Vigdís Grímsdóttir
Fyrsti kafli Saga bernsku minnar líður undir glerhvelfingunni innan múrsins og eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað missa af neinu; það er ég viss um núna þótt ég hafi ekki alltaf hugsað þannig þegar ég var stelpa.
Þorpið mitt liggur í djúpum dal milli hárra fjalla. Sumir segja að það sé á Vestfjörðum, aðrir að það sé á Austfjörðum og enn aðrir fullyrða að það sé einhvers stað ar á hálendinu; en satt að segja veit fólkið sem býr hérna ekkert um hvar það er og þess vegna skipta getgátur þess í rauninni engu máli. Við erum hérna, höfum verið lengi og héðan liggur enginn vegur; þetta eru staðreyndirnar og eftir þeim lifum við og okkur hefur bara tekist það furðan lega vel. Það er reyndar óralangt síðan fólk kom hingað fyrst og þeir sem telja sig fróða segja að frá því að ég fæddist, fyrir rúmlega tólf árum, hafi enginn farið héðan; en þótt ekki sé von á gestum í bráð og hér sé alltaf sama fólkið á ferli ár eftir ár, þá ráfum við þorpsbúar ekki um verklausir og sljóir því að innan múrsins dregur oft til óvæntra tíðinda og þá glymja klukkurnar okkur. Á sunnudögum er frelsið til dæmis algjört á torginu. Þá sleppir fólk sér og nýtur lífsins í botn. Þá les ég ljóð nöfnu minnar. Þá finna menn fyrir alsælu tilfinninganna. – Við skemmtum okkur í hel á sunnudögum, Nína Björk, segir pabbi stundum, en það er ekki fyrr en löngu seinna ~ 9 ~
sem ég átta mig á hvað hann á raunverulega við; menn leggja það ekki endilega í vana sinn að tala skýrt hérna í litla þorpinu í dalnum. Flestir sem búa hérna eru hættir að ganga meðfram múrnum sem umlykur þorpið og því síður gerir fólk sér erindi að hliðinu til að gá að mannaferðum; slíkar ferðir bera hvort sem er engan árangur og þar að auki leiðist varðmönnunum óþarfa rápið í okkur. Það fer líka að verða sjaldgæfara að fólk líti upp í gljáandi glerhvelfinguna til að sjá tunglið líða hjá eða stjörnur ráka kúpulinn og hverfa svo í kolsvart myrkur heimsins fyrir utan. Það er ekki vegna þess að fólkið hérna inni kunni ekki lengur að meta fegurðina, eða finnist hún ekki eftir sóknarverð, heldur vegna hins að án tilgangs hefur fegurðin enga merkingu fyrir okkur lengur, segir það. Ég er ósammála fólkinu hérna um þetta; fegurðin hefur alltaf tilgang og merkingu, hvenær og hvernig sem hún birtist og hvar sem hana er að finna og ég nýt þess að draga fram kíkinn minn og setjast á veröndina fyrir framan húsið heima og virða fyrir mér sólargeislana brotna á kúplinum og þeytast út í loftið, fugla renna sér yfir hvelfinguna, svani nema staðar stundarkorn og baða út hvítum vængjum á leið sinni út í loftið. Ég hef séð brennandi álftir í birtu sólarinnar. Ég hef séð eldrauða uglu tylla í klærnar og renna til á kúplinum. Ég hef séð rjúpu í vetrarham missa hvíta fjöður á glerið. Ég hef séð húmgráa þoku breytast í gullroðna skýjabólstra. Ég hef séð snjóinn bráðna um leið og hann leggst á hvelf inguna. Ég mun alltaf sæta lagi að sjá glitta í heiminn fyrir utan. ~ 10 ~
* * * Nema hvað, fólkið hérna inni hefur svo sem öðrum hnöppum að hneppa en að eyða tímanum í kúpulgláp, múrgöngur og bollaleggingar um fegurð sem það kallar til gangslausa. – Það er samt eðlilegt að þú glápir, Nína, þú verður að skerpa í þér ljóðrænuna, þú mátt alls ekki hætta því, segir það við mig þegar ég er kannski nýbúin að lesa fyrir það ljóð nöfnu minnar á torginu einhvern sunnudaginn og hef beðið það um að horfa í kúpulinn á meðan. Það talar svona vegna þess að allt sem það gerir miðar að því að fullkomna leikritið sem sagt er að verði frumflutt hér á torginu að fáum árum liðnum. Í leikritinu höfum við öll hlutverk og samkvæmt orðum þeirra sem stjórna eru öll