Samkennsla - bรถrnin og nรกmiรฐ
Hvað er samkennsla? Samkennsla fer fram í aldursblönduðum námshópi þar sem tveimur eða fleiri árgöngum er kennt saman í einum bekk án varanlegrar aðgreiningar eftir aldri eða námsgetu. Markmiðið er að hver nemandi fái nám og kennslu við sitt hæfi jafnframt því að nemendahópurinn eigi samleið sem hópur eða bekkjarheild.
Nemendur í samkennsluhópi eru á misjöfnum aldri, búa yfir misjöfnum þroska og getu og læra að það er eðlilegt að vinna misjafnlega hratt og hafa margvísleg áhugasvið og fjölbreytta færni eiga að vera að fást við mismunandi námsmarkmið skv. námskrá verða að læra að vinna sjálfstætt og hjálpast að
Í samkennsluhópi verður einstaklingurinn sýnilegri getur skapast góður námsandi - systkinaandi þar má vera ,,barnalegur” er auðveldara að vera ,,duglegur” verður að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir fá nemendur tækifæri til að kynnast fleirum festast nemendur síður í ákveðinni stöðu í hópnum sem er síbreytilegur
Samkennsla – einstaklingsmiðað nám Einstaklingsmiðað nám er þegar „venjulegir“ nemendur, nemendur með „sérþarfir“, „bráðgerir“ nemendur og nemendur með ólíkan menningarlegan bakgrunn geta stundað árangursríkt nám saman, án aðgreiningar Lögð áhersla á að nemandinn setji sér eigin markmið og taki aukna ábyrgð á eigin námi Nemandinn áætlar afköst sín og setur sér mark að keppa að, t.d. með hvaða hætti hann hyggst bæta sig á ákveðnu sviði
Samkennsla – einstaklingsmiðað nám Fundir kennara og nemanda eru reglulegir, t.d. vikulega, til að fara yfir stöðu mála, leggja mat á hvernig til hefur tekist og leggja línur varðandi það nám sem framundan er Hver nemandi lærir á eigin hraða, nám hans er metið eftir því sem við á og hann keppir að því að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér (eða sett hafa verið) Oft höfð hliðsjón af markmiðum eins og þau eru sett fram í skólanámskrá og/eða að byggt er á þrepamarkmiðum aðalnámskrár
Samkennsla og fjölgreindir
Fjölgreindakenning Gardners gengur úr frá því að mannleg greind sé samsett úr mismunandi þáttum eða greindum sem eru sérstakar fyrir hvern einstakling Tomlinson og Denirsky Allen telja að í samkennsluhópum séu meiri möguleikar á því að einstaklingarnir nái að nýta mismunandi greindir eða færni þar sem ekki er gert ráð fyrir því að allir séu að takast á við það sama á sama tíma Tomlinson og Demirsky Allan (2000) Leadership for Differentiating Schools & Classrooms
Samkennsla og flæði Samkennsla kallar á námskipulag sem byggir á sjálfstæðum vinnulotum nemenda.Við þær aðstæður eiga nemendur auðveldara með að nýta sér „flæði“ – verða hugfangnir af viðfangsefninu og skila hámarksafköstum. Í þetta ástand er erfitt að komast ef alltaf er verið að búta sundur vinnutímann og skipta honum upp í fyrirfram ákveðin viðfangsefni sem allir eiga að vera að vinna að á sama tíma Tomlinson og Demirsky Allan (2000) Leadership for Differentiating Schools & Classrooms
Flรฆรฐi
Samkennsla og námstækni ◦
◦
Gayfer (1991) sýndi fram á í rannsóknum sínum að nemendur í samkennsluhópi höfðu yfirburði í námstækni, félagslegum samskiptum, samvinnu og viðhorfum gagnvart námi og menntun miðað við nemendum í hefðbundnum bekk Rannsóknir Maehr & Midgley (1996) hafa sýnt fram á að samkennslufyrirkomulagið (the multiage model) verður til þess að kennarar eru meðvitaðri og velta stöðugt fyrir sér eðli náms og kennslu en hið hefðbundna kerfi vekur síður slíkar vangaveltur Tomlinson og Demirsky Allan (2000) Leadership for Differentiating Schools & Classrooms
Samkennsla og námskrá Kennsla í aldursblönduðum hópum getur losað námskrána úr spennitreyju aldursbindingar þar sem aldursbundin markmið og væntingar eru allsráðandi en henta eigi að síður mörgum nemendum illa Úr bók Lilian Katz, Demetrea Evangelou og Jeanetta Allison Hartman (1990). The case for mixed-age grouping in early education. Washington D.C.: National Association for the Education of Young Children.
