GOLF Á ÍSLANDI // 4. TBL. 2019
Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst
Íslandsmeistarar 2019
SKOÐA, BÓKA,
Sláðu í gegn Sýndu þína bestu takta á glæsilegum golfvöllum Flórida, sem er sannkölluð paradís golfáhugafólks. Dýfðu síðan tánum í sandinn á gylltri strönd eða upplifðu ævintýri í Disney World með þínu kærasta fólki. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins í Orlando. + icelandair.is
Tauveggir Tauveggir með áprentun til í mörgum stærðum. Pakkast saman í tösku sem auðvelt er að ferðast með. Hægt að sérpanta stærðir.
70x100 cm
A-standar og vindskilti Mikið úrval af skiltum á góðum verðum. Auðvelt að skipta um prentun. Hentar bæði úti og inni.
Hagkvæm leið til að auglýsa tímabundið eða til lengri tíma.
50x70 cm
Frábært fyrir útsölurnar.
m
c 50x70
Ljósaborð og ljósaveggir fanga athyglina. Margar útfærslur í boði. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar. aða lli st ! i m a á tning e flytj t að ld upps l e v ö ð f u n i A far e og a
Skannaðu og skoðaðu möguleikana!
Prentun báðu megin!
Áberandi ehf • Vesturvör 30a • 414 1900 • aberandi@aberandi.is • www.aberandi.is
Meðal efnis:
26
10 Öflugt kvennastarf á Ísafirði – Bjarney Guðmundsdóttir og Ásdís Birna Pálsdóttir nýta hverja stund til þess að spila golf
Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst Íslandsmeistarar – Spennandi Íslandsmót á frábærum Grafarholtsvelli.
56
62
Þjálfari ársins aðstoðar afreksfólk við að vera í núinu – Tómas Freyr Aðalsteinsson útnefndur þjálfari ársins í háskólagolfinu í Bandaríkjunum
Íslandsmót eldri kylfinga – Þórdís, Helgi, Jóhann og Erla Íslandsmeistarar 2019.
GOLF Á ÍSLANDI
84 Íslandsmót unglinga og lokamót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka
4
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Grímur Kolbeinsson, ýmis einkasöfn. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í desember 2019.
Haustblíða framundan Ef maður metur heilbrigði íþróttahreyfingar út frá fjölda þátttakenda, iðkun þeirra, fjölda keppnisviðburða og afrekum fremsta íþróttafólksins þá er ljóst að golfhreyfingin á Íslandi er við hestaheilsu. Aldrei verið hressari. Um þessar mundir er einhverju besta golftímabili í manna minnum að ljúka og allir geta farið sáttir inn í veturinn. Látið sig hlakka til næsta sumars um leið og þeir klára síðustu vikur þessa tímabils. Þessa dagana stendur yfir kynning golfsambandsins á stefnumótunarvinnu sem farið hefur fram undanfarin misseri. Við hlökkum til þess að halda áfram kynna hana fyrir golfklúbbunum næstu vikurnar og vonumst eftir heilbrigðum skoðanaskiptum. Við erum spennt fyrir næstu árum og þeim verkefnum sem golfsambandið ætlar að taka að sér. Við, kylfingar landsins, sitjum öll í sama bátnum og við erum býsna sammála um áttina sem stefnt skal í. Hagsmunir okkar og markmið eru þau sömu; að bæta íþróttina, kynna hana fyrir nýjum kylfingum og aðstoða þá við að ná árangri og skemmta sér. Þótt áherslurnar kunni að breytast ár frá ári þá er það forsenda áframhaldandi velgengni að sameinast um markmiðin og leiðirnar að þeim markmiðum. Ég er vongóður um að svo verði og hlakka því til næstu ára. Mig langar til þess að færa öllum golfklúbbum landsins þakkir fyrir samstarfið í sumar, sérstaklega þeim sem aðstoðuðu golfsambandið við mótahald sambandsins. Þátttaka klúbbanna og sjálfboðaliða þeirra er keppnisfólkinu okkar ómetanleg. Án þeirra og dyggrar aðstoðar okkar helstu samstarfsaðila myndum við ekki fagna þeim árangri sem við höfum fengið að upplifa síðustu árin. Mig langar til þess að hvetja alla til þess að kreista síðustu golfhringi ársins fram úr erminni næstu vikurnar og njóta haustblíðunnar. Næsta sumar er rétt handan hornsins. Haldið áfram að sveifla. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
ALLT IÐ INNIFAL
Golf
Á VERÐ FR R. K 189.900
HAUSTFERÐIR
RKAÐ ÓTAKMA GOLF & L GOLFBÍL
Frekari upplýsingar veitir Þórður Rafn Gissurarson, golfstjóri Úrvals Útsýnar í síma 585-4102 eða thordur@uu.is
EL PLANTIO RESORT
ALICANTE
Vinsælasti golfstaðurinn okkar, stutt frá Alicante. 4* íbúðahótel með 2-3 svefnherbergja íbúðum
VERÐ FRÁ 189.900 KR.
ALLT IÐ INNIFAL
ÓTAKMARKAÐ GOLF ALLT INNIFALIÐ GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI
Verð á mann m.v. 4 saman í íbúð, 20. - 27. september. Margar brottfarir í boði í sept., okt. og nóv.
ÓTAKMARKAÐ GOLF KANARÍ HÁLFT FÆÐI Glænýtt 5* Sheraton hótel í Masapalomas með 18 holu golfvelli. Gist í Delux ein- eða tvíbýli með hálfu fæði. GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI
VERÐ FRÁ 249.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna, 16. - 23. september. Margar brottfarir í boði í september
LAS MADRIGUERAS
ÓTAKMARKAÐ GOLF TENERIFE MORGUNVERÐUR INNIFALINN Frábær golfferð til Tenerife. Gist á 5 stjörnu golfhóteli í superior herbergi með morgunverði og þrír a la carte kvöldverðir. GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI
VERÐ FRÁ 249.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna, 4. - 11. september. Margar brottfarir í boði í september
ÚRVALSGOLFARAR 65+ BROTTFARIR 17., 19. OG 24. SEPTEMBER
Margar brottfarir í boði, ýmist í 8, 13 eða 15 daga. Skemmtilegar golfferðir þar sem gleði og gaman verður í fyrsta sæti. Allt innifalið, ótakmarkað golf, golfbíll, matur og innlendir drykkir.
VERÐ FRÁ 199.900 KR.
Verð á mann m.v. 4 fullorðna, brottför 24. september, 8 daga ferð.
EKKI MISSA AF AÐAL FJÖRINU!
13 DAGAR
ÚRVAL ÚTSÝN GOLFVEISLA 31. OKTÓBER - 12. NÓVEMBER
Nú er færi á að lyfta sér aðeins upp! Einstök ferð þar sem keppt verður í fjölmörgum golfmótum með fjölbreyttum vinningum.
VERÐ FRÁ 229.900 KR.
Verð á mann m.v. 4 fullorðna í íbúð með morgunverði. Verð á mann 224.900 kr. m.v. 2 fullorðna í íbúð með morgunverði.
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS | SPORT@UU.IS
VERÐ ERU BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG STAFABRENGL.
SALOBRE GOLF RESORT
HÁLFT FÆÐI
Haraldur Franklín
þokast nær Áskorendamótaröðinni Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur þokast nær því að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. GR-ingurinn hefur leikið vel á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á þessu tímabili. Sú mótaröð er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Fimm kylfingar af Nordic Tour öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á hverju tímabili. Tvær leiðir eru til að komast inn á þessa næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour. Í fyrsta lagi að sigra á þremur mótum eða fleirum á tímabilinu á Nordic Tour 2019. Í öðru lagi að vera á meðal fimm efstu á stigalista Nordic Tour mótaraðarinnar í lok tímabilsins. Tveir kylfingar hafa nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með því að sigra á þremur mótum. Annar þeirra er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR og Íslandsmeistari í golfi 2019. Aðeins tveir aðrir íslenskir atvinnukylfingar hafa náð að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leikið þar í rúma tvo áratugi. Axel Bóasson, GK, var með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni árið 2018 eftir að hafa fagnað stigameistaratitlinum á Nordic Tour haustið 2017. Haraldur Franklín var í 5. Sæti á stigalista Nordic Tour í byrjun september þegar þessi grein var skrifuð. Hann hafði á þeim tíma leikið á 18 mótum á tímabilinu sem hófst í febrúar á Spáni. Frá þeim tíma hafði hann komist í gegnum niðurskurðinn á 14 mótum af 18. Besti árangur hans er 2. sæti en hann hefur tvívegis rétt misst af sigri á Nordic Tour móti. Á þessu tímabili hefur Haraldur Franklin tíu sinnum verið á meðal 10 efstu og þar af sex sinnum á meðal 5 efstu.
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Haraldur Franklín þokast nær Áskorendamótaröðinni
Líf- og sjúkdómatryggingar Til hvers að standa í biðröð þegar þú getur gengið frá líf- og sjúkdómatryggingum hvar og hvenær sem er á vordur.is. Eftir hverju ert þú að bíða? ÞÚ ERT NÚMER EITT Í RÖÐINNI
Vestfirðir:
Öflugt kvennastarf á Ísafirði
Bjarney Guðmundsdóttir og Ásdís Birna Pálsdóttir nýta hverja stund til þess að spila golf Bjarney Guðmundsdóttir og Ásdís Birna Pálsdóttir hafa á undanförnum árum tekið golfíþróttina föstum tökum. Þær eru báðar virkir félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar og nýta hverja stund sem gefst til þess að leika golf á Tungudalsvelli. Golf.is brá sér í heimsókn til Ísafjarðar í júlí sl. þar sem rætt var við þær stöllur um ýmislegt sem tengist golfíþróttinni. Kraftmikið kvennastarf á Ísafirði hefur dregið að sér fleiri konur og bætt æfingaaðstaða yfir vetrartímann hefur einnig gert golfíþróttina aðgengilegri fyrir fleiri en áður.
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf á Ísafirði
Veðurblíðan var einstök þegar viðtalið var tekið á sólpallinum við golfskála GÍ, 20 stiga hiti, logn og sól. „Svona hefur þetta veður verið í sumar, alveg einstakt, og við höfum svo sannarlega reynt að njóta þess,“ segir Bjarney þegar við tyllum okkur við borðið með kaffibollann. Bjarney hefur leikið golf í tæplega tvo áratugi og leikur lykilhlutverki í félagsstarfi GÍ. Ásdís Birna hefur tekið miklum framförum á golfsumrinu 2019 og lækkað forgjöfina um tæplega 20 högg. Hún er ánægð með þá ákvörðun sína að byrja að leika golf og sér fram á skemmtilega tíma á golfvellinum um ókomin ár.
HAT-TRICK
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX! Rafbíllinn Jaguar I-Pace vann nýverið til þrennra gullverðlauna á hinni virtu uppskeruhátíð bílaframleiðenda World Car Of The Year. I-Pace varð þar með fyrsti bíllinn í heiminum til að vinna þrjá flokka á sama árinu. Vertu með þeim fyrstu sem upplifa nýjan fjórhjóladrifinn Jaguar I-PACE, 470 km drægi*, 400 hestöfl, 4,8 sek. í 100 km. Verð frá 9.790.000 kr. jaguarisland.is
JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500
*Uppgefnin tala um drægi samkvæmt samræmdum mælingum WTPL staðalsins
ENNEMM / SÍA /
NM93901 Jaguar iPace almenn A4
HEIMSBÍLL ÁRSINS HÖNNUN ÁRSINS RAFBÍLL ÁRSINS
En hvernig og af hverju byrjuðuð þið í golfi? BG: „Maðurinn minn, Óli Reynir Ingimarsson, byrjaði í golfi töluvert langt á undan mér og það var allt í lagi mín vegna. Ég hafði ekki áhuga og langaði ekki í golf. Á meðan hann var í golfi fór ég oft út í garð að hugsa um blómin og slíkt. Svo kom að því að ég fékk nóg af að hugsa bara um garðinn og vera ein í þessu. Þegar þessi tilfinning kom yfir mig þá var ég tilbúin að prófa golfið. Maðurinn minn stakk upp á því að við færum saman í golfferð erlendis. Ég ákvað að slá til og það vildi þannig til að á sama tíma var golfskóli fyrir konur á staðnum sem við fórum á. Ég fór í skólann, gerði þetta fyrir mig og á mínum forsendum
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf á Ísafirði
og ég datt bara rækilega í golfið og fannst þetta æðislega gaman.“ ÁBP: „Ég hafði aldrei stundað golf áður en ég byrjaði sumarið 2015. Ég var mikið í blaki og strandblaki á sumrin. Golfið var aldrei inni í myndinni hjá mér þegar ég var krakki á Seyðisfirði. Ég var bara í öðrum íþróttum. Ég byrjaði aðeins að spila sumarið 2015 og aðeins meira árið 2016 en ekki mjög mikið. Áhuginn hefur aukist til muna og ég hef verið mjög virk hér hjá GÍ síðustu þrjú árin. Sagan mín er mjög svipuð og hjá Bjarneyju. Maðurinn minn var búinn að reyna að draga mig með sér í þetta í langan tíma. Hann var eiginlega búinn að gefast upp á því þegar ég ákvað sjálf að fara af stað og byrja. Það var ekkert erfitt að byrja en þessi íþrótt var ekki eins auðveld og ég hélt,
þetta var miklu flóknara en það,“ segir Ásdís og vinkonurnar fara báðar að hlæja. „Það sem vantar helst hjá okkur hér á Ísafirði er meira aðgengi að golfkennara. Auðunn Einarsson kemur af og til hingað frá Noregi. En það líður of langur tími á milli heimsókna hans.“ Bjarney segir að ný og glæsileg inniæfingaaðstaða á Ísafirði hafi gert mikið fyrir hana. BG: „Klúbburinn á núna hús niðri í bæ. Þar erum við með fína aðstöðu, golfhermi og aðstöðu til að pútta, vippa eða slá í net. Mér finnst þetta frábær aðstaða. Áður fyrr var ekki neitt slíkt til staðar. Þá byrjaði maður á vorin nánast upp á nýtt og lagði síðan kylfunum að hausti til. Núna getur maður haldið sveiflunni við og mætt betri til leiks að vori. Ég reyni að spila eins lengi fram á haustið og veðrið leyfir. Ásdís og Vilhjálmur V. Matthíasson eiginmaður hennar eru duglegri við að nýta sér milt vetrarveður til þess að tvinna saman útiveru og golfíþróttina. ÁBP: „Tíðin var mjög góð sl. vetur og við nýttum okkur það talsvert oft. Við fórum m.a. í golf á jóladag í fyrra í 10 stiga hita. Það var reyndar aðeins blautt en við létum okkur hafa það. Ásdís segir að öflugt kvennastarf auðveldi nýliðum að komast inn í golfveröldina. ÁBP: „Þetta er fyrsta sumarið mitt þar sem ég tek þátt í öðrum mótum en innanfélagsmótum. Þar má nefna Sjávarútvegsmótaröðina hér á Vestfjörðum. Framfarirnar hafa því verið töluverðar. Ég byrjaði sumarið með 50 í forgjöf en er í dag með 31,5. Markmiðið er að komast í 28 í sumar en það er sú forgjöf sem ég fæ hvort sem er í mótum. Mér hefur gengið best að slá upphafshöggin með drævernum en ég þarf að fá meiri stöðugleika í annað í mínum leik. Hér á Ísafirði finnst mér frjálsræðið vera kostur hvað varðar að-
GOLF.IS
13
gengi að Tungudalsvelli. Hér þarf aldrei að panta rástíma. Við mætum bara og spilum. Hópurinn blandast því vel saman. Hér eru um 16 konur mjög virkar af rúmlega 100 félagsmönnum. Sumar þeirra keppa ekki en hafa samt gaman af því að spila. BG: „Kvennastarfið er að mínu mati mjög öflugt hjá okkur. Við hittumst alltaf á þriðjudögum kl. 17, í hverri einustu viku. Vissulega er misjafnt hversu margar mæta. Við notum samfélagsmiðilinn Facebook til að halda utan um hverjar ætla að mæta og þar fara öll slík samskipti fram. Það mætir stór hópur kylfinga eftir vinnu síðdegis og það fer eftir ýmsu hvort við leikum 9 eða 18 holur.“ Bjarney hefur á undanförnum árum lagt sig fram við að styðja við mótahald hjá golfklúbbum á Vestfjörðum. Ásdís er enn að feta þá leið og keppir mest á innanfélagsmótum hjá GÍ. BG: „Ég reyni að keppa í þeim mótum sem eru í boði hér á svæðinu. Við þræðum Sjávarútvegsmótaröðina þar sem mótin fara fram víðsvegar hér á svæðinu. Það er alveg ömurlegt að keyra vegina yfir til Bíldudals og á Patreksfjörð. Við látum okkur hafa það en þetta er ekki skemmtilegt ferðalag. Ef samgöngurnar væru betri þá er ég ekki í vafa um að golfíþróttin fengi meiri slagkraft á Vestfjörðum. Samgangurinn á milli klúbbfélaga á Vestfjörðum yrði einfaldari og aðgengið betra.“ Líkt og allir kylfingar hafa þær Bjarney og Ásdís sett sér markmið fyrir komandi misseri.
