1 minute read

Ávarp formanns

ÁVARP FORMANNS Rakel María

Ágætu bæjarbúar, nú fer Sólrisuvikan okkar góða að bresta á. Þetta er alltaf svo fljótt að gerast, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við í stjórn NMÍ settumst í fyrsta skiptið niður og byrjuðum að skipuleggja viðburði skólaársins. Við byrjuðum á útilegu í Hörgshlíð og viljum við minnast Finnboga Sigurðar Jónssonar sem var svo yndislegur að hjálpa okkur með hana. Svo var það nýnemaballið og auðvitað hinn árlegi ruddabolti!

Advertisement

Jólavikan var ótrúlega skemmtileg. Nemendur skólans kepptust við að skreyta borðin í Gryfjunni og jólaskapið leyndi sér ekki. Vikan endaði svo á fullveldisfögnuðinum okkar en ég held að ég tali fyrir hönd flestra þegar ég segi að Videóráðið 400 kom okkur öllum á óvart með brjálæðislega fyndnu sketsamyndbandi og geggjuðu lagi sem ber titillinn Á túr yfir jólin.

Svo kom hið langþráða jólafrí.

Janúar fór svo allur í að gera og græja fyrir árshátíðina okkar sem fór nú svo bara í veður og vind... bókstaflega. En vegna óveðurs neyddumst við til þess að fresta henni en við létum það nú ekki á okkur fá enda nóg annað að gera.

Menningarvitinn okkar og sólrisunefndin hennar eru búin að skipuleggja frábæra sólrisuviku og ég hlakka mikið til. Einnig hefur leikfélagið unnið hörðum höndum við að gera og græja fyrir uppsetningu á Mömmu Míu sem er sólrisuleikritið í ár. Ekki nóg með það þá hefur Gettu betur liðið okkar líka setið stífar æfingar fyrir viðureign gegn Verzlingum í sjónvarpinu!

Ritarinn og ritnefndin hans stóðu sig svo með stakri prýði með þetta flotta blað. Allir sem koma að félagslífi skólans eiga stórt hrós skilið fyrir alla sína vinnu. Það getur tekið bæði á líkama og sál að vera í þessum störfum en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta svo 100% þess virði.

Njótið Sólrisuvikunnar, skellið ykkur á Mamma Mía og skemmtið ykkur við lesturinn..

Rakel María, Formaður NMÍ.

1994 - 2019

þjónusta í heimabyggð í 25 ár

This article is from: