Barátta góðs og ills, dramatík, spenna, fegurð blandin feigðarljóma og maðurinn andspænis dauðanum og eilífðinni: fyrir Bróður minn Ljónshjarta, þá bók sem hefur haft mest áhrif á mig, bæði sem manneskju og höfund.
Feigð © Stefán Máni 2011 Kápuhönnun: Ómar Örn Hauksson Ljósmynd af höfundi: Jónatan Grétarsson Umbrot: GÞ / forlagið Letur í meginmáli: Minion Pro 11/14,1 pt. Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Printed in Iceland JPV útgáfa ∙ Reykjavík ∙ 2011 Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. iSBn 978-9935-11-204-0 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is
forlaginu ehf.
„Like a flash of light in an endless night; life is trapped between two black entities.“ – Peter Steele (1962–2010).
I
Fyrsti hluti I Vetrarnótt án landslags. nístingskuldi og brothætt kyrrð svo langt sem vitundin nær. Í fjarska tindra tvær stjörnur hlið við hlið, líkt og forvitin augu í eilífðinni, fljótandi innan í svartri kúlu. Ógreinilegt farartæki nálgast. Hvítt ljós að framan, grænt ljós stjórnborðsmegin og rautt bakborðsmegin. taktföst vélarhögg bergmála í víðáttunni, hjartsláttur í móðurkviði. Hann birtist, líkt og út úr engu. Bátur á siglingu í myrkri. eins og geimskip á leið til endimarka alheimsins.
Mars, 1993
II
Í kabyssunni brennur dimmrauður eldur, suðandi logi sem gefur frá sér hita og steinolíustybbu og varpar daufri birtu á innviði lúkarsins. Í stefninu eru fjórar kojur, efri og neðri, tvær stjórnborðsmegin og tvær á bakborða. framan við neðri kojurnar eru naglfastir bekkir sem saman mynda hvasst horn. á milli bekkjanna og í lúkarnum miðjum er þríhyrnt borð, boltað í gólfið. Aftan við borðið er lóðréttur stigi á tréþili sem 9
skilur að lúkarinn og lestina. Stiginn endar hjá lokuðum dyrum í mjóu húsi aftast á hvalbaknum. Bakborðsmegin við stigann eru lokaðir skápar með pottum, pönnum og matarkosti, en stjórnborðsmegin kolsvört kabyssan og lítill vaskur. Gamli eikarbáturinn ristir kaldan sjóinn, rís og hnígur og heggur af og til þunga ölduna. Aftur í gengur dísilvélin hratt og örugglega. Hún spúir svörtum reyk upp í dimman himin og takföst höggin magnast upp í tómri lestinni. Þröngur lúkarinn nötrar eins og tromma, eldurinn í kabyssunni hvæsir lágt, rökkrið fær á sig blóðrauðan blæ og einhver byltir sér ólundarlega í neðri kojunni bakborðsmegin. einhver sem liggur í hnipri undir þykku ullarteppi og snýr andlitinu til veggjar. á gólfinu við kojuna eru stígvél númer fjörutíu og átta, þakin hreistri og storknuðu slori, á snaga við hliðina á stiganum hangir hettuúlpa með loðkraga og á borðinu eru hálftómur kaffifantur, sígarettupakki og eldspýtustokkur. Vélargnýrinn lækkar þegar skyndilega er dregið úr olíugjöfinni, báturinn hægir samstundis ferðina, stefnið sígur og skellur letilega á hárri öldu sem brotnar og freyðir meðfram kinnungunum, það brakar í þrjátíu ára gömlum eikarskrokknum endanna á milli, undir fúnu gólfinu gutlar í svörtu kjölvatni og lúkarinn fyllist af olíumengaðri ýldustybbu sem blandast við lykt af ofsoðnu kaffi, mannaþef og brunafnykinn úr kabyssunni. Þeir eru komnir á miðin. Sá sem liggur í kojunni dregur af sér teppið, sveiflar fótleggjunum fram á gólf og sest upp. Þetta er ungur maður, næstum tveir metrar á hæð og limalangur eftir því, grannur en stórbeinóttur og sterklega vaxinn, tæp hundrað kíló að þyngd. Hann er í dimmblárri vinnuskyrtu og snjáðum gallabuxum, með svart pottlok á höfðinu og gráa ullarsokka á fótunum. ermarnar á skyrtunni eru brettar upp fyrir olnboga, undan 10
