FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN
Hjólhesturinn, 2. tölublað 18. árgangur. okt. 2009
REIÐHJÓL ERU FJÖLBREYTILEG OG FYRIR ALLAR ÞARFIR FERÐAST INNAN BÆJARMARKA OG UPP Á HÁLENDI REIÐHJÓLIÐ RAUNHÆFASTI FERÐAMÁTINN HJÓLAFÆRNI Á ÍSLANDI - FRÆÐASETUR HJÓLAMENNING BLÓMSTAR VETRARHJÓLREIÐAR
Formannspistillinn Fjölnir Björgvinsson
viðburðum verður bætt inn í dagskrána en verið er að undirbúa GPS-námskeið/ratleik sem verður auglýst með stuttum fyrirvara. Fylgist því vel með dagskránni á netinu og skráið ykkur á póstlisann okkar. Nú eru haustlitir á gróðrinum farnir að sjást sem segir okkur að tími sé kominn á að endurskoða og yfirfara ljósabúnaðinn á hjólinu. Hjólreiðaverslanir bjóða endingargóð díóðuljós á góðu verði. Hægt er að fá ljós sem ganga fyrir rafhlöðum eða rafali. Þægilegt er að vera með ljós sem drifið er af rafali á hjólinu; þau þarf ekki að hugsa um að kveikja á eða slökkva og svo verður það aldrei rafmagnslaust – fyrir utan kostnaðinn við að endurnýja rafhlöður. Úrval annars konar blikkljósa er til í ýmsum útfærslum eins og ökklaendurskynsbönd með innbyggðum ljósum, lyklakippuljós sem krækja má á stýri eða hvar sem er á fatnaðinn, ljós sem stungið er inn í stýrisenda og svona mætti lengi telja. Endurskin koma aldrei í staðinn fyrir góð ljós en það má ekki gleyma þeim eða vanmeta. Glitaugu, hvítt að framan, rautt að aftan og gul eða hvít í teinum eru líka skyldubúnaður á hjólum. Endurskinsvestin eru ódýr, einfaldur og hentugur búnaður til að sjást mjög vel á
Þeg ar ný stjór n tók við á síðasta aðalfundi var rífandi gangur hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Metfjöldi félag a og dagskráin þétt og fjölbreyttari en nokkr u sinni. Sú þróun heldur áfram og nú eru klúbbmeðlimir um 800. Árið byrjaði með viðburðum í klúbbhúsinu svo sem hefðbundnum myndakvöldum, v i ð g e r ð a n á m s k e i ð u m , b í ó k vö l d u m , s ke m m t i l e g u m k a f f i h ú s a k vö l d u m a ð ógleymdum fyrirlestri Beth Mason sérfræðingi í hjólauppsetningu (á ensku: bike fit). Ferðir hafa verið margar og mjög skemmtilegar. Auk vikulegu ferðanna á sunnudögum og þriðjudögum var farin Nesjavallaferð, Skorra dalshringur og óvissuferð í Bláfjöll svo eitthvað sé nefnt. Engin utanlandsferð var á döfinni en talað er um að hafa skipulagða ferð til útlanda annað hvert ár. Erfitt er að segja til um hvort verði farið erlendis á næsta ári en nokkrir spennandi möguleikar á ferðum eru á teikniborðinu. Vetrardagskráin er tekin við með sínum árstíðabundnu verkefnum en þar má nefna að vetrarundirbúnings- og viðgerðanámskeiðin verða á sínum stað, opin hús með ferðasögum og bíókvöldum og aðalfundurinn svo 15. október. Nokkrum Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
2
upplýstum svæðum og góð sem viðbót við það sem upp er talið. Enginn ætti að sjást nema með ljós og viðeigandi endurskin á réttum stöðum. Um aldamótin 1900 voru margir sem trúðu því og héldu því fram að tré yxu ekki á Íslandi. Þeir sem héldu öðru fram voru álitnir skrítnir, sérvitrir og bjartsýnir úr hófi. Í dag efast enginn um skógrækt né gagnsemi og jákvæð áhrif skóganna okkar. Það þykir til dæmis ekkert sjálfsagðara en að pota niður hríslum við sumarbústaðinn. Slík hugarfarsbreyting á sér nú stað með reiðhjólið sem samgöngumáta en því var líka haldið fram að ekki væri mögulegt að hjóla á Íslandi. Veðráttan væri ekki ákjósanleg, brekkur margar og erfiðar og svo væri það svo dj*** dýrt og erfitt. Það vita hins vegar þeir sem reyna að upplifun á veðri fer mikið eftir því hvernig klæðnaðurinn er, vindurinn er stundum með og stundum á móti og má segja það sama um brekkurnar. Til eru borgir þar sem hjólreiðar eru mun útbreiddari en hér sem eru norðar, þar sem brekkur eru brattari og borgin dreifðari. Þetta snýst í raun aðeins um skynsemi. Æ fleiri sjá möguleika og kosti þess að hjóla og við sjáum það best í stóraukinni umferð hjólreiðamanna, bæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem hjólreiðamenn þeysast til og frá vinnu, og á landsbyggðinni þar sem ferðalangar, innlendir sem erlendir, taka á sig lengri og skemmri ferðalög til að upplifa umhverfið á nýjan og nánari máta. Yfirvöld eru alltaf að opna augun betur fyrir möguleikunum sem reiðhjólið býður upp á til samgangna og má það glöggt sjá á nýrri reiðhjólaáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var meðal annars í Fjallahjólaklúbbnum fimmtudaginn 24. september síðastliðinn. En lengi má gott bezna eins og maðurinn sagði og langt er í land þótt byltingin sé hafin í að gera Reykjavík að „fullgildri hjólaborg“. Hjólum heil og til fyrirmyndar. Fjölnir Björgvinsson, Formaður Fjallahjólaklúbbsins.
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK 2. tölublað 18. árgangur. okt. 2009 Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Prófarkalestur: Ásgerður Bergsdóttir. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, ritnefndar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins Myndir © Páll Guðjónsson, Magnús Bergsson og fl. ásamt greinahöfundum. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið.
Morten Lange
fylgir mun minni mengun og eru því ágæt lausn gegn mengun lífríkis og hlýnun jarðar. Vissulega væri það mikil framför ef stór hluti bílaflotans yrði skipt út fyrir rafmagns- og metanbíla en önnur vandamál leysast þó ekki. Eftir standa umferðarteppur, erfitt aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, minni notkun almenningssamgangna og andlát einnar milljónar manna í umferðinni á heimsvísu á ári, að mestu vegna bíla sem fara of hratt miðað við aðstæður. Þessi tala er há, svo há að meira að segja alþjóða bílaog hraðakstursklúbburinn FIA, sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda á aðild að, blása nú til sóknar gegn umferðarslysum og kalla þau yfirvofandi faraldur. En tölur yfir fjölda manna sem látast í umferðarslysum eru lágar borið saman við fjölda þeirra sem látast fyrir aldur fram vegna hreyfingarleysis, sérstaklega í hinum vestræna heimi. Einnig mætti skoða orkuna sem fer í ferðalag eins manns í bíl – með eitt tonn af stáli meðferðis. Við þetta bætist orkan sem fer í að vinna, endurvinna eða farga bílunum. Einnig bendir margt til þess að skortur verði á hráefnum til bílaframleiðslu og eldsneyti til að knýja bílana. Auk þessa væri hægt að taka fyrir landrýmið sem þessi samgöngumáti krefst, hvernig hann breytir borgarskipulagi og skipulagi þéttbýlis á þannig að borgin verður aðeins fær þeim sem ferðast um á bílum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að ýmis heilbrigðisvandamál, ekki síst sálræn
Reiðhjólið raunhæfasti ferða mátinn Þegar bent er á hjólreiðar sem lausn í samgöngumálum koma margir með mótbárur á þá leið að ekki sé raunhæft að „allir hjóli“. Ef hins vegar er horft til hreyfingarleysis Íslendinga og lausna í samgöngumálum má spyrja hvort þessu sé ekki einmitt öfugt farið, að ekki sé raunhæft að allir séu á bíl. Yfirvöld gera samt ráð fyrir því. Lausnin er í raun aldrei einn og einfaldur, heldur samansafn af leiðum. Þetta snýst allt um áherslur. Sérstaða hjólreiða til samgangna er að þær eru jákvæðar á svo marga vegu og leysa mörg af vandamálum samtímans. Margt bendir einnig til þess að hjólreiðar hefðu verið miklu vinsælli til samgangna ef áherslurnar hefðu verið aðrar eins og t.d. í Danmörku og Hollandi. Nokkur vandamál sem hjólreiðar til samgangna geta leyst Hjólreiðar geta, í ein vetfangi, leyst mörg erfið vandmál. Með því að nota hjólið til samgangna slær fólk ekki tvær flugur heldur fimm flugur í einu höggi – ja, eða 10 eða fleiri allt eftir því hvernig talið er. Það augljósasta er minni mengun, meiri hreyfing og sparnaður fyrir heimili og samfélagið í heild sinni. Umferðarmengun er ekki aðeins það sem kemur út úr púströrunum heldur einnig svifryk og hljóðmengun. Meðal lausna sem kynntar hafa verið til lausnar á umferðarmengun eru t.d. rafmagns- og metanbílar. Þeim Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
Reiðhjólið raunhæfasti ferðamátinn
4
9900
vandamál, tengist því að samfélag miðar allt út frá bílum og bílanotkun. Að hvetja til þess að ganga eða hjóla í stað þess að nota bílinn getur unnið á móti þessari þróun. Lýðheilsustöð og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, Venezia m/rennilás, teyju að neðan hefur til dæmis bent á aðBolur, hjólreiðar, mögulega og vösum að aftan, meira en önnur líkamsrækt, geti unnið gegn Litir: Turkisblár/Rauður/Grár Stærðir: M/L/XL þunglyndi. Como Kr.: 4.900 Samfestingur m/klofbót Litir: Svartur Stærðir: S/M/L Kr.: 10.600
Jafnræði og sannmæli er málið Fólk segir að bíllin sé kominn til að vera. Það er eflaust rétt sé litið til næstu ára en vonandi breytist það með breyttum áherslum í samgöngumálum. Nú gætir ekki jafnræðis á milli samgöngumátanna, á það hafa hjólreiðamenn oft bent og benda á þau vandamál sem ofnotkun bíla skapa. Fólk er stöðugt hvatt til að ferðast um á bíl af hálfu fjársterkra aðila, í gegnum dægurmenningu og orðræðu stjórnmálamanna, vegagerð sem snýst fyrst og fremst umAgu bíla með ýmsum Spinning, karlar/konur Proog Nalini Buxur, engir saumar að beinum og Hjólabuxur m/klofbót tegundum óbeinum styrkjum. Litir: Svartur Litir: Svartur Stærðir: M/L/XL M/L/XL Mikilvægt er að jafnræðiStærðir: og sannmælis gæti í Kr.: 3.150 Kr.: 5.700 umfjöllun um alla samgöngumáta.
