Umhverfis Ísland í 30 tilraunum - Ævar vísindamaður

Page 1


Akranes

Hvar erum viÐ?

Við erum stödd á Akranesi. Þú hefur sjálfsagt rétt í þessu keyrt gegnum Hvalfjarðargöngin og ert þess vegna í miklu stuði að komast úr bílnum og teygja örlítið úr þér. Ég mæli hiklaust með því. Líttu í kringum þig

� Langisandur er falleg strönd rétt fyrir neðan sundlaugina

á Akranesi. Hér er hægt að fara í göngutúr, byggja sandkastala, fara í eltingarleik – möguleikarnir eru nánast endalausir. Ég mæli samt ekki með því að þú sendir flöskuskeyti héðan. Ströndin er hreinsuð einu sinni í viku og þess vegna hætt við því að skeytin fari ekki langt – nema þú viljir auðvitað senda skilaboð til þeirra sem hreinsa ströndina.

� Garðalundur er annar staður sem er frábær ef þú vilt vera

úti að leika þér. Hér er nóg pláss fyrir alla, heill haugur af leiktækjum og auk þess er hér frisbígolfvöllur sem var opnaður árið 2013. Frisbígolf er – og það segir sig eiginlega sjálft – blanda af golfi og frisbí, stundum kallað folf. Ég hef sjálfur prófað þessa skemmtilegu íþrótt og get sagt ykkur að fyrir óhittna menn eins og mig býður þetta upp á marga klukkutíma af skemmtun og glensi.


3 - Akr a n es

� Akrafjallið hentar einstaklega vel til göngu. Líttu í kring-

um þig – fjallið fer ekki fram hjá þér. Það eru margar gönguleiðir í boði og hægt að fá kort af þeim helstu á bensínstöðvum í bænum.

� Á Breiðinni er að finna einn elsta steinsteypta vita

landsins. Hann var reistur árið 1918 og þegar það er fjara er hægt að ganga að vitanum og fá að kíkja inn. Útsýnið er yndislegt.

ÍSLANDSSAGAN - ÍRAR OG AKRANES

Saga Akraness nær langt aftur í aldir en talið er að Írar hafi numið þar land um og eftir 880. Þess vegna halda Skagamenn árlega upp á Írska daga. Hátíðin er haldin í júlíbyrjun og allur bærinn iðar af gleði og lífi. Götugrill, söngvakeppni, sandkastalakeppni á Langasandi, dorgveiðikeppni, brenniboltamót, bardagakeppni og keppni um rauðhærðasta Íslendinginn – þetta er bara lítið brot af þeim viðburðum sem hafa verið á Írskum dögum síðustu árin. Er einhver rauðhærður í fjölskyldunni þinni? Skellið ykkur á Írska daga og skráið hann eða hana í keppnina. Góða skemmtun!

Vissir Þú að?

Þú getur leigt hjól og hjólað um Akranes. Hjólaleigan er á tjaldstæðinu í Kalmansvík. Vissir þú að? Skagamenn eru miklir sjósundsgarpar. Þrisvar í viku býður Sjóbaðsfélag Akraness gestum og syndandi með sér í sjóinn. Skoraðu á mömmu og pabba að skella sér – þau verða örugglega ægilega ánægð með þá ísköldu uppástungu.

27


28 HVER FANN UPP FÓTBOLTANN?

Akranes er mikill fótboltabær og þess vegna fannst mér upplagt að forvitnast um uppruna þessarar vinsælu íþróttar. Fótbolti er gömul íþróttagrein. Elstu öruggu heimildir um fótboltaleik eru frá Kyoto í Japan árið 611. Árið 1863 var reynt að búa til markvissar reglur um fótbolta en þær áttu eftir að taka miklum breytingum fyrstu áratugina, líkt og fótboltinn tekur breytingum enn þann dag í dag. Þá voru til dæmis engir markmenn, engin rangstaða, engin net í mörkum, engin þverslá (aðeins límbandsborði eða reipi), engar vítaspyrnur og engir dómarar því fyrirliðarnir sáu um að leysa úr ágreiningsmálum. Af Vísindavefnum

Vissir þú að?

Stærsti fótbolti í heimi er 12,18 metrar í þvermál og 960 kg! Gangi þér vel að gefa þann bolta.

Vissir þú að?

