Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin

Page 1


MykStart-001-063_isl.indd 2

30.3.2012 14:42


May B. Langhelle

fyrir minnstu bรถrnin

MykStart-001-063_isl.indd 3

30.3.2012 14:42



Efnisyfirlit Inngangur 7 Prjónað á meðgöngu 8 Prjónfesta og prjónagleði 10 Hvers vegna náttúrulegt garn fyrir ungbarnið 12 Skapandi? Ég? 14 Ömmuteppi 16 Einfaldasta teppi í heimi 19 Mýksta peysan 20 Mýksta peysan 2 25 Smekkbuxur 26 Mittisbuxur 29 Ullarsokkar fyrir krílið og mömmuna 31 Vettlingar 32 Peysa prjónuð í einu lagi 34 Sokkar prjónaðir á tvo prjóna 39 Sokkar með prjónuðu ökklabandi 39 Sokkar með angórakanti og prjónuðum dúskum 40 Sokkar með blúndu 40 Djöflahúfa 43 Sléttprjónuð djöflahúfa úr fínu alpakkagarni 44 Samfellan hennar ungamömmu 46 Telpuskokkur 51 Frænkuteppi 53 Smekkir 54 Gamaldags smekkur 54 Ofurkrúttlegur smekkur Elísabetar 55 Krossbundin peysa 56 Yndislegir inniskór 58 Hettugalli Fríðu frænku 60

MykStart-001-063_isl.indd 5

Tvískipt sett Fríðu frænku 65 Smátt og gott á þau minnstu 67 Kragi 57 Lítil húfa 69 Vettlingar/sokkar 69 Knútur og Kári 70 Fyrir mömmuna 75 Brjóstainnlegg 76 Kínajakki 78 Tröllamömmuteppi 81 Hettupeysa á tröllabarnið 84 Ullarhnoðrar 86 Vesti eða skokkur 89 Kerrupokinn hennar Nínu 90 Húfa með totu 94 Trefill með stroffu 95

Bleiubuxur 96 Blúndur og blóm 98 Bönd 100 Dúskar og skúfar 101 Kantar 102 Að velja garn 103 Þínir eigin merkimiðar 104 Að lita ull 105 Leyndardómar hnökranna 106 Þæfing 107 Þvottur og meðferð 108 Að kaupa garn 110 Óskalisti prjónamömmunnar 113 Föt fyrir heimferðina 113 Örstutt prjónakennsla 114 Þakkir 119

Skammstafanir L = lykkja/lykkjur sl. = slétt lykkja/sléttar lykkjur br. = brugðin lykkja/brugðnar lykkjur p. = prjónn/prjónar sláið upp á p. = leggið garnið yfir hægri prjón umf. = umferð (einn hringur ef þú prjónar í hring á hring­ prjón/sokkaprjóna)

30.3.2012 14:42



Inngangur Ég átti von á barni … Fyrstu tólf vikurnar voru liðnar. Jú, ég var barnshafandi! Hvað geri ég nú? Prjóna! Það voru nokkur ár liðin frá því ég hafði fengið síðustu prjónadelluna en með prjónaskapinn er eins og að hjóla, hafir þú einu sinni lært það þá er það eins og gróið inn í þig. (Kannski smá ruglingur í fyrstu.) Nú var komið að því. Fyrst ætlaði ég að prjóna peysu! Mig vantaði uppskrift og garn. Ég var nokkurn veginn viss um hvernig ég vildi hafa peysuna og hvernig hún ætti ekki að vera. Ég ætlaði mér ekki að prjóna barnapeysu eins og ég var látin prjóna í 7. bekk í grunnskóla úr 100% akrýl á prjóna nr. 2½. Allur veturinn fór í þessa einu flík og ekkert barn hefur verið klætt í þessa hörmung. Hvers vegna var ég ekki vöruð við? Fyrsta heimsókn mín í garnverslun var ekki það sem ofurviðkvæm, kappklædd, tilvonandi móðir, komin nokkrar vikur á leið, gat afborið. Ó jú, þarna var gott garn til sölu og ég bað um hjálp við að finna uppskrift að einfaldri peysu. „Við eigum margar uppskriftir,“ svaraði afgreiðslukonan og sýndi mér gormabækur með óteljandi uppskriftum að peysum! En einföldum? Eflaust voru þarna einfaldar uppskriftir, en hinni tilvon­andi móður, sem þjáðist af morgunógleði, fannst uppskrift­irnar yfirþyrmandi. Henni lá við yfirliði. Þær voru allt of