14
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf á Ísafirði
Rúnar Arnórsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2019. Rúnar klæðist Öxi Primaloft jakkanum. 66north.is
BG: „Ég stefni alltaf að því að lækka forgjöfina. Ég er með 19,2 í forgjöf og er alltaf að reyna að ná þessum „góða keppnishring“. Hann kemur yfirleitt fyrir eða eftir mót þegar ég er að æfa mig. Markmiðið hjá mér
er að vera stöðugri í leik mínum. Þá yrði ég voðalega glöð. Mér finnst ég oft vera ansi nálægt þessu og er vongóð um að það takist. Stöðugleiki er það sem ég sækist eftir. Það sem stendur upp úr á golfferlinum fram til þess er allt þetta yndislega fólk sem ég
hef kynnst í gegnum golfið. Golfvinir okkar eru fjölmargir. Við ferðumst mikið saman og höfum það gaman saman. Ég segi alltaf við þá sem ætla að byrja í golfi þegar þeir eru orðnir nógu gamlir að tíminn til að byrja er núna, ekki bíða of lengi. Við ferðumst líka innanlands og förum víða til að leika aðra velli. Upplifa eitthvað nýtt, fá nýjar áskoranir. Við tökum þátt í hjóna- og parakeppnum á Akureyri og í Stykkishólmi. Þau mót eru mjög skemmtileg.“ Ásdís stefnir á að ná meiri stöðugleika í sínum leik - slíkt myndi gera hana enn glaðari úti á vellinum. Ásdísi Birnu finnst gaman að ferðast um landið og leika golf. ÁBP: „Við höfum ferðast víða um Ísland undanfarin ár og spilað golf samhliða því. Í fyrra fórum við á Snæfellsnesið. Spiluðum á Bárarvelli í Grundarfirði og í Stykkishólmi á Víkurvelli. Við fórum í vor á Hamarsvöll í Borgarnesi og á Garðavöll á Akranesi. Planið er að fara í sumar á Katlavöll á Húsavík og á Ekkjufellsvöll á Egilsstöðum, jafnvel Neskaupstað.“
Millimálsbitar sem innihalda adeins ávexti, hnetur og náttúruleg bragdefni
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf á Ísafirði
SPORTPAKKINN
A ð e in s 7 .9 9 0 ,Tryggðu þér áskrift
Regluvörður 2019
Sæmundur tíar upp á Montecastillo Sæmundur Norðfjörð hreppti aðalvinninginn í Regluverðinum 2019 og vann sér inn lúxusgolfferð fyrir tvo á hinn margrómaða Montecastillo völl á Spáni. Regluvörðurinn er golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands sem nýtur síaukinna vinsælda. Metþátttaka var í leiknum í sumar er hann fór fram sjöunda árið í röð. Í leiknum, sem spilaður er á vef Varðar, geta spilarar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðarverðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist með ári hverju en í sumar tóku um 30 þúsund þátt og hefur starfsfólk Varðar ekki haft undan að senda verðlaunapeninga til stoltra Regluvarða. Golfleikurinn sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar kost á glæsilegum verðlaunum. Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan. Sæmundur, sem er kylfingur í golfklúbbi Brautarholts, var dreginn út 19. ágúst sl. úr hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum og á hann von á skemmtilegri golfferð með Heimsferðum til Spánar í boði Varðar.
Vörður óskar Sæmundi innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar. Á myndinni má sjá (f.v.) Hörð Hinrik Arnarson frá Heimsferðum, Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, Sæmund Norðfjörð, sigurvegara í leiknum og Steinunni Hlíf Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjá Verði.
TRAUSTUR BAKHJARL GSÍ Vörður er traustur bakhjarl GSÍ og meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina.
Frá vinstri: Hörður Arnarson frá Heimsferðum, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Sæmundur Norðfjörð sigurvegari í leiknum og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjá Verði.
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Regluvörður 2019
Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus
NÝTT
1. RJÚFA
2. TOGA
3. BERA Á
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Valdís Þóra braut ísinn á úrtökumóti
LPGA
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra kemst í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir LPGA. Alls tóku 360 keppendur þátt á 1. stigi úrtökumótsins sem fram fór á þremur keppnisvöllum á Rancho Mirage golfsvæðinu í Kaliforníu í ágúst. Leiknar voru 72 holur á fjórum keppnisdögum og var niðurskurður eftir þriðja hringinn. Til þess að komast inn á 2. stig úrtökumótsins í október þurfti Valdís Þóra að vera á meðal 60 efstu á 1. stiginu. Valdís Þóra lék hringina fjóra á -1 samtals (72-73-70-72), 287 höggum. Hún endaði í 21.–36. sæti. 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina fer fram 12.–17. október á Plantation golfvallasvæðinu í Flórída. Þar mæta til leiks 200 keppendur. Þar verða leiknir fjórir keppnishringir og komast 15–25 efstu áfram inn á lokaúrtökmótið. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verður á meðal keppenda á 2. stigi úrtökumótsins líkt og Valdís Þóra. Lokaúrtökumót LPGA mótaraðarinnar, Q-Series, fer síðan fram á tímabilinu 21. október – 2. nóvember á Pinehurst golfvallasvæðinu í Norður-Karólínu. Þar fá rétt um 100 keppendur tækifæri og 45 efstu sætin tryggja keppnisrétt á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2019 - 2020.. Þar verða leiknir 8 keppnishringir á tveimur vikum. Þeir kylfingar sem lenda í 20 efstu sætunum fá 100% keppnisrétt á LPGA en þeir sem enda í sætum 21–45 fá takmarkaðan keppnisrétt.
20
GOLF.IS
Wizar
Fyrir lífsins ljúfu stundir.
Hægindastóllinn
sem slegið hefur í gegn.
Verð frá 199.900 Litir Efni: Leður/tau 360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Einvígið á Nesinu 2019
Guðmundur Ágúst sigraði í fyrstu tilraun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór á frídegi verslunarmanna við góðar aðstæður á Nesvellinum í byrjun ágúst 2019. Mótið er árlegt góðgerðamót þar sem safnað er fé til Barnaspítala Hringsins. Alls söfnuðust 750.000 kr. Keppendahópurinn var gríðarlega sterkur líkt og á undanförnum árum mætti fjöldi áhorfenda til þess að fylgjast með. Í sögulegu samhengi hefur keppendahópurinn sjaldan verið sterkari. Guðmundur Ágúst tók þátt í fyrsta sinn líkt og Haraldur Franklín Magnús. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að 10 keppendur hófu leik á 1. braut á Nesvellinum og sá sem var á lakasta skorinu féll úr leik. Þannig hélt keppnin áfram þar til Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, kepptu um sigurinn.
22
LOKASTAÐAN:
SIGURVEGARAR FRÁ UPPHAFI:
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
1997: Björgvin Þorsteinsson 1998: Ólöf María Jónsdóttir 1999: Vilhjálmur Ingibergsson 2000: Kristinn Árnason 2001: Björgvin Sigurbergsson 2002: Ólafur Már Sigurðsson 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir 2004: Magnús Lárusson 2005: Magnús Lárusson 2006: Magnús Lárusson 2007: Sigurpáll Geir Sveinsson 2008: Heiðar Davíð Bragason
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Nökkvi Gunnarsson, NK Björgvin Sigurbergsson, GK Axel Bóasson, GK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Haraldur Franklín Magnús, GR Ólafur Björn Loftsson, GKG Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Ragnhildur Sigurðardóttir, GR FRUMHERJI og KEA HÓTEL eru styrktaraðilar mótsins árið 2019.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Einvígið á Nesinu 2019
2009: Björgvin Sigurbergsson 2010: Birgir Leifur Hafþórsson 2011: Nökkvi Gunnarsson 2012: Þórður Rafn Gissurarson 2013: Birgir Leifur Hafþórsson 2014: Kristján Þór Einarsson 2015: Aron Snær Júlíusson 2016: Oddur Óli Jónasson 2017: Kristján Þór Einarsson 2018: Ragnhildur Sigurðardóttir 2019: Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Premium Women’s Technology
Falleg hönnun, stílhreint útlit. Náðu þinni bestu frammistöðu. Við hjá PING erum mjög stolt af nýju kvennalínunni okkar. G Le2 línan hefur ekki aðeins fengið nýtt útlit heldur er hún stútfull af nýrri tækni. Kylfurnar eru léttari í vigt og hjálpa þér að sveifla hraðar, slá bæði hærra og lengra ásamt að þær eru mun auðveldari og gefa þér oftar vel heppnað högg. Með G Le2 kylfunum öðlast þú aukið sjálfstraust og leikurinn verður skemmtilegri. Kíktu í heimsókn til næsta söluaðila PING í sérmælingu og fáðu aðstoð við að raða saman kylfum í nýja settið þitt.
© 2019 PING
Metaðsókn á golf.is
Íslandsmótið vakti athygli Metaðsókn var í viku 32 á golf.is samkvæmt vefmælingu dagana 05.08–11.08.2019. ■■ Íslandsmótið í golfi 2019 vakti mikla athygli lesenda ásamt daglegri notkun kylfinga á mínum síðum á mitt.golf.is. ■■ Notendur voru alls 34.686 á þessum 7 dögum og var 16,1% aukning á milli viku 31 og 32. ■■ Fréttavefurinn golf.is var með 27.961 notendur sem er 24,5% aukning á milli vikna og mitt.golf. is var með 27.444 notendur sem er aðeins minni aðsókn en í viku 31. ■■ Íslandsmótið 2019: Skor, rástímar og staða var mest lesna fréttin dagana 5. ágúst - 11. ágúst hjá öllum þeim vefsíðum sem eru í vikulegri mælingu hjá Modernus. ■■ Rúmlega 8.000 notendur lásu þá frétt og flestir þeirra fóru oft á dag inn í fréttina til að ná í upplýsingar um gang mála. ■■ Golf.is hefur verið í mælingu hjá Modernus frá því í byrjun ársins 2019.
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Metaðsókn á golf.is
09:41
100%
Öryggiskerfi
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld.
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst Íslandsmeistarar
– Ellefu ára bið Guðmundar á enda og Guðrún Brá varði titilinn
Íslandsmótið í golfi 2019 fór fram við bestu aðstæður á Grafarholtsvelli dagana 8.–11. ágúst. Tímasetning mótsins var önnur en á undanförnum árum og var mótið jafnframt lokamót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli eftir harða keppni við félaga sína og æskuvini úr GR. Ellefu ára bið Guðmundar eftir Íslandsmeistaratitlinum lauk í Grafarholtinu - á vellinum þar sem hann hóf ferilinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varði titilinn í kvennaflokknum. Sigur hennar var nokkuð öruggur og er Guðrún Brá sú fyrsta frá árinu 1996 sem nær að verja Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Karen Sævarsdóttir gerði það síðast árið 1996 þegar hún landaði sínum áttunda titli í röð. Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá eru að því best er vitað fyrsta kærustuparið sem nær þeim árangri að sigra á Íslandsmótinu í golfi á sama tíma.
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
Margar gerðir af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Hljóðeinangrandi hurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir, glerhurðir nú og bara svona venjulegar hurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Íslandsmót 2019
Guðmundur náði þeim stóra í elleftu tilraun
28
GOLF.IS
Íslandsmótið 2019 var það ellefta á ferlinum hjá Guðmundi Ágústi Kristjánssyni. Hann keppti fyrst árið 2009 á Grafarholtsvellinum þá 17 ára gamall en Guðmundur Ágúst er fæddur í október árið 1992.
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
Guðmundur Ágúst byrjaði ekkert sérstaklega vel á Íslandsmótinu í golfi 2019. Hann lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða +1. Hann var fjórum höggum á eftir Andra Þór Björnssyni úr GR þegar keppni var hálfnuð. Á þriðja keppnisdegi lagði Guðmundur Ágúst línurnar þegar hann lék á ný á 68 höggum eða -3. Hann var því samtals á -5 og tveimur höggum betri en Andri Þór og þremur höggum betri en þrír kylfingar sem voru á -2 samtals eftir 54 holur. Á lokahringnum léku GR-ingarnir og æskufélagarnir Guðmundur Ágúst, Andri Þór og Arnar Snær Hákonarson saman í lokaráshópnum. Stemningin var létt hjá þeim félögum og um tíma leit út fyrir að þeir væru „bara“ að leika sér í „Grabbanum“ eins og þeir gerðu á árum áður þegar þeir voru unglingar. Til marks um það þá gat Guðmundur Ágúst varla púttað örstuttu pútti ofan í holuna á 9. flöt eftir að Arnar Snær hafði látið einn góðan brandara flakka skömmu áður. „Arnar Snær mölbraut alla spennuna í ráshópnum strax á fyrsta teig með einhverjum fíflalátum eins og honum einum er lagið. Eftir það var stemningin bara létt og skemmtileg þegar mest á reyndi. Þessi titill skiptir mig miklu máli og það var sérstaklega ljúft að ná að vinna stóra titilinn hér á heimavellinum í Grafarholti. Þetta er GOLF.IS
29
staður sem skiptir mig miklu máli. Þetta er titill sem allir vilja vinna og ég hefði líklega aldrei getað hætt í golfi fyrr en þessi titill væri kominn í hús,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson við golf.is eftir að Íslandsmótinu lauk. Hann var spurður að því hver skýringin væri á góðum árangri hans á þessu ári en Guðmundur Ágúst hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni og sigrað á þremur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. „Mikil vinna á undanförnum misserum með rétta fólkinu er að skila sér núna. Ég hef fengið nýjar áskoranir frá þjálfaranum mínum Arnari Má Ólafssyni og að sama skapi hef ég sett fram nýjar áskoranir fyrir Arnar Má,“ sagði Guðmundur Ágúst. Guðmundur Ágúst endaði í 6. sæti á sínu fyrsta Íslandsmóti árið 2009 og var það næstbesti árangur hans á Íslandsmótinu allt fram að mótinu í ár. Guðmundur endaði í fimmta sæti í tvígang, 2013 og 20017, áður en hann landaði þeim stóra á Grafarholtsvelli 2019. Að meðaltali hefur Guðmundur Ágúst verið í kringum 10. sæti. Meðalskor hans á 4 hringjum á 11 Íslandsmótum frá árinu 2009 er 71,95 högg.
LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-68-67) 275 högg (-9) 2.–4. Arnar Snær Hákonarson, GR (74-68-69-69) 280 högg (-4) 2.–4. Rúnar Arnórsson, GK (71-70-74-65) 280 högg (-4) 2.–4. Haraldur Franklín Magnús, GR (70-69-72-69) 280 högg (-4) 5.–7. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (73-71-67-70) 281 högg (-3) 5.–7. Aron Snær Júlíusson, GKG (74-68-71-68) 281 högg (-3) 5.–7. Andri Þór Björnsson, GR (70-66-74-71) 281 högg (-3) 8.–11. Bjarki Pétursson, GKB (72-70-73-70) 285 högg (+1) 8.–11. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-70-70-73) 285 högg (+1) 8.–11. Böðvar Bragi Pálsson, GR (71-71-70-73) 285 högg (+1) 8.–11. Jóhannes Guðmundsson, GR (70-69-77-69) 285 högg (+1)
GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON – ÁRANGUR Á ÍSLANDSMÓTINU Í GOLFI FRÁ ÁRINU 2009.
30
Ár
Völlur
2009
Grafarholtsvöllur
Sæti
1. hringur
2. hringur
3. hringur
4. hringur
Högg
Par + eða -
6
72
78
73
70
293
9
2010
Kiðjabergsvöllur
9
72
71
75
79
297
13
2011
Hólmsvöllur, Leiru
37
80
70
80
79
309
21
2012
Strandarvöllur
11
72
71
74
69
286
6
2013
Korpúlfsstaðavöllur
5
80
69
66
71
286
-2
2014
Leirdalsvöllur
10
80
71
70
67
288
4
2015
Garðavöllur
6
71
81
67
71
290
2
2016
Jaðarsvöllur
9
72
68
66
75
281
9
2017
Hvaleyrarvöllur
5
66
71
75
70
282
-2
2018
Vestmannaeyjavöllur
8
70
68
70
71
279
-1
2019
Grafarholtsvöllur
1
72
68
68
67
275
-9
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
ENSKI BOLTINN 4.500 kr.
Enski boltinn er farinn að rúlla á Síminn Sport. Fleiri leikir en áður, UHD-útsendingar ásamt innlendri dagskrárgerð. Síminn Sport er innifalin í Sjónvarpi Símans Premium, stök áskrift kostar 4.500 kr. á mánuði. Stöðin er aðgengileg á öllum dreifikerfum Símans, Sýnar, Hringdu og Nova. Þú getur meira með Símanum
siminn.is/enski
vefverslun.siminn.is
32
GOLF.IS
GOLF.IS
33
Íslandsmót 2019
Guðrún Brá varði titilinn af öryggi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, var öryggið uppmálað í titilvörn sinni á Íslandsmótinu í golfi 2019. Guðrún Brá tyllti sér í efsta sætið á skortöflunni eftir 2. keppnisdag. Það sæti lét hún ekki af hendi og sigraði að lokum með 7 högga mun á glæsilegu skori, 281 höggi, eða 3 höggum undir pari Grafarholtsvallar.
Þetta er aðeins í annað sinn í sögu Íslandsmótsins í golfi í kvennaflokki þar sem sigurvegarinn leikur undir pari samtals. Mótsmetið er í eigu Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, sem lék á -11 á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð önnur á -9 samtals. Það var einnig í fyrsta sinn í sögunni sem besta skorið í kvennaflokki var betra en besta skorið í karlaflokki. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sigraði á því Íslandsmóti í karlaflokki á -8 samtals. Gríðarlegur áhugi var hjá keppendum að komast í Íslandsmótið 2019. Alls skráðu sig 147 karlar og 37 konur eða samtals 184 keppendur. Aðeins var pláss fyrir 150 keppendur samkvæmt reglugerð Íslandsmótsins. Frá árinu 2001 hafa konurnar aldrei verið fleiri, og í fyrsta sinn komust færri að en vildu í karla- og kvennaflokki. Árið 2014 kepptu 33 konur á Íslandsmótinu sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG. Guðrún Brá sem er 25 ára gömul var í öðru sæti eftir 1. keppnisdaginn þar sem hún lék á 70 höggum eða -1. Hún var einu höggi á eftir efstu kylfingum en stöðugleikinn einkenndi leik hennar á næstu þremur keppnishringjum. Hún var með þriggja högg forskot þegar keppni var hálfnuð og fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn. Það forskot gaf hún aldrei eftir. Saga Traustadóttir, GR, og Nína Björk Geirsdóttir, GM, náðu ekki að saxa á forskot Guðrúnar á lokahringnum.
GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTTIR – ÁRANGUR Á ÍSLANDSMÓTINU Í GOLFI FRÁ ÁRINU 2008. Ár
34
Völlur
Sæti
1. hringur
2. hringur
3. hringur
4. hringur
Högg
Par + eða -
2008
Vestmannaeyjavöllur
14
80
85
87
92
344
63
2011
Hólmsvöllur, Leiru
8
74
76
85
81
316
28
2012
Strandarvöllur
4
76
75
74
71
296
16
2013
Korpúlfsstaðavöllur
2
71
75
75
78
299
11
2014
Leirdalsvöllur
2
77
70
76
74
297
13
2015
Garðavöllur
4
76
72
75
74
297
9
2016
Jaðarsvöllur
3
72
72
73
72
289
5
2017
Hvaleyrarvöllur
2
75
67
79
75
296
12
2018
Vestmannaeyjavöllur
1
70
75
72
71
288
8
2019
Grafarholtsvöllur
1
70
69
70
72
281
-3
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
Frá árinu 1967 þegar fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki hafa átta kylfingar náð að verja Íslandsmeistaratitilinn. Guðrún Brá er sú áttunda og frá árinu 1996 hafði engum tekist að verja titilinn í kvennaflokki fyrr en í ár. Íslandsmótið 2019 var það tíunda frá upphafi hjá Guðrúnu Brá en hún var 14 ára þegar hún tók þátt fyrst árið 2008. Meðalskor hennar á hring er rétt um 74 högg og hún var oft nálægt sigri allt þar til hún braut ísinn árið 2018 í Vestmannaeyjum. Þrívegis hefur hún endað í 2. sæti. Á Íslandsmótinu 2013 réðust úrslitin í þriggja holu umspili þar sem þrír kylfingar voru jafnir í efsta sæti. Guðrún Brá og Sunna Víðisdóttir, GR, voru jafnar eftir umspilið en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, féll þar
úr leik. Sunna hafði betur í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn. Guðrún Brá leikur sem atvinnukylfingur á LET Access mótaröðinni sem er sú næststerkasta hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Hún tók þá ákvörðun að vera með á Íslandsmótinu 2019 í stað þess að leika á LET Access móti að þessu sinni. „Tónleikar með Ed Sheeran lykillinn að sigrinum“ „Tilfinningin er svipuð og jafngóð og þegar ég vann Íslandsmótið í fyrsta sinn í fyrra. Ég var aðeins að „ströggla“ um miðjan hring þegar vindurinn fór að hafa meiri áhrif.
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70- 69- 70-72) 281 högg (-3) 2. Saga Traustadóttir, GR (69-74-70-75) 288 högg (+4) 3. Nína Björk Geirsdóttir, GM (73-69-75-73) 290 högg (+6) 4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (69-78-76-71) 294 högg (+10)
5. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-75-72-73) 296 högg (+12) 6. Berglind Björnsdóttir, GR (73-73-74-77) 297 högg (+13) 7. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-74-75-74) 301 högg (+17) 8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (75-74-79-74 302 högg (+18)
Ég er ánægð með hvernig ég kláraði þetta mót. Þessi titill skiptir mig miklu máli og þetta er titill sem allir vilja vinna hérna heima. Þetta var frábært Íslandsmót, frábær keppnisvöllur og umgjörðin til fyrirmyndar,“ sagði Guðrún Brá við golf.is í mótslok. Hún dreifði huganum fyrir lokakeppnisdaginn með því að fara á stórtónleika Ed Sheeran á Laugardalsvellinum ásamt 30.000 öðrum gestum. „Það hlýtur að vera lykillinn að því að sigra á Íslandsmótinu í golfi að fara á tónleika með Ed Sheeran. Við fórum alla vega saman á tónleikana,“ bætti Guðrún Brá við í léttum tón en samferðamaður hennar á tónleikana var Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
M5 Connect DHC 36 holu rafhlaða Kr. 149.400,M1 DHC 36 holu rafhlaða Kr. 129.500,Dry-Series Kr. 32.000,-
Pro-Series Kr. 28.900,-
Rafhlaða 28V · 5 ára ábyrgð Regnhlífastandur, skorkortahalda, drykkjarhalda, regnhlíf, lúffur, handklæði o.fl.
Nánari upplýsingar:
golfsidan
GOLF.IS
35
Íslandsmót 2019
Guðrún Brá sú fyrsta frá árinu 1996 til að verja titilinn Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í golfið árið 1967, 25 árum eftir að fyrst var keppt í karlaflokki. Frá árinu 1967 hafa átta kylfingar náð að verja titilinn í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er sú áttunda sem nær þeim árangri. Af þessum átta eru fjórir kylfingar sem hafa náð að sigra á Íslandsmótinu þrívegis í röð og ein þeirra, Karen Sævarsdóttir, GS, náði þeim einstaka árangri að sigra á Íslandsmótinu í golfi átta sinnum í röð á árunum 1989–1996. Guðrún Brá er sú fyrsta sem nær að verja titilinn á Íslandsmótinu í kvennaflokki frá árinu 1996.
EFTIRTALDIR KYLFINGAR HAFA VARIÐ TITILINN Á ÍSLANDSMÓTINU Í KVENNAFLOKKI: 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV 1975 Kristín Pálsdóttir GK 1976 Kristín Pálsdóttir GK
36
GOLF.IS
1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR
1989 Karen Sævarsdóttir GS 1990 Karen Sævarsdóttir GS 1991 Karen Sævarsdóttir GS 1992 Karen Sævarsdóttir GS 1993 Karen Sævarsdóttir GS 1994 Karen Sævarsdóttir GS 1995 Karen Sævarsdóttir GS 1996 Karen Sævarsdóttir GS 2018 Guðrúna Brá Björgvinsdóttir 2019 Guðrúna Brá Björgvinsdóttir
Stefnu mótun Við aðstoðum þig við að móta framtíð þíns fyrirtækis. Með stefnumótun er hægt að skoða tiltekin atriði í rekstrinum eða fyrirtækið í heild. Tölum saman og skoðum hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Steinþór Pálsson í síma 545 6230 eða á steinthorpalsson@kpmg.is kpmg.is
Íslandsmót í golfi 2019
Sigurður elstur og Bjarni Þór yngstur Meðalaldur í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2019 var 27 ár. Sigurður Hafsteinsson, GR, var elsti keppandinn í mótinu, 63 ára. Sigurður er fæddur 5. júlí árið 1956. Frans Páll Sigurðsson úr GR var elsti keppandi mótsins allt þar til að Sigurður komst inn í mótið á síðustu stundu. Sigurður var annar í röðinni á biðlista fyrir mótið og þegar Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, boðaði forföll komst Sigurður inn í mótið. Sigurður komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Frans Páll er 55 ára en hann er fæddur 9. desember 1963. Hann komst í gegnum niðurskurðinn en varð að hætta keppni vegna bakmeiðsla fyrir lokadaginn. Bjarni Þór Lúðvíksson úr GR var yngstur í karlaflokknum en hann varð 15 ára þann 27. júlí sl. Bjarni er fæddur árið 2004 líkt og Dagur Fannar Ólafsson (GKG) og Jóhannes Sturluson (GKG). Dagur og Jóhannes eru báðir fæddir í febrúar 2004.
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Íslandsmót í golfi 2019
Perla Sól yngst og Ragnhildur elst Meðalaldur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2019 var 22 ár. Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR var yngsti keppandinn en hún er fædd í september árið 2006. Perla Sól er 12 ára gömul og fagnar hún 13 ára afmæli sínu 28. september.
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
Perla Sól tók þátt á Íslandsmótinu í golfi í fyrra sem fram fór í Vestmannaeyjum. Þá var hún 11 ára. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrra en gerði betur í ár og endaði í 17.–18. sæti á 314 höggum (78-77-80-79).
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi, var elsti keppandinn í kvennaflokknum en hún er 49 ára, fædd 21. júní 1970. Ragnhildur endaði í 8. sæti á 302 höggum (75-74-79-74).
DYNAMICS NAV • Áreiðanlegri ákvarðanataka • Aukin þjónusta við viðskiptavini • Betri yfirsýn yfir reksturinn
Borgartúni 37, Reykjavík
origo.is
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
GOLF.IS
43
Kári tók við Íslandsmótsfánanum
Íslandsmótið fer fram í Mosfellsbæ árið 2020 Kári Tryggvason formaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar tók formlega við Íslandsmótsfánanum á lokahófi Íslandsmótsins 2019 í Grafarholti. Þar afhenti Björn Víglundsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, Íslandsmótsfánann. Þetta er í annað sinn sem slík athöfn fer fram en í fyrra afhenti formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja fánann á formannafundi GSÍ sem fram fór í Grindavík í nóvember 2018.
Íslandsmótið í golfi 2020 fer eins og áður segir fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Það verður í fyrsta sinn sem mótið fer fram á þeim velli í umsjón GM. Hlíðavöllur er staðsettur við Leirvog í Mosfellsbæ og er 18 holu keppnisvöllur. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla. Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur með mörgum áskorunum. Mót á Mótaröð þeirra bestu hafa farið fram með reglulegu millibili á Hlíðavelli undanfarin misseri en völlurinn var opnaður sem 18 holu keppnisvöllur í apríl árið 2012.
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
aður GM, Haukur Örn Frá vinstri: Kári Tryggvason form ndsson formaður GR. Víglu Björn og GSÍ ti forse Birgisson
ÚLFAR JÓNSSON ÍÞRÓTTASTJÓRI
AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR GERIR OKKUR BETRI Í HVERJU SEM ER. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR!
