Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn
– Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, gefur lesendum góð ráð um hugarfarsþjálfun
Keppnisaðstæður sem afrekskylfingar óska eftir að komast í er á lokadegi á stórmóti þar sem síðasta höggið er slegið undir pressu og margir að horfa á. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili gerði vel í þessu tilviki. Mynd/seth@golf.is
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, hefur á undan förnum áratugum verið í fremstu röð sérfræðinga sem aðstoða afreksíþróttafólk við að hámarka árangur sinn. Jóhann Ingi er í sérfræðiteymi afrekshóps GSÍ og hefur verið bestu kylfingum landsins til aðstoðar á ýmsum sviðum. Golf á Íslandi fékk Jóhann Inga til þess að svara nokkrum spurningum um hugarfarsþjálfun og ýmis vandamál sem koma upp á golfhringnum. Hugarfarsþjálfun – hversu mikilvæg er slík þjálfun? Geta allir kylfingar þjálfað sig upp, óháð getustigi? Hún skiptir mjög miklu máli. Í raun má segja að hugarfar sé eins og hver
78
annar vöðvi (eða tækniatriði) sem hægt er að þjálfa, óháð getustigi eða forgjöf. Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn á meðan neikvætt hugarfar getur reynst jafnvel færum kylfingum mjög hamlandi.
Hvaða aðferðum getur hinn almenni kylfingur beitt til þess að róa taugarnar fyrir golfmót? Hugsanir okkar stjórna því að miklu leyti hvernig okkur líður, t.d. hvort við upplifum okkur stressuð eða sjálfsörugg. Það sem við kjósum að beina athyglinni að í huganum hefur tilhneigingu til að vaxa og dafna. Ef athygli okkar (t.d. í aðdraganda móts) er stöðugt á fyrri höggum sem misfórust eða hvað geti farið úrskeiðis er líklegt að við mætum að lokum uppfull af stressi og áhyggjum á fyrsta teig. Og spilamennskan sennilega eftir því. Ef við á hinn bóginn beinum meðvitað athygli okkar að jákvæðari þáttum, samanber styrkleikum okkar og góðum undirbúningi, er líklegt að við finnum til spennu fyrir mótinu í stað streitu. Við verðum rólegri og við förum jafnvel að hlakka til. Hér er innra sjálfstal okkar lykilatriði. Á sama hátt og hægt er að tala sig niður í huganum má að sjálfsögðu tala sig upp í tilhlökkun og vellíðan í staðinn. Það er bara spurning um æfingu. Prófaðu t.d. að líta á pressuna við næsta mót sem forréttindi sem ber að fagna því þá
GOLF.IS - Golf á Íslandi Uppbyggilegt hugarfar getur gert gæfumuninn
MX-V