GOLFSTJÖRNUR ÍSLANDS SKÍNA SKÆRT
75 ÁRA
1942 - 2017
GOLF.IS 5. TBL. 2017
ALICANTE GOLF
BONALBA GOLF
HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur á öllum hæðum, bar, veitingastaður, heilsulind með þurrgufu (sauna), blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag.
HÓTEL Staðsett við golfvöllinn, rétt um 200m frá klúbbhúsinu er Hotel Bonalba Golf. Nútímlegt hótel með rúmgóð herbergi, svölum, útsýni að golfvellinum eða sundlaug. Á hótelinu er góð heilsulind sem farþegar hafa aðgang að. Sportbar og góður veitingastaður. Fyrir utan hótelið er stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.
18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum.
18 HOLU GOLFVÖLLUR Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Völlurinn liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis hótelið. Þrátt fyrir landslagið þá er hann alls ekki erfiður að ganga.
STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apótek. Í göngufæri er fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mínútna fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mínútna fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 15 ár.
STAÐURINN Hótelið og völlurinn eru í aðeins 25 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante. Hótelið stendur hátt og því er gott útsýni yfir umhverfið.
GOLFSKÓLI
ALICANTE GOLF Í vor bjóðum við upp á tvær ferðir í golfskóla á Alicante Golf. Golfskólinn er fyrir byrjendur og lengra komna.
KENNSLAN Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari, er skólastjóri golfskólans. Kennslan fer fram fyrir hádegi og svo spila þeir nemendur sem vilja golf eftir hádegi. AÐSTAÐAN Aðstaðan til golfkennslu er mjög góð á Alicante Golf. Sér púttflöt, vippflöt og glompuflöt og lengri högg slegin af grasi. FERÐIRNAR Við förum tvær ferðir í vor: 28. mars – 8. apríl –11 nætur 6. apríl – 15. apríl – 9 nætur
Sjáðu úrval og verð ferða á golfskalinn.is
H K
A
Þ m v fl a g
E Þ e a s a s þ g fj
F V 2 2
Myndin er frá 2. braut á Alicante Golf
BREYTTU VETRI Í SUMAR ALICANTE GOLF
HELDRI KYLFINGAR 65+ ALICANTE GOLF
Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd í stuttu göngufæri frá hótelinu.
EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó” og flestir kjósa að vera í 12-16 daga. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Einnig hafa þessar ferðir verið vinsælar hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins.
Nú bjóðum við ferðir til Alicante Golf á tímabilinu 8. febrúar til 18. mars á verði sem vert er að skoða. Hægt er að velja allt frá 3ja daga helgarferð og upp í 4-5 vikna ferð fyrir þá sem vilja taka þetta alla leið.
HITASTIG Í FEBRÚAR OG MARS Alicante er með vinninginn þegar kemur að veðri og sól á Spáni. Í febrúar og mars er meðalhitastig yfir daginn 18-20° í forsælu og flesta daga heiðskýrt.
TVENNA
ALICANTE GOLF + BONALBA GOLF Við setjum upp ferðir þar sem byrjað er á Bonalba og farið síðan yfir á Alicante Golf eða öfugt. Sem dæmi þá er hægt að taka viku á Bonalba og fara síðan yfir á Alicante Golf í nokkra daga.
FARARSTJÓRAR
FERÐIRNAR Þú velur brottfarar- og heimferðardag, flogið er með WOW, sunnu- og fimmtudaga. Nokkur verðdæmi, verð á mann m.v. 2 í herbergi: 3 nætur, 3 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79.900 kr. 4 nætur, 4 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94.900 kr. 7 nætur, 6 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133.900 kr. 10 nætur, 8 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 169.900 kr. 14 nætur, 13 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . 218.900 kr. 28 nætur, 18 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . 309.900 kr.
Fararstjórar Golfskálans eru Ingibergur Jóhannsson, Hans Vihtori Henttinen og Jens Uwe Friðriksson.
FERÐIRNAR Við höfum sett upp 12 og 16 nátta ferðir: 29. maí – 11. maí –12 nætur 29. maí – 15. maí – 16 nætur
GOLFSKÁLINN – GOLFVERSLUN OG GOLFFERÐIR, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Meðal efnis:
75 ÁRA
1942 - 2017
36
122
Ótrúlegt ár hjá Íslandsmeistaranum – Breyttar áherslur skiluðu frábærum árangri hjá Axel Bóassyni
18 Sjálfboðaliði ársins 2017 – „Már skapaði frábæran anda og samstöðu“
94 Golf er skemmtilegasta íþróttin – Ragna Ingólfsdóttir Ólympíufari og margfaldur Íslandsmeistari í badminton er byrjuð í golfi af krafti
Golfklúbbur Flugleiða – Innan íslensku flugfélaganna Loftleiða, Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða var öflug golfstarfsemi
50 „Mikil tækifæri á Íslandi“ – Tíföldun á heimsóknum erlendra kylfinga á Brautarholtsvöll
GOLF Á ÍSLANDI
10 Þing golfsambandsins 2017 – Besta ár golfhreyfingarinnar frá upphafi
4
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
14 Sögulegur árangur – Íslenskir kylfingar hafa aldrei komist eins hátt á heimslistanum
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@ golf.is. Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Elsa Nielsen setti forsíðumyndina saman, Sturla Höskuldsson, erlendar myndir golfsupport.nl. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.200 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í apríl/maí 2018.
Einkadótturinnar Pabba Að fara saman á hestbak í Hallormsstaðaskógi TIL:
FRÁ:
ÁVÍSUN Á:
Jólagjafabréf Jólagjafabréf Air Iceland Connect gefur kjörið tilefni til að njóta innihaldsríkrar samveru hvar sem er á landinu með þínum nánustu. Með hverjum viltu eiga ævintýralegar óskastundir? Það gæti ekki verið einfaldara. Þú ferð inn á airicelandconnect.is/gjafabref, velur þá upphæð sem þú vilt gefa, kaupir, prentar og jólagjöfin í ár er komin!
Við getum gert enn betur Kæru kylfingar. Besta ár golfhreyfingarinnar frá upphafi er nú að líða undir lok. Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin ár er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga og eru þeir í dag yfir 17 þúsund talsins og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar rúmlega 23.000 talsins. Golfsambandið er því næststærsta sérsambandið innan ÍSÍ og jafnframt það elsta – 75 ára. Golfhreyfingin fagnaði hins vegar ekki einungis nýjum áföngum í iðkendafjölda á árinu, því íslenskir afrekskylfingar stóðu sig betur en nokkru sinni fyrr. Ber þar helst að nefna frábæran árangur Ólafíu Þórunnar, Valdísar Þóru, Birgis Leifs og Axels. Varla liðu meira en nokkrar vikur á milli nýrra og stórkostlegra áfanga hjá þessu frábæra afreksfólki og hreyfingin hafði vart undan við að fagna. Þetta hefur því verið virkilega skemmtilegt ár. Ég hef oft verið spurður að því í gegnum tíðina hvers vegna golfhreyfingin ver svona miklum fjármunum í afreksstarf en svarið blasti við okkur á þessu ári. Með því að eignast kylfinga í fremstu röð eignast íþróttin fyrirmyndir fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref, þá sem ætla sér lengra og alla hina sem fyllast stolti yfir árangri íslensks íþróttafólks á erlendum vettvangi. Árangur okkar bestu kylfinga er öðrum kylfingum hvatning, óháð getu. Það er á stundum sem þessum sem öll vinnan og fyrirhöfnin hefur borgað sig. En talandi um góðan árangur. Golfsambandið stóð nýverið fyrir þjónustukönnun á meðal kylfinga. Könnunin var gerð bæði meðal þeirra sem eru skráðir í golfklúbb og þeirra sem hættir eru í golfklúbbi. Í könnunni var óskað eftir afstöðu kylfinga til ýmissa þátta þeirrar þjónustu sem íslenskir golfklúbbar veita kylfingum og eru kannanir sem þessar afar mikilvægur liður í bættri þjónustu golfklúbbanna og golfsambandsins. Þá er ekki síður mikilvægt að geta borið saman niðurstöður á milli ára til að átta sig betur á því hvort hreyfingin er á réttri leið. Ég vil því nota tækifærið og þakka þeim sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt í könnuninni. Það er gaman frá því að segja að heilt yfir var viðhorf kylfinga gagnvart golfklúbbum sínum gott og kylfingarnir eru ánægðir í hreyfingunni. Margar merkilegar niðurstöður má finna í könnuninni en meðal þeirra má nefna að: 77% kylfinga leika golf a.m.k. einu sinni í viku yfir þá mánuði sem hægt er að leika golf. Konur leika meira golf en karlar þar sem 45% kvenna leika golf þrisvar sinnum eða oftar í viku á meðan 37% karla leika svo mikið golf. Helstu ástæðu þess að fólk hefur hætt í golfi má rekja til tímaskorts en 34% þeirra sem eru hættir í golfklúbbi gáfu upp þá ástæðu. Það voru ekki nema 1% aðspurðra sem sögðu ástæðuna vera þá að golf væri ekki nógu skemmtilegt. Af þeim sem eru hættir að leika golf voru einungis 15% sem telja að þeir muni ekki leika golf í framtíðinni. Aðrir eru líklegir til að þess að byrja í golfi að nýju. 76% núverandi félagsmanna myndu vilja fast árgjald í stað árgjalds sem tæki mið t.d. af fjölda leikinna hringja. Langstærstur hluti vill því hafa óbreytt fyrirkomulag þegar kemur að árgjöldum klúbbanna. 73% kylfinga myndu vilja greiða sama árgjald og þeir greiða í dag fyrir óbreytt aðgengi að vellinum sínum. Þ.e.a.s. þeir vilja ekki að félagsmönnum fækki, aðgengi að rástímum verði breytt, mótum verði fækkað o.fl. – gegn því að greiða hærra árgjald. Flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag.
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
85% kylfinga finnst aðild að sínum golfklúbbi vera peninganna virði. 68% kylfinga eru ánægðir með leikhraða á meðan 12% eru óánægðir. 30% kylfinga finnst klúbburinn sinn leggja of litla áherslu á félagsstarf en 68% kylfinga finnst áherslan vera hæfileg. 63% kylfinga myndu mæla með sínum golfklúbbi við aðra kylfinga á meðan 11% myndu ekki mæla með klúbbnum sínum við aðra. Auðvitað voru spurningarnar og niðurstöðurnar miklu fleiri en ég leyfi mér að nefna okkur atriði í dæmaskyni. Gerð könnunarinnar heppnaðist vel og mega klúbbarnir vel við niðurstöðurnar una. Ljóst er að íslensk golfhreyfing stendur frammi fyrir fjölmörgum sóknartækifærum á næstu árum og þau tækifæri þarf að nýta vel. Hvort sem horft er til aukins áhuga erlendra ferðamanna, aukins áhuga kvenna á íþróttinni eða aukinnar þátttöku íslenskra afrekskylfinga í sterkustu golfmótum heims, þá blasir við að bjart er fram undan í íslensku golfi. Golf er frábær íþrótt, með frábær gildi og hefur íþróttin fest sig rækilega í sessi hér á landi. Við megum vera stolt af íþróttinni okkar og ég er viss um að okkur tekst að gera enn betur á næsta ári. Ég vil þakka öllum golfklúbbunum og starfsfólki þeirra fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Sérstakar þakkir fá allir sjálfboðaliðarnir í klúbbunum sem lögðu á sig mikla vinnu til að aðrir gætu leikið golf við betri aðstæður en áður. Ég óska öllum kylfingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.
Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands
Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
MINNUM Á FJÖLDA ÁFANGASTAÐA Í BEINU FLUGI MEÐ ICELANDIR Á ÁRINU 2018 NÝTT: LE GOLF NATIONAL, PARÍS • DRUIDS GLEN, DUBLIN • TURNBERRY, SKOTLAND ROYAL PORTRUSH, NORÐUR ÍRLAND • MACHRIHANISH DUNES, SKOTLAND LINGFIELD PARK, ENGLAND • THE GROVE, ENGLAND • BOWOOD, ENGLAND • PRINCE‘S, ENGLAND • THE OXFORDSHIRE, ENGLAND EAST SUSSEX NATIONAL, ENGLAND • STOKE PARK, ENGLAND • DALE HILL, ENGLAND • THE BELFRY, BIRMINGHAM, ENGLAND MARRIOTT HANBURY • MANOR, ENGLAND • GLENEAGLES, SKOTLAND • TRUMP INTERNATIONAL, ABERDEEN, SKOTLAND MELDRUM HOUSE, ABERDEEN, SKOTLAND • OLD COURSE HOTEL, ST. ANDREWS, SKOTLAND • KINNETTLES, ST. ANDREWS, SKOTLAND
Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000
Konur eru fljótari en karlar Góður leikhraði á golfvelli gerir upplifun kylfinga betri og eftirminnilegri. Margir hafa sett fram þá kenningu að konur séu lengur að leika 18 holur en karlar. Konur slá vissulega styttra að meðaltali en karlar en samkvæmt sænskri rannsókn er þessu þveröfugt farið.
Sænska golfsambandið gerði könnun snemma á þessari öld þar sem tölfræði frá 5.000 golfhringjum á sex mismunandi golfvöllum var skoðuð. Þar kom í ljós að fjögurra manna ráshópur var að meðaltali 4 klst. og 28 mínútur. Hjá körlum var meðaltalið hjá fjögurra manna
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
ráshópi 4 klst. og 24 mínútur. Hjá konunum var meðaltalið hjá fjögurra manna ráshópi 4 klst. og 11 mínútur. Samkvæmt þessum gögnum þá eru konur fljótari að leika 18 holur í fjögurra manna ráshópi en karlar og er munurinn um 7%.
Rómantík ofar öllu Veturinn er yndislegur tími til að anda að sér ilminum af framandi menningarborg, skreppa á tónleika, í leikhús og út að borða með þeim sem þú elskar. Leyfðu þér svolítinn munað og láttu stefnumótið byrja strax um borð. Hvernig væri að bjóða ástinni í rómantíska borgarferð í vetur?
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 86492 10/17
HEIMILI ÞITT Í HÁLOFTUNUM
75 ÁRA
1942 - 2017
Þing golfsambandsins 2017
Besta ár golf hreyfingar innar frá upphafi
Tæplega 120 mættu á þing golfsambandsins sem fram fór í Laugardalshöll dagana 24.-25. nóvember sl. Þingið var með nýju fyrirkomulagi og hófst það síðdegis á föstudegi og lauk um miðjan dag á laugardegi. Nefndir störfuðu á föstudagskvöldinu og lögðu fram tillögur sínar fyrir þingið á laugardeginum. Var almenn ánægja með þessar áherslubreytingar. Þingið var einnig rafrænt og öll gögn voru lögð fram á vefsíðu sem var búin til af starfsmönnum GSÍ fyrir þingið. Í ársskýrslu stjórnar GSÍ og ársreikningum kemur fram að besta ár golfhreyfingarinnar frá upphafi er nú að líða undir lok. Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin ár er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga. Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir smávægilegum hagnaði á árinu en árangurinn fór fram úr væntingum. Hagnaður sambandsins á árinu var tæpar 15 milljónir króna og heildarvelta 187 milljónir króna, samanborið við 182 milljónir króna á síðasta ári. Í dag eru skráðir kylfingar 17.024 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar rúmlega 23.000 talsins. Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir smávægilegum hagnaði á árinu en árangurinn fór fram úr væntingum. Það felur í sér um 5 milljóna króna (3%) veltuaukningu milli ára. Stjórn sambandsins er afar stolt af þessum árangri, sem rekja má til fjölgunar félagsmanna í hreyfingunni, mikillar vinnu við öflun nýrra samstarfsaðila og töluverðs aðhalds í rekstri sambandsins. Stjórnarmenn sambandsins tóku virkari þátt í fjáröflun sambandsins en áður hefur þekkst og bar það árangur. Þá er gaman að segja frá því að um 15 milljónir króna hafa safnast
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Besta ár golfhreyfingarinnar frá upphafi
til hreyfingarinnar frá opinberum aðilum á síðustu tveimur árum, bæði í tengslum við Íslandsmótið í golfi og Evrópumót kvennalandsliða. Þetta eru fjármunir sem ekki hafa áður verið sóttir af golfhreyfingunni til opinberra aðila en þeir hafa komið sér virkilega vel í metnaðarfullu starfi hreyfingarinnar. Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á
hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að við höfum nú náð því markmiði. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung. Eins og undanfarin ár var Eimskipafélag Íslands okkar helsti bakhjarl í tengslum við mótahald þeirra bestu og er það mikilvægt fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að hafa svo öflugan bakhjarl, því án þeirra væri erfitt að koma íþróttinni á framfæri. Aðrir meginsamstarfsaðilar sambandsins eru Ölgerðin, Síminn, Borgun, Securitas, Bernhard, Nýherji, KPMG, Vörður og Icelandair. Auk þess hefur sambandið átt gott samstarf við Altis, Margt smátt, Áberandi og ÍslenskAmeríska.
Árskýrslu GSÍ má lesa í heild sinn á golf.is og á vefsíðu golfþingsins sem er að finna á slóðinni arsskyrsla2017.golf.is. FJÓRAR BREYTINGAR Á STJÓRN GSÍ Á þingi golfsambandsins 2017 var ný stjórn GSÍ kjörinn og tillaga kjörnefndar var samþykkt einróma. Fjórar breytingar verða á stjórninni frá því sem áður var. Haukur Örn Birgisson er forseti GSÍ en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2013. Aðrir í stjórn GSÍ eru: Eggert Ágúst Sverrisson, Kristín Guðmundsdóttir, Gunnar K. Gunnarsson, Hansína Þorkelsdóttir, Bergsteinn Hjörleifsson,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Hulda Bjarnadóttir og Hörður Geirsson. Þau fjögur síðastnefndu eru ný í stjórn GSÍ. Helgi Anton Eiríksson, Jón Júlíus Karlsson, Rósa Jónsdóttir og Theodór Kristjánsson gengu úr stjórninni. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar GSÍ verður um miðjan desember.
SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI KOMDU ÞÉR VEL FYRIR HEIMA Í STOFU OG BÚÐU ÞIG UNDIR MAGNAÐA UPPLIFUN.
4K HDR SJÓNVÖRP 5 ÁRA GÐ ÁBYR
Verð frá: 99.990
Glæsileg snjallsjónvörp sem gera hverju smáatriði hátt undir höfði.
HT-CT290 HEIMABÍÓ
SOUNDTOUCH 300 Verð: 99.900
kr.
Verð áður: 39.990 kr. Tilboð: 29.990
kr.
kr.
Upplifðu bíóáhrif heima í stofu með þráðlausri tengingu.
Einstakur hljómburður. Hægt að bæta við bassa- og bakhátölurum.
Verð eru birt með fyrirvara um breytingar.
Við höfum góða reynslu af framtíðinni NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / NETVERSLUN.IS
12
GOLF.IS - Golf รก ร slandi Besta รกr golfhreyfingarinnar frรก upphafi
BIG MAX KERRUR OG POKAR
Golfskálinn hefur boðið upp á kerrur og poka frá Bix Max allt frá opnun verslunarinnar 2011 og er óhætt að segja að viðtökur hafa verið mjög góðar. Enda sérhæfir Big Max sig í framleiðslu á kerrum
og pokum fyrir kylfinga sem gera kröfur um mikil gæði. Í boði er gott úrval af kerrum, kerrupokum, burðarpokum og ferðahlífðarpokum. Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is
Í golfpokum leggur BIG MAX mikla áherslu á að bjóða gott úrval af vatnsheldum pokum sem hentar íslenskum aðstæðum sérlega vel.
Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja og fjögurra hjóla kerrum ásamt kerrum fyrir krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað mesta athygli er Blade+ kerran sem fellur alveg einstaklega vel saman.
– Íslenskir kylfingar hafa aldrei komist eins hátt á heimslistanum Íslenskir kylfingar hafa aldrei fyrr náð jafnt hátt á heimslistanum í golfi hjá atvinnukylfingum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði sæti nr. 179 um tíma á þessu ári og er það besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð. Á sl. 12 mánuðum hefur Ólafía Þórunn hækkað um rúmlega 420 sæti á heimslistanum. Sömu sögu er að segja af Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem var um miðjan nóvember í sæti nr. 410 á heimslistanum. Það er besti árangur hennar frá upphafi og á einu ári hefur Valdís Þóra hækkað um tæplega 350 sæti. Axel Bóasson úr Keili var um miðjan nóvember í sæti nr. 440 á heimslistanum. Axel hafði farið upp um 1.426 sæti á einu ári. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG var í sæti nr. 448 þegar þessi grein var skrifuð um miðjan nóvember og hafði sjöfaldi Íslandsmeistarinn hækkað um 544 sæti á árinu. Haraldur Franklín Magnús úr GR var í sæti 824 á heimslistanum á þessum sama tíma og hafði farið úr sæti nr. 1.866 á einu ári.
