Íslandsmót 2020 - kynningarblað GSÍ.

Page 16

16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Íslandsmót 2020

Óvenjulegt Hér púttar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Einvíginu á Nesinu í fyrra, en engir áhorfendur voru leyfðir á mótinu í ár.

Yngstur Veigar Heiðarsson úr Golfklúbbi Akureyrar er yngsti keppandinn í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2020.

Yngstu keppendur á fermingaraldri

K

Einvígið á Nesinu í Sjónvarpi Símans

„Eitt skemmtilegasta mót ársins“

E

invígið á Nesinu í ár var óvenjulegt en jafnframt eitt það skemmtilegasta sem ég man eftir,“ segir Logi Bergmann Eiðsson félagsmaður í Nesklúbbnum. Logi hefur á undanförnum dögum unnið að lokafrágangi á skemmtilegri samantektt frá Einvíginu á Nesinu sem sýnt verður í Sjónvarpi Símans kl. 20.00 í kvöld og þátturinn fer í Sjónvarp Símans Premium sama dag. Þátturinn er endursýndur á sunnudaginn kl. 19.05. „Það leit allt út fyrir að ég fengi loksins frí á frídegi verslunarmanna í fyrsta sinn í 23 ár vegna hertra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19. Sem betur fer fékk ég ekki frí og ég fékk að upplifa þetta frábæra mót á hliðarlínunni sem dagskrárgerðarmaður í 24. sinn á ferlinum. Einvígið á Nesinu hefur í gegnum tíðina verið það golfmót sem dregur að sér flesta áhorfendur. Því miður voru áhorf-

endur ekki leyfðir í ár – sem gerir það að verkum að sjónvarpsþátturinn verður enn áhugaverðari fyrir vikið,“ segir Logi og bendir á að keppnisfyrirkomulag mótsins sé einstakt. „Einvígið á Nesinu er með þeim hætti að 10 keppendur hefja leik á 1. holu. Eru þau öll í sama ráshópi og einn dettur út á hverri holu. Er gripið til bráðabana eftir hverja holu ef þörf er á að útkljá hver fellur úr keppni og þess vegna er mótið einnig kallað „shoot out“. Þá standa einungis tveir eftir á 9. teig og úrslitin ráðast á 9. flöt. Það er því alltaf eitthvað að gerast á hverri einustu holu og spennandi keppni frá upphafi til enda,“ segir Logi. Einvígið á Nesinu 2020 var leikið í þágu VONAR. VON er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar E6 á Landspítalanum í Fossvogi. Félagið var stofnað af hjúkrunarfræðingum gjörgæsludeildarinnar og allt starfs-

fólk deildarinnar tekur þátt í starfsemi félagsins. Hornsteinn að verkum VONAR er að styðja og styrkja skjólstæðinga deildarinnar og þar ber fremst að nefna aðstandendaherbergi deildarinnar. 왘 Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning: 512-26-633, kt: 580169-7089. 왘 Einnig eru styrktarlínur sem hægt er að hringja í: 9071502 = 2.000 krónur. 9071506 = 6.000 krónur. 9071510 = 10.000 krónur. Keppendur í Einvíginu á Nesinu 2020: Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Björgvin Sigurbergsson, Bjarki Pétursson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, Hákon Örn Magnússon, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ólafur Björn Loftsson.

Einsdæmi á heimsvísu Íslandsmótið í golfi verður í beinni á RÚV og samkvæmt heimildum GSÍ er það eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu.

B

ein útsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli 6.-9. ágúst 2020. Sýnt verður frá mótinu á RÚV. Þetta er í 23. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður í níunda sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á Sýn og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

Útsending Margir komu að útsendingunni.

Samkvæmt bestu heimildum GSÍ er Íslandsmótið í golfi eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu. Útsendingin er því einsdæmi á heimsvísu. Mikið er lagt í útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi á hverju ári. Um 30 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. Á bilinu 12-16 myndavélar eru mannaðar á vellinum og áhorfendur ættu ekki að missa af höggi þegar spennan er sem mest á lokaholunum á Hlíðavelli.