Bæjarhraun 22 | 220 Hafnarfjörður | Sími: 565 2292
Endurnýtt prenthylki
Hugum að umhverfinu og endurnýtum verðmæti
Afslættir til félagsmanna ÍFHK gegn framvísun skírteinis 2009: Staðg. Kredit 12 Tónar 10% 10% 66°Norður 10% 10% Afreksvörur 10-15 10-15 Borgarhjól 10% 10% Cintamani búðin 10% 10% Everest 10% Nei Fat Face 10% 10% Fjallahjólabúðin GÁP 15% 15% Hamborgarabúlla Tómasar 20% 20% Hjólasprettur efh 10% 5% Hjólið ehf verkstæði 10% Nei Hvellur 15% 10% Íhlutir 10% 10% Ísól 15% 15% Íslensku Alparnir 10% 5% Ljósmyndavörur 10% Nei Markið 10% 5% Merking 15% 15% Miðbæjarradíó 10-20 10-20 Norðlensku Alparnir 10% 5% Rafgrein sf 10% 10% Skíðaþjónustan 10% 7% Slippfélagið - Litaland 15-30 15-30 Sportver 10% 10% Stilling 12% Nei Sölutraust, Gilsbúð 10% 10% Toner.is 15% 15% Útilíf 10% 10% Örninn 10% 10% Skoðið nánari upplýsingar um afslætti og sérkjör á fjallahjolaklubburinn.is því sumar verslandir gefa aðeins afslátt af ákveðnum vöruflokkum. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig einfaldast er að ganga í klúbbinn. Félagsgjald 2009 er 2000 kr. eða 3000 kr fyrir fjölskyldu og allir fá skírteini. Fyrir yngri en 18 ára eru það aðeins 1000 kr. Eftirtaldir sérleyfishafar hópferðabíla bjóða félagsmönnum ÍFHK frítt fyrir hjólið Þingvallaleið, Hópferðamiðstöðin TREX, SBA-Norðurleið og Reykjavík Excursion.
Haust óvissuferð með Fjallahjólaklúbbnum Hrönn Harðardóttir Heiðmerkurinnar en gamanið kárnaði í Lækjarbotnum. Hjólafær stígur átti að vera yfir í Waldorfskólann en hann fundum við ekki. Við teymdum því hjólin yfir mela, móa og nokkrar lækjarsprænur, síðan tók við torfær stígur sem var æði tættur eftir mótorhjól. Við áðum svo við nýlegt minnismerki, súlu með ljósi efst, og klifruðum upp í nærliggjandi kletta þar sem Sesselja fann þetta líka fína einkatjaldstæði, eins og arnarhreiður uppi í klettunum. Veðrið var gott framan af, 15 stiga hiti en svolítill úði. Varla hægt að óska sér betra veðurs á þessum árstíma. Eitthvað var náttúran í sérkennilegu formi því við höfðum aldrei séð jafn lítið vatn í Elliðaárstíflu og í ánum á leiðinni voru stórar laxatorfur á sveimi. Þegar við komum á Bláfjallaafleggjarann brast hins vegar á dæmigert íslenskt haustveður, rok og rigning. Auðvitað vorum við að hjóla upp í mót og með vindinn í fangið. En það var bara gaman að takast á við náttúruöflin og fá roða í kinnarnar og finna rass- og lærvöðvana styrkjast vitandi það að skálinn var aðeins í 3-5 km fjarlægð. Hópurinn hafði
Er ekki haustið tíminn til að skríða upp í sófa með kakó, teppi og góða bók? Vissulega en það er líka góður tími til að pakka niður nesti og regngallanum og fara út að hjóla. Haustlitirnir eru ægifagrir um þessar mundir og náttúran skartar sínu fegursta. Ég valdi því óvissuhaustferð Fjallahjólaklúbbsins fram yfir sófalegu helgina 12.-13. september. Ég vissi að hjóla ætti u.þ.b. 40 kílómetra í svefnstað og til baka, að gista ætti á svefnlofti og að svefnpokanum og farangrinum yrði ekið í skála. Það eina sem ég þurfti að taka með var nesti fyrir daginn, hlý föt, regnföt, pumpu og bætur auk viðgerðasetts. Sesselja fararstjóri tók á móti okkur við Árbæjarsafn og deildi út gulum vestum. Betra að vera vel sýnilegur þegar skammdegið færist yfir. Við fengum líka að vita að við værum á leið upp í Bláfjöll með viðkomu í Heiðmörk og Lækjarbotnum. Heiðmörkin er alltaf falleg, sérstaklega á haustin. Framan af hjóluðum við á auðveldum malbikuðum stígum, síðan eftir malarstígum
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
6
haldist nokkuð þéttur en nú teygðist á honum, sprækustu garparnir stormuðu á undan (ég þar á meðal) en við áttum í erfiðleikum með að finna skálann. Við sáum glitta í hvítt hús uppi í hlíð og annað brúnt aðeins lengra. Við hjóluðum fram og til baka, upp og niður brekkur í leit að rétta skálanum. Skíðaskáli Fram reyndist svo vera ljómandi huggulegur skáli með góðri eldunaraðstöðu, tveimur sturtum, stóru og góðu svefnloft ásamt tveimur litlum herbergjum. Ég bauðst til að taka annað einkaherbergið, verandi annáluð hrotudrottning og var því boði tekið fegins hendi af samferðafólkinu. Þegar fólk hafði farið í sturtu og gírað sig aðeins niður yfir bjór hófst eldamennskan.
Magnús Bergs og Árni gerðust grillmeistarar, Magnús Þór tók að sér sveppina og sósuna. Ég skar niður salatið, Sesselja kryddaði og undirbjó kjötið fyrir grillið, hinir lögðu á borð og gerðu salinn huggulegan. Þetta var eins og hjá stórri samheldinni fjölskyldu. Síðan snæddum við herlegheitin sem smökkuðust gríðarlega vel, skildum þó nokkra vel valda bita eftir handa Morten sem var væntanlegur í hús á milli kl. 21 og 22. Sumir lögðu seint af stað en komu þó. Eftir matinn fengum við kaffi og konfekt en svo fóru menn að ókyrrast þegar leið á kvöldið. Loks ákvað Magnús að fara út og leita að Morten. Hálftíma seinna vorum við, sem eftir vorum í skálanum, farin að efast um ágæti þess að senda Magnús einan
út að leita. Ef ræsa þyrfti út björgunarsveit þyrfti að leita að tveimur stökum mönnum í myrkrinu í Bláfjöllum. Fljótlega sáust þó tvær týrur í fjarska sem færðust í átt að skálanum. Íþróttafélögin mættu gjarnan setja upp vegvísa heim að skálunum. Skálinn sást ekki frá veginum í myrkri, þoku og rigningu, þrátt fyrir að hann væri uppljómaður. Menn voru misþreyttir eftir daginn, sumir fóru í háttinn klukkan 10, aðrir vöktu fram eftir við að ræða landsins gagn og nauðsynjar, segja ferðasögur, ræða fjarlæg lönd, dagskrána framundan hjá Fjallahjólaklúbbnum, hjólagræjur og hvaðeina. Ég er ægileg prinsessa þegar kemur að svefnvenjum, þarf helst að sofa á hvítu laki og hafa blómamynstur á koddum og sæng. Það er langt síðan ég svaf síðast í svefnpoka og átti von á að nóttin yrði erfið. En merkilegt nokk, ég sofnaði kl. 1 og rumskaði ekki fyrr en kl. 10 næsta morgun. Þá var ég handviss um að klukkan mín væri biluð og hefði stoppað kvöldið áður. En ilmurinn af ný löguðum hafragraut lagði inn til mín og nokkuð ljóst að ég var búin að sofa óslitið í níu tíma. Það sem fjallaloftið gerir manni gott. Einhvern tíma verður allt fyrst og í Fram-skálanum í Bláfjöllum smakkaði ég hafragraut með rúsínum og kanilsykri í fyrsta sinn – og hann bragðaðist bara ljómandi vel.
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
Veðrið hafði ekkert skánað frá deginum áður og var meira að segja ívið blautara. En við vorum með vindinn í bakið og fukum til Hafnarfjarðar á mettíma. Hitinn var áfram u.þ.b. 15 stig svo okkur varð ekkert kalt þótt við værum svolítið blaut. Við áðum hjá fallegum hraundröngum og lukum við nestið og konfektið frá kvöldinu áður. Nýju hjólabuxurnar mínar reyndust vera vatnsheldar eins og framleiðandinn lofaði en regnvatnið hafði runnið niður eftir þeim og bókstaflega fyllt skóna mína. Eftir nestispásuna hófst leitin að góðri hjólaleið frá Hafnarfirði að Garðabæ. Ekki var hún auðfundin en fannst þó að lokum eftir svolitla leit í iðnaðarhverfinu. Ó, hve það var þægilegt að skríða upp í sófa með teppi, heitt kakó og góða bók þegar ég kom heim úr þessari líka ánægjulegu hjólaferð.
8
Kjaransbraut
Halla Magnúsdóttir
Það var um verslunarmannahelgina 2008 sem undirrituð ásamt eiginmanni, 14 ára syni og fjögurra manna vinafjölskyldu okkar, fórum í ferðalag um Vestfirði og ákváðum að taka hjólin okkar með. Við höfðum hjólað talsvert mikið saman þetta sumar en nú var komið að því að nema ný hjólalönd og finna skemmtilega spotta á Vestfjörðum til að hjóla. Segir þó fátt af hjólreiðum okkar fyrr en við komum í Dýrafjörð og komið var að annarri eða þriðju gistinótt í ferðinni en þá ákváðum við að tjalda í botni fjarðarins við Botnsá. Fyrsti hjólatúrinn okkar var dásamlegur kvöldhjólatúr þar sem við hjóluðum frá næturstaðnum um það bil 15 kílómetra leið út með firðinum sunnanverðum og inn að Þingeyri . Búið er að brúa Dýrafjörð um hálfa vegu frá botni og inn að Þingeyri og lá leið okkar í fyrstu um gamlan og grófan malarveg þar sem lítil sem engin bílaumferð er lengur en frá brúnni og að Þingeyri er hins vegar malbik. Í bakaleiðinni hjóluðum við svo þetta sama
malbik þangað til við komum að brúnni, hjóluðum svo á brúnni yfir fjörðinn og tókum malarveginn norðan megin fjarðar til baka. Samtals hafa þetta verið í kringum 30 kílómetrar. Veðrið var eins og best getur gerst á Íslandi og gott ef ekki voru slegin einhver hitamet þennan dag eða þann næsta. Að lokinni hjólferð voru hjólin svo skoluð í volgri Botnsánni og fólkið líka. Einn og einn Crocs-skór átt það til að losna af fótum okkar í ánni en iðulega tókst að hlaupa þá uppi áður en þeir enduðu úti í sjó. Daginn eftir var komið að hápunkti ferðalagsins og óhætt að mæla með hjólaleiðinni sem þá var farin. Við völdum að hjóla veg sem af heimamönnum er gjarnan kallaður Kjaransbraut og liggur frá Keldudal við Dýrafjörð, út fyrir Svalvoga, um Lokinhamradal og að Stapadal í Arnarfirði. Vegurinn er meistarastykki Elís Kjaran, ýtumanns á Þingeyri, og varla er nokkurs staðar jafn sérstakur eða hrikalegur vegur
9
www.Fjallahjolaklubburinn.is
á Íslandi. Áður en Elís Kjaran gerði veginn höfðu reyndir vegagerðarmenn lýst því yfir að slík vegagerð væri óhugsandi en Elís vann verkið með lítilli jarðýtu sem nefnd var teskeiðin og nagaði með henni utan í þrítugan hamarinn. Fyrst ruddi hann veginn milli Lokinhamradals og Dýrafjarðar og opnaði hann 1975 en tengingin við Arnarfjörð kom svo um 10 árum síðar og var þá kominn hringvegur um Vestfirsku Alpana sem fær er á sumrin öllum farartækjum með fjórhjóladrif. Vegurinn í heild sinni frá Sveinseyri og að Stapadal er um 24 kílómetra langur og hefur verið útnefndur sem eitt af sjö merkilegustu mannvirkjum á Vestfjörðum. Hin síðari ár hefur vegurinn gengið undir
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
nafninu Vesturgatan en það nafn kom fyrst fram hjá Ólafi Erni hótelstjóra á Ísafirði seint á síðustu öld í tengslum við kynningu á leiðinni sem göngu- og hjólaleið. Nú er þar árlega haldin hlaupakeppni sem kallað er Vesturgötuhlaup eða bara Vesturgatan. Áður en vegurinn kom til var Lokin hamradalur einn afskekktasti dalur landsins en þar voru til skamms tíma einungis tveir bæir í byggð, Lokinhamrar og Hrafnabjörg. Áður fyrr voru þar þó fleiri bæir. Guðmundur Hagalín skáld fæddist og ólst upp á bænum Lokinhömrum. Hann hefur skrifað mikið um uppvaxtarár sín og frægustu skáldrit hans gerast einmitt í svipuðu umhverfi, s.s. hin fræga saga um Kristrúnu í Hamravík. Fyrir
10
líklegra að gleraugun hafi öðlast sjálfstæðan vilja og ákveðið að verða eftir á þessum magnaða stað. Lái þeim það hver sem vill. Eitt er þó víst að í okkar huga mun þetta svæði framvegis ganga undir nafninu RayBan-skagi í höfuðið á sólgleraugunum sem enn er sárt saknað og ef þú lesandi góður átt einhvern tíma leið um RayBan-skaga og gengur fram á gleraugun ertu vinsamlega beðinn að setja þig í samband við Ómar Einars sem getur þá tekið gleði sína á ný. Þegar við fórum framhjá Svalvogum á heimleiðinni virtum við fyrir okkur margra milljón ára gamlar steingerðar plöntuleifar, kolaðar blaðleifar og samanpressaða trjáboli í berginu við veginn. Daginn eftir hjólatúrinn birtist frétt á mbl.is um að veginum hefði verið lokað um tíma vegna grjóthruns. Fréttinni fylgdi mynd af u.þ.b. þriggja tonna grjóti á miðjum veginum og við prísuðum okkur að sjálfsögðu sæl fyrir að hafa sloppið undan því! Þetta er ekki sagt til að draga kjarkinn úr fólki að hjóla þessa leið, einungis til að minna fólk á að vera ekkert að fikta í berginu þó að það sé vissulega spennandi, enda vitum við ekki nema þetta hafi allt verið okkur að kenna. Kannski er meira að segja nóg að standa lengi og horfa stíft!
aðdáendur skáldsins er það því eflaust mjög áhugavert að fara í bókmenntagöngu og pílagrímsför í Lokinhamradal á bernskuslóðir og mótunarstað Guðmundar Hagalíns. Það var þó ekki erindi okkar að þessu sinni. Við vorum þarna einungis til að njóta veðurs, hjólreiða og landslags og frá þeim sjónarhóli var ferðin ævintýri líkust, bæði fyrir börn og fullorðna. Við hjóluðum ekki alla 24 kílómetrana að Stapadal, heldur snerum við stuttu áður og hjóluðum til baka svo úr varð u.þ.b. 35-40 km hjólatúr. Fyrir áhugasama má geta þess að einnig er skemmtilegt að fara að Stapadal og ganga svo eða hjóla vegarslóða sem liggur þvert yfir nesið og að Þingeyri aftur. Þá fer maður framhjá hæsta fjalli Vestfjarða, Kaldbak (998 m) og getur jafnvel gengið upp á það í leiðinni! Eins og nærri má geta stoppuðum við oft á leiðinni til að njóta veðurs og útsýnis og taka myndir. Í einu slíku stoppi, líklega nálægt Sléttanesi lagði maðurinn minn frá sér uppáhaldssólgleraugun sín en gleymdi þeim svo þegar hann stóð upp og hjólaði af stað. Þrátt fyrir mikla leit fundust þau aldrei aftur og enn í dag vitum við ekki hvað af þeim varð. Líklegt er að vestfirskir álfar eða draugar hafi fengið þau að láni en hitt er jafnvel
11
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Hjól fyrir allar þarfir
Páll Guðjónsson, Magnús Bergs og Sesselja Traustadóttir Flest erum við á nokkuð venjulegum hjólum. Fólk sem hjólar hefur hins vegar mismunandi þarfir og velur sér þá þann búnað sem hentar. Reiðhjólið býður upp á mikinn fjölbreytileika eins meðfylgjandi myndir sýna en þær eru allar teknar á Íslandi.
Það er orðin nokkuð algeng sjón á Íslandi að sjá foreldra með börnin í tengivögnum og hafa börnin gaman af þessum ferðamáta.
Dagmamman á Hringbrautinni, Eva frá Þýskalandi, ferðast vandræðalaust um bæinn með börnin sem hún ber ábyrgð á. Fimm litlir farþegar voru með henni á hjólinu þegar hún varð á vegi ljósmyndara Hjólhestsins á dögunum. Flestir sofandi og létu fara vel um sig á hollenska hjólinu sem mamma Evu fann fyrir hana og sendi henni. Hjólið hefur vakið óskipta athygli vegfaranda sem eiga leið um Hringbrautina enda óvanalega skemmtilegt hjól á ferðinni, nytsamt þarfaþing og fallegt.
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
Jón Örn með Þulu litlu í barnakerrunni og mynd sem Þula tók af útsýninu innan úr kerrunni. Þótt Magnús aki aldrei bifreið var það ekkert vandamál að skella sér í kajak-sportið. Hann fékk sér bara tengivagn við hjólið til að flytja kajakinn á milli. Magnús var heldur ekki í vandræðum með að skella sér í ferðalag með soninn á tengihjóli og farangurinn í tengivagni.
12
Tveggja manna hjól koma í mörgum útgáfum. Elín og Arnþór hafa ferðast víða um landið og erlendis á Orminum sínum og lesa má nokkrar ferðasögur þeirra í safni ferðasagna á vef klúbbsins. Þegar börnin eldast geta þau tekið þátt í hjólreiðunum á tengihjóli.
13
www.Fjallahjolaklubburinn.is
A.m.k. tvö síðustu sumur hefur fólki verið boðin frí skoðunarferð um Reykjavík í þessum skemmtilega hjólataxa. Swifty lét það ekki stoppa sig að missa báða fæturna. Hann kom hingað og tókst á við Kjalveg og hringveginn einn síns liðs á handknúna hjólinu sínu. Reyndar var þetta frábærlega hannaður hjólastóll sem hægt var að taka hjólabúnaðinn af og nota sem slíkan. Ferðasaga hans er á vef klúbbsins. Það eru ekki allir með sjón eða kraft til að stýra eða hjóla en þeir láta það ekki stoppa sig. Hér sést Snædís í einni af vinsælu Nesjavallaferðum ÍFHK. Þótt jafnvægisskynið væri ekki sem best hafði hún gaman af því að hjóla framan á þessu skemmtilega tveggja manna hjóli, sem var gjöf frá Lions, með pabba sínum.
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
Hægt er að fá nokkrar tegundir af hjólum sem auðvelt er að brjóta saman og taka með sér. Það getur verið mjög hentugt ef ætlunin er t.d. að hjóla aðeins aðra leiðina. Einhjól eru ekki jafn praktísk.
14
Víða eru reiðhjól notuð sem vinnutæki. Sendlahjól voru mikið notuð hér á árum áður og eru enn notuð víða um heim. Sendlahjól eru sérlega hentug þar sem götur eru þröngar og þola ekki umferð. Þær eru minni körfurnar á vinnuhjólum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar sem starfsmenn nota í alls kyns sendiferðir. Þetta Kristjaníuhjól er notað á vinnusvæði Eimskipa við Sundahöfn og nýtist vel. Hjól í ýmsum myndum henta vel á flestum vinnustöðum og eru oft inni í samgöngustefnu þeirra ásamt öðru sem ýtir undir aukna notkun vistvænna samgöngutækja. Það er auðvelt að bæta farangursrými við venjuleg hjól með t.d. Bob-vögnunum vinsælu sem auðvelt er að kippa af. Snata líkar vel að ferðast í vagninum þegar hann þreytist á hlaupunum. Þessi hundur passaði hjólið vandlega í Lækjargötunni meðan eigandinn sinnti erindum.
Svipmyndir úr starfseminni 2009 Páll Guðjónsson, Magnús Bergsson og fl.
Þeir Gísli Haralds. og Magnús Bergs. sem stofnuðu Íslenska fjallahjólaklúbbinn fyrir 20 árum voru kátir á afmælishátíðinni í sumar enda hefur sjaldan verið jafn fjölbreitt og mikið starf unnið í klúbbnum og félagsmönnum fjölgað sem aldrei fyrr.
Fjölnir og Magnús Bergs skera á 20 ára afmæliskökuna
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
16
Munið að allir eru velkomnir á opið hús hjá okkur því klúbburinn er fyrir alla sem hjóla. Það var líflegt starfið í klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2. Opið hús öll fimmtu dagskvöld og fjölbreytt dagskrá með mynda sýningum, námskeiðum í viðgerðum, ferða mennsku og fl. einnig fengum við marga góða gesti. Hér sést Gísli Marteinn sem kynnti fyrir okkur Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem er í smíðum ásamt Pálma Randverssyni. Vonandi gengu þeir fróðari út eins og flestir sem kíkja til okkar í fyrsta skipti. Síðan er það góður félagsskapurinn sem laðar fólk til okkar aftur og aftur.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn stóð fyrir heilmiklum ratleik eftir strandlengjunni á milli Korpúlfsstaðagolfvallar og að Ástorgi í Hafnarfirði á Ferðafagnaði. Margir fóru alla póstana 34 og hafa þá hjólað um 50 km leið.
17
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Á Menningarnótt mættust glaðir hjólakappar kl. 15 á Miklatúni og rúlluðu þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn. Fólk var hvatt til að hjóla með bökin ber og
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð eða að mæta í búningum eða skrautlegum fötum. Skemmtilegt að sjá hvað hjólamenningin blómstar.
18
Alla þriðjudaga frá því í maí og fram í september er hjólað í rólegheitum vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið. Hrönn mætti manna best og fékk bikarinn í sumar. Myndin til hliðar var tekin af henni þegar ákveðið var að breyta til og skella sér í sjósund eitt kvöldið. Flest ferðalög klúbbsins eru nokkuð fjölskylduvæn. Jónsmessuhelgina var hjólað í kringum Skorradalsvatn og Eurovision helgina var hjólað á Nesjavelli og til baka.
