Katniss Everdeen hefur sloppið lifandi frá tvennum Hungurleikum en líf hennar er dýru verði keypt. Tólfta umdæmi er brunnið til grunna en Kapítól hefur ekki enn svalað hefndarþorsta sínum … Uppreisnarmenn vilja að Hermiskaðinn verði sameiningartákn í stríðinu gegn Kapítól.
„Collins er snjall og hugkvæmur höfundur …“ Suzanne Collins
PBB / Fréttatíminn
Katniss er á báðum áttum – en á hún nokkurra kosta völ ef hún vill bjarga ástvinum sínum? Smám saman rennur þó upp fyrir henni að hlutverk Hermiskaðans kann að verða henni þungbærara en nokkrir Hungurleikar. Hermiskaði er lokabindið í hinum geysivinsæla bókaflokki Suzanne Collins um Hungurleikana. Spennan er ekki minni hér en í fyrri bókunum og margt kemur á óvart – svo ekki sé meira sagt. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. „Collins gerir marga hluti snilldarlega; ekki síst tekst henni hvað eftir annað í kaflalok að skapa óbærilega spennu sem snýr atburðarásinni á hvolf.“ Booklist „Lokabindi þríleiksins um Hungurleikana er enn betra en hin, glæsilega smíðuð og snjöll saga sem er að öllu leyti vel heppnuð.“ Publishers Weekly
HERMISKAÐI Suzanne Collins Mynd á kápu er endurgerð Scholastic UK á upprunalegri mynd Tims O’Brien af hermiskaða
HERMISKAÐI
Suzanne Collins
HERMISKAÐI
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi
Tileinkuð Cap, Charlie og Isabel
Hermiskaði Titill á frummáli: Mockingjay © Suzanne Collins 2010 Íslensk þýðing © Magnea J. Matthíasdóttir 2012 Hönnun kápu: Elizabeth B. Parisi Mynd á kápu © Tim O’Brien 2010 Uppstilling kápu: Jón Ásgeir Umbrot: GÞ / Forlagið Letur í meginmáli: Adobe Garamond Pro 11,3/15,3 pt. Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO JPV útgáfa · Reykjavík · 2012 Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis þýðanda og útgefanda. ISBN 978-9935-11-292-7 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is
Forlaginu ehf.
I. HLUTI „ASKAN“
1
1
Ég stari á skóna mína og horfi á fíngerða öskuna setjast á slitið leðrið. Þarna stóð rúmið okkar Prim systur minnar. Þarna hinum megin var eldhúsborðið. Af múrsteinunum úr skor steininum, sem er hruninn í sótsvartan haug, má ráða fyrra skipulag hússins. Hvernig ætti ég annars að rata um þennan hafsjó af gráma? Næstum ekkert er eftir af Tólfta umdæmi. Fyrir mánuði síðan afmáðu eldsprengjur Kapítól heimili fátæku kolanámu mannanna í Æðinni, búðirnar í bænum og meira að segja Dómhúsið. Ekkert slapp úr eldhafinu nema Sigurþorpið. Ég veit eiginlega ekki hvernig stóð á því. Kannski til að þeir sem neyðast til að koma hingað í erindum Kapítól geti gist á þokkalegum stað. Einstaka fréttamaður. Nefnd til að meta ástandið í kolanámunum. Flokkur Friðargæsluliða að leita uppi flóttamenn sem reyna að komast aftur heim. En enginn kemur hingað aftur nema ég. Og það einungis í stuttri heimsókn. Yfirvöldin í Þrettánda umdæmi voru mót fallin því að ég færi hingað. Þau litu á það sem kostnaðarsamt og tilgangslaust uppátæki, með tilliti til þess að einar tólf eða fleiri svifreiðar hringsóla um loftið mér til verndar og hér er engar upplýsingar að fá. Ég varð samt að sjá þetta sjálf, fannst 7
