Golf á Íslandi - 3. tbl. 2016

Page 1

3. TBL. 2016

GOLF.IS

Englendingar fögnuðu sigri á frábæru Evrópumóti á Urriðavelli

Allt sem þú þarft að vita um Íslandsmótið í golfi 2016 á Jaðarsvelli


Auðvelda leiðin til að kaupa dýru hlutina Raðgreiðslur

Með raðgreiðslum er hægt að dreifa greiðslum vegna stærri kaupa í allt að 36 mánuði.

K

1

W


KRINGLAN

103 REYKJAVÍK

WWW.ZO-ON.IS


ERTU MEÐ GOLFREGLURNAR Á HREINU? Við höfum sett af stað okkar árlega Golfleik þar sem þú getur látið reyna á golfþekkingu þína. Leikurinn í ár inniheldur spurningar úr nýju golfreglubókinni og eru því ekki þær sömu og í fyrra. Því betur sem þér gengur í leiknum því meiri líkur eru á að þú hreppir golfferðina. Við höfum einnig bætt við aukaborði í leiknum þar sem þú getur tífaldað líkurnar á vinningi. Hér mun svo sannarlega reyna á þekkingu þína á golfreglunum. Sýndu hvað í þér býr og taktu þátt í leiknum á golf.vordur.is

GOLFVERND VARÐAR Vörður býður kylfingum sérstakar tryggingar, t.d. gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.


TAKTU ÞÁTT Á golf.vordur.is Stóri vinningurinn í ár er golfferð fyrir tvo með Heimsferðum til La Sella á Spáni.

Vörður styður við útgáfu Golfreglubókar GSÍ


Meðal efnis:

54

14

Sturla Höskuldsson PGA golfkennari fer yfir Jaðarsvöll og gefur góð ráð.

Frábær árangur karlandsliðsins á EM í Lúxemborg. Leika gegn þeim bestu á ný á næsta ári.

16 38 Glæsilegt Evrópumót kvennalandsliða fór fram á Urriða­ velli. Englendingar fögnuðu sigri í fyrsta sinn frá árinu 1999.

Íslandsmótið í golfi fer fram á Jaðarsvelli. Mikill heiður að fá Íslandsmótið segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA.

70 30

ÓIafía Þórunn hefur farið vel af stað á sterkustu mótaröð Evrópu.

Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Guðfinna er fyrsti Íslandsmeistari kvenna og Karen dóttir hennar er sú sigursælasta. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Hörður Geirsson, Sturla Höskuldsson, Jóhann Ingi Gunnarsson.

Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556.

Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir.

Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum.

Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Helga Björnsdóttir, Auðunn Níelsson tók myndirnar í kennsluefnið, Golli / mbl.is, erlendar myndir golfsupport.nl, Jón Júlíus Karlsson.

Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í ágúst.


MacBook Air

Þráðlaust frelsi og öflug tækni með alvöru rafhlöðuendingu.

11” MacBook Air endist í allt að 9 klukkustundir í fullri hleðslu en 13” í allt að 13 klukkustundir. Þar að auki getur MacBook Air verið í biðstöðu í allt að 30 daga og því er ekkert mál að halda áfram þar sem frá var horfið þó að tölvan hafi tekið sér blund í daga eða vikur.

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Hápunktur sumarsins Ég hef áður minnst á það í pistlum mínum hversu mikilvægir félagsmennirnir eru í starfi golfklúbbanna. Félagsandinn og vinaleg stemning, sem er keyrð áfram af virkum sjálfboðaliðum, er það sem heldur uppi golf­ íþróttinni. Þetta sést best um þessar mundir enda hefur hið íslenska golfsumar nú náð hápunkti sínum. Meistara­ mótum klúbbanna er nýlokið og voru þau golfklúbbum og kylfingum þeirra til mikils sóma. Gríðarlegur fjöldi keppenda og sjálfboðaliða hefur nú lokið þátttöku í stærstu golfviku ársins. Mig langar til að óska sigurvegurum til hamingju með árangurinn og þakka öðrum sérstaklega fyrir þeirra þátttöku.

Talandi um sjálfboðaliða. Dagana 3.-9. júlí fór fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli. Mótið er það stærsta sem haldið hefur verið á Íslandi en hátt í 200 erlendir gestir mættu til landsins til að taka þátt í mótinu, með einum eða öðrum hætti. Keppendur, liðsstjórar, þjálfarar, sjúkraþjálfarar, næringaráðgjafar og stuðningsmenn liðanna skemmtu sér konunglega við bestu hugsanlegu aðstæður hjá Golfklúbbnum Oddi – í blíðskaparveðri. Framkvæmd mótsins heppnaðist fullkomlega og eiga starfsmenn GO mikið hrós skilið fyrir sína vinnu. Það var einstakt að fylgjast með klúbbnum takast á við verkefnið, sem hófst fyrir löngu síðan. Hjá klúbbnum var mikil tillhlökkun í starfsfólki og ekki síður hjá félagsmönnunum. Það sýndi sig best í þátttöku sjálfboðaliðanna. Um 80 sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóginn og komust keppendur ekki hjá því að finna fyrir einstökum velvilja og gestrisni félagsmanna klúbbsins alla keppnisdagana. Það er ekki sjálfgefið að félagsmenn séu tilbúnir að lána völlinn sinn í heila viku og leggja þar að auki á sig margra daga vinnu við undirbúning og aðstoð við mótshaldara. Þessu fólki vil ég færa mínar hjartans þakkir. Íslenska golfhreyfingin hefur sýnt það og sannað hún kann að takast á við stór verkefni og leysa þau vel. Ég efast ekki um að fleiri stórmót muni fylgja í kjölfarið. Stóru verkefnum sumarsins er hins vegar hvergi nærri lokið því nú hefst enn ein veislan – sjálft Íslandsmótið í golfi. Að þessu sinni munu félagsmenn í Golfkúbbi Akureyrar taka á móti bestu kylfingum landsins og ég þykist vita að móttökurnar verði góðar. Fjölmargir norðanmenn hafa komið að undirbúningi mótsins til þessa og enn fleiri munu koma að sjálfri framkvæmdinni. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla áhugasama um að leggja golfkúbbnum lið, mæta á völlinn og fylgjast með bestu kylfingum landsins, í keppni þeirra um stærsta titilinn. Sjáumst á Jaðarsvelli. Með bestu kveðju, Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands


BIG MAX KERRUR OG POKAR

Fyrir 5 árum fundum við þetta merki og hófum sölu á kerrum og pokum frá Big Max. Þetta örumerki náði strax vinsældum meðal íslenskra kylfinga og viðtökurnar hafa verið mjög góðar.

Við erum með gott úrval af kerrum, kerrupokum og burðarpokum frá Big Max og flestir ættu að geta fundi kerru og/eða poka við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

Í golfpokum leggur BIG MAX mikla áherslu á góða vatnsvörn og flestir pokarnir frá þeim eru algjörlega vatnsheldir

Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja og fjögurra hjóla kerrur ásamt kerrum fyrir krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað mestum vinsældum er Blade+ kerran sem fellur alveg einstaklega vel saman.


Frábær meistaramótsvika Meistaramót flestra golfklúbba landsins fóru fram dagana 3.-9. júlí. Veðrið lék við keppendur á SV-horni landsins en það var frekar kalt á Norðurlandi á þessum tíma. Mjög góður árangur náðist en hér er stiklað á stóru í úrslitum úr meistara­ flokkum karla og kvenna. 3. Sigmundur Einar Másson 297 högg (7574-75-73) +13 1. Særós Eva Óskarsdóttir 324 högg (79-8183-81) +40 2. Freydís Eiríksdóttir 325 högg (83-83-8079) + 41 3. Ingunn Gunnarsdóttir 331 högg (76-8887-80) +47 Arnór Ingi Finnbjörnsson og Ragnhildur Sigurðardóttir klúbbmeistarar GR 2016.

Golfklúbbur Reykjavíkur 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson 295 högg (7672-74-73) +9 2.-3 Stefán Már Stefánsson 295 högg (7175-77-72) +9 2.-3. Einar Snær Ásbjörnsson 295 högg (7270-75-78) 9 1. Ragnhildur Sigurðardóttir 308 högg (7277-82-77) + 22 2. Halla Björk Ragnarsdóttir 311 högg (8676-75-80) +31

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: 1. Alfreð Brynjar Kristinsson 288 högg (7371-73-71) +4 2. Ólafur Björn Loftsson 291 högg (71-7277-71) +7

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær meistaramótsvika

Særós Eva Óskarsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson klúbbmeistarar GKG.

Svanhvít Helga Hammer og Kristinn Sörensen klúbbmeistarar GG.

Golfklúbburinn Keilir 1. Axel Bóasson 277 högg (69-67-69 -72) -7 2. Henning Darri Þórðarson 281 högg (6772-72-70) -3 3. Sigurþór Jónsson 286 högg (70-69-71-76) +2 1. Þórdís Geirsdóttir 314 högg (81-77-7680) +30 2. Helga Kristín Einarsdóttir 315 högg (7674-77-88) +31 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir 317 högg (7976-81-81) +33


BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525


Golfklúbbur Suðurnesja

Kristján Þór Einarsson og Nína Björk Geirsdóttir klúbbmeistarar GM 2016.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar 1. Kristján Þór Einarsson 278 högg (68-6773-70) -10 2. Theodór Emil Karlsson 294 högg (69-7875-72) +6 3. Björn Óskar Guðjónsson 299 högg (7777-73-72) +11 1. Nína Björk Geirsdóttir 297 högg (72-7576-74) +9 2. Heiða Guðnadóttir 308 högg (71-76-8279) +20 3. Helga Rut Svanbergsdóttir 326 högg (8682-77-81) +38

1. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 292 högg (69-73-75-75) +4 2. Björgvin Sigmundsson 305 högg (73-7377-82) +17 3. Örn Ævar Hjartarson 310 högg (81-7280-77) +22 1. Karen Guðnadóttir 302 högg (75-68-8079) +14 2. Kinga Korpak 334 högg (81-82-84 -87) +46 3. Laufey Jóna Jónsdóttir 343 högg (81-8084-98) +55

Nesklúbburinn 1. Oddur Óli Jónasson 278 högg (70-70-6771) -10 2. Nökkvi Gunnarsson 286 högg (72-7171-72) -2 3. Steinn Baugur Gunnarsson 286 (69-7472-71) -2 1. Karlotta Einarsdóttir 299 högg (73-7277-77) +11 2. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir 328 högg (80-84-80-84) +40 3. Matthildur María Rafnsdóttir 344 högg (82-87-86- 89) +56

Golfklúbbur Selfoss 1. Hlynur Geir Hjartarson 284 högg (7472-69-69) + 4 2. Gunnar Marel Einarsson 295 högg (7274 -76-73) +15 3. Jón Ingi Grímsson 298 högg (75-76-7869) +18 1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir 330 högg (83-82-86-79) +50 2. Alda Sigurðardóttir 373 högg (93-23-9399) +93 3. Arndís Mogensen 390 högg (94-97-10099) +110

Golfklúbbur Vestmannaeyja Feðgin klúbbmeistarar GOS 2016, Hlynur Geir Hjartarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

1. Gunnar Geir Gústafsson 295 högg (7476-66-79) +15 2. Daníel Ingi Sigurjónsson 301 högg (7576 -76-74) +21 3. Lárus Garðar Long 301 högg (72-76-7578) +21

Golfklúbbur Akureyrar 1. Víðir Steinar Tómasson 298 högg (7575-76-72) +14 2. Eyþór Hrafnar Ketilsson 301 högg (8274-70-75) +17 3. Kristján Benedikt Sveinsson 309 högg (80-80-75-74) +25 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir 302 högg (7676-72-78) +18 2. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 322 högg (78-92-79-83) +48 3. Guðlaug María Óskarsdóttir 376 högg (90-100-92-94) +92

1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 347 högg (9090-82-85) +67 2. Sara Jóhannsdóttir 358 högg (90-92-9680) +78 3. Katrín Harðardóttir 364 högg (88-91-9095) +84

Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Víðir Steinar Tómasson klúbbmeistarar GA 2016.

Karlotta Einarsdóttir og Oddur Óli Einarsson klúbbmeistarar NK 2016.

Golfklúbbur Grindavíkur 1. Kristinn Sörensen 303 högg (72-76-7679) +23 2. Jón Valgarð Gústafsson 303 högg (78-7769-79) +23 3. Hávarður Gunnarsson 309 högg (72-7385-79) +29 1. Svanhvít Helga Hammer 264 högg (8882 -94) +54 2. Hildur Guðmundsdóttir 280 högg (9293-95) +70 3. Þuríður Halldórsdóttir 285 högg (98-8899) +75

Golfklúbburinn Leynir 1. Stefán Orri Ólafsson 305 högg (73-7879- 75) +17 2. Hróðmar Halldórsson 314 högg (76-8081-77) +26 3. Jón Örn Ómarsson 316 högg (81-77-7781) +28 1. María Björg Sveinsdóttir 352 högg (8986-87-90) +64 2. Elín Dröfn Valsdóttir 368 högg (88-9595-90) +80

Golfklúbbur Setbergs 1. Helgi Birkir Þórisson 292 högg (72 -7369-78) +4 2. Hrafn Guðlaugsson 293 högg (71-77-7669) +5 3. Ólafur Hreinn Jóhannesson 308 högg (75-77-77-79) +20

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 1. Adam Örn Stefánsson 296 högg (70-7379-74) +8 2. Jóhann Sigurðsson 301 högg (74-78-7475) +13 3. Hólmar Ómarsson Waage 314 högg (7077-81-86) +26 1. Guðrún Árnadóttir 348 högg (92-78-8395) +62

w

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær meistaramótsvika


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


Efri röð frá vinstri: Gísli Sveinbergsson, Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús.

Glæsilegur sigur í Lúxemborg Ísland leikur á ný á meðal þeirra bestu á Evrópumótinu 14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

ENNEMM / SÍA / NM67756

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


markhönnun ehf

Íslenska karlalandsliðið lék frábærlega í 2. deild Evrópumóts karlalandsliða hjá áhugamönnum en keppt var í Lúxemborg. Allt frá fyrsta keppnisdegi sýndi íslenska liðið styrk sinn og stóð uppi sem sigurvegari. Eftir höggleikinn sem stóð yfir í tvo daga var Ísland í efsta sæti. Ísland lék því gegn Slóveníu í undan­ úrslitum og það var ljóst að sigurliðið myndi gulltryggja sér sæti í efstu deild á EM að ári. Íslenska liðið gjörsigraði Slóveníu 6/1. Ísland sigraði síðan Wales í úrslitaleiknum 4/3. Tékkar fylgja Íslendingum í efstu deild eftir 5/2 sigur gegn Slóveníu. Evrópumót karla fer fram í Austurríki 11.15. júlí á næsta ári, á Diamond Country Club vellinum. En völlurinn er sá eini í Austurríki þar sem mót á Evrópumótaröð karla fara fram. Völlurinn er hannaður af enska golfvallahönnuðinum Jeremy Pern og var opnaður árið 2002. Skotar fögnuðu sigri á Evrópumótinu í ár eftir að hafa lagt Svía í úrslitaleik. Portúgal, Finnland og Holland falla í 2. deild en liðin enduðu í þremur neðstu sætunum. Englendingar rétt sluppu við fall en þeir lögðu Hollendinga í úrslitaleik um fall í 2. deild.

Lið Íslands var þannig skipað: Gísli Sveinbergsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Aron Snær Júlíusson og Haraldur Franklín Magnús. Birgir Leifur Hafþórsson var þjálfari liðsins.

Ísland hefur náð frábærum Dougherty. árangri á Evrópumóti áhugamanna en árið Graeme McDowell lék með Írlandi en 2001 endaði Ísland í fjórða sæti og er það íslenska liðið var þannig skipað á stífleika þessum í SPEQ kylfurnar eru með mismunandi langbesti árangur Íslands í keppninni. Þar tíma:sem Björgvin Sigurbergsson, Ólafur Már sköftum hæfa styrk og sveifluhraða barna og tapaði Ísland 4-1 gegn Englendingum í leik unglinga. Sigurðsson, Birkir Örn EinnigHelgi fáanlegt fyrirÞórisson, örvhenta. Pokarnir um bronsverðlaunin en í enska liðinu voru koma Hjartarson, í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við Ævar Haraldur H. Heimisson kappar á borð við Luke Donald og Nick einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla ogbjóðum Ottó Sigurðsson. kerrur fyrir krakka.

ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski og margt fleira. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá

hans@golfskalinn.is 16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

M


markhönnun ehf

Í HVAÐA LIT

VERSLAR ÞÚ? www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


Englendingar fögnuðu sigri

Þeir bestu velja TaylorMade

– Evrópumót kvenna­ landsliða á Urriðavelli Englendingar fögnuðu sigri á Evrópumóti kvennalandsliða sem fram fór á Urriðvelli dagana 5.-9. júlí. England hafði betur með minnsta mun í úrslitaleiknum gegn Spánverjum en þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem Englendingar fagna þessum sigri. Framkvæmd mótsins tókst með miklum ágætum og var öll aðstaða fyrir keppendur og gesti til fyrirmyndar. Ljómandi gott veður var alla keppnisdagana og Urriðavöllur skartaði sínu fegursta. Keppendur létu vel af vellinum og reyndist hann mikil áskorun fyrir bestu áhugakylfinga Evrópu. Mót af þessari stærðargráðu hefur aldrei áður farið fram á Íslandi og leysti Golfklúbburinn Oddur verkefnið af stakri snilld með öflugan og stóran hóp sjálfboðaliða úr röðum félagsmanna fremsta í flokki. Þýskaland hafði betur gegn Sviss í leiknum um þriðja sætið en í undanúrslitum hafði Spánn betur gegn Þýskalandi og England vann Sviss. Íslenska liðið endaði í 16. sæti sem er kunnugleg staða fyrir kvennalið Íslands. Ísland endaði í 15. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo dagana. Átta efstu liðin komust í A-riðil og kepptu þar með um Evróputitilinn en Ísland lék í B-riðli þar sem keppt var um sæti 9.-16. Íslands náði góðum úrslitum gegn Frökkum í B-riðlinum en Frakkar

18

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS - Golf á Íslandi Englendingar fögnuðu sigri

210x2


CING U D O , INTRGONFLY Y. onfly DRA NOLOG s of a dragost TECH by the wingated our mr ever.

c re rive er re d Inspi n g i n e e r s s i s t e n t d he G driv e t d on PING ng and c y makes e clubhea s og vi f o r g i t e c h n o l n g i n c re a i s t a n c e . i c d ay p Vorte ster, hel for more et fit tod fa .G even ll speeds ry golfer e a v and b a G for e . s ’ e m Ther ping.co t i or vis

nced s. Adva ynamic y d g Aero ™ technolo tors

TM

c la Vorte wn turbu ics o r am and c e aerodyn d v ea impro er clubh h ig for h ll speeds. a b and

TM

. R E T FAS E . R G O M GIVIN R O F AR. F Y B

e. r Gamdard, u o Y Fit in Stan t) or ble ligh Availa Straight F . c( SF Te Low Spin) ( c LS Te

s sa v e ro w n I t o c n i MO a-th . Ultr d raise the istency. y l l a an ns ur . Nat low / back ess and co g n i v G i n Forg n the C forgive More to positio for more ls ht weig ne w le v e ©2016 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071

210x297+3mmGdriver.indd 1

22/01/2016 13:01


Ingi Þór Hermannsson formaður GO og Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmda­ stjóri GO við setningu mótsins.

Berglind Björnsdóttir slær hér upphafs­höggið á 10. teig í góða veðrinu á Urriðavelli. Mynd/seth@golf.is

höfðu titil að verja í þessari keppni. Ísland tapaði naumlega 3/2 og þar vakti sigur Signýjar Arnórsdóttur athygli gegn sterkum mótherja. Eins og áður segir mættu margir af bestu áhuga­kylfingum Evrópu til leiks á Urriða­ velli. Bronte Law frá Englandi var með bestu stöðu allra á heimslista áhugakylfinga á þessu móti. Law er í 3. sæti heimslistans og með +4,6 í forgjöf. Maria Parra Luque frá Spáni er í sæti nr. 4 á heimslistanum en hún er með +4,5 í forgjöf. Luna Sobron Galmes

frá Spáni var á meðal keppenda en hún sigraði m.a. á Terre Blanche mótinu sem fram fór á LET Access atvinnumótaröðinni í vor. Oliva Mehaffey frá Írlandi var með lægstu forgjöfina í mótinu eða +5,4 en hún er í 7. sæti heimslista áhugamanna. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var hæst á lista áhugamanna af íslensku keppendunum. Guðrún Brá er með +2.9 í forgjöf og er í 320. sæti á áhugamannalistanum. Leikmenn Ítalíu, Englands og Þýskalands voru m.a. með +3,2 í meðalforgjöf.

Lokastaðan á Evrópumótinu: 1. England. 2. Spánn. 3. Þýskaland. 4. Sviss. 5. Svíþjóð 6. Danmörk 7. Noregur 8. Finnland 9. Skotland 10. Ítalía 11. Slóvenía 12. Frakkland

Tvö draumahögg á 4. braut á EM kvenna á Urriðavelli

Matilda Castren frá Finnlandi og Luna Sabron Galmes frá Spáni fóru báðar holu í höggi á sömu holunni, þeirri 4. á Urriðavelli. Þær kepptu báðar með sínum landsliðum á Evrópumóti áhugamanna í kvennaflokki sem fór fram í fyrsta sinn á Íslandi. Finnar og Spánverjar áttust við í A-riðli þar sem Spánverjar höfðu betur. Sabron Galmes var fyrri til að slá draumahöggið í fjórmenningsleiknum sem fram fór fyrr um daginn en þá lék hún gegn Castren en þetta högg dugði ekki til sigurs í þeim leik. Síðar um daginn sló Castren draumhöggið á 4. braut sem var 130 metra löng þennan dag þar sem hún lék gegn Ainhoa Olarra Mujika frá Spáni í tvímenningsleik. Það undarlega er að draumhöggin dugðu í hvorugu tilvikinu til sigurs.

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Englendingar fögnuðu sigri


Urriðavöllur var stórglæsilegur þegar Evrópumótið fór fram og hér sést yfir 10. flöt vallarins. Mynd/seth@golf.is

13. Holland 14. Belgía 15. Írland 16. Ísland 17. Austurríki 18. Wales 19. Pólland 20. Tékkland

Íslenska kvenna­landsliðið á EM: Efri röð frá vinstri: Sunna Víðisdóttir, Signý Arnórsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, neðri röð frá vinstri: Ragnhildur Kristins­ dóttir, Berglind Björns­dóttir og Guðrún Brá Björgvins­dóttir.

Úrslit síðustu ára á EM kvenna: 2016 Urriðavöllur Ísland Evrópumeistarar England - Ísland 16. sæti 2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland – Ísland 19. sæti. 2014 Ljubljana, Slóvenía. Evrópumeistarar Frakkland – Ísland 16. sæti. 2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn – Ísland 17. sæti. 2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti. 2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 17. sæti. 2009 Bled, Slóvenía. Evrópumeistarar Þýskaland – Ísland 16. sæti. 2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland tók ekki þátt.

Mynd/Helga

2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn – Ísland tók ekki þátt. 2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn – Ísland 15. sæti. 2003 Frankfurter, Þýskaland. Evrópumeistarar Spánn – Ísland tók ekki þátt. 2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.

1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England – Ísland tók ekki þátt 1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland tók ekki þátt. 1995 Milano, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn – Ísland 17. sæti. 1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.

Golfferðir haustið 2016 komnar í sölu

Flogið með Icelandair

GOLF.IS

21


- Keilismaðurinn stimplaði sig inn með sínum fyrsta stóra titli á KPMGbikarnum

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn mót á Eimskipsmótaröðinni og þetta er því góður og mikilvægur áfangi fyrir mig, 18 ára gamlan,“ sagði Gísli Sveinbergsson úr Keili eftir að hann hafði fagnað sigri í úrslitaleiknum á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni 2016. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Gísla í fullorðinsflokki en hann er margfaldur Íslandsmeistari unglinga í höggleik og holukeppni.