hlutverkin jafnmerkileg; hvert og eitt er mikilvægur hlekkur í þeirri slípuðu keðju sem að lokum á að sýna styrk lífsins sem við höfum lifað hér í þorpinu og hvað af honum megi læra. Hér inni hefur því hver einasti blettur þýðingu, hvert einasta íbúðarhús, hver einasta bygging og hver einasti braggi; en hvítu, breiðu braggarnir þrír með rauðu þök unum eru kallaðir kórhús því að þar búa þeir saman sem skipa jafnmarga kóra leikritsins; allt hefur sem sé nákvæma þýðingu og orðið kórhús heldur mun betur utan um merk inguna en orðið braggi sem hefur svo nöturlega skírskotun til erfiðra tíma og minnir alls ekki á tónlist; það er augljóst mál. Hér inni eru ekki erfiðir tímar. Hér inni er ekkert atvinnuþref. Hér inni hafa allir allt það sem þeir þurfa og líf okkar snýst öðru fremur um jafnvægi. Við leitum þess hvern ein asta dag, hvert á sinn hátt og enda þótt leit okkar sé ólík þá ~ 11 ~
viljum við öll að innra með okkur ríki sama jafnvægi og einkennir skipulag þorpsins. Við viljum ekki þurfa að berjast við drauga fortíðarinnar sem gera hvort eð er ekkert annað en að tefja æfingarnar og ögra leikritinu. Við viljum líka að draumar okkar auðgi og dýpki skilning okkar á heiminum og geri okkur fært að njóta frumsýningardagsins og allra annarra dýrðardaga sem á eftir honum munu koma. Þegar það gerist verður gaman hér. Þá uppskerum við einsog við höfum sáð. Málið er bara að missa ekki þolinmæðina, að belgja sig ekki út af svartsýnisrausi, að virða reglur þeirra sem bera ábyrgðina, að treysta því að þeir, sem þekkja jafnvægis listina betur en aðrir menn, hafi hagsmuni okkar í huga hvern einasta dag, einsog þeir segja sjálfir þegar þeir hvetja okkur til þess að njóta þess sem við höfum. – Gangiði bara um þorpið og njótið ykkar, það skiptir svo miklu máli fyrir leikritið, segja þeir en virðast ekki skilja að flestir hérna eru orðnir dauðleiðir á gönguleiðunum og eru því varla á röltinu nema þegar brýna nauðsyn ber til. – Sumir skilja ekki hvað endurtekningin getur verið við bjóðsleg og sumir þekkja greinilega ekki söguna um litla svarta Sambó og tígrisdýrin sem urðu að smjöri af því að þau hlupu stanslaust hringinn í kringum sama tréð, sumir ættu kannski sjálfir að rölta aðeins meira um sitt eigið þorp og kynnast því örlítið betur sem þeir þykjast þekkja einsog lófana á sér, segir pabbi sem á það oftar til en honum er kannski hollt að efast um góð ráð þeirra sem vilja okkur allt hið besta; en hann heldur sér í skefjum. – Lækkaðu röddina, Haukur, segir mamma sem er oftast afskaplega vör um sig og vill ekki að það komist í hámæli að hann pabbi minn spotti góð ráð um göngutúra. ~ 12 ~
* * * Enginn röltir reyndar jafnoft um þorpið og ég. Þeir, sem stundum eru kallaðir sumir og gefa góð ráð um göngutúra, þurfa ekki að halda að ég fari ekki að ráð um þeirra og njóti göngunnar; og þó mér finnist stundum einsog ég hafi stigið hvert einasta skref áður og hafi farið allar hugsanlegar leiðir oftar en þúsund sinnum þá reyni ég að sjá eitthvað nýtt fyrir mér í hverri ferð. – Alltaf á ferðinni, Nína litla, segja varðmennirnir við hliðið og brosa elskulega til mín og eru kannski að gefa hundunum í gulu dallana að morgunlagi og fólkið ekki vaknað ennþá. – Ég nenni ekki að láta mér leiðast, svara ég og bæti við nokkrum orðum um ímyndunaraflið sem bætir stöðugt nýjum litum og tíðindum í gönguferðirnar. Ég ímynda mér til dæmis að einn daginn eigi ég eftir að standa á torginu miðju og lýsa þorpinu mínu fyrir stórum hópi af blindu fólki sem hefur aldrei stigið fæti hingað inn áður, en langar að vita sem mest um gang mála innan múrs ins í einni svipan: – Ágætu vinir, segi ég og hleð spennu í röddina, því ég verð