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Íslandsmót 2019
Björgvin
ekki á meðal keppenda Það vakti athygli að Björgvin Þorsteinsson, Golfklúbbi Akureyrar, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi var ekki á meðal keppenda á Íslandsmótinu í ár.
46
GOLF.IS
Björgvin, sem er 66 ára gamall, tók þátt á sínu 55. Íslandsmóti í röð í fyrra í Vestmannaeyjum. Björgvin tók þátt í fyrsta sinn á Íslandsmótinu árið 1964, þá 11 ára gamall, en þá fór mótið einnig fram í Vestmanneyjum. Það er afar ólíklegt að einhver íslenskur kylfingur nái að bæta þetta met Björgvins sem er án efa eitt það merkilegasta í golfsögu Íslands. Björgvin gat ekki tekið þátt í ár þar sem hann var við keppni með landsliði eldri kylfinga á ESGA móti á sama tíma.
Rafmagnið hefur eignast Mercedes. EQC — 100% rafmagnaður
EQC er kraftmikill sportjeppi með allt að 417 km drægi og búinn hinu einstaka 4MATIC fjórhjóladrifi. Hann hefur einnig hið margrómaða MBUX margmiðlunarkerfi, stórt stafrænt mælaborð og býr yfir allra nýjasta öryggis- og aksturskerfi frá Mercedes-Benz. Komdu og reynsluaktu nýjum EQC. Við tökum vel á móti þér.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur Mercedes-Benz Íslandi á Facebook og Instagram
Íslandsmót 2019
Áhugaverð tölfræði Á Íslandsmótinu í golfi 2019 var Golfbox tölvukerfið notað til þess að halda utan um skor keppenda. Um tilraunaverkefni var að ræða en á næsta ári mun Golfbox koma í stað þess kerfis sem notað hefur verið á golf.is allt frá árinu 2000. Búið er að prufukeyra Golfbox viðmótið á nokkrum mótum í sumar með góðum árangri. Á Íslandsmótinu í Grafarholti sáu keppendur eða aðstoðarmenn þeirra um að skrá skor ráshópsins inn í Golfbox-kerfið. Það var gert í gegnum síma og tókst verkefnið afar vel og mikil ánægja var með útkomuna hjá keppendum og áhorfendum. Í Golfbox-kerfinu er gríðarlega mikið af upplýsingum og tölfræði sem kerfið reiknar sjálfkrafa út. Þar má nefna tölfræði yfir högg að meðaltali á par 3, 4 og 5 holum. Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru alltaf á meðal topp 15 efstu á þessum listum. Árangur þeirra á par 5 holunum var bestur eins og sjá má á listunum hér á eftir.
PAR 3 MEÐALTAL: 1.–2. Ólafur Björn Loftsson, GKG 2,94 högg 1.–2. Rúnar Óli Einarsson, GS 2,94 högg 3.–5. Rúnar Arnórsson, GK 3,00 högg 3.–5. Aron Snær Júlíusson, GKG 3,00 högg 3.–5. Nína Björk Geirsdóttir, GM 3,00 högg 6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 3,06 högg 7.–11. Birgir Björn Magnússon, GK 3,13 högg 7.–11. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 3,13 högg 7.–11. Bjarki Pétursson, GKB 3,13 högg 7.–11. Viktor Ingi Einarsson, GR 3,13 högg 7.–11. Sigurjón Arnarsson, GR 3,13 högg
PAR 4 MEÐALTAL: 1. Arnar Snær Hákonarson, GR 3,84 högg 2. Jóhannes Guðmundsson, GR 3,86 högg 3. Haraldur Franklín Magnús, GR 3,89 högg 4.–5. Bjarki Pétursson, GKB 3,91 högg 4.–5. Andri Þór Björnsson, GR 3,91 högg 6. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 3,93 högg 7.–9. Aron Snær Júlíusson, GKG 3,95 högg 7.–9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 3,95 högg 7.–9. Viktor Ingi Einarsson, GR 3,95 högg 10.–12. Rúnar Arnórsson, GK 3,98 högg 10.–12. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 3,98 högg 10.–12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 3,98 högg 13.–15. Gísli Sveinbergsson, GK 4,00 högg 13.–15. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 4,00 högg 13.–15. Saga Traustadóttir, GR 4,00 högg
PAR 5 MEÐALTAL: 1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 4,33 högg 2. Ragnar Már Garðarsson, GKG 4,50 högg 3.–7. Axel Bóasson, GK 4,58 högg 3.–7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 4,58 högg 3.–7. Birgir Björn Magnússon, GK 4,58 högg 3.–7. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 4,58 högg 3.–7. Andri Már Óskarsson, GOS 4,58 högg
48
GOLF.IS
Við sláum upp
Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is
Íslandsmót 2019
Viktor Ingi mesti fuglabaninn
Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur fékk flesta fugla á Íslandsmótinu í golfi 2019. Viktor Einar er 19 ára gamall og fékk hann alls 22 fugla. Þar á eftir kom Jóhannes Guðmundsson úr GR með 19 fugla. Íslandsmeistararnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK voru bæði á topp 20 listanum yfir flesta fugla. Guðmundur Ágúst með 16 og Guðrún Brá með 14. Guðrún Brá var eina konan sem náði inn á topp 20 á þessum tölfræðilista Íslandsmótsins í golfi 2019.
Flesti fuglar á Íslandsmótinu í golfi 2019: 1. Viktor Ingi Einarsson, GR 22 fuglar 2. Jóhannes Guðmundsson, GR 19 fuglar 3.–6. Birgir Björn Magnússon, GK 18 fuglar 3.–6. Ingvar Andri Magnússon, GKG 18 fuglar 3.–6. Ragnar Már Garðarsson, GKG 18 fuglar 3.–6. Hákon Örn Magnússon, GR 18 fuglar 7.–8. Aron Snær Júlíusson, GKG 17 fuglar 7.–8. Andri Már Óskarsson, GOS 17 fuglar 9.–12. Axel Bóasson, GK 16 fuglar 9.–12. Björn Óskar Guðjónsson, GM 16 fuglar 9.–12. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 16 fuglar
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
9.–12. Arnar Snær Hákonarson, GR 16 fuglar 13.–14. Kristján Þór Einarsson, GM 15 fuglar 13.–14. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 15 fuglar 15.–21. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 14 fuglar 15.–21. Rúnar Arnórsson, GK 14 fuglar 15.–21. Bjarki Pétursson, GKB 14 fuglar 15.–21. Sverrir Haraldsson, GM 14 fuglar 15.–21. Aron Emil Gunnarsson, GOS 14 fuglar 15.–21. Böðvar Bragi Pálsson, GR 14 fuglar 15.–21. Haraldur Franklín Magnús, GR 14 fuglar
Íslandsmót 2019
Hilmar fékk flesta erni Alls tóku 150 keppendur þátt á Íslandsmótinu í golfi 2019. Hilmar Snær Örvarsson, GKG, fékk flesta erni á Íslandsmótinu í golfi 2019 en hann var með þrjá erni. Alls náðu 28 keppendur að leika holu á Grafarholtsvelli á 2 höggum undir pari. Hilmar, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Haraldur Franklín Magnús, GR, voru þeir einu sem náðu að fá tvo erni á sama hringnum.
Alls voru 42 ernir á Íslandsmótinu 2019. Flestir á 4. braut eða 26, 12. brautin kom þar á eftir með 7 erni og á 1. braut voru þeir 6. Braut
Fjöldi
1
6
4
26
8
1
9
1
12
7
16
1 42
3 ERNIR
1 ÖRN
1. sæti: Hilmar Snær Örvarsson, GKG 3 ernir *1. braut, 4. braut á 1. keppnisdegi. *4. braut, 4. keppnisdagur
8.–26. sæti: Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA (*4. braut, 4. keppnisdagur), Einar Bjarni Helgason, GFH (*4. braut, 1. keppnisdagur), Birgir Björn Magnússon GK (*4. braut, 3. keppnisdagur), Vikar Jónasson, GK (*4. braut, 3. keppnisdagur), Rúnar Arnórsson, GK (*4. braut, 4. keppnisdagur), Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (*4. braut, 2. keppnisdagur), Axel Bóasson, GK (*4. braut, 2. keppnisdagur), Gísli Sveinbergsson, GK (*12. braut á 1. keppnisdegi ), Sturla Ómarsson, GKB (*4. braut, 1. keppnisdagur), Ólafur Björn Loftsson, GKG (*4. braut, 4. keppnisdagur), Daníel Hilmarsson, GKG (*4. braut, 1. keppnisdagur), Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (*4. braut, 1. keppnisdagur), Sverrir Haraldsson, GM (*1. braut, 2. keppnisdagur), Ragnar Már Ríkarðsson, GM (*12. braut, 3. keppnisdagur), Aron Skúli Ingason, GM (*4. braut, 4. keppnisdagur), Björn Óskar
2 ERNIR 2.–7. sæti: Jón Gunnarsson, GKG 2 *9. braut, 2. keppnisdagur. *1. braut, 3. keppnisdagur. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 2 *1. braut, 1. keppnisdagur *4. braut, 3. keppnisdagur. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 2 *4. braut, 3. keppnisdagur *4. braut, 4. keppnisdagur Andri Már Óskarsson, GOS *4. braut, 2. keppnisdagur *12. braut, 4. keppnisdagur Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 4. braut, 12. braut, 2. keppnisdagur. Haraldur Franklín Magnús, GR *1. braut, 4. braut á 2. keppnisdegi.
Guðjónsson, GM (*12. braut, 2. keppnisdagur), Haraldur Hilmar Heimisson GR (*4. braut, 1. keppnisdagur), Saga Traustadóttir, GR (*12. braut, 1. keppnisdagur), Arnar Snær Hákonarson, GR (*8. braut, 4. keppnisdagur), Berglind Björnsdóttir, GR (*12. braut, 1. keppnisdagur), Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (*16. braut, 3. keppnisdagur), Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (*1. braut, 4. keppnisdagur), Sveinbjörn Guðmundsson, GK (*4. braut, 2. keppnisdagur), Íris Lorange Káradóttir, GK (*4. braut, 2. keppnisdagur), Jóhannes Sturluson, GKG (*4. braut, 2. keppnisdagur), Björn Viktor Viktorsson, GL (*4. braut, 2. keppnisdagur), Ernir Sigmundsson, GR (*4. braut, 1. keppnisdagur).
GOLF.IS
51
Íslandsmót 2019
Færri komust að en vildu Keppendur á Íslandsmótinu í golfi 2019 komu frá 23 klúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir keppendur voru frá GR eða 45 alls, GKG kom þar næst með 29 keppendur og GK var með 19 keppendur. Alls voru 11 golfklúbbar með einn keppanda úr sínum röðum á Íslandsmótinu í golfi 2019. Færri komust á Íslandsmótið 2019 en vildu. Rúmlega 180 keppendur vildu taka þátt og aðeins forgjafarlægstu kylfingar landsins komust inn. Þeir sem voru með 4,1 í forgjöf eða hærra komust ekki inn á keppendalistann að þessu sinni. Í fyrsta sinn var einnig fullt í kvennaflokkinn en þar var einn keppendi á biðlista. Þrír leikmenn úr karlaflokki sem voru á biðlista komust inn í mótið á síðustu stundu.
SKIPTING KEPPENDA Á MILLI GOLFKLÚBBA Á ÍSLANDSMÓTINU 2019: 1
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
45
2
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
GKG
29
3
Golfklúbburinn Keilir
GK
19
4
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
GM
13
5
Golfklúbbur Akureyrar
GA
7
6
Golfklúbbur Selfoss
GOS
5
7
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
4
8
Golfklúbbur Suðurnesja
GS
4
9
Golfklúbbur Kiðjabergs
GKB
4
10
Golfklúbburinn Jökull
GJÓ
4
11
Golfklúbbur Setbergs
GSE
3
12
Golfklúbbur Öndverðarness
GÖ
2
13
Nesklúbburinn
NK
1
14
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
GVG
1
15
Golfklúbburinn Tuddi
GOT
1
16
Golfklúbburinn Oddur
GO
1
17
Golfklúburinn Leynir
GL
1
18
Golfklúbbur Siglufjarðar
GKS
1
19
Golfklúbburinn Hamar Dalvík
GHD
1
20
Golfklúbbur Grindavíkur
GG
1
21
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
GFH
1
22
Golfklúbbur Fjallabyggðar
GFB
1
23
Golfklúbbur Borgarness
GB
1
FJÖLDI KEPPENDA Á ÍSLANDSMÓTINU Í GOLFI FRÁ ÁRINU 2001: Ár
52
Klúbbur
2001
Golfklúbbur Reykjavíkur
2002
Golfklúbbur Hellu
2003
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Völlur GR GHR GV
Karlar
Konur
Samtals
Grafarholt
127
19
146
Strandarvöllur
129
22
151
Vestmannaeyjavöllur
94
16
110
2004
Golfklúbburinn Leynir
GL
Garðavöllur
89
17
106
2005
Golfklúbbur Suðurnesja
GS
Hólmsvöllur í Leiru
111
26
137
2006
Golfklúbburinn Oddur
GO
Urriðavöllur
109
14
123
2007
Golfklúbburinn Keilir
GK
Hvaleyrarvöllur
126
22
148
2008
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
Vestmannaeyjar
103
16
119
2009
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
Grafarholt
126
29
155
2010
Golfklúbbur Kiðjabergs
GKB
Kiðjabergsvöllur
121
17
138
2011
Golfklúbbur Suðurnesja
GS
Hólmsvöllur í Leiru
111
24
135
2012
Golfklúbbur Hellu
GH
Strandarvöllur
123
28
151
2013
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
Korpuvöllur
114
25
139
2014
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
GKG
Leirdalur
106
33
139
2015
Golfklúbburinn Leynir
GL
Garðavöllur
120
22
142
2016
Golfklúbbur Akureyrar
GA
Jaðarsvöllur
107
31
138
2017
Golfklúbburinn Keilir
GK
Hvaleyrarvöllur
112
29
141
2018
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
Vestmannaeyjavöllur
99
31
130
2019
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
Grafarholt
114
36
150
Meðaltal
113
24
137
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
14 STÖÐUM UM LAND ALLT Þú getur nú pantað matvöru í gegnum vefverslun Nettó og sótt á 14 stöðum um land allt
VERSLAÐU Á NETTO.IS
FLJÓTLEGT - EINFALT - ÞÆGILEGT
Icelandair Íslandsmót +35 Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss og Nína Björk Geirsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar eru Íslandsmeistarar í flokki 35 ára og eldri 2019. Mótið fór að þessu sinni fram samhliða Íslandsmótinu í golfi á Grafarholtsvelli. Allir keppendur sem eru fæddir árið 1984 eða fyrr voru því gjaldgengir í Íslandsmót +35 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlynur Geir og Nína Björk fagna þessum titli. Keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í flokki 35 ára og eldri í fyrsta sinn árið 2000 og var mótið í ár því það 20. frá upphafi.
