löglega Þegar bílum er lagt ólöglega þar sem gangandi og hjólandi eiga leið um, skapar það hættu og hindrar för. Hafið hugann við aksturinn Ekki tala í síma við akstur eða gera annað sem dregur hugann frá akstrinum, það eykur slysahættu. Árni Davíðsson, hjólafærnikennari. 31
WWW.GÁP.IS