Bókafréttir Forlagsins

Page 1


Sumar bækur renna mildilega eins og lækur, aðrar eru eins og kækur – og enn aðrar óhreinar nærbrækur ... Lestur er ljósgeisli þegar búið er að draga niður ljósin allt í kring. Lestur er einbeiting, alefling hugans. Maður sest niður einhvers staðar hæfilega afsíðis, dregur undir sig fæturna og fer að færa augun frá vinstri til hægri, taka mynd af heilu málsgreinunum, svo að inni í heilabúinu opnast hvelfingar. Við nemum lykt, tilfinningu, veður, sjáum andlit, fas, samskipti, ráðum í orð, heyrum marra í hurð, glugga skellast, hróp og hvísl … stöndum í mannlífinu miðju, flettum og skiljum allt í einu hvernig annað fólk hugsar. Guðmundur Andri Thorsson, Hvernig annað fólk hugsar, Fréttablaðið 17. okt. 2011

Jpv útgáfa mál og menning iðunn vaka-helgafell

Bræðrabor g a r s t í g 7 · 1 0 1 Re y k j a v í k · S í m i 5 7 5 5 6 00 www.forla g i d .i s · f o r l a g i d @ f o r l a g i d .i s

Verslun Forlagsins að Fiskislóð 39 - allt úrvalið á einum stað, fjöldi titla á kostakjörum og frábær þjónusta. Afgreiðslutími 10-17 alla virka daga. ust

w w w .f o r l a g i d .i s – alvöru bókabúð á neti nu

ana Án

Hér


3

Tímamótaverk myndlist

um íslenska

Ein mestu útgáfutíðindi þessa árs eru útkoma fimm binda yfirlitsrits um íslenska myndlist fyrir almenning. Íslensk listasaga spannar tímabilið frá síðari hluta nítjándu aldar til upphafs þeirrar tuttugustu og fyrstu. Bindin eru gefin út samtímis í vandaðri öskju og eru um 1400 blaðsíður. Verkið er prentað í Prentsmiðjunni Odda en sennilega er það einsdæmi að jafn umfangsmikið verk komi út í einu lagi hér á landi. Ritstjóri Listasögunnar er Ólafur Kvaran en alls koma fjórtán höfundar að verkinu, þar á meðal margir af virtustu listfræðingum þjóðarinnar. Sérstök áhersla er lögð á einkenni íslenskrar myndlistar á hverju tímaskeiði, sögulegt samhengi hennar og samband við alþjóðlega listasögu. Í umfjöllun og túlkun höfundanna er þannig leitað svara við ýmsum sameiginlegum spurningum en jafnframt eru áherslur þeirra ólíkar því viðfangsefnin eru um margt ólík. Í bindunum fimm eru litljósmyndir af á annað þúsund listaverkum, sem varðveitt eru á söfnum eða eru í einkaeigu, og því er hér samankominn afar yfirgripsmikill fróðleikur um listasögu Íslendinga á einum stað. Útgáfa Íslenskrar listasögu er því mikið menningarlegt framlag enda er markmiðið með útgáfunni ekki aðeins að gera grein fyrir sögu íslenskrar myndlistar heldur einnig að styrkja og móta hugmyndir okkar um myndlist þjóðarinnar, sameiginlega arfleifð og sjálfsmynd.

„Hér eru komnar bækur sem mikil þörf hefur verið á; viðamikið og vandað verk, skrifað fyrir almenning ...“ E i n a r Fa lu r I ng ól f s s on / Morgu n bl a ði ð

„Stórglæsilegt verk sem er í senn fræðandi og áhugavekjandi og mun nýtast jafnt leikum sem lærðum. Hér hefur verið lyft grettistaki til að færa íslenska myndlist til þjóðarinnar.“

Boðið er upp á greiðsludreifingu í allt að 18 mánuði við kaup á Íslenskri listasögu.

Kat r í n Ja kob s d ó tt i r , m e n n ta - o g m e n n i nga r m á l a r á ðh e r r a

Vinsamlegast sendið póst á netfangið forlagid@forlagid.is eða hringið í síma

„Íslensk listasaga I–V er stórvirki.

575 5600 til að fá nánari upplýsingar.

Íslendingar hafa eignast tímamótaverk.“ Gu ðm u n du r Oddu r Mag n ú s s on, próf e s s or v i ð L i s ta h á s kól a Í s l a n d s


4

Töfr arnir lífinu í

Aðdáendur Vigdísar Grímsdóttur fagna, því nú er loksins komið nýtt skáldverk úr hennar fórum. Bókin Trúir þú á töfra? er heillandi óður til skáldskaparins, allt í senn kröftug, hjartnæm og eftirminnileg saga sem lætur engan ósnortinn. Aðalpersóna sögunnar ber nafn Nínu Bjarkar Árnadóttur skáldkonu sem er Vigdísi afar hugleikin. Líkindin felast þó fyrst og fremst í nafninu því hér er ekki um ævisögulega frásögn að ræða, fremur skapandi hugrenningatengsl. M a rk m ið V i gd í s a r v a r a ð s k r i f a

skáldsögu um einhvers konar ferðalag þar sem ljóðahefðin rynni í gegnum frásögnina og kallaði kynslóða á milli. Sögumaðurinn Nína Björk er tólf ára gömul stúlka. Hún lýsir lífinu í þorpinu sínu sem er umlukið myrkum múr sem hvílir undir þungri glerhvelfingu en í þeim lokaða heimi fer fram tilraun til að skapa f yrirmyndarsamfélag; þar leikur hver og einn sitt hlutverk undir ógnarstjórn þeirra sem valdið hafa. En Nína litla á sér drauma og vonir og er knúin áfram af ljóðum nöfnu sinnar – af

• Íslensku bókmenntaverðlaunin 1994 – Grandavegur 7 • Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefning 1989 – Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón

Óður til skáldskapar á bók og ótal kisur.

einlægri forvitni og fegurðarþrá leitar hún frelsisins sem allir sakna. Ritfimi Vigdísar er f lestum kunn en færri v ita að hún grípur einnig í pensilinn. Til að komast í betra samband við sögupersónu sína tók hún upp á því fyrir nokkru síðan að mála ketti. Úr varð heilmikið kattamyndasafn en ein myndanna prýðir einmitt kápu bókarinnar. Vigdís sýnir myndir sínar í kaffihúsi Gerðubergs frá 12. október til 20. nóvember í tengslum við ritþing um ævi hennar og feril sem haldið verður þar í nóvember. Þegar bókin kemur út verður einnig opnuð sýning á verkum Vigdísar í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófarhúsinu við Tryggvagötu.

• Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefning 2007 – Sagan um Bíbí Ólafsdóttur

Örlagaflétta Ólafs Ný skáldsaga kemur út á Íslandi og í Band­a­r íkjunum.

Meðal verka Ólafs Jóhanns: • Markaðstorg guðanna 1988 • Fyrirgefning syndanna 1991 • Slóð fiðrildanna 1999 • Sakleysingjarnir 2004 • Aldingarðurinn 2006

Sög usv ið ný just u sk á ldsög u Ólafs Jó­h a n n s Ól a f s s on a r er bú ga r ð u r í Tosk­a na á Ítalíu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þangað fylgir hann lesendum til fundar við ensku húsf r úna A lice sem óvænt sk ý t ur skjólshúsi yfir íslenska myndlistarkonu, Kristínu Jónsdóttur, sem þangað hrekst undan skærum stríðsins. Alice veit ekki betur en að koma Kristínar sé tilviljun, en raunar á Kristín erindi einmitt á þennan stað ... Í Málverkinu spinnur Ólafur Jóhann Ólafsson saman örlagasögur Alice og eiginmanns hennar og Kristínar og

meistarans sem hún vann hjá. Átökin eru hörð í stríði milli þjóða, stríði milli einstaklinga og í því stríði sem einstaklingurinn heyr í eigin brjósti. Skáldsagan Málverkið kemur fyrst út hér heima en f ljótlega eftir áramót einnig hjá forlaginu HarperCollins í Ba nd a r í k ju nu m en þa r hef u r höfundurinn búið í næstum þrjátíu ár. Ólafur Jóhann er meðal okkar virtustu höfunda og hlaut síðasta verk hans, s m á s a g n a s a f n ið A l d i n gar ð u r i nn , Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Bækur hans hafa verið gefnar út á um tuttugu tungumálum.



6

Hver er Herbjörg?

þessi Sagan sem aldrei hefur verið sögð Saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs Skúlasonar fyrrum biskups, er saga sem snertir okkur öll. Í bókinni Ekki líta undan gerir Guðrún Ebba upp erfiða fortíð sína og samskipti við föður sinn sem misnotaði hana í fjölda ára. Guðrún Ebba segir frá af miklu hispursleysi og skoðar líf sitt í stóru samhengi – þar á meðal áhrif kynferðisofbeldisins á alla hennar tilvist. Hún segir sína eigin ábyrgð mikla – henni finnst mest um vert að uppgjör þessa máls fari fram og það leiði til góðs: „Það er einlæg von mín að meiri vitneskja um kynferðisofbeldi geti bjargað börnum frá því að lenda í klóm kynferðisbrotamanna.“ Elín Hirst skráði.

„En ekki datt mér í hug, þegar ég var borin af Bob mínum á milli baranna í Höfðaborg, fékk bónorðin þrjú á skipsfjöl sunnan miðbaugs eða sat í faðmi fjölskyldunnar í stórboði á Bessastöðum, með augun límd á Marlene Dietrich, að ég ætti eftir að enda ævina alein og yfirgefin í illa upphituðum bílskúr utan í Grensásnum, koddamygluð og ótilgreidd, með tölvugarm á sænginni og dauðans krumlu á öxlinni.“ Sk á ld sa ga Ha l lg r í m s Helga sona r, Konan við 1000°, segir sögu Herbjargar Maríu Björnsson sem býr áttræð og farlama í bílskúr í Austurbænum. Eini félagsskapur hennar er fartölvan og gömul handspreng ja sem hefur fylgt henni frá stríðsárunum. Nú leggur hún drög að dauða sínum og rifjar upp sögu sem engu eirir. Hallgrímur byggir sögu sína að hluta til á lífi raunverulegrar persónu en hann tekur sér þó fullt skáldaleyfi eins og fram kemur í aðfararorðum sögunnar þar sem hann tekur ský r t fram að persónur hans séu skáldsagnapersónur og biður lesendur sína að sýna kveikjum þeir ra og f y r ir my ndum nærgætni:

„Sagnfræði er fræðandi saga. Skáldsaga er skálduð saga.“ F r íð le i k s s nó t i n , p a r t í lj ón ið o g ólíkindatólið Herbjörg, sem Hallgrímur skapar, lifði sannarlega tímana tvenna, hún sat fínustu veislur en kynntist jafnframt mikilli eymd. Hallgrímur miðlar sögu hennar af iðandi húmor, innsæi og íroníu – eins og honum er einum lagið – og hefur Íslandssögu 20. aldarinnar sem öflugt bakland. Úr verður hreint dásamlegt ferðalag með ógleymanlegu fólki. Bók Hallgríms kom út í Þýskalandi f y rr í haust og hef ur þegar fengið frábærar viðtökur eða eins og ritrýnirinn á Der Spiegel skrifaði: „Það er ekki hægt að loka þessari bók.“

Hinn

Ævintýralegi koss

Bók sem dansar á mörkum raunsæis og fantasíu.

„Goðsagan um kossinn er svo vel upp byggð, svo mikill og stöðugur hluti af lífi Elísabetar, að ég hef alltaf þurft að hafa mig allan við til að losna undan oki lyginnar. Þegar ég var lítill trúði ég því að hún væri sérstök og að ég væri einstakur fyrir það eitt að vera sonur slíkrar ævintýraveru. Það var ekki fyrr en á unglingsárum að ég tók að efast um að móðir mín væri sú sem hún sagðist vera. Hún gætti þess að ég sæi hana aldrei sofa, en læsti sig oft inni í herbergi, ýmist ein eða með einhverjum. Meira að segja eftir að Láki kom til sögunnar læstu þau að sér og hversu drukkin sem hún varð kom ég aldrei að henni hrjótandi í stofusófanum eða inni í fatahengi líkt og var fastur liður hjá vini mínum sem einnig átti drykkjusjúka móður.“

Skáldsaga Guðrúnar Ev u Míner v u­ dóttur, Allt með kossi vekur, er hugkvæm saga af sannleiksleit ungs manns. Davíð vill vita hvaða þátt móðir hans átti í dapurlegum örlögum vina hennar. Hafði hún kannski tortímandi áhrif á alla í kringum sig? Leit Davíðs verður ferðalag djúpt inn í innstu sálarmyrkur og knýr hann að lokum til að takast á við erfiðar spurningar um tilvist sína og kossinn sem býr yfir ævintýralegum ógnarkrafti. Í bókinni eru teikningar eftir Sunnu Sigurðardóttur.



8

Glettin frásögn

og grípandi

á

Kraftaverk kassanum? – Þegar ég kem á kassann til þín er alltaf afgangur.

Nóvember 1976 er fyrsta skáldsaga Hauks Ingvarssonar sem margir kannast við úr menningarþættinum Víðsjá á Rás 1. Haukur hefur áður gefið út tvær bækur – ljóðabókina Niðurfall og ritið Andlitsdrættir samtíðar: síðustu skáldsögur Halldórs Laxness en kveður sér nú hljóðs með glettinni og grípandi frásögn sem færir lesandann aftur til fortíðar. Tíminn er 1976 og staðurinn blokk í Reykjavík þar sem fjölskylda ein verður fyrir umtalsverðu áfalli þegar sjónvarpstækið hennar lognast út af. Það var enda stórmál að útvega slíkar græjur í den tid. Úr verður að nágranni þeirra, Baldur á neðri hæðinni, er settur í málið. Hann býður síðan syni fjölskyldunnar með í sunnudagsbíltúr sem á sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér. Nóvember 1976 er meinfyndin og marglaga saga úr nýliðnum tíma, nálægum en þó svo furðulega fjarlægum.

Haukur Ingvarsson gefur út sína fyrstu skáldsögu.

– Við ætlum að taka saman aftur, það er þér að þakka ­Bónusstelpa. – Ég hef aldrei trúað á kraftaverk og ég veit ekki hvað gerist á kassanum hjá þér en það er eins og heimildin á kortinu mínu sé óendanleg. – Við áttum að missa íbúðina í dag en bankinn gaf okkur grið. Það er þér að þakka.

Bónustelpan eftir Rögnu Sig­urðar­dóttur er grípandi saga beint úr blæðandi íslenskum samtíma. Frumleg og bráðspennandi könnun á möguleikum manneskjunnar. Diljá er búin að velja sér útskriftarverkefni í Lista­ háskólanum. Hún ætlar að afgreiða á kassa í Bónus, með Bónus­bleikt hár og skærbleikar varir. Þegar sá kvittur kemst á kreik að Bónusstelpan geri kraftaverk hikar Diljá ekki við að taka gjörninginn skrefi lengra. Skólinn og fjölskyldan vilja að hún hætti en þúsundþjalasmiðurinn Hafliði stendur með henni . . . gerast í alvörunni kraftaverk í Bónus?

Óhugnanlega

kunnuglegar kenndir Hálendið eftir Steinar Braga er í senn s á lf ræ ð i l e g hr ol lv e k ja o g nú t ím a l e g

Fáum tekst jafn vel og rithöfundinum Steinari Braga að vekja sterkar kenndir lesenda sinna. Í bókum hans finnum við kraftmikinn en lúmskan slátt, grípandi og á köflum óhugnanlega kunnuglegan. Í nýjustu bókinni, Hálendinu, fylgjum við fjórum vinum upp á hálendi Íslands að haustlagi. Sagan er í senn sálfræðileg hrollvekja og nútímaleg þjóðsaga – ekki ólíkt metsölubókinni Konur sem Steinar Bragi gaf út árið 2008. Pörin tvö keyra fyrir slysni á hús nokkurt í auðninni á söndunum norðan Vatnajökuls. Jeppinn þeirra er ónýtur og

þrátt fyrir dræmar móttökur íbúanna fá þau að gista. Ekkert samband er við byggð ból, húsið er varið eins og virki og á kvöldin læsa íbúarnir tryggilega að sér. Úti heyrast dularfull hljóð og eldar kvikna, atburðir úr fortíðinni leita á gestina og smám saman verður erfiðara að átta sig á því hvar óvinurinn leynist. Hálendið er bók sem grípur þig fastataki og vekur upp áleitnar spurningar um sekt og sakleysi, endimörk mennskunnar og grimmd íslenskrar náttúru – eða okkar sjálfra.



10

Mergjað smásagnasafn „Hann virti sjálfan sig fyrir sér í speglinum í lyftunni. Hann var síðhærður en hárið var tekið að grána og hann var með punga undir augum og tekinn að gamlast allmikið í andliti. Mikil umskipti til hins verra höfðu orðið á ferli hans á undanförnum árum og nú var hann nær hættur að koma fram. Á sjöunda áratugnum hafði hann sungið með mörgum vinsælustu hljómsveitum landsins og oft staðið á sviði Laugardalshallarinnar með þúsundirnar æpandi fyrir framan sig. Þegar hann söng með Local Cats höfðu þeir hitað upp fyrir Hollies. Lyftan opnaðist og hann gekk út um anddyrið. Gamli hvíti sendiferðabílinn hans stóð hélaður í stæði. Hann setti hann í gang og sótti sköfu undir framsætið og skóf af rúðunum. Það var byrjað að skyggja. Hann ók í Ármúlann. Sigvaldi lagði góðan spöl frá hótelinu. Á ryðgaðan belginn var málað stórum stöfum: Hreingerningarþjónustan s/f. Hótelið skyldi vígjast um kvöldið með tónleikum og fegurðarsamkeppni. Hann sjálfur kom fram sem fulltrúi sjöunda áratugarins. Stórum bláum stöfum: Hótel Reykjavík, hafði verið tyllt upp á skyggninu yfir aðalinnganginum. Vestan megin var vinnupallur. Frágangi var ekki að fullu lokið utandyra. Sigvaldi ræskti sig, strauk hendi lauslega í gegnum hárið við vangana, bar höfuðið hátt og gekk inn úr anddyrinu. Í huga hans ómaði taktfast: Ég er að fara að hitta sjálfan Rod Stewart! Ég er að fara að hitta Rod Stewart!“

Fyrsta smásaganasafn Ólafs hefur fengið frábæra dóma.

Tónninn í þessum sögum er fallegur, hann er mann­eskjulegur, launkíminn. Hann gerir sér að söguefni fáránlega atburði í samskiptum fólks. Þetta er ákaflega þægileg lesning.“ PBB / K i l ja n

Brot úr smásögunni „Fegurðarsamkeppni Íslands“ eftir Ólaf Gunnarsson. Söguna má finna í fyrsta smásagnasafni hans, Meistaraverkið og fleiri sögur.

Kalt stríð hjartasár og

Ný skáldsaga Arnaldar gerist í spennuþr ungnu andr úmslof t i kalda stríðsins.

Einvígið er nýjasta bók Arnaldar Indr­ iða­s onar sem að þessu sinni rammar frásögnina inn í sannsögulega viðburði. Sögusviðið er Reykjavík sumarið ’72, þega r Ba nda r í k ja maður inn Bobby Fischer og Rússinn Boris Spassky setjast að tafli um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugardalshöll. Heimsmeistaraeinvígið dregur ekki aðeins til sín áhugamenn u m sk á k heldu r ei n n ig blaða- og fréttamenn frá öllum heimshornum sem fylgjast grannt með smæstu viðburðum og elta skákmennina eins og skugginn, og opinberir og leynilegir fulltrúar

stórveldanna í austri og vestri láta sig ekki vanta – í heiminum geisar kalt stríð. En sögur Arnaldar eru aldrei einfaldar eða yfirborðslegar og titillinn vísar ekki eingöngu til þess sem fram fer við taflborðið – fleiri einvígi eru háð, bak við luktar dyr og í fylgsnum hugans. Einvígið er snilldarlega samin saga um spennuþrungið andrúmsloft kalda stríðsins – en líka um þungbær örlög, glataða bernsku og hjartasár. Frá fyrri bókum Arnaldar þekkja margir lesendur Marion Briem, lærimeistara og eitt sinn yfirboðara Erlendar Sveinssonar innan lögreglunnar. Árið 1972 er Marion í fullu fjöri í starfi sínu hjá lögreglunni, og þegar meinlaus unglingspiltur verður fyrir fólskulegri árás í Hafnarbíói rétt í þann mund sem skákeinvígið er að hefjast lætur Marion y firstandandi heimsviðburði ekki truf la sig við að komast til botns í málinu, jafnvel þótt

borgin sé í uppnámi. Þetta er fimmtánda skáldsaga Arn­ aldar sem gaf fyrst út bók 1997. Allar götur síðan hefur hann sent frá sér nýja bók árlega, hverja annarri vinsælli og betri, og óhætt er að fullyrða að enginn íslenskur höfundur komist með tærnar þar sem hann hefur hælana á sviði glæpasagna. Fyrir um áratug var byrjað að þýða bækur hans og gefa út erlendis en síðan hafa þær farið sannkallaða sigurför um heiminn. Þær hafa verið þýddar á um 40 tungumál, selst í yfir sex milljónum eintaka og hlotið ótal tilnefningar, verðlaun og viðurkenningar. Nýlega setti breska stórblaðið The Guardian nafn Arnaldar e f s t á l i s t a y f i r b e s t u e v r óp s k u sakamálahöfunda samtímans. Fyrir íslenska lesendur skiptir þó allra mestu máli að 1. nóvember ár hvert má eiga von á góðu frá sagnameistaranum



12

Plottandi í myrku fjósinu aleinn

„... örvæntingin grefur sig niður í öndina

Boðið upp í vals Kata hjólar út í Samkomuhús því kórinn hennar heldur tónleika á Valeyri í kvöld. Jósa setur gamlar bekkjarmyndir á Facebook en Sidda hlustar á Andrés á safninu segja margþvældar sögur meðan hún bíður eftir Kalla sínum sem hefur tafist í hlöðunni þar sem hann gerir við aflóga þvottavélar. Smyrill skáld reynir að yrkja. Séra Sæmundur tekst á við öfl ljóss og myrkurs en hjónin í Valeyrarvinnslunni talast ekki við í dag ... Valeyrarvalsinn er nýjasta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, hrífandi og margradda skáldverk þar sem sextán sögur fléttast saman, kallast á, botna hver aðra og skarast enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. Persónur, atvik og kenndir kvikna til lífs og tónlistin umvefur allt í ómótstæðilegum texta Guðmundar Andra.

og jafnvel þegar hún fer skilur hún eftir sig tóm. Í það tóm sáir illskan sér.“ Glæsir heyr harða glímu við sjálfan sig og einn og yfirgefinn gerir hann upp líf sitt og nöturleg örlög og leggur á ráðin um hefndir. Aleinn í myrku fjósi flytur hann sjálfum sér eigin ævisögu um væntingar og svik, heiður og vansæmd, einmanaleik og botnlausa óhamingju. Saga hans tengist pólitískum deilum og valdabaráttu. En hver er hann sem á svo harmræna fortíð að baki – er hann þessa heims eða annars, forynja eða tröll − eða aðeins vesæl skepna? Engan nema gömlu fóstruna grunar sannleikann um Glæsi. Í sinni annarri skáldsögu tekst Ármann Jakobsson á við sagnaarfinn á afar frumlegan hátt í sögu gamalmennis sem varð að draugi í lifanda lífi af því að hann gat ekki skapað heldur aðeins tortímt. Sagan Glæsir er í senn viðburðarík, dramatísk og neistandi fyndin en umfram allt barmafull af tilfinningum.

