Áætlun Norðlingaskóla um stamstarf við foreldra 2013-2016

Page 1

NORÐLINGASKÓLI

Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldr Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra a

Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra 2013-2016

Foreldrasamskipti, samstarf og upplýsingamiðlun í Norðlingaskóla


Efnisyfirlit Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra.................................................................................2 Starfshópur .....................................................................................................................................2 Styrkleikar skólans í foreldrasamstarfi .............................................................................................3 Sóknarfæri ......................................................................................................................................3 Samstarfsáætlun fyrir skólaárið 2013 -2014 ....................................................................................4 Ótímasett verkefni ..........................................................................................................................7

1


Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra Áætlun Norðlingaskóla um samstarf við foreldra er gerð til þriggja ára, þ.e. skálárin 2013-2014, 20142015, 2015-2016. Markmið samstarfsáætlunarinnar er einkum tvíþætt, samstarf um félagsstarf og samstarf um námið. Annarsvegar er lögð áhersla á að styrkja og festa í sessi það bekkjarfulltrúastarf sem grunnur hefur verið lagður að, þ.e. að ýmsir viðburðir, skemmtanir og annað samstarf bekkjarfulltrúa og kennara miðist við hvern árgang. Hinsvegar miðast áætlunin við að auka hlutdeild foreldra í námi nemenda með markvissari hætti en gert hefur verið. Sérstakur starfshópur úr röðum kennara og foreldra er skipaður til að gera áætlun um samstarf við foreldra þar sem fram koma helstu áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun skólans. Samstarfsáætlunin byggir á fjölbreyttu mati á foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun milli skóla og heimila. Matið er m.a. unnið úr viðhorfskönnunum sem fræðsluyfirvöld leggja reglulega fyrir foreldra grunnskólabarna og úr viðhorfskönnunum sem skólinn stendur sjálfur fyrir í skólasamfélaginu. Einnig er mikil áhersla lögð á að hlustað sé á raddir foreldra og kennara þegar kemur að mati á foreldrasamstarfi í dagsins önn. Auk þessa er leitast við að byggja samstarfsáætlunina á niðurstöðum erlendra rannsókna um samstarf skóla og heimilis sem talið er ýta undir námsárangur nemenda og árangursríkt skólastarf. Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn leggi formlegt mat á samstarfsáætlunina, þrisvar sinnum á tímabilinu, þ.e. á hverju vori. Hópurinn leggur fram endurskoðaða áætlun á hverju hausti fyrir skólaráð og haustfund með bekkjarfulltrúum og kallar eftir athugasemdum. Áætlunin er síðan kynnt á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti.

Starfshópur Hlutverk starfshópsins er að bera ábyrgð á gerð samstarfsáætlunarinnar, framkvæmd hennar og mati á árangri. Í starfshópnum sitja: Skólastjórnendur Sif Vígþórsdóttir - skólastjóri Aðalbjörg Ingadóttir - aðstoðarskólastjóri Fulltrúar kennara af yngra-, mið-, og unglingastigi Dagbjört J. Þorteinsdóttir – kennari í unglingadeild Margrét Ruth Sigurðardóttir – kennari á miðstigi Þórey Gylfadóttir – kennari í 3. – 4. bekk, situr einnig f.h. skólans í stjórn foreldrafélagsins Narfi Ísak Geirsson – kennari í 1. -2. bekk Stjórn foreldrafélagsins á hverjum tíma. Valgerður Sverrisdóttir - formaður Þórey Gylfadóttir – kennari f.h. skólans, varaformaður Elísabet Björgvinsdóttir - gjaldkeri Áslaug Hafsteinsdóttir - ritari Katrín Garðarsdóttir – meðstjórnandi

2


Styrkleikar skólans í foreldrasamstarfi Í Viðhorfskönnunum Reykjavíkurborgar 2012 og viðhorfskönnun Skólapúlsins 2013 til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar kemur í ljós að meiri ánægja ríkir meðal foreldra í Norðlingaskóla með almenna upplýsingagjöf til foreldra samanborið við aðra grunnskóla í borginni. Töluverð ánægja ríkir einnig meðal foreldra með nokkra þætti sem snúa beint að umsjónarkennara eins og viðmóti hans við foreldra, aðgengi að honum og upplýsingastreymi frá honum. Í flestum þessara þátta mælist svarhlutfall þeirra sem eru ánægðir örlítið hærra í Norðlingaskóla en meðaltal í öðrum grunnskólum borgarinnar. Í rannsókn um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun sem skólinn stóð sjálfur fyrir árið 2012 kemur einnig í ljós að niðurstöður sýna að foreldrar eru almennt ánægðir með samskipti sín við skólann og telja þau einkennast af góðu viðmóti starfsfólks og samstarfsvilja við foreldra. Helstu niðurstöður sýna að væntingar foreldra og kennara til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar samræmast í meginatriðum. Kennarar vilja auka samstarf sitt við foreldra á flestum sviðum skólastarfsins og foreldrar eru tilbúnir í aukið samstarf um nám nemenda. Foreldrar telja sig einnig geta haft áhrif á nám og félagsstarf nemenda. Bæði kennurum og foreldrum finnst að áhrif foreldra í skólastarfinu eigi einna helst að gæta í námi nemenda, agamálum, þátttöku í félagsstarfi og viðburðum í almennu skólastarfi en síður í stefnumótun skólans og námsmati. Nokkrar hefðir hafa skapast um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og foreldra sem almenn ánægja ríkir með:             

Þrír samráðsfundir með foreldrum og nemendum - að hausti, í janúar og í júní. Matssamtöl við nemendur - undanfari samráðsfunda. Skólaboðunardagur – heimsóknir starfsmanna á heimili nemenda Jólaskóli - jólahátíð fyrir stórfjölskyldur nemenda Foreldraskóladagur - einn á hvorri önn Morgunskraf – fundur með foreldrum, einn á hvorri önn Námskynningar Vorskóli – kynning fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga Vorhátíð Föstudagspóstur Öflug heimasíða Fréttabréf Samstarf kennara og foreldrafélagsins um ritfangakaup á yngra stigi

Sóknarfæri Í viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar frá 2012 og viðhorfskönnun Skólapúlsins 2013 á viðhorfum foreldra til skólastarfs í grunnskólum koma fram vísbendingar um að foreldrafélagið og kennarar þurfi að leita leiða til að auka aðkomu foreldra með markvissari hætti að námi nemenda eins og t.d. aukinni aðkomu að áformsvinnu nemenda, markmiðsetningu í námi og gerð námsáætlana. Þetta kemur einnig fram í könnun um foreldrasamskipti sem skólinn stóð sjálfur fyrir árið 2012. Niðurstöður kannana gefa sterkar vísbendingar um vilja foreldra til að auka þátttöku sína í samstarfi um nám þar sem meirihluti foreldra telur sig ekki vera nægilega virkan í samstarfi um nám nemenda. Foreldrar sýna þátttöku í skólastafi áhuga en vísbendingar eru um að þeir viti ekki með hvað hætti best er að fóta sig í samstarfinu. 3


Skólinn hefur verið að þróa nýjar leiðir í bekkjarfulltrúastarfi og festa í sessi starfshætti sem snúa að viðburðum í félagslífi nemenda og samveru foreldra og nemenda. Á næstu þremur árum leggur starfshópurinn sérstaka áherslu á að festa í sessi og þróa foreldrasamstarf um nám nemenda og viðburði í skólastarfinu sem styrkja félagslíf nemenda og efla tengsl foreldra innbyrðis: 

Heimsóknir í kennslustundir þarf að skipuleggja með markvissum hætti o Vilji er hjá foreldum til að koma í heimsóknir í kennslustundir, það eykur skilning á skólastarfi og hlutdeild í námi nemenda Auka aðkomu foreldra að námi nemenda o Leggja áherslu á markmiðssetningu í námi /gerð námsáætlana þar sem rík áhersla er lögð á einstaklingsmiðun og samstarf sem byggir á forsendum nemenda og foreldra ekki síður en skólans. Mat á foreldrasamtarfi – rýnihópar o Leita eftir viðhorfum foreldra og kennara á því hvað má betur fara í samstarfi heimila og skóla og finna leiðir til að auka frumkvæði kennara og foreldra og efla samstarfið. Námskynningar o Kynna markvisst starfs- og kennsluhætti o Aðkoma foreldra að námi nemenda í gegnum áformsvinnu/áformsbækur þar sem farið er sérstaklega yfir hlutverk, skyldur og þarfir foreldra og skóla. Styrkja bekkjarfulltrúastarfið með því að fylgja þessum þáttum eftir: o Skilgreina hlutverk og skipan bekkjarfulltrúa og tengiliða skólans við þá. o Fylgja eftir áætlunum um bekkjar- og fjölskylduskemmtanir. o Festa í sessi haust- og vorfundi með bekkjarfulltrúum og tengiliðum og nýta afraksturinn til framþróunar á foreldrasamstarfi í skólanum. o Halda utan um árgangamöppur sem fara á milli árganga þ.e. upplýsingamöppur um viðburði og annað skipulag innan hvers árgangs.