Sömu sögu er að segja af stöðu íslenskra kylfinga á heimslista áhugakylfinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í sæti nr. 112 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og er það besti árangur sem íslenskur kvenkylfingur hefur náð á þessum lista. Frá árinu 2014 hefur Guðrún Brá farið upp um rúmlega 200 sæti á þessum lista. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er næst í röðinni af íslenskum kylfingum á þessum lista en hún er í sæti nr. 868. Gísli Sveinbergsson úr GK var í sæti nr. 268 um miðjan nóvember. Bjarki Pétursson úr GB var í sæti nr. 295. Gísli hefur hæst farið í sæti nr. 99 og er hann eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð inn á topp 100
Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520
14
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sögulegur árangur
listann frá því að byrjað var á núverandi útreikningi á áhugamannalistanum. Staðan á heimslista atvinnukylfinga er gríðarlega mikilvæg fyrir stöðu keppenda fyrir Ólympíuleikana 2020 í Tókýó í Japan. Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum kynjum eða 120 keppendur samtals. Viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL. Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2020 en aðeins fjórir geta verið frá sama landi á þeim lista. Kvóti er á fjölda keppenda frá hverri þjóð og geta aðeins tveir að hámarki verið frá sama landi í sætum 16-59 á styrkleikalistanum. Sem dæmi má nefna að á ÓL í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016 komst Cathryn Bristow frá Nýja-Sjálandi inn á ÓL. Hún var í sæti nr. 446 þegar heimslistinn var uppfærður þann 11. júlí 2016 en það var síðasti möguleiki keppenda til þess að bæta stöðu sína á heimslistanum.
Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Premium
Sjónvarpsþjónusta Símans
11 erlendar sjónvarpsstöðvar
13.500
TVIST 10838
Gerðu jólin enn betri með heimilispakkanum
kr./mán.
Sjónvarp Símans Appið
Endalaus heimasími
Netið 250 GB
Pantaðu Heimilispakkann í síma 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is
TVIST 10074
Línugjald ekki innifalið. Verð frá 3.200 kr./mán.
Á þeim tíma voru Ólafía Þórunn og Valdís Þóra Jónsdóttir í sætum nr. 714 og 731 á heimslistanum. Ólafía var því 268 sætum frá því að komast inn og Valdís Þóra var 285 sætum frá því að komast inn á ÓL. Miðað við stöðuna núna væru Valdís Þóra og Ólafía Þórunn báðar í góðri stöðu þegar kemur að því að komast inn á ÓL 2020.
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sögulegur árangur
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í sæti nr. 112 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og er það besti árangur sem íslenskur kvenkylfingur hefur náð á þessum lista.
Minna stress um hátíðarnar. Raðgreiðslur Borgunar eru hagstæð og þægileg leið til að dreifa kostnaðinum, því það er svo margt sem við gerum bara á jólunum.
Sjálfboðaliði ársins 2017 „Már skapaði frábæran anda og samstöðu“
Már Sveinbjörnsson fékk viðurkenningu á þingi golfsambandsins í nóvember sl. sem sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Már því fjórði einstaklingurinn sem fær sæmdarheitið sjálfboðaliði ársins í golfhreyfingunni. Á ÞINGI GOLFSAMBANDSINS KOM EFTIRFARANDI FRAM ÞEGAR TILKYNNT VAR UM VALIÐ: „Það er mikilvægt að geta leitað liðsinnis góðra félaga sem eru tilbúnir að gefa tíma sinn þegar haldin eru stórmót í golfi. Að hægt sé að ganga að góðu sjálfboðaliðastarfi vísu er ekki sjálfgefið. Til þess þarf mikið skipulag og góða stjórn. Það var strax ljóst að til þess að halda Íslandsmótið í golfi á Hvaleyrarvelli svo sómi væri að þyrfti yfir 250 sjálfboðaliða yfir mótsdagana. Aðaláherslan við mótshaldið var góð upplýsingagjöf til áhorfenda ásamt góðri umgjörð fyrir keppendur eins og þekkist á stærstu áhugamannamótum erlendis. Það var ekki auðvelt að finna rétta aðilann til þess að stjórna slíku starfi. Sá aðili þarf að mæta fyrstur og fara síðastur af svæðinu. Vinnudagar hjá yfirmanni sjálfboðliðastarfs á Íslandsmóti hefjast klukkan 06:00 og lýkur löngu eftir miðnætti. Það krefst mikillar undirbúningsvinnu að hafa yfir 80 manns á hverjum degi við störf og tryggja að allir viti
nákvæmlega hvað eigi að gera, hvenær og hvernig. Már Sveinbjörnsson var boðinn og búinn til þess að taka þátt í þessari miklu vinnu og skipulag og framkvæmd sjálfboðaliðastarfs Íslandsmótsins undir hans stjórn var gallalaust. Má tókst jafnframt að gera það sem ekki er sjálfgefið, að fá fólk í félagsskap eins og golfklúbbnum Keili til þess að líta á sjálfboðaliðastarfið sem eftirsóknarvert og skapa frábæran anda og samstöðu í hópnum. Má Sveinbjörnssyni eru þökkuð frábær störf og það er með gleði sem við tilnefnum hann sjálfboðaliða ársins 2017.“
VANTAR PLÁSS Í SKÚRNUM FYRIR GOLFSETTIÐ?
ÍSLENSKA/SIA.IS/GEY 79661 05/16
SJÁLFBOÐALIÐAR ÁRSINS FRÁ UPPHAFI:
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjálfboðaliði ársins 2017
WWW.GEYMSLA24.IS
2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir. 2015: Viktor Elvar Viktorsson. 2016: Guðmundur E. Lárusson. 2017: Már Sveinbjörnsson.
Bagboy XL Quad Verð: 39.800 Tilboð: 34.900
Golfbuddy WTX Verð: 36.900 Tilboð: 28.900
ClicGear B3 Kerrupoki Verð: 34.900 Tilboð: 24.430
Röhnisch Jakki Verð: 24.900 Tilboð: 19.920
Bagboy T-600 ferðapoki Verð: 13.900
Longridge Púttmotta Verð: 6.500
Motocaddy S1 Pro Verð: 129.900 Tilboð: 99.900
Golfbuddy Voice X Verð: 34.900 Tilboð: 24.900
Callaway Fusion Driver Verð: 56.900 Tilboð: 52.900
Staðgreiðslu afsláttur
Sími: 565 1402 www.golfbudin.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir skrifaði marga nýja kafla í golfsögu Íslands á árinu 2017. GR-ingurinn tryggði keppnisréttinn á sterkustu atvinnumótaröð heims með frábærri spilamennsku á alls 26 mótum. Hún lék á þremur risamótum af alls fimm, og er Ólafía fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á risamóti á atvinnumótaröð. Ólafía endaði í 75. sæti á peningalista LPGA og hefur með árangri sínum tryggt sér keppnisrétt á tveimur risamótum á næsta tímabili, ANA mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu.
20
GOLF.IS
Distance. Elevated. Innovative face-flexing technology launches the ball faster and higher to give you tour-player-type distance and stopping power.
So Fast, They’re Ahead of Their Time. In the new G400 Series, it’s not just one thing that makes the difference, it’s everything. It’s the small details that add up to big results. It’s what sets PING’s engineers and researchers apart from the rest. Get fit today and experience the G400 difference in your game. Visit PING.com today.
Fast and Forgiving A speed-inducing forged face and MOIraising tungsten sole weight deliver greater distance and fairwayfinding forgiveness.
Maraging Steel Faces One of the strongest and most flexible alloys in the world, maraging steel ensures faster ball speeds that launch shots farther, higher and straighter.
LENDIR Á ÍSLANDI 27/7 © PING 2017
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía Þórunn fór á kostum á þingi golfsambandsins
Ólafía átti góða stund með þingfulltrúum á þingi golfsambandsins í nóvember sl. Þar sat hún fyrir svörum og sagði frá helstu atvikum sem stóðu upp úr á nýliðnu keppnistímabili. Hulda Bjarnadóttir, sem starfar á útvarpsstöðinni K-100, stjórnaði viðburðinum sem var sýndur í beinni útsendingu á fésbókarsíðu GSÍ. Á þriðja þúsund horfðu á viðtalið í beinni útsendingu og mörg þúsund hafa bæst við þann fjölda frá þeim tíma. Ólafía var fyrst spurð um breytingarnar á þessu ári, og þá sérstaklega hvað varðar áhuga fjölmiðla. „Það er allt öðruvísi núna en áður. Áreitið á Íslandi er meira en ég á að venjast, eiginlega svolítið mikið. Ég er mikið bókuð þegar ég kem hingað og get stundum ekki hitt fjölskylduna fyrr en seint á kvöldin og þá er ég þreytt. Í byrjun ferilsins var erfitt að fá að komast í viðtöl en í dag er erfitt að taka við öllum óskum um viðtöl. Ég er búin að læra ótrúlega mikið á þessu ári. Og ég brosi bara að því þegar ég rifja upp hvað ég var stressuð fyrir fyrsta útvarpsviðtalið sem var í beinni útsendingu. Ég óttaðist að gera mistök og þá væri ekki hægt að breyta neinu. Núna skipta svona hlutir mig engu máli.“
GOTT UNGLINGASTARF Í MOSFELLSBÆ KVEIKTI NEISTANN Næst var Ólafía spurð um upphafsárin í golfíþróttinni og hvað hafi skipt hana mestu máli í því samhengi. „Ég byrjaði í golfi í Mosfellsbæ. Þar var góð dagskrá fyrir krakka. Það skipti miklu máli. Ég hlakkaði til að fara á æfingar. Það skipti miklu máli að ég fékk áhuga á golfi og vildi halda áfram. Síðan fór ég í GR þegar ég var 12 ára, þar átti ég góðar vinkonur. Það var því alltaf gaman að fara á æfingar. Það er margt sem hefur skipt máli á mínum ferli og margir sem eiga stóran þátt í því. GR, GSÍ og Forskot hafa aðstoðað með fjárhagslegum
stuðningi, þjálfurum, ásamt ýmsu fagfólki sem hefur aðstoðað mig ásamt vinum og fjölskyldu.“ Ólafía hóf keppnisferilinn á unglingamótaröðum GSÍ og hún telur að það sé mikilvægur hluti af því að þroskast sem keppniskylfingur. „Það er fyrst og fremst reynsla sem maður fær á unglingamótaröðunum. Ég var stressuð þar í upphafi og síðan lærir maður af því. Næsta skref var Eimskipsmótaröðin, ég var líka stressuð þar og sérstaklega ef það voru myndavélar á svæðinu. Ég lærði af því og svona heldur þetta bara áfram. Sama upplifun á öllum stigum ferilsins, smá óöryggi og stress þegar maður upplifir nýja hluti í fyrsta sinn. Ég var t.d. hrikalega stressuð fyrir fyrsta höggið sem LET Access atvinnumaður. Allt þetta ferli er til þess að maður læri á aðstæður.“
SPYR SPURNINGA OG LES BÆKUR Ólafía hefur ávallt verið forvitin að vita af hverju hlutirnir eru gerðir eins og þeir eru gerðir og hún spyr mikið og aflar sér þekkingar með þeim hætti. „Ég er eiginlega orðinn fræg á meðal LPGA leikmanna fyrir hve mikið ég spyr. Ég er alltaf að spyrja til þess að læra. Þannig hef ég alltaf gert þetta. Ég tek smá visku frá þessum kennara og eitthvað frá öðrum kennara. Það sem ég veit er því saman-
ÍSLENSKA/SIA.IS/GEY 79661 05/16
VANTAR PLÁSS Í SKÚRNUM FYRIR GOLFSETTIÐ?
WWW.GEYMSLA24.IS
GOLF.IS
23
safn af því sem ég hef lært í gegnum tíðina. Ég les líka bækur sem ég tel að allir ættu að lesa. Sú fyrsta sem ég nefni er bók sem hugarþjálfarinn minn í Wake Forest í Bandaríkjunum lét mig hafa, Mindset eftir Carol Dweck. Þar fór ég að pæla mikið í fastmótuðu hugarfari (e. fixed mindset) og vaxandi hugarfari (e.growth mindset). Ég hef reynt að tileinka mér vaxandi hugarfar. Árangur í íþróttum og flestu fer upp og niður. Markmið sem ég set mér eru m.a. að reyna að hafa slæmu dagana aðeins betri en áður og læra af þeim. Í skóla var ég með mjög fastmótað hugarfar og ég lærði af því. Þar get ég nefnt dæmi um próf í spænsku sem ég fór í þegar ég var í Verslunarskólanum. Ég kláraði prófið en átti eina spurningu eftir og það var spurt um orðið smjör á spænsku. Ég gat ekki munað það en ég reyndi í um 15 mínútur að finna út úr því. Það fyrsta sem ég gerði eftir prófið var að fletta þessu upp og smjör á spænsku er mantequilla. Ég mun aldrei gleyma þessu orði og ég lærði af mistökunum. Það er í lagi að gera mistök. Ég hef lesið mikið um körfuboltamanninn Michael Jordan sem klúðraði ítrekað síðasta skotinu sem hefði getað tryggt liði hans sigur. Hann hætti aldrei að reyna en reyndi að læra af mistökunum í hvert sinn. Ég hef líka lesið bókina The Talent Code eftir Daniel Cole. Þar er rauði þráðurinn að þú bætir þig mest þegar þú ert í erfiðum aðstæðum. Ég er t.d. hætt að taka 50 pútt í röð frá sama staðnum, ég tek 50 pútt frá mismunandi stöðum. Fjölbreytnin gerir mann betri - ég trúi því.“
HUGARÞJÁLFUN MIKILVÆG Hugarþjálfun, íhugun og dáleiðsla eru ofarlega í forgangi hjá Ólafíu og hún var spurð
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía Þórunn fór á kostum á þingi golfsambandsins
að því hvenær hún hefði byrjað að nota slíkar aðferðir. „Ég fór virkilega að hugsa um þetta þegar ég fór að velta því fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig aðeins meira. Ég vissi að ég gæti verið miklu sterkari andlega. Augun mín opnuðust þegar ég var á fyrirlestri á LET Access hjá Fanny Sunesson sem var lengi kylfuberi hjá Nick Faldo. Hún spurði okkur erfiðra spurninga, þar á meðal hvað við gerðum til að verða bestar. Eruð þið í líkamsrækt, eruð þið í hugarþjálfun? Ég vissi að ég gerði ekki mikið af þessu og var bara að æfa mig í golfi. Ég hitti síðan Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem var á þeim tíma landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Við fórum að ræða ýmislegt þessu tengt á golfhring sem við lékum saman. Ég fékk síðan skype-fund með honum og við erum enn að funda um slíka hluti. Hann benti mér t.d. á aðferð til þess að bæta upphitunina. Ég fer alltaf afsíðis í 10 mínútur rétt áður en ég fer á teig eftir upphitun. Þar slaka ég á, hugsa jákvætt, sé fyrir mér skemmtilega hluti og mér hefur gengið betur eftir að ég fór að nota þessa aðferð.“
LÆRDÓMSRÍKT TÍMABIL FYRIR NÝLIÐA Á LPGA Ólafía Þórunn sló sitt fyrsta högg á LPGAmótaröðinni á Pure Silk mótinu sem fram fór á Bahamas í janúar 2017. Hún var innt eftir því hvernig tilfinning það hefði verið að fara á það mót. „Ég var nýbúinn að fara í risastóra aðgerð á kjálka og hafði ekki snert golfkylfu í 6 vikur. Þetta hafði margvísleg áhrif á mig. Ég var ekki með miklar væntingar og pressan var ekki mikil á mig. Stressið var samt til staðar. Sem dæmi þá fannst mér ég vera fyrir öðrum leikmönnum á æfingaflötinni
eða æfingasvæðinu. Mér leið ekki eins og ég ætti rétt á því að vera þarna eða ég væri ekki hluti af þessu. Cheyenne Woods vinkona mín úr Wake Forest háskólanum ræddi þetta við mig og hún róaði mig aðeins niður. Ég spilaði með henni fyrstu tvo dagana og hún hafði góð áhrif á mig. Á fyrsta risamótinu, KPMG meistaramótinu, var ég ekki undirbúin fyrir fjölmiðlaáreitið. Ég náði ekki að svara öllum og ég var með hugann við það. Ég lærði af því og á þriðja risamótinu tók ég ákvörðun um að svara engu fyrr en eftir mótið á mánudeginum. Það var erfið ákvörðun en ég gerði það sem ég taldi best fyrir mig. Stundum er það erfitt fyrir aðra. Á fyrsta LET-mótinu mínu í Marokkó lærði ég líka helling, ég drakk ekki nógu mikið vatn, borðaði ekki nóg og var með der á höfðinu í stað þess að vera með derhúfu. Sólin var hátt á lofti og fór beint í kollinn á mér. Það kom mér í koll í lok hringsins þegar ég missti einbeitinguna. Ég lærði hins vegar af þessu.“
LÆRDÓMUR OG REYNSLA „Það sem skiptir mestu máli er að læra á sjálfan sig, fara í vegferð og skoða hvað er í gangi. Nýliðar á LPGA breyta oft öllu hjá sér þegar þeir sjá hvað aðrir eru að gera. Ef það er t.d. stelpa frá Kóreu úti á æfingasvæði í sex tíma eftir hring þá fara margir að velta því fyrir sér að gera það sama og líður illa yfir því að vera ekki úti á æfingasvæði. Ég hef lært að mér á ekki að líða illa yfir því ef aðrir eru úti að æfa í lengri tíma en ég er vön að gera. Ég er á þeirri skoðun að nota leiðirnar sem komu mér á þann stað og bæta smátt og smátt ofan á það.“ „Ég á það til að segja við sjálfa mig og hugsa hvernig ég geti verið svona heimsk að láta þetta gerast aftur, þegar ég geri eitthvað rangt og ég á að vita betur. Ég á að vera sterkari en það og þetta er eitthvað sem ég hef rætt við þann aðila sem er að vinna með mér í hugarþjálfun. Sá aðili segir þá við mig að það taki Ólafíu bara aðeins lengri tíma að læra þetta og ég eigi ekki að vera að pirra mig á því frekar. Þetta er vegferð til að læra. Ég get dregið þetta saman í setninguna. „Allt leiðinlegt sem gerist er gott því þú lærir af því, allt skemmtilegt sem gerist er gott af því það er gott.“
FLÓKIÐ SAMSTARF VIÐ KYLFUBERA Ólafía hefur ráðið kylfubera eða aðstoðarmann sem hefur starfað með henni frá því í apríl. Hún skipti um aðstoðarmann í upphafi tímabilsins og sagði frá því af hverju hún gerði það. „Þetta er flókið samstarf og eitthvað sem virkar fyrir aðra virkar ekki fyrir mig. Sá sem byrjaði tímabilið tók stjórnina í leik mínum og þá leið mér ekki
K
Fo Vö
Fo
Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á LET Evrópumótaröðinni 2017
KYLFINGAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Forskot er sjóður sem styður við íslenska kylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð. Eimskip, Valitor, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vörður tryggingar og Blue Lagoon standa að Forskoti ásamt Golfsambandi Íslands. Forskot er meðal annars stoltur styrktaraðili þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru sem í ár leika á mótum með bestu kylfingum heims.
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía Þórunn fór á kostum á þingi golfsambandsins
GOLF.IS
27
SÉRSTAKT ÞEGAR PABBI KOM Á MÓTIN
vel. Ég hafði ekki trú á höggunum þegar hann hafði tekið stjórnina. Ég vissi innst inni að þetta var ekki rétt ákvörðun sem hann lagði til og ég treysti ekki höggunum sem ég var að slá. Sumir kylfingar vilja hafa þetta þannig, að kylfuberinn ákveði í raun allt, velji kylfu, miði og þú bara slærð. Það
gengur vel með þessum sem vinnur með mér núna. Þessi heimur er samt þannig að ef hann fær betra tilboð frá öðrum aðila þá gæti hann alveg farið - en ég vona að samstarfið gangi vel og við tökum upp þráðinn á næsta ári.“
Fjölskylda Ólafíu hefur stutt vel við bakið á henni og farið með henni á mörg mót. Hún var nokkuð lengi að venjast því að sjá pabba sinn mæta sem áhorfandi á LPGA-mótin. „Mamma er vön að koma með mér á mót og ég er vön því. Pabbi mætti á risamótin og ég upplifði það sem eitthvað sérstakt og stórt. Ég þurfti að átta mig á því, einbeita mér að mínu og í dag er það bara venjulegt að pabbi sé á svæðinu þegar ég keppi.“ Ólafía var innt eftir því hvenær hún hefði fundið að hún gæti orðið atvinnukylfingur. „Ég var í vafa um sjálfa mig þegar ég tók þessa ákvörðun. Á Íslandi erum við ekki með marga atvinnukylfinga og fyrirmyndirnar voru ekki margar. Ég ákvað kýla bara á þetta því þetta var draumurinn minn. Ef ég geri þetta ekki núna á meðan ég er ung þá geri ég þetta aldrei. Ég fékk meira sjálfstraust þegar ég sá aðra leikmenn í kringum mig á LET Access mótaröðinni. Þær voru bara eins og ég, slógu góð högg og stundum léleg. Þær voru mennskar eins og ég.“ Eitt af markmiðum Ólafíu var að ná inn á LPGA-mótaröðina og hún var spurð að því hvernig henni hefði liðið þegar hún náði því á lokaúrtökumótinu í desember í fyrra. „Það er erfitt að lýsa því með orðum. Í raun var þetta bara venjulegt, ég var búin að sjá
F l
l o
debet | kredit Bókhaldskerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og tækni s.s. með aðlögun að spjaldtölvum og snjallsímum.
Afgreiðslukerfi dk POS er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Sérsniðnar lausnir s.s. tenging við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.