19
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Pínulítið skömmustulegir, einkum þó ég
Örlygur Steinn Sigurjónsson
með krökkunum - með nýja sexkantinn minn á lofti – og gekk að mér fannst vel. „Viðgerðirnar“ voru ekki flóknar en þeim mun skemmtilegra að útskrifa hvert hjólið á fætur öðru. Nóg um það, upp á hestana var sest og hjólað af stað. Með í för voru einnig fjórir kennarar, allt útivistarunnendur og hjólafólk af guðs náð. Leiðin milli Landmannahellis og Lauga er bráðskemmtileg og liggur fram hjá nokkrum fjallavötnum, Frostastaðavatni þeirra stærstu. Brekkuvalsinn upp á Dómadalshraunið tók hæfilega í og stöku spræna kætti og bleytti mannskapinn. Skemmtilegasti hluti leiðarinnar var á Frostastaðahálsinum á tiltölulega sléttum malarslóða sem var kærkomin hvíld frá holuglímunni fyrr um daginn. Ekkert var að veðrinu að undanskildum saklausum smáskúrum í norðangolunni. Þegar í Laugar kom var ljóst að dagleiðin hafði verið í allra stysta lagi, enda er hress hópur enga stund að hendast 20 km. Klukkan var rétt gengin í fjögur þegar við komum í Laugar og það virtist ógnarlangt til kveldverðar. Ekki þýddi að hugsa frekar um það, við komum okkur fyrir í skála FÍ og eftir kaffihvíld og matarstúss, sem gleyptu tímann, var liðið á kvöld með hinu ómótstæðilega septemberrökkri sem á vart sinn líka þegar kveikt er á kertisstubbi í fjallaskála. Sökum þægilegrar dagleiðar fyrsta daginn vor u teljandi eymsli í sitjandanum ekki í
É g f a n n h ve r n i g t á r i n h r u k k u a f h vö r mu nu m o g v i n d u r i n n g n a u ð a ð i fyrir eyr unum á 45 km hraða niður af Herðubreiðarhálsinum. Sumri var tekið að halla og síðustu gönguhrólfarnir víðast hvar að renna út af hálendisbrúninni þetta árið. En hér var ég á fleygiferð á fjallahjóli ásamt þrjátíu 9. bekkingum úr Smáraskóla, í blábyrjun september 2009. Aðdragandi þessarar ferðar var bæði stuttur og án málalenginga; Ferðafélag Íslands fékk mér það verkefni að vera fararstjóri í árlegri hjólaferð Smáraskóla og ég sló strax til. Mig vantaði ekki hjól en boðlegir varahlutir, allt frá smæstu hlutum, s.s. lími og bótum upp í varagaffal, voru víðs fjarri. Þessa hluti og fleira til tókst þó að útvega á skömmum tíma og af stað var haldið. Ekið var upp í Landmannahelli, hjólin tekin út úr rútunni og sett saman áður en brunað var austur í Landmannalaugar. Satt að segja hafði ég ekki dyttað að reiðhjóli í ein tvö ár en var nú skyndilega kominn á kaf í alls kyns reddingar
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
20
frásögur færandi morguninn eftir. Því var óðara farið á bak og hjólin stigin áfram austur á bóginn, nánar tiltekið í Hólaskjól. Hér var um lengri og ögn strembnari dagleið að ræða en krakkarnir voru hinir seigustu að puða upp brekkurnar, að ógleymdum sprænunum mýmörgu á leiðinni. Fætur voru flestir rennblautir en allir í fantastuði fyrir næsta hjall eða brekku. Á stöku stað þótti mér vissara að stefna einum og einum niður í einu en yfirleitt rann hópurinn eins og hjörð grasbíta yfir fjallabakið uns komið var að Herðubreiðarhálsinum. Þar var farið að blása hressilega af norðvestri en við létum það sem um vind um eyru þjóta og lögðum nú niður af hálsinum í frábæru niðurrennsli.
hausinn og æddi áfram. Þeir fyrstu, ég þar á meðal, gleymdu sér ögn í hamaganginum og tókst ekki að stöðva sig tímanlega hjá heimreiðinni við Hólaskjól og þeyttust áfram. Sneru þó við - pínulítið skömmustulegir, einkum þó ég. Stórkostlegum hjóladegi var lokið og nú var ekkert að vanbúnaði að hefja matseld og halda inn í kvöldið með tilheyrandi skemmtilegheitum. Um það hafði samist í upphafi ferðar að ég lyki fylgdinni í Hólaskjóli en þriðja og síðasta daginn hjólaði hópurinn niður með Skaftánni að hringvegi, eina 40 km til viðbótar og hafði gaman af - þótt brekkurnar tækju í sem fyrr. Klúbbkaf fið og fyrsta Kompukvöldið Þessi stórgóða hjóla leið, sem ég hjólaði í fyrsta skipti, er sjálfsagt ein af klassíkerunum meðal reyndari fjallahjólamanna og -kvenna og mér þykir líklegast að flestir í hópi þeirra virkari hafi farið hana oftsinnis. Hún blés hressilega í gamlar hjólaglæður hjá mér og þegar heim var komið beið ég ekki boðanna með að snúa mér að Fjallahjólaklúbbnum ef það mætti verða til að efla áhugann enn frekar og læra meira. Ég gekk í klúbbinn, fór á fyrsta Kompukvöldið mitt, kynntist hinu áhugaverðasta fólki og fékk gott kaffi. Stórgóð byrjun það.
Örlaði á skrámum og sveifarbilun Fr a m a ð þ e s s u h a f ð i a l l t g e n g i ð stóráfallalaust hjá hjólum og fólki að undanskilinni einni sveifarbilun og sprungnu dekki. Þá hafði einn nemandinn dottið af hjólinu við Klapparagil og skrámað sig aðeins. Samkvæmt venju fylgdi rúta hópnum og í hana gátu þeir farið sem á þurftu að halda. En hópurinn rann niður af hálsinum og ruddi kílómetrunum inn á mælana og stuttu síðar var komið að Ströngukvísl. Hún reyndist ekki vera farartálmi enda brúuð öllum nema vélknúnum ökutækjum. Sumir nýttu sér ekki einu sinni þessa samg öngu bót og hjóluðu í ána, í bókstaf leg ri merkingu. Þeir fáu kílómetrar sem eftir voru niður í Hólaskjól voru fljótfarnir á góðum veginum. Nú þandi hver sem þanið gat sinn brjóstkassa, setti undir sig 21
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Hjólafærni á Íslandi
– fræðasetur um hjólreiðar Sesselja Traustadóttir Þróunar verkefni í Hjólafær ni lauk í Álftamýrarskóla vorið 2009. Þá hafði öllum nemendum í 4.-7. bekk skólans verið boðin þátttaka, völdum nemendum úr 8. bekk og foreldrum boðið til fræðslu. Viðhorfskönnun á meðal foreldra sýndi mikla ánægju með þetta námsframboð. Nemendur unnu í litlum hópum og kynntust hjólinu sínu, stilltu hjálminn og spáðu í fatnað til hjólreiða. Í framhaldinu var farið í hjólaleiki og alls kyns þrautir áður en farið var í flæði umferðar. Unnið var með umferð á stígum og gangstéttum og að lokum var farið yfir hjólreiðar í almennri umferð á rólegum umferðargötum. Breska hugmyndin úr Bikeability var færð til íslensks umferðarsamfélags og kennd sem Hjólafærni. Í framhaldi af þróunar verkefninu kviknaði sú hugmynd að vinna markvisst að stofnun fræðaseturs um hjólreiðar; Hjólafærni á Íslandi. Það gæti orðið einskonar miðstöð þekkingar um hjólreiðar með fræðslu og ráðgjöf að leiðarljósi. Verkefnin eru næg því á Íslandi virðist vera inngróin vantrú á reiðhjól sem samgöngutæki. Meðal verkefna sem Hjólafærni á Íslandi hefur sinnt er uppsetning hjólaþrautabrauta og aðstoðar við utanumhald á hjóladögum í grunnskólum, fyrirlestrar um hjólafærni og námskeið hjá Hlutverkasetri, þar sem m.a. 47 ára gömul kona lærði að hjóla í fyrsta sinn á ævinni. Á sama námskeiði var öðrum þaulreyndum hjólakappa leiðbeint um stöðu og samvinnu ökutækja í vinstri beygjum og á leið í gegnum hringtorg. Fossvogsskóli samdi við Hjólafærni um að fá kennara vikulega í skólann í allan vetur og vinna með nemendum í 5., 6. og 7. bekk skólans utan húss í ágúst, september, apríl og Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
maí en frá október og út mars, að vinna með nemendum í 6. og 7. bekk í litlu og nýstofnuðu Hjólaríi í miðstöðvarkompu skólans. Kennaranámskeið fyrir fulltrúa úr öllum skólum Grafarvogs var haldið af Hjólafærni á Íslandi á haustdögum í Hamraskóla sem liður í undirbúningi hverfisins fyrir Græna samg öngustefnu sem Dofri Hermannsson, varab org arf ulltrúi og nefndar maður í Hjólreiðanefnd Reykjavíkur, er höfundur að. Námskeiðið var svo innsiglað með einni stærstu hjólalest sem sögur fara af, þegar 500 nemendur og starfsmenn skólanna í Grafarvogi hjóluðu um hverfið og enduðu þannig Samgönguvikuna 2009 í blíðskaparveðri. Hollt og gott að hjóla Samgöngur í sjálfbær u samfélagi grundvallast á hjólreiðum. Á Íslandi kunna nánast allir að hjóla og til landsins hafa verið flutt hundruð þúsunda reiðhjóla á liðnum árum. Þótt fæstir noti reiðhjólið sem samgöngutæki hefur þó orðið stóraukning á daglegri notkun reiðhjóla. Þeir sem nota hjólið sem samgöngutæki í stað bílsins spara um 100 þúsund kr. á mánuði og bætir þar að auki heilsu sína. Sá hinn sami gerir mannlífið líflegra og mengar minna. Auk þess verður einum bílnum færra í umferðinni og þar með er hjólreiðamaðurinn orðinn góður vinur bílstjóranna. Ísland er afskapleg a g ott land til hjólreiða. Á götum borga og bæja er rými oftast með ágætum og vandræðalítið að hjóla um flestar götur landsins. Helst eru það 50 km götur með mörgum þrengingum eins og Hverfisgatan í Reykjavík sem er erfið í samvinnu hjólreiðamanns og ökumanns 22
stærra ökutækis. Íslenskir ráðamenn virðast um þessar mundir einhuga um að vinna að úrbótum í hjólreiðasamgöngum á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu því þeir skilja að mun fleiri vilja nú nota reiðhjólið fremur en bílinn sem samgöngutæki. Enn hefur ekki verið horft til þess að markaðssetja Ísland sérstaklega sem hjólaland ferðalangsins. Það er líka rétt ákvörðun, því tengileiðirnar að og frá höfuðborginni eru ekki boðlegar hjólreiðafólki. Það er fínt að hjóla á Nesjavelli og öxlin til Keflavíkur er í lagi en ekki ánægjuleg sökum umferðarþunga og hraða. En Kjalarnesið og Hellisheiðin eru bara lok, lok og læs fyrir hjólandi umferð. Það er lítil ánægja fólgin í því að stíga hjólið í kapp við 90 km umferð á þröngum vegum og án vegaxla.
aldri. Eldri börn, eins og mömmur og ömmur og afar og pabbar, eru mörg hver að rifja upp hversu gaman er að hjóla. Unglingarnir okkar eru líklega sá hópur sem er í mestum vandræðum með hjólin sín. Þeir vilja ekki vera með hjálm og nenna ekki að hjóla á gangstéttinni. Seinna fá unglingarnir bílpróf og bílinn lánaðan og hika ekki við að vanda um fyrir hjólreiðamönnum á götunni að drífa sig á gangstéttina. Þessum hópi þurfum við að kenna að hjóla á götunni. Um leið og hann lærir að taka virkan þátt í ábyrgri stýringu ökutækja í umferðinni, getur hann líka á örskammri stund, tileinkað sér hjólreiðar á götunni. Í sumar hafa fulltrúar lögreglu, öku ke n n a r a f é l a g s i n s, G r u n d a s k ó l a s e m móðurskóla í umferðafræðslu og fleiri aðilar fundað um Hjólafærni. Allir sem koma að borðinu eru sammála um ágæti Hjólafærninnar. Hjólreiðamenn sem hjóla á götunni greina mun á hegðun bílstjóra gagnvart hjólandi vegfarendum frá því í vor og vekur það upp spurningu hvort það sé áhrifamáttur fjöldans? John Franklin sagði; því fleiri sem hjóla á götunni, því öruggari verða slíkar hjólreiðar þar sem ökumenn annarra ökutækja venjast því að eiga ævinlega von á hjólreiðamönnum í kringum sig. Glæsilegur áfangi fyrir íslenska umferðarmenningu! Framundan er u ólík verkefni, stór og smá. Í smíðum er heimasíðan w w w. h j ó l a f æ r n i . i s o g verður opnun hennar vona ndi á næstu vikum. Umhverfisráðuneytið hefur leitað til okkar um samstarf og framundan eru góðir tímar til hjólaeflingar í íslensku samfélagi. Við ætlum að njóta þess að taka slaginn!
