bók með alls konar húfum ætluð öllum sem hafa áhuga á prjónaskap. Hér eru einfaldar og skýrar uppskriftir að húfum á fólk á öllum aldri, sem og gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og örstutt kennsla í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í uppskriftunum.
skap, bæði í starfi sínu sem handavinnukennari og í tómstundum. Guðrún hefur áður sent frá sér bókina Sokkaprjón sem notið hefur mikilla vinsælda. Húfuprjón er byggð upp á sama hátt og Sokkaprjón og sem fyrr vann fjölskylda Guðrúnar bókina með henni.
n ó j r p h57ú f u uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla
h ú f u prjón
guðrún s. magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af prjóna-
gu ðrú n s. m agn úsdó t t ir
Húfuprjón – 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla er litrík og fjölbreytt
gu ðrú n s. m agn úsdó t t ir
húfuprjón 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla
Hufur.indd 1
21.5.2012 13:52:42
Bókin er tileinkuð móður minni, Unni H. Benediktsdóttur
Húfuprjón 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla Uppskriftir © Guðrún S. Magnúsdóttir 2012 Ljósmyndir © Ýmir Jónsson 2012 Vaka-Helgafell Reykjavík 2012 Öll réttindi áskilin. Bókin er gefin út í Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO Hönnun kápu og innsíðna: Alexandra Buhl / Forlagið Umbrot: Hildur Hlín Jónsdóttir Letur í meginmáli: Filosofia Regular 9 pt. Prentun: Prentmiðlun ehf. / Kína Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis rétthafa og útgefanda. ISBN 978-9979-2-2172-2 Vaka-Helgafell er hluti af www.forlagid.is
Hufur.indd 2
Forlaginu ehf.
21.5.2012 13:52:43
efnisyfirlit formáli
5
Góð Ráð
6
Skammstafanir & TÁKN
7
Prjón
8
Hekl
9
Barnahúfur
Úrtaka & bönd
10
Dúskar & skúfar
11
Ungbarnahúfur
12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32 34 36
Skírnarhúfa Hjálmhúfa Kjusa Bangsahúfa Gamla munsturhúfan Fallega húfan Dýrahúfa Lambhúshetta með kraga Ísbjarnarhúfa Hornahúfa Kisuhúfa Dúskahúfa
Hufur.indd 3
Skáprjónshúfa Hnútaskotthúfa Ungahúfa Leppahúfa Skottahúfa Hreindýrahúfa Marglita lambhúshettan Munsturhúfa Töluskotthúfa Gíraffahúfa Eyrnaband með slaufu Húfa með blómi í kollinum Hundahúfa Sólskinshúfa Skúfahúfa Skupla Slaufuhúfa Randalína Trefilhúfa Alpahúfa Yorkarahúfa Rósahúfa Litglaða húfan Sikksakk húfa Kúluhúfa Jólasveinahúfur Jólahúfa
38 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 92
Dömuhúfur
Stjörnuprjónshúfa Bekkjahúfa Pokahúfa Hnútahúfa Stórborgarahúfa Fjólan Kollan Kaðlabandshúfa Eyrnaband Perluhúfa Hnappahúfa Svartbekkjahúfa Blómahúfa herrahúfur
Sjóarahúfa Bláhvíta húfan Herrahúfan Tvílit húfa Kaðlahúfa Fyrirsætur
