1 minute read

Íslandsmótið í beinni á RÚV

Einsdæmi á heimsvísu

Íslandsmótið í golfi verður í beinni á RÚV og samkvæmt heimildum GSÍ er það eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu.

Bein útsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli 6.-9. ágúst 2020.

Sýnt verður frá mótinu á RÚV. Þetta er í 23. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru.

Þetta verður í níunda sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á Sýn og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

Samkvæmt bestu heimildum GSÍ er Íslandsmótið í golfi eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu. Útsendingin er því einsdæmi á heimsvísu.

Mikið er lagt í útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi á hverju ári. Um 30 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. Á bilinu 12-16 myndavélar eru mannaðar á vellinum og áhorfendur ættu ekki að missa af höggi þegar spennan er sem mest á lokaholunum á Hlíðavelli.

Föstudagur 7. ágúst 15:30-17:50

Laugardagur 8. ágúst 15:00-17:50

Sunnudagur 9. ágúst 14:00-17:30

1998 (1) Hólmsvöllur/GS Sýn

1999 (2) Hvaleyrarvöllur / GK SÝN

2000 (3) Jaðarsvöllur / GA Sýn

2001 (4) Grafarholt / GR Sýn

2002 (5) Strandarvöllur / GHR SÝN

2003 (6) Vestmannaeyjar / GV SÝN

2004 (7) Garðavöllur / GL Sýn

2005 (8) Hólmsvöllur / GS Sýn

2006 (9) Urriðavöllur / GO Sýn

2007 (10 Hvaleyrarvöllur / GK SÝN

2008 (11 Vestmannaeyjar / GV SÝN

2009 (12 Grafarholt / GR Sýn

2010 (13) Kiðjaberg / GKB Sýn

2011 (14) Hólmsvöllur / GS RÚV

2012 (15) Strandarvöllur / GHR Stöð 2 sport

2013 (16) Korpúlfsstaðavöllur / GR RÚV

2014 (17) Leirdalsvöllur / GKG RÚV

2015 (18) Garðavöllur / GL RÚV

2016 (19) Jaðarsvöllur / GA RÚV

2017 (20) Hvaleyrarvöllur / GK

RÚV 2018 (21) Vestmannaeyjavöllur / GV

RÚV 2019 (22) Grafarholtsvöllur / GR RÚV

2020 (23) Hlíðavöllur / GM RÚV

This article is from: