Með sumt á hreinu Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl © Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir 2011 Kápuhönnun: Alexandra Buhl Ljósmynd framan á kápu: Jóhann Páll Valdimarsson Ljósmynd af höfundi: Einar Falur Ingólfsson Aðstoð við myndaöflun: Brynjar Gunnarsson Nafnaskrá: Nanna Rögnvaldardóttir Umbrot: Einar Samúelsson / Hugsa sér! Letur í meginmáli: Berkeley Oldstyle Book 10,5/15 pt. Prentun: Prentsmiðjan Oddi efh. JPV útgáfa · Reykjavík · 2011 Öll réttindi áskilin. Printed in Iceland Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda ISBN 978-9935-11-228-6 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is
Forlaginu ehf.
Þ
ágústkvöld árið 1990. Ég bruna í átt að Akureyri eftir símtal frá Boggu systur minni. Kallið kemur ekki á óvart. Ljóst að líf Borghildar ömmu hangir á bláþræði. Við Bogga erum nánustu ættingjar og höfum verið í símasambandi allt kvöldið því að ég var njörvaður niður í Húnaveri. Af ljúfmennsku sinni hafði amma leyft mér að spila út verslunarmannahelgina en hún missti móðinn þegar komið var að uppgjörinu. Ég fleygi tölustöfum á eftir texta og nótum, kveð Erlu Hafsteinsdóttur á Gili í Svartárdal og flengist fjórum hjólum til Akureyrar. Eftirhljómur dúndrandi helgar blandast upprifinni undrun og ótta yfir því hve stór hringur er að lokast. Finn á háheiðinni hvað ég er svangur, er langsoltinn búinn að rokka af mér hold. Verð að æja örstutt í Varmahlíð svo vélin fái malt og brauðsneið. Hitti þar Vigdísi forseta, minn gamla frönskukennara, Steindór Hjörleifsson og nokkra góða Leikfélagsmenn á ferð. Þegar drama er í lofti fyllast tilviljanir merkingu, mínir fínustu sensorar rjúka upp við það að hitta drottningu Íslands og hirð hennar um leið og dumbrautt lokatjaldið í lífi ömmu minnar er í þann mund að falla. Held svo sem leið liggur til Akureyrar og næ til ömmu í tíma. Amma er fyrsta konan sem ég kannast við að hafa elskað. Amma. Yndið mitt elsta og besta. Fyrsti stóri tengillinn. Fyrsta mannveran sem ég man skýrt. Að ná fundi hennar rétt fyrir andlátið og halda í hönd hennar meðan hún kveður er mér afar mikilvægt. Fyrsta og stærsta hringferli tilfinninganna tekst að ljúka á viðeigandi hátt. að er fagurt
storkurinn
Færir
borghildi
og Jakobi barn
Í heimi ömmu, Borghildar Jónsdóttur, og afa, Jakobs Frímannssonar, mátti ekkert betur fara. Þau höfðu allt til alls. Voru fædd inn í góðar fjölskyldur, langlífar, hraustar og heilbrigðar. Aðeins eitt skyggði á fullkomnunina í 11
Með suMt á hreinu
Kjördóttirin Bryndís litla Jakobsdóttir í húsi kaupfélagsstjórahjónanna.
húsi kaupfélagsstjórahjónanna. Eftir tíu ára hjónaband hafði þeim ekki auðnast að eignast barn. Þá fékk amma vitneskju um að stúlkubarn hefði óvænt og óbeðið komið undir og fram í heim. Móðirin var Þórunn Hanna Björnsdóttir, framreiðslustúlka á Hótel Akureyri. Faðirinn vildi ekki vamm sitt vita – mætti halda – svo megn þöggun varð um faðernið að hún ríkir enn. Það hefði kannski varpað skugga á hans góða rykti. Af þessum ávexti mátti ekki þekkja hann. Ögnin Bryndís varð því árið 1932 kjör- og einkadóttir Jakobs og Borghildar. Móðirin huggaði sig við munaðinn sem dóttirin myndi njóta. Hún brynjaði hana sterku nafni og heillaósk, auk gena sinna og hins illmótstæðilega föður. Mæður hafa löngum verið furðuþægar að þegja yfir viðkvæmu faðerni, eins og slíkur sannleikur sé helgispjöll. Stundum gera þær það til að vera ekki dæmdar sem hjónadjöflar eða til að hlífa kynsystrum sínum við sársaukanum. Stundum þegja þær af ást til mannsins. Ef faðirinn er einhleyp12
ÖMMubarn við eyjafjÖrð
ur þarf annars konar helgi til að réttlæta þögnina, því að munnmælin hlífa bara þeim sem alþýða elskar. Alþýðan ber aðra út og kjamsar á málinu. En hér skal haft að leiðarljósi að þegja um munnmælasögur. Milligöngumaður um fóstur mömmu var frændi hennar, Jón Kristinsson, faðir leikaranna Arnars og Helgu, sem breytti dómskerfinu með atfylgi Eiríks Tómassonar. Tildrög þess máls voru þau að Jón stöðvaði bíl sinn á gatnamótum Þórunnarstrætis og Byggðavegar, en sá ekki komandi umferð þar sem trjágreinar slúttu nokkuð fram og byrgðu sýn. Hann lét því bílinn renna fram á hornið. Ungir lögreglumenn stoppa hann og saka um að hafa ekki virt stöðvunarskyldu, og Jón hlaut dóm á báðum dómstigum. Eiríkur Tómasson lögfræðingur sá þarna tækifæri til að fá úr því skorið hvort sami maður gæti farið með dómsvald og lögreglustjórn – bæði ásakað og dæmt. Í Strasbourg dæmdi Mannréttindadómstóllinn Jóni í vil. Sami aðili mátti ekki sækja mál og dæma, hvorki á Akureyri né annars staðar. Kjör munaðarlítillar móður fóru aftur á móti að óskrifuðum lögum og hefð. Hlutirnir hafa tilhneigingu til að endurtaka sig. Rúmum tveimur áratugum eftir að amma fékk Bryndísi litlu til fósturs, færði storkurinn henni annað barn og í þetta sinn fósturson frá landi storkanna – Danmörku. Ögnina mig. Móðir mín og faðir, Bryndís Jakobsdóttir og Magnús Guðmundsson, voru að flytjast til Ameríku og niðurstaðan varð sú að ég væri best geymdur hjá ömmu.
Jakob
yngri Vaknar oFan Við
gilið
Minni mitt lifnar fyrst í forstofunni hjá ömmu Borghildi. Það er þriðjudagur eða föstudagur því þá fer sápugustur um húsið, með ilmefnum miðrar tuttugustu aldar sem æ færri nef muna. Þetta er engin alþýðleg grænsápa. Hvað hétu sápurnar? Jú, ódýri þvottalögurinn Piccolo leysir af fituna á svipstundu, Persil Henko þvottaduft ilmar við suðu. Besta blettaefnið er svo Renuzit, Spot and Stain Remover. Það tekur lipstick, fruit stains og fleira segir á þeirri dós, með norðlenskum framburði ef einhver vill stauta. Amma fékk það fínasta úr kaupfélaginu. Þessa daga er fjör víðar en í nösum. Ég er ekki ég, ég er litli Jakob, á þriðja ári. Þessa daga birtist hún Lára, tilkomumikil í slopp með kappa, furðuvera, mjallhvít en vængjalaus og amma ekki langt undan nær óþekkjanleg. Tvær systur í hernum gegn skít, bakteríum og óþverra, vígalegar í júní13
Með suMt á hreinu