pottlokinu hanga ryðrauðir hárlokkar og hnén gægjast út um rifur á buxunum. Hann dregur til sín tóbakið og eldfærin af borðinu og kveikir sér í filterslausri Camel–sígarettu. Andartak lýsir loginn frá eldspýtunni upp stórskorið en þó drengslegt andlit sem minnir á sjóbarinn klett. Ungi maðurinn er fæddur í hrútsmerkinu og ber sterkan svip af einkennisdýri merkisins. Hann hristir eldspýtuna og fleygir henni í öskubakka, pírir augun og blæs reyk út um nasirnar. Síðan fær hann sér sopa af kaffi sem er orðið kalt og bragðast eins og útþynnt tjara. Hann klórar sér undir pottlokinu, hóstar og hrækir á gólfið. Honum kom ekki dúr á auga um nóttina og því freistaði hann þess að leggja sig á útstíminu. en hann náði ekki að festa blund. Ruglingslegar hugsanir þutu stjórnlaust um huga hans, hjartað sló líkt og hann væri á harðahlaupum og um líkamann fóru kippir sem minntu á rafstuð. Bölvuð vitleysa. Reykurinn liðast um loftið í rökkvuðum lúkarnum, vélin gengur hægagang og báturinn vaggar á öldunni. Ungi maðurinn drepur í hálfreyktri sígarettunni, fer í stígvélin og stendur á fætur, stingur Camel-pakkanum og eldspýtustokknum í brjóstvasann á skyrtunni, krossar sig, klæðir sig í hettuúlpuna og klifrar að lokum upp stigann án þess að líta um öxl. Hann opnar dyrnar, stígur yfir háan þröskuldinn og út á þilfarið, sem er svellað og flughált. Úti er svartamyrkur, stjörnubjart og fimm stiga frost. Það er morgunn samkvæmt klukkunni, en ennþá eru að minnsta kosti tveir tímar í dagrenningu á Ísafjarðardjúpi. Yfir haffletinum er hrímhvít þoka sem fær á sig draugslegan blæ í daufu skini siglingaljósanna. Stjórnborðsmegin á þilfarinu stendur skuggamynd af manni í bússum og síðum sjóstakk og með velktan sjóhatt á höfðinu. „Hörður!“ Ungi maðurinn hrekkur við, rennur til á sleipu trégólfinu 11
og grípur berhentur í lunninguna bakborðsmegin til að forða sér frá falli. „Brá þér svona, drengur?“ spyr Pétur ingibergsson skipstjóri. Hann stendur gleiðfættur bakborðsmegin, á milli lestaropsins og lunningarinnar, og stígur ölduna. „Já, ég …“ segir Hörður og lítur sem snöggvast yfir á stjórnborða, en þar ekki lengur neina skuggamynd að sjá. „Ég sá þig ekki koma.“ „Grímur bað mig að sækja þig. Hann er búinn að opna niður í vél.“ Hörður kveikir sér skjálfhentur í sígarettu. „Ég er að koma. Segðu pabba að slaka aðeins á. Það er ennþá nótt, fjandinn hafi það.“ „Þetta þarf að gerast fyrir birtingu,“ segir skipstjórinn ákveðinn. „á meðan enginn sér til okkar. Við gerum þetta núna. eins og við töluðum um. ekkert rugl. Bara kýla á þetta. ekki satt?“ „Ætli það ekki,“ tautar Hörður og blæs reyk út um nasirnar. Hann hallar undir flatt og horfir eins og annars hugar upp eftir frammastrinu á litla rafmagnslukt sem logar þar. Undir þungum augabrúnum hans glampar á stór augu sem eru tær, djúp og fagurgræn, eins og slípaðir smaragðar. „ertu nokkuð með bakþanka?“ „Ég? nei.“ Hörður slítur augun af siglingaljósinu og hristir höfuðið. „en mér líst samt ekkert alltof vel á þetta. Jú, kannski er ég með bakþanka. Ég veit það ekki.“ „Dreymdi þig eitthvað?“ spyr Pétur skipstjóri lágum rómi og glennir upp vatnsblá augun. „nei, ekkert þannig,“ segir Hörður pirraður. „Ég veit bara ekki hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Ég hélt ég væri kominn með öruggt pláss, fastar tekjur, en þá kemur þetta! Ég skil ekki hvað er í gangi.“ „Við erum sama sem kvótalausir! Það er það sem er í gangi. 12
Báturinn er gamall og þarf að komast í slipp en hvernig eigum við að hafa efni á því? Dæmið gengur ekki upp. Það er ekki flóknara en það. eftir rúmlega fimmtán ára basl erum við félagarnir komnir með meira nóg af þessu rugli. Við eigum betra skilið. Konurnar okkar eiga betra skilið. Og þið, krakkarnir, eigið betra skilið.“ „Já. Kannski.“ „Þú ferð auðvitað bara í skóla, drengur! Hvað ertu gamall? Sextán? Sautján? framtíðin bíður þín. Allt lífið. Þú getur gert hvað sem er, vinur minn. Hvað sem er. Sjómennskan er ekkert líf. ekki lengur. Hún er bara bullshit, maður.“ Þeir þegja. ekkert heyrist nema taktfastur hægagangurinn í dísilvélinni og lágvært gutlið í öldunni, síðan þagnar vélin og þá er eins og holrúm komi í tilveruna, eins og himinn og haf verði að engu og eikarbáturinn svífi um í óendanlegu tómarúmi. „Hann bíður eftir þér,“ segir Pétur skipstjóri og snýr breiðu bakinu í hásetann. Það glitra frostnálar á vaxbornum sjóstakknum og aftan á hattinum eru agnarsmá grýlukerti. „Ég er að koma,“ segir Hörður með sígarettuna klemmda milli varanna. Hann horfir á eftir skipstjóranum hverfa aftur fyrir stýrishúsið, sem eitt sinn var skjannahvítt, en er nú hlandgult og alsett sóti, olíuslettum og ryðtaumum. Húsið stendur ofan á keisnum, sem er upphækkun yfir vélarrúminu, jafnbreið húsinu en nær fram fyrir það. Stjórnborðsmegin á húsinu er græn lukt en rauð bakborðsmegin, á þakinu er afturmastrið, radarinn og björgunarbáturinn en framan á húsinu, neðan við gluggana, er heiti bátsins málað í boga með svörtum hástöfum sem eru farnir að flagna og dofna: MARÍA Undir nafninu er útlínumynd af einhyrningshöfði. Hörður stígur ölduna og lítur sem snöggvast fram í stefni, á náhvals13
tönnina sem trónir fremst á bátnum. Síðan hristir hann höfuðið, eins og hann sé að svara þögulli spurningu. nei. Gamlir hasshausar eiga trúlega ekkert erindi í útgerð. Stór alda lyftir fleyinu, það brakar í skrokknum sem hallast aftur og á stjórnborða, hásetinn snýr sér við og læsir höndunum í lunninguna áður en hann missir fótanna og rennur yfir dekkið. Þokan tvístrast, henni er að létta, en morgunninn er jafndimmur og kaldur sem fyrr. Hörður horfir inn í sortann, í átt til lands. einhvers staðar djúpt inni í myrkrinu opnast álftafjörður og þar rís fjallið Kofri eins og píramídi yfir þorpinu í Súðavík. ef hann væri bara ennþá í rúminu heima. Hann hengir höfuðið fram á bringuna og horfir á svartan hafflötinn lyftast og hníga. Báturinn vaggar á þungri öldunni við nyrðri brún Djúpálsins, eins og flöktandi ljóstýra við endimörk alheimsins. Umhverfis fleyið er myrkur svo langt sem augað eygir og undir því er niðdimmt hyldýpi. Hörð sundlar, hann missir út úr sér sígarettuna og grípur svo fast um lunninguna að hann verkjar í sterkar og sinaberar krumlurnar. Þegar báturinn sígur rólega niður í breiðan öldudal sætir hann lagi og gengur af stað í áttina að stýrishúsinu. Hann grettir sig og dregur andann djúpt og hratt. Bak við augun myndast þrýstingur sem breytist í sáran höfuðverk, í maganum kviknar ógleði og kuldahrollur hríslast niður eftir hryggsúlunni. ekki núna, fjandinn hafi það! „er allt í lagi, vinur?“ spyr Pétur skipstjóri þegar Hörður stígur inn í stýrishúsið, þrútinn í kringum augun, eilítið hokinn og með munnherkjur. Skipstjórinn er búinn klæða sig úr stakknum og taka ofan
14
sjóhattinn. Hann stendur stjórnborðsmegin í fjólubláum Jimi Hendrix-stuttermabol og skrúfar niður mynd af veggnum. Myndin er af ungri stelpu, Maríu Pétursdóttur, og er í stórum tréramma sem fyrirsætan skreytti sjálf með því að líma á hann kuðunga, skeljar, litla krossfiska og sjóslípuð glerbrot. Þegar illa viðrar og brotskaflar voma yfir fleyinu gjóar skipstjórinn oft augunum á myndina, svo lítið ber á, og brosir föðurlega út í annað, rétt eins og dóttir hans sé raunverulega við hlið hans og hann sé að sannfæra hana um að allt verði í lagi, pabbi sé hérna hjá henni. María Pétursdóttir heitir, eins og báturinn, í höfuðið á hinni dularfullu Mary úr laginu the Wind Cries Mary sem Jimi Hendrix sendi frá sér á því hippans ári 1967. Hún er þremur árum yngri en Hörður, grannvaxin og föl eins og engill á biblíumynd, með sítt ljóst hár, há kinnbein og stór himinblá augu. „er allt í lagi, vinur?“ spyr Pétur aftur. „Já,“ svarar Hörður önugur um leið og hann rennir niður kuldaúlpunni. Í stýrishúsinu er funheitt og megn olíustybba enda lúgan ofan í vélarrúmið opin upp á gátt. Hlerinn er festur með krók í vegginn bakborðsmegin og það glittir í brattan stigann efst í myrkvuðu opinu. fyrir ofan mennina logar á marglitri ljósaseríu sem hangir á litlum krókum í loftkverkinni, nær þrjá hringi um stýrishúsið innanvert og minnir dálítið á þyrnikórónu. Hringlaga ljósfletir dreifa sér um veggi og loft, gulir, rauðir, grænir og bláir. Hörður fiskar pilluglas upp úr vasa á úlpunni, hristir úr því bleika pillu og gleypir hana áður en hann lokar glasinu aftur og leggur það frá sér á mjótt borð í miðju stýrishússins, innan um öskubakka, stóran eldspýtustokk, kaffibolla, kassettur, sprittkertaglös, reykelsishaldara og búddastyttu úr kopar. „Mígrenikast?“ spyr skipstjórinn og strýkur svita af enninu.
15
Pétur er ljós á húð og hár, samanrekinn eins og kraftlyftingamaður, en svo brosmildur og bjartur til augnanna að aðkomumenn í Súðavík rugla honum iðulega saman við sjónvarpsmanninn geðþekka, sir David Attenborough. „Já.“ Hörður drepur tittlinga, klæðir sig úr úlpunni og hengir hana á snaga aftast í húsinu, við hliðina á gömlu ferðakassettutæki sem hangir í snærisspotta. „Það líður hjá, er það ekki?“ „Jú, jú, það gerir það á endanum,“ tautar Hörður gremjulega um leið og hann lætur sig síga niður um lúguna í gólfinu, ofan í hitann og kæfandi óþefinn í þröngu vélarrúminu. Hann rennur til á olíublautu gólfinu og grípur um kámuga stigarim til að forða sér frá falli og bíður síðan andartak á meðan augun venjast rökkrinu. Vélstjórinn situr klofvega á pappaspjaldi ofan á sex strokka Cummins-vélinni og hallar sér fram, eins og sofandi maður á hestbaki, klæddur í dökkbláan samfesting, í vinnuskóm og með esso-derhúfu á höfðinu. tjásulegt hárið er tekið í tagl í hnakkanum og liggur eins og íkornaskott á milli herðablaðanna. Hann heldur á ljóshundi í vinstri hendi og stórum skiptilykli í þeirri hægri og er eitthvað að bisa í myrkrinu framan við stóra dísilvélina. Grímur Jónsson er lágvaxinn og grannur, sinaber og kvikur í hreyfingum, augun eru brún og hann er dökkur yfirlitum, fyrir utan hárið sem er fyrir löngu orðið grátt. fyrir ofan vélstjórann eru op á bogadregnum öndunarpípum sem standa upp úr keisnum framan við stýrishúsið. „Komdu, strákur,“ kallar Grímur önugur. „Það er andskotinn hafi það ekki hægt að gera þetta einn!“ „Ég er að koma, slakaðu á,“ tautar Hörður. Hann beygir sig, fetar sig meðfram gírnum og vélinni og tekur sér að lokum stöðu við hlið vélstjórans. Hitinn og olíustybban magna upp
16
ógleðina og hausverkinn, Hörður er við það að æla og augun breytast í þungar stálkúlur sem þrýstast inn í tóftirnar og senda sára stingi í allar áttir. „Hérna!“ Grímur réttir syni sínum ljóshundinn og blindar hann sem snöggvast. „Rólegur, maður,“ segir Hörður og snýr hundinum þannig að skermurinn hlífi honum við skærri birtunni. Grímur snýr sér við til hálfs og horfir á son sinn eins og hann sé vanviti. „Reyndu að lýsa niður á helvítis smúldæluna, drengur!“ Hörður finnur beiska andremmuna út úr pabba sínum, sambland af vodka frá því kvöldinu áður, svörtu kaffi og ólgandi sýrum sem smám saman éta gat á magann í geðstirðum vélstjóranum. „Já, já, ég er að reyna,“ tautar Hörður um leið og hann spennir vöðvana og kyngir hatrinu og fyrirlitningunni sem vellur upp í honum eins og hálfmelt fæða. „Þetta er betra,“ segir Grímur. Hann teygir sig fram og niður og heldur áfram að losa og fjarlægja skrúfbolta umhverfis járnrör ofan á smúldælunni. Síðan lemur hann með skiptilyklinum í bogið rörið þangað til það hrekkur til hliðar. Um leið og rörið losnar byrjar sjór að frussast af krafti upp úr dælunni og inn í vélarrúmið. „Hana!“ Vélstjórinn skríður ofan af vélinni með sigurbros á vör, blautur upp að öxl og með blæðandi sár á hægri hendi. „Pabbi, þú hefur slasað þig.“ Hörður beinir ljósinu að föður sínum. „Ha, er það?“ Grímur fleygir skiptilyklinum frá sér og skoðar á sér handlegginn, sem er þakinn sóríasis-útbrotum frá olnboga og fram að fremstu kjúku. Höndin er svört af sóti og drullu en á handarbakinu er fleiður sem nær frá kjúku baug-
17
fingurs og niður að þumlinum, grunnur en ljótur skurður sem dökkt og glansandi blóð vellur út um og blandast við óhreinindin og drýpur niður á gólf. „flýttu þér upp, við verðum að binda um þetta,“ segir Hörður og ýtir við föður sínum. Þeir vaða sjóinn upp að ökklum, troða sér til baka framhjá vélinni og gírnum og klifra síðan upp lóðréttan stigann. „Búið og gert?“ spyr Pétur þegar feðgarnir birtast á gólfi stýrishússins. Hann situr í skipstjórastólnum og horfir einbeittur út um gluggana, líkt og hann sé að lesa í veðrið og gera sig kláran til að kasta snurvoðinni. „Já. Hann er að fara niður,“ svarar Grímur annars hugar. Hann horfir sljóum augum á hægri höndina skjálfa eins og lauf í vindi á meðan sonur hans gramsar í hálftómum sjúkrakassanum. „ekkert sáravatn og ekki neitt,“ tautar Hörður um leið og hann rífur plastið utan af sárabindisrúllu. Hann vefur bindinu um blóðuga hönd föður síns og festir það síðan með þar til gerðri spennu. „Svona, þetta verður að duga. er þetta nokkuð of fast?“ „nei, nei, þetta er allt í lagi,“ segir Grímur um leið og hann hreyfir fingurna, sem eru bæði bláleitir og stirðir. „Varstu að slasa þig?“ spyr Pétur skipstjóri og snýr upp á sig í stólnum, boginn í baki og með hálfopin augun, eins og hann sé við það að sofna. „Þetta er ekkert. Bara smá rispa,“ tautar Grímur og lyftir vafinni hendinni og brosir kæruleysislega um leið og hann stígur ölduna. Það brakar hátt í gamla eikarskrokknum, báturinn sekkur hratt og örugglega og hreyfingar hans verða sífellt þyngri og hægari, enda eru vélarrúmið, lestin og lúkarinn smám saman
18
að fyllast af sjó sem kraumar og skvettist til og frá undir fótum þeirra. Hörður fær sting í magann og hendurnar kreppast um lokaðan sjúkrakassann. Hann lokar augunum, dregur andann inn um nefið og fer með faðirvorið í huganum, hratt og óskýrt. Síðan setur hann sjúkrakassann aftur í festinguna á veggnum bakborðsmegin, lýtur höfði og krossar sig í laumi. „Jæja,“ segir skipstjórinn og ræskir sig. Hann teygir sig í talstöðina, vætir varirnar með tungunni og réttir úr bakinu. „Skjótið út björgunarbátnum, strákar mínir. Ég ætla að senda út neyðarkall.“ „Já, það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Grímur. Hann grípur í handfang í loftinu stjórnborðsmegin og togar það niður, fast og ákveðið. Uppi á þakinu kippist eitthvað til, það kemur slinkur á bátinn, málmur skellur í málm, það syngur í línu sem þýtur út í myrkrið og andartaki síðar gusast hvítt löður í allar áttir þegar hundrað kílóa plasthylki lendir í sjónum fáeina metra frá bátshliðinni. „Mayday, mayday,“ segir Pétur skipstjóri í talstöðina. „tango, foxtrott, einar, Bjarni. María frá Súðavík er að sökkva. Ég endurtek: the Wind Cries Mary … Ég meina, María ÍS 29 er að sökkva, maður! Við förum niður. Mayday, mayday.“ „Komdu, strákur,“ segir Grímur og opnar út. „eigum við ekki að fara í flotgallana?“ spyr Hörður. Hann beygir sig niður þangað til hann kemur auga á samanvöðlaða flotgalla undir mælaborðinu fremst í stýrishúsinu. „Við förum í þá á eftir, andskotans kerlingarvæl er þetta alltaf. Komdu, strákur og reyndu að gera eitthvert gagn!“ segir Grímur hranalega um leið og hann stígur út á þilfarið. „Ég er að koma, slakaðu á maður,“ tautar Hörður, rámur af
19
stressi. Hann klæðir sig aftur í kuldaúlpuna, rennir henni upp í háls og eltir föður sinn út í myrkrið og kuldann. „Mayday, mayday. tango, foxtrott, einar, Bjarni. María frá Súðavík er að sökkva …“ Hörður lokar stýrishúsinu á eftir sér, stígur um leið á hálkublett á þilfarinu, missir fótanna og endar kylliflatur á hörðu trégólfinu. „er í lagi með þig?“ spyr Grímur um leið og hann réttir syni sínum vinstri höndina en með þeirri hægri heldur hann um fanglínu björgunarbátsins. „Já, já,“ tautar Hörður og tekur í útrétta hönd föður síns. Síðan stendur hann á fætur, stífur eins og spýta, grettinn á svip og fölur sem nár. „Þú verður að passa þig,“ tautar Grímur og byrjar að hala inn fanglínuna með báðum höndum. Hörður grípur um lunninguna og horfir út á dimman hafflötinn, þar sem hvítt plasthylkið opnast með hvæsi. Opið hylkið veltur um í ölduganginum og út úr því skríður rauður óskapnaður sem brýst um og stækkar hratt, tekur á sig mynd og breytist á undraskömmum tíma í uppblásinn björgunarbát. „ertu til í að taka við?“ spyr Grímur og réttir syni sínum fanglínuna. Hendur vélstjórans skjálfa af kulda og sú hægri er orðin blásvört og helstirð, umbúðirnar gegnblautar af sjó og dimmrauðar af blóði. „Já, ekkert mál.“ Hörð sárverkjar í mjöðmina eftir fallið, en lætur á engu bera. Hann halar inn blauta og kalda fanglínuna, bakkar um leið aftur í skut og togar björgunarbátinn nær fiskibátnum. Þegar rauður gúmmíbáturinn leggst að skuti eikarbátsins stikkar hann línuna á svokallaða nál á innanverðri lunningunni. Úti er ennþá svartamyrkur. Aftan á stýrishúsinu er járngálgi og í gálganum hangir 20
kraftblökkin, sem er stórt og vökvadrifið gúmmíhjól. neðan úr kraftblökkinni hangir svört og illa lyktandi snurvoðin og gnæfir yfir feðgunum eins og hauslaus forynja. „farðu í bátinn, strákur. Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Grímur og klappar syni sínum á bakið. „Ættum við ekki að fara fyrst í flotgallana?“ spyr Hörður, hás og andstuttur. „enginn tími, við erum að fara niður,“ segir Grímur ákveðinn en röddin titrar eilítið. „Allt í lagi þá,“ tautar Hörður, síðan pírir hann augun þegar skipstjórinn kveikir á vinnuljósunum. Í afturmastrinu uppi á stýrishúsinu eru tveir sterkir ljóskastarar, annar lýsir fram og hinn aftur. Það glampar kuldalega á svartan hafflötinn og endurskinsmerkin á björgunarbátnum fá á sig silfraða slikju. Hörður klofar stirðlega yfir borðstokkinn, stígur hikandi með hægri stígvélarhælnum á fúna brík utan á lunningunni, fálmar út í loftið í leit að jafnvægi og ber sig klaufalega að við þetta allt saman, eins og krakki eða gamalmenni. Verkurinn í mjöðminni er að ágerast ef eitthvað er, frostið bítur í nef og fingur og óttinn við að falla útbyrðis gegnsýrir hvert andartak og lamar hann. „Svona áfram, strákur!“ segir Grímur og potar með fingri í bakið á syni sínum. „Slakaðu á, maður.“ Hörður sest á lunninguna og sveiflar vinstri fótleggnum yfir hana, grípur eldsnöggt með hægri hendinni um fanglínuna og ætlar síðan að sæta lagi og stökkva yfir í björgunarbátinn þegar honum skrikar fótur á bríkinni. Hann missir jafnvægið, nær ekki viðspyrnu og dettur klaufalega fram fyrir sig. nei, nei, nei. 21