Samkennsla og hugsmíðahyggja
Nýjar hugmyndir um um nám sem félagslega hugsmíði gera ráð fyrir að samvinna barna innbyrðis gegni ekki síður mikilvægu hlutverki í námi en samvinna barna og fullorðinna
Samkvæmt þessum kenningum er litið á nám sem félagslega athöfn þar sem samvinna og samspil við aðra einstaklinga gegnir lykilhlutverki Úr bók Lilian Katz, Demetrea Evangelou og Jeanetta Allison Hartman (1990). The case for mixed-age grouping in early education. Washington D.C.: National Association for the Education of Young Children.
Samkennsla og þroski
Svæði hins mögulega þroska (zone of proximal development) er svæðið milli þess þroska sem barnið getur náð á eigin spýtur og þess þroska sem það getur náð undir leiðsögn annarra; fullorðinna eða lengra kominna félaga. Samkvæmt hugmyndinni um svæði hins mögulega þroska má telja líklegt að samvinna barna með mismunandi þekkingu og færni, innan ákveðinna marka, örvi skapandi og gagnrýna hugsun og vitrænan þroska. Úr bók Lilian Katz, Demetrea Evangelou og Jeanetta Allison Hartman (1990). The case for mixed-age grouping in early education. Washington D.C.: National Association for the Education of Young Children.
Samkennsla og samvinnunám Rannsóknir á samvinnunámi í blönduðum hópum benda til að það sé eitt öflugasta námsform sem til er og komi öllum til góða hver sem námsleg staða þeirra er. Aldursblöndun skapar því kjöraðstæður fyrir samvinnunám og félagastuðning í námi (peer tutoring)
Úr bók Lilian Katz, Demetrea Evangelou og Jeanetta Allison Hartman (1990). The case for mixed-age grouping in early education. Washington D.C.: National Association for the Education of Young Children.
Aldursblöndun og félagsþroski
Aldursblandaðir hópar samsvara aðstæðum í fjölskyldu og nærumhverfi þar sem mikill hluti af uppeldi og félagsmótun barna hefur farið fram gegnum aldirnar. Nú á tímum verja börn minni tíma með fjölskyldu og í umhverfinu utan skólans og fara þar af leiðandi á mis við það félagslega nám sem þar á sér stað Úr bók Lilian Katz, Demetrea Evangelou og Jeanetta Allison Hartman (1990). The case for mixed-age grouping in early education. Washington D.C.: National Association for the Education of Young Children.
Aldursblöndun og félagsþroski
Rannsóknir benda til að nám og starf nemenda í aldursblönduðum hópum hafi örvandi áhrif á félagslegan þroska þeirra og efli forystu og félagslega ábyrga hegðun svo sem að hjálpast að, deila, skiptast á, taka tillit til annarra, segja satt o.s.frv. Rannsóknir benda einnig til að í aldursblönduðum bekkjum sé auðveldara að skapa bekkjaranda sem einkennist af samhjálp, umburðarlyndi og umhyggju Til þess verður að skipuleggja námsaðstæður þannig að kostir aldursblöndunarinnar fái að njóta sín Úr bók Lilian Katz, Demetrea Evangelou og Jeanetta Allison Hartman (1990). The case for mixed-age grouping in early education. Washington D.C.: National Association for the Education of Young Children.
Samkennsla og skólasamfélagið Nemendur fá að vera bæði elstir og yngstir í hópi og kynnast breiðari aldurshópi (eldri og yngri börnum) Nemendur læra félagsleg samskipti þar sem yngri börn læra að þiggja hjálp frá eldri börnum, eldri börn læra að hjálpa yngri börnum – leiðir til félagsmynsturs sem styrkir ábyrgð, forystu og félagslega færni Nemendur læra að eiga námsleg samskipti við eldri og yngri nemendur – læra að veita og þiggja aðstoð frá bekkjarfélögum. Átta sig á því að þeir geta lært af bekkjarfélögum sínum og geta líka miðlað til annarra
Samkennsla og skólasamfélagið Í samkennsluskólum hafa kennarar oft mikla samvinnu um skipulag kennslunnar enda fara nemendur mis hratt í námi og það kallar á nánara farglegt samráð kennara Þá er skipulagið oftar byggt á teymisvinnu starfsfólks í samkennsluskólum en í skólum þar sem nemendum er skipt í árgangabundna bekki Samvinna og samráð við foreldra er mikið og lögð áhersla á þátttöku þeirra í skipulagi skólastarfsins. Slík samvinna hefur mjög mótandi áhrif á skólabraginn – „límir fólkið saman“
FJÓRIR HORNSTEINAR: NEMENDUR-STARFSFÓLK-FORELDRAR-FRÆÐSLUYFIRVÖLD
Samkennsla og skólasamfélagið Í samkennsluskóla verður að leggja áherslu á skólasamfélagið. Því nánara sem samfélagið er því öruggari er nemandinn. Öryggi og vellíðan eru lykilþættir sem hafa áhrif á námsárangur – eru um leið sjálfsögð réttindi barna og unglinga