Uppgjör undirheimum í

Rithöfundurinn Stefán Máni hefur leitt lesendur niður í íslenska undirheima í fyrri bókum sínum og brátt mun höfundarverk hans lifna við á hvíta tjaldinu þegar bíómynd, byggð á metsölubókinni Svartur á leik, verður frumsýnd á nýju ári. Nýjasta bókin hans, Feigð, er full af þeim krafti, kynjum og taugatrekkjandi spennu sem lesendur og gagnrýnendur hafa hampað höfundi fyrir. Feigð er hans tíunda skáldsaga og við getum lofað lesendum æsandi lestri. Aðalpersónan, lögreglumaðurinn Hörður, er heljarmenni, einrænn og skyggn, og feigðin kallar að honum úr öllum áttum – hann hefur komist af úr sjávarháska og hinu mannskæða snjóflóði á Súðavík. Hann berst við drauga fortíðar sinnar á hverjum degi. Hörður á í höggi við fornan fjanda, dópsalann, steratröllið og undirheimahrottann Símon Örn Rekoja. Átök þeirra verða blóðug og berast landshlutanna á milli – og hver veit hverjar afleiðingarnar verða ...

Ármann Jakobsson býður lesendum að kynnast Glæsi.

„... bráðskemmtileg lesning og hann hefur mjög góð tök á því sem hann er að gera. ... spennandi, mér fannst þetta skemmtilegt, mjög fyndið á köflum.“ PBB / K i l ja n

Þórarinn Leifsson lenti í háska og hasar með flökkurum og götu­lista­ mönnum.

Listamaður verður til „Ég kynntist Hansa litla í anddyri kirkju í miðbæ Algesíras. Hann sat hálffalinn bak við skilti með áletruninni Ég er svangur. Það voru kannski ýkjur að kalla Hansa litla dverg þótt hann væri um það bil hundrað og fimmtíu sentímetrar á hæð, jafn breiður og hann var langur, ljóshærður með andlit sem minnti einna helst á rotið epli eftir allt ódýra fernurauðvínið sem hann hafði skvett framan í sig um ævina. Í krúttlegu andlitinu, rétt fyrir ofan kjálka sem virtust skaft, flutu tvö lítil og góðleg blá augu eins og stöðuvötn. Hann talaði sæmilega ensku með hörðum Bæjarahreim. „Já já, drengur minn, þú gætir svo sem fengið að gista hjá okkur ef þú aðstoðar mig við húsverkin.“ Brot úr skáldævisögu Þórarins Leifssonar, Götumálarinn.



2

„Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“

ÍSLENSK SKÁLDVERK

Allt með kossi vekur Guðrún Eva Mínervudóttir; Teikningar: Sunna Sigurðardóttir Sannleiksleitin leiðir fólk á óvæntar slóðir. Davíð vill vita hvaða þátt móðir hans átti í dapurlegum örlögum vina hennar. Hafði hún kannski tortímandi áhrif á alla í kringum sig? Leit Davíðs verður ferðalag djúpt inn í innstu sálarmyrkur og knýr hann að lokum til að takast á við erfiðar spurningar um sjálfa tilvistina og kossinn sem býr yfir ævintýralegum ógnarkrafti. Hugkvæm, áleitin og eftirminnileg saga sem sver sig í ætt við fyrri verk höfundar, þar sem frásögnin dansar á mörkum raunsæis og fantasíu. 353 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-221-7 Innbundin

Bernskubók Sigurður Pálsson Hér teflir Sigurður Pálsson fram lifandi fortíðarmyndum sem hafa mótað hann sem einstakling frá frumbernsku, hann lýsir því hvernig skilningarvitin vakna, hvernig barnið nemur og skynjar umhverfi sitt, fjölskyldu og sveitunga, náttúruna, tungumálið; hvernig dýr og menn og almættið sjálft leika hlutverk sín á leiksviði barnsins. Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007 fyrir Minnisbók sína. 288 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-218-7 Innbundin

Bónusstelpan Ragna Sigurðardóttir

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Sem útskriftarverkefni í Listaháskólanum velur Diljá að afgreiða á kassa í Bónus, með Bónusbleikt hár og skærbleikar varir. Þegar sá kvittur kemst á kreik að Bónusstelpan geri kraftaverk hikar Diljá ekki við að taka gjörninginn skrefi lengra. Skólinn og fjölskyldan vilja að hún hætti en þúsundþjalasmiðurinn Hafliði stendur með henni. Grípandi saga beint úr blæðandi íslenskum samtíma. 213 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3238-1 Innbundin

Be n e di k t Grön da l

hörmulegri mannfórn. 317 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2147-0 Innbundin

Fjallkirkjan

Feigð

Einvígið Arnaldur Indriðason Sumarið 1972 er Reykjavík í uppnámi; heimsmeistaraeinvígið í skák er að hefjast og fulltrúar austurs og vesturs fylgja sínum mönnum að taflborðinu. Meðan hæst stendur fer ungur piltur í bíó og verður fyrir fólskulegri árás. Marion Briem stýrir rannsókn málsins og reynir að átta sig á því einvígi sem þarna er háð með lífið að veði. Áleitin saga meistara Arnaldar þar sem sannsögulegir atburðir ramma inn grípandi frásögn af

Stefán Máni Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er heljarmenni, einrænn og skyggn, og feigðin kallar að honum úr öllum áttum – hann hefur komist af úr sjávarháska og hinu mannskæða snjóflóði á Súðavík. Á hverjum degi berst hann við fortíðardrauga. Hörður á í höggi við fornan fjanda, dópsalann, steratröllið og undirheimahrottann Símon Örn Rekoja og berast átök þeirra milli Reykjavíkur og Vestfjarða. Kynngimögnuð saga, full af krafti, kynjum og taugatrekkjandi spennu frá höfundi Skipsins og Svartur á leik. 524 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-204-0 Innbundin

Gunnar Gunnarsson Myndir: Gunnar Gunnarsson yngri Skáldævisaga Gunnars Gunnarssonar sem fyrst kom út á dönsku í fimm bókum 1923–28. Þetta mikla skáldverk er nú gefið út handa lesendum á 21. öld í rómaðri þýðingu Halldórs Laxness og með formála eftir Gunnar Stefánsson. Íslensk klassík Forlagsins. 870 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-559-1 Kilja

Fljótt fljótt sagði fuglinn Thor Vilhjálmsson Fyrsta skáldsaga Thors braut blað þegar hún kom út 1968 fyrir myndsækinn stíl sinn og ólgandi


3

ÍSLENSK SKÁLDVERK undiröldu. Þar fléttar hann saman á nýstárlegan hátt fornum goðsögnum og svipmyndum úr lífi nútímamannsins til að bregða ljósi á hlutskipti mannanna. Kristján Jóhann Jónsson ritaði formála. „Stórbrotið barokkmálverk.“ Aarhus Stiftstidende Íslensk klassík Forlagsins 282 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-547-8 Kilja

Furðustrandir Arnaldur Indriðason Erlendur er á æskuslóðum og liðin tíð sækir á, atvik úr hans eigin lífi sem og önnur óuppgerð mál. Gömul saga af breskum hermönnum sem lentu í hrakningum og ungri konu sem hvarf á sama tíma vekur forvitni Erlendar sem þyrstir í svör við gátum fortíðar. Mögnuð saga um myrk leyndarmál sem hlotið hefur einstaka dóma og frábærar viðtökur. 300 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2137-1 Kilja

þorstinn eftir sæmdinni öllu öðru sterkari? Sagan um Glæsi er í senn viðburðarík, dramatísk og neistandi fyndin en umfram allt barmafull af tilfinningum. Glæsir er önnur skáldsaga Ármanns Jakobssonar. 204 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-205-7 Innbundin

Gerpla

Hálendið

Halldór Laxness Gerpla er eitt af stórvirkjum Halldórs Laxness og gerist á 11. öld þegar tveir vestfirskir garpar sverjast í fóstbræðralag að fornum sið. Þetta er hetjuharmsaga í sögualdarstíl – og þó allt annað; margræð, beitt og fyndin háðsádeila á stríðsrekstur og hetjudýrkun að fornu og nýju, snilldarlega stílað og magnað verk sem upphaflega kom út 1952, þremur árum áður en Halldór hlaut Nóbelsverðlaunin. 408 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2136-4 Innbundin

Steinar Bragi Tvö pör úr Reykjavík fara í hálendisferð að hausti. Norðan við Vatnajökul gerir svartaþoku og þau klessukeyra jeppann. Þau fá gistingu í dularfullu húsi í auðninni og erfitt reynist að komast burt. Smám saman verður líka erfitt að átta sig á því hvar óvinurinn leynist. Grípandi frásögn um endimörk mennskunnar og grimmd íslenskrar náttúru – eða okkar sjálfra. 253 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3231-2 Innbundin

Glæsir Ármann Jakobsson Hér er fjallað á fágætlega skemmtilegan hátt um gamalmenni sem varð að draugi í lifanda lífi af því hann gat ekki skapað heldur aðeins tortímt. En hver er hann? Hví verður

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Götumálarinn Þórarinn Leifsson Árið 1986 hverfur nítján ára Íslendingur á ferðalagi um Evrópu. Brátt hefja systir hans og móðir dauðaleit að drengnum – en óttast jafnframt hvað þær muni finna. Í þessari makalausu skáldævisögu berst lesandinn vítt og breitt um Spán og Marokkó, inn í framandi og háskalegan heim götulistamanna og flækinga. Frásögnin er æsispennandi, full af ógn og ísmeygilegri fyndni eins og fyrri verk höfundar. 276 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3234-3 Innbundin

Konan við 1000° Herbjörg María Björnsson segir frá Hallgrímur Helgason Hugmyndaflug og frásagnarsnilli Hallgríms Helgasonar njóta sín meistaralega í dramatískri sögu konu sem lifað hefur tímana tvenna, setið fín-

ustu veislur og kynnst dýpstu eymd. Af iðandi húmor, innsæi og íróníu er henni fylgt úr íslensku fásinni til stríðshrjáðrar Evrópu og enn lengra út í hinn stóra heim áður en hún snýr til baka til að segja þá sögu sem engu eirir. „Ekki hægt að loka þessari bók.“ Der Spiegel 477 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-222-4 Innbundin

Ljósa Kristín Steinsdóttir Ljósa elst upp seint á 19. öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað: þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið. Einstök örlagasaga um vanmátt og styrk sem hlotið hefur einróma lof lesenda. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna árið 2011. 242 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2128-9 Kilja


4

ÍSLENSK SKÁLDVERK Kristín á erindi einmitt á þennan stað . . . Grípandi örlagasaga eftir einn okkar snjöllustu höfunda. 324 bls. Vaka-Helgafell ISBN: 978-9979-2-2150-0 Innbundin

Lýtalaus Þorbjörg Marinósdóttir Lilja er komin aftur á kreik og þó að hún sé bara á öðrum fæti á meðan hún jafnar sig eftir bílslys er hún eiturhress sem aldrei fyrr. Makalaus sló öll sölumet þegar hún kom út í fyrra og Lýtalaus gefur þeirri fyrri ekkert eftir. Pissfyndin og hjartnæm samtímasaga fyrir stelpur á öllum aldri. 261 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-202-6 Kilja

Málverkið

Meistaraverkið og fleiri sögur Ólafur Gunnarsson Í sínu fyrsta smásagnasafni leikur Ólafur á ýmsa strengi. Hér segir frá Íslendingi sem barðist í Víetnam, útbrunnum rokksöngvara sem fær óvænt tækifæri til að stíga á svið með Rod Stewart, súludansmey sem fer að búa með bifvélavirkja, nasista og morðingja og ótal fleiri litríkum persónum. Og svo var það maðurinn sem þurfti að stela sínu eigin húsi árið sem Ísland varð lýðveldi. 189 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-203-3 Innbundin

Ólafur Jóhann Ólafsson Sumarið 1944 verður lest á norðurleið frá Róm fyrir sprengju og myndlistarkonan Kristín Jónsdóttir bjargast við illan leik heim á búgarðinn San Martino í Toskana. Þar lætur húsfrúin hlynna að henni eins og öðrum flóttamönnum og veit ekki betur en að koma hennar sé tilviljun. En

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Morgunengill Árni Þórarinsson Grípandi sakamálasaga úr íslenskum samtíma, áleitin og nístandi saga um glatað sakleysi, þörfina fyrir friðþægingu og sátt við eigin uppruna. Það er ekki margt líkt með fátækum bréfbera norðan heiða og auðmanni með milljarðaskuldir á bakinu. Örlög beggja fléttast þó saman við leit Einars blaðamanns að réttlæti ekki síður en forsíðufréttum. Sjaldan hefur hann tekist á við jafn erfitt sakamál. Ekkert er eins og áður var. Nema kannski það að eins dauði er annars brauð. 300 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-179-1 Kilja

Popular Hits 2 Hugleikur Dagsson Framhald hinnar feikivinsælu Popular Hits. Sem fyrr sameinar höfundur dægurtónlist, list og grín og beinir nýju ljósi að dægurperlum frá ýmsum tímum. Einnig er hugljúfum jólalögum gerð rækileg skil með minnisstæðum hætti. Á ensku. 64 bls. Ókeibæ ISBN 978-9935-439-00-0 Óbundin

Trúir þú á töfra? Vigdís Grímsdóttir Trúir þú á töfra leiðir lesendur inn í völundarhús gerræðis og grimmdar – en einnig til þeirrar tæru gleði yfir lífinu sem ilmur fortíðar og angan framtíðar færir. Hjartnæm saga sem er sannkallaður óður til skáldskaparins en afhjúpar jafnframt varnarleysi manneskjunnar í flókinni lífsbaráttu þar sem töfrarnir einir megna að lýsa henni veginn. 264 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-217-0 Innbundin

Nóvember 1976 Haukur Ingvarsson Það er áfall fyrir Dórótheu og Ríkharð þegar sjónvarpstækið þeirra deyr föstudagskvöldið 12. nóvember 1976. Baldur á neðri hæðinni gæti reddað þeim um tæki en býður syni þeirra fyrst með sér í leyndardómsfullan sunnudagsbíltúr. Meinfyndin og marglaga saga úr nýliðnum tíma, nálægum en þó svo furðulega fjarlægum. 216 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3236-7 Innbundin

Sláttur Hildur Knútsdóttir Edda fór í hjartaskipti fyrir fimm árum. Hún hugsar sem minnst um framtíðina því tölfræðin sýnir að hjartaþegar lifa ekki alltaf lengi. En hún er forvitin um fyrri eiganda hjartans og sannfærð um að ýmislegt hafi fylgt því. Nútímaleg og spennandi Reykjavíkursaga. 256 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-183-8 Kilja

Valeyrarvalsinn Guðm. Andri Thorsson Margslungið skáldverk þar sem sextán sögur fléttast saman og skarast margvíslega enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. Þetta eru sögur um mannfólkið og það sem kemur fyrir það, sögur um ástir og afglöp, alls konar tengsl og öll leyndarmálin. 165 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-216-3 Innbundin



18

Rómantík, metnaður og List

722 Montgomery Str. San Fransisco. 27. mars.

„Elsku litla Kiinlgjaan – Hvað það var yndislegt að sjá loksins línu frá þér. Mér hefur leiðst svo upp á síðkastið. Ég er orðinn – eða er á leiðinni til að verða bjáni hér. Hugsaðu þér, – nú er ég búinn að vera níu ár á svo að segja stöðugu ferðalagi, land úr landi. Ó, æfintýrin eru áreiðanlega best að lesa um þau og dreyma þau við eldinn einn heima. Ég finn það, að ef ég fer ekki að „taka mig saman“ úr þessu, þá verð ég bara rótlaust rekald það sem eftir er æfinnar. Það er vitlaust að slíta sig upp úr jarðvegi og menníngu síns eigin lands og þjóðar og vera að flækjast milli útlendínga árum saman. Maður kemur með þessu lagi, hvergi að fullu gagni, – verður hvorki heill né hálfur, innir hvergi af hendi neitt pósitívt. – Þó get ég ekki hugsað mér að vera fæddur íslenskur höfundur og lenda í því að verða amerískur hack-writer. Ég er altaf að líta til þess með meiri og meiri viðbjóði, að verða rithöfundur af þeirra tagi, sem „skemta“ þessum andstyggilega sálarlausa miljónaskríl. – Með hverjum deginum sem líður á ég erfiðara með að hugsa til að umplanta mig í amerískum jarðvegi; að selja sig á þann hátt væri að bíða tjón á sálu sinni fyrir alvöru. – Ekkert hefur kent mér betur að meta Ísland – land og þjóð – en dvöl mín og viðkynníng af andanum í miljónaborgum Bandaríkjanna. – [...] Ást mín til þín, Inga, hefur átt ákaflega sterkan þátt í að breyta við­horfunum í lífi mínu. Þú verður með hverjum deginum fastari þáttur í öllum framtíðarhugmyndum mínum og ákvörðunum. Ég finn að ég má til að sjá þig áður en lángt um líður, tala við þig, segja þér svo margt og ráða við þig ráðum mínum um svo margt, sem ekki verður gert bréflega. Ó, Inga, ég þrái svo íslenska vorið og þig, íslenska sumarið og þig! Mig hefur aldrei verulega lángað til Íslands fyr en nú, að ég á þig þar.“

Bréf Nóbelskáldsins til Ingibjargar Einars­ dóttur veita nýja sýn í sálarlíf hans, pólitík og hjartans mál.

Bréf Halldórs Laxness til Ingibjargar E i n a r s dót t u r 19 29 –1939 ve it a ógleymanlega innsýn í sálarlíf skáldsins unga, óbilandi metnað hans, listræn viðhorf, pólitík og hjartans mál. Halldór og Ingibjörg giftu sig 1. maí 1930 og hjónabandið hélt í tíu ár. Skrifum þessum var ek k i æt lað að bir tast opinberlega en nú hafa sonur þeirra Ingu og Halldórs, Einar Laxness, og Halldór Guðmundsson, sem ritað hefur ævisögu skáldsins, búið þau til útgáfu í bókinni Skáldið og ástin.

Maður

mótsagna Endurlit Í Bernskubók teflir Sigurður Pálsson rithöfundur fram lifandi fortíðar­ myndum sem hafa mótað hann sem einstakling. Bókin greinir frá fyrstu æviárum skáldsins – þegar skilningar­v itin vakna, hvernig barnið nemur og skynjar umhverfi sitt, fjölskyldu og sveitunga, náttúruna, tungumálið; hvernig dýr og menn og almættið sjálft leika hlutverk sín á leiksviði barnsins. Bókin kallast skemmtilega á við Minnisbók Sigurðar, sem kom út árið 2007 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, en opnar um leið fyrir annan og enn dýpri skilning á liðinni tíð og manni sjálfum.

Gunnar Gunnarsson var einn mest lesni íslenski rithöfundurinn á 20. öld en hefur löngum verið löndum sínum ráðgáta. Hann var fátækur bóndasonur austan af landi en fékk ungur þá köllun að verða rithöfundur, og honum nægði ekki að skrifa fyrir Ís­lend­ inga heldur vildi hann skrifa fyrir allan heiminn. Hann komst furðu nærri því og lifði hátt á höfundarlaunum sínum, eins og Jón Yngvi Jóhannsson rekur í nýrri, ítarlegri og áhrifamikilli ævisögu hans. En líf hans var markað skörpum mótsögnum. Hann var friðarsinni en náði þó fundi Adolfs Hitlers. Hann var mikill fjölskyldumaður og bjó sér og sínum ríkmannleg og örugg heimili – samt átti hann í eldheitu ástarsambandi við aðra konu og eignaðist með henni barn. Viðfangsefni hans voru alla tíð tengd íslensku þjóðerni og íslenskri menningu – samt verða hvorki ævi hans né verk skilin nema sífellt sé haft í huga að hann skrifaði öll helstu verk sín á dönsku.

Umdeildur maður sem lifði afar viðburðaríka tíma.