Áskrift Afgreiðslukerfi, Snjalltækjalausnir, skýjalausnir og Office 365 í áskrift. Skoðaðu málið á dk.is dk hugbúnaður ehf Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | dk@dk.is | 510 5800
Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as
as
eykjavík Laugarnar í R
Fyrir líkaammaa lík
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000
• www.itr.is
þetta fyrir mér. Ég var þreytt á lokahringum og vildi bara klára þetta. Það skrítna er að þegar ég næ árangri þá er það ekki það sem gefur mér hamingju. Mér líður vissulega vel í smástund en síðan kemur spennufall.“
VINNA MÓT OG KOMAST Í SOLHEIMLIÐIÐ
„Ég var að horfa á lokakaflann á einu móti og þegar því lauk þá gekk ég í gegn þar sem margir áhorfendur voru að reyna að fá eiginhandaráritun. Ég var alveg til í það og fékk derhúfu frá konu sem ég skrifaði nafnið mitt á. Hún þakkaði fyrir sig með því að segja „takk, Lexi“ og þá fóru tvær grímur að renna á mig. Ég hélt áfram að skrifa nafnið mitt og fleiri þökkuðu fyrir sig með því segja „takk, Lexi, vel leikið,“ og eitthvað slíkt. Mér leið ekkert vel með þetta og vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera. Ég ákvað bara að gera ekki neitt og núna eru einhverjir undrandi með derhúfur heima hjá sér þar sem nafnið Ólafía er skrifað í stað Lexi Thompson,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
174.186/maggioskars.com
Ólafía hefur sett sér ný markmið fyrir næsta tímabil og að sjálfsögðu ætlar hún að klifra enn hærra. „Ég hef sett það sem markmið að vera oftar í toppbaráttunni, vinna mót og komast í Solheim-lið Evrópu. Reynslan sem ég fékk á tímabilinu er mikil. Ég var mjög ákveðin í því að leika á sem flestum mótum því þetta var allt saman spennandi og skemmtilegt. Reynsluboltar á mótaröðinni sögðu mér að fjögur mót í röð væri algjört hámark, ég þyrfti að taka mér frí eftir
slíka törn. Ég var ekki sammála því á þeim tíma en núna sé ég að það er rétt. Ég ætla að skipuleggja mig betur, velja betur og vera fersk þegar mest á reynir.“ Á næsta tímabili er ljóst að Ólafía Þórunn er nú þegar búin að tryggja sér keppnisrétt á tveimur af alls fimm risamótum ársins. Hún er með það góða stöðu á styrkleikalista LPGA sem ein af topp 75 leikmönnum tímabilsins að hún er örugg með sæti á ANA risamótinu og Opna bandaríska meistaramótinu. „Þið getið farið að bóka ykkur á þau mót ef þið hafið áhuga,“ sagði Ólafía við þinggesti. Að lokum rifjaði hún upp sögu af því þegar áhorfendur héldu að hún væri bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson - en hún er í fjórða sæti heimslistans og einn þekktasti kylfingur veraldar.
S 30
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía Þórunn fór á kostum á þingi golfsambandsins
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
Haukur verður forseti EGA – Tekur við embættinu árið 2019
Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var um miðjan nóvember sl. kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA. Frá þessu var greint á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti verðandi forseta eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel til Evrópska golfsambandsins en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Haukur Örn varð þá fyrsti Íslendingurinn til þess að vera kjörinn í framkvæmdastjórn EGA.
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
„Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa
okkur hér á landi enn meiri byr í seglin,“ segir Haukur Örn. Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni.
Tiger átti aðeins einn bolta eftir Tiger Woods á góðar minningar frá árinu 2000 á Opna bandaríska meistaramótinu á Pebble Beach. Á öðrum keppnisdegi setti þoka keppnishaldið úr skorðum og fresta þurfti leik þegar Woods átti eftir að leika hina frægu 18. holu sem er par 5. Um kvöldið tók Woods nokkra bolta úr golfpokanum á hótelherberginu til þess að æfa púttin á teppalögðu gólfinu. Hann gleymdi hins vegar að setja boltana aftur í pokann. Woods og kylfuberi hans Steve Williams mættu á 18. teig eldsnemma morguninn eftir. Woods vissi ekki af því að það væru aðeins tveir bolta í golfpokanum. Williams var með þá staðreynd á hreinu en sagði ekkert
við Woods. Fyrsta teighöggið hjá Woods var ekki gott, hann sló með drævernum og sló langt út fyrir vallarmörkin vinstra megin út í Kyrrahafið. Williams vissi að það væri bara einn bolti eftir í pokanum en hann sagði ekki neitt við Woods. Williams lagði til að Woods tæki járn af teig í þriðja högginu en Woods var ekki sammála og hélt sig við dræverinn. Þriðja höggið af teignum var gott og endaði
á miðri braut. Á þeim tíma fékk Woods að vita hvernig staðan var á boltabirgðunum. Woods lét það ekki á sig fá og sigraði að lokum með yfirburðum eða með 15 högga mun. Ef Woods hefði týnt þessum eina bolta sem var eftir í pokanum þá hefði hann getað leyst það með aðstoð frá áhorfendum eða sjálfboðaliðum. Samkvæmt reglunum geta keppendur fengið aukabolta lánaða frá utanaðkomandi aðila í miðri keppni. Ekki frá meðspilara eða aðstoðarmönnum þeirra. Ef þessi staða kæmi upp þá þyrfti sá bolti að vera af sömu tegund og var notuð í upphafi hringsins. Tímaramminn er þröngur fyrir slíka aðstoð og keppendur gætu fengið tvö vítishögg dæmd á sig vegna tafa á leik.
Má skipta um golfbolta í miðri keppni? Eflaust hafa margir kylfingar velt þessari spurningu fyrir sér: „Ef ég byrja golfhring í keppni með t.d. Titleist bolta, get ég þá ekki skipt yfir í Callaway á meðan sá keppnishringur stendur yfir?“ Svarið er einfalt. Það er ekkert í golfreglunum sem bannar kylfingum að skipta um tegund á golfbolta í keppni. Það eina sem þarf að gæta að er að slík skipti fari fram eftir að leik er lokið á viðkomandi holu. Í sumum mótum og þar á meðal á atvinnumótaröðum á borð við PGA er sérstök regla sem nefnd er „ein tegund af bolta“ eða „one ball rule“. Slík regla setur þær kröfur á keppendur að þeir noti aðeins eina tegund af golfbolta á meðan keppnishringurinn stendur yfir. Ef keppandi slær fyrsta höggið t.d. með Titleist Pro V1x þá þarf hann að nota þá tegund það sem
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Tiger átti aðeins einn bolta eftir
eftir er hringsins. Það má ekki skipta yfir í aðra tegund og ekki heldur yfir í t.d. Titleist Pro V1. Það er misjafnt hversu marga golfbolta kylfingar nota á 18 holu hring. Sem dæmi má nefna að Rory McIlroy notar á bilinu 6-9 bolta á einum keppnishring. Margir af félögum hans á PGA mótaröðinni taka með sér 9 nýja bolta í keppni og þeir skipta reglulega um bolta á hringnum. Padraig Harrington tekur ávallt með sér 12 nýja bolta í keppni. Af hverju skipta þeir bestu um bolta á hringnum? Margir kylfingar vilja ekki nota boltann áfram ef þeir hafa fengið skolla, og aðrir trúa því að það sé aðeins einn fugl í hverjum bolta. Þeir gefa áhorfendum boltana sem þeir eru hættir að nota og þá sérstaklega yngri kynslóðinni.
Gjafakort Íslandsbanka gefst alltaf vel, hvað sem er á óskalistanum. Kortið gildir í verslunum og á netinu, rétt eins og önnur greiðslukort. Það kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í öllum útibúum okkar. Þú þarft í raun ekkert að gera annað en að velja upphæðina. íslandsbanki.is/gjafakort
Ótrúlegt ár hjá Íslandsmeistaranum – Breyttar áherslur skiluðu frábærum árangri hjá Axel Bóassyni
Tímabilið hjá Axel Bóassyni Íslandsmeistara í golfi 2017 var í einu orði sagt frábært. Eftir erfiða byrjun sneri Keilismaðurinn hlutunum sér í hag og stóð uppi sem sigurvegari á Nordic atvinnumótaröðinni. Með árangri sínum tryggði Axel sér keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili. Golf á Íslandi ræddi við Axel á dögunum í klúbbhúsinu við Hvaleyrarvöll. Þar sagði hinn högglangi kylfingur frá því hverju hann hefur breytt til þess að bæta árangur sinn. Markviss hugarþjálfun og nýjar áherslur í æfingum þar sem stutta spilið og púttin voru í aðalhlutverki.
Axel Bóasson er 27 ára gamall og hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Hann hefur á undanförnum misserum reynt fyrir sér á atvinnumótaröð á Norðurlöndunum og uppskeran var frábær á þessu ári. „Ég hef breytt miklu hjá mér og það skilaði árangri. Það sem stendur upp úr er markviss hugarþjálfun undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar. Og breyttar áherslur
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ótrúlegt ár hjá Íslandsmeistaranum
í æfingum, minna magn og meiri gæði. Þetta er í raun það sem ég lagði mesta áherslu á. Byrjunin á tímabilinu var ekki góð, ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu mótunum, alveg eins og árið þar á undan. Ég gafst ekki upp og Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ kveikti á nokkrum ljósum hjá mér þegar hann var kylfuberi hjá mér á fjórða mótinu þar sem ég komst ekki í
gegnum niðurskurðinn. Ég er með það sem markmið að sjá fyrir mér hvert einasta högg, lýsa því hvernig boltaflugið á að vera og hvert boltinn á að fara nákvæmlega. Ég lýsti því högginu sem ég ætlaði að slá fyrir Jussi í hvert einasta sinn sem ég sló. Ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn en það sem Jussi sagði við mig eftir hringinn hvatti mig áfram. Hann benti mér á að ég hefði
slegið sex fullkomin golfhögg á hringnum og það væri jafnvel fjórum höggum betra en hjá toppkylfingi á sterkustu atvinnumótaröðunum. Hann lagði til að gjörbreyta áherslum í æfingunum, minna magn, meiri gæði og 70 % af æfingunum væru í stutta spilinu og púttum.“ Fyrir tveimur árum æfði Axel mikið og hann var oft á æfingasvæðinu í allt að 10 tíma að slá golfbolta. Þrátt fyrir miklar æfingar skilaði það sér ekki og er hann sannfærður um að gæðin séu lykilatriði á bak við góðan árangur á þessu ári. „Ég hef líka fækkað mistökunum sem hafa kostað mig vítishögg á hringjunum. Í fyrra var ég með um eitt högg að meðaltali á hring, sem er of mikið. Mér hefur tekist að bæta þann hluta um tugi prósenta. Ég finn að mér líður betur en áður, ég hef meiri trú á sjálfum mér og huglægi þáttur leiksins er það sem ég hef unnið hvað mest með. Sjálfstraustið kemur í kjölfarið og það smitast út í leikinn. Æfingarnar í stutta spilinu hafa einnig skilað meira sjálfstrausti, ef ég hitti ekki flötina þá veit ég að það eru góðar líkur á að vippa ofan í eða tryggja í það minnsta par eða skolla í mesta lagi. Axel er einn högglengsti atvinnukylfingurinn í Evrópu og með sveifluhraða sem jafnast á við það sem kappar á borð við Dustin Johnson eru með. „Ég hef alltaf getað slegið langt og ég þarf að æfa þann hluta leiksins samhliða því að bæta mig í því sem ég þarf að laga. Ef ég skipti golfinu mínu upp í 100 hluta og bæti mig um 1% í hverju atriði þá er ég með 100% bætingu. Þannig er ég að leggja þetta upp og smátt og smátt verð ég komin nær markmiðum mínum. Það hefur einkennt íslenska kylfinga að þeir séu góðir í að slá boltann en huglægi þátturinn og stutta spilið er það sem hefur vantað hvað mest.“ Axel lék gríðarlega vel á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á þessu ári. Hann var ellefu sinnum á meðal tíu efstu. Sigraði á tveimur mótum, varð þrisvar sinnum í öðrum sæti og einu sinni í þriðja sæti. Hann er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fagnar stigameistaratitlinum á þessari mótaröð sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. „Árangurinn á tímabilinu var framar vonum. Ég stefndi á að halda keppnisréttinum á Nordic Tour og fá betri tilfinningu fyrir því að leika sem atvinnumaður. Ég og Jóhann Ingi vorum sammála um að ég þyrfti að búa til „heimavallarstemningu“ á mótunum erlendis. Það tókst, mér leið eins og ég væri að spila á Íslandi, væri þá í toppbaráttu og ætti möguleika á að sigra. Ég sá þetta í fyrra, ég sigraði á þremur af fjórum mótum á Eimskipsmótaröðinni á Íslandi og ég náði ekki að fylgja því eftir erlendis.
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ótrúlegt ár hjá Íslandsmeistaranum
FYR IR
N OG AUG U SJÓ
NÝ
LÝ S
I
T T Ý N JU N G F RÁ
OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkum ætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS
Góð byrjun hjá Haraldi Franklín á Nordic Tour á þessu ári hvatti mig einnig áfram. Ég vissi að við Haddi værum á svipuðu róli í okkar leik en náði ekki að koma því til skila erlendis. Með markvissum aðferðum náði ég að núllstilla mig andlega og koma sterkari til baka. Þetta ferðalag er rétt að byrja og ég hlakka til að halda áfram að æfa hugarfarið og andlega þátt leiksins.“ Axel fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli á heimavelli. Lokakaflinn á því móti var stórkostlegur og einn sá eftirminnilegasti í langri sögu Íslandsmótsins. „Ég er Íslandsmeistari og það tekur það enginn af mér,“ segir Axel í léttum tón þegar hann er inntur eftir því hvort hann hafi hugsað oft um innáhöggið á lokaholunni á lokahringum. Axel var með þriggja högga forskot á Harald Franklín fyrir lokaholuna. Annað höggið hjá Axel með 58 gráðu fleygjárninu fór of langt og fór í steinana vinstra megin við flötina. Úr erfiðri stöðu fékk Axel skramba (+2) og Haraldur Franklín setti niður magnað pútt fyrir fugli og jafnaði við Axel.
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ótrúlegt ár hjá Íslandsmeistaranum
„Ég viðurkenni alveg að ég hugsaði mikið um þetta högg þegar ég gekk frá 18. flötinni og niður á 10. teig á leið í umspilið gegn Haraldi Franklín. Ég var alveg brjálaður út í sjálfan mig. Vinur minn sem var með mér á pokanum stoppaði mig á leiðinni og hélt ágæta ræðu yfir mér. Ég náði mér niður, leit á næstu þrjár holur sem holukeppni og mér fannst það sterkt að koma til baka og vinna þetta eftir þessa hörmung á lokaholunni.“ Axel segir að að hann hafi gert grundvallarmistök í öðru högginu á lokaholunni sem var af um 80 metra færi. „Ég var alveg rólegur að mér fannst en ég gerði mér ekki grein fyrir öllu adrenalínflæðinu sem var til staðar. Höggið var því alltof langt. Ég lærði af þessu og ég veit að í þessari stöðu getur þetta komið fyrir. Eigum við ekki að segja að þetta hafi bara verið gott fyrir sjónvarpið,“ bætir Axel við og brosir.
2018
SUZUKI SWIFT BÍLL ÁRSINS KOMDU OG PRUFAÐU SWIFT
Í FLOKKI SMÆRRI FÓLKSBÍLA
HANN FÆR ÞIG TIL AÐ BROSA
KÍKTU VIÐ OG KYNNTU ÞÉR VERÐLAUNA BÍLINN SUZUKI SWIFT. SUZUKI SWIFT ER FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR, BEINSKIPTUR OG FJÓRHJÓLADRIFINN.
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
Siggi Palli nýr íþróttastjóri GS Sigurpáll Geir Sveinsson tekur við starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Suðurnesja í byrjun ársins 2018. Sigurpáll er menntaður PGA-kennari og tekur við starfinu af Karen Sævarsdóttur sem hætti störfum hjá GS í haust.
„Með ráðningu Sigurpáls, eða Sigga Palla eins og flestir þekkja hann, er horft til framtíðar með metnaðarfullum augum. Við sjáum fyrir okkur að efla afreksstarfið til muna, sem og þjónustu við hinn almenna kylfing í klúbbnum,“ segir m.a. í frétt frá GS um ráðninguna.
Bronson til GM - 80 umsækjendur Bandaríkjamaðurinn Peter Bronson er nýr golfkennari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Um 80 umsóknir bárust um stöðuna. Davíð Gunnlaugsson verður áfram íþróttastjóri GM og mun starfa samhliða Bronson við þjálfun barna og ungmenna hjá klúbbnum. Peter Bronson er fæddur í Boston í Bandaríkjunum árið 1972. Hann hefur komið víða við á ferlinum sem leikmaður og PGA-kennari, til dæmis á Spáni og í Póllandi.
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
HUGMYNDIR AÐ JÓLAGJÖF KYLFINGSINS BYRJENDASETT Úrval af byrjendasettum frá MacGregor með poka.
PÚTTERAR EVNROLL eru heitustu pútterarnir á markaðnum í dag. Verð frá 39.900 - 44.900 kr. Sama verð og í USA.
Úrval af fallegum og eigulegum fylgihlutum sem passa vel í jólapakka kylfingsins.
VERÐ FRÁ 29.900 - 69.900 KR
GPS ÚR
GOLFPOKAR
Úrval af GPS úrum og fjarlægðarmælum frá Bushnell, Pargate og Precision Pro.
Úrval af burðarog kerrupokum frá öllum helstu framleiðendum.
VERÐ FRÁ 19.900 KR
VERÐ FRÁ 9.800 - 42.900 KR
GOLFBUXUR Alberto buxur fyrir dömur og herra. Buxurnar sem kylfingar elska.
PUMA FATNAÐUR Puma fatnaður fyrir dömur og herra. Erum einnig með fatnað frá Puma fyrir krakkana, stráka og stelpur.
VERÐ 14.900 - 19.900 KR
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VÖRUR, VERÐ OG GOLFFERÐIR MÁ SJÁ
Á GOLFSKALINN.IS
SMÁVÖRUR
GOLFKERRUR Úrval af kerrum frá Big Max og Clicgear, (líka fyrir krakka).
VERÐ FRÁ 9.800 - 36.800 KR
COBRA KYLFUR Cobra kylfurnar hafa slegið í gegn hjá okkur. Erum með úrval af kylfum frá Cobra fyrir dömur og herra.
„Elskar golf í góðum félagsskap“ – Hinn 14 ára gamli Böðvar Bragi Pálsson stefnir hátt í golfíþróttinni
HRAÐASPURNINGAR
Böðvar Bragi Pálsson hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð í golfíþróttinni þrátt fyrir ungan aldur. GR-ingurinn hefur látið að sér kveða á Íslandsbankamótaröð unglinga og hann steig sínu fyrstu skref á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni, á sl. sumri. Böðvar er í 9. bekk og í yngri landsliðshóp GSÍ og verður spennandi að fylgjast með þessum kappa, sem nú þegar hefur afrekað að leika á 66 höggum á Sjónum/Ánni á Korpu, í framtíðinni. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Fjölskyldan mín er í golfi og kynnti mig fyrir íþróttinni þegar ég var lítill. Ég hef elskað golf síðan.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að spila golf í góðum félagsskap er það skemmtilegasta.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að verða atvinnumaður og komast á PGA.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Lengri höggin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég sló besta högg sem ég hef slegið þegar
Sean Foley, þjálfarinn hans Justin Rose og gamli þjálfarinn hans Tiger Woods, var að horfa á. Ég var í bráðabana á móti í Bandaríkjunum, lenti í erfiðri stöðu um 50 metra frá holu, sló lágt högg með miklum bakspuna sem endaði um tvo metra frá. Fékk fugl en það dugði ekki til sigurs í bráðabananum - en höggið var eftirminnilegt.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Það var á fyrsta teig í Meistaramóti í Grafarholti árið 2013. Ég rakst í kúluna í æfingasveiflu og kúlan flaug til hægri niður brekkuna. Það voru margir áhorfendur og sumir sögðu að þetta hefði verið högg.“
Draumaráshópurinn? „Tiger Woods, Phil Mickelson og Victor Dubuisson.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Orange County National (Crooked Cat), því það er skemmtilegur völlur sem getur refsað.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „12. holan á Korpu, 3. holan á Garðavelli og 18. holan á Bay Hill. Þetta eru allt fallegar holur og mjög erfiðar.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ekkert.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er í 9. bekk í Foldaskóla.“
Staðreyndir: Nafn: Böðvar Bragi Pálsson. Aldur: 14 ára. Forgjöf: 2,3. Uppáhaldsmatur: Gúllassúpa. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Driver. Ég hlusta á: Alls konar tónlist. Besta skor í golfi: 66, Sjórinn/Áin á Korpu.
