Mannréttindastefna / Jafnréttisáætlun Norðlingaskóla

Page 1

NORÐLINGASKÓLI 2013-2014 Árvaði 3, 110 Reykjavík Sími: 411-7640 Netfang: nordlingaskoli@reykjavik.is Heimasíða: http://www.nordlingaskoli.is

Mannréttindastefna/jafnréttisáætlun Norðlingaskóla


Inngangur Mannréttindastefna Norðlingaskóla byggir á mannréttindum og jafnræðisreglunni, lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 96/2000), mannréttinda- og starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar, lögum um grunnskóla (nr. 91, 2008), aðalnámskrá grunnskóla og hugmyndafræði sem birtist í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að. Grundvallarreglan um jafnræði og reglan um bann við mismunun eru nátengdar. Jafnræði felur í sér að ávallt skal leitast við að tryggja að einstaklingar standi jafnfætis. Þessar reglur krefjast þess að sambærileg tilvik fái sömu meðferð. Ef það er ekki gert telst það mismunun nema hægt sé að sýna fram á hlutlægar og málefnanlegar ástæður, dæmi um slíkt getur t.d. verið sérstakar ráðstafanir vegna fólks með fötlun og að auglýst sé eftir konu í baðvörslu í kvennaklefa. Rauði þráðurinn í mannréttindastefnunni er áherslan á jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þessi áhersla á að vera sýnileg og samofin allri starfsemi skólans og stefnumótun hans. Þessi rauði þráður er því fyrirferðarmikill í stefnunni og mikil áhersla lögð á hann. Í Norðlingaskóla er litið á skólasamfélagið sem eina heild og skólastarfið byggt upp í anda sterkrar liðsheildar t.d. með mikilli áherslu á teymavinnu. Með skólasamfélaginu er átt við starfsfólk skólans, nemendur, foreldra, skólayfirvöld og aðra sem tengjast skólanum t.d. kennaranema. Mikilvægt er að allir taki virkan þátt í skólastarfinu til að styrkleikar hvers og eins fái notið sín sem best og að hver einstaklingur sé metinn á eigin forsendum og fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna. Starfsfólki og nemendum skal því ekki mismunað vegna kynferðis, kynhneigðar, aldurs, útlits, uppruna, þjóðernis, litarháttar, heilsufars, efnahags, fötlunar, trúareða stjórnmálaskoðana eða annarrar stöðu og þannig verði tryggt að mannauður nýtist sem best. Treysta verður lýðræðislegar ákvarðanir með því að allt starfsfólk skólans hafi jafnan rétt til áhrifa á mótun skólasamfélagsins. Því er mikilvægt að þörfum og sjónarmiðum allra sé gert jafn hátt undir höfði við stefnumótun og ákvarðanatöku. Stjórnendur og starfsmenn skólans bera ábyrgð á að gæta jafnræðis á vinnustað. Ennfremur kappkosta stjórnendur að tryggja að allir starfsmenn hafi sömu möguleika til endurmenntunar og/eða til þess að sækja sér fræðslu til þess að auka hæfni sína í starfi. Mannréttindastefna Norðlingaskóla tekur annars vegar til nemenda og hins vegar til starfsmanna og er kynnt fyrir skólasamfélaginu (nemendum, foreldrum og starfsfólki) að hausti. Mjög mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlunarinnar. Stefnan verður skoðuð sérstaklega í ljósi innleiðingar nýrrar aðalnámskrár og kann hún því að taka breytingum í samræmi við þá vinnu.

Markmið og leiðir a) Nemendur Röðun í námshópa  Við röðun í náms- og valhópa skal leitast við að hafa nemendahópinn sem fjölbreytilegastan, t.d. sem jafnast hlutfall drengja og stúlkna nema þegar um sérstaka stráka- eða stelpuhópa er að ræða. Sú staða gæti komið upp að það þjónaði jafnréttishugsun að kynskipta hópum.