það svo brýnt að ég setti það sem skilyrði fyrir því að taka þátt í nokkrum ráðagerðum þeirra. Plútark Heavensbee, yfirleiksmiðurinn sem hafði farið fyrir uppreisnarmönnunum í Kapítól, fórnaði á endanum höndum. „Leyfið henni að fara. Það er betra að einn dagur fari til spillis en heill mánuður. Henni veitir kannski ekki af skoðunarferð um Tólfta til að sannfærast um að við séum samherjar.“ Samherjar. Ég finn sársaukasting í vinstra gagnauganu og þrýsti á hann með hendinni. Beint á blettinn þar sem Jóhanna Mason barði mig með vírkefli. Minningarnar þyrlast til og frá og ég reyni að greina á milli sannleika og lygi. Hvaða atburðarás leiddi til þess að ég stend hér í rústunum af bænum mínum? Þetta er enginn hægðarleikur því að eftirköstin af heilahristingnum sem ég fékk við höggið eru ekki alveg liðin hjá og hugsanir mínar hafa enn tilhneigingu til að renna saman í hrærigraut. Auk þess valda lyfin sem mér eru gefin við sársauka og skapsveiflum stundum ofskynjunum. Eða ég held það. Ég er enn ekki alveg sannfærð um að það hafi verið ofskynjanir þegar gólfið í sjúkrastofunni minni breyttist í teppi úr iðandi slöngum. Ég beiti tækni sem einn læknanna lagði til. Ég byrja á því einfaldasta sem ég veit að er satt og vinn mig upp í flóknari atriði. Listinn fer af stað í huganum … Ég heiti Katniss Everdeen. Ég er sautján ára. Ég á heima í Tólfta umdæmi. Ég var í Hungurleikunum. Ég komst undan. Kapítól hatar mig. Peeta var tekinn höndum. Hann er talinn af. Hann er líkast til dáinn. Það væri eflaust best að hann væri dáinn … „Katniss. Á ég að koma niður?“ Rödd Gales, besta vinar 8
míns, hljómar í heyrnartólunum sem uppreisnarmennirnir heimtuðu að ég hefði á mér. Hann er í svifreið fyrir ofan mig og fylgist vandlega með mér, reiðubúinn að koma þjótandi ef eitthvað ber út af. Ég átta mig á því núna að ég sit í keng, með olnbogana á lærunum og höfuðið skorðað á milli handanna. Ég hlýt að líta út fyrir að vera alveg að brotna saman. Þetta gengur ekki. Ekki þegar þau eru loksins byrjuð að venja mig af lyfjunum. Ég stend upp og banda frá mér til að afþakka gott boð. „Nei. Ég hef það fínt.“ Ég legg áherslu á svarið með því að ganga af stað, frá gamla heimilinu mínu og í áttina að bænum. Gale bað um að vera settur niður í Tólfta um leið og ég en hann hélt því ekki til streitu þegar ég afþakkaði félagsskapinn. Hann skilur að ég vil ekki hafa neinn með mér í dag. Ekki einu sinni hann. Í sumum gönguferðum þarf maður að vera einn. Sumarið hefur verið sjóðandi heitt og brakandi þurrt. Næstum ekkert hefur rignt og raskað öskuhrúgunum eftir árásina. Þær renna til undan fótataki mínu. Enginn andvari dreifir þeim. Ég geng þar sem mig minnir að vegurinn hafi verið en horfi niður fyrir mig, því að þegar ég lenti fyrst á Enginu fór ég ekki nógu varlega og steig á stein. Það reyndist hins vegar ekki vera steinn – heldur höfuðkúpa. Hún valt í marga hringi og stöðvaðist með framhliðina upp. Í drykk langa stund gat ég ekki slitið augun af tönnunum, braut heilann um úr hverjum þær væru og hugsaði um að mínar tennur myndu áreiðanlega líta eins út við svipaðar aðstæður. Ég held mig við veginn af eintómum vana en það er slæm ákvörðun því að hann er þakinn líkamsleifum þeirra sem 9
reyndu að flýja. Sumir brunnu upp til agna. Aðrir hafa líkast til bugast af reyknum en sloppið við verstu eldana og liggja nú hér, daunill lík á mismunandi rotnunarstigum, hræ fyrir rándýr og fugla, alþakin flugum. Ég drap þig, hugsa ég um leið og ég geng fram hjá þúst. Og þig. Og þig. Ég gerði það nefnilega. Örin sem ég miðaði á glufuna í orkusviðinu umhverfis leikvanginn kallaði yfir þau þetta logahaf hefndarinnar. Setti allt Panem á annan endann. Ég heyri fyrir mér orð Snows forseta morguninn sem ég átti að hefja Sigurförina. „Katniss Everdeen, stúlkan sem logaði, þú hefur kveikt neista sem gæti orðið að báli sem tortímir Panem ef ekkert er að gert.“ Svo kom í ljós að hann var ekki að ýkja og ekki heldur að reyna að skjóta mér skelk í bringu. Kannski var hann í fyllstu einlægni að reyna að fá mig til að hjálpa sér. En ég hafði þá þegar sett á hreyfingu öfl sem ég gat engan veginn stjórnað. Skíðlogandi. Ennþá skíðlogandi, hugsa ég hálfdofin. Eldarnir í kolanámunum ropa upp svörtum reyk í fjarska. Samt er enginn eftir sem skeytir um það. Meira en níu af hverjum tíu íbúum umdæmisins eru dánir. Þeir átta hundruð eða svo sem héldu lífi eru flóttamenn í Þrettánda umdæmi – en að mínu viti jafngildir það því að vera heimilislaus um alla framtíð. Ég veit að ég á ekki að hugsa svona. Ég veit að ég ætti að vera þakklát fyrir að þau tóku á móti okkur opnum örmum. Sjúkum, særðum, sveltandi og tómhentum. Ég get samt eng an veginn sætt mig við að Þrettánda umdæmi skuli hafa leikið lykilhlutverk í tortímingu Tólfta. Það sýknar mig ekki af sökinni – af henni er meira en nóg til skiptanna. En án 10
Þrettánda hefði ég ekki orðið hluti af stærra samsæri um að steypa Kapítól af stóli eða hefði ekki haft bolmagn til þess. Íbúar Tólfta umdæmis áttu sér enga skipulagða andspyrnu hreyfingu. Þeir fengu engu að ráða. Þeir voru bara svo ólánsamir að eiga mig. Sumum sem sluppu lifandi finnst það að vísu lán að vera loksins komnir burt frá Tólfta umdæmi. Vera lausir undan endalausu hungri og kúgun, sloppnir úr hættulegum námum og undan svipu síðasta friðargæslu foringjans okkar, Rómúlusar Thread. Þeim finnst dásamlegt að hafa eignast nýtt heimili því það er ekki sérlega langt síðan við vissum yfirleitt að Þrettánda umdæmi væri ennþá til. Gale á allan heiðurinn af undankomu eftirlifendanna, þótt hann sé tregur til að taka undir það. Um leið og Fjórðungs kvöðinni lauk – um leið og búið var að fjarlægja mig af leikvanginum – var rafmagnið tekið af Tólfta umdæmi, sjón varpsskjáirnir sortnuðu og allt varð svo hljótt í Æðinni að fólk heyrði hjartslátt hvert annars. Enginn reyndi að mótmæla eða fagna því sem hafði gerst á leikvanginum. Innan fimmtán mínútna var engu að síður krökkt af svifreiðum í loftinu og sprengjunum rigndi niður. Gale varð hugsað til Engisins, eins af fáum stöðum í um dæminu þar sem ekki voru gamlir timburhjallar þaktir kola ryki. Hann smalaði öllum sem hann gat þangað, þar á meðal mömmu og Prim. Hann skipulagði hóp sem reif niður girð inguna – hún var bara meinlaus vírgirðing þá, þegar búið var að taka af henni rafmagnið – og vísaði fólkinu inn í skóg. Hann fylgdi því á eina staðinn sem honum datt í hug, að stöðu vatninu sem pabbi sýndi mér þegar ég var stelpa. Þaðan horfðu þau svo á logana gleypa í sig eina heiminn sem þau þekktu. 11
Í dögun voru sprengjuflaugarnar löngu farnar, eldarnir að kulna og búið að smala saman síðustu eftirlegukindunum. Mamma og Prim höfðu komið upp hjúkrunaraðstöðu fyrir særða fólkið og reyndu að hjálpa því með jurtunum sem þær fundu í skóginum. Gale var með tvo boga og örvar, einn veiðihníf, eitt fiskinet og meira en átta hundruð skelfingu lostnar manneskjur sem þurfti að fæða. Með aðstoð þeirra sem voru best á sig komnir tókst þeim að þrauka í þrjá daga. Þá birtust óvænt svifreiðar til að flytja fólkið í Þrettánda umdæmi þar sem meira en nóg var af hreinum, hvítum íbúðarklefum, fullt af fötum og þrjár máltíðir á dag. Klefarnir höfðu þann galla að vera neðanjarðar, fötin voru öll eins og maturinn, tiltölulega bragðlaus, en flóttamönnunum úr Tólfta fannst þetta algjör aukaatriði. Þeir voru óhultir. Þeir nutu aðhlynningar. Þeir voru lifandi og boðnir hjartanlega velkomnir. Hjartanlegar móttökurnar voru túlkaðar sem manngæska. Maður að nafni Dalton, flóttamaður úr Tíunda umdæmi sem hafði komist fótgangandi í Þrettánda nokkrum árum áður, sagði mér aftur á móti raunverulegu ástæðuna. „Þau þurfa á ykkur að halda. Og mér. Þau þarfnast okkar allra. Fyrir nokkrum árum gaus upp einhvers konar bólusótt sem varð fjölmörgum íbúum að bana og gerði enn fleiri ófrjóa. Við erum ný hjörð til undaneldis. Þannig líta þau á okkur.“ Heima í Tíunda hafði hann unnið á stórum nautgripabúgarði og viðhaldið erfðafræðilegum fjölbreytileika hjarðarinnar með ígræðslu frystra kýrfóstra frá fyrri tíð. Að öllum líkindum hafði hann rétt fyrir sér um Þrettánda því að óeðlilega fáir krakkar eru á ferli. En hvað með það? Við erum ekki geymd í 12
stíum, fáum starfsþjálfun og börnin hljóta menntun. Þau sem eru eldri en fjórtán ára hafa verið sett á inntökustig í hernum og eru ávörpuð með virðingarheitinu „hermaður“. Yfirvöld Þrettánda umdæmis veittu öllum flóttamönnunum sjálfkrafa ríkisborgararétt. Samt hata ég þau. En ég hata auðvitað næstum alla núorðið. Sjálfa mig mest af öllum. Leiðin sem ég geng verður harðari undir fót og ég finn fyrir götusteinunum á torginu undir öskulaginu. Umhverfis torgið er mjór hringur af braki þar sem áður voru búðir. Svört grjóthrúga er komin í stað Dómhússins. Ég geng þangað sem ég held að bakarí fjölskyldu Peeta hafi staðið. Þar er fátt eftir annað en bráðin klessan af bökunarofninum. Foreldrar Peeta og eldri bræður hans tveir – ekkert þeirra komst til Þrettánda umdæmis. Af þeim sem töldust til efnameiri borgara Tólfta umdæmis sluppu færri en tólf úr logunum. Peeta hefði hvort eð er ekkert að hverfa heim til. Ekkert nema mig … Ég hörfa frá bakaríinu, rekst á eitthvað, missi jafnvægið og hlunkast niður á bút af sólbökuðum málmi. Ég velti fyrir mér hvað þetta geti hafa verið en man þá eftir nýjustu breytingum Threads á torginu. Gapastokkar, hýðingarstaurar og svo þetta, leifarnar af gálganum. Slæmt. Þetta er slæmt. Það kallar fram flóðbylgju af myndunum sem kvelja mig, jafnt í svefni og vöku. Verið að pynta Peeta – drekkja honum, brenna hann, píska hann, gefa honum rafstuð, limlesta hann, berja hann – á meðan Kapítól reynir að kreista upp úr honum vitneskju um uppreisnina sem hann býr ekki yfir. Ég kreisti augun aftur og reyni að ná til hans yfir alla þessa mörg hundruð kílómetra, senda hugsanir mínar inn í huga hans og láta hann vita að 13
hann sé ekki einn. En hann er einn. Og ég get ekki hjálpað honum. Á hlaupum. Burt frá torginu og á eina staðinn sem eldurinn tortímdi ekki. Ég hleyp fram hjá rústunum af húsi bæjar stjórans þar sem Madge vinkona mín bjó. Ekkert hefur frést af henni eða fjölskyldu hennar. Voru þau flutt til Kapítól vegna stöðu pabba hennar eða voru þau skilin eftir til að verða eldinum að bráð? Askan þyrlast upp allt í kringum mig og ég dreg faldinn á blússunni fyrir munninn. Það er ekki til hugsunin um það hverju heldur hverjum ég sé að anda að mér sem er svona kæfandi. Grasið er sviðið og grái snjórinn féll líka hérna, en glæsi húsin tólf í Sigurþorpi eru óskemmd. Ég stekk inn í húsið þar sem ég bjó síðasta árið, skelli hurðinni á eftir mér og halla mér upp að henni. Hér virðist allt ósnortið. Hreint. Ankannalega kyrrt. Af hverju fór ég aftur í Tólfta umdæmi? Hvernig getur þessi heimsókn hjálpað mér að svara spurningunni sem ég get ekki flúið? „Hvað á ég að gera?“ hvísla ég að veggjunum. Því ég veit það í sannleika sagt ekki. Fólk er alltaf að tala yfir hausamótunum á mér, tala, tala, tala. Plútark Heavensbee. Útsmogna aðstoðarkonan hans, Fúlvía Cardew. Alls konar umdæmisstjórar. Foringjar í hern um. En ekki Alma Coin, forseti Þrettánda, sem fylgist bara með. Hún er um fimmtugt, með grátt hár sem fellur niður á axlirnar eins og málmþynna. Ég er dálítið heilluð af hárinu á henni því það er svo slétt og lýtalaust, enginn úfinn lokkur, ekki einu sinni klofnir endar. Hún er með grá augu en ekki eins og fólkið í Æðinni. Augun eru ljós, næstum eins og allur 14
litur hafi verið sogaður úr þeim. Á litinn eins og slabb sem maður óskar sér að bráðni og hverfi. Þau vilja öll að ég taki fyrir alvöru við hlutverkinu sem þau úthlutuðu mér. Verði táknmynd byltingarinnar. Hermiskað inn. Þeim nægir ekki það sem ég hef gert áður, að storka Kapítól í Leikunum og vera sameiningartákn. Núna verð ég að gerast raunverulegur leiðtogi, andlitið og röddin, byltingin holdi klædd. Manneskjan sem umdæmin – sem eru núna flest komin opinberlega í stríð við Kapítól – geta reitt sig á að lýsi þeim veginn til sigurs. Ég þarf ekki að gera þetta ein. Þau hafa til taks heilan hóp af fólki til að flikka upp á mig, klæða mig, skrifa ræðurnar mínar, skipuleggja allt þegar ég kem fram opinberlega – eins og það hljómi ekki hræðilega kunnug lega – og ég þarf ekki að gera annað en að leika hlutverkið mitt. Stundum hlusta ég á þau og stundum horfi ég bara á lýtalaust hár Coin og reyni að ákveða hvort það sé hárkolla eða ekki. Á endanum fer ég út því ég fæ höfuðverk eða það er kominn matmálstími eða af því að ég færi kannski að garga ef ég kæmist ekki út undir bert loft. Ég hef ekki fyrir því að segja neitt. Ég stend bara upp og geng út. Þegar dyrnar voru að lokast að baki mér í gærmorgun heyrði ég athugasemd Ölmu Coin. „Ég sagði ykkur að við hefðum fyrst átt að bjarga stráknum.“ Hún átti við Peeta. Ég var hjartanlega sammála. Hann hefði verið prýðileg málpípa. En hverja slæddu þau í staðinn upp af leikvanginum? Mig, sem er ekki samvinnuþýð. Bíta, roskinn uppfinningamann úr Þriðja, sem ég hitti sjaldan því að hann var settur í vopna hönnun um leið og hann gat setið uppréttur. Í orðsins fyllstu merkingu, þau ýttu sjúkrarúminu hans inn á eitthvert há 15
leynilegt svæði og núna sést hann ekki nema endrum og eins á matmálstímum. Hann er bráðgáfaður og vill endilega leggja málstaðnum lið, en hann er ekki beinlínis neinn eldibrandur. Svo er það Finnick Odair, kyntáknið úr fiskveiðiumdæminu sem hélt lífinu í Peeta á leikvanginum þegar ég gat það ekki. Þau vilja líka gera Finnick að uppreisnarleiðtoga en fyrst þurfa þau að fá hann til að halda sér vakandi lengur en fimm mínútur í senn. Jafnvel þegar hann er með ráði og rænu þarf að segja honum allt þrisvar sinnum til að heilinn í honum taki við því. Læknarnir segja að þetta stafi af raflostinu sem hann fékk á leikvanginum en ég veit að skýringin er miklu flóknari. Ég veit að Finnick getur ekki einbeitt sér að neinu í Þrettánda því að hann reynir af öllum mætti að sjá hvað Kapítól er að gera við Annie, geðveiku stúlkuna úr umdæminu hans sem er eina manneskjan á jarðríki sem hann elskar. Þrátt fyrir alvarlegar efasemdir neyddist ég til að fyrirgefa Finnick hans þátt í samsærinu sem varð til þess að ég hafnaði hér. Hann hefur að minnsta kosti einhverja hugmynd um hvernig mér líður. Og það krefst of mikillar orku að halda áfram að vera reiður við mann sem grætur svona mikið. Ég geng eins og veiðimaður um neðri hæðina því að ég vil helst ekki gefa frá mér hljóð. Ég tíni saman nokkra minjagripi: Ljósmynd af foreldrum mínum á brúðkaupsdaginn, bláan hárborða handa Prim, fjölskyldubókina um lækningajurtir og ætar plöntur. Bókin opnast á síðu með gulum blómum og ég flýti mér að loka henni því að pensill Peeta málaði þau. Hvað á ég að gera? Er nokkur tilgangur með því að gera yfirleitt eitthvað? Mamma, systir mín og fjölskylda Gales eru loksins óhult. 16
Aðrir íbúar Tólfta umdæmis eru annaðhvort dánir, og því er ekki hægt að breyta, eða komnir í skjól í Þrettánda umdæmi. Þá eru eftir uppreisnarmennirnir í umdæmunum. Ég hata auðvitað Kapítól en ég hef enga trú á að þeir sem ráðast gegn því græddu neitt á að ég væri Hermiskaðinn. Hvernig get ég hjálpað umdæmunum þegar afleiðingarnar eru þjáning og mannfall í hvert skipti sem ég hreyfi mig? Gamli maðurinn í Ellefta umdæmi skotinn fyrir að blístra. Harðneskjulegu að gerðirnar í Tólfta eftir að ég skipti mér af húðstrýkingu Gales. Stílistinn minn, hann Sinna, dreginn blóðugur og meðvit undarlaus út úr skotpallsklefanum fyrir Leikana. Heimildar menn Plútarks héldu að hann hefði verið drepinn í yfir heyrslu. Dularfulli og fallegi snillingurinn hann Sinna er dáinn út af mér. Ég