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods. Besta vefsíðan: kylfingur.is. Besta blaðið: Golf á íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að tvíslá. Dræver: Titleist 917. Brautartré: TaylorMade M2. Blendingur: TaylorMade M2. Járn: Titleist AP2
Fleygjárn: Titleist Vokey SM6 Pútter: TaylorMade TP Hanski: Ég nota ekki hanska. Skór: Nike Lunar. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear
„Alltaf nýjar áskoranir í golfinu“ – Heiðrún Anna Hlynsdóttir óttast mest að fá golfkúlu í sig Heiðrún Anna Hlynsdóttir er einn af fjölmörgum efnilegum kylfingum sem eru í röðum Golfklúbbs Selfoss. Heiðrún stefnir hátt í golfinu enda eru margar fyrirmyndir til staðar í íslensku golfi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hennar hefur verið í fremstu röð kylfinga í mörg ár. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég byrjaði að vera í golfi með pabba þegar ég var yngri og ég hef haldið áfram síðan því að mér finnst það ótrúlega gaman.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að kynnast mörgu nýju fólki, einnig þegar þú nærð markmiðum þínum og það gengur vel. Hver hringur eða hvert högg er mismunandi þannig það eru alltaf nýjar áskoranir til að takast á við.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum og sjá svo
hvað gerist í framhaldinu. Það væri geggjað að komast á LPGA-mótaröðina.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta spilið og pútt.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Járnahögg og bæta högglengd.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri stúlkna árið 2015. Það var geggjað og kom okkur öllum held ég mjög á óvart þar sem við vorum bara 4 í liðinu og þurftum allar að spila alla leiki.“
HRAÐASPURNINGAR
Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég sló einu sinni í sjálfa mig á móti.“ Draumaráshópurinn? „Lexi Thompson, Brooke Henderson og vinkona mín Alexandra.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Novo Sancti Petri á Spáni, ótrúlega skemmtilegur og krefjandi völlur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „4.holan á Svarfhólsvelli, 6.holan á a-velli á Novo Sancti Petri og 18. holan á Akureyri. Allt mjög krefjandi, fallegar og skemmtilegar holur.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Líkamsræktin, námið og skólinn, allt saman skemmtilegt.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Á öðru ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands.“
Staðreyndir: Nafn: Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Aldur: 17 ára. Forgjöf: 6,1. Uppáhaldsmatur: Indverskur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Pútterinn. Ég hlusta á: Alls konar tónlist. Rory Mcllroy eða Tiger Woods? Rory Mcllroy. Besta skor í golfi: 74. Besta vefsíðan: golf.is.
48
GOLF.IS
Besta blaðið: Golf á Íslandi Hvað óttast þú mest í golfinu: Að fá kúlu í mig. Dræver: Ping G400. Brautartré: Ping G. Blendingur: Ping G30. Járn: Ping G, 5-W. Fleygjárn: Ping glide, 58° og 54°. Pútter: Ping Oslo Vault. Hanski: Nota yfirleitt ekki hanska, annars FJ. Skór: Footjoy. Golfpoki: Ping 4 series. Kerra: Sun Mountain.
kvika.is
„Mikil tækifæri á Íslandi“ Tíföldun á heimsóknum erlendra kylfinga á Brautarholtsvöll
1. brautin á Brautarholtsvelli er með þeim fallegri á landinu. Einstök í alla staði.
Brautarholtsvöllur á Kjalarnesi hefur á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Síðastliðið haust voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun og er völlurinn því 12 holur og að margra mati einn besti golfvöllur landsins. Áhugi erlendra gesta á Brautarholtsvelli fer vaxandi og á síðastliðnu sumri komu um 800 erlendir gestir á Brautarholtsvöll. Það er tíföldun á fjölda frá því sem áður var. Hér er horft til baka upp eftir 1. brautinni frá sjónarhorni sem fáir kylfingar upplifa við leik á Brautarholtsvelli. Níunda brautin er til hægri.
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Mikil tækifæri á Íslandi“
Gunnar Páll Pálsson formaður golfklúbbs Brautarholt hélt áhugaverðan fyrirlestur á dögunum á fundi Golf Iceland í Laugardalnum. Þar sagði Gunnar frá því helsta sem Brautarholt hefur gert til þess að ná athygli erlendra kylfinga og fá þá til þess að heimsækja Ísland. „Aðsóknin hjá erlendum kylfingum hefur tífaldast og við höfum gert ýmislegt til þess að vekja athygli á vellinum. Samkvæmt greiningu á gögnum sem til eru hjá Brautarholtsklúbbnum þá eru flestir gestir á eigin vegum þegar þeir koma til Íslands að leika golf. Um 30% okkar gesta eru á eigin vegum. Ferðaskrifstofur hafa enn sem komið er ekki verið áberandi hvað þetta varðar en við finnum samt fyrir áhuga þeirra. Það berast fleiri og fleiri fyrirspurnir frá slíkum aðilum með hverju árinu sem líður.“ Mikið framboð á flugi til N-Ameríku frá Íslandi hefur að mati Gunnars Páls gjörbreytt stöðunni til hins betra fyrir íslenska golfvelli.
Göngur og hlaup án verkja „Ég sleit krossband fyrir mörgum árum og hef farið í nokkrar liðþófaaðgerðir, þegar ég byrjaði að hlaupi fyrir alvöru fyrir ca. fimm árum var ég alltaf með verki í hnjánum og í upphafi síðasta árs voru verkirnir þannig að ég gat ekki stigið í fótinn. Ég tók mér pásu og byrjaði aftur en alltaf komu verkirnir aftur og það var svo komið að ég gat ekki stigið í fótinn nema að finna fyrir verkjum, ég vaknaði á nóttinni með verki. Fyrir ca. Ári byrjaði ég að taka Nutrilenk að staðaldri og smám saman gat ég farið að ganga eðlilega og hlaupa aftur. Núna get ég gengið og hlaupið verkjalaus og finn ekkert fyrir verkjum eftir mikil átök og get hlaupið aftur, kláraði hálft maraþon og fjallahlaup án verkja nú í sumar og þessu þakka ég NUTRILENK“. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum
NUTRILENK GEL
er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi, dregur úr bólgum og er gott fyrir brjóskvefinn. Gelið má nota eftir þörfum en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir.
NUTRILENK GOLD
NUTRILENK ACTIVE
NUTRILENK GOLD virkað verkjastillandi á liðverki, en liðverkir orsakast oftast af rýrnun brjóskvefs í liðamótum.
Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar miklar álagsíþróttir.
hefur hjálpað þúsundum íslendinga sem þjást af liðverkjum, stirðleika eða braki í liðum. Hjá þeim sem þjást af minnkuðum brjóskvef þá getur
er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum.
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Upphafshöggið á 5. braut sem er par 3 hola er rétt um 190 metrar af gulu teigunum og það þarf að láta boltann fljúga yfir víkina sem er hér fyrir framan. Eftirminnileg hola og afar krefjandi.
Hér er horft til austurs þar sem þrjár nýjar brautir voru teknar í notkun sl. haust. Þetta er 12. flötin.
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Mikil tækifæri á Íslandi“
Ein stærsta og glæsilegasta flöt landsins er sú 9. á Brautarholtsvelli. Um 1.600 fermetrar að flatarmáli eða sem nemur tveimur handboltavöllum í fullri stærð.
Reykjavík besta upplifun þeirra af slíkum ferðum. Þau gátu spilað golf víða, farið á söfn, tónleika og út að borða, án þess að eyða miklum tíma í ferðalög eftir golfhringina. Að þeirra mati var þetta menningargolfferð eins og þær gerast bestar.“ Gunnar bætti því við að heimasíða Brautarholts sé í dag miðuð að því að erlendir gestir séu aðalmarkhópurinn. „Við erum ekki með það marga íslenska félagsmenn að við ákváðum að fara þessa leið. Myndir af vellinum eru þar í aðalhlutverki, það er einfalt að panta rástíma og afla sér upplýsinga um okkur. Þar að auki höfum við boðið upp á golfpakka sem felst í því að við sækjum gesti okkar á hótelið, keyrum þá báðar leiðir og leigjum þeim golfsett og bíla. Eftirspurnin eftir þessari þjónustu fór vaxandi og vakti athygli. Við höfum einnig nýtt þá krafta sem felast í auglýsingum á google og það hefur skilað árangri.“ Margir heimsþekktir golfblaðamenn hafa á undanförnum misserum skrifað lofsamlegar „Þeir sem eru í New York eiga auðveldara með að koma sér til Íslands en til margra annarra spennandi golfáfangastaða. Möguleikarnir eru því miklir fyrir okkur með þessari miklu aukningu á flugframboði. Flestir okkar gestir eru frá Norður-Ameríku og Kanada. Þeir stoppa stutt á landinu en vilja gera mikið á þeim tíma.“ Sérstaða íslenskra golfvalla er það sem erlendir gestir Brautarholts tala mest um. „Ég hef heyrt marga þeirra segja að einfaldleikinn sem einkennir íslenska golfvelli sé heillandi. Þar er einnig átt við látlaus klúbbhús og slíkt, þetta er eins og það á að vera hjá okkur.“ „Við fengum 12 manna hjónahóp í heimsókn. Þessi hópur hafði í 21 ár farið í golfferðir til Bretlandseyja en að þeirra mati var
greinar um íslenska golfvelli og þar á meðal Brautarholtsvöllinn. „Náttúrugolfvellir á borð við Brautarholtsvöll eru að sækja í sig veðrið hjá þeim sem hafa farið víða um heim að spila golf. Bandon Dunes í Oregon í Bandaríkjunum, Lofoten Links í Noregi og Capot Links í Nova Scotia eru á meðal valla sem þessir einstaklingar hafa einnig verið að heimsækja. Miðnæturgolfið á mikið inni hér á landi og tækifærin eru mörg fyrir okkur. Ísland hefur verið mikið til umfjöllunar hjá erlendum golffjölmiðlum. Mark Crossfield, YouTube-stjarna golfsins, hefur gert myndbönd um íslenska velli sem hafa fengið á þriðja hundrað þúsund heimsóknir. Allt þetta hefur áhrif til lengri tíma litið. Og að lokum má nefna að í sumar kom kylfingur sem hefur leikið alla 100 bestu golfvelli heims. Það eru um 35 einstaklingar sem hafa gert það og hann sagði að Ísland gæti verið næsta Írland hvað golfið varðar,“ sagði Gunnar Páll m.a. á þessum fyrirlestri. Hér er sænskur kylfingur að undirbúa sig fyrir upphafshöggið á 3. braut.
GOLF.IS
55
Hvers vegna þarf að gata þegar flatirnar eru bestar?
Nú á haustmánuðum hafa vallarstarfsmenn verið í óða önn að undirbúa vellina fyrir veturinn. rásir fyrir ræturnar en þær vaxa í loftrásum í jarðveginum (ekki í sandinum eða moldinni sjálfri) og örvar vöxt þeirra, léttir á þjöppun jarðvegs og eykur vatnsflæði í gegnum svörðinn (dren). Þetta má vel sjá á haustin þegar oft er blautt í veðri og mikil pollamyndun er í kringum flatir. Afar sjaldgæft er að pollar sjáist á flötunum þar sem þær eru vel opnar og hleypa umfram vatni vel í gegnum yfirborðið. Því er götun gríðarlega mikilvæg til að geta boðið upp á heilbrigðar og góðar flatir, auðveldar plöntunni lífið og hjálpar henni að vaxa og dafna. Götunin hefur mjög góð áhrif á yfirborð flatanna sem gerir leikinn skemmtilegri, þ.e. grasið verður grænt og þétt, flatirnar taka betur á móti boltanum, rennsli er jafnt og boltinn heldur línu. Steindór Ragnarsson, vallarstjóri á Jaðarsvelli á Akureyri og formaður SÍGÍ. Mesta vinnan fer fram á flötunum og margir kylfingar spyrja sig eflaust hvers vegna þurfi endilega að gata þessar sléttu og fallegu flatir einmitt þegar þær eru hvað bestar. Oftast er gatað með teinum sem gera einungis holur, svokölluð tappagötun, þar sem hirt er upp úr holunum, en það fer eftir því hver tilgangurinn með götuninni er hverju sinni. Götunin er notuð til að halda lífrænum efnum í sverðinum í jafnvægi, búa til loft-
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvers vegna þarf að gata þegar flatirnar eru bestar?
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Á stuttbuxum í 7 gráðum í október HRAÐASPURNINGAR
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Golfsettið er alltaf innifalið
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Ég hef oft byrjað í golfi, fyrst árið 1990, og ég hef hætt einu sinni sjaldnar en ég hef byrjað,“ segir Ásgeir Magnús Ásgeirsson, 52 ára gamall kylfingur úr Keili, sem lék á stuttbuxum á heimavellinum þann 24. okt. sl. Golf á Íslandi hitti kappann á 12. teig í blíðskapar haustveðri. Ásgeir hefur gaman af öllum boltaíþróttum og útiveru. „Það passaði því vel að byrja að stunda golfið á sínum tíma.“
Þeir sem þekkja Ásgeir kippa sér ekkert upp við það að hann hafi verið á stuttbuxum í golfi í 7 gráðu hita seint í október. „Hápunkturinn á golfsumrinu var að skrokkurinn leyfði meiri spilamennsku en mörg undanfarin ár og það eftirminnilegasta við sumarið er að ég náði að lækka forgjöf-
ina um 5 högg,“ segir Ásgeir áður en hann svaraði nokkrum laufléttum spurningum. Hvaða þrjár golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi? 13 á Hvaleyri, mögulega af því að hún er ný, en ótrúlega vel heppnuð hola. 1. holan á Brautarholtsvelli, magnað umhverfi og alvöru metnaður í hönnun og gerð brautarinnar sem og vallarins í heild. 8. holan í Vestmannaeyjum, upplifun hverju sinni að standa í fuglagargi yfir sjóbörðum klettum og spennandi ganga af teig þar sem maður er alltaf/oftast jafn hissa á að sjá ekki bolta á flöt. Hvaða þrír golfvellir eru í uppáhaldi hjá þér á Íslandi? Hvaleyrarvöllur. Ástand vallarins ávallt eins og best verður á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Skemmtilegar andstæður, hraun og sjór. Brautarholtsvöllur. Magnað umhverfi og völlur sem býður upp á ýmislegt sem við eigum ekki að venjast hér á landi.
ÍSLENSKA/SIA.IS/GEY 79661 05/16
VANTAR PLÁSS Í SKÚRNUM FYRIR GOLFSETTIÐ?
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Á stuttbuxum í 7 gráðum í október
WWW.GEYMSLA24.IS
Katlavöllur á Húsavík. Hef bara spilað hann í frábæru veðri, sérstakt landslag og útsýnið er einstakt. Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2017, hvaða högg væri það? Stutt högg inn á 9. flöt á Hvaleyrinni. Átti góðan möguleika á pari rétt framan við flötina, í versta falli skramba fyrir 37-38 höggum og bæta mitt besta skor í hrauninu, en endaði á þreföldum skolla og 41 höggi. Hvaða högg var eftirminnilegst hjá þér árið 2017? Spilaði í sumar Garðavöll á Akranesi í fyrsta skipti. Áttaði mig ekki alveg á staðháttum og lenti teighöggið á 10. braut inn á miðri flöt þar sem fjórir menn í næsta ráshópi á undan stóðu. Engan sakaði og var ég afar þakklátur fyrir það og hversu vel þeir tóku þessum mistökum mínum,“ segir Ásgeir og er með þessum orðum án efa að koma því til skila að hann geti slegið 230 metra upphafshögg. Hvert var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta, sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? „Var uppi í útsýnisstiga á 6. teig í Öndverðarnesi um miðjan september er ég sá golfbíl bruna eftir 4. og 5. braut, fram hjá og fyrir félaga mína og skömmu síðar fram hjá mér. Ég kannaðist við kauða og konu hans en þau litu ekki á einn né neinn og voru greinilega að leita sér að auðri braut til að spila á þéttbókuðum vellinum.“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Ég þarf meiri stöðugleika í mitt golf.“
Nafn: Ásgeir Magnús Ólafsson Klúbbur: GK Aldur: 52 Forgjöf: 16,7 Leyndur hæfileiki: „Hógværð.“ Besti hringurinn: „85 högg á Hvaleyri og Grafarholti.“ Hola í höggi: „Líklega um árið 2000. Strunsaði beint út á Sveinskotsvöll eftir tíma hjá Björgvini Sigurbergssyni vegna „sjank“ vandamála. Fór holu í höggi á 5. braut þar sem ég notaði fleygjárn frá konunni og stóð með vinstri fót uppi á tábergi feti fyrir aftan þann hægri.“ Uppáhaldskylfingurinn: „Miguel Angel Jimenez.“ Draumaráshópur: „Sá hópur sem ég lendi með hverju sinni í miðvikudagsgolfi Bollans.“ Uppáhaldskylfa: „Dræverinn.“
Vertu framúrskarandi Það er óhætt að segja að Ólafía Þórunn sé framúrskarandi kylfingur. Við hjá KPMG erum mjög stolt af samstarfi okkar og óskum henni innilega til hamingju með að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt á LPGA mótaröðinni 2018. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Eimskipsmótaröðin 2017
Vikar og Berglind stigameistarar Ný nöfn voru rituð á verðlaunagripina fyrir stigameistaratitlana á Eimskipsmótaröðinni í golfi árið 2017. Vikar Jónasson úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar - í fyrsta sinn á ferlinum. Vikar er 19. karlkylfingurinn sem er stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Keilismaðurinn tvítugi sigraði á tveimur mótum af alls átta á keppnistímabilinu 2016-2017. Það eru jafnframt fyrstu sigrar hans á mótaröð þeirra bestu. Vikar sigraði á Símamótinu í Borgarnesi og á Borgunarmótinu í Hafnarfirði þar sem keppt var um Hvaleyrarbikarinn.
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Berglind, sem er 25 ára, er tíunda konan frá árinu 1989 sem er stigameistari á Eimskipsmótaröðinni og forverum þeirrar mótaraðar hjá GSÍ. Berglind sigraði á tveimur mótum af alls átta á tímabilinu en hún tók þátt á sjö mótum á tímabilinu.
ÁRANGUR VIKARS Á EIMSKIPS MÓTARÖÐINNI 2016-2017: 23. sæti: Nýherjamótið, Vestmannaeyjar, september 2016. 7. sæti: Honda Classic mótið, Garðavöllur á Akranesi, september 2016. 11. sæti: Egils Gull mótið, Hólmsvöllur í Leiru, maí 2017. 1. sæti: Símamótið, Hamarsvöllur í Borgarnesi, júní 2017. 15. sæti: KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni, Vestmannaeyjar, júní 2017. 11. sæti: Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótaröðin, Keilir í Hafnarfirði, júlí 2017. 1. sæti: Borgunarmótið, Hvaleyrarbikarinn, Keilir í Hafnafirði, júlí 2017. 11. sæti: Securitasmótið, GR-bikarinn, Grafarholt í Reykjavík, ágúst 2017.
Keppt var um stigameistaratitil á mótaröðum GSÍ í fyrsta sinn árið 1989. Í ár var því keppt í 29. sinn um stigameistaratitla í íslensku golfi. Björgvin Sigurbergsson úr Keili hefur oftast fagnað þessum titli í karlaflokki eða fjórum sinnum alls. Sjö kylfingar hafa unnið stigameistaratitilinn oftar en
einu sinni. Þeir eru Björgvin Sigurbergsson (4), Hlynur Geir Hjartarson (3), Úlfar Jónsson (2), Sigurpáll Geir Sveinsson (2), Birgir Leifur Hafþórsson (2), Heiðar Davíð Bragason (2) og Axel Bóasson (2). Aðeins Björgvin Sigurbergsson og Axel Bóasson hafa varið stigameistaratitilinn í karlaflokki.
STIGAMEISTARAR FRÁ UPPHAFI: KARLAFLOKKUR: 1989 Sigurjón Arnarsson (1) 1990 Úlfar Jónsson (1) 1991 Ragnar Ólafsson (1) 1992 Úlfar Jónsson (2) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1) 1995 Björgvin Sigurbergsson (1) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson (1) 1997 Björgvin Sigurbergsson (2) 1998 Björgvin Sigurbergsson (3)
1999 Örn Ævar Hjartarson (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson (4) 2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2) 2003 Heiðar Davíð Bragason (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason (2) 2006 Ólafur Már Sigurðsson (1) 2007 Haraldur H. Heimisson (1)
2008 Hlynur Geir Hjartarson (1) 2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1) 2010 Hlynur Geir Hjartarson (2) 2011 Stefán Már Stefánsson (1) 2012 Hlynur Geir Hjartarson (3) 2013 Rúnar Arnórsson (1) 2014 Kristján Þór Einarsson (1) 2015 Axel Bóasson (1) 2016 Axel Bóasson (2) 2017 Vikar Jónasson (1)
GOLF.IS
63
ÁRANGUR BERGLINDAR Á EIMSKIPSMÓTARÖÐINNI 2016-2017.
Keppt var í fyrsta sinn um stigameistaratitilinn í kvennaflokki árið 1989 líkt og hjá körlunum. Ragnhildur Sigurðardóttir hefur sigrað oftast í heildarstigakeppninni, eða níu sinnum alls, og þar af fjögur ár í röð á
árunum 2003-2006. Ólöf María Jónsdóttir vann titilinn sex sinnum í röð á árunum 1993-1998 og Signý Arnórsdóttir varð stigameistari þrjú ár í röð á árunum 2011-2013.
1. sæti: Nýherjamótið, Vestmannaeyjar, september 2016. Tók ekki þátt: Honda Classic mótið, Garðavöllur á Akranesi, september 2016. 1. sæti: Egils Gull mótið, Hólmsvöllur í Leiru, maí 2017. 6. sæti: Símamótið, Hamarsvöllur í Borgarnesi, júní 2017. 6. sæti: KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni, Vestmannaeyjar, júní 2017. 6. sæti: Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótaröðin, Keilir í Hafnarfirði, júlí 2017. 7. sæti: Borgunarmótið, Hvaleyrarbikarinn, Keilir í Hafnafirði, júlí 2017. 2. sæti: Securitasmótið, GR-bikarinn, Grafarholt í Reykjavík, ágúst 2017.