Sá fyrsti: KPMG-bika rinn, Íslands­meistara­ titillinn í holukeppn i er fyrsti titill Gísla á Eimskipsmótaröðinn i.

Mynd/seth@golf.is

Gísli lagði Aron Snæ Júlíusson úr GKG í úrslitaleiknum á Hólmsvelli í Leiru 4/3. Andri Már Óskarsson úr GHR sigraði Theodór Emil Karlsson úr GM í leik um þriðja sætið 5/4. Alls tóku 32 karlar þátt, leikið var í átta fjögurra manna riðlum og komst efsti kylfingurinn úr hverjum riðli áfram í 16 manna úrslit. Gísli hélt þar með uppi heiðri Keilismanna í KPMG-bikarnum en Axel Bóasson liðs­ félagi hans sigraði á þessu móti í fyrra þegar tveir Keilismenn léku til úrslita. Axel gat ekki mætt í titilvörnina vegna verkefnis

erlendis á Nordic atvinnumótaröðinni. Þetta var í 29. skipti sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni, en í fyrsta sinn um KPMG-bikarinn. Keppendur fengu að glíma við alls konar aðstæður á frábærum Hólmsvelli í Leiru. Fresta þurfti keppni í 2. umferð vegna hvassviðris en aðstæður á keppnisvellinum voru frábærar og lofuðu keppendur völlinn í hástert. Gísli tapaði ekki leik á leið sinni að gullinu en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn Birni Óskari Guðjónssyni úr GM í riðlakeppninni.

Leiðin að KPMG-gullinu hjá Gísla. Riðlakeppnin: Daníel Hilmarsson, GKG 7/6, Henning Darri Þórðarson, GK 3/2, Björn Óskar Guðjónsson, GM á 21. holu, 8-manna úrslit: Magnús Lárusson, GM 5/4. Undanúrslit: Andri Már Óskarsson, GHR 4/3. Úrslit: Aron Snær Júlíusson, GKG 4/3. Nánar er fjallað um KPMG-bikarinn á golf.is.

Íslandsmeistarar í holukeppni: Karlaflokkur: 1988: Úlfar Jónsson, GK (1) (1) 1989: Sigurður Pétursson, GR (1) (1) 1990: Sigurjón Arnarsson, GR (1) (2) 1991: Jón H. Karlsson, GR (1) (3) 1992: Björgvin Sigurbergsson, GK (1) (2) 1993: Úlfar Jónsson, GK (2) (3) 1994: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1) (1) 1995: Örn Arnarson, GA (1) (1) 1996: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2) (2) 1997: Þorsteinn Hallgrímsson, GR (1) (4) 1998: Björgvin Sigurbergsson, GK (2) (4)

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi KPMG-bikarinn

1999: Helgi Þórisson, GK (1) (5) 2000: Björgvin Sigurbergsson, GK (3) (6) 2001: Haraldur H. Heimisson, GR (1) (5) 2002: Guðmundur I. Einarsson, GR (1) (6) 2003: Haraldur H. Heimisson, GR (2) (7) 2004: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3) (1) 2005: Ottó Sigurðsson, GKG (1) (2) 2006: Örn Ævar Hjartarson, GS (1) (1) 2007: Ottó Sigurðsson, GKG (2) (3) 2008: Hlynur Geir Hjartarson, GOS (1) (1) 2009: Kristján Þór Einarsson, GKj. (1) (1) 2010: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4) (4)

2011: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1) (8) 2012: Haraldur Franklín Magnús, GR (1) (9) 2013: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1) (10) 2014: Kristján Þór Einarsson, GM (2) (1) 2015: Axel Bóasson, GK (1) (7) 2016: Gísli Sveinbergsson, GK (1) (8) Fjöldi titla í karlaflokki: GR (10), GK (8), GKG (4), GL (2), GS (1), GA (1), GKj. (1), GM (1), GOS (1)


Einblíndu á það sem skiptir þig máli Láttu fagfólk vinna verkið á meðan þú sinnir öðru.

Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is


Hinn 24 ára gamli GR-ingur landaði sínum fyrsta stóra titli á KPMG-bikarnum Berglind Björnsdóttir úr GR var sátt með niðurstöðuna í KPMG-bikarnum. Mynd/seth@golf.is

ekki fædd. Berglind landaði tólfta titli GR í þessari keppni en Ragnhildur Sigurðardóttir liðsfélagi hennar úr GR er sú sigursælasta í þessari keppni frá upphafi með átta titla alls. „Lokaleikurinn gegn Ragnhildi var mjög skemmtilegur og ég þurfti að gera mitt allra besta til þess að komast svona langt,“ bætti Berglind við en hún ætlar að reyna við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna næsta haust.

Leiðin að KPMG-gullinum hjá Berglindi: „Ég hef lengi unnið að þessu markmiði og núna tókst það loksins. Ég hef alltaf verið þolinmóð og æft mikið en það hefur ekki alltaf gengið upp. Núna fóru púttin sem ég hef verið að æfa mikið að detta ofan í og það skilað árangri. Það var kominn tími á þetta hjá mér,“ sagði Berglind Björnsdóttir úr GR eftir fyrsta sigur hennar í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni 2016. Berglind lék gegn Ragnhildi Kristinsdóttur liðsfélaga hennar úr GR í úrslitaleiknum en þetta var í fyrsta sinn sem þær leika til

úrslita. Þetta var fyrsti titill Berglindar í þessari keppni sem fram fór í fyrsta sinn árið 1988, þegar hin 24 ára gamla Berglind var

Berglind byrjaði ekki vel í riðlakeppninni og tapaði með minnsta mun gegn hinni efnilegu Zuzönnu Korpak úr GS 1/0. Hún lagaði stöðu sína með tveimur sigrum gegn Sigurlaugu Rún Jónsdóttur úr GK 4/2 og Ólöfu Maríu Einarsdóttur úr GM 4/2. Átta manna úrslit: Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 3/2. Undanúrslit: Ingunn Einarsdóttir, GKG 3/2. Úrslit: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 2/1.

Íslandsmeistarar í holukeppni: Kvennaflokkur 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1) (1) 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1) (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1) (1) 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2) (2) 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3) (3) 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (2) 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4) (4) 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1) (2) 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2) (3) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3) (3) 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK (3) (4)

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi KPMG-bikarinn

1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK (4) (5) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (4) (4) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5) (5) 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1) (6) 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6) (7) 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5) (6) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7) (8) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1) (9) 2007 Þórdís Geirsdóttir, GK (2) (7) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1) (8) 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (9) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1) (1)

2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1) (10) 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2) (10) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2) (11) 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1) (11) 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1) (1) 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1) (12) Fjöldi titla í kvennaflokki. GR (12), GK (11), GS (4), GM (1), GL (1).

ENNEMM / SÍA / NM75577

Berglind braut ísinn


ENNEMM / SÍA / NM75577

„ÉG TEK ÞÁTT Í STÆRSTU FJÁRÖFLUN LANDSINS“

Safnaðu áheitum á hlaupastyrkur.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er meira en bara íþróttakeppni; það er líka tækifæri til að láta gott af sér leiða. Með því að safna áheitum á hlaupastyrkur.is leggurðu góðu málefni lið og færð svakalega hvatningu í kaupbæti. Skelltu þér með og taktu þátt í stærstu fjáröflun landsins!

minaskorun.is

#mínáskorun


Keilir fagnaði sínum 14. Íslandsmeistaratitli – Íslandsmót golfklúbba 2016

Golfklúbburinn Keilir fagn­aði sigri í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2016 sem fram fór 24.-26. júní á Korpúlfstaðavelli. Keilir sigraði GKG í úrslita­ leik 4-1 og GR varð í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leiknum um brons­verð­ launin en GM hafði titil að verja í þessari keppni. Golfklúbbur Set­bergs og Golfklúbbur Borgar­ness féllu úr 1. deild.

Sigursveit Keilis 2016: Frá vinstri: Henning Darri Þórðarson, Gísli Sveinbergsson, Rúnar Arnórsson, Vikar Jónasson, Sigurþór Jónsson, Axel Bóasson, Benedikt Sveinsson, Andri Páll Ásgeirsson og Björgvin Sigurbergsson liðsstjóri og þjálfari GK. Mynd/Grímur Kolbeinsson.

1. deild karla – Korpúlfsstaðavöllur 1. Golfklúbburinn Keilir (Andri Páll Ásgeirsson, Axel Bóasson, Benedikt Sveinsson, Gísli Sveinbergsson, Henning Darri Þórðarson, Rúnar Arnórs­ son, Sigurþór Jónsson, Vikar Jónasson) 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (Alfreð Brynjar Kristinsson, Ari Magnús­ son, Aron Snær Júlíusson, Birgir Leifur Hafþórsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Emil Þór Ragnarsson, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson) 3. Golfklúbbur Reykjavíkur (Andri Þór Björnsson, Arnór Ingi Finn­ björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjáns­ son, Haraldur Franklín Magnús, Ingvar Andri Magnússon, Stefán Bogason, Stefán Már Stefánsson, Þórður Rafn Gissurarson) 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (Andri Már Guðmundsson, Aron Skúli Ingason, Björn Óskar Guðjónsson, Jón Hilmar Kristjánsson, Kristófer Karl Karls­ son, Kristján Þór Einarsson, Ragnar Már Ríkarðsson, Theodór Emil Karlsson) 5. Golfklúbburinn Jökull (Birgir Guðjónsson, Davíð Már Vil­ hjálms­son, Guðjón Karl Þórisson, Guð­ laugur Rafnsson, Magnús Lárusson, Pétur Óskar Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Tomas Salmon)

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2016

6. Golfklúbbur Kiðjabergs (Björn Þór Hilmarsson, Guðmundur Ingvi Einarsson, Halldór X Halldórsson, Kristinn Árnason, Pétur Freyr Pétursson, Rúnar Óli Einarsson, Sturla Ómarsson, Tryggvi Pétursson) 7. Golfklúbbur Borgarness (Bjarki Pétursson, Jóhannes Ármannsson, Hlynur Þór Stefánsson, Finnur Jónsson, Jóhann Már Sigurbjörnsson, Magnús Björn Sigurðsson, Rafn Stefán Rafnsson, Kristinn Reyr Sigurðsson) 8. Golfklúbbur Setbergs (Hjörtur Brynjarsson, Ragnar Þór Ragnars­son, Helgi Birkir Þórisson, Helgi Anton Eiríksson, Hrafn Guðlaugsson, Siggeir Vilhjálmsson, Ólafur Hreinn Jóhannesson, Þorsteinn Erik Geirdal) *GB og GSE falla í 2. deild.

2. deild karla – Garðavöllur Akranesi. Lokastaðan: 1. Golfklúbburinn Leynir* 2. Golfklúbburinn Hamar Dalvík/ Golfklúbbur Fjallabyggðar* 3. Golfklúbbur Selfoss 4. Nesklúbburinn 5. Golfklúbbur Akureyrar 6. Golfklúbbur Vestmannaeyja

7.Golfklúbbur Suðurnesja* 8. Golfklúbbur Grindavíkur* *Leynir og GHD/GFB leika í 1. deild á næsta ári en GS og GG falla í 3. deild.

3. deild karla – Katlavöllur Húsavík: Lokastaðan: 1. Golfklúbbur Norðfjarðar* 2. Golfklúbbur Ísafjarðar* 3. Golfklúbbur Húsavíkur 4. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 5. Golfklúbbur Sauðárkróks 6. Golfklúbbur Hveragerðis 7. Golfklúbbur Hellu* *GN og GÍ fara upp í 2. deild en GHR féll í 4. deild ásamt Bolungarvík sem dró sig úr keppni.

4. deild karla – Víkurvöllur Stykkishólmi: Lokastaðan: 1. Golfklúbburinn Mostri* 2. Golfklúbburinn Oddur* 3. Golfklúbbur Sandgerðis 4. Golfklúbburinn Geysir 5. Golfklúbbur Öndverðarness 6. Golfklúbburinn Vestarr 7. Golfklúbbur Þorlákshafnar. *GMS og GO fara upp í 3. deild.


Leynir sigraði í 2. deild karla sem fram fór á Garðavelli á Akranesi þar sem þeir voru á heimavelli. Efri röð frá vinstri: Alexander Högnason liðsstjóri, Ingi Fannar Eiríksson, Kristján Kristjánsson, Þórður Emil Ólafsson, Hróðmar Halldórsson, neðri röð frá vinstri: Willy Blumenstein, Stefán Orri Ólafsson, Davíð Búason og Axel Fannar Elvarsson.

Sigursveit GN í 3. deild karla: Frá vinstri: Guðgeir Jónsson, Elvar Árni Sigurðsson, Arnar Freyr Jónsson og Steinar Snær Sævarsson.

Þetta er í 14. sinn sem Keilir fagnar sigri á mótinu sem fékk nýtt nafn í vor en hét áður Sveitakeppni GSÍ. Keilir hefur sigrað á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild í karlaflokki í þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Sigrar Keilis á Íslandsmóti golfklúbba: 1971, 1977, 1978, 1988, 1989, 1990, 1991, 1993, 2000, 2008, 2013, 2014, 2016. Keppnin í ár var gríðarlega sterk þar sem allir bestu kylfingar landsins mættu til leiks á þessu móti. Má þar nefna atvinnukylfingana Axel Bóasson (GK), Þórð Rafn Gissurarson (GR), Ólaf Björn Loftsson (GKG) og Birgi Leif Hafþórsson (GKG). Tímasetning Íslandsmóts golfklúbba var einnig ný og til þess gerð að mótið stangaðist ekki á við landsliðsverkefni einstaklinga í ágúst líkt og hefur verið raunin undanfarin ár. Nánar er fjallað um Íslandsmót golfklúbba á golf.is og er hægt að nálgast öll úrslit úr leikjum þar.

Sveit GMS. F.v.: Davíð Hafsteinsson, Högni Högnason, liðsstjóri, Sigursveinn P. Hjaltallín, Gunnar Björn Guðmundsson, Rúnar Örn Jónsson, Pétur Pétursson og Margeir Ingi Rúnarsson. Mynd / Eyþór Benediktsson.

Íslandsmeistarar golfklúbba frá upphafi: 1961: Golfklúbbur Akureyrar (1) 1962: Golfklúbbur Akureyrar (2) 1963: Golfklúbbur Akureyrar (3) 1964: Golfklúbbur Akureyrar (4) 1965: Golfklúbbur Akureyrar (5) 1966: Golfklúbbur Akureyrar (6) 1967: Golfklúbbur Reykjavíkur (1) 1968: Golfklúbbur Reykjavíkur (2) 1969: Golfklúbbur Reykjavíkur (3) 1970: Golfklúbbur Reykjavíkur (4) 1971: Golfklúbbur Akureyrar (7) 1972: Golfklúbbur Reykjavíkur (5) 1973: Golfklúbbur Suðurnesja (1) 1974: Golfklúbburinn Keilir (1) 1975: Golfklúbbur Reykjavíkur (6) 1976: Golfklúbbur Reykjavíkur (7) 1977: Golfklúbburinn Keilir (2) 1978: Golfklúbburinn Keilir (3) 1979: Golfklúbbur Reykjavíkur (8) 1980: Golfklúbbur Reykjavíkur (9)

1981: Golfklúbbur Reykjavíkur (10) 1982: Golfklúbbur Suðurnesja (2) 1983: Golfklúbbur Reykjavíkur (11) 1984: Golfklúbbur Reykjavíkur (12) 1985: Golfklúbbur Reykjavíkur (13) 1986: Golfklúbbur Reykjavíkur (14) 1987: Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 1988: Golfklúbburinn Keilir (4) 1989: Golfklúbburinn Keilir (5) 1990: Golfklúbburinn Keilir (6) 1991: Golfklúbburinn Keilir (7) 1992: Golfklúbbur Reykjavíkur (16) 1993: Golfklúbburinn Keilir (8) 1994: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) 1995: Golfklúbburinn Keilir (9) 1996: Golfklúbbur Suðurnesja (3) 1997: Golfklúbbur Reykjavíkur (18) 1998: Golfklúbbur Akureyrar (8) 1999: Golfklúbbur Reykjavíkur (19) 2000: Golfklúbburinn Keilir (10)

2001: Golfklúbbur Reykjavíkur (20) 2002: Golfklúbbur Reykjavíkur (21) 2003: Golfklúbbur Reykjavíkur (22) 2004: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) 2005: Golfklúbburinn Kjölur (1) 2006: Golfklúbburinn Kjölur (2) 2007: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2) 2008: Golfklúbburinn Keilir (11) 2009: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (3) 2010: Golfklúbbur Reykjavíkur (23) 2011: Golfklúbbur Reykjavíkur (24) 2012: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4) 2013: Golfklúbburinn Keilir (12) 2014: Golfklúbburinn Keilir (13) 2015: Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1) 2016: Golfklúbburinn Keilir (14)

GOLF.IS

27


Golfklúbbur Reykjavíkur varði titilinn – Íslandsmót golfklúbba 2016

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í 17. sinn á Íslandsmóti golf­ klúbba í efstu deild kvenna á Leir­ dals­velli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem fram fór 24.26. júní sl. GR lagði sveit Keilis í úrslitaleiknum 4½ - ½. en úrslita­ leikurinn var mjög spennandi þrátt fyrir þessar lokatölur. Það var líka gríðarleg spenna um fall í 2. deild en GS náði að bjarga sér frá falli á kostnað NK og GO sem leika í 2. deild að ári. Sigrar Golfklúbbs Reykjavíkur á Íslandsmóti golfklúbba: 1982, 1983, 1984, 1986, 1987, 1988, 1990, 1992, 1993, 1999, 2000, 2004, 2005, 2010, 2011, 2012, 2015.

Aðeins fjórir golfklúbbar hafa náð að sigra í þessari keppni í efstu deild og er GR með langflesta titla eða 18 alls og þar á eftir kemur Keilir með 13 titla. Kjölur og GKG hafa einnig fagnað þessum titli.

Lokastaðan: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur (Berglind Björnsdóttir, Eva Karen Björns­dóttir, Gerður Hrönn Ragnars­ dóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ragnhildur Kristins­dóttir, Saga Traustadóttir, Sunna Víðisdóttir) 2. Golfklúbburinn Keilir (Anna Sólveig Snorradóttir, Gunn­ hildur Kristjánsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helga Kristín Einars­ dóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Jódís Bóasdóttir, Signý Arnarsdóttir, Þórdís Geirsdóttir) 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (Alma Rún Ragnarsdóttir, Elísabet Ágústsdóttir, Freydís Eiríksdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir) 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (Arna Rún Kristjánsdóttir, Heiða Guðna­dóttir, Helga Rut Svanbergs­dóttir, Kristín María Þorsteinsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir, Sigrún Linda Baldurs­dóttir) 5. Golfklúbbur Suðurnesja (Elísabet Sara Cavara, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Karen Guðnadóttir, Karen Sævarsdóttir, Kinga Korpak,

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2016

Laufey Jóna Jónsdóttir, Rut Þorsteins­ dóttir, Zuzanna Korpak) 6. Nesklúbburinn (Karlotta Einarsdóttir, Matthildur M. Rafnsdóttir, Helga Kristín Gunn­laugs­ dóttir, Áslaug Einarsdóttir, Ragna Guð­brandsdóttir, Þuríður Halldórs­dóttir, Oddný Halldórsdóttir, Erla Pétursdóttir) 7. Golfklúbbur Akureyrar* (Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Ólavía Klara Einarsdóttir, Stefanía Elsa Jónsdóttir, Matthea Sigurðardóttir, Halla Berglind Arnarsdóttir) 8. Golfklúbburinn Oddur* (Andrea Ásgrímsdóttir, Elín Hrönn Ólafsdóttir, Etna Sigurðardóttir, Hrafn­ hildur Guðjónsdóttir, Laufey Sigurðar­ dóttir, Ólöf Agnes Arnardóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Auður Skúladóttir) *GA og GO falla í 2. deild.

2. deild kvenna Lokastaðan: 1. Golfklúbburinn Leynir* 2. Golfklúbbur Selfoss* 3. Golfklúbbur Fjallabyggðar 4. Golfklúbburinn Vestarr 5. Golfklúbbur Sauðárkróks 6. Golfklúbbur Hveragerðis *GL og GOS leika í efstu deild á næsta ári.

Sigursveit GR 2016: Efri röð frá vinstri: Árni Páll Hansson liðsstjóri, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Björnsdóttir, Saga Traustadóttir, Ragn­ hildur Kristinsdóttir, Sunna Víðisdóttir, fremri röð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir. Mynd/stebbi@golf.is

Íslandsmeistarar golfklúbba frá upphafi:

1982: Golfklúbbur Reykjavíkur (1) 1983: Golfklúbbur Reykjavíkur (2) 1984: Golfklúbbur Reykjavíkur (3) 1985: Golfklúbburinn Keilir (1) 1986: Golfklúbbur Reykjavíkur (4) 1987: Golfklúbbur Reykjavíkur (5) 1988: Golfklúbbur Reykjavíkur (6) 1989: Golfklúbburinn Keilir (2) 1990: Golfklúbbur Reykjavíkur (7) 1991: Golfklúbburinn Keilir (3) 1992: Golfklúbbur Reykjavíkur (8) 1993: Golfklúbbur Reykjavíkur (9) 1994: Golfklúbburinn Keilir (4) 1995: Golfklúbburinn Keilir (5) 1996: Golfklúbburinn Keilir (6) 1997: Golfklúbburinn Keilir (7) 1998: Golfklúbburinn Kjölur (1) 1999: Golfklúbbur Reykjavíkur (10) 2000: Golfklúbbur Reykjavíkur (11) 2001: Golfklúbburinn Kjölur (2) 2002: Golfklúbburinn Keilir (8) 2003: Golfklúbburinn Keilir (9) 2004: Golfklúbbur Reykjavíkur (12) 2005: Golfklúbbur Reykjavíkur (13) 2006: Golfklúbburinn Keilir (10) 2007: Golfklúbburinn Kjölur (3) 2008: Golfklúbburinn Keilir (11) 2009: Golfklúbburinn Keilir (12) 2010: Golfklúbbur Reykjavíkur (14) 2011: Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 2012: Golfklúbbur Reykjavíkur (16) 2013: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) 2014: Golfklúbburinn Keilir (13) 2015: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) 2016: Golfklúbbur Reykjavíkur (18)


Fjölskyldan greiðir 8.100 kr. fyrir alla Þegar þú velur Endalausa Snjallpakkann með Fjölskyldukorti þá nær það ekki aðeins yfir öll símtöl og SMS fyrir þig og makann, heldur geturðu bætt við allt að 11 börnum, 18 ára eða yngri, fyrir 0 kr. stykkið. Já, þú getur svo sannarlega meira með Símanum!

Endalaus Snjallpakki – 30 GB*

6.100 kr.

Fjölskyldukort – Samnýtt gagnamagn

2.000 kr.

Allt að 11 Krakkakort! – 1 GB

0 kr. Hafðu samband í síma 800 7000 eða í netspjalli á siminn.is

*Stækkaðu í 100, 200 eða 300 GB


Frábær árangur í Tékklandi

– ÓIafía Þórunn hefur farið vel af stað á sterkustu mótaröð Evrópu

Ólafía Þórunn hefur náð góðum árangri það sem af er keppnistímabilinu og er til alls líkleg í framhaldinu. Mynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Atvinnukylfingurinn úr GR er eini kylfingurinn sem er með keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu og hún er aðeins þriðji kylfingurinn í sögunni frá Íslandi sem nær að komast inn á sterkustu mótaröð Evrópu. Ólafía hefur farið vel af stað á tímabilinu en biðin eftir fyrsta mótinu á LET European Tour var löng. Hún hefur tekið þátt á fjórum mótum á LET Access mótaröðinni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð

Evrópu. Þar hefur hún náð ágætum árangri og meðalskor hennar á mótaröðinni er par. Á sjálfri Evrópumótaröð kvenna, LET European Tour, hefur Ólafía fengið færri tækifæri en upphaflega var áætlað. Hún

fékk ekki keppnisrétt á fyrstu fjórum mótunum en nýliðar á LET eru ekki með stigafjöldann á bak við sig til þess að komast inn á þessi mót. Hún fékk fyrsta tækifærið í Marokkó í byrjun maí og þar gekk henni ekki vel. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á +12 samtals á fyrstu tveimur hringjunum. Ólafía tók síðan þátt í tveimur úrtöku­ mótum fyrir risamótin Opna bandaríska og Evian meistaramótið en komst ekki í gegnum þá síu. Stóra stundin rann síðan upp í Tékklandi um miðjan júní þar sem hún náði frábærum árangri á sterkustu mótaröð Evrópu. Ólafía lék hringina þrjá á -5 samtals (71-6968), 208 höggum. Fyrir árangurinn fékk hún um 600.000 kr. Alls eru 19 mót á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar á árinu 2016 og má búast við að Ólafía fái tækifæri á 6-7 mótum á tímabilinu. Ef hún nýtir tækifærin vel þá aukast líkurnar á því

Það er gott að fá nudd á axlirnar þegar biðin er löng á stórmótunum í Evrópu. Hér eru Thomas og Ólafía að bíða eftir að geta slegið inn á flöt á Terre Blanche vellinum í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær árangur í Tékklandi


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16

Golfsettið er alltaf innifalið

Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is


að komast inn á fleiri mót og sigur á einu þeirra myndi gulltryggja henni keppnisrétt næstu tvö árin.

Hvernig komst Ólafía inn á mótaröð þeirra bestu? Þeir kylfingar sem telja sig hafa getu til þess að reyna sig á atvinnumótaröðum í golfi þurfa að þræða þröngt nálarauga til þess að komast alla leið. Til þess að komast á LET Evrópumótaröð kvenna, þar sem Ólafía Þórunn er með keppnisrétt, þarf að komast í gegnum tvö úrtökumót sem fram fara í desember á hverju ári. Aðeins 30 efstu á lokaúrtökumótinu fá keppnisrétt og varð Ólafía í 26. sæti í desember sl. Ólafía þurfti ekki að taka þátt í 1. stigi úrtökumótsins en keppt var á fjórum stöðum víðsvegar um heiminn um sæti á lokaúrtökumótinu. Það er ekki nóg að komast í gegnum úrtökumótið til þess að fá að keppa. Mikil samkeppni er um þau sæti sem eru í boði á hverju móti. Nýliðar á LET líkt og Ólafía Þórunn þurfa að klífa upp stigalistann á LET-mótaröðinni með því að ná góðum árangri á þeim mótum sem eru í boði. Atvinnukylfingar eru líkt og trillusjómenn þegar kemur að tekjum. Ef ekkert fiskast þá eru engin laun og aðeins kostnaður við að koma sér á keppnisstaðinn, mótsgjaldið, uppihald og gisting. Áður en keppni hefst á atvinnumótum er engin trygging fyrir því að einhverjar tekjur skili sér. Aðeins góður árangur tryggir tekjur. Keppnisrétturinn á LET Evrópumótaröðinni er aðeins tryggður ef árangurinn er góður. Þeir kylfingar sem eru í 109 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins halda keppnisréttinum. Þeir sem eru þar fyrir neðan þurfa að sanna sig á ný á úrtökumótinu í desember. Ólafía hefur lagt mikla áherslu á fjölbreyttar líkamsrækt samhliða afreksgolfinu. Langhlaup eru hinsvegar ekki hennar sterkasta hlið að eigin sögn. Mynd/seth@golf.is

32

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær árangur í Tékklandi

Samvinna. Ólafía og Thomas hafa náð vel saman á golfvellinum þar sem hann hefur verið aðstoðar­ maður hennar. Myndin er tekin í Frakklandi á hinum stórkostlega velli Terre Blancje. Mynd/seth@golf.is

Milkir fjármunir í boði Það eru miklir fjármunir í boði fyrir þá sem ná árangri á atvinnumótaröðum í golfi. Verðlaunafé á LET Evrópumótaröðinni hefur hækkað mikið á undanförnum árum. LET Evrópumótaröð kvenna er með mun hærra verðlaunafé en LET Access mótaröðin. Sem dæmi má nefna að Shansan Feng frá Kína fékk alls 57,5 milljónir kr. í sinn hlut á síðasta tímabili en hún var efst á peningalistanum þrátt fyrir að hafa aðeins leikið á 6 mótum á LET Evrópumótaröðinni. Til samanburðar var Melissa Reid frá Englandi í öðru sæti með um 36 milljónir kr. í verðlaunfé en hún lék á 14 mótum.

Kærustuparið Thomas Bojanowski er unnusti Ólafíu Þórunnar en þau kynntust þegar þau voru í námi í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum. Thomas, sem er frá Koblenz í Þýskalandi, var í frjálsíþróttaliði skólans en hann var einn fremsti 800 metra hlaupari Þýskalands. Thomas hefur farið víða með Ólafíu og verið aðstoðarmaður hennar á mörgum mótum og er hlutverk hans mjög fjölbreytt. Kylfuberi, bílstjóri, staðarhaldari, umboðsmaður, kokkur og ekki síst „íþróttasálfræðingur“. Thomas hóf nám í Wake Forest árið 2012 en þá hafði Ólafía verið í námi þar í tvö ár og leikið með golfliði skólans. ÓÞK: „Ég var góður vinur flestra í frjálsíþróttaliðinu og þeir voru búnir að segja mér að það væri strákur frá Evrópu að koma í liðið. Þau létu eins og það væru góðar fréttir fyrir mig en ég var ekkert að spá í slíka hluti á þeim tíma,“ segir Ólafía þegar hún er innt eftir því hver hafi átt frumkvæðið að sambandi þeirra. TB: „Það kom síðan að því að við hittumst. Besti vinur minn í skólanum og besta vinkona Ólafíu buðu okkur að horfa saman á bíómynd. Á síðustu stundu þá hætti vinur minn við að koma með mér þar sem hann var nýbúinn að fara í aðgerð á hné.

Ég fór samt þrátt fyrir að vera einn. Við Ólafía töluðum saman í sjö klukkutíma og horfðum ekki á myndina. Á þessum tíma var ég fótbrotinn og á hækjum, ég man að ég þurfti að staulast heim á hækjunum heim sem tók aðeins á. En þannig byrjaði þetta allt saman,“ segir Thomas en hann stundar MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík og býr hjá tengdaforeldrum sínum í Grafarholti. Ólafía er meira og minna á ferðalögum sem atvinnukylfingur og hún býr oftar en ekki hjá tengdaforeldrum sínum í Þýskalandi. Eins og áður segir var Thomas í fremstu röð 800 metra hlaupara í Þýskalandi en það hefur margt komið honum á óvart í lífi afrekskylfingsins. „Ég veit hvað þarf til þess að ná langt í íþróttum. Ég vissi reyndar ekki mikið um hvernig kylfingar æfa en það hefur margt komið mér á óvart við að sjá Ólafíu æfa. Tíminn sem kylfingar þurfa að nota er mikill, í samanburði við það sem ég er vanur sem hlaupari. Ég fór kannski út að hlaupa í klukkutíma og gerði teygju- og styrktaræfingar á eftir. Þetta tók kannski 2 tíma samtals. Í golfinu fara margir klukkutímar á dag í æfingar, spil og undirbúning. Þolinmæðin sem kylfingar þurfa að hafa er líka gríðarleg, Í 800 metra hlaupinu þarf ég að vera 100% einbeittur í um tvær mínútur á meðan keppnin stendur yfir. Í golfi stendur keppnin yfir í 4-5 klukkutíma. Mér finnst gríðarlega gaman að fylgjast með Ólafíu í keppni og hún er alltaf að bæta sig sem kylfingur og hún á mikið inni,“ segir Thomas Bojanowski.

Árangur Ólafíu á LET Access Terre Blanche - Frakklandi 16. sæti (74-72-72) 218 högg (-1) ASGI - Sviss 24. sæti (72-69-75) 216 högg (par) Ribeira Sacra - Spánn 23. sæti (68-70) 138 högg (+2) PGA Halmstad - Svíþjóð 18. sæti (74-72-69) 215 högg (-1)

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


C

M

Y

CM

MY

CY

MY

K


Tilhlökkun hjá félags­ mönnum – Sigmundur Ófeigsson formaður Golfklúbbs Akureyrar

Sigmundur Ófeigsson for­ maður GA hóf golfferilinn sem aðstoðar­maður hjá syni sínum og byrjaði sjálfur seint í golfi. Mynd/seth@golf.is


Yngri kylfingar GA eru margir og ansi liprir eins og hinn 10 ára gamli Skúli Ágústsson sem smellhitti þetta upphafshögg á 10. teig. Mynd/seth@golf.is

„Það ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur félagsmönnum í Golfklúbbi Akureyrar að taka á móti bestu kylfingum landsins á Íslandsmótinu í golfi 2016,“ segir Sigmundur Ófeigsson formaður GA í viðtali við Golf á Íslandi en 16 ár eru liðin frá því að Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli. „Við erum spennt en höfum ekki áhyggjur af fram­ kvæmdinni þar sem starfsfólk GA er gríðarlega öflugt. Ágúst Jensson fram­kvæmdastjóri hefur gert þetta áður hjá GR og við erum með stóran og öflugan hóp félagsmanna sem ætlar að láta þetta allt saman ganga upp.“ Sigmundur er á fimmta ári sínu sem for­maður GA en það var sonur hans, Stefán Einar, sem kom föður sínum í golfíþróttina. „Þegar Stefán var sex ára gamall þá ákvað hann að golfið væri málið og ég fór að aðstoða hann við að ýta kerrunni á ýmsum golfmótum. Eftir að hafa verið í því hlutverki í nokkur ár sagði ég við sjálfan

mig að ég þyrfti að fara byrja í golfi sjálfur eða hætta að vera kaddý. Ég valdi golfið og sé ekki eftir því. Ég verð nú seint sagður góður í þessari frábæru íþrótt en ég hef gaman af því að spila.“ Þegar Halldór Rafnsson fyrrum formaður GA ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju var leitað til Sigmundar um að taka embættið að sér.

„Ég tók vel í þá ósk og það voru mörg verkefni sem þurfti að klára. Uppbyggingar­ ferlið hér á Jaðri fór aðeins úr skorðum í efnahagshruninu og við höfðum skilning á því að sveitarfélagið þyrfti meiri tíma til þess að efna það samkomulag sem gert var á sínum tíma við GA. Við erum á síðustu metrunum í nýframkvæmdunum og þar hefur krafturinn í innra starfi GA komið vel í ljós. Framlag félaga í sjálfboðavinnu og góðvild fyrirtækja er hægt að meta á margar milljónir króna og fyrir það erum við afar þakklát.“ Það ríkir jákvæður andi hjá Golfklúbbi Akureyrar og það leynir sér ekki þegar GOLF.IS

35


Sigmundur Ófeigsson formaður GA með fjölda ungra kylfinga sem var á golfnámskeiði á Jaðarsvelli þegar viðtalið var tekið. Mynd/seth@golf.is

komið er í nýuppgert og glæsilegt klúbbhús GA. Miklar endurbætur hafa átt sér þar stað og segir Sigmundur að jákvæðni sé rauði þráðurinn í starfi GA. „Við höfum spurt félagsmenn hvað þeir óski eftir að sé gert, við erum í þjónustuhlutverki. Það er markmiðið að efla enn frekar barna- og unglingastarfið því þar eru framtíðar­félags­ menn okkar og þau eiga eftir að taka við keflinu þegar fram líða stundir. Við náðum góðum samningi við Akur­ eyrarbæ og breyttum áherslum frá fyrri samningi. Klappir, ný æfingaaðstaða okkar, var í forgangi og par 3 holu æfingavöllurinn

var minnkaður úr 9 holum í 6 holur í staðinn. Við erum að mínu mati með frá­ bæra aðstöðu í dag hér á Jaðri og einnig inni­aðstöðu í Golfhöllinni okkar niðri í bæ. Í inni­aðstöðunni erum við með fullkominn tækjabúnað á borð við TrackMan. Félags­ mönnum í GA hefur fjölgað að nýju og eru að nálgast 800. Bætt aðstaða og góður félagsandi er lykillinn að því að kylfingar vilja vera félagsmenn í GA. Rekstur Golfklúbbs Akureyrar er á góðum stað segir formaðurinn en það er ljóst að skuldir GA munu aukast á þessu ári. „Heildarveltan er um 130 milljónir kr. á

GOLFFERÐIR HAUST OG VETUR PLANTIO GOLF RESORT ALLT INNIFALIÐ ÓTAKMARKAÐ GOLF Lúxus íbúðir, flottur skógarvöllur við Alicante borg og allt innifalið í mat og drykk! Vanir Íslenskir fararstjórar sem þekkja svæðið mjög vel. Hafðu samband við sölumenn okkar með frekari upplýsingar í síma 5854000 eða á uu.is

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tilhlökkun hjá félagsmönnum

ári. Árið 2016 er mikið framkvæmdaár og það verður verkefni næstu ára að vinna úr aukinni skuldsetningu. Þetta er allt saman hóflegt og í jafnvægi.“ Sigmundur verður á meðal fjölmargra sjálf­boða­liða GA á meðan Íslandsmótið fer fram. „Ég verð ekki bara í jakkafötunum að taka í höndina á gestum og gangandi. Ég hef boðið mig fram í ýmis verkefni sem þarf að leysa. Þetta verður skemmtileg vika og ég býð alla hjartanlega velkomna á Jaðarsvöll á meðan Íslandsmótið í golfi 2016 fer fram, það verður vel tekið á móti gestum og gangandi,“ sagði Sigmundur Ófeigsson.



Tilhlökkun og heiður

– Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA

„Það ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur hér hjá Golfklúbbi Akureyrar og það er mikill heiður að fá að halda stærsta golfmótið, sjálft Íslandsmótið í golfi, hér á þessum frábæra Jaðarsvelli,“ segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA.

5. og 6. braut Jaðarsvallar hafa aldrei áður verið notaðar á Íslandsmótinu í golfi og hér sést yfir 5. brautina af hvítu teigunum. Það er Heiðar Davíð Bragason úr GHD sem slær af teig. Mynd/Ragnar Ó.

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tilhlökkun og heiður

Ágúst hefur mikla reynslu af framkvæmd Íslandsmótsins í golfi en hann var yfirvallarstjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þegar mótið fór fram á Korpúlfsstaðavelli árið 2013. Ágúst, sem er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum á Akureyri og golfvallafræðingur frá Elmwood í Skotlandi, tók við sem framkvæmdastjóri GA haustið 2013. Þegar rætt var við Ágúst voru nokkrar vikur þar til Íslandsmótið hefst en hann var ánægður með stöðu mála og þá sérstaklega þann velvilja sem félagsmenn í GA hafa sýnt í verki. „Þetta lítur allt saman vel út og ég er ekki í vafa um að hér mun fara fram frábært Íslandsmót. Við þurfum mikið af sjálfboðaliðum í aðdraganda mótsins og á meðan það fer fram. Um 50-60 manns, en það verður ekkert vandamál. Við erum ótrúlega heppin með framlag frá klúbbfélögum. Við höfum fengið gríðarlegt framlag frá þeim og fyrirtækjum vegna breytinga hér í klúbbhúsinu og ekki síst við vinnuna við æfingaaðstöðuna Klappir. GA er með magnaða einstaklinga sem eru alltaf tilbúnir að leggja til hjálparhönd. Þegar ég kom hingað fyrst þá kom þetta mér virkilega



11. brautin á Jaðarsvelli er sýnd veiði en ekki gefin. Hér eru kylfingar á hinu árlega Arctic Open að slá upphafshögg sín. Mynd/Auðunn

í opna skjöldu. Það komu menn til mín og sögðu mér að þeir hefðu lagað brýr, snyrt tré og gert alls konar hluti sem þurfti að gera. Þeir höfðu bara frumkvæðið og gengu í hlutina. Þessu hef ég ekki átt að venjast og þetta gerir GA að enn öflugra félagi.“

Byggjum upp ímynd Jaðarsvallar Á undanförnum áratug hafa gríðarlega breytingar átt sér stað á Jaðarsvelli og segir Ágúst að á næstu árum verði allur kraftur settur í að nostra við völlinn og gera hann enn betri. „Við höfum lagt mikla áherslu á að tala jákvætt um Jaðarsvöll og byggja upp ímynd þessa svæðis. Ég tók eftir því áður en ég kom hingað að þeir sem töluðu hvað verst um Jaðarsvöll voru yfirleitt klúbbfélagarnir sjálfir frá Akureyri og þetta er alveg séríslenskt fyrirbæri. Það er nú bara þannig að við getum ekki haft betur í baráttunni við móður náttúru, við verðum að vinna með henni eins vel og við getum. Hér eru erfiðir vetur á hverju einasta ári og við vinnum ekki þá baráttu. En það er hægt að gera ýmislegt til þess að völlurinn verði betri og betri með hverju árinu sem líður, það eru allir að reyna að gera sitt besta í þeim efnum. Í vetur fengum við mjög erfiða tíð sem gerði okkur erfitt fyrir. Völlurinn var

því frekar seinn til í vor en klúbbfélagarnir tóku því mjög vel og voru ítrekað að ýta á eftir því að nokkrar flatir fengju meiri tíma í vor áður en umferð væri hleypt inn á þær. Við getum ekki borið okkur saman við vellina á SV-horni landsins í maí og byrjun júní en um hásumarið og seinni part sumars er Jaðarsvöllur á meðal bestu golfvalla landsins.“ Gríðarlegur fjöldi kylfinga kemur á Jaðars­ völl á hverju sumri og fer þeim fjölgandi með hverju árinu sem líður. „Hér eru leiknir

um 25.000 golfhringir á ári og þar af eru 10.000 gestir úr öðrum klúbbum. Það sem mér finnst gott að heyra er að gestirnir upplifa að þessi völlur er einstakur. „Þetta er eins og í útlöndum,“ segja margir enda er gróðurinn hér einstakur og veðursældin er líka mikil - og nú er ég ekki að ýkja. Það eru mjög margir dagar hér sem eru um 20 gráður og frábært veður.“ Ágúst ítrekar að tekið verði vel á móti gestum á Íslandsmótinu í golfi og það sé mikil spenna og eftirvænting hjá Akureyringum. „Við höfum nánast lokið við gríðarlegan uppbyggingarfasa hér á svæðinu og nú tekur við kafli þar sem við getum farið að einbeita okkur enn betur að smáatriðunum sem þurfa að vera í lagi. Ég á von á því að það verði mikil þátttaka á Íslandsmótinu 2016 og það verða margir kylfingar héðan af Norðurlandi sem taka þátt. Það er gríðarlega mikilvægt að fá Íslandsmótið hingað á Norðurland. Þetta styrkir golfíþróttina á þessu svæði enda er það helsti styrkleiki golfsins á Íslandi að það er leikið um allt Ísland. Ungir kylfingar fá tækifæri að sjá sínar helstu fyrirmyndir í golfinu og þetta verður bara stórkostlegt mót fyrir alla sem þessu koma. Og ég veit að veðrið verður frábært,“ sagði Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA. Níunda flötin á Jaðarsvelli er í dag sú sem var sjöunda. Gríðarlega erfið hola og þarna getur margt gerst. Mynd/Auðunn

Blússandi þráðlaust net á öllum Jaðarsvelli – gestir Íslandsmótsins geta horft á RÚV og fylgst með á golf.is með einföldum hætti

Það verður án efa mikil spenna á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli og mikilvægt að skila þeirri upplifun til áhorfenda á golfvellinum. Golfklúbbur Akureyrar ætlar að bjóða upp á öflugt þráðlaust netsamband á öllu golfvallarsvæðinu. Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA segir að með þessu verði hægt að nýta alla þá tækni sem er til staðar í dag í snjallsímum og spjaldtölvum. „Það er markmiðið að áhorfendur geti fylgst með lifandi skori á golf.is og einnig með beinni sjónvarps­ útsendingu á RÚV í símum og spjaldtölvum. Það verða því skjáir út um allan völl í höndunum á gestum mótsins. Þar að auki verða skjáir til staðar í veitingatjöldum úti á vellinum og einnig í golfskálanum. Við erum sannfærðir um að þessi þjónusta eigi eftir að virka vel fyrir gesti Íslandsmótsins,“ sagði Ágúst.

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tilhlökkun og heiður



Keppt í 75. sinn um þann stóra

– Fyrsta Íslandsmótið frá árinu 2000 á Jaðarsvelli á Akureyri

Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið á Jaðarsvelli í ár það 75. í röðinni. Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2000 en þá sigraði Björgvin Sigurbergsson úr GK í karlaflokki. Þrír kylfingar hafa náð að sigra sex sinnum á Íslandsmótinu í golfi og jafnaði Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG við þá Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi.

Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1) 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2) 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4) 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1) 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5) 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6) 1949 Jón Egilsson GA (1) (2) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8) 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3) 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9) 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10) 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4) 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11) 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1) 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5) 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2) 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12) 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6) 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13) 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7) 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8) 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9) 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10) 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)

42

GOLF.IS

1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1) 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2) 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3) 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12) 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1) 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13) 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14) 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15) 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16) 1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17) 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14) 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15) 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16) 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17) 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18) 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4) 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19) 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20) 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2) 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5) 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3) 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4) 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5) 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3)

1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19) 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9) 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1) 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3) 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10) 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2) 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Axel Bóasson GK (1) (11) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6) 2015 Þórður Rafn Gissurarson (1) (22) Fjöldi titla hjá klúbbum: GR 22, GA 20, GK 11, GKG 6, GS 6, GV 3, GL 2, NK 2, GKj. 2


Ekki láta flugurnar hækka forgjöfina!

Það er engin ástæða til að láta flugur eða önnur skordýr trufla þig við golfið í sumar. EFFITAN er náttúruleg skordýrafæla sem kemur í veg fyrir mýflugnabit, moskítóbit, maura- og flóabit.

Allt að

8

klukkustunda virkni

Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum verslana og hjá N1.


Signý fagnaði fyrsta titli sínum á Garðavelli

– Keppt í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í 50. sinn á Jaðarsvelli Signý Arnórsdóttir úr GK hefur titil að verja á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið í ár er merkilegt þar sem keppt er í kvennaflokki í 50. skipti en keppt var í fyrsta sinn árið 1967 þegar Guðfinna Sigurþórsdóttir úr GS fagnaði titlinum. Íslandsmótið fór síðast fram á Jaðarsvelli árið 2000 en þá sigraði Kristín E. Erlends­dóttir úr Keili. Karen Sævarsdóttir úr GS er með flesta titla í kvennaflokknum frá upphafi en hún sigraði átta ár í röð – sem er met sem seint verður slegið. Frá því að Karen sigraði í áttunda sinn árið 1996 hefur engum kylfingi tekist að verja Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Líkt og hjá körlunum. Þar á eftir kemur Golfklúbbur Suðurnesja með 11 titla og Golfklúbburinn Keilir er með 10 titla en alls hafa sex golfklúbbar átt Íslandsmeistara í kvennaflokki.

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)

44

GOLF.IS

1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11) 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10) 1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7)

2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsd. GR (2) (21) 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10) Fjöldi titla hjá klúbbum: GR 21, GS 11, GK 10, GV 4, GL 2, GKj. 1



GA á sér langa og glæsilega sögu – Íslandsmót í golfi haldið á Akureyri í 17. skipti Golfklúbbur Akureyrar er einn af þremur elstu golfklúbbum landsins en GA var stofnaður þann 19. ágúst árið 1935. Stofnfélagar GA voru alls 23. Á fyrstu árum klúbbsins var aldurstakmarkið 20 ár og á þeim tíma var ekki gert ráð fyrir að börn og unglingar tækju þátt í starfi GA. Það átti svo sannarlega eftir að breytast. Á fyrstu árum GA var klúbburinn með golfvöll við Gleráreyrunum en árið 1946 var farið að leika á nýjum golfvelli við Þórunnarstræti. Það ár var í fyrsta sinn haldið Íslandsmót í golfi á Akureyri en Íslandsmótið í ár er það 17. sem haldið er á Akureyri og það sjötta frá því að 18 holu völlur opnaður á Jaðarsvelli.

Árið 1964 keypti Akureyrarbær jörðina Jaðar. Hófst þá uppbyggingin á núverandi Jaðarsvelli og 9 holu völlur var vígður í lok ágúst árið 1970. Árið eftir fór fram Íslandsmót í golfi á vellinum við frekar erfiðar aðstæður. Það var Magnús Guðmundsson, sem á þeim tíma var besti kylfingur landsins, sem hannaði völlinn en Júlíus Sólnes teiknaði brautirnar.

Hafist var handa við að stækka Jaðarsvöll í 18 holur og lauk þeim áfanga 22. ágúst árið 1981. Á 50 ára afmæli GA árið 1985 var nýr golfskáli tekinn í notkun. Miklar endurbætur voru gerðar innanhúss á golfskála GA í vetur og er aðstaða fyrir gesti og keppendur með miklum ágætum. Eins og fram kemur í viðtali við Sigmund Ófeigsson formann GA hafa gríðarlegar breytingar verið gerðar á Jaðarsvelli frá því að leikið var á Íslandsmótið þar síðast fyrir 16 árum. Alls hafa 12 karlkylfingar fagnað Íslandsmeistaratitlinum á Akureyri, og alls hafa sex konur gert slíkt hið sama. Magnús Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur oftast sigrað á Akureyri eða alls þrisvar sinnum og þar á eftir koma þeir Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson með með tvo sigra hvor.

Eftirtaldir kylfingar hafa fagnað Íslandsmeistaratitli á Akureyri: Karlar: 1946: Sigtryggur Júlíusson, GA 1949: Jón Egilsson, GA 1952: Birgir Sigurðsson, GA 1955: Hermann Ingimarsson, GA 1958: Magnús Guðmundsson, GA 1961: Gunnar Sólnes, GA 1963: Magnús Guðmundsson, GA 1966: Magnús Guðmundsson, GA

1971: Björgvin Þorsteinsson, GA 1975: Björgvin Þorsteinsson, GA 1979: Hannes Eyvindsson, GR 1985: Sigurður Pétursson, GR 1987: Úlfar Jónsson, GK 1990: Úlfar Jónsson, GK 1994: Sigurpáll G. Sveinsson, GA 2000: Björgvin Sigurbergsson, GK

Konur: 1971: Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS 1975: Kristín Pálsdóttir, GK 1979: Jóhanna Ingólfsdóttir, GR 1985: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 1987: Þórdís Geirsdóttir, GK 1990: Karen Sævarsdóttir, GS 1994: Karen Sævarsdóttir, GS 2000: Kristín E. Erlendsdóttir, GR

Ekki týna golfkylfunni þinni Það eru auknar líkur á því að týnd kylfa komist til eigandans ef hún er merkt. Einföld og ódýr lausn. 14 límmiðar á aðeins 2.990,- kr. Pantanir og nánari upplýsingar, s. 863 1850 46

GOLF.IS - Golf á Íslandi GA á sér langa og glæsilega sögu

lilja@vegaljos.is

www.vegaljos.is


18 holur

– minna mál með

SagaPro

20%

afsláttur í vefverslun www.sagamedica.is Með afsláttarkóðanum: GOLF2016 Gildir til 1. sept.

Fæst í apótekum, heilsu- og matvöruverslunum

www.sagamedica.is


16 ára bið á enda – Kristín Elsa og Björgvin fögnuðu stóru

titlunum síðast á Jaðarsvelli árið 2000 Íslandsmótið í golfi fór síðast fram á Jaðarsvelli um miðjan ágúst árið 2000. Kristín Elsa Erlendsdóttir úr GK og Björgvin Sigurbergsson, GK, fögnuðu sigri og var nýtt nafn ritað á Íslandsbikar kvenna í það sinn. Nafn Björgvins Sigurbergssonar fór hins vegar í þriðja sinn á bikarinn góða. Mótið á Akureyri var einnig síðasta Íslands­ mótið sem var flokkaskipt en leikið var í mfl. og 1. fl. karla á Jaðarsvelli. Á Katlavelli á Húsavík var keppt í 2. fl. karla og í 3. fl. karla á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Allir kvennaflokkar, mfl., 1. fl. og 2. fl. kepptu á Jaðarsvelli. Alls tóku 305 kylfingar þátt á þessum þremur völlum samtals en það var talsverð fækkun frá árinu þar á undan þegar rúmlega 400 kylfingar kepptu á Landsmótinu. Björgvin lék Jaðarsvöll á 284 höggum eða (70-68-71-75) sem var jafnframt par vallarins. Hann var þremur höggum betri en

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi 16 ára bið á enda

hinn 17 ára gamli Ingvar Karl Hermannsson frá Akureyri sem varð jafnframt Íslands­ meistari unglinga þetta sama ár. Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson, sem lék fyrir GR þetta árið, endaði í þriðja sæti eftir þriggja holu umspil gegn Ólafi Má Sigurðssyni úr GK. Óvís var í upphafi móts hvort Björgvin gæti leikið vegna meiðsla í hægri úlnlið sem hann varð fyrir í aðdraganda mótsins. Björgvin náði að hrista meiðslin af sér en þau háðu honum mikið á mótinu og gerðu honum erfitt fyrir.

Kristín Elsa Erlendsdóttir sá til þess að Keilir fagnaði tvöföldum sigri á þessu Íslandsmóti á Akureyri. Kristín Elsa, sem var aðeins 18 ára á þessum tíma, sigraði með miklum yfirburðum. Hún lék á 19 höggum yfir pari vallar og var ellefu höggum á undan Katrínu Dögg Hilmarsdóttur. Kristín Elsa náði eins höggs forskoti á fyrsta hring og leit ekki um öxl eftir það. Þetta er eini Íslandsmeistaratitill Kristínar Elsu í mfl. kvenna á Íslandi en hún flutti til Danmerkur og hefur ekki verið keppandi á Íslandsmótinu í langan tíma. Hún þekkti Jaðarsvöll vel á þessum tíma því hún hóf golfferilinn ellefu ára gömul á þeim velli. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili hafði titil að verja á Íslandsmótinu á Akureyri árið 2000. Ólöf lenti í talsverðum hremmingum þegar hún kom úr keppnisferð erlendis frá til Íslands rétt fyrir Íslandsmótið. Golfsettið hennar týndist og lék hún með lánskylfum frá Kristínu Pálsdóttur, fyrrum Íslandsmeistara, fyrstu keppnisdagana.


BÆTTU SVEIFLUNA SUNNAR Í ÁLFUNNI!

bókaðu far í tíma á herjolfur.is

settu golfferð með herjólfi á sumarplanið

Vestmannaeyjavöllur er einhver skemmtilegasti golfvöllur landsins. Vallarstæðið í Herjólfsdal er svo til snjólaust allan ársins hring og völlurinn því með þeim fyrstu til að verða leikfær á vorin. Stórbrotin fjallasýnin og nálægðin við náttúruöflin skerpa svo sannarlega einbeitingu kylfinganna. Það er gaman að skoða Heimaey, vegalengdir eru stuttar og fjölmargir afþreyingarmöguleikar fyrir alla fjölskylduna ávallt innan seilingar.

Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | www.herjolfur.is

bóka þarf golfhring inn á golf.is


Í beinni á RÚV Mikið úrval af fatnaði fyrir bæði kynin

Bein útsending verður frá Jaðars­ velli síðustu tvo keppnis­dagana á Íslandsmótinu í golfi 2016. Það er RÚV sem sér um útsendinguna. Margir koma að þessari útsendingu sem stendur yfir í þrjá tíma á laugardag og fjóra tíma á sunnudag. Þetta er í 19. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi en fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður i fimmta sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og í eitt skipti var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

PIPAR \ TBWA

PIPA

SÍA

Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir að skemmti­ legar nýjungar verði í útsendingunni í ár. „Það verða um 10-12 myndavélar á Jaðarsvelli það erum 25 manns sem koma að þessari viðamiklu útsendingu. Við hefjum útsendinguna kl. 15.00 á laugardeginum og ljúkum henni um 18. Á loka­hringnum byrjum við útsendinguna kl. 13.30 og fram til mótsloka sem eru áætluð um kl. 17.30. Þetta verður spennandi verkefni á glæsilegum keppnisvelli.“

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi 16 ára bið á enda

KR


ÚTSALA

PIPAR \ TBWA

PIPA

SÍA

KOMDU OG GERÐU ÆVINTÝRALEGA GÓÐ KAUP

KRINGLAN.IS

KRINGLANICELAND/FACEBOOK.COM/KRINGLAN.IS


Tek þessu öllu mjög rólega

– Signý Arnórsdóttir um titilvörnina á Jaðarsvelli

– Þórður Rafn Gissurarson um titilvörnina á Akureyri

Signý Arnórsdóttir fagnaði sínum fyrsta Íslands­meistaratitli í golfi á Eimskips­móta­ röðinni í fyrra á Garðavelli á Akranesi. Þar lék Keiliskonan á nýju mótsmeti að því er best er vitað eða einu höggi yfir pari vallar. Signý mætir því í fyrsta sinn í titilvörn á Íslandsmóti og það leggst bara ágætlega í hana.

Þórður Rafn Gissurarson úr GR hefur aldrei áður varið Íslands­ meistara­titilinn í golfi en hann hlakkar til að mæta til leiks. Þórður Rafn fagnaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fyrra á Garðavelli á Akranesi þar sem hann setti mótsmet og lék á 12 höggum undir pari vallar.

„Ég tek þessu öllu mjög rólega og fer inn í mótið með sama hugarfari og í fyrra. Spila gott golf og hafa gaman af því. Ég hóf undirbúning í maí en ég gat lítið æft í vetur vegna anna í vinnu og skóla. Ég hef því aukið æfingaálagið jafnt og þétt og verð í góðu standi þegar Íslandsmótið hefst. Ég hef ekki mikla reynslu af Jaðarsvelli en það er lykilatriði þar eins og á öðrum völlum að hitta brautir og flatir, og setja einhver góð pútt ofan í. Skynsemi og jákvæðni er gott veganesti og að gefast aldrei upp. Mótið er ekki búið fyrr en síðasta púttið er farið ofan í holuna. Mér finnst Jaðarsvöllur mjög skemmtilegur, sérstaklega í góðu veðri, og ég býst ekki við öðru en bongóblíðu á Akureyri eins og alltaf. Nýju holurnar á vellinum hafa breytt miklu og ég á góðar minningar þaðan frá í fyrra þar sem ég endaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni og kom sjálfri mér á óvart. Uppáhaldsholan mín á Jaðarsvelli er 7. brautin sem er mjög skemmtilegt par 4 hola,“ sagði Signý Arnórsdóttir.

52

Á góðar minn­ing­ar frá Jaðarsvelli

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

„Íslandsmótið leggst vel í mig. Það er alltaf gaman að koma til Akureyrar og spila Jaðarsvöll. Það er reyndar langt síðan ég spilaði völlinn og það er búið að gera mikið af breytingum. Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA er að gera fína hluti og ég hlakka til að spila völlinn sem verður án efa í toppstandi. Ég undirbý mig fyrir þetta mót líkt og önnur mót. Ég er alltaf að keppa og keppnisformið í góðu lagi en ég þarf að lagfæra nokkur atriði fyrir Íslandsmótið. Ég efast ekki um að Jaðarsvöllur verði í toppstandi. Undirbúningurinn hefur ekkert verið öðruvísi hjá mér en venjulega. Maður er alltaf að keppa þannig að keppnisformið er til staðar. En það eru nokkur atriði sem ég þarf að laga fyrir Íslandsmótið. Síðast þegar ég spilaði á Jaðarsvelli þá voru teighöggin og púttin aðalmálið. Koma sér í góða stöðu af teig til að geta ráðist á pinnann í innáhögginu. Flatirnar eru margar litlar og má ekki mikið út af bera. Þessi leikáætlun gilti um gamla Jaðarsvöllinn. Ég geri ráð fyrir að allir hlutar leiksins þurfi að vera í lagi til þess að ná góðu skori á þessum frábæra velli.“ Þórður á margar góðar minningar frá Jaðarsvelli en þar fagnaði hann Íslandsmeistara­titli unglinga eftir að hafa verið í þriðja sæti fyrir lokahringinn. „Ég náði að kreista fram sigur og það var mjög gaman. Ég hef einnig leikið til úrslita á Íslandsmóti golfklúbba með GR gegn GKG, við töpuðum þeim leik reyndar, en veðrið var gott og bara góðar stundir fyrir okkur keppendur. Uppáhaldsholan mín á Jaðarsvelli er 18. holan, stutt par 3 hola sem er sýnd veiði en ekki gefin, gaman að klára hringinn á þannig holu,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson.


TIL ÖRYGGIS Í NÆSTUM 40 ÁR

Heimilislífið Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu: Heimavörn - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas

Öryggishnappar - hugarró fyrir þig og aðstandendur

Sumarhúsavörn - njóttu þess að vera að heiman

Myndeftirlit - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt

Slökkvitæki - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn

Atvinnulífið Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir: Firmavörn - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis

Skip og bátar - öryggisbúnaður og öryggiskerfi á sjó

Akstursþjónusta - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið

Brunaviðvörunarkerfi - lausnir fyrir allar aðstæður

Gæsla - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir

Heilbrigðislausnir - sjúkrakallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi

Slökkvikerfi - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu

Myndeftirlit - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn

Vöruvernd - öryggislausnir sem stöðva þjófnað

Aðgangsstýring - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi

Námskeið - ýmis öryggisnámskeið í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir

Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000 Öflugt viðbragðsafl á öllum tímum – Okkar vakt lýkur aldrei


Hvernig spila á

Jaðarsvöll

Nýjustu brautir Jaðarsvallar eru sú 5. sem er hægra megin á þessari mynd og sú 6. sem er vinstra megin. Stórkostlegt útsýni er af öftustu teigum á 5. braut. Mynd/Pedromyndir

54

GOLF.IS


Sturla Höskuldsson PGA golfkennari fer yfir Jaðarsvöll og gefur góð ráð:

GOLF.IS

55


Það er magnað útsýnið á 7. teig Jaðarsvallar og hér slær Ari Magnússon úr GKG. Mynd/seth@golf.is

1. hola – par 4 316/290 m Þægileg og breið byrjunarhola og góður möguleiki á fugli. Hér er oftast slegið með driver af teig, miðað hægra megin á brautina og reynt að komast niður brekkuna og jafnvel inn á flöt í meðvindi. Brautin er samt ekki hættulaus þar sem „húkkaðir“ boltar af teig eru oftast týndir. Þegar holan er aftarlega hægra megin á flötinni getur verið gott að leggja upp með 200 m höggi upp á brúninni. Flötin er stór en nokkuð flöt þannig að hér má búast við mörgum fuglum.

slegin inn á flöt. Í meðvindi er ekkert því til fyrirstöðu að rífa upp driverinn og þruma boltanum yfir lækinn og vera þá helst aðeins vinstra megin. Þar er stysta leiðin yfir og besta línan inn á flöt. Höggið inn á flöt er krefjandi þar sem flötin er upphækkuð og nokkuð grunn og því oft erfitt að stöðva boltann á henni. Það er mikilvægt að vera á braut ef maður leggur upp og jafnvel skynsamlegt að slá annað höggið viljandi of stutt rétt framan við flötina og vippa svo upp að holu. Hér koma margir fuglar, en einnig þó nokkrar sprengjur þar sem hætturnar leynast alls staðar á þessari braut.

2. hola – par 5 484/438 m Skemmtileg par 5 hola þar sem margir munu reyna að ná inn á flöt í tveimur höggum. Best er að fara beint yfir trén og vera þannig heldur vinstra megin á brautinni, sem gefur bestu línuna inn á flöt. Þó er oft skynsamlegt að halda sig heldur hægra megin þar sem skógurinn til vinstri gleypir marga bolta. Í mótvindi verða flestir að fara hægra megin við trén þar sem þau eru komin í leik. Í höggi inn á flöt er annaðhvort að slá háan bolta sem lendir fremst á flötinni eða að nota brekkuna og lenda aðeins hægra megin og rúlla boltanum inn á. Flötin er marflöt og hér eiga eftir að sjást margir fuglar og þó nokkrir ernir.

3. hola – par 5 442/392 m Flott par 5 hola sem getur bæði gefið vel af sér og refsað. Ef vindurinn er á móti er yfirleitt lagt upp á miðja braut og þrjú högg

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig spila á Jaðarsvöll

6. flötin er ný og mjög krefjandi par 4 hola. Mynd/seth@golf.is

4. hola – par 3 145/133 m Falleg par 3 hola þar sem öll vinstri hlið flatarinnar er varin af tjörninni. Hér skiptir holustaðsetningin miklu máli, þegar holan er fremst á flötinn er þetta stutt járn og því oft hægt að koma sér í gott fuglafæri. Þegar holan er aftast og vinstra megin er skynsamlegt að slá bara inn á miðja flötina og reyna við fuglinn þaðan. Flötin hallar töluvert á móti kylfingum og til vinstri. Hér eru fá pútt bein og best að halda sig neðan við holuna. Ekki er gott að fara yfir þessa flöt þar sem allt hallar frá og stutt er bæði í skóg og sandgryfjuna hægra megin.


G-TEC FYRIR NÁTTÚRUNA OG VESKIÐ ŠKODA Octavia G-TEC verð frá 3.490.000 kr.

Sjálfskiptur frá 3.690.000 kr.

Þú kemst lengra en borgar minna Ef skynsemin réði værum við öll á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


megin sem er um 250 m frá hvítum teig sem og trén vinstra megin sem gleypa alla „húkkaða“ bolta. Í mótvindi ná flestir ekki í glompuna með driver og í meðvindi geta högglangir kylfingar látið boltann fljúga vel yfir hana. Flötin er á tveimur pöllum og er brautin töluvert léttari þegar holan er á neðri pallinum. Ekki er gott að fara yfir flötina þegar holan er aftarlega.

8. hola – par 3 212/166 m Löng par 3 hola sem spilast þó töluvert niður í móti sem styttir hana um 20 m. Hér eru flestir með 3-4 járn eða jafnvel blending/3-tré í mótvindi. Gott lendingarsvæði er rétt framan við flötina og boltinn rúllar þaðan inn á flöt. Glompuna hægra megin ber að varast og skynsamlegt að slá bara á miðja flötina, sama hvar holan er staðsett. Flötin er breið en nokkuð grunn og getur oft verið erfitt að stoppa boltann á henni. Ekki er gott að fara yfir flötina þar sem það þýðir oftast ansi erfitt vipp. Par er mjög gott skor hér.

Séð yfir 7. brautina sem var áður sú 5. á Jaðarsvelli. Stórkostlegt útsýni af teignum og margar hættur sem kylfingar þurfa að varast. Mynd/Pedromyndir

Eitt fallegasta teighögg landsins af hvítum teig! Driverinn er ofstast notaður til að komast sem lengst upp þessa löngu braut. Í meðvindi er glompan vinstra megin í leik en í mótvindi er flestum óhætt að miða á hana. Besta línan inn á flötina er frá hægri hlið brautarinnar en flestir taka þó ekki sénsinn á að fara í lækinn og eru því heldur vinstra megin. Flötin er nokkuð löng og mjó að framanverðu og er gott að koma sér inn á miðja flöt hér og reyna við fuglinn þaðan. Par er gott skor hér.

að taka 3-tré eða jafnvel járn/blending af teig til að forðast þær. Einnig getur verið góður kostur að taka driverinn til vinstri við glompurnar og fara þá aðeins inn á fimmtu brautina. Höggið inn á flöt er nokkuð þægilegt en þó ber að varast vatnstorfæruna vinstra megin og skógurinn hægra megin hefur líka sent marga í góða lautarferð. Flötin er stór og mjög hörð og því verður boltinn að vera hár og lenda vel framan við holuna til að stoppa. Ef holan er framarlega verður að rúlla boltanum inn. Par er flott skor hér.

6. hola – par 4 390/322 m

7. hola – par 4 320/259 m

5. hola – par 4 375/265 m

Annað virkilega skemmtilegt upphafshögg. Hér er það vatnstorfæran og skógurinn til hægri sem kylfingar verða að forðast og miða því vinstra megin eftir brautinni. Vinstra megin við brautina, um 250 m frá teig, eru tvær glompur sem auðveldlega gleypa bolta og getur því verið skynsamlegt

Flott par 4 hola sem býður upp á að taka áhættu. Gott teighögg með driver þýðir stutt högg inn á flöt og góða möguleika á að næla sér í fugl. Ef örugga leiðin er valin er lagt upp með 3-tré/blending, en þá er höggið inn á flöt alveg blint og snúið. Með driver ber að varast glompuna hægra

9. hola – par 4 416/318 m Hér er alvöru par 4 hola á ferð og í mótvindi er þetta nánast eins og par 5 hola. Upphafshöggið með driver eftir miðri brautinni þar sem hættur leynast bæði til hægri og vinstri. Eftir gott teighögg bíður langt högg af um 150-170 m færi inn á upphækkaða flötina sem er vel varin af glompum. Mjög erfitt er að stoppa boltann á flötinni þar sem hún er frekar grunn, en þó er betra að slá aðeins of langt högg inn á flöt og rúlla yfir hana en að vera of stuttur. Rétt hægra megin í hæð við flötina er ansi þægilegur vippstaður. Hér verða flestir í baráttu við að ná parinu og munu margir skollar líta dagsins ljós.

K

10. hola – par 4 320/299 m Þetta er skemmtileg par 4 hola sem gefur góða möguleika á fugli. Við réttar aðstæður má ná inn á flöt í upphafshögginu en oftast er skynsamlegast að leggja upp með

FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið

Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Pargate mælarnir frá Svíþjóð hafa verið í sölu hjá Golfskálanum frá opnun verslunarinnar og í Pargate fæst mikið fyrir peninginn. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig spila á Jaðarsvöll

VE


ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

KÁRI | Flíspeysa Kr. 14.900

VERSLANIR ICEWEAR

REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • VESTURGATA 4 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 • LAUGAVEGUR 1 • LAUGAVEGUR 91 FÁKAFEN 9 OUTLET • GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20

Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land


Séð eftir 17. braut sem er án efa ein sú allra erfiðasta á Jaðarsvelli og þarna gætu úrslitin ráðist. Mynd/Pedromyndir.

fá betri stefnu. Annað höggið er blint og best að miða vinstra megin upp hallann og láta svo boltann rúlla þaðan inn á. Flötin er mjög hörð og þarf að gera ráð fyrir miklu rúlli í öllum höggum inn á flöt hér. Alls ekki má missa boltann til hægri í höggi inn á flöt þar sem þar eru bæði glompur og skógur sem borðar golfbolta í morgunmat. Flötin er nokkuð slétt en þó með smá hryggjum. Hér eiga eftir að koma margir fuglar og jafnvel ernir.

16. hola – par 4 338 / 313 m. Stutt og falleg par 4 hola sem gefur góða möguleika. Hér er oftast tekið langt járn/ blendingur eða 3-tré og lagt upp á ca. 100 m færi, helst aðeins hægra megin á brautinni. Ekkert vit er í að taka driverinn hér, nema í mjög miklum mótvindi, þar sem brautin þrengist mjög mikið um 250 m frá hvítum teig. Flötin er á þremur pöllum og mikið landslag er í henni og því mikilvægt að hitta réttan pall til að eiga raunhæfa möguleika á fuglinum.

17. hola – par 5 507 / 445 m löngu járni/blending og slá þá rétt hægra megin við trén á horninu. Mjög erfitt getur reynst að stoppa boltann á harðri fötinni, sérstaklega þegar holan er hægra megin. Því er best að eiga fullt högg með SW inn á þessa flöt eða þá taka lægra högg og rúlla boltanum inn á flötina. Alls ekki gott að fara yfir flötina og í glompuna aftan við. Fugl getur breyst í skolla eða þaðan af verra á svipstundu í kringum þessa flöt.

11. hola – par 3 185/142 m Þetta er líklega ein erfiðasta par 3 hola landsins. Ansi löng og hættur bæði til hægri og vinstri, svo er flötin agnarsmá og hallar mikið á móti. Hér þarf einfaldlega að slá beint högg og oft er skynsamlegt að slá bara viljandi aðeins of stutt og vera beint fyrir framan flötina, vippa þaðan inn á og vera fyrir neðan holuna í púttinu. Hér munu margar sprengjur líta dagsins ljós og er par virkilega gott skor hér.

12. hola – par 4 366/295 m Hér er upphafshöggið alveg blint en stefnan á brautina er beint yfir hólinn vinstra megin. Í mótvindi er fínt að taka driverinn en í meðvindi er betra að taka jafnvel langt járn/blending eða 3-tré til að staðsetja boltann á breiða hluta brautarinnar. Brautin þrengist mjög mikið um 80-100 m frá flötinni. Vatnið til vinstri gleypir „húkkaða“ bolta með drivernum. Höggið inn á flöt er krefjandi þar sem flötin er á tveimur pöllum og töluverður halli á henni. Hér er oft gott að slá bara inn á miðja flöt og alls ekki gott

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig spila á Jaðarsvöll

að fara yfir flötina, en þar er glompa og flötin hallar öll frá. Hér er par gott skor en einn og einn fugl dettur líka inn hér.

13. hola – par 4 382/311 m Bein og nokkuð löng par 4 hola, brautin þrengist ansi mikið eftir glompuna sem er á hægri hönd. Af hvítum teig eru um 240 m í glompuna og því skynsamlegast að slá boltann um 230 m og koma sér á 150 m hælinn. Hér má alls ekki slá upphafshöggið til vinstri en í lagi að missa aðeins til hægri. Höggið inn á flöt er krefjandi þar sem flötin er frekar lítil og vel varin af bæði læk og glompu. Flötin hallar töluvert og til hægri og því oftast töluvert brot í púttum. Par er gott skor hér og fuglarnir eru frekar sjaldgæfir.

Hér er ansi löng par 5 hola upp mikla brekku. Það er þó er mögulegt að ná inn á flöt í tveimur höggum í meðvindi, en í mótvindi eru þetta alltaf þrjú högg inn. Mikilvægt er að hitta brautina og komast nánast upp á hólinn til að eiga raunhæfa möguleika að ná inn á í tveimur. Annað höggið er yfirleitt alveg blint og ber að forðast að fara til vinstri þar sem að auðvelt er að týna boltanum þar. Ef leggja á upp má slá mun meira til hægri en maður heldur og koma sér inn fyrir 100 m. Flötin er L-laga, nokkuð stór og getur reynst erfitt að komast nálægt holunni þegar hún er alveg vinstra megin. Hér munu margir fuglar líta dagsins ljós og geta orðið miklar sviftingar hér á lokasprettinum.

18. hola – par 3 141 / 117 m 14. hola – par 3 179/137 m Krefjandi par 3 hola þar sem flötin er töluvert ofar en teigurinn. Flötin er stór og á tveimur pöllum sem gerir kylfuvalið mikilvægt. Hér er samt aðalmálið að koma boltanum inn á flötina, taka sín tvö pútt og halda áfram. Hér er alls ekki gott að fara of langt þar sem trén fyrir aftan eru ansi nálægt. Par er gott og fuglarnir hafa oftast hægt um sig hér.

15. hola – par 5 488/443 m Hér er upphafshöggið mikið niður í móti og brautin er breið. Hér getur verið gott að miða aðeins hægra megin á brautina til að eiga sem besta línu inn á flötina og sumir kjósa að slá jafnvel inn á 13. brautina til að

Það eru ekki margir golfvellir sem enda á par 3 holu en þessi fallega og skemmtilega lokahola býður upp á mikla dramatík. Holan er ekki löng og því hægt að næla sér í fugl hér en einnig getur verið auðvelt að koma sér í þó nokkur vandræði. Flötin er á tveimur pöllum, aftari pallurinn er agnarsmár og oftast skynsamlegt að hitta bara inn á miðja flötina. Hér mun holan án efa vera á aftasta pallinum á lokadeginum og þeir sem þurfa á fugli að halda munu reyna að negla á pinnann! Velkomin á Jaðarsvöll og gangi ykkur vel! Með kveðju, Sturla Höskuldsson – PGA golfkennari GA


„TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA.“ Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

ALLTAF AÐ ÆFA. ALLTAF AÐ KEPPA. ALLTAF AÐ SANNA MIG. Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS


Viljum skapa góða upplifun – Steindór Ragnarsson vallarstjóri þekkir hvert strá á Jaðarsvelli

Steindór Ragnarsson vallarstjóri Jaðarsvallar þekkir nánast hvert grasstrá á vellinum en hann hefur unnið á vellinum frá því hann var unglingur. Hinn 33 ára gamli vallarstjóri hefur haft í mörg horn að líta undanfarin misseri og sl. vetur var annasamur svo ekki sé meira sagt. Steindór Ragnarsson vallarstjóri GA. Mynd/seth@golf.is

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Viljum skapa góða upplifun

Steindór segir að allir vallarstarfsmenn og félagar í Golfklúbbi Akureyrar reyni sitt allra besta til þess að bjóða keppendum á Íslandsmótinu í golfi 2016 upp á sem bestar aðstæður á frábærum keppnisvelli. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur í vetur og þá sérstaklega þar sem við vorum einnig að vinna við að klára æfinga­ aðstöðuna, Klappir, ásamt verktökum. Ég var stundum órólegur yfir veðurfarinu í vetur og maður var aðeins stressaður í vor þegar við fengum ekki alveg kjöraðstæður í veðrinu fyrir grasið á flötunum. Ástandið hefur hins vegar verið mjög gott undanfarnar vikur í byrjun sumars og það eina sem við söknum er að fá ekki meiri rigningu með þessum góða lofthita.“ Steindór er lipur kylfingur og er með 9 í forgjöf. Hann stundar golfíþróttina eins og hægt er með fram krefjandi starfi. „Ég byrjaði hérna sem unglingur 15–16 ára gamall og hef verið hér síðan. Ég menntaði mig í grasvallafræðum í Elmwood í Skot­ landi líkt og margir aðrir Íslendingar. Ég tók


NÝR BALENO! ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA HANN

KYNNUM NÝJAN TÍMAMÓTA BALENO

SAMRUNI RÝMIS OG HÖNNUNAR

NÝR VALKOSTUR!

SUZUKI BALENO

MILD HYBRID

BALENO setur ný viðmið í nýtingu rýmis. Hann hefur mesta innra-og farangursrými í sínum flokki og er um leið sérlega vel hannaður og glæsilegur … samruni hönnunar og rýmis.

Við kynnum nú í fyrsta sinn Suzuki Baleno með MILD HYBRID vél, ásamt tveimur sparneytnum bensínvélum, 1,0 Boosterjet og 1250 Dualjet. Meðal eyðsla frá 4,0 l/100km.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


við sem vallarstjóri á Jaðarsvelli 2004 og hef verið hér síðan.“ Gríðarlegar breytingar hafa verið gerðar á Jaðarsvelli frá því að Íslandsmótið fór þar fram síðast árið 2000. Aðeins einn teigur er enn óbreyttur á vellinum en búið er að skipta um allar flatir, svuntur og teiga. „Við byrjuðum á því að skipta út 11. flöt­ inni þegar þessar framkvæmdir hófust og við lukum við hringinn fyrir tveimur árum þegar við lukum við nýja 10. flöt. Þetta er búið að vera mikið púsluspil frá þeim tíma. Alls konar vandamál sem hafa komið upp og veðurfarið hefur breyst mikið á undanförnum árum miðað við það sem var áður. Það er meira um kal en við höfum fengið gríðarlega reynslu í því að sá grasfræjum og þekkingin hefur aukist. Í dag notum við mest túnvingul í sáningar og það hefur reynst vel. Sáningarnar í vor tókust vel, það gerðist mikið á 2–3 vikum og þetta verður vonandi allt í toppstandi þegar Íslandsmótið hefst.“

Langir vinnudagar Vinnudagarnir hjá vallarstarfsmönnum á Jaðarsvelli verða eins og áður segir langir á meðan á Íslandsmótinu stendur. Vinnudagurinn hefst um 4 að morgni í Íslandsmótsvikunni og menn vinna þangað til að verkefnum dagsins er lokið. „Markmiðið hjá okkur og klúbbnum er að kylfingar fái góða upplifun af vellinum. Við reynum að slá flatirnar eins seint og hægt er á hverjum degi á meðan mótið fer fram. Til þess að það verði ekki mikill munur á aðstæðum fyrir þá sem leika síðar um daginn. Ég vona bara að skorið verði sem allra best og við ætlum ekki að vera

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Viljum skapa góða upplifun

með ofsahraða á flötunum í stimpmetrum, 9 á stimp væri glæsilegt. Það eru 12 manns að vinna á vellinum og þar að auki fáum við um 10 úr vinnuskólanum okkur til aðstoðar,“ segir Steindór. Vélakostur GA er að sögn vallarstjórans með ágætum en sem sannur græjukall þá segir Steindór að alltaf sé rými fyrir nýjar og enn betri vélar. „Jaðarsvöllur er frekar flókinn í umhirðu og ég efast um að það sé til erfiðari völlur

hvað það varðar. Stórir flatar sem þarf að slá utan brauta, mikill handsláttur með Flymovélum og sláttuorfi í kringum teiga og slíkt. Á næstu árum verður það markmiðið að einfalda allt aðgengi fyrir stórar sláttuvélar á vellinum og gera umhirðuna einfaldari og hagkvæmari. Samhliða því getum við farið að sinna ýmsum smáatriðum enn betur sem snúa að snyrtimennsku á vellinum,“ sagði Steindór Ragnarsson vallarstjóri Golfklúbbs Akureyrar.


EKKI BARA GÆÐI SMÍÐABUXUR STRETCH

ÖRYGGISVESTI

SMÍÐAVESTI

EN 471

Hangandi vasar

Litur: Appelsínugulur

Járn rennilás ID kortavasi

690

9.900

m/vsk

Fullt verð 1.482

ÖRYGGISSKÓR

m/vsk

Fullt verð 14.317

ÖRYGGISGLERAUGU

Stál í tá Stál í sóla Stærðir: 40-47

19.900

m/vsk

Fullt verð 25.900

ÖRYGGISHJÁLMAR

VINNUVETTLINGAR CRAFTSMAN Nitril á lófafleti

2.490

m/vsk

590

m/vsk

Rauður, Blár,

Tommustokksvari

Dökkblár og

Hnífavasi

svartur

Fullt verð 2.460

VINNUBUXUR SERVICE STRETCH

Hangandi vasar Lokaður símavasi

m/vsk

m/vsk

Fullt verð 782

SMÍÐABUXUR

Litir: Hvítur,

1.490

490

Þægilegar buxur með sterku stretch efni á völdum svæðum til að auka þægindi í vinnu

Fullt verð 856

STUTTERMABOLIR

m/vsk

Fullt verð 8.990

Teygjanlegir

Fullt verð 3.696

6.900

11.900

m/vsk

Fullt verð 15.799

www.sindri.is I sími 567 6000 Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi

10.900

m/vsk

Fullt verð 13.900


Magnús hefur oftast sigrað á Akureyri – Kylfingar úr GA einokuðu titilinn í fyrstu tíu skiptin sem mótið fór fram á Akureyri Kylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar voru nánast öruggir með sigur á Íslandsmótinu í golfi þegar það fór fram á þeirra heimavelli á árum áður. Í fyrstu tíu skiptin sem Íslandsmótið fór fram á Akureyri þá fagnaði kylfingur úr GA Íslandsmeistaratitlinum. Magnús Guðmundsson úr GA er sá sem hefur oftast sigrað þegar mótið hefur farið fram á Akureyri, eða

þrívegis, en Magnús á alls fimm Íslandsmeistaratitla og er hann næstsigursælasti kylfingur allra tíma á Íslandsmótinu. Björgvin Þorsteinsson sigraði tvívegis á Akureyri en hann deilir metinu hvað varðar flesta Íslandsmeistaratitla. Björgvin hefur sex sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum líkt og Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson.

Hannes Eyvindsson rauf einokun GA-manna þegar Íslandsmótið fór fram á Jaðarsvelli árið 1979. Sigurpáll Geir Sveinsson bætti ellefta Íslandsmeistaratitlinum í safnið hjá GA árið 1994 þegar mótið fór fram á Jaðarsvelli. GA er með 11 titla á Akureyri, GK er með 3 titla og GR með 2 titla.

Íslandsmeistarar í karlaflokki þegar mótið hefur farið fram á Akureyri: 1946: Sigtryggur Júlíusson, GA (1) (1)

1971: Björgvin Þorsteinsson, GA (1) (9)

1949: Jón Egilsson, GA (1) (2)

1975: Björgvin Þorsteinsson, GA (2) (10)

1952: Birgir Sigurðsson, GA (1) (3)

1979: Hannes Eyvindsson, GR (1) (1)

1955: Hermann Ingimarsson, GA (1) (4)

1985: Sigurður Pétursson, GR (1) (2)

1958: Magnús Guðmundsson, GA (1) (5)

1987: Úlfar Jónsson, GK (1) (1)

1961: Gunnar Sólnes, GA (1) (6)

1990: Úlfar Jónsson, GK (2) (2)

1963: Magnús Guðmundsson, GA (2) (7)

1994: Sigurpáll G. Sveinsson, GA (1) (11)

1966: Magnús Guðmundsson, GA (3) (8)

2000: Björgvin Sigurbergsson, GK (1) (3)

Afgreiðslukerfi

debet | kredit Félagakerfi dk viðskiptahugbúnaður býður upp á alhliða lausn fyrir hin ýmsu félagasamtök eins og stéttar- og íþróttafélög, góðgerðarsamtök og klúbba. Í félagakerfinu er einfalt að hafa umsjón með félagsmönnum, félagsgjöldum, launagreiðendum, styrkjum og sjóðum og öllu því tengdu.

bókhald | í áskrift Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

dk POS afgreiðslukerfi er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Með dk iPos er afgreiðslukerfið komið í hendina, fyrir iPod, iPad og iPhone. dkPos afgreiðslukerfið fyrir windows tölvur er með sérsniðnar lausnir t.d. tengingu við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.

dk POS | í áskrift dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | 510 5800 | dk@dk.is


Það Þurfa allir að næra sig

Prentun og umbúðir

Umhverfisvænar umbúðir í miklu úrvali Hvort sem þig vantar drykkjarmál, diska eða matvælaöskjur, áprentaðar eða ómerktar þá höfum við lausnina. Umbúðirnar eru búnar til úr endurnýjanlegum auðlindum og henta vel til endurvinnslu.

Pakkningar

Kaffimál

Hvernig getum við aðstoðað þig? Hafðu samband við viðskiptastjóra í síma 515 5000 og kynntu þér málið.

Matvælaöskjur

Bréfpokar

www.oddi.is


Kylfingar úr GS og GK sigursælastir – Karen sú eina sem hefur sigrað oftar en einu sinni Það er áhugavert að rýna í tölfræðina í kvenna­flokknum þegar Íslandsmótið í golfi er haldið á Akureyri. Frá því að byrjað var að keppa í kvennaflokki hefur ávallt verið keppt á Jaðars­velli þegar mótið hefur farið fram á Akureyri. Guðfinna Sigurþórsdóttir, úr Golf­ klúbbi Suðurnesja, fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli á ferlinum þegar keppt var í fyrsta sinn í kvennna­flokki árið 1971. GS og GK eiga flesta Íslandsmeistaratitla frá Akureyri í kvennaflokki eða alls þrjá. Svo skemmtilega vill til að dóttir Guðfinnu, Karen Sævarsdóttir, er sú sem á flesta Íslandsmeistaratitla frá Akureyri í kvennaflokki en hún sigraði tvívegis á Íslandsmótinu. Karen er sú sigursælasta frá upphafi á Íslandsmótinu með átta titla í röð – met sem verður seint slegið. Íslandsmeistarar í kvennaflokki þegar mótið hefur farið fram á Akureyri: 1971: Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS 1975: Kristín Pálsdóttir, GK 1979: Jóhanna Ingólfsdóttir, GR 1985: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 1987: Þórdís Geirsdóttir, GK 1990: Karen Sævarsdóttir, GS 1994: Karen Sævarsdóttir, GS 2000: Kristín E. Erlendsdóttir, GK

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Axor sturtulampi nendo Listaverk - hönnun og þægindi

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · isleifur.is


Ellefufaldir Íslandsmeistarar

– Guðfinna er fyrsti Íslandsmeistari kvenna og Karen dóttir hennar er sú sigursælasta Þegar Íslandsmeistarabikar kvenna fer á loft á Jaðars­ velli þann 24. júlí nk. verður það í 50. sinn sem Íslands­ meistari kvenna er krýndur í golfíþróttinni á Íslandi. Guðfinna Sigurþórsdóttir var sú fyrsta sem nældi sér í titilinn Íslandsmeistari í golfi kvenna árið 1967 á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Verðlaunagripurinn glæsilegi hefur frá þeim tíma nánast átt lögheimili hjá Guðfinnu sem varð Íslandsmeistari alls þrívegis á ferlinum. Sigursælasti kylfingur allra tíma á Íslands­ mótinu, Karen Sævarsdóttir, er dóttir Guðfinnu og hefur verðlaunagripurinn því verið alls 11 ár á heimili þeirra. Golf á Íslandi hitti mæðgurnar yfir einum kaffibolla á dögunum í glæsilegum golfskála Golfklúbbs Suðurnesja þar sem mæðgurnar dvelja nánast öllum stundum enn í dag. 70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellefufaldir Íslandsmeistarar

Íslandsmeistarabikar kvenna var með í för þegar Golf á Íslandi hitti þær mæðgur og það var ekki laust við að þær tækju á móti gripnum eins og gömlum vin. Þær þekktu hverja rispu og beyglu eins og lófann á sér og sögðu báðar: „Þetta er ekki eftir mig.“ Guðfinna, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í lok maí sl., er enn virkur félagi í GS en hún er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Suðurnesja. Hún er lipur kylfingur og er með 18 í forgjöf. Þegar talið berst að fyrsta Íslandsmótinu árið 1967 segir Guðfinna að frumkvæðið að þátttöku kvenna hafi komið frá Golfsambandi Íslands.

Lásum bækur til að læra golf „Það kom tilkynning til golfklúbba landsins að keppt yrði í kvennaflokki á Íslandsmótinu árið 1967. Við konurnar hér í GS tókum þessu fagnandi og fórum að æfa okkur enn betur og fara yfir reglur og ýmislegt annað með Kristjáni Einarssyni


Spilaðu betur í ecco

Golf Casual Hybrid

Golf Biom Hybrid

Golf Cage

15200401001

15153459556

13250457828

Verð: 20.995

Verð: 29.995

Verð: 28.995

ÚTSÖLUSTAÐIR

Golf Casual Hybrid

Golf Biom Hybrid

Golf Biom G2

12201301007

12021301083

10152358255

Verð: 19.995

Verð: 25.995

Verð: 32.995

Örninn Golfverslun · Golfskálinn · Golfbúð Hafnafjarðar · Ecco Búðin Kringlunni · Skóbúð Selfoss Skóbúð Húsavíkur · Skóbúðin Keflavík · Nína Akranesi · Axel Ó Vestmannaeyjum · Skor.is Netverslun


dómara. Það var margt sem við vissum ekki og við lærðum golf með því að lesa bækur og tímarit því það voru fáir kennarar sem gátu aðstoðað okkur. Á meðal þess sem við æfðum okkur í var að finna boltann í karganum utan brautar því golfvellirnir voru ekki eins og þeir eru í dag. Bolti utan brautar var oftar en ekki týndur í mittisháu „röffi,“ segir Guðfinna en hún er eins og áður segir einn af stofnfélögum GS árið 1964. „Ég byrjaði í golfi af einskærum áhuga á þessari íþrótt. Ég var að vinna á skrifstofu bæjarfógeta í Keflavík og þar var áhuginn mikill. Árið 1965 keypti ég golfsett með vinnu­félaga mínum. Við skiptum því á milli okkar og lékum því með hálfu setti.“ Það var kraftur í Guðfinnu frá upphafi á golf­vellinum og hún tók málin föstum tökum utan vallar sem innan. Í viðtali í Morgun­blaðinu eftir þriðja Íslands­meistara­titlinn á Akureyri gagnrýndi hún það harka­lega að konurnar léku aðeins 36 holur alls og 9 holur á dag á meðan karlar léku 72 holur og 18 holur á dag. Karen brosir út í annað þegar móðir hennar rifjar upp þessa tíma og það er alveg ljóst að hún hefur rætt þessi mál áður í viðurvist dótturinnar. „Það var eins og við konurnar værum viðhengi á körlunum okkar sem voru að keppa. Við lékum 9 holur á dag og ungar stúlkur voru með okkur í ráshóp til þess að við gætum leiðbeint þeim og veitt þeim ráð. Ég var ekki sátt við þessa stöðu og ég reif án efa kjaft við marga út af þessu á þeim tíma. Árið eftir var þessu breytt og ég var mjög ánægð með það. Það virkaði að gagnrýna.“

Leigjum út Powakaddy rafmagnskerrur og golfsett frá Taylor Made og Srixon

BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellefufaldir Íslandsmeistarar

Íslandsmeistarabikar kvenna fór fyrst á loft á Hvaleyrarvelli árið 1967. „Hrafnhildur Gunnarsdóttir úr GS fór með mér í þetta mót, hún sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu og ég fór heim með bikarinn. Þetta var eftir­minnilegt mót en við vorum ekki langt komnar í okkar leik og bættum okkur jafnt og þétt á næstu árum.“ Guðfinna landaði sínum þriðja titli árið 1971 á Akureyri. Þá kepptu konurnar á gamla vellinum við Þórunnarstræti en karlarnir léku á Jaðarsvelli sem á þeim tíma var kallaður „Stóri Boli“ sökum gríðarlegrar lengdar. Jaðarsvöllur var mjög hrár og erfiður viður­eignar fyrir karlana. Það var líka mikið fjölmenni sem tók þátt og 9 holu völlur annaði ekki þeim fjölda sem vildi vera með. Við vorum í góðu yfirlæti á gamla vellinum við Þórunnarstræti þar sem Sveinn Snorra­son var mótsstjóri. Ég held að það sé búið að reisa elliheimili yfir það svæði þar sem gamli völlurinn var og það er kannski viðeigandi,“ segir Guðfinna í léttum tón.


GOLFFERÐIR Á

BELFRY

THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1985, 1989, 1993, 2001

Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001

Verð frá 139.000 kr. á mann í tvíbýli.

„Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan. Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu flugi til Birmingham.“ Páll Ketilsson – ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og kylfingur.is „Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun, þá er Belfry málið. Þetta er draumaferðin.“

„Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Vil fá að þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri til að njóta þessa alls í frábærum félagsskap á topp stað … og ég kem örugglega aftur … og aftur …“ Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun

Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri, GB Ferðir

Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000


Karen 10 ára.

viðhorf var enn til staðar þegar Karen var að byrja í golfi,“ segir Guðfinna og er glöð að staðan sé önnur í dag og að konum sé að fjölga mikið í golfíþróttinni. Karen Sævarsdóttir er sigursælasti kylfingur allra tíma á Íslandsmótinu í golfi en hún sigraði í fyrsta sinn árið 1989 og vann síðan titilinn átta ár í röð. „Ég tók þátt í fyrsta sinn árið 1986 þegar mótið fór fram hér í Leirunni og þá var ég 13 ára gömul. Við mamma náðum ekki að keppa á sama Íslandsmótinu því hún tók þátt á sínu síðasta Íslandsmóti árið 1985 þegar Ragnhildur Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari á Jaðarsvelli. Ég man vel eftir því móti enda fylgdist ég með keppninni sem kaddý og ég var að þvælast út um völlinn að skoða mig um. Þegar ég fór í mótið árið 1986 átti ég bara hálft sett og það þótti reyndar ágætt á þeim tíma. Mér fannst eins og ég þyrfti að vera með fullt sett á stóra mótinu og ég hertók því kylfurnar hennar mömmu og mætti með fullt sett í

Fáar konur og ekkert kvennastarf Golfíþróttin var með öðru sniði að mati Guðfinnu þegar hún rifjar upp fyrstu árin sín sem kylfingur. „Það var allt öðruvísi andi yfir þessu öllu saman. Við hér í GS lokuðum vellinum af og til, og þá komu félagsmenn saman í sjálfboðavinnu. Gamla klúbbhúsið var t.d. reist með slíkum hætti en það var gamall braggi sem herinn ætlaði að henda á haugana. Þetta hús reyndist okkur vel og það fór vel um okkur.“ Fáar konur voru í golfi í kringum árið 1970 og segir Guðfinna að ekkert kvennastarf hafi verið til staðar og hún hafi oft haft það á tilfinningunni að golfvellir væru ekki staðir fyrir konur. „Ég var áður í íþróttum áður en ég fór í golfið og fyrir mér var þetta alltaf íþrótt og keppni. Það var hins vegar ekkert meistaramót fyrir konur hér í þessum klúbbi og ég fékk alveg að heyra það að það væru alltaf sömu konurnar sem myndu hirða verðlaunin og það væri því tilgangslaust að kaupa þessi verðlaun. Þetta

S

í

e l

SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunandi stærðarflokkum Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellefufaldir Íslandsmeistarar

SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.


Laugarnar í Reykjavík

Skelltu þér

í laugina

eftir leikinn fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000

• www.itr.is


fyrsta sinn á ævinni. Ég náði fjórða sæti á þessu móti og eftir það var ekki aftur snúið. Það var mjög erfitt að fá útbúnað á þessum árum, vinstri handar golfsett voru varla til, við vorum alltaf í rúllukragabol og peysu, gallabuxum, og skórnir voru frekar lélegir, regnfatnaðurinn líka. Það er því ekki hægt að líkja þessu saman við það sem gerist í dag,“ segir Karen.

Fauk oft í mig Guðfinna var oft aðstoðarmaður Karenar á fyrstu árum hennar á mótum en sú samvinna gekk ekki alltaf vel og þær mæðgur horfast í augu og brosa þegar þær rifja upp þær stundir. „Karen var og er með skap, veit ekki hvaðan hún hefur það,“ segi Guðfinna og hlær. „Ég gafst oft upp á látunum í henni, þá fauk í mig og ég yfirgaf keppnina. Pabbi hennar var því oftar á pokanum með henni en það reyndist best fyrir hana að fá Örn Ævar Hjartarson á pokann, segir Guðfinna. „Já, Örn Ævar var bara átta ára að ég held þegar hann kom með mér fyrst í Íslandsmót og hann var með með mér sem kaddý í sex skipti af þessum átta titlum,” segir Karen og bætir við að stemningin á gömlu Lands­ mótunum hafi verið hátíð kylfinga og þar hafi allir mætt til leiks. „Þetta var allt öðruvísi, keppendur komu með fjölskylduna, það voru tjaldbúðir, stemn­ingin var allt önnur, og meira svona hátíð kylfinga. Á lokadeginum fór

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellefufaldir Íslandsmeistarar

enginn heim og við fengum því marga áhorfendur sem fylgdust með keppninni í

meistaraflokkum karla og kvenna,“ segir Karen.

Titillinn á Hellu sá eftirminnilegasti Næstsíðasti Íslands­meistara­ titill Karenar á Strandarvelli á Hellu árið 1995 var sá eftir­ minni­legasti að hennar sögn. „Þetta sumar var erfitt fyrir mig, ég var á þriðja ári mínu í háskólanum í Bandaríkjunum, og ég var frekar þreytt á keppnisgolfinu. Ég spilaði illa þetta sumar og á Íslandsmótinu á Hellu þá hitti ég varla braut eftir upphafshögg. Í minningunni var ég alltaf uppi á ein­hverjum hól að leita að drævinu mínu og Björgvin Sigurbergsson úr Keili var að gera slíkt hið sama einhvers staðar nálægt mér. Hann vann líka þannig að þetta var kannski uppskriftin að árangri. Ég náði að bjarga pari hvað eftir annað og seiglaðist þannig í gegnum þetta.“ Áttundi og síðasti Íslands­ meistaratitill Karenar kom í Vestmannaeyjum árið

eftir og hún gerðist síðan atvinnumaður í kjölfarið. „Það hafa margir spurt mig af hverju ég hafi ekki náð fleiri titlum en átta, af hverju ekki tíu? Málið er á þeim tíma máttu atvinnukylfingar ekki taka þátt í keppni áhugamanna, en þessari reglu var breytt snemma á þessari öld.“ Karen segir að það hvarfli stundum að henni að byrja að æfa af krafti og gera atlögu að titlinum á ný. Hún er 43 ára og á því enn mörg góð golfár framundan. „Ég get alveg slegið boltann en það er tíma­frekt að æfa mikið og ég vil gera þetta almenni­ lega ef ég myndi fara af stað. Ég hef ekki forgangsraðað tímanum þannig en hver veit nema það komi að því,“ sagði Karen Sævars­dóttir, áttfaldur Íslandsmeistari í golfi.


kvika.is


Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn

– Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, gefur lesendum góð ráð um hugarfarsþjálfun

Keppnisaðstæður sem afrekskylfingar óska eftir að komast í er á lokadegi á stórmóti þar sem síðasta höggið er slegið undir pressu og margir að horfa á. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili gerði vel í þessu tilviki. Mynd/seth@golf.is

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, hefur á undan­ förnum áratugum verið í fremstu röð sérfræðinga sem aðstoða afreksíþróttafólk við að hámarka árangur sinn. Jóhann Ingi er í sérfræðiteymi afrekshóps GSÍ og hefur verið bestu kylfingum landsins til aðstoðar á ýmsum sviðum. Golf á Íslandi fékk Jóhann Inga til þess að svara nokkrum spurningum um hugarfarsþjálfun og ýmis vandamál sem koma upp á golfhringnum. Hugarfarsþjálfun – hversu mikilvæg er slík þjálfun? Geta allir kylfingar þjálfað sig upp, óháð getustigi? Hún skiptir mjög miklu máli. Í raun má segja að hugarfar sé eins og hver

78

annar vöðvi (eða tækniatriði) sem hægt er að þjálfa, óháð getustigi eða forgjöf. Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn á meðan neikvætt hugarfar getur reynst jafnvel færum kylfingum mjög hamlandi.

Hvaða aðferðum getur hinn almenni kylfingur beitt til þess að róa taugarnar fyrir golfmót? Hugsanir okkar stjórna því að miklu leyti hvernig okkur líður, t.d. hvort við upplifum okkur stressuð eða sjálfsörugg. Það sem við kjósum að beina athyglinni að í huganum hefur tilhneigingu til að vaxa og dafna. Ef athygli okkar (t.d. í aðdraganda móts) er stöðugt á fyrri höggum sem misfórust eða hvað geti farið úrskeiðis er líklegt að við mætum að lokum uppfull af stressi og áhyggjum á fyrsta teig. Og spilamennskan sennilega eftir því. Ef við á hinn bóginn beinum meðvitað athygli okkar að jákvæðari þáttum, samanber styrkleikum okkar og góðum undirbúningi, er líklegt að við finnum til spennu fyrir mótinu í stað streitu. Við verðum rólegri og við förum jafnvel að hlakka til. Hér er innra sjálfstal okkar lykilatriði. Á sama hátt og hægt er að tala sig niður í huganum má að sjálfsögðu tala sig upp í tilhlökkun og vellíðan í staðinn. Það er bara spurning um æfingu. Prófaðu t.d. að líta á pressuna við næsta mót sem forréttindi sem ber að fagna því þá

GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Jódís Bóasdóttir er pollróleg í þessu pútti. Mynd/seth@golf.is

er hugurinn einungis að gefa til kynna að þetta sé eitthvað sem skiptir þig máli. Að streitan sé bara orkustykki sem þú innbyrðir til að ná settu marki. „Ég er best(ur) undir álagi," er algengt sjálfstal afreksmanna og „eftir því sem pressan er meiri þeim mun betur spila ég". Rétt spennustig og jákvætt sjálfstal hjálpar okkur þannig að hafa aðgang að getu okkar og ná okkar besta fram.

Getur þú tekið dæmi um það hvernig hægt er að róa sig niður fyrir fyrsta teighöggið í móti sem er oftast það erfiðasta? Hér má nefna dæmi um ýmsa tækni sem kylfingar (og annað íþróttafólk) í fremstu röð hefur beitt. Mörgum finnst gott að nota sjálfstalið sem eins konar möntru til að róa sig niður við slíkar aðstæður. Skammstöfunin YES er ein slík. Hún stendur fyrir: „Ég er yfirveguð/yfirvegaður, einbeitt(ur) og sjálfsörugg(ur)". Endurtaki maður þetta nógu oft, vitandi í hverju orðin felast, fer smám saman að vera nóg að segja eða heyra orðið „yes," þá finnur maður hvernig líkami manns og hugur fyllist af þessu þrennu. Sumir hafa frekar kosið að nota ákveðið orð eða hlut sem hefur ákveðna merkingu fyrir viðkomandi. Orðið/hluturinn stendur þá fyrir eitthvað sem kemur kylfingnum í sitt uppáhalds hugarástand sem hann hefur skilgreint vel með sjálfri/sjálfum

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn

sér. Golfarar æfa sveifluna sína óteljandi sinnum og er síðan kennt að treysta sveiflunni sinni þegar á hólminn er komið. Þannig sé líklegast að höggið verði áreynslulaust og komi vel út. Því hafa sumir notað orðið „treysta" með sjálfri/sjálfum sér til að róa sig niður og komast á réttan kjöl. Enn aðrir hafa notað hlutlaust áreiti (t.d. rauðan borða á golfpokanum) sem þeir gjóa augunum á eftir þörfum og tengja við eftirsóknarverða líðan. Þá hafa sumir gefið sér tíma og velt fyrir sér hvers kyns efasemdum og áhyggjum sem þeir kunna að hafa í aðdraganda móts en skilið þær svo allar eftir í bílnum fyrir fyrsta högg. Þær munu ekki hjálpa neitt úti á velli. Um leið og bílhurðinni er lokað er búið að ákveða að beina athyglinni fyrst og fremst að vel völdum, uppbyggilegum hugsunum.

Að lokum – neikvæðar hugsanir úti á vellinum, hvernig losar kylfingurinn sig við slíkar hugsanir? Hér skiptir andlegur undirbúningur miklu máli, þ.e. að vera búin(n) að ákveða fyrirfram hvernig maður hyggst mæta neikvæðum hugsunum eða krefjandi aðstæðum þegar þær dúkka upp. Við náum m.ö.o. árangri í huganum áður en við mætum á völlinn! Ætla ég að tala niður til mín eða vera hvetjandi? Hvaða jákvæðu setningar ætla ég að nota? Ætla ég að staldra lengi við slæm högg eða huga frekar

að því næsta? Að vera búin(n) að ákveða og æfa rétt viðbrögð í huganum fyrirfram stóreykur líkur á því að framkvæmdin úti á velli verði eins. Til dæmis er hægt að æfa sig í að „núllstilla" sig eftir hverja holu (eða högg). Það þýðir einfaldlega að næsta högg er alltaf það mikilvægasta. Hafi það síðasta ekki verið nógu gott mun ég leiðrétta það með næsta höggi. Gott gengi á síðustu holu hleypur ekki með mig í gönur. Slæmt gengi dregur mig að sama skapi ekki niður á þeirri næstu. Hér fer einnig vel á því að nota W-I-N, þ.e. að spyrja sig: „What's important now?" í hvert skipti sem í harðbakkann slær. Afreksmenn eru oft flinkir við að beina athygli sinni og orku á það sem skiptir mestu máli, m.ö.o. að fókusa á það sem þeir hafa stjórn á hverju sinni en láta annað eiga sig. Sé maður tilbúin(n) með svar við W-I-N verður um leið mun minni tími fyrir neikvæðar hugsanir. Þá er einnig gott að minna sig á að þeir (eða þær) sem lengst hafa náð hræðast ekki mótlæti, þeir nýta sér það. Að æfa sig í að yfirstíga mótlæti er ein besta leiðin sem til er fyrir íþróttafólk til að styrkja skapgerð sína og hækka getustig. Eins og áður segir snýst hugarfar um þjálfun eins og allt annað í golfi. Best er að taka eitt skref í einu og gefa sér tíma. Decide to do it, plan to do it, practice doing it and focus on doing it.


Jordan Spieth

Bubba Watson

Rickie Fowler

Henrik Stenson

Adam Scott

Louis Oosthuizen

68 YEARS. ONE BALL. THE #1 BALL PLAYED AT THE U.S. OPEN® FOR 68 YEARS.

Zach Johnson

Kevin Kisner

Jimmy Walker

Kevin Na

Bill Haas

Rafa Cabrera-Bello

To be successful at the U.S. Open takes talent, precision and patience. It also demands a golf ball that provides exceptional distance, control and consistency. It’s especially true this year when players take on Oakmont Country Club, one of the most difficult courses in the world, with its tight fairways, hard and slick greens, and famous Church Pews bunker. And it’s why the overwhelming majority will rely on Titleist, just as they did when they played Oakmont in 1953, 1962, 1973, 1983, 1994 and 2007. And as they have in every U.S. Open for 68 consecutive years.

Source: Darrell Survey. U.S. Open is a registered service mark of the United States Golf Association® and is used with the permission of the United States Golf Association. The USGA does not endorse or sponsor Titleist or its products in any way.


PGA

golf k e n n sl a

Rétt grip er upphafið og endirinn á öllu

– markvissar æfingar skila árangri Grunnatriðin í golfíþróttinni eru gríðarlega mikilvæg. Hvernig kylfingar grípa um kylfuna er þar án efa efst á blaði. Golf á Íslandi fékk Sturlu Höskuldsson, PGA-kennara hjá Golfklúbbi Akureyrar, til þess að gefa lesendum nokkur góð ráð varðandi rétt grip. Sturla hefur starfað sem golfkennari í 17 ár víðsvegar um landið og heiminn, m.a. í Bandaríkjunum, Englandi og Svíþjóð. Sturla lauk golfkennaranámi í Bandaríkjunum árið 2000 og svo PGA námi hjá PGA á Íslandi árið 2009. Sturla starfar í dag sem yfirgolfkennari Golfklúbbs Akureyrar og rekur einnig Golfskóla Akureyrar, www.golfskoli.is.

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


PGA

golf k e n n sla

Gripið - upphafið og endirinn á öllu!

Nánast allir golfkennarar séu sammála um það að gripið sé það mikilvægasta í golftækninni. Af hverju er það? Jú, vegna þess að hvernig þú heldur á kylfunni hefur bein áhrif á hvað kylfan gerir í sveiflunni, bæði hvernig hún vísar í stefnu og hvernig hún nær að sveiflast og hitta á boltann.

Nærmynd af réttu grip

Nærmynd af algengasta ranga gripinu GOLF.IS

83


Gripið - upphafið og endirinn á öllu!

PGA

golfkennsla

Gripið ræður því miklu um hvort þú nærð beinum höggum og eins hvort þú náir réttri sveiflu og hittir boltann vel. Mundu að ef þú gerir vitleysu í gripinu hefur það bein áhrif á kylfuna og því höggið þitt. Að gera einhverja ranga hreyfingu t.d. með hnénu, mjöðminni eða öxlunum hefur líklega ekki eins mikil neikvæð áhrif á höggið þitt. Gripið er því númer eitt, tvö og þrjú og margir góðir hlutir gerast sjálfkrafa í sveiflunni við það að halda rétt á kylfunni. Hvernig tek ég rétt grip? Skoðaðu myndirnar og komdu þessu í 100% rútínu hjá þér.

1: Kylfunni haldið við hlið líkamans og handfangið sett útí fingurna.

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

2: Hendinni lokað yfir þar til 2-3 hnúar á handarbakinu sjást.


allt รก sama staรฐ

M2

G SF Tec

Vapor Fly

XR-16


PGA

golfkennsla

3: Úlnliðurinn beygður fram og til baka til að kanna hreyfanleika.

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

4: Neðri höndin kemur á þétt við og leggst lófi hennar í hlið þumalfingurs. Krækja, litli fingur ofan á eða allir fingur á gripinu, þitt er valið!


VIÐ HÖFUM GÓÐA REYNSLU AF

HLJÓÐI

NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / NETVERSLUN.IS


Gripið - upphafið og endirinn á öllu!

PGA

golfkennsla

Röng úlnliðahreyfing.

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80559 06/16

Rétt úlnliðahreyfing.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80559 06/16

LEXUS NX SKARPARI Á ALLA KANTA

Lexus NX hefur skarpari línur og sker sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem gleður augað frá öllum sjónarhornum. Að innan státar Lexus NX af skjá með 360 gráðu sjónsviði og Mark Levinson Premium Surround hljóðkerfi sem magnar seiðandi aðdráttarafl hans – hvar sem hann kemur. lexus.is Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

NX


Hverning hittum við boltann best með járnunum?

PGA

golfkennsla

Algengasta vandamálið varðandi járnahöggin eru einfaldlega illa hitt högg. Við toppum boltann og fáum strax að heyra það að við höfum litið upp eða að við sláum í jörðina og fáum þá ábendingu um að við höfum beygt okkur aðeins of mikið í hnjánum, bakinu eða eitthvað álíka. En eru þetta virkilega skýringarnar á þessum illa hittu höggum? Sjaldnast er það tilfellið. Við skulum skoða þetta nánar... Það sem gerist í báðum tilfellum (topp og hitt í jörðina) er að kylfuhausinn nær sinni lægstu stöðu (köllum það botninn á sveifluboganum) of snemma, aftan við boltann. Ef botninn á sveifuboganum er aftan við boltann og það neðarlega að kylfan nær í jörðina mun hún að sjálfsögðu hitta í jörðina á undan boltanum (mynd B). Ef botn sveiflubogans er aftan við boltann en nær ekki niður í jörðina mun kylfuhausinn alltaf sveiflast uppávið inní boltann og við fáum þá toppað högg (mynd A).

Mynd A: Sýnir nærmynd þegar kylfuhausinn tekur torfu fyrir aftan boltann.

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


PGA

golfkennsla Mynd B: Sýnir nærmynd þegar kylfuhausinn toppar boltann.

GOLF.IS

91


Hvernig hittum við boltann best með járnunum? Af hverju taka afrekskylfingar alltaf torfu þegar þeir slá með járnum? Jú, þeir slá kylfunni niður á við á boltann og ná að hafa hendurnar og þungann fyrir framan við boltann (nær skotmarkinu) þegar þeir hitta.

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

PGA

golfkennsla


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


Hverning hittum við boltann best með járnunum?

PGA

golfkennsla

En hvað veldur því þá að kylfuhausinn nær botni sveiflubogans of snemma og aftan við boltann? Þetta er einfalt, til að kylfuhausinn geti náð botninum á sveifluboganum eftir að boltinn er hittur (eins og við viljum gera) þurfa hendurnar og gripendi kylfunnar að vera framan við (nær skotmarkinu) en boltinn þegar við hittum. Við þetta ferðast kylfuhausinn alltaf niður á við í boltann og tekur boltann fyrst og jörðina svo = vel hitt högg = lengri og beinni högg. Við þurfum því að sjá til þess að láta kylfuna halla fram á við, í átt að skotmarkinu, bæði þegar við stillum okkur upp (mynd 1) og þegar við hittum boltann (mynd 2).

Mynd 1: Við þurfum því að sjá til þess að láta kylfuna halla fram á við, í átt að skotmarkinu, bæði þegar við stillum okkur upp.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

Mynd 2: Við þurfum því að sjá til þess að láta kylfuna halla fram á við, í átt að skotmarkinu þegar við hittum boltann.

Mynd 3: Höggið er rétt framkvæmt og boltinn sleginn fyrst og síðan kemur torfan á eftir.


GLASSLINE Unidrain® er þekkt um heim allan fyrir gólfniðurföll sem hafa breytt hugmyndum okkar hvar og hvernig niðurföllum er komið fyrir. Uppsetning á GlassLine (sambyggt niðurfall og sturtuhlið) frá unidrain® byggir á sömu grundvallarhugmyndum og er örugg lausn með sérstaklega fallegum frágangi.

Smiðjuvegi 76

www.unidrain.dk

• Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Sími 414 1050


Hverning hittum við boltann best með járnunum?

PGA

golfkennsla

Einnig þurfum við að passa að líkamsþunginn hvíli sem mest á fremri fætinum í högginu (mynd 1) og að við séum ekki með þungann á aftari fætinum og höllum okkur aftur á bak í lokastöðunni. (mynd 2) Það myndi líka valda því að hendurnar og gripendi kylfunnar lentu aftan við boltann í högginu og við toppum boltann og hitta í jörðina. Hendurnar fram, þungann fram og sláum niður á við á boltann. Boltinn fyrst, jörðina svo. Hittum þannig boltann vel, beint á pinna!

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


Leigjum út Powakaddy rafmagnskerrur og golfsett frá Taylor Made og Srixon

BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525


Leiðbeiningar um

bættan leikhraða Golfsamband Íslands gaf nýverið út bæklinginn Leiðbeiningar um bættan leikhraða. Um er að ræða samstarfsverkefni með Heiðrúnu Hörpu Gestsdóttur, Vita-Golf og Icelandair Golfers. Bæklingurinn ætti að vera aðgengilegur hjá öllum golfklúbbum.

0

Unga fólkið til fyrirmyndar. Hér eru allir kylfingarnir á flötinni að undirbúa sig fyrir púttið. Allt á hreinu hjá þessum ungu dömum, vel gert.

12

Mynd/seth@golf.is

ðu út ef þú átt mjög stu og þarft ek tt pútt skal sem bestum leikhraða ki að Ísbæklingnum tanda í pú er farið yfir hvernig Ávallt skhalda ra. al leiðbeiningar hafa í huga varðandi línu og gefnar í almennumttgolfleik ýmsar og fy r reg að til þess lu að leiktaka það hvernig flýta má leik. Leiðbeiningarnar mið afrihöggleik h ra ð i gangi sem b e s t þ a rf og punktakeppni. Töluvert hefur verið að bæta þurfi alltarætt f aðum hald a í við sem eru ráserlendis. hópinn áByrjendur leikhraða bæði hérlendis og undan. og þeir lengra komnir ættu að geta nýtt sér ýmsa punkta í bæklingnum llir eru bún ir að pútta Með bættum leikhraða eykst ánægjan bæði hjá kylfingum og þá að settin u ogrekstraaðilum farðu golfvallanna. Því er það öllum í hag að hafa ýmis a teig, þar skrifaatriði rðu skum oriðbættan niður. leikhraða í huga. Fleiri gætu hugsað sér að byrja

LEIÐBEININ UM BÆTTAGAR LEIKHRAÐ N A

11

í golfi ef leikhraði er betri og stöðugri.

Í þessum litla bæklingi er farið yfir hvernig halda skal sem bestum leikhraða í almennum golfleik og gefnar ýmsar leiðbeiningar varðandi það hvernig má flýta leik. Leiðbeiningarnar taka mið af höggleik og punktakeppni. Í holukeppni gilda að sumu leyti aðrar reglur sem ekki er fjallað um hér. Töluvert hefur verið rætt um að bæta þurfi leikhraða bæði hérlendis og erlendis. Byrjendur í golfi sem og lengra komnir ættu að geta nýtt sér ýmsa punkta sem hér verður komið inn á. Gott er að hafa þá reglu að kynna sig og eins að ræða það hvort allir í ráshópnum séu ekki sammála um að sá sem er tilbúinn að slá/pútta geri það ef aðstæður leyfa.

98

1 Veldu þér teiga við hæfi. Það er engum greiði gerður með því að leika af of löngum teigum. Það bæði tefur leik og tekur „leikinn“ úr golfleiknum. Ef þú þarft ítrekað að slá með 3 tré í öðru höggi á par 4 holu ertu líklega að leika af röngum teigum.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Leiðbeiningar um bættan leikhraða

2

4

Vertu tilbúin(n) á teig þegar röðin kemur að þér. Ekki eiga eftir að velja þér bolta, finna tíið og vertu með hanskann tilbúinn.

3

Ekki margendurtaka upphafshögg í punktakeppni ef boltinn fer út fyrir vallarmörk. Þótt þú sért með 36 í vallarforgjöf færðu engan punkt á holuna ef skorið á henni er 4 yfir pari eða hærra.

Ef þú ert ti lbúin(n) að enginn er í slá eða pú hættu og þ tta, ú truflar en höggið! Sa g a n , taktu ma hvað g segir um h olfreglan ver eigi að slá fyrst af hver sé len teig, g Það flýtir g st frá holu o.s.frv. ífurlega le ik ef allir þegar þeir eru tilbúnir slá 7 5 .

Á sama hátt, ef þú ert komin(n) með t.d. 8 högg á fyrstu 150–200 m. í punktakeppni, taktu þá boltann upp og gakktu með hinum. Annað tefur leik og þú verður bara pirraði kylfingurinn.

Mundu að ganga alltaf að boltanum þínum og vertu tilbúin(n) að slá. Það er ekki góður siður þegar allir ganga saman að bolta hvers og eins. Það tefur leik.

6

Reyndu að temja þér stutt og laggott vanaferli. Það er engin ástæða til að flýta sér en 5–6 æfingasveiflur fyrir hvert högg er t.d. óþarfi.

Þú mátt slá (ef það hentar ráshópnum) þó svo að þú sért ekki næst(ur) í ,,röðinni”. Ef þú ert tilbúin(n) sláðu þá því það flýtir leik, „READY GOLF“.


ópnum) í áðu þá F“.


Hraðaspurningar

Nesvöllurinn er í uppáhaldi

Hinn 12 ára gamli Stefán Gauti Hilmarsson kann vel við sig á heimavellinum Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Það er rosalega gaman og það tekur mikið á.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að geta spilað með öllum og hjálpað öðrum.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að verða atvinnumaður á PGA-mótaröðinni.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Oftast drive-höggin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það er tvennt.

Þegar ég spilaði á Torrey Pines og tók þátt US Kids móti í Skotlandi.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Örugglega þegar ég datt um settið mitt, það datt yfir mig og ég lá á jörðinni með golfsettið ofan á mér. Það var fyndið.“ Draumaráshópurinn? „Rickie Fowler, Rory McIlroy og Nökkvi Gunnarsson.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Að sjálfsögðu Nesvöllurinn, því það er heimavöllurinn minn.“

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Sjöunda á Nesinu, þar fæ ég oftast fugl. Áttunda á Nesinu af því hún er stutt par 4 en frekar hættuleg. Hola 3 á Torrey Pines út af geðveiku útsýni.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Handbolta og fótbolta.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Er að fara í 7. bekk í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.“

Staðreyndir: Nafn: Stefán Gauti Hilmarsson. Aldur: 12 ára. Forgjöf: 11,0. Uppáhaldsmatur: Hamborgarhryggur. Uppáhaldsdrykkur: Ískalt kók og íslenska vatnið. Uppáhaldskylfa: Pútter. Ég hlusta á: Rapp og popp. Besta skor í golfi: 75 í Leirdalnum. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Rory McIlroy. Besta vefsíðan: Youtube. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Ekkert. -Dræver: Rocketballz Stage 2. Brautartré: US Kids. Blendingur: US Kids. Járn: Nýjustu US Kids. Fleygjárn: Cobra 60 gráður Pútter: Taylor Made White Smoke. Hanski: Titleist. Skór: Nike. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Nesvöllurinn er í uppáhaldi


ONE Traveller passar þér vel í útlöndum Fyrir 690 kr. daggjald færðu ótakmarkaðar mínútur og SMS, 500 MB gagnamagn á dag og getur notað 4G reiki í meira en 30 löndum víðsvegar um heiminn. Vertu áhyggjulaus í snjallsímanum á ferðalögum þínum erlendis.

Komdu í Vodafone ONE og njóttu ávinnings í hverju skrefi Vodafone Við tengjum þig

vodafone.is


Hraðaspurningar

Ólafía Þórunn í draumaráshópnum

– Hin 12 ára gamla Eva María Gestsdóttir hefur tvisvar sinnum farið holu í höggi Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Pabbi kom mér af stað í golfinu.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að ná góðum árangri eftir að hafa æft sig mikið.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að komast í háskólagolf erlendis.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Púttin.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Auka stöðugleikann.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Að fara holu í höggi – bæði skiptin.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar mávur stal nestinu mínu.“ Draumaráshópurinn? „Jordan Spieth, Tiger Woods og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Vestmannaeyjavöllur, hann er svo fjölbreyttur og skemmtilegur.“

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía Þórunn í draumaráshópnum

Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Þriðja holan á Alamos Morgado í Portúgal þar sem ég fór holu í höggi, fyrsta hola á Akureyri og sautjánda holan í Vestmannaeyjum af því þær eru svo skemmtilegar.“

Staðreyndir Nafn: Eva María Gestsdóttir. Aldur: 12 ára. Forgjöf: 10,7. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Dræverinn. Ég hlusta á: Popptónlist.

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ferðalög og tónlist.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er að fara í 8. bekk í Salaskóla.“

Hvað óttast þú mest í golfinu: Ég óttast ekkert. -Dræver: US Kids Tour Series. Brautartré: US Kids Tour Series. Blendingur: US Kids Tour Series. Járn: US Kids Tour Series. Fleygjárn: US Kids Tour Series.

Besta skor í golfi: 78 högg í Grindavík.

Pútter: US Kids Tour Series.

Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.

Hanski: Ég nota ekki hanska. Skór: Adidas.

Besta vefsíðan: Youtube.

Golfpoki: Sun Mountain.

Besta blaðið: Golf á íslandi.

Kerra: Bag Boy.



Sunna Víðisdóttir slær hér á 14. teig á Urriðavelli. Mynd/seth@golf.is

tir. Anna Sólveig Snorradót

Svipmyndir frá Evrópumóti kvenna­ landsliða á Urriðavelli Ragnar Ólafsson liðsstjóri Íslands var hugsi þegar þessi var tekinn. Mynd/seth@golf.is

GOLF

HAUST OG VETUR LÁTTU OKKUR SKIPURLEGGJA GOLFIÐ FYRIR HÓPINN ÞINN! VIÐ TÖKUM Á MÓTI SMÁUM JAFNT SEM STÓRUM HÓPUM. SENDU FYRIRSPURN Á HÓPAR@UU.IS / SÍMI 5854000

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Signý Arnórsdóttir setur hér niður gott pútt fyrir fugli á 11. braut á öðrum keppnisdegi. Mynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir slær hér af 3. teig á Urriðavelli.

Shannon Aubert frá Frakklandi slær hér upp úr glompu á 12. braut. Mynd/seth@g olf.is

Mikið úrval af golfskóm

Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

105


stin Johnson ti ristatitill Du Sá stóri: Fyrs ga innilega. aði þeim áfan og hann fagn pport.nl.

Mynd/golfsu

Dustin Johnson – Ýmsar áhugaverðar upplýsingar um D.J. Nafn: Dustin Hunter Johnson Aldur: 32 ára, fæddur 22. Júní 1984. Hæð: 193 cm. Þyngd: 84 kg. Háskóli: Coastal Carolina. Atvinnumaður: 2007. Sigrar á PGA: 10, aðrar mótaraðir 2.

Besti árangur á risamótum: Masters: 4 sæti, 2016. Opna bandaríska: Sigraði 2016. Opna breska: 2. sæti 2011. PGA meistaramótið: 5. sæti 2010.

Einbeittur: DJ hefur bætt leik sinn jafnt og þétt undanfarin ár og hann er frábær á öllum sviðum íþróttarinnar. Mynd/ golfsupport.nl

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dustin Johnson


u d æ l y v k i n s l t ö ý j ri F

Allt um leikinn og hvenær verður dregið á:

princepolo.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

e r m k a j u k i m r t o s g 0 þ 1 ú u g ð ætir unn a n f a S ið. .


■■

■■

■■

■■

Dustin Johnson, eða D.J. eins og hann er kallaður, lærði grunnatriði í golfi með því að horfa mikið á kylfinga á Weed Hill æfingasvæðinu í Kolumbíu í Suður-Karólínu. Faðir hans, Scott Johnson, var golfkennari og hann fór oft með föður sínum í vinnuna á æfingasvæðinu. Sex ára gamall gat hann slegið boltann af miklu afli og kunni að slá ýmis konar högg. D.J. fór í Coastal Carolina háskólann þar sem margir Íslendingar hafa stundað nám. Hann fékk góða kennslu þar og vann síðar með hinum þekkta Butch Harmon golfkennara og syni hans, Claude Harmon III. Boginn úlnliður í aftursveiflu er vörumerkið D.J. og einkennir sveifluna. Margir hafa velt því fyrir sér af hverju D.J. breytir þessu ekki. Butch Harmon sagði í viðtal við Golf Digest árið 2012 að þetta væri sveiflan hans D.J. og óþarfi að breyta einhverju sem virkar. D.J. leiðréttir bogna úlnliðinn með því að snúa líkamanum af krafti þegar hann slær boltann. Árið 2010 varð D.J. fyrir því að fá dæmd á sig tvö högg í víti á lokahringnum á PGA meistaramótinu á Whistling Straits vellinum. Þar snerti hann sand

í baksveiflunni í glompu langt utan brautar en hann vissi ekki að umrætt svæði væri glompa. D.J. komst ekki í bráðabana þar sem Þjóðverjinn Martin Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson. ■■

Dustin Johnson, Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru einu kylfingarnir sem hafa sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu ári eftir að hafa endað í öðru sæti. D.J. var í dauðafæri að tryggja sér sigurinn árið 2015 á lokaholunni en þrípúttaði og Jordan Spieth fagnaði sigrinum.

■■

Ótrúleg högglengd D.J. vekur ávallt athygli. Hann slær að meðaltali 283 metra í upphafshöggunum og er næsthögglengsti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni á eftir Tony Dinau sem er með um 283,5 metra að meðaltali.

■■

D.J. er tengdasonur eins þekktasta íþróttamanns allra tíma, íshokkístjörnunnar Waynes Gretzky frá Kanada. Hann á barn með Paulinu Gretzky, soninn Tatum Gretzky Johnson sem er rétt um ársgamall.

■■

Félagar D.J. á PGA-mótaröðinni telja að hann sé mesti íþróttamaðurinn á mótaröðinni, og sá sem býr yfir mestum hæfileikum.

■■

D.J. á sér sínar skuggahliðar. Hann tók sér frí frá golfiðkun árið 2014 og fáir vita hver raunveruleg ástæða þess var. Hann leitaði sér aðstoðar hjá fagfólki vegna vandamála sem hann glímdi við og kom sterkari til baka. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að D.J. hefði fallið á lyfjaprófi en það hefur aldrei verið staðfest og hann sjálfur hefur neitað þeim ásökunum. Sem unglingur komst hann í kynni við lögregluna eftir ýmis uppátæki en náði að snúa sér að réttum hlutum í lífinu síðar og þar var golfið bjargvætturinn.

■■

Það var amma hans, Carole Jones, sem hafði frumkvæði að því að láta þjálfara Coastal Carolina vita af því að Dustin Johnson væri efnilegur kylfingur. Hann var á leiðinni í tækniháskóla í Kólumbíu þegar hann fékk boð frá Coastal Carolina að leika með háskólaliðinu í golfi og fékk skólastyrk.

■■

DJ er mikill íþróttamaður og hann leikur sér að því að troða körfubolta í körfuna sem er í 3.05 m hæð. Yngri bróðir hans, Austin, var kylfuberi hans á Opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur verið með ýmsa góða kylfubera í gegnum tíðina og þar á meðal Joe LaCava sem er kylfuberi hjá Tiger Woods.

Dustin Johnson slær hér á Opna bandaríska meistaramótinu 2016 þar sem hann fagnaði sínum fyrsta sigri á risamóti. Mynd/golfsupport.nl

Opna bandaríska meistaramótið 2016 Oakmont-vellinum, par 70:

1. Dustin Johnson, Bandaríkin: 276 högg (-4) (67-69-71-69) *227 milljónir kr. í verðlaunafé.

2.–4. Jim Furyk, Bandaríkin: 279 högg (-1) (71-68-74-66) *94 milljónir kr. í verðlaunafé.

2.–4. Shane Lowry, Írland: 279 högg (-1) (68-70-65-76) *94 milljónir kr. í verðlaunafé.

5.–6. Branden Grace, Suður-Afríka: 280 högg (73-70-66-71) *47 milljónir kr. í verðlaunafé.

2.–4. Scott Piercy, Bandaríkin: 279 högg (-1) (68-70-72-69) *94 milljónir kr. í verðlaunafé.

5.–6. Sergio Garcia, Spánn: 280 högg (68-70-72-70) *47 milljónir kr. í verðlaunafé.

*Justin Hicks endaði í 67. sæti og varð neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska 2016. Bandaríkjamaðurinn fékk engu að síður þrjár milljónir kr. í verðlaunafé.

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dustin Johnson


Golfferðir til Alicante Golf haustið 2016 með Golfskálanum - verð frá kr. 129.900.-

Golfskálinn býður upp á fjölmargar og fjölbreytilegar golfferðir til Alicante Golf á Spáni sem fjöldi íslendinga þekkir, enda verið vinsæll golf áfangastaður íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin ár. Meðal golfferða sem við bjóðum upp á til Alicante Golf fyrir utan þessar almennu golfferðir eru ferðir fyrir heldri kylfinga (65 ára og eldri), golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna og Golfgleðin sem hefur notið vinsælda undanfarin ár, (áður kölluð Golfskálaferð). Við bendum sérstaklega á 4 og 5 nátta ferðirnar okkar sem er nýbreytni í skipulögðum golfferðum til Spánar, (verð frá 129.900 kr.). Þetta eru ferðir sem henta þeim sem vilja taka langa golfhelgi á góðu verði. Fjögurra nátta ferð gefur möguleika á allt að 7-8 golfhringjum og fimm nátta ferð gefur möguleika á allt að 9-10 golfhringjum, (í sól og stuttbuxum). Við viljum þó ítreka að ef uppsettar dagsetningar og lengd ferða henta ekki þá erum við alltaf tilbúnir að sérsníða ferðir eftir þörfum hvers og eins.

Alicante Golf - Almennar ferðir Verðdæmi 27.09 - 02.10 (5 nætur)

30.09 - 09.10 (9 nætur)

tvíbýli morgunmatur

tvíbýli morgunmatur

139.900 kr.

199.900 kr.

07.10 – 11.10 (4 nætur)

02.10 – 09.10 (7 nætur)

tvíbýli morgunmatur

tvíbýli morgunmatur

129.900 kr.

179.900 kr.

Alicante Golf - Heldri kylfingar 65+ára

Verðdæmi 07.10 - 21.10 (14 nætur)

09.10 - 21.10 (12 nætur)

tvíbýli morgunmatur

tvíbýli morgunmatur

269.900 kr.

239.900 kr.

Alicante Golf - Golfgleði Golfskálans Verðdæmi 21.10 - 30.10 (9 nætur)

21.10 - 30.10 (9 nætur)

tvíbýli morgunmatur

tvíbýli morgun- og kvöldmatur

209.900 kr.

229.900 kr.

Alicante Golf - Golfskóli (fyrir byrjendur og lengra komna)

Verðdæmi 30.09 – 09.10 (9 nætur)

30.09 – 09.10 (9 nætur)

tvíbýli morgunmatur

tvíbýli morgun- og kvöldmatur

229.900 kr. Mörkinni 3 - Sími 578 0120 - golfskalinn.is

249.900 kr.


GH

Golfklúbbur Húsavíkur

110

GOLF.IS


Golfklúbbur Húsavíkur var stofnaður árið 1967 og er því einn af elstu golfklúbbum landsins. Á fyrstu árum GH hófust félagsmenn handa við að koma sér upp aðstöðu við Þorvaldsstaði og uppbygging Katlavallar hófst í kjölfarið. Sumarið 1971 var formlega tekinn í notkun 9 holu völlur en sænskur golfvallaarkitekt, Skjöld að nafni, gerði frumdrátt að skipulagi vallarins og var stuðst við teikningar hans í framhaldinu. Sumarið 1975 var farið að leika Katlavöll samkvæmt núverandi skipulagi. Nýtt klúbbhús var reist árið 1977 og er útsýnið úr golfskálanum gríðarlega gott. Sérstaða Katlavallar er mikið landslag en hann er hæðóttur og nokkuð þungur á fótinn. Mikið er um berjalyng utan brauta en lúpínan hefur tekið þar völdin á undanförnum árum. Þorvaldsstaðaá rennur í gegnum völlinn og kemur við sögu á alls sex brautum vallarins. Gróður setur mikinn svip á Katlavöll og hafa félagsmenn lagt mikla vinnu í að gera völlinn enn fallegri og skemmtilegri.

Kylfingur slær hér af 2. teig á Katlavelli og útsýnið yfir völlinn er glæsilegt. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

111


Katlavöllur:

Einstakur völlur í frábæru umhverfi Útsýnið yfir Katlavöll er ótrúlegt og litadýrðin dásamleg. Mynd/GH

„Ég er án efa forgjafarhæsti formaður í golfklúbbi á Íslandi,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason formaður Golfklúbbs Húsavíkur þegar Golf á Íslandi kom þar við á dögunum á meðan keppni í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba stóð sem hæst.

Horft inn eftir 4. braut sem er par 5 hola og er eitt helsta kennileiti Katlavallar. Mynd/seth@golf.is

112

GOLF.IS


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Kylfingar á 9. flöt á Katlavelli sem er ein af þeim nýrri á vellinum. Flötin á 8. braut sést einnig en lokakafli vallarins er mjög skemmtilegur og eftiminnilegur. Mynd/seth@golf.is

Katlavöllur á Húsavík er rótgróinn golf­ völlur í gríðarlega fallegu landslagi. Teigar á mörgum brautum standa hátt og útsýnið er stórkostlegt víðsvegar á vellinum. Fjórða braut vallarins er án efa ein sú allra þekktasta á Íslandi. Stutt par 5 hola þar sem flötin liggur inn í lítilli laut. Óhætt er að

Hér er horft upp eftir 9. braut frá þeim stað þar sem mörg upphafshögg lenda á þessari par 4 holu. Mynd/seth@golf.is

Hjálmar Bogi Hafliðason formaður GH. Mynd/seth@golf.is

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Katlavöllur: Einstakur völlur í frábæru umhverfi

segja að brautin sé sérstök og ógleymanleg í alla staði. Hjálmar Bogi er sjálfur nýliði í íþróttinni, er með 36 í forgjöf og markmið sumarsins eru skýr hjá formanninum. „Ég ætla að lækka mig í forgjöf og leika fleiri hringi þar sem ég týni ekki neinum bolta. Ég var með um fimm týnda að meðaltali þegar ég var að byrja en núna er ég aðeins betri á því sviði,“ segir Hjálmar Bogi í léttum tón. Um 150 félagsmenn eru í Golfklúbbi Húsavíkur og vonast Hjálmar Bogi til að klúbburinn fái vind í seglinn á næstu árum.


Nú er boltinn farinn að rúlla á N1 og þú getur samstundis byrjað að safna stimplum. Fyrir hvern stimpil færðu skemmtilega stimpilgjöf. Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu því inn á næstu N1 stöð og gætir átt von á glæsilegum vinningi. Stærsti vinningurinn er fjölskylduferð í sólina á Tenerife.

Hluti af ferðasumrinu


Þorvaldsstaðaá rennur í gegnum Katlavöll og hér er horft upp eftir ánni og að 3. flöt. Mynd/seth@golf.is

Gunnar Bragason , fyrrum forseti GS Í, slær hér á 3. teig á Kötluvelli. Mynd/s eth@golf.is

Kylfingar á 1. flöt Katlavallar og útsýnið yfir Skjálfanda er frábært. Mynd/seth@golf.is

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Katlavöllur: Einstakur völlur í frábæru umhverfi

og þannig mætti lengi telja. Það þarf meira fjármagn og fleiri félaga til þess að við getum tekið næstu skref. Að mínu mati þurfum við að hafa enn skýrari sýn

á hvernig við Húsvíkingar viljum að Katlavöllur verði í framtíðinni. Möguleikarnir eru margir og gríðarlega spennandi,“ sagði Hjálmar Bogi.

Klúbbhúsið á Katlavelli er á frábærum stað og gott útsýni er yfir völlinn frá húsinu. Mynd/seth@golf.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 6 1 1 0 1 1

„Það er mikil gróska í samfélaginu hérna en okkur vantar að ungt fólk á aldrinum 20–40 ára taki þátt í félagsstarfi og láti að sér kveða. Ég er 36 ára og það vantar fleiri á mínum aldri í starfið okkar. Barna- og unglingastarfið er einnig mikilvægur þáttur sem við gætum sinnt betur. Það er okkar verkefni að finna leiðir til þess að fá fleiri í klúbbinn og efla starfið.“ Hápunktar starfsins hjá GH eru í kringum Mærudaga sem er bæjarhátíð Húsvíkinga. „Þá erum við með stórt mót sem er vinsælt. Það eru nokkrir aðrir slíkir mótaviðburðir sem eru nokkuð stórir á okkar mælikvarða. Meistaramótið hefur hins vegar ekki náð flugi á undanförnum árum og við þurfum að gera betur þar.“ Hjálmar Bogi segir að rekstur klúbbsins gangi vel þrátt fyrir litla fjármuni. Heildar­ ársvelta GH er rétt um 12 milljónir króna sem er um einn tíundi hluti af ársveltu grannaklúbbsins GA á Akureyri. „Okkur langar að gera ýmislegt til þess að bæta aðstöðuna, færa klúbbhúsið nær bænum, efla barna- og unglingastarfið


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 6 1 1 0 1 1

Göngum frá verknum

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Íbúprófen getur valdið nýrnavandamálum hjá börnum og unglingum sem skortir vökva. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga og unglingar ekki meira en 3 daga án samráðs við lækni. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Október 2015.


Golfreglur:

Bolti sleginn fyrir framan teigmerkin Golfreglurnar eru ávallt mikið í umræðunni hjá kylfingum. Golf á Íslandi fékk Hörð Geirsson alþjóðadómara til þess að koma með nokkur dæmi um atvik sem koma oft upp og réttu svörin við þessum dæmum. Í öllum spurningum er miðað við að leikinn sé höggleikur og að engar staðarreglur séu í gildi. Arnar slær upphafshögg sitt í höggleik framan við teigmerkin. Boltinn hafnar utan vallar. Hvernig á Arnar að halda áfram? A. Hann þarf að taka fjarlægðarvíti frá staðnum þar sem hann sló upphafshöggið með því að láta bolta falla á þeim stað. Þaðan slær hann sitt þriðja högg. B. Hann þarf að taka fjarlægðarvíti af teignum. Arnar fær eitt vítahögg fyrir að slá út fyrir vallarmörk og tvö vítahögg fyrir að leika utan teigsins. Hann slær því næst sitt fimmta högg. C. Arnar fær tvö vítahögg fyrir að slá framan við teigmerkin. Sú staðreynd að boltinn hafnaði utan vallar skiptir ekki máli því það högg gildir ekki. Arnar á því næst að slá sitt þriðja högg af teignum. D. Þar sem boltinn hafnaði utan vallar fær Arnar ekki víti fyrir að leika framan við teigmerkin og það högg gildir ekki. Hann slær því næst sitt annað högg frá teignum. Svar: C. Högg sem eru slegin framan við teigmerkin í höggleik eru ógild og telja ekki í skorinu. Arnar fær tvö högg í víti fyrir að slá utan teigsins. Næsta högg á því að slá af teignum og því má Arnar tía boltann.

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur


BARCELONA GOLF RESORT OG LUMINE GOLF

GOLFFERÐIR TIL BARCELONA – OKTÓBER 2016 BARCELONA RESORT & SPA Verð frá kr. 139.900

LUMINE GOLF Verð frá kr. 159.900

Allar nánari upplýsingar á transatlanticsport.is eða í síma 588 8917 eða 898 5521 – Júlíus.

Kynntu þér dagsetningar og ferðatilhögun á transatlanticsport.is og bókaðu draumaferðina í haust.


Golfreglur:

Bolti rúllar af flötinni og ofaní vatnstorfæru

Særún slær upphafshögg sitt inn á flöt á par 3 holu. Bakspuni á boltanum veldur því að hann rúllar aftur á bak og ofan í vatnstorfæru sem er framan við flötina. Torfæran er merkt með gulum stikum. Hvað má Særún gera? A. Dæma boltann ósláanlegan gegn einu vítahöggi og láta hann falla á flötina. B. Láta boltann falla á flötina, gegn einu vítahöggi, þannig að boltinn falli innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem hann fór út í vatnstorfæruna og ekki nær holunni. C. Láta boltann falla, gegn einu vítahöggi, hvar sem er á línunni sem boltinn flaug áður en hann lenti á flötinni. D. Leika boltanum þar sem hann liggur, vítalaust.

Svar: D. Hinir möguleikarnir eru ekki í boði. Þegar bolti hafnar í vatnstorfæru (gulmerkt) höfum við þrjá möguleika: (a) Leika boltanum þar sem hann liggur, (b) Taka fjarlægðarvíti, þ.e. leika aftur frá staðnum þar sem við slógum boltann síðast, gegn einu vítahöggi, (c) Taka víti með því að láta boltann falla aftan við torfæruna á beina línu sem er dregin frá holunni í gegnum staðinn sem boltinn fór síðast inn í vatnstorfæruna, gegn einu vítahöggi.

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur


HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”

Umhverfisvæn prentsmiðja Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Golfreglur:

Árni slær upphafshögg sitt á miðja braut. Þaðan skallar hann innáhöggið og boltinn stöðvast á flatarsvuntunni. Þegar Árni kemur að boltanum sér hann stóran skurð í honum. Án þess að ráðfæra sig við neinn merkir hann legu boltans, lyftir boltanum, setur nýjan bolta í staðinn og lýkur holunni. Hvað af eftirtöldu er rétt? A. B. C. D.

Þetta er vítalaust. Árni hlýtur eitt vítahögg. Árni hlýtur tvö vítahögg. Árni hlýtur frávísun.

Svar: B. Árni fær eitt vítahögg því hann fylgdi ekki þeirri aðferð sem regla 5-3 krefst af kylfingum ef þeir telja að bolti sem er í leik sé skemmdur. Samkvæmt reglunni þarf leikmaðurinn m.a.a að tilkynna meðkeppanda sínum eða mótherja að hann ætli að lyfta boltanum og gefa viðkomandi tækifæri til að fylgjast með þegar boltanum er lyft.

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur

w


BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525


Golfreglur:

Bolti Stefaníu hafnar á göngustíg til hliðar við brautina sem hún er að leika. Stefanía veit að hún á rétt á vítalausri lausn af stígnum. Hún lætur boltann sinn liggja á stígnum, sækir annan bolta í golfpokann og lætur hann falla innan kylfulengdar frá næsta stað fyrir lausn, ekki nær holunni. Er þetta í lagi? A. Já. B. Nei. Svar: B. Þegar tekin er vítalaus lausn, s.s. frá göngustígum, eigum við að nota upphaflega boltann okkar. Við megum eingöngu skipta um bolta ef upphaflegi boltinn er „ekki strax tiltækur“ eins og segir í aths. 2 við reglu 24-2. Öðru gildir ef við tökum víti, t.d. þegar við dæmum bolta ósláanlegan. Þá megum við skipta um bolta.

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur


GAS

ÞÚ GETUR SLAKAÐ Á OG UPPLIFAÐ ÖRYGGI VIÐ GRILLIÐ MEÐ AGA GAS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR


Hlíðarendavöllur

Frábær æfingaog keppnisvöllur - Rafn Ingi Rafnsson formaður Golfklúbbs Sauðárkróks

Lokaholan á Hlíðarendavelli glæsileg og útsýnið yfir Skagafjörðinn er magnað. Mynd/seth@golf.is

126

GOLF.IS


GOLF.IS

127


Rafn Ingi Rafnsson formaður GSS. Mynd/seth@golf.is

Rafn Ingi Rafnsson er formaður Golfklúbbs Sauðárkróks en hann kom á Krókinn fyrir 22 árum til þess að vinna hjá Steinull hf. í framhaldi af lokaverkefni sínu í háskólanáminu. „Ég er hér enn en upphaflega var ég að elta konuna mína hingað norður,“ segir Rafn en eiginkona hans er Árný Lilja Árnadóttir sem er dóttir eins þekktasta golfkennara landsins, Árna Jónssonar, sem var meðal annars golfkennari á Sauðárkróki til margra ára. „Reksturinn hjá okkur er í járnum eins og hjá mörgum öðrum íþróttafélögum. Við höfum haldið sjó fjárhagslega, erum ekki að tapa peningum, og erum aðhaldssamir í rekstrinum. Það eru um 140 félagsmenn í GSS en það er pláss fyrir mun fleiri enda búa um 5000 manns í Skagafirði og um 3000 á Sauðárkróki.“ „Það er kraftmikill hópur nýliða sem er að fara í gegnum sex vikna nýliðanámskeið hjá okkur. Þeir mæta tvisvar í viku og er þetta námskeið innifalið í nýliðagjaldinu. Það er um 20 manna hópur sem er að mæta og það er mjög stór hópur miðað við stærð klúbbsins. Ég er alltaf að kaupa kúlur í kúluvélina á æfingasvæðinu og það er ánægjulegt því þá vitum við að það er einhver að nota þær og æfa sig. Ég veit ekki hvort við séum að fara nýjar leiðir í þessu samhengi. Við reynum að vera sýnileg og vekja athygli á því sem

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær æfinga- og keppnisvöllur

Hlíðarendavöllur er vel hirtur, fjölbreyttur og krefjandi völlur sem vert er að heimsækja. Mynd/seth@golf.is

Inn me ein ek ska no fyr


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


Barna - og unglingastarfið hjá GSS er öflugt og hér eru hressir krakkar að skemmta sér á æfingu. Mynd/seth@golf.is

er að gerast í klúbbnum. Við notum þá fréttamiðla sem eru hér á svæðinu, látum vita af mótum og þess háttar. Nýliðastarfið er þar mikilvægast. Við erum með sérstaka mótaröð fyrir nýliða og þar fá þeir sem ná að lækka sig undir 30 í forgjöf „frávísun“ - og þeir eru þá útskrifaðir af þessari mótaröð. Við höfum einnig verið að prófa að vera með „vinadaga“ á föstudögum þar sem félagsmenn geta komið með einhverja sem þeir þekkja og boðið þeim að leika golf án endurgjalds. Við prófuðum þetta í júní og ég geri ráð fyrir að þessi háttir verði hafður á lengur í sumar.“ Jón Hjartarson PGA golfkennari er í hlutastarfi hjá GSS en hann mætir á Krókinn á vorin og er í fullu starfi yfir sumartímann. Eitt helsta einkenni GSS í gegnum tíðina er öflugt barna - og unglingastarf.

Nóg af lausum rástímum

Golfklúbbur Sauðárkróks - GSS Íslandsmótið í golfi árið 1944 fór fram í Skagafirði og má segja að golfíþróttin eigi sér langa sögu á þessum slóðum. Golfklúbbur Sauðárkróks, GSS, var stofnaður þann 6. nóvember árið 1970. Á fyrstu árum GSS léku félagsmenn golf við frumstæðar aðstæður á landi við Tjarnartjörn en árið 1982 flutti klúbburinn aðstöðu sína að Hlíðarendasvæðinu. Sænskur golfvallahönnuður, Sederholm að nafni, hannaði 9 holu völl, og var byrjað að leika á 6 holum árið 1982. Barna- og unglingstarf GSS hefur vakið athygli í gegnum tíðina og klúbburinn hefur fagnað sigrum á Íslandsmótum yngri kylfinga og á Íslandsmótum golfklúbba hjá yngri kylfingum. Sumarið 2012 keypti GSS um 500 fermetra húsnæði þar sem klúbburinn hefur komið upp ágætri inniaðstöðu til æfinga yfir vetrartímann.

Það er magnað að virða fyrir sér útsýnið á mörgum flötum á Hlíðarendavelli og hér má sjá Málmey til vinstri og Þórðarhöfða til hægri. Mynd/seth@golf.is

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær æfinga- og keppnisvöllur

„Ég veit ekki um betra æfingasvæði en hér á Hlíðarendavelli sem hefur búið til marga góða kylfinga í gegnum tíðina. Við höfum átt Íslandsmeistara í 15 ára og yngri nokkrum sinnum og á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri höfum við oft náð frábærum árangri. Það eru margir snjallir leikmenn sem hafa komið héðan og má þar nefna Guðmund Ingva Einarsson sem varð Íslandsmeistari í holukeppni


Leggðu á brattann í La Sportiva La Sportiva framleiðir ítalska gæðaskó og eru leiðandi í hönnun á skóm fyrir fjallgöngur og almenna útivist.

La Sportiva Cornon Verð: 24.900 kr. La Sportiva Synthesis Mid Verð: 34.900 kr.

La Sportiva Helios 2.0 Verð: 23.900 kr.

La Sportiva skórnir fást í verslunum 66°NORÐUR. 66north.is/lasportiva

La Sportiva Mix Verð: 25.900 kr.


Skemmtileg útfærsla á æfinga- og vippflöt á Hlíðarendavelli og útsýni yfir fjallið Tindastól. Mynd/seth@golf.is

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær æfinga- og keppnisvöllur

Það eru ýmsar hindranir sem leynast á Hlíðarendaveli. Mynd/seth@golf.is

174.186/maggioskars.com

fullorðinni á sínum tíma, Örvar Jónsson varð Íslandsmeistari 15 ára og yngri svo einhverjir séu nefndir. Hlíðarendavöllur er alvöruáskorun og ég veit að Heiðar Davíð Bragason úr GHD kemur oft hingað til þess að kanna hvort upphafshöggin séu í lagi hjá sér. Ef hann getur notað dræverinn á Hlíðarendavelli þá er hann í góðum málum. Hér er flott aðstaða til þess að æfa sig og völlurinn sjálfur er alltaf opinn fyrir þá sem hafa áhuga á því. Þeir sem nenna að æfa sig geta alltaf fundið sér svæði og flöt á þessum velli til þess að vippa og pútta. Völlurinn er ekki langt fyrir utan bæinn og krakkarnir geta hjólað hingað úr bænum sem er mikill kostur - og hér hafa krakkarnir aðgengi að menntuðum PGA kennara.“ Yfir vetrartímann er mjög góð æfinga­ aðstaða í boði fyrir kylfinga á Sauðárkróki. Klúbburinn eignaðist 250 fermetra húsnæði fyrir fjórum árum sem hefur verið útbúið til æfinga. „Við fengum Ólaf Gylfason kylfing og PGA kennara til þess að leggja í gólfið fyrir púttaðstöðuna en hann er múrari að mennt. Húsnæðið er í Borgarflöt hér í miðjum bænum og þar er 9 holu púttflöt, golfhermir, og ágæt aðstaða. Aðstaðan er opin fyrir félagsmenn yfir veturinn en það er engin formlega kennsla í gangi þar sem við erum ekki með golfkennara yfir vetrartímann.“

S


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Lundsvöllur - GLF

Fyrsti golfvöllurinn Lundsvöllur er einn af nýrri golfvöllum landsins en völlurinn er í um það bil hálftíma akstursfjarlægð frá Akureyri. Í suðurjaðri Vaglaskógar hannaði Brynjar Sæmundsson golfvallafræðingur níu holu völl. Golfklúbburinn Lundur í Fnjóskadal er áttundi klúbburinn á Norðurlandi en sá fyrsti í Þingeyjarsveit.

Klúbbhúsið við Lundsvöll var áður aðstaða fyrir hestamenn á Akureyri. Það er notarlegt að fá sér kaffibolla í skálanum eftir hring á Lundsvelli. Mynd/seth@golf.is

Sýnd veiði en ekki gefinn. 2. brautin er par 3 hola en það eru ýmsar hættur á leiðinni að flötinni. Mynd/seth@golf.is

Vinna við völlinn hófst árið 2006 á jörðinni Lundi en þar var áður sveitabýli með um 350 ærgildi. Mikil sumarhúsabyggð er í Lundsskógi í landi jarðarinnar.

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lundsvöllur

Góður skáli er fyrir gesti og starfsfólk við suðrenda vallarins. Lundsvöllur var form­lega vígður árið 2009. Þar er að finna skemmti­legan golfvöll sem margir kjósa


n

í Þingeyjarsveit

Það er fallegt um að litast í Fnjóskadal á Lundsvelli. Mynd/seth@golf.is

Það var hauststemning á Lundsvelli þegar Golf á Íslandi brá sér þar í heimsókn. Litafegurðin mikil og gaman að leika völlinn við þessar aðstæður. Hér er horft upp eftir 1. braut. Mynd/seth@golf.is

að leika í fallegu landslagi og umhverfi í Fnjóskadal. Lundsvöllur er par 70 með þremur par 3 holum, tvær eru par 5 og fjórar eru par 4. Lengdin af gulum teigum er um 4.760

metrar en til samanburðar er Grafar­ holts­völlur hjá GR um 5.500 metrar af gulum teigum. Af rauðum teigum eru par 3 holurnar flestar um 90 metrar og margar par 4 holur eru rétt um 200 metra

langar. Heildarlengdin af rauðum teigum er 3.930 metrar en til samanburðar er Grafarholtsvöllur 4.670 metra langur af rauðum teigum.

GOLF.IS

135


siðareglur

skemmtilegri. Það er mikilvæg regla að hleypa öðrum kylfingum fram úr ef þinn ráshópur dregst aftur úr af einhverjum orsökum.

Skugginn Sólin er sem betur fer oft hátt á lofti á Íslandi á meðan golftímabilið stendur yfir. Sólinni fylgir það að skuggi fellur af kylfingum og á flötunum þarf að gæta þess að skugginn fari ekki inn í púttlínuna hjá meðspilurum. Það er einnig mikilvægt að standa kyrr þegar aðrir eru að pútta því skugginn getur truflað ef maður hreyfir sig.

Gefið eða ekki? Það eru margir sem gefa meðspilurum stutt pútt og þá sérstaklega ef þeir eru í léttri keppni sín á milli. Hins vegar er best að koma fram við mótherjann líkt og þú vilt að sé komið fram við þig. Ekki gefa of löng pútt og ekki láta mótherjann pútta út af mjög stuttu færi til þess eins að ná andlegum undirtökum í keppninni. Slíkt mun koma í bakið á þér síðar.

Framboð og eftirspurn Ekki stíga í púttlínuna

Hleyptu fram úr

Flestir kylfingar þekkja þessa óskráðu reglu. Það eru samt sem áður margir sem átta sig ekki á því að púttlínan nær fram yfir holuna. Það verður að gera ráð fyrir því að boltinn fari töluvert fram yfir holuna og þá þarf að gæta þess að stíga ekki í púttlínuna fyrir aftan holuna.

Góður leikhraði er mikilvægur í golfíþróttinni og ef allir eru samtaka í því verkefni verður golfupplifunin enn

Þögn er gulls ígildi Félagsskapurinn og samveran er stór hluti af golfíþróttinni. Hins vegar má ekki gleyma því að gefa meðspilurum ró og næði til þess að slá golfboltann. Geymdu góðu golfsöguna fyrir réttu augnablikin á hringnum.

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi 10 siðareglur

Notaðu röddina

Það er oft meira framboð af góðum ráðum og tilsögn á golfvellinum en eftirspurnin. Ef meðspilarar þínir óska ekki eftir ráðleggingum frá þér á hringnum er best að verða við ósk þeirra. Ef þeir vilja fá ráð frá þér skaltu

„Fore“ er alþjóðlegt merki um að kylfingar eigi að gæta sín ef hætta kemur upp. Golfboltarnir fara ekki alltaf þangað sem þeim er ætlað að fara og því er mikilvægt að láta vel í sér heyra ef þú sérð að bolti gæti farið í átt að leikmönnum úti á vellinum. Ekki spara kraftana í röddinni þegar slíkar aðstæður koma upp, láttu í þér heyra.


Sérstakt tilboð til golfara

kr. 40.00r0tilboð!

afslátitlt3a1. ágúst 2016 Gildir

Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?

Fullt verð 350.000 kr.

Tilboðsverð 310.000 kr.

Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is

Við bjóðum;  Nýju tækin  Nýjustu tækni  Mikla reynslu  Gott verð  Frábæra þjónustu


er á okkar ábyrgð, kylfinga, að sjá til þess að boltaför á flötunum séu löguð. Það erum við sem sláum boltana inn á flatirnar sem starfsmennirnir hafa lagt mikla vinnu í og það er okkar verkefni að laga boltaförin.

Kylfuför Það sama gildir um kylfuförin og boltaförin á flötunum. Það er á okkar ábyrgð að laga til eftir okkur úti á vellinum. Leggja torfusnepla aftur á sinn stað eftir höggin og sjá til þess að þeir sem á eftir koma geti notið þess að leika við bestu aðstæður líkt og við.

Rakaðu glompuna

leiðbeina upp að vissu marki því PGAkennarar landsins eru fagfólk sem allir ættu að leita til þegar þeir þurfa á ráðleggingum að halda.

Njóttu

Það eru margir kylfingar sem láta lélegt skor fara í taugarnar á sér og sýna það svo sannarlega úti á vellinum. Það er ávísun á ömurlega upplifun að gera slíkt og smitar út frá sér í golfhópnum. Ekki vera eigingjarn og láta slakan árangur á golfvellinum bitna á þeim sem eru með þér - þetta er jú bara leikur.

138

GOLF.IS - Golf á Íslandi 10 siðareglur

Boltaför Það er samstarfsverkefni kylfinga og starfsmanna að halda golfvöllum landsins í sem bestu ásigkomulagi. Það

Gullna reglan er þessi: Skildu við glompuna eins og þú vilt koma að henni. Það er alveg sama þótt þú læðist út í sandinn og ætlir bara rétt að ýta boltanum upp úr! Það þarf alltaf að raka sandinn eftir högg. Þeir sem hafa unnið við það að raka sandglompur á golfvöllum landsins vita að það eru ótrúlega margir sem raka ekki glompurnar eftir högg.


Teppi, punkturinn yfir i-ið

Persía

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum vönduðum teppum á breiðu verðbili. Meðal annars sérvalin handhnýtt austurlensk teppi, vönduð vélofin ullarteppi og einstök silkiteppi. Komdu, sjáðu, snertu, skynjaðu. Bjóðum bara það besta fyrir þig!

Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • Sími 595 0570


Vel heppnuð frumraun

– PGA liðakeppni yngri kylfinga sló í gegn PGA á Íslandi, samtök atvinnukylfinga, hafa á undanförnum mánuðum undirbúið nýtt keppnisfyrirkomulag fyrir yngri kylfinga landsins. Hugmyndin er sótt til Bandaríkjanna þar sem PGA Junior Golf hefur vakið mikla lukku og stækkað frá ári til árs.

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnuð frumraun


Ráðast úrslitin á þessari flöt?

Við verðum alla vega á staðnum og munum flytja ykkur allt það helsta frá Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli. Við flytjum ykkur golffréttir alla daga ársins frá mótum hér heima og erlendis.

2

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is GOLF.IS

141


Hlynur Geir Hjartarson formaður PGA á Íslandi segir að fyrstu mótin með þessu sniði hafi lukkast gríðarlega vel. Keppt var m.a. á Nesvellinum á Seltjarnarnesi þar sem lið frá Nesklúbbnum og Golfklúbbi Selfoss áttust við. Á Sveinkotsvelli á Hvaleyrarholti léku Keilismenn við lið frá Golfklúbbnum Oddi. Á Akureyri léku lið frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík og Golfklúbbnum á Akureyri.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnuð frumraun

„Það sem hefur vantað í golfið að okkar mati er vettvangur fyrir krakka á öllum aldri sem hafa gaman af golfi en vilja ekki keppa á stórum golfmótum. Hugmyndafræðin á bak við PGA liðakeppni yngri kylfinga er að keppa í liðum með Texas Scramble fyrirkomulagi. Það er mikilvægt að þjálfarnir skipti upp liðunum þannig að þau séu sem jöfnust og þeir sem eru lengra á veg komnir séu með þeim í liði sem eru að byrja í golfinu. Þannig hjálpast liðsmenn að við að koma boltanum í holuna. Það þarf bara eitt pútt fyrir sigri hjá þeim sem eru komnir stutt í golfinu til þess að þeim líði vel. Það er einnig stór hluti af þessu að mynda liðsstemningu. Liðin koma í rútu og keppendur fá keppnistreyju með númeri á bakinu. Í lok keppninnar koma allir keppendur saman, grilla pylsur og eiga góða stund saman í mótslok. Fyrsta mótið á Nesvellinum heppnaðist fullkomlega og mörgum krökkum sem hafa ekki viljað keppa á stórum mótum þótti þetta skemmtilegt og þeim leið vel,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson. PGA liðakeppni yngri kylfinga fer fram á nokkrum stöðum á landinu á þessu sumri en keppt er í þremur riðlum, þar af er einn riðill á Norðurlandi.


ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu tvö árin, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

GOLF.IS

143


Ísland í 18. sæti

– Ítalir fögnuðu sigri á Evrópumóti stúlknalandsliða í Osló Íslenska stúlknalandsliðið lék á Evrópumóti sem fram fór á hinum glæsilega Bogstad-velli í Osló. Ísland endaði í 18. og neðsta sæti eftir höggleikinn sem stóð yfir í tvo daga. Saga Traustadóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í einstaklingskeppninni en hún lék á +13 samtals. Emilie Alba Paltrineri frá Ítalíu lék best allra í höggleiknum eða -9. Ísland lék í C-riðli að loknum höggleiknum og þar mætti liðið Finnum og Belgum í holukeppni. Báðar viðureignirnar töpuðust, 5/0 gegn Belgíu og 3 ½ - 1 ½ gegn Finnum þar sem Ólöf María Einarsdóttir vann sinn leik.

144

GOLF.IS


Lið Íslands var þannig skipað: Saga Traustadóttir Eva Karen Björnsdóttir Ólöf María Einarsdóttir Zuzanna Korpak Hulda Gestsdóttir Elísabet Ágústsdóttir

GOLF.IS

145


NÁÐU GÓÐU FLUGI KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND

FLUGFELAG.IS

AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistarparadís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umg jörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030


Rétta kortið fyrir kylfinginn

Vildarpunktar Icelandair af allri verslun

Premium Icelandair

American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers

Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.


þyngd undir 1.200 kg

allt að 3,5 rúmmetrar

hratt og örugglega

auðveldar smásendingar Eimskip býður einfaldari verðlagningu og meðhöndlun fyrir smærri sendingar í innflutningi frá Evrópu og Bandaríkjunum. Nú fjölgar rúmmetrunum um 40%. Ef þú ert með sendingu undir 1.200 kg og 3,5 rúmmetrum þá er eBOX lausnin fyrir þig. Á ebox.is er hægt að að reikna út heildarverð fyrir flutninginn á einfaldan hátt. Kynntu þér málið á ebox.is

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.