MykStart-001-063_isl.indd 7

ruglings­legar, allt of margir litir, munstrið of flókið. Ég fór tómhent út úr garnbúðinni og mér leið ekki vel. Ég gerði fleiri tilraunir og lét mér detta í hug að bók með hinum ýmsu plöggum fyrir barnið væri það sem mig vantaði. Bók með uppskriftum að flíkum sem auðvelt væri að klæða barnið í, flíkur sem barninu liði vel í. Föt sem barnið þyrfti með, ekki bara eitthvað til að punta það með. En allt kom fyrir ekki. Svo mér datt í hug að það væri ef til vill ekki ómögulegt að prjóna peysu án þess að hafa uppskrift. Og ég lét hendur standa fram úr ermum. Smám saman fjölgaði flíkunum og hugmyndin um að gera eigin prjónabók varð fljótlega ofan á. Ég tók fram allt það sem ég hafði prjónað á barnið, ég keypti notaðar flíkur, fór í gegnum gamlar uppskriftir í göml­um blöðum og hér sjáið þið niðurstöðuna. Gamalt og nýtt í bland, bæði endurskapað og það sem mér sjálfri hefur dottið í hug að prjóna. Gróft og fínt, einfalt og dálítið flókið. Flestar flíkurnar eru prjónaðar fram og til baka á tvo prjóna. Eigir þú von á barni, eða þekkir einhverja sem er svo bless­unarlega á sig komin, þá vona ég að þú finnir hér flík sem þig langar til að prjóna. Góða skemmtun yfir prjónunum!

30.3.2012 14:42


Hormónar + gallað prjónles + sóaður tími = hörmung

Prjónað á meðgöngu (ráð fyrir allar með líflega hormónastarfsemi) Það er gott að finna að þörfin fyrir að prjóna eykst í réttu hlutfalli við ummál magans. Kannski hefur þú ekki snert á prjónum síðan þú varst í grunnskóla og fyllist áhuga þegar þú sérð uppskrift sem fellur þér í geð. Þú bara verður! Frumhvötin ræður og segir þér að útbúa eitthvað hlýtt og notalegt fyrir barnið þitt! Svo þú lendir ekki í grátkasti eða fáir taugaáfall, brjótir allt og bramlir á heimilinu og jafnvel ráðist á þá sem verða á vegi þínum ÞÁ SKALTU LESA ÞAÐ SEM HÉR FER Á EFTIR ÁÐUR EN ÞÚ HEFST HANDA! Það er róandi að prjóna en til þess að ná þeirri tilfinningu verður þú að velja rétta uppskrift. NOKKRAR ÁBENDINGAR FYRIR ÞÆR SEM EKKI ERU VANAR AÐ PRJÓNA • Fínir prjónar – þá vinnst þér verkið seint … • Flókin uppskrift – þú prjónar og prjónar og ætlar aldrei að verða búin.

• Margir litir – erfitt að hafa yfirsýn. • Loðið garn – erfitt að rekja upp. • Flóknar uppskriftir með köðlum og munstri – áhuginn

hverfur og sjálfsvirðingin með. • Allar þessar ábendingar, einar sér eða í bland, eru ávísun á

hreinustu hörmungar – mundu það. GÁTLISTI • Hentug prjónastærð: Prjónar nr. 3½ eða grófari. • Garn sem þér finnst gott að hafa milli handanna. • Vertu í sambandi við einhvern sem kann að prjóna þegar þú byrjar. • Leggðu frá þér prjónlesið um leið og þú finnur að eitthvað er að. Þá kemur þú í veg fyrir óbætanlegan skaða. • Ekki halda að þú getir setið og horft á tíuvasaklúta mynd í sjónvarpinu á meðan þú prjónar. • Ef þú ætlar að prjóna fyrir framan sjónvarpið veldu afar einfaldar uppskriftir. Prjónaðu til dæmis teppi í garðaprjóni.

Gangi þér vel!

MykStart-001-063_isl.indd 8

30.3.2012 14:42


Prjónfesta og prjónagleði Margir eru svo óþreyjufullir að þeir byrja strax að prjóna úr garninu sem keypt var með uppskriftinni, byrja á flíkinni og sleppa því að prjóna prufu til þess að sannreyna prjónfest­ una. Það er prjónað og prjónað og þegar langt er komið í uppskriftinni dettur þeim kannski í hug að athuga, svona til gamans, hvort prjónfestan sé ekki rétt. En sú er ekki alltaf raunin þegar prjónagleðin hefur tekið yfirhöndina. Það er EKKI gaman að komast að raun um að litlu, fallegu buxurnar sem verið er að prjóna munu ekki passa á krílið fyrr en það kemst á fermingaraldur … Mig langar til að gefa ykkur nokkrar góðar hugmyndir um hvað hægt er að gera við prufurnar. En það mun trúlega ekki æsa ykkur upp í að prjóna prufu þótt ég nefni hve skemmtileg rúmteppi og frumlegar peysur er hægt að gera úr prufunum, ef þið á annað borð eigið margar slíkar? En – ég tek fram að það tekur miklu minni tíma að prjóna prufu heldur en að rekja upp hálfprjónaða flík. Og það er óbærilega leiðinlegt að rekja upp. Garnið krullast upp, trosnar og flækist jafnvel – svona rétt eins og hárin rísa á höfði

manns þegar allt gengur manni í mót. Og þar að auki færðu afkvæmið aldrei til að nota buxurnar þegar það loksins er orðið nógu stórt til að nota þær. En auðvitað eru til uppskriftir þar sem nákvæmnin skiptir ekki öllu máli. Sé teppi á prjónunum, og það er fallegt og harla gott, haldið áfram að prjóna. Hafið hugfast að sé prjónfestunni ekki fylgt mun garnið jafnvel ekki duga. Breyta má lengdinni á teppinu þannig að hlutföllin milli breiddar og lengdar passi (prjónið lengra eða styttra eftir því sem við á). Sé peysa, buxur eða einhver önnur flík á prjónunum og þú sérð, þegar komið er vel á veg, að prjónað hefur verið of fast eða of laust, er hægt að sleppa því að rekja upp. Færðu þig yfir í næstu stærð fyrir ofan/neðan: Sjáir þú að peysan, sem á að passa á 3–6 mánaða, hefur sömu yfirvídd og peysa á 9–12 mánaða þá er ekki um annað að gera en fara eftir 9–12 mánaða stærð. Eða gefast upp fyrir hinni óþægilegu staðreynd og rekja upp…

Hjálp við prjónana

Þú getur líka skráð þig inn á www.hobbyboden.com eða hobbyforum.no Þar úir og grúir af prjóna- og handverksfólki sem þú getur beðið um ráð. Þar er alltaf einhver sem hefur svarið og getur hjálpað þér áfram. Heilmikil þekking sem fólk vill gjarnan deila með öðrum. Ég mæli með þessum! Eftir að ég fór að skrifa þessa bók bjó ég til mína eigin heimasíðu, www.mykstart.blogspot.com

Ekki örvænta þótt þú hafir ekki prjónakonu; móður, tengda­ móður eða vinkonu, sem hægt er að leita til. Hjálpin er nærri. Á netinu. Ef þig vantar upplýsingar um prjón, hvernig fitja eigi upp eða fella af o.s.frv. þá er hægt að nálgast myndbönd á þess­ ari síðu hér: www.knittinghelp.com/knitting/basic_techniques/

MykStart-001-063_isl.indd 10

30.3.2012 14:42


Hvers vegna náttúrulegt garn fyrir ungbarnið? MykStart-001-063_isl.indd 12

30.3.2012 14:42



Matreiðslumeistarar halda því fram að sé hráefnið gott þurfi ekki flókna uppskrift til að búa til frábæran málsverð. Hið sama á við um garn, prjónaskap og uppskriftir. Hafir þú gott garn milli handanna nægir einföld uppskrift – útkoman verður frábær!

Sá sem ætlar að prjóna flík á nýfætt barn vill prjóna mjúka og hlýja flík. Flík sem barninu þykir gott að vera í, sem er létt og loftar vel og hjálpar til við að halda réttum hita á kroppnum. Svitni barn sem klætt er í gerviefni og bómull verður því kalt. Ungbörn þurfa hita, bara ekki allt of mikinn! Ýmsar ullartegundir leggja okkur lið.

Náttúrulegt garn og uppruni þess ANGÓRA: Kemur af angórakanínum. Hitar allt að tíu sinnum betur en ull af kindum. Úr angóraflíkum losnar alltaf dálítið af hárunum í byrjun en hárlosið minnkar við notkun og eftir því sem flíkin þvegin oftar. Eftir þvott má bursta flíkina svo hárin ýfist upp. Angóra er oft blönduð með öðrum garntegundum. ALPAKKA: Kemur af alpakka-dýrunum sem eiga heima í fjöllum Suður-Ameríku. Þau eru skyld kameldýrum. Garnið er afar mjúkt og er hlýrra og sterkara en lambsull. Í alpakka er ekki lanolin (ullarfita) og hentar því vel þeim sem hafa of­ næmi fyrir ullarfitunni. Í alpakka er súlfúr (brennisteinn), sem hefur þau áhrif að flíkin hreinsar sig sjálf ef þú viðrar hana. Best er að þvo flíkur úr alpakka eins sjaldan og mögulegt er. BÓMULL: Hún er unnin úr fræjum bómullarplöntunnar og er meðal þeirra náttúrulegu efna sem mest eru notuð í fatnað. Mjög endingargóð en lítt teygjanleg. Dregur vel í sig raka.

MykStart-001-063_isl.indd 13

KASMÍR: Ull af kasmírgeitum sem eiga heimkynni í Kasmír í háfjöllum Asíu. Afar dýrt eðalgarn sem er ótrúlega mjúkt. Það er mikið verk að framleiða garnið, því undirhárin (þelið) á geitunum eru greidd af með kambi. Svo eru yfirhárin (strýið) tínd úr þelinu og það síðan spunnið. MOHAIR: Er af mohairgeitum sem eru skyldar villigeitunum í Tíbet og Tyrklandi. Oft blandað merínóull eða gerviefni og er til í mörgum gerðum. Það getur komið fyrir, á nýrri flík úr mohair, að hún fari aðeins úr hárum. ULL: Ullin fæst af sauðfé. Ullin getur drukkið í sig allt að 40% af eigin þyngd af vatni án þess að hún virðist blaut eða köld. Ullin er létt og loftar vel og er hitatemprandi. Flíkur úr ómeðhöndlaðri ull þarf ekki að þvo oft, yfirleitt nægir að viðra þær (já – nema maður hafi sullað niður á sig). SILKI: Á uppruna sinn í Kína. Lirfa silkifiðrildisins spinnur um sig silkiþráð þegar hún púpar sig. Þráðurinn í púpunni getur verið allt að 1000 metra langur. Silkið er oft blandað með öðrum garntegundum. Flíkur sem prjónaðar eru úr garni sem silki er í víkka gjarnan út og stækka við þvott. Það er því mjög mikilvægt að fara nákvæmlega eftir prjónfestunni þegar prjónað er úr silki.

30.3.2012 14:42


Skapandi? Ég? Farðu nákvæmlega eftir uppskriftunum í bókinni – eða gerðu þær breytingar sem þú vilt. Þegar við vorum börn fengum við hrós og hvatningu þegar við höfðum litað mynd án þess að lita út fyrir. Það er eflaust skynsamlegt að reyna að halda sig stundum innan rammans en það ýtir ekki undir sköpunargáfuna. Farðu út fyrir rammann! Litaðu út fyrir! Breyttu til og farðu ekki nákvæmlega eftir uppskriftinni! Það kemur enginn yfirhandmenntakennari og hótar að lækka einkunnina af því að þú fiktaðir í uppskriftinni. Ég er þeirrar skoðunar að þú fáir bara hrós – eins og til dæmis: Mikið ertu hugmyndarík! Breytingin þarf ekki að vera flókin. Prjónaðu rönd með öðrum lit, eða munstur, saumaðu blóm á flíkina, band eða blúndu. Þitt er valið, láttu upp­ skriftina ekki hindra þig. Hugmyndir að punti og skrauti á prjónlesið finnur þú á bls. 98–102. Garnið sem gefið er upp í uppskriftunum er garnið sem ég prjónaði úr, en eigir þú annað garn sem þú telur henta, og hefur sömu prjónfestuna, þá er ekki úr vegi að prjóna úr því. Á bls. 103 er listi yfir garn sem þú getur notað í staðinn fyrir það sem gefið er upp í uppskriftinni. Fleiri tegundir veist þú eflaust um. Njóttu þess að prjóna, leyfðu hugmyndunum að flæða og skapaðu eitthvað nýtt, einstakt og persónulegt. Besta gjöfin er sú sem búin er til með við­ komandi í huga. Bráðsnjallt er að nota garnafganga í sokka, húfur og annað smálegt.

MykStart-001-063_isl.indd 14

30.3.2012 14:42



Peysa prjónuð í einu lagi Þessi einfalda peysa er prjónuð í einu stykki og því algjör draumaflík fyrir þá sem ekki hafa gaman af því að sauma saman. Aðeins þarf að sauma tvo sauma. Til þess að einfalda málið enn frekar eru smellur settar á peysuna og þar með – engin hnappagöt. • Garn: 100 g Alpaca frá Garnstudio eða annað garn með sömu prjónfestu • Prjónar: Nr. 3 • Prjónfesta: 30 L garðaprjón = 10 cm • Stærðir: 4–6 mánaða • Mál: Yfirvídd: 52 cm. Sídd: 30 cm. • Annað: Fjórar smellur og, ef óskað er, fjórar tölur til skrauts Ábending: Til þess að jaðarinn verði jafn er gott að taka fyrstu L óprjónaða fram af prjóninum, eins og eigi að prjóna hana brugðið. Strekkið á garninu og prjónið áfram. Fitjið upp 68 L á p nr. 3. 1. og 2. umf.: Prjónið garðaprjón. 3. umf.: Prjónið 64 L sl., snúið við. 4. umf.: Prjónið slétt til baka. 5. umf.: Prjónið 58 L sl., snúið við. 6. umf.: Prjónið slétt til baka. 7. umf.: Prjónið 44 L sl., snúið við. 8. umf.: Prjónið slétt til baka.

MykStart-001-063_isl.indd 34

Endurtakið þessar 8 umf. Þegar breiðasti hluti stykkisins mælist 14 cm eru 38 L (neðst, þar sem stykkið er breiðast) prjónaðar upp á hjálparprjón/lykkjunælu. Fitjið upp 34 L fyrir ermi = alls 64 L á p. Nú er ermin prjónuð, en til þess að þrengja hana neðst er snúið við 8 L frá jaðrinum í 2. hverjum garði. Prjónið þar til ermin mælist 17 cm þar sem hún er breiðust. Fellið af 34 L á ermi. Prjónið út umf. Í lokin á næstu umf eru L á hjálparprjóninum/lykkju­ nælunni prjónaðar með (= 68 L). Prjónið áfram þar til bakstykkið mælist 21 cm (mælið þar sem bakstykkið er breiðast). Setjið nú 38 neðstu L á hjálpar­ prjón/lykkjunælu. Fitjið upp 34 L í byrjun umf. (= ermi). Fellið af þegar breiðasti hluti ermar mælist 17 cm. Í lok næstu umf eru L á hjálparprjóni prjónaðar með. Þegar framstykki mælist 14 cm eru allar L felldar af. Frágangur Saumið ermar saman og hliðarnar. Saumið smellur á fram­ stykkin og tölur yfir ef óskað er og hnúta (sjá mynd á bls. 36, sjá einnig bls. 116).

30.3.2012 14:42


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.