KVENNAFLOKKUR: 1989 Karen Sævarsdóttir (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 1991 Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 1992 Karen Sævarsdóttir (2) 1993 Ólöf M. Jónsdóttir (1) 1994 Ólöf M. Jónsdóttir (2) 1995 Ólöf M. Jónsdóttir (3) 1996 Ólöf M. Jónsdóttir (4) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir (5) 1998 Ólöf M. Jónsdóttir (6)
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
1999 Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 2000 Herborg Arnarsdóttir (1) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2002 Herborg Arnarsdóttir (2) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (5) 2004 Ragnhildur Sigurðardóttir (6) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7) 2006 Ragnhildur Sigurðardóttir (8) 2007 Nína Björk Geirsdóttir (1) 2008 Ragnhildur Sigurðardóttir (9)
2009 Signý Arnórsdóttir (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2011 Signý Arnórsdóttir (2) 2012 Signý Arnórsdóttir (3) 2013 Signý Arnórsdóttir (4) 2014 Karen Guðnadóttir (1) 2015 Tinna Jóhannsdóttir (1) 2016 Ragnhildur Kristinsdóttir (1) 2017 Berglind Björnsdóttir (1)
POWER BUG RAFMAGNSKERRURNAR
PowerBug Infinity X1 er ein allra vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu fjögur árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt, einföld í notkun og með lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít. Hún er einnig fáanleg í DHC X1 útgáfunni og þá er hún með bremsubúnaði. Infinity X1 verð 129.900 kr
Jólatilboð 109.900 kr
Eimskipsmótaröðin 2017-2018
Aron og Guðrún sigurvegarar á Bose-mótinu
Aron Snær Júlíusson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigruðu á Bosemótinu sem var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Aron Snær setti jafnframt nýtt vallarmet á Jaðarsvelli á Akureyri á lokahringnum þegar hann lék á 64 höggum eða -7.
ÍSLENSKA/SIA.IS/GEY 79661 05/16
VANTAR PLÁSS Í SKÚRNUM FYRIR GOLFSETTIÐ?
66
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
WWW.GEYMSLA24.IS
Guðrún Brá lék á +3 samtals og sigraði með fjögurra högga mun. Sigur Guðrúnar var aldrei í hættu þrátt fyrir að hún hafi leikið á 76 höggum á þriðja keppnishringnum. Hún lék gríðarlega vel á fyrsta keppnisdeginum þar sem leiknar voru 36 holur og þar lék Guðrún á -2 samtals (69-71) en parið á Jaðarsvelli er 71 högg. Þetta var annað mótið í röð sem Aron Snær vinnur á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði einnig á Securitasmótinu þar sem keppt var um GR-bikarinn á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar í ágúst. Aron hafði ekki sigrað á Eimskipsmótaröðinni fyrr en á Securitasmótinu. Yfirburðir Arons á Bose-mótinu voru gríðarlegir en hann sigraði með 16 högga mun. Aron lék hringina þrjá á 10 höggum undir pari (70-69-64) við frábærar aðstæður á glæsilegum keppnisvelli. Fimm kylfingar deildu 2. sætinu og þar vakti athygli árangur hins þaulreynda Björgvins Sigurbergssonar úr Keili. Björgvin, sem er aðalþjálfari Keilis, hefur nánast ekkert sinnt keppnisgolfinu á undanförnum árum. Hann sýndi gamla takta og lék á 6 höggum yfir pari samtals en hann er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og sigraði síðast árið 2007.
Taktu for-skot รก sรฆluna
LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI Á BOSE-MÓTINU: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG (70-69-64) 203 högg -10 2.-6. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (75-70-74) 219 högg +6 2.-6. Hlynur Bergsson, GKG (75-73-71) 219 högg +6 2.-6. Andri Már Óskarsson, GHR (71-74-74) 219 högg +6
2.-6. Björgvin Sigurbergsson, GK (74-71-74) 219 högg +6 2.-6. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (72-75-72) 219 högg + 6 7.-8. Tumi Hrafn Kúld, GA (73-73-74) 220 högg +7 7.-8. Kristján Þór Einarsson, GM (74-74-72) 220 högg +7
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI Á BOSE-MÓTINU: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (69-71-76) 216 högg +3 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (72-75-73) 220 högg +7 3. Saga Traustadóttir, GR (71-75-76) 222 högg +9 4. Heiða Guðnadóttir, GM (81-75-77) 233 högg +20 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (76-80-83) 239 högg +26
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
HÖRÐU PAKKARNIR FÁST Í SINDRA
VERKFÆRASETT 130 STK
VERKFÆRASETT 80 STK.
1/4” - 3/8” - 1/2” Toppar 4 - 32 mm | 5/32” - 1 1/4” Lyklar 8 - 22 mm E toppar, sexkantbitar og fl. Sterk plasttaska
Toppar 1/4” og 1/2” 4 - 32mm Fastir lyklar 8 - 19mm Djúpir toppar, bitar, tangir og skrúfjárn. Sterk plasttaska
vnr ITBGCAI130B
vnr IBTGCAI8002
19.900
m/vsk
Fullt verð 28.337
18.277
m/vsk
Fullt verð 27.205
VERKFÆRASETT 96 STK
SKRÚFJÁRNASETT 21 STK
Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska
Handfang + járn Bitahaldari Sterk plasttaska
vnr IBTGCAI9601
vnr IBTGAAI2101
19.196
m/vsk
Fullt verð 27.423
2.579
m/vsk
Fullt verð 4.299
SKRALLLYKLASETT 12 STK
ÁTAKSMÆLIR FYRIR SKRALL
Sterkur taupoki 72 tanna Pro lyklar Stærðir 8 - 19mm
1/2” Mælir: 40-200Nm Lengd: 75 mm Digital
vnr IBTGPAQ1202
vnr ibtDTA-200N
11.167
m/vsk
4.450
m/vsk
Fullt verð 6.356
Fullt verð 17.180
FASTLYKLASETT 12 STK
TOPPLYKLASETT 28 STK
Sterkur taupoki Stærðir 6 - 22mm
Toppar 1/2” 8 - 32 mm Framlenging með LED ljósi Sterk plasttaska
vnr IBTGPAW1202
vnr IBTGCAI2802
6.900
m/vsk
Fullt verð 10.150
www.sindri.is / sími 575 0000
6.634
Fullt verð 10.365
Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður
m/vsk
Eimskipsmótaröðin 2017-2018
Axel og Guðrún sigurvegarar á Honda Classic mótinu Keilir fagnaði tvöföldum sigri á Honda Classic mótinu, Axel Bóasson sigraði í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í kvennaflokki. Mikið hvassviðri og úrkoma setti svip sinn á fyrri keppnisdaginn. Áætlað var að leika 36 holur á þeim degi en mótsstjórn felldi síðari umferð dagsins niður þegar ljóst var að keppni myndi ekki ljúka fyrir myrkur. Af þeim sökum voru leiknar 36 holur eða tveir hringir á þessu móti. Axel, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi fyrr í sumar, lék á 74 höggum eða +3 á fyrri keppnisdeginum. Hann deildi efsta sætinu með Tuma Hrafni Kúld fyrir lokahringinn. Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GR, gerði harða atlögu að efsta sætinu á lokahringnum. Hann náði að jafna við Axel um tíma en Íslandsmeistarinn sýndi styrk sinn á lokaholunum og sigraði með þriggja högga mun. Andri Þór endaði í öðru sæti og Tumi Hrafn í því þriðja.
Það voru krefjandi aðstæður sem keppendur á Honda Classic mótinu glímdu við á frábærum Urriðavelli á Eimskipsmótaröðinni helgina 16.-17. september. Mótið var annað mótið á keppnistímabilinu 2017-2018 en alls verða mótin átta á keppnistímabilinu og fara sex næstu fram á árinu 2018.
LOKASTAÐA EFSTU KYLFINGA Í KARLAFLOKKI: 1. Axel Bóasson, GK (74-73) 147 högg +5 2. Andri Þór Björnsson, GR (79-71) 150 högg +8 3. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-78) 152 högg +10 4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (79-75) 154 högg +12 5. Vikar Jónasson, GK (79-76) 155 högg +13 6. Böðvar Bragi Pálsson, GR (83-73) 156 högg +14 7. Andri Már Óskarsson, GHR (79-78) 157 högg +15 8. Hákon Harðarson, GR (85- 75) 160 högg +18 9. Henning Darri Þórðarson, GK (84-78) 162 högg +20 10. Haukur Már Ólafsson, GKG (82-83) 165 högg +23
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
POSALAUSNIR VALITOR Posar
Veflausnir
Reglulegar greiðslur Kortalán
Það skiptir okkur máli hvaða rekstrarlausnir við veljum. Þær þurfa bæði að henta okkur og viðskiptavinunum. Greiðslulausnir Valitor bjóða viðskiptavinum okkar snertilausar greiðslur, afgreiðslu beint við borðið og að skipta greiðslum eins og þeim hentar. Viðskiptavinirnir eru ánægðir og við líka.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
*Gildir ekki með öðrum tilboðum.
Guðrún gaf aldrei færi á sér
A
VE
kr
Guðrún Brá gaf aldrei færi á sér á lokahringnum og landaði sínum öðrum sigri í röð á Eimskipsmótaröðinni á yfirstandandi tímabili. Þetta var jafnframt þriðji sigur Guðrúnar á árinu 2017 en hún er Íslandsmeistari í holukeppni þar sem hún landaði KPMG-bikarnum. Guðrún sigraði á fyrsta móti tímabilsins 2017-2018, Bose-mótinu, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri. Eins og áður segir var sigur Guðrúnar aldrei í hættu á Honda Classic mótinu. Hún sigraði með sjö högga mun og lék á +9 samtals við erfiðar aðstæður. Saga Traustadóttir átti góðan lokahring en það dugði ekki til. GR-ingurinn varð í öðru sæti og Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili í því þriðja.
LOKASTAÐA EFSTU KYLFINGA Í KVENNAFLOKKI: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-75) 151 högg +9 2. Saga Traustadóttir, GR (82-76) 158 högg +16 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (79 -81) 160 högg +18 4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (84- 78) 162 högg +20 5. Berglind Björnsdóttir, GR (84-85) 169 högg +27 6.-7. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (85-88) 173 högg +31 6.-7. Hrafnhildur Guðjónsdóttir, GO (85-88) 173 +31
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
A
*Gildir ekki með öðrum tilboðum.
VINSÆLASTI BORGARJEPPI Í HEIMI.
HONDA CR-V
kr. 350.000
AUKAHLUTAPAKKI FYLGIR VERÐ FRÁ
kr. 5.590.000
ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN
Nú er tækifærið til að kaupa Honda CR-V, mest selda borgarjeppa í heimi með stórglæsilegum aukapakka, í boði fram að jólum. Eða velja einn lipran, sprækan, sparneytinn og gullfallegan úr Honda-fjölskyldunni sem koma allir með stórum aukahlutapakka algjörlega að eigin vali. Honda, allt annað og meira.
Vatnagörðum 24–26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 � Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 � Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Söguleg keppni í Japan Ólafía Þórunn keppti með úrvalsliði Evrópu á Drottningamótinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þrjá leiki með Evrópuúrvalinu á Drottningamótinu eða „The Queens.“ Ólafía var í hópi níu kylfinga sem eru á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar en alls kepptu fjögur úrvalslið á þessu móti sem fram fór í Japan. Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valinn í úrvalslið Evrópu. Ólafía Þórunn keppti í fyrsta leiknum með Carly Booth frá Skotlandi. Mótherjar þeirra voru Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá Suður-Kóreu. Ólafía og Booth töpuðu leiknum 4/3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék gegn Sarah Kemp frá Ástralíu í tvímenningi á öðrum keppnisdeginum. Ólafía tapaði naumlega 2/1. Ólafía vann fyrstu holuna en það var í eina skipti sem hún var yfir í leiknum. Í lokaumferðinni gerði Ólafía jafntefli þar sem hún lék með Annabel Dimmock gegn Hannah Green og Whitney Hillier frá Ástralíu. Úrvalslið Evrópu tapaði 5-3 í lokaumferðinni í leik um þriðja sætið.
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Söguleg keppni í Japan
Japanska úrvalsliðið hafði mikla yfirburði í úrslitaleiknum gegn Kóreu, 7-1. Mótið fór fyrst fram árið 2015 þar sem úrvalslið frá atvinnumótaröðum í Japan, Kóreu, Ástralíu og Evrópu keppa í liðakeppni sem er með svipuðu fyrirkomulagi og Solheim- og Ryderbikarinn.
Mótið fór fram á Miyoshi-vellinum dagana 1.-3. desember sl. Evrópuliðið var þannig skipað: Gwladys Nocera (fyrirliði), Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Joanna Klatten, Holly Clyburn og Carly Booth.
GOLF.IS
75
GR og GKG kepptu á EM golfklúbba GR og GKG tóku þátt á Evrópumeistaramóti golfklúbba í kvenna- og karlaflokki 2017. Klúbbarnir fengu keppnisrétt á EM eftir sigur þeirra á Íslandsmóti golfklúbba sumarið 2017. Kvennalið GR hafnaði í 14. sæti á EM í Slóvakíu og karlalið GKG varð í 7. sæti á EM í Frakklandi. Lið GR var þannig skipað: Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhannes Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir. Tvö bestu skor í hverri umferð töldu. Berglind Björnsdóttir lék á (77-77-86), Halla Björk lék á (86-81-92) og Jóhanna Lea lék á (86-87-83). Mótið fór fram á Welten-vellinum í Slóvakíu og tóku 16 klúbbar þátt.
ÚLFAR SIGRAÐI ÁRIÐ 1988 Besti árangur karlaliðs frá Íslandi á EM golfklúbba, eftir því sem best er vitað, er frá árinu 1988 þegar Keilir endaði í fjórða sæti. Guðmundur Sveinbjörnsson, Tryggvi Traustason og Úlfar Jónsson skipuðu lið Keilis. Úlfar gerði sér lítið fyrir og sigraði í einstaklingskeppninni - sem er einnig besti árangur sem Íslendingur hefur náð í þessari keppni.
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi GR og GKG kepptu á EM golfklúbba
ARON SNÆR ÞRIÐJI Í KARLAFLOKKI Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson skipuðu lið GKG. Aron Snær gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti í einstaklingskeppninni en hann lék hringina þrjá á -3 samtals (68-74-68). Ragnar Már varð í 33. sæti í einstaklingskeppninni (77-75-72) og Sigurður Arnar endaði í 47. sæti (74-78-78).Tvö bestu skor á hverjum hring töldu í liðakeppninni. Mótið fór fram á Golf du Médoc í Frakklandi og tóku 25 klúbbar þátt.
NÁKVÆMNI
Hver einasti Lexus er afrakstur vinnu mörg hundruð handverksmanna. Hver og einn þeirra þarf að standast tíu þrepa próf í nákvæmni, aga og fagmennsku til að verða fullgildur í starfið. ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD
Lexus-Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ, 570 5400 — lexus.is
550 1500
Sigurður Arnar fagnaði sigri í Þýskalandi
Mynd/seth@golf.is
Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG sigraði í flokki 14-15 ára á sterku áhugamannamóti sem fram fór í Þýskalandi dagana 11.-14. okt 2017. Alls tóku þrír íslenskir kylfingar þátt á German Junior Golf í Berlín sem er sterkt alþjóðlegt unglingamót.
Daníel Ísak Steinarsson úr GK og Kristófer Karl Karlsson úr GM léku í flokki 18 ára og yngri. Sigurður Arnar lék hringina fjóra á 80-7869-75 eða 14 höggum yfir pari. Kristófer Karl endaði í 4. sæti í sínum flokki en hann lék á +10 (82-74-73-69). Daníel Ísak lék á +14 samtals og endaði í 7. sæti á (74-7476-78).
Daníel Ísak Steinarsson úr GK. mynd/seth@golf.is
Kristófer Karl Karlsson úr GM. mynd/seth@golf.is
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
kreditkort.is
Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG.
kreditkort@kreditkort.is
– Góður árangur hjá íslenskum kylfingum
550 1500 kreditkort@kreditkort.is kreditkort.is
Premium fer þér vel Nýtt Mastercard kreditkort sem veitir aukin fríðindi, betri vildarkjör og meiri þægindi
· 12 punktar af hverjum 1.000 kr. · 30 þúsund viðbótarpunktar · Víðtækar ferðatryggingar
· Flýtiinnritun · Saga Lounge · Bílastæði í 3 daga
· Priority Pass kort · Icelandair Golfers · Sixt Platinum kort
„Tek næsta skref í lífinu“
– Þórður Rafn Gissurarson leggur atvinnumennskuna á hilluna „Ég taldi að núna væri rétti tíminn til að leggja atvinnuferilinn á hilluna í bili. Ég var frekar þreyttur á ferðalögunum sem fylgja þessu og ég sá ekki fyrir mér að taka enn eitt árið á Pro Golf atvinnumótaröðinni eða annarri slíkri mótaröð,“ segir Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem hóf nýverið störf í golfdeild ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn. Þórður Rafn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 2015 á Garðavelli en hann hefur leikið um margra ára skeið á þýsku Pro Golf atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Þórður Rafn sigraði á einu móti á Pro Golf atvinnumótaröðinni í júlí árið 2014. Það er líklega fyrsti sigur hjá íslenskum kylfingi á atvinnumótaröð í Evrópu. Þórður Rafn náði ekki að komast í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í haust. Það var í áttunda sinn sem Þórður Rafn tók þátt. Árið 2009 tók hann fyrst þátt og keppti árlega fyrir utan árið
2011. Hann náði að komast inn á 2. stigið tvívegis, í fyrra skiptið árið 2014 og aftur árið 2016. „Ég er orðinn þrítugur og ég held að það sé hámarksaldur til þess að vera á Pro Golf mótaröðinni eða slíkri mótaröð. Ég hefði eflaust haldið áfram ef ég hefði fengið einhver tækifæri á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu. Það reyndist ekki vera fyrir hendi og ég er því að taka næsta skref í lífinu,“ bætir Þórður Rafn við en verkefnalistinn verður langur hjá honum í vetur.
„Ég er byrjaður í meistaranámi við háskólann við Bifröst, sem er fjarnám sem ég tek meðfram vinnunni hjá Úrval Útsýn. Í janúar 2018 byrja ég einnig í PGA golfkennaraskólanum hér á Íslandi – ef það nám verður í boði. Það verður því brjálað að gera.“ Þórður Rafn hefur ekki lagt golfkylfurnar á hilluna og mun leika á Eimskipsmótaröðinni á Íslandi næsta sumar. „Ég sé bara til hvernig formið verður á mér. Mér stendur til boða að taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið 2018 og það er á dagskrá að nýta þann glugga. Ef næsta sumar verður gott hér á landi í golfinu þá er aldrei að vita nema ég skelli mér í úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Það er langt í þessa viðburði og allt getur breyst – en það verður alla vega nóg að gera hjá mér,“ segir Þórður Rafn.
Al 80
GOLF.IS
ENNEMM / SÍA / NM81710
þú þarft nesti Á golfvöllinn Þú finnur Nesti hvert sem þú eltir golfið. Við tökum vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidykki sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur.
