Golf á Íslandi - 4. tbl. 2019

Page 10

Vestfirðir:

Öflugt kvennastarf á Ísafirði

Bjarney Guðmundsdóttir og Ásdís Birna Pálsdóttir nýta hverja stund til þess að spila golf Bjarney Guðmundsdóttir og Ásdís Birna Pálsdóttir hafa á undanförnum árum tekið golfíþróttina föstum tökum. Þær eru báðar virkir félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar og nýta hverja stund sem gefst til þess að leika golf á Tungudalsvelli. Golf.is brá sér í heimsókn til Ísafjarðar í júlí sl. þar sem rætt var við þær stöllur um ýmislegt sem tengist golfíþróttinni. Kraftmikið kvennastarf á Ísafirði hefur dregið að sér fleiri konur og bætt æfingaaðstaða yfir vetrartímann hefur einnig gert golfíþróttina aðgengilegri fyrir fleiri en áður.

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Öflugt kvennastarf á Ísafirði

Veðurblíðan var einstök þegar viðtalið var tekið á sólpallinum við golfskála GÍ, 20 stiga hiti, logn og sól. „Svona hefur þetta veður verið í sumar, alveg einstakt, og við höfum svo sannarlega reynt að njóta þess,“ segir Bjarney þegar við tyllum okkur við borðið með kaffibollann. Bjarney hefur leikið golf í tæplega tvo áratugi og leikur lykilhlutverki í félagsstarfi GÍ. Ásdís Birna hefur tekið miklum framförum á golfsumrinu 2019 og lækkað forgjöfina um tæplega 20 högg. Hún er ánægð með þá ákvörðun sína að byrja að leika golf og sér fram á skemmtilega tíma á golfvellinum um ókomin ár.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.