Kartöf lugey mslan Mamma gerði sitt besta til að spjalla við ömmu, sem hafði sest við eldhúsborðið með pappíra og svaraði fáu. En það dróst samt upp úr henni að í dag var einmitt dagurinn þegar þessi Töðugjaldahátíð var haldin. Það yrði einhver svaka veisla í kvöld. Ég spurði mömmu hvað ég ætti að gera þangað til. „Skoða þig um!“ sagði hún, ofsalega glaðlega, þar sem þau pabbi stóðu upp við vegginn í stofunni hennar ömmu Eyju og fylgdust með gömlu konunni bardúsa við pappírana sína inni í eldhúsi. Skoða mig um? Allt í lagi. Það var skárra en vandræðaleg þögnin í íbúðinni hennar ömmu. Kappi hafði leitað skjóls inni í búrinu sínu og var sofandi, svo ég skildi hann eftir og fór fram í stigagang. Ég rölti eftir ganginum að stórum glugga á gaflinum og kíkti út. Fyrir neðan sá ég hreyfingu. Krullur á hreyfingu. Ingó bróðir var sloppinn úr þrælavinnunni hjá Magneu Matráði! „Ingó!“ kallaði ég, en hann heyrði auðvitað ekki í mér. Ég sá hann taka stefnuna út á tangann þar sem amma hafði sagt að væri smá séns að ná símasambandi. Amma hafði örugglega verið að spila með hann – það var örugglega ekki símasamband þar heldur. Ég sneri mér frá glugganum og hélt áfram að skoða mig um. 25
Sumar íbúðirnar voru merktar með nöfnum en á öðrum voru skilti eins og „Skraddarastofa“, „Samkomusalur“ og „Leikfélag ið“. „Viltu koma og sjá kartöflugeymslurnar?“ var allt í einu sagt, þar sem ég var að sniglast í anddyri Blokkarinnar. „Hvað er í kartöflugeymslunum?“ spurði ég. Strákurinn sem hafði spurt mig að þessu var á mínum aldri – kannski aðeins yngri – og var með eldrautt hár og stór blá augu sem mændu forvitin á mig. Þetta var ekki sá sem ég hafði hitt áðan hjá ferjunni, sem var eiginlega ágætt. „Kartöflur!“ sagði hann og ljómaði, eins og þetta hefði ekki verið frekar heimskuleg spurning hjá mér. „Roooosalega marg ar kartöflur. Það þurfa líka að vera mjög margar kartöflur – nóg fyrir okkur öll í heilt ár!“ „Nóg fyrir ykkur öll í heilt ár?“ át ég upp eftir honum. „Hvað eruð þið eiginlega mörg?“ „Hundrað níutíu og sjö,“ sagði strákurinn án þess að hika. „Eða sko, tvö hundruð og eitt, núna. Úr því að þið eruð kom in.“ „Já, slakaðu á,“ sagði ég. „Það er kannski óþarfi að uppfæra íbúatöluna. Við erum bara í heimsókn.“ „Ó,“ sagði strákurinn. „En …“ „Ég heiti Dröfn,“ sagði ég. „En þú?“ „Krummi,“ sagði strákurinn, sem leit ekkert út eins og hrafn, með svona hvíta húð og rautt hárið. „Ókei,“ sagði ég. „Ég er alveg til í að skoða þessar kartöflur.“ Ég hafði svo sem aldrei séð neitt verulega mikið af kartöflum áður. Það var aldrei að vita nema það væri meira spennandi en það hljómaði. „Frábært,“ sagði Krummi. „Ég er mjög glaður að þú viljir vera vinur minn!“ Mér fannst þetta nú dálítið langt gengið hjá honum. Fólk gæti alveg skoðað saman kartöflur án þess að vera vinir. 26
„Ég hef aldrei komið á meginlandið,“ sagði hann. „Þú ert fyrsti vinurinn sem ég eignast sem ég hef ekki þekkt áður.“ „Ekki þekkt áður?“ át ég upp eftir honum. „Æi, þú veist. Síðan ég fæddist,“ sagði Krummi og brosti út að eyrum. „Eða síðan þeir fæddust!“ Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Svo ég elti bara Krumma í átt að þessum kartöflum. Við fórum út, gengum meðfram allri Blokkinni og inn hinum megin. „Hefðum við ekki getað gengið þetta inni?“ spurði ég. „Jú, jú, það er innangengt í allt og gangarnir á hverri hæð ná í gegnum alla Blokkina,“ sagði Krummi. „En það er lítið hægt að komast út allan veturinn. Svo ég reyni að fara eins mikið út og ég get á meðan það er hægt. Ég hnussaði. Hvílík dramadrottning. Hversu vont gat veðrið eiginlega verið? Eyjan var ekki svo langt frá meginlandinu að það væri eitthvað allt annað veður hér. Krummi tók stefnuna niður tröppur. Hann fór í gegnum kjallarann og fann tröppur sem lágu enn lengra niður. „Hvar erum við nú?“ hvíslaði ég. „Þetta er bílakjallarinn,“ sagði Krummi. „Hann er undir öllu húsinu!“ Ég sá ekki einn einasta bíl. Hér var hins vegar alls konar skrýtin lykt. „Hérna í norðurendanum er fullkominn staður fyrir kartöflurnar,“ sagði Krummi. „Það er svo kalt hérna.“ Ég hrukkaði ennið. „Hvar setjið þið bílana?“ Krummi hló vinalega. Svolítið eins og ég væri rosalegur kjáni. „Það eru bara tveir bílar á Eyjunni núna,“ sagði hann. „Við breyttum einu af gömlu íbúðarhúsunum niðri í gamla þorpinu í bílskúr fyrir þá. Ef einhver þarf að fara eitthvað keyrandi, þá skiptumst við bara á að nota þá. Og það er eiginlega aldrei, sko. Það er ekki nema maður þurfi að keyra mjög margar kart öflur í kartöflugeymsluna …“ 27
Einmitt þá var stórri járnhurð hrint upp skammt frá okkur. „Sæll, Bárður!“ kallaði Krummi. „Þetta er Dröfn, nýja vinkona mín. Ég er að sýna henni kartöflurnar.“ Bárður var lítill, eldri maður, í samfestingi. Hann var með stóran sekk af kartöflum á öxlinni. „Já, einmitt, já, þetta er aldeilis sjónarspil, kartöflurnar,“ sagði Bárður hress. „Taktu þetta þá með þér,“ bætti hann við og dembdi kartöflusekkn um í fangið á Krumma. „Kom hún með ferjunni, þessi?“ Hann beygði sig fram og rýndi framan í mig. „Já,“ sagði Krummi og faðmaði kartöflupokann sinn. „Það eru allir að tala um hana!“ Ó. Voru allir strax að tala um mig? Ég var ekki alveg viss um það hvort það var gott eða ekki. Kannski var það bara fínt? Ég var fræg! „Bárður,“ sagði Krummi með viðhöfn, „er Sorphirðumaðurinn hér á Eyjunni.“ Aftur hljómaði þetta eins og það væri með stórum staf. „Án hans væri allt flæðandi í drasli og mein dýrum!“ Bárður leit feimnislega niður á skóna sína og roðnaði, en mótmælti ekki. Það var greinilega mjög merkilegt að vera Sorp hirðumaður. „Við erum að heimsækja ömmu mína,“ sagði ég. „Nú, nú, og hverra manna ert þú?“ spurði Bárður og ýtti gleraugunum upp nefið. „Amma mín heitir Eyja … Ég meina, sko, Bríet. Hún er einhver svona, uh, ræstitæknir, held ég.“ Ég mundi ekki alveg hvað pabbi hafði sagt að amma gerði. Hvað stóð aftur þarna fyrir utan íbúðina hennar? Var það ekki ræstitæknir? Bárður saup hveljur. „Ertu barnabarn Húsvarðarins?“ „Einmitt, Húsvarðarins!“ sagði ég og brosti. „Dóttir hans Atla?“ spurði Bárður og greip um höfuðið með báðum höndum. „Er Atli kominn aftur?“ 28