Samstarfsáætlun fyrir skólaárið 2013 -2014 Samstarfsverkefni Tími Ágústsept.

Verkefni Skólaboðunardagur. Starfsmenn skólans heimsækja öll heimili nemenda í skólanum og afhenda upplýsingar um áherslur skólastarfsins á komandi skólaári.

Haustfundur bekkjarfulltrúa Samstarfsverkefni skólans og foreldrafélagsins

Markhópur Allir starfsmenn og öll heimili nemenda

Skólastjórnendur, bekkjarfulltrúar, tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa og stjórn foreldrafélagsins Nýir foreldrar, aðrir en foreldrar 1. bekkinga.

Móttaka fyrir nýja foreldra Foreldrafélagið í samstarfi við skólann

Foreldrar í hverjum námshópi

Markmið Upplýsingagjöf um skólastarfið. Ávinna skólanum traust og auka persónuleg tengsl starfsmanna við nemendur og fjölskyldur þeirra. Áhersla á að kynna foreldrasamstarf um nám nemenda s.s. markmiðssetningu og gerð námsáætlana. Efla þátttöku bekkjarfulltrúa í félagsstarfi nemenda og ákvarðanatöku um foreldrasamstarf Að kynna stefnu og sýn skólans og auka hlutdeild foreldra í 4


Námskynningar á námi, kennsluháttum og aukinni hlutdeild foreldra í námi nemenda. Sérstök áhersla á áformsvinnu, áformsbækur, hlutverk foreldra í áformsvinnu nemenda og markmiðssetningu um nám. Kynning á niðurstöðum úr viðhorfskönnun foreldra til skólastarfsins. Okt.

Samráðsdagur um nám, líðan og hegðun. Þátttaka foreldra í markmiðssetningu um nám nemenda

Nemandinn, foreldrar og umsjónarkennari

Foreldrahádegi – námshópavikur og heimsóknir í kennslustundir

Foreldrar og nemendur

Morgunskraf

Óformlegir samráðsfundir skólastóra með foreldrahópum úr hverjum námshópi

Aðalfundur Vaðsins Foreldrar

Nóv.

Des.

Bekkjarskemmtanir/bekkjarkvöld (sep.-nóv.) Samstarfsverkefni bekkjarfulltrúa, nemenda og tengiliða í hverjum árgangi. Foreldraskóladagur. Nemendur kenna og sýna foreldrum sínum það sem þau eru að læra í skólanum Jólaföndur á vegum foreldrafélagsins Jólaskóli, síðasta dag fyrir jólafrí

Janúar Samráðsdagur um nám, líðan og hegðun. Námsmat á haustönn metið.

Allir árgangar og allir foreldrar

skólastarfinu Að kynna nám og kennsluhætti. Efla einstaklingsmiðun í námi nemenda með því að auka hlutdeild foreldra í markmiðssetningu um nám barnsins. Kynning á starfs- og kennsluháttum Upplýsingagjöf milli skóla og heimilis og samráð um barnið. Hafa foreldra með í ákvarðanatöku og tengja þá við nám sem styrkir einstaklingsmiðun. Að kynnast skólabragnum, starfsog kennsluháttum. Efla tengsl milli foreldra og skóla. Veita foreldrum upplýsingar um hvað eina sem foreldrar vilja vita um skólastarfið. Ávinna skólanum traust og virðingu með því að hlusta og verða við óskum foreldra Miðlun upplýsinga, kosningar, sameiginleg ákvarðanataka og fræðsla sem varðar alla foreldra í félaginu. Skólabragur. Efla félagstengsl.

Allir foreldrar

Skólastjóri og fulltrúar foreldra og nemenda. Allir nemendur og foreldrar Allir nemendur, foreldrar og kennarar Nemandinn, foreldrar og umsjónarkennari

Auka skilning foreldra á skóaltarfi. Efla tengsl foreldra og skóla. Upplýsingamiðlun Skólabragur Upplýsingagjöf milli skóla og heimilis og 5


Þátttaka foreldra í markmiðssetningu um nám nemenda- Hvernig gengur að ná settu marki?