Alltaf til staðar
„Íslendingar eru þeir sterkustu í heimi – Goðsögnin John Garner miðlaði reynslu sinni til íslenskra kylfinga í sumar
Ég hafði aldrei hitt John Garner áður en við settumst niður með kaffibolla í klúbbhúsi Leynis á Akranesi í lok september á þessu ári. Nafn hans hafði ég oft heyrt frá fyrrum lærisveinum hans úr íslenska landsliðinu á árum áður. Allir höfðu þeir á orði hversu frábær kennari og persóna Garner væri. Og eftir klukkutíma spjall og kennslustund á æfingasvæðinu er ég ekki í vafa. Garner er einstakur og hæfileikaríkur kennari, og þrátt fyrir alla reynsluna og 70 æviár er sá „gamli“ svo sannarlega með blik í augum þegar hann miðlar þekkingu sinni til nemanda sinna. Ferilskrá Garners er engu lík. Hinn sjötugi heiðursmaður var tvívegis í Ryder-liði Evrópu og státar af sigri á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Garner var landsliðsþjálfari Íslands á árunum 1988-1994 og á hann góðar minningar frá þeim tíma. Garner giftist árið 2004 íslenskri konu, Svölu Óskarsdóttur Garner, en hún var í fremstu röð sem kylfingur á Íslandi á árum áður. En hvernig stóð á því að Garner kom til Íslands sl. sumar að kenna golf? „Ég er heppinn að eiga vini á borð við Björgvin Þorsteinsson sem gerði það mögulegt að ég kæmi til Íslands sumarið 2017. Björgvin bauð mér að koma til Íslands og koma mínum hugmyndum til þeirra sem hefðu ekki kost á því að fara til golfkennara. Ég þáði boðið og hef átt dásamlegan tíma hérna á Íslandi. Við Svala konan mín höfum farið víða en við vorum með aðsetur á Akureyri í sumar. Ég verð að fá að þakka GA fyrir þeirra framlag, gestrisni þeirra og móttökur voru fyrsta flokks. Aðstaðan hjá GA er líka frábær - í fremstu röð. Við fórum
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Íslendingar eru þeir sterkustu í heimi“
einnig á staði á borð við Húsavík, Dalvík, Sauðárkrók, Blönduós og Egilsstaði. Ísland er fallegra en ég hélt, og ég naut hvers augnabliks á þessum ferðalögum í sumar. Ég verð að nota tækifærið og þakka Bíleigu Akureyrar/Höldur/Europcar fyrir stuðninginn ásamt GA, GL og Birgir Leifur Hafþórsson hefur einnig aðstoðað okkur mikið. En Björgvin á heiðurinn af þessu öllu.“
EINS OG ÁÐUR SEGIR VAR GARNER LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÍSLANDS Á ÁRUNUM 1988-1994 EN HANN KOM HINGAÐ TIL LANDS Á NÝ ÁRIÐ 2002 „Þá var ég með aðstöðu í Intersport og verslun sem hét Nevada Bob. Á þeim tíma fannst mér erfitt að vinna í kuldanum á Íslandi, og ég var með mikla verki í hnjánum sem voru léleg. Við Svala ákváðum að flytja í hlýrra loftslag og Nýja-Sjáland varð fyrir valinu. Þar höfum við komið okkur upp æfingaaðstöðu við Manukorihi-völlinn í bænum Taranaki. Ég elska enn að kenna og
Garner var í fremstu röð sem atvinnukylfingur á hátindi ferilsins. Hann þekkir því allar hliðar golfíþróttarinnar. ég trúi því að fyrsta upplifun nýliða í golfinu sé sú mikilvægasta. Þar þarf að vanda til verka og mér finnst það skemmtilegast við kennsluna - að sjá framfarir hjá nemendum mínum.“ Garner var í fremstu röð sem atvinnukylfingur á hátindi ferilsins. Hann þekkir því allar hliðar golfíþróttarinnar. „Sumir segja að golfið sé skemmtun, jú vissulega getur það verið þannig, en fyrir mig var þetta alltaf áskorun. Það er áskorunin sem dregur fólk áfram í að bæta sig, komast undir 100 höggin, bæta sig enn frekar og ná að komast undir 90 högg. Ég hef leikið ýmsar íþróttir og það sem mér fannst alltaf mest heillandi við golfið var að þar var ekki hægt að fela sig í liðinu. Þú varðst að standa þig þarna úti og taka ákvarðanir sem voru oft erfiðar. Ég hugsa oft til þeirra tíma þegar ég var í baráttunni á atvinnuferlinum. Skemmtun var ekki það sem ég var með í huga úti á vellinum, þetta var oft mjög erfitt, krefjandi og mikil áskorun.“ Miklar æfingar og álag hefur tekið sinn toll á líkama Johns Garner. Á undanförnum misserum hefur hann fengið nýja liði í bæði hnén, annar olnboginn er illa farinn en hann hefur enn gaman af því að æfa sig í golfi. „Þegar ég fer í gegnum eftirlitskerfi á flugvöllum þá fer allt í gang, ég er með það mikið af stáli í mér,“ segir Garner í léttum tón. „Ég reyni að æfa mig á hverjum einasta degi og slæ þá 100 bolta. Fyrir 2-3 árum gat ég ekki slegið nema 20 bolta en ástandið er betra í dag og mér líður betur.“
Ég hef alltaf sagt að boltinn eigi að fara fram yfir holuna, helst ekki of langt en alla vega nógu langt til að eiga möguleika að fara ofan í. Við höldum út á æfingasvæðið þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er við æfingar í hryssingslegu haustveðri. Garner gefur sér tíma og skoðar sveifluna gaumgæfilega hjá Valdísi, gefur góð ráð og ræðir við atvinnukonuna. „Hún er með flotta sveiflu þessi unga kona og gæti náð langt,“ segir Garner og kastar einum bolta á æfingamottuna fyrir mig. „Sláðu,“ segir hann, og ég gerði það. „Þú ert með svona 7-8 í forgjöf og sjankar oft,“ sagði Garner við mig eftir þetta eina högg og hann hitti naglann beint á höfuðið. TÆKNIN HEFUR BREYTT MIKLU Í ÁHERSLU HJÁ ATVINNUKYLFINGUM OG GOLFKENNURUM Á UNDANFÖRNUM ÁRUM EN GARNER VONAR AÐ MENN MISSI EKKI SJÓNAR Á GRUNDVALLARATRIÐUM LEIKSINS „Golfleikurinn hefur ekki breyst mikið. Til að ná góðu skori þarf að slá vel af teig, hitta brautina og flötina. Mér finnst of mikil áhersla vera í dag á högglengd og kraft. Minni áhersla á nákvæmni og að geta stjórnað flugi boltans. Högglangir kappar á borð við Dustin Johnson nota dræver með miklum fláa og 3-tré með miklum fláa - til þess að fá meiri stjórn á flugi boltans. Það er ekki nóg að slá langt, það þarf að ná góðu skori.“
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Íslendingar eru þeir sterkustu í heimi“
„Tæknin sem er í boði í dag er dásamleg til þess að aðstoða kylfinga en það má ekki gleyma tilfinningunni. Það er ekki hægt að taka TrackMan græjuna með út á völl. Það er hægt að nýta þessi tæki til gagns en það má ekki ofnota þau. Mér finnst vanta að kylfingar gangi t.d. út á æfingsvæði og virði fyrir sér hvar 20 högg með 9-járninu hafa endað. Sjá meðaltalið og fá tilfinningu fyrir vegalengdinni sem er á milli boltanna. Ef ég slæ 140 metra með 7-járninu þá veit ég að ég bæti kannski 5 metrum við þá vegalengd ef ég slæ eins fast og ég get. Og ef ég slæ aðeins lausar en vanalega þá fer boltinn 130 metra. Að mínu mati þurfa kylfingar að ganga út á svæðið þar sem boltarnir þeirra eru og fá tilfinningu fyrir því hversu miklu munar á höggum sem eru illa hitt og þeim sem eru vel hitt.“ „Mikilvægasta ráðið sem ég gef kylfingum er að boltinn á alltaf að fara fram yfir holuna í vippum og púttum. Ég nota ýmsar aðferðir til að fá krakka til þess að gera slíkt og það þarf að kenna þeim að hugsa þannig strax frá upphafi. Stærstu mistökin sem kylfingar gera eru högg sem eru of stutt, vipp og pútt
Ég get alveg fullyrt að þeir voru með meiri hæfileika en kylfingar á borð við Darren Clarke og Paul McGinley sem ég þjálfaði hjá írska landsliðinu.
sérstaklega. Ég hef alltaf sagt að boltinn eigi að fara fram yfir holuna, helst ekki of langt en alla vega nógu langt til að eiga möguleika að fara ofan í. Þessa eiginleika er hægt að þjálfa með ýmsum skemmtilegum æfingum og keppni.“ „Íslendingar eru þeir sterkustu í heiminum, þið hafið lifað af hérna á hjara veraldar í hundruð ára - oft við erfiðar aðstæður. Það er frábært að sjá að kylfingar frá Íslandi eru að gera góða hluti á atvinnumótaröðum. Ég er sannfærður um að þeir verða fleiri í framtíðinni og einhverjir þeirra eiga eftir að ná alla leið á toppinn. Þið hafið gríðarlega möguleika. Sem dæmi nefni ég að Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Emil Ólafsson voru ótrúlega efnilegir þegar ég sá þá fyrst á unglingsárum þeirra. Ég get alveg fullyrt að þeir voru með meiri hæfileika en kylfingar á borð við Darren Clarke og Paul McGinley sem ég þjálfaði hjá írska landsliðinu. Þeir voru allir á svipuðum aldri þegar ég var að þjálfa þessa kylfinga. Birgir Leifur og Þórður Emil voru með meira í „pokanum“ af hæfileikum á þeim tíma. Íslendingar geta því farið eins langt og þeir vilja í golfíþróttinni.“
peugeotisland.is
BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2018 Bandalag íslenskra bílablaðamanna valdi Peugeot 3008 sem Bíl ársins 2018 á Íslandi úr hópi 30 bíla. Þetta er mikil viðurkenning á gæðum Peugeot sem hafa heillað heimsbyggðina, ekki síst í ljósi þess að fyrr á árinu var Peugeot 3008 valinn Bíll ársins í Evrópu. Auk þessa hlotnaðist Pure Tech bensínvél bílsins sá heiður að vera valin Vél ársins þriðja árið í röð.
KOMDU OG KEYRÐU BÍL ÁRSINS PEUGEOT 3008
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Forskot afrekssjóður
Frábær árangur á árinu
– „Erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni“ „Staðan er góð og framþróun afreksgolfs á Íslandi hefur verið mikil frá því sjóðurinn var stofnaður. Árangurinn á þessu ári hefur verið algjörlega frábær,“ segir Bogi Nils Bogason sem er formaður Forskots afrekssjóðs. Sjóðurinn er að ljúka sínu sjötta starfsári og mörg af markmiðum sjóðsins hafa náðst á undanförnum misserum.
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær árangur á árinu
Við vonumst til að árangur afrekskylfinganna í ár hafi sýnt ungum og efnilegum kylfingum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi „Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir tryggðu báðar áframhaldandi keppnisrétt á sínum mótaröðum og náðu báðar frábærum úrslitum á mótum. Bæði Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu mót og styrktu sína stöðu á mótaröðunum. Markmið sjóðsins í upphafi var að stuðla að því að Ísland ætti a.m.k. 1-2 kylfinga í efstu deildum atvinnugolfs í heiminum, það hefur tekist.“
Hlutverk Forskots afrekssjóðs er að styðja við kylfinga til að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Frábær árangur íslenskra
kylfinga á undanförnum árum gerir það að verkum að ný viðmið hafa verið sett fyrir þá sem koma að golfíþróttinni á Íslandi.
„Stuðningurinn frá Forskoti sem ég hef fengið síðustu ár er ómetanlegur. Hann hefur gefið mér tækifæri að spila á flottum mótum og möguleikann að nálgast stærstu mótaröð í Evrópu sem hefur verið draumur minn síðan ég var krakki. Ég er stoltur að bera merki Forskots.“ Axel Bóasson „Þetta golfár hefur án efa verið það besta frá upphafi og sannar mikilvægi þess að hafa sjóð eins og Forskot á bak við okkur. Án sjóðsins værum við mjög líklega á sama stað og fyrir 5-10 árum síðan. Framtíðin er björt í íslensku golfi og það er ómetanlegt fyrir okkar afreksfólk að vita af þessu baklandi sem Forskot býður upp á. Þetta auðveldar að sjá fyrir sér leiðina á toppinn og lætur drauma rætast.“ Birgir Leifur Hafþórsson „Forskot hefur alltaf stutt vel við bakið á mér. Fyrirtækin og aðilar innan Forskots eru eins og golffjölskyldan mín. Þau hjálpa manni að aðlagast og læra skríða í þessum heimi, hjálpa til við að stíga fyrstu skrefin og svo loks hleypur maður af stað. Mér þykir mjög vænt um það.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir „Forskot gerir okkur kleift að stunda mótaröðina og hjálpar okkur við þann gífurlega kostnað sem fylgir því að vera atvinnumaður í golfi. Án þeirra væri þetta ekki hægt og ég er þakklát fyrir stuðninginn sem sjóðurinn hefur sýnt atvinnugolfi á Íslandi.“ Valdís Þóra Jónsdóttir.
GOLF.IS
89
Samstarfið við afrekskylfingana hefur verið einstaklega ánægjulegt og við sem stöndum að sjóðnum erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni „Það er góð stemning hjá fyrirtækjunum sem standa á bak við Forskot. Á þessu ári hefur margoft komið fram hjá Forskotskylfingunum að árangurinn hefði ekki náðst án tilstuðlan Forskots. Það er mikið ánægjuefni fyrir fyrirtækin að geta stutt við kylfingana með þessum hætti og sjá að stuðningurinn skilar verulegum árangri.“ Bogi bætir því við að núverandi áform sjóðsins sé að halda áfram á svipaðri braut og áður. Fyrirtækin sem standa að baki Forskoti eru: Icelandair Group, Íslandsbanki, Eimskip, Vörður, Valitor og Blue Lagoon auk GSÍ. „Með hverju árinu sem líður byggist upp reynsla og þekking sem við reynum að nýta til að gera betur. Að sjálfsögðu verða alltaf einhverjar áherslubreytingar, t.d. má nefna að Jussi Pitkanen, nýr afreksstjóri GSÍ, hefur komið með góðar ábendingar sem við munum nýta í starfseminni. Það er svo alltaf pláss fyrir fleiri góð fyrirtæki í samstarfinu.“ Áður en Forskot afrekssjóður var stofnaður styrktu mörg af þessum fyrirtækjum einstaka kylfinga sem stefndu á atvinnumennsku. Bogi er ekki í vafa að markviss uppbygging á Forskoti afrekssjóði hafi breytt miklu og ýtt hlutunum í betri farveg en áður var.
„Fyrir stofnun Forskots var þetta gert með frekar ómarkvissum hætti hjá okkur og því var fjármagnið ekki að nýtast sem skyldi. Með því að sameina kraftana, koma á betra skipulagi og fá GSÍ til samstarfs hefur slagkrafturinn aukist mikið og fjármagnið nýtist mun betur. En Forskot og fyrirtækin búa ekki til afrekskylfinga, þau hjálpa aðeins við að skapa ákveðna umgjörð. Árangur kylfinganna er afrakstur mikillar vinnu og
fórna þeirra. Samstarfið við afrekskylfingana hefur verið einstaklega ánægjulegt og við sem stöndum að sjóðnum erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni. Við vonumst til að árangur afrekskylfinganna í ár hafi sýnt ungum og efnilegum kylfingum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Bogi Nils Bogason, formaður stjórnar Forskots afrekssjóðs.
STJÓRN FORSKOTS ER ÞANNIG SKIPUÐ: Bogi Nils Bogason: Icelandair Group, formaður. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir: Íslandsbanki, ritari. Sigurhans Vignir: Valitor. Ólafur W. Hand: Eimskipafélag Íslands.
Brynjar Eldon Geirsson: Golfsamband Íslands Steinunn Hlíf Sigurðardóttir: Vörður tryggingar. Már Másson: Blue Lagoon.
Styrkþegar Forskots frá upphafi 2017
2015
2013
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Birgir Leifur Hafþórsson Axel Bóasson Andri Þór Björnsson Haraldur Franklín Magnús Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Axel Bóasson Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafur Björn Loftsson Valdís Þóra Jónsdóttir Þórður Rafn Gissurarson
Birgir Leifur Hafþórsson Ólafur Björn Loftsson Þórður Rafn Gissurarson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Axel Bóasson Einar Haukur Óskarsson
2014
2012
Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafur Björn Loftsson Valdís Þóra Jónsdóttir Axel Bóasson Kristján Þór Einarsson
Birgir Leifur Hafþórsson Tinna Jóhannsdóttir Stefán Már Stefánsson Ólafur Björn Loftsson Þórður Rafn Gissurarson
2016 Axel Bóasson Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Þórður Rafn Gissurarson
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær árangur á árinu
100 ÁRA AFMÆLIS TILBOÐ Ath! Verð og tilboðsverð kann að vera háð gengi erlendra gjaldmiðla á hverjum tíma og getur því breyst án fyrirvara.
Pajero Instyle 4x4, dísil, 7 sæta
7.990.000 Verðlistaverð: 9.390.000
SVONA VERÐ BÝÐST BARA EINU SINNI Á HUNDRAÐ ÁRA FRESTI Mitsubishi Pajero er alvöru jeppi sem á sér óviðjafnanlega sögu. Hann þróaðist beint út frá hörkutólunum sem kepptu í Dakar kappakstrinum og settu heimsmet. Fjórða kynslóð jeppans byggir á þessari frábæru arfleifð. Pajero er aflmikill, hraðskreiður og hljóðlátur. Með styrktri yfirbyggingu og ýmiss konar öryggisbúnaði kemur hann þér heilu og höldnu á áfangastað. • • • • •
18" álfelgur 7 sæta leðurinnrétting Ljósa- og regnskynjari Stöðugleikastýring Gangbretti
• • • • •
Íslenskt leiðsögukerfi Tenging við farsíma (Bluetooth) Topplúga og þakbogar Bíll á sjálfstæðri grind Millikassi með læsingu og lágu drifi
• Xenon aðalljós og LED dagljós • 860W Rockford hljómkerfi með 4GB fyrir tónlist • 7" LCD skjár með bakkmyndavél
FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina – Guðrún Brá á enn möguleika Alls reyndu tíu íslenskir kylfingar við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi, þar af átta í karlaflokki. Þetta er annað árið í röð sem tíu kylfingar frá Íslandi reyna fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, sem er metjöfnun. Um miðjan nóvember tryggði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sér keppnisrétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Guðrún Brá, sem er Íslandsmeistari í holukeppni 2017, endaði í fjórða sæti á 1. stigi úrtökumótsins sem fram fór í Marokkó. Hún tryggði sér þar með keppnisrétt á lokaúrtökumótinu sem fram fer um miðjan desember. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir á úrtökumóti fyrir LET. Berglind Björnsdóttir úr GR náði ekki að komast í gegnum 1. stigið fyrir LET Evrópumótaröðina. Þetta í fyrsta sinn sem stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 20162017 reynir fyrir sér á úrtökumótinu.
Eftir því sem best er vitað hafa alls sjö íslenskar konur reynt fyrir sér á úrtökumótinu fyrir LET og þrjár þeirra hafa komist inn á mótaröðina, Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Ragnhildur Sigurðardóttir og Tinna Jóhannsdóttir höfðu áður tekið þátt á úrtökumótinu fyrir LET. Eins og áður segir voru alls átta keppendur frá Íslandi sem reyndu fyrir sér í karlaflokknum. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst beint inn á 3. stig úrtökumótsins vegna góðrar stöðu hans á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur náði ekki að komast áfram en hefur samt sem áður öðlast
keppnisrétt á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni á næsta tímabil ásamt fullum keppnisrétti á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson úr Keili, Haraldur Franklín Magnús úr GR og Aron Snær Júlíusson úr GKG komust allir í gegnum 1. stig úrtökumótsins. Þeir féllu úr keppni á 2. stiginu. Þetta er í fjórða sinn sem Axel reynir fyrir sér á úrtökumótinu, Haraldur Franklín var að reyna í annað sinn og Aron Snær í fyrsta sinn. Þórður Rafn Gissurarson GR, Ólafur Björn Loftsson GKG, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Andri Þór Björnsson úr GR komust ekki í gegnum 1. stig úrtökumótsins. Þórður Rafn var að reyna fyrir sér í áttunda sinn á ferlinum og Ólafur Björn í sjötta sinn en þetta var önnur tilraun þeirra Guðmundar og Andra Þórs. Í karlaflokki hafa 25 íslenskir kylfingar reynt fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson riðu á vaðið árið 1985. Aðeins Birgir Leifur Hafþórsson hefur náð alla leið og tryggt sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina
DR E 23. GIÐ DES .
MILLJÓLA
LEIKURINN
10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT GEFA ÞÉR MÖGULEIKA Á AUKAMILLJÓNUM
ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
23 heppnir spilarar í Lottó, Víkinglottó eða Eurojackpot vinna eina milljón hver á Þorláksmessu. Þú ferð í pottinn í hvert skipti sem þú kaupir 10 raða miða frá 30. nóv til 18.40 laugardaginn 23. des. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa með í pottinum. Nánar á lotto.is
Golf er skemmti legasta íþróttin – Ragna Ingólfsdóttir Ólympíufari og marg faldur Íslandsmeistari í badminton er byrjuð í golfi af krafti
Ég set mér markmið fyrir hvert sumar en ég er uppteknari af því að njóta en að sigra.
Golf er skemmtilegasta íþrótti sem ég veit um. Í raun er ekkert skemmtilegra en að spila hring í góðum félagsskap,“ segir Ragna Ingólfsdóttir sem var í fremstu röð á heimsvísu í badmintoníþróttinni. Ólympíufarinn hefur á undanförnum misserum lagt sig fram við að bæta sig í golfinu. Áhugi Rögnu á golfi varð til þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Steini Baugi Gunnarssyni, sem er þaulreyndur afrekskylfingur úr Nesklúbbnum.