2


Kennsluhættir  Koma þarf til móts við mismunandi þroska einstaklinga á grunnskólaárunum og sveigjanleiki og fjölbreytni er höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti til að auka líkur á að allir nemendur og bæði kynin fái kennslu við hæfi og ólík reynsla og gildismat fái notið sín. Námsefni  Allt námsefni í öllum námsgreinum þarf að skoða og meta út frá jafnræðissjónarmiði og leggja sérstaka áherslu á markvissa mannréttindafræðslu og vinna með námsefni/kennslugögn sem byggja á sjálfsögðum mannréttindum eins og jafnréttishugmyndum. Lögð er áhersla á að nemendur fái fræðslu um mannréttindamál á öllum skólastigum. Vinna gegn stöðluðum ímyndum fólks  Unnið skal gegn stöðluðum hugmyndum nemenda um þá sem eru virkir þátttakendur í samfélaginu, þó þeir þurfi aðstoð við athafnir daglegs lífs, tali annað tungumál en við hafi annan litarhátt, aðra kynvitund o.s.frv. Sérstaklega skal vinna gegn stöðluðum kynímyndum stúlkna og drengja með markvissri náms- og starfsfræðslu allt frá upphafi skólagöngu til loka 10. bekkjar. Nauðsynlegt er að vinna með t.d. gildismat og fordóma og kynna sérstaklega fyrir stelpum nám og störf í tækni- og iðngreinum og fyrir strákum uppeldis- og umönnunarstörf. Í því skyni þarf að gefa nemendum tækifæri til að fara í heimsóknir út í samfélagið til að kynnast af eigin raun þessum störfum og námi sem þeim tengjast. Stoðþjónusta  Með jöfnu millibili þarf sérstaklega að skoða hvort einhver munur sé eftir kynjum, uppruna nemenda, námserfiðleikum eða fötlunum varðandi stoðþjónustu sem skólinn veitir. Hér er m.a. átt við aðstoð náms- og starfsráðgjafa, sérhæfða kennslu, einstaklingsnámskrár, sálfræðiaðstoð, aðstoð skólahjúkrunarfræðings og ýmis önnur náms- og félagsleg úrræði sem skólinn býður upp á eða stendur að í samvinnu við aðra aðila. Ef svo er þá þarf að vinna sérstaklega með þær niðurstöður. Á vettvangi nemendaverndarráðs er auðvelt að skoða þessa þætti sérstaklega. Kynferðisleg áreitni  Kynferðisleg áreitni og einelti verða aldrei liðin í skólanum og meðferð slíkra mála, ef upp koma, sett í ákveðinn farveg eins og gert er varðandi einelti og áföll. Nemendaverndarráð, skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og/eða náms- og starfsráðgjafi vinna með þau mál sem upp kunna að koma. Virk samvinna við Þjónustumiðstöð Árbæjar, Barnavernd, Barnahús og lögreglu er nauðsynleg til þess að hægt sé að tryggja sem best velferð nemenda. Ef upp kemur grunur/vissa um að nemandi hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti í skólanum eða utan hans skal samstundis haft samband við barnaverndaryfirvöld og Barnahús. Hafa ber samband við foreldra ef þeir tengjast á engan hátt meintu áreiti. Gagnkvæmt traust og samvinna við heimili nemenda og ýmis félagasamtök í hverfinu t.d. íþróttafélag, félagsmiðstöð, kirkjuna eða önnur trúfélög sem í hlut kunna að eiga, þarf að vera til staðar.

3


Námsmat  Skoða þarf árlega einkunnir að vori í 4., 7. og 10. bekk og greina þær eftir ákveðnum breytum s.s. kyni, uppruna nemenda og fleiri þáttum. Ef í ljós kemur verulegur munur á einkunnum nemenda þarf að grípa til sérstakra aðgerða með það fyrir augum að staða allra nemenda verði sem jöfnust. Hér gæti t.d. komið til að breyta kennsluháttum, námsefni, samsetningu námshópa eða auka tímabundið við stuðning. Sjálfsmynd  Leggja þarf árlega fyrir nemendur í 6. - 10. bekk spurningar um t.d. líðan, sjálfsmynd, áform og virkni (Skólapúlsinn). Ef marktækur munur er eftir kynjum, uppruna eða öðrum breytum skal unnið sérstaklega með þær niðurstöður. Félagsstarf nemenda  Hafa þarf að leiðarljósi jafnan hlut allra nemenda við val í nemendaráð, við val í ræðu- og spurningalið skólans og við hvert það tækifæri þegar nemandi eða nemendur skólans koma fram fyrir hans hönd. Einnig að skólinn leggi jafna áherslu á þátttöku stráka og stelpna í íþróttamótum. Hvetja þarf stúlkur sérstaklega til þátttöku í skákstarfi skólans. Leggja þarf áherslu á að allir nemendur skólans fái þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta verið virkir í félagsstarfi skólans.