ÍSLANDSMEISTARAR +35 FRÁ UPPHAFI: 2000: Jón Haukur Guðlaugsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (1) 2001: Jón Haukur Guðlaugsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (2) 2002: Tryggvi Valtýr Traustason (1) / Þórdís Geirsdóttir (3) 2003: Ólafur Hreinn Jóhannesson (1) / Þórdís Geirsdóttir (4) 2004: Einar Long (1) / Þórdís Geirsdóttir (5) 2005: Tryggvi Valtýr Traustason (2) / Anna Jódís Sigurbergsdóttir (1) 2006: Sigurbjörn Þorgeirsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (6) 2007: Sigurbjörn Þorgeirsson (2) / María Málfríður Guðnadóttir (1) 2008: Sigurbjörn Þorgeirsson (3) / Ásgerður Sverrisdóttir (1) 2009: Arnar Sigurbjörnsson (1) / Andrea Ásgrímsdóttir (1) 2010: Sigurjón Arnarsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (7) 2011: Tryggvi Valtýr Traustason (3) / Þórdís Geirsdóttir (8) 2012: Nökkvi Gunnarsson (1) / Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2013: Einar Lyng Hjaltason (1) / Þórdís Geirsdóttir (9) 2014: Tryggvi Valtýr Traustason (4) / Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 2015: Gunnar Geir Gústavsson (1) / Hansína Þorkelsdóttir (1) 2016: Nökkvi Gunnarsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (10) 2017: Björgvin Þorsteinsson (1) / Sara Jóhannsdóttir (1) 2018: Sigmundur Einar Másson (1) / Svala Óskarsdóttir (1) 2019: Hlynur Geir Hjartarson (1) / Nína Björk Geirsdóttir (1)
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í höggleik
Þórdís Geirsdóttir, GK, hefur sigrað langoftast í þessari keppni eða 10 sinnum alls en hún var ekki með að þessu sinni. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ, er með flesta titla í karlaflokki en hann hefur sigrað fjórum sinnum.
LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI: GRAFARHOLTSVÖLLUR, 8.–11. ÁGÚST 2019, PAR 71. 1. Hlynur Geir Hjartarson, GOS (69-69-75-74) 287 högg 2. Sigmundur Einar Másson, GÖ (79-75-69-70) 293 högg 3.–4. Haraldur Hilmar Heimisson, GR (71-75-76-78) 300 högg 3.–4. Jón Karlsson, GR (74-78-74-74) 300 högg 5.–6. Úlfar Jónsson, GKG (76-78-74-75) 303 högg 5.–6. Rúnar Óli Einarsson, GS (78-75-77-73) 303 högg 7. Sigurjón Arnarsson, GR (74-76-78-76) 304 högg 8.–9. Sigurþór Jónsson, GVG (73-77-77-78) 305 högg 8.–9. Birgir Guðjónsson, GJÓ (79-74-74-78) 305 högg 10. Tómas Peter Broome Salmon, GJÓ (75-74-80-77) 306 högg 11.–12. Pétur Óskar Sigurðsson, GJÓ (73-75-79-80) 307 högg 11.–12. Sturla Ómarsson, GKB (76-76-79-76) 307 högg 13. Ólafur Sigurjónsson, GKB (76-75-83-84) 318 högg
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI: 1. Nína Björk Geirsdóttir, GM (73-69-75-73) 290 högg 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (75- 74-79-74) 302 högg 3. Ingunn Einarsdóttir, GKG (81-79-77-80) 317 högg
ÁLVERSFATNAÐUR
www.sindri.is / sími 567 6000
Skútuvogi 1 - Reykjavík / Smiðjuvegi 1 Kópavogur / Draupnisgata 2 Akureyri
Þjálfari ársins aðstoðar afreksfólk að vera í núinu
Tómas Freyr Aðalsteinsson útnefndur þjálfari ársins í háskólagolfinu í Bandaríkjunum Andri Yrkill Valsson skrifar
Tómas Freyr Aðalsteinsson lektor við Williams-háskólann í Massachusetts var í vor útnefndur golfþjálfari ársins í sinni deild í bandaríska háskólagolfinu. Tómas kennir íþróttafræði ásamt því að vera þjálfari kvennaliðs skólans í golfi, en hann er lærður íþróttasálfræðingur og hefur meðal annars hjálpað kylfingum að takast á við andlegu hlið leiksins. Viðtalið var birt fyrst í Morgunblaðinu í júlí 2019. Undir hans leiðsögn hafnaði lið Williamsháskóla í öðru sæti, annað árið í röð, á meistaramóti 3. deildar (NCAA III). Til útskýringar er deildafyrirkomulagið ekki eins og þekkist hér heima, háskólaíþróttirnar í Bandaríkjunum eru undir hatti íþróttasambandsins NCAA þar sem eru þrjár deildir.
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þjálfari ársins aðstoðar afreksfólk að vera í núinu
Tómas segir að um það bil 400 lið séu í hverri deild, þeim er ekki raðað eftir styrkleika og lið falla því ekki úr deildum eða tryggja sér sæti í efri deildum með góðum árangri. Það sem ræður er hvaða áherslur skólarnir leggja á íþróttir, hvort og þá hversu miklu
þeir verja af sínum fjármunum í íþróttastyrki. Williams-háskólinn veitir til að mynda enga styrki og er því í 3. deild, en gæti þess vegna byrjað að veita háa styrki og teflt þá fram liðum í 1. deild. Innan NCAA eru svo karla- og kvennasambönd þjálfara sem kjósa þjálfara ársins. Tómas var útnefndur golfþjálfari ársins á landsvísu í 3. deild og eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur enginn íslenskur háskólaþjálfari áður afrekað það. Sú útnefning var raunar þriðja rósin í hans hnappagat. Áður hafði hann verið útnefndur þjálfari ársins á sínu svæði (e. confe-
VIÐ KYNNUM TIL LEIKS BREYTTAN SUZUKI VITARA! GLÆSILEGRI, MEÐ NÝJUM KRAFTMIKLUM OG SPARNEYTNUM 1.0L OG 1.4L BOOSTER JET VÉLUM OG ENN MEIRI ÖRYGGISBÚNAÐI
Suzuki Vitara er búinn að sanna ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Með útlitsbreytingar sem gera hann enn glæsilegri.
4WD All-grip tryggir öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður. Þú kemst alla leið!
Komdu og kynntu þér breyttan og betri Suzuki Vitara.
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
rence) og einnig þjálfari ársins í austurhéraðinu (e. region) sem nær allt frá Flórída í suðri og norður til Maine. „Þetta er mikill heiður en auðvitað er maður ekki kosinn þjálfari ársins nema að vera með gott lið. Það tekur tíma að byggja það upp,“ segir Tómas. Hann flutti til Bandaríkjanna árið 2008 og hefur nú þjálfað þar í átta ár í háskólaíþróttum en byrjaði reyndar sem knattspyrnuþjálfari.
LANDSLIÐSMAÐUR Í GOLFI OG KNATTSPYRNUÞJÁLFARI Tómas var í yngri landsliðum Íslands í golfi, var einnig með UEFA B þjálfaragráðu og þjálfaði yngri flokka Fram í knattspyrnu. „Ég fór út í framhaldsnám, hafði lært sálfræði í Háskóla Íslands og fór í íþróttasálfræði rétt fyrir utan San Francisco. Ég ætlaði mér bara að ná í meistaragráðu og fara aftur til Íslands en kynntist síðan konunni minni sem er frá Minnesota og við ákváðum að vera aðeins lengur. Þá byrjaði ég í þjálfun, var að þjálfa golf- og knattspyrnulið í framhaldsskóla og það ýtti þessu af stað,“ segir Tómas um hvernig það atvikaðist að hann ílengdist í Bandaríkjunum. Eftir að hafa svo þjálfað háskólalið í golfi í Minnesota í um fjögur ár var hann ráðinn til Williams-háskóla þar sem hann var nú að ljúka sínu þriðja ári. Þar er fyrirkomulagið þannig að þjálfararnir eru einnig í akademískum stöðum innan skólans og fá ákveðin réttindi samhliða því.
SÁLFRÆÐIN ORÐIN STÆRRI ÞÁTTUR Auk þess að kenna í háskólanum og þjálfa golfliðið hefur Tómas verið að aðstoða kylfinga sem íþróttasálfræðingur. Þótt hann sé menntaður sem slíkur titlar hann sig þó frekar sem þjálfara þar sem hann er ekki klínískur sálfræðingur. „Í þessu hlutverki hef ég eingöngu verið að einblína á hugarfarið. Þetta er orðið mikið algengara; kylfingar eru með þjálfara fyrir stutta spilið, sveifluþjálfara, einkaþjálfara í ræktinni, sjúkraþjálfara og svo íþróttasálfræðiráðgjafa,“ segir Tómas. Hann hefur meðal annars unnið mikið með Valdísi Þóru Jónsdóttur og verið hluti af þjálfarateymi hjá nokkrum atvinnukylfingum sem íþróttasálfræðiráðgjafi. En hvað er það sem hann rekur sig mest á hjá kylfingum? „Það að halda sig í núinu. Golf er þannig íþrótt að stundum gengur vel og stundum gengur ekki nógu vel. Ég nota oft frasann að ef þú ert með annað auga á fortíðinni og hitt á framtíðinni þá ertu blindur gagnvart núinu. Það sér maður oftast, að vera fastur í því að velta sér upp úr slæmum hring eða slæmri holu. Það er ekkert hægt að gera nema læra af því. Og það að hugsa fram í tímann, að þurfa að fá einn fugl í viðbót til þess að geta unnið mót eða slíkt, þá ertu að hugsa um eitthvað í framtíðinni sem þú hefur enga stjórn yfir.“
FÁ ANDLEG NEYÐARÚRRÆÐI TIL
BÍLDSHÖFÐA 9
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
58
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þjálfari ársins aðstoðar afreksfólk að vera í núinu
Auk glímunnar við að halda sig í núinu vinnur Tómas mikið með það hvernig byggja á upp sjálfstraust hjá kylfingum, glíma við stress og kvíða og takast á við mótlæti. Hann segist hafa rekið sig á að sumir haldi að hægt sé að laga hugarfar og andlega þáttinn á stuttum tíma. „Það er rosalega lítið sem hægt er að gera sem neyðarúrræði til þess að bjarga einhverju. Þá er það orðið of seint. Þetta snýst um vinnuna sem maður getur lagt inn áður, því þetta snýst allt um undirbúning. Að vera með gott leikskipulag, góð markmið og vita
Ertu alltaf í spreng? ™
Brizo er sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af
einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Kannast þú við þetta vandamál?
• Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátarþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta • Sviði eða sársauki við þvaglát Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
gegn tíðum þvaglátum
hvernig þú ætlar að nálgast hvert mót, hvern keppnisdag og hvert högg. Að þú sért með plan A, B og C,“ segir Tómas og leggur áherslu á undirbúning og mikilvægi þess að hafa andlega þáttinn í lagi. „Þetta er ekki spurning um það hvað þú ert góður þegar þú ert að spila þinn besta leik, heldur hversu vel þú getur spilað þegar þú ert ekki upp á þitt besta. Það snýst svo mikið um hversu öflugur og sterkur þú ert á þeirri stundu,“ segir Tómas Freyr Aðalsteinsson.
Bíllinn yngist allur upp
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Þjálfari ársins aðstoðar afreksfólk að vera í núinu
TÆKNI
Framsýni hefur verið leiðarljós Lexus frá upphafi. Margreynd og þróuð Hybrid-tækni Lexus sameinar fullkomlega upplifun og notagildi, án málamiðlana. ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD
NX 300h frá 8.750.000 kr. SPORTJEPPI Sporlaus Allur akstur nýrra Lexus bíla er kolefnisjafnaður í samstarfi við Kolvið.
2019
Lexus-Ísland Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is
Íslandsmót eldri kylfinga
Þórdís, Helgi, Jóhann og Erla Íslandsmeistarar 2019
Íslandsmót eldri kylfinga fór fram dagana 18.–20 júlí í Vestmannaeyjum. Þátttakan var mjög góð en alls tóku 128 þátt, 42 konur og 86 karlar. Fjórir kylfingar hömpuðu Íslandsmeistaratitli í sínum flokki. Þeir koma úr Golfklúbbnum Keili, Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík og tveir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík.
62
ÍSLANDSMEISTARAR Í FLOKKI +50 ÁRA:
ÍSLANDSMEISTARAR Í FLOKKI +65 ÁRA:
Þórdís Geirsdóttir, GK Helgi Anton Eiríksson, GJÓ
Jóhann Peter Andersen, GHD Erla Adolfsdóttir, GHD
GOLF.IS - Golf á Íslandi LEK
OKKAR TÍMI OKKAR BJÓR
Lokastaðan: ÖLDUNGAFLOKKUR GSÍ, KONUR 50+
ÖLDUNGAFLOKKUR GSÍ, KARLAR 50+
1. Þórdís Geirsdóttir, GK (76-76-77) 229 högg 2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (80-77-79) 236 högg 3. María Málfríður Guðnadóttir, GKG (79-78-82) 239 högg 4. Svala Óskarsdóttir, GR (81-84-84) 249 högg 5. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG (80-84-88) 252 högg
1. Helgi Anton Eiríksson, GJÓ (73-68-70) 211 högg 2. Frans Páll Sigurðsson, GR (71-67-74) 214 högg 3. Guðmundur Arason, GR (73-73-70) 216 högg 4. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ (67-76-74) 217 högg 5.-6. Magnús Pálsson, GK (77-75-69) 221 högg 5.-6. Sigurður Aðalsteinsson, GÖ (71-77-73) 221 högg
ÖLDUNGAFLOKKUR GSÍ, KARLAR 65+ 1. Jóhann Peter Andersen, GHD (83-77-84) 244 högg 2. Friðþjófur Arnar Helgason, NK (79-86-83) 248 högg 3. Hallgrímur Júlíusson, GV (81-82-83) 249 högg 3.–4. Gunnar Árnason, GKG (82-90-83) 255 högg 3.–4. Gunnsteinn Skúlason, GR (87-83-85) 255 högg
ÖLDUNGAFLOKKUR GSÍ, KONUR 65+ 1. Erla Adolfsdóttir, GHD (85-86-86) 257 högg 2. Margrét Geirsdóttir, GR (89-95-99) 283 högg 3. Oddný Sigsteinsdóttir, GR (95-93-97) 285 högg 4. Rakel Kristjánsdóttir, GL (100-99-93) 292 högg
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi LEK
KEPPENDUR KOMU FRÁ 18 GOLFKLÚBBUM VÍÐSVEGAR AF LANDINU. Flestir voru frá Golfklúbbi Reykjavíkur eða 29 keppendur, þar á eftir kom GK með 28 keppendur. Heimamenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja voru fjölmennir á þessu móti með 19 keppendur. 1 2 3 4 5 6 7 8 9
GR 29 GK 28 GV 19 NK 12 GKG 12 GÖ 5 GO 4 GS 4 GL 3
10 GA 2 11 GKB 2 12 GHD 2 13 GB 1 14 GF 1 15 GVS 1 16 GM 1 17 GJÓ 1 18 GHG 1
PRÓTEINRÍK HAFRASTYKKI
vegan - glútenlaus - mjólkurlaus - hveitilaus - náttúruleg hráefni GOLF.IS
65
66
GOLF.IS - Golf รก ร slandi LEK
GOLF.IS
67
68
GOLF.IS - Golf รก ร slandi LEK
GOLF.IS
69
ESGA 2019 +55 karlar
Keppt á Ryderbikarvelli í Wales Karlalið Íslands skipað leikmönnum 55 ára og eldri gerði góða ferð til Wales á hinn þekkta keppnisvöll Celtic Manor. Völlurinn var hannaður á sínum tíma til þess að taka á móti Ryder-bikarnum þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu eigast við í karlaflokki. Keppnin í Wales var á vegum ESGA sambandsins í Evrópu. Þar er keppt með og án forgjafar. Championship-lið Íslands tók þátt í keppni án forgjafar og endaði þar í 5. sæti. Liðið var þannig skipað: Gauti Grétarsson, Frans Páll Sigurðsson, Guðni Vignir Sveinsson, Gunnar Páll Þórisson, Björgvin Þorsteinsson og Tryggvi Valtýr Tryggvason.
