Strandir: Transport and Mobility, Strandir: Samgöngur og Hreyfanleiki

Page 1

Strandir: Samgöngur og hreyfanleiki Höfundar: Gísli Rafn Guðmundsson, Katrín Anna Lund og Gunnar Þór Jóhannesson

Markmið verkefnisins er að kanna hvernig samgöngur hafa áhrif á hreyfanleika (e. mobility) staða, staðsetja þá á huglægan máta og hvernig sú staðsetning hefur áhrif á ímynd tiltekins svæðis. Það svæði sem rannsóknin hefur beinst að er Strandasýsla sem nær frá Holtavörðuheiði í suðri að Geirólfsgnúpi, milli Skjaldbjarnarvíkur og Sigluvíkur, í norðri. Á síðustu árum hefur nokkur uppbygging ferðaþjónustu átt sér stað á Ströndum, ekki síst í kjölfar stofnunar Galdrasýningar á Ströndum árið 2000. Á veggspjaldinu eru borin saman kort af svæðinu frá mismunandi tímabilum sögunnar, allt frá 17. öld þegar galdraofsóknirnar hófust. Áhersla er lögð á að leiða fram breytingar á samgöngum á landi. Einnig er gerð stuttlega grein fyrir frumniðurstöðum viðtala sem beindust að upplifun fólks á samgöngum og breytingum á þeim ásamt tengslum svæðisins við aðra landshluta. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Chair in Arctic Tourism. Destination Development in the Arctic (20102013).

Viðtöl Tekin voru viðtöl við 12 íbúa á Ströndum. Viðmælendur voru valdir útfrá búsetu og aldri en þeir voru allir komnir yfir fertugt. Að neðan má sjá dæmi um úrvinnslu viðtala. Viðtölin voru hljóðrituð og að auki voru leiðir og hugmyndir um hreyfanleika og ímynd ákveðinna svæða rissuð á kort. Gerð voru tvö kort með hverjum viðmælanda, eitt í nútíð og annað í fortíð (fyrir 20 árum eða meira). Einnig voru viðmælendur spurðir að hvaða svæði Strandir væru í þeirra huga.

Að ofan er kort úr fortíð Ásdísar. Það lýsir miklum hreyfanleika á tiltölulega afmörkuðu landsvæði, þá sérstaklega á milli Kollafjarðar, þar sem hún ólst upp og til Hólmavíkur. Ferðir tengjast einkum atvinnu, s.s. sauðfé í sláturtíð og göngum.

Að ofan er kort úr fortíð Ágústs. Þar má sjá hvernig hann sér fyrir sér mörk Stranda, hvernig hann ferðaðist á Norðurstrandir og ferðir hans á böll.

Að ofan er kort úr nútíð Ásdísar. Þar má sjá hreyfanleika á stærra landsvæði, sem helst í hendur við bættar samgöngur og aðra atvinnu.

Að ofan er kort úr nútíð Ágústs. Þar má sjá hvernig betri tenging verður við Barðastrandasýslu með nýjum vegi yfir Þröskulda. Hún gerir það að verkum að umferð minnkar talsvert um strandleiðina sunnan Hólmavíkur og að Borðeyri.

Samgöngur fyrr á öldum Samgöngur á sjó

17.-19. öld

Samantekt á helstu niðurstöðum viðtala

Í viðtölum kom fram mjög skýr skipting Strandasýslu í þrjú svæði eftir hreyfanleika. Suðursvæði tengist saman af Borðeyri, Laugabakka og Hvammstanga. Miðjusvæðið hverfist um Hólmavík. Norðursvæðið er sér á báti þar sem fáir íbúar hafa heilsársbúsetu. Þessi uppskipting svæðisins getur nýst sem grunnur að markvissri framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og frekari vöruþróun.

1914-1918

1941-1948

Í dag

Steingrímsfjarðarheiði

Þröskuldar i

eið lsh a d

a in Ste

Samgöngur á Ströndum fóru að mestu fram sjóleiðina allt fram á miðja 20. öld. Helstu sjóleiðir voru rissaðar á kort samkvæmt viðtölum. Hér koma í ljós miklar tengingar á Húnaflóasvæðinu, til Skagastrandar, Blönduóss og Hvammstanga.

Margar þjóðleiðir má finna frá þessum tíma en ekki var um neina eiginlega vegi að ræða. Flutningur á vörum fór að mestu fram sjóleiðina.

Kort sem herforingjar dönsku stjórnarinnar mældu á árunum 1914-1916 var mikilvægt skref í Íslensri kortagerð. Kortin sýna helstu reiðleiðir og slóða í Strandasýslu en engir eiginlegir vegir voru komnir í sýsluna. Ætla má að slóðarnir hafi verið í mjög misjöfnu ásigkomulagi. Hér sést að helstu leiðir þræða strandlengjuna frekar en um heiðar og hálsa.

Á árunum 1941-1948 kortlögðu Landmælingar Íslands helstu vegi á landinu. Kortin sýna vegi í Strandasýslu. Vegur yfir Steinadalsheiði var lagður árið 1933, fyrsti akvegurinn sem lagður var til Hólmavíkur. Árið 1948 var sá vegur leystur af með nýjum akvegi um Strandir að Holtavörðuheiði.

Í dag er vegakerfi ágætt í Strandasýslu þó vegirnir séu víða hrikalegir norðan Hólmavíkur. Samkvæmt viðtölum munar mikið um malbikaðan veg yfir Arnkötludal (Þröskulda) sem opnaður var árið 2010 en þá þurfti ekki lengur að þræða firðina á suðurhluta Stranda. Þessi tenging minnkar umferð á suðursvæðinu en um leið opnar hún hringleið um svæðið sem felur í sér möguleika í þjónustu við ferðamenn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.