Jón Yngvi Jóhannsson byggir ævisögu Gunnars, Landnám , á umfangsmikilli könnun heimilda, íslenskra, danskra og þýskra, en mesta framlag þessarar ævisögu til skilnings á Gunnari er rækileg umfjöllun um skáldverkin, hinar stóru og merku skáldsögur hans eins og Fjallkirkjuna , Svartfugl og Vikivaka, bæði í ljósi stöðu Gunnars sem dansk-íslensks höfundar og flókinna tengsla einkalífs og skáldverka.



20

Gúllíver faraldsfæti á

Lánið leikur við íslenska lesendur því nú fá þeir söguna af ævintýraferðum Gúllívers í fyrsta skipti í heilu lagi á eigin tungu. Englendingar hafa litið á Reisubók Gúllívers sem klassík í nærri þrjú hundruð ár og allir þekkja ferðalögin til putalinganna og risanna. En í bókinni segir frá tveimur sögulegum sjóferðum í viðbót, til eyjarinnar svífandi og lands hinnar göfugu hestaþjóðar. Gys að ferðasögum Það er óvíst hvenær írski presturinn Jonat ha n S w i f t by r jaði að sk r i fa bókina en árið 1713 stofnaði hann rithöfundaklúbb með nokkrum andans mönnum sem allir höfðu áhuga á að gera gys að vinsælum bókmenntagreinum þess tíma. Ferðasögur frá framandi löndum voru meðal þeirra alvinsælustu og lágu vel við höggi, meðal annars var sagan um Róbinson Krúsó nýkomin út. Árið 1720 var vinnan við Reisubókina langt komin og sumarið 1725 var hún tilbúin. En textinn var eldfimur vegna stjórnmálaskoðana sem þar koma fram undir rós og Swift varð að láta skrifara endurrita handritið til að ekki yrði hægt að þekkja rithönd hans á því ef kæmi til ákæru. Swift var raunar þá þegar alvanur því að yfirvöld ömuðust við skrifum hans.

Ný heildarþýðing Jón St. Kristjánsson hefur lagt mikla alúð við þýðinguna til að ná málfari sem minnir á 18. öldina en er þó auðlæsilegt nútímafólki. Lesendum til glöggvunar skrifaði hann líka inngang að verkinu og skýringar við það. Myndirnar í bókinni eru eftir Thomas Morten (1836–1866). Bókin er í sömu ritröð og Ummyndanir eftir Óvíd (þýðandi Kristján Árnason, 2009) og Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante (Erlingur E. Halldórsson, 2010). Gúllíver heimsótti Putaland, eins og frægt er.

Mögnuð og ljúfsár „Þetta er algjör­ lega frábær bók, ég eiginlega get ekki mælt nógsamlega með henni,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni í haust. Skáldsagan Frönsk svíta eftir Irène Némirovsky hefur enda farið sigurför um heiminn. Sagan gerist á miklum átakatímum í Frakklandi og lýsir umrótinu sem varð eftir innrás Þjóðverja sumarið 1940. Þetta er mögnuð og ljúfsár lýsing á þróuðu samfélagi í upplausn og þvíhvernig lágkúra fólks og göfuglyndi afhjúpast við þær aðstæður, óháð stétt og stöðu. Saga bókarinnar sjálfrar er ekki síður áhugaverð. Irène hugðist skrifa framhald en var sjálf handtekin af nasistum og lést í Auschwitz árið 1942. Handritið komst ekki í hendur útgefanda fyrr en árið 2004, rúmum sextíu árum síðar, þegar dætur hennar björguðu því. Önnur dætranna, Denise Epstein, var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík nú í haust og opnaði m.a. ljósmyndasýningu sem helguð var minningu móður hennar.

Regnskógabeltið

raunamædda

Fransk i heimspek ing ur inn Claude L év i- St rauss hef ur ver ið k a l laður faðir ma nnf ræðinna r. Nú er ha ns þ ek k t a s t a verk , Re gn s k ó ga b elt ið r a u n am æ d d a , lok s i n s f á a n le g t í heildarþýðingu á íslensku. Bók þessi er frumleg blanda ferðasögu, ævisögu, mannfræðirannsóknar og heimspeki sem lýsir k y nnum L év i-Strauss af æ t t b á l k u m f r u mb y g g j a A m a s ón svæðisins og frumskóga Brasilíu á fjórða áratug síðustu aldar. L év i- St rauss fer v ít t og breit t í skrifum sínum en setur líf fólksins í regnskógunum í forvitnilegt samhengi við heiminn í heild og dregur um leið upp heillandi líkingar sem ljá ritinu víddir

Claude Lévi-Strauss dvaldi meðal f rumbyggja Suður-Ameríku og setti líf þeirra í samhengi við heiminn í heild.

langt út fyrir öll fræði. Ein spurninganna sem lesendur sitja máski með í huganum að lestri loknum er í hverju yfirburðir vestrænnar menningar séu í raun fólgnir. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson þýðir verkið og ritar formála.

Gleði og jákvæðni Ævisaga Herdísar Egilsdóttur ber titilinn Sólarmegin, og er það sannar­ lega réttnefni því þótt lífið hafi ekki alltaf verið Herdísi auðvelt hefur hún ævinlega haldið sig þar. Hún er þekkt sem kennari, rithöfundur og mannvinur sem markað hefur spor í líf ótal barna og ungmenna. Í bókinni rifjar Herdís upp sitthvað sem á dagana hefur drifið en ræðir þó mest um börnin sem hún hefur kennt og kynnst. Hún segir frá kennsluaðferðum sínum og heimspekinni bak við þær og rifjar upp skemmtilegar skólasögur sem ylja lesendum.



22

Lygi móðurarf Í

Energí og trú Við vekjum athygli lesenda á tveimur spennandi ævisögum úr samtímanum. Bækurnar Af heilum hug og Með sumt á hreinu eiga kannski fátt sammerkt við fyrstu sýn en báðar eru þær þó snarskemmtilegar og fróðlegar. Í Af heilum hug skrifar Björg Árnadóttir um hjónin og prestana Bjarna Karlsson og Jónu Hrönn Bolladóttur. Bæði hafa þau látið til sín taka og eru þekkt sem lífsglaðir og ærslafullir húmoristar, eldheitt trúfólk og sannir jafnaðarmenn. Hér segja þau af hjartans einlægni frá sjálfum sér, viðhorfum sínum, lífi og trú. Þau hafa í störfum sínum glímt við mótlæti og sorg, ranglæti og neyð – en leiðarljósið er ávallt kærleikur og lífsins gleði. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir tók að sér að skrásetja lífshlaup popparans, athafnaskáldsins og skemmtikraftsins Jakobs Frímanns Magnússonar á bók. Hann á sér mörg andlit og gervi – og kringum hann er alltaf líf og fjör. Í bókinni Með sumt á hreinu dregur Þórunn hins vegar fram annan Jakob en fólk telur sig þekkja ... bæði mýkri og alvarlegri.

Skáldkonan Sofi Oksanen skrifar um efni sem aðrir forðast. Bók hennar Hreinsun hef u r fa r ið sig u r f ör u m hei m i n n og í fyrra kom hún í eftirminnilega heimsókn hingað til Íslands til að t a k a v i ð B ó k m e n n t a v e r ð l a u nu m Norðurlandaráðs. Leikritið Hreinsun er nú sýnt í Þjóð­leik­húsinu og frægðarsól Oksanen rís enn. Aðdáendur Hreinsunar verða ekki sviknir af skáldsögunni Kýr Stalíns sem er fyrsta bók höfundarins og kom upphaf lega út árið 2003. Bækurnar tvær kallast óbeint á því Oksanen hefur sagt að hún hyggist skrifa þriðju bókina og mynda þannig þríleik úr sögum um afleiðingar kalda stríðsins. Kýr Stalíns er opinská saga um líf þriggja kynslóða. Þar segir frá Önnu sem á finnskan föður og eistneska móður og býr í Finnlandi. Móðir hennar skammast sín fyrir uppruna sinn og bannar Önnu

Fæst við óhuggulegar hliðar fortíðarinnar í áhrifamikilli sögu.

að segja frá því hvaðan hún er en fer þó reglulega með hana í heimsókn til ömmu í Eistlandi. Ástin á „hinu“ heimalandinu og skömmin sem fylgir veldur Önnu alvarlegum sálarflækjum og hún þróar með sér átraskanir sem hún heldur vandlega leyndum. Hún lýgur bæði að sjálfri sér og öðrum – rétt eins og móðir hennar og amma urðu að ljúga til að komast af á tímum Sovét-Eistlands. Oksanen tekst hér eftirminnilega á við óhuggulegar hliðar fortíðarinnar, smán þess að vera annars f lokks og harkaleg skil milli austurs og vesturs þegar valdhafar skiptu upp Evrópu með óafmáanlegum afleiðingum.

Þekkir þú

Flaviu de Luce? Hvað er að gerast í gúrkubeðinu?

Glæpasögur eru gjarnan flokkaðar eftir því hver aðalsöguhetjan er – er það lögga, spæjari, blaðamaður eða glöggur alþýðumaður sem leysir gátuna? Í Þegar öllu er á botninn hvolft eftir Alan Bradley er rannsakandinn býsna nýstárlegur og sk ý r ir það kannsk i gríðarlegar vinsældir bókarinnar sem vermt hefur efstu sæti metsölulista víða um heim undanfarna mánuði og var valin „Besta frumraunin“ af Samtökum breskra glæpasagnahöfunda.

Aðalsöguhetjunni kynnist lesandinn á fyrstu síðu bókarinnar þegar systur hennar hafa bundið hana og keflað inni í læstum skáp. Þetta er hin ellefu ára gamla Flavia de Luce sem býr með föður sínum og systrum á breskum herragarði sem man sinn fífil fegri og árið er 1950. Inn í söguna fléttast gríðarmikill f róðleikur, m.a. um ef naf ræði þv í Flavia býr svo vel að hafa aðgang að fullkominni efnafræðistofu. Sú stutta hefur jafnframt ástríðu fyrir eitri – sem hún hefur ekki fundið nein raunveruleg not fyrir fyrr en þetta afdrifaríka sumar. Bækurnar um Flaviu de Luce eru nú orðnar fjórar talsins en Þegar öllu er á botninn hvolft er sú fyrsta.


23

taktur ástríðuhiti og

Skáldkonuna Isabel Allende þarf vart að kynna, hún á sér dyggan aðdáendahóp um allan heim. Flestir þekkja skáldsögur hennar Hús andanna og Evu Lunu og gleðjast því máski yfir nýrri og spennandi sögu sem skrifuð er í anda þeirra. Í Eyjunni undir sjónum kynnast lesendur ambáttinni Tété sem er ofurseld of beldi og ótta í bernsku en finnur f ljótt huggun í afrískum tr umbutakti og v údúgöldr um. Þegar ungur plantekrueigandi kaupir hana handa spænskri eiginkonu sinni, og til eigin nota, f léttast örlög hennar og sögu fjölskyldu hans saman á óvæntan hátt. Þar kynnist Tété líka byltingarforingjanum Isabel Allende skrifar Louverture og þegar blóðug uppreisn verður meðal áhrifamikla sögu um leitina að þrælanna á eyjunni fögru þarf Tété að grípa til ást og hamingju. sinna ráða. Allende segir hér áhrifamikla sögu af konu sem aldrei gefst upp í leit sinni að ást og hamingju. Sagnaheimur bókarinnar er jafn heillandi og hann er grimmur og óréttlátur og þar ólga svo sannarlega miklar ástríður.

Skáldsagan Hús andanna, í eftirminnilegri þýðingu Thors Vilhjálmssonar, var endurútgefin fyrr á árinu í ritröðinni „Erlend klassík Forlagsins“.

Fall mannsins Evelyn fokreiðist þegar hún stendur Adam að framhjáhaldi og r ýkur af stað í frí til Ungverjalands. En Adam eltir. Svona má segja að þýska skemmtisagan og metsölubókin Adam og Evelyn hefjist. Höfundurinn Ingo Schulze heimsótti Reykjavík á Bókmenntahátíð í haust og kynnti þá þessa skemmtilegu sögu sem gerist hið örlagaríka ár 1989. Ferðalag Adams og Evelyn verður afar viðburðaríkt og raunar ævintýralegt því á þessum tíma var ólga í Austur-Evrópu og margir á faraldsfæti. Adam og Evelyn er ein a f bók unu m í alþjóðlegri ritröð skosku Canongate-útgáfunnar. Forleggjari þar fékk nokkra vel valda höfunda til að semja skáldverk utan um fornar goðsögur, og má nefna höfunda á borð við Margaret Atwood, Philip Pullman, Jeanette Winterson, Alexander McCall Smith og Sjón, en Argóarflísin hans er hluti af þessu metnaðarmikla verkefni. Nýjasta bókin í seríunni er Ragnarok eftir A.S. Byatt sem kom út í september 2011. Ingo Schulze fékk í sinn hlut söguna um Adam og Evu í Gamla testamentinu og leikur sér í bókinni sinni að goðsögninni um fall mannsins.


5

„Bækur eru saklausir hlutir en rithöfundar eru ægilegar verur.“

ÞÝDD SKÁLDVERK

Adam og Evelyn Ingo Schulze; Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Evelyn fokreiðist þegar hún stendur Adam að framhjáhaldi og leggur af stað í frí til Ungverjalands. En Adam eltir. Þetta verður ævintýraferð því það er ólga í AusturEvrópu og margir á faraldsfæti þetta örlagaríka sumar 1989. Skemmtisaga byggð á goðsögu Biblíunnar um fall mannsins sem einnig gefur innsýn í tilfinningar fólks á heimssögulegum tímamótum.

Þýð.: Þórdís Gísladóttir Bækur Stellu Friberg um einkaspæjarann Francisku Falke eru vinsælar um allan heim og hafa gert Stellu bæði fræga og ríka. En þegar hún vinnur að lokabindi seríunnar er eins og ólukkan elti hana. Það kemur upp leki á baðinu og píparinn er ekki beint penn, og svo fer ókunnug kona að ásækja hana og segist vera Franciska ... Skörp og fyndin athugun á bakhliðinni á hinu ljúfa lífi. 496 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3207-7 Kilja

b b b b PBB / Fréttatíminn 305 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3226-8 Kilja

Allt á floti Kajsa Ingemarsson

Brothætt Jodi Picoult Þýð.: Ásdís Guðnadóttir Willow er fimm ára, skemmtileg og lífleg stelpa, eldklár og fróð. En hún er fædd með ólæknandi sjúkdóm sem veldur því að bein hennar brotna við minnsta hnjask. Og svo kemur að því að foreldrarnir standa frammi fyrir spurningunni: Hvað ef þau hefðu vitað af sjúkdómnum fyrr? Ef Willow hefði aldrei fæðst? Grípandi og ljúfsár saga um þungbærar ákvarð-

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

anir, ást og brothætta tilveru, eftir rómaðan metsöluhöfund. 558 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-177-7 Kilja

Dávaldurinn Lars Kepler Þýð.: Jón Daníelsson Hrollvekjandi glæpasaga sem heldur lesandanum föstum með stigmagnandi spennu. Heil fjölskylda er myrt í úthverfi Stokkhólms; aðeins sonurinn lifir, alvarlega særður. Erik Maria Bark er fenginn til að dáleiða hann til að reyna að komast að því hvað gerðist þessa örlaganótt – og þá fyrst er fjandinn laus. 536 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-175-3 Kilja

Þ Ór be rgu r Þ Ór Ða r s on

Eyjan undir sjónum Isabel Allende; Þýð.: Sigrún Á. Eiríksdóttir Ambáttin Tété er ofurseld ofbeldi í bernsku en á unglingsaldri kaupir auðugur ungur plantekrueigandi hana og flýr með hana til New Orleans. Þar fær Tété loks að skapa sér eigin tilveru en böndin sem binda hana við fyrrverandi húsbónda hennar verða ekki slitin. Áhrifamikil og ástríðufull söguleg skáldsaga eftir höfund Húss andanna. 462 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3245-9 Innbundin

seríu,“ sagði í Berlingske Tidende. Bækurnar um sköllótta spæjarann Sommerdahl hafa slegið í gegn á Norðurlöndunum. 358 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2142-5 Kilja

Fimbulkaldur

Fallið er hátt Anna Grue; Þýð.: Berglind Steinsdóttir Ræstingakona er myrt á auglýsingastofunni þar sem hún vinnur – og í ljós kemur að enginn veit hver hún er eða hvaðan hún kemur, enginn saknar hennar. Dan Sommerdahl dregst inn í rannsóknina og kemst að því að samstarfsfólk og vinir virðast þvæld í vafasama starfsemi – en býr kannski góður hugur að baki? „Sjaldan hefur sést betri byrjun á glæpa-

Lee Child; Þýð.: Salka Guðmundsdóttir Lee Child hefur slegið rækilega í gegn með mögnuðum sögum sínum um einfarann og karlmannlegu andhetjuna Jack Reacher. Leið hans liggur nú til Suður-Dakóta um helkaldan vetur. Í kyrrlátu smáþorpi er mikil spenna í loftinu og hún tengist öryggisfangelsi í grenndinni og yfirgefinni herstöð úti á eyðilegri sléttunni, þar sem mótorhjólagengi hefur hreiðrað um sig. Og öllu er stýrt af mikilli grimmd sunnan frá Mexíkó.

bbbb

SG / Morgunblaðið

406 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-186-9 Kilja


6

ÞÝDD SKÁLDVERK

Frönsk svíta Irène Némirovsky Þýð.: Friðrik Rafnsson Þessi margfalda metsölubók gerist á átakatímum í Frakklandi og lýsir umrótinu sem varð eftir innrás Þjóðverja sumarið 1940. Hrífandi skáldsaga, skrifuð af hlýju, innsæi og óvenjulegri skarpskyggni, þar sem lævi blöndnu andrúmslofti tímans er lýst á óviðjafnanlegan hátt af höfundi sem sjálf lét lífið í fangabúðum nasista.

afmælisveislu. Við tekur stórkostleg og óborganleg vegferð gegnum ótrúlegt lífshlaup þar sem ýmis helstu frægðarmenni tuttugustu aldar verða á veginum. Bókin er sannkölluð gleðisprengja sem hefur hlotið frábærar viðtökur hér sem annars staðar og fyrsta prentun hennar seldist upp á örfáum dögum. „Þetta er dásamleg skemmtun.“ KB / Kiljan 425 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-207-1 Kilja

b b b b b PBB / Fréttatíminn 415 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-195-1 Innbundin

Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf Jonas Jonasson Þýð.: Páll Valsson Allan Karlsson vaknar á hundrað ára afmæli sínu og skríður út um gluggann í stað þess að mæta í eigin

Generalizations about Nations Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Hin pólitískt óréttláta Alhæft um þjóðir eftir múltítalentinn Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur vakti verðskuldaða athygli um árið. Lóa hefur ferðast víða um heim og skráð atferli annarra þjóða í þessa bók – hvort sem það á við rök að styðjast eður ei. Nú er bókin loksins fáanleg á ensku svo að erlendir gestir geti einnig notið alhæfinganna. 72 bls. Ókeibæ ISBN 978-9935-439-01-7 Óbundin

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Hreinsun Sofi Oksanen Þýð.: Sigurður Karlsson Áhrifamikil verðlaunasaga um örlög tveggja kvenna í Eistlandi sem hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim. Aliide á ekki von á góðu þegar hún finnur ókunnuga stúlku hrakta og hrjáða í garðinum sínum. Hún skýtur yfir hana skjólshúsi og kemst smám saman að því að saga þeirra tveggja er samfléttuð. Margradda saga sem nær yfir hálfa öld og hefur fært höfundi sínum fjölmörg virt verðlaun og viðurkenningar, nú síðast Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. „Algjört meistaraverk.“ Illugi Jökulsson / Kiljan

355 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3206-0 Kilja

Hroki og hleypidómar

Jane Austen; Þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir Skáldsögur Jane Austen hafa öðlast nýtt líf á undanförnum áratugum, á prenti og í kvikmyndum og sjónvarpi. Þeirra frægust og vinsælust er þessi bók sem hefur heillað lesendur í hartnær tvö hundruð ár. „Ástsælasta skáldsaga okkar ástsælasta höfundar.“ Independent Erlend klassík Forlagsins 315 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-557-7 Kilja

Hugsaðu þér tölu John Verdon Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir „Hugsaðu þér tölu. Hvaða tölu sem er. Leggðu hana á minnið. Nú sérðu hvað ég þekki leyndarmál þín vel. Ég veit allt um þig.“ Dave Gurnsey kemst á slóð dularfulls bréfritara og brátt er hann fastur í neti manns sem virðist snjallari og illskeyttari en orð fá lýst. Geysivel spunnin og ótrúlega spennandi glæpasaga. 409 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979 Innbundin

Hús andanna Isabel Allende Þýð.: Thor Vilhjálmsson Stórbrotin ættarsaga Isabel Allende frá Chile hefur heillað lesendur um allan heim í þrjátíu ár og engu glatað af töfrum sínum. Ættarstolt, yfirskilvitlegir eiginleikar og ástríður holdsins eru ráðandi öfl í lífi fólks og allt um kring ólgar samfélagið. Í bókarlok er birt viðtal við höfund. Erlend klassík Forlagsins 510 bls. Forlagið ISBN: 978-9979-53-543-0 Kilja

Húshjálpin Kathryn Stockett Þýð.: Ólöf Eldjárn Í Suðurríkjum Bandaríkjanna virðist allt vera með kyrrum kjörum árið 1962 þegar háskólastúlkan Skeeter fer að kynna sér líf og kjör svörtu kvennanna sem starfa sem þernur og fóstrur á


7

ÞÝDD SKÁLDVERK vel stæðum heimilum. Aibileen og Minny fallast á að hjálpa henni og segja sögu sína og saman takast þær á hendur verkefni sem mun hafa djúpstæð áhrif. Stundum þarf ekki nema þrjár konur til að breyta sögunni. Margföld metsölubók um allan heim sem nú er komin á hvíta tjaldið. 526 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-212-5 Kilja