Þetta er ekki að gerast! Hann sleppir takinu á fanglínunni og freistar þess að slæma hendi inn um opið á gúmmíbátnum, en það mistekst. Það syngur í línunni, hann fær ískaldan löðrung og gleypir sjó, hverfur ofan í djúpið og sogast undir eikarbátinn. nei, nei! Hörður sparkar af sér stígvélunum, ýtir sér frá sökkvandi bátnum og syndir tryllingslegt kafsund í áttina að daufu ljósi sem flöktir einhvers staðar fyrir ofan hann. Augun brenna undan saltinu, vöðvarnir stirðna í kuldanum, lungun loga og eru við það að springa, hávært suð berst úr öllum áttum og inni í höfðinu blikka marglit ljós. Meðvitundin er byrjuð að dofna og skelfingin breytist smám saman í sæluvímu. nei! Allt í einu grípa náfölir fingur í tómt, augnabliki síðar blása þandar nasir út slími og sjó og öskrandi munnur gleypir súrefni af dýrslegri áfergju. Hann kominn upp á yfirborðið. Blóðug krumla grípur í hettuna á úlpunni, lyftir Herði og dregur hann aftur á bak. Grímur vélstjóri er kominn um borð í björgunarbátinn og reynir að koma syni sínum upp úr sjónum og inn um opið á bátinum. „Þú verður að hjálpa mér, drengur!“ hvæsir Grímur út milli samanbitinna tanna um leið og hann beygir sig fram, tekur undir annan handlegginn á Herði, snýr honum við og togar af öllu afli. Hörður er kominn með báða handleggina inn um þríhyrnt opið og reynir af veikum mætti að lyfta efri hluta líkamans upp á loftfylltan gúmmíhringinn. en það er hægara sagt en gert. Hver einasti vöðvi er blóðlaus og jafnstirður og á dauðum manni, lungun og hjartað eru við það að gefast upp og það er
22
engu líkara en óminnisdýpið togi í fótleggina og sé í einhvers konar reiptogi við vélstjórann. „Skerðu. Lappirnar. Af. Pabbi,“ tautar Hörður á milli þess sem hann sýpur hveljur. Hann er að örmagnast, húðin er náhvít og köld og starandi augun lokast af og til, eins og á barni sem er að sofna. „Það. Vill. ekki. Sleppa. Mér.“ „ekki gefast upp, strákur!“ hvæsir Grímur. Hann hallar sér eins langt út um opið og hann þorir, heldur sér með vinstri hendinni, stingur hægri handleggnum ofan í sjóinn og nær taki á buxnastreng sonar síns. „Spyrntu þér! Hreyfðu þig! Spriklaðu eins og fiskur!“ Hörður reynir að hlýða föður sínum. Hann hreyfir hnén af veikum mætti, ýtir rassinum út og notar síðustu kraftana til að lyfta öxlunum og færa þannig eitthvað af líkamsþunganum upp á olnbogana. Grímur sætir lagi og rykkir af alefli í buxnastrenginn og tekst að draga þrekaðan son sinn yfir gúmmíhringinn og upp í hringlaga bátinn. Þeir setjast gegnt hvor öðrum á þunnan botn björgunarbátsins og halla sér upp að gúmmíhringnum innanverðum, Hörður holdvotur, máttfarinn og nánast blár af kulda, Grímur rauður af áreynslu, andstuttur og meira eða minna gegnblautur af sjó og svita. Hörður hefur týnt pottlokinu og hárið hangir í dökkum lengjum fyrir andlitinu. Hann rennir niður kuldaúlpunni með skjálfandi fingrum og klæðir sig síðan úr henni. Úlpan er níðþung og úr henni streymir brimsölt væta. Björgunarbáturinn er orðinn botnfullur af ísköldum sjó sem sullast til og frá í hægum ölduhreyfingunum. „Það mátti ekki tæpara standa,“ tautar Grímur og horfir blóðsprengdum augum út um opið á björgunarbátnum. eikarbáturinn vaggar rólega á þungri öldunni. Sjórinn nær upp að
23
lunningunni og fer að flæða yfir þilfarið hvað úr hverju. Vinnuljósið lýsir á gúmmíbátinn og fyllir hann rauðri birtu. Þó er dimmt þarna inni. Rauðdimmt. „nei,“ tautar Hörður lágum rómi, síðan dregur hann snöggt að sér andann og þá ískrar í öndunarveginum. „Kemur Pétur. Loksins,“ segir Grímur þegar breiður skuggi birtist í skut eikarbátsins, og þá er eins og þungi fargi sé létt af vélstjóranum. Skugginn klofar yfir lunninguna og grípur um fanglínuna með vinstri hendinni, en í þeirri hægri heldur hann á einhverju sem virðist vera ferkantað spjald. Hörður andar grunnt og óreglulega og það ískrar sífellt hærra í öndunarveginum. Hann er búinn að fletja út úlpuna á gólfi gúmmíbátsins og klappar með lófunum á alla vasa en finnur augljóslega ekki það sem hann leitar að. „Vantar þig eitthvað?