Tækifæri til framtíðar Nærumhverfi okkar flestra er töfrum prýtt og fáir þurfa að fara um langan veg áður en eitthvað skemmtilegt fangar athyglina. Flestum grunnskólum hefur verið gert að losa sig við aksturskostnað vegna nemendaferða. Þetta er gullið tækifæri fyrir eflingu hjólreiða í landinu. Á sama tíma er mikilvægt að koma til móts við kennara, nemendur og starfsmenn skólanna og styðja þá til hjólaferða. Börn eru að leik á reiðhjólum frá unga
23
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Spörum og hjólum í allan vetur
Magnús Bergsson
Á öllum tímum ætti fólk að temja sér sparnað. Notkun reiðhjóla til samgangna er ein besta sparnaðarleiðin sem hugsast getur. Fjöldi fólks hefur hjólað í allt sumar, sjálfu sér, samfélagi og náttúru til góða. Mikilvægt er að fólk hætti nú ekki að hjóla aðeins vegna þess að kominn er vetur. Við daglegar hjólreiðar yfir vetrarmánuðina komast menn oft og tíðum að raun um það að veðrið er sjaldan verulega vont heldur misjafnlega gott. Búnaður til vetrarhjólreiða hefur batnað mikið síðastliðin tíu ár. Í dag er fáanlegt mikið úrval nagladekkja sem hentar við ýmsar aðstæður. Mikið úrval hentugs fatnaðar er líka að finna í verslunum og er helsta breyting síðustu ára sú að úrvalið er ekki lengur bundið við hjóla- og útivistarverslanir. Hér á eftir fylgir stutt samantekt á því hvernig best er að búa sig og hjólið í þéttbýli fyrir veturinn.
má nú fá bæði stærðum 26” og 700C. Hafið hugfast að breið dekk með marga nagla eru ekki endilega besti kosturinn því flesta daga eru götur auðar t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Þegar fara saman breið dekk og margir naglar fylgir því bæði leiðinlegur hávaði og óþarfa erfiði. Nagladekk endast í mörg ár ef þau eru geymd í dimmri og kaldri geymslu þá 9 mánuði sem þau eru ekki notkun. Þau eru því hverrar krónu virði. Meira um vetrardekk má finna á www.suomityres.fi og www.schwalbe. com Ljós Ljós eru ákaflega mikilvæg. Skiptir engu hvort menn hjóla á gangstéttum eða á götum úti. Góð rauð afturljós eru fáanleg í öllum hjólaverslunum. Mestu skiptir að ljósin séu öflug, lýsi vel í 180° og gangi fyrir AAA eða AA rafhlöðum Úrval framljósa í íslenskum verslunum hefur sjaldan verið mikið. Flest ljós eru ljóstírur sem ganga fyrir fáum og litlum rafhlöðum. Íslendingar eru því allt of oft með léleg ljós ef þá nokkur. Segja má að góð ljós séu dýr en það verður öllum ljóst, sem eignast góð ljós, að þau eru hverrar krónu virði. Góð ljós geta kostað frá 10 upp í 60 þúsund og mjög öflug ljós allt að 100 þúsund krónur. Ef velja á ódýrari ljós þarf að huga að ýmsum atriðum. Ljósin þurfa að ganga fyrir hleðslurafhlöðum, því fleiri rafhlöður (hærri spenna) því betra. Fólk ætti að forðast ódýr lágspennt ljós með hefðbundnum perum. Díóðuljósin geta verið ákafleg mismunandi að gæðum ekki síst þegar kemur að ljósstyrk. Díóðuljós sem ekki skarta öflugu ljósi þurfa
Dekk Fáir komast áfallalaust í gegnum veturinn án þess að setja góð vetrardekk undir hjólið. Þá er ákaflega mikilvægt að hafa framdekkið neglt því allt það sem framdekkið kemst fer afturdekkið líka. Í þéttbýli, þar sem salti er ausið á götur, er best að verjast sóðaskapnum með því að vera á mjóum nagladekkjum. Mjó dekk ausa síður upp salti, sandi og tjöru. Þau skera sig í gegnum krapið frekar en að fljóta ofna á því, niður á fastan klaka þar sem naglarnir halda hjólinu stöðugu. Nokiandekk sem mæla má með eru t.d. Mount and Ground W160 eða Hakkabeliitta W106 að framan og aftan. Til að auka stöðugleika má velja dekk með betra snjómynstri og fleiri nöglum t.d. Hakkapeliitta W240. Mörg dekk Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
24
að hafa möguleika á því að blikka og hafa góðan hliðargeisla. Höfuðljós er góður kostur. Oft og tíðum samtímis öðru ljósi á hjólinu. Það bætir lýsingu til muna og minnkar líkur á því að hjólið verði ljóslaust vegna tómra rafhlaðna. Þegar þessi grein er skrifuð er ljósaúrvalið mjög lítið í verslunum. Vefsíður þeirra framleiðenda sem helst er að finna hér á landi eru www.sigmasport.com, www.cateye.com og www.lightandmotion.com. Þótt öryggisvesti teljist ekki til ljósa og komi ekki í stað ljósa, er endurskin þeirra oft og tíðum svo gott að hiklaust er hægt að mæla með þeim til að auka öryggi hjólreiðamanna. Langbesti kosturinn er nafrafalar sem því miður hafa aðeins sést hér undir borgarhjólum sem framleidd eru fyrir Evrópumarkað. Ef hjólið er búið slíkum rafal verður það aldrei rafmagnslaust og því aldrei ljóslaust. Verslanir hér á landi hafa ekki boðið upp á nafrafala en þá má panta á netinu. Stærstu framleiðendur þessara rafala er Shimano og SRAM en bestu rafalarnir eru tvímælalaust frá Schmidts og kallast SON. Nafrafala er hægt að fá með bremsudiskafestingum og komast því undir öll hjól. Ljós fyrir nafrafala eru frábrugðin hefðbundnum rafhlöðuljósum. Besta úrvalið er að finna frá framleiðendum eins og Schmidts www.nabendynamo.de og Bush und Muller www.bumm.de sem auk ljósa framleiðir mjög góða og öfluga flöskurafala. Rafall með tilheyrandi ljósum getur kostað 10-60 þúsund krónur.
þótt hjóla eigi allan ársins hring. Hefðbundinn klæðnaður hentar ágætlega til útivistar og einnig til hjólreiða. Flestir gera þá skissu að klæða sig allt of mikið. Það er ekki vænlegt til árangurs ef hjólreiðar eiga að verða að lífstíl. Þótt fólki finnist kalt að stíga á hjólið að morgni mun hitinn alltaf koma fljótt upp ef menn á annað borð reyna á sig. Mikilvægast er að vera í góðum en ekki of þykkum vettlingum til að hafa vald á hjólinu. Húfa sem nær niður fyrir eyru gerir svo meira gagn en þykk peysa eða föðurland. Forðast ætti fatnað sem blaktir í vindi. Nærföt þurfa að hrinda frá sér raka og þorna hratt. Bómull er því ekki heppilegt efni. Yfir undirfötum má mæla með þunnri ullarpeysu t.d. frá Cintamani eða Ullfrotte. Svitalykt á frekar til að festast í þunnum flíspeysum. Ull er því betri kostur. Þar yfir þarf yfirleitt ekki annað en þunnan jakka eða vindskel og jafnvel aðeins vindskel að framanverðu. Buxur þurfa að vera úr efni sem draga í sig sem minnstan raka. Buxur ættu því að vera frekar þunnar svo þær þorni hratt þegar komið er í hús. Sumum finnst nauðsynlegt að hlífa klofinu við kulda, ekki síst konum, til að forðast blöðrubólgu. Þá má klæðast Lycra hjólabuxum með rassbót innst fata. En einnig hafa fengist sértakar nærbuxur með vindskel í klofinu sem hentað geta öllum. Góður skófatnaður skiptir máli, ekki síst ef frambretti hjólsins er ekki búið góðum drullusokki. Þeir sem hafa vanið sig á smelluskó hafa ekki marga kosti. Þó eru fáanlegar skóhlífar úr næloni eða neopren sem hlífa skóbúnaði ágætlega. Einnig eru fáanlegir sérstakir vetrarskór t.d. frá Shimano. Þeir lokast þétt að ökkla sem er mjög gott við íslenskar aðstæður. Þannig má vaða djúpa skafla og hjóla á sandbornum gangstéttum án þess að skórnir fyllist af snjó og/eða sandi. Sama gildir um þá sem hjóla í venjulegum skóm. Skóhlífar eða legghlífar koma alltaf að góðum notum. Gangi ykkur vel að hjóla í vetur!