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi LEK
Cup-liðið þar sem keppt var með forgjöf endaði í 11. sæti. Liðið skipuðu Erlingur Arthúrsson, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, Gunnlaugur H. Jóhannsson, Eyþór Ágúst Kristjánsson, Hörður Sigurðsson og Sigurður Óli Sumarliðason.
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90278 11/18
SLÁÐU Í GEGN Á GOLFVELLINUM
Aukin þægindi með Saga Premium Leyfðu okkur að sjá um golfsettið fyrir þig og njóttu ferðarinnar til fulls. Farþegar á Saga Premium mega hafa með sér tvær innritaðar töskur, allt að 32 kg hvora, og njóta enn fremur hágæðaþjónustu og einstakra þæginda.
ESGA +70 ára karlar
Níunda sætið staðreynd í Båstad
Karlalið Íslands skipað leikmönnum 70 ára og eldri lék á ESGA móti í Båstad í júní á þessu ári. Íslenska liðið keppti í keppni með forgjöf og var þannig skipað: Þorsteinn Geirharðsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Þórhallur Sigurðsson, Henry Þór Granz, Axel Jóhann Ágústsson og Gunnsteinn Skúlason. Baldur Gíslason var liðsstjóri. Liðið endaði í 9. sæti sem var undir væntingum liðsmanna. Alls tóku 19 þjóðir þátt. Finnar stóðu uppi sem sigurvegarar, Spánverjar í öðru sæti og Danir í því þriðja. Båstad er að sögn leikmanna liðsins flottur völlur sem hentar vel fyrir heimsóknir íslenskra kylfinga. Næsta mót í þessari keppni fer fram í Basel í Sviss árið 2020.
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi LEK
Lokastaðan, samanlagðir punktar: 1. Finnland, 296 2. Spánn, 291 3. Danmörk, 290 4. Portúgal, 289 5. Noregur, 289 6. Sviss, 283 7. Ítalía, 282 8. Þýskaland, 281
9. Ísland, 280 10. Bretland, 278 11. Svíþjóð, 278 12. Pólland, 277 13. Tékkland, 276 14. Austurríki, 265 15. Holland, 261
16. Frakkland, 253 17. Slóvakía, 253 18. Belgía, 250 19. Króatía, 225
facebook.com/enneinn
ENNEMM / SÍA / NM92994
www.n1.is
Forgjöf í Básum og Grafarkoti N1 kortið veitir þér 20% afslátt af boltakortum í Básum og sumarkortum á Grafarkotsvelli. Sæktu um N1 kortið og kynntu þér kostina á n1.is
20% afsláttur með N1 kortinu
n1.is
Alltaf til staðar
PGA á Íslandi
Undirbúningur fyrir golfhring – upphitun Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, PGA-kennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar gefur lesendum góð ráð varðandi upphitun fyrir keppni. „Markmið upphitunar er að komast í gott líkamlegt og hugarfarslegt ástand til að ná hámarksárangri á vellinum. Áður en upphitun hefst: Fáðu holustaðsetningablaðið ef það er í boði og farðu yfir það og vallarvísinn. Skoðaðu vindáttina. Búðu til leikskipulag fyrir völlinn með þessum upplýsingum. Upphitun hefst 45–75 mínútum fyrir rástíma. Byrjum á einföldum hreyfingum áður en við förum í flóknari.“
PGA á Íslandi – upphitun
Pútt
Tími Pútt
10 mín.
Áhersluatriði Byrjaðu á löngum púttum, áhersla á tempó og lengdarstjórnun. Færðu þig nær holu. Markmiðið er fyrst og fremst að ná góðum mjúkum takti í strokuna. Hvort bolti fari í holu skiptir ekki höfuðmáli og við tengjum engar tilfinningar við pútt sem fara fram hjá holu.
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA á Íslandi
Guðríðarstíg 6-8, 113 Reykjavík www.margtsmatt.is office@margtsmatt.is 585 3500
PGA á Íslandi – upphitun
Vipp - glompuhögg Tími Vipp glompuhögg
76
10–15 mín.
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA á Íslandi
Áhersluatriði Vippaðu frá mismunandi stöðum í kringum æfingaflötina, notaðu 2–3 kylfur. Áhersla er á að hitta boltann ve og lengdarstjórn. Sláðu nokkur glompuhögg ef aðstæður leyfa.
PGA á Íslandi – upphitun
Líkamleg upphitun Tími Líkamleg upphitun
5–10 mín.
Áhersluatriði Fyrst aukum við blóðflæði með því að skokka/hoppa á staðnum eða fram og til baka, einnig aðrar æfingar sem virkja líkamann og gera hann tilbúinn til að hreyfa sig betur í sveiflunni. Teygðu vel á vöðvum í neðri og efri búk. Teygðu á framhandleggjum, úlnliðum og hálsi. GOLF.IS
77
PGA á Íslandi – upphitun
Sláttur
Tími Sláttur
20–30 mín.
Áhersluatriði Áhersla er á grunnatriði, grip, líkamsstöðu, boltastöðu og mið. Byrjaðu á stuttu járnunum og sláðu pitch högg, ekki full sveifla. 5–10 högg. Sláðu með millijárnum - leggðu áherslu á að „móta höggin“ - „fade“, „draw“, 5–10 högg með hverri kylfu. Ef það er vindur, æfðu þig að slá lága bolta og háa bolta. Slæm högg skipta ekki máli og þú hristir þau af þér, þú ert bara að hita upp! Skoðaðu vindáttina og reyndu að geta þér til hvaða kylfur þú notar á par 3 brautum. Sláðu með þeim kylfum með þær brautir í huga. Sláðu með lengri kylfunum, hybrid, brautartré og loks dræver. 3–6 högg með hverri kylfu. Ljúktu upphituninni með því að slá með þeirri kylfu sem þú ætlar að nota á fyrsta teig. Eftir gott högg ertu tilbúin(n)!
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA á Íslandi
Skrifstofuhúsgögn í miklu úrvali
Smiðjuvegi 9
●
200 Kópavogi
●
Sími 535 4300
●
axis.is
PGA á Íslandi – upphitun
Stutta spilið Tími Stutta spilið
10 mín.
Áhersluatriði Nú styttist í teigtíma og þá er betra að fikra sig nær teignum. Taktu nokkur vipp og eða/pútt þangað til ráshópurinn á undan er að leggja af stað. Vertu mætt(ur) að lágmarki 5 mínútum fyrir rástíma þinn.
PGA á Íslandi – upphitun
Hugarfarið
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA á Íslandi
Áhersluatriði Hugarfarið
Komdu þér í gott hugarfarslegt ástand, t.d. með jákvæðu og góðu sjálfstali. Lykilorð eru yfirvegun, einbeiting, sjálfstraust, leikgleði, gefst aldrei upp, ég hlakka til!
Þekkir þú völlinn? Á Íslandi eru rúmlega 60 golfvellir. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?
82
GOLF.IS
RÉTT SVAR: VESTURBOTNSVÖLLUR, GOLFKLÚBBUR PATREKSFJARÐAR, GP.
Íslandsbankamótaröðin 2019
Vel heppnað Íslandsmót í Leirdalnum Íslandsmót unglinga á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram 16.–18. ágúst á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mjög góð þátttaka var í mótinu sem var haldið við góðar vallaraðstæður en mikill vindur setti svip sinn á keppnishaldið. Sterkur vindur var ríkjandi fyrstu tvo keppnisdagana en aðeins dró úr vindinum á lokakeppnisdeginum. Íslandsmeistararnir í golfi 2019, Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR afhentu verðlaunin í mótinu ásamt sjöföldum Íslandsmeistara úr GKG, Birgi Leifi Hafþórssyni. Nánar er greint frá mótinu á golf.is
Úrslit urðu eftirfarandi: 14 ÁRA OG YNGRI:
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (78-79-71) 228 högg (+15) 2. Helga Signý Pálsdóttir, GR (92-84-85) 261 högg (+48) 3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (94-91-83) 268 högg (+55) 4. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (92-101-83) 276 högg (+63) 5. Auður Bergrún Snorradóttir, GA (91-93-94) 278 högg (+65)
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað Íslandsmót í Leirdalnum
1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (76-77-72) 225 högg (+12) 2.–3. Markús Marelsson, GKG (79-81-74) 234 högg (+21) 2.–3. Veigar Heiðarsson, GA (77-81-76) 234 högg (+21) 4. Elías Ágúst Andrason, GR (77-83-77) 237 högg (+24) 5. Guðjón Frans Halldórsson, GKG (79-89-76) 244 högg (+31)
NÁÐU FORSKOTI Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2012 og hefur síðan þá greitt götu fjölda kylfinga.
Styrkþegar 2019: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Axel Bóasson Haraldur Franklín Magnús Guðmundur Ágúst Kristjánsson
15–16 ÁRA:
1. Eva María Gestsdóttir, GKG (78-86-74) 238 högg (+25) 2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (80-87-78) 245 högg (+32) 3.–4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GR (82-90-77) 249 högg (+36) 3.–4. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (76-87-86) 249 högg (+36) 5. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (78-88-85) 251 högg (+38)
1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (69-75-75) 219 högg (+6) 2. Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR (73-78-72) 223 högg (+10) 3. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (71-83-71) 225 högg (+12) 4.–6. Aron Ingi Hákonarson, GM (78-79-71) 228 högg (+15) 4.–6. Patrik Róbertsson, GA (76-81-71) 228 högg (+15) 4.–6. Jóhannes Sturluson, GKG (75-80-73) 228 högg (+15)
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað Íslandsmót í Leirdalnum
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál
fyrir alla
fjölskyld una
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i
t il kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is
17–18 ÁRA:
1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (78-74-73) 225 högg (+12) 2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (79-76-71) 226 högg (+13) 3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (81-77-76) 234 (+21) 4. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (76-85-77) 238 högg (+25) 5. María Björk Pálsdóttir, GKG (81-83-81) 245 högg (+32)
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (68-74-70) 212 högg (-1) 2.–3. Lárus Ingi Antonsson, GA (72-72-69) 213 högg (par) 2.–3. Jón Gunnarsson, GKG (70-71-72) 213 högg (par) 4. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (82-69-68) 219 högg (+6) 5. Aron Emil Gunnarsson, GOS (72-77-71) 220 högg (+7)
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað Íslandsmót í Leirdalnum
19–21 ÁRS:
1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (78-83-77) 238 högg (+25) 2. Anna Júlía Ólafsdóttir GKG, (83-84-85) 252 högg (+39) 3. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB (92-94-82) 268 högg (+55)
1. Daníel Ísak Steinarsson, GK (75-70-69) 214 högg (+1) 2. Sverrir Haraldsson, GM (73-71-77) 221 högg (+8) 3. Lárus Garðar Long, GV (76-79-76) 231 högg (+18) 4. Hilmar Snær Örvarsson, GKG (73-76-84) 233 högg (+20) 5. Róbert Smári Jónsson, GS (81-81-73) 235 högg (+22)
GOLF.IS
89
Áskorendamótaröðin 2019
Fjölmenni í lokamótinu á Setbergsvelli
Lokamót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram laugardaginn 17. ágúst á Setbergsvelli. Keppendur voru rúmlega 60 og var keppt í 9 holu móti og 18 holu móti.
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fjölmenni í lokamótinu á Setbergsvelli
Stundum þarf tvo til - því að sumt virkar betur saman Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
VERT
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
Úrslit voru eftirfarandi.
18 holur: PILTAR 14 ÁRA OG YNGRI 1. Gunnar Þór Heimisson, GKG 90 högg 2. Andri Snær Gunnarsson, GK 95 högg 3. Guðmundur Snær Elíasson, GKG 98 högg
STÚLKUR 14 ÁRA OG YNGRI 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 97 högg 2.–4. Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR 99 högg 2.–4. Brynja Dís Viðarsdóttir, GR 99 högg 2.–4. Lilja Dís Hjörleifsdóttir, GK 99 högg
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fjölmenni í lokamótinu á Setbergsvelli
9 holur: PILTAR 12 ÁRA OG YNGRI
STÚLKUR 10 ÁRA OG YNGRI
1. Guðlaugur Þór Þórðarson, GL 42 högg 2. Hilmar Veigar Ágústsson, GL 45 högg 3.–4. Viktor Örn Vilmundsson, GS 49 högg 3.–4. Birgir Páll Jónsson, GK 49 högg
1. Margrét Jóna Eysteinsdóttir, GR 51 högg 2. Elva María Jónsdóttir, GK 52 högg 3. Elín Anna Viktorsdóttir, GL 55 högg
STÚLKUR 12 ÁRA OG YNGRI
1. Máni Freyr Vigfússon, GK 43 högg 2. Hjalti Kristján Hjaltason, GR 44 högg 3. Benjamín Snær Valgarðsson, GKG 45 högg 4. Elmar Freyr Hallgrímsson, GK 50 högg 5. Dagur Franklín Gunnarsson, GKG 53 högg
1. Ebba Guðríður Ægisdóttir, GK 55 högg 2. Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA 57 högg 3. Ninna Þórey Björnsdóttir, GR 58 högg
PILTAR 10 ÁRA OG YNGRI
GOLF.IS
93
Heimsmet í virkum TrackMan Range notendum Ný og byltingakennd radarmælitækni var opnuð í Básum, æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur í byrjun júlí sl. Útbúnaðurinn sem tekin verður í notkun heitir TrackMan Range. Kylfingar fá lykilupplýsingar um hvert slegið högg og gjörbreytir þetta allri aðstöðu til æfinga í Básum. Forsvarsmenn TrackMan eru undrandi og ánægðir með viðtökurnar hér á Íslandi. Nýtt heimsmet í niðurhali á smáforritinu sem hlaðið er niður í snjalltæki var sett á Íslandi. Nú þegar eru um 6.000 notendur. Þegar högg hefur verið slegið mæla radarar sem staðsettir eru á æfingasvæðinu flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill boltans er sýndur í rauntíma á spjaldtölvu eða snjallsíma kylfings á einfaldan og skýran hátt. Þetta nýja kerfi býður kylfingum einnig upp á ýmsa leiki sem gera æfingu að leik fyrir alla kylfinga auk þess að kynna íþróttina á skemmtilegan hátt fyrir þeim sem eru að byrja. Leikir sem TrackMan Range býður upp á eru t.d. Næstur pinna – Fangaðu flaggið og Lengsta högg. Fleiri leikir eru væntanlegir á næstu mánuðum. „Það er mikill fjöldi að prófa golfið í Básum, leika sér að slá langt og fara í keppni við vinina svo eitthvað sé nefnt. Endurgjöfin sem kylfingarnir fá er einstök. Unga fólkið kann að meta þetta og við sjáum mikla aukningu í heimsóknum yngri aldurshópa eftir að TrackMan Range var sett upp í vor,“ segir Björn Víglundsson formaður GR í samtali við golf.is
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Heimsmet í virkum TrackMan Range notendum
HALTU ÞÉR
TS trékylfurnar eru hannaðar frá grunni og innihalda glænýja tækni frá Titleist. Verkefnið hófst með áskorun frá bestu kylfingum heims. Útkoman varð framar vonum. Svæðið á höggfletinum sem gefur fullkomið högg stækkaði og hraði boltans af höggfletinum jókst. „TS“ verkefnið mun móta framtíð Titleist trékylfa. Sjá nánar á titleist.co.uk
Origo Íslandsmót golfklúbba 2019
GKG kom sá og sigraði í
rsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Arnar i GSÍ, Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garða Efsta röð frá vinstri: Haukur Örn Birgisson, forset rsson. Þórðarson, Hlynur Bergsson, Birgir Leifur Hafþó Garðarsson, Ólafur Björn Loftsson, Kristófer Orri sdóttir, Haukur Már Ólafsson Arnar s Ástró , dóttir Gests María Eva ri. þjálfa Ólafsson Neðri frá vinstri: Ingunn Einarsdóttir, Arnar Már og dóttir Ingunn Gunnarsdóttir. óttir, María Björk Pálsdóttir, Hulda Clara Gests þjálfari, Árný Eik Dagsdóttir, Anna Júlía Ólafsd
Lokastaðan í 1. deild karla: 1. GKG 2. GR
3. GK 4. GM
5. GA 6. GS
7. GJÓ 8. Leynir
*Leynir frá Akranesi féll í 2. deild og tekur Golfklúbbur Vestmannaeyja sæti þeirra eftir sigur GV í 2. deild.