formi, hvítum þernubúningi með kappa, enda fyrir tíma Hagkaupssloppa, og máttu þá rykkorn, mylsna og flugur fara að vara sig. Það var sápað hátt og lágt, spikk og span, föt í bala og um nóg að tala. Bónvél, ryksuga, ísskápur, þvottavél eiga hver sitt syngjandi stef í þessari sinfóníu. Eldavélin er óvenju hljóðlát þennan dag, þar frussar ekki og bullar. Hressingin milli áhlaupa er köld, nema kaffið. Hið stolta hús kaupfélagsstjórans að Þingvallastræti 2, svo haganlega byggt, skyldi óaðfinnanlegt. Þetta er ríki ömmu, hennar stórfyrirtæki, heimur eftirstríðsára-frúarinnar. Veldissprotinn er skrúbburinn, veldiseplið sápan. Viðfangsefnið glans og gleði. Amma er reyðfirsk kaupmannsdóttir sem dvaldist nokkur ár í Kanada sem barn og hefur varla kynnst sveitalífi. Heimur íslenskra kvenna upp til hópa hefur þegar hér er komið sögu þrengst frá því lífræna smáríki sem sveitabærinn er, með koppum, kirnum, skemmum, hlóðum, hangiketi, börnum pissandi á moldargólf, kúm, hundum, köttum, heimalningum, rokki, snældu, vefstól og kömbum, vinnukörlum, griðkum, börnum, gestum og gangandi, ullarþvotti,
Höll minninganna, bústaður Jakobs og Borghildar, Þingvallastræti 2 á Akureyri. 14
ÖMMubarn við eyjafjÖrð
mjólkurframleiðslu, sjóklæðagerð og hringrás lífsins … og ummyndast yfir í steypta, ferkantaða umgjörð húss við götu. Í stað lífrænnar lyktar upp úr og niður úr í sveitinni ríkir sápuilmur í hólf og gólf alla daga, en alveg sérstaklega á þriðjudögum og föstudögum í þessu húsi. Tvo daga af sex hamaðist kvennablóminn í kaupfélagsstjórahúsinu við að pússa og þrífa veldistákn borgaranna, heimilið fína, dúkana, línið og fötin. Sumir áttu fínni ættir í höfuðstað Norðurlands. Aðrir bjuggu sér veldi og byggðu sjálfir sitt hús. Við hlið gömlu embættismanna- og kaupmannaættanna reis veldi samtakamáttarins, samvinnustefnunnar – KEA. Aldan sem reis á 19. öld þegar bændur bundust samtökum um kaupfélög var um miðja þá 20. orðin að flóðbylgju og búin að lyfta æðstu leiðtogum hreyfingarinnar til himins – miðað við virðingarstigann á Norðurlandi að minnsta kosti. Heim á sveitabæi bárust fyrir vikið alls kyns nýlendugæði úr krambúðum að ógleymdum undrum iðnvæðingar, traktorum og útvörpum. Akureyri var að verða heilmikil framleiðslustöð, Linda, KEA, Harpa, Sjöfn, skinn og skæði, alveg æði, og sífellt að máta sig við það sem tíðkaðist „fyrir sunnan“. Þegar mamma og pabbi ákváðu að skilja mig eftir hjá ömmu og afa var meiningin sú að það fyrirkomulag yrði aðeins þangað til þau hefðu komið sér fyrir í þessari stórhættulegu borg, New York, þar sem pabbi fékk vinnu hjá Íslenskum aðalverktökum. Þau bjuggu fyrst á góðum stað í íbúð með fögru útsýni til austurs. En til vesturs, út um eldhúsgluggann, blasti við önnur veröld, nánast skuggaleg. Þau guggnuðu því á því að vera þar með litla soninn. Borghildur systir fæddist 16. apríl 1956, þremur árum á eftir mér og fyllti í skarðið. Ég held að þetta hafi í sjálfu sér ekki verið tilfinningaleysi gagnvart mér, heldur megi skrifa þetta fyrirkomulag á tíðarandann, aðstæðurnar, æsku foreldra minna og löngun ömmu og afa. Jakob litli Frímann plumar sig vel í fína húsinu í Brekkunni. Heimurinn hans er lítill, hlýr og góður. Amma og afi dýrka dóttursoninn sem ber bæði nöfn Jakobs afa og Frímanns föður hans. En alltaf er ormur í paradís. Eins og öðrum skynsömum börnum tekst honum að finna sína pínu. Hann áttar sig á því um leið og hann lærir að mæla að í krossgátu lífs hans vantar lykilorð. Á þvottadögum kemur Lára stundum með börnin sín, sem hjala og hoppa um húsið og í kringum sína hvítu kærleiksuppsprettu og allsherjar miðju, mömmu. Fylgitunglið Jakob horfir á vatnið sullast, hún vindur tusk15
Með suMt á hreinu