Fatnaður Ef verja á búnað reiðhjólsins og fatnað fyrir tjöru, sandi og salti er afar mikilvægt að hafa góð bretti á hjólinu. Frambrettið þarf svo að skarta góðum drullusokki sem nær allt niður í 10 cm frá jörðu. Þannig má komast hjá því að verða votur eða skemma fatnað vegna salts og sands sem borið er á götur borgarinnar. Enginn þarf að klæða sig eins og geimfari 25
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Laugarvatnshjólreið 17. júní 2009
Ómar Einarsson
meinilla við að hjóla innan um bílaumferð og finnst það drepleiðinlegt, enda vill maður helst vera laus við vélarhljóðin nálægt sér í þessu dásamlega sjálfbæra sporti sem hjólreiðarnar eru. Við byrjuðum á að hjóla á hjólastígum meðfram Rauðavatni og upp að Morgun blaðshúsinu í Hádegismóum en þaðan l i g g u r s vo s ke m m t i l e g u r h j ó l a s t í g u r meðfram golfvellinum og upp í Grafarholt. Hjólas tígarnir teygja sig langleiðina upp í Mosfellsbæ. Við fórum inn á Vestur landsveginn en aðeins stuttan kafla á leiðinni. Þegar komið var í Mosfellsbæinn hvíldum við okkur í stutta stund, allir í banastuði og ekki hægt að fá betra veður til þess að hjóla. Við héldum áfram frá Mosfellsbæ og fórum inn á hjólreiðarstíg sem liggur alla leið upp að Gljúfrasteini. Sú leið er mjög skemmtileg. Stígurinn endar við Gljúfrastein, þannig að þar þurftum við að færa okkur inn á þjóðveginn. Á þessari leið hjóluðum við í beinni línu og fremsti og síðasti maður í hópnum voru í gulum vestum til að sjást betur. Þegar komið var á Þingvöll höfðum við hjólað u.þ.b. 50 km leið og klukkan aðeins rétt rúmlega tíu. Við tókum okkur góða nestispásu í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og viðruðum tærnar. Fr á Þ i n g vö l l u m h é l d u m v i ð f e r ð okkar áfram eftir Þingvallavegi í áttina að Gjábakkavegi sem liggur yfir Lyngdalsheiði. Þegar ferðin yfir Lyngdalsheiðina hófst fóru menn að fækka fötum enda sólin orðin ansi sterk og nokkrir orðnir vel sveittir. Við tókum síðan aftur góða pásu hjá Laugarvatnshelli þegar u.þ.b. 8 kílómetrar voru eftir til Laugar
Ég vildi gjarnan deila með áhug afólki um hjólreiðar, ferð sem við fjölskyldan og tveir vinir fórum í sumar frá Reykjavík til Laugarvatns. Þetta er mjög létt og skemmtileg leið. Við höfðum ákveðið að leggja af stað í þessa ferð þann 16. júní. Þegar vika var til stefnu bentu veðurspár til þess að þennan dag yrðu 15-17 metrar á sekúndu og þó ég sé nokkuð vanur hjólreiðamaður finnst mér ekki gaman að hjóla í miklum vindi. Vegna veðurfars á Íslandi er oft gott að vera með plan B. Í okkar tilfelli breyttum við dagsetningunni í 17. júní og var því ferðin enn hátíðlegri en ella. Allir voru orðnir mjög spenntir og veðurspáin var frábær; logn og sól!! Við lögðum af stað úr Árbænum um kl. 6:30 að morgni. Allur farangurinn var komin í hjólakerruna og svo voru nokkrir með léttan pakpoka. Leiðin lá í átt að Mosfellsbæ og þaðan inn á Þingvöll og svo yfir Lyngdalsheiðina austur að Laugarvatni. Við ákváðum að fara svona snemma til þess að vera laus við umferðina því stór dagur var framundan hjá íslensku þjóðinni. Okkur er
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
26
áður og jafnvel talsvert rok á köflum. Við hjóluðum eftir Þingvallavegi, norður fyrir vatnið og að þjónustumiðstöðinni þar sem við stoppuðum stutta stund en síðan var ferðinni heitið eftir Nesjavallavegi til Reykjavíkur. Frá þjónustumiðstöðinni hjóluðum við að vegamótunum við Grafningsveg sem liggur meðfram Þingvallavatni vestanverðu og að Nesjavöllum. Þangað til við komum að þjónustu miðstöðinni höfðum við hjólað með talsvert mikinn hliðarvind úr norðri en á Grafningsveginum fengum við vindinn í bakið og var það vel þegin hvíld. Þessi leið er sérlega falleg hjólaleið og í björtu veðri eins og þarna var, er útsýnið yfir vatnið einstakt. Þ e g a r ko m i ð va r a ð N e s j avö l l u m var komið að erfiðasta hluta leiðarinnar. Brekkurnar upp af Nesjavöllum tóku við hver af annarri og ekki var alltaf auðvelt að komast þær upp hjólandi með kerruna í eftirdragi. Á endanum náðum við samt toppinum og eftir það var leiðin bein og greið til Reykjavíkur. Þegar heim var komið höfðum við lagt að baki rúmlega 155 km í allt. Dásamleg ferð og eftirminnileg og frábært hvað hjólreiðarnar gefa manni nýja og skemmtilegri sýn á landið, jafnvel þótt maður hafi farið sömu leið hundrað sinnum áður með bíl.
vatns en héldum síðan áfram ferð okkar og varð leiðin sífellt fallegri eftir því sem við nálguðumst áfangastaðinn. (Til fróðleiks má geta þess að Laugar vatnshellar eru sandsteinshellar í Reyðarbarmi skammt frá Gjábakkavegi. Síðast bjó fólk í einum þeirra um fjögurra ára skeið frá 1918- 1922). Þegar við komum á leiðarenda beið okkar lítil íbúð á farfuglaheimilinu í gamla pósthúsinu á Laugarvatni. Við ákváðum að taka hvorki tjald né svefnpoka með okkur, heldur kusum að sofa í uppábúnum rúmum og leyfa okkur svolítinn lúxus eftir afrekið. Við getum mælt sérstaklega með því við hjólafólk að gista á þessu farfuglaheimili, þar sem við vorum með aðgang að eldunaraðstöðu og matsal ásamt heitum potti fyrir mjög sanngjarnt verð. Auk þess er þar mjög góð aðstaða til að geyma hjólin á sólpalli bak við hús en þar höfðum við sérinngang inn í íbúðina okkar. Þjóðhátíðardeginum eyddum við svo á Laugarvatni í góðu yfirlæti, sáum skrúðgöngu og fleira, keyptum í matinn og elduðum kvöldmat en aðalatriðið var samt að fara í heita pottinn sem fylgdi gistingunni. Daginn eftir var haldið af stað heim sömu leið yfir Lyngdalsheiðina og þaðan inn á Þingvallaveg. Veðrið var enn þá ágætt en þó heldur meiri vindur en daginn
27
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Um reiðhjólahjálma
– skyldunotkun eða frjálst val?
Eftirfarandi er úrdráttur og samantekt úr athugasemdum Landssamtaka hjólreiða manna, LHM, við drög að nýjum umferðar lögum. Andstöðu við skyldunotkun hjálma má ekki túlka sem andstöðu við notkun hjálma. LHM er alls ekki á móti notkun hlífðarhjálma, flest notum við þá, a.m.k. við vissar aðstæður. Við erum heldur ekki á móti fræðslu um hjálma. Við viljum að fólki sé frjálst að hjóla með hvern þann hlífðarbúnað sem það kýs. Við viljum hins vegar ekki blekkja fólk með því að lofa árangri af notkun hlífðarhjálma sem er langt umfram það sem raunhæft er að vænta. Gleymum því ekki að hjólreiðar eru ekki hættulegar sem er aðalatriði þegar rætt eru um öryggismál hjólreiðafólks. Hjólreiðar eru hlutfallslega öruggari en margar algengar keppnisíþróttir t.d. og þeir sem hjóla reglulega lifa lengur en hinir. Í drögum að nýjum umferðarlögum er lagt til að hjálmaskylda 14 ára og yngri verði leidd í lög og að ráðherra verði veitt opin heimild til að setja fullorðnu fólki svipaðar reglur. LHM gerði alvarlegar athugasemdir við þau áform m.a. með eftirfarandi rökum LHM ítrekaði einnig fyrri ábendingar um að hugað yrði að eðlilegu samspili milli umferðar gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna á stígum og gangstéttum. Þörf er á því að gera reglur um réttindi, skyldur og öryggi vegfarenda stíganna skýrari og fyllri. Athugasemdir við drögin eru fjölmargar aðrar Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
Páll Guðjónsson
og má lesa þær í heild sinni á vef Landsamtaka hjólreiðamanna lhm.is. Neikvæð áhrif skyldunotkunar Reynslan af lögleiðingu skyldunotkunar reiðhjólahjálma er neikvæð á heildaröryggis hagsmuni hjólreiðafólks og henni fylgja þekktar neikvæðar hliðarverkanir á lýðheilsu almennt og markmið stjórnvalda um að auka veg þessa umhverfisvæna fararmáta. Reglur ráðherra um hjálmaskyldu eru barn síns tíma og ætti að afnema frekar en að leiða í lög án þess að skoða þetta margslungna málefni vandlega núna þegar lögin eru í endurskoðun. T.d. mætti fá hlutlausa aðila til að taka saman skýrslu svipaða þeirri sem fylgir lagadrögunum og fjallar ítarlega um áhrif þess að lækka vanhæfismörkin fyrir alkóhól. Heildstætt mat þarf á þá reynslu sem komin er á lögleiðingu reiðhjólahjálma erlendis og skoða hvaða breyting varð á Íslandi í kjölfar gildandi reglna. Ekki er nóg að líta til þess hversu mikið notkun hjálma hefur aukist heldur hver raunverulegu áhrifin voru á öryggi og hliðarverkanir s.s. hugsanleg fækkun hjólreiðafólks. Engin þörf er á því að gera hjólreiðar að ólöglegu athæfi kjósi menn að stunda þær án reiðhjólahjálms. Við skorum á starfsmenn ráðuneytisins og aðra sem lesa þessi orð að kynna sér vandlega þau gögn sem iðulega er vitnað til af talsmönnum hjálmaskyldu. Þeir vísa oft í meingallaða rannsókn sem er 28
Þekking eða óskhyggja? Umræðan um reiðhjólahjálma hefur frekar byggst á óskhyggju og tilfinningum en þekkingu á eðli og takmörkum reiðhjóla hjálma. Og ekki hefur verið horft til neikvæðra hliðarverkana hjálmas kyldu og neikvæðs hræðsluáróðurs. Lagasetning þarf að byg gja á stað reyndum, þekkingu og fullvissu fyrir því að hún hafi tilætluð áhrif til að auka öryggi en ekki neikvæð fyrirséð áhrif eins og reynsla er komin á annars staðar. Sé það vilji stjórnvalda að leitast við að auka öryggi hjólreiðamanna má vera ljóst að skyldunotkun á reiðhjólahjálmum er ekki leiðin, hvort sem hún er fyrir alla eða 14 ára og yngri. Hugsanlegur ávinningur þess að þeir,
sem í dag kjósa að hjóla án reiðhjólahjálms, fari að bera þá tilneyddir er minni en svo að hjálmaskylda sé réttlætanleg. Þau lönd þar sem hjálmanotkun er minnst eru þau lönd þar sem hjólreiðar er u ör ug gastar, þar með talin minnsta hættan á höfuðáverkum. Ekki vegna þess að hjálmanotkunin sé þar minnst heldur af því að þar eru hjólreiðafólk hlutfallslega flest. Það sem helst hefur áhrif á öryggi hjólreiðamanna er fjöldi þeirra sem hjóla. Ef fleiri hjóla minnkar áhættan. Hjálmanotkun virðist engu skipta í sjálfu sér en reynslan af hjálmalögum og áróðri fyrir hjálmum er sú að fólk er hrætt frá hjólreiðum sem aftur vinnur á móti öryggisáhrifum fjöldans. Á stöðum þar sem hjálmalögum er framfylgt og hlutfall (en ekki endilega fjöldi) hjólafólks sem notar hjálma hafði hækkað, sýndi rannsókn að hjálmanotkunin fækkaði ekki höfuðáverkum þeirra sem hjóla. Í raun virtist víðast meiri áhætta á höfuðáverkum, mjög líklega vegna áberandi fækkunar hjólafólks og þar með minna öryggi fjöldans. Hjálmanotkun hjólreiðamanna er nú
Mynd: Tíðni höfuðáverka fyrir og eftir lög um skyldunotkun reiðhjólahjálma. Fyrir var hjálmanotkun undir 31% en fór upp í 75% án áberandi breytinga á tíðni höfuðáverka. Skýrustu dæmin um minnkaða tíðni alvarlegra höfuðmeiðsla hjólareiðafólks eftir aðgerðir stjórnvalda verða ekki rakin til innleiðingar hjálmaskyldu. Á sama tíma og alvarlegum höfuðmeiðslum hjólreiðafólks á einum stað fækkaði í kjölfar hjálmaskyldu
urðu einnig færri slys á gangandi vegfarendum. Því er ekki hægt að rekja þessa fækkun til aukinnar hjálmanotkunar hjólreiðamanna. Skýringanna var að leita í átaki gegn ölvunar akstri og hraðakstri á sama tíma sem gagnaðist báðum hópum. Það þarf að horfa heildstætt á þessi mál og einfalda þau ekki um of. Þversagnirnar eru margar í öryggismálum hjólreiðafólks.
yfir 20 ára gömul. Engar ályktanir er hægt að draga af niðurstöðum þeirrar rannsóknar þar sem rannsóknin náði til tveggja ósaman burðarhæfra hópa. Einnig hvetjum við fólk til að kynna sér nýrri gögn sem við fjöllum betur um í athugasemdunum fyrir neðan og á vef okkar lhm.is.
