Málverkið - bókabrot

Page 1

Ólafur Jóhann Ólafsson


Málverkið © Ólafur Jóhann Ólafsson 2011 Vaka-Helgafell Reykjavík 2011 Öll réttindi áskilin. Hönnun kápu: Alexandra Buhl / Forlagið Myndir á kápu: Shutterstock Ljósmynd af höfundi: Jóhann Páll Valdimarsson Umbrot: Einar Samúelsson / Hugsa sér! Letur í meginmáli: Minion Pro 11,1/15 pt. Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja 1. pr. október 2011 2. pr. desember 2011 Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN 978-9979-2-2150-0 Vaka-Helgafell er hluti af www.forlagid.is

Forlaginu ehf.


… Hún situr á lágum stól og hefur lagt skartgripi sína frá sér – perlufesti, armband og hárnælu. Það er ljósrák efst á veggnum bak við hana og bjarma slær á blautt hárið og fíngerðar axlirnar. Hún er í hvítum serk og hörundið er fölt. Það er örlítið bil á milli varanna, eins og hún hafi ætlað að segja eitthvað en hætt við. Hún lítur undan, annar vanginn að mestu falinn, hinn í bláum hálfskugga. Hendur í skauti. Svipur hennar er óræður … Myndin (olía á striga, 97,8 x 132,7 cm) er óskráð en hefur að öllum líkindum verið máluð meðan Caravaggio dvaldi hjá Colonnafjölskyldunni eftir að hafa flúið Róm í kjölfar dauða Ranuccios Tommassoni 29. maí 1606. Hún er skyld mynd hans af Maríu Magdalenu en þroskaðra verk. Fyrirsætan gæti verið sú sama, vændiskonan Anna Bianchini. Þó er það óvíst. Fyrir hönd Listasafns Englands er það okkur ánægja og heiður að bjóða þér ásamt gesti á afhjúpun listaverksins 7. júlí næstkomandi klukkan 4 e.h. í anddyri safnsins. Boðið verður upp á léttar veitingar. Úr boðskorti frá National Gallery í London, júní 1997.

5



I



H

ún sleppir hendinni af drengnum og hleypur inn í rökkvaða skemmuna eftir sjónauka. Sól er í hádegis­ stað og loftið er þungt og kyrrt og heitt. Síðast rigndi fyrir mánuði, það var um nótt. Þá vaknaði hún, fór fram úr rúminu og opnaði gluggann til að finna dropana á handleggjunum. Lauf ólífuviðarins eru þurr; það skrjáfar í þeim þegar and­ varinn bifar þeim. Annars er allt hljótt í fyrsta skipti í langan tíma, engar hersveitir á leið um veginn niðri í dalnum, hvergi skotbardagar í hlíðunum. Hún veit að það mun ekki vara lengi. Fuglar eru þögulir í hitanum en söngtifan tístir. Innan úr aðal­ húsinu heyrist einhver kalla nafn hennar en hún svarar ekki heldur ber sjónaukann að augum og skimar niður afleggjarann. Búgarðurinn stendur uppi á hæð þaðan sem sér yfir breiðan dalinn. Handan íbúðarhússins er sjúkrastofan, mjólkurbúið og þvottahúsið, en við hliðina á því lítið bænahús sem sést ekki frá veginum fyrir röð af kýprustrjám. Hún var að koma út úr bænahúsinu þegar hún ákvað að skima eftir veginum niðri í dalnum, drengurinn hafði viljað biðja. Hún kemur ekki auga á neinn. Svitinn lekur ofan í augun á henni og hún strýkur hann af enninu og segir drengnum um leið að halda sig í skugganum. Hann var nýorðinn fjögurra ára þegar hann kom með hópi munaðarleysingja frá Tórínó fyrir rúmum mánuði. Hún lagði nöfn þeirra strax á minnið, það er 9


hennar háttur, en í þetta sinn fannst henni hún þurfa að hafa meira fyrir því en endranær. Drengurinn æmtir. Hún sussar á hann, eins blíðlega og hún getur. Marchesa Orsini, segir hann, ég er svangur. Kannski hefur henni skjátlast. Hún þóttist hafa séð hreyfingu neðst á afleggjaranum og andartak var eins og glampaði á málm eða gler. En nú sér hún engan, hvorki mann né dýr. Í síðustu viku kom hestur þessa leið upp að húsunum, hnakkurinn skakkur, reiðstígvél fast í öðru ístaðinu og storknað blóð á síðunni. Vinnumennirnir þvoðu hann og gáfu honum að éta. Síðan færðu þeir skæruliðunum hann. Hún sér ungu konuna þegar hún stendur upp. Hún hefur setið bak við stein við afleggjarann en rís nú hægt á fætur og strýkur ryk af pilsinu. Hún er of vel klædd í hitanum, hreyfingarnar hægar og þróttlitlar. Hún heldur á tösku og horfir upp eftir hlíðinni en lítur svo um öxl. Það er eins og hún hafi villst. Marchesa Alice Orsini leggur sjónaukann ekki frá sér heldur fylgist með konunni fyrstu skrefin upp brekkuna. Hún sér að hún stingur við en gerir sér ekki grein fyrir því hvað hún er aðframkomin fyrr en hún lyppast niður. Hún leggst samt ekki heldur reynir að halda sér uppi, styður báðum lófum á jörðina en gefst loks upp og sest flötum beinum á miðjan veginn. Alice grípur í höndina á drengnum og hraðar sér upp að húsinu. Hann reynir eftir mætti að halda í við hana svo hún þurfi ekki að toga hann á eftir sér. Hún byrjar að kalla á vinnumennina áður en hún er komin að húsinu – Giorgio, Fosco, Melchiorre! – en þeir heyra ekki í henni og hún flýtir sér inn og sleppir drengnum um leið og þau eru komin í svalt anddyrið. Hann horfir á eftir henni inn breiðan ganginn, framhjá borðstofunni og bókasafninu uns hún hverfur inn í eldhúsið baka til.

10


Stuttu síðar leggja vinnumennirnir þrír af stað niður afleggjarann með hest og kerru. Hún fylgist með þeim í sjónaukanum, sér þá nema staðar hjá ungu konunni, lyfta henni upp á kerruna, setja töskuna við hliðina á henni. Þeim sækist ferðin til baka seint því brekkan er brött og afleggjarinn holóttur. Ryk þyrlast upp undan hófum hestsins þegar hann finnur ekki viðspyrnu og vinnumennirnir leggjast af öllum mætti á vagninn og mjaka honum áfram uns klárinn nær að fóta sig að nýju. Unga konan hreyfist ekki. Hún liggur með augun lokuð og rykið af veginum sest á sólbrunnið andlitið. Munnurinn er hálfopinn, varirnar þurrar. Hún veitir enga mótstöðu þegar vagninn rennur til; það er eins og sérhver vöðvi í líkama hennar hafi sofnað. Hún sagði ekki orð þegar vinnumennirnir komu til hennar. Þeir fara með hana inn á sjúkrastofuna. Hún er með djúpt sár rétt fyrir ofan hægri ökkla og sköflungarnir eru báðir skrámaðir og bólgnir upp að hnjám. Vinnumennirnir fara ekki heldur stíga nokkur skref aftur á bak og fylgjast með hjúkrunarkonunni taka óhreinar umbúðir af sárinu og þvo það. Viprur koma í munnvikin á ungu konunni og svitaperlur spretta fram á enninu en hún opnar ekki augun. Það liggja tveir sjúklingar á sjúkrastofunni, báðir karlmenn. Bretinn sefur en Ítalinn vakir og reisir sig upp í rúminu svo að hann sjái betur. Hver er þetta? spyr hann. Hjúkrunarkonan svarar ekki. Þegar hann ítrekar spurninguna segir einn vinnumannanna honum að hafa hægt um sig. Þá þagnar hann, leggst aftur og heldur áfram að horfa á sprungur í loftinu fyrir ofan rúmið. Það er komin ígerð í sárið sem er viðvaningslega saumað saman. Hjúkrunarkonan tvístígur en ákveður svo að klæða

11


ungu konuna úr óhreinum fötunum og þvo henni áður en hún heldur áfram. Hún lítur upp, segir við vinnumennina: Þið verðið að fara út. Bætir svo við: Nema þú, Melchiorre. Hann er yngstur, innan við tvítugt. Félagar hans stríða honum og segja að hann sé með augu eins og kona. Þau eru kringlótt, heiðblá og stór. Þeir segja líka að hann hafi kvenmannshendur. Þeir fara út og hjúkrunarkonan dregur skilrúm að bedda ungu konunnar. Þau hjálpast að við að klæða hana úr og hjúkrunarkonan þvær fíngerðan líkamann með blautum klút. Þegar klúturinn er orðinn óhreinn skolar Melchiorre hann í vaski við dyrnar. Hún vindur klútinn ofan á sólbrunna handleggina, andlitið og hálsinn og lætur vatnið kæla hörundið. Annars staðar er húðin svo föl að hún virðist allt að því gegnsæ. Melchiorre horfir á mjóar æðarnar kvíslast undir henni eins og leysingavatnið undir snjónum í hlíðunum á vorin en forðast að líta á sköp konunnar. Hún minnir hann á líkneski. Þegar hjúkrunarkonan hefur þvegið henni og borið sótthreinsandi á sárið breiðir hún yfir konuna þunnt lak. Það þarf að sauma sárið að nýju en hún ákveður að bíða þar til sjúklingurinn hefur hvílst. Hún er með sótthita og henni veitir ekki af svefninum. Hjúkrunarkonan gengur að dyrunum, opnar þær og bíður. Melchiorre stendur enn við rúmið og horfir á ókunnu konuna. Þegar hjúkrunarkonan ræskir sig signir hann sig í flýti og hraðar sér út. Þau ganga hlið við hlið yfir litla torgið milli íbúðarhússins, sjúkrastofunnar og litla bænahússins. Skóhljóðið bergmálar í kyrrðinni og skuggar þeirra halla sér hvor upp að öðrum. Úr glugga á efri hæð íbúðarhússins sér Alice þau hverfa inn um bakdyrnar en snýr sér aftur að tösku ókunnu konunnar á borðinu fyrir framan sig. Hún er búin að taka upp úr henni og láta í 12


hana aftur, setja óhrein föt í þvott, koma á ný fyrir slitinni bók um viðgerð á málverkum og eintaki af Biblíunni við hliðina á skóm og sápustykki. Það voru engin skilríki í töskunni en í hliðarhólfi fann hún bréf á tungumáli sem hún skildi ekki. Þetta virtist vera umsögn, skrifuð á bréfsefni frá skóla í Kaupmannahöfn, undirrituð af K. Jensen og fjalla um Kristínu Jónsdóttur. Hún virti bréfið fyrir sér um stund áður en hún stakk því í hliðarhólfið að nýju; það var orðið snjáð og komin rifa í pappírinn þar sem hann var brotinn saman. Hún lokar töskunni. Klukkan í anddyrinu slær tvö. Ef vegirnir lokast ekki kemur presturinn klukkan þrjú.

13


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.