Golf á Íslandi - 3. tbl. 2016

Page 70

Ellefufaldir Íslandsmeistarar

– Guðfinna er fyrsti Íslandsmeistari kvenna og Karen dóttir hennar er sú sigursælasta Þegar Íslandsmeistarabikar kvenna fer á loft á Jaðars­ velli þann 24. júlí nk. verður það í 50. sinn sem Íslands­ meistari kvenna er krýndur í golfíþróttinni á Íslandi. Guðfinna Sigurþórsdóttir var sú fyrsta sem nældi sér í titilinn Íslandsmeistari í golfi kvenna árið 1967 á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Verðlaunagripurinn glæsilegi hefur frá þeim tíma nánast átt lögheimili hjá Guðfinnu sem varð Íslandsmeistari alls þrívegis á ferlinum. Sigursælasti kylfingur allra tíma á Íslands­ mótinu, Karen Sævarsdóttir, er dóttir Guðfinnu og hefur verðlaunagripurinn því verið alls 11 ár á heimili þeirra. Golf á Íslandi hitti mæðgurnar yfir einum kaffibolla á dögunum í glæsilegum golfskála Golfklúbbs Suðurnesja þar sem mæðgurnar dvelja nánast öllum stundum enn í dag. 70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellefufaldir Íslandsmeistarar

Íslandsmeistarabikar kvenna var með í för þegar Golf á Íslandi hitti þær mæðgur og það var ekki laust við að þær tækju á móti gripnum eins og gömlum vin. Þær þekktu hverja rispu og beyglu eins og lófann á sér og sögðu báðar: „Þetta er ekki eftir mig.“ Guðfinna, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í lok maí sl., er enn virkur félagi í GS en hún er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Suðurnesja. Hún er lipur kylfingur og er með 18 í forgjöf. Þegar talið berst að fyrsta Íslandsmótinu árið 1967 segir Guðfinna að frumkvæðið að þátttöku kvenna hafi komið frá Golfsambandi Íslands.

Lásum bækur til að læra golf „Það kom tilkynning til golfklúbba landsins að keppt yrði í kvennaflokki á Íslandsmótinu árið 1967. Við konurnar hér í GS tókum þessu fagnandi og fórum að æfa okkur enn betur og fara yfir reglur og ýmislegt annað með Kristjáni Einarssyni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.