eppendur á Íslandsmótinu í golfi 2020 eru á öllum aldri. Yngstu keppendurnir eru á fermingaraldri og þeir elstu á sextugsaldri. Mikil ættartengsl eru hjá keppendum sem koma frá samtals 20 klúbbum víðsvegar af landinu. Þar má finna systkini, feðga og feðgin. Guðmundur Arason úr Golfklúbbi Reykjavíkur er elsti keppandinn í karlaflokki en hann fæddist árið 1966 og er því á 54. aldursári. Guðmundur er með 1,2 í forgjöf. Hjalti Pálmason úr GR er næstelsti keppandinn en hann fæddist árið 1969 og er því á 50. aldursári. Jón H. Karlsson er þriðji elsti keppandinn í karlaflokki en hann er einnig úr GR. Jón er fæddur árið 1969 líkt og Hjalti. Nína Björk Geirsdóttir úr GM er eini keppandinn sem er eldri en 35 ára í kvennaflokknum en hún er 37 ára, fædd 1983. Þrír keppendur í kvennaflokknum eru fæddar árið 1992 og eru á 28. aldursári. Þær eru allar næstelstar í kvennaflokknum; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, Berglind Björnsdóttir GR og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA. Fjórir yngstu kylfingar Íslandsmótsins eru öll fædd árið 2006 og eru því á fermingarárinu. Í karlaflokki er Veigar Heiðarsson yngstur en hann er úr Golfklúbbi Akureyrar. Veigar er með 2,3 í forgjöf en faðir hans er Heiðar Davíð Bragason, íþróttastjóri GA og Íslandsmeistari í golfi 2005. Heiðar Davíð er á meðal keppenda á mótinu og verður spennandi að fylgjast með baráttu þeirra. Heiðar Davíð er fæddur árið 1977 og er 14. elsti

keppandinn en hann er með 0,4 í forgjöf. Í kvennaflokki eru þrír keppendur fæddir árið 2006. Tvær þeirra eru úr GR, þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir. Perla Sól er með 3 í forgjöf en hún tók þátt í Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018 en þá var hún 11 ára gömul. Perla er fædd 28. september en á þeim degi fagnar hún 14 ára afmæli sínu. Helga Signý er með 7 í forgjöf. Eldri bróðir hennar, Böðvar Bragi Pálsson, er meðal keppenda á Íslandsmótinu en hann er jafnframt forgjafarlægsti keppandinn í karlaflokki með +4,2 í forgjöf. Böðvar, sem er nýbakaður klúbbmeistari GR í meistaraflokki, fæddist árið 2003. Dagbjartur Sigurbrandsson, eldri bróðir Perlu, er einnig á meðal keppenda. Dagbjartur er fæddur árið 2002 og er hann með +3,8 í forgjöf. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, er sú þriðja sem er fædd árið 2006 í kvennaflokknum. Karen Lind er með 7,3 í forgjöf. Það eru ýmsar aðrar fjölskyldutengingar á Íslandsmótinu í golfi 2020. Hlynur Geir Hjartarson, GOS, keppir á mótinu líkt og dóttir hans Heiðrún Anna. Heiðar Davíð Bragason, GA, og 14 ára sonur hans, Veigar, eru einnig á meðal keppenda. Fjölmörg systkini eru á meðal keppenda: Guðrún Brá og Helgi Snær Björgvinsbörn úr GK, Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn úr GR, Dagbjartur og Perla Sól Sigurbrandsbörn úr GR, Jóhanna Lea og Bjarni Þór Lúðvíksbörn úr GR, Nína Margrét og Ásdís Valtýsdætur úr GR og Hulda Clara og Eva María Gestsdætur úr GKG.

1998 1) Hólmsvöllur/GS Sýn 1999 2) Hvaleyrarvöllur / GK SÝN 2000 3) Jaðarsvöllur / GA Sýn 2001 4) Grafarholt / GR Sýn 2002 5) Strandarvöllur / GHR SÝN 2003 6) Vestmannaeyjar / GV SÝN 2004 7) Garðavöllur / GL Sýn 2005 8) Hólmsvöllur / GS Sýn 2006 9) Urriðavöllur / GO Sýn 2007 10 Hvaleyrarvöllur / GK SÝN 2008 11 Vestmannaeyjar / GV SÝN 2009 12 Grafarholt / GR Sýn 2010 13) Kiðjaberg / GKB Sýn 2011 14) Hólmsvöllur / GS RÚV 2012 15) Strandarvöllur / GHR Stöð 2 sport 2013 16) Korpúlfsstaðavöllur / GR RÚV 2014 17) Leirdalsvöllur / GKG RÚV 2015 18) Garðavöllur / GL RÚV 2016 19) Jaðarsvöllur / GA RÚV 2017 20) Hvaleyrarvöllur / GK RÚV 2018 21) Vestmannaeyjavöllur / GV RÚV 2019 22) Grafarholtsvöllur / GR RÚV 2020 23) Hlíðavöllur / GM RÚV Bein útsending á RÚV frá Íslandsmótinu í golfi 2020:

Föstudagur 7. ágúst Laugardagur 8. ágúst Sunnudagur 9. ágúst

15:30-17:50 15:00-17:50 14:00-17:30


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.