auðvitað að trúa á leikinn sjálf, umhverfis þorpið okkar er múrinn og á hann hef ég málað ótal eldrauða ketti í öllum hugsanlegum dularbúningum sem ég vildi óska að þið gætuð séð því þá sæjuð þið í rauninni alla þá sem búa hérna og líka þá sem bjuggu hérna. Og ef þið gengjuð sjá andi meðfram múrnum endilöngum sæjuð þið alla helstu atburði leikritsins okkar hérna í litla þorpinu frá upphafi til enda; þetta er nefnilega sögulegur leiktjaldamúr. En snúum okkur að gönguleiðunum, frá múrnum liggja nefnilega ótal fallegar og margbreytilegar gönguleiðir; ein þeirra og sú sem ég ætla að segja ykkur frá núna liggur út á ~ 13 ~
engið gula, en þar sér að kvöldlagi glitta í þrjú rökkurlýst kórhús næst múrnum austanverðum – og ef lagt er við hlustir má glögglega heyra óminn af söng kórhúsbúa berast yfir þorpið og um grafreitina á enginu sem eru skreyttir fögrum jurtum og mildu ljósi sem gefur þorpinu okkar gullinn blæ. Á enginu gula í austri búa líka hórurnar okk ar, Rósurnar átta, í háu hvítu húsi með grænni verönd og þær kunna að njóta kórsöngsins þegar þeim gefst stund milli stríða, þær kunna að velta sér í grasi, kyrra huga sinn og njóta fagurra tóna, en það sem meira er, þær kunna líka að kyrra líkama sinn og kenna öðrum að njóta. En, góða fólk, það ljómar fleira hérna en grafreitirnir fögru fyrir framan kórhúsin á enginu gula; það gerir líka Aðalgatan, þar sem litlu hvítu húsin okkar kúra í græn um garði vafin hvítu grindverki. Hún liggur beina leið að hringlaga torginu í miðju þorpsins, þar sem ráðhúsið, bóka safnið, kirkjan, matstofan, þvottahúsið og turninn mynda samhangandi hálfhring utan um leiksviðið og skrúðgarð ana, þar sem ilmandi rósir spretta allan ársins hring, þar sem vatnið streymir í bogum og hlýjan vermir okkur allar stundir. Já, okkur skortir hvorki fegurð né hlýju hérna í litla þorpinu í dalnum og ef við göngum inn á torgið á sumar nóttu og setjumst á bekk og horfum upp í glerhvelfinguna kann að vera að við sjáum undir hrafnsklær og spóafætur tipla á kúplinum og sú sjón er einstök og mér liggur við að segja að hún sé himnesk líka. Ég hef leikið mér að því svo ótal sinnum að lýsa þorpinu mínu í dalnum og ég hef skemmt mér við að spreyta mig á hinum ólíklegustu sjónarhornum; þetta var bara eitt af mörgum. ~ 14 ~
Mér er heldur engin vorkunn því að mér hefur oft liðið vel hérna. En sannleikurinn er samt sá að ég hef miklu oft ar þráð að fara héðan. Mig hefur meira að segja dreymt um að finna leiðina burt. Þannig er líka saga þeirra sem þrá það sem þeir hafa ekki í hendi. Þessi saga bernsku minnar er ein af þeim og eftir á að hyggja hefði ég ekki getað sagt hana öðruvísi; sumt er nefnilega bara nákvæmlega einsog það er og því verður ekki lýst nema einmitt þannig.
Annar kafli Að alast upp í ljóðheimi með sagnaglaðri móður og efast aldrei um orðin; það var trúlega mitt dýrmætasta frelsi, ef hægt er að segja svo um frelsi, ef hægt er að tala svo um fortíðina.
Ef ég á að segja einsog er þá veit ég ekki hvað hefði orðið um mig hérna í litla þorpinu okkar í dalnum ef ég hefði ekki haft ljóðin hennar Nínu Bjarkar til að lifa og hrærast í, til að nærast á og finna samhljóminn í, til að sofna út frá og vakna með. Allt verður mér að ljóðunum hennar og stundum finnst mér raunverulega að ég sé einsog eitt þeirra, einsog ég sé ein af bókunum hennar, einsog allt hennar sé mitt, jafnvel minnið líka; að ég hafi lifað hennar lífi. Auðvitað veit ég að hugmyndin er fáránleg, flestallt sem ég veit um nöfnu mína hefur mamma sagt mér og víst er að ljóðin hennar Nínu rata alls ekki til mín eftir einhverjum undarlegum og óskiljanlegum brautum. Ég drakk þau svo að segja með móðurmjólkinni. ~ 15 ~