Vistvæn, blönduð byggð í Skeifunni
Heildarsýn Lítill þéttleiki í borginni leiðir til þess að hún er ekki sjálfbær-fjárhagslega, félagslega og vistfrræðilega. Því er í skipulaginu áhersla á vistvænt skipulag ásamt þéttingu byggðar sem er í takt við stefnu aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Kostir vistvæns skipulags eru margir en þeim má skipta í þrjá meginþætti:
Meginatriði nýs skipulags
Hjólastígar
Lykilorð: • • • •
Vatn Nýjar byggingar
an dsb r
Gróðurhús
aut
Gamlar byggingar
Fjárhagslegir: verðmat eigna og lands eykst í kjölfar aukinna lífsgæða sem svæðið býður upp á.
Lífsgæði, maður er manns gaman Öryggi, meira fólk-meira öryggi Sjálfbærni, sjálfbærar samgöngur (hjól, ganga, almenningssamgöngur) Heilsa, hjóla-ganga-lengra líf
Vistkerfi Skipulag og hönnun svæðisins lýtur að því að skapa búsvæði fyrir lífverur. Vatn
Meginmarkmið vatnsáætlunar hverfisins er að skapa raunverulega hringrás vatns innan þess og hámarka nýtingu vatns. Vatn sem annars rynni beint til sjávar er nýtt innan svæðisins til ræktunar og hreinsað áður en því er hleypt út úr kerfinu. Miðað er að því að skapa umhverfi á mannlegum skala. Rannsóknir sýna að fólki líður vel í umhverfi þar sem hæð bygginga og lengd á milli þeirra er á skalanum 1/1 til 1/4. Þá er talið æskilegt að bil á milli húsa sé að minnsta kosti tvöföld hæsta vegghæð á Íslandi svo allir íbúar njóti sem mestrar sólar. Hluti núverandi bygginga eru fjarlægðar vegna þess að þær hafa lítið gildi í sjálfu sér, þær eru ekki í skala mannsins og því ekki til þess fallnar að bæta götumynd. Við þær myndast enn fremur opin svæði sem eru ónýtt. Núverandi vegakerfi er að mestu látið halda sér, haldið er í Skeifuna af virðingu við sögu hverfisins en gatan er í raun eitt af fáum sérkennum hverfisins. Aðrir núverandi vegir eru gerðir beinni og skipulag randbyggðar haft til hliðsjónar með áherslu á sterkt göturými en því eru byggingar staðsetta mjög nálægt götu. Miðað er að því að dreifa akandi umferð um allt svæðið og það verði því hvergi mjög mikil umferð innan hverfisins. Akvegir eru hafðir þröngir og götutré staðsett í göturými til þess að hægja á umferð. Trjágróður er í fyrirrúmi í göturými og á grænum svæðum til fegurðarauka, rýmismyndunar og bindingu svifryks. Leitast er við að mynda kjarna með göngugötu um miðbik svæðisins með blandaðri notkun bygginga. Göngugata er höfð liltöuluega stutt (um 180 metrar) og er lengd metin út frá fjölda íbúa í hverfinu og forsendum fyrir því að göngugata með verslun og þjónustu geti borið sig. Nýjar byggingar leitast að því að skapa rými á mannlegum skala. Milli bygginga eru almenningsrými en gert er ráð fyrir torgum og grænum svæðum þar sem áhersla er á gangandi umferð. Almenningsrými í húsagörðum eru einnig nýtt til matvælaframleiðslu og útiveru fyrir íbúa hverfisins. Einkarými eru 4-5 metra frá íbúðabyggingum og á svölum bygginga. Áhersla er á staðsetningu einkarýma mót suðri, og eru byggingar þar sem það er talið nauðsynlegt staðsettar 4-5 metra frá gangstétt. Megin hjóla-og gönguleiðir eru merktar á kortinu. Einnig er á kortinu merkt inn leið sporbundinnar umferðar (léttlest) samkvæmt umferðarspá fyrir Reykjavík til 2024. Hringtorgi á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Réttarholtsvegar er breytt í umferðarljós og lokað fyrir innakstur þar sem nú er veitingastaðurinn Metro. Með þessu móti komast gangandi vegfarendur yfir gatnamótin að Skeifu frá Vogahverfi. Þessi breyting er einnig gerð til þess að sporbundin umferð komist betur leiðar sinnar. Í Mörkinni er haldið áfram með upprunalegt skipulag hvað varðar afstöðu bygginga og bil milli þeirra. Mön er bætt við suðvestan nýju byggðarinnar til að vernda byggð fyrir hljóðmengun frá Miklubraut.