Hægur dauði Lene Kaaberböl og Agnete Friis; Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Tveir strákar finna fjársjóð í yfirgefnu rússnesku hersjúkrahúsi í Ungverjalandi, dýrmæta kúlu sem annar þeirra ætlar að selja í Danmörku. Þá fer af stað rás atburða sem hefur hrikalegar afleiðingar, meðal annars fyrir hjúkrunarkonuna Ninu Borg sem vildi bara hjálpa hópi af ólöglegum innflytjendabörnum með sérkennileg sjúkdómseinkenni. Eftir höfunda metsölubókarinnar Barnið í ferðatöskunni.

b b b b b PBB / Fréttatíminn 411 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3214-5 Kilja

Konan í búrinu Jussi Adler-Olsen Þýð.: Hilmar Hilmarsson Einn mesti spútnikspennuhöfundur Dana um þessar mundir er Jussi Adler-Olsen. Fyrsta bók hans í seríunni sem kennd er við Deild Q er þrælmögnuð og haglega fléttuð hasarsaga sem fær hárin til að rísa. Ung þingkona hverfur sporlaust af ferju á leið til Þýskalands og hinn hæfileikaríki en vinafái Carl Mørk er settur í málið. „Þessi glæpasaga er fyllilega fjögurra stjarna virði.“ GSH / Morgunblaðið 378 bls. Vaka-Helgafell ISBN: 978-9979-2-2134-0 Kilja

Kýr Stalíns Sofi Oksanen Þýð.: Sigurður Karlsson Anna býr í Finnlandi en á eistneska móður. Móðirin bannar Önnu að segja frá uppruna sínum en fer þó

reglulega með hana til ömmu í Eistlandi. Ástin á „hinu“ heimalandinu og skömmin sem fylgir veldur Önnu alvarlegum sálarflækjum. Opinská saga um harkaleg skilin milli austurs og vesturs og þá smán að vera annars flokks eftir höfund metsölubókarinnar Hreinsun. 453 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3244-2 Innbundin

Líf og limir Elsebeth Egholm; Þýð.: Auður Aðalsteinsdóttir Lík ungrar konu finnst við fótboltavöll og athygli vekur að augun hafa verið fjarlægð. Eina vísbending lögreglunnar er fótur í sérkennilegum skóm sem sést bak við líkið á mynd í farsíma lítillar stúlku. Blaðamaðurinn og píanóleikarinn Elsebeth Egholm er ókrýnd glæpasagnadrottning Danmerkur og sögur hennar um ritstjórann Dicte Svendsen njóta fádæma vinsælda þar í landi. 384 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3210-7 Kilja

vísbendingar eru fáar. Höfundurinn Gaute Heivoll var aðeins ungbarn þegar þetta gerðist en skrifar nú sögu þessara hræðilegu vikna og skoðar atburðina og brennuvarginn á sinn hátt. Nærgöngul og spennandi saga. Heivoll hlaut norsku Brageverðlaunin og Sult-verðlaunin fyrir bókina.

b b b b b PBB / Fréttatíminn

Maðurinn á svölunum Maj Sjöwall og Per Wahlöö; Þýð.: Þráinn Bertelsson Óhugur grípur íbúa Stokkhólms. Ódæðismaður leikur lausum hala og myrðir litlar stúlkur. Lögreglan er ráðalaus – en svo rifjar Martin Beck upp símtalið um manninn á svölunum ... Þetta er þriðja sagan í spennusagnaflokknum „Skáldsaga um glæp“ eftir Sjöwall og Wahlöö, sem breytti norrænni glæpasagnaritun. 218 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3223-7 Kilja

Meðan enn er glóð Gaute Heivoll Þýð.: Sigrún Árnadóttir Vorið 1978 gengur brennuvargur laus í SuðurNoregi. Héraðslögreglan fær liðsauka frá Ósló en

298 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3239-8 Kilja

Mundu mig, ég man þig Dorothy Koomson Þýð.: Halla Sverrisdóttir Fyrir 20 árum stóðu Poppy og Serena í sömu sporum: á unglingsaldri voru þær ákærðar fyrir hræðilegan glæp. Í 20 ár hafa þær lifað hvor í sínum heimi: Serena var sýknuð en Poppy dæmd í fangelsi. Eftir öll þessi ár er Serena enn á flótta undan fortíðinni en Poppy loksins laus og vill draga allan sannleikann fram í dagsljósið. Minningin um manninn sem misnotaði traust þeirra ásækir þær báðar enn. Snjöll og átakanleg saga um leyndarmál, svik og glataða æsku. 505 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-173-9 Kilja


8

ÞÝDD SKÁLDVERK hverfur eiginkona sjóliðsforingjans líka sporlaust. Þræðir málsins liggja aftur til kalda stríðsins en margir vilja varpa ryki í augu Wallanders. Mankell bregst ekki aðdáendum sínum en það er spurning hvernig fer fyrir Wallander að lokum?

b b b b PBB / Fréttatíminn

Myrkraslóð Åsa Larsson; Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Gaddfreðið lík af vel klæddri konu finnst í veiðiskýli í Lapplandi. Lögfræðingurinn Rebecka Martinsson og lögreglan í Kiruna rannsaka málið og saman rekja þau sig eftir þráðum hagsmuna og peninga alla leið þangað sem engin lög og engar reglur gilda. Hörkuspennandi saga eftir höfund hinnar vinsælu bókar Blóðnætur.

b b b b PBB / Fréttatíminn 414 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-180-7 Kilja

Órólegi maðurinn Henning Mankell; Þýð.: Hólmfríður Gunnarsdóttir Árið 2008 hverfur sænskur sjóliðsforingi, tengdafaðir Lindu, dóttur Wallanders lögreglufulltrúa, og skömmu síðar

472 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3237-4 Kilja

Paganinisamningurinn Lars Kepler Þýð.: Jón Daníelsson Lík ungrar stúlku finnst í bát á reki í skerjagarðinum utan við Stokkhólm og skömmu síðar finnst forstjóri sænska vopnaeftirlitsins hengdur á heimili sínu. Lögregluforinginn Joona Linna kemst á sporið en þarf líka að hjálpa fólki á flótta undan kaldrifjuðum byssumanni. Hraður og hörkuspennandi krimmi eftir höfunda Dávaldsins sem sló eftirminnilega í gegn í fyrra. Sannkallaður „síðuflettir“. 510 bls. JPV útgáfa ISBN: 978-9935-11-201-9 Innbundin

Reisubók Gúllívers Jonathan Swift; Þýð.: Jón Stefán Kristjánsson Myndir: Thomas Morten Reisubók Gúllívers varð vinsæl og fræg (að endemum) um leið og hún kom út árið 1726. Hún hefur verið lesin í þaula æ síðan og verið leikin og kvikmynduð ótal sinnum en kemur nú í fyrsta sinn út í fullri lengd hérlendis í bráðskemmtilegri nýrri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Í þessari glæsilegu útgáfu eru allar ferðasögurnar fjórar, fróðlegur inngangur um baksvið verksins og höfund og ítarlegar skýringar. Sígild skemmtisaga með áleitinn boðskap. 381 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3242-8 Innbundin

Sjöundi himinn James Patterson; Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Metsöluhöfundurinn

James Patterson bregst ekki lesendum sínum í þessari hrollvekjandi glæpasögu um félagana í Kvennamorðklúbbnum en þetta er sjöunda bókin í flokknum. Brennuvargur kveikir í húsum auðmanna í San Francisco og brennir þá inni. Einkasonur ríkisstjórans er horfinn ... Málið tekur óvænta stefnu og eldarnir í auðmannahverfunum færast sífellt nær. 270 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-174-6 Kilja

Skurðlæknirinn Tess Gerritsen; Þýð.: Hallgrímur H. Helgason Morðingi gengur laus í Boston, nefndur „Skurðlæknirinn“ af gildri ástæðu. Blóðugar aðfarir hans eru úthugsaðar, einbeitnin ótrúleg og konurnar – sérvalin fórnarlömb sem búa ein – algerlega varnarlausar þegar þær vakna upp með óhugnaðinn yfir sér. Æsispennandi og nærgöngul hrollvekja eftir lækninn Tess Gerritsen sem er metsöluhöfundur víða um heim. 375 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2135-7 Kilja

Táknið Raymond Khoury; Þýð.: Ásta Kristín Hauksdóttir Raymond Khoury hefur skrifað geysivinsælar bækur sem selst hafa í metupplögum, svo sem Síðasta musterisriddarann og Griðastað. Táknið gefur fyrri bókum hans ekkert eftir. Hér segir frá undarlegu ljóstákni sem birtist á himni og veldur uppnámi um víða veröld, eltingarleik við harðsvíraða glæpamenn og kapphlaupi við tímann. Er ljóshnötturinn fljúgandi furðuhlutur, guðlegt tákn eða blekking? Spennan er miskunnarlaus ... 491 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-178-4 Kilja

Þannig er lífið núna Meg Rosoff Þýð.: Helgi Grímsson Lísa er send til móðursystur sinnar á Englandi og heillast af framandi


28

ÞÝDD SKÁLDVERK umhverfinu og frændsystkinum sínum, einkum Edmond sem hún verður ástfangin af. En þegar stríð brýst út og hryðjuverkamenn ná völdum í landinu eru frændsystkinin skilin að og þá gildir það eitt að halda lífi. Áhrifamikil verðlaunasaga um hugsanlegar afleiðingar þriðju heimsstyrjaldarinnar. 203 bls. JPV útgáfa ISBN: 978-9935-11-176-0 Kilja

Þegar öllu er á botninn hvolft Alan Bradley; Þýð.: Karl Emil Gunnarsson Flavia de Luce er 12 ára efnafræðisnillingur með ástríðu fyrir eitri sem aldrei hefur fundið raunveruleg not fyrir hæfileika sína. En sumarið 1950 taka dularfullir atburðir að gerast, meðal annars í gúrkubeðinu heima hjá henni. Alan Bradley hlaut verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda fyrir þessa bráðskemmtilegu bók en bækur hans um spæjarann Flaviu hafa vermt efstu sæti metsölulista víða um heim. 352 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2140-1 Innbundin

Ævintýri Góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni Jaroslav Hašek Þýð.: Karl Ísfeld Myndir: Joseph Lada Sú dásamlega saga um vonlausa dátann Svejk kemur enn á ný til íslenskra lesenda. „... ein af fyndnustu og skemmtilegustu skáldsögum fyrr og síðar,“ eins og Einar Kárason segir í nýjum formála. Erlend klassík Forlagsins 477 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-548-5 Kilja


29

Allra von veðra

Á ferðalögum er gott að hafa handbækur í „pollagalla“ Sumar bækur eru sannkölluð stofu­ prýði, en öðrum bókum er ætlaður annar staður en bókahillur í betri stofum. Þetta eru bækur sem vísa til vegar, opna gáttir, skýra, greina, benda á, vara við – leiðsagnarrit til að styðjast við á ferðalögum.

Líttu þér nær Langar þig að nýta landsins gæði betur? Í bók sinni Góður matur, gott líf: í takt við árstíðirnar kenna hjónin og listakokkarnir Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir lesendum að nýta gæðin í grenndinni. Hér lærir þú meðal annars að nýta kryddjurtir úr íslenskri náttúru, reykja, salta og grafa bæði kjöt og fisk, búa til ost og skyr, sulta ber og rækta allskyns gagnlegar jurtir. Gísli og Inga skrifa skemmtilegan texta og leiðbeiningar sem allir geta fylgt – og ekki spillir að bókin er glæsilega myndskreytt. Kíktu bara!

Þrælflott! Hjónin Alexandra og Alexander Ahndoril settu Svíþjóð á hliðina þegar fyrsta bók þeirra um lögregluforingjann Joona Linna kom út. Spennusagan Dávaldurinn sló eftirminnilega í gegn og dulnefni þeirra hjóna, Lars Kepler, var á allra vörum. Þau fylgja vinsældum fyrri bókarinnar eftir með þrælspennandi krimma sem ber heitið Paganinisamningurinn en sú var meðal annars tilnefnd til Sænsku glæpasagnaverðlaunanna 2010.

Kjörinn ferðafélagi Þúsundir ferðalanga hafa uppgötvað gildi þess að hafa góð og hentug upplýsingarit v ið hönd ina, í ha nsk a hólf inu eða bakpokanum. Og þeir eru fáir sem fara um landið okkar án þess að hafa með a.m.k. eina bók úr ritröðinni Handbækur um náttúru Íslands (eða „plastkápuseríunni“). Bækurnar eiga það sammerkt að vera í ákaflega handhægu broti, textinn glöggur og greinargóður og ritaður af helstu sér fræðingum á sí nu s v iði, ljósmy nd i r, kor t og skýringarmyndir og öll framsetning er eins og best verður á kosið og síðast en ekki síst eru bækurnar í plasthlífðarkápum − því bækur sem eiga að ferðast um landið þurfa sinn pollagalla ekki síður en mannfólkið. Fróðleikur fyrir alla Í flokknum eru nú fjórtán rit og fjölgar þeim ár frá ári. Nýjasta viðbótin er bókin Matsveppir í náttúru Íslands en auk nýjunga eru eldri bækur uppfærðar og endurskoðaðar reglulega. Skipta má bókaf lokknum í ferðabækur og leiðsagnarrit annars vegar og handbækur um tiltekna þætti í náttúrunni hins vegar. Í síðartalda flokknum eru bækur á borð við Íslenskan fuglavísi (á íslensku, ensku og þýsku) og Íslensku plöntuhandbókina, Íslenskar lækningajurtir og Matsveppi í náttúru Íslands. Íslenskur fuglavísir og Íslenskar lækningajurtir komu út í nýjum búningi og rækilega endurskoðaðar sl. sumar. Í Íslenskum fuglavísi er nú fjallað um allar þær 160 tegundir varpfugla, reglulegra gesta og f lækinga sem sést

hafa hér við land, o g í ný r r i út g á f u Íslenskra lækningajurta eru íslenskar jurtir sem notaðar hafa verið til lækninga í gegnum aldirn­­­­ar settar í samhengi við læknisdóma Austurlanda. Íslenska plöntuhandbókin (á íslensku, ensku og þýsku) kom út endurskoðuð og aukin í fyrra. Uppá fjöllum, oní hellum Þeir sem vilja skyggnast enn dýpra í landið hafa úr ýmsum jarðfræðititlum að velja, svo sem Íslensku steinabókinni (á íslensku og ensku, uppfærð útgáfa 2010), Íslenskum jarðfræðilykli, að ógleymdu riti um jarðfræði Íslands á ensku og þýsku, Living Earth / Lebende Erde. Hellahandbókin sameinar báða flokka og er einstakur leiðarvísir fyrir þá sem vilja ferðast um iður Íslands. Þeir sem stefna á toppinn taka Íslensk fjöll með í skjóðu sína, þar er sagt til vegar á 151 fjallstind á Íslandi. Hinir sem fara troðnar slóðir, e.t.v. akandi, hafa gjarnan fróðleiksnámuna 101 Ísland til taks í hanskahólfinu en þar er bent á 101 áhugaverðan stað í alfaraleið. Í bókinni Bíll og bakpoki er hins vegar bent á tíu viðráðanlegar gönguleiðir um ævintýralandið Ísland þar sem farið er um fáfarnar slóðir og endað á sama stað og lagt var upp, þ.e. við bílinn. Enn eru þeir sem vilja kveðja helstu nútímaþægindi og ferðast um land sem enginn kemst til nema fuglinn fljúgandi ... og kannski báturinn siglandi. Í bókinni Hornstrandir er fjallað um allar vinsælustu gönguleiðirnar á þessu einstæða landsvæði. Loks er að geta nýstárlegrar ferðahandbókar um Sögustaði Íslands, þar sem ferðir um landið eru tengdar við ýmsa af helstu áföngum Íslandssögunnar (textinn á íslensku, ensku og þýsku í sömu bókinni) að ógleymdri hinni vinsælu Ferðahandbók fjölskyldunnar þar sem vísað er til vegar á ýmsa þekkta og lítt þekkta staði sem allir í fjölskyldunni hafa gaman af að skoða. Góðar ferðir!


30

„Ljóð er tamið hljóð.“ G UÐBERGUR BERG S S ON

LJÓÐ

fyrst út 1919, og alla tíð síðan hefur hún notið hylli fyrir opinská og ástríðufull ljóð sín. Silja Aðalsteinsdóttir ritar formála. „Hafi nokkru sinni leiftrað af eldtungu í íslenskri ljóðlist, þá var það þegar Davíð Stefánsson hóf þar flugið á sínum „svörtu fjöðrum“.“ Jóhannes úr Kötlum / TMM

Allt kom það nær Þorsteinn frá Hamri Ný ljóðabók eftir eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Þorsteinn talar í einlægni um vonina sem vermir, um drauminn, fegurðina, frelsið, um fortíð og samtíð, um það sem getur breytt lífi okkar á skammri stundu og fyrirvaralaust; en líka um það sem villir okkur sýn: „og blendið er nú / hvers við biðjum, væntum og spyrjum.“ 54 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3241-1 Innbundin

Svartar fjaðrir Davíð Stefánsson Þessi fyrsta bók Davíðs vakti mikla athygli og hrifningu þegar hún kom

Ç¢

Íslensk klassík Forlagsins 131 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-553-9 Kilja

Þýskaland

– Vetrarævintýri

Heinrich Heine Þýð.: Einar Thoroddsen Fá skáld hafa farið eldi með orði sínu um allar álfur eins og Heinrich Heine, eitt áhrifamesta ljóðskáld nítjándu aldar. Kveðskapur hans hefur þennan lýríska streng sem er aðall góðrar rómantíkur og Heine var ófeiminn við að láti í ljósi andúð sína á öfgum, í hvaða mynd sem þær skíðafélagsins birtust. Í þessari tvímála útgáfu og fleiri ljóð er að finna nýja þýðingu Anton Helgi Jónsson Einars Thoroddsens Ljósmyndir: Jóhann Páll læknis sem annálaður er Valdimarsson fyrir kímnigáfu sína. 75 bls. Bók Antons Helga, Ljóð JPV útgáfa af ættarmóti, vakti verðskuldaða athygli í fyrra ISBN 978-9935-11-171-5 Óbundin fyrir fersk efnistök. Nú er hann að mörgu leyti á persónulegri nótum en áður þótt aldrei sé grímubúningurinn langt undan. Ljóðin í bókinni eru fjölbreytileg, jafnvel ósamstæð, geta verið skemmtileg eða dapurleg – og allt þar á milli, eins og dagarnir í lífi okkar. 82 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3246-6 Óbundin

Merktu við bækurnar sem þér líst vel á



Allir geta

lært að nudda! Elsa Lára Arnar­ dóttir er löggiltur sjúkranuddari sem hefur kennt foreldrum og fjölskyldum ungbarnanudd í rúm tíu ár. Í þessari aðgengilegu bók kennir hún einfaldar Nudd eykur velog árangursríkar líðan smáfólksins. aðferðir til að nudda bæði kornabörn og þau sem eldri eru. Náin snerting allt frá fæðingu skapar traust milli foreldris og barns. Markvisst ungbarnanudd eykur vellíðan barnsins, stuðlar að betri svefni, mildar verki við tanntöku og styrkir ónæmiskerfið, auk þess sem sýnt þykir að það hjálpi börnum með magakveisu og aðra kvilla. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem gera hana einkar skýra og þægilega í notkun og hún er í handhægu broti með gormum.

Heillandi spegill

aldar

Vilborg Dagbjartsdóttir er landsfræg kona enda hefur hún skipt sér af mörgu á sínum rúmlega áttatíu árum. Hún hefur gefið út ljóðabækur sem hafa vakið athygli og aðdáun, hún var í fararbroddi í réttindabaráttu kvenna og virk í baráttunni gegn her í landi, og þúsundir eiga um hana góðar minningar sem barnakennara. Í einlægri og hrífandi ævisögu, sem Þorleifur Hauksson ­skráir, segir hún frá stormasamri ævi sinni og fyrst frá umskiptunum harkalegu þegar henni var meinuð skólaganga á Seyðisfirði eftir að þrjár systur hennar dóu á einu ári. Þá missti hún ekki aðeins elskaðar systur heldur líka foreldra og heimili. Hún var send til vandalausra á Norðfirði, aðeins tólf ára gömul, og kom ekki heim aftur nema sem gestur eftir það. En hún hefndi sín rækilega fyrir brottreksturinn úr skóla með því að kenna börnum í tæpa hálfa öld! Þó byrjaði það ekki gæfulega: Hún var rekin úr sínu fyrsta starfi við Landakotsskóla fyrir kommúnisma. Þá fór hún til Skotlands og síðan til Danmerkur, vann þjónustustörf og safnaði reynslu, málakunnáttu og þekkingu á öðrum þjóðum. Fólk af öllu tagi hændist að þessari fjörugu og fallegu íslensku stúlku og allt það fólk lifnar við á síðum bókarinnar. Eiginmaður Vilborgar var hinn kunni kvikmyndagerðarmaður og þýðandi Þorgeir Þorgeirson sem hún kynntist í Tékkóslóvakíu árið 1960. Einn hluti bókarinnar geymir bréfin sem þeim fóru á milli. Heit bréf sem opna sýn inn í hugarheim þessara hæfileikaríku listamanna.

NÝLIÐI

Á RITVELL­INUM Á

vordögum kom út skáldsagan Sláttur eftir ungan og upprennandi rithöfund, Hildi Knútsdóttur. Hildur vakti fyrst athygli fyrir hárbeitt og stórskemmtilegt „Tískublogg“ sitt þar sem hún skrifar á afar frumlegan hátt um tísku og lífsstíl svo að ýmsum þykir jafnvel nóg um, en þar eru húmorinn og ádeilan í fyrirrúmi.