una. Það er gaman, rytmi og músík, sápuilmur og vinnugleði. Þau segja mamma, mamma – það er stefið. Í þessum söngleik er góður fílingur og blístruð stef við starfið og sönglað í sífellu enda engar popprásir komnar til sögu. Hæ hó, mamma! Lítil börn á pramma. Má ég ekki, mamma, með í leikinn þramma? Ha, amma? Amma kemur niður stigann, með hvíta kappann í hvíta nælonsloppnum. Stundin blæs mér í brjóst, kominn tími á mitt sóló í þessum gleðileik. Ég lyfti örmum og hleyp upp Litli Jakob í fangi ömmu Borghildar í forstofunni að stigann á móti henni og kalla: Þingvallastræti. – Mamma, mamma! … mamma! Hún tekur mig í fangið og segir: – Elskan mín, þú veist ég er ekki mamma þín, ég er amma. Ég lét mér ekki segjast. Vildi færa lífið í rétt horf. Skömmu síðar erum við amma í innkaupaferð, í mjólkurbúð KEA niðri í Gili. Amma er að kaupa skyr, sem stúlkan tekur með tréhlemm úr trogi og klessir í smjörpappírinn sem hún hefur lagt á hvíta vogina. Það tekur stund að vigta, hún tekur af og á með skeiðinni þar til vísirinn er á réttu pundi. Þjappar síðan vel og mótar þykkt, gallsúrt skyrið áður en hún býr til úr böggul. Utan um smjörpappírsböggulinn fer hvítur umbúðapappír. Hún er lipur, hún er vön. Ýtir svo haganlega gjörðum tvöföldum bögglinum yfir borðið í áttina til ömmu, undir vökulu augnaráði frúnna í kring, og nefnir krónur og aura. Amma teygir sig niður í innkaupanetið og opnar budduna. Enn spilar hvatvísin mér senu í brjóst, ég vil laga heiminn minn, hérna úti í heiminum, utan heimilis. Það munar þessum mikilvæga staf. Ég toga í kápuna og segi: – Mamma, mamma! Frúrnar frjósa í kring, öll augu á mér, veslingnum, þær vissu að hún átti hvorki mig né móður mína. Hún er áberandi eðalfrú og á lífi hennar smjattað, nóg er kjaftað í svona plássum. Halda gróurnar, að hún hafi kom16
ÖMMubarn við eyjafjÖrð
ið því inn hjá barninu að hún væri mamma hans? Svona gömul! Stundin er stingandi sár. Vandræðagangur og vel inn pakkað skyr. Budda með smellu, koparaurar sem ilma, skyrið í plastnetið, óstyrk hönd tekur mína. – Næsta, gjörið svo vel. Í óminninu var alvörumamman. Ég var slitinn frá hennar brjósti á öðru ári. Þá hlýtur skelfing að hafa búið um sig. En þangað nær minnið ekki frekar en sólin í djúpið. Mamman breyttist í aðra konu. Ég á ekki mömmu, bara ömmu. Það vantar mikilvægan staf, sjálfan MMM. Efni í angist? Hvað veit maður? Tímabundna, örugglega, úr því að fyrstu minningarnar snúast um mömmuleysið. Maður lærði að gyrða sig og setja járnspöng um hjartað.
Flís
aF Þessu bergi er angi aF Þeirra drauMi
Magnús Guðmundsson, faðir minn, starfaði hjá SÍS (Sambandi íslenskra samvinnufélaga) þegar hann kynntist Bryndísi Jakobsdóttur, móður minni. Hann hafði komist áfram fyrir eigin verðleika og varð kornungur aðstoðarforstjóri SÍS, því að forstjóranum, Vilhjálmi Þór, leist vel á hann. Vilhjálmur Þór var kvæntur Rannveigu, systur Borghildar ömmu. Þær systur voru föngulegar, sigldar kaupmannsdætur frá Reyðarfirði og menn þeirra urðu stórir í unga lýðveldinu. Sjálfur hafði Vilhjálmur verið kaupfélagsstjóri KEA um árabil. Þetta voru duglegir menn sem kvæntust mögnuðum kvensum og tóku sviðið. Þrátt fyrir systraband Rönnu og ömmu Borghildar lentu fjölskyldur þeirra í útistöðum meðan ég var örverpi, sem bitnaði á foreldrum mínum og mér. Gjá myndaðist milli fjölskyldna systranna sem leiddi til þess að faðir minn hætti störfum hjá SÍS í Danmörku, þar sem ég fæddist. Hann söðlaði um, fór yfir Atlantshafið til að gerast starfsmaður Íslenskra aðalverktaka í Bandaríkjunum, eftir stutta veru í millitíðinni hjá Flugfélagi Íslands. Í þessari gjá, milli gamla heimsins og nýja ligg ég eftir, óvitinn. Á Atlantshafshryggnum. Í byggðablóminu Akureyri og naut besta atlætis. Jakob afi fæddist 7. október 1899, Frímanni Jakobssyni smið á Oddeyri og Sigríði Björnsdóttur sem þá var þroskuð móðir. Þau bjuggu á Lundargötu 10 og höfðu eignast litla Jóhönnu Maríu árið áður. 17