bægi tilhugsuninni frá mér því að hún er of óbærilega sársaukafull til að ég geti dvalið við hana án þess að missa algjörlega þau litlu tök sem ég hef á aðstæðunum. Hvað á ég að gera? Ef ég gerðist Hermiskaðinn … gæti þá nokkurn tíma nokkuð af því sem ég gerði til góðs vegið upp á móti skað anum? Hverjum get ég treyst til að svara þeirri spurningu? Alveg örugglega ekki yfirvöldum í Þrettánda. Ég gæti svarið að mér er skapi næst að strjúka, fyrst fjölskyldur okkar Gales eru óhultar. Ef ekki væri eitt ófrágengið mál. Peeta. Ef ég vissi fyrir víst að hann væri dáinn gæti ég horfið inn í skóginn án þess að hugsa mig tvisvar um. En þangað til kemst ég ekki neitt. Ég snýst á hæli þegar ég heyri hvæs. Í eldhúsdyrunum stendur ljótasti fressköttur í heimi, setur upp kryppu og fletur eyrun. „Fífill,“ segi ég. Mörg þúsund manns eru látnir en 17
hann hefur komist lífs af og virðist meira að segja fá nóg að éta. En hvað? Hann kemst inn og út úr húsinu í gegnum glugga sem við skildum alltaf eftir í hálfa gátt í búrinu. Hann hlýtur að hafa étið hagamýs. Ég neita að hugsa um aðra möguleika. Ég sest á hækjur mér og rétti fram lófann. „Komdu hingað, karlinn.“ Það dettur honum ekki í hug. Hann er reiður yfir að hafa verið skilinn eftir. Auk þess er ég ekki að bjóða honum mat og hingað til hefur hann aðallega umborið mig af því að ég hef stundum fært honum bita. Um tíma fannst mér við vera að tengjast vinaböndum, þegar við hittumst iðulega í gamla húsinu af því að okkur var báðum meinilla við það nýja. Sá tími er greinilega liðinn. Hann deplar ógeðfelldum, gulum augunum. „Langar þig að hitta Prim?“ spyr ég. Hann tekur eftir nafninu. Það er eina orðið annað en nafnið hans sem hefur einhverja merkingu í huga hans. Hann rekur upp ryðgað mjálm og kemur nær. Ég tek hann upp, strýk á honum feld inn, geng svo að skápnum, sæki veiðiskjóðuna mína og treð honum formálalaust í hana. Öðruvísi gæti ég ekki haldið á honum að svifreiðinni og systir mín elskar hann út af lífinu. Geitin hennar, Lafði, dýr sem hefur raunverulegt gildi, hefur því miður ekki látið sjá sig. Í heyrnartólunum segir Gale mér að við verðum að fara til baka. Veiðiskjóðan hefur samt minnt mig á eitt annað sem ég vil sækja. Ég hengi skjóðuna á stólbak og hleyp upp stigann að herberginu mínu. Veiðijakkinn hans pabba hangir í skápn um. Ég sótti hann í gamla húsið fyrir Fjórðungskvöðina og
18
hélt að hann yrði mömmu og systur minni kannski einhver huggun þegar ég væri dáin. Hamingjunni sé lof fyrir það, annars væri hann brunninn til ösku. Mjúkt leðrið hefur róandi áhrif á mig og rétt sem snöggvast lægist rótið í huga mínum við minningar um allar klukku stundirnar sem ég hef verið vafin inn í það. Svo fer ég að svitna í lófunum, alveg upp úr þurru. Skrítinn fiðringur læðist upp aftanverðan hálsinn. Ég snarsný mér við og skima um herbergið en þar er enginn. Allt í röð og reglu. Allt á sínum stað. Mér brá ekki við neitt hljóð. Hvað er það þá? Ég fitja upp á nefið. Það er lyktin. Kæfandi væmin gervi lykt. Það glittir í eitthvað hvítt í vasa með þurrkuðum blóm um á kommóðunni. Ég fikra mig varlega nær. Þarna