Febmars

Bekkjarskemmtanir/bekkjarkvöld (jan.-apríl) Samstarfsverkefni bekkjarfulltrúa, nemenda og tengiliða í hverjum árgangi. Reykir- 7. bekkur. Samstarfsverkefni bekkjarfulltrúa og foreldra í árganginum.

Allir árgangar og allir foreldrar

Nemendur og foreldrar

Foreldrar og nemendur Foreldrahádegi – námshópavikur og heimsóknir í kennslustundir

Apríl

Maí

Morgunskraf

Foreldraskóladagur. Nemendur kenna og sýna foreldrum sínum það sem þau eru að læra í skólanum

Allir foreldrar

Fundur með skólaráði, stjórn Vaðsins og nemendafélagi

Skólastjóri og fulltrúar foreldra og kennara

Vorskóli

Foreldrar verðandi 1. bekkinga Nemandinn, foreldrar og umsjónarkennari

Samráðsdagur um nám, líðan og hegðun- Námsmat.

Júní

Samráðsfundir skólastóra með foreldrahópum úr hverjum námshópi

Vorfundur bekkjarfulltrúa Samstarfsverkefni skólans og foreldrafélagsins.

Skólastjórnendur, bekkjarfulltrúar, tengiliðir skóla við bekkjarfulltrúa og stjórn foreldrafélagsins

Skólaslit – vorhátíð

Kennarar og fjölskyldur nemenda

samráð um barnið. Hafa foreldra með í ákvarðanatöku og tengja þá við nám sem styrkir einstaklingsmiðun. Skólabragur. Efla félagstengsl.

Fjáröflunarstarf sem auk þess eflir félagsleg tengsl nemenda og tengsl milli foreldra. Að kynnast skólabragnum, starfsog kennsluháttum. Efla tengsl milli foreldra og skóla. Veita foreldrum upplýsingar um hvað eina sem foreldrar vilja vita um skólastarfið. Ávinna skólanum traust og virðingu með því að hlusta og verða við óskum foreldra Auka skilning foreldra á skóastarfi. Efla tengsl foreldra og skóla. Miðla upplýsingum og styrkja tengsl skólans við fulltrúa nemenda, foreldra og kennara. Upplýsingagjöf um skólastarfið Upplýsingagjöf milli skóla og heimilis. Auka hlutdeild foreldra í námi nemenda. Árangur metinn – hefur settu marki verið náð? Efla þátttöku bekkjarfulltrúa í félagsstarfi nemenda og ákvarðanatöku um foreldrasamstarf Skólabragur

6


Tími

Vikulega

Mánaðarlega

Verkefni Föstudagspóstur. Allir umsjónarkennarar senda vikulegan póst í gegnum Mentor.

Markhópur Allir foreldrar

Ástundun. Foreldrar fá ástund barnsins send mánaðarlega í gegnum Mentor eða Námfús.

Allir foreldrar

Allir foreldrar Fréttabréf

Markmið Upplýsingagjöf. Að veita foreldrum upplýsingar um helstu viðburði og verkefni liðinnar viku. Upplýsingagjöf. Traust og trúverðugleiki.

Innsýn í skólastarf. Upplýsingagjöf.

Ótímasett verkefni Vinnureglur um stamstarf við foreldra sem ekki hafa vald á íslensku Starfshópurinn gerir drög að vinnureglum um samstarf við foreldra með annað móðurmál en íslensku. Skilgreina þarf hvernig tekið er á móti þeim í skólanum, hvernig upplýsingum er komið til þeirra og hvernig stuðlað verði að þátttöku þeirra í foreldrasamfélaginu. Rýnihópar kennara og foreldra Starfshópurinn þrói leiðir til að setja á stofn rýnihópa úr röðum foreldra og kennara sem leggja mat á gæði og framþróun á foreldrasamstarfi í skólanum. Matsteymi Stefnt er að því að í matsteymi skólans sitji fulltrúi foreldra og að hann sé skipaður af stjórn foreldrafélagsins til tveggja ára í senn. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Samstarfsáætlunin var unnin skólaárið 2012-2013 og kynnt á vordögum 2013. Samhliða kynningu var leitað eftir umræðum og/eða athugsemdum um úrbætur hjá eftirtöldum aðilum: Skólaráði, stjórn foreldrafélagsins, kennurum og bekkjarfulltrúum. Starfshópur um áætlunina mun á haustdögum 2013 leggja á ráðin um helstu áherslur í samstarfinu skólaárið 2013-2014.

7


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.