Sláttur er hins vegar á töluvert öðrum nótum og sýnir að Hildi er margt til lista lagt. Þetta er nútímaleg saga um unga Reykjavíkurstúlku sem hefur gengið í gegnum þá lífsreynslu að fara í hjartaskipti – og er sannfærð um að ýmislegt hafi fylgt með gjafahjartanu. Gagnrýnendur voru harla kátir með bókina og hvöttu lesendur til að fylgjast vel með höfundinum í framtíðinni.

Þorleifur Hauksson hefur setið við fótskör Vilborgar í rösk þrjú ár og lokkað fram sögurnar. „Öll mín vinna beindist að því að láta okkur heyra rödd hennar meðan við lesum,“ segir Þorleifur, og það hefur tekist undra vel. Úr þagnarhyl er fleyguð lýsingum nokkurra samferðamanna Vilborgar á kynnum sínum af henni og ljóðum sem frásögnin bregður nýju ljósi á.



34

Tröllaspeki nútímann

fyrir

Fyrsta bókin sem Brian Pilkington mynd­skreytti á Íslandi var Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og það er engu líkara en að hann hafi verið hnepptur í álög því bókin sem hann sendir frá sér í ár er sú tíunda sem hann myndskreytir með íslenskum tröllum. Bók in gey mir 40 glæsilegar tröllamyndir sem Brian hefur unnið að á löngum tíma. Hverri mynd fylgir spakmæli í anda trölla Brians, sem ekki eru ógurlegar og ófriðsamlegar skepnur eins og í þjóðsögunum heldur bráðgreindar verur sem lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Brian Pilkington er sannkallaður tröllavinur og bendir lesendum á að jafnvel þó að þeir hafi ekki séð tröll þurfi það ekki að útiloka að þau séu til. Trolls – Philosophy and Wisdom er glæsileg gjöf til erlendra vina á öllum aldri.

Við getum lært sitthvað af tröllunum.

sanna saumabiblía! Hin

Hvort sem þú ætlar að brey ta, bæta eða spreyta þig á nýrri flík þá er hér komin bók fyrir þig. Stóra saumabókin kennir þér öll helstu grunnatriðin skref fyrir skref og geymir líka fjölbreyttan og gagnlegan fróðleik fyrir lengra komna. Stóra saumabókin er ómissandi handbók fyrir alla sem áhuga hafa á saumaskap og langar til að sauma fallegan fatnað, skemmtilega fylgihluti, skrautmuni, gluggatjöld eða annað til heimilisins. Ei n f öld, aðgeng i leg og r í k u lega myndskreytt handbók með nákvæmum s au m a ­l eið b ei n i ng u m u m t i ltek i n stykki, flíkur, skraut og heimilisbúnað. Langstærsta bók um saumaskap sem komið hefur út á íslensku!

Saumahandbókin hentar bæði byrjendum og saumasnillingum.

• Náðu tökum á aðferðunum • Lærðu að nota áhöld og vélar • Sjáðu hvernig á að nota snið • Skapaðu, bættu og breyttu



11

ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR

Af heilum hug Rætt við eldhugana Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlsson Björg Árnadóttir Hjónin og prestarnir Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir eru lífsglaðir og ærslafullir húmoristar, eldheitt trúfólk og sannir jafnaðarmenn. Bæði hafa frá æskuárum tekið þátt í kristilegu starfi og miðlað hugsjónum sínum, trú og orku til annarra. Hér segja þau af hjartans einlægni frá sjálfum sér, viðhorfum sínum, lífi og trú. Þau hafa í störfum sínum glímt við mótlæti og sorg, ranglæti og neyð – en leiðarljósið er ávallt kærleikur og lífsins gleði. 276 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-224-8 Innbundin

Ekki líta undan Saga Guðrúnar Ebbu, dóttur Ólafs Skúlasonar biskups Elín Hirst

Saga Guðrúnar Ebbu er saga sem snertir okkur öll. Í bókinni gerir Guðrún Ebba upp erfiða fortíð sína og samskipti við föður sinn, Ólaf Skúlason biskup, sem misnotaði hana í fjölda ára. Guðrún Ebba segir frá af miklu hispursleysi og skoðar líf sitt í stóru samhengi – þar á meðal áhrif kynferðisofbeldisins á alla hennar tilvist. Mikilvæg bók um nauðsyn þess að horfast í augu við hið liðna. 254 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-213-2 Innbundin

Landnám Ævisaga Gunnars Gunnarssonar Jón Yngvi Jóhannsson Líf Gunnars Gunnarssonar var markað skörpum mótsögnum. Hann var friðarsinni en studdi þó forystumenn hugmyndafræði sem kallaði yfir heiminn blóðugt stríð. Hann var fjölskyldumaður sem þó átti í eldheitu ástarsambandi við aðra konu og eignaðist með henni barn. Hann var metsöluhöfundur í Evrópu en yfirgaf meginlandið til að gerast bóndi í íslenskri sveit. Ný ævisaga hans er byggð á umfangsmikilli könnun heimilda og fjallar ítarlega um verk hans í ljósi stöðu hans sem dansk-íslensks höfundar

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

„Þetta mannlíf er undarlegt fyllerí.“

og flókinna tengsla einkalífs og skáldverka. 485 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3247-3 Innbundin

Með sumt á hreinu Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl Þórunn E.-Valdimarsdóttir Hér kynnir rithöfundurinn Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir til sögunnar allt annan Jakob Frímann en fólk telur sig þekkja. Ljúfar stundir hjá afa og ömmu á Akureyri kvikna í einlægri frásögn, uppvöxturinn hjá „músíkölsku pari“ í Hlíðunum, árin í MH þar sem til varð skrýtin skólahljómsveit, sólskinsstundir í LA og London – konurnar í lífi hans, kvikmyndirnar, músíkin, sorgir og sigrar – og ráðgátur sem sumar hafa verið leystar en ekki allar. 387 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-228-6 Innbundin

ha l l d ór l a x n e s s

Skáldið og ástin Halldór Laxness: Bréf til Ingu 1927–1939 Ritstjórar: Einar Laxness og Halldór Guðmundsson Bréf Halldórs Laxness til Ingibjargar Einarsdóttur veita ógleymanlega innsýn í sálarlíf skáldsins unga, óbilandi metnað hans, listræn viðhorf, pólitík og hjartans mál. Halldór og Ingibjörg giftu sig 1. maí 1930 og hjónabandið hélt í tíu ár. Skrifum þessum var ekki ætlað að birtast opinberlega en nú hafa sonur þeirra Ingu og Halldórs, Einar Laxness, og Halldór Guðmundsson, sem ritað hefur ævisögu skáldsins, búið þau til útgáfu svo úr verður gullfalleg bók sem varpar nýju ljósi á Nóbelsskáldið. 311 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-206-4 Innbundin

Sólarmegin Líf og störf Herdísar Egilsdóttur Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson Herdís Egilsdóttir er einstök kona; kennari, rithöfundur, brautryðjandi og mannvinur sem markað hefur spor í líf ótal barna og ungmenna. Hér rifjar hún upp sitthvað sem á dagana hefur drifið en ræðir þó mest um börnin

sem hún hefur kennt og kynnst. Hún segir frá kennsluaðferðum sínum og rifjar upp skólasögur sem ylja lesendum. Þetta er bók sem geislar af lífsgleði og jákvæðni. Þótt lífið hafi ekki alltaf verið Herdísi auðvelt hefur hún ævinlega haldið sig sólarmegin. 204 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0513-8 Innbundin

Úr þagnarhyl Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur Þorleifur Hauksson Vilborg Dagbjartsdóttir er listfengt ljóðskáld, barnabókahöfundur, þýðandi, Rauðsokka, kommúnisti og herstöðvaandstæðingur og feikivinsæll barnakennari. Hún segir frá heimahögunum á Vestdalseyri, dvöl hjá vandalausum á Norðfirði, frá náms- og mótunarárum í Reykjavík, Edinborg og Kaupmannahöfn og lífsbaráttu sinni og lífsförunautarins, Þorgeirs Þorgeirsonar. Hrífandi bók sem er í senn ævilýsing og aldarspegill. 299 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3243-5 Innbundin



38

Háð

Bók sem

og spé

Út eru komnar tvær nýjar myndskrítlubækur sem vafalítið munu fá fólk til að slá sér á lær. Í Generalizations about nations eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur er að finna verulega pólitískt óréttlátar alhæfingar um ýmsar þjóðir. Lóa hefur ferðast víða um heim og skráð atferli ýmissa þjóða í þessa bók þar sem meðal annars er alhæft um gamla Svía, fallega Norðmenn og áttavillta Spánverja. Háðf uglinn pennafæri Hugleikur Dagsson f ylgir svo eftir vinsældum Popular Hits með nýrri myndabók þar sem stólpagrín er gert að velþekktum söngtextum á borð við „God is a DJ“, „Purple Rain“ og „A Boy named Sue“. Í bókinni er enn fremur að finna sérstakan kafla með jólalögum.

gaman er að glugga í Ljósmyndarinn Emil Edgren tók fjölmargar dýrmætar og stórskemmtilegar myndir á Íslandi á stríðsárunum sem nú eru komnar út á bók. Dagbók frá veröld sem var er einstök heimild um horfinn tíma. Edgren fór víða um Evrópu á árum heimsstyrjaldarinnar síðari og dvaldi á Íslandi á árunum 1942–1943, þá rúmlega tvítugur. Annars staðar í Evrópu geisaði styrjöld en hér var fólk önnum kafið við hversdagsleg störf, búskap, þvotta, vöruflutninga, og sérstaka athygli vekja hrífandi myndir af börnum við leik og störf. Emil er einstaklega næmur ljósmyndari og myndir hans hreyfa við hverjum sem þær skoða og erfitt er að hafa augun af þeim. Edgren skapaði sér nafn sem virtur ljósmyndari og hann fékk þó nokkrar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars fyrstu verðlaun á alþjóðlegu ljósmyndasýningunni í San Francisco árið 1952, í fyrsta skipti sem hún var haldin.

Gl æ s ilegar myndir f rá Re yk jav í k og ná­grenni á stríðsárunum sem ekki hafa sést hérlendis áður.

Ljósmyndir hans af vígvöllunum voru birtar í vinsælum blöðum og tímaritum, meðal annars í tímaritinu Life. Edgren er nú á tíræðisaldri og býr með konu sinni í Kaliforníu. Hann er enn óþreytandi ljósmyndari og sést iðulega á gangi nærri heimili sínu mundandi myndavélina.

Gosbækur! Hvað á barnið að heita? Askur, Elín, Sigþór, Brimar, Björn, Anna, Meyvant, Snorri (fyllum upp í eftir behag) ... Í Nöfnum Íslendinga er fjallað um sex þúsund íslensk mannanöfn – nöfn sem Íslendingar hafa borið í aldanna rás og allt til nútímans. Mannanöfn eru sígilt umræðuefni og það er reglulega gaman að glugga í þetta flotta verk sem er í senn uppfletti- og fræðirit eftir Guðrúnu Kvaran.

Ok kur Íslendingum er u eldgos hugleikin um þessar mundir og ekki að ófyrirsynju. Í ár koma út tvær ólíkar bækur sem báðar tengjast því spennandi umfjöllunarefni. Af hverju gjósa fjöll? geymir 40 spurningar og svör af Vís­i ndavefnum u m eld go s. Öl lu m s vör ­u m f ylg ja skemmtilegar og sk ý randi my ndir og kort sýna helstu eldfjöll jarðar, flekaskil og íslensk eldfjöll. Svörin eru sett fram á einfaldan hátt en þó með vísindalegri nákvæmni og er bókin ætluð fróðleiksfúsu fólki frá átta ára aldri. Í bókinni Eldgos eru ljósmyndir af öllum eldgosum 20. aldar og fyrstu gosum þeirrar 21. Bókin lýsir stórkostlegu sjónarspili eldsumbrota á einstæðan

hát t. Sk ý r ingar tex tar A ra Trausta Guðmundssonar setja my ndirnar í samhengi en hann semur einnig fróðlegt yfirlit um sögu og eðli eldsumbrota og landmótunar á Íslandi. Ragnar Th. Sigurðsson annaðist myndaritstjórn og leitaði í smiðju fremstu myndasmiða þjóðarinnar á þessu sviði.


39

Frá Írak Akranes á

Flóttakonurnar hafa öðlast nýtt líf og tækifæri á Íslandi.

Ríkisfang: Ekkert, bókin um palestínsku konurnar sem flúðu skelfilegar aðstæður í Al Waleed-f lóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi, hefur verið á allra vörum í haust. Enda er bókin í senn hjartaskerandi saga kvennanna átta og fjölskyldna þeirra og stórfróðlegt yfirlit um pólitísk átök undangenginna áratuga í Mið-Austurlöndum og fólkið sem lifir og hrærist í skugga þeirra; skrifað með þeim hætti að sagan lýkst upp fyrir lesanda, hvort sem hann hefur mikla eða litla þekkingu á þeim atburðum sem lýst er. Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur fylgst

með konunum frá því að þær f luttu í hennar gamla heimabæ, Akranes, og byggist bókin á fjölda viðtala við þær og fjölskyldur þeirra. Jafnframt ferðaðist S ig r íð u r t i l f lót t a m a n n abúð a n n a alræmdu, sem lýst hefur verið sem skelfilegasta stað veraldar, til Palestínu, þaða n sem konur na r er u æt taða r en hafa aldrei komið, og v íðar um Mið-Austurlönd. Í forgrunni eru tvær þeirra kvenna sem hingað komu: Ayda sem varð að skilja elsta barnið sitt eftir í Írak og Lína sem flúði ásamt þremur ungum börnum og fann hamingjuna á ný á Íslandi.

Erindi við

núið

Bók Einars Más Guðmundssonar, Banka­stræti núll, vakti verðskuldaða athygli í sumar. Í bókinni er þessi stílfimi höfundur og beitti samfélagsrýnir á hliðstæðum slóðum og í Hvítu bókinni, en þó ekki. Umfjöllunarefnið er samband þjóðlífs og menningar og Einar spyr áleitinna spurninga sem tengjast framtíð okkar Íslendinga.

„Þetta eru skemmtileg skrif ... djörf tilraun til að draga saman í þematengdan ópus marga þræði og verður ljómandi í hinum persónulega stíl hans ...” PBB/ F r é ttatí m i n n

Tvær um tunguna Íslenskan er okkar mál og að því ber að hlúa. Við vekjum athygli á tveimur nýjum handbókum um íslenska tungu. Handbók um íslensku kom út í vor og fékk þegar frábærar viðtökur. Handbókin er unnin hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og byggist efni hennar m.a. á ráðgjafarstarfi stofnunarinnar. Handbók um íslensku geymir hagnýtar ábendingar um málnotkun, stafsetningu og ritun. Þar er einnig að finna fróðlega yfirlitskafla, t.d. um nýyrði, orðmyndun og örnefni. Þetta ítarlega uppsláttar- og yfirlitsrit er ómissandi fyrir alla sem fást við skriftir í störfum sínum, námi eða tómstundum.

Margir þekkja bækur Sölva Sveinssonar um íslenska málshætti og orðtök en nú hefur hann bætt einni stórmerkri bók í flóruna. Táknin í málinu gerir grein fyrir merkingu, sögu og ólíkum birtingarmyndum mörg hundruð tákna. Tilvísanir í bókmenntir og listaverk frá ýmsum tímum eru notaðar til að skýra gildi þeirra og notkun en í bókinni er meðal annars fjallað um liti, dýr, guðlegar verur, stjörnumerki, trúartákn, tölur, frjósemistákn, verkfæri og ótalmargt annað. Eiguleg og afar gagnleg bók fyrir alla sem pæla í tungumálinu.


40

Vítt og breitt af ljóðasviðinu

Yndislestur Það er algjör nauðsyn að hafa eitthvað skothelt á náttborðinu til að glugga í. Hér eru tvær þrusufínar kiljur sem eru líklegar til að slá í gegn hjá kröfuhörðum lesendum. Bókin með langa titilinn, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, er sænsk metsölubók um 100 ára gamlan karlskarf sem lendir í hreint stórkostlegum ævintýrum. Bókin er sannkölluð gleðisprengja sem hefur hlotið frábærar viðtökur hér sem annars staðar og fyrsta prentun hennar seldist upp á örfáum dögum. „Þetta er dásamleg skemmtun,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni. Húshjálpin heitir á frummálinu The Help en bókin sú hefur setið svo lengi á metsölulistum vestanhafs að tíðindum sætir. Sagan gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. Þar virðist allt með kyrrum kjörum þangað til háskólastúlka fer að kynna sér líf svörtu kvennanna sem starfa sem þernur og fóstrur á vel stæðum heimilum. Aibileen og Minny fallast á að segja henni sögu sína og saman takast þær á hendur verkefni sem mun hafa djúpstæð áhrif. Stundum þarf ekki nema þrjár konur til að breyta sögunni!

Lj ó ð au n ne ndu r ge t a f u nd ið sitthvað forvitnilegt í bókaf lór u ársins. Í vor kom út ef t ir tek ta r verð útgá fa á ljóðabá lk i þýsk a sk á ldsins Heinrichs Heine, Þýskaland – Vetrarævintýri, í þýðingu Ei na r s Thorodd sens. Það er sannarlega fengur að þeirri fallegu tvímála útgáfu, annars vegar er þar ferðaljóð Heines í frumtexta og hins vegar glettin og á köf lum afar skapandi þýðing læknisins fjölhæfa sem er annálaður fyrir kímnigáfu sína. Það vekur ávallt athygli þegar eitt af höfuðskáldum okkar Íslendinga, Þorsteinn frá Hamri, stígur fram á ritvöllinn. Nú er komin út ný ljóðabók eftir skáldið sem mun án efa gleðja aðdáendur þess. Í Allt kom það nær yrkir Þ or s tei n n í ei n læg n i u m

vonina sem vermir, um drauminn, feg urðina, f r el sið, u m for t íð og samtíð, um það sem getur breytt lífi okkar á skammri stundu og fyrirvaralaust; en líka um það sem villir okkur sýn. Ljóðsk á ld ið A nton Helgi Jónsson sló í gegn í fyrra með bók sinni Ljóð af ættarmóti. Nú er komið nýtt verk úr smiðju hans – Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð. Þar er hann að mörgu leyti á persónulegri nótum en áður þótt aldrei s é g r í mubú n i ng u r i n n l a ng t u nd a n. Ljó ð i n í bókinni eru fjölbreytileg, jafnvel ósamstæð, þau geta ver ið skem mt i leg – e ða dapurleg – og allt þar á milli, eins og dagarnir í lífi okkar.

Móteitur og ofstæki

við formúlutrú

Íslenska fjármálahrunið hratt ýmsu af stað og hafa fjölmargir orðið til þess að greina aðdraganda þess og framvindu. Í bókinni Kredda í kreppu skrifar heimspek ingur inn Stefán Snævar r um hugmyndafræðileg átök sem áttu sinn þátt í hruni Íslands og kreppu hei msi ns. Hug my nd in að bók inni kviknaði á andvökunóttum í október 2008 og úr varð verk, skrifað með hjartablóði höfundar, sem varar við allri formúluhugsun. Stefán gerir hér gagnrýna úttekt bæði á frjálshygg ju og v instrisósíalisma og ky nnir hugmyndir sínar um miðjuna hörðu og hentistefnuna mjúku. Stefán Snævarr starfar sem prófessor í heimspeki við háskólann í Lillehammer í Noregi. Viðfangsefni

hans hafa einkum verið á sviði siðfræði, stjórnspeki og fagurfræði en auk rita um heimspeki hef ur hann gef ið út skáldverk og ljóðabækur.



15

FRÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS

Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson Hér fjallar Einar Már um ofurvald fjármálaheimsins, um eldfjöll, banka og byltingar, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, gamanleikara og kökubakstur, fátækt og ríkidæmi, réttlæti og óréttlæti, og setur þetta allt fram í sönnum sögum þar sem veruleikinn slær öllum skáldskap við. Beitt og bráðskemmtileg bók eftir einn af okkar flinkustu pennum. 185 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3208-4 Kilja

Biblían Biblían, höfuðtrúarrit kristinna manna og sú bók sem mest hefur mótað vestræna menningu, er nú fáanleg í fallegri kiljuútgáfu. Markmið hennar er að gera texta Biblíunnar

sem aðgengilegastan flestum – ekki síst ungu fólki og öðrum sem vilja kynna sér boðskap hennar og sögu. Biblían er bókin sem kveikir spurningar og veitir svör, bók sem á alls staðar heima. 1818 bls. JPV-útgáfa ISBN 978-9935-11-143-2 Óbundin

Dagbók frá veröld sem var Myndir frá stríðsárunum á Íslandi eftir ljósmyndarann Emil Edgren Emil Edgren Emil Edgren var ljósmyndari bandaríska hersins og dvaldi á Íslandi á árunum 1942–43. Annars staðar í Evrópu geisaði styrjöldin með eyðileggingarmætti sínum en hér var fólk önnum kafið við hversdagsleg störf og sérstaka athygli vekja hrífandi myndir af börnum. Einstök myndadagbók Emils hjálpar okkur að rifja upp liðna tíð en líka sjá það sem aldrei breytist. 116 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3224-4 Innbundin

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

„Vits er þörf þeim er víða ratar.“ háva m á l

upp úr aftur og aftur! 184 bls. Ókeibæ ISBN 978-9935-439-02-4 Óbundin

Eldgos 1913–2011 Ari Trausti Guðmundsson Myndaritstjórn: Ragnar Th. Sigurðsson Þessi glæsilega bók geymir ljósmyndir af öllum eldgosum 20. aldar og fyrstu gosum þeirrar 21. Fróðlegir textar Ara Trausta Guðmundssonar setja myndirnar í samhengi en hann semur einnig yfirlit um sögu og eðli eldsumbrota og landmótunar á Íslandi. Ragnar Th. Sigurðsson annaðist myndaritstjórn og leitaði í smiðju margra fremstu myndasmiða þjóðarinnar. 336 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2146-3 Innbundin

Flickmylife Vefsetrið FLICKMYLIFE dregur fram það fyndna, fáránlega og oft vandræðalega úr daglegu amstri íslensks mannlífs, menningu, stjórnmálum og samskiptum. Hér er komið viðamikið safn af því helsta af síðunni. Bók sem fær mann til að skella

Frík, nördar og aspergersheilkenni Vegvísir um gelgjuskeiðið fyrir unglinga, foreldra og fagfólk Luke Jackson Þýð.: Guðni Kolbeinsson Í þessari einstöku bók talar 13 ára strákur með aspergersheilkenni til annarra krakka sem greindir hafa verið á einhverfurófinu en einnig foreldra þeirra, kennara og fagfólks. Boðskapur hans er einfaldur: Aspergersheilkennið er gjöf og það er kúl að vera öðruvísi. Bókin sló eftirminnilega í gegn og hlaut TES/ NASEN-verðlaunin sem eru veitt framúrskarandi bókum um börn með sérþarfir. 223 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2129-6 Óbundin

Íslensk listasaga I–V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar Ritstjóri: Ólafur Kvaran Íslensk listasaga er glæsilegt fimm binda yfirlitsrit um íslenska myndlist sem spannar tímabilið frá síðari hluta nítjándu aldar til upphafs þeirrar tuttugustu og fyrstu. Alls koma fjórtán höfundar að verkinu, þar af margir af virtustu listfræðingum þjóðarinnar. Í verkinu er lögð sérstök áhersla á einkenni íslenskrar myndlistar á hverju tímaskeiði, sögulegt samhengi hennar og samband við alþjóðlega listasögu. Í verkinu eru litljósmyndir af á annað þúsund listaverkum. 1390 bls. Forlagið ISBN 978-9979-5-3544-7 Innbundnar í öskju

Kredda í kreppu Frjálshyggjan og móteitrið við henni Stefán Snævarr Hugmyndin að bókinni varð til á andvökunóttum í október 2008. Hún var skrifuð með hjartablóði höfundar til að vara lesendur við hugmyndafræði sem átti ólítinn þátt í hruni Íslands og kreppu heimsins. Höfundur gerir gagn-


16

FRÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS rýna úttekt bæði á frjálshyggju og vinstrisósíalisma og kynnir miðjuna hörðu og hentistefnuna mjúku sem móteitur gegn formúlutrú og ofstæki. 380 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3225-1 Óbundin

Flóttinn frá Írak á Akranes Sigríður Víðis Jónsdóttir Haustið 2008 flúðu átta einstæðar mæður skelfilegar aðstæður í Al Waleedflóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi. Sigríður Víðis Jónsdóttir kynntist konunum og sögu þeirra og fjallar hér af yfirsýn og þekkingu um landlausa Palestínumenn, innrásina í Írak, flóttamannabúðir í einskismannslandi og leiðina löngu á Skagann. Einstök frásögn um pólitísk átök undangenginna áratuga í Mið-Austurlöndum og fólkið sem lifir og hrærist í skugga þeirra.

nýtingu hennar í atvinnulífinu. Með bókinni er ætlunin að gera lesendur færari um að taka virkan þátt í stefnumiðaðri stjórnun og styrkja þar með þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Höfundar bókanna eru forstöðumenn í meistaranámi í verkefnastjórnun á Íslandi (MPM) og ráðgjafar hjá Nordica ráðgjöf ehf. 185/217 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-181-4 / 11-182-1 Óbundnar

b b b b b PBB / Fréttatíminn

Regnskógabeltið raunamædda Claude Lévi-Strauss Þýð.: Pétur Gunnarsson Stórkostlegur áfangi í rannsóknum á mannfræði og menningu eftir föður mannfræðinnar, Claude Lévi-Strauss, sem tókst að setja samfélag ættbálkanna í samhengi við nútímann. Sígilt öndvegisrit sem opnar nýjar víddir í skilningi á manninum, nú loksins fáanlegt á íslensku í vandaðri þýðingu Péturs Gunnarssonar rithöfundar. 451 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-210-1 Óbundin

Ríkisfang: Ekkert

380 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3233-6 Innbundin

Stefnumótunarfærni

markmið, stefna og leiðir

Leiðtogafærni sjálfsskilningur, þroski og þróun Helgi Þór Ingason og Haukur Ingi Jónasson Nú hefur verið bætt úr brýnni þörf á nýju námsefni í stjórnunarfræðum með tveimur nýjum bókum. Í Leiðtogafærni er fjallað um tilfinningar, hugsun og atferli leiðtogans, persónulega stefnumótun, áhrif viðhorfa og væntinga sem og áhrif persónuleika hvers og eins. Stefnumótunarfærni fjallar um stefnumótun sem fræðigrein og hag-

Merktuviviðbækurnar bækurnarsem sem þér lístvel veláá Ç ¢ Merktu ér líst

Trolls – Philosophy and Wisdom Brian Pilkington Samkvæmt þjóðsögum eru tröll ógurlegar skepnur en kannski eru þau friðsælar og bráðgreindar verur sem lifa í sátt við náttúruna? Brian Pilkington er mikill tröllavinur og í bókinni kynnumst við nýrri hlið á þessum forvitnilegu verum. Brian hefur teiknað íslensk tröll um árabil og í þessari glæsilegu bók er fallegt safn nýrra mynda sem sýna tröll í íslenskri náttúru ásamt vísdómsorðum þeirra sem rituð eru á ensku. 64 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3203-9 Innbundin

Vísindin Ritstjóri: A. Hart-Davis Þýð.: Karl E. Gunnarsson Í stórvirkinu Vísindin er rakin þróun vísinda og framfara allt frá uppfinningu hjólsins til lausna á loftslagsvanda á 21. öld. Helstu vísindauppgötvunum mannkynsins eru gerð skil og sýnt er hvernig hugmyndirnar, uppfinningarnar og fólkið á bak við þær breyttu heiminum. Fjallað er um allar helstu raunvísindagreinarna og gerð grein fyrir lykiluppgötvunum, kenningum og hugmyndum. Sérhvert umfjöllunarefni er gætt lífi með skýringarmyndum og glæsilegum ljósmyndum. Nýjasta viðbótin í bókaflokknum vinsæla „Leiðsögn í máli og myndum“. 512 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-189-0 Innbundin

Yfirsýn Earthward/Erdwärts Sigurgeir Sigurjónsson Inng.: Guðmundur Andri Thorsson; Þýð.: Anna Yates og Betty Wahl Í þessari ævintýralegu ljósmyndabók sjáum viðóbyggðirnar í óendanlegum fjölbreytileika sínum og litagnótt frá sjónarhorni fuglsins fljúgandi – kynjamyndir í landslaginu verða eins og málverk eftir ókunnan snilling. Bókin er sérlega fallegur prentgripur í óvenju stóru

broti, sannkallað listaverk. Bókin er einnig fáanleg í öskju. Texti bókarinnar er á íslensku, ensku og þýsku. 192 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-549-2/ 558-4 Innbundin / Innb. í öskju

Þingræði á Íslandi Samtíð og saga Ritstjórar: Ragnhildur Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson og Þorsteinn Magnússon Heimastjórn Íslendinga árið 1904 markaði upphaf þingræðis í landinu. Öld síðar ákvað forsætisnefnd Alþingis að minnast þessa með ritun bókar um þingræði á Íslandi. Hér er þingræðið rannsakað út frá ólíkum sjónarhornum, fjallað um þingræðishugtakið í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, þingræðisregluna í íslenskri stjórnskipun, framkvæmd þingræðis og stöðu Alþingis. Greinargott og fróðlegt rit fyrir alla sem áhuga hafa á stjórnmálum og stjórnskipan landsins, skrifað af fræðimönnum í sagnfræði, lögfræði og stjórnmálafræði. 497 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-555-3 Innbundin


44

Símenntun er mikilvæg – líka undir sænginni. Fróðleik um allra handa rekkjubrögð er að finna í Kynlífsbiblíunni sem nú er loksins fáanleg að nýju. Bók þessi er leiðarvísir elskenda að frábæru kynlífi; hispurslaus og falleg bók um fjölbreytileg ástaratlot og gælur sem auka unað og algleymi. Fyrir hina nýjungagjarnari bendum við líka á Súpersexspilin hennar Tracey Cox. Þar er heill stokkur af hugmyndum til að krydda kynlífið á ýmsan hátt. Fantasíur, hlutverkaleikir, stellingar, kynlífsráð – þetta er allt í spilunum og hvert einasta spil er tromp sem kveikir hugmyndir og eykur lostann. Tilvalið í skammdeginu.

100

Ljáðu mér

vængi

Glæsileg útgáfa á þremur tungumálum, gullfalleg gjöf.

Þingræði í

ár

Á 100 ára afmæli þingræðis á Íslandi ákvað forsætisnefnd Alþingis að minnast þess með útgáfu bókar. Hér er þingræðið rannsakað út frá ólíkum sjónarhornum, fjallað um þingræðishugtakið í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, þingræðisregluna í íslenskri stjórnskipun, framkvæmd þingræðis og stöðu Alþingis. Greinargott og fróðlegt rit fyrir alla sem áhuga hafa á stjórnmálum og stjórnskipan landsins, skrifað

Yfirsýn er hreint ævintýraleg ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar. Þar fáum við alveg nýja sýn á landið – sjáum það með augum fuglsins f ljúgandi enda eru myndirnar teknar úr þyrlum og f lugvélum. Hér birtast óbyggðirnar í sínum óendanlega fjölbreytileika og litagnótt, kynjamyndir í jöklum og klettum, ám og vötnum, fjörum og fjallatindum, eins og málverk eftir ókunnan snilling. Sjálf bókin er sérlega fallegur prentgripur og fáanleg bæði með og án öskju. Öskjunni fylgir einnig sérvalin mynd,

sérstaklega stækkuð af listamanninum og árituð. Bókin er í óvenjustóru broti, prentuð á vandaðan pappír svo að hver opna verður sannkallað listaverk. Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur sent frá sér fjölda ljósmyndabóka með my ndum úr íslenskri náttúru sem margar hverjar hafa náð miklum v insældum, og nægir þar að nefna Íslandslag, Amazing Iceland og Lost in Iceland. Í bókinni er ljóðrænn inngangur eftir Guðmund Andra Thorsson þar sem hann hugleiðir þessar mögnuðu myndir.


12

„Blindur er bóklaus maður.“

HANDBÆKUR

Bollakökur Rikku Friðrika H. Geirsdóttir Ljósmyndir: Gísli Egill Hrafnsson Bollakökuæði hefur gengið yfir þjóðina að undanförnu og listakokkurinn Rikka á sinn þátt í því. Hún er snillingur í að baka gómsætar og gullfallegar bollakökur og hefur haldið fjölda vinsælla námskeiða. Í þessari bók má finna fjölbreyttar uppskriftir að girnilegum bollakökum sem henta við öll tækifæri. Spreyttu þig bara! 78 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2139-5 Innbundin

Detox 14 leiðir til að hreinsa líkamann Helen Foster; Þýð.: Þórhildur Ólafsdóttir Líkaminn á að hreinsa sig sjálfur af öllum eiturefnum og það þarf engin

tól eða töfralyf til þess – en við getum auðveldað honum verkið og styrkt varnir hans með heilbrigðara líferni, réttu mataræði og æfingum. Hér er lýst fjórtán öfgalausum leiðum sem hjálpa líkamanum að takast á við það sem við leggjum á hann. 128 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2117-3 Óbundin

og tínslu villtra jurta en einnig ræktun og garðagróðri. Bókin er prýdd fjölda stórglæsilegra ljósmynda. 250 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2141-8 Innbundin

Heimsréttir Rikku

Handbók um íslensku

Góður matur – gott líf í takt í við árstíðirnar

Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson Í þessari einstöku bók sýna hjónin Inga og Gísli Egill hvernig fjölskyldan öll getur notið þess besta sem lífið hefur að bjóða með því að þiggja gjafir náttúrunnar: rækta, tína, veiða, verka og nýta, elda og framreiða hollan og góðan mat árið um kring. Þetta er miklu meira en matreiðslubók – því girnilegum uppskriftum fylgja einnig leiðbeiningar um öflun og meðhöndlun á árstíðabundnu íslensku hráefni. Hér er sagt frá brauðbakstri, söltun, reykingu, ostagerð, pylsugerð, meðferð villibráðar

Merktuviviðbækurnar bækurnarsem sem þér lístvel veláá Ç ¢ Merktu ér líst

Ritstjóri: Jóhannes B. Sigtryggsson Ítarlegt uppsláttar- og yfirlitsrit um íslenskt mál fyrir alla sem fást við skriftir í störfum sínum, námi eða tómstundum. Hér eru hagnýtar ábendingar um málnotkun, stafsetningu og ritun og fróðlegir yfirlitskaflar um ýmis svið tungumálsins, svo sem nýyrði, orðmyndun og örnefni. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur að gerð bókarinnar og efnið byggist m.a. á ráðgjafarstarfi stofnunarinnar. Nauðsynleg handbók á hvert heimili. 401 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-172-2 Innbundin

Friðrika H. Geirsdóttir Ljósmyndir: Gísli Egill Hrafnsson Sjónvarpskokkurinn Rikka leggur upp í sælkeraleiðangur í eldhúsinu og ferðast um átta lönd. Hún gefur einfaldar og girnilegar uppskriftir að frægum og frábærum réttum sem einkenna matargerð hvers lands um sig, kemur með eigin tilbrigði við suma réttina og gefur góð ráð sem nýtast í matargerðinni. 93 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2152-4 Innbundin

er vönduð og yfirgripsmikil. Í henni eru um 27.000 uppflettiorð og ríflega 13.000 orðasambönd og dæmi, auk greinargóðra upplýsinga um málfræði og málnotkun. Orðabókin hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum í spænskunámi og þeim sem ferðast til spænskumælandi landa eða eiga þar viðskipti. Orðabókin er unnin í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Forlagsins. 713 bls. Forlagið ISBN: 978-9979-53-554-6 Innbundin

Íslenskar lækningajurtir

Íslensk-spænsk orðabók Ritstjórar: Guðrún H. Tulinius, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Á. Eiríksdóttir, Teodoro Manrique Antón og Viola Miglio Íslensk-spænsk orðabók

Söfnun þeirra, notkun og áhrif Arnbjörg L. Jóhannsdóttir Í þessari handhægu bók er gerð grein fyrir lækningamætti íslenskra jurta og úrvali erlendra lækningajurta sem nálgast má hér á landi. Fjallað er um einkenni jurtanna og hvar þær er að finna, virk efni og áhrif þeirra á mannslíkamann og gegn hvaða kvillum jurtalyf hafa reynst best. Bókin kom fyrst út fyrir um 20 árum og hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum


13

HANDBÆKUR óbreytt enda verið feikilega vinsæl. Nú kemur bókin út í nýrri mynd, ríkulega myndskreytt, rækilega uppfærð og endurskoðuð með viðbót um kínverskar lækningar. Höfundur bókarinnar hefur starfað við grasa- og nálastungulækningar hér á landi og erlendis um árabil. 302 bls. Mál og menning ISBN: 978-9979-3-3211-4 Óbundin í plastkápu

sem á að vera til á hverju heimili með glugga móti himni ...“ PBB / Fréttatíminn 319 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3219-0 / 3220-6 / 3221-3 Óbundnar í plastkápu

Kynlífsbiblían

Jólamatur Nönnu

Íslenskur fuglavísir Icelandic Bird Guide Isländischer Vogelführer Jóhann Óli Hilmarsson Þýð.: Anna Yates/ Edward B. Rickson og Coletta Bürling Ein vinsælasta bók sinnar tegundar kemur nú út að nýju, rækilega endurskoðuð og aukin. Hér er ítarlega fjallað um alla varpfugla og reglulega gesti á Íslandi, og getið fjölmargra árvissra flækingsfugla – alls liðlega 160 tegundir. Kjörin greiningarhandbók, jafnt fyrir þjálfaða fuglaskoðara sem fjölskylduna á ferð um landið. Glöggur og aðgengilegur texti lýsir útliti og hátterni fuglanna, fæðu og kjörlendi, og kort og töflur sýna útbreiðslu, lífsferil og tölfræði. Einnig fáanleg á ensku og þýsku. „Bók

Nanna Rögnvaldardóttir Ljósmyndir: Gísli Egill Hrafnsson Viltu halda hefðbundin jól, ódýr jól, góðærisjól, frönsk jól eða hollustujól? Hér segir Nanna frá fjölda ólíkra hátíðamálsverða og gefur uppskriftir að aðalréttum, meðlæti og sósum, forréttum og eftirréttum, auk ýmiss konar jólagóðgætis. Viltu þrautreyndar uppskriftir að hefðbundnum jólamat, nýstárlegar útfærslur á gamalkunnum réttum eða eitthvað alveg nýtt og spennandi? Þú finnur það allt í þessari bók, sem prýdd er fjölda glæsilegra ljósmynda sem vekja sanna jólastemningu. 199 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0511-4 Innbundin

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Susan Crain Bakos; Þýð.: Bergsteinn Sigurðsson Leiðarvísir elskenda að frábæru kynlífi; hispurslaus og falleg bók um fjölbreytileg ástaratlot og gælur sem auka unað og algleymi. Einstakar lýsingar í máli og myndum á gamalkunnum og nýstárlegum hvílubrögðum koma lesendum á sporið og auðvelda þeim að koma rekkjunaut sínum þægilega á óvart! 255 bls. Vaka-Helgafell ISBN: 978-9979-2-2130-2 Óbundin

Léttara og betra líf Átta vikna heilsuáætlun Lene Hansson Lene Hansson; Þýð.: Nanna Rögnvaldardóttir Danski heilsuráðgjafinn og sjónvarpskonan Lene Hansson hefur skrifað fjölda vinsælla bóka um næringu, heilsu og hollt líferni. Léttara og betra líf er leiðarvísir; farið er í gegnum átta vikna áætlun þar sem hollmeti og hreyfing vísa veginn

til breyttra og bættra lífshátta, því hér er ekki fjallað um skyndilausnir, heldur heilbrigðan lífsstíl til frambúðar þar sem sérstaklega er hugað að réttri samsetningu matarins. Fjöldi girnilegra og hollra uppskrifta er í bókinni. 304 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2132-6 Óbundin

Norsk-íslensk orðabók Hróbjartur Einarsson Það er mikill fengur að endurútgáfu Norskíslenskrar orðabókar eftir Hróbjart Einarsson og gagnsemi hennar er ótvíræð, hvort sem er fyrir námsmenn, kennara, þýðendur eða almenna notendur. Uppflettiorð eru um 50.000 á bæði bókmáli og nýnorsku og í bókinni má jafnframt finna fjölda máldæma og orðasambanda. Leiðbeiningar og málfræðilegar upplýsingar eru á norsku og íslensku. 446 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-552-2 Óbundin

Nudd fyrir barnið þitt Elsa Lára Arnardóttir Myndir: Jóhannes Long Náin snerting skapar traust milli foreldris og barns og rannsóknir sýna að markvisst ungbarnanudd eykur vellíðan barns og stuðlar að betri svefni. Í þessari aðgengilegu bók kennir Elsa Lára Arnardóttir nuddari einfaldar og árangursríkar aðferðir til að nudda bæði kornabörn og þau sem eldri eru. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem gera hana einkar skýra og þægilega í notkun. Það geta allir lært að nudda! 86 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2133-3 Innbundin með gormum

Nöfn Íslendinga Guðrún Kvaran Í Nöfnum Íslendinga er fjallað um sex þúsund íslensk mannanöfn – nöfn sem Íslendingar hafa borið í aldanna rás og allt


14

HANDBÆKUR til nútímans. Bókin er jöfnum höndum fræðirit og uppflettirit sem kom áður út árið 1991 en hefur nú verið rækilega endurskoðað auk þess sem um tvö þúsund nöfn hafa bæst við frá fyrri útgáfu. Getið er um uppruna nafnanna og merkingu, aldur þeirra og tíðni, m.a. hversu algeng þau eru sem fyrra og seinna nafn, svo og sitthvað annað til fróðleiks og skemmtunar. Einnig er sýnd beyging allra nafnanna og mismunandi ritháttur. 662 bls. Forlagið ISBN 978-9979-53-546-1 Innbundin

uppskriftir að smærri viðfangsefnum eins og húfum, sokkum, vettlingum og treflum. Bókin er einnig fáanleg á ensku. 264 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2109-8/ 2110-4 Innbundnar

Guðrún S. Magnúsdóttir Ljósmyndir: Ýmir Jónsson Í bókinni eru 52 litríkar og fallegar uppskriftir að sokkum á kríli, krakka, konur og karla. Hér er nauðsynleg tilsögn fyrir byrjendur og lengra komnir fá fjölbreytta og skemmtilega leiðsögn um sokkaprjón af ýmsu tagi. Guðrún S. Magnúsdóttir er handavinnukennari að mennt og hefur áratuga reynslu af prjónaskap. Skemmtileg bók sem kemur sköpunargleðinni af stað. 128 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2131-9 Innbundin

Safar og þeytingar

Prjónað úr íslenskri ull Knitting with Icelandic Wool Þýð.: Ístex, Vigdís Þormóðsdóttir og Anna Cynthia Leplar Ljósmyndir: Gísli Egill Hrafnsson Glæsileg bók sem geymir úrval vinsælustu prjónauppskrifta okkar Íslendinga en er jafnframt áhugavert og fræðandi yfirlitsrit um sögu handverks og ullar. Í bókinni má finna 65 uppskriftir sem valdar eru í samstarfi við Ístex. Margar hverjar eru áður ófáanlegar sígildar uppskriftir og aðrar nýrri með nýtískulegu ívafi. Áhersla er lögð á lopapeysur en einnig eru

Amanda Cross og Fiona Hunter; Þýð.: Þórhildur Ólafsdóttir og Melkorka Óskarsdóttir Grænmeti og ávextir innihalda efni sem líkaminn þarfnast til að auka hreysti og orku og verjast sjúkdómum og kvillum. Í þessari bók eru yfir 200 uppskriftir að fjölbreyttum og gómsætum drykkjum, stútfullum af næringarefnum og orku. Komdu kroppnum þægilega á óvart og drekktu í þig hollustuna. 128 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2116-6 Óbundin

Sokkaprjón – 52 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla

Súpersexspilin 52 leiðir til að stokka upp kynlífið Tracey Cox; Þýð.: Nanna Rögnvaldardóttir Tracey Cox kann að krydda kynlífið á ýmsan hátt og Súpersexspilin hennar er svo sannarlega hægt að nota til að hleypa hita í leikinn og gefa ímyndunaraflinu byr undir báða vængi. Fantasíur, hlutverkaleikir, stellingar, kynlífsráð – þetta er allt í spilunum og hvert einasta spil er tromp sem kveikir hugmyndir og eykur lostann. 52 spil. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-184-5 Spilastokkur í öskju

Stóra saumabókin Alison Smith Þýð.: Guðni Kolbeinsson Ómissandi handbók fyrir alla sem áhuga hafa á saumaskap og vilja sauma fallegan fatnað, fylgihluti eða skrautmuni. Einföld, aðgengileg og ríkulega myndskreytt bók með nákvæmum leiðbeiningum þar sem ólíkum aðferðum er lýst skref fyrir skref, rætt um efni og áhöld og sýnt með nákvæmum skýringarmyndum hvernig fara skal að. Hér er sannkölluð saumabiblía á ferð, langstærsta bók um saumaskap sem komið hefur út á íslensku! 400 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2138-8 Innbundin

Táknin í málinu Sölvi Sveinsson Tákn í ritmáli og myndmáli eru mörg og margslungin. Hér er gerð grein fyrir merkingu, sögu og ólíkum birtingarmyndum mörg hundruð tákna og tilvísanir í bókmenntir og listaverk frá ýmsum tímum notaðar til að skýra gildi þeirra og notk-

un. Í bókinni er meðal annars fjallað um liti, dýr, guðlegar verur, stjörnumerki, trúartákn, tölur, frjósemistákn, verkfæri og ótalmargt annað. Sölvi Sveinsson hefur áður sent frá sér fróðleiksrit um íslenska málshætti, íslensk orðtök og uppruna orða. Fjöldi skýringarmynda er í bókinni. 464 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0510-7 Innbundin


62

Ómissandi í

aðdraganda jólanna

Nanna Rögnvaldardóttir fékk fyrst bara að skræla kartöflurnar.