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er skemmtilegasta íþróttin
„Ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að koma mér í golfið eftir að ég kynntist honum Steina mínum. Hann hefur spilað golf frá unga aldri en ég hafði lítið sem ekkert slegið golfbolta áður en hann kom inn í líf mitt. Ég átti reyndar þrjár kylfur á þeim tíma, fimmu, sjöu og pútter. Árið 2010 byrjaði ég fyrir alvöru í golfinu þegar ég fékk inngöngu í Nesklúbbinn og ég fékk mér betri útbúnað í kjölfarið,“ segir Ragna. Þrotlausar æfingar í rúmlega tvo áratugi í badmintoníþróttinni skiluðu sér að einhverju leyti í golfíþróttina þegar Ragna fór að spila meira eftir að afreksferlinum lauk. „Það kom mér á óvart hversu vel mér gekk þegar ég byrjaði í golfinu. Samhæfingin úr badmintoníþróttinni kemur sér eflaust vel. Golfsveiflan var því ekkert stórmál og mér gekk vel í löngu höggunum en púttin voru
Tækni morgundagsins er komin. Aflmeiri bílar með Rafvæðing Mercedes-Benz er hafin undir nafninu EQ. Komdu og skoðaðu glæsilegt úrval Plug-in Hybrid bíla, sem sameina alla bestu eiginleika rafbílsins og bensínvélarinnar. #switchtoEQ
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
erfiðust. Ég var aðeins byrjuð að keppa í golfi á meðan ég var enn í badmintoninu. Ég var því afreksmiðuð og vildi standa mig vel og sigra í mótum. Ég setti mér markmið að komast undir 10 í forgjöf eins fljótt og ég gæti. Þessi nálgun hefur aðeins breyst hjá mér. Ég set mér markmið fyrir hvert
sumar en ég er uppteknari af því að njóta en að sigra. Í badmintoninu snerist allt um að verða eins góður spilari og ég mögulega gæti. Verða ein af þeim bestu í heiminum. Þar snerist allt um markmiðasetningu, líkamlegar og andlegar æfingar og miklu meiri alvara í því heldur en nokkurn tímann
í golfinu. Eins og áður segir þá er margt sem ég get nýtt mér úr badmintoninu í golfinu. Líkamssnúningurinn, sveigjanleikinn og styrkur í baki og kvið kemur að góðum notum. Það eru líka ákveðnar úlnliðshreyfingar og framhandleggshreyfingar sem ég finn að nýtast mér úr badmintoninu. Ragna segir að fjölbreytileiki golfsins sé einn af stóru kostunum við íþróttina. „Golfið er svo fjölbreytt, aldrei sömu aðstæður, boltinn alltaf á mismunandi stað, alltaf eitthvað nýtt fyrir hugann að takast á við fyrir hvert högg. Fyrirkomulagið er líka svo flott, ég er í rauninni mest að keppa við sjálfa mig og völlinn. Útiveran, gangan og félagsskapurinn. Það er bara allt skemmtilegt við golf.“
„Golfið er svo fjölbreytt, aldrei sömu aðstæður, boltinn alltaf á mismunandi stað, alltaf eitthvað nýtt fyrir hugann að takast á við fyrir hvert högg. 98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er skemmtilegasta íþróttin
Veldu félaga sem kann á aðstæður Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið. Við mætum þínum þörfum með traustri ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum markaðarins. Saman stefnum við að árangri
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.
Svo eru það púttin sem ég þarf að æfa, um leið og ég hætti að þrípútta svona oft þá kemst ég niður fyrir 10. Þrátt fyrir að vera þaulreynd keppniskona var Ragna með „fiðrildi í maganum“ í sumar þegar hún tók þátt í Íslandsmóti golfklúbba með Nesklúbbnum. „Ég keppti þar við eina bestu golfkonu landsins, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili. Ég viðurkenni það alveg að mér leið ekkert sérstaklega vel fyrir þá viðureign. „Mér fannst þessi tegund af keppni mjög skemmtileg. Stemningin var góð hjá Nesklúbbnum og við hvöttum hver aðra. Ég var meðvituð um að leikurinn gegn Guðrúnu Brá yrði erfiður, hún myndi líklega rústa mér. Það var ekki góð tilfinning en ég reyndi að breyta því í að keppa við sjálfa mig og völlinn. Það var engin pressa á mér
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er skemmtilegasta íþróttin
og ég reyndi bara mitt besta. Guðrún Brá er á allt öðru getustigi í golfinu en ég. Hún var flottur andstæðingur, lét mig ekkert finna fyrir því hversu miklu betri hún er en ég. Prúðmennskan uppmáluð,“ segir Ragna
þegar hún lýsir viðureign sinni við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Markmiðið hjá Rögnu fyrir næstu ár er að lækka forgjöfina enn frekar. „Ég náði að lækka forgjöfina frekar fljótt eftir að ég byrjaði. Ég náði að komast niður í 10,5 í forgjöf en ég er í kringum 11 í dag. Eftir að ég eignaðist börnin mín árið 2013 og 2016 hef ég ekki getað spilað mikið. Draumurinn er að komast undir 10 í forgjöf og halda mér þar. Ég ætla líka að spila á undir 80 höggum í móti einhvern daginn. Svo eru það púttin sem ég þarf að æfa, um leið og ég hætti að þrípútta svona oft þá kemst ég niður fyrir 10.“ Að lokum var Ragna spurð um golfsögu sem hún gæti deilt með lesendum Golf á Íslandi. „Ég spilaði á fyrsta meistaramótinu mínu árið 2010 og þar stóð ég uppi sem sigurvegari í B-flokki. Ári síðar var ég færð upp í besta flokkinn og ég var ánægð með tækifærið að keppa með þeim bestu og leið bara vel á fyrsta teig. Það setti reyndar strik í reikninginn að það var sirka fimm kylfu vindur þennan dag (15 metrar á sekúndu) og nánast ekki hægt að spila golf. Ég náði skolla á fyrstu braut og pari á annarri. Á þriðja teig sló ég út í sjó með sexunni, þorði ekki að skipta um kylfu og sló aftur út í sjó. Ég sló fimmta höggi af teig í rautt. Tók víti og frussaði boltanum nokkra metra áfram. Sló síðan nokkra bolta í viðbót út í sjó með sexunni. Ég gat bara ekki komið boltanum áfram. Ég átti síðan sirka 3 sentímetra pressupútt fyrir að setja nítjánda höggið ofan í. Ég gleymi þessum hring aldrei,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir.
Golfíþróttin
í A-flokki hjá Afrekssjóði ÍSÍ
Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 31. ágúst var tillaga Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka samþykkt samhljóða. Golfsamband Íslands er í A-flokki en þar eru sérsambönd sem taka reglulega þátt í keppni á hæsta stigi í viðkomandi íþróttagrein og voru fjögur síðustu ár notuð sem viðmið.
102
Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ, 13. grein, er fjallað um að Afrekssjóður ÍSÍ skuli árlega flokka sérsambönd ÍSÍ í afreksflokka út frá skilgreindum viðmiðum. Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ hefur á síðustu vikum og mánuðum kallað eftir skilgreiningum og upplýsingum frá sérsamböndum ÍSÍ um fjölmörg atriði er tengjast afreksíþróttastarfi viðkomandi sérsambands, s.s. árangri í mótum, skipulagi afreksstarfsins og helstu áhersluatriðum. Þessi vinna Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ liggur til grundvallar tillögum Afrekssjóðs ÍSÍ til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. Í A-flokki eru sérsambönd sem taka reglulega þátt í keppni í hæsta stigi í viðkomandi íþróttagrein með frábærum árangri á síðustu fjórum árum. Gerðar eru kröfur um umfangsmikið afreksíþróttastarf í sérsambandinu og
A-Afrekssérsambönd
B-Alþjóðleg sérsambönd
C-Þróunarsérsambönd
Án flokkunar
Fimleikasambandið
Borðtennissambandið
Akstursíþróttasambandið
Hnefaleikasambandið
Frjálsíþróttasambandið
Blaksambandið
Borðtennissambandið
Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið
Golfsambandið
Danssambandið
Glímusambandið
Handknattleikssambandið
Ísåhokkísambandið
Hjólreiðasambandið
Íþróttasamband fatlaðra
Júdósambandið
Lyftingasambandið
Knattspyrnusambandið
Karatesambandið
Siglingasambandið
Kraftlyftingasambandið
Keilusambandið
Skautasambandið
Körfuknattleikssambandið
Landssamband hestamanna
Taekwondosambandið
Sundsambandið
Skíðasambandið
Tennissambandið
Skotíþróttasamband Íslands
Þríþrautarsambandið
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfíþróttin í A-flokki hjá Afrekssjóði ÍSÍ
þurfa samböndin að uppfylla fjölmörg atriði sbr. grein 13.1. í reglugerð sjóðsins. Í B-flokki eru sérsambönd þar sem afreksstarfið felur í sér reglulega alþjóðlega þátttöku á heimsvísu í viðkomandi íþróttagrein, þar sem einstaklingar eru að keppa um stig á heimslista og reyna að vinna sér þátttökurétt á Heimsmeistara- og Evrópumótum og/ eða Ólympíuleikum/Paralympics. Gerðar eru kröfur um ákveðna umgjörð hjá sérsambandinu sbr. grein 13.2 í reglugerð sjóðsins. Í C-flokki er um að ræða sérsambönd sem ekki komast í flokk A eða B en taka þó þátt í alþjóðlegu landsliðsstarfi. Eru það sérsambönd sem taka þátt í Heimsmeistaramótum, Evrópumótum eða Norðurlandamótum og nýta þá kvóta sem þau hafa vegna þessara móta, eða keppa í forkeppnum eða neðstu stigum viðkomandi greina. Minni kröfur eru gerðar til umfangs og umgjarðar afreksstarfs hjá þessum sérsamböndum sbr. grein 13.3 í reglugerð sjóðsins. Dálkurinn „Án flokkunar” inniheldur þau sérsambönd sem ekki hafa skilað inn upplýsingum um afreksstarf og skilgreiningar til ÍSÍ.
Hafa ber í huga að flokkun sérsambanda í afreksflokka er símat og getur tekið breytingum eftir aðstæðum og stöðu sérsambanda hverju sinni.
Ráðgert er að skipting á því framlagi sem úthlutað verður úr Afrekssjóði ÍSÍ árið 2017 verði þannig að 70% framlagsins fari til sérsambanda í A-flokki, 27% til sambanda í B-flokki og 3% til sambanda í C-flokki.
GSÍ fær tæplega 15 milljónir króna úr Afrekssjóði ÍSÍ
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi GSÍ fær tæplega 15 milljónir króna úr Afrekssjóði ÍSÍ
Golfsamband Íslands (GSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð sex milljónir kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 8.850.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ. Afreksstarf sambandsins hefur verið umfangsmikið á árinu og hefur velgengni afrekskylfinga á erlendri grundu verið einstök. Slíkt hefur haft aukinn kostnað í för með sér umfram áætlanir fyrir sambandið en þess ber að geta að auk þátttöku einstaklinga í mótaröðum og stórmótum þá hefur sambandið einnig sent fjölmarga einstaklinga og lið til keppni á Evrópumótum áhugamanna með góðum árangri. Þá hefur umgjörð afreksstarfsins fengið aukið vægi hjá sambandinu og verið er að vinna að nýrri afreksstefnu þar sem sam-
bandið hefur nú þegar náð flestum þeim markmiðum sem sett voru í fyrri stefnu og það töluvert fyrr en væntingar stóðu til. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ hjálpar til við að standa undir hluta þeirra afreksverkefna sem eru í gangi á vegum sambandsins og efla jafnframt það afreksstarf sem er í miklum vexti hjá sambandinu. Á myndinni má sjá þá Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóra GSÍ, Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ og Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.
VIÐ ERUM RÁÐGJAFAR ÞÍNIR Í UMBÚÐUM Hjá Odda njóta viðskiptavinir og neytendur áratugareynslu okkar og þekkingar á hönnun og framleiðslu umbúða og þannig er tryggt að varan skili sér í réttu ástandi alla leið á áfangastað.
Oddi – umbúðir og prentun. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Golfperlur á Norður-Írlandi
Sæludagar í Portrush Ég hafði áður komið til Belfast í tengslum við fótboltaleiki á árum áður. Satt best að segja hafði ég efasemdir um að þar væri að finna frábæra golfvelli í gullfallegri náttúru. Eftir stutt og þægilegt flug frá Íslandi keyrðum við í tæplega klukkustund í norður. Áfangastaðurinn var smábærinn Portrush, en þar búa um 7.000 manns. Bærinn lætur ekki mikið yfir sér en bæjarstæðið er afar fallegt. Strandlengjan, höfnin og verslanir er helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn ásamt golfvöllunum að sjálfsögðu. Gist var á Atlantic Portrush hótelinu sem er stærsta hótelið í bænum. Litla höfnin í Portrush er skemmtilegt svæði þar sem margir líflegir veitingastaðir eru til staðar. Golfgoðsagnir á borð við Darren Clarke eru oft á þessum veitingastöðum en Clarke er eigandi að einum þeirra - enda er hann fæddur og alinn upp í Portrush.
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfperlur á Norður-Írlandi
Á kvöldin er frábær stemning við litla hafnarsvæðið. Norður-Írar kunna svo sannarlega að halda uppi góðu stuði með fjölbreyttum hætti eftir góða stund á flottum veitingastöðum. Frá Atlantic Portrush hótelinu þarf aðeins að keyra í 10 mínútur á Castlerock golfvöllinn og það sama gildir um Portstewart þar sem Opna írska meistaramótið fór fram árið 2017. Royal Portrush völlurinn er í göngufæri frá miðbæ Portrush en þar fer Opna breska meistaramótið fram árið 2019. Portrush er eini golfvöllurinn fyrir utan Stóra-Bretland sem hefur fengið að vera gestgjafi sögufrægasta golfmóts veraldar. Og til að gera langa sögu stutta þá eru allir þessi vellir einstakir og með því að leika þá í áðurnefndri röð stigmagnast upplifunin af þessu magnaða golfsvæði.
Hvernig kemstu til Belfast? Þann 1. júní 2017 hóf Air Iceland Connect áætlunarflug til Belfast á Norður-Írlandi. Flogið er þrisvar sinnum í viku allt árið um kring. Flogið er frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum til George Best Belfast City Airport. Með þessum valkosti opnast áhugaverð leið fyrir íslenska kylfinga inn á frábært golfsvæði á Norður-Írlandi. Belfast hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum sem skemmtileg borg fyrir ferðamenn. Þar er margt í boði á sviði menningar og skemmtunar og sífellt fleiri leggja leið sína til
höfuðborgar Norður-Írlands. Í Belfast og næsta nágrenni búa um 600.000 manns. Flogið er til og frá Belfast með Bombardier Q400 vélum Air Iceland Connect. Vélarnar taka 72 farþega og fer vel um farþega á þessari stuttu flugleið en flugtíminn er rétt tæplega 3 tímar. George Best flugvöllurinn er í miðborg Belfast og það tekur um 10-15 mínútur að ferðast í miðbæ Belfast frá flugvellinum.
GOLF.IS
107
Bann-áin setur svip sinn á Castlerock og brýrnar eru sterklega byggðar.
Horft upp eftir 17. brautinni á Castlerock.
Castlerock Ég viðurkenni að ég átti ekki von á miklu þegar við renndum í hlaðið við klúbbhúsið við Castlerock. Eftir hringinn áttaði ég mig betur á því af hverju Castlerock hefur fengið viðurkenningu fyrir að vera „falda perlan“ af strandvöllunum á Norðurströndinni. Veðrið lék svo sannarlega ekki við okkur þegar við lékum Castlerock. Ekta íslenskt „sumarveður“, hvasst og rigning af og til. Veðrið gerði upplifunina enn áhugaverðari fyrir mig sem kylfing. Við lékum Mussenden-völlinn sem er 18 holur en á Castlerock er einnig 9 holu völlur sem heitir Bann líkt og áin sem rennur í gegnum golfsvæðið. Mussenden er klassískur strandvöllur sem var opnaður árið 1901. Goðsagnirnar Ben Sayers og Harry Colt komu að hönnun vallarins þegar hann var stækkaður og fram undan eru breytingar á vellinum sem eiga eftir að færa Castlerock enn hærra í metorðastiganum sem einn af toppvöllum Norður-Írlands. Þar er að finna margar frábærar golfholur.
Hér er slegið frá 1. teig á Castlerock. Lestarteinar liggja þétt við völlinn og setja svip sinn á umhverfið.
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfperlur á Norður-Írlandi
Þessi fallegi rauðrefur lét sjá sig við 17. brautina á Castlerock og var nokkuð svangur. Kylfingum er bannað að gefa dýrinu að borða en þrátt fyrir það var hann nokkuð ágengur við íslensku gestina.
Útsýnið af 1. teig á Portstewart er engu líkt en brautin liggur í hundslöpp frá hægri til vinstri.
Horft upp eftir 3. braut frá teignum en brautin er um 180 metra löng par 3 hola. Stærð sandhólanna leynir sér ekki. Ströndin liggur hægra megin við 1. brautina á Portstewart og þar er ávallt mikið af fólki að njóta náttúrunnar.
Portstewart Portstewart hefur verið til frá árinu 1894 og árið 1920 var völlurinn endurhannaður af Willie Park yngri. Árið 1986 fékk klúbburinn land við ströndina þar sem sjö nýjar holur voru gerðar á svæði sem kallast „Thistly Hollow“. Á því svæði eru gríðarstórir veðraðir sandhólar sem skapa umgjörð á The Strand vellinum sem er engu lík. Stærðin á sandhólunum er mjög mikil víðast hvar á vellinum og landslagið því hæðótt. Brautir vallarins eru lagðar eins og náttúran sem skóp landslagið á sínum tíma. Á Portstewart eru þrír golfvellir og er The Strand flaggskipið á þessu frábæra golfsvæði. Á þessum velli fór nýverið fram Opna írska meistaramótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Það er aðeins eitt af fjölmörgum stórmótum sem fram hafa farið á þessum velli. Gæðin eru því til staðar. Það er erfitt að draga fram einstaka brautir á The Strand vellinum sem standa upp úr. Þær eru nánast allar geggjaðar. Tilfinningin að standa á 1. teignum á The Strand og horfa niður á brautina með risastóra sandhóla beggja vegna brautarinnar er engu lík. Útsýnið yfir magnaða strönd hægra megin við sandhólanna kryddar þessa tilfinningu enn meira. Á næstu brautum magnast þessi tilfinning upp hvað eftir annað - stórkostlegar golfbrautir í landslagi sem er líkt og í draumi flestra kylfinga.
Horft niður eftir 4. braut sem er frábær par 5 hola með sandhólum beggja vegna brautarinnar.
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfperlur á Norður-Írlandi
Horft niður eftir 12. braut sem er par 3 hola og eins og sjá má er þessi hola vinaleg og býður upp í dans.
4G þjónusta í sérflokki
4G dreifing Vodafone 31. október 2017
168.000 km2 4G kerfi
4G í 50 löndum
Sjónvarp gegnum 4G
Vodafone hefur algjöra sérstöðu í farsímaþjónustu sem teygir sig um landið og miðin á 168.000 ferkílómetra svæði. Við vinnum stöðugt að því að auka gæði og dreifingu kerfisins til framtíðar. Nú síðast með uppfærslu háhraða í 4G+ sem nær allt að 250 Mb/s.
Með 4G í símanum þínum opnar Vodafone þér stöðugt og hnökralaust samband hvert sem leið þín liggur bæði innanlands og erlendis í samstarfi við Vodafone Group. Vodafone fylgir þér til 50 landa nú þegar og fleiri lönd bætast stöðugt við.
Ný uppfærsla á Vodafone Sjónvarpi færir þér dagskrána þína um 4G beint í símann. Njóttu þess besta sem framtíðin hefur að bjóða með stöðugri tengingu og sjónvarpsefni á ferðinni. Náðu í Vodafone PLAY appið fyrir símann þinn strax í dag.
Framtíðin er spennandi.
Ertu til?
2. holan heitir því skemmtilega nafni Gröf risans og stendur svo sannarlegra undir því nafni.
Royal Portrush Á þriðja golfdeginum var haldið á sjálfan Royal Portrush þar sem Opna meistaramótið (The Open) fer fram árið 2019. Það leyndi sér ekki í klúbbhúsinu að risamótið er á dagskrá árið 2019 á þessum velli. Það var örtröð hjá gestum í versluninni sem voru flestir að kaupa varning sem var merktur The Open 2019. Portrush á sér langa sögu eða allt frá árinu 1888. Opna írska meistaramótið fór þar fram í fyrsta sinn og Opna meistaramótið var leikið á þessum velli árið 1951. Það er í eina skiptið sem risamótið hefur ekki verið leikið á strandvöllum í Skotlandi eða á Englandi. Árið 2019 verður því stór stund fyrir Norður-Íra þegar einn stærsti íþróttaviðburður veraldar fer fram á Royal Portrush eða Dunluce vellinum eins og heimamenn kalla hann. Eftir að hafa staðið á teig á Portstewart deginum áður þá blasti flatara landslag við af 1. teignum á Portrush. Hjartslátturinn var samt sem áður hraðari en venjulega. Af
Hér er útsýnið af teig á nýju 8. brautinni á Royal Portrush Dunluce.
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfperlur á Norður-Írlandi
þessum teig munu bestu kylfingar heims slá eftir nokkra mánuði, hugsaði ég, og sló að sjálfsögðu lágt upphafshögg með drævernum sem hafnaði í djúpri brautarglompu. Þeim heimsóknum fjölgaði þegar á leið hringinn og hvert einasta högg á þessum velli þarf að vera vel ígrundað - því Portrush refsar fyrir hvert högg sem fer ekki á réttan stað. Upplifunin stigmagnast á upphafsholunum á þessum magnaða velli. Þegar komið er nær sjónum og ströndinni er auðvelt að gleyma sér við að það eitt að virða fyrir sér náttúrufegurðina. Í júlí árið 2017 voru tvær nýjar brautir teknar í notkun á vellinum, 7. og 8. braut, og verða þær notaðar á Opna meistaramótinu 2019. Martin Ebert frá Mackenzie & Ebert hannaði þessar brautir í samvinnu við R&A í Skotlandi. Þessar nýju brautir eru fyrsta stóra breytingin á þessum velli frá árinu 1930. Lokaholan verður því gamla 16. brautin sem er par 4 hola.