Ég kinkaði kolli. „Atli og fjölskylda? Svei mér þá,“ sagði Bárður andstuttur. „Þetta þarf ég nú að ræða við hana Jensínu mína.“ Svo strunsaði hann hratt í burtu til þess að fara að slúðra um mig og fjölskylduna mína. Það var greinilega mjög mikið álag að vera frægur, alveg eins og allt fræga fólkið sagði alltaf í viðtölunum! Kannski gætum við bara komist heim strax á morgun? Amma hafði ekki verið glöð að sjá okkur, við höfðum engan stað til að sofa á og allir virtust vera mjög einkennilegir. Það var ekkert vit í því að hanga hérna mikið lengur. „Komdu!“ kallaði Krummi og fór á undan mér inn í kartöflugeymsluna. Hann lagði sekkinn varlega frá sér. Hann hafði engu logið. Þetta voru mjög margar kartöflur. Það var auðvitað ekki margt að gera í kartöflugeymslunni, svona þegar maður var búinn að kíkja þangað inn, en þetta var samt fínt. Ég sagði Krumma það. Hann blés út af stolti, eins og hann hefði einn og sjálfur ræktað allar þessar kartöflur. „Hvernig verður þetta svo í kvöld?“ spurði ég. Augun í Krumma ljómuðu við tilhugsunina. „Þetta verður frábært, Dröfn!“ sagði hann. „Við borðum öll saman í Mötuneytinu og …“ „Mötuneytinu?“ sagði ég. „Er mötuneyti?“ „Auðvitað er Mötuneyti!“ sagði Krummi. „Hvar ættum við annars að borða?“ „Ö, heima hjá ykkur?“ sagði ég. „Já, við borðum auðvitað morgunmat heima hjá okkur,“ sagði Krummi. „Og svo annaðhvort hádegismat eða kvöldmat. En aðalmáltíð dagsins er í Mötuneytinu.“ Hann klappaði stór um kartöflusekk blíðlega. Ég starði á hann. „En … Af hverju?“ 29
„Nú, það væri algjört rugl ef það væri bara ísskápur, eldavél og allt í hverri einustu íbúð!“ sagði Krummi og hló. „Pældu bara í rafmagninu sem færi í það!“ Rafmagninu? Ég hafði aldrei mikið pælt í rafmagni. Það bara var þarna. „Eruð þið mikið að pæla í rafmagninu?“ spurði ég. „Það þarf auðvitað að hafa svolítið fyrir því,“ sagði Krummi hress. „Við reyndum einu sinni að setja upp vindmyllu á þakið en fyrst snjóaði hana í kaf og svo kom stormur og hún fauk. Það eru sólarrafhlöður á þakinu en það er mjög lítil sól á veturna. Og erfitt að moka snjóinn af! En þetta er ekkert mikið mál. Við þurfum ekki mikið rafmagn og Orkusetrið sér okkur fyrir því sem við þurfum.“ „Þarf ekki mikið rafmagn?“ apaði ég eftir honum. Ég hugsaði um öll hleðslutækin mín. Ég hugsaði um öll ljósin sem pabbi var alltaf að tuða í mér að ég ætti að slökkva í mannlausum herbergjum. Ég hugsaði um fartölvuna mína, spjaldtölvuna, símann, sjón varpið og meira að segja Minecraft-vekjaraklukkuna mína. Þarf ekki mikið rafmagn? „Það er líka fínt að borða mörg saman!“ hélt Krummi hress áfram. „Hún Magnea er frábær kokkur. Og það er mjög hátíðlegt þegar allir eru saman, eins og á töðugjöldunum í kvöld!“ „Og þessi hátíð er út af kartöflunum?“ spurði ég, bara til að vera viss um að skilja. „Kartöflunum og gulrótunum og rófunum og öllu!“ sagði Krummi. „Nú eru allar geymslur fullar. Það er alltaf dálítið eins og veturinn byrji einmitt í dag.“ „Hvað er svona merkilegt við daginn í dag?“ spurði ég. En áður en Krummi gat svarað komu krakkarnir sem ég hafði hitt við bryggjuna inn í kartöflugeymsluna. Hversu sorglegt var þorp þar sem það var brjáluð umferð að skoða kartöflur? Ég meina, það var ágætt að borða kartöflur 30
– sérstaklega franskar kartöflur – en ef maður horfði á þær var kannski ekkert mikið að frétta. „Krummi!“ sagði strákurinn með gleraugun, mjög hneykslaður og baðaði út höndunum. „Hvað ert þú að gera með þessari nýju?“ „Hæ, Sölvi!“ sagði Krummi kátur. „Þetta er Dröfn! Hún er vinur minn!“ „Róaðu þig,“ hvíslaði ég með sjálfri mér. Þetta vinatal var orðið dálítið yfirdrifið. Önnur stelpan horfði á mig, fitjaði upp á nefið, horfði svo á Krumma og sagði eitthvað á táknmáli. Ah. Þess vegna hafði þessi Sölvi alltaf verið að veifa hönd unum. Mér fannst ég smá vitlaus að hafa ekki fattað það. Ég skildi augljóslega ekki orð af því sem stelpan var að segja en ég virtist vera sú eina í kartöflugeymslunni sem var í þeirri stöðu. Krummi svaraði, „Já, nei, nei, Herborg, það er nú varla svo slæmt.“ Um leið og hann talaði hreyfði hann hendurnar svo hún skildi hann. Stelpan var þannig á svipinn að augljóst var að henni fannst það verulega slæmt. Ég óttaðist að það væri ég. Hin stelpan sagði eitthvað sem ég skildi ekki heldur. „Dýrleif, Jensína Kennari segir að við eigum að hafa opinn huga og opið hjarta!“ sagði Krummi og brosti aftur. Dýrleif benti á mig og sagði eitthvað með reiðilegum svip. „Nei, þetta var bara dónalegt, Dýrleif,“ sagði Krummi, hneyksl aður. „Ekki jafndónalegt og hún var áðan!“ sagði Sölvi, bæði á táknmáli og með röddinni, um leið og hann benti á mig. Mér var farið að líða ponsu illa, króuð af þarna inni í kartöflugeymslunni á meðan þau störðu öll á mig. „Hún virðist líta svo á að hún sé merkilegri en við hin, bara af því að hún er barnabarn Húsvarðarins!“ 31
Ég gat ekki að því gert. Ég fór að hlæja. „Sko,“ sagði ég, alveg án þess að nota táknmál, af því að ég kunni það ekki neitt. Ég tók samt eftir því að Krummi túlkaði fyrir mig. „Þessi amma mín er mesti leiðindapúki sem ég hef hitt!“ Ég fann tár þrýsta sér fram í augnkrókana, því þetta var því mið ur satt. Amma var engin almennileg amma. „Amma er bara fúl kelling sem er skítsama um barnabörnin! Ég skal alveg viðurkenna að ég held kannski að ég sé merkilegri en þið sem vitið ekki einu sinni hvað Minecraft er, en það er EKKI af því að ég er skyld þessari gömlu, bitlausu sláttuvél þarna uppi!“ Ég tók eftir því einhvers staðar í miðri þessari ræðu að Krummi var hættur að túlka. Þau horfðu öll á mig eins og ég hefði verið að myrða kettlinginn þeirra. Herborg sagði eitthvað á táknmáli. Enginn þýddi það. Svo stormuðu Dýrleif, Sölvi og Herborg út úr kartöflugeymsl unni. Krummi tók í höndina á mér og horfði á mig. „Dröfn,“ sagði hann. „Það verður mjög mikil vinna að vera vinur þinn.“
32