“ spyr Grímur pirraður. „Pústið,“ stynur Hörður og klappar með flötum lófa á brjóstið á sér. „ertu að fá astmakast?“ Hörður kinkar kolli og dregur að sér andann með erfiðismunum og tilheyrandi ískri. „Það er hvorki staður né stund fyrir eitthvað svoleiðis!“ segir Grímur hranalega um leið og Pétur stekkur fimlega um borð í björgunarbátinn, sem dúar undan þunga skipstjórans. „Hér er allt á floti,“ hugsar Pétur upphátt og sest á hækjur sér inni í gúmmíbátnum. Hann er í íslenskri lopapeysu, húfulaus og hvítt hárið stendur í allar áttir. Hann heldur á innrammaðri myndinni af dóttur sinni og gætir þess vel að hún komist ekki í snertingu við neitt blautt. „Hörður fór í sjóinn,“ tautar Grímur hálfskömmustulega. „Jæja, vinur,“ segir Pétur og horfir fullur samúðar á hásetann sem hniprar sig saman með hnén undir kinn, skelfur af
24
kulda og reynir að anda gegnum slímfullt nefið. „Sjöstjarnan er á leiðinni. Þeir eru hérna norðar í álnum. Okkur verður bjargað eftir tuttugu mínútur, hálftíma í mesta lagi. Þá færðu þurr föt og eitthvað heitt að drekka. Heldurðu að þú þraukir í hálftíma?“ Hörður lítur sem snöggvast á föður sinn og ætlar síðan að kinka kolli til Péturs en grípur þess í stað andann á lofti, án þess að fá við það ráðið, og það ískrar hátt og lengi í þröngri berkjunni. „er allt í lagi, vinur?“ spyr Pétur skipstjóri en Hörður getur ekki stunið upp svari, til þess er andnauðin of mikil. „Hann er í astmakasti,“ tautar Grímur dimmum rómi. „Kuldinn eða áreynslan. Ég veit það ekki. Ég hélt hann væri hættur að fá þessi köst. Þetta hlýtur að líða hjá. eigum við ekki að skera á fanglínuna?“ „Hvar er pústið?“ spyr Pétur. „ertu ekki alltaf með það á þér?“ Hörður hristir gegnblauta úlpuna en vasarnir á henni eru allir tómir. „Hvar settirðu það síðast?“ spyr Grímur ergilega. Hörður reynir að segja eitthvað, fórnar höndum og bendir út um opið á bátnum. Hann getur varla andað, orðinn bláleitur í kringum nef og munn. „er það í brúnni? Settirðu það á borðið þar?“ spyr Pétur skipstjóri, síðan snýr hann sér að Grími. „Pústið er á borðinu við hliðina á stólnum mínum. Hann setti það þar áðan. Ég horfði á hann gera það. Viltu ekki skjótast inn og sækja það?“ „Ég sæki það ekki neitt!“ hreytir Grímur út úr sér. „Hann á að vera með þetta á sér. Hann veit það best sjálfur. Djöfulsins kæruleysi alltaf hreint. Hann getur bara sótt þetta sjálfur!“ „nei, hann getur það augljóslega ekki,“ tautar Pétur.
25
„Ég fer ekki fet, fjandinn hafi það!“ segir Grímur af þrjóskulegri heift. „á ekki skipstjóri að fara síðastur frá borði? eru ekki lögin þannig?“ „Jú, það er rétt hjá þér,“ segir Pétur og réttir vélstjóranum myndina af dóttur sinni. „Skipstjóri fer síðastur frá borði. Ég fer og sæki pústið. Og finn ullarteppi í leiðinni.“ „farðu varlega og vertu snöggur,“ tautar Grímur um leið og hann tekur við myndinni. „Báturinn fer niður hvað úr hverju.“ „Ég verð enga stund,“ segir skipstjórinn. Hann skríður út um opið á björgunarbátnum, stekkur um borð í Maríu og hverfur inn í stýrishúsið. Öldutoppar smeygja sér inn um rifur neðst á lunningunni og flæða í taumum yfir dekkið, hreyfingar eikarbátsins verða sífellt hægari, hann er orðin fullur af sjó og það er nánast hætt að braka í honum. Síðan stöðvast hreyfingarnar alveg, andartaksþögn leggst yfir dimman hafflötinn og báturinn situr grafkyrr þó öldur rísi og hnígi, rétt eins og hann hafi tekið niðri á mjúkum sandbotni. „Pétur! flýttu þér, maður! Mér líst ekki á þetta!“ kallar Grímur út um opið á björgunarbátnum, sem vaggar eins og gúmmíönd í baðkari í sterku skini ljóskastarans. „Heyrirðu í mér? Komdu strax! Hættu að leita! Báturinn er dauð…!“ Hann hættir að kalla þegar hávær brestur kveður við, líkt og byssuskot, síðan veltur eikarbáturinn yfir á stjórnborðshliðina, ljóskastararnir skilja eftir sig rákir í loftinu, möstrin skella á haffletinum, sjórinn kraumar og ólgar eins og sjóðandi vatn í svörtum potti, allt ljós hverfur og þegar augu feðganna venjast myrkrinu blasir við ávalur botninn á bátnum, þakinn dökku slími, þangsprotum og smáum og stórum hrúðurkörlum. Stýrið marar í hálfu kafi framan við opið á björgunarbátnum og það glittir í skrúfuna undir yfirborðinu. Hörður andar með herkjum, þorir sig hvergi að hreyfa og horfir á föður sinn sem er lamaður af skelfingu og starir út 26