Einkarými Almenningsrými Stór tré (Ösp, Hlynur, Silfurreynir) Lítil tré (Selja, Reyniviður) A
Félagslegir: Staðir verða eftirsóknarverðari og í kjölfar þess eykst virðing og ábyrgð samfélagsins fyrir svæðinu, minnkar stress borgarlífsins og eykur lífsgæði.
Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir blandaðri byggð þar sem atvinnustarfsemi, íbúðir og félagsleg borgarrými eru í fyrirrúmi. Hluti upprunalegra bygginga er látinn halda sér, matvælaframleiðsla verður færð inn í hverfið og græn svæði aukin.
Bílastæði
url
Vistfræðilegir: Góð áhif á míkróveðurfar, myndar búsvæði fyrir lífverur.
Markmið er að glæða svæði Skeifunnar í Reykjavík lífi út frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, fjölga íbúum og um leið stuðla að bættum lífsgæðum. Niðurstöður greiningarvinnu eru nýttar sem grunnur í hönnunar-og skipulagsvinnu byggðri á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Skoðuð eru dæmi erlendis frá og lykilatriði vistvænnar og sjálfbærrar byggðar yfirfærðar og staðfærðar á hönnunarsvæði.
Skýringar
Su ð
Skuggamyndun í mars
Mörk hönnunarsvæðis Nýjar hæðarlínur Sporbundin umferð Göngu-og verslunargata Göngustígar í gegnum byggingar
Suð u
rlan dsb rau t
Umhverfi Svæðið er í nálægð við stór græn svæði, Laugardalinn og Elliðaárdal. Einnig eru m.a. í nágrenninu stór verslunar, skrifstofu og íbúðahverfi.
Byggingar Byggingar sem fyrir eru á staðnum eru nýttar og þeim breytt. Nýjar byggingar eru gerðar eftir forskrift vistvæns skipulags.
Götumynd Áhersla á gróður og umhverfi verður í skala mannsins. Sjálfbærar ofanvatnslausnir spila einnig stóran þátt í götumyndinni.
12:00
08:00
Myndir að ofan sýna skuggavörpun í mars á kl. 08, 12 og 17. Þar má sjá hvar sól skín víða í hádeginu sem gerir það mögulegt að dvelja utandyra sunnan megin við byggingar. Þar sem sólríkt er myndast góðar aðstæður fyrir starfsemi kaffihúsa með útisvæði. Bílastæði
Mörk hönnunarsvæðis Vegir Byggingar
mic
use
Skeifan
Grensásvegur
Landhalli
y]
onl
Tré
Núverandi skipulag einkennist af bílastæðum og tekur skipulagið mið af þörfum einkabílsins. Erfitt er fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur að komast um svæðið. Græn svæði eru aðallega í jöðrum svæðisins og eru afgangssvæði í skipulaginu og eru lítið notuð.
Bílastæði eru að mestu staðsett í bílastæðahúsum sem eru bæði hálfniðurgrafin og undir byggingum. Einnig eru bílastæði við gangstéttar í göturýminu. Hálfniðurgrafin bílastæðahús eru milli gamalla bygginga þar sem erfitt og dýrt er að grafa undir þær.
Suðu
Einkasvæði
Félagslegir þættir Svæðið verður til þess fallið að auka lífsgæði íbúa. Það verður gert með því að skapa umhverfi sem hvetur til samskipta milli íbúa. Leitast er við að skapa aðstæður fyrir alla þjóðfélagshópa með blandaðri byggð, en það getur komið í veg fyrir félagslega einangrun.
Ofanvatn Sjálfbærar ofanvatnslausnir verða notaðar á skapandi hátt á svæðinu og nýttar til fegurðarauka. Vatn er því hreinsað á svæðinu áður en því er hleypt aftur í vistkerfið.
Matvælaframleiðsla Matvælaframleiðsla verður færð inn á svæðið með ræktunarreitum í görðum fjölbýlishúsa. Þannig er komið til móts við hugtakið ,,Geta til aðgerða” sem er eitt af meginstefum í sjálfbærri hönnun. Matvælaframleiðsla styrkir samskipti íbúa, gefur ánægju og stuðlar að útivist og samveru.
Samgöngur Áhersla á gott aðgengi hjólandi og gangandi umferðar. Góðar strætisvagnasamgöngur eru til staðar að svæðinu (innan 300 metra) en áhersla er á að viðhalda þeim. Þá er í ríkum mæli komið til móts við gangandi og hjólandi vegfarendur.
Íbúðir Skrifstofur/verslun/þjónusta
Færri hæðir eru mót suðri til að hleypa birtu inn í húsagarðana og einkasvæði framan við byggingar. Fjórar hæðir eru í norðurenda húsagarða til að skýla fyrir norðanátt og auka þéttleika.
[Academic use only]
Skeifan er í nálægð við græn svæði, svæðið liggur lágt og í dæld og er þar af leiðandi ákjósanlegt svæði til þess að nýta sjálfbærar lausnir við hreinsun ofanvatns á staðnum. Vatn á svæðinu flæðir um yfirfall milli tjarna frá norðvestri til suðausturs gegnum kerfi yfirfalls úr tjörnum og þaðan áleiðis til Elliðaárósa.
Blönduð notkun
3 hæðir 4 hæðir
Skrifstofuhúsnæði/stærri verslunarrými eru staðsett í jöðrum og gegna hlutverki hljóðdempunar fyrir íbúðabyggð, blönduð byggð með mismunandi starfsemi er staðsett um miðbik svæðisins.
ogu iðav Ske
Gatnamót gefa gangandi vegfarendum forgang með því að láta sama efni flæða af gangstéttum og yfir götuna. Þá er vegur upphækkaður sem veldur því að ökumenn hægja á sér við gatnamót. Gatnamót mynda því eins konar torg þar sem fólk hittist.
2
r
2
Bílakjallarar
1
1 hæð 2 hæðir
B1
Vatn
Gróður og græn svæði
[A
rlan dsbr aut
Hálfniðurgrafnir bílakjallarar
Bílastæði/malbik
e cad
1
17:00
Suðu
B
rlan dsbr aut
3 Almenningssvæði
B
B1
1-2 herbergja íbúðir 3 herbergja íbúðir á tveimur hæðum
Miklubraut
Miklubraut Hús aðgengilegt hjólastól
Mkv. 1:1250 A1
3-4 herbergja raðhús
Atvinnuhúsnæði (verslun, þjónusta, skrifstofur)
3 Mkv. 1:200
A1
A Suðurlandsbraut
P
P
Göngugata
P
Miklubraut
Byggingar Mkv. 1:500
Snið B-B1 sýnir götumynd í nýju skipulagi Skeifunnar. Gangstéttir eru breiðari sólarmegin. Þá er fyrsta hæð húsa inndregin á sumum stöðum til að skapa sterkari rýmiskennd og skýla fyrir veðri og vindum.
Á myndunum má sjá dæmi um samsetningu íbúða á tilteknu svæði í skipulaginu. Blönduð byggð getur komið í veg fyrir að ákveðnir þjóðfélagshópar einangrist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi í þremur íbúðakjörnum í skipulaginu. Í þessum þremur íbúðakjörnum verður farið lengst með vistvæna nálgun. Auk þess sem gert er ráð fyrir gróðurræktarbeðum í húsagörðum mun allt skólp vera hreinsað í skólphreinsistöð og í tjörn í húsagarðinum. Vatnið er síðan notað til þess að vökva plöntur í ræktunarbeðum íbúa í húsagarðinum og gróðurhúsum, en þar verður aðstaða fyrir íbúa til þess að stunda eigin ræktun allt árið. Einnig munu húsin nýtast sem aðstaða fyrir fólk til þess að hittast og slaka á, sérstaklega yfir vetrartímann þegar veður er óhagstætt til útiveru. Í göturými myndast ákjósanlegar aðstæður fyrir fólk, sem gefur rekstri verslunar og kaffihúsa gott rekstrarumhverfi. Þar myndast aðstæður þar sem fólk kemur saman og getur því komið í veg fyrir félagslega einangrun. Að auki má á mynd til hægri sjá dæmi um hvernig bílastæði, hjólastígur, göngustígur og einkarými raðast í götumyndinni. Götutré og vistvænar ofanvatnslausnir afmarka hjólandi og gangandi vegfarendur frá akandi umferð.
Gísli Rafn Guðmundsson Haustönn 2011 UMSK IV Kennarar: Auður Sveinsdóttir Birkir Einarsson Svava Þorleifsdóttir
Heimildir:
Ritchie, A., & Thomas, R. (2009). Sustainable urban design (2 ed.). New York: Taylor and Francis. Guðmundur Hannesson (1916). Um Skipulag Bæja. Reykjavík: Gutenberg. Lau, S. S. & Yang, F. (2009). Introducing Healing Gardens into a University Campus: Design Natural Space to Create Healthy and Sustainable Campuses, bls. 55-81. Sótt 12. október 2011 á http://www.informaworld.com/smpp/section?content=a908223220&fulltext=713240928. Urban Task Force, 1999. Ryan og Weber, 2007, 101. Hugh Barton, Marcus Grant og Richard Guise. (2003). Shaping Neighbourhoods. New York: Spon Press. J. William Thompson og Kim Sorvig (2008). Sustainable landscape construction, a guide to green building outdoors (2. ed). Wahington: Islandpress.