29
www.Fjallahjolaklubburinn.is
umdeildari en nokkru sinni, fleiri skrifa í heilsupressuna og draga í efa gagnsemi hjálma og gagnrýna meinta hlutdrægni þeirra rannsókna sem mæla með hjálmum. Breska ríkisstjórnin viðurkenndi nýlega að gögnin eru tvíræð og ætlar að láta rannsaka að nýju gagnsemi hjálma og aðrar hliðar öryggismála hjólafólks. Ef tilgangur hjálmaskyldu er að auka öryggi hjólreiðafólks vinnur hún sem sagt á móti tilgangi sínum því hún dregur úr öryggi heildarinnar. Hún er ekki líkleg til að minnka alvarleg höfuðmeiðsl þegar hjólandi verður fyrir bíl enda eru hjálmar ekki hannaðir til þess, ólíkt því sem oftast er gefið í skyn.
ekki notuðu hjálm. Niðurstaðan var að enginn marktækur munur væri þar á. Eru reiðhjólahjálmar aðeins fyrir byrjendur? Rétt er að benda á grein um reiðhjóla hjálma eftir Brian Walker frá Head Protection Evaluations sem er rannsóknarstofa sem fæst við að prófa hjálma og staðfesta að þeir uppfylli staðla. Þar eru upplýsingar um hvað hjálmar þurfa að þola til að uppfylla Evrópustaðalinn og hversu miklu minni kröfur sá staðall gerir til hjálma en aðrir staðlar.
Enn vitnað í úrelt og gölluð gögn Þegar fyrri frumvörp um lögleiðingu hjálma skyldu eru skoðuð sést að vitnað er í rannsókn frá 1989 þar sem því var haldið f r a m a ð „ m e ð n o t k u n Mynd: Reiðhjólahjálmar uppfylla mismiklar kröfur. r e i ð h j ó l a h j á l m a m æ t t i Í þessari úttekt er núgildani evrópustaðall sá veikasti. draga úr hættu á alvarlegum höfuðmeiðslum um 85%“. Þessi fullyrðing Reiðhjólahjálmar eru viðkvæmari og er röng. Þessi rannsókn er 20 ára gömul og brothættari en aðrir hjálmar. Reiðhjóla því miður meingölluð og marklaus þó enn hjálmur er ekki mótorhjólahjálmur, hvað þá sé vitnað í þessa tölu af þeim sem hentar. öryggisbelti. Ekki má bera saman epli og Það hefði einnig mátt draga þá ályktun af appelsínur eins og gert hefur verið í sumum niðurstöðum hennar að notkun hlífðarhjálma fyrri hjálmaskyldufrumvörpum. yki slysahættu sexfalt en því er síður haldið Fyrstu alvöru staðlarnir (Snell B-84) á lofti. miðuðu fyrst og fremst að því að auka öryggi Staðreyndin er sú að ekki hefur verið þeirra sem dyttu af hjóli sínu á sléttan flöt sýnt fram á, með óyg gjandi hætti, að eða á gangstéttarbrún. Hjálmarnir gagnast reiðhjólahjálmar gagnist mikið í alvarlegum þeim mun betur sem notandinn er lægri í umferðaróhöppum. T.d. vor u bir tar í loftinu og ferðaðist á minni hraða, líkt og Læknablaðinu 1996 niðurstöður íslenskrar börn sem eru að læra að hjóla. Staðallinn rannsóknar á slysatölum á árunum 1992-1995 var ekki miðaður við að utanaðkomandi þar sem borin var saman tíðni höfuðáverka kraftur, s.s. bifreið á ferð, kæmi og æki á hjá þeim sem notuðu hjálm og hinum sem hjólreiðamanninn. Reiðhjólahjálmar eru sem Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
30
sagt ekki hannaðir með það aðalhlutverk að forða hjólreiðamönnum frá alvarlegum höfuðmeiðslum í árekstum við bifreið á ferð. Nýir staðlar hafa komið til síðar og þeir eru ekki jafn strangir. Staðallinn EN 1078 sem er notaður í Evrópu og á Íslandi krefst þess að hjálmur þoli aðeins 81-154 joules í prófunum meðan Snell B-84 vottaður hjálmur á að þola 313 joules. Hjálmar sem uppfylltu strangari staðalinn voru algengir áður fyrr en eftir að veikari staðallinn var innleiddur er leitun að hjálmum sem uppfylla strangari staðla. Þeir kraftar sem mæta fólki þegar bifreið á miklum hraða ekur á reiðhjólamann geta verið meiri en jafnvel lokaðir hjálmar keppenda í Grand Prix kappakstri ráða við. Þó sumir vilji í óskhyggju sinni trúa því að reiðhjólahjálmar séu upphaf og endir öryggismála reiðhjólafólks verðum við að horfast í augu við staðreyndir og á heildarmyndina. T.d. er ákveðin tækni kennd við Bikeability eða Hjólafærni sem fjallar um hvernig megi forðast algengustu hætturnar sem mæta hjólreiðafólki í umferðinni. Það má ekki skylda þá sem hafa náð fullkomnu valdi á reiðhjóli, og eru vanir að nota þau til samgangna, til að nota öryggisbúnað sem ekki er óyggjandi þörf á. Það verður að líta til þeirra neikvæðu áhrifa á öryggi heildarinnar þegar þeir sem ekki vilja hjóla með hjálm hætta að hjóla. Það þarf einnig að taka tillit til þeirra hliðarverkana á heilsu þeirra sem þannig geta orðið fórnarlömb offitu, hjartasjúkdóma og annarra fylgikvilla hreyfingarleysis sem valda þúsundfalt fleiri dauðsföllum hjá almenningi en hjólreiðar. Það má aldrei verða að ráðherra einn og sér banni fullorðnu fólki að hjóla öðruvísi en með reiðhjólahjálm á höfði. Vilji einhverjir koma slíkri hjálmaskyldu á reiðhjólafólk í lög verður það að fara í gegnum opnar og upplýstar umræður á Alþingi. Hjólreiðasamtök og aðrir verða að hafa tækifæri til að upplýsa
þingmenn um allt sem málinu tengist. Ákvörðunin um hjálmaskyldu má ekki fara fram á lokuðum fundum í nefnd eða ráðuneyti þar sem hagsmunir annarra en hjólreiðamanna geta haft áhrif. Í fyrri frumvörpum er m.a. vitnað í Bindindisfélag ökumanna, Samtök um öryggi evrópskra neytenda (ECOSA) o.fl. Hins vegar er t.d. ekkert minnst á Íslenska fjallahjólaklúbbinn sem hefur starfað að hagsmunagæslu hjólreiðafólks síðustu 20 ár og er nú eitt aðildarfélaga LHM sem voru stofnuð 1995. Ekki virðist hafa verið leitað til samtaka hjólreiðamanna yfir höfuð, hvorki innlendra né erlendra, eða sérfræðinga í öryggismálum hjólreiðamanna. Endurtökum ekki mistök annarra LHM sem eru hagsmunasamtök hjólreiða manna hafa lengi barist fyrir upplýstri umræðu um hjálmaskyldu og fært fyrir því mjög sterk rök að hún þjóni ekki tilgangi sínum. Við teljum það ekki þjóna hagsmunum hjólreiðafólks að leiða í lög skyldunotkun hlífðarhjálma. Það er von okkar að ráðuneytið skoði þessi mál með opnum hug eins og við höfum þurft að gera, horfi fram hjá úreltum málflutningi sem byggir á tilfinningum og skoði rökin og staðreyndirnar og byggi ekki
Hjálmar eru ekki allir eins, þeir eru hannaðir fyrir mismunandi not og veita mismunandi vernd.
31
www.Fjallahjolaklubburinn.is
niðurstöðurnar á 20 ára gamalli rispaðri plötu, bara af því að það er auðveldara en að skipta um. Þó svo að hjálmaskylda verði ekki sett inn í ný umferðarlög er ekki verið að taka afstöðu á móti hjálmum heldur er horft til heildarhagsmuna í ljósi nýrrar þekkingar. Endurtökum ekki mistök annarra, lærum af reynslu þeirra. Þess ber að geta að norsk, bresk og frönsk yfirvöld hafa nýlega hafnað tillögum um að skylda hjálmanotkun hjólreiðamanna, meðal annars með tilvísun í reynslu Ástrala, Nýsjálendinga og nokkurra ríkja Kanada af hjálmalögum og viðamikillar vandaðrar rannsóknar sem sýndi að reglulegar hjólreiðar lengja lífið, þær beri að efla, en ekki hamla.
Núgildandi reglum hefur ekki heldur verið framfylgt og aðeins hluti ungmenna notar hjálma. Líklega er það sá hluti sem myndi nota hjálm án þessara stjórnvaldsfyrirmæla og þá er betra að sleppa lagaskyldunni og hvetja frekar til notkunar þeirra með öðrum aðferðum, ef þurfa þykir. Stuðningur við hjálmaskylduna gæti snarminnkað ef sektarákvæðum væri beytt. Í síðasta frumvarpi sem reynt var að leiða í lög stóð: „Börn 14 ára og yngri skulu bera viðurkenndan hlífðarhjálm á höfði við hjólreiðar. “ (120. löggjafarþing. -- 152 . mál.): „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að brot gegn lögunum sé refsivert að einhverju marki. Refsilaus lagatilmæli slæva réttarvitund almennings og síst er það vilji löggjafans að draga úr virðingu fyrir lögum hjá æsku landsins.“ Upplýst ákvörðun með rökstuðningi Verði það niðurstaða nefndarinnar – þrátt fyrir allt – að leggja til að leiða í lög núverandi reglur um hjálmanotkun, óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun, hvaða mark miðum lagaskyldan á að ná fram svo hægt verði að meta árangurinn og upptalningu á þeim vísindalegu gögnum sem sú ákvörðun byggir á. Það er í anda lýðræðis og nútíma legra stjórnsýsluhátta að athugasemdum LHM, sérstaklega í hjálmamálinu og varðandi skyldu til að fara ekki út fyrir hjólarein á stígum þar sem slíkt er merkt, sé svarað og að LHM fái að bregðast við þeim svörum áður en frumvarp til laga verður sent Alþingi til meðferðar. Ennfremur er eðlilegt að svör og rök Landssamtaka hjólreiðamanna fylgi frumvarpinu. Athugasemdirnar eru í heild sinni á vef LHM lhm.is og þar má sjá í hvaða rannsóknir við erum að vitna og lesa fylgigögn. Páll Guðjónsson ásamt Morten Lange.
Að slæva réttarvitund almennings Á stuttum fundi okkar síðasta haust með nefndinni sem yfirfór umferðarlögin var það skilningur okkar út frá málflutningi nefndarformannsins að hjálmaskylda yrði ekki leidd í lög nema jafnframt kæmu til sektarákvæði. Í 76. grein í lagadrögunum er ekki gert ráð fyrir því að hjálmaskyldunni verði fylgt eftir að öðru leyti en að „lögregla og foreldrar skulu vekja athygli barna á skyldu“ hjálmanotkunar. Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
32
Hjólaferð um fjallabak
með nemendum í 8. bekk - Halla Magnúsdóttir Landmannaafrétti þar sem hjólin voru tekin úr bílunum og hin eiginlega hjólaferð hófst. Ferðinni var heitið upp að Hvanngili þar sem ætlunin var að gista um nóttina. Tilgangurinn með svona ferðum er meðal annars að þjappa nemendahópnum saman og gefa krökkunum tækifæri á að kynnast á annan hátt en unnt er í hefðbundnara skólastarfi. Nemendur þurfa að takast á við sjálfa sig og náttúruna sem aldrei fyrr og í svona ferðum reynir einnig meira á samstöðu, kjark, umhyggju og þrautseigju en víðast annars staðar. Nemendur eru fjarri foreldrum, farsímum og hvers konar afþreyingartilboðum og þurfa að stóla eingöngu á sig sjálfa eða aðstoð og hvatningu samnemenda sinna og kennara. Þeir kynnast styrkleikum og veikleikum hvers annars sem þeir annars myndu jafnvel ekki kynnast og læra þannig að sjá og meta fjölbreytnina í nemendahópnum. Varla er hægt að hugsa sér ákjósanlegri né mikilvægari lið í skólastarfi skóla eins og Norðlingaskóla sem skilgreinir sig sem húmanískan og ekki síður húmorískan skóla og hefur það á stefnuskrá sinni að
Það var snemma að morgni fimmtudagsins 27. ágúst síðastliðinn sem vaskur 40 manna hópur 8. bekkinga í Norðlingaskóla (17 nemendur) og Kópavogsskóla (23 nemendur) lagði upp í tveggja daga hjólaferð um hálendi Íslands. Hvað Norðlingaskóla varðar var ferðin fyrsti liðurinn í því að innleiða metnaðarfulla útivistaráætlun í öllum árgöngum skólans. Fararstjóri ferðarinnar var Kristín Einarsdóttir sem meðal annars hefur átt veg og vanda að útivistarferðum Smáraskóla undanfarin ár. Rútufyrirtækið Snæland-Grímsson lagði af rausnarskap sínum til rútu, jeppa, kerrur og bílstjóra sem fylgdu krökkunum allan tímann en auk bílstjóranna og Kristínar voru þrír kennarar með í för, tveir frá Norðlingaskóla og einn frá Kópavogsskóla, auk hjálparsveitarmanns sem einnig þjónaði hlutverki hjólaviðgerðarmanns. Norðlingar hófu ferðalagið á því að hjóla frá Norðlingaskóla um 9 km leið að Kópavogsskóla þar sem hjólin voru sett inn í rútu og kerrur og síðan var lagt af stað akandi austur á Hvolsvöll. Þar var stoppað til að borða nesti og síðan ekið áfram upp afleggjarann að Keldum og upp að Laufafelli á
33
www.Fjallahjolaklubburinn.is
útskrifa sterka, sjálfstæða og ekki síst lífsglaða einstaklinga (úr skólastefnu Norðlingaskóla). Það setti þó nokkurt strik í reikninginn snemma í ferðinni að einn nemendanna varð fyrir því óhappi að detta illa og meiða sig. Áverkar og einkenni voru þess eðlis að ráðlegt þótti að kalla á sjúkraþyrlu til að sækja hann og koma honum á sjúkrahús, enda talsverðar líkur á því að stýri hjólsins hefði gengið inn í kvið hans og ollið þar innvortis skaða. Í þessu tilviki skipti miklu að í hópnum var bæði reyndur hjálparsveitarmaður einnig bráðahjúkrunarfræðingur. Öll viðbrögð urðu því rétt og fumlaus og eins og best verður á kosið. Einnig vorum við þakklát talstöðvunum sem gerðu okkur kleift að eiga nauðsynleg samskipti við umheiminn vegna slyssins. Seinna kom í ljós að þó að öll bein væru óbrotin, hafði rifa komið á lifur nemandans og þar með orðið svolítil innvortis blæðing. Það var því beygður og örlítið tauga skekinn hópur sem hélt ferðinni áfram staðráðinn í því að fara varlega og hafa hjálmana rétt stillta á höfðinu. Framundan var frábær og ævintýraleg ferð með brekkum bæði stórum og litlum, upp í móti og niður í móti og það sem var kannski kvíðvænlegast í fyrstu en spennandi þegar á leið; við þurftum að vaða yfir ár, bæði stórar og litlar með hjólið í fanginu og einn og einn nemandi átti jafnvel kannski eftir að missa jafnvægið og detta í
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
ískalt vatnið! Á eftir okkur mallaði rútan með farangurinn okkar, tilbúin að aðstoða ef eitthvað kæmi upp á. Það var þó ekki í boði að setjast inn í rútu nema mjög gild ástæða væri til og þegar á leið kærði sig auðvitað enginn um það enda voru nemendur fljótir að læra það að áskoranir eru til þess eins að sigrast á þeim – saman. För okkar hafði tafist talsvert vegna slyssins, auk þess sem hjól og hjólreiðamenn voru í misjöfnu ásigkomulagi til að byrja með. Við þurftum því að stoppa oft til að þétta hópinn, herða skrúfur, hækka hnakka og laga bremsur. Allt gekk þetta þó að lokum og við vorum komin í skála Ferðafélag Íslands í Hvanngili upp úr kl. 22.00 um kvöldið, afskaplega svöng og þreytt en jafnframt ánægð með dagsverkið. Þá var strax tekið til við að elda mat og á meðan hafði skálavörðurinn í Hvanngili ofan af fyrir krökkunum með söng og gítarspili. Heyrst hefur að steiktur fiskur og kartöflur hafi sjaldan eða aldrei bragðast jafn vel og það voru þreyttir og sælir ferðalangar sem lögðust til hvílu þetta kvöld með fullan magann af þessu hnossgæti. Þar sem komið var myrkur þegar við komum í skálann var ekki hægt að gera við biluð hjól um kvöldið eins og til stóð. Það var því fyrsta verk viðgerðarmannsins þegar birti aftur að smyrja keðjur, bæta slöngur og herða rær, á meðan nemendur borðuðu morgunmat, smurðu sér nesti til dagsins og pökkuðu dótinu sínu í rútuna aftur. Lagt var af stað um kl. 11.30. Ferðinni var heitið eftir Syðri-Fjalla baksleið, niður Emstrur og niður á Ein hyrningsf latir þar sem rútan átti að taka hjólreiðafólkið upp í. Framundan var Kaldaklofskvísl (með göngubrú yfir) og stærstu brekkur (bæði upp í móti og niður í móti) sem sumir höfðu komist í tæri við – að minnsta kosti hjólandi! Talsverður straumur 34
var í Bláfjallakvíslinni þegar þangað kom og eftir nána athugun hjálparsveitarmannsins var ákveðið að hluti nemenda fengi far með rútunni yfir ána á meðan aðrir nutu aðstoðar þeirra fullorðnu sem stilltu sér upp í ánni og hjálpuðu nemendum yfir. Ekki vildi þó betur til en svo að í hita leiksins missti einn kennarinn (undirrituð) fæturna undan sér og datt á kaf í ána. Sú öryggisráðstöfun að setja síma og myndavél í brjóstvasann dugði ekki í þessu tilfelli og verður væntanlega fundin önnur lausn á því næst. Eftir að umrædd tæki höfðu fengið að hvíla í miðstöðvarhita bílsins í nokkra klukkutíma fóru þau þó að virka á ný og í ljós kom að lítill sem enginn skaði skeður. Í þessu tilfelli sem öðrum var dýrmætt að geta lært af óhappinu og helst gera svolítið grín að því líka. Fötin þornuðu líka fljótt enda sólin farin að skína og reyndar má segja að veðrið hafi leikið við okkur alla leiðina. Slíkt er dýrmætt þegar teygist á hópnum og þeir fremstu þurfa að stoppa oft og bíða eftir hinum. Þökk sé veðrinu og einstaklega skemmti legum nemendum urðu biðstundirnar oft að miklum gæðastundum þar sem staðkunnugir nemendur gátu ausið úr viskubrunni sínum og sagt hinum sögur en einnig urðu til hvatningarhróp eða hamingjuóska-athafnir handa hinum sem tíndust einn af öðrum upp erfiðust brekkurnar og bættust þar með í
hópinn. Þegar stansað var til að borða gáfust líka tækifæri til að hlaupa upp á næsta hól eða klett ef losa þurfti um aukaorku. Þegar komið var niður á Einhyrningsflatir um kl. 17.00 voru hjólin sett í rúturnar og haldið áleiðis til Hvolsvallar. Þar beið okkar dýrindis pítsu-veisla og það má svo sannarlega segja að nemendur hafi unnið fyrir henni. Eftir matinn var svo haldið heim til Reykjavíkur í faðm fjölskyldna og vina. Einhverjir ferðalangar urðu rass-sárir og aðrir fengu smá skeinur eða skrámur í ferðinni, jafnvel marbletti en það var umfram allt glaður og ánægjulega þreyttur hópur sem sté út úr rútunni og hvarf heim með foreldrum sínum þetta kvöld, stoltur af afrekum síðustu daga. Væntanlega hafa þeir átt athygli fjölskyldunnar það sem eftir lifði kvölds með ferðasögur sínar, enda ekki á hverjum degi sem 12 og 13 ára krakkar vaða Markarfljót eða Bláfjallakvísl með hjólið sitt í fanginu!
35
www.Fjallahjolaklubburinn.is
Alltaf ljós Engar rafhlöður
Ekkert viðnám
Reelight eru gríðarlega sniðug reiðhjólaljós þau hafa sjálfbæra orkuframleiðslu og blikka alltaf þegar að hjólað er. Reelight eru umhverfisvæn og nota ekki rafhlöður, þau framleiða sína orku sjálf með seglum sem eru festir á teinana (hrein spanorka). Ljósin eru fest á hjólið og það er alltaf kveikt á þeim sem eykur öruggi þitt í umferðinni í birtu og myrkri.
WWW.GAP.IS
Hjólhesturinn 2. tölublað. 18. árgangur
36