á hafflötinn, þar sem öfugur eikarbáturinn dormar undir stjörnubjörtum morgunhimni, dimmur og einhvern veginn svo ógnarstór. „Pétur! Pétur!“ kallar Grímur hás og skjálfraddaður. Hann réttir Herði myndina, teygir sig út um opið á gúmmíbátnum og bankar með krepptum hnefa á slímþakinn botn eikarbátsins, hálfær af örvæntingu og ótta. „Pétur! Heyrirðu í mér? Þraukaðu aðeins lengur, ekki gefast …“ Sjórinn byrjar aftur að krauma umhverfis bátinn, þungir dynkir berast djúpt að neðan, langdregið soghljóð berst innan úr skrokknum og breytist smám saman í skerandi flaut og nístir gegnum merg og bein eins og kvalaóp í deyjandi manni, síðan byrjar gamli eikarbáturinn að sökkva, hann hverfur ofan í undirdjúpið á hrollvekjandi en jafnframt tignarlegan hátt, ofurhægt en án þess að hika, eins og þyngslaleg, ævaforn skepna. Allt í einu kippist björgunarbáturinn til. Hann hættir að vagga á öldunni, dregst fáeina metra áfram en togast síðan lóðrétt niður á við, sporðreisist og aflagast, það ískrar í strekktu gúmmíi, eins og þegar uppblásin blaðra er kreist, og sjór flæðir í gusum inn um opið, sem er ekki lengur þríhyrnt op heldur lóðrétt rifa sem líkist öskrandi munni. „fanglínan!“ segir Grímur um leið og hann opnar poka sem er fastur við gúmmíbátinn innanverðan og tætir upp úr honum neyðarblys, innpakkaða álpoka, lítið plasttrog og annað smádót. Þeir eru ennþá bundnir við eikarbátinn, sem dregur þá með sér niður. Hörður þrýstir innrammaðri myndinni að brjóstinu, spyrnir við fótum og reynir að finna eitthvað til að halda sér í en finnur ekkert nema rennblautan botn gúmmíbátsins. Sjórinn frussast inn í bátinn sem lokast um feðgana eins og krepptur hnefi. Grímur finnur loksins hnífinn sem hann leitaði að. Hann 27
fyllir lungun af lofti og stingur sér á kaf í freyðandi sjóinn, nær að troða sér til hálfs út um rifuna og sker á strekkta fanglínuna. Línan slitnar neðansjávar með kæfðum hvelli, hálfsokkinn björgunarbáturinn lyftist upp af haffletinum, nær fyrri lögun og lendir utan í rísandi öldu. „er í lagi með þig?“ spyr Grímur, móður og hás. Þeir liggja báðir á bakinu á botni gúmmíbátsins og skolast til og frá í köldum sjó. Hörður rekur hægri höndina í eitthvað sem flýtur um inni í bátnum og nær að læsa fingrunum um hlutinn, sem er harður og léttur, ávalur og L–laga. er þetta það sem hann heldur að þetta sé? Hann sest upp og grípur andann á lofti með tilheyrandi ískri, þreifar betur á hlutnum og ber hann upp að starandi augunum. Jú. Þetta er það. Pústið. Guði sé lof! „Hvað ertu með þarna?“ spyr Grímur og sest líka upp. Hann er rauður og blár af kulda og tennurnar glamra í honum. Hörður tekur lokið af lyfjaskammtaranum með skjálfandi fingrum, setur stútinn upp í sig, ýtir ofan á gashylkið og sogar berkjuvíkkandi lyfið ofan í sig í þremur stuttum skömmtum. „ertu að grínast?“ spyr Grímur holum rómi. Hann horfir á son sinn með tómlegan glampa í sokknum augum, munnurinn gapir og það er engu líkara en náföl húðin hangi laus utan á hauskúpunni. „Þ-það hefur d-dottið úr úlpuva-vasanum,“ segir Hörður með grátstafinn í kverkunum. Augun eru þrútin af salti, nefið stíflað af slími, kuldinn læsir sig í hvern vöðva og hverja taug og hann andar hratt, grunnt og skrykkjótt. Hann megnar ekki að horfa á föður sinn, hengir höfuðið fram á bringuna og talar í hálfum hljóðum. „Ég hélt é-ég væri með þ-það en fann það ekki. Ég vi-issi ekki …“ 28
„ekki orð um það meir!“ segir Grímur hörkulega. „Við tölum ekki um þetta, segjum engum frá þessu. Aldrei nokkurn tíma! er það skilið?“ Hörður kinkar kolli, skjálfandi af kulda. „Hérna,“ segir Grímur eftir stutta þögn. Hann rífur umbúðirnar utan af álpoka, hristir hann sundur og réttir syni sínum. „Reyndu að troða þér í þetta. Kemur í veg fyrir hitatap, skilst mér.“ „ta-takk“ segir Hörður og tekur við silfurlitum pokanum, sem brakar í eins og karamellubréfi. „en þ-þú?“ „Ég þrauka.“ Hörður smokrar sér hægt og klaufalega ofan í örþunnan pokann, en Grímur sest á hækjur sér við opið, þögull og þungur á svip, og byrjar að ausa bátinn með litla plasttroginu. Við ystu sjónarrönd hopar myrkrið fyrir bleikum lit dagrenningar. Í austri kemur Snæfjallaströndin smám saman í ljós, hrímföl frá efstu brún og niður í flæðarmál. Stjörnurnar dofna og dimmblár himinn hvolfist yfir. Sjórinn fær á sig silfurgráa slikju, en umhverfis bátinn glampar á fjólubláa olíubrák. Úr fjarska berst þungt og taktfast vélarhljóð í fiskibáti sem nálgast á fullu stími.
III Gangurinn er stuttur og breiður, veggirnir eru lagðir dökkum panel og á gólfinu er grænt teppi. Upp við annan vegginn eru þrír brúnir tréstólar með grænni sessu og baki, en á hinum hangir stór klukka. Hana vantar ellefu mínútur í fimm. Hörður situr beinn í baki á stólnum í miðið, nuddar saman lófunum og starir fram fyrir sig. Hann er klæddur í hvítan 29