94 96 98 100 102 104 106 108 110 112 114 116 118 120 122 124 126 128 130 132 134
21.5.2012 13:52:43
Hufur.indd 4
21.5.2012 13:52:47
5
Formáli Með þakklæti í huga fyrir góðar móttökur Sokkaprjóns, sem kom út árið 2011, settist ég niður með nýtt verkefni. Komið var að húfunum mínum enda er góð húfa algjör nauðsyn á landinu okkar kalda. Það er tiltölulega auðvelt að prjóna húfu og garnúrvalið hefur aldri verið meira en nú. Handprjónuð húfa er í raun lítið og einstakt listaverk þess sem prjónar og getur enst vel og lengi. Segja má að þessi bók sé „systurbók“ Sokkaprjóns. Báðar bækurnar eru byggðar upp á svipaðan hátt, þær eru litríkar, fjölbreyttar, sama leturgerð, svipað brot og ég vinn þær með fjölskyldu minni og Forlaginu. Í Sokkaprjóni voru 52 sokkapör, eitt par fyrir hverja viku. Hér eru húfurnar hins vegar 57 talsins og hefðu getað verið enn fleiri því af nógu er að taka. Í öllum prjónaskap mínum get ég endalaust spáð í bæði litasamsetningar og munsturbekki. Sumar uppskriftir og munstur hafa fylgt mér í áraraðir og margar húfur hef ég prjónað í ýmsum útgáfum. Í uppskriftunum reyni ég að hafa fjölbreytni að leiðarljósi þó að sumar útfærslur komi fyrir oftar en aðrar. Í tilefni af útkomu þessarar bókar færi ég mömmu minni, Unni, sérstakar þakkir fyrir að kenna mér að prjóna þegar ég var átta ára gömul og fyrir að hvetja mig alla tíð áfram með listrænum áhuga sínum á prjónaskap og hannyrðum og glöggu auga fyrir litum, munstri, samsetningu og meðferð garns. Ég vil þakka börnum mínum fyrir alla hjálpina; Kristínu Ösp fyrir yfirlestur prjónatexta og prjón á uppskriftum, Hildi Hlín fyrir uppsetningu bókarinnar og aðra aðstoð, Unni Ýri, fyrir áhugann og hvatninguna og Ými fyrir allar ljósmyndirnar í bókinni. Einnig vil ég þakka Þurý, tvíburasystur minni, fyrir að prjóna uppskriftir og koma með ýmsar ábendingar og Jóni, manninum mínum, fyrir alla hans hjálp og stuðning. Ég þakka öllum sem sátu fyrir í bókinni og loks Forlaginu fyrir samvinnu og samstarf, sem hefur verið afar ánægjulegt, uppörvandi og gott. Það er von mín að uppskriftirnar veki bæði áhuga og ánægju. Einnig vænti ég þess að húfurnar tendri nýjar hugmyndir hjá þeim sem þær sjá og prjóna og að þær þróist jafnvel áfram með nýjum og fjölbreyttum tilbrigðum, útfærslum og áherslum. Í mars 2012 Guðrún S. Magnúsdóttir
Hufur.indd 5
21.5.2012 13:52:52
26
D ý r a h ú fa
10–14 mánaða
p rjón a r nr. 3½ hek luná l nr. 2½ garn Kambgarn litir milliblátt (nr. 0948) 1 hnota kirsuberjarautt (nr. 0958) 1 hnota heiðblátt (nr. 1215) 1 hnota skærgrænt (nr. 9667) 1 hnota p rjón f e s t a 5 x 5 cm = 14 L og 18 umf.