„Sjálf fór ég ekki að halda jól á eigin heimili fyrr en ég var komin vel yfir þrítugt. Frá því að ég var unglingur fór ég alltaf í eldhúsið á aðfangadag og spurði mömmu hvort ég gæti ekki gert eitthvað og svarið var alltaf það sama: „Ja, þú mátt taka utan af kartöflunum.“ Þannig að þegar ég hélt sjálf mín fyrstu jól var eina reynsla mín af jólamatreiðslu sú að hafa skrælt kartöflur. Þetta er bókin sem mig vantaði þá.“

Á prjónunum? Bókin er einnig fáanleg á ensku.

Litríkt sokkaprjón! Guðrún S. Magnúsdóttir hafði í fjölmörg ár prjónað sokka handa börnum sínum og

Er jólamaturinn – hátíðakvöldverðurinn á aðfangadagskvöld þegar klukkurnar hafa hringt inn jólin – ef til vill sú máltíð ársins sem þú hlakkar mest til en kvíðir um leið mest fyrir? Máltíðin þegar þú vilt að allt verði fullkomið og samkvæmt hefðum – steikin verði alveg mátulega steikt, sósan bragðmikil og silkimjúk, brúnuðu kartöflurnar löðrandi í sætri karamellu, rauðkálið ilmandi, humarsúpan kitli bragðlaukana og jólaísinn setji punktinn yfir i-ið? Eða viltu kannski frekar bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi en ekki síður gott? Jafnvel létt salat í forrétt, fisk eða grænmetisrétt í aðalrétt og kannski góða köku á eftir?

barnabörnum þegar hún ákvað að útbúa möppu með sokkauppskriftum til að kenna afkomendunum að prjóna sokka. Hún setti sér það markmið að prjóna eitt sokkapar á viku í heilt ár og útkoman var 52 litrík sokkapör af öllum stærðum og gerðum. Börnin hvöttu hana til að leyfa fleirum en bara fjölskyldunni að njóta uppskriftanna og úr varð bókin Sokkaprjón sem hefur notið mikilla vinsælda. Bókin er á persónulegum nótum og í inngangi að hverri uppskrift segir Guðrún frá því hvernig uppskriftirnar urðu til. Hugmyndirnar koma víða að og oft verða fallegar litasamsetningar eða munstur kveikjan að nýrri uppskrift. Fjölskyldan sat síðan fyrir á ljósmyndunum, sonur hennar, Ýmir Jónsson, tók ljósmyndirnar og dóttir hennar, Hildur Hlín, vann umbrotsvinnuna. Þetta er því sannkölluð fjölskyldubók!

Hér eru tillögur og uppskriftir að sautján ólíkum jólamáltíðum, sumum hefðbundnum, öðrum óvenjulegri, sem er svo hægt að setja saman á mismunandi vegu – velja úr forréttum, meðlæti og eftirréttum sem henta hverjum aðalrétti um sig svo að allir finna eitthvað við sinn smekk, hvort sem þeir vilja halda hefðbundin jól, ódýr jól, fljótleg jól eða góðærisjól. Allar uppskriftir og leiðbeiningar eru skýrar og greinargóðar og henta jafnt þeim sem eru ýmsu vanir í eldhúsinu og þeim sem aldrei hafa gert annað en að skræla kartöflur en eru að fá tengdamömmu í mat á aðfangadagskvöld. Í þeim tilvikum þar sem farin er nýstárleg leið í matargerðinni er líka sagt frá hefðbundnu aðferðinni svo að þeir sem vilja frekar geta notað hana. Svo eru líka uppskriftir að ýmsu góðgæti sem er í uppáhaldi hjá Nönnu og hentar til að narta í á aðventunni, bæði smákökum, sælgæti, graflaxi, sultum, patéum og fleiru, að ógleymdum nokkrum jóladrykkjum. Jólamatur Nönnu er bók sem auðveldar undirbúning jólanna og gerir jólahaldið skemmtilegra.

Sígildar uppskriftir úr íslenskum lopa Fyrir nokkrum árum komst íslenska lopapeysan aftur í tísku. Allt í einu skörtuðu hörðustu tískudrósir hlýjum og fallegum lopapeysum og þegar kreppan skall á í árslok 2008 var auðvitað alveg ljóst að fátt er ódýrara og betra að prjóna úr en gamli góði lopinn. Forlagið fór á stúfana og fékk til liðs við sig fyrirtækið Ístex, sem lagði til uppskriftirnar. Afrakstur þessarar samvinnu er Prjónað úr íslenskri ull sem er falleg og eiguleg bók með úrvali uppskrifta að lopaf líkum. Þarna eru bæði vinsælar uppskriftir síðastliðinna ára en einnig gamlar uppskriftir sem hafa verið unnar upp og færðar í nútímahorf. Í bókinni er einnig rakin saga prjóns á Íslandi, uppruna íslensku lopapeysunnar eru gerð góð skil og einnig er fjallað um íslenskan ullariðnað.


Fyrir

yngstu kynslóðina Lengi býr að fyrstu gerð og það á ekki síst við um lesturinn. En það er mikil­ vægt að bækurnar séu áhugaverðar bæði fyrir börnin og hina sem lesa með, annars er líklegt að bókin fari bara neðst í staflann og lúri þar að eilífu. Við vekjum athygli á nokkrum spennandi myndabókum fyrir yngstu kynslóðina. Bókin Dans vil ég heyra b y g g i s t á l í f s e ig a s t a b a r n a ­e f n i Í s l a n d s ­sög­u nnar. Þjóðkvæðin okkar voru kveðin fyrir Snorra Sturluson og vini hans en gleðja ekki síður grislinga 21. aldarinnar með fegurð sinni og spennu, gamansemi og sorgum. Eva María Jónsdóttir tók saman en myndirnar gerir Óskar Jónasson. Bókinni fylgir líka geisladiskur með upptökum af kvæðunum. Dag einn fyrir langa löngu fæddist hvít hæna í hænsnakofanum hans afa. A llar hinar hænurnar voru svartar. Það var allt í lagi – alveg þangað til ný i haninn

kom ... Hvíta hænan er falleg saga með uppbyggilegum boðskap. Það er enda ekki einfalt mál að vera öðruvísi en hinir. Komdu, höldum veislu! er bók sem gam­an er að lesa með ung­ u m b ö r nu m þ v í hú n býður upp á skemmtilega „gagnvirkni“. Um leið og þið hjálpið dýrunum að undirbúa f j ör u g a v or v e i s lu þjá l f a r b a r n ið málskilning sinn, stækkar orðaforðann og skemmtir sér konunglega. Bækur Bergljótar Arn­ alds hafa notið vinsælda um árabil. Í Íslensku húsdýrunum segir frá trölla­strák sem villist úr hellinum sínum og ratar ekki heim. Honum dettur í hug að biðja dýrin að hjálpa sér. Hér kynnist smáfólkið íslensku húsdýrunum í máli og myndum. Múmínsnáðann þarf vart að kynna. Í nýrri myndabók segir frá afmælisdegi snáðans s e m v e r ð u r h e ldu r betur eftirminnilegur. Þessi skemmtilega saga hent a r le sendum f rá tveggja ára aldri.

Áhugaverð

verðlaunabók Hol len sk i ba r nab ók a höf u ndu r i n n Marjolijn Hof hefur lengi notið virðingar í heimalandi sínu en sló í gegn alþjóðlega með bókinni Minni líkur, meiri von. Þar lýsir hún listilega vel áhygg jum lítillar stúlku af pabba sínum sem st a r fa r sem læk nir á stríðssvæði. Hún er hrædd um að eitthvað komi fyrir hann og auðvitað getur mamma hennar ekki lofað því að það gerist ekki, en hún bendir samt á að það séu meiri líkur á því að hann komi heill heim. Flestir krakkar eigi til dæmis pabba sem er lifandi. Þá fer Bíbí að velta fyrir sér hvernig þessar líkur virki og hvort hún geti með einhverjum hætti haft áhrif á þær. Fyrir bókina hlaut Marjolijn Hof virtustu barnabókaverðlaun Hollands, bæði frá dómnefnd skipaðri fagfólki og dómnefnd skipaðri börnum og unglingum. Marjolijn Hof er sannkallaður Íslands­ vinur og hefur dvalið hér við skriftir oftar en einu sinni. Bók hennar, Oversteken, gerist að stórum hluta á Íslandi og um þessar mundir vinnur hún að barnasögu sem fjallar um síldarárin á Siglufirði.


50

Strákar lesa

... stelpur líka!

Mörgum krökkum f innst gaman að lesa um prakkarastrik og óknytti. Þess vegna er hann Skúli skelfir svo ferlega vinsæll! Nú hafa bæst við tvær skemmtilegar bækur um uppátæki hans. Skúli skelfir og jólaleikritið er innbundin sögubók í seríu sem er sérstaklega sniðin fyrir byrjendur í lestri. Við hvetjum alla prakkaraaðdáendur til þess að kíkja á hana og æfa sig. Fyrir þá sem eru komnir aðeins lengra bendum við á skemmtilega kilju sem heitir Skúli skelfir rokkar, þar eru fjórar stuttar sögur um Skúla og vini hans. Fyrir ærslabelgi og lestrarhesta af báðum kynjum mælum við með myndasögunni Úkk og Glúkk, afar hressilegri sögu eftir höfund bókanna um Kaftein Ofurbrók. Þar er sannkölluð grallarasaga á ferðinni – aðalpersónurnar eru svölustu hellisbúar steinaldarinnar sem ferðast til framtíðarinnar, læra kúngfú og bjarga (vonandi) framtíðinni. Bók sem allir skemmta sér yfir.

Óskabarnið frá Hrafnseyri

Það er stytta af honum á Austurvelli, mynd af honum á fimmhundruðkallinum og afmælisdagurinn hans var gerður að þjóðhátíðardegi. Hvað er svona merkilegt við þennan Jón? Óskabarn – Bókin um Jón Sigurðs­son fjallar um ævi og störf þjóðhetjunnar Jóns forseta og er ætluð börnum til skemmtunar og fróðleiks. Þetta er litrík saga ósköp venjulegs sveitastráks sem verður stjórnmálamaður í Kaupmannahöfn og lykilmaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Um leið fjallar bókin um kosningarétt, lýðræði og byltingar í Evrópu á 19. öld. Bókin er fagurlega my ndskrey tt með vatnslitamyndum eftir Sigurjón Jóhannsson auk fjölda annarra teikninga og ljósmynda. Höfundur bókarinnar, Brynhildur Þórarinsdóttir, hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir endursögn sína á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu.


51

Dvergar og aðrar furðuverur Ævintýrin ráða ríkjum í mörgum bókum Forlagsins fyrir jólin. Í Náttúrugripasafni Sigrúnar Eldjárn lifna dvergarnir úr íslensku þjóðsögunum við á sérstakan hátt sem lesendur hafa aldrei séð fyrr og reynast tengjast nýjustu uppgötvunum í vísindunum um þróun mannsins (og borða brauð með músakæfu). Sigrún fjallar áfram um Rúnar og vini hans í Ásgarði þar sem verið er að setja upp náttúrugripasafn en óvæntir atburðir flækja málið svo um munar. Fyrsta bókin um lífið í Safnahúsinu í Ásgarði, Forngripasafnið, naut mikilla vinsælda í fyrra og lesendur vita að safnahúsið er þrjár hæðir svo lestrarhestar munu hafa eitthvað til að láta sig hlakka til þegar þeir hafa gleypt Náttúrugripasafnið í sig. Krakkar á tímaflakki Dvergar koma líka við sögu í Græna atlasinum, fyrstu bók bókaflokks sem notið hefur gríðarlegra vinsælda um allan heim. Þar segir frá þremur syst­k inum sem hafa flakkað á milli munaðarleysingjaheimila í næstum tíu ár. Bróðirinn, Mikael, hefur alltaf haft gríðarmikinn áhuga á dvergum en systur hans – og allir aðrir – hafa strítt honum á þessu og fullyrt að slíkar verur geti ekki verið til. Annað kemur hins vegar á daginn og systkinin komast líka að því að flakk um tímann er ekkert ótrúverðugra en að heil dvergaþjóð lifi í næsta nágrenni við okkur. Hinn ódauðlegi Flamel Margir lesendur munu gleðjast yfir þriðju bókinni í mögnuðum bókaflokki Michaels Scott um gullgerðarmanninn Nicolas Flamel. Fyrst kom Gullgerðarmaðurinn, þá Töframaðurinn og nú Seiðkonan. Höfundur bókanna er þjóðfræðingur að mennt og notar gríðarlegan þekkingarbrunn sinn til þess að skapa ótrúlegustu sögupersónur úr öllum þeim goðsagna- og ævintýraverum sem til eru í frásögnum heimsins. Að þessu sinni fara tvíburarnir Sophie og Josh til London að nema töfra vatnsins og enn fleiri ævintýraverur skjóta upp kollinum. Íslenskir álfar Síðast en ekki síst verður að nefna Ríólítreglu Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Þar er höfundur á svipuðum slóðum og í vinsælu bókunum Strandanornum og Draugaslóð, þar sem hún sótti í íslenskar þjóðsögur um nornabrennur og útilegumenn. Hér fá álfarnir sína sögu – og það eru íslenskir álfar sem heilla og trylla og fólk skyldi vara sig á. Íslensk náttúra er líka í brennidepli í öllum sínum hrikaleika og ríólítið, sem sumir þekkja sem líparít, er allt um kring. Það verður því nóg að lesa fyrir ævintýraþyrsta í ár og um að gera að sökkva sér í veröld töfra, dverga, myrkraforna, galdrakarla, álfa og huldufólks.

Vits er þörf Vita skaltu, ef vin átt sem vel þú treystir og hafa vilt gott af honum: Við hann skal blanda geði, á gjöfum skiptast, fara að finna hann oft.

Í Hávamálum er fjallað um góða siði, hegðun og samskipti, og meðal annars lögð áhersla á að rækta vináttuna, meta gildi lífsins og huga að orðstír sínum. Ekki ónýtt veganesti fyrir yngstu kynslóðina. Nú hef u r Þóra r i n n E ldjá r n endurort lífseig spakmæli Óðins við fjörugar myndir Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur í stórglæsilegri bók sem hentar allri fjölskyldunni.


52

G át l i s t i

fyrir unglingana Það getur reynst erfitt að velja bækur fyrir unglinga. Til að liðsinna þér í valinu á réttri bók er hér stuttur gátlisti til gamans! Unglingur x hefur gaman af vampírusögum og vísindaskáldskap, klárar stundum eina bók á helgi. Veit hverjir Edward og Jacob eru. ljósaskiptaserían (Twilight) nýtur fádæma vinsælda um allan heim og nú er síðasta bókin komin út á íslensku. Í dögun er sagan sem hófst með Ljósaskiptum og hélt síðan áfram í Nýju tungli og Myrkvun leidd til lykta. Isabella og Edward ætla að giftast og hann ætlar að breyta henni í vampíru. Hvað gæti farið úrskeiðis?

Unglingur x hefur gaman af alls konar bókum. Segist vera ósköp venjulegur unglingur en pælir mikið í hlutunum. Hvað myndir þú gera ef vinur þinn væri að íhuga sjálfsmorð? Í bókinni upp á líf og dauða eftir Jónínu Leósdóttur segir frá ósköp venjulegum krökkum í Reykjavík. En þegar grunur vaknar um að skólafélagi eigi í alvarlegum vanda þurfa allir að standa saman og finna leið til hjálpar. Spennandi og fjörug saga eftir vinsælan unglingabókahöfund.

Unglingur x er að leita að einhverju spennandi. Vill helst ekki of mikið af rómantík og vellu, kýs frekar hasar og hraða framvindu. Ekki spillir ef bókin fær hárin til að rísa. Svarið er klárlega hungurleikarnir. Fyrsti kaflinn fær þig til að standa á öndinni. Í framtíðarríkinu Panem þurfa 24 krakkar að keppa á Hungurleikunum á hverju ári. Þar kemst aðeins einn lífs af. Katniss býður sig fram til að vernda systur sína og allir eru vissir um að hún sé dauðans matur … en hún hefur horfst í augu við hann áður. Ein vinsælasta bókin á Amazon er nú fáanleg á íslensku – og þríleikurinn allur er á leiðinni í bíó, bráðum.

Unglingur x er húmoristi sem fílar allt sem er skemmtilegt. Hefur gaman af alls konar bíómyndum, bókum og tónlist en vill ekki festast í einhverju einu. Aðalpersónan í bókinni játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur er í smá ímyndarkreppu. Halla er súper-klár og sumir segja fyrirmyndarunglingur en nú halda allir í nýja skólanum hennar að hún sé stórhættulegur dópsali! Hún ákveður að taka þann misskilning alla leið og úr verður drepfyndin saga sem kemur skemmtilega á óvart.

Manstu eftir þessum?

Valli er alltaf týndur. Það er merkilegt með þann röndótta hvað allir aldurshópar hafa gaman af að leita að honum. Felumyndabækurnar um Valla eru nú loksins fáanlegar aftur. Hver er fyrstur að finn’ann? Herramennirnir eiga 40 ára afmæli í ár. Þessar geysivinsælu fígúrur úr smiðju Rogers Hargreaves eru eftirlæti yngstu lesendanna og ár hvert koma út nýjar bækur um bæði Ungfrúr og Herramenn. Í ár kemur líka út skemmtileg teiknibók þar sem krakkar geta lært að teikna sínar eigin fígúrur.

Ævintýri Tinna hafa haft ofan af fyrir ótal kynslóðum. Bækurnar um Tinna eru nú endurútgefnar í frábærri þýðingu Lofts Guðmundssonar en nýju og handhægu broti. Sex bækur eru komnar út og nú er Tinni líka á hvíta tjaldinu.

Myndasögurnar um Goðheima vekja upp notalegar minningar hjá mörgum. Í fyrra kom út bókin Úlfurinn bundinn en nú er komið að Hamarsheimt. Kjörin leið fyrir yngri lesendur til að kynna sér sagnaarfinn og goðsögurnar.

Þú getur strumpað lestrarbækur, þrautabækur og felumyndabók um Strumpana. Þessar líflegu bláhvítu verur koma öllum í gott skap. Strumpuð skemmtun fyrir alla krakka.