Það er afar erfitt að mæla hversu hratt fótbolti fer þegar búið er að sparka í hann. Engu að síður hafa sérfræðingar skoðað myndbönd af fótboltaleikjum og reiknað út hver eigi hraðasta fótboltaskot allra tíma. Margir komu til greina en á endanum hampaði Ronny Heberson frá Brasilíu þeim magnaða titli. Meðalhraði skota í fótboltaleikjum er um 96 km/klst. Árið 2006 skoraði Ronny mark með bolta sem mældist á rúmlega 212 km/klst. hraða! Ég hefði ekki viljað vera í marki þann daginn ...


3 - A kranes

29

Þjóðsaga - AF HÖLLU OG ELÍNU

Einu sinni voru tvær systur. Önnur þeirra hét Halla og bjó í Straumfirði á Mýrum og var hún fjölkunnug mjög og forn í skapi. Hin systirin hét Elín og bjó í Elínarhöfða í Vogum undir Akrafjalli. Þegar þær töluðu saman stóð Halla á bjarginu hjá Straumfirði en Elín á Elínarhöfða og heyrði enginn hvað þær töluðu!

Þ et t

a er svolítið sk

ga ... ðsa ó j þ rítin

Hvað er skemmtilegast við að búa hérna?

„Það besta við Akranes er að ég má vera frjáls og fara allt sjálfur! Stundum fer ég samt í strætó ef ég er að fara langt. Það er bara einn strætó svo maður getur ekki tekið vitlausan vagn, og svo kostar ekkert í hann! Það er gaman að fara á Langasand, í skógræktina og í sundlaugina.“ Jóel Þór, 9 ára

Sástu eitthvað annað en það sem ég sagði þér frá? _____________________________________________________________________ _____________________________________________________________________ _____________________________________________________________________ _____________________________________________________________________

Viltu vita meira? www.akranes.is www.irskirdagar.is www.folf.is www.visitakranes.is


30

T ilraun

Að halda bolta á lofti - með munninum Skagamenn eru miklir fótboltaunnendur. Athugaðu hvort þú finnur Akranesvöllinn – það er gríðarstór og flottur fótboltavöllur. Þar hafa margir stórleikir verið spilaðir og mörg mörkin verið skoruð. Ég er sjálfur mjög lélegur í fótbolta; einu sinni þegar ég var í grunnskóla var ég meira að segja settur í markið hjá andstæðingnum – ég var svo lítill hluti af leiknum að enginn vissi í hvaða liði ég var! Þess vegna verðum við að gera tilraun sem tengist þessari skemmtilegu íþrótt á einhvern hátt.

Það sem þú þarft:

� Borðtenniskúla � Rör � Svartur tússpenni Hvað gerirðu?

1. Vegna þess að við erum að vinna með borðtenniskúlu en ekki

fótbolta verðum við að láta hana líta út eins og fótbolta. Taktu tússpennann og litaðu borðtenniskúluna eins og fótbolta.

2. Stingdu lengri endanum á rörinu upp í munninn og beygðu

styttri endann beint upp í loftið.

3. Dragðu djúpt að þér andann og haltu borðtenniskúlu

fótboltanum rétt yfir endanum á rörinu.

4. Blástu og slepptu borðtenniskúlu-fótboltanum um leið.


3 - A kranes

Hvað gerist?

Boltinn svífur, beint yfir rörinu!

Hvers vegna?

Blásturinn heldur kúlunni uppi. En það sem heldur henni inni í loftstraumnum er náttúrulögmál sem kallast Lögmál Bernoulli. Samkvæmt því er lágur þrýstingur í efni sem flæðir hratt en hár þrýstingur í efni sem flæðir hægt. Það þýðir að það er lágur þrýstingur í loftstraumnum en hár þrýstingur í loftinu í kring (nema það sé rosalega mikið rok). Kúlunni líður betur þar sem er lítill þrýstingur og þess vegna vill hún vera inni í loftstraumnum. Ef hún fer aðeins út fyrir loftstrauminn ýtir þrýstingurinn henni aftur til baka inn í strauminn.

Tókst tilraunin? Já, hún tókst! Mark!

Nei, blásturinn var ekki nógu sterkur og kúlan skoppaði burt. Við þurfum framlengingu!

Samanburðartilraun:

Ef þú ert með hárþurrku á þér geturðu gert samanburðartilraun. Slepptu kúlunni beint fyrir ofan hárþurrkuna og sjáðu hvernig hún svífur enn hærra. Þú getur meir að segja prófað að færa hana hægt og rólega til og frá - kúlan eltir loftstrauminn.

Hafðu í huga:

Passaðu þig að blása ekki kúlunni út í buskann. Passaðu að svarti tússliturinn fari ekki út um allt. Ef þú notar hárþurrkuna skaltu passa þig að brenna þig ekki. Farðu varlega.

31


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.