Munstur IV
Leppur (gera þarf tvö stykki) – Fitjið
Munstur III
Munstur II
Munstur I
Hufur.indd 26
upp 6 L og prjónið band (sjá bls. 10) með millibláa litnum þar til það mælist 17–18 cm. Aukið í með því að prjóna tvisvar sinnum í hverja lykkju, þá eru 11 L á prjón inum (takið síðustu L óprjónaða). Prjónað er fram og til baka (prjónið sl. á réttu og br. á röngu). Í byrjun hvers prjóns er svo aukið í með því að prjóna fyrstu L tvisvar sinnum, þar til 16 L eru á prjóninum. Prjónið þá munstur I og aukið áfram í þar til 22 L eru á prjóninum, eftir munstur er prjónað með millibláa litnum. Gerið síðan hinn leppinn. Húfan – Setjið stykkin saman. Prjónið annan leppinn, fitjið upp 28 L með milli bláa litnum á milli leppanna (aftan á húfunni) og prjónið svo hinn leppinn. Þá eru 72 L á prjónunum. Prjónið til baka (br. á röngu). Prjónið þá munstur II (prjónað er fram og til baka). Fitjið upp 40 L (framan á húfunni) og tengið í hring. Slítið garnið
frá, umferð byrjar nú í miðju að aftan. Nú eru 112 L á prjónunum eða 28 L á hverjum prjóni. Prjónið munstur III (prjónað er í hring). Úrtaka – Hvirfilúrtaka (sjá bls. 10). Prjónið munstur IV í úrtöku. 12 L á milli í byrjun úrtöku. Þegar 6 L eru á milli þá er tekið úr í hverri umferð. Þegar munstri IV er lokið er prjónað áfram með millibláa litnum. Í síðustu umf. úrtöku (þegar 4 L eru eftir á hverjum prjóni), prjónið þá 2 L sl. saman í byrjun prjóns. Þá eru 3 L á hverjum prjóni eða 12 L alls. Prjónið 6 umf. sl. Prjónið síðan 2 L sl. saman í byrjun á hverjum prjóni, þá eru 8 L eftir, slítið frá og dragið bandið gegnum lykkjurnar og gangið frá því. Heklið fastahekl í kringum húfuna með
millibláa litnum og síðan takka (sjá bls. 9). Hafið 2 fastal. á milli takkanna.
21.5.2012 13:53:54
þær skipta tugum dýrahúfurnar sem ég hef prjónað. Fyrstu dýrahúfuna
prjónaði ég á strákinn minn Þegar
hann var lítill, núna notar sonur hans Þá húfu Þannig að hún gengur á milli kynslóða, enda er hún mjög klassísk.
Hufur.indd 27
21.5.2012 13:53:55
Fullur poki af fallegum tölum úti í búð er eitthvað sem ég
stenst ekki. Tölurnar voru allar í sama lit en mismunandi að
lögun. Mér datt strax í hug að nota Þær sem skraut á húfu.
Ég valdi síðan garnið í stíl við tölurnar. það gæti líka verið gaman að hafa mismunandi liti á tölunum.
Hufur.indd 57
21.5.2012 13:55:27
Hér kemur ein af Þessum gömlu
góðu sem ég prjóna svo oft. Húfan passar vel við munstursokkana og Ömmu Guðrúnar-sokkana í
Sokkaprjóni. Ég Þreytist seint á Því að prjóna Þessi munstur.
Hufur.indd 55
21.5.2012 13:55:19
það er orðið langt síðan mér datt í hug að gera Þessa húfu með
samsettum trefli og húfu. Ég velti Því fyrir mér hvort Þetta myndi ganga upp áður en ég lét verða
af Því að framkæma hugmyndina.
Hufur.indd 77
21.5.2012 13:56:44
Kona með fallega húfu á gangi á Skólavörðuholti gaf mér
hugmyndina að Þessari húfu. Húfan var með fínlegu svörtu munstri, bandi með skúfi, svört og ljósbrún á litinn. Ég
stóðst ekki freistinguna að koma með húfu í sama dúr.
Hufur.indd 119
21.5.2012 13:58:32
Hufur.indd 135
21.5.2012 13:59:08
Hufur.indd 136
21.5.2012 13:59:08
bók með alls konar húfum ætluð öllum sem hafa áhuga á prjónaskap. Hér eru einfaldar og skýrar uppskriftir að húfum á fólk á öllum aldri, sem og gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og örstutt kennsla í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í uppskriftunum.
skap, bæði í starfi sínu sem handavinnukennari og í tómstundum. Guðrún hefur áður sent frá sér bókina Sokkaprjón sem notið hefur mikilla vinsælda. Húfuprjón er byggð upp á sama hátt og Sokkaprjón og sem fyrr vann fjölskylda Guðrúnar bókina með henni.
n ó j r p h57ú f u uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla
h ú f u prjón
guðrún s. magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af prjóna-
gu ðrú n s. m agn úsdó t t ir
Húfuprjón – 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla er litrík og fjölbreytt
gu ðrú n s. m agn úsdó t t ir