b) Starfsmenn Kynjahlutfall  Að öllu jöfnu skal starf sem auglýst er laust til umsóknar standa til boða jafnt konum sem körlum. Ef jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýst starf ber að ráða það kynið sem hallar á. Undantekning er ef nauðsynlegt er að ráða annað kynið vegna hlutlægra þátta sem tengjast starfinu s.s. baðverðir í íþróttahús.  Þegar kennurum/starfsmönnum er skipt í vinnuhópa skal hafa að leiðarljósi að hóparnir séu með sem jafnastri skiptingu. Einnig þarf að hafa þessa skiptingu í huga þegar kosið eða valið er í embætti á vegum skólans.

Viðhorfskannanir  Viðhorfskannanir þarf að gera reglulega og greina niðurstöður eftir m.a. kynjum og aldri. Það sem þarf að skoða sérstaklega er:  almenn kjör  viðhorf til starfsins  vinnuálag – sveigjanlegur vinnutími/tækifæri til að vinna hluta vinnuskyldu heima hjá sér  aðgengi að stjórnendum  ábyrgð í starfi  aðgang að aðstoð eða handleiðslu  aðbúnað – vinnuumhverfið – hæfir það báðum kynjum?

4


Símenntun/Endurmenntun  Stjórnendur þurfa að tryggja að allir starfsmenn hafi sömu möguleika til endurmenntunar og/eða til þess að sækja sér fræðslu til þess að auka hæfni sína í starfi. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi  Öllum starfsmönnum þarf að vera ljóst að kynferðisleg áreitni og annað ofbeldi verði aldrei liðið í skólanum. Stjórnendur bera ábyrgð á því að kynferðisleg áreitni viðgangist ekki í skólanum og meðferð slíkra mála er í þeirra höndum. Fjölskyldustefna  Í anda jafnréttislaga munu stjórnendur leitast við að gera nauðsynlegar ráðstafanir þannig að allir starfsmenn geti samræmt sem best starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Allt starf í skólanum þarf að taka mið af því að samræma sem best fjölskyldulíf og atvinnu starfsmanna t.d. má nefna fundartíma, skipulag námskeiða o.fl. Mat Mannréttindastefna/ jafnréttisáætlun er kynnt öllum þeim er hún varðar og endurskoðuð með reglulegu millibili. Umræðu um mannréttindastefnuna/jafnréttisáætlunina, bæði það sem snýr að starfsmönnum og nemendum, þarf að taka upp árlega á starfsmannafundum. Einnig þarf árlega að kynna mannréttindastefnu/jafnréttisáætlun skólans og þá sérstaklega þann hluta sem snýr að nemendum t.d. á kynningarfundum að hausti og á heimasíðu skólans. Mikilvægt er að fram fari faglegt og reglubundið mat á áhrifum mannréttindastefnu/jafnréttisáætlunar og mannréttindastarfs í skólanum. Í reglulegu innra mati á skólastarfi, s.s. í starfsmannaviðtölum, starfsmannakönnunum eða könnunum meðal nemenda og foreldra, verður kannað og lagt mat á stöðu mannréttindamála í skólanum og niðurstöður matsins kynntar reglulega fyrir nemendum, starfsfólki og forráðamönnum. Niðurstöðurnar munu einnig birtast á heimasíðu skólans. Til að mannréttindastefna/jafnréttisáætlun skili árangri er nauðsynlegt að hafa skýra mælikvarða í tengslum við þau markmið sem koma fram í áætluninni. Þau matstæki sem lögð eru til grundvallar eru starfsmannasamtöl, viðhorfskannanir meðal nemenda, starfsmanna og forráðamanna.

5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.