Royal Portrush er eins og áður segir í hópi þeirra tíu strandgolfvalla sem skiptast á að vera gestgjafar Opna mótsins. Það eitt er næg ástæða til þess að fara á netið og panta sér ferð til Belfast og skoða golfdjásnin á Norðurströndinni. Í heimsókn minni til Norður-Írlands fékk ég einstaka golfupplifun. Norðurströndin býður upp á frábæra golfvelli í heimsklassa og fegurðin á þessu svæði er engu lík. Castlerock, Portstewart og Portrush eru ótrúlega ólíkir vellir þrátt fyrir að vera mjög nálægt hver öðrum. Þeir tveir síðastnefndu eru í hópi eftirminnilegustu golfvalla sem ég hef leikið og golfsagan drýpur af hverju strái. Stórmót í atvinnugolfi fara fram á þessum völlum og hápunkturinn verður árið 2019 þegar Opna mótið fer fram á Portrush. Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is
Hér er horft yfir nýju 7. brautina sem er glæsileg par 5 hola.
Það má gera ráð fyrir að hjartslátturinn sé aðeins hraðari en vanalega þegar slegið er af 1. teig á Royal Portrush. Brautin er samt sem áður þægileg opnunarhola. Það er óhætt að mæla með stuttu stoppi í nýja „veitingakofanum“ við 9. flöt og 10. teig.
GOLF.IS
113
Ólafur Björn nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi Ólafur Björn Loftsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Andreu Ásgrímsdóttur sem lét af störfum fyrir skömmu. Ólafur hefur á undanförnum árum starfað í þágu golfhreyfingarinnar og kemur með fjölbreytta innsýn í starfið. Hann er atvinnukylfingur og hefur kynnst vel starfi samtakanna sem félagsmaður síðastliðin fimm ár. Auk þess hefur Ólafur B.S. gráðu í fjármálum og reynslu í viðburða- og markaðsmálum. „Við í stjórn PGA viljum bjóða Ólaf velkominn til starfa hjá okkur. Við vitum að hann er mjög metnaðargjarn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og hefur mikla reynslu á mörgum sviðum sem á tvímælalaust eftir að gera gott starf hjá PGA enn betra“ segir Karl Ómar Karlsson, formaður PGA á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að taka þátt í uppbyggingu golfíþróttarinnar á Íslandi og hlakka mikið til að starfa náið með öflugu fólki innan samtakanna. PGA-sam-
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
tökin hafa verið í sókn undanfarin ár með mikilvægum verkefnum og metnaðarfullum golfkennaraskóla. Það er frábært tækifæri að halda þessu góða starfi áfram og aðstoða
við að lyfta PGA á Íslandi á enn hærri stall, enda spennandi tímar fram undan,“ segir Ólafur en samhliða starfinu, sem er hlutastarf, mun hann leika sem atvinnukylfingur.
Edwin rataði á síður Golf World
„Golf World hafði samband um miðjan júní og bauð mér að vera með einhvers konar ritstýrða aðsenda grein, sem er fastur liður í hverju tölublaði hjá þeim. Áhugi fjölmiðla á skrifum mínum um endurheimt sveigjanlegs holufjölda í golfi hefur aukist stöðugt. Það er jákvætt, en mesta vinnan hefur þó ekki ratað í opinbera umræðu ennþá, varðandi aðlögun forgjafarkerfisins að golfvöllum með annan holufjölda en níu og átján.
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Edwin rataði á síður Golf World
Það er hún sem skiptir mestu máli og mun hafa mest áhrif þegar fram í sækir. Það er þolinmæðisvinna, ekki síst þar sem mesta púðrið hingað til hefur farið í að sameina helstu forgjafarkerfi heimsins. Þessi aðlögun er mikilvæg því golfvöllum með þennan annan holufjölda en níu og átján hefur fjölgað. Nú eru komnir fram vellir með tíu holur, ellefu, tólf og þrettán. Sumir þeirra hafa verið minnkaðir úr átján holum og þá er
mun auðveldara og ódýrara að þurfa ekki að hitta á fyrirfram ákveðinn fjölda af holum. Af þessum völlum eru flestir með tólf holur, en hið merkilega í þessu er að ég veit orðið um fjóra velli sem hafa ellefu holur. Þeir eru á Englandi, Spáni, Bandaríkjunum og Ástralíu. Flestir þeirra eru vellir sem standa einir og sér, ekki par-3vellir eða annars konar aukavellir á stærra golfsvæði,“ sagði Edwin við Golf á Íslandi.
ENNEMM / SÍA /
Edwin Roald, golfvallahönnuður, skrifaði áhugaverðan pistil í nýjasta tölublað golftímaritsins GolfWorld. Golf á Íslandi innti Edwin eftir því hvernig það kom til að hið virta golftímarit hafði samband við hann og óskaði eftir grein.
N M 8 3 5 4 3 J a g u a r F - p a c e g o l f b l a ð A 4 á g ú s t
– Aukinn áhugi erlendis á endurheimt sveigjan legs holufjölda
NÝR JAGUAR F-PACE
ENNEMM / SÍA /
N M 8 3 5 4 3 J a g u a r F - p a c e g o l f b l a ð A 4 á g ú s t
SPORTJEPPI SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ EFTIR.
F-PACE er fyrsti hraðskreiði jeppinn í Jaguar-fjölskyldunni. Hér er kominn ótrúlega hagkvæmur sportbíll sem sameinar einstaka fegurð og snarpa aksturseiginleika. F-PACE er afar afkastamikill og með honum er hægt að velja aldrif eða afturhjóladrif og AdSR-gripkerfi sem greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip. Hægt er að velja úr mörgum öflugum vélum sem eyða frá 4,7 l/100 km* og losa frá 139 g/km í blönduðum akstri. Í bílnum er rúmgóð 650 l farangursgeymsla auk þess sem fjölhæf 40:20:40 sætaskipanin býður upp á allt að 1.740 l farangursrými. Aukin þægindi eru fólgin í tómstundalyklinum, vatnsheldu armbandi sem læsir og aflæsir F-PACE. Hægt er að hafa það á sér í stað lykils með fjarstýringu. InControl upplýsinga- og afþreyingarkerfið sér svo um afþreyingu og tengingu til að allir njóti hverrar einustu ökuferðar. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE Bíll á mynd: Jaguar F-Pace R-Sport. Verð frá 8.490.000 kr. * Eldsneytisnotkun miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda í blönduðum akstri.
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
Kortleggur hreyfingar leikmanna – Lífaflfræðing urinn Mark Bull er í afreksteymi GSÍ
Í nóvember á þessu ári heimsótti Mark Bull íslenska afrekskylfinga og þjálfara þeirra víðsvegar um landið. Bull er í afreksteymi GSÍ sem Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ stýrir.
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kortleggur hreyfingar leikmanna
Volta
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi
Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Voltaren_Gel A4.indd 1
31/03/2017 12:00
Bull er í fremstu röð á sínu sviði en hann hefur sérhæft sig í lífaflfræði kylfinga. Bull er með doktorspróf í íþróttafræðum frá háskólanum í Birmingham á Englandi. Þar að auki er Bull menntaður PGA-kennari og á meðal viðskiptavina hans eru margir af fremstu kylfingum heims. Bull var hér á landi í rúmlega viku og safnaði gögnum um íslenska leikmenn sem fóru í gegnum ýmis próf og æfingar hjá Bull. Niðurstöðurnar úr þessum mælingum verða síðan nýttar á margan hátt til þess að efla íslenska leikmenn enn frekar. „Við höfum unnið með ýmsa þætti í heimsókn minni til leikmanna hér á Íslandi. Við mælum hreyfingu leikmanna í golfsveiflunni ítarlega með þrívíddartækni. Leikmenn eru með mismunandi hreyfingar og hreyfigetu. Við vinnum út frá gögnum sem aflað er með ýmsum hætti og markmiðið er að finna út hvað hentar best fyrir hvern og einn,“ segir Bull í samtali við Golf á Íslandi. „Þetta er allt gert í nánu samstarfi við þjálfarana sem eru með þessa leikmenn. Við leggjum síðan fram tillögur að æfingum sem eru allar einstaklingsmiðaðar. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru það sem við leggjum mesta áherslu á. Það er einnig mikilvægt
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kortleggur hreyfingar leikmanna
að leikmennirnir fái betri skilning á því af hverju þeir hreyfa sig með ákveðnum hætti. Við erum öll mismunandi og þegar við fáum upplýsingar úr þessum prófum þá er hægt að finna leiðir sem henta hverjum og einum.“ Bull segir að með réttum aðferðum og réttri hugsun sé hægt að ná langt - þrátt fyrir ýmsar hindranir. „Hér á Íslandi er t.d. ekki hægt að leika golf við kjöraðstæður í nokkra mánuði yfir vetrartímann. Ég veit að Íslendingar hafa sætt sig við þá staðreynd og eitt af mínum hlutverkum er að sýna hvað hægt er að gera í staðinn til þess að þróa hæfileikann til að slá golfboltann. Hér er frábær íþróttaaðstaða og engin hindrun fyrir kylfinga að þróa með sér aðra hæfileika sem nýtast síðan í golfið. Kylfingar eru íþróttamenn og með því að stunda t.d. fjölbreytta hreyfingu yfir vetrartímann er hægt að þróa golfhæfileikana. Ég er talsmaður þess að börn og unglingar fái tækifæri að prófa sig áfram í mörgum íþróttum. Þannig þróa þau með sér nýja hæfileika sem þau geta nýtt sér í þeirri íþrótta sem þau velja.“ Eins og áður segir er sérfræðisvið Bull lífaflfræði. Hann bendir á að frábærir íþróttamenn á borð við Tiger Woods hafi
lent í meiðslum sem hafa skaðað feril hans. „Það skiptir mestu máli að mínu mati er að kylfingar hreyfi sig með þeim hætti að þeir geti haldið því áfram út ferilinn. Ég þekki Tiger Woods ekki en hann er frábær íþróttamaður og hann hefur valið að hreyfa sig í golfsveiflunni með ákveðnum hætti. Ég vinn út frá þeirri hugmyndafræði að golfsveiflan eigi að vera eðlileg hreyfing fyrir kylfinginn. Okkur tekst vel upp ef kylfingar geti endurtekið þessa hreyfingu án þess að eiga á hættu að meiðast.“ Bull leggur áherslu á að einstaklingsmiðuð þjálfun sé grunnurinn. „Sumir eru einfaldlega góðir í íþróttum og virðast hafa lítið fyrir því að ná langt. Á meðan aðrir þurfa að hafa mikið fyrir því. Spurningin sem við þurfum að svara þegar kemur að því að ráðleggja kylfingum er þessi: Er þetta til bóta fyrir kylfinginn? Sumir þurfa að styrkja sig, aðrir þurfa meiri liðleika, andleg þjálfun gæti verið lykilþáttur fyrir þann þriðja. Við erum öll mismunandi og það er eitt af verkefnum mínum með íslenska afrekskylfinga að kortleggja það, afla gagna, vinna úr þeim og gera áætlanir út frá þeim í samvinnu við þjálfarana hér á landi,“ sagði Mark Bull.
Golfklúbbur Flugleiða Innan íslensku flugfélaganna Loftleiða, Flugfélags Íslands og síðar Flugleiða var alla tíð rekin öflug golfstarfsemi meðal starfsmanna. Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku sinn golfklúbbinn hvort sem síðan sameinaðist í Golfklúbb Flugleiða árið 1974. Þar voru góðir kennarar til leiðsagnar, Þorvaldur Ásgeirsson, Ólafur Ág. Ólafsson og Þorbjörn Kjærbo svo einhverjir séu nefndir til sögunnar og starfseminni haldið uppi allt árið.
Meistaramót Flugleiða á Nesvelli árið 1980: Frá vinstri: Magnús Hjörleifsson, Ólafur Marteinsson, Einar Ásgeirsson, Ólafur Ág. Þorsteinsson, Gunnar Kvaran, Sigurður Stefánsson, Baldvin Berndsen, Einar Guðlaugsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Sigurður Matthíasson, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Henning Á. Bjarnason.
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbbur Flugleiða
Gullaldarmót 1998 á Hamarsvelli í Borgarnesi. Fremri röð frá vinstri: Sigurður H. Guðmundsson, Stefán Jónsson, Henning Á. Bjarnason, Samúel Jónsson, Frosti Bjarnason, Sigurður Stefánsson, Einar Guðlaugsson, Magnús Hjörleifsson, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Ág. Þorsteinsson. Efri röð frá vinstri: Arnór Þórhallsson, Björn Lúðvíksson, Ólafur Marteinsson, Gunnar Kvaran, Baldvin Berndsen, Þorvaldur Tryggvason, Jón Newman, Sverrir Jónsson.
Yfir vetrartímann var slegið í net í flugskýlum á Reykjavíkurflugvelli við frumstæðar aðstæður, annað var ekki í boði en þetta skilaði sér. Starfsmenn Flugfélags Íslands, þeir Birgir Þorgilsson, Sigurður Matthíasson og Henning Á. Bjarnason, stóðu fyrir golfferðum til Skotlands hér á árum áður sem var nýlunda og varð mjög vinsælt.
Golfklúbbur Flugleiða stóð fyrir fjöldamörgum mótum hérlendis sem erlendis, t.d. var leikið við starfsmenn íslensku olíufélaganna um árabil og Meistaramótið naut sérstakra vinsælda en það var bæði leikið hér heima og á Long Island í New York. Starfsmenn Flugleiða í Bandaríkjunum, þeir Sigurður Stefánsson, Baldvin Berndsen og Einar
Hópmynd frá meistaramóti Golfklúbbs Flugleiða. GOLF.IS
123
Markhönnun ehf
Frá Evrópumóti flugfélaga (A.S.C.A) í umsjá Golfklúbbs Flugleiða sem fram fór í Grafarholti á áttunda áratug síðustu aldar.
Ásgeirsson héldu árlega haustmót, Annual Fall Golf Tournament, sem oftast fór fram á Flórída-svæðinu. Sett voru upp stórmót á Skotlandi og í Austurríki og árlega sendi félagið lið bæði frá Íslandi og USA í Cargolux-mótið sem hófst 1974. Félagið tók þátt í alþjóða golfmóti flugfélaga, World Airline Golf Tournament og Evrópumóti flugfélaga (ASCA) og í tvígang var félagið gestgjafi fyrir ASCA og í þrígang fyrir Cargolux mótið. Af þessu má glögglega sjá að umsvifin voru töluverð enda voru forráðamenn fyrirtækisins á hverjum tíma hliðhollir íþróttinni sem og íþróttastarfsemi yfirleitt meðal starfsmanna sinna.
En tíminn líður, menn eldast og hætta störfum, samband rofnar eins og gengur. Því vaknaði sú hugmynd fyrir 20 árum að safna saman gömlu starfsfélögunum til árlegs golfleiks. Þessi hugmynd varð að veruleika og Gullaldarmótið fæddist. Fyrirkomulagið var þannig að fenginn var langferðabíll undir hópinn, haldið á einhvern golfvöllinn í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar, leiknar 18 holur og síðan snæddur kvöldverður við yl minningana. Skemmst er frá því að segja að margir létu þennan viðburð ekki fram hjá sér fara og staðfestist það sem reyndar var vitað fyrir að í gegnum golfíþróttina eignast margur vini fyrir lífstíð.
Máttarstólpar í starfsemi Golfklúbbs Flugleiða: Henning Á.Bjarnason og Einar Ásgeirsson ásamt ungum og efnilegum kylfingi, Ólafi Arnari Jónssyni.
124
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbbur Flugleiða
Markhönnun ehf
Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík Ísafjörður · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
Sigurður og Amanda kepptu á
Duke of York Sigurður Már Þórhallsson úr GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD voru fulltrúar Íslands á Duke of York mótinu sem fram fór á Royal Liverpool vellinum á Englandi 12.-14. september. Sigurður Már endaði í 34. sæti og Amanda Guðrún í 45. sæti. Par vallar er 72 högg. Sigurður Már lék hringina þrjá á 249 höggum (+33) (74-89-86). Amanda Guðrún lék hringina þrjá á 253 höggum (+37) (88-80-85). Ben Jones frá Englandi stóð uppi sem sigurvegari á mótinu og lék hann á 218 höggum. Mótið er fyrir kylfinga á aldrinum 17–18 ára og bestu áhugakylfingar heims af báðum kynjum mæta þar til leiks. Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á mótinu. Þrívegis hefur íslenskur kylfingur sigrað á þessu móti, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ragnar
ÍSLENSKA/SIA.IS/GEY 79661 05/16
VANTAR PLÁSS Í SKÚRNUM FYRIR GOLFSETTIÐ?
126
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sigurður og Amanda kepptu á Duke of York
Már Garðarsson og Gísli Sveinbergsson sigruðu 2010, 2012 og 2014. Mótið var að venju 54 holur og keppt var í höggleik án forgjafar. Sigurður Már og Amanda Guðrún voru fulltrúar Íslands þar sem þau fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í holukeppni í sínum aldursflokki í Grindavík í sumar. Duke of York er eina unglingamótið í heiminum sem fer fram eingöngu á strandvöllum. Margir þekktir kylfingar hafa tekið þátt á þessu móti og má þar nefna Rory McIlroy, Matteo Manassero, Pablo Martin og Önnu Nordqvist. Andrew prins eða Andrew Albert Christian Edward stofnaði til mótsins enda er það kennt við hann. Royal Liverpool golfklúbburinn var stofnaður árið 1869 eða fyrir 148 árum. Völlurinn var hannaður af þeim Robert Chambers, George Morris og síðar Harry Colt. Opna breska meistaramótið hefur 12 sinnum farið fram á þessum velli. Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði síðast þegar mótið fór fram á vellinum árið 2014. Tiger Woods sigraði á Opna breska meistaramótinu á Royal Liverpool árið 2006 en þá fór mótið fram á vellinum eftir 39 ára hlé.
WWW.GEYMSLA24.IS
VIÐA
Vandaðar innréttingar
Hjá Parka færðu hágæða innréttingar. Innréttingarnar eru sérsniðnar að þínum óskum og þörfum hvað varðar liti, áferð og þægindi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Golfklúbburinn Oddur fær GEO-vottun Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ hefur hlotið hina alþjóðlegu GEO Certified® vottun. Vottunin er afrakstur rúmlega tveggja ára vinnu sem hefur tekið á flestum þáttum starfseminnar, en GEO Foundation er óháður vottunaraðili fyrir golfvallarsvæði og staðfestir vottunin að Golfklúbburinn Oddur starfar með umhverfi sínu á sjálfbæran hátt. Þeir þættir sem vottunin tekur sérstaklega til eru náttúran, auðlindanotkun og samfélagið sem við störfum í.
Það er alveg ljóst að vottunin er ekki endapunktur, heldur er hún miklu frekar upphafið að frekari starfi og endurbótum í starfsemi
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbburinn Oddur fær GEO-vottun
golfklúbbsins. Í skýrslu vottunaraðilans eru lagðar til ýmsar leiðir og aðgerðir til að bæta enn frekar umhverfið hér í Urriðavatnsdöl-
um og að því verður unnið á næstu árum. Einnig er ljóst að vottunin mun styðja við frekari uppbyggingu golfvallarsvæðisins, bæði til golfiðkunar og almennrar útivistar. Golfklúbburinn Oddur er þar með orðinn hluti af ört stækkandi samfélagi golfvallarsvæða sem vinna samkvæmt forskrift GEO að bættu umhverfi. Í þeim hópi eru meðal annars þekkt golfvallarsvæði eins og St. Andrews Links, Gleneagles og Carnoustie. GEO Certified® vottun Golfklúbbsins Odds rímar vel við vistvottun BREEAM sem rammaskipulag Urriðaholts fékk árið 2015 og ýmis deiliskipulagssvæði innan þess í framhaldinu. Má því segja að allt svæðið frá Reykjanesbraut í norðri að línustæði Hnoðraholtslínu í suðri sé nú umhverfis- og vistvottað af alþjóðlegum vottunaraðilum. Á myndinni eru, frá vinstri, Mike Wood úttektaraðili GEO, Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Tryggvi Ölver Gunnarsson vallarstjóri.
„Stoppustuð“ á Urriðavelli – Oddur og Orkusalan bjóða rafbílaeigendum upp á nýja þjónustu Um miðjan september var opnuð rafhleðslustöð við golfskálann á Urriðavelli. Golfklúbburinn Oddur er í samstarfi við Orkusöluna í þessu verkefni sem er nýjung á íslenskum golfvelli. Stöðin fékk nafnið „Stoppustuð“. Rafbílaeigendur geta lagt í grænmerkt stæði á Urriðavelli og tengt sig við rafhleðslustöðina. Bíleigendur verða sjálfir að nota eigin snúru við tengingu við stöðina og er þjónustan frí fyrst um sinn. Þeir sem nota þessa þjónustu eru hvattir til þess að fara eftir tilmælum um notkun. Reglan sem notuð verður á „Stoppustuðinu“ er að færa bílinn úr stæðinu eftir að hafa hlaðið í 9 holur - þannig að aðrir geti nýtt sér þjónustuna.
130
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Stoppustuð“ á Urriðavelli
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
9° 18 kg 3° 75 kg
12° 180 kg
10° 3 kg
4° 90 kg
11° 90 kg
7° 6 kg 12° 75 kg
5° 750kg 3° 14 kg
SPÁÐ ER GOLFSENDINGUM Á 80 VIÐKOMUSTÖÐUM UM ALLT LAND Við förum daglegar ferðir í alla landshluta með sendingar af öllum stærðum og gerðum – sama hvernig viðrar. Hafðu samband og fáðu tilboð í þína flutninga.
flytjandi.is