GA Á ENN METIÐ - 6 TITLAR Í RÖÐ Fyrst var keppt á Íslandsmóti golfklúbba árið 1961 og þá aðeins í karlaflokki. Golfklúbbur Akureyrar á lengstu samfelldu sigurgönguna í karlaflokki en GA sigraði sex ár í röð á árunum 1961–1966. GR náði fimm titlum í röð á árunum 1983–1987. GK náði fjórum titlum í röð á árunum 1988–1991.
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Origo Íslandsmót golfklúbba 2019
GR MEÐ FLESTA TITLA Frá árinu 1961 hafa sjö golfklúbbar náð að landa þessum titli. GR oftast eða 24 sinnum. Keilir kemur næst með 15 titla. Með sigri GKG árið 2019 færist GKG nær þriðja sætinu sem er í eigu GA með 8 titla en GKG hefur sex sinnum sigrað. Golfklúbbur Reykjavíkur (24) Golfklúbburinn Keilir (15) Golfklúbbur Akureyrar (8) Golfkl. Kópavogs og Garðabæjar (6)
Golfklúbbur Suðurnesja (3) Golfklúbburinn Kjölur (2) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)
1. deild karla og kvenna Árið 2019 markaði tímamót í sögu Íslandsmóts golfklúbba í efstu deild karla og kvenna. Í fyrsta sinn réðust úrslitin á sama keppnisvellinum. Íslandsmótið var sameiginlegt verkefni hjá GKG og GO þar sem keppt var á tveimur völlum samtímis á Origo Íslandsmóti golfklúbba. Á lokakeppnisdeginum var leikið um sæti 1–4 á Leirdalsvelli hjá GKG og á sama tíma var leikið um sæti 5–8 á Urriðavelli hjá GO. Tilraunin tókst vel og verður sami háttur hafður á þegar keppt verður um þessa titla á árinu 2020. Fara úrslitaleikirnir fram á Urriðavelli árið 2020 og leikið verður um sæti 5–8 á Leirdalsvelli. Eins og áður segir fagnaði GKG tvöföldum sigri árið 2019. Aðeins GR og GK höfðu náð þeim árangri. Kvenna- og karlalið GR hefur oftast náð þessum árangri eða 8 sinnum alls (1983, 1984, 1986, 1987, 1992, 1999, 2010 og 2011). GK kemur þar næst með 5 tvöfalda titla, 1989, 1991, 1995, 2008 og 2014. KARLAFLOKKUR:
KVENNAFLOKKUR:
GKG fagnaði sínum sjötta titli í þessari keppni frá upphafi í karlaflokki eftir úrslitaleik gegn GR. GKG sigraði 3,5–1,5. Golfklúbburinn Keilir, sem hafði titil að verja, varð í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Leynir frá Akranesi féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári í karlaflokki.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 1. deild kvenna. GKG sigraði GR í úrslitaleiknum 4,5–0,5 og stöðvaði þar með sigurgöngu GR í þessari keppni. GR hafði fagnað þessum titli undanfarin fjögur ár. Keilir endaði í þriðja sæti eftir 3–2 sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta er aðeins í annað sinn sem GKG er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna en árið 2013 braut GKG ísinn með sínum fyrsta sigri. GV féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári, Golfklúbburinn Leynir tekur sæti GV í efstu deild.
Sjötti sigur karlaliðs GKG
Lokastaðan í 1. deild kvenna: 1. GKG 2. GR
3. GK 4. GM
5. GS 6. GO
7. GSS 8. GV
YFIRBURÐIR GR OG GK Í sögulegu samhengi hefur Íslandsmót golfklúbba verið einvígi á milli GR og GK allt frá árinu 1982 þegar keppt var í fyrsta sinn í kvennaflokki. GR hefur oftast sigrað eða 20 sinnum alls og GK er með13 titla.
Kjölur sem rann inn í GM með sameiningu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots náði fyrst allra að rjúfa sigurgöngu GR og GK árið 1998. Kjölur er með þrjá titla en GKG með tvo.
Golfklúbbur Reykjavíkur (20) Golfklúbburinn Keilir (13) Golfklúbburinn Kjölur (3) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)
GOLF.IS
97
Frá vinstri: Jóhannes Guðmundsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Snorri Páll Ólafsson þjálfari, Andri Þór Björnsson, Hákon Ingi Magnússon, Böðvar Bragi Pálsson, Viktor Ingi Einarsson, Sigurður Bjarki Blumenstein og Haukur Örn Birgisson.
Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson þjálfari, Henning Darri Þórðarson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Daníel Ísak Steinarsson, Rúnar Arnórsson, Vikar Jónasson, Sveinbjörn Guðmundsson, Axel Bóasson og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Frá vinstri: David Barnwell þjálfari, Ragnhildur Sigurðardóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir, Ásdís Valtýsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Saga Traustadóttir og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ.
Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson þjálfari, Þórdís Geirsdóttir, Inga Lilja Hilmarsdóttir, Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Íris Káradóttir og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Á myndina vantar Önnu Sólveigu Snorradóttur
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Origo Íslandsmót golfklúbba 2019
„Vellíðan leikmanna skiptir höfuðmáli því höfum við valið EVY bæði við æfingar og keppni. Í sterkri sól er mikilvægt að vera með sólarvörn sem við getum treyst fullkomlega. Þess vegna er EVY opinber sólarvörn golflandsliðsins“. Jussi Pikanen landsliðsþjálfari
Upplýsingar og sölustaðir www.evy.is
NA
ME
EVY er opinber sólarvörn golflandsliðs Íslands
LI
H
Ú
ÐMÆ
Ð LÆ K
Kryddaðu golfið
– Skemmtileg leikform fyrir þá sem vilja tilbreytingu
Flestir kylfingar kjósa að fá smá tilbreytingu í leikformin sem notuð eru flesta daga í golfinu. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum leikformum sem brjóta upp hversdagsleikann á golfvellinum.
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kryddaðu golfið
ERU LIÐVERKIR AÐ HÆKKA FORGJÖFINA? GOLD
MEST SELDA LIÐBÆTIEFNI Á ÍSLANDI
BETRI BOLTI OG SÁ VERRI Ef kylfingar eru einir á ferð er þetta skemmtilegur leikur. Sláðu tvo bolta af teig, veldu síðan þann sem er betri og sláðu tvívegis frá þeim stað. Þetta gæti kallast Texas Scramble fyrir einstaklinga. Fyrir þá sem eru lengra komnir í golfíþróttinni er einnig áhugavert að velja alltaf verra höggið og slá frá þeim stað. Það er krefjandi og einbeitingin ætti að aukast þegar líður á hringinn.
NORSKUR SKOLLALEIKUR Skemmtileg og jafnframt óvenjuleg útfærsla á golfleiknum sem nýtur vinsælda m.a. í Noregi. Leikreglur: Áður en keppendur halda af stað út á völl þarf að ákveða hversu oft keppendur geti kastað boltanum á hringnum. Já, það má kasta golfboltanum í þessum leik. Keppendur geta þá valið að nýta kastið í þeim aðstæðum sem þeir telja að það henti þeim. T.d. ofan í glompu. Eitt kast telst sem eitt högg og hægt er að leika norska skollaleikinn í einstaklings- eða liðakeppni. Einnig er hægt að nota þá útfærslu að nota má eitt kast á hverri einustu holu án þess að það sé talið sem högg. Það má kasta bolta úr torfærum inn á völlinn aftur ef bolti er utan vallar (OB). Það má gera ráð fyrir að skorið verði mjög lágt í þessari útfærslu.
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kryddaðu golfið
SNÆRISLEIKUR
STUBBUR
Leikinn er höggleikur án forgjafar en keppendur fá snærisspotta með í för í réttu hlutfalli við forgjöfina. Sá sem er með 12 í forgjöf fær 12 metra snærisspotta sem hann getur nýtt til þess að færa boltann á hentugri stað, t.d. úr torfæru, eða að koma boltanum ofan í holuna á flötinni. Þegar slíkt er gert þarf að klippa af spottanum og þannig saxast á forgjöfina eftir því sem líður á keppnina. Sá sem er á lægsta skorinu sigrar, óháð því hvort forgjöfin í formi snærisspottans hafi verið nýtt.
Skemmtilegt leikafbrigði þar sem taktík kemur við sögu. Hægt er að keppa bæði í höggleik og punktakeppni. Þegar einhver í ráshópnum vinnur holu velja mótherjar hans eina kylfu úr pokanum hans. Þá kylfu má hann eða hún ekki nota aftur á hringnum. Það er ágæt regla að friða pútterinn en aðrar kylfur má taka úr umferð. Sá sem vinnur margar holur gæti því verið með afar fáa valkosti þegar líður á keppnina.
FJÓRMENNINGUR MEÐ KRYDDI
Fyrir 2–4 leikmenn. Fyrstur inn á flöt, næstur holu og fyrstur ofan í. Bingó, bangó, bongó er leikur þar sem keppt er um þrjú stig á hverri holu. Sá sem er fyrstur til að komast inn á flöt fær eitt stig = Bingó. Sá sem er næstur holu eftir innáhöggið fær eitt stig = Bangó. Sá sem er fyrstur til að koma boltanum ofan í holuna fær eitt stig = Bongó. Í lok hringsins eru stigin lögð saman og sá sem fær flest stig sigrar. Í þessum leik skiptir engu máli hversu vel þú leikur og allir eiga möguleika á sigri.
Þetta hentar vel fyrir þá sem velja að leika fjórmenning (foursome) með smá kryddi þar sem skipt er ört um liðsfélaga. Í fjórmenningi leika tveir leikmenn saman í liði og liðið leikur aðeins einum bolta. Leikmenn skiptast á að slá upphafshöggin og slá síðan til skiptis út holuna. Leikreglur: Fyrst eru leiknar sex holur og þá skipta leikmenn um lið. Eftir 12 holur er liðunum skipt upp enn á ný þannig að allir fjórir í liðinu hafi leikið saman. Sigurliðið eftir hverjar 6 holur fær 2 stig og 1 stig er í boði ef það er jafntefli. Sá leikmaður sem fær flest stig samanlagt er sigurvegari.
BINGÓ, BANGÓ, BONGÓ
GOLF.IS
103
Opna mótið 2019
Hver er Shane Lowry?
Shane Lowry kom sá og sigraði á Opna mótinu 2019 sem fram fór í júlí sl. á Royal Portrush á Norður-Írlandi.
104
GOLF.IS
Sigur Lowry kom flestum á óvart og þá sérstaklega ef saga hans í síðustu fjórum mótum á Opna mótinu er skoðuð. Á þeim fjórum mótum var hinn 32 ára gamli Íri langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann komst reyndar í fréttirnar í fyrra þegar hann rak aðstoðarmann sinn, Dermot Byrne, í miðri keppni á Opna mótinu á Carnoustie. „Þetta var eitthvað sem ég varð að gera. En eftir á að hyggja þá var tímasetningin ekki sú allra besta hjá mér. Ef ég gæti gert þetta á ný þá hefði ég gert þetta öðruvísi. Dermot er góður vinur minn og ég hefði átt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Lowry um það undarlega mál. Lowry byrjaði frekar seint að stunda golfíþróttina en hann byrjaði ekki að spila fyrr en hann var 13 ára gamall. „Pabbi gaf mér fleygjárn og pútter. Við spiluðum mikið saman á par 3 holu velli þar sem ég þurfti bara þessar tvær kylfur. Mér fannst þetta skemmtileg og ég féll fyrir golfinu. Ég var heppinn að fara þessa leið inn í golfið. Stutta spilið hefur alltaf verið mín sterka hlið,“ segir Lowry en hann fór niður í 12 í forgjöf á sínu fyrsta ári í keppnisgolfi og fór fljótlega eftir það niður í meistaraflokksforgjöf. Lowry og Norður-Írinn Rory McIlroy eru góðir vinir. Það vakti athygli að Lowry mætti ekki í brúðkaupið hjá McIlroy og Ericu Stoll sem fram fór í Ashford Castle í apríl árið 2017. Viðburður sem fæstir vildu láta fram hjá sér fara. „Það var ekkert að þessu brúðkaupi. Amma mín varð 80 ára á sama degi. Við héldum afmælisveislu fyrir hana heima. Fjölskyldan er ávallt í fyrsta sæti,“ sagði Lowry þegar þessi frétt var í loftinu á vordögum 2017. Portmarnock golfvöllurinn við Dublin á Írlandi er í uppáhaldi hjá Lowry en völlurinn var opnaður árið 1894. Fjögurra blaða smári er einkenni Íra og Lowry notar flatarmerki með mynd af fjögurra blaða smára þegar hann keppir. Hann leggur áherslu á að flatarmerkið týnist ekki og notar hann kassa fyrir hringi til þess að geyma flatarmerkið í golfpokanum. Lowry hefur safnað myndarlegu skeggi á undanförnum sex árum. Það er eitt af aðalsmerkjum hans. Hann hefur oft fengið þá spurningu hvort hann sé enski kylfingurinn Andrew (Beef) Johnston en þeir þykja líkir. „Ég tók þátt í mottunóvember árið 2013. Þegar því var lokið ákvað ég að safna alskeggi og sjá hvernig það yrði. Wendy, eiginkona mín, var ánægð með framtakið og ég ákvað að raka mig ekki.“
Lowey lét fyrst að sér kveða á risamóti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2016 á Oakmont Country Club. Þar var hann með fjögurra högga forskot á Dustin Johnson á lokahringnum. „Ég veit ekki hvað það er en mér líður best á stóra sviðinu. Þegar allt er undir á mjög erfiðum golfvelli. Þá líður mér best og ég get ekki útskýrt af hverju.“ Gelískur fótbolti er íþrótt sem fáir fyrir utan Írland vita að er til. Fjölskylda Lowry stundaði þá íþrótt af krafti og faðir hans var afreksmaður í þeirri íþrótt. Árið 2009 sigraði Lowry á Opna írska meistaramótinu sem er eitt af stóru atvinnumótunum á Evrópumótaröðinni. Móðir hans, Bridget, fékk hærra verðlaunafé úr því móti en sonurinn. Ástæðan er sú að Lowry var áhugakylfingur á þeim tíma og mátti því ekki taka við verðlaunafénu sem var um 80 milljónir kr. Móðir hans hafði tröllatrú á drengnum og veðjaði á hann myndi sigra. Það gekk eftir og fékk hún 2,6 milljónir kr. í sinn hlut. Lowry hefur aldrei leikið fyrir Ryder-lið Evrópu. Hann er með tvo sigra á þessu ári sem styrkja stöðu hans fyrir valið á næsta Ryder-liði árið 2020. „Ég elska þessa keppni og þegar ég mæti til leiks á ný september á þessu ári verður markmiðið næstu 12 mánuðina að tryggja sæti í Ryder-liði Evrópu.“
GOLF.IS
105
Rory McIlroy fékk hæsta verðlaunafé allra tíma
Rory McIlroy hefur ekki sigrað á risamóti frá árinu 2014 en miðað við leik hans að undanförnu eru allar líkur á að hann láti að sér kveða á næsta ári.
