6
ELDGOS 1913–2011
ELDGOS 1913 –2011
7
inngangur Íslensk sögualdarrit og miðaldaannálar eru undarlega fáorðar heimildir um eldsumbrot í landinu, jafnvel þótt sum eldgosin hafi verið afar öflug og áhrifarík. Á 16. öld og fram undir 20. öld komu fram ritverk þar sem lýst er einstökum gosum, t.d. í Kötlu, Heklu og Öræfajökli, auk Skaftárelda, og iðulega með nokkurri nákvæmni þannig að atburðirnir lifna fyrir augum lesandans. Margir höfundanna voru klerkar eða biskupar en sumir bændur eða fræðimenn. Meðal þeirra síðarnefndu voru höfundar á borð við Svein Pálsson landlækni og náttúrufræðing, Markús Loftsson bónda og Þorvald Thoroddsen náttúrufræðing sem lýstu eldgosum og eldstöðvum í yfirlitsritum. Lýsingarnar gefa oft dágóða mynd af gangi eldgosa en geta ekki komið í stað ljósmynda eða kvikmynda. Gamlar teikningar og málverk komast nálægt því. Þegar ljósmyndun hófst fyrir alvöru á Íslandi, snemma á 20. öld, kom að því að eldgos var fest á filmu. Það gerði Kjartan Guðmundsson ljósmyndari fyrstur, árið 1913, og einnig Magnús Ólafsson, þegar eldur var uppi norðaustan við Heklu. Litmyndir af eldgosi voru fyrst teknar í Heklugosinu 1947. Engar ljósmyndir hafa fundist af gosum milli Kötlugoss 1918 og umbrotanna í Heklu 1947, utan nokkurra mynda af Grímsvatnagosi 1934 úr leiðangri Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og Jóhannesar Áskelssonar jarðfræðings en sá fyrrnefndi gerði líka ýmiss konar listaverk tengd eldgosum. Margar ljósmyndir eru til af eldsumbrotum eftir Heklugosið 1947 og koma höfundar þeirra úr flestum geirum þjóðfélagsins. Jarðfræðingar, t.d. Sigurður Þórarinsson, Þorleifur Einarsson og Guðmundur Sigvaldason, voru áberandi myndasmiðir fram undir 1980, einkum Sigurður, en eftir það koma æ fleiri menntaðir ljósmyndarar til þessarar sögu. Myndabækur um gos í Heklu, Öskju, Surtsey og Heimaey með mörgum þessara mynda voru gefnar út á árunum 1947–1974 en prentgæði tímabilsins voru ekki það mikil að myndirnar fengju notið sín til fulls. Í þessari bók er leitast við að safna saman góðum myndum af öllum þeim eldgosum 20. aldar sem ljósmyndarar hafa gert skil. Textinn setur myndirnar í samhengi við eldvirkni og eldstöðvar, en myndum er ekki alveg raðað í tímaröð heldur er myndrænt umbrot látið ráða mestu. Til grundvallar textanum liggja ritverk margra vísindamanna en þau eru ekki tíunduð, nema nokkur þau helstu og þá nær eingöngu rit eða greinar á íslensku. Myndir voru skannaðar eða unnar með bestu fáanlegum tækjum Arctic Images. Án samvinnu við Ragnar Th. Sigurðsson hefði bókin ekki orðið til. Aðstandendur látinna myndhöfunda eiga þakkir skildar fyrir samvinnu og aðrir fyrir birtingar á eigin myndum. Vonast er til að bókin nái að ljúka upp þeim mikilfenglega og stundum ógnarlega kima náttúrunnar sem við blasir þegar jarðeldur er uppi á Íslandi. Ari Trausti Guðmundsson
Hekla Eldur í frægasta eldfjalli Íslands 1991. (Oddur SigurðSSOn)
70
ELDGOS 1913–2011