innan um uppþornuð frændsystkini sín leynist hálffalin, nýút sprungin, hvít rós. Fullkomin. Hver einasti þyrnir, sérhvert silkimjúkt rósarblað. Og ég veit strax hver hefur sent mér hana. Snow forseti. Ég kúgast yfir lyktinni, hopa og flýti mér burt. Hvað hefur hún verið þarna lengi? Einn dag? Klukkustund? Uppreisnar mennirnir gerðu öryggisleit í Sigurþorpi áður en ég fékk leyfi til að koma hingað, leituðu að sprengiefnum, hlerunartækjum og öllu sem stakk í stúf. En kannski fannst þeim rósin ekki eftirtektarverð. Heldur bara mér. Þegar ég kem niður kippi ég veiðiskjóðunni af stólnum og dreg hana eftir gólfinu þangað til ég man hver er í henni. Ég gef svifreiðinni ákaft merki úti á túni en Fífill berst um í pokanum. Ég gef honum olnbogaskot en það gerir hann bara
19
ennþá reiðari. Svifreið birtist og stiga er kastað niður. Ég stíg upp í hann og straumurinn frystir mig á meðan ég er dregin um borð. Gale hjálpar mér úr stiganum. „Er allt í lagi með þig?“ „Já,“ svara ég og strýk svitann framan úr mér með erminni. Hann skildi eftir rós handa mér! langar mig að æpa en það eru ekki upplýsingar sem ég er viss um að ég vilji veita manni eins og Plútark sem horfir á okkur. Fyrst og fremst af því að þá myndi ég hljóma eins og ég væri geðbiluð. Eins og ég hefði annaðhvort ímyndað mér þetta, sem má vel vera, eða sýni óeðlilega sterk viðbrögð, en þá hlyti ég að launum aðra ferð inn í draumaland lyfjameðferðarinnar sem ég er af öllum mætti að reyna að flýja. Enginn myndi skilja þetta til fulls – að þetta er ekki bara blóm, eða ekki bara blóm frá Snow forseta, heldur fyrirheit um hefnd – af því að enginn annar var í bókaherberginu þegar hann hótaði mér fyrir Sigurförina. Drifhvíta rósin á kommóðunni minni er persónuleg skila boð til mín. Hún táknar óuppgerð mál. Hún hvíslar: Ég get fundið þig. Ég get náð til þín. Kannski er ég einmitt að fylgjast með þér núna.
20
Katniss Everdeen hefur sloppið lifandi frá tvennum Hungurleikum en líf hennar er dýru verði keypt. Tólfta umdæmi er brunnið til grunna en Kapítól hefur ekki enn svalað hefndarþorsta sínum … Uppreisnarmenn vilja að Hermiskaðinn verði sameiningartákn í stríðinu gegn Kapítól.
„Collins er snjall og hugkvæmur höfundur …“ Suzanne Collins
PBB / Fréttatíminn
Katniss er á báðum áttum – en á hún nokkurra kosta völ ef hún vill bjarga ástvinum sínum? Smám saman rennur þó upp fyrir henni að hlutverk Hermiskaðans kann að verða henni þungbærara en nokkrir Hungurleikar. Hermiskaði er lokabindið í hinum geysivinsæla bókaflokki Suzanne Collins um Hungurleikana. Spennan er ekki minni hér en í fyrri bókunum og margt kemur á óvart – svo ekki sé meira sagt. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. „Collins gerir marga hluti snilldarlega; ekki síst tekst henni hvað eftir annað í kaflalok að skapa óbærilega spennu sem snýr atburðarásinni á hvolf.“ Booklist „Lokabindi þríleiksins um Hungurleikana er enn betra en hin, glæsilega smíðuð og snjöll saga sem er að öllu leyti vel heppnuð.“ Publishers Weekly
HERMISKAÐI Suzanne Collins Mynd á kápu er endurgerð Scholastic UK á upprunalegri mynd Tims O’Brien af hermiskaða