Norður-Írinn sigraði í Fed-Ex úrslitakeppninni á PGA mótaröðinni í lok ágúst á þessu ári. Með sigrinum á lokamótinu tryggði hann sér 1,9 milljarða kr. í verðlaunafé. Það er hæsta verðlaunaupphæð á atvinnugolfmóti frá upphafi. Þetta var í annað sinn sem hann sigrar á þessu móti en hann fagnaði fyrsta sigrinum árið 2016.
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Rory McIlroy fékk hæsta verðlaunafé allra tíma
McIlroy varð þrítugur í maí á þessu ári og hann á því bestu árin sín eftir í golfíþróttinni. Hann er vellauðugur og er með einn stærsta auglýsingasamning atvinnuíþróttamanns hjá Nike. Talið er að McIlroy fái um 25 milljarða kr. í sinn hlut á samningstímanum. Ef allir auglýsingasamningar hans eru teknir saman er talið að þær tekjur séu um 4,3 milljarðar kr. á ári. Frá því Rory McIlroy gerðist atvinnukylfingur árið 2007 hefur hann náð frábærum árangri. Hann hefur sigrað á 13 mótum á Evrópumótaröðinni og er í öðru sæti yfir hæsta samanlagða verðlaunafé á þeirri mótaröð frá upphafi. Hann hefur unnið sér inn rúmlega 5 milljarða kr. Aðeins Lee Westwood frá Englandi er með hærra verðlaunafé samanlagt eða 5,2 milljarða. Westwood hefur sigrað á alls 24 mótum á Evrópumótaröðinni á 25 ára ferli sínum þar. Á PGA mótaröðinni hefur Rory McIlRoy sigrað á alls 17 mótum. Á ferlinum á PGA mótaröðinni hefur hann fengið samanlagt um 8,8 milljarða kr. Í þeirri upphæð er verðlaunafé fyrir sigra á Fed-Ex mótunum ekki talið með. Eignasafn Rory McIllroy er gríðarlegt og heildarverðmæti þess talið vera um 16 milljarðar kr. samkvæmt fréttavefnum ESPN.
Sigraði á tveimur risamótum
Ko Jin-young sigursælust Ko Jin-young var sigursælasti kylfingurinn á risamótum ársins hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Ko Jin-young er 22 ára gömul og fædd í Suður-Kóreu.
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ko Jin-young sigursælust
Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði á tveimur risamótum af alls fimm á þessu tímabili. Að venju hafa kylfingar frá SuðurKóreu látið mikið að sér kveða á risamótunum fimm en Lee Jeong-eun sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu. Ko Jin-young hefur sigrað á 10 mótum á LPGA mótaröðinni í heimalandi sínu. Hún vakti athygli á Opna breska meistaramótinu árið 2015 þar sem hún varð önnur. Fyrsti sigur hennar á LPGA í Bandaríkjunum var árið 2017. Árið 2018 var hún valin nýliði ársins á LPGA. Hún fagnaði sínum fyrsta sigri á risamóti á ANA Inspiration 2019. Eins og áður hefur komið fram eru risamótin alls fimm hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Það er meiri óreiða í sögulegu samhengi á risamótunum í kvennaflokki, ef sagan er borin saman við risamótin fjögur í karlaflokki. PGA-meistaramótið, Opna bandaríska meistaramótið og Evian meistaramótið eru einu risamótin í kvennaflokki sem hafa farið fram árlega frá því fyrst var keppt á
þeim mótum. Opna breska meistaramótið hefur fallið úr náðinni hjá forsvarsfólki LPGA tvívegis. Í fyrra skiptið á árunum 1967–1971 og aftur á árunum 1973–1978. Mótið hefur fram árlega frá árinu 1979. Evian meistaramótið fór fyrst fram sem risamót árið 2013. Á árunum 2001–2012 voru risamótin fjögur. Nöfn tveggja þeirra hafa breyst
frá þeim tíma og Evian meistaramótið hefur bæst í hópinn. Risamótin fjögur á árunum 2001–2012 voru Kraft Nabisco meistaramótið (Ana Inspiration), LPGAmeistaramótið (PGA-meistaramótið), Opna bandaríska meistaramótið og Opna breska meistaramótið.
RISAMÓTIN FIMM Í KVENNAFLOKKI ERU: Ana Inspiration: Ko Jin-young, Suður-Kóreu. Opna bandaríska meistaramótið: Lee Jeong-eun, Suður-Kóreu. PGA meistaramótið: Hannah Green, Ástralíu. Evian meistaramótið: Ko Jin-young, Suður-Kóreu. Opna breska meistaramótið: Hinako Shibuno, Japan.
GOLF.IS
109
Agi og vinnusemi einkennir kylfinga frá Suður-Kóreu Á undanförnum árum og áratugum hafa kylfingar frá Suður-Kóreu látið mikið að sér kveða á LPGA atvinnumótaröð kvenna. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna svona margir kylfingar frá Suður-Kóreu ná árangri í kvennagolfinu. Hafa þeir fundið upp einhverja töfralausn? Og ef svo er, hvernig er hægt að læra af árangri þeirra?
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Agi og vinnusemi einkennir kylfinga frá Suður-Kóreu
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT TI L AÐ NÁ ÞÍ NUM MARKM IÐU M Þú færð nýjar golf vörur hjá okkur.
Bæjarhraun 8 | altis.is
112
GOLF.IS - Golf รก ร slandi Agi og vinnusemi einkennir kylfinga frรก Suรฐur-Kรณreu
Í lok ágúst á þessu ári voru 22 leikmenn frá SuðurKóreu á meðal 50 efstu á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki. Bandaríkin komu næst með 12 kylfinga. Af tíu efstu á listanum voru fjórar frá Suður-Kóreu. Jin-Young Ko var í efsta sæti heimslistans og þar á eftir kom landa hennar Sung Hyun Park. Á síðasta ári voru 34 leikmenn frá SuðurKóreu með keppnisrétt á LPGA.
Hee Young Park, sem er 32 ára gömul, hefur lengi verið í fremstu röð á heimsvísu. Hún segir í viðtali við ESPN að mikil samkeppni einkenni þjóðfélagið í Suður-Kóreu. Frá unga aldri sé lagt hart að börnum að ná árangri. Agi og vinnusemi einkenni kylfinga frá Suður-Kóreu. „Ég var heppin að fá tækifæri til þess að stunda ballet og tónlistarnám sem barn. Ég lagði mikla vinnu í það. Og að mínu mati get ég nýtt það í golfið. Ég er með gott jafnvægi í golfsveiflunni og mikla líkamsvitund. Tónlistarnámið hefur einnig hjálpað mér að vera með góðan takt í sveiflunni. Ég elskaði líka að teikna sem barn, það hefur hjálpað mér að þróa ímyndunaraflið í golfinu og vera skapandi úti á vellinum,“ segir Park m.a. í viðtalinu. Steve Bann, sem er einn af eigendum Bann Lynch Golf, segir í þessu sama viðtali að vinnusemi kylfinga frá Suður-Kóreu sé lykillinn að árangri þeirra. „Þær leggja mest á sig og það er í raun ógnvekjandi að upplifa hversu mikið þær leggja í æfingarnar. Gæðin hafa aukist hjá þeim samhliða mjög mörgum æfingum. Þær nýta sér alla þá tækni og þekkingu sem til er - og blanda því saman við mjög margar æfingar. Það er í raun uppskriftin að árangri þeirra,“ segir Bann.
SAMKEPPNIN ER GRÍÐARLEG Park bætir því við að börn í Suður-Kóreu alist upp við gríðarlegan aga og kröfurnar um árangur séu miklar. „Þegar skóladeginum er lokið fara flestir í einkakennslu í 3–5 tíma. Ástæðan er einföld. Samkeppnin er mikil og fá tækifæri til þess að ná frama, og þeir sem skara fram úr fá athyglina. Börn sem fara í golfið nálgast íþróttina með sama eldmóð. Foreldrarnir fylgja þeim þétt eftir og samkeppnin er gríðarleg. Krakkar byrja að keppa jafnvel um 5 ára aldur og þar er ekkert gefið eftir,“ segir Park. Á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 settu keppendurnir frá Suður-Kóreu sér einfalt markmið. Að landa öllum verðlaunum sem voru í boði í kvennaflokki, gulli, silfri og bronsi. Háleitt markmið en raunhæft að þeirra mati. Niðurstaðan var að Inbee Park varð Ólympíumeistari, Lydia Ko frá NýjaSjálandi varð önnur og Shanshan Feng frá Kína varð þriðja. Lydia Ko er reyndar fædd í Suður-Kóreu en keppir fyrir Nýja-Sjáland.
GOLF.IS
113
SE RI PAK RUDDI BRAUTINA Se Ri Pak ruddi brautina fyrir þær sem á eftir komu. Pak sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1998 og braut þar með ísinn fyrir Suður-Kóreu á risamóti í golfi. Sang-Won Ko, sem var fyrirliði landsliðs Suður-Kóreu á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í kvennaflokki 2016, Espirito Santo, segir að hún sé ávallt spurð um hvernig landar hennar fari að því að vera í fremstu röð. „Ég fæ alltaf þessa spurningu. Fyrir mig er svarið einfalt. Við eigum margar fyrirmyndir, það eru margar sem leggja hart að sér, og það smitar út frá sér. Í SuðurKóreu eru um 3.000 ungir leikmenn sem ætla sér allir að verða atvinnukylfingar. Það er mjög stór hópur miðað við Bandaríkin og mörg Evrópulönd“ . Inbee Park er ein stærsta stjarnan frá SuðurKóreu. Hún hefur sigrað á 7 risamótum og 18 mótum á LPGA. Hún er undantekningin þegar kemur að fjölda æfinga. Park leggur meiri áherslu á gæði en magn í æfingum sínum. Líf hennar er í meira jafnvægi en hjá mörgum öðrum atvinnukylfingum frá Suður-Kóreu. Park segir í viðtali við ESPN að uppeldið í Suður-Kóreu sé grunnurinn að því að ná árangri. „Fyrir okkur er þetta spurning um að lifa af, ná árangri og byggja upp eitthvað fyrir fjölskylduna. Við gerum allt til þess að hlúa að fjölskyldunni. Tækifærin í atvinnulífinu heima í Suður-Kóreu eru ekki eins mörg fyrir konur og karla. Golfið er því tækifæri fyrir okkur að ná langt,“ segir Park.
HVAR ERU KARLARNIR FRÁ SUÐUR-KÓREU? Margir hafa einnig velt því fyrir sér af hveru karlar frá Suður-Kóreu hafi ekki verið eins áberandi og konurnar. Fyrir því eru margar ástæður. Feður drengja leggja meiri áherslu á að þeir nái árangri í atvinnulífinu sem stjórnendur. Aðrar íþróttir á borð við hafnabolta og fótbolta eru hærra skrifaðar í Suður-Kóreu en golf. Og þar að auki þurfa karlar að skila af sér 21 mánaða herskyldu og það er ein hindrunin í vegi ungra karlkylfinga frá Suður-Kóreu.
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Agi og vinnusemi einkennir kylfinga frá Suður-Kóreu
Vissir þú að… … Oddi prentar að meðaltali 600 þúsund nafnspjöld á ári? Við prentum samt líka ársskýrslur, boðskort, bæklinga, dagatöl, dagbækur, einblöðunga, fjölpóst, límmiða, markpóst, matseðla, möppur, skrifstofugögn og veggspjöld, svo fátt eitt sé nefnt.
ÁRNASYNIR
Góður árangur í rekstri byggir á skynsamlegum ákvörðunum. Áratuga þekking okkar og reynsla tryggja þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoð við greiningu á þínum þörfum. Hafðu samband og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna þá lausn sem hentar þínum rekstri best.
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar - s. 515-5000
www.oddi.is
GOLF & SÓL
Verð frá kr.
199.900
La Gomera & Tenerife
Vikulega golfferðir á La Gomera og Tenerife frá 28. Janúar til 10. Mars. Tenerife í morgunflugi með Norwegian.
Verðdæmi:
Vikuferð á La Gomera - 249.900 kr. á mann með 6 golfdögum og hálfu fæði. Vikuferð á Tenerife – 199.900 kr. á mann m.v. 4 golfdaga og morgunmat.
ÆVINTÝRALEGAR GOLFFERÐIR
MAROKKÓ
BEINT LEIGUFLUG
Verð frá kr.
299.900
Agadír í Marokkó aaaaa
Nú býðst Íslendingum að spila golf á frábærum golfvöllum með beinu flugi til Agadir 24. október í 9 nátta ferð á glæsilegum 5 stjörnu hótelum.
Verðdæmi:
Tikida Golf Palace - 299.900 kr. á mann með 8 golfhringjum og hálfu fæði. Golftvenna – 339.900 kr. á mann með 8 golfhringjum og hálfu fæði.
Kynntu þér ferðirnar nánar í síma 595 1000 eða á heimsferdir.is 595 1000
. Bókaðu þína ferð á
heimsferdir.is
Golf