Að afloknum Kröflueldum Kröflueldar voru fyrsta langa rek- og goshrinan sem nútímasérfræðingar gátu fylgst með frá byrjun og beitt á ýmiss konar mælitækjum. Þeir líktust Mývatnseldum 1724–1729 og öðrum sprungugosahrinum sem til eru frásagnir af. Með athugunum, mælingum og túlkun gagna fékkst aukinn skilningur á eðli og hegðun eldstöðvakerfa í rekbeltum landsins. Að afloknu eldgosinu 1984 reis land að nýju en náði tiltekinni hæð án þess að taka að síga fyrr en mörgum árum síðar og þá afar hægt. Kröflueldum er lokið og geta liðið aldir þangað til næsta álíka hrina hefst í Kröflukerfinu en þó er aldrei á vísan að róa með slík hlé. (Sigurður ÞórarinSSOn BlS. 70, Oddur SigurðSSOn BlS. 71)
KRAFLA
71
78
ELDGOS 1913–2011
Hár kvikustrókur Kraftmikil afgösun kviku getur valdið mjög háum kvikustrókum. Kvikan tætist í misstór stykki. Stórar flygsur og slettur sem styst fljúga eru rauðgular á fluginu og lenda hálfbráðnar. Geta slíkir kvikukleprar fest saman við storknun. Hluti kvikuagnanna (sá smærri og sá er lengra þeytist) myndar dökkar hraunkúlur, gjall og vikur. Grófasta efnið hleðst í gígkeilu og dreifist nálægt henni. Fíngerðasta lausa gosefnið er aska og getur hún borist langt með vindi. (ÞOrleifur einarSSOn)
Hraungos í Austari-Borg Þegar líða tók á Öskjugosið höfðu allháar gígkeilur hlaðist upp í kringum kvikustróka úr gosopunum. Fengu þær heitin Austari- og Vestari-Borg. Slíkir gíghólar eru jafnan úr blöndu af gjalli og þéttari hraunslettum. Sletturnar nefnast hraunkleprar og þessi tegund gíga þar með gjall- og klepragígar. Teljast þeir algengasta tegund eldgíga á íslenskum gossprungum. Myndin er tekin 28. október 1961. (ÞOrleifur einarSSOn)
ASKJA
79
162
ELDGOS 1913–2011
Ágætlega hlýtt
Ógnþrungið Hekluhraun
Það getur verið notalegt að standa í hæfilegri fjarlægð
Hekluhraun eru oftast úr ísúru bergi af andesít-ætt.
frá gjósandi gígum og rennandi hrauni. Margir komu
Þau renna þykk og hægferðug eins og tröllaukin skriða.
til að skoða eldstöðvarnar í Skjólkvíum þar sem
Það klingir í hraunmolum sem skella saman en stundum
Heklugosið 1970 lifði fram í júlíbyrjun enda aðkoman
snarkar í þegar gróður, snjór eða vatn verður fyrir.
auðveld.
Hér getur að líta hraunjaðar þann 23. maí 1970 nálægt
(Sigurður ÞórarinSSOn)
Skjólkvíum. Skriðhraðinn er ekki meiri en svo að menn hopa rólega undan en betra er að gæta sín á glóandi hraunmolum sem velta ofan kantinn. (rafn Hafnfjörð)
Háreistar gígkeilur Þegar líða tók á Heklugosið í Skjólkvíum voru til orðnir myndarlegir og dæmigerðir gjall- og klepragígar. Iðulega rennur hraun frá slíkum gígum í einum ál eða stokk (hrauntröðum) líkt og þarna sást. Litla-Hekla í baksýn. (Sigurður ÞórarinSSOn)
HEKLA
163
228
ELDGOS 1913–2011
Stórfenglegt sjónarspil Mikið var um eldingar með tilheyrandi þrumum í gosmekkinum í toppgíg Eyjafjallajökuls fyrstu daga umbrotanna. Þessi mynd var valin ein af ljósmyndum ársins 2010 í mörgum af helstu dagblöðum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum. (ragnar TH. SigurðSSOn)
EYJAFJALLAJÖKULL
229
Hraun bræðir jökulís Hraunrennslið í seinni hluta gossins í toppgíg Eyjafjallajökuls var töluvert. Þetta ísúra hraun bræddi sér leið um Gígjökulinn og myndaðist þar djúp ísgjá. Upp úr henni lagði háa gufumekki á meðan hraun rann. Nú gátu jarðvísindamenn í fyrsta sinn fylgst með hraunrennsli í jökli. Álman náði um tvo þriðju leiðarinnar að rótum fjallsins áður en gosinu lauk. (ragnar TH. SigurðSSOn)