17

ÍSLENSKAR BARNAOG UNGLINGABÆKUR

Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Myndir: Þórarinn Már Baldursson Af hverju gjósa fjöll? geymir 40 spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos. Öllum svörum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir og kort sýna helstu eldfjöll jarðar, flekaskil og íslensk eldfjöll. Svörin eru sett fram á einfaldan hátt en þó með vísindalegri nákvæmni og er bókin ætluð fróðleiksfúsu fólki frá átta ára aldri. 64 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3229-9 Innbundin

Dagbók Ólafíu Arndísar Kristjana Friðbjörnsdóttir Myndir: Margrét E. Laxness

Bráðfyndin saga og sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Flateyjarbréfin. Nú ákveða foreldrar Ólafíu Arndísar að setjast að á Dalvík. Þá er eins gott að Ólafía er byrjuð að skrifa dagbók sem hún getur treyst fyrir vandræðum sínum og háleynilegum áformum um flótta. Stórskemmtileg saga fyrir lesendur á aldrinum 7–12 ára. 144 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-208-8 Innbundin

Dans vil ég heyra Sagnadansar og lausavísur handa börnum Eva María Jónsdóttir Myndir: Óskar Jónasson Þjóðkvæði eru lífseigasta barnaefni Íslandssögunnar. Þau voru kveðin fyrir Snorra Sturluson og vini hans en gleðja ekki síður grislinga 21. aldarinnar með fegurð sinni og spennu, gamansemi og sorgum. Bókinni fylgir geisladiskur með upptökum af kvæðunum úr fórum Stofnunar Árna Magnússonar. 32 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3230-5 Innbundin, geisladiskur fylgir

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Flugan sem stöðvaði stríðið Bryndís Björgvinsdóttir Myndir: Þórarinn Már Baldursson Kolkex, Hermann Súkker og Flugan eru ósköp venjulegar húsflugur sem fáir taka eftir og gera sjaldnast neitt merkilegt. Þar til daginn sem rafmagnsflugnaspaðinn kemur inn á heimilið og þær ákveða að flýja. Þetta er óvenjuleg saga, bráðfyndin og alvarleg í senn, um flugur, fólk og stríð, sem valin var úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. 108 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2145-6 Innbundin

Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf Gerður Kristný Myndir: Halldór Baldursson

„Börn eru besta fólk.“

Forsetinn ætlar til útlanda! Það á að krýna ný konungshjón og prinsessan, vinkona hans, bauð honum í veisluna. En í höllinni er eitthvað dularfullt á seyði. Þetta er þriðja bók Gerðar Kristnýjar um fjörugar persónur sem notið hafa mikilla vinsælda bæði í bókum og á sviði Þjóðleikhússins. 80 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3240-4 Innbundin

s t e fá n jón s s on

Íslensku húsdýrin og Trölli Bergljót Arnalds Myndir: Jón Hámundur Marinósson Lítill tröllastrákur villist úr hellinum sínum og ratar ekki heim. Honum dettur í hug að biðja dýrin að hjálpa sér og þau reynast hafa ráð undir rifi hverju. Hér kynnir Bergljót Arnalds íslensku húsdýrin og helstu einkenni þeirra með spennandi sögu fyrir lesendur frá tveggja ára aldri. 32 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-220-0 Innbundin

Hávamál Þórarinn Eldjárn Myndir: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Gestaþáttur Hávamála geymir eldforna speki sem fylgt hefur norrænum mönnum öldum saman. Hér enduryrkir Þórarinn Eldjárn lífseig spakmæli Óðins við fjörugar myndir Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur í stórglæsilegri bók sem hentar allri fjölskyldunni. 64 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3215-2 Innbundin

Játningar mjólkurfernuskálds Arndís Þórarinsdóttir Það skiptir öllu að koma vel fyrir við fyrstu kynni. Þess vegna vandar Halla fatavalið fyrsta daginn í nýja skólanum. Verst að kjaftasagan kom á undan henni í skólann! Játningar mjólkurfernuskálds er drepfyndin saga um fyrirmyndarungling á villigötum, bleikklæddar kennarasleikjur og svarthærða gothara, sæta nörda og allar spurningarnar sem er svo erfitt að svara. 240 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3235-0 Innbundin



18

ÍSLENSKAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR

Komdu, höldum veislu! Björk Bjarkadóttir Komdu, höldum veislu! er bók sem gaman er að lesa með ungum börnum. Um leið og þið hjálpið dýrunum að undirbúa fjöruga vorveislu þjálfar barnið málskilning sinn, stækkar orðaforðann og skemmtir sér konunglega. 32 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3216-9 Innbundin

Þórarinsdóttir hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin. 69 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3222-0 Innbundin

Náttúrugripasafnið Sigrún Eldjárn Í rykfallinni verslun í New York fær Rúnar dularfullan pakka sem hann er beðinn að fara með heim til Íslands. Á sama tíma fá vinir hans skrýtna sendingu úr fjarlægri heimsálfu. Heima í Ásgarði er verið að undirbúa opnun náttúrugripasafns en það vantar eitthvað spennandi á sýninguna. Eitthvað alveg einstakt! Ríkulega myndskreytt saga sem smellpassar fyrir lesendur frá átta ára aldri. 204 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3212-1 Innbundin

Litlu greyin Guðrún Helgadóttir Myndir: Gunnar Karlsson Óvæntir atburðir eiga sér stað þegar Trausti fer í sumarbústað uppi í sveit með mömmu og systrum sínum tveim. Þar er ekki rólegheitunum fyrir að fara. Amma kemur í heimsókn og týnist! Enginn veit hver dularfulli draugurinn hans Trausta er og ýmislegt kemur í ljós sem engan hefði órað fyrir. Litlu greyin hlaut Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur 1994. Hún hefur verið ófáanleg um langt skeið en er nú loksins endurútgefin. 126 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2151-7 Innbundin

Óskabarn Bókin um Jón Sigurðsson Brynhildur Þórarinsdóttir Myndir: Sigurjón Jóhannsson Hér segir frá ævintýralegri ævi sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar fyrir lesendur frá níu ára aldri. Þetta er litrík saga um sveitastrák í Arnarfirði, búðarsvein í Reykjavík, stúdent og stjórnmálamann í Kaupmannahöfn og margt margt fleira. Brynhildur

Merktuviviðbækurnar bækurnarsem sem þér lístvel veláá Ç ¢ Merktu ér líst

Upp á líf og dauða

Ríólítreglan Kristín Helga Gunnarsdóttir Starfsmaður félagsmiðstöðvar hverfur sporlaust þegar hann skipuleggur vorferð inn í Landmannalaugar. Heima fyrir glíma Nói og fjölskylda við reiða huldumenn og leyndarmálin sameina félaga Ríólítreglunnar. Ríólítreglan er háskalegur huldutryllir sem æðir með lesandann niður til Kólumbíu, vestur á firði, um rústir huldubyggða og í fótspor ribbaldans Torfa sterka inn Jökulgil. Þar standa hulduverur vörð um dali og fjallasali og kalla menn í björgin. Bækur Kristínar Helgu njóta mikilla vinsælda, ekki síst þær sem sækja efnivið sinn í íslenskar þjóðsögur sem hún fléttar listilega inn í spennandi samtímasögu. 230 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3- 3248-0 Innbundin

Jónína Leósdóttir Eftir hópvinnu heima hjá Hrönn verður eftir blað með dapurlegu ljóði. Hún ákveður að finna höfundinn og koma honum til hjálpar en það er hægara sagt en gert. Unglingabækur Jónínu Leósdóttur hafa notið mikilla vinsælda og hér er á ferðinni fjörug og spennandi saga um háalvarlegt efni sem margir kynnast fyrr eða síðar af eigin raun. „Jónína er flinkur og fjölhæfur höfundur.“ ALÞ/Morgunblaðið

179 bls. Vaka-Helgafell ISBN 978-9979-2-2144-9 Innbundin

Víti í Vestmannaeyjum Gunnar Helgason Myndir: Rán Flygenring Æsispennandi saga um magnaða markverði, volduga varnarnagla, klóka kantmenn, fljóta fram-

herja og makalaus mörk ... en líka ýmislegt annað eins og skapstyggan skipstjóra, lyginn lögreglumann, eldspúandi fjöll og enn alvarlegri vandamál sem þarf að glíma við jafnvel þótt fótboltamót sé í gangi. Gunnar Helgason er vel þekktur af ýmiss konar skemmtiefni fyrir börn sem notið hefur mikilla vinsælda. Þetta er fimmta bók hans og klárlega sú besta til þessa! 270 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3232-9 Innbundin



19

ÞÝDDAR BARNAOG UNGLINGABÆKUR Einar Áskell

og allsnægtapokinn

Dögun Stephenie Meyer; Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Isabella og Edward hafa gert með sér samkomulag. Hún ætlar að giftast honum og í staðinn ætlar hann að breyta henni í vampíru. Áætlunin er einföld og fullkomin en ekkert má út af bregða. Leyndarmálið sem Isabella uppgötvaði í Ljósaskiptum – og sem umturnaði lífi hennar í Nýju tungli og Myrkvun – getur hæglega tortímt þeim Edward báðum og öllum sem þeim þykir vænt um. Hér leiðir Stephenie Meyer sögu elskendanna til lykta og sýnir lesendum enn lengra inn í þann dularfulla heim sem heillað hefur milljónir manna um allan heim. 608 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-219-4 Innbundin

Gunilla Bergström Þýð.: Sigrún Árnadóttir Spánný bók um grallarann Einar Áskel. Hér lendir hann í æsispennandi ævintýri, er kóngur í stóru landi og þegnarnir ætla að gera uppreisn! Pabbi segir að ekkert hafi gerst í alvörunni en hvernig veit hann það? Er Einar Áskell ekki líka til á nóttunni þegar hann dreymir? 32 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3217-6 Innbundin

Fingrabrúðubækur Litli ísbjörninn Kisa litla Litli andarunginn Mýsla litla Þýð.: Nanna Rögnvaldardóttir Fallegar og sterkar harðspjaldabækur með mjúkri fingrabrúðu sem býður upp á spennandi samverustund. 10 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0503-9/ 0504-6/0505-3/0506-0 Harðspjaldabækur

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Goðheimar 2 Hamarsheimt Peter Madsen Þýð.: Guðni Kolbeinsson Dag einn vaknar þrumuguðinn Þór og finnur hvergi hamarinn sinn. Einhver er búinn að stela sjálfum Mjölni. Bókaflokkurinn um Goðheima eftir Peter Madsen hóf göngu sína fyrir rúmum þrjátíu árum og nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. 48 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0512-1 Innbundin

Græni atlasinn John Stephens Þýð.: Guðni Kolbeinsson Eftir að hafa þvælst á milli munaðarleysingjaheimila árum saman lenda Kata, Mikael og Emma á furðulegum stað og gera á skömmum tíma þrjár merkar uppgötvanir: 1) Töfrar eru til í raun og veru. 2) Emma kann að

„Bók er besta gjöfin.“

biðja kurteislega. 3) Þau ein geta bjargað heiminum. Af þessu kemur númer 2 mest á óvart. Græni atlasinn er hressandi fantasíusaga fyrir tíu ára og eldri sem notið hefur gríðarlegra vinsælda um allan heim. 416 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-223-1 Innbundin

Herramenn og Ungfrúr með glimmeri Herra Skellur og riddarinn Ungfrú Afmælis Ungfrú Ágæt og prinsessan Roger Hargreaves Þýð.: Guðni Kolbeinsson Þrjár spánnýjar og bráðskemmtilegar bækur úr heimi herramanna og ungfrúa með fallegu glimmerskrauti á kápunni. 32 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-192-0 / 190-6 / 193-7 Óbundnar

Herramenn og Ungfrúr Herra Góður Ungfrú Prinsessa Roger Hargreaves Þýð.: Guðni Kolbeinsson Tvær spánnýjar og bráðskemmtilegar bækur úr heimi herramanna og ungfrúa. 32 bls. JPV útgáfa 978-9935-11-191-3/194-4 Óbundnar

Hungurleikarnir Suzanne Collins; Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Í framtíðarríkinu Panem keppa 24 ungmenni árlega í svokölluðum Hungurleikum, sem ganga út á það eitt að lifa af. Þegar Katniss býður sig fram sem keppanda í stað systur sinnar býst hún ekki við að lifa það af. En Katniss hefur áður horfst í augu við dauðann og sjálfsbjargarviðleitni hefur hún sem betur fer nóg af. Hungurleikarnir er fyrsta bókin í þríleik sem vermt hefur efstu sæti metsölulista um allan heim og hlotið bestu meðmæli gagnrýnenda og höf-



20

ÞýddAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR unda á borð við Stephen King og Stephenie Meyer. Kvikmynd eftir bókinni er væntanleg snemma á næsta ári. 375 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-225-5 Innbundin

Slavensky. Bókina prýða glæsilegar myndir eftir Brian Pilkington. 24 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-33-213-8 Innbundin

JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-187-6 Askja

nákvæmar leiðbeiningar, stenslar, límmiðar, heilræði og heil teikniblokk til að æfa sig í. Frábær gjöf fyrir börn á öllum aldri! 32 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-188-3 Innbundin

Múmínsnáðinn á afmæli

Ja, þessi Emil

Hvar er gáfnastrumpur? Peyo; Þýð.: Sölvi Björn Sigurðsson Í þessari stórskemmtilegu bók hefur gáfnastrumpur falið sig á tólf litríkum myndum fullum af strumpalegum smáatriðum. Fjörug felumyndabók fyrir þriggja ára og eldri. 32 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0502-2 Innbundin

Astrid Lindgren; Þýð.: Vilborg Dagbjartsdóttir og Böðvar Guðmundsson Myndir: Björn Borg Hann Emil í Kattholti gerði eitthvað af sér á næstum hverjum einasta degi. Í þessari bók er sagt frá nokkrum af skammarstrikum hans, eins og þegar hann hífði Ídu systur sína upp í fánastöng. Litrík bók fyrir unga lesendur. 32 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3202-2 Innbundin

Hvíta hænan Klaus Slavensky; Þýð.: Vilborg Dagbjartsdóttir Myndir: Brian Pilkington Dag einn fyrir langa löngu fæddist hvít hæna í hænsnakofanum hans afa. Allar hinar hænurnar voru svartar. Það var allt í lagi – alveg þangað til nýi haninn kom ... Hvíta hænan er saga um það að vera öðruvísi eftir danska rithöfundinn Klaus

Lærðu að teikna Herramenn Jane Riordan Þýð.: Guðni Kolbeinsson Bók sem kennir krökkum að teikna herra Skell, vafinn inn í sárabindi, ungfrú Sól með sólskinsbros og tíkarspena og alla hina herramennina og ungfrúrnar! Hér eru

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Minni líkur – meiri von Marjolijn Hof; Þýð.: Jóna Dóra Óskarsdóttir Bíbí er hrædd. Pabbi hennar er læknir og enn á ný farinn til lands þar sem geisar stríð. Hann vill hjálpa fólki en Bíbí vill bara að hann komi heill heim. Marjolijn Hof hlaut virtustu barnabókaverðlaun Hollands fyrir bókina, bæði frá dómnefnd fagfólks og frá dómnefnd skipaðri börnum og unglingum. Hún hefur skrifað fjölmargar vinsælar barnabækur og vinnur um þessar mundir að sögu sem gerist á Íslandi. 101 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3209-1 Innbundin

Tove Jansson; Þýð.: Sigþrúður Gunnarsdóttir Þegar múmínsnáðinn vaknar í rúminu sínu geispar hann einu sinni og teygir tvisvar úr sér. Svo man hann: Hipp-húrra! Ég á afmæli í dag! Litríkar persónur Múmíndals hafa glatt börn um víða veröld áratugum saman. Þessi skemmtilega saga hentar lesendum frá tveggja ára aldri. 32 bls. Mál og menning ISBN 978-9979-3-3218-3 Innbundin

Ninjago

Masters of Spinjitzu Þýð.: Sigþrúður Gunnarsdóttir Þessi glæsilega gjafaaskja inniheldur allt sem þú þarft til að byggja og leika þitt eigið LEGO® Ninjago ævintýri. Með kubbunum sem fylgja getur þú byggt sögusvið fimm spennandi kafla hvert á eftir öðru. Askjan inniheldur yfir 140 kubba og tvo Minifigures karla. 48 bls.

Seiðkonan Leyndardómurinn um hinn ódauðlega Nicolas Flamel Michael Scott Þýð.: Guðni Kolbeinsson Nicolas Flamel fer huldu höfði í London. Máttur hans fer þverrandi og eigi að takast að yfirbuga óvininn verður hann að finna einhvern til að kenna tvíburunum töfra vatnsins. Seiðkonan er þriðja bókin í vinsælum bókaflokki Michaels Scott um hinn ódauðlega Nicolas Flamel. Bækurnar fara sigurför um heiminn og kvikmyndir byggðar á bókaflokknum eru í deiglunni. 419 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-211-8 Innbundin


61

Bók sem gaman er að grúska í.

Fræðandi Fyrir alla aldurshópa Ritröðin „Leiðsögn í máli og myndum“ hefur notið mikilla vinsælda hjá fróðleiksfúsum Íslendingum. Nýjasta viðbótin í þann glæsilega bókaflokk er stórvirkið Vísindin – uppsláttarrit sem rekur þróun vísinda og framfara allt frá uppfinningu hjólsins til lausna á loftslagsvanda á 21. öld. Bók sem gaman er að stúdera! Í bókinni greinir frá öllum helstu vísindauppgötvunum mannkynsins og sýnt er hvernig hugmyndirnar, uppfinningarnar og fólkið á bak við þær hafa breytt heiminum.

Fjallað er um allar helstu raunvísindagreinarnar, svo sem eðlisfræði, efnafræði, líffræði, stjörnufræði, tæknifræði, stærðfræði og jarðvísindi. Gerð er grein fyrir lykiluppgötvunum, kenningum og hugmyndum allt frá fyrstu stjörnuathugunum og sigurstundum í vísindatilraunum til erfðafræði og skammtaeðlisfræði nútímans. sérhvert umfjöllunarefni er gætt lífi með sérteiknuðum skýringarmyndum og glæsilegum ljósmyndum svo jafnvel flóknustu fyrirbæri verða leikmönnum ljós og auðskilin.

FyRiR BRagðlaukana FRiðRik a HjöRdÍs GeiRsdóttiR hefur kætt bragðlauka landsmanna með gómsætum uppskriftum sínum og matreiðslubækur hennar hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Bollakökum Rikku lærir þú að töfra fram glæsilegar kökur fyrir hvaða tilefni sem er. Það að baka bollakökur vekur sannarlega upp listfengi og sköpunargleði hjá mörgum og svo er líka dásamlega gott að borða þær. Heimsréttir Rikku er matreiðslubók byggð á uppskriftum frá öllum hornum heimsins sem Rikka hefur kynnt í samnefndri þáttaröð sinni á stöð 2. Hvort sem þig langar í fisk og franskar að breskum hætti eða pakistanskan pottrétt þá er kjörið að glugga í þessa fjölþjóðlegu gúrmetisbók.


21

ÞýddAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Tinni Kolafarmurinn Leynivopnið Hergé; Þýð.: Loftur Guðmundsson Í áttatíu ár hafa Tinni og félagar hans heillað lesendur um allan heim, ekki síst hér á landi. Ævintýri Tinna eru nú endurútgefin í frábærri þýðingu Lofts Guðmundssonar en nýju og handhægu broti. 62 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0494-0/ 0495-7 Innbundnar

Skúli skelfir og jólaleikritið Francesca Simon Myndir: Tony Ross Þýð.: Guðni Kolbeinsson Hér birtist Skúli skelfir í litríkri og skemmtilegri bók fyrir byrjendur í lestri. Skúli býst fastlega við að fá aðalhlutverkið í jólaleikritinu! Hver annar en hann gæti leikið hinn syngjandi og dansandi Jósef? Því miður horfir málið allt öðruvísi við Hörku hörðu ... 96 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-199-9 Innbundin

Strumparnir – þrautabækur Strumpafjör 3 Strumpafjör 4

Strumparnir ... og eiturflugan ... og risafuglinn ... og draugahöllin Geimstrumpur

Skúli skelfir rokkar Francesca Simon Myndir: Tony Ross Þýð.: Guðni Kolbeinsson Fjórar nýjar prakkarasögur af Skúla skelfi með fullt af fyndnum myndum. Skúli er uppáhald allra og hér er hann sannarlega í essinu sínu! 108 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-209-5 Kilja

Peyo; Þýð.: Sölvi Björn Sigurðsson Strumparnir ástsælu eru sífellt að lenda í spennandi ævintýrum. Nú bætast fjórar skemmtilegar strumpabækur í safnið. Fjörugar sögur sem henta lesendum á aldrinum 3–7 ára. 32 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0496-4 / 0497-1 / 0501-5 / 0500-8 Innbundnar

Merktu vi bækurnar sem ér líst vel á

Peyo; Þýð.: Sölvi Björn Sigurðsson Tvær skemmtilegar bækur með fjölbreyttum þrautum og verkefnum, önnur fyrir 4–6 ára og hin fyrir 7–9 ára börn. Strumpaðu þessar þrautir ef þú getur! 36 bls. Iðunn ISBN 978-9979-1-0498-8/ 0499-5 Óbundnar

Vallabækur Hvar er Valli? Hvar er Valli núna?

Úkk og Glúkk Ævintýri kúng-fúhellisbúa úr framtíðinni Dav Pilkey Þýð.: Bjarni Guðmarsson Varúð! Ekki fyrir lúða. Úkk og Glúkk eru svölustu hellisbúar steinaldarinnar. Þeir una glaðir við sitt þegar sóðalegt risafyrirtæki úr framtíðinni ræðst inn í líf þeirra. Strákarnir og risaeðlukrílið Lilja snúa vörn í sókn og ferðast um tímagöng til ársins 2222 e.Kr. Þau eignast nýja vini, læra kúng-fú og berjast við hroðaleg illmenni framtíðarinnar. En stóra spurningin er: Tekst þeim að bjarga fortíðinni og þar með okkur í nútíðinni? Æsispennandi grallarasaga eftir höfund bókanna um Kaftein Ofurbrók. 176 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-226-2 Innbundin

Martin Handford Þýð.: Guðni Kolbeinsson Allir þekkja Valla en það getur reynst erfitt að hafa uppi á honum! Stórskemmtilegar bækur sem fólk á öllum aldri getur gleymt sér yfir. Loksins fáanlegar að nýju. 32 bls. JPV útgáfa ISBN 978-9935-